Borgarráð - Fundur nr. 5748

Borgarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 11. júlí, var haldinn 5748. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:04. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Andrea Helgadóttir, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Kjartan Magnússon og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Hildur Björnsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024, á kynningu á verkefnislýsingu skipulagsgerðar Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 og umhverfismats vegna þróunar byggðar á Kjalarnesi, stefnu um landbúnaðarsvæði og opin svæði, skógrækt, landslag, verndarsvæði og kolefnisspor landnotkunar og nýtingar, ásamt fylgiskjölum.

    -    Kl. 9.06 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum.

    Samþykkt.

    Björn Axelsson, Ævar Harðarson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24060309

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalista fagnar allri vinnu sem miðar að því að gera Grundarhverfi að sjálfbærum þéttbýliskjarna sem fyrst, án þess að draga úr sérstöðu svæðisins. Þegar Kjalarnes varð hluti af Reykjavíkurborg árið 1997 voru gerðir samningar um uppbyggingu sem ekki hefur verið staðið við. Er uppbyggingin því löngu tímabær og til þess fallin að auka ánægju íbúa Kjalarness, sem og traust þeirra á borgaryfirvöldum sem hefur verið af skornum skammti. Með meiri uppbyggingu atvinnustarfsemi á Álfsnesi er einnig mikilvægt að styrkja íbúðabyggð í námunda við hana.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Uppbygging á Kjalarnesi er löngu tímabær. Þétta á byggðina. Þá er mikilvægt að gera Grundarhverfi að sjálfstæðum kjarna. Möguleikarnir sem nefndir eru tengjast landbúnaði. En í landbúnaði eru ekki miklir tekjumöguleikar að mati fulltrúa Flokks fólksins. Landbúnaðurinn er háður styrkjum frá samfélaginu og litlar líkur eru á að sérstakir styrkir verði veittir landbúnaðarsvæði sem er í borg. Skógrækt mun ekki gefa tekjur, nema tekið verði fyrir innflutning skógarafurða. Hér virðist vera gert ráð fyrir að aðstoð og fjárstyrkur komi frá borginni. Ef byggð á að þróast með sjálfbærum hætti þarf að styðjast við atvinnu sem gefur tekjur.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024, á kynningu á verkefnislýsingu skipulagsgerðar Aðalskipulags Reykjavíkur 2040 og umhverfismats vegna þróunar byggðar á Kjalarnesi, Grundarhverfi, opin svæði utan vaxtamarka, ásamt fylgiskjölum.

    -    Kl. 9.15 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti .

    Samþykkt.

    Björn Axelsson, Ævar Harðarson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24060310

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þó fulltrúi Sósíalistaflokksins greiði atkvæði með breytingunni vegna þess að þörf er á að skilgreina svæði fyrir þann iðnað sem átt hefur aðsetur í þéttbýli áður en hann á að víkja þaðan undan blandaðri byggð og íbúðauppbyggingu, er rétt að ítreka andstöðu við skotsvæði á þessum stað vegna viðvarandi ónæðis af því fyrir nágranna þess. Umgengni við náttúru á svæðinu þarf sömuleiðis að bæta með auknum umsvifum á Álfsnesi, borið hefur á plastfoki af athafnasvæði Sorpu, sem gefur ekki góða fyrirmynd fyrir aðila sem fá athafnasvæði á nesinu.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024 á kynningu á verkefnislýsingu skipulagsgerðar vegna heimildar til uppbyggingar og enduruppbyggingar stakra húsa á opnum svæðum, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Björn Axelsson, Ævar Harðarson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24060311

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024, á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1 Háteigshverfi, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Björn Axelsson og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SN150530

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú hefur nýtt hverfisskipulag fyrir Hlíðarnar, Háteigshverfi og Öskjuhlíðarhverfi verið samþykkt sem er ánægjulegt. Áður er búið að samþykkja hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt en stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Hverfisskipulagsverkefnið snýst um að auka gagnsæi og samræmi skipulagsheimilda þannig að íbúar geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Settar eru fram skýrar heimildir um viðbyggingar, þakhækkanir og kvisti sem dæmi, einnig eru heimilaðar lyftur við fjölbýlishús. Lagt er til að á Klambratúni komi lausagöngusvæði fyrir hunda og grænt almenningsrými, svokallað Holtatorg, er hluti af tillögunum sem er fagnaðarefni. Hverfisskipulagið er unnið eftir vel skilgreindum lýðræðislegum ferlum í nánu samtali við íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi. Athugasemdir hafa borist frá fjölmörgum og spanna þær vítt svið. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða fækkun á bílastæðum víða í þessum hverfum eftir því sem næst er komist. Ekki er tekið undir það af skipulagsyfirvöldum. Ef margir kvarta yfir því sama þá ætti það að vera skylda skipulagsyfirvalda að hlusta og bregðast við athugasemdum með viðeigandi breytingum. Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllu jafna eftir að farið var að þétta byggð af svo miklum krafti, lúta að of miklu byggingarmagn á grónum svæðum á kostnað rýmis, grænna svæða og birtu. Í sumum þessara hverfa eru innviðir sprungnir en samt er haldið áfram að þétta án þess að framtíðarskipulag skóla og annarra innviða liggi endilega fyrir. Skipulagsyfirvöldum er það mikið kappsmál að sýna fram á að samráð hafi verið haft. Slíkt samráð virkar þó oftast þannig að íbúar senda inn athugasemdir og lýsa yfir óánægju með eitthvað sem yfirvöld svara. Þetta á síðan að kallast „samráð.“

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024 á tillögu að hverfisskipulagi Hliða, hverfi 3.2 Hlíðahverfi, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Björn Axelsson og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SN150531

