Borgarráð - Fundur nr. 5747

Borgarráð - Fundur nr. 5747

Borgarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 27. júní, var haldinn 5747. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. júní 2024, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar þann 18. júní 2024. Dagur B. Eggertsson var kjörinn formaður borgarráðs. Lagt er til að Árelía Eydís Guðmundsdóttir verði kjörin varaformaður borgarráðs.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22060043

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. júní 2024, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 18. júní 2024 á tillögu um að fella niður reglulega fundi borgarstjórnar í júlí og ágúst nk. og að borgarráð fari með heimildir borgarstjórnar á þeim tíma. MSS23010287

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Á meðan á sumarleyfi borgarstjórnar stendur fer borgarráð með heimildir borgarstjórnar. Í borgarstjórn eru allir fulltrúar með atkvæðisrétt ólíkt því sem á við í borgarráði. Fulltrúi Sósíalista telur mikilvægt að útfæra verklag sem tryggir að fulltrúar allra flokka hafi jafna aðkomu að málum þegar fundir borgarstjórnar leggjast af yfir sumartímann.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júní 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. júní 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Foldahverfis, 3. áfanga, vegna lóðarinnar nr. 1 við Fjallkonuveg, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 9:07 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum. USK24050082

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júní 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. júní 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Klettasvæðis vegna stækkunar á landfyllingu Sundahafnar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050210

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Breyting á deiliskipulagi - Klettagarðar Landfylling: Sótt er um útvíkkun á deiliskipulagi fyrir landfyllingu við Klettagarða/Laugarnes. Að gera 4 hektara landfyllingu, fjörutíu þúsund fermetra, er út í hött að mati fulltrúa Flokks fólksins. Hér er valtað yfir lífríki við fjörur og í fjörum. Hvernig ætla skipulagsyfirvöld að jafna þetta? Með því að fjölga blómakerjum? Með landfyllingu er náttúruleg fjara eyðilögð. Það eru ekki margar fjörur eftir í borgarlandinu. Það segir sig sjálft að þetta gjörbreytir allri ásýnd á svæði sem áður var náttúruleg fjara. Mynd af landfyllingu við Klettagarða er sérlega óaðlaðandi og þar sést hvernig fara á með fjöru sem er náttúruleg.

    Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgin hefði alltaf átt að fara í umhverfismat við gerð landfyllinga á þessum stað. Fyrri landfyllingin var samþykkt árið 2019 og sú síðari kom inn í uppfærða útgáfu AR2030, í Aðalskipulag 2040, árið 2022. Þegar fyrri landfyllingin kom var hin ekki á dagskrá en hefði mátt gera ráð fyrir því að Veitur þyrftu að stækka eins og bent var á. Eina landfyllingin sem hefði átt að koma þarna hefði átt að vera fyrir stækkun Veitna. Verðmætt dýralíf, gróðurfar og ásýnd einkennir Laugarnesið og það ber að varðveita til hins ýtrasta. Náttúruminjar á þessum stað hafa mikið varðveislugildi og er fjaran á allri norðurströnd Reykjavíkur vestan Geldinganess ein af óspilltu fjörum borgarinnar. Ekki verður séð að hægt sé minnka sjónmengun og ýmiss konar ágang með núverandi skipulagi og telur áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna að taka ætti annan snúning á óafturkræfum framkvæmdum á þessum stað eftir auglýsingu.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. júní 2024, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. júní 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugavegar, Bolholts, Skipholts vegna lóðarinnar nr. 176 við Laugaveg, ásamt fylgiskjölum.
    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs er staðfest með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Málið er fullnaðarafgreitt á vettvangi borgarráðs með vísan til heimilda í 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar,

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK24050126

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu talið rétt að samþykkja umsókn Reita, þar sem kallað var eftir 2,5% auknu byggingarmagni. Í umsókn Reita kemur fram að fjölgun stærri herbergja á hótelinu myndi styðja við áform Reita og Hyatt um að setja hótelið í hærri gæðaflokk en skortur er á slíku gistiframboði á höfuðborgarsvæðinu. Hærra gæðastig styður jafnframt við stefnu stjórnvalda og Reykjavíkurborgar um að laða að betur borgandi ferðamenn og ráðstefnugesti. Telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks sérkennilegt að borgaryfirvöld vinni ekki með uppbyggingaraðilum og hótelrekendum að því að fjölga slíku gistiframboði í Reykjavík.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júní 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. júní 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðarinnar nr. 6 við Síðumúla, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SN220763

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. júní 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. júní á auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Veðurstofureit, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23030053

