Borgarráð
Ár 2024, fimmtudaginn 11. janúar, var haldinn 5731. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Diljá Ragnarsdóttir, Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024:
Lagt er til að borgarráð samþykki að útnefna Björk Guðmundsdóttur sem heiðursborgara Reykjavíkurborgar. Jafnframt samþykkir borgarráð að tillögu Bjarkar að Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona verði fengin til að gera Bjarkar-styttu sem valinn verði staður í borgarlandinu. Að undirbúningi verksins verði unnið í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS24010078Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknarflokks, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Björk Guðmundsdóttir er tónlistarkona á heimsmælikvarða og einstök í sinni röð. Hún er sá íslenski listamaður sem náð hefur mestri frægð utan landsteinanna en hún er ekki bara þekkt fyrir hæfileika sína og list, heldur einnig einstakan persónuleika sem skín í gegnum öll hennar verk. Fáir ef nokkrir hafa lyft nafni Reykjavíkur meira en Björk. Björk hefur verið í forystu kynslóðar reykvísks listafólks sem oft er kennd við útgáfufyrirtækið Smekkleysu sem braut blað á margan hátt. Smekkleysukynslóðin sýndi fram á að búseta í Reykjavík væri ekki takmörkun heldur gæti verið styrkur í listsköpun á alþjóðlegu sviði og listræn sýn Bjarkar, sjálfstæði og kjarkur við að fara sífellt nýjar leiðir í framsækinni listsköpun hefur gefið tón sem margir hafa fylgt, jafnt í tónlist, listsköpun og á fjölmörgum sviðum öðrum. Björk lagði til að í stað hefðbundinnar athafnar, eins og þegar heiðursborgarar eru útnefndir, yrði Gabríela Friðriksdóttir myndlistarkona fengin til að gera Bjarkar-styttu. Gabríela mun vinna verkið og gera áætlun um kostnað og tillögu að staðsetningu í samráði við Listasafn Reykjavíkur. Tíma- og fjárhagsáætlun verður lögð fyrir borgarráð þegar hún liggur fyrir og staðsetning kemur til ákvörðunar í umhverfis- og skipulagsráði og menningar-, íþrótta- og tómstundaráði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tillögur er fram koma í hjálögðu bréfi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS), dags. 18. desember 2023. Starfshópur um húsnæðismál Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. (SHS) starfaði í umboði SHS að því að þarfagreina og leggja til fjölda og staðsetningar slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til viðbragðstíma og þjónustustigs SHS. Starfshópurinn skilaði tillögum og framkvæmdaáætlun í greinargerð til SHS í nóvember 2023. Stjórn SHS lagði til í bréfi sínu til borgarráðs að aðildarsveitarfélög slökkviliðsins samþykktu að unnið yrði eftir framgangi framkvæmdaáætlunar í samræmi við tillögur hópsins en hún skiptist í þrjá áfanga yfir tímabilið 2024-2031. Þær aðgerðir sem snúa að Reykjavík eru þær að ganga til samninga við SHS um að byggja við slökkvistöðina sem slökkviliðið leigir af borginni á Kjalarnesi og að starfsemi SHS flytjist úr Skógarhlíð í nýja björgunarmiðstöð milli Klepps og Holtagarða og á BSÍ reit í Reykjavík. Því er lagt til að borgarráð samþykki að gefa út vilyrði til SHS fyrir lóð á BSÍ reit. Jafnframt er því beint til umhverfis- og skipulagssviðs að huga að frekari forgangi Strætó í umferðinni til viðbótar við fyrirhugaðar forgangsreinar Borgarlínu, sbr. ábendingu starfshópsins, en greining hans dregur fram mikilvægi hvors tveggja. Jafnframt er lagt til að fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að gera tillögu að fjármögnun fyrir árið 2025 samhliða fjárhagsáætlunargerð næsta árs og langtímaáætlun í samræmi við tillögurnar. Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum sveitarfélaganna á árinu 2024.
Samþykkt.