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú hefur nýtt hverfisskipulag fyrir Hlíðarnar, Háteigshverfi og Öskjuhlíðarhverfi verið samþykkt sem er ánægjulegt. Áður er búið að samþykkja hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt en stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Hverfisskipulagsverkefnið snýst um að auka gagnsæi og samræmi skipulagsheimilda þannig að íbúar geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Settar eru fram skýrar heimildir um viðbyggingar, þakhækkanir og kvisti sem dæmi, einnig eru heimilaðar lyftur við fjölbýlishús. Lagt er til að á Klambratúni komi lausagöngusvæði fyrir hunda og grænt almenningsrými, svokallað Holtatorg, er hluti af tillögunum sem er fagnaðarefni. Hverfisskipulagið er unnið eftir vel skilgreindum lýðræðislegum ferlum í nánu samtali við íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi. Athugasemdir hafa borist frá fjölmörgum og spanna þær vítt svið. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða fækkun á bílastæðum víða í þessum hverfum eftir því sem næst er komist. Ekki er tekið undir það af skipulagsyfirvöldum. Ef margir kvarta yfir því sama þá ætti það að vera skylda skipulagsyfirvalda að hlusta og bregðast við athugasemdum með viðeigandi breytingum. Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllu jafna eftir að farið var að þétta byggð af svo miklum krafti, lúta að of miklu byggingarmagn á grónum svæðum á kostnað rýmis, grænna svæða og birtu. Í sumum þessara hverfa eru innviðir sprungnir en samt er haldið áfram að þétta án þess að framtíðarskipulag skóla og annarra innviða liggi endilega fyrir. Skipulagsyfirvöldum er það mikið kappsmál að sýna fram á að samráð hafi verið haft. Slíkt „samráð“ virkar þó oftast þannig að íbúar senda inn athugasemdir og lýsa yfir óánægju með eitthvað sem yfirvöld svara. Þetta á síðan að kallast „samráð.“

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024 á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3 Öskjuhliðarhverfi, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Björn Axelsson og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SN150532

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú hefur nýtt hverfisskipulag fyrir Hlíðarnar, Háteigshverfi og Öskjuhlíðarhverfi verið samþykkt sem er ánægjulegt. Áður er búið að samþykkja hverfisskipulag fyrir Árbæ og Breiðholt en stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Hverfisskipulagsverkefnið snýst um að auka gagnsæi og samræmi skipulagsheimilda þannig að íbúar geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Settar eru fram skýrar heimildir um viðbyggingar, þakhækkanir og kvisti sem dæmi, einnig eru heimilaðar lyftur við fjölbýlishús. Lagt er til að á Klambratúni komi lausagöngusvæði fyrir hunda og grænt almenningsrými, svokallað Holtatorg, er hluti af tillögunum sem er fagnaðarefni. Hverfisskipulagið er unnið eftir vel skilgreindum lýðræðislegum ferlum í nánu samtali við íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða hverfisskipulag sem er ný skipulagsáætlun fyrir gróin hverfi og kemur í stað eldri deiliskipulagsáætlana sem verða felldar úr gildi. Athugasemdir hafa borist frá fjölmörgum og spanna þær vítt svið. Flestar athugasemdir virðast þó í fljótu bragði varða fækkun á bílastæðum víða í þessum hverfum eftir því sem næst er komist. Ekki er tekið undir það af skipulagsyfirvöldum. Ef margir kvarta yfir því sama þá ætti það að vera skylda skipulagsyfirvalda að hlusta og bregðast við athugasemdum með viðeigandi breytingum. Algengustu kvartanirnar í þessum málum öllu jafna eftir að farið var að þétta byggð af svo miklum krafti, lúta að of miklu byggingarmagn á grónum svæðum á kostnað rýmis, grænna svæða og birtu. Í sumum þessara hverfa eru innviðir sprungnir en samt er haldið áfram að þétta án þess að framtíðarskipulag skóla og annarra innviða liggi endilega fyrir. Skipulagsyfirvöldum er það mikið kappsmál að sýna fram á að samráð hafi verið haft. Slíkt „samráð“ virkar þó oftast þannig að íbúar senda inn athugasemdir og lýsa yfir óánægju með eitthvað sem yfirvöld svara. Þetta á síðan að kallast „samráð.“

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024 á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Artúnshöfða svæði 2A, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Björn Axelsson og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23010195

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er samþykkt skipulag fyrir 582 íbúðir í nýja hverfinu á Ártúnshöfða sem verið er að umbreyta úr grófu iðnaðarsvæði í grænt og þétt íbúðahverfi við lykilstöðvar Borgarlínu. Lögð er áhersla á að hönnun gatnaumhverfisins styðji við gott aðgengi allra fararmáta og miði við nýjustu útfærslur í þeim efnum. Sömuleiðis að endanleg hönnun byggðarinnar sem mætir almenningsrýminu við Elliðaá haldi vel utan um það svæði.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2024 á auglýsingu á tillögu um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Borgartún og 4 við Guðrúnartún, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

    Málið er fullnaðarafgreitt á fundi borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar með vísan til ákvæða 5. mgr. 35. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Björn Axelsson og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23110063