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að auglýsa skipulag fyrir ríflega 200 íbúðir á Veðurstofuhæð fyrir fjölbreyttan hóp. Byggir þetta á niðurstöðu hugmyndasamkeppni um grænt húsnæði framtíðarinnar þar sem ákveðið var að vinna áfram með tillögu dönsk-íslensku hönnunarstofunnar Lendager. Um er að ræða fyrsta stafræna deiliskipulagið á landinu sem er spennandi tilraunaverkefni í samstarfi við Skipulagsstofnun. Stefnt er að því að leysa megn bílastæðanna í fjölnota bílastæðahúsi og þar með verður yfirborðið aðlaðandi og aðgengilegra, grænna og öruggara fyrir vikið. Meirihlutinn leggur mikla áherslu á áframhaldandi uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í borginni í góðu samtali við íbúa og byggð á Veðurstofureit er spennandi liður í því.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lýsa áhyggjum vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á Veðurstofureit vegna aðgengis þeirra sem eiga bágt um gang um langa leið. Þar má bæði nefna þá sem þurfa að komast nærri hýbýlum sínum vegna líkamlegrar fötlunar og þá sem það þurfa vegna ómegðar. Allt yfirbragð tillögunnar um Veðurstofuhæðina ber með sér að meirihlutinn og borgarkerfið hafa krúttað yfir sig í hringrásarhugmyndum á meðan mikil vöntun er á venjulegu húsnæði fyrir almenning. Sérstaka athygli vekur að ódýrar íbúðir sem ætlaðar eru fyrir efnaminna fólk eru í útjaðri svæðisins og fjarri bílastæðum. Því sendir meirihlutinn þau skilaboð til efnaminni að þau megi kjaga með innkaupapoka í norðangarra um langa leið. Engu að síður setja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sig ekki upp á móti auglýsingu deiliskipulags og vonast eftir því að reiturinn verði á endanum þróaður með fólk, íslenskar aðstæður og veðráttu í huga.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Á Veðurstofureit er stefnt að 250 íbúðum, jafnvel meira. Fækka á bílastæðum sérstaklega mikið á þessum reit, meira en í öðrum þéttingarreitum. Notast á við bílastæðahús. Gert er ráð fyrir að þarna búi aðeins þeir sem vilja lifa bíllausum lífsstíl. Fulltrúa Flokks fólksins finnst með þessu að verið sé að útiloka mikilvæga valmöguleika. Mikilvægt er að byggðin verði sem mest blönduð. Fulltrúi Flokks fólksins býst við að ábendingar verði á svipuðum nótum og komu frá íbúum Vogabyggðar, að aðgengi verði erfitt t.d. að komast í og út úr hverfinu. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar vissulega fjölbreytileikanum og öll viljum við vistvæn hverfi með ríkum líffræðilegum fjölbreytileika, græn svæði og rými til að anda.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. júní 2024 þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út 1. áfanga framkvæmda vegna uppbyggingar á Orkureit, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 120 m.kr.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Ámunda V. Brynjólfssyni sem tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK23010330

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki vilyrði fyrir lóð á athafnasvæðinu á Hólmsheiði til allt að þriggja ára frá samþykki borgarráðs, með fyrirvara um gerð nýs deiliskipulags fyrir lóðina, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24060094

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að gætt verði að nærliggjandi vatnsbólum við fyrirhugaða uppbyggingu en af framkvæmdum gæti stafað mengunarhætta.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun byggingarréttar vegna byggingar sem fyrirhugað er að reisa á lóðinni Nauthólsvegur 83, reit D, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24060098

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki heimild til að stækka lóð við Skógarhlíð 16, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24050125

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka II við samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á Bíldshöfða 7 og Breiðhöfða 3 á Ártúnshöfða, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22020152

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á Bíldshöfða 7 og Breiðhöfða 3 á Ártúnshöfða í Reykjavík. B.M. Vallá fær tímabundin afnot af borgarlandi á Álfsnesi. Talað er um í gögnum að skotæfingarsvæðið sé víkjandi en það er ekki alveg rétt orðað. Verið er að gera umtalsverðar breytingar á svæðinu til að skotæfingarsvæðið geti einmitt verið þarna áfram og ekki hefur verið fundinn annar staður fyrir íþróttina. Skotæfingarsvæðið gæti þess vegna verið þarna áfram næstu árin, jafnvel um ókominn tíma.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 24. júní 2024, ásamt fylgiskjölum varðandi aðalfund Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fimmtudaginn 27. júní 2024 kl. 14:00 að Sævarhöfða 6-10 í samræmi við 11. til 14. gr. samþykkta félagsins. Málið er trúnaðarmál fram yfir aðalfund.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24060100

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. júní 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að viljayfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir eru sammála um að greiða götu þess að nýsköpunar- og frumkvöðlasetur undir nafninu „100% Húsið“ rísi á Granda byggt á fyrirmynd og hugmyndafræði Sjávarklasans sem er gert ráð fyrir að standi að uppbyggingu og rekstri setursins. Til skoðunar verður bæði möguleikar á þróun núverandi húsakosts Faxaflóahafna eða nýbygging sem gæti risið við hlið Grandagarðs 16.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24050134

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Frumkvöðlastarfsemi í borginni er sannarlega hluti af því að gera Reykjavík að líflegri og spennandi borg þar sem nóg er af tækifærum. Meirihlutinn hefur stutt við sprotastarfsemi á margvíslegan hátt síðustu ár og styður heilshugar þær fyrirætlanir að nýsköpunar- og frumkvöðlasetur rísi á Granda og er það í takt við atvinnu og nýsköpunarstefnu borgarinnar. Meirihlutinn leggur áherslu á að fyrsti kostur verði að skoða að nýta það húsnæði sem fyrir er á Granda s.s. gömlu verbúðirnar eða annað sambærilegt. Einnig er vert að benda á að fyrir liggur samþykkt deiliskipulag fyrir atvinnuhúsnæði á Línbergsreit sem tilvalið væri fyrir haftengt nýsköpunarsetur. Meirihlutinn fagnar framþróun við haftengda nýsköpun á Granda.
     
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna þessu frumkvæði og framtaki Sjávarklasans. Hafa fulltrúar flokksins áður kynnt hugmyndir um uppbyggingu nýsköpunarþorps á svæðinu með áherslu á hugvitsdrifna starfsemi.

