Borgarráð - Fundur nr. 5755

Borgarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 26. september, var haldinn 5755 fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Alexandra Briem, Hildur Björnsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Heiða Björg Hilmisdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram og Eiríkur Búi Halldórsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. september 2024, varðandi samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs á trúnaðarmerktri síðari úthlutun úr Loftslagssjóði ungs fólks, Bloomberg Philanthropies Youth Climate Action Fun.

    -     Kl. 9:05 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030270

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. júní 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 12. júní 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skógarhlíðar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23020357

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. september 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar við Bronssléttu 7 og sölu byggingarréttar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23050059

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. september 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir allt að 40 íbúðir á lóðinni Safamýri 58-60, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24090026

    Fylgigögn

  5. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. september 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð staðfesti hjálagða viljayfirlýsingu á milli Reykjavíkurborgar og Félagsstofnunar stúdenta um samstarf um opnun nýs leikskóla á háskólasvæðinu. Samhliða viljayfirlýsingu þessari veitir Reykjavíkurborg Félagsstofnun Stúdenta lóðarvilyrði fyrir lóð við Þorragötu til allt að þriggja ára, með fyrirvara um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina.

    Samþykkt.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24090039

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. september 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita vilyrði fyrir úhlutun lóðar við Þorragötu til að byggja leikskóla til allt að þriggja ára frá samþykki borgarráðs, með fyrirvara um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24090039

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. september 2024, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Seattle dagana 1.-5. október 2024, ásamt fylgiskjölum. MSS24090122

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við að ekki liggi fyrir upplýsingar um kostnað við fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Seattle. Ítreka fulltrúarnir áður framlagðar athugasemdir þeirra um að slíkar upplýsingar skuli ávallt fylgja upplýsingagjöf um fyrirhugaðar ferðir kjörinna fulltrúa og annarra fulltrúa sem ferðast á erlenda grundu á vegum Reykjavíkurborgar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Kostnaður við ferð borgarstjóra er greiddur af Íslandsstofu, upplýsingar um heildarkostnað verða lagðar fram þegar þær liggja fyrir.

    Fylgigögn

  8. Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps um stefnumótun fjölmenningarborgarinnar Reykjavík. Einnig er lagt til að borgarráð tilnefni fimm fulltrúa í hópinn.
    Samþykkt.
    Einnig er samþykkt að tilnefna Sabine Leskopf, sem verður formaður hópsins, Birnu Hafstein, Magneu Gná Jóhannsdóttur, Magnús Davíð Norðdahl og Sönnu Magdalenu Mörtudóttur til setu í hópnum. MSS24090132

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. september 2024:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að farið verði í verkefnið Jólaborgin 2024. Verkefnið verði til þess að halda áfram þeirri vegferð að byggja Reykjavík markvisst upp sem jólaborg á næstu árum með tilheyrandi skreytingum og viðburðum. Kostnaður vegna verkefnisins er 10 milljónir króna og komi af liðnum ófyrirséð, 09205.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. MSS24090135

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Þúsundir ferðamanna heimsækja Reykjavík um áramótin og til þess að upplifa norðurljósin. Meirihlutinn vill gera borgina enn jólalegri á aðventunni enda liggja mikil tækifæri í því að efla Reykjavík sem áfangastað sem jólaborg í samstarfi við veitinga- og þjónustuaðila. Þá er mikilvægt að skapa fallegri umgjörð fyrir fjölskyldurnar í borginni til þess að eiga jólastundir á aðventunni. Kostnaður við verkefnið felst aðallega í auknum jólaskreytingum.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar, dags. 26. september 2024, fyrir janúar-júlí 2024.

    Halldóra Káradóttir, Jónas Skúlason og Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24060009

  11. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 17. september 2024, í máli nr. E-2024/2024. MSS24040008

  12. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 19. september 2024. MSS24010035

    Fylgigögn

  13. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 16. september 2024. MSS24010003

    Fylgigögn

  14. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 18. september 2024. MSS24010011

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 16. september 2024. MSS24010016

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 8. og 10. lið fundargerðarinnar:

    Fulltrúi Flokks fólksins vill byrja á því að hrósa íbúaráðinu fyrir metnaðarfullan íbúaráðsfund og fundargerð sem gefur þeim sem vilja fylgjast með tækifæri til að vita hvað fram fer í ráðinu. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun fulltrúa íbúasamtaka þriðja hverfis um flugeldasýningar Vals. Fram kemur í bókuninni að það komi á óvart að íþróttafélagið fagni árangri sínum með flugeldum í hvert sinn sem bikar er í húsi. Minnt er á að um meðferð skotelda gilda lög og reglur. Fulltrúi Flokks fólksins veit til þess að fyrirvaralaus flugeldasýning veldur mörgum fjölskyldum og ekki síst dýraeigendum miklum ama. Það er sannarlega nokkur tvískinnungur í því að vilja eiga í góðu samstarfi við íbúa hverfisins á sama tíma og þeir eru vaktir upp nokkrum sinnum á ári við flugeldasýningar með engum fyrirvara eða kynningu, íbúum, börnum og gæludýrum til ama eins og segir orðrétt í bókun fulltrúans. Undir lið átta er umræða um skort á almenningsklósettum í Miðborg. Nauðsynlegt er að fjölga almenningsklósettum í borginni. Þessi umræða er að koma upp aftur og aftur þar sem þörf á fjölgun klósetta er ítrekað en fyrir daufum eyrum að því er virðist.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 16. september 2024. MSS24010017

    Fylgigögn

  17. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. september 2024. 
    6. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 15. lið fundargerðarinnar:

    Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld settu upp snjallljós við þau gatnamót sem mest á mæðir í Reykjavíkurborg í stað fjögurra stillinga klukkuprógramms sem ekki telst til snjalltækja. Tillögunni var vísað frá í umhverfis- og skipulagsráði. Í umsögn skipulagsyfirvalda er fullyrt að niðurstaðna könnunar Sweco 2020 sé að vírseglar sem talningarskynjarar samræmist nútímalegum viðmiðum. En Sweco kom aldrei til landsins til að skoða kerfið heldur voru aðeins haldnir örfáir fjarfundir og þá aðeins rætt við þá starfsmenn Reykjavíkurborgar sem sjá um og verja núverandi kerfi. Sweco fékk þar af leiðandi einhliða útgáfu og fengu ekki að ræða við aðra þrátt fyrir óskir um það. Útilokað er að gera raunhæfa úttekt með slíkum takmörkunum. Vírseglar eru eina tegundin sem hér hefur verið notuð frá a.m.k. 2005 þegar síðasta útboð var gert á ljósastýringum. Það eru heldur ekki allstaðar tveir vírseglar á gatnamótum og oftar en ekki bara á annarri götunni á staðnum. Öll nútíma tækni sem er notuð í dag, eins og myndavélar, radar, innrautt og annar fullnægjandi greiningarhugbúnaður hefur aldrei verið prófaður í Reykjavík. Allar tillögur um slíkt hafa verið felldar af meirihlutanum. í svari er ekki minnst á snjallljós, þótt spurt hafi verið um þau sérstaklega.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 10. september 2024. MSS24010023

    Fylgigögn

  19. Lögð fram fundargerð  stjórnar SORPU bs. frá 14. ágúst 2024. MSS24010027

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 4. lið fundargerðarinnar:

    Ekki er nýtt að hagnaður SORPU sé undir áætlun en hagnaður fyrri hluta árs er 22% undir áætlun. Framkvæmdastjóri gerir grein fyrir fyrirhuguðum breytingum á skipulagi SORPU. Með breytingunum er stefnt að því að bæta og samþætta þjónustu SORPU við almenning og stuðla að samræmi í þjónustuveitingu. Markmið með breytingunum er auk þess að valdefla starfsfólk og auka öryggi og vellíðan í starfi. Fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað vita nánar hvers lags skipulagsbreytingar þetta eru. 4. liður, áformað er að fara með fríðu föruneyti til að skoða hátæknisorpbrennslur í ferð til Finnlands. Áhugi er á að stjórn SORPU og framkvæmdastjórar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu taki þátt í ferðinni. Flokkur fólksins fagnar hverju skrefi sem tekið er til að nýta þá orku og hráefni sem eru í sorpinu. Á því sviði eru nágrannar okkar langt á undan okkur og flytja þarf þekkingu þeirra hingað inn. Hins vegar er það spurning hvort allir í stjórn SORPU þurfi að fara í ferð af þessu tagi. Hér er vel í lagt. Þekkingu er einnig hægt að miðla milli manna innanlands.

    Fylgigögn

  20. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14. júní, 28. júní og 16. ágúst 2024 MSS24010026

    Fylgigögn

  21. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál (MSS24010024, MSS24010024, MSS24010050, MSS24010051, MSS24010049, MSS23090091, MSS24090104, MSS24090136). MSS24090001

    Fylgigögn

  22. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24090002

    Fylgigögn

  23. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvernig verður unnið úr niðurstöðum borgaraþings um málefni barna á aldrinum 0-6 ára? Borgaraþingið var haldið laugardaginn 8. júní 2024 þar sem miklar upplýsingar komu fram á mörgum vinnuborðum. MSS24090145

  24. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hver staðan sé í íslenskuverum Reykjavíkurborgar. Eru þau öll full og ef það er biðlisti, hversu mörg börn bíða eftir plássi nú á haustönn? MSS24090143

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

    Fylgigögn

  25. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um stöðu stafrænnar umbreytingar hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði vegna utanumhalds um skráningar í leikskólum borgarinnar í ljósi alls þess fjármagns sem veitt hefur verið til sviðsins. Einnig vill fulltrúinn fá að vita hvort foreldrar þurfi enn að fylla út fjögur handskrifuð blöð og skila til leikskóla þegar barn er að flytja á milli leikskóla eða þegar aðrar breytingar á högum barna þurfa að eiga sér stað. MSS24090144

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
    Vísað til meðferðar stafræns ráðs. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 10:02

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Alexandra Briem

Heiða Björg Hilmisdóttir Hildur Björnsdóttir

Kjartan Magnússon Sanna Magdalena Mörtudottir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 26.09.2024 - prentvæn útgáfa