Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 15. ágúst, var haldinn 5749. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:02. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Alexandra Briem, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir, Skúli Helgason og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Líf Magneudóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Hulda Hólmkelsdóttir og Theodór Kjartansson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. ágúst 2024, þar sem óskað er heimildar borgarráðs til að að bjóða út framkvæmdir vegna viðbyggingar og endurgerðar eldra húss leikskólans við Hlaðhamra 52 í Grafarvogi, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 334 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24080022
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. ágúst 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. ágúst 2024 á úthlutunarreglum og umsjón með Loftslagssjóði ungs fólks í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24030270
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. ágúst 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi endurnýjaðan samning við Samtökin ´78. Samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki borgarráðs þann 23. júlí sl. og gildir til 31. maí 2025. Heildarkostnaður vegna samningsins er samtals kr. 8.905.400,- og verður kostnaður greiddur af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur. Meðfylgjandi er einnig umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs um samninginn.
Samþykkt. MSS24060023
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. ágúst 2024, varðandi ferð borgarstjóra til Parísar á borgarstjórafund og setningu Ólympíuleikanna, ásamt fylgiskjölum. MSS24070023
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 13. ágúst 2024, varðandi þátttöku borgarstjóra í leiðtogaþjálfun Bloomberg Harvard, ásamt fylgiskjölum. MSS24070025
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt ársfjórðungslegt minnisblað borgarlögmanns um málaferli Reykjavíkurborgar. MSS24010163
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. ágúst 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að endurnýja þjónustusamning Reykjavíkurborgar við Fjölsmiðjuna til fimm ára á grunni núverandi samnings og viðauka við hann sbr. hjálagt erindi frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 4. júlí 2024. Kostnaði vegna verkefnisins verður vísað til gerðar fjárhagsáætlunar.
Samþykkt. MSS24070015
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júlí 2024. þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á samþykkt öldungaráðs í sumarleyfi borgarstjórnar, ásamt fylgiskjölum, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. júlí 2024. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 22. júlí 2024.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
Anna Kristinsdóttir og Guðný Bára Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23010279
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Öldungaráð er formlegur vettvangur samráðs og hagsmunagæslu fyrir eldra fólk í borginni samkvæmt 7. gr. laga um málefni aldraðra og 38. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga. Í lögunum kemur fram að öldungaráð skuli skipað að lágmarki þremur fulltrúum tilnefndum af félagi eldri borgara, án þess að kveða á um hvernig skuli bregðast við ef fleiri en eitt félag er gætir hagsmuna eldra fólks starfar í sveitarfélaginu. Samkvæmt áliti félags- og vinnumarkaðsráðuneytis skilgreina lögin ekki sérstaklega hvaða félag skuli eiga sæti í ráðinu, einungs að það skuli vera að lágmarki þrír fulltrúar frá félögum eldri borgara í sveitarfélaginu. Reykjavíkurborg vill tryggja aðkomu fjölbreytts hóps eldra fólks og gæta jafnræðis á milli hagaðila og er því talið brýnt að raddir sem flestra félaga eldra fólks í borginni heyrist á vettvangi ráðsins. Því er talið mikilvægt að að þrjú félög taki sæti í ráðinu í stað eins félags, ný samþykkt öldungaráðs tryggir fjölbreytta aðkomu hagaðila og meira jafnræði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Landssamband eldri borgara eru heildarsamtök. Tilgangur þeirra er að tryggja samstillta hagsmunabaráttu félaga eldri borgara. Samkvæmt 7. gr. laga um málefni aldraðra eiga félög eldri borgara að tilnefna þrjá fulltrúa í öldungaráð. Félag eldri borgara í Reykjavík er aðili að Landssambandi eldri borgara og starfar í þeirra umboði. Lögin eru afrakstur baráttu Landssambands eldri borgara um að samtökin eigi sér málsvara í hverri sveitarstjórn í gegnum félög eldri borgara. Því er í hverju sveitarfélagi