    Fylgigögn

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. júní 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu um tíma- og kostnaðaráætlun vegna heildstæðrar athugunar á starfsemi Vöggustofunnar Thorvaldsenfélagsins (upptökuheimili barna) árin 1974-1979. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að undirbúa viðauka við fjárhagsáætlun vegna þessa, heildarkostnaður er áætlaður 62 m.kr. Fyrir liggur umsögn fjármála- og áhættustýringasviðs og jafnréttisskimun.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. MSS24060031

    Fylgigögn

  16. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 11. júní 2024, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 13. júní 2024 og færð var í trúnaðarbók:

    Boðað hefur verið til aðalfundar í Faxaflóahöfnum sf. í samræmi við gr. 4.1 í sameignarfélagssamningi félagsins föstudaginn 21. júní 2024 kl. 15:00. Í samræmi við lið 4.4 í Almennri eigandastefnu Reykjavíkurborgar þarf samþykki borgarráðs til beitingar réttinda eigandafyrirsvars vegna framlagðra tillagna. Eftirfarandi tillögur verða lagðar fram til afgreiðslu á aðalfundi Faxaflóahafna hf. 21.júní 2024: 3. Hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. – Til samþykktar. Hafnarstjórn leggur til að á árinu 2024 verði úttekt vegna afkomu rekstrarársins 2023 til eigenda að fjárhæð 84 millj.kr. Að öðru leyti vísast til ársreiknings varðandi fjárhagsstöðu félagsins og rekstur þess á liðnu ári. Er sú arðgreiðsla í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins sem stjórn hefur samþykkt. 4. Tillaga stjórnar um stefnumörkun og framtíðarsýn sbr. gr. 5.5 og skýrsla um framkvæmd stefnunnar og árangur af innleiðingu hennar. – Til samþykktar. Tillaga stjórnar er um óbreytta stefnumörkun og framtíðarsýn frá fyrra ári. 5. Tillaga stjórnar um stefnu um fjármagnsskipan, sbr. gr. 5.5. og skýrsla um framkvæmd stefnunnar og árangur af innleiðingu hennar. – Til samþykktar. Tillaga stjórnar er óbreytt frá fyrra ári (afgreiðslu hennar var frestað á síðasta aðalfundi). 6. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu sbr. gr. 5.5. og skýrsla um framkvæmd hennar og árangur af innleiðingu hennar. – Til samþykktar. Tillaga stjórnar er um óbreytta starfskjarastefnu frá fyrra ári. 7. Ákvörðun skal tekin um þóknun til stjórnarmanna og nefndarmanna hafi undirnefndir stjórnar verið skipaðar, fyrir störf þeirra á komandi starfsári. – Til samþykktar. Tillaga stjórnar er að stjórnarlaun samsvari flokki 2 í launakerfi fastra nefnda hjá Reykjavíkurborg, líkt og gilt hefur undanfarin ár. 8. Lýst kjöri stjórnar, sbr. grein 5.1. 9. Kosning löggilts endurskoðanda fyrir félagið í samræmi við 7. gr. Tillaga stjórnar er óbreytt frá fyrra ári. Lagt er til að Grant Thornton endurskoðun ehf. fari með endurskoðun reikninga félagsins. 10. Umræður og atkvæðagreiðslur um önnur málefni sem löglega eru upp borin. Borin verður upp tillaga um nýjan sameignarfélagssamning um Faxaflóahafnir sf. sbr. meðfylgjandi skjal. Lögð verður fram ný innkaupastefna fyrir Faxaflóahafnir til staðfestingar eigenda til samræmis við grein 5.5. í sameignarfélagssamningi sbr. meðfylgjandi skjal. Staðfestingin er háð samþykkt stjórnar um stefnuna fyrir fundinn. Lagt er til að tillögur 3, 4, 6, 7 og 9 verði samþykktar en tillögu 5 frestað og hún tekin til umfjöllunar í sameiginlegum hópi eigenda um fjármagnsskipan Faxaflóahafna. Gert verði ráð fyrir sérstökum eigendafundi að aflokinni þeirri umfjöllun. Varðandi tillögu 8 um kjör fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Faxaflóahafna sf. þá verður tillaga um fulltrúa Reykjavíkurborgar lögð fyrir borgarstjórnarfund þann 18. júní 2024. Varðandi tillögu 10 um önnur málefni sem löglega eru upp borin er lagt til að nýr sameignarfélagssamningur um Faxaflóahafnir sf. sem og ný innkaupastefna fyrir Faxaflóahafnir sf. verði samþykkt. Málið er trúnaðarmál fram yfir framhaldsaðalfund Faxaflóahafna sem haldinn verður 21. júní 2024.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands sat hjá við afgreiðslu málsins. MSS24060038

    Fylgigögn

  17. Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók borgarráðs. MSS24010162

  18. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 13. júní 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 10. júní 2024 á tillögu um breytingu á skráningu og gjaldtöku fyrir viðveru barna í leikskólum vegna daga í dymbilviku, í vetrarleyfum grunnskóla og á milli jóla og nýárs, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson og Valborg Hlín Guðlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24050139

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg vinnur markvisst að því að bæta umgjörð leikskólastarfs í Reykjavík. Niðurfelling leikskólagjalda hjá öllum börnum í leikskólum borgarinnar í dymbilviku, virka daga í vetrarleyfum og virka daga milli jóla og nýárs er liður í þeirri vegferð. Þær fjölskyldur sem áfram vilja geta skráð börn í leikskóla þessa daga og þá greitt sérstaklega fyrir þá. Ánægjulegt er að sjá viðbrögð leikskólastjóra við tillögunni sem fagna henni en síðustu ár sýna að mörg börn mæta ekki þessa daga í leikskólana eða boða fjarvistir samdægurs og þá ekki hægt að skipuleggja mönnun í tíma. Leikskólastjórar og meirihluti borgarráðs telur því næsta víst að þessi tillaga muni hafa í för með sér, upp á betri nýtingu á mannauði, meiri hagkvæmni í rekstri og meiri frítíma ungra barna.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að þessar breytingar verði auglýstar mjög vel, og helst kynntar af deildarstjórum í eigin persónu við komu foreldra í leikskólann. Það er algjört lykilatriði að foreldrar sem þurfa aðstoð við að sækja um leikskóladvöl á þessum dögum fái slíka aðstoð. Í jafnréttisskimun með tillögunni kemur eftirfarandi fram: „Sá hópur sem tillagan gæti mögulega haft áhrif á eru foreldrar með fjölbreyttan menningar- og tungumálabakgrunn eða þeir foreldrar sem eiga ekki greiðan aðgang að tölvu. Ástæðan er að foreldrar þurfa að skrá börnin sérstaklega í vistun þá daga sem um ræðir, u.þ.b. 10 daga á skólaári. Skráning fer fram á heimasíðu skráningarkerfisins Völu og er umsóknarfrestur auglýstur með 30 daga fyrirvara og gildir í tvær vikur. Til að tryggja að upplýsingar berist til allra aðila og til að tryggja góðan skilning á fyrirkomulaginu verður sendur upplýsingapóstur á íslensku, ensku, pólsku og/eða öðrum tungumálum sem þörf er á, til allra foreldra barna sem eru með vistun í leikskólum Reykjavíkurborgar. Ennfremur verða leikskólastjórar beðnir að benda á og minna á umsóknarfrestinn í sínum leikskólum.“

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt er til að leikskólagjöld verði felld niður á dögum t.d. í dymbilviku og virka daga á milli jóla og nýárs og að sæki börn leikskóla þessa daga skuli foreldrar skrá börn sín sérstaklega svo hægt sé að rukka þá fyrir vistunina samkvæmt gjaldskrá. Fulltrúi Flokks fólksins leggur ríka áherslu á að hér sé ekki verið að auka gjaldtöku á þá foreldra sem ekki geta notfært sér þessa niðurfellingu gjalda. Fátækir foreldrar eru oft í þeirri stöðu að þurfa að vinna langan vinnudag og hafa fá tækifæri til að taka leyfi.  Fulltrúa Flokks fólksins finnst auðvitað jákvætt að foreldrar geti fengið leikskólagjöldin felld niður ef börn þeirra eru í fríi þessa daga. Það er líka mikilvægt að foreldrar láti vita með góðum fyrirvara hvort þau þurfi pössun þessa daga til þess að leikskólastjórar geti skipulagt mönnun og hagkvæmni í rekstri. Aðalatriðið er að þessi breyting á greiðslufyrirkomulagi verði vel kynnt fyrir foreldrum áður en hún kemur til framkvæmda. Gott samráð og samtal á milli foreldra og leikskóla er grunnforsenda þess að þetta gangi vel.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skóla- og frístundaráðs, dags. 24. júní 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2024 á tillögu um að húsnæði Garðaborgar færist undir leikskólann Jörfa að loknum framkvæmdum, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Helgi Grímsson og Valborg Hlín Guðlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24060018

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan byggir á að nýta fjármagn og húsnæði Reykjavíkurborgar eins vel og hægt er ásamt því að tryggja gæði leikskólastarfs til framtíðar í stærri einingu þegar Jörfi tekur yfir húsnæðið við Bústaðaveg. Mikilvægt er að tryggja öllum 13 börnum sem nú eru með víst í Garðaborg nýtt leikskólapláss. Nægjanlegt pláss er í Kvistaborg en sumir foreldrar hafa óskað eftir flutningi í aðra leikskóla, en útlit er fyrir að hægt verði að koma til móts við þær óskir. Meirihlutinn leggur áherslu á að reynt sé að gæta samráðs við alla hlutaðeigandi aðila.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa vonbrigðum með seinagang borgarinnar í málinu og skort á upplýsingagjöf gagnvart foreldrum, börnum og starfsfólki á leikskólanum Garðaborg. Til stendur að færa húsnæði Garðaborgar undir leikskólann Jörfa, og flytja börn á Garðaborg yfir á aðra leikskóla. Foreldrar fengu engar upplýsingar um áformin fyrr en 10. júní sl. og hefur málið skapað mikla óvissu fyrir fjölskyldur og starfsfólk.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta mál hafa gengið hægt og ekki hefur verið hugað að upplýsingagjöf til foreldra og starfsfólks á leikskólanum Garðaborg. Til stendur að færa húsnæði Garðaborgar undir leikskólann Jörfa, og flytja börn á Garðaborg yfir á aðra leikskóla. Foreldrar hafa upplifað mikla óvissu með þetta mál sem er alveg óásættanlegt að mati fulltrúa Flokks fólksins.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. júní 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2024 á tillögu um breytingu á rekstrarleyfi leikskólans Miðborgar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24060020

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. júní 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. júní 2024 á tillögu varðandi breytingar á reglum um þjónustu félagsmiðstöðva, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23010164

    Fylgigögn

  22. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 24. júní 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að framlengja viðauka við samstarfsyfirlýsingu við Hjallastefnuna. Viðaukinn felur í sér að framlengja um eitt ár til viðbótar áður samþykkta þátttöku í tímabundinni lækkun leigugreiðslna Hjallastefnunnar vegna flutnings úr núverandi húsnæði í nýtt húsnæði sem nemur 33 m.kr. Fjölgun reykvískra nemenda frá upphaflegum þjónustusamningi í Skógarhlíð 6 hefur farið úr 252 í 335 börn. Fjárheimildin rúmast innan verkefnisins Brúum Bilið.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24060101

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. júní 2024, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 12. júní 2024 á reglum um rafræna vöktun Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24050033

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 20. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að kaupa umsjónarkerfi fyrir félagsmiðstöðvar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24050027

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst undarlegt að þjónustu- og nýsköpunarsvið sé að leita eftir sérkerfi til þess að sjá eingöngu um umsjón fyrir félagsmiðstöðvar. Af hverju er verkefnið ekki tengt saman við alla aðra viðburða umsjón og þjónustu Reykjavíkurborgar sem m.a. innihalda eða þurfa að innihalda greiðslumöguleika? Mun betur færi á því ef hægt hefði verið að hugsa þetta í stærra samhengi. Þá hefði verið hægt að taka inn ákveðin samlegðaráhrif og hafa einfaldleika að leiðarljósi um alla viðburðaumsjón borgarinnar í stað þess að enn eitt kerfið sé innleitt fyrir einstaka einingar eins og félagsmiðstöðvar. Ómögulegt er að sjá hversu mörg viðburðaumsjónakerfi eru nú þegar í notkun innan borgarinnar og einnig ef annað eða önnur kerfi eru í notkun. Því skal þó fagnað að stafræn umbreyting sé loksins að mjakast inn í félagsmiðstöðvar borgarinnar. Þess er vænst að þjónustu- og nýsköpunarsviði beri gæfa til að hugsa þessa hluti í stærra samhengi svo ekki þurfi að fara í margar innleiðingar á mörgum umsjónarkerfum og greiðslugáttum vegna hinna og þessara viðburða innan borgarinnar.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framlínulausn fyrir þjónustuver, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON23050031

