Borgarráð - Fundur nr. 5745

Borgarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 6. júní, var haldinn 5745. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Alexandra Briem, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Friðjón Friðjónsson, Hildur Björnsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ívar Vincent Smárason, Theódór Kjartansson og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. maí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. maí 2024 á þéttbýlisuppdráttum, leiðréttingum og óverulegum breytingum á aðalskipulagi Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24020305

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. maí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. maí 2024 á auglýsingu á tillögu að aðalskipulagsbreytingu vegna Einarsness, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24020304

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. maí 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. maí 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna breytingar á legu Borgarlínu og stoppistöðvar hennar sem færist út af deiliskipulagssvæðinu, ásamt fylgiskjölum.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja til að málinu verði frestað. Frestunartillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24050158

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fyrirhuguð breyting á deiliskipulagi Nauthólsvíkur er furðuleg í ljósi þess að enn hefur ekki verið lokið við endurskoðun samgöngusáttmála og óvissa ríkir um framhaldið. Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að öryggisgirðing flugvallarins verði færð en með því er enn þrengt að Reykjavíkurflugvelli. Málinu er nú vísað í lögbundið samráðsferli og verður mikilvægt að fá í því ferli fram sjónarmið hagaðila flugvallarsvæðisins og annarra hagaðila á svæðinu.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Með tillögunni er verið að aðlaga gildandi deiliskipulag Nauthólsvíkur að fyrirhugaðri legu Borgarlínu þrátt fyrir að enn hefur ekki verið lokið við endurskoðun á samgöngusáttmála. Óvissa ríkir um málið í heild því eftir endurskoðun getur þess vegna verið uppi önnur staða. Deiliskipulagsbreytingin gerir ráð fyrir að öryggisgirðing flugvallarins verði færð en með því er enn þrengt að Reykjavíkurflugvelli. Nú þarf allt skipulag að taka mið af flugvellinum og með því hefur möguleikum á annars konar byggðaþróun verið spillt. Fari flugvöllurinn eru sem dæmi ekki sömu takmarkanir á hæð bygginga eða öryggisgirðingar svo eitthvað sé nefnt.

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. febrúar 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 14. febrúar 2024 á auglýsingu að tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sætuns I á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23120004

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að undirbúa og bjóða út framkvæmdir við grenndarstöðvar 2024. Kostnaðaráætlun 2 er 100 m.kr.
  Samþykkt.

  Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24050395

  Fylgigögn

 6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að framleigja byggingarrétt á lóð við Nauthólsveg 87, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt. MSS24050123

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. júní 2024, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Angeouleme á opnun Errósýningar þann 20. júní nk., ásamt fylgiskjölum. MSS24050150

  Fylgigögn

 8. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 6. júní 2024, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2024. Greinargerð fylgir tillögunni.
  Vísað til borgarstjórnar.

  Hörður Hilmarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010023

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Mæta á að hluta til þeim samningum sem eru á bið, án tilkomu ríkisins þar til úr rætist. Samvinnuleysi ríkis og borgar þegar kemur að fjármögnun verkefna sem flutt hafa verið frá ríki til borgar má aldrei bitna á þjónustuþegum. Þeir eiga ekki að líða fyrir óráðsíu stjórnvalda og samstarfsleysi. Nú er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um 252.177 þ.kr. og að tilfærslur á fjármagni innan velferðarsviðs að upphæð 147.126 verði samþykktar til fjármögnunar á NPA samningum. Um áramót 2023 og 24 höfðu verið gerðir 14 nýir samningar um NPA í samræmi við samþykktir borgarráðs frá 2023. Heildarfjöldi samninga er því kominn úr 26 í 40 og því ber að fagna. Reykjavíkurborg er ef til vill of hrædd við að leggja fjármagn í eitthvað sem ríkinu ber að fjármagna af ótta við að ef ríkinu er gefinn litli fingur verði öll höndin gripin. Viðhorf meirihlutans bitnar á þeim sem bíða eftir að samningar þeirra raungerist. Það sem liggur á borðinu núna þessu öllu til frekari bóta er að tekjur frá ríkinu aukast um 141.690 þ.kr. eða sem nemur 25% af fjárhæð nýrra NPA samninga. Áætlaðar tekjur hækka um þá fjárhæð en áætluð gjöld NPA hækka um 567.000 þ.kr.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. júní 2024, varðandi árlega áhrifaskýrslu grænna skuldabréfa vegna ársins 2024, ásamt fylgiskjölum.