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að málið fari í lögbundið samráðsferli en gera hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins þegar það kemur aftur til ráðsins að loknu samráði.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalista minnir á að á þessum reit, í Borgartúni 1, er rekin mikilvæg samfélagsleg starfsemi (m.a. Samhjálp og Hlutverkasetur). Það er afar mikilvægt að henni sé tryggður staður sem er miðsvæðis fyrir þau sem hana sækja áður en veitt eru leyfi til þess að úthýsa henni í þágu uppbyggingar lóðarhafa á reitnum, sérstaklega í ljósi þess að um er að ræða hótelbyggingu. Á meðan ekkert útsvar fæst af fjármagnstekjum þá er fjárhagslegur ávinningur borgarinnar af hótelbyggingum í borginni lítill, ef einhver. Nær einu tekjur borgarinnar af ferðamannaiðnaði eru af launum láglaunafólks í verslun og þjónustu sem í vaxandi mæli hafa ekki efni á búsetu í borginni. Á meðan lítið atvinnuleysi er í borginni, ætti borgin fremur að beita sér fyrir því að hótelbyggingar skapi ekki samkeppni við íbúðahúsbyggingar um þá byggingaverktaka sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og hafa bolmagn til stórbygginga.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða að byggja fimm hæða hótel á þessum reit. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining þriggja lóða í eina lóð. Gríðarleg aukning verður á byggingarmagni og er ætlunin að reisa hótelbyggingu á hinni sameinuðu lóð, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta ehf., dags. 13. júní 2024. Gera má ráð fyrir þrengslum og slæmu aðgengi þarna enda nú þegar nokkur þéttleiki á svæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort ekki væri nær að byggja þarna íbúðir í ljósi mikils íbúðarskorts á höfuðborgarsvæðinu.  Þessi reitur er þess utan afar dýrmætur, er miðsvæðis og í göngufjarlægð frá miðbænum og nágrenni. Undir þessum kringumstæðum er rétt að spyrja sig að því hvort hótelbygging ætti að vera í forgangi. Áhrif af svo stórri byggingu munu verða nokkur á umhverfið, um það er engum blöðum að fletta. Athugasemdir eiga eftir að berast og væntir fulltrúi Flokks fólksins þess að þær verði vel ígrundaðar.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. júlí 2024, sbr. samþykkt borgarráðs frá 28. júní 2024, á tillögu að deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Björn Axelsson og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23120184

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks taka undir það sjónarmið íbúaráðs Breiðholts að æskilegt hefði verið að ná samningum um uppbyggingu stúdentaíbúða á svæðinu. Mikilvægt verði að nýta skipulag Völvufells til að tryggja æskilega félagslega blöndun í hverfinu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er miður að fjarlægja eigi allar námsmannaíbúðir á þessum stað. Ekki náðist samkomulag við félögin sem standa að námsmönnum um byggingu námsmannaíbúða þarna. Námsmannaíbúðir eru hluti af góðri blöndun að mati Flokks fólksins. Það eru miklir kostir að hafa íbúðir fyrir námsmenn helst sem víðast. Með slíkum íbúðum verða auðvitað að fylgja bílastæði. Rök námsmannafélaganna tveggja voru þau að betra sé að byggja nær skólunum.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 8. júlí 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að byggingarréttur fyrir hraðhleðslustöð á lóðinni Grjóthálsi 2 verði boðin til sölu með útboðsfyrirkomulagi, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24070016

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 9. júlí 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við kaupsamning um Þórðarhöfða 4, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22010184

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 9. júlí 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu í Borgartúni 1, Borgartúni 3 og Guðrúnartúni 4, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Málið er fullnaðarafgreitt á fundi borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar með vísan til ákvæða 5. mgr. 35. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24060034

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalistaflokksins minnir á að á þessum reit, í Borgartúni 1, er rekin mikilvæg samfélagsleg starfsemi (m.a. Samhjálp og Hlutverkasetur). Það er afar mikilvægt að henni sé tryggður staður sem er miðsvæðis fyrir þau sem hana sækja áður en veitt eru leyfi til þess að úthýsa henni í þágu uppbyggingar lóðarhafa á reitnum, sérstaklega í ljósi þess að um er að ræða hótelbyggingu. Á meðan ekkert útsvar fæst af fjármagnstekjum þá er fjárhagslegur ávinningur borgarinnar af hótelbyggingum í borginni lítill, ef einhver. Nær einu tekjur borgarinnar af ferðamannaiðnaði eru af launum láglaunafólks í verslun og þjónustu sem í vaxandi mæli hafa ekki efni á búsetu í borginni. Á meðan lítið atvinnuleysi er í borginni, ætti borgin fremur að beita sér fyrir því að hótelbyggingar skapi ekki samkeppni við íbúðahúsbyggingar um þá byggingaverktaka sem starfa á höfuðborgarsvæðinu og hafa bolmagn til stórbygginga.

     

    Fylgigögn

  13. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur þar sem leitað er samþykki eigenda fyrir breytingum á vörumerki Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrir liggur umsögn borgarritara og borgarlögmanns dags. 8. júlí 2024.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS24060112

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ekki ástæðu til að breyta vörumerki Orkuveitu Reykjavíkur frá því sem nú er. Um er að ræða fyrirtæki, sem Reykjavíkurborg á um 94% hlut í, og því eðlilegt að kenna það við Reykjavík, eins og gert hefur verið frá stofnun fyrirtækisins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er mikið fimbulfamb um lítið efni, en vörumerki eru metin út frá fegurðar - og upplýsingagildi. Hvorugt er til staðar hér.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. júli 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samning við Bridgesamband Íslands vegna Reykjavík Bridge Festival fyrir árin 2024 og 2025. Kostnaður vegna verkefnisins er í heild 4 milljónir kr. eða 2 milljónir fyrir hvort samningsár. Tillagan verði fjármögnuð af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð.

    Kl. 9.50 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundabúnaði.

    Samþykkt. MSS24070022

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í beiðni frá Bridgesambandinu kemur eftirfarandi fram: „Um er að ræða stóran alþjóðlegan viðburð. Mótið er gríðarlega sterkt og vekur mikla athygli víða um heim. Reiknað er með yfir 700 spilurum i heildina og þar af um 200-300 erlendis frá. Ljóst er að koma erlendra þátttakenda ásamt fylgdarfólki mun leiða til þess að verulegar tekjur skapast fyrir borgina og þjóðarbúið i formi hundruð gistinátta og annars kostnaðar sem erlendir spilarar þurfa að greiða.“ Fulltrúi Sósíalistaflokksins telur að á meðan ekkert útsvar fæst af fjármagnstekjum þá sé fjárhagslegur ávinningur borgarinnar af viðburðinum óverulegur, ef einhver. Markaðssetning Reykjavíkur sem ferðamannastaðar er heldur ekki aðkallandi á þessum tímapunkti. Nær einu tekjur borgarinnar af ferðamönnum eru af launum láglaunafólks í verslun og þjónustu sem fá ekki launabónusa við meira álag í vinnu. Á meðan lítið atvinnuleysi er í borginni, ætti borgin að forgangsraða fé í verkefni sem veita samfélagslegan hagnað, ekki fjármagnslegan hagnað. Ungmennastarf í félaginu er þó jákvæður vinkill sem vegur á móti þessu, og mögulegt að keppnisviðburður sé kostur þegar kemur að virkni yngra fólks í slíku starfi.

    Fylgigögn

  15. Lögð er fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. janúar 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 1. febrúar 2024 og færð í trúnaðarbók, ásamt fylgiskjölum:

    Boðað hefur verið til reglulegs eigendafundar í Orkuveitu Reykjavíkur (OR), sbr. ákvæði 5.5. í sameignarsamningi um félagið, þann 2. febrúar n.k. vegna 2023. Samkvæmt grein 5.4. í sameignarsamningi hafa handhafar eigendavalds Orkuveitu Reykjavíkur tillögu- og atkvæðisrétt á eigendafundum. Í samræmi við lið 4.4 í Almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á eigendafundi OR þann 2. feb. n.k.: 3. Tillaga um rýni og mögulega endurskoðun eigendastefnu. Til samþykktar. 4. Heildarstefna OR. Til samþykktar. 5. Arðsemisstefna. Til samþykktar. 6. Arðgreiðslustefna. Til samþykktar (m.br.). 7. Áhættustefna. Til samþykktar. Lagt er til að borgarráð samþykki að vísa tillögu 3 til umsagnar borgarlögmanns, að vísa tillögu 4 til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og borgarlögmanns, að tillögum 5, 6 og 7 verði vísað til umsagnar til fjármála- og áhættustýringasviðs til umsagnar. Trúnaður ríkir um afgreiðslu borgarráðs og gögn málsins fram yfir eigendafund OR.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat hjá við afgreiðslu málsins. MSS24010162

    Fylgigögn

  16. Lögð er fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 8. apríl 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 11. apríl 2024, og færð í trúnaðarbók borgarráðs, ásamt fylgiskjölum:

    Boðað hefur verið til aðalfundar í Orkuveitu Reykjavíkur miðvikudaginn 17. apríl 2024 í samræmi við 5. gr. sameignarsamnings félagsins sem gerður er á grundvelli 5. gr. laga um Orkuveitu Reykjavíkur nr. 136/2013. Í samræmi við lið 4.4 í Almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á aðalfundi OR: 4. Ákvörðun um arðgreiðslur til eigenda OR og um aðra meðferð hagnaðar eða taps Orkuveitu Reykjavíkur á reikningsárinu. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið starfsár. 6. Lýsing á kjöri stjórnar. 7. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags. Lagt er til að tillaga nr. 4 verði samþykkt án þess fyrirvara sem þar er lagður til. Arðgreiðsla verði því allt að fjárhæð 6.000 milljónir króna eða tæplega 2,3% af eigin fé í árslok 2023 og 94% af hagnaði ársins. Lagt er til að tillögur nr. 5 og 7 verði samþykktar. Varðandi tillögu 6 þá leggur tilnefningarnefnd Reykjavíkurborgar fram tilnefningar í kjör stjórnar og varastjórnar Orkuveitu Reykjavíkur fyrir borgarráð. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 17. apríl 2024.

    Lögð var fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við 4. lið tillögunnar um arðgreiðslur: 

    Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra að falla frá arðgreiðslukröfu á Orkuveitusamstæðuna og hafna þar með arðgreiðslutillögu stjórnar OR á komandi aðalfundi 17. apríl nk. Tillaga stjórnar gerir ráð fyrir sex milljarða króna arðgreiðslu til eigenda, en fjárhæðin nemur nær öllum hagnaði samstæðunnar fyrir rekstrarárið 2023. Tillaga stjórnar verður að teljast óábyrg á tímum orkuskorts og mikils álags á orkuinnviði landsins. Ekki síður með hliðsjón af álagi á veitukerfi og aðra innviði. Fyrirhugaðar fjárfestingar OR á árunum 2024 til 2028 munu nema um 229 milljörðum króna samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun. Hér er um að ræða gríðarlega fjárfestingu í mikilvægum innviðum samfélagsins. Hvorki afkoma OR- samstæðunnar né heldur kjör á fjármagnsmörkuðum gefa tilefni til að greiða svo ríflegan arð til eigenda. Ekki síst með hliðsjón af þeirri gríðarlegu innviðauppbyggingu sem fyrirhuguð er. Jafnvel þó eigendur OR vilji njóta ávöxtunar af því fjármagni sem bundið er í rekstri samstæðunnar er eðlilegt að þau sjónarmið víki fyrir þeim mikilvægu hagsmunum sem borgarbúar eiga undir traustum innviðum samfélagsins.  

    Breytingartillagan var felld með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

    Tillaga borgarstjóra í 4. lið um ákvörðun um arðgreiðslur til eigenda OR og um aðra meðferð hagnaðar eða taps Orkuveitu Reykjavíkur á reikningsárinu var samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat hjá við afgreiðslu málsins.  

    Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna fyrir liðið starfsár undir 5. lið tillögunnar var samþykktur. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat hjá við afgreiðslu málsins.  

    Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfélags undir 7. lið tillögunnar var samþykktur. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat hjá við afgreiðslu málsins. MSS24040042

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:

    Samkvæmt nýbirtum ársreikningi Orkuveitu Reykjavíkur skilaði samstæðan afkomu sem var nær sjömilljörðum lakari en áætlun hafði gert ráð fyrir. Jafnframt versnaði afkoma samstæðunnar sem nam nærri tveimur milljörðum milli áranna 2022 og 2023. Þrátt fyrir versnandi afkomu í rekstri OR gerir fyrirliggjandi tillaga ráð fyrir arðgreiðslu til eigenda sem nemur 6 milljörðum króna, eða nær öllum hagnaði samstæðunnar á liðnu ári. Þá vekur jafnframt athygli að arðgreiðslutillagan er tæplega milljarði hærri en arðgreiðsluáætlun gerði ráð fyrir. Hvorki afkoma OR samstæðunnar né heldur kjör á fjármagnsmörkuðum gefa tilefni til að greiða svo ríflegan arð til eigenda. Ekki síst með hliðsjón af þeirri gríðarlegu innviðauppbyggingu sem fyrirhuguð er en samkvæmt fyrirliggjandi fjárhagsáætlun munu innviðafjárfestingar samstæðunnar nema 229 milljörðum á árunum 2024 til 2028. Jafnvel þó eigendur OR vilji njóta ávöxtunar af því fjármagni sem bundið er í rekstri samstæðunnar er eðlilegt að þau sjónarmið víki fyrir þeim mikilvægu hagsmunum sem borgarbúar eiga undir traustum innviðum samfélagsins. Á tímum orkuskorts og álags á bæði orkuinnviði og veitukerfi, verður að telja óábyrgt að samþykkja tillögu stjórnar Orkuveitunnar um sex milljarða arðgreiðslu til eigenda á næsta aðalfundi. Greiða fulltrúar Sjálfstæðisflokks því atkvæði gegn tillögunni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:

    Oft hefur skapast umræða og jafnvel deilur um hvort Orkuveita Reykjavíkur eigi að greiða arð til eigenda sinna yfir höfuð og vissulega hefur verið álitamál hversu háar arðgreiðslur skuli vera. Sumum finnst að ef almenningsfyrirtæki megi ekki greiða út arð þá eigi það líka að eiga við um einkafyrirtæki, að ekki sé munur á eftir því hverjir eiga fyrirtækið. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það eigi að vera hægt að reikna með að stjórnir fyrirtækja sýni ábyrgð og séu með raunhæfar fjárhagsáætlanir, eigi fyrir framkvæmdum og greiði þá út arð af umframtekjum. Borgarsjóður þarf að vera eins stór sjóður og mögulegt er. Áhyggjuefni er hins vegar hvernig farið er með almannafé. Flokkur fólksins hefur lengi horft uppá bruðl og sóun víða í borgarkerfinu. Forgangsröðun er ekki alltaf rétt. Biðlistar eru í alla þjónustu og til að leysa biðlista og mannekluvandann þarf fjármagn að koma í borgarsjóð en umfram allt þarf að fara vel með fé.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 9. apríl 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 11. apríl 2024 og færð í trúnaðarbók, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðar umsagnir borgarlögmanns, skrifstofu borgarstjóra og borgarritara og fjármála- og áhættustýringarsviðs um stefnur Orkuveitu Reykjavíkur. Umsagnirnar eru trúnaðarmál fram yfir aðalfund Orkuveitu Reykjavíkur sem haldinn verður 17. apríl nk.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt. MSS24010162

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat hjá við afgreiðslu málsins og lagði fram svohljóðandi bókun:

    Þakkað er fyrir þessa umsögn, ljóst er að ýmislegt þarf að bæta.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 25. júní 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 25. júní 2024 og færð í trúnaðarbók borgarráðs, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki uppfærða arðgreiðslutillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem samþykkt var á stjórnarfundi 24. júní 2024 um arðgreiðslu allt að fjárhæð 6.000 milljónir króna. Arðgreiðsla að fjárhæð 4.000 milljónir króna verði greidd út fljótlega eftir afgreiðslu tillögunnar, útgreiðsla að fjárhæð 1.000 milljónir verður greidd út eftir 9 mánaða uppgjör og fjárhæð 1.000 milljónir króna verði greidd út í desember að því gefnu að niðurstaða ársins stefni í að verða í takt við áætlanir. Með samþykktinni fellur borgarráð frá fyrri ákvörðun sinni 11. apríl 2024, þess efnis að samþykkja arðgreiðslutillögu stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur án þess fyrirvara sem þar var lagður til.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Tillagan var samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Sósíalistaflokks Íslands gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. MSS24010162

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja með öllu óábyrgt að gera svo ríka arðgreiðslukröfu á Orkuveituna, ekki síst þar sem afkoma liðins árs var undir áætlun. Fyrirhugaðar eru umfangsmiklar og mikilvægar innviðafjárfestingar á vegum Orkuveitusamstæðunnar á næstu árum. Það er óforsvaranlegt af borgaryfirvöldum að blóðmjólka innviðafyrirtækin með þessum hætti, til þess eins að plástra óábyrgan rekstur borgarinnar.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 10. júní 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs 27. júní 2024 og færð í trúnaðarbók, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til við borgarráð að samþykkja viðauka borgarlögmanns við fyrri umsögn um endurskoðun eigandastefnu. Að öðru leyti er vísað til samþykktar borgarráðs 11. apríl sl. um fyrirliggjandi tillögur fyrir eigendafund OR. Trúnaður ríkir um afgreiðslu borgarráðs og gögn málsins fram yfir eigendafund OR.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Tillagan var samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sátu hjá við afgreiðslu málsins. MSS24010162

    Fylgigögn

  20. Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar - maí 2024.

    Kl. 9.58 víkur Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir af fundinum og Einar Sveinbjörn Guðmundsson tekur sæti.

    Halldóra Káradóttir, Hörður Hilmarsson, Karl Einarsson, Erik Tryggvi S. Bjarnason og Stefanía Scheving Thorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24060009

  21. Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók borgarráðs. MSS22030202

  22. Lagt fram bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, sbr. samþykkt stjórnar lífeyrissjóðsins frá 24. júní 2024 á endurgreiðsluhlutfalli launagreiðenda á greiddum lífeyri í Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. júlí 2024.