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar öllum þeim lausnum sem létta á starfsfólki og flýta fyrir afgreiðslu erinda borgarbúa. Eins og flestum er ljóst vill fulltrúi Flokks fólksins líka að innleiðingar lausna miði ávallt að því að nýta þær lausnir sem innleiddar hafa verið annars staðar með góðum árangri. Af því næst mikil hagræðing og sparnaður. Það er því jákvætt að verið sé að leita í þessu tilfelli að tilbúnum lausnum en ekki að óska eftir fjármunum til uppgötvana og tilrauna langt inn í framtíðina. Bent er á að margar stofnanir aðrar sem og einkamarkaðurinn hafa verið að nota tilbúnar lausnir með spjallmennum og öðrum sambærilegum innbótum þjónustulausna, um árabil. Nægir þar að nefna spjallmennið Vinný hjá Vinnumálastofnun sem hefur verið í notkun með góðum árangri í nokkur ár. Það er von fulltrúans að þessu sinni verði hugsað lengra en gert var á sínum tíma með Genesys-kerfið sem nú er verið að hverfa frá.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja frumathugun fyrir verkefnið stöðlun ferðaupplýsinga fyrir rafskútur, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24060047

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja verkefnið uppfletting þjónustuvers, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24040004

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins telur að þjónustu-  og nýsköpunarsvið hljóti að hafa kynnt sér hvernig þessum málum er háttað hjá öðrum, t.d. öðrum sveitarfélögum og hvort Stafrænt Ísland hafi verið að innleiða eða bjóða upp á eitthvað sambærilegt. Innleiðingar lausna ætti ávallt að miða að því að nýta þær lausnir sem innleiddar hafa verið annars staðar með góðum árangri. Af því næst mikil hagræðing og sparnaður. Markmiðið er að flýta fyrir erindum borgarbúa. Það er því jákvætt að verið sé að leita í þessu tilfelli að tilbúnum lausnum en ekki að óska eftir fjármunum til uppgötvana og tilrauna langt inn í framtíðina. Bent er á að margar stofnanir aðrar sem og einkamarkaðurinn hafa verið að nota tilbúnar lausnir með spjallmennum og öðrum sambærilegum innbótum þjónustulausna. Nægir þar að nefna spjallmennið Vinný hjá Vinnumálastofnun sem hefur verið í notkun með góðum árangri í nokkur ár. Ekki er gott ef Reykjavíkurborg endi sem eins konar stafrænt eyland í þjónustulausnum heldur leitist við að þróa sig áfram í ákveðnu samhengi við sambærilegar stofnanir. Framtíðin í rafrænni þjónustuveitingu hins opinbera liggur í samvinnu en ekki sundrungu í rafrænum lausnum.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 4. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja frumathugun fyrir verkefnið umsjónarkerfi fyrir Apple spjaldtölvur, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24020023

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að þjónustu- og nýsköpunarsvið hefði mun frekar átt að nýta sér einhverjar þær innbyggðu lausnir frá Microsoft um meðhöndlun Apple tækja í stað þess að innleiða enn eitt kerfið með tilheyrandi flækjustigi og kostnaði. Er minnt á umræðu í borgarstjórn þann 9. apríl síðastliðinn þar sem fulltrúi Flokks fólksins gagnrýndi kaup sviðsins á Workplace frá Meta á sama tíma og sviðið er að greiða há leyfisgjöld af Microsoft lausnum sem m.a. innihalda öpp sem gera það sama og Workplace sem Facebook er nú að hætta með. Telur fulltrúinn að þjónustu- og nýsköpunarsvið eigi þess vegna ekki að endurtaka sömu mistökin eins og gerð voru með Workplace og halda sig við öpp eins og Intune IOS Device Management for Education frá Microsoft sem eflaust myndi henta þessu verkefni betur með tilliti til samhæfni þeirrar lausnar við núverandi Microsoft kerfi borgarinnar s.s. Office 365 sem og mögulegs sparnaðar vegna leyfisgjalda og annars innleiðingakostnaðar. Þetta er mat fjölmargra sérfræðinga sem fulltrúi Flokks fólksins hefur rætt þessi mál við. Er enn og aftur bent á það hversu frjálslega hefur verið farið með útsvarsfé borgarbúa þegar lausnir sem nú þegar eru til eru ekki nýttar.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 3. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja frumathugunarverkefnið stafrænt vinnuafl, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24050039

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins telur það ánægjulegt að þjónustu- og nýsköpunarsvið skuli loksins vera farið að líta til annarra sveitarfélaga, alla vega að einhverju leyti, sveitarfélaga sem hafa verið að gera góða hluti. Það er ósk fulltrúa Flokks fólksins að sviðið fari alla leið með þetta og nýti sér þá þekkingu og tilbúnar lausnir sem þarna hafa verið í notkun með góðum árangri í stað þess að ætla sér að leggjast í uppgötvanir með tilheyrandi tilraunastarfssemi til þess að þróa lausnir sem fyrir löngu er búið að finna upp.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 30. maí 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu, fyrir hönd skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, að hefja verkefnið rafrænt lóðaumsóknarkerfi, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON23080023

