Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 31. október, var haldinn 5759. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi, Borgartúni 12-14 og hófst kl. 08:10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Dóra Björt Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Hörður Hilmarsson, Anna Guðmunda Andrésdóttir, Eiríkur Búi Halldórsson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram trúnaðarmerkt frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2025 ásamt greinargerðum. Einnig er lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna trúnaðar á framlögðum gögnum, dags. 29. október 2024.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lagt fram trúnaðarmerkt frumvarp að fimm ára áætlun 2025-2029, ásamt greinargerðum.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, um lántökur á árinu 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, um álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. október, um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. október, um gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2025.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. október 2024, um niðurfellingu á yfirfærslu fjárheimilda ársins 2023 til ársins 2024.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 5. nóvember 2024, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 29. október 2024.
-
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 18. september 2024, varðandi starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins 2025, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 14. október 2024.
Frestað. -
Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 11. september 2024, varðandi fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 25. september 2024.
Frestað. -
Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 21. október 2024, varðandi gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. október 2024.
Frestað. -
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 31. október 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýsa stofnframlög vegna almennra íbúða til umsóknar.
Samþykkt. -
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 30. október 2024.
9. liður fundargerðarinnar er samþykktur.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins lýsir furðu sinni á þeim óvenju mikla fjölda kæra sem lagðar eru fram á fundi umhverfis- og skipulagsráðs eða 11 talsins. Ítrekað hafa komið upp mál þar sem skipulagsyfirvöld eru sökuð um að segja ekki satt, jafnvel falsa gögn eða breyta þeim samkvæmt því sem einstaka viðskiptavinir umhverfis- og skipulagssviðs hafa sagt á opinberum vettvangi. Allt of oft fást ekki svör, gögnum og upplýsingum er haldið leyndum og hefur verið fullyrt að ekki sé alltaf unnið af heiðarleika og gagnsæi. Þetta er miður að heyra og telur Flokkur fólksins að endurreisa þurfi embætti umboðsmanns borgarbúa eins og það var á árunum 2013-2020 til að styðja við borgarbúa sem eiga í viðskiptum við borgina. Verkefni umboðsmannsins voru flutt yfir til innri endurskoðunar og búinn til ráðgjafi íbúa hjá því embætti. Þetta fyrirkomulag hefur virkað illa og nú sér fólk sem telur á sér brotið af skipulagsyfirvöldum sér ekki annan kost en að fara með mál fyrir dómstóla sem er bæði dýrt og tímafrekt. Nefna má mál Loftkastalans en eigendur hans telja borgina hafa brotið illilega á sér og hefur málið velkst um í borgarkerfinu í mörg ár. Áhyggjuefni er að sjá svo mikið af kærum berast og skoða þarf ástæður þess að þeim hafi fjölgað.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 17. október 2024.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 17. október 2024.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 17. október 2024.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinar:
Í kynningu Félagsbústaða á aðgengilegu húsnæði fyrir fatlað fólk bera hönnuðir ríka ábyrgð gagnvart eiganda að húsnæði standist algilda hönnun og þar af leiðandi aðgengi fyrir alla. Með algildri hönnun skal tryggt að fólki sé ekki mismunað um aðgengi og almenna notkun bygginga á grundvelli fötlunar, skerðinga eða veikinda og það geti með öruggum hætti komist inn og út úr byggingum, jafnvel við óvenjulegar aðstæður, t.d. í eldsvoða. Því miður er ekki mikið til af sérútbúnum íbúðum hjá Félagsbústöðum fyrir fatlað fólk. Reynt er að bregðast við til að auka aðgengi eftir þörfum hvers og eins s.s. að fjarlægja sturtugler og skipta um salerni. Almennt má segja að Reykjavíkurborg hafi verið sein að taka við sér að hugsa um aðgengi fyrir fatlað fólk. Algild hönnun er sem dæmi tiltölulega ný í umræðunni. Aðgengi í opinberum byggingum borgarinnar er víða slæmt og hefði ekki komið til einkaframtak með uppsetningu rampa væri borgin í enn verri málum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 16. október 2024.