    Samþykkt.

    Málið er fullnaðarafgreitt á fundi borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar með vísan til ákvæða 5. mgr. 35. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Halldóra Káradóttir, Hörður Hilmarsson, Karl Einarsson, Erik Tryggvi S. Bjarnason og Stefanía Scheving Thorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22040113

    Fylgigögn

  23. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. júlí 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði veitt heimild til að draga sem nemur allt að EUR 50.000.000 (þ.e. 50 milljónir Evra) á lán nr. LD2188 hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins, (e. Council of Europe Development Bank - CEB). Fjármála- og áhættustýringarsviði er jafnframt veitt heimild til að semja við innlendar bankastofnanir um gerð gjaldmiðlaskiptasamninga að hluta eða öllu leyti eða fara í aðrar aðgerðir til að verja Reykjavíkurborg gagnvart gengisáhættu. Er sviðinu í því sambandi falið að horfa til hagkvæmni þeirra tilboða sem bjóðast á móti faglegu mati á gengisáhættu og möguleikum á öðrum gengisvörnum. Forsenda þessa heimildar byggir á fyrirliggjandi greiningum á gengisáhættu í A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar og kynntar hafa verið.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Halldóra Káradóttir, Hörður Hilmarsson, Karl Einarsson, Erik Tryggvi S. Bjarnason og Stefanía Scheving Thorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24020034

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er fagnaðarefni að meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar skuli loksins hafa viðurkennt að það þurfi að bregðast við margra ára vanrækslu í viðhaldi á húsnæði borgarinnar fyrir grunnskóla, leikskóla og frístundahúsnæði. Flokkur fólksins hefur reynt að vekja athygli á þessari staðreynd allt frá 2018 en án árangurs. Með fyrrgreindri vanrækslu hefur safnast upp gríðarleg viðhaldsskuld sem ekki verður lengur komist hjá að bregðast við. Ekki liggur fyrir hvað það kostar borgarsjóð að kaupa sér áhættuvarnir gegn gengisáhættu lánsins á lánstíma þess. Af gögnum að dæma er ekki  annað að sjá en að með lántöku hjá Þróunarbanka Evrópuráðsins þá sé rekstur og fjárhagur Reykjavíkurborgar undir sérstöku eftirliti Þróunarbankans til viðbótar við eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Ekki þarf að fara mörgum orðum um hve niðurlægjandi það er fyrir höfuðborg landsins. Sú staðreynd er afleiðing óstjórnar meirihluta borgarstjórnar á fjármálum borgarinnar um langt árabil.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram trúnaðarmerkt  bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. júlí 2024, þar sem trúnaðarmerkt áhættuskýrsla vegna fyrsta ársfjórðungs ársins 2024 er lögð fram.

    Halldóra Káradóttir, Hörður Hilmarsson, Karl Einarsson, Erik Tryggvi S. Bjarnason og Stefanía Scheving Thorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24070008

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. júlí 2024:

    Lagt er til að borgarráð skipi Höllu Björg Evans, kt. 200680-3759, sem staðgengil regluvarðar Reykjavíkurborgar í stað Margrétar Lilju Gunnarsdóttur, kt. 220289-3119.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Halldóra Káradóttir, Hörður Hilmarsson, Karl Einarsson, Erik Tryggvi S. Bjarnason og Stefanía Scheving Thorsteinsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22020050

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. júlí 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu á eigninni Blesugróf 27, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23120015

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. júlí 2024. þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á samþykkt öldungaráðs í sumarleyfi borgarstjórnar, ásamt fylgiskjölum.

    Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

    Sara Björg Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23010279

  28. Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 28. júní 2024, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. júní 2024 á drögum að rekstrarsamningi milli Reykjavíkurborgar og Menningarfélagsins Tjarnarbíós, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MIR24060013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins er ánægður með að styðja eigi við Tjarnarbíó. Tjarnarbíó er þáttur í lífi og menningu hóps Íslendinga. Reyndar er brýnt að finna framtíðarlausn fyrir sviðslistir svo ekki þurfi að vera að plástra endalaust.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 9. júlí 2024, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs á breytingu á gjaldskrá sundlauga Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Málið er fullnaðarafgreitt á fundi borgarráðs í sumarleyfi borgarstjórnar með vísan til ákvæða 5. mgr. 35. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MIR24060010

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eldri borgarar hafa áratugum saman haft endurgjaldslausan aðgang að sundlaugum Reykjavíkur. Það fyrirkomulag var tekið upp að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins en er nú afnumið af meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur mótmælt umræddri gjaldtöku harðlega og m.a. bent á að sundiðkun sé mikilvægt lýðheilsumál fyrir þennan aldurshóp. Fyrir marga sé hún að auki veigamikill þáttur við að rjúfa félagslega einangrun.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalista telur að æskilegra hefði verið að halda sundferðum fyrir aldraða íbúa borgarinnar áfram gjaldfrjálsum og að árskort ætti því ekki að bera kostnað, nema í hæsta lagi þann kostnað sem hlýst af að gefa kort þeirra út. Sundiðkun eldri íbúa er mikilvægt lýðheilsumál, og ætti að standa vörð um að hún geti farið fram með sem minnstum tilkostnaði eða erfiði fyrir þær manneskjur. Sjálfsagt er þó að fá tekjur af erlendum ferðamönnum sem sækja í sundlaugar borgarinnar en greiða ekki til rekstrar þeirra á annan hátt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eldri borgarar hafa áratugum saman haft endurgjaldslausan aðgang að sundlaugum Reykjavíkurborgar. Nú skal afnema það og er það miður. Flokkur fólksins mótmælir þessu sem og samfélag eldri borgara í Reykjavík og nágrennis.  Flokkur fólksins hefur lagt fram mótvægistillögu sem er á þá leið að „Lagt er til að borgarráð samþykkir að árskort í sund fyrir eldri borgara í Reykjavík kosti 500 krónur í stað 4000 króna í ljósi þess að eldri borgarar eigi jafnvel eftir að þurfa að kaupa slíkt kort í fleiri  sveitarfélögum.“ Tillagan hefur ekki verið afgreidd.  Efnahagur eldri borgara er afar misjafn og hjá sumum er fjármálastaðan ekki góð og munar þá um hverja krónu. Bent er á að sundiðkun sé mikilvægt lýðheislumál sérstaklega fyrir þennan aldurshóp svo ekki sé minnst á að hún dregur úr félagslegri einangrun.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. júlí 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til við borgarráð að samþykkja uppfærða stefnu gegn einelti, áreitni og ofbeldi fyrir vinnustaðinn Reykjavíkurborg.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Samþykkt.