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er betur séð úr texta með beiðni að þetta kerfi sé nú þegar í rekstri hjá Reykjavíkurborg. Erfitt er samt að átta sig á því hvort hér sé um að ræða kaup á viðbót við það kerfi eða breytingar eða annað. Allavega veit fulltrúi Flokks fólksins til þess að svona kerfi eru nú þegar í notkun annars staðar með góðum árangri.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 4. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að þróa vef Ljósmyndasafns Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24050037

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst það mjög merkilegt að vefur Ljósmyndasafnsins og Borgarsögusafns verði ekki færðir undir aðalvef Reykjavíkurborgar í stað þess að halda áfram að vera með þá fyrir utan eins og verið hefur. Í ljósi sí endurtekinna yfirlýsinga þjónustu- og nýsköpunarsviðs um mikilvægi notendamiðaðrar hönnunar, finnst fulltrúanum það skjóta ansi skökku við að í stað þess að færa sem flesta vefi borgarinnar undir einn og sama vefinn til hægðarauka fyrir notendur, sé stefnan að halda úti hinum og þessum sérvefjum safna áfram. Auðveldast hlýtur að vera fyrir borgarbúa og aðra að fara beint inn á reykjavik.is og geta þaðan farið beint inn á hinar og þessar einingar Reykjavíkurborgar, með einum smelli eða svo. Með því er ákveðnum einfaldleika náð til hægðarauka fyrir alla. Bent er á uppbyggingu island.is því til stuðnings.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja verkefni við að yfirfara og loka vefsvæðinu hitthusid.is og færa efnið og þjónustuframboð yfir á vefsvæði Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Þröstur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24060022

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins undrast að finna megi ennþá einstaka vefi innan Reykjavíkurborgar sem hafa ekki verið uppfærðir nú þegar stafræn vegferð hefur verið við lýði í bráðum 6 ár og tekið til sín óhemju fjármagn. Um leið vill fulltrúi Flokks fólksins taka það fram að hér er þó verið að færa þennan úrelta vef undir Reykjavíkurvefinn sem er betra en að honum sé enn haldið einum og sér eins og stefnan er um vefi Borgarsögusafns og Ljósmyndasafns.

    Fylgigögn

  33. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 25. júní 2024, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna fjárfestingaráætlunar A-hluta.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Óli Jón Hertervig og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24040013

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 24. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að kaupa sumarhús H7 í Hólmslandi, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24060035

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dgas. 24. júní 2024, þar sem óskað er eftir heimild til að ganga frá kaupum á lóðarbút í Eskihlíð 24-26, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24060013

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 24. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita undanþágu frá aldursskilyrðum vegna sölu íbúðar við Þorragötu 5 í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24050072

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 24. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýsa stofnframlög vegna almennra íbúða til umsóknar.
    Samþykkt.

    Hörður Hilmarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir tekur sæti með rafrænum hætti. FAS24030001

    Fylgigögn

  38. Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-apríl 2024, dags. 27. júní 2024.

    Hörður Hilmarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir tekur sæti með rafrænum hætti. FAS24060009

  39. Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS22030202

    -    Kl. 12:10 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundinum. 

  40. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. 569/2023. MSS23010184

  41. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. júní 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu í stýrihóp um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt að tilnefna Söndru Hlíf Ocares í stýrihópinn og Friðjón R. Friðjónsson til vara. 
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS23100050

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hlutverk starfshópsins er að gera tillögu að framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta á höfuðborgarsvæðinu eða nánasta umhverfi. Mikilvægt er að framtíðarstaðsetning verði borin undir nærumhverfið til umsagnar áður en kemur að endanlegri niðurstöðu þannig að sagan endurtaki sig ekki sbr. þess sem hefur átt sér stað í Kjalarnesi þar sem hávaðamengun er í nálægð við íbúabyggð. Þá er líka mikilvægt að ágeng hljóðmengun sé ekki nálægt útivistarsvæðum eða dýralífi sem myndi fælast við skothvelli. 

    Fylgigögn

  42. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 10. júní 2024. MSS24010003

    Fylgigögn

  43. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 13. júní 2024. MSS24010007

    Fylgigögn

  44. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 13. júní 2024. MSS24010008

    Fylgigögn

  45. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 11. júní 2024. MSS24010009

    Fylgigögn

  46. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 12. júní 2024. MSS24010010

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3., 5. og 6. lið fundargerðarinnar:

    Liður 3 viðhaldsáætlun; Fulltrúi Flokks fólksins leggur hér mikla áherslu á að skiptistöðin í Mjódd fái forgang. Ástandið þar er ekki boðlegt og hefur verið ófullnægjandi um árabil. Liður 5 breyting á skipulagi Arnarbakki 2-6; Sjálfsagt er að halda sem mest í græn svæði og mynda sólríka reiti en Flokkur fólksins hefur áður bókað um að aðgengi skuli vera fyrir alla, ekki bara suma. Breytingar á fyrirliggjandi deiliskipulagi Arnarbakki 2-6, 8 og 10, leiða til þess að bílastæðum fækkar um of, byggðin verði of þétt og of mikið sé tekið af grænu svæði. Dæmi eru um að gengið hafi verið svo nærri bílastæðum við leikskóla að foreldrar eiga í mesta basli að skila af sér börnunum. Dæmi um þetta er Sunnuás. Nú er staðan einnig sú að börn eru í vaxandi mæli ekki að fá pláss í leikskóla í sínu heimahverfi vegna plássleysis og manneklu og mygluvanda í leikskólabyggingum. Liður 6 Athugasemdir vegna Völvufellsins; Það er miður að fjarlægja eigi allar námsmannaíbúðir á þessum stað. Ekki náðist samkomulag við félögin sem standa að námsmönnum um byggingu námsmannaíbúða þarna. Námsmannaíbúðir eru hluti af góðri blöndun að mati Flokks fólksins. Með slíkum íbúðum verða auðvitað að fylgja bílastæði.

