Borgarráð - Fundur nr. 5751
Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 29. ágúst var haldinn 5751. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Hildur Björnsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir. Dóra Björt Guðjónsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Eiríkur Búi Halldórsson, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. ágúst 2024, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktum fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa hjálögðum drögum að viðauka við samkomulag um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, drög að samkomulagi vegna reksturs stjórnskipulags og veghalds og yfirlýsing um sameiginlegan skilning varðandi framkvæmd samkomulags um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum, öll dags. 21. ágúst 2024, til borgarstjórnar til samþykkis, sbr. hjálagt bréf SSH, dags. 21. ágúst 2024.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir, Bjarni Rúnar Ingvarsson, Björn Axelsson, Haraldur Sigurðsson, Valgerður Gréta Benediktsdóttir, Daði Baldur Ottósson, Guðmundur Guðnason og Kristján Árni Kristjánsson taka sæti undir þessum lið með rafrænum hætti ásamt borgarfulltrúunum Friðjóni R. Friðjónssyni, Mörtu Guðjónsdóttur og Sabine Leskopf. MSS24080093
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar uppfærslu samgöngusáttmálans sem nú stendur í 310 milljörðum og hafa áætlanir tvöfaldast. Það sem Flokkur fólksins sér jákvætt við uppfærslu samgöngusáttmálans er að ríkið skuldbindur sig til þess að fjármagna þriðjung kostnaðar vegna reksturs almenningssamgangna á móti sveitarfélögunum. Fyrirséð er að fram til ársins 2030 þurfi að fjárfesta í um 200 rafmagnsvögnum. Miðað er við að framlag vegna vagnakaupa verði allt að 30 milljónir króna fyrir hvern vagn. Það eru 6 milljarðar fyrir 200 vagna. Strætó og borgarlína hljóta að skarast víða í borginni. Ekki liggur fyrir hvernig almenningssamgöngur púslast inn í áætlanir borgarlínu. Það sem flestum er þó umhugað um er hvort og hvernig þá taka eigi á bráðavanda í umferðarmálum, eitthvað sem allir hafa fengið sig fullsadda af. Innviðaskuld á höfuðborgarsvæðinu er gríðarleg. Umferðarmál hafa verið vanrækt stórlega eins og sjá má á því að samgönguinnviðirnir í Reykjavík eru allir löngu sprungnir. Flokkur fólksins fagnar nýrri hugmynd um samgöngumiðstöð sem hugmynd er um að reisa við vesturenda jarðganga. Samgöngumiðstöðvar eru mikilvæg og nauðsynleg mannvirki í borgum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. ágúst 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. ágúst 2024 á kynningu á verklýsingu íbúðaruppbyggingar í grónum hverfum ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Haraldi Sigurðssyni sem tekur sæti með rafrænum hætti. USK24080161
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að til standi að ráðast í frekari uppbyggingu í úthverfum borgarinnar þar sem innviðir þola aukna byggð. Ef vel er staðið að verki getur slík uppbygging styrkt hverfin verulega og skapað þar skilyrði fyrir aukinni verslun og þjónustu. Það er þó algert skilyrði að slíkt húsnæðisátak verði ekki þvingað fram á forsendum ofurþéttingar heldur útfært í góðri sátt og með raunverulegu samráði við íbúa viðkomandi hverfa. Varðandi Grafarvog þarf t.d. að taka ríkt tillit til staðaranda hverfisins og hagsmuna núverandi íbúa, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði sem mörg hver eru rótgróin og ein helsta ástæða þess að fólk hefur valið hverfið til búsetu. Ljóst er að margir þeir þéttingarreitir, sem borgarstjóri hefur kynnt að séu til skoðunar í Grafarvogi, ganga gegn þessum sjónarmiðum og koma því ekki til greina að mati borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins styður íbúðauppbyggingu í grónum hverfum, en sú uppbygging má þó ekki vera í mikilli andstöðu við þá íbúa sem eru þar eru fyrir. Reyndar verður alltaf einhver andstaða en þá þarf að meta hversu málefnaleg hún er. Svo þarf hátt hlutfall íbúða að vera á viðráðanlegu verði fyrir ungt fólk. Beita má nokkrum aðferðum til að ná því marki. Vannotuð er sú aðferð að setja kvaðir um meðalstærð íbúða á tilteknum reit. Það þýðir að ef einhverjar íbúðir eru stórar og dýrar verður að byggja litlar og ódýrar íbúðir á móti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. ágúst 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. ágúst 2024 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Ármúla, Vegmúla og Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 13A við Ármúla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24020149
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. ágúst 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 21. ágúst 2024 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis vegna lóðar Bjarkaráss að Stjörnugróf 7-11, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24060316
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 29. ágúst 2024, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2024, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010023
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. ágúst 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa hjálagðri tillögu um sameiningu Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar í nýja R-deild hjá Brú lífeyrissjóði, dags. 21. nóvember 2023, til borgarstjórnar.
