Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 11. apríl, var haldinn 5741. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir . Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Helga Þórðardóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram trúnaðarmerkt bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. apríl 2024, varðandi ársreikning A-hluta og samantekinn ársreikning A- og B-hluta Reykjavíkurborgar 2023 ásamt trúnaðarmerktum ársreikningi A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2023, ódags. Einnig er lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. apríl 2024, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 11. apríl 2024, greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 11. apríl 2024, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda, ódags., ábyrgða- og skuldbindayfirlit, dags. 11. apríl 2024, og bréf endurskoðunarnefndar, dags. 8. apríl 2024.
- Kl. 9:10 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.
- Kl. 9:25 tekur Dagur B. Eggertsson sæti á fundinum.Vísað til ytri endurskoðunar.
Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreikningsins á fundi borgarráðs þann 2. maí nk. Ársreikningur A-hluta og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023 hefur verið undirbúinn af fjármálaskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Reykjavíkurborgar telst fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Ingunn Ólafsdóttir og Lárus Finnbogason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010051
-
Lögð fram yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar, dags. 11. apríl 2024.
Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreiknings á fundi borgarráðs þann 2. maí nk.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Ingunn Ólafsdóttir og Lárus Finnbogason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24040012
-
Lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. apríl 2024, um framkvæmd styrkjareglna.
Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreikningsins á fundi borgarráðs þann 2. maí nk.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Ingunn Ólafsdóttir og Lárus Finnbogason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24020030
-
Lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. apríl 2024, um samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2023.
Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreikningsins á fundi borgarráðs þann 2. maí nk.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jónas Skúlason, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Ingunn Ólafsdóttir og Lárus Finnbogason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23010016
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 9. apríl 2024, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna fjárfestingaráætlunar A-huta. Greinargerðir fylgja tillögunum.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig, Hróðný Njarðardóttir, Guðni Guðmundsson og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24040013
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mat Flokks fólksins að mikilvægt sé að endurskoða allar fjárfrekar fjárfestingaráætlanir sem mega bíða s.s. Grófarhús. Það þarf að draga verulega úr og jafnvel setja sumar fjárfestingar á ís. Farið var of geyst í ákvarðanir sem lúta að Grófarhúsi með leiðinlegum afleiðingum, s.s. niðurlagningu Borgarskjalasafns. Einnig er nauðsynlegt að setja Hlemmsvæðið, götur og torg, á ís um tíma. Því er fagnað að setja á meira fjármagn í viðhald. Viðhaldsskylda borgarinnar er stór og mun taka mörg ár að ná jafnvægi eftir áralanga viðhaldsvanrækslu á t.d. skólahúsnæði. Því miður má einnig sjá í þessum viðauka miklar skerðingar á velferðarsviði. Þjónustu sem snýr að okkar viðkvæmustu hópum, börnum og eldra fólki. Þessi viðauki ber vott um og staðfestir erfiðan fjárhag Reykjavíkurborgar. Flokkur fólksins er uggandi yfir framhaldinu og óttast mjög að enn meira eigi eftir að koma til í skerðingum á grunnþjónustu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 20. mars 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 20. mars 2024, á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Breiðholts III, Fells vegna Völvufells, þróunarreitur nr. 84 AR2040, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti með rafrænum hætti. USK23120184Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. apríl 2024 á tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 19 og 21-23 við Laufásveg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK23100130Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að vandað verði til verka þannig að þær breytingar sem gerðar verði á húsnæðinu henti til búsetu en hér er um að ræða atvinnuhúsnæði. Mikilvægast af öllu er að húsnæðið henti þörfum tilvonandi íbúa, að nægt rými sé til staðar, þannig að ekki of mörg verði í sama rými, næg salerni og sturtuaðstaða verði til staðar og allt annað sem þarf fyrir bústaði fólks. Það þarf að vanda vel til verka þannig að híbýlin verði manneskjuvæn og viðundandi fyrir fjölskyldur með börn.