aðildarfélag eldri borgara með lýðræðislega kjörna fulltrúa og hluti að lýðræðislegu skipulagi Landssambands eldri borgara með ríkt umboð. Breytingin felur því í sér að brjóta á bak áratugalanga baráttu Landssambands eldri borgara um lýðræðislega og samstillta hagsmunabaráttu eldri borgara um land allt svo fulltrúar meirihlutans í Reykjavík geti handvalið ákveðin félagasamtök umfram önnur í öldungaráð á kostnað málsvara Landssambands eldri borgara án faglegs rökstuðnings og viðurkenndra valaðferða, enda eiga þá mun fleiri hagsmunasamtök tilkall til setu í ráðinu í krafti stærðar og starfsemi. Væri markmið breytingarinnar að auka breidd ráðsins myndi meirihlutinn einfaldlega afturkalla síðustu ráðsbreytingu og auka aftur heildarfjölda fulltrúa ráðsins sem lagaleg heimild er fyrir, frekar en að hrifsa sætin af Félagi eldri borgara og fækka málsvörum Landssambandsins. Með því að skammta hagsmunasamtökum aldraðra áheyrn úr hnefa er alið á sundrungu í hagsmunabaráttu eldri borgara. Af því er enginn sómi.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalista telur eðlilegt að fulltrúar félaga eldri borgara eigi sæti í öldungaráði. Mikilvægt er að útfæra vel skipun í ráðið og fjölga sætum í ráðinu eftir því sem þörf þykir.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrir liggur umsögn borgarlögmanns. Í raun má segja að óþarfi hafi verið að biðja um þessa umsögn sem hefur haft þær einu afleiðingar að málið hefur tafist. Niðurstaða borgarlögmanns er sú sama og var í svari ráðuneytisins um málið sem er að að lögin skilgreina ekki hvaða fulltrúar skuli eiga sæti í ráðinu, einungis að það skuli vera að lágmarki þrír fulltrúar félaga sem gæta hagsmuna eldra fólks í sveitarfélaginu. Sjálfsagt er að tryggja aðkomu fleiri félagasamtaka sem annast hagsmunagæslu fyrir eldra fólk við borð öldungaráðs. Fulltrúi Flokks fólksins vill að sætum fulltrúa verði fjölgað í takt við vaxandi hlutfall eldra fólks í sveitarfélaginu og að áfram sitji þrír fulltrúar frá Félagi eldri borgara í ráðinu. Félag eldri borgara hefur verið ótvíræður talsmaður eldri borgara í Reykjavík ekki síst vegna stærðar félagsins. Hægt er eins og að ofan greinir að leysa málið með því að fjölga fulltrúum í ráðinu í stað þess að fækka fulltrúum Félags eldri borgara. Minnsta mál væri einfaldlega að halda þremur fulltrúum frá Félagi eldri borgara en bæta við öðrum enda fer þessi hópur stækkandi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 12. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki endurnýjun á samkomulagi um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði til tveggja ára, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Anna Kristinsdóttir og Guðný Bára Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22020073Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar þessu samkomulagi og sérstaklega áherslunni á góða lýsingu, t.d. fyrir utan salerni séu þau stödd á afskekktum svæðum, s.s. í kjöllurum. Rými sem eru ætluð gestum, nema salernin sjálf, þurfa að vera útbúin öryggismyndavélum. Einnig að merkingar séu til staðar sem sýna að staðurinn sé vaktaður með öryggismyndavél, myndavélarnar vakti vinnusvæði dyravarða í og við inngang skemmtistaða. Fulltrúa Flokks fólksins er einnig umhugað um að öll ákvæði sem lúta að vernd ungmenna séu virt í hvívetna eins og að ungmennum yngri en 18 ára er óheimil dvöl á skemmtistað eftir kl. 22:00 og að farið sé að lögum sbr. að ungmennum yngri en 20 ára verði ekki veitt áfengi inni á skemmtistað og síðast en ekki síst að reykingabann sé virt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22060110
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við að málið hafi ekki fengið umfjöllun og afgreiðslu í skóla- og frístundaráði.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalista telur að ekki eigi að hrófla við ákvæðum sem fjalla um greiðslu afleysingar vegna langtímaveikinda. Sjálfsagt er að tónlistarskólar með þjónustusamning við borgina haldi skóla- og frístundasviði upplýstu þegar slík tilfelli koma upp en fulltrúi Sósíalista getur ekki stutt það að launakostnaður vegna afleysinga sé háður þeim skilyrðum sem eru hér sett fram. Eðlilegra er að málið fái nánari skoðun.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. ágúst 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framlengingu og endurnýjun samninga við tónlistarskóla í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Kl. 10:00 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum og Kjartan Magnússon tekur þar sæti. SFS22050078
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni Hjólabúa.
