Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 5. september var haldinn 5752. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Árelía Eydís Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Eiríkur Búi Halldórsson, Theodór Kjartansson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Hulda Hólmkelsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar-júní 2024 ásamt greinargerðum fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 5. september 2024, og greinargerð B-hlutafyrirtækja, dags. 5. september 2024. Einnig er lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. september 2024, framvinduskýrsla nýframkvæmda, ódags., og umsögn endurskoðunarnefndar, dags. 2. september 2024.
- Kl. 9:08 tekur Ásta Þ. Skjalddal Guðjónsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9:15 tekur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9:16 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið. Lárus Finnbogason og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24060010
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn er ánægður með jákvæða rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánuði ársins en viðsnúningur hefur orðið í rekstri Reykjavíkurborgar. Rekstrarniðurstaða A- og B-hluta var jákvæð um 406 milljónir sem er 7,1 milljarði króna betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra. Síðast var jákvæð rekstrarniðurstaða A-hluta borgarinnar í árslok 2019. Eins má nefna að fjöldi starfsmanna stendur í stað milli ára þrátt fyrir fjölgun íbúa og aukna þjónustu. Þetta undirstrikar að þær aðhaldsaðgerðir sem meirihlutinn stendur fyrir eru að skila miklum árangri fyrir rekstur borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við hækkandi rekstrargjöld en á fyrstu sex mánuðum ársins fara rekstrargjöld nærri 2,5 milljörðum umfram áætlun. Rekstrarniðurstaða reynist jafnframt 1,7 milljörðum lakari þessa fyrstu sex mánuði en áætlun gerði ráð fyrir. Þá vekur athygli að af þeim sjö markmiðum og mælikvörðum sem meirihlutinn setur sér í fjármálastefnu sinni, er einungis áformað að tveimur verði náð við árslok 2024.
Fylgigögn
- Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar janúar - júní 2024
- Skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs með árshlutareikningi Reykjavíkurborgar janúar - júní 2024
- Greinargerð fagsviða með árshlutareikningi janúar - júní 2024
- Greinargerð B-hluta félaga með árshlutareikningi janúar - júní 2024
- Framvinduskýrsla janúar - júní 2024
- Umsögn endurskoðunarnefndar
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. september 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki aukið rekstrarframlag til Strætó vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan rekstur, sbr. hjálagt minnisblað Strætó, dags. 8. ágúst 2024, með fyrirvara um að aðrir eigendur félagsins leggi fram viðbótarfjármagn í samræmi við eigendahlutfall sitt til jafns við Reykjavíkurborg, sbr. hjálagða umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs um erindi Strætó, dags. 29. ágúst 2024.
Vísað til borgarstjórnar.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Jónas Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24080020
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er auðvitað ömurlegt að Strætó þurfi sífellt að koma aftur og aftur til eigenda sinna og biðja um aukið fjármagn út af allskonar atriðum, í þetta sinn vegna útboðs aðkeypts aksturs. Gera þarf viðauka því útboðsverð er hærra en fjárhagsáætlun ársins 2024 gerði ráð fyrir. Í hlut Reykjavíkur koma 25.789.255 kr. á mánuði. Á þetta að vera svona næsta ár og næstu árin? Ekki hefur komið fram í samgöngusáttmálanum hvenær ríkið skuldbindur sig til þess að fjármagna þriðjung kostnaðar vegna reksturs almenningssamgangna á móti sveitarfélögunum og hvenær ávinningur af því fer að sýna sig.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á áformaðri breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040.
Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24080321
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. september 2024, varðandi uppfærða viðbragðsáætlun neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. MSS24080112
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 21. ágúst 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 22. ágúst 2024 og færð í trúnaðarbók, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fela borgarstjóra að undirrita hjálagða viljayfirlýsingu forsætisráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra, Reykjavíkurborgar, Knattspyrnusambands Íslands og Frjálsíþróttasambands Íslands um framtíðaruppbyggingu þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsíþróttum í Laugardal. Borgarstjóri mun ásamt ráðherrum skipa framkvæmdahóp utan um verkefnið. MSS24080032
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar lögðu fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð samþykkir viljayfirlýsingu um uppbyggingu þjóðarleikvangs í knattspyrnu og frjálsum íþróttum en minnir um leið á fyrri samþykktir og bókanir borgarráðs varðandi þjóðarleikvanga og forgangsröðun borgarinnar í þágu aðstöðu fyrir börn og ungmenni og mikilvægi þess að ríkið komi á eðlilegan hátt að uppbyggingu þjóðarleikvanga, sbr. samninga um Þjóðarhöll. Með þessu er komið til móts við þær óskir um að Laugardalsvöllur geti orðið leikfær stærri hluta ársins og hýst leiki íslenskra landsliða á næstu árum. Af hálfu Reykjavíkurborgar eru ekki uppi frekari áform um þátttöku í fjármögnun krafna umfram þær sem lýst er í viljayfirlýsingunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:
Það vekur athygli að fyrrum borgarstjóri undirritaði samskonar viljayfirlýsingu um þjóðarleikvang í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2018 og aftur fyrir borgarstjórnarkosningar árið 2022, í báðum tilfellum með tilheyrandi myndbirtingum en án þess að áformin kæmust til framkvæmda. Nú þegar styttist í þingkosningar, er í þriðja sinn undirrituð viljayfirlýsing, í þetta skipti meðal annars af borgarstjóra Framsóknarflokksins og tveimur ráðherrum Framsóknarflokksins. Reynslan hefur sýnt að undirritun slíkra viljayfirlýsinga af hálfu borgaryfirvalda eru orðin tóm. Ólíklegt er að Framsóknarflokkurinn skili meiri árangri í málinu enda hefur innkoma flokksins í meirihluta borgarstjórnar reynst lítið annað en gamall grautur í nýrri skál.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna lagði fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Vinstri grænna fagnar viljayfirlýsingu um þjóðarleikvanga í knattspyrnu og frjálsum íþróttum. Með henni er eytt óvissu sem hefur staðið þróun og uppbyggingu beggja greina fyrir þrifum.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. september 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að stofna fimm manna stýrihóp sem fullkanni raunhæfni hugmynda um nýja Samgöngumiðstöð Reykjavíkur í og við vesturenda Miklubrautarganga og geri tillögu að næstu skrefum.
Samþykkt. MSS24080093
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Gott og vel að stofna fimm manna stýrihóp, en velja þarf vel í þann hóp. Hjá Vegagerðinni er þekking á því hvernig á að flytja fólk hratt á milli staða en hún er sennilega ekki mikil þegar kemur að hegðun fólks í borgarumhverfi. Vægi Vegagerðarinnar ætti ekki að vera mikið í stýrihópnum. Samgöngumiðstöð er meira en biðskýli. Staðurinn þarf að vera þannig að þangað sé gott að koma. Vinna þarf með fegurðarsjónarmið og umhverfissjónarmið samhliða því tæknilega. Þar ætti sviðakjammi að vera á boðstólum eins og var í umferðarmiðstöðinni gömlu. Með þessu er verið að segja að samgöngumiðstöð er ekki bara tæknilegt viðfangsefni heldur einnig félagslegt og í stýrihópinn þarf að velja fulltrúa sem stendur fyrir slík sjónarmið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. september 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að fela forsætisnefnd að endurskoða lögreglusamþykkt fyrir Reykjavíkurborg nr. 1097/2008 með síðari breytingum, í samráði við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Skrifstofa borgarstjórnar verði forsætisnefnd til aðstoðar.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS24090007Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. september 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki vilyrði fyrir lóð á athafnasvæðinu á Hólmsheiði til allt að þremur árum, með fyrirvara um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24080111Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ölgerðin er líklega góður kostur fyrir þetta svæði, Hólmsheiði. Hafa mætti þetta svæði í huga þegar fjallað er um atvinnustarfsemi í Keldnalandi. Íbúar þar gætu auðveldlega sótt vinnu á Hólmsheiði og þá væri minni þörf á að vera með atvinnutækifæri á sjálfu Keldnalandinu umfram það sem nú er, sem gæfi aftur færi á að fjölga íbúðum þar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur tjáð sig um þetta atriði bæði við vinningshafa tillögunnar og á fundi umhverfis- og skipulagsráðs.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. ágúst 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. ágúst 2024 á tillögu um að framlengja samning milli skóla- og frístundasviðs og Tónlistarskóla Árbæjar sem gildir til 6. júní 2025, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 10:02 víkur Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir af fundi og Pawel Bartoszek tekur sæti.