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinar:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir tillögu íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals að grípa til viðeigandi ráðstafana svo að almennir lóða- og framkvæmdaskilmálar vegna uppbyggingar í borgarhlutanum verði virtir. Fulltrúi Flokks fólksins hefur margoft bókað um sóðaskap á og í kringum lóðir sem fyrir löngu hefur verið úthlutað en ekki enn byggt á. Lóðirnar eru notaðar sem geymslustaður fyrir sorp með tilheyrandi sóðaskap og slysahættu. Árið 2023 lagði fulltrúi Flokks fólksins til að gerð yrði úttekt á þróun Úlfarsárdals. Þetta var lagt til vegna fjölmargra kvartana sem borist höfðu. Kvartanirnar ná yfir breytt svið m.a. um hversu illa gengur að ljúka uppbyggingu hverfisins. Upplýsingar hafa borist um að lóðarhafar láti lóðir standa auðar árum saman og eru þær fullar af t.d. byggingarúrgangi. Talað hefur verið um að lóðir hafa farið á „vergang í bönkum“ eins og það er orðað frá einum íbúa. Hverfið telst varla nýtt lengur og talið er að yfir 30 lóðir séu óbyggðar eða ólokið. Gert var ráð fyrir 15.000 íbúum í hverfinu og fullri sjálfbærni. Langt er í land að svo megi verða. Enn er ekki komin matvöruverslun í hverfið og til stóð að hverfið ætti að vera blanda af íbúðar- og atvinnuhúsnæði sem heldur ekki bólar á.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Tillögunni um lóða- og framkvæmdaskilmála og umgengni á byggingarlóðum var vísað til meðferðar hjá viðeigandi eftirlitsaðila einmitt til að athuga hvernig ástandið er þegar kemur að umgengni á byggingarlóðum í Grafarholti og Úlfarsárdal og hvort ástæða sé til að bregðast við.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 22. október 2024.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 14. október 2024.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 21. október 2024.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 20. september 2024.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16. október 2024.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls átta mál (MSS24010024, MSS24010004, MSS24010051, MSS23110713, MSS23080011, MSS24100168, MSS23080027).
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á starfs- og fjárhagsáætlunum skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs, miðlægrar stjórnsýslu, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, mannauðs- og starfsumhverfissviðs, menningar- og íþróttasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, þjónustu- og nýsköpunarsviðs, fjármála- og áhættustýringarsviðs, Faxaflóahafna sf. og Félagsbústaða. Einnig fer fram kynning á fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar.
- Kl. 9:55 víkur Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir af fundinum og Helga Þórðardóttir tekur þar sæti.
- Kl. 10:00 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti með rafrænum hætti.
- Kl. 10:35 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
- Kl. 12:50 víkur Árelía Eydís Guðmundóttir af fundinum og Magnea Gná Jóhannsdóttir tekur þar sæti.
- Kl. 13:50 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum og Stefán Pálsson víkur.
- Kl. 14:40 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum og Alexandra Briem tekur þar sæti.
- Kl. 15:00 víkur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir af fundinum og Kjartan Magnússon tekur sæti.
- Kl. 15:05 tekur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.Helgi Grímsson, Frans Páll Sigurðsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Kristinsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Lóa Birna Birgisdóttir, Eiríkur Björn Björgvinsson, Skúli Þór Helgason, Andrés Bögebjerg, Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Óli Jón Hertervig, Hróðný Njarðardóttir, Óskar Sandholt, María B. Hermannsdóttir, Jón Garðar Jörundsson, Gunnar Tryggvason, Kristinn Karel Jónasson og Sigrún Árnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 15:47
Dagur B. Eggertsson Alexandra Briem
Andrea Helgadóttir Hildur Björnsdóttir
Kjartan Magnússon Magnea Gná Jóhannsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 31.10.2024 - prentvæn útgáfa