- Kl.10:15 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum og Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir tekur þar sæti. MSS24010046
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Málið er til umræðu í borgarráði að beiðni Flokks fólksins í kjölfar erindis hjólhýsabúa sem staðsettir eru nánast á sorphaug við Sævarhöfða. Finna þarf hópnum varanlega staðsetningu. Viðhorf borgarstjóra mun skipta sköpum í þessu máli en hann hefur lýst sig andsnúinn íbúaformi af þessu tagi og við það virðist sitja. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögu um að ákveðin svæði í þessu sambandi verði skoðuð. Lagt er til að svæði meðfram Hamrahverfinu að norðanverðu, fyrir vestan gamla Gufunesbæinn, verði skoðað og einnig svæði í Gufunesi verði skoðað. Þar er auðvelt að koma upp aðstöðu fyrir hjólhýsabúa. Þetta svæði hefur ekki verið deiliskipulagt en þarna er engu að síður kúluhús og skemmtigarður. Þarna er bæði rafmagn og vatn. Lagt er til að þrjú svæði verði skoðuð við Rauðavatn: Rauðavatn neðan við Hádegismóa, norðan megin við Rauðavatn. Rauðavatnssvæði, fyrir ofan veg, þar er rjóður sem nær langleiðina upp að golfvelli, og Rauðavatnssvæði austan við Rauðavatn, Almannadalur. Þarna er rafmagn og göngustígur, þyrfti að búa til lítinn veg. Þarna er stutt í þjónustu. Einnig mætti skoða rjóður innan við Veituhúsið uppi á Hólmsheiði, fyrir sunnan þjóðveg 1 við Rauðhóla.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að finna gott langtímasvæði fyrir hjólabúa.
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um óháða úttekt á þjónustu strætó, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. júlí 2024.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24070043Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Flokks fólksins um óháða úttekt á þjónustu Strætó bs. hefur verið felld í borgarráði. Það er miður því vandi Strætó bs. er umtalsverður og sífellt eru að koma fram í dagsljósið mál, kvartanir sem ekki virðist vera tekið á hjá Strætó. Strætó hefur þjónustustefnu en samt virðist skorta verulega upp á þjónustulund, jákvætt viðmót og sveigjanleika í garð notenda Strætó bs. Mikilvægt er að skoða einnig stjórnendur og hæfni þeirra til stjórnunar fyrirtækisins. Þegar vandi sem þessi er rótgróinn hlýtur að þurfa að skoða stjórnun fyrirtækisins. Sumar kvartanir sem borist hafa og fréttir hafa fjallað um eru alvarlegar. Nýlegt dæmi er að 10 ára stúlku var vísað úr strætisvagni á miðri leið að því er virðist að tilefnislausu. Þjónustustefnan virðist vera einungis orð á blaði. Markmið þjónustustefnunnar er m.a. að skapa traust notenda, sýna áreiðanleika og ábyrgð í verki og sýna viðskiptavinum jákvætt viðmót og kurteisa framkomu sem og að vera vingjarnleg og hjálpfús gagnvart öllum viðskiptavinum. Þarna er pottur brotinn. Það er þess vegna mikilvægt að óháður utanaðkomandi aðili, aðili ótengdur Reykjavíkurborg, verði fenginn til að rannsaka hvað veldur því að Strætó bs. gengur svo illa að fylgja þjónustustefnunni sem raun ber vitni.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 19. og 31. júlí 2024. MSS24010008
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. ágúst 2024.
1. liður fundargerðarinnar er staðfestur. MSS24010031
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 41. og 44. lið fundargerðarinnar:Fulltrúi Flokks fólksins lagði til á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 14. ágúst sl. að skipulagsyfirvöld settu upp snjallljós við þau gatnamót sem mest á mæðir í Reykjavíkurborg í stað fjögurra stillinga klukkuprógramms sem ekki telst til snjalltækja. Sá vírsegull sem nú er við gatnamót mælir hvorki hraða né umferðarflæði. Vírsegullinn gerir ekki greinarmun á bíl, strætó eða hjóli og getur því ekki talist til snjallljósakerfis. Ástandið á gatnamótum víða í Reykjavík er bagalegt. Umferðarteppur myndast vegna tafa sem er vegna úreltrar ljósastýringar. Miklubraut og Kringlumýrarbraut eru þær götur sem eru með mesta umferðarflæði í Reykjavík. Snjallljósastýringarkerfi sem les umferðina og bregst við samkvæmt aðstæðum má finna í öllum borgum í Evrópu. Með snjallljósstýrikerfi er umferðarflæði meira og eyðsla, mengun og skemmdir á malbiki minni. Ef tafir eru miklar eru bílar sífellt að hægja á sér, nema staðar og taka af stað með tilheyrandi mengun. Það klukkuprógramm sem er við lýði með fjórum stillingum er ekki snjallkerfi. Tafir eru miklar og afkastageta á umferðargötum borgarinnar er í mesta lagi 50%. Ef snjallljósastýringar væru við lýði myndu ljósin nema þörfina og flæði umferðar yrði í samræmi við umferðarþunga og aðstæður.