- Kl. 9:20 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum. MSS23120131
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn fagnar tillögum stjórnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu (SHS) um staðsetningar slökkvistöðva á höfuðborgarsvæðinu. Tillögurnar taka mið af viðbragðstíma og þjónustustigi SHS og í þeim endurspeglast skýr framtíðarsýn. Með sex útkallsstöðvum verður nær helmings fjölgun í þeim hópi sem nýtur þjónustu innan 7,5 mínútna aksturstíma og þeim sem verða utan 10 mínútna aksturstíma fækkar um ⅔. Uppbyggingin mun því stytta viðbragðstíma og auka öryggi á höfuðborgarsvæðinu.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að skipuð verði nefnd þriggja óháðra sérfræðinga á grundvelli 1. mgr. 1. gr. laga nr. 45/2022 um heimild Reykjavíkurborgar til að skipa nefnd til að kanna starfsemi vöggustofa. Hlutverk og verkefni nefndarinnar verði að gera heildstæða athugun á starfsemi Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins á tímabilinu 1974 til 1979, þ. á m. með hliðsjón af breyttum verkefnum vöggustofunnar á því tímabili. Tillaga að skipan nefndarinnar skal lögð fyrir borgarráð til staðfestingar. Nefndin getur ráðið sér starfsmann.
Samþykkt. MSS23120162
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Dagur B. Eggertsson fráfarandi borgarstjóri verði verndari alþjóðlega forvarnarverkefnisins Planet Youth. Borgarráð verði upplýst um framgang verkefnisins eins og tilefni er til.
Samþykkt. MSS24010089
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki endurnýjun meðfylgjandi samnings við KLAK-Icelandic Startups. Samningurinn er til tveggja ára og snýr að áframhaldandi samstarfi og framkvæmd viðskiptahraðalsins Hringiðu sem hefur það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnana sem byggja á hugmyndafræði hringrásarkerfisins og Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins. Árlegt fjárframlag Reykjavíkurborgar verður 10 m.kr. vegna framkvæmdar viðskiptahraðals og 2,5 m.kr. til framkvæmdar á Gullegginu. Kostnaðurinn verður færður af kostnaðarstað 09510. Samningurinn var sendur í umsögn hjá stafrænu ráði og hefur verið rýndur aftur með tilliti til þeirra athugasemda sem bárust.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. MSS21120164Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt er að halda áfram uppbyggilegu samstarfi Reykjavíkur við KLAK-Icelandic Startups. Þetta starf hefur haft margvísleg jákvæð áhrif á samfélagið, skapað mikilvæg tækifæri fyrir frumkvöðla og stutt við nýsköpun og þróun á lausnum sem gagnast við þjónustu hins opinbera. Stafrænt ráð, sem fer með samfélagslega og opinbera nýsköpun innan borgarinnar, hyggst ráðast í stefnumarkandi vinnu um málaflokkinn. Hvatt er til þess að KLAK og stafrænt ráð verði í góðu samtali um þá vinnu og að tekið sé tillit til þeirrar stefnu í samstarfinu og samningsákvæði endurskoðuð ef þurfa þykir.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagt er til að borgarráð samþykki endurnýjun meðfylgjandi samnings við KLAK-Icelandic Startups. Samningurinn er til tveggja ára og snýr að áframhaldandi samstarfi og framkvæmd viðskiptahraðalsins Hringiðu sem hefur það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnana sem byggja á hugmyndafræði hringrásarkerfisins og Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins. Talað er um í inngangi að tilgangurinn sé að styrkja frumkvöðlastarf á Íslandi. Fulltrúi Flokks fólksins hefði haldið að borgarbúar ættu ekki að bera ábyrgð á að styrkja frumkvöðla á landsvísu heldur væri það ríkið enda umfang frumkvöðlastarfs á landsvísu mikið. Fulltrúi Flokks fólksins gerir sér góða grein fyrir mikilvægi frumkvöðla og frumkvöðlastarf en telur að í þessu beri ríkið ábyrgð. Eins og staðan er nú hefur Reykjavíkurborg auk þess varla fjármagn til að sinna lögbundinni þjónustu.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Háskóla Íslands um jafnréttisrannsóknir til fjögurra ára, með gildistíma 1. janúar 2024 til 31. desember 2027. Árlegur kostnaður skv. samningnum er 4.500.000 kr., samtals 18.000.000 kr. á samningstímanum, sem færist af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22010302Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að endurnýjuðum samstarfssamningi við Háskóla Íslands um jafnréttisrannsóknir til fjögurra ára, með gildistíma 1. janúar 2024 til 31. desember 2027. Árlegur kostnaður skv. samningnum er 4.500.000 kr., samtals 18.000.000 kr. á samningstímanum, sem færist af kostnaðarstað 09510, ýmsar samningsbundnar greiðslur. Yfir það heila er það mat fulltrúa Flokks fólksins að það sé ekki hlutverk Reykjavíkurborgar að styrkja rannsóknir Háskóla Íslands. Ef sveitarfélögin eiga að koma að slíku væri eðlilegt að styrkur kæmi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Samstarf Háskóla Íslands og Reykjavíkurborgar er mikilvægt að mati fulltrúa Flokks fólksins að öllu leyti og rannsóknir eru gríðar mikilvægar, m.a. jafnréttisrannsóknir. En þetta er spurning um hver borgar brúsann.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, þar sem stofnsamningur ásamt samþykktum Þjóðarhallar ehf. er sendur borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS22080037
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar fagna þeim risastóru tímamótum sem urðu þegar skrifað var undir samkomulag um stofnun félags um uppbyggingu Þjóðarhallar í Laugardal. Þá var jafnframt staðfest samkomulag um kostnaðarskiptingu ríkis og Reykjavíkurborgar, bæði um stofnkostnað og rekstur. Þjóðarhöll verður langþráð bylting í aðstöðu barna og unglinga til æfinga og keppni í Laugardal, fyrir aðstöðu landsliða, eykur samkeppnishæfni borgarinnar og Íslands í breiðum skilningi og verður glæsilegt anddyri inn í Laugardalinn frá Borgarlínustöð við Suðurlandsbraut og ofan í dal. Rétt er að þakka öllum sem komu að verkinu. Sérstakar þakkir fá framkvæmdanefndin, sem hefur unnið ötullega að málinu undir styrkri stjórn Gunnars Einarssonar, og verður einnig sérstaklega að geta frábærrar vinnu fulltrúa Reykjavíkurborgar í nefndinni, Ómars Einarssonar og Ólafar Örvarsdóttur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að þessi áfangi hafi náðst í viðræðum við ríkið hvað varðar uppbyggingu Þjóðarhallar í Reykjavík. Fulltrúarnir lýsa þó áhyggjum af því hvernig Reykjavíkurborg hyggst greiða sinn hluta samkomulagsins í ljósi þess hvernig fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Jafnframt leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að aðstöðumál Þróttar og Ármanns verði leyst farsællega, sem og íþróttaaðstöðumál grunnskólanna í Laugardal.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar því að þjóðarhöll verði að veruleika. Takist vel til mun með þjóðarhöll vera komið bæði til móts við miklar þarfir barna og ungmenna í Laugardal og landsliða og annars keppnisfólks. Fulltrúi Flokks fólksins vill ítreka að gott samráð og samtöl verði höfð við íþrótta- og hverfafélög í Laugardal, foreldrafélög og skólasamfélagið. Áhyggjur hafa verið af samnýtingu og eyða þarf óvissu í því sambandi. Því fyrr sem liggur fyrir skýr skipting á notkun hússins því betra. Um er að ræða að Ármann og Þróttur fá þarna trygga aðstöðu og að nemendur og íþrótta- og tómstundafélög Laugardalsins fá þarna einnig trygga íþrótta- og æfingaaðstöðu. Aðstöðuleysi hefur háð félögunum í Laugardal um langa hríð. Þessi félög sem hér eru nefnd og fleiri sem eru staðsett í hverfum Laugardals mega aldrei mæta afgangi eða vera einhverjar afgangsstærðir.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. september 2023, ásamt fylgiskjölum, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 7. september 2023 og færð í trúnaðarbók:
Lagt er til að borgarráð samþykki fyrirliggjandi drög að samkomulagi á milli ríkisins og Reykjavíkurborgar um byggingu og rekstur þjóðarhallar í Laugardal. Jafnframt er lagt til að samþykkt verði að veita borgarstjóra umboð til að ganga frá samkomulaginu við fulltrúa ríkisins um verkefnið byggingu og rekstur þjóðarhallar. Erindið er trúnaðarmerkt fram yfir undirritun samkomulags sem áætlað er í lok vikunnar og verður trúnaði aflétt eftir undirritun.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins:
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna fagna því að þjóðarhöll verði að veruleika. Íþróttahús í Laugardal raðaðist í annað sæti í forgangsröðun íþróttamannvirkja og með þjóðarhöll er bæði komið til móts við miklar þarfir barna og ungmenna í Laugardal og landsliða og annars keppnisfólks. Um er að ræða mikilvæga uppbyggingu til framtíðar sem jafnframt eykur samkeppnishæfni Reykjavíkur á alþjóðavísu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna því að náðst hafi löngu tímabærir samningar um uppbyggingu þjóðarhallar í Reykjavík. Fulltrúarnir lýsa þó áhyggjum af því hvernig Reykjavíkurborg hyggst greiða sinn hluta samkomulagsins í ljósi þess hvernig fjárhag borgarinnar er fyrir komið. Jafnframt leggja fulltrúarnir ríka áherslu á að aðstöðumál Þróttar og Ármanns verði leyst farsællega, sem og íþróttaaðstöðumál grunnskólanna í Laugardal.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun við afgreiðslu málsins:
Flokkur fólksins fagnar því að þjóðarhöll verði að veruleika. Takist vel til mun með þjóðarhöll vera komið bæði til móts við miklar þarfir barna og ungmenna í Laugardal og landsliða og annars keppnisfólks. Fulltrúi Flokks fólksins vill ítreka að gott samráð og samtöl verði höfð við íþrótta- og hverfafélög í Laugardal, foreldrafélög og skólasamfélagið. Áhyggjur hafa verið af samnýtingu og eyða þarf óvissu í því sambandi. Því fyrr sem liggur fyrir skýr skipting á notkun hússins því betra. Um er að ræða að Ármann og Þróttur fá þarna trygga aðstöðu og að nemendur og íþrótta- og tómstundafélög Laugardalsins fá þarna einnig trygga íþrótta- og æfingaaðstöðu. Aðstöðuleysi hefur háð félögunum í Laugardal um langa hríð. Þessi félög sem hér eru nefnd og fleiri sem eru staðsett í hverfum Laugardals mega aldrei mæta afgangi eða vera einhverjar afgangsstærðir. MSS22080037
Fylgigögn
-
Framlagningu erindisbréfs starfshóps um endurskoðun stjórnskipulags eigna- og viðhaldsstjórnunar er frestað. MSS23110134
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um Hafnarhús eru send borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS24010079
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða mikilvægan áfanga í þessu spennandi verkefni. Starfshópurinn mun undirbúa umbreytingu Hafnarhúss í hús myndlistar sem mun hýsa Listasafn Nínu Tryggvadóttur auk stækkunar Listasafns Reykjavíkur. Eftir kaup Reykjavíkurborgar á 60% hússins sem voru í eigu Faxaflóahafna er það nú allt í eigu borgarinnar. Áréttað er að engin fjárhagsleg skuldbinding um uppbyggingu felst í þessu skrefi í verkefninu umfram þegar samþykktar áætlanir.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að hjálögð skýrsla, dags. janúar 2024, um félagslegt landslag í Reykjavík verði send til umfjöllunar í velferðarráði, skóla- og frístundaráði, menningar- og íþróttaráði, mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði, öldungaráði og fjölmenningarráði. Skýrslan verður einnig send til kynningar landshlutasamtökum sveitarfélaga og þeirra sveitarfélaga á suðvestur horninu sem hún nær til. Rannsóknin var hluti af aðgerðaáætlun lýðheilsustefnunnar sem snerti viðfangsefni margra fagráða borgarinnar.
Samþykkt.
Jafnframt er samþykkt að senda skýrsluna til umfjöllunar umhverfis- og skipulagsráðs. MSS22020030Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 8. janúar 2024, varðandi bréf borgarstjóra til menningar- og viðskiptaráðuneytisins um endurskoðun á reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, ásamt fylgiskjölum. MSS23120073
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Með breytingu á reglugerð árið 2018 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald nr. 649/2018 og nr. 686/2018 var sú krafa felld út að gististaðir yrðu að vera í skráðu atvinnuhúsnæði. Breytingin takmarkaði getu Reykjavíkur til að fylgja eftir sinni stefnu um gististarfsemi og er til þess fallin að hafa neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn. Því er ástæða til að bregðast við. Samtal hefur verið í gangi milli Reykjavíkurborgar og menningar- og viðskiptaráðuneytisins um málið og hefur nú meðfylgjandi erindi verið sent til ráðuneytisins með beiðni um endurskoðun á þessari reglugerð. Það er okkar von að brugðist verði við sem fyrst.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Tekið er undir mikilvægi þess að reglugerð um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að þar verði gerður áskilnaður um að aðrir gististaðir en þeir sem falla undir heimagistingu eða orlofshús félagasamtaka skuli vera í samþykktu atvinnuhúsnæði. Þar að auki ítrekar fulltrúi Sósíalista mikilvægi þess að skammtímaleiga íbúða til ferðamanna verði takmörkuð enn frekar miðað við núverandi stöðu. Þar þarf að gera breytingar á umræddum lögum þannig að heimildir til heimagistingar verði takmarkaðar við lögheimili einstaklings þar sem viðkomandi hefur sannarlega fulla búsetu og að óheimilt verði að leigja út íbúðir í atvinnuskyni, þ.e.a.s. að óheimilt verði að leigja út íbúðir sem gististaði sem teljast sem rekstrarleyfisskyld starfsemi sem fellur undir gistiflokka II–IV. Þar að auki þarf að auka eftirlit með skammtímaleigu til að tryggja að ekki sé farið á svig við lög og reglur. Nauðsynlegt er að umræddir þættir eigi sér stað til að auka framboð á langtímaleigu á húsnæði á almennum leigumarkaði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðun reglugerðar um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald er þörf. Flokkur fólksins telur nauðsynlegt að setja hömlur á skammtímaleigu íbúða og styður því tillöguna. Í einni mestu húsnæðiskreppu Íslandssögunnar eru sjö prósent íbúða borgarinnar með virka skráningu á Airbnb, eða 3.800 híbýli. Í helstu ferðamannaborgum Evrópu er hlutfallið að meðaltali tvö prósent. Takmarkanir á skammtímaleigu eru mikilvægar til að verja leigjendur, viðhalda hverfismenningu og sporna við of miklum ágangi ferðamanna. Skammtímaleigumarkaðurinn er farinn að auka þrýsting á fasteigna- og langtímaleigumarkaðinn með því að draga til sín íbúðir sem annars væru notaðar undir íbúðarhúsnæði. Það er algjört stjórnleysi á húsnæðismarkaðnum og það er svo komið að jafnvel heilu blokkirnar eru ekki nýttar til búsetu heldur fyrir ferðamenn. Á sama tíma búa íbúar borgarinnar í ósamþykktu húsnæði. Fulltrúi Flokks fólksins telur mikilvægt að Reykjavíkurborg auki eftirlit með skammtímaleigu til að tryggja að farið sé eftir lögum og reglum. Skoða þarf einnig reglugerð veitingastaða og skemmtanahalds með tilliti til hljóðvistar og hávaða í ljósi hávaðavandamála í miðbænum. Hér er um lýðheilsumál íbúanna að ræða, sem þurfa að þola hávaðann í 10 til 12 stundir daglega í mánuð.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. desember 2023, varðandi tilkynningu World Council on City Data um að Reykjavíkurborg hafi hlotið vottun vegna staðlanna ISO 37120 um sjálfbærar borgir og ISO 37122 um snjallar borgir, ásamt fylgiskjölum. MSS23120011
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fram kemur undir þessum lið að Reykjavíkurborg hefur hlotið vottun vegna staðlanna ISO 37120 um sjálfbærar borgir og ISO 37122 um snjallar borgir, í samvinnu við World Council on City Data. Þetta er án efa gott mál en fulltrúi Flokks fólksins er forvitinn og finnst að fylgja eigi í gögnum hver ávinningurinn er og hver kostnaðurinn er. Í verkefni sem þessu þurfa að koma reglulega staðfestingar á að við séum á réttri leið og að aðgerðir okkar skapi breytingar til batnaðar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, varðandi úthlutun úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. MSS24010090
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. október 2023, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 12. október 2023 og færð í trúnaðarbók:
Lagt er til að Reykjavíkurborg gefi öllu starfsfólki sínu gjafakort fyrir tvo á sýningar í Borgarleikhúsinu í jólagjöf árið 2023. Heildarkostnaður við jólagjöfina er 68,4 m.kr. og færist af liðnum 09126 launa- og starfsmannakostnaður.
Greinargerð fylgir tillögunni. MSS23100031
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir janúar-ágúst 2023, dags. 11. janúar 2024.
Hörður Hilmarsson, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23060028
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til borgarráð samþykki að útboð skuldabréfa Reykjavíkurborgar verði á eftirfarandi dagsetningum árið 2024: 24. janúar, 14. febrúar, 6. mars, 3. apríl, 22. maí, 26. júní, 14. ágúst, 18. september, 30. október, 13. nóvember og 4. desember. Ekki verður ákveðið hversu háa fjárhæð er stefnt að því að bjóða út í hvert sinn eða í hvaða skuldabréfaflokki er boðið út í heldur er sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs heimilt að ákveða fyrirkomulag útboða í hvert sinn.
Samþykkt.
Hörður Hilmarsson, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010012
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. janúar 2024, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppfærslu á reglum um fjárstýringu og uppfærða viðauka við reglur um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.Hörður Hilmarsson, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS24010013
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024:
Lagt er til að borgarráð skipi Jónas Skúlason, skrifstofustjóra bókhalds og uppgjörs, fulltrúa í afskriftarnefnd Reykjavíkurborgar í stað Gísla Hlíðbergs Guðmundssonar. Gísli Hlíðberg Guðmundsson hefur setið í afskriftarnefnd vegna starfa sinna sem borgarbókari en hefur nú látið af störfum. Lagt er til að breytingin taki gildi þann 1. febrúar 2024.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt. FAS24010006Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 8. janúar 2024, að viðauka við fjárhagsáætlun 2024, ásamt fylgiskjölum. Greinargerðir fylgja tillögunum.
Vísað til borgarstjórnar.Hörður Hilmarsson og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23010019
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 13. október 2023, varðandi ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. janúar 2024.
Hörður Hilmarsson og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23100104
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa verulegum áhyggjum af fjárhag Reykjavíkurborgar. Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sendi borginni bréf snemma árs 2023 þar sem vakin var athygli á því að höfuðborgin félli á öllum viðmiðum nefndarinnar fyrir rekstur sveitarfélags. Í október 2023 barst borginni svo annað bréf þar sem aftur var vakin athygli á því Reykjavík uppfyllti ekki öll lágmarksviðmið nefndarinnar. Meirihluti Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar sá ekki ástæðu til að taka bréfið til umfjöllunar fyrr en þremur mánuðum eftir að það barst, þrátt fyrir að eftirlitsnefndin hafi sérstaklega óskað þess í bréfi sínu í október að það yrði lagt fyrir borgarstjórn til afgreiðslu. Bréfið, og afgreiðsla þess, er enn ein birtingarmynd rekstrarvanda borgarinnar og afneitunar meirihlutans á alvarlegri fjárhagsstöðu. Það lýsir sofandahætti meirihlutans við lausn þessa vanda en rekstur borgarinnar verður ekki bættur með bundið fyrir augun.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga sem sent var Reykjavíkurborg þann 13. október sl. og svarbréf fjármálastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 8. janúar 2024, er lagt fyrir borgarráð. Allir ábyrgir fulltrúar í borgarstjórn hljóta að taka því mjög alvarlega þegar höfuðborg Íslands og langfjölmennasta sveitarfélag landsins fær bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga. Í bréfi eftirlitsnefndarinnar eru talin upp þrjú atriði í fjármálum A-hluta Reykjavíkurborgar á árinu 2022 þar sem staðan er metin óásættanleg. Þau snúa öll að rekstri A-hluta borgarsjóðs. Framlegð er neikvæð, veltufé frá rekstri er neikvætt og rekstrarniðurstaða er neikvæð. Þessi staðreynd þýðir að það þarf að taka lán til að greiða rekstrarútgjöld. Reksