Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 3. október, var haldinn 5756. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Dagur B. Eggertsson, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Hildur Björnsdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. október 2024, þar sem skýrsla starfshóps um rannsóknir á byggingu flugvallar í Hvassahrauni er lögð fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum.
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Bergrún Örnu Óladóttur sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. Einnig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti borgarfulltrúarnir Alexandra Briem og Hjálmar Sveinsson. MSS22030087
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja nokkuð ljóst að nýr innanlandsflugvöllur muni ekki rísa í Hvassahrauni á næstu árum. Þó náttúruvárrannsóknir leiði í ljós að hverfandi líkur séu á eldsupptökum innan flugvallarsvæðis, eru nokkrar líkur á hraunrennsli inn á svæðið. Hvassahraun stendur á virku eldfjallasvæði og ólíklegt að nokkur innviðafjárfestingasjóður myndi leggja verkefninu til þá milljarða sem þarf til uppbyggingarinnar. Það er tímabært að horfast í augu við þann veruleika að Reykjavíkurflugvöllur mun ekki víkja úr Vatnsmýri á næstu árum og áform meirihlutans um uppbyggingu 7.500 íbúða á flugvallarsvæðinu fyrir 2040 eru lítið annað en óskhyggja. Nauðsynlegt verður að skipuleggja ný hverfi innan borgarinnar, samhliða þéttingu byggðar, svo svara megi vaxandi þörf á húsnæðismarkaði. Það verkefni þarf að byggja á raunhæfum áætlunum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú er tekist á um hvort halda eigi áfram með rannsóknir til að kanna hvort skilyrði séu til að leggja flugvöll í Hvassahrauni. Sumir vilja meina að enn sé ekkert því til fyrirstöðu að flugvöllur geti verið byggður í Hvassahrauni og ætti borgin því að bíða með byggingar í næsta nágrenni Reykjavíkurflugvallar og halda sig við að skipuleggja flugvallarsvæðið í heild. Síðan eru það aðrar raddir, háværari raddir sérfræðinga sem sem benda á að þótt það sé að mestu utan skilgreindra eldstöðvakerfa og að líkur á gosopnun séu hverfandi þá séu líkur á að flugvallarsvæðið fari undir hraun, ef verði gos á eldstöðvum Krýsuvíkur sem er þarna næst. Líklegustu sviðsmyndir eru þrjár. Nr. 1. lítið gos nr. 2. meðalstórt gos með stutt rennsli sem gæti farið yfir helming svæðisins og nr. 3 meðalstórt gos með langt rennsli og þar gæti allt flugvallarsvæðið farið undir hraun. Með þessar upplýsingar er auðvitað spurning hvort stjórnvöld vilja verja 200 milljónum plús til áframhaldandi rannsókna. Flokki fólksins finnst hins vegar mjög eftirsóknarvert að finna annan stað fyrir þyrlur og að losna við einkavélar af Reykjavíkurflugvelli en hvort völlurinn skuli fara eða vera áfram í Vatnsmýrinni verður sennilega ekki svarað í nánustu framtíð.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt að kanna til hlítar kosti flugvallar í Hvassahrauni og ljúka þeim athugunum að fullu. Það er aftur á móti orðið óbærilegt hvað flutningur flugvallarins í Vatnsmýrinni hefur tekið langan tíma. Eðli málsins samkvæmt er þetta ekki einfalt verkefni og það er orðið ljóst að flækjustigið eykst þegar pólitísk öfl standa í vegi fyrir hagsmunum Reykvíkinga, vistvænni þróun borgarinnar og heilbrigði og öryggi borgarbúa. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna hefur mýmargar skoðanir og sýn á hvernig innanlandsflugi eigi að vera háttað í framtíðinni en eftir stendur að það ætti að vera löngu farið úr Vatnsmýrinni. Það kann að vera farsælast og hagkvæmast að sameina innanlandsflugið í Reykjavík við alþjóðaflugið í Keflavík og tryggja greiðar og hraðar almenningssamgöngur til og frá höfuðborgarsvæðinu.
Fylgigögn
- Bréf borgarstjóra
- Skýrsla starfshóps um almenningssamgöngur milli höfuðborgarsvæðisins og Keflavíkurflugvallar
- Samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni, 28. nóvember, 2019
- Hvassahraun, analysis of lidar-derived observations of turbulence aloft, Report nr. KVT/2023/R154/HÁ J01
- Veðurmælingar í Hvassahrauni 2021-2022, Guðrún Nína Petersen, Veðurstofa Íslands, skýrsla VÍ 2023-005.
- Mælingar á loftkviku yfir Hvassahrauni, Forverkefni janúar-september 2021
- Flugmælingar og úttekt á loftkviku yfir Hvassahrauni, Gylfi Árnason, Þorgeir Pálsson, Ólafur Rögnvaldsson og Sæmundur Þorsteinss
- Viðaukar
- Færsla miðstöðvar innanlandsflugs–samgönguspá, Mannvit desember 2023.
- Minnisblað: Mögulegar breytingar á markaðsstöðu innanlandsflugs ef flugstarfsemi flyst í Hvassahraun, Jón Karl Ólafsson, febrúar
- Samantekt minnisblaðs
- Hvassahraun: Hættumat vegna eldgosa og jarðskjálfta, Bergrún Arna Óladóttir, Benedikt Halldórsson, Melissa A. Pfeffer, Sara Bars
- Minnisblað Minjastofnunar Íslands vegna fyrirspurnar um mótvægisaðgerðir vegna minja á fyrirhuguðu flugvallarstæði í Hvassahraun
- Staðfesting ríkis og Reykjavíkurborgar á að hefja undirbúning verkefna frá 25. október 2013.
- Minnisblað Veðurstofu Íslands 6. maí 2024, Hvassahraun – Hættumat v. eldgosa og jarðskjálfta. Viðbætur.
- Viljayfirlýsing um deiliskipulag annars áfanga uppbyggingar Landspítalans og samstarf um lendingarstað fyrir björgunarþyrlur
- Náttúru- og eldgosavá í Sveitarfélaginu Vogar - Mat á eldgosavá með tilliti til jarðhræringa á Reykjanesi 2021
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. september 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. september 2024 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Hlíðarenda vegna lóðarinnar nr. 3 við Arnarhlíð, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060353
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í breytingunni sem lögð er til felst að fjölga íbúðum, fella niður göng undir Flugvallarveg, auka byggingarmagn á jarðhæð, auka hlutfall 5. hæðar af stærð 4. hæðar. Hér virðist aðallega verið að auka hagnað byggingarverktaka með því að bæta við íbúðum á kostnað almenningsrýma.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. september 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080295
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. september 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090074
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að ræða um breytingu á deiliskipulagi í Elliðaárdal og er þetta ágætt dæmi um slakan undirbúning verks að mati fulltrúa Flokks fólksins. Ekki er traustvekjandi að breyta þurfi hönnum þegar framkvæmdir eru hafnar. Svo vekur það sérstaka athygli að koma á fyrir ofanvatnstjörn milli stíga norðan við Breiðholtsbraut til að taka á móti yfirborðsvatni áður en það rennur út í Elliðaár. Það er gott og vel en fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að í slíkum tjörnum sé hægt að gera hólma fyrir fuglalíf. Hægt er að gera hólma fyrir sáralítinn kostnað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. september 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Arnarnesvegar áfanga 3, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090155
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Stór vistlok eru sett fram í áætlunum, en tekið fram að um sé að ræða frátekið land og því er ólíklegt að slík lok yfir Arnarnesveginn verði nokkurn tíma að veruleika. Það var því miður ljóst frá upphafi að það að teikna vistlok yfir veginn til að fegra deiliskipulagið, var í raun ekkert annað en yfirvöld að slá ryki í augu íbúa. Slíkan blekkingarleik á ekki að líða. Yfirvöld vissu vel að ekkert fjármagn var til fyrir þessi vistlok og að þau yrðu líklega aldrei framkvæmd. Kostnaðurinn við að byggja þau síðar er án efa margfalt hærri en ef þau væru unnin samhliða vegagerðinni. Ekki var tekið neitt mark á umsögnum íbúa varðandi lagningu 3. áfanga Arnarnesvegar, sem sýnir enn og aftur að samráðsferlið við íbúa er ekkert annað en sýndarlýðræði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. september 2024 á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými á nyrðri hluta Nauthólsvegar vegna 1. lotu Borgarlínu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090203