Vísað til borgarstjórnar.
Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig, Heiða Björg Hilmisdóttir og Gerður Guðjónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23110152
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Á Íslandi eru alltof margir lífeyrissjóðir. Flokkur fólksins er hlynntur því að sameina Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar og Brú lífeyrissjóð sveitarfélaga ef fólk heldur öllum sínum réttindum í nýjum sjóði. Yfirbygging ætti að verða minni og rekstrarkostnaður hlýtur að sparast með sameiningu. Það mun verða umtalsverður fjárhagslegur ávinningur með sameiningu sjóðanna sem felst fyrst og fremst í lækkun á kostnaði. Jafnframt mun sameiningin skapa tækifæri til að bæta rekstur sjóðanna enn frekar með betri nýtingu starfsfólks sjóðanna.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning fyrir Heimahvamm í Elliðaárdal, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24080003
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á leigusamningi um afnot hluta lóðar við skemmur Reykjavíkurborgar við Þórðarhöfða 4, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24080014
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á samkomulagi við Sportkafarafélag Íslands um flutning á húsi félagsins að Nauthólsvegi 100A inn á lóð Nauthólsvegar 100, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060041
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á leigusamningi um húsnæði við Hallgerðargötu 11A, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24040040
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á afnotasamningi um svæði í Fossaleyni fyrir lager, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24070012
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á afnotasamningi um 532 m2 borgarland á Þorragötu 1, ásamt fylgiskjölum.
Frestað.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24080015
-
Lagt fram bréf samninganefndar Reykjavíkurborgar, dags. 26. ágúst 2024, þar sem þess er óskað að borgarráð samþykki kjarasamning Reykjavíkurborgar við Samiðn, samband iðnfélaga, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Lóa Birna Birgisdóttir og Kolbeinn Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS24070014
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á framkvæmd Menningarnætur 2024.
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir og Guðmundur Birgir Halldórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Margrét Kristín Pálsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Helgi Grímsson, Soffía Pálsdóttir, Andrea Marel Þorsteinsdóttir, Guðrún Halla Jónsdóttir og Kári Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24010046
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Stærsta afmælis- og borgarhátíð Reykjavíkur, Menningarnótt, hefur verið haldin síðan 1996. Á hverju ári lita skemmtilegir viðburðir mannlífið í miðborginni frá morgni til kvölds og er hátíðin fyrir alla borgarbúa og landsmenn. Í ár voru um 400 viðburðir í boði um alla borg sem þúsundir skipulögðu og tóku þátt í. Menningarnótt er fjölskylduhátíð og haldin í góðu samstarfi við lögregluna, slökkvilið, Flotann, starfsfólk frístunda- og félagsþjónustu og aðra viðbragðsaðila sem voru mjög sýnileg allan daginn og fram yfir dagskrá. T.a.m. var þrefaldaður fjöldi starfsmanna í Flotanum miðað við í fyrra og 12 öryggisvörðum bætt við á Arnarhól í ár. Reykjavíkurborg hefur alltaf lagt mikla áherslu á að Menningarnótt sé örugg fjölskylduhátíð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Dagskrá Menningarnætur um liðna helgi var heppnaðist vel og stóðu einkaaðilar fyrir fjölmörgum metnaðarfullum menningarviðburðum í tengslum við hana. Reykjavíkurborg verður að gera þá kröfu til aðstandenda slíkra viðburða að þeir sýni verslunum og öðrum rekstraraðilum í næsta nágrenni fulla tillitsemi og trufli ekki starfsemi þeirra eða komi jafnvel í veg fyrir hana eins og óheppilegt dæmi var um að þessu sinni.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Menningarnótt 2024 gekk án efa vel að mati fjölmargra sem bæði stóðu að hátíðinni og sóttu hana. Menningarnótt var upphaflega hugsuð sem fjölskylduhátíð en í tímans rás hefur eðli hennar breyst sérstaklega þegar líður á kvöld og nóttu. Þá eru fjölskyldur farnar heim en í bæinn kemur annar hópur, yngra fólk. Ölvun hefur verið mikil samkvæmt fréttum frá lögreglu. Alvarleg ofbeldistilfelli hafa orðið á Menningarnótt nú í ár og einnig síðustu ár. Merki eru um að ákveðin ofbeldismenning sé að þróast meðal ungmenna hérlendis og teikn eru á lofti um sömu þróun og hefur átt sér stað á mörgum Norðurlöndunum. Þróunin er áhyggjuefni sem þarf að bregðast við. Tilkynningum til lögreglu og barnaverndar þar sem grunur er um að barn beiti ofbeldi hefur fjölgað verulega. Grunaðir í meiriháttar eða stórfelldum líkamsárásum undir 18 ára árið 2023 voru 18% af heildarfjölda og hefur hlutfallið ekki verið hærra frá 2016. Eftir nýliðna Menningarnótt er mörgum brugðið. Fullvíst má telja að við höfum sofið á verðinum. Flokkur fólksins hefur fyrir alllöngu kallað eftir að Reykjavíkurborg bregðist við með afgerandi og áberandi aðgerðum. Fara þarf inn í skólana, íþrótta- og tómstundahreyfinguna í borginni og ná til barnanna og foreldra þeirra.