    Lóa Birna Birgisdóttir og Ásta Bjarnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS24040001

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins gerir athugasemd við hversu þröng skilgreiningu á einelti er og telur að mannréttinda- og ofbeldisvarnaráð og mannréttinda- og lýðræðisskrifstofa ættu að beita sér fyrir að fá hana útvíkkaða. Árið 2015 var gerð þrenging á skilgreiningu eineltis sem fól í sér að það sem var „ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi“ breyttist í aðeins „síendurtekin ámælisverð hegðun.“ Túlkunin á þessari þröngu skilgreiningu hefur gengið svo langt hjá mörgum þeim sem rannsaka eineltiskvartanir að þeir hafa fullyrt að háttsemin þurfi að vera viðhöfð vikulega yfir það tímabil sem kvörtunin nær til ef hún eigi að flokkast sem síendurtekin og þ.a.l. undir einelti. Þrenging skilgreiningarinnar hefur haft fælingarmátt. Einnig er vert að nefna að það er of algengt að utanaðkomandi sérfræðingar sem rannsaka eineltisásakanir á vinnustað, komist að sömu niðurstöðu og vinnuveitandinn virðist hafa á eineltismálinu. Rannsakandinn er jú háður vinnuveitandanum með þóknun sína. Mikilvægt er að tryggja að rannsakandi sé óháður með sama hætti og gert er þegar dómstóll kallar til dómskvaddan matsmann. Sá sem tilkynnir einelti þarf að geta tryggt að rannsakandi málsins sé óháður og báðir aðilar, meintur þolandi og gerandi eiga að geta kannað feril viðkomandi.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf samninganefndar Reykjavíkurborgar, dags. 8. júlí 2024, varðandi kjarasamninga við Sameyki, Sjúkraliðafélag Íslands og Eflingu - stéttarfélag, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Lóa Birna Birgisdóttir, Ásta Bjarnadóttir og Haukur Þór Haraldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS24070014

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Sósíalista fagnar því hvað afstaðin samningalota gekk vel fyrir sig í þetta sinn, almenn ánægja með hana er meðal þeirra stéttarfélaga sem í samingaviðræðunum stóðu og því ber að fagna.

    Fylgigögn

  32. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-3204/2024. MSS23050089

  33. Lagt fram bréf Forsætisráðuneytisins, dags. 11. júní 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu Reykjavíkurborgar í stýrihóp um virðismat starfa í þágu launajafnréttis.

    Samþykkt að tilnefna Lóu Birnu Birgisdóttur og Kolbein Guðmundsson í hópinn fyrir hönd Reykjavíkurborgar. MSS24060051

    Fylgigögn

  34. Lögð fram fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, dags. 23. maí 2024, um lóðaúthlutanir í Gufunesi, sbr. 37. lið fundargerð borgarráðs frá 23. maí 2024. Einnig lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 9. júlí 2024. MSS24050117

    Fylgigögn

  35. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 27. júní 2024. MSS24010008

    Fylgigögn

  36. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 26. júní 2024. MSS24010011

    Fylgigögn

  37. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 25. júní 2024. MSS24010013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar:

    Lögð er fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um framtíð skóla- og frístundastarfs í Laugardal. Tekið er undir þá afstöðu  að íbúaráð eru réttmætur umsagnaraðili í þessu máli. Hins vegar er miður að íbúaráð Háaleitis og Bústaða taki ekki afstöðu til þeirra sviðsmynda sem kynntar hafa verið í  undirbúningsferlinu og er það fremur óeðlilegt sér í lagi ef ráðið vill láta taka sig alvarlega sem umsagnaraðila. Ljóst er að meirihlutinn í ráðinu, eftir því sem lesa má úr þessari umsögn, gengur alfarið í takt við meirihlutann í borgarstjórn í þessu máli. Einnig er sérkennilegt að formaður íbúaráðs í öðru hverfi en Laugardal hafi skoðun á því hvar börnunum í Laugardal kann að vera búinn skóli. Minnt er á að sviðsmynd eitt var valin og samþykkt í borgarráði fyrir tveimur árum og í kjölfarið var málið sett á ís og allir látnir lifa í fullkominni óvissu um framhaldið.

    Fylgigögn

  38. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 27. júní 2024. MSS24010016

    Fylgigögn

  39. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 24. júní 2024. MSS24010017

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:

    Kynnt er þjónustukönnun íbúa. Eftir því er tekið að hversu lágt hlutfall íbúa hefur reynslu af íbúasamráði hjá borginni síðastliðin þrjú ár. Þeir sem svara að þeir hafi reynslu nefna þó helst verkefnið Hverfið mitt en af öðru sem tengist íbúaráðunum hefur hinn almenni íbúi ekki mikla reynslu eða þekkingu á íbúaráðum samkvæmt þessari könnun. Örfá prósent hafa tekið þátt í  samráðsferli í gegnum verkefnið hverfisskipulag eða sent Reykjavíkurborg skilaboð og varla nokkur sem notað hafa Twitter til að koma skilaboðum til Reykjavíkurborgar. Þessi könnun kemur illa út ef horft er sérstaklega á tengingu borgarbúa við Reykjavíkurborg sem hlýtur að vera áfellisdómur fyrir meirihlutann.