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt tillögunni er um að ræða tímabundið íbúðarhúsnæði fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd. Gert er ráð fyrir starfsmanni með reglulega viðveru sem er íbúum til aðstoðar eftir atvikum. Einnig er heimilt að nýta bílskúra á lóðinni undir framangreint búsetuúrræði. Heildarfjöldi íbúa hverju sinni er að hámarki 80 manns. Borgarfulltrúum hafa borist skeyti vegna þessa máls og allmargar athugasemdir hafa verið sendar inn. Í gær barst okkur skeyti þar sem borgarfulltrúar voru hvattir til að svara ákveðnum spurningum við afgreiðslu málsins. Enda þótt fulltrúi Flokks fólksins hafi ekki atkvæðarétt í þessu máli leggur hann áherslu á að vandað verði til verka og rætt verði við alla sem að málinu koma. Horfa þarf m.a. til öryggismála s.s. flóttaleiða, brunavarna, hreinlætisaðstöðu og eldunaraðstöðu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. apríl 2024 á tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðirnar nr. 10 og 12 við Holtsgötu og 16 við Brekkustíg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. SN220212Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrirhuguð uppbygging á horni Holtsgötu og Brekkustígs hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár. Tekið hefur verið tillit til athugasemda íbúa á auglýsingatíma. Horfið er frá niðurrifsheimild á íbúðahúsinu við Brekkustíg 16 og ásýnd húsanna aðlöguð ásýnd hverfisins. Við teljum niðurstöðuna ágæta málamiðlun og vonum að sátt verði um hana.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í 120 ár hefur timburhúsið Sæmundarhlíð staðið af sér steinsteypuöld, breytingar á aðalskipulagi og þéttingar- og niðurrifsstefnur borgaryfirvalda. Af þeirri steinbæja- og timburhúsabyggð sem reis á reitnum í byrjun 20. aldar standa einungis eftir tvö hús, Sæmundarhlíð og Brekkustígur 10. Borgarsögusafn metur Sæmundarhlíð hafa hátt varðveislugildi. Það er elsta hús reitsins byggt á þeim tíma þegar timburhús tóku við af torfbæjum og steinbæjum sem híbýli fólks á svæðinu. Sæmundarhlíð er hógværari og íburðarminni en nýklassíkin og múrarameistaravillurnar og hefur ríkt menningarsögulegt gildi. Saga þess er nátengd upphafi og þróun fyrstu byggðar á svæðinu og vitnisburður þrautseigju og framtakssemi þessara efnaminni frumbyggja Vesturbæjarins sem fluttust til Reykjavíkur með ekkert milli handanna nema heilsu sína og verkvit í leit að betra lífi. Auk þess að vera hluti af því byggðamynstri sem einkennir stóran hluta byggðar í Vesturbænum. Nú hefur meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Framsóknar heimilað niðurrif Sæmundarhlíðar fyrir byggingu bílastæðalausrar blokkar og svipta þar með framtíðarkynslóðir Reykvíkinga þessari sjaldgæfu söguperlu og dýrmætu arfleifð efnaminni Reykvíkinga til söguelskandi Reykvíkinga. Í þessu sambandi má benda á að á mismunandi tímum átti að rífa Grjótaþorpið, Bernhöftstorfuna og fleiri þekkt hús sökum þess að vera illa á sig komin, enginn hefur séð eftir verndun þeirra.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um erfitt mál pólitískt að ræða að mati fulltrúa Flokks fólksins. Rífa á gömul hús í stað þess að varðveita þau. Mál af þessu tagi eru ávallt umdeild enda tilfinningamál fyrir marga. Um er að ræða gróinn reit í Vesturbænum. Markmiðið er vissulega að fjölga íbúðum sem verða 15 talsins en hér finnst sumum að gengið sé of langt í þéttingaráformum. Fulltrúa Flokks fólksins þykir miður að ekki eigi að gera ráð fyrir bílastæðum sem mun án efa hafa áhrif á eftirspurn þessara íbúða. Niðurrif húsa er vissulega endanleg aðgerð. Þetta er eitthvað sem meta þarf hverju sinni. Í þessu tilfelli má vísa í álit Borgarsögusafns á þessum reit en þar er nefnd Holtsgata 10 og segir að húsið sé metið hátt út frá menningarsögulegu gildi og varðveislugildi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 3. apríl 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugaveg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK23040127Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir við kirkjugarð í Úlfarsfelli, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun er 90 m.kr.
Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK23030269Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að rétt að nýta það land sem hér um ræðir undir húsnæðisuppbyggingu, enda um frábært byggingarland að ræða.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins 2024, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 800 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK24030206Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 0224, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna verkefna sem kosin voru til framkvæmda í Hverfið mitt, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 450 m.kr.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK23030373Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins telur að gera þurfi breytingar á þessu verkefni frá þeirri mynd sem það er í núna. Verkefnið hefur einhvern vegin blásið út og kannski misst dálítið marks eftir því sem Flokkur fólksins hefur orðið áskynja. Kosningaþátttaka hefur auk þess dalað. Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um ástæður þess að kosningaþátttaka í Hverfið mitt hefur dalað mikið milli ára. Árið 2021 var hún 16,4% en var síðast 12%. Áberandi lægst er útkoman í Breiðholti, Vesturbæ og Miðbæ. Fram kemur í svari að ekki er vitað um ástæðuna. Fulltrúi Flokks fólksins hefur sínar skýringar á af hverju verkefnið er að dala. Fólk hefur einfaldlega ekki alltaf verið sátt við framkvæmdina og útkomuna. Vangaveltur eru um lýðræðisþáttinn þegar kemur að því hvaða verkefni sem er ofarlega á lista eru framkvæmd og hvernig endanleg útfærsla er. Þetta verkefni, Hverfið mitt, er mjög kostnaðarsamt. Þrátt fyrir mikinn kostnað og dræma þátttöku á að halda áfram með verkefnið í sömu mynd. Fulltrúi Flokks fólksins telur það ekki skynsamlegt og telur að betra væri að einfalda alla verkferla og skýra ferlið betur fyrir borgarbúum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir ársins 2024 við endurgerð og endurbætur á alls þremur lóðum við leik- og grunnskóla, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 150 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK24040029Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar opinna leiksvæða á árinu 2024, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 50 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK24040053Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna endurbóta á húsnæði leikskólans Hálsaskógur/Borg, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 550 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK24030102Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja ámælisvert hve langan tíma hefur tekið að ráðast í viðgerðir og endurbætur á leikskólanum Hálsaskógi/Borg. Starfsemi leikskólans hefur farið fram í ævintýraborg í Vogabyggð frá upphafi árs 2023 en ráðgert er að leikskólastarf geti ekki farið aftur fram í réttu húsnæði fyrr en haustið 2025. Andvaraleysi meirihlutans við viðhald á húsnæðinu leiðir því til þess að í tvö og hálft ár hefur leikskólabyggingin verið ónothæf og haft samsvarandi áhrif á biðlistavanda leikskólanna.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja útboðsferli vegna byggingar á nýju fjölnota íþróttahúsi KR við Frostaskjól, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum með rafrænum hætti. USK24040060Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn telur afar brýnt að efla íþróttaaðstöðu KR til að þjóna börnum og ungmennum í hverfinu. Nýtt fjölnota íþróttahús við Frostaskjól verður um 6.700 m² og þar af er íþróttasalur um 4.400 m². Í húsinu verður hægt að æfa knattspyrnu innandyra á gervigrasvelli og miðað við að hægt sé að keppa mótsleiki í átta manna bolta. Í hliðarbyggingu er gert ráð fyrir skrifstofurýmum, lyftingarsal, fundarsölum og öðrum rýmum sem þjónusta starfsemi hússins. Þá er gert ráð fyrir svölum inni í íþróttasal ásamt svölum utan á hliðarbyggingu sem snýr að aðalvelli KR. Húsið verður mikil lyftistöng fyrir hverfið og hér ákveður borgarráð að heimila útboð á því. Þá er menningar- og íþróttasviði borgarinnar falið að ljúka samningum við Seltjarnarnesbæ um aðkomu að fjármögnun hússins. Samkvæmt samkomulagi frá 2021 er gert ráð fyrir að ávinningur af íbúðauppbyggingu sem liggur fyrir í skipulagsáætlunum svæðisins renni til frekari uppbyggingar íþróttamannvirkja á svæðinu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að löngu tímabærum áfanga sé náð svo hefja megi uppbyggingu fjölnota íþróttahúss við Frostaskjól. Málið á sér langan aðdraganda en á síðustu árum hefur ýmsum áföngum verið náð sem hafa gefið íbúum réttmætar væntingar til þess að ætla að íþróttamannvirki myndu rísa við Frostaskjól mun fyrr. Sem dæmi um slíka áfanga mætti nefna viljayfirlýsingu borgarráðs frá 9. nóvember 2017 um samvinnu við breytt skipulag á KR-svæðinu, samþykkt borgarráðs frá 3. september 2020 um að setja framkvæmdir við fjölnota íþróttahús KR í forgang við framkvæmdir íþróttamannvirkja í Reykjavík og undirritun viljayfirlýsingar vegna byggingar fjölnota íþróttahúss og uppbyggingar á KR-svæðinu 18. maí 2021. Mikilvægt er að sá áfangi sem við náum hér í dag leiði af sér raunveruleg skref í málinu og að uppbygging íþróttahússins fari raunverulega af stað á næstu mánuðum. Ekki síst af þeim sökum að börnum í Vesturbæ hefur verið búin sérlega dræm íþróttaaðstaða í samanburði við flest hverfi borgarinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja reynsluna þó gefa ástæðu til að gjalda varhug við fyrirkomulag alútboðs við uppbyggingu íþróttamannvirkja í borginni. Mikilvægt er að gæði verði höfð að leiðarljósi við framkvæmdina, útboðsskilmálar verði bæði skýrir og ótvíræðir.