-
Fram fer umræða um öryggismál í Reykjavík.
Eva Bergþóra Guðbergsdóttir og Guðmundur Birgir Halldórsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið. Margrét Kristín Pálsdóttir, Ásgeir Þór Ásgeirsson, Helgi Grímsson, Soffía Pálsdóttir, Andrea Marel Þorsteinsdóttir, Guðrún Halla Jónsdóttir og Kári Sigurðsson tóku sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24010046
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Umræða um Menningarnótt og öryggismál er að beiðni Flokks fólksins vegna alvarlegra ofbeldistilvika nýliðinnar Menningarnætur og einnig síðustu ára. Flokkur fólksins telur að mikilvægt sé að breyta fyrirkomulagi Menningarnætur og e.t.v. færa viðburðinn aftur til upphafsins eins og hann var hugsaður, þ.e. sem fjölskylduskemmtun. Ekki er hjá því litið að ofbeldi vex í Reykjavík og er hér ekki verið að vísa í pústra og fylleríslæti. Æ fleiri ganga nú vopnaðir hnífum. Flokkur fólksins lagði til fyrir um tveimur árum að stýrihópur kortlegði aukinn eggvopnaburð meðal ungmenna og kæmi með tillögur til að spyrna fótum við þessari neikvæðu þróun. Tillagan náði ekki fram að ganga. Fyrirbyggjandi aðgerða er þörf í stað þess að bregðast aðeins við þegar atburðurinn er skeður. Flokkur fólksins vill skoða að stytta skemmtidagskrá Menningarnætur þannig að viðburðum sé lokið kl. 22 og þá hægt að hefja rýmingu miðborgar. Þar með yrði flugeldasýning lögð af enda krefst slík sýning þess að orðið sé skuggsýnt. En það er einmitt í kjölfar hennar og fram eftir nóttu sem alvarleg ofbeldisatvik hafa átt sér stað. Reykjavíkurborg verður að leggjast yfir fjölbreyttar aðgerðir í samvinnu við skólasamfélagið og foreldra til að ná böndum yfir þessa neikvæðu þróun.
-
Lögð fram að nýju fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna um hækkun skerðingarmarka sérstaks húsnæðisstuðning, sbr. 63 lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2024. Einnig lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 26. ágúst 2024. MSS24060130
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 15. ágúst 2024. MSS24010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 19. ágúst 2024 MSS24010003
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 21. ágúst 2024. MSS24010010
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 5. lið fundargerðarinnar:
Flokkur fólksins tekur undir með íbúaráðinu vegna stúdentaíbúða en því miður á að fjarlægja þær á þessum stað vegna þess að ekki náðist samkomulag við félögin sem standa að byggingu námsmannaíbúða þarna. Námsmannaíbúðir eru hluti af góðri blöndun að mati Flokks fólksins. Það eru miklir kostir að hafa íbúðir fyrir námsmenn sem víðast. Með slíkum íbúðum verða auðvitað að fylgja bílastæði. Rök námsmanna félaganna tveggja voru þau að betra sé að byggja nær skólunum. Reykjavíkurborg á sannarlega að stýra ferðinni þegar kemur að borgarþróun.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 21. ágúst 2024. MSS24010011
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls níu mál.( MSS24010004, MSS24010024, MSS24010051, MSS24080080, MSS24080081, MSS24080083, MSS23060042, MSS24080086, MSS24070019) MSS24080027
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24080028
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Framsóknar og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir svörum um hvernig viðbrögðum vegna kynþáttafordóma í grunnskólum Reykjavíkur er háttað. Til hvaða aðgerða er gripið og hvernig er staðið að forvörnum og fræðslu gegn kynþáttafordómum? MSS24080108
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:08
Dagur B. Eggertsson Dóra Björt Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon
Magnea Gná Jóhannsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 29.8.2024 - prentvæn útgáfa