    Fylgigögn

  40. Lögð fram fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. júní 2024. MSS24010020

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 10. lið fundargerðarinnar:

    Tillögu um íþróttafulltrúa hjá Leikni sbr. 6. lið 112. fundargerðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs er vísað frá af meirihlutanum með þeim rökum að Leiknir njóti nú þegar hlutfallslega hærri styrkja en önnur íþróttafélög borgarinnar í ljósi þeirrar sérstöðu sem félagið hefur í hverfinu. Leiknir er félag sem hefur lengi verið undir í baráttunni um krónuna og aurinn til að geta haldið úti metnaðarfullu íþróttastarfi með þau spil sem félagið hefur á hendi. Um tíu þúsund manns búa nú í Efra Breiðholti og íbúum þar fer fjölgandi. Íþróttafélagið Leiknir hefur í rúma hálfa öld sinnt mikilvægu hlutverki í þágu íþróttastarfs og starfrækir nú fimm íþróttagreinar. Leiknir vill fjölga iðkendum. Það háir þó starfsemi félagsins að hafa ekki íþróttafulltrúa í fullu starfi. Efra Breiðholt hefur afar mikla félagslega sérstöðu og myndi íþróttafulltrúi í fullu starfi styrkja starfsemi félagsins t.d. með því að fjölga iðkendum af báðum kynjum, sem og af erlendum uppruna.

    Fylgigögn

  41. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 17. maí 2024. MSS24010026

    Fylgigögn

  42. Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1. júlí 2024. MSS24010027

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 10. lið fundargerðarinnar:

    Fram  kemur fundargerðinni að þeim í Kópavogi  gengur illa að útvega lóð fyrir móttökustöð en það  mun auka álagið á móttökustöðvar í Reykjavík. Ekki er rétt að búa við slíkt til langframa, að mati fulltrúa Flokks fólksins  hvorki fyrir Reykjavík  né Kópavog.

    Fylgigögn

  43. Lögð fram fundargerð  umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. júní 2024.

    2. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. og 16. lið fundargerðarinnar:

    Fyrirhugað húsnæðisátak í Grafarvogi hefur vakið upp margar spurningar og áhyggjur hjá íbúum. Enda þótt Grafarvogurinn bjóði upp á marga möguleika þarf að stíga varlega til jarðar og gera ekkert sem stríðir gegn skoðunum meirihlutans í hverfinu. Sem dæmi hafa komið upp mótmæli íbúa Grafarvogs vegna fyrirhugaðrar byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima því þar yrði þá gengið á grænt svæði. Margir hafa auk þess áhyggjur af umferð. Aðalatriðið er að stíga ekki á tær íbúa eða valta yfir skoðanir þeirra. Liður 16; bann við að leggja beggja vegna. Sú hefð hefur myndast í mörgum götum í Norðurmýri að ökutækjum sé lagt beggja vegna og því er ekki bara hægt að breyta þessu með einu pennastriki án þess að ræða við fólkið sem þarna býr og hefur hagsmuni að gæta. Verið er að þrengja mjög að bílum og skapa aukin vandræði fyrir bíleigendur. Nauðsynlegt er að hafa kosningu meðal íbúa á svæðinu. Helstu rökin eru þau af hálfu meirihlutans að lagning beggja vegna skapi hættu. En þá er spurt, hafa orðið slys eða óhöpp sökum þessa sem rekja má beinlínis til að lagt er beggja vegna á þessum götum? Í hverfinu og nágrenni þess ríkir nú þegar mikill bílastæðaskortur.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 23 mál. MSS24070030

    Fylgigögn

  45. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24070031

    Fylgigögn

  46. Lagðar fram styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma.

    Öllum styrkumsóknum er hafnað. MSS24010168

  47. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að borgarráð fari þess á leit við stjórn Strætó bs. að settar verði upp öryggis- og eftirlitsmyndavélar í alla strætisvagna vegna tíðra uppákoma og alvarlegra kvartana sem berast frá farþegum, jafnvel frá börnum sem segja farir sínar ekki sléttar eftir að hafa verið um borð í strætisvögnum Strætó bs.

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað. 

    Fylgigögn

  48. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að láta gera óháða úttekt á þjónustu Strætó bs., sérstaklega með tilliti til þjónustulundar, viðmóts og sveigjanleika í garð notenda Strætó bs. samkvæmt samþykktri þjónustustefnu byggðasamlagsins. Mikilvægt er að skoða einnig stjórnendur og hæfni þeirra til stjórnunar fyrirtækisins.  Skoðaðir verði sérstaklega þættir eins og hvort starfsfólk þ.m.t. vagnstjórar þekki hlutverk, stefnu og gildi fyrirtækisins.

    Greinargerð fylgir tillögunni

    Frestað.

    Fylgigögn

  49. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Nú hefur verið ákveðið að draga úr garðslætti í Reykjavíkurborg í því skyni að breyta grassvæðum í náttúruleg svæði. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um um hvaða svæði er helst að ræða sem ekki hafa verð slegin í sumar en hafa að öllu jöfnu verið slegin og hreinsuð síðustu ár. Óskað er upplýsinga um hvort haft hafi verið samráð við nærliggjandi íbúa þessara svæða og einnig hvort borist hafa kvartanir vegna ákvörðunarinnar.

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni.

    Fylgigögn

  50. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að kaupa brennsluofn til að brenna sorp í stað þess að kosta sendingu sorps til brennslu í útlöndum.

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:55

Dagur B. Eggertsson Andrea Helgadóttir

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 11.7.2024 - prentvæn útgáfa