Fylgigögn
- Fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. ágúst
- Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 25. júní 2024
- Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 2. júlí 2024
- Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 9. júlí 2024
- Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 16. júlí 2024
- Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 23. júlí 2024
- Fundargerð afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 30. júlí 2024
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. (MSS22030266, MSS24040042, MSS24070063, MSS23050105, MSS24010051, MSS24010052, FAS24030001, MSS24040208, MSS24080020, MSS24080026, MSS24070042, MSS24070044, MSS24070041) MSS24080027
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24080028
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska upplýsinga um það með hvaða hætti orlofsuppgjöri hefur verið háttað fyrir embættismenn hjá Reykjavíkurborg sem látið hafa af störfum síðastliðin tíu ár. Óskað er sundurliðaðra upplýsinga fyrir hvert tilfelli fyrir sig. MSS24080045
Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs og kjaranefndar.
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er eftir upplýsingum um og yfirliti yfir þær viljayfirlýsingar sem borgarstjóri og/eða aðrir fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa undirritað vegna þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu og frjálsar íþróttir. MSS24080052
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð samþykki að í samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar verði auk annarra samningsmarkmiða skilgreint hlutfall íbúða sem skal selja til fyrstu kaupenda. Samningsmarkmið þessi kæmu til viðbótar þeim sem fyrir eru en samið hefur verið um að ákveðið hlutfall íbúða fari til ákveðinna hópa. Í nýjum byggingarreitum er oft samið um kauprétt Félagsbústaða á 5% íbúða og að 20% íbúða verði skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. MSS24080046
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvers vegna ekki megi kanna hvort að unnt sé að lækka sorphirðukostnað með því að bjóða út sorphirðu. Flokkur fólksins hefur lagt til að leitað verði eftir því að ná fram sparnaði í sorphirðu með útboði til að byrja með í nokkrum póstnúmerum í Reykjavík. Kópavogur fór nýlega í útboð á sorphirðu og náði að lækka áætlaðan sorphirðukostnað íbúa Kópavogs um 500 milljónir. MSS24080047
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um yfirmannastöður hjá aðalskrifstofu Strætó bs. Hversu margir yfirmenn, deildarstjórar og aðrir starfsmenn eru á aðalskrifstofunni, hvert er hlutverk þeirra og hver er ábyrgð þeirra? Hverjir eru titlar yfirmanna? Hver eru laun þeirra og hvernig hefur launaþróun verið sl. þrjú ár? Hafa allar stöður verið auglýstar? Hefur verið skoðað hvort hægt sé að fækka stöðugildum á aðalskrifstofu og sameina verkefni? MSS24080048
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig umsækjendur um störf hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins eru metnir með tilliti til andlegra styrkleika í ljósi þess að starf slökkviliðsfólks er eitt álagsmesta starf sem hægt er að hugsa sér. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhuga á að fá upplýsingar um hvaða ferli og prófanir eru notuð til að finna út hverjir passa í starfið. Ganga umsækjendur í gegnum ítarlegt sálfræðimat og sálfræðiviðtöl til að kanna andlegan styrk þeirra og getu til að standast andlegt álag áður en þeir fá inngöngu í Slökkviliðið? MSS24080049
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hversu mörg börn stunda nú nám utan skólalóðar heimaskóla vegna ýmist myglu eða viðgerða í leik- og grunnskólum borgarinnar. Á framkvæmdavef borgarinnar kemur fram að í framkvæmdaferli eru 11 skólabyggingar og ef smellt er á hvað er framundan má sjá níu niðurstöður. Af þeim níu eru átta byggingar þær sömu sem eru á listanum „skólahúsnæði í framkvæmd“. Uppfærsla upplýsinganna var í flestum tilfellum í júlí. Bak við hvern skóla er fjöldi barna og fjölskyldur þeirra og hefur allt svona eðlilega mikil áhrif og eykur álag. Ekki kemur fram neins staðar hvort áætlanir munu standast en reiknað er með að tveimur stórum viðgerðar- og uppbyggingarverkefnum verði lokið nú í haust. MSS24080050
Fundi slitið kl. 10:40
Árelía Eydís Guðmundsdóttir Alexandra Briem
Ásta Þórdís Skjalddal Guðjónsdóttir Kjartan Magnússon
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skúli Helgason
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 15.8.2024 - prentvæn útgáfa