  Hörður Hilmarsson, Karl Einarsson og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24060003

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Lögð er fram árleg áhrifaskýrsla grænna skuldabréfa vegna ársins 2023 (e. 2023 Annual Green Bond Impact Report). Skýrslan sem dagsett er 17. maí 2024 er unnin af KPMG ehf. í samræmi við grænan ramma Reykjavíkurborgar og reglur um græn skuldabréf. Ytri endurskoðendur Grant Thornton endurskoðun ehf. hafa farið yfir skýrsluna og staðfest með undirritun sinni þann 30. maí 2024. Flokki fólksins finnst stórmerkilegt að þessi skýrsla sé ekki á íslensku. Er ætlast til að borgarfulltrúar og borgarbúar lúslesi þetta og komi með álit eða hvað? Við erum hér daginn út og inn að tala um að viðhalda íslenskri tungu og bera virðingu fyrir tungumálinu okkar og þá er ekki tækt að setja fram einhverja skýrslu frá KMPG á ensku um jafn mikilvægt mál eins og skuldabréfamál og svo toppa það með því að segja að Grand Thornton hafi samþykkt þetta. „All is good“. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir meiri fagmennsku en þessu í vinnubrögðum.

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um gæsluvallarhúsnæði að Njálsgötu 89, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt. FAS24040039

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að hefja söluferli á eign Reykjavíkurborgar að Rafstöðvarvegi 4, Toppstöðin, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24050035

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fallið var frá því að rífa Toppstöðina árið 2016. Það voru mistök sem, vel er hægt að endurskoða og leiðrétta. Reynt hefur verið að koma byggingunni í einhver not en ekki tekist. Þessi bygging er einfaldlega einskis virði og í stað hennar mætti byggja fallegt hús sem hæfir Elliðaárdal. Nú þegar er ljóst að enginn vill nota húsið. Þetta er stálgrindarhús sem auðvelt er að taka niður og selja sem brotajárn, eða endurnýtingu. Einu vandræðin eru að í húsinu er heilmikið af asbesti sem gerir niðurrif vandasamara en ella. Asbest er eitur meðal dýra og þar með manna. Fulltrúi Flokks fólksins mælir með því að húsið verði rifið og reynt að nýta lóðin undir fallega byggingu. Engin ástæða er til að selja það og skapa enn meiri vandræði með húsið en þegar eru. Athuga skal að lóðin er einhver fallegasta lóð borgarinnar. Meðfram henni rennur þekktasta á borgarinnar. Í staðsetningunni liggja verðmætin en ekki í húsinu Toppstöðinni.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 22. maí 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja söluferli á 125 bílastæðum í bílastæðahúsi Hörpu, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfykingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

  Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48 gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010037

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Með sölu þessara bílastæða í bílakjallara Hörpu er farið út í mikla óvissu t.d. með hvað bílastæðagjaldið verður í framtíðinni. Enginn færi að kaupa þetta nema til að græða á því. Ekki liggur fyrir hvaða vandamál er í raun verið að leysa með því að selja. Ef bílakjallarinn er að skila hagnaði til borgarinnar þá er verið að selja eignir borgarinnar að óþörfu. 

