Borgarráð - Fundur nr. 5738

Borgarráð

Ár 2024, fimmtudaginn 14. mars, var haldinn 5738. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Hildur Björnsdóttur tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Bjarni Þóroddsson, Björg Magnúsdóttir, Ebba Schram, Ólöf Örvarsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2024 á tillögu að breytingum á þéttbýlisuppdráttum Aðalskipulags Reykjavíkur 2040, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. USK24020305

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 30 við Brautarholt, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. USK24020228

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að setja skipulagið í lögbundið samráðsferli en gera hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 2 við Grandagarð, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. USK23120061

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að setja skipulagið í lögbundið samráðsferli en gera hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2024 á auglýsingu á tilllögu að breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Mógilsár og Kollafjarðar, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. USK23110296

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að setja skipulagið í lögbundið samráðsferli en gera hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. mars 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. mars 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deilskipulagi reits 1.171.4 vegna lóðarinnar nr. 9 við Skólavörðustíg, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. USK23110160

    Borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að setja skipulagið í lögbundið samráðsferli en gera hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. frá 7. og 13. mars 2024, sbr. samþykktir umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. og 13. mars 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Safamýrar-Álftamýrar vegna nýrrar lóðar að Safamýri 58-60, ásamt fylgiskjölum. USK23100313

    -    Kl. 8:13 tekur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir sæti á fundinum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks gera athugasemdir við að hér sé byggt á veghelgunarsvæði og lýsa jafnframt áhyggjum af loftgæðum þegar byggt er svo nærri þungri umferðarræð.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. febrúar 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. febrúar 2024 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Síðumúla 2-6 vegna lóðar nr. 6 við Síðumúla, ásamt fylgigögnum.

    Samþykkt. SN220763

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja að setja skipulagið í lögbundið samráðsferli en gera hefðbundna fyrirvara um endanlega afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. og 13. mars 2024, sbr. samþykktir umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. og 13. mars á tillögu að uppfærslu á reglum um bíla- og hjólastæði í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. USK24020219

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sjálfsagt er að skipuleggja hjóla- og bílastæði með eins skynsamlegum hætti og hægt er í borginni. Best fer á því að bílar séu sem mest í bílastæðahúsum en það hefur einfaldlega ekki tekist að laða fólk nægjanlega að bílastæðahúsum og hefur ástæðan verið margrædd. Mörgum finnst þau ekki nógu aðlaðandi, þröng og einhverjir treysta sér ekki í að nota greiðslukerfið þótt það hafi verið einfaldað. Bílum fjölgar enda almenningssamgöngur slakar. Gæta þarf þess að borgarbúar hafi gott aðgengi að miðbænum þangað sem þeir sækja þjónustu. Huga þarf betur að aðgengi fatlaðs fólks að miðbænum. Gjaldskyldusvæði hafa verið stækkuð og bílastæðagjöld snarhækkað sem hefur fælingarmátt. Stór hluti borgarbúa og aðrir forðast eins og heitan eldinn að koma í bæinn eins og kannanir hafa sýnt. Þetta hefur áhrif á verslun og þjónustu, sérstaklega þær verslanir sem versla með annað en vörur fyrir ferðamenn. Miðbærinn er nú fyrir ferðamenn en Reykvíkingar fara annað til að versla nema kannski ef þeir ætla að nýta veitingastaði og bari. Flokkur fólksins saknar þeirra tíma þegar fjölbreyttari hópur sótti miðbæinn. Flokkur fólksins hefur ekki trú á að deilibílamenning ryðji sér til rúms hér eins og erlendis og geta margar ástæður legið þar að baki.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 8. mars 2024, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. mars 2024 á samstarfssamningum sviðsins til tveggja og þriggja ára, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Andrés Bögebjerg Andersen og Steinþór Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MIR24030002

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 8. mars 2024, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. mars 2024 á styrkveitingum ráðsins fyrir árið 2024, ásamt fylgiskjölum.

    Andrés Bögebjerg Andersen og Steinþór Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MIR23110009

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 6. mars 2024, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 12. febrúar 2024 á tillögu um framhald á tilraunaverkefninu „fyrr á frístundaheimili“ fyrir börn sem eru að ljúka leikskóla og hefja grunnskólagöngu sumarið 2024, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands SFS22030077

    Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar. 