Fylgigögn
-
Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið eru færð í trúnaðarbók. MSS24040042
-
Afgreiðsla og bókanir undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS24010162
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð og eftir atvikum borgarstjórn samþykki hjálagða tillögu nefndar um tilnefningar og kosningar til stjórnar fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar að skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur verði óbreytt. Aðalfundur Orkuveitu Reykjavíkur verður haldinn 17. apríl nk.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS24040042Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. apríl 2024, þar sem erindisbréf starfshóps um leigumarkað í Reykjavík er sent borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS23070094
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við stofnun starfshópsins. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sinnir þegar því hlutverki sem hópnum er ætlað að gegna og verður ekki séð að hér sé um eðlilegt hlutverk sveitarfélags að ræða. Má þar nefna nýja vísitölu leiguverðs en jafnframt nýja leiguskrá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar en hún heldur utan um rafræna skráningu leigusamninga og hefur það að markmiði að bæta upplýsingar um leigumarkaðinn, þróun leiguverðs og lengd leigusamninga. Skránni er ætlað að nýtast stjórnvöldum við stefnumótun í húsnæðismálum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar stofnun starfshóps sem á að rýna stöðu og umfang leigumarkaðarins í Reykjavík. Helstu verkefni starfshópsins eru að koma með tillögur til borgarráðs um fyrirkomulag virkara eftirlits með leigumarkaði í Reykjavík. Jafnframt að leggja fram tillögu um hvernig hægt er að ná betri yfirsýn yfir leigumarkaðinn í samstarfi við helstu hagaðila m.a. til að reyna að kortleggja framboð á leigumarkaði eins og kostur er. Skila á tillögum til borgarráðs fyrir lok júní 2024. Flokkur fólksins telur mjög brýnt að koma á virku eftirliti með leigumarkaði og hefði átt að grípa til slíkra aðgerða fyrir löngu. Staða leigjenda er mjög bágborin og er mjög mikilvægt að stjórnvöld leiti allra leiða til að verja leigjendur í þeirri stöðu sem nú ríkir á leigumarkaðnum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 9. apríl 2024, varðandi ferð formanns borgarráðs til Stokkhólms dagana 15.-17. apríl 2024 á ráðstefnuna Stockholm Sustainability Summit, ásamt fylgiskjölum. MSS24040060
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á stöðu löggæslumála í Reykjavík.
Halla Bergþóra Björnsdóttir og Ásgeir Þór Ásgeirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Borgarfulltrúarnir Alexandra Briem, Andrea Helgadóttir, Friðjón R. Friðjónsson, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Þorvaldur Daníelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24040041 -
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 8. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki fjármagn vegna ráðningar 17 ára ungmenna í viðkvæmri stöðu. Áætlað er að bjóða allt að 50 sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga í viðkvæmri stöðu. Áætlaður heildarkostnaður vegna 50 ráðninga í 8 vikur væri 50,6 m.kr. Tillagan verður fjármögnuð af kostnaðarstaðnum ófyrirséð.
Samþykkt.