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Nú eru fyrstu deiliskipulagstillögur vegna 1. áfanga Borgarlínu að líta dagsins ljós. Tillögurnar bera vott um mikinn metnað. Borgarlínan verður í sérrými á öllu skipulagssvæðinu, tré verða notuð til að skapa fallega ásýnd og göngu- og hjólastígar beggja vegna götunnar stuðla að fjölbreyttum ferðamátum fyrir alla vegfarendur. Við fögnum þessum áfanga og hlökkum til að sjá næstu tillögur koma fram á næstu vikum. Stefnt er að því að 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins muni búa í nálægð við hágæða almenningssamgöngur með 7-10 mínútna tíðni sem mun gera notkun almenningssamgangna að mun raunhæfari kosti fyrir fleiri sem gagnast öllum. Það er mikilvægt loftslagsmál, lýðheilsumál og nauðsynlegt skref til að bregðast við þeirri miklu fjölgun íbúa sem væntanleg er á höfuðborgarsvæðinu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast ekki gegn því að tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna Borgarlínu verði sett í lögformlegt umsagnarferli, með fyrirvara um endanlega afstöðu. Mikilvægt er að bæta þjónustu almenningssamgangna með sveigjanlegum útfærslum og gera hana þannig að raunhæfari valkosti fyrir fleiri borgarbúa. Við allar útfærslur er mikilvægt að hafa hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. september 2024 á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir göturými efsta hluta Laugavegar vegna 1. lotu Borgarlínu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24090202
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Nú eru fyrstu deiliskipulagstillögur vegna 1. áfanga Borgarlínu að líta dagsins ljós. Tillögurnar bera vott um mikinn metnað. Borgarlínan verður í sérrými á öllu skipulagssvæðinu, tré verða notuð til að skapa fallega ásýnd og göngu- og hjólastígar beggja vegna götunnar stuðla að fjölbreyttum ferðamátum fyrir alla vegfarendur. Við fögnum þessum áfanga og hlökkum til að sjá næstu tillögur koma fram á næstu vikum. Stefnt er að því að 71% íbúa höfuðborgarsvæðisins muni búa í nálægð við hágæða almenningssamgöngur með 7-10 mínútna tíðni sem mun gera notkun almenningssamgangna að mun raunhæfari kosti fyrir fleiri sem gagnast öllum. Það er mikilvægt loftslagsmál, lýðheilsumál og nauðsynlegt skref til að bregðast við þeirri miklu fjölgun íbúa sem væntanleg er á höfuðborgarsvæðinu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggjast ekki gegn því að tillaga að deiliskipulagsbreytingu vegna Borgarlínu verði sett í lögformlegt umsagnarferli, með fyrirvara um endanlega afstöðu. Mikilvægt er að bæta þjónustu almenningssamgangna með sveigjanlegum útfærslum og gera hana þannig að raunhæfari valkosti fyrir fleiri borgarbúa. Við allar útfærslur er mikilvægt að hafa hagkvæmni og skilvirkni að leiðarljósi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. september 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðinni Hlésgötu 1, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24090156
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 30. september 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðinni Hlésgötu 2, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24090158
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. september 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps um nýja samgöngumiðstöð Reykjavíkur. Einnig er lagt til að borgarráð tilnefni sex fulltrúa í hópinn.
Samþykkt.