    Borgarráðsfulltrúar Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar meirihlutans telja mikilvægt að halda áfram með verkefnið. Það er umfangsmikið og mikilvægt að stíga hvert skref varlega. Þegar börn eru að ljúka leikskólagöngu og eru tilbúin til að fara í grunnskóla teljum við að þau hlakki til að kynnast grunnskólanum sínum. Það er kostur fyrir þau að eiga kost á að kynnast skólarýminu, aðstæðum og hverju öðru áður en formlegt skólastarf hefst. Reynslan sýnir að þau börn og foreldrar sem hafi reynt þetta séu ánægð og það sýnir að þetta fyrirkomulag hefur mikla kosti. Það er einnig ávinningur af því að innrita börn í leikskóla fyrr eða að vori en mikilvægt er að hafa í huga að verkefnið er viðamikið og þarf að gefa tíma til að festa það í sessi næstu ár.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Sósíalista getur ekki stutt þessa tillögu eins og hún er sett fram þar sem enn á eftir að útfæra hana betur. Tekið er undir umsögn framkvæmdastjóra frístundamiðstöðva skóla- og frístundasviðs sem barst í mars 2023 og athugasemdir frístundaheimila sem tóku þátt í tilraunaverkefninu. Ekki verður séð að tekið hafi verið tillit til þeirra athugasemda. Aðstæður eru ólíkar milli frístundaheimila og biðlistar og mönnunarvandi viðvarandi. Ekki verður séð hvernig á að bæta við börnum án þess að útkljá þann vanda fyrst. Starfsfólk sem vinnur bæði í frístund og skóla á veturna er í fullu starfi í sumarfrístund og starfsfólk sem starfar einungis í skóla mætir til starfa eftir sumarleyfi um leið og kennarar, til að undirbúa skólastarfið. Það starfsfólk hefur sjaldan reynslu af starfi í frístund, sem er gjörólíkt starfi stuðningsfulltrúa og skólaliða í grunnskólum. Ekki er hægt að gera ráð fyrir að fólk vilji skipta um starfsvettvang. Hugmyndin að baki verkefninu er góð en ef það á að takast þá þarf nauðsynlega að taka tillit til athugasemda þeirra sem þekkja til og hafa reynslu af starfi frístundaheimila. Fyrirvarinn þarf að vera góður og undirbúningur og skráning að byrja mun fyrr.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að halda áfram með verkefnið. Fleiri kostir og ávinningur eru af því en gallar og ókostir. Börn eru misjöfn eins og gengur og komin mislangt í þroska. Þess vegna þarf að stíga varlega til jarðar í þeim tilvikum sem talið er að ekki sé ávinningur fyrir barn að fara fyrr á frístundaheimili. Telja má víst að mörgum börnum þyki þetta afar spennandi og hlakki til að kynnast grunnskólanum sínum. Að kynnast frístundaheimilinu mildar upphaf skólagöngu og hjálpar þeim að vera öruggari í aðstæðunum þegar formlegt skólastarf hefst. Nokkuð mikið á þó eftir að útfæra í þessari tillögu. Taka þarf til skoðunar allar umsagnir og ábendingar, sérstaklega þeirra sem starfa á „gólfinu“ eins og það er orðað. Aðstæður eru ólíkar milli frístundaheimila og biðlistar og mönnunarvandi viðvarandi. Mannekluvandi er rótgróinn vandi sem ekki hefur tekist að vinna bug á. Gæta þarf þess að ofgera ekki starfsfólki og vill fulltrúi Flokks fólksins að þeirra raddir fái að heyrast vel.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 11. mars 2024, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 6. mars 2024 á tillögu um hækkun tekju- og eignamarka í reglum Reykjavíkurborgar um sérstakan húsnæðisstuðning, ásamt fylgiskjölum. VEL24020038