Lóa Birna Birgisdóttir og Auður Björgvinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MOS23020002
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. apríl 2024, varðandi lausn borgarskjalavarðar frá starfi.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Óskar J. Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON24040001
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Hlutverk Borgarskjalasafns Reykjavíkur er söfnun, innheimta, skráning og varðveisla skjala og annarra skráðra heimilda um starfsemi og sögu borgarinnar til notkunar fyrir borgaryfirvöld, borgarstofnanir og einstaklinga, til þess að tryggja hagsmuni og réttindi þeirra og til notkunar við fræðilegar rannsóknir á sögu borgarinnar. Safnið hefur eftirlit með skjalasöfnum afhendingarskyldra aðila og lætur þeim í té leiðbeiningar um skjalavörslu og ákveður um ónýtingu skjala, sem ekki er talin ástæða til að varðveita til frambúðar. Skjalasöfn varðveita mikilvæg gögn sem hafa bein áhrif á almenn og sértæk réttindi borgara og lögaðila sem þarf ávallt að vera hægt að ganga að sem vísum. Samkvæmt ákvörðun meirihluta borgarstjórnar á að leggja Borgarskjalasafn niður. Fulltrúar Sósíalistaflokksins hafa mótmælt þeirri ákvörðun og ítrekað mikilvægi sem felast í menningarverðmætum Borgarskjalasafnsins og lýðræðis- og eftirlitshlutverki þess.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þá hefur sviðsstjóra þjónustu- og nýsköpunarsviðs með stuðningi meirhlutans og KPMG tekist að flæma borgarskjalavörð úr starfi. Fulltrúi Flokks fólksins þekkir vel til þessa máls og veit hvernig staðið var að því og hvaða aðferðir voru notaðar til að þvinga fram þessa niðurstöðu. Það er auk þess skandall að sviðsstjóri hefur bannað borgarskjalaverði, fyrrverandi, að koma á safnið. Hvað er eiginlega hér í gangi? Flokki fólksins blöskrar hvernig komið hefur verið fram við borgarskjalavörð sem fagmann og manneskju. Þetta er aðeins einn af mörgum tugum starfsmanna sem sparkað hefur verið úr starfi nánast fyrirvaralaust. Það eru ófá dæmi þess í borginni þar sem meirihlutinn hefur farið illa með starfsfólk. Það er fyrir löngu ljóst að meirihlutinn var áfjáður í að losa sig við borgarskjalavörð sem féll í ónáð þegar hún réðst í að gera frumkvæðisathugun í hinu svokallaða braggamáli þar sem fram kom að farið hafði verið á svig við lög. Fleiri bentu á tengsl málefna braggans og niðurlagningar Borgarskjalasafns, svo sem í pistli Björns Bjarnasonar fyrrum menntamálaráðherra frá 18. febrúar 2023 með yfirskriftinni „Braggi lokar Borgarskjalasafni“. Flutningur gagna safnsins yfir í Þjóðskjalasafn á eftir að verða kostnaðarsamur enda líkur á að rukkað verði fyrir flutning skjala í Þjóðskjalasafnið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 6. október 2023, sbr. afgreiðsluborgarstjórnar frá 3. október 2023 á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um einföldun á regluverki og ferlum, ásamt fylgiskjölum. MSS23100019
Tillögunni er vísað frá með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Til að ná því markmiði að byggja fyrir þau sem þurfa á húsnæði á að halda þarf að félagsvæða húsnæðisáætlun og stefnur borgarinnar. Lausnin felst ekki í því að slaka á reglugerðum og verkferlum sem eru þar til að tryggja að uppbygging fari vel fram, m.a. með tilliti til öryggissjónarmiða og að húsnæði sé heilnæmt til búsetu. Mikilvægt er að taka þó fram að í einhverjum tilfellum er ef til vill hægt að einfalda og skýra ferla t.a.m. með rafvæðingu og þá er sjálfsagt að fara í þannig uppfærslur. Fulltrúar Sósíalista sjá ekki að einföldun regluverks leiði til betri húsnæðisuppbyggingar þar sem slíkt leiðir líka til minna eftirlits.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram tillögur af þessu tagi en þeim verið hafnað. Til dæmis lagði Flokkur fólksins til að umsækjandi um flókið byggingarleyfi fengi tengilið innan borgarinnar sem héldi utan um málið og öll gögn þess. Umsækjendur hafa þurft að ganga á milli Pontíusar og Heródesar með sín mál og jafnvel eru dæmi um að gögn hafi týnst. Stafrænar lausnir til að létta umsækjendum ferlið og starfsfólki vinnuna eru ekki komnar í loftið og einhver bið verður enn á því eftir því sem næst verður komist. Miklar tafir hafa orðið á stafrænum lausnum á umhverfis- og skipulagssviði. Ekki dugar að státa sig af lista af einhverjum stafrænum lausnum sem ekki eru komnar í virkni. Flækjustigið í umsóknakerfi borgarinnar hefur mikinn fælingarmátt. Verktakar fara annað. Fram kemur á vefnum að umsagnarferlið geti tekið allt að 45 daga. Á þessu er allur gangur eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur heyrt og er heildarumsóknarferlið iðulega mikið lengra. Með því að hafa samband við tengilið væri hægt að fá uppgefið strax hvar hvert og eitt gagn er statt í kerfinu og hvenær vænta má afgreiðslu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. janúar 2024, sbr. vísun borgarstjórnar frá 23. janúar 2024 á tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rekstrarútboð sorphirðu, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. mars 2024. MSS24010169
Frestað með vísan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.Fylgigögn
-
Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 4. apríl 2024, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um upplýsingaöryggi hjá Barnavernd Reykjavíkur, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. febrúar 2024. MSS24020184
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins spurði um fyrirkomulag og ábyrgð á upplýsingaöryggi hjá Barnavernd Reykjavíkur og hvernig ábyrgð á upplýsingaöryggi er skilgreind og hvernig það er meðhöndlað innan Barnaverndar Reykjavíkur. Fram kemur í svari að þau séu í læstum skápum og þarf það svo sem ekki að koma á óvart. Öll pappírsgögn sem hafa að geyma trúnaðarupplýsingar um einstaklinga eru að sjálfsögðu varðveitt í læstu rými. Einnig kemur fram að gögn séu skráð og skönnuð inn í rafrænt skjalavörslukerfi og tekin eru afrit þess utan með undirskrift starfsmanns. Ekki kemur fram hvað margir hafa aðgang að læstum skápum. Að taka afrit, jafnvel mörg, eykur möguleika á trúnaðarbroti. Því fleiri afrit, því meiri hætta á að eitthvað þeirra fari í umferð. Enginn rekjanleiki hefur verið í skjalavinnslu, einungis málaskrá. Flokkur fólksins leitaði til sérfræðings í þessu máli og er óttast að ef verið er að nota Microsoft 365 umhverfið þá sé ekki kveikt á rekjanleikastillingum til fulls (í Microsoft Purview). Einnig að enginn sé að hafa umsjón með svokölluðu „‘data governance“ hjá borginni og fyrir vikið getur hvaða starfsmaður sem er notað hvaða tæki og tölvu sem er til að tengjast og sækja sér afrit af gögnum borgarinnar úr 365 umhverfinu.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 4. apríl 2024. MSS24010035
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 25. mars 2024. MSS24010003
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 3. apríl 2024. MSS24010010
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:
Lengi hefur verið ljóst að aðstaða strætisvagnafarþega í Mjódd er algjörlega óviðunandi. Flokkur fólksins studdi tillögu meirihlutans á sínum tíma um að finna ábyrgan rekstraraðila til að reka skiptistöðina. Það hefur ekki gengið og því þarf að leita annarra lausna. Ófremdarástand hefur ríkt í skiptistöðinni í Mjóddinni. Opnunartími hennar verður að vera sá sami og aksturstími vagnanna. Mikilvægt er að farþegar hafi ávallt skjól frá veðri og vindum á meðan beðið er eftir vagni. Huga þarf einnig mun betur að þrifum salerna og á staðnum verður að vera öryggisvörður á vakt. Einnig þarf að stórbæta upplýsingagjöf á staðnum og taka sérstakt tillit til þeirra sem ekki tala íslensku. Það er í raun óskiljanlegt að Reykjavíkurborg hafi leyft þessu ófremdarástandi að viðgangast eins lengi og raun ber vitni. Tillögur til úrbóta hafa einfaldlega verið of máttlausar til þess. Flokkur fólksins fagnar framtaki íbúaráðs Breiðholts með því að leggja fram bókun um málið.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 26. mars 2024. MSS24010013
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 5. mars 2024. MSS24010027
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 11. og 15. mars 2024. MSS24010030
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar frá 15. mars:
Framkvæmdastjóri fór yfir yfirlit yfir öryggismál hjá Strætó. Fulltrúi Flokks fólksins hefði haft áhuga á að sjá þetta yfirlit. Hér er um stórt áhyggjumál að ræða enda hafa fregnir borist af árásum á fólk og þar með talið börn í strætó. Nauðsynlegt er að koma upp öryggismyndavélum í vagnana. Nýlega réðust tveir ungir drengi á þann þriðja í strætisvagni. Engar reglur eru til um myndatökur eða myndbirtingar úr vögnum Strætó. Svona getur þetta ekki gengið. Tilvikum hefur fjölgað og bregðast þarf við. Ekki dugir að gefa viðvaranir. Flokkur fólksins hefur bent á vaxandi ofbeldi meðal ungmenna og auknum vopnaburði, t.d. hnífa. Lagt hefur verið til að Reykjavíkurborg taki þessi mál af meiri alvöru en lítið hefur verið gert í þeim málum. Þegar svona mál koma upp hefur gjarnan fylgt fréttinni að framkvæmdastjóri Strætó viti ekki af tilvikinu. Vísað hefur verið í ákveðið verklag sem ekki liggur fyrir hvernig lítur út.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. apríl 2024.
8. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 17. lið fundargerðarinnar:
Tillaga Flokks fólksins gekk út á að samin verði reglugerð um sektir eða önnur viðurlög ef reglum á skotæfingasvæðinu er ekki framfylgt. Undrast er hve langt er gengið af hálfu borgarinnar til að skotvellirnir verði áfram í Álfsnesi og það á kostnað íbúa, 130.000 göngumanna árlega á Esjuna, kajaksiglingafólks, hestamanna og annars útivistarfólks. Treyst er á að farið verði eftir lögum og reglum en það vantar að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur sinni og sjái til að fyrirmælum sé fylgt. Það eru allskonar ákvæði í lögunum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur getur nýtt sér, en gerir ekki. Það bjargar engu að bæta við reglum eða sektum þegar enginn er til að sinna eftirlitinu. Dæmi um vanefndir á starfsleyfum: Skotfélögin eiga að setja auðhreinsalegt yfirborðsefni á vellina, það hefur aldrei verið gert. Jarðvegsmengun er líklega veruleg (þungmálmar, blý) sbr. allur sá kostnaður sem borgin bar af því að fjarlægja mengaðan jarðveg af gamla vellinum í Leirdal (sem enginn veit hvar á að farga). Hljóðmælingar sem gerðar hafa verið af Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur eru vægast sagt ótrúverðugar, mikið misræmi er í mælingum allt frá árinu 2006. Fyrir liggja skýrslur Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem hljóðið mælist frá 45 db upp í 100 db. Engar alvöru hljóðmælingar hafa verið á þessu svæði.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls sex mál. MSS24030139
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24030138
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvert er kolefnisfótsporið vegna ferða sem borgarfulltrúar hafa farið er tengjast loftslags- og umhverfismálum á síðustu fimm árum? MSS24040083
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu ásamt greinargerð:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hætt verði við að stytta opnunartíma Laugardagslaugar enda hér um mikilvægan vettvang að ræða bæði til að hreyfa sig og að njóta samverustunda, ekki síst samverustunda unglinganna okkar. Nýlega var opnunartíminn styttur og er lauginni nú lokað kl. 21:00. Ákvörðunin er sögð vera í sparnaðarskyni. Ekki eru mörg ár síðan opið var til 23:00 um helgar og fyrir skömmu síðan var miðnæturopnun í tilraunaskyni einu sinni í viku slegin af þrátt fyrir miklar vinsældir. MSS24040085
Frestað.
Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn ásamt greinargerð:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um fyrirkomulag sumarfrístundar hjá Reykjavíkurborg. Óskað er upplýsinga um skráningarfrest og hvort stuðningur fylgi börnum sem eru með greiningu m.a. vegna þroskafrávika eða annarra raskana. Einnig er óskað upplýsinga um hvort tekið er tillit til aðstæðna einstæðra foreldra við skráningu og hvort börnunum sé boðið upp á máltíðir í sumarfrístundinni. MSS24040090.
- Kl. 12:19 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:21
Dagur B. Eggertsson Árelía Eydís Guðmundsdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir
Sanna Magdalena Mörtudottir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 11.04.2024 - Prentvæn útgáfa