Jafnframt er samþykkt að tilnefna Aðalstein Hauk Sverrisson, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, Andreu Helgadóttur, Mörtu Guðjónsdóttur, Söndru Hlíf Ocares og Dag B. Eggertsson, sem jafnframt verður formaður hópsins. MSS24080093Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. september 2024, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Mexíkóborgar dagana 14.-16. október nk. til að taka þátt í Bloomberg CityLab 2024, ásamt fylgiskjölum. MSS24090152
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. september 2024, varðandi tilnefningu fulltrúa Reykjavíkurborgar í spretthóp háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins um fýsileika þess að koma LHÍ fyrir í húsnæði Tækniskólans, ásamt fylgiskjölum. MSS24090161
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til fjárlaga 2025.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir, Rannveig Einarsdóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24090087
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er margt sem ekki er í lagi þegar kemur að skiptingu kostnaðar milli ríkis og sveitarfélags. Nefna má hversu hægt gengur að ákveða kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að fötluðu fólki og umönnun við þann viðkvæma hóp. Sem dæmi hefur Flokkur fólksins gagnrýnt aðbúnað ungs fatlaðs fólks á hjúkrunarheimilum samanber nýlega tillögu Flokks fólksins um að fatlað fólk missi ekki rétt sinn til ferðaþjónustu þegar það leggst inn á hjúkrunarheimili. Þessi hópur hefur aðrar þarfir en eldra fólk á hjúkrunarheimilum. Óskir yngri einstaklinga samanborið við eldri íbúa eru ólíkar. Almennt óska yngri einstaklingar eftir meiri virkni t.a.m. sjúkra- og iðjuþjálfun en megin áherslan er á aukið félagslíf utan veggja hjúkrunarheimilisins, m.a. með nægjanlegri stuðningsþjónustu og akstursþjónustu til að komast á milli staða. Staða ungs fatlaðs fólks sem býr á hjúkrunarheimilum á Íslandi er þróun sem fer gegn réttindabaráttu og mannréttindum fatlaðs fólks. Nefna mætti mörg önnur sambærileg dæmi, s.s. fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir, þá börnin ekki hvað síst og einnig umönnun eldra fólks. Í þessum málaflokki skortir mikið fjármagn til að geta verið viðunandi en ætti að sjálfsögðu að vera fullnægjandi.
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 30. september 2024, þar sem lokaskýrsla innleiðingar á ISO 37120 staðlafjölskyldunni er lögð fram.
Halldóra Káradóttir, Þórhildur Ósk Halldórsdóttir og Pétur Illugi Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS20070002
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. september 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. september 2024 á samningi við Kjósarhrepp um skóla- og frístundaþjónustu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. SFS23020061Fylgigögn
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-5804/2023. MSS23090195
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. október 2024, ásamt minnisblaði borgarlögmanns, dags. 23. september 2024, um málefni Loftkastalans ehf. vegna kaupa á fasteign og byggingarrétti í Gufunesi, þ.e. Gufunesvegi 34 og Þengilsbáss 1. MSS24010234
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Á eigendum Loftkastalans hefur Reykjavíkurborg brotið. Ítrekað hefur komið fram í opinberum gögnum m.a. frá umhverfis- og skipulagssviði að gatan við lóð Loftkastalans er of há og hana þarf að lækka. Viðurkennt er að „eitthvað hafi farið úrskeiðis“ því hæðarkótar í landinu umhverfis Loftkastalann eru hvorki í samræmi við rekstrarforsendur kynningar sem haldnar voru fyrir Loftkastalann fjórum dögum fyrir undirritun kaupsamnings þar sem kom skýrt fram í hvaða tilgangi átti að nota eignina. Viðurkennt er af hálfu borgarinnar að hæð hannaðrar aðliggjandi götu við hús Loftkastalans sé of há og að hafi gólfplata verið mæld sem sannreyndi það. Í viðauka 16. janúar 2019 er talað um skekkju í deiliskipulagi lóðarinnar og að lóðarhafi geti ekki nýtt hana í þeim tilgangi sem til stóð. Götur fyrir aftan hús eru enn of háar og Þengilsbás 1 hefur ekki enn fengið hæðarkóta. Óbyggð lóð er 60 cm of há og því mismunandi hæð milli húsanna. Þetta er ekki ávarpað í minnisblaði borgarlögmanns. Lóðarhafi var heldur aldrei boðaður á fund í lok árs 2022 eins og haldið er fram. Lóðarhafi hefur orðið fyrir gríðarlegu tjóni, uppsöfnuðu í fimm ár. Flokkur fólksins mun fara nánar yfir málið á næsta borgarstjórnarfundi 15. október.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Í bókun borgarfulltrúans eru misvísandi og rangar fullyrðingar og vísast í greinargerð borgarlögmanns í því efni.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Ívar Örn Ívarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram á ný fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um orlofsuppgjör embættismanna, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. ágúst 2024. Einnig lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 1. október 2024. MSS24080045
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 24. september 2024. MSS24010013
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 2. október 2024.
6. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 14. lið fundargerðarinnar:
Tillaga um matvöruverslun á hinum svokallaða reit M9c í Úlfarsárdal er felld af meirihlutanum í umhverfis- og skipulagsráði utan eins sem situr hjá. Það er mjög miður því um var að ræða tillögu um að byggja stórverslun með lágu verði og miklu vöruúrvali á svonefndum Bauhaus-reit (M9c) í Úlfarsárdal. Komið hefur fram að eigendur Bauhaus vilja nýta viðkomandi lóð undir matvöruverslun. Íbúar á nærliggjandi svæði hafa lengi óskað eftir slíkri verslun í hverfið enda mikil þjónustubót. Umræða um stöðu verslunar í Úlfarsárdal hefur áður komið upp. Það skýtur skökku við að þetta hverfi sem er næstum 20 ára hafi enga matvöruverslun. Hverfið átti að vera fyrir löngu orðið sjálfbært en sennilega er þetta eitt minnst sjálfbæra hverfi í borginni fyrir utan e.t.v. Gufunes Að ekki skuli vera hægt að kaupa mjólkurpott nema að fara inn í næsta hverfi er með ólíkindum. Umræðan er gömul, margra ára, en samt hefur ekkert gerst og er fólk nú farið að missa alla von og trú á að matvöruverslun eigi nokkurn tíma eftir að koma í Úlfarsárdal. Þegar þetta mál er skoðað hafa skipulagsyfirvöld sýnt ótrúlegan ósveigjanleika í ákvörðunum sínum.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál (MSS22030266, MSS24010022, MSS24010051, MSS24010052, MSS24090164, MSS24090145, MSS24090136, MSS24090140, MSS24090168, MSS24070075). MSS24090166
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24090167
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vísað er 1. liðar í fundargerð stafræns ráðs frá 25. september. Fulltrúi Flokks fólksins telur að í umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs um drög að frumvarpi um skipan upplýsingatækni í rekstri ríkisins, sem lögð er fram undir liðnum, komi fram ákveðin stefnubreyting gagnvart aukinni samvinnu ríkis og sveitarfélaga. Óskað er eftir upplýsingum um hvað veldur þeirri stefnubreytingu. MSS24100023
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar stafræns ráðs.Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að ráðast í athugun meðal starfsfólks og ráðsmanna íbúaráðanna, sambærilegt því sem tíðkast í stjórnum félaga. Meðal þess sem gæti verið skoðað eru verkefni ráðsins, stjórnarhættir, hvað betur mætti fara og hvort ráðsmönnum finnist ráðið þjóna tilgangi sínum. Listinn er ekki tæmandi og kæmi það í hlut fagaðila að útfæra sjálfsmat ráðsins. MSS24100022
Frestað.
-
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir tæmandi samantekt á orlofsuppgjöri við borgarstjóra, tuttugu ár aftur í tímann. Óskað er eftir að krónutölur séu núvirtar. MSS24100021
Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
Fundi slitið kl. 12:11
Dagur B. Eggertsson Andrea Helgadóttir
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Friðjón R. Friðjónsson Hildur Björnsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 03.10.2024 - prentvæn útgáfa