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins telur rétt að miða uppfærslu tekjuviðmiða í reglum um sérstakan húsnæðisstuðning við þróun launa milli ára. Launavísitala hækkaði um 7% milli áranna 2023 og 2024 og þá hækkuðu lægstu laun um 66.000 kr. í þeirri kjarasamningslotu sem fór fram síðasta vetur og teygði sig fram á vorið. Þá má ekki gleyma því að vísitala neysluverðs hækkaði um 6,7% milli áranna 2023 og 2024. Hér stendur til að ganga skemur en sem nemur þróun launa og verðlags milli ára og hækka viðmiðin aðeins um 5,6%. Það þýðir í reynd að réttur fjölda fólks til sérstaks húsnæðisstuðnings rýrnar milli ára.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 8. mars 2024, varðandi áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024, ásamt fylgiskjölum. MOS23040009

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Á síðasta fundi sameinaðist borgarráð að mestu um ályktun um að Reykjavíkurborg vilji greiða fyrir gerð kjarasamninga til fjögurra ára m.a. með því að halda aftur af hækkun gjaldskráa sem snúa að börnum og barnafjölskyldum. Fulltrúi Flokks fólksins studdi þessa tillögu en bókaði um að rétt hefði verið að skilgreina nánar hversu mikið ætti að „halda aftur af gjaldskrárhækkunum“ eins og það er orðað. Nú er því beint að sveitarstjórnum að miða skuli við að hækkun þessa árs verði ekki umfram 3,5 %. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að þessi prósenta mætti vera töluvert lægri, jafnvel fara niður í 1% á samningstímanum. Í rauninni getur Reykjavíkurborg gert hvað sem er í þessum efnum. Hér er einungis um tilmæli að ræða og er því ekkert að vanbúnaði að lækka þessa prósentutölu. Hvert prósentustig skiptir máli fyrir hinn almenna borgara. Flokkur fólksins hefur mótmælt harðlega gjaldskrárhækkunum síðustu ár sem verst hafa komið niður á bágstöddum. Gjaldskrárhækkanir hafa auk þess farið út í verðlagið og ekki hjálpað til að ná stöðugleika í fjármálum.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. mars 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu nefndar um tilnefningar og kosningar til stjórnar fyrirtækja í eigu Reykjavíkurborgar, dags. 29. febrúar 2024, að skipan fulltrúa Reykjavíkurborgar í stjórn Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf.

    Samþykkt. MSS24030059

    Fylgigögn

  15. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. mars 2024, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að veita formanni borgarráðs, Degi B. Eggertssyni, umboð til að undirrita hjálagða yfirlýsingu vegna loftslagsráðstefnu sem hann mun sitja sem staðgengill borgarstjóra í Brussel þann 15. mars nk.

    Samþykkt. MSS24020122

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Fylgigögn

  16. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars 2024, vegna umsóknar Dubliner, Naustinni 1, vegna timabundins áfengisveitingaleyfis í tilefni St. Patrick‘s Day.

    Samþykkt. MSS24020116

    Fylgigögn

  17. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 11. mars 2024, vegna umsóknar Irishman Pub, Klapparstíg 25-27, vegna timabundins áfengisveitingaleyfis í tilefni St. Patrick‘s Day.

    Samþykkt. MSS24020147

    Fylgigögn

  18. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 7. mars 2024. MSS24010035

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:

    Kynning á mínum síðum. Skiljanlega fagna margir núna að þetta verkefni sé nú loksins komið á koppinn í Reykjavík enda löngu tímabært. Fulltrúi Flokks fólksins man eftir umræðu um þetta verkefni fyrir löngu. Eftir því sem sérfræðingar segja er þetta víst virkilega lítið mál, því þetta er bara virkni hjá island.is. Hér er ekki um neina fjárfestingu að ræða eins og kemur fram í kynningunni heldur einfalda aðlögun sem hefði getað verið komin fyrr. Hér er borgin virkilega á eftir. Flestir bankar og stofnanir ríkisins hafa um árabil notað rafræna auðkenningu þegar fólk hefur samband í gegnum síma eða vefspjall, og þá er send auðkenningarbeiðni á kennitölu fólks og staðfest að réttur aðili sé í símanum. Reykjavíkurborg hefur ekkert slíkt og gæti því verið að senda upplýsingar á ranga aðila.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 4. mars 2024. MSS24010003