Samþykkt. SFS22030264
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja framkvæmd við annan fasa innleiðingar á nýju starfsumsóknakerfi fyrir Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. ÞON24080013Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins vill nota tækifærið og benda á að í þessari fjárheimildarbeiðni þjónustu- og nýsköpunarsviðs um að hefja annan fasa innleiðingar á nýju starfsumsóknakerfi er sviðið enn eina ferðina að eignfæra áætlaðan kostnað vegna innleiðingar nýs hugbúnaðar. Fulltrúi Flokks fólksins gerir sér grein fyrir því að eignfærslur sem þessar eru algengar en telur að þarna sé á ferðinni dæmi um kostnað sem hlýtur að teljast hluti af stafrænni umbreytingu og ætti kannski að vera merktur þannig. Í svörum við fyrirspurnum um heildarkostnað þjónustu- og nýsköpunarsviðs vegna stafrænnar umbreytingar er haldið fram tölum sem engan vegin standast. Hinn gríðarlegi kostnaður vegna innleiðinga og uppfærslna hefur einmitt verið merktur með þessum hætti að hluta til og því ekki talinn með í heildarupphæðum vegna stafrænnar umbreytingar. Þetta hefur þær afleiðingar í för með sér að erfitt er fyrir bæði borgarbúa og kjörna fulltrúa að geta gert sér einhverja grein fyrir heildarkostnaði stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að framkvæma verkefni um rafvæðingu mannauðsferla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. ÞON23090029Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins vill taka fram að rafvæðing mannauðsferla hlýtur einnig að tilheyra stafrænni umbreytingu á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs og fjárheimildarbeiðni sem þessi ætti því að vera skilgreind og merkt sem slík. Það er mikilvægt svo að hægt sé að hafa nákvæmt yfirlit yfir þann mikla kostnað sem borgarbúar hafa verið að greiða fyrir vegna þeirrar stafrænu umbreytingar sem sviðið hefur borið ábyrgð á frá árinu 2019.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um öryggisvistun.
Rannveig Einarsdóttir og Aðalbjörg Traustadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24010046
-
Lögð fram á ný fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ferðakostnað þjónustu- og nýsköpunarsviðs, sbr. 60. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2024. Einnig lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. ágúst 2024. MSS24060122
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins vill koma því á framfæri við þetta svar að þær tölur sem uppgefnar eru frá fjármála- og áhættustýringarsviði, eru í raun stórfurðulegar. Heildarupphæðir flestra ára sem beðið var um eru óvenju lágar og þær upphæðir sem skrifaðar eru á stéttarfélög óvenju háar. Sérstaklega fyrir árið 2024 þar sem því er haldið fram að stéttarfélög séu að greiða rúmar 17 milljónir í ferðastyrk starfsmanna á einu ári. Án þess að ætla sér að rengja uppgefnar fjárhæðir að óathuguðu máli, verður ekki hjá því komist að benda á að hugsanlega hafi eitthvað gleymst í þessari samantekt. Flokkur fólksins telur að þetta þurfi að skoða betur, athuga þarf hvort þarna sé á ferðinni heildartölur allra mögulegra kostnaðarliða sem í boði eru varðandi það sem spurt var um.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um launatengd gjöld á þjónustu- og nýsköpunarsviði, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2024. Einnig lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 30. ágúst 2024. MSS24060125
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 4. september 2024.
6. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 16. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins spurði hvers vegna Reykjavíkurborg vill ekki þrýsta á Vegagerðina með að fá viðræður um breikkun Breiðholtsbrautar frá Jafnaseli að Rauðavatni, eins og Flokkur fólksins lagði til 2021, en tillagan var felld af meirihlutanum. Borgin má alveg gæta hagsmuna borgarbúa. Ef marka má svör er ekki mikils að vænta. Fulltrúi Flokks fólksins veit að tvöföldun Breiðholtsbrautar er framkvæmd á vegum Vegagerðarinnar. Fulltrúinn veit einnig að forgangsröðun þessara verkefna er ákvörðuð í gegnum samgönguáætlun og í gegnum samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert af þessu hindrar borgina í að þrýsta á Vegagerðina með að fá viðræður um breikkun Breiðholtsbrautar.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 29. ágúst 2024. MSS24010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 29. ágúst 2024. MSS24010016
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 27. ágúst 2024. MSS24010013
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun, undir 7. lið fundargerðarinnar:
Kynnt eru drög að forvarna- og aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar 2024-27. Eftir þann hörmulega atburð sem átti sér stað á Menningarnótt er ljóst að leggja þarf sérstaka áherslu á forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir til að sporna við auknum hnífaburði og ofbeldistilvikum barna. Teikn voru á lofti strax árið 2022. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað viðrað sínar áhyggjur og mikilvægi þess að koma með fyrirbyggjandi aðgerðir. Flokkur fólksins lagði fram tillögu 2022 um að þau þrjú svið sem snúa hvað helst að börnum í borginni taki sig saman og leggi fram áætlun um fyrirbyggjandi aðgerðir. Setja þarf aukinn kraft í þessa vinnu. Fram til þessa hefur vantað skilvirkni og snerpu í vinnu við fyrirbyggjandi aðgerðir. Lítill en kjarnyrtur hópur þarf að fá umboð til að setja saman fyrirbyggjandi aðgerðaáætlun og koma henni í gang. Stór áskorun er aukin vanlíðan barna. Finna þarf meinið og þar með orsakir þess að börn og ungmenni velja að ganga með hnífa á sér í svo miklum mæli sem raun ber vitni. Andlegri líðan barna hefur hrakað og svefntími þeirra minnkað, m.a. vegna vegna mikillar skjánotkunar. Námsstaða margra barna er slök og dæmi eru um að börn kunni ekki alla bókstafina eftir nokkurra ára grunnskólagöngu.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24. júní 2024. MSS24010029
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls sex mál. (MSS24040042, MSS24010051, MSS24050147, MSS24030167, MSS24080052, MIR24080014) MSS24090001
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24090002
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvernig ætlar skóla- og frístundasvið að bregðast við ef það verður aukin matarsóun í grunnskólum Reykjavíkur, þegar skólamáltíðir verða orðnar gjaldfrjálsar?
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS24090020Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um næstu skref skóla- og frístundasviðs í lestrarkennslumálum. Mun sviðið leggja fram sínar eigin hugmyndir um t.d. hvernig hægt er að styðja börn enn frekar í lestrarnámi með það að markmiði að auka lesskilning eða er ætlunin að bíða eftir hvaða skref ráðherra barnamála ætlar að taka í málaflokknum?
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS24090021Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Vísað er til svars þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem lagt var fram undir 10. lið fundargerðar stafræns ráðs þann 28. ágúst sl. um heildarkostnað vegna stafrænnar umbreytingar Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig merkingum fjárheimildarbeiðna er háttað hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Óskað er upplýsinga um allar og hversu margar tegundir merkinga fjárheimilda eru til staðar hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Hvað heita merkingarnar og hvaða bókhaldslyklar tilheyra hverri merkingu fyrir sig? Einnig er óskað upplýsinga um hvaða merkingar eða bókhaldslyklar það eru sem reiknaðir voru saman til þess að fá þær heildarupphæðir sem gefnar voru upp í svarinu sem lagt var fram.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar stafræns ráðs. MSS24090022
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um ástæður þess að búið er að samþykkja uppbyggingu á Jöfursbási 1 án þess að leiðrétting hafi farið fram á gatnagerð þar sem landslagsbreytingar sem gerðar voru uppfylla ekki skilyrði samkvæmt skipulagslögum og reglugerðum. Þess utan passar gatnagerð ekki við lóð Loftkastalans sem er 60 cm of há. Vísað er til 35. liðar fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa, dags. 27. ágúst sl.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS24090023
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um stöðu mála vegna framtíðaruppbyggingar skóla í Laugardal og þeirra sviðsmynda sem voru til skoðunar. Síðast þegar fréttist af málinu þá höfðu þær sviptingar orðið að sviðsmynd 1 átti að varpa fyrir róða fyrir sviðsmynd 4 (afbrigði af sviðsmynd 3) sem mikill meirihluti íbúa og skóla í Laugardal hafði hafnað. Þessar sviptingar komu eins og blaut tuska í andlit íbúa í Laugardal. Viðbrögð létu ekki á sér standa og kallað var aftur eftir umsögnum. Síðan ekki söguna meir.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS24090024Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Flokkur fólksins spyr hvernig á að bregðast við ástandinu í Laugarnesskóla þar sem fjöldi starfsmanna hefur farið í veikindaleyfi eða látið af störfum vegna veikinda sem tengja má við mygluvandamál í skólanum.
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS24090028Fylgigögn
Fundi slitið kl. 10:44
Dagur B. Eggertsson Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir Pawel Bartoszek
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 05.09.2024 - prentvæn útgáfa