    Fylgigögn

  47. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. júní 2024. MSS24010014

    Fylgigögn

  48. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 15. maí 2024. MSS24010023

    Fylgigögn

  49. Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 18. júní 2024. MSS24010027

    Fylgigögn

  50. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 19. júní 2024.
    3. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:

    Hér er lögð á borð áhugaverð áætlun. Hvergi er þó að finna neinar hugleiðingar um hvað gert er með mengaða loftið í göngunum. Þegar um svona löng göng er að ræða þarf að huga að mengunarvörnum. Mengun er ekki síður atriði hvort sem maður er ofanjarðar eða neðan. Hér virðist vera gert ráð fyrir að mengaða loftið streymi út um gangnaopin/munnanna. Þaðan kemur einnig hreina loftið inn í jarðgöngin. Þarf ekki að stýra loftflæðinu og jafnvel upp um sérstaka strompa, þar sem í framtíðinni væri hægt að hreinsa loftið? Einhvers konar hreinsunarbúnað er klárlega þörf. Það er mörgum spurningum ósvarað í þessari annars metnaðarfullu kynningu. Til dæmis gæti orðið mengunarvandmál við gangnaopin fyrir nærbúandi fólk? Við umferðarmestu göturnar núna, er þegar mikil mengun, og er þó ekkert þak þar yfir. Fulltrúi Flokks fólksins væntir þess að þetta verði betur útskýrt á næsta stigi.

    Fylgigögn

  51. Lagðar fram fundargerðir öldungaráðs frá 12. og 20. júní 2024. MSS24010033

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar frá 20. júní:

    Fram fer umræða um breytingar á samþykkt öldungaráðs. Breyta á samsetningu fulltrúa í ráðinu sem leiðir til þess að fækkun er á fulltrúum Félags eldri borgara (FEB) sem er stærsta hagsmunafélag eldra fólks í Reykjavík. Þetta er óásættanlegt. Minnsta mál væri einfaldlega að halda þeim þremur fulltrúum frá FEB en bæta við öðrum enda fer þessi hópur stækkandi. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn um þetta mál kemur fram að lögin skilgreina ekki hvaða fulltrúar skulu eiga sæti í ráðinu, einungis að það skuli vera að lágmarki þrír fulltrúar félaga sem gæta hagsmuna eldra fólks í sveitarfélaginu. Sjálfsagt er að tryggja aðkomu fleiri félagasamtaka sem annast hagsmunagæslu fyrir eldra fólk við borð öldungaráðs. Fulltrúi Flokks fólksins vill að sætum fulltrúa verði fjölgað í takt við vaxandi hlutfall eldra fólks í sveitarfélaginu og að áfram sitji þrír fulltrúar frá FEB í ráðinu.

    Fylgigögn

  52. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. (MSS24010004, MSS24010024, MSS24010024, MSS24010022, MSS24010051, MSS23010245, MSS23070063, MSS22040113, MSS24020018, MSS24060093, USK24050219, MSS24060064, MSS24060061, MSS24060062, MSS24060063) MSS24050104

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 12. lið yfirlitsins:

    Á fundi borgarráðs 13. júní sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn um áfangaheimilið Brú við Stórhöfða. Samkvæmt framlögðu yfirliti yfir embættisafgreiðslur hefur fyrirspurninni verið vísað til meðferðar velferðarráðs. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja eðlilegt að meðferð og afgreiðsla slíkra fyrirspurna heyri undir ráðið en ekki embættismenn. Hér með er fyrirspurnin ítrekuð og óskað eftir því að svör við henni verði lögð fram á vettvangi borgarráðs svo fljótt sem auðið er.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 9. lið í yfirlitinu:

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með kennurum í Hlíðaskóla í Reykjavík sem lýsa yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun að loka bókasöfnum borgarinnar í sumar. Í ljósi þess hve bókasöfn er samfélagslega mikilvæg er réttast að hætta við fyrirhugaða sumarlokun borgarbókasafna Reykjavíkur. Að skerða opnunartíma bókasafna er eins og að hella olíu á eld í baráttunni við að viðhalda íslenskri tungu. Lestur er gríðarlega mikilvægur til að auka og efla málskilning barna. Á sumrin eru skólabókasöfnin lokuð og þá verða börnin að sækja bækur í borgarbókasöfnin. Börn sem ekki lesa sér til yndisauka á sumrin detta oft mikið niður í lestrarfærni og þess vegna eru kennarar sífellt að minna á sumarlestur. Það að loka bókasöfnunum rýrir möguleika barna á að nálgast bækur og sérstaklega á þetta við um börn frá efnalitlum heimilum þar sem foreldrar hafa ekki ráð á að kaupa bækur fyrir börn sín. Þetta er alvarlegt í ljósi neikvæðrar niðurstöðu í PISA. Lestrarfærni og málskilningur barna byggist á því að börn lesi allt árið um kring. Bókasöfnin okkar eru mikilvæg fyrir menningu okkar og tungu og við eigum að standa vörð um þau.

    Fylgigögn

  53. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24060001

    Fylgigögn

  54. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Borgarráð samþykkir að leita samstarfs við barna- og menntamálaráðherra um breytingu á reglugerð um daggæslu í heimahúsi nr. 907/2005, svo skapa megi umgjörð um nýtt daggæsluúrræði á vinnustöðum. Úrræðið yrði hugsað fyrir börn starfsmanna viðkomandi vinnuveitenda, frá lokum fæðingarorlofs og þar til leikskólavist hefst. Úrræðið yrði rekið af hlutaðeigandi vinnuveitendum hverju sinni og börnum tryggð samsvarandi niðurgreiðsla og greidd er með börnum hjá dagforeldrum. Stofnaður verði spretthópur sem hafi það hlutverk að halda utan um verkefnið og skila niðurstöðu fyrir árslok 2024.

    Greinargerð fylgir tillögunni. MSS24060126
    Frestað.

    Fylgigögn

  55. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að árskort í sund fyrir eldri borgara í Reykjavík kosti 500 krónur í stað 4000 króna í ljósi þess að eldri borgarar eigi jafnvel eftir að þurfa að kaupa slíkt kort í allt að 6 sveitarfélögum.

    Greinargerð fylgir tillögunni. MSS24060119
    Frestað.

    Fylgigögn

  56. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð beini því til sviða borgarinnar að gerðir verði samstarfssamningar við Félag eldri borgara og önnur sambærileg hagsmunafélög eldra fólks. Þau svið sem kæmu helst til greina væru menningar- og íþróttasvið, velferðarsvið og skóla - og frístundasvið. Hugmyndin er að Reykjavíkurborg veiti ákveðnu fjárframlagi til félaganna sem ráðstafar því í launagreiðslur fyrir ýmis störf sem félagsmenn tækju að sér.

    Greinargerð fylgir tillögunni. MSS24060128
    Frestað. 

    Fylgigögn

  57. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvort ástæða sé til að flýta endurskipulagningu og niðurskurði á þjónustu- og nýsköpunarsviði.

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS24060120

    Fylgigögn

  58. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum ástæður aukinna trúnaðarmerkinga ýmissa gagna, þ.m.t. fylgigagna með málum sem tekin eru fyrir hjá stafrænu ráði. Nú ber á því að meirihluti gagna sem tengjast málefnum þjónustu- og nýsköpunarsviðs eru oft merkt sem trúnaðargögn.

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS24060123

    Fylgigögn

  59. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar svara af hverju launatengd gjöld eru mun hærri hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði en hjá öðrum sviðum borgarinnar. Eins og kemur fram í uppgjöri sem lagt var fram á fundi stafræns ráðs 12. júní sl. sker sviðið sig töluvert úr hvað þetta varðar eins og sést á prósentuhlutföllum launatengdra gjalda eftir sviðum Reykjavíkurborgar sem eru eftirfarandi: 18,8 % hjá SFS, 18,5% hjá VEL, 18,4% hjá MÍR, 18,7% hjá USK, 18% hjá RHS, 18,8% hjá FÁS, 18,7% hjá MSS og 32,2 % hjá ÞON. Spurt er hvort þarna sé einnig verið að bóka kostnað vegna verktaka sem launatengdan kostnað og ef svo er hvort það sé eðlileg bókfærsla. Vert er að taka það fram að hjá rafrænni þjónustumiðstöð eru launatengd gjöld hærri en laun og árið 2022 voru launatengd gjöld 40% af heildarlaunakostnaði sviðsins. Óskað er skýringar á þessu. MSS24060125

  60. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Á fundi stafræns ráðs þann 12. júní sl. var kynnt þriggja mánaða uppgjör þjónustu- og nýsköpunarsviðs og fylgdi að venju yfirlit yfir ferðakostnað sviðsins á fyrsta ársfjórðungi. Spurt er hversu mikill kostnaður fellur á borgina af þessum 17,4 milljónum og hvað fellur á stéttarfélög? Óskað er eftir yfirliti yfir ferðakostnað þjónustu- og nýsköpunarsviðs frá árinu 2019 þar sem fram kemur hversu mikill kostnaður hefur fallið á borgina, hvað hefur verið greitt af stéttarfélögum og hvort og þá hversu mikið hefur verið greitt í dagpeninga. Jafnframt er óskað eftir uppgjöri ferðakostnaðar fyrir ferðir sviðsins frá og með 2019. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum varðandi ferðakostnað sem greiddur hefur verið vegna ferða sem af er þessu ári sem og kostnaði vegna fyrirhugaðra ferða sem farið verður í á árinu.

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS24060122

    Fylgigögn

  61. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvort fyrirhugaðar eru aðgerðir til að bregðast við auknu ofbeldi meðal barna í Reykjavík með aðgerðum. Nýlega viðurkenndi ríkisstjórnin þennan aukna vanda og hefur ákveðið að bregðast við með ýmsum hætti en hvað ætlar stærsta sveitarfélag landsins að gera í málinu? Sérstaklega er óskað upplýsinga um það hvort aukið verði við þverfaglega nálgun í ofbeldismálum meðal barna, hvort stutt verði við meðferðarúrræði vegna biðlista og hvort ungmennastarf í skólum borgarinnar verði eflt? Einnig er spurt hvort félagsmiðstöðvar borgarinnar verði styrktar og efldar á meðan fræðsla og forvarnir verða aukin í skólum borgarinnar og foreldrastarf virkjað í umhverfi barna.

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS24060121

    Fylgigögn

  62. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um á hvaða þáttum/lausnum stafrænnar vegferðar Reykjavíkurborgar er að skara fram úr og er þá aðallega vísað til þess sem fram kemur í ávarpi sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs í ársskýrslu sviðsins. Einnig er óskað eftir upplýsingum á hvaða sviðum stafrænnar þróunar er þjónustu- og nýsköpunarsvið leiðandi á heimsvísu? Að hvaða leyti er stafræn umbreyting menningarbreyting eins og fullyrt er í ársskýrslu og hvernig er slík menningarbreyting framkvæmd og árangur mældur? Hvað þetta þýðir nákvæmlega þarf að skýra ekki síst í ljósi þess að stafræn umbreyting er yfirleitt talin krefjast breytts verklags sem óhjákvæmilega verður í kjölfar þeirra breytinga. MSS24060127

  63. Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Hvenær er áætlað að Reykjavíkurborg hækki skerðingarmörk sérstaks húsnæðisstuðnings til að tryggja að nýleg hækkun húsnæðisbóta skili sér til þeirra sem hún er ætluð? MSS24060130

    -    Kl. 12:20 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi.

Fundi slitið kl. 12:25

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Einar Þorsteinsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Kjartan Magnússon Sanna Magdalena Mörtudottir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 27.06.2024 - Prentvæn útgáfa