    Fylgigögn

  20. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 7. mars 2024. MSS24010008

    Fylgigögn

  21. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 6. mars 2024. MSS24010010

    Fylgigögn

  22. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 4. mars 2024. MSS24010012

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar:

    Íbúaráðið lagði fram fyrirspurn um hvar málið uppsetning  á öryggis- og eftirlitsmyndavélum í Grafarvogi er statt innan borgarinnar í dag. Í svari frá borgarritara kom þá fram að Reykjavíkurborg væri að huga að stefnumörkun til framtíðar um eftirlitsmyndavélar í borginni. Íbúaráðið vill eðlilega vita hvort enn sé verið að vinna að stefnumörkun og ef svo er hvort eitthvað liggi fyrir um lok þeirrar vinnu. Fleiri hverfi eru án efa áfjáð að fá þessar sömu upplýsingar. Í nýju svari segir nú að borgarráð samþykkti tillögu borgarstjóra á fundi sínum 19. október 2023 um að fela þjónustu- og nýsköpunarsviði ábyrgð á utanumhaldi og eftirliti með rafrænni vöktun öryggismyndavéla sem settar eru upp á vegum Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af því að þetta eigi eftir að taka nokkur ár eins og mörg önnur stafræn verkefni hafa tekið. Öryggismyndavélakerfi í heilu hverfin er ekki neitt smá mál. Hvorki er til stefna né heildstæðar verklagsreglur innan Reykjavíkurborgar um hvernig standa skuli að ákvörðun um uppsetningu og rekstur öryggismyndavéla eins og segir í svari borgarritara um málið.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. mars 2024.

    4. liður fundargerðarinnar er staðfestur. MSS24010031

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 28. lið fundargerðarinnar:

    Flokkur fólksins lagði inn fyrirspurn í nóvember sl. um slysahættu í kringum framkvæmdir á Arnarnesvegi. Í svari segir að Vegagerðin beri ábyrgð en borgin úthlutar afnotaleyfi og ber leyfishafi ábyrgð á að tryggja öryggi á svæðinu. Enn er því ósvarað hver hefur eftirlit með að öryggisvörnum sé fylgt í hvívetna. Hver fer á staðinn reglulega og kannar öryggismál? Borgin veitir afnotaleyfið og getur því varla fríað sig ábyrgð eða varpað henni alfarið á Vegagerðina. Mikið ónæði hefur annars verið af framkvæmdum og borið hefur á að reglum um mörk þegar framkvæmdir standa yfir hafi ekki verið fylgt í hvívetna. Hávaðinn er ærandi og nær yfir stórt svæði Seljahverfis. Sem dæmi má ekki hefja vinnu fyrir kl. 10 um helgar. Séu þessar reglur brotnar geta íbúar fátt annað gert en að hringja á lögreglu. Þessum framkvæmdum hefur verið mótmælt vegna þess að þær eru byggðar á 20 ára umhverfismati. Flokkur fólksins, Vinir Vatnsendahvarfs og Kópavogsbær hafa ítrekað beðið um að gert verði nýtt umhverfismat enda margt breyst á svæðinu á 20 árum en því hefur ávallt verið hafnað. Þessi framkvæmd er í raun skólabókardæmi um ofríki og kúgun stofnana, sveitarfélaga og ríkis gagnvart íbúum.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls fjögur mál. MSS24030019

    Fylgigögn

  25. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24030011

    Fylgigögn

  26. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Hver er framtíð Kolaportsins næstu vikur og mánuði? Hefur verið haft samband við hagaðila, stjórnendur og sölufólk og það upplýst um væntanlegar breytingar til skemmri og lengri tíma? Tekin hefur verið ákvörðun um að Listaskólinn flytji inn í húsnæði Kolaportsins í Tryggvagötu. Hvenær og hvert mun Kolaportið þá flytja?

    Greinargerð fylgir fyrirspurninni. MSS24030078

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 8:50

Árelía Eydís Guðmundsdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir

Einar Þorsteinsson Hildur Björnsdóttir

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 14.03.2024 - Prentvæn útgáfa