  Fylgigögn

 13. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. júní 2024, þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa Sólheima 25-35 til sölu undir leikskóla, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

  Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48 gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið. FAS24050031

  Fylgigögn

 14. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 23. maí 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki fyrirkomulag á söluferli Varmahlíðar 1, Perlunnar, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

  Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48 gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23090001

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Lagt er til að hefja söluferli á eign Reykjavíkurborgar að Varmahlíð 1, Perlunni, auk tveggja vatnstanka sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Selja á Perluna sennilega vegna slæmrar fjárhagsstöðu borgarinnar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst slæmt að það eigi að selja Perluna þar sem núna skilar hún loks umtalsverðum tekjum til borgarinnar. Auðvitað er gagnlegt að skoða hvað fæst fyrir Perluna, upplýsingar um það skaðar engan. Stærð hússins og tanka er um 5.800 fermetrar og er fasteignamat 3.942.440.000 krónur. Mikilvægt að borgin selji ekki Perluna á einhverri brunaútsölu vegna bágrar fjárhagsstöðu.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbót við leigusamning við Skjól hjúkrunarheimili um húsnæði að Kleppsvegi 64, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23120016

  Fylgigögn

 16. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. júní 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki afnotasamning um svæði á Gufunesi fyrir flotbryggju, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24060004

  Fylgigögn

 17. Lagt fram bréf alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, dags. 27. febrúar 2024, varðandi ósk um aukinn stuðning við RIFF og UngRIFF 2024. Einnig lögð fram umsögn menningar- og íþróttasviðs, dags. 24. maí 2024.
  Borgarráð fellst ekki á erindið.

  Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24020173

  Fylgigögn

 18. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 27. maí 2024 á tillögu um stofnun stoðdeildar í Breiðagerðisskóla vegna móttöku barna sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd og sækja nám í grunnskólum Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24030137

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Í ljósi fyrirliggjandi umsagnar frá skólaráði Breiðgerðisskóla hefði verið rétt að gefa fleiri hagaðilum í Breiðagerðisskóla kost á að tjá sig um þessa tillögu sviðsstjóra. Af þessum ástæðum lögðu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram málsmeðferðartillögu í skóla- og frístundaráði sem meirihlutinn því miður felldi. Af þessum ástæðum sátu skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við efnislega afgreiðslu tillögunnar og er sú atkvæðagreiðsla endurtekin hér í dag.

  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

  Mikilvægt er að þessi stuðningur sé í nærumhverfi barnanna. Við útfærslu þessarar tillögu þarf að vinna vel með skólastjórnendum og standa þarf við loforð um framkvæmdir, að það verði forgangsmál. Skólar þurfa að fá nægan tíma til undirbúnings en það er mjög erfitt þegar stór verkefni koma inn á borð skólanna eftir áramót. Mikilvægt er að útfæra þessa tillögu vel þannig að börnin búi við góðan aðbúnað í skólanum og að starfsfólk fái allt það sem þörf er á til að mæta fjölbreyttum þörfum barna.

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Flokkur fólksins styður sviðsmynd fjögur og að stoðdeildin verði aldursskipt fyrir 1.- 6. bekk og 7.- 10. bekk á tveimur stöðum. Ástæðan fyrir því að Flokkur fólksins í borgarstjórn telur að þetta sé besta sviðsmyndin er sú að með þessum hætti er hægt að milda hvað mest fyrstu skref barnanna í nýju landi, nýjum skólaaðstæðum þar sem þeim er mætt á eigin forsendum. Þess vegna skiptir máli að hverju og einasta barni sem kemur við í deildinni líði vel í skólanum þann tíma sem það dvelur þar og að starfsfólkið finni að það eigi vísan stuðning og styrk hjá skóla- og frístundasviði og borgarstjórn. Sérstaklega þarf að hlúa að kennurum og starfsfólki. Mikilvægt er að nota þekkingu sem fyrir er og er fengin úr tilraunaverkefninu Birtu. Yngri börnin taka þátt að hluta til í almennu skólastarfi og þátttaka í frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum er tryggð eins og segir í gögnum. Nemendur í 7. - 10. bekk fá einstaklingsmiðaða námskrá Svona úrræði kostar fjármagn og mikilvægt er að veita nægu fjármagni í það svo hægt sé að gera þetta vel. Ef skorið er við nögl er hætta á að það komi niður á félags- og sálfræðilegum stuðningi við börnin sem þau þurfa svo mjög.

  Fylgigögn

 19. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 27. maí 2024 á tillögu um hámarksfjölda nemenda með lögheimili í Reykjavík sem heimilt er að greiða framlag vegna til sjálfstætt rekinna grunnskóla utan Reykjavíkur skólaárið 2024-2025, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22040100

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja tillöguna enda verið að koma til móts við óskir umræddra skóla um hámarksfjölda nemenda á komandi skólaári. Engu að síður telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks að ekki ætti að setja slíkt hámark heldur eigi nemendafjöldi að ráðast af plássi í skólunum og getu skólanna til að taka á móti nemendum. Slíkt fyrirkomulag væri liður í að foreldrar hafi aukið val um skóla fyrir börn sín.

  Fylgigögn

 20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 27. maí 2024 á viðauka við þjónustusamning Myndlistaskólans í Reykjavík vegna námskeiða í leikskólum og grunnskólum fyrir börn og starfsmenn, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24050085

  Fylgigögn

 21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 27. maí 2024 á viðauka við þjónustusamning Myndlistaskólans í Reykjavík vegna námskeiða í leikskólum og grunnskólum fyrir börn og starfsmenn, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24050085

  21.    Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 27. maí 2024, á viðauka við samning Myndlistaskólans í Reykjavík um styrk við almenna starfsemi fyrir börn á leik- og grunnskólaaldri, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24050085

  Fylgigögn

 22. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 23. maí 2024. MSS24010035

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:

  Tillögur stjórnar akstursþjónustunnar Pant að breytingum á reglum fyrir sameiginlega akstursþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu er kynntar. Flokkur fólksins styður tillögur stjórnar akstursþjónustunnar Pant að breytingum á reglum og gjaldskrám fyrir sameiginlega akstursþjónustu við fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu. Í nýrri gjaldskrá er skýrt kveðið á um að stakt fargjald fyrir akstursþjónustu verði hið sama og stakt fargjald fyrir öryrkja hjá Strætó, óháð því hvort um er að ræða ferð pantaða með löngum eða skömmum fyrirvara. Í nýjum reglum á að bjóða upp á tímabilskort (árskort) og á verð fyrir það að vera sambærilegt árskorti fyrir öryrkja hjá Strætó. Jákvæð breyting á reglum er að akstur fatlaðra leikskólabarna verður gjaldfrjáls. Hins vegar er slæmt að nú þurfa börn 12-16 ára að fara að greiða hálft strætógjald en höfðu áður ekki greitt fyrir akstursþjónustuna. Tillagan samræmist áliti umboðsmanns Alþingis sem komst að þeirri niðurstöðu að Reykjavíkurborg bæri að bjóða upp á gjaldskrá sambærilega og gjaldskrá í almenningssamgöngur. Breytingin er að fargjöld fyrir akstursþjónustu, þ.e. fyrir fasta ferð, tilfallandi ferð, tímabilskort og aðra farþega, skulu vera sambærileg og fyrir almenningssamgöngur. Eldri reglur voru ekki skýrar en þar átti að taka mið af gjaldskrá almenningssamgangna sem er hægt að túlka á ýmsan máta.

  Fylgigögn

 23. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 23. maí 2024. MSS24010003

  Fylgigögn

 24. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 30. maí 2024. MSS24010008

  Fylgigögn

 25. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 28. maí 2024. MSS24010013

  Fylgigögn

 26. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 29. maí 2024. MSS24010015

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið: 

  Lagðar eru fram bókanir við umsagnarbeiðni skóla- og frístundasviðs vegna tillögu um mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardal. Flokkur fólksins tekur undir bókun fulltrúa foreldrafélaga sem harmar framkomu meirihlutans í þessu máli. Hér er um að ræða þau allra grófustu samráðssvik sem Flokkur fólksins hefur orðið vitni að á þeim sex árum sem hann hefur verið í borgarstjórn. Í bókun fulltrúa foreldrafélaga segir að foreldrar „átelji stjórnsýslu borgarinnar og virðingarleysi borgaryfirvalda gagnvart íbúalýðræði. Skóla- og frístundaráð og fulltrúar meirihlutans í borgarstjórn hyggjast nú ganga gegn öllu samráði sem m.a. byggði á endurteknum umsögnum sem unnar voru m.a. af skólastjórnendum, starfsmönnum, og börnum í Laugardal. Til stuðnings breyttri afstöðu hefur borgaryfirvöldum mistekist hrapallega að sýna fram á breyttar forsendur og sundurlaus rök um erfiðar framkvæmdir og rask sannfæra engan. Stefnan felur í sér að skólastarf í Laugardal ber hallann af dugleysi við viðhald og stækkun innviða með þéttingu byggðar. Í forsendum borgaryfirvalda er heldur ekki fjallað um neikvæð áhrif þess að börn þurfi að ganga í allt að 27 mínútur að skóla, gengið verði á græn svæði í Laugardal og Laugarneshverfi skipt í tvö hverfi.“ Þess er krafist að sviðsmynd eitt sem samþykkt var verði fylgt í hvívetna.

  Fylgigögn

 27. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 23. maí 2024. MSS24010016

  Fylgigögn

 28. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 27. maí 2024. MSS24010017

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar: 

  Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 23. apríl 2024 um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2025-2028. Íbúðaráðið leggur fram bókun þar sem kvartað er yfir að upplýsingar tengdar fjárfestingar- og viðhaldsáætlun þykja vera óaðgengilegar og illa nothæfar. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að íbúaráðið láti ekki bjóða sér hvað sem er. Í þessari bókun ráðsins er bent á að upplýsingar séu of almennar og það vanti ítarlegar upplýsingar, s.s. skiptingu verkefna milli hverfa. Segir enn fremur að „stærstu kostnaðarliðir eru yfirheiti yfir mörg verkefni þvert á borgarhluta og því erfitt fyrir íbúaráðið að meta hvaða verkefni eiga við í Vesturbænum eða í öðrum hverfum, kostnað þeirra og einnig að meta þá hverju væri hægt að fresta eða fella niður“. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur önnur íbúaráð til að láta einnig heyra í sér hvað þetta varðar svo hægt sé að gera betrumbætur.

  Fylgigögn

 29. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 17. maí 2024. MSS24010030

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar:

  Fulltrúa Flokks fólksins telur of mikla tortryggni ríkja hjá Strætó bs. þegar kemur að sölu farmiða t.d. í garð þeirra sem njóta eiga afsláttar og er þá helst að nefna öryrkja. Sjálfsagt er að stjórnin gæti hagsmuna eigenda en hún á líka að gæta hagsmuna notenda. Fyrir skemmstu lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að öryrkjum sé heimilt að kaupa afsláttarkort á fleiri farmiðasölustöðum í borginni en ekki eingöngu á Hesthálsi. Eins og staðan er núna mega öryrkjar einungis kaupa afsláttarkort sín í gegnum Klapp „appið“ eða með því að fara í móttöku Strætó á Hesthálsi 14. Þetta er vegna þess að Strætó treystir ekki sölustöðum að kalla eftir skilríkjum. Vitað er að ÖBÍ var búið að gera samkomulag við Strætó um að öryrkjar gætu keypt staka miða og tímabilskort á sölustöðum gegn framvísun gildra skilríkja. Rafræn skilríki eru ekki aðgengileg fyrir margt fatlað og aldrað fólk. Það neyðist því til að kaupa sér farmiða á fullu verði og þá er verið að brjóta á réttindum þeirra. Flokkur fólksins harmar að ekki sé búið að gera þær breytingar sem lofað var. Sagt er að beðið sé eftir eftirlitskerfi til að fyrirbyggja svindl sem virðist Strætó efst í huga.

  Fylgigögn

 30. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 29. maí og 5. júní 2024.
  2. liður fundargerðarinnar frá 29. maí og 4. liður fundargerðarinnar frá 5. júní eru samþykktir.
  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24010031

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 12. lið fundargerðarinnar frá 5. júní: 

  Þegar hugsað er til verkefna sumarsins dettur fulltrúa Flokks fólksins helst í hug þrif og hreinsun borgarinnar. Þrífa þarf borgina rækilega eftir veturinn. Nýta ætti einnig sumarið í að planta. Trjárækt er eitt af þeim verkefnum sem borgin mætti leggja mun meiri áherslu á en gert hefur verið. Öll græðum við á að hafa gróðursælt og snyrtilegt umhverfi. Skoða má að planta meira af stórum trjám. Stór tré þurfa mikið pláss og þess vegna þarf að planta þeim á stórum opnum svæðum. Í borginni eru víða opin svæði svo sem meðfram vegum sem sjálfsagt er að setja stór tré. Mikill kostur er ef hægt er að setja stór tré þar sem fólk er ekki. Til dæmis setja stór tré á eyjur milli akreina þar sem þau draga úr mengun og svifryki en hindra ekki aðra umferð. Stór tré eru líka góð til að mynda skjólbelti, til að hindra skafrenning, t.d. meðfram þeim vegum sem eru útsettir fyrir skafrenningi. Slík skjólbelti væru þá í hæfilegri fjarlægð frá vegi þannig að bundinn snjór færi ekki á veginn. Sérstaklega ætti að planta sígrænum trjám en slík tré mynda skjól allt árið en ekki bara á sumrin. En falleg lauftré eru til prýði í borginni.

  Fylgigögn

 31. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. MSS24050104

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 5. lið yfirlitsins: 

  Fulltrúi Flokks fólksins vill vekja athygli á áskorun skipulagsfulltrúa í Hveragerði, Ölfusi og Árborg vegna stöðu almenningssamgangna á Suðurlandi og til höfuðborgarsvæðisins. Áskorunin er m.a. stíluð á sveitarfélög sem koma að málum almenningssamgangna með tengingu við landsbyggðarstrætó. Eins og fram kemur þá hefur verið mikil fólksfjölgun á Suðurlandi undanfarin ár. Öll þekkjum við húsnæðisvandann í Reykjavík og hefur fólk orðið að finna sér stað til að búa á utan borgarinnar jafnvel þótt fyrsti kostur þess sé að búa í Reykjavík. Tvær leiðir landsbyggðarstrætó nr. 51 og 52 aka um Suðurland og eru farnar 9-11 ferðir fram og tilbaka á dag. Klukkutími er á milli ferða á morgnanna en einn og hálfur tími síðdegis. Tveir klukkutímar eru milli ferða um miðjan dag og síðasta ferð er um kl. 22-23. Það gefur auga leið að þjónusta strætó á landsbyggðinni á leiðum 51 og 52 með tilliti til að tíðni ferða er ekki góð. Úr þessu þarf að bæta með öllum ráðum.

  Fylgigögn

 32. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24060001

  Fylgigögn

 33. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2024, varðandi fyrirhugaða hönnunarsamkeppni á Laugardalslaug og tengdum mannvirkjum, ásamt fylgiskjölum.

  Steinþór Einarsson, Ámundi V. Brynjólfsson, Pétur Ármannsson og Karl Magnús Karlsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24050220

  Fylgigögn

 34. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. maí 2024, varðandi fyrirhugað viðhald og endurgerðar á húsnæði Sundhallarinnar í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.

  Steinþór Einarsson, Ámundi V. Brynjólfsson, Pétur Ármannsson og Karl Magnús Karlsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK24050219

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Flokks fólksins lagði fyrir skemmstu fram tillögu um að borgarráð endurskoði ákvörðun um að breyta laugarbökkum Sundhallarinnar eins og stendur til að gera. Fram hefur komið að verið sé að endurgera sundlaugina í samræmi við nútímakröfur. Flokkur fólksins telur það sé með öllu óþarft að eyðileggja laugarbakkana sem eru órjúfanlegur hluti af heildinni. Það er engin sérstök þörf á þessari breytingu og er hún ekki gerð með þarfir sundgesta að leiðarljósi. Hér er heldur ekki um öryggismál að ræða, því eftir að gripstallurinn verður fjarlægður verður erfiðara að staldra við bakkann. Fyrir eldra fólk verður snúningurinn örðugri og ógerningur að hvíla sig kríustund við bakkann. Þetta er sagður vera hluti að nútíma hönnun. Hér er um tilfinningalegt málefni að ræða enda er Sundhöllin einstakt listaverk. Það er enn tími til að hverfa frá þessari ákvörðun. Sundhöll Reykjavíkur er merk bygging og mikilvægt að halda í upphaflegt útlit eins og kostur er. Við byggingu nýrrar útilaugar voru gerðar breytingar í inngangs- og afgreiðslurými hallarinnar sem breyttu útliti og andrými hússins, sem mörgum þótti miður og óþarfar því aðrar lausnir voru i boði. Flokkur fólksins reyndi hvað hann gat með ýmsum ráðum en náði aldrei eyrum ráðamanna.

  Fylgigögn

 35. Fram fer kynning á sjálfsmati borgarráðs. 

  Ingunn Ólafsdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24040219

 36. Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 29. apríl 2024, varðandi niðurstöður á úttektarverkefni Innri endurskoðunar og ráðgjafar á vinnuferli við gerð reikningsskila Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.

  Ingunn Ólafsdóttir og Guðjón Hlynur Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER23050023

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

  Kynntar eru niðurstöður á úttekt Innri endurskoðunar vegna skekkju við gerð reikningsskila Reykjavíkurborgar. Verðbætur voru oftaldar og lántaka vantalin. Mistökin höfðu áhrif á niðurstöðu m.a. á veltufjár frá rekstri. Í niðurstöðum undir flagginu „mikil áhætta“ kemur fram að lánakerfið kalli á mikla handavinnu sem kallar á meiri mönnun. Einnig leikur einhver vafi á hvort sveitarfélög falla undir ákvæði ársreikningalaga en það myndi flestir vissulega telja að svo sé. Flokkunin „mikil áhætta“ þýðir að líkur eru á verulegum neikvæðum fjárhagslegum áhrifum, eða skorti á áreiðanleika gagna/upplýsinga í fjárhagsupplýsingakerfum. Að mati Flokks fólksins er hér um alvarlegan hluti að ræða. Upp í hugann kemur hvort ekki vanti einhverjar stafrænar lausnir til að einmitt draga úr handavinnunni og þörfinni á frekari mönnun. Miða við alvarleikan er úrbótatillaga innri endurskoðunar kannski helst til veikburða. Kannski hefði ekki þurft neina sérstaka úttekt til að segja sér þetta.

  Fylgigögn

 37. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Þann 16. nóvember 2023 lagði fulltrúi Sósíalistaflokksins fram tillögu í borgarráði um fána Palestínu við Ráðhúsið til þess að til að sýna samstöðu með íbúum í Palestínu. Sú tillaga hefur ekki hlotið afgreiðslu þrátt fyrir ítrekrun. Tillagan hefur ekki verið send til umsagnar og því er ekki beðið eftir neinum gögnum eða upplýsingum hvað varðar þessa tillögu. Því er óskað svara við þessum seinagangi á afgreiðslu tillögunnar. Hvenær má vænta þess að tillagan verði afgreidd? MSS23110111

  Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar. 

 38. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvenær áformað er að hætta notkun núverandi beiðnakerfis og taka upp stafræna lausn rafrænna beiðna sem nú stendur þjónustu- og nýsköpunarsviði til boða að kostnaðarlausu meðal annars frá Siminn Pay og fleiri fyrirtækjum sem mörg önnur sveitarfélög eru komin með í fulla virkni. MSS24060027

  Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
  Vísað til meðferðar stafræns ráðs. 

  Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:55

Dagur B. Eggertsson Alexandra Briem

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Friðjón R. Friðjónsson

Hildur Björnsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 06.06.2024 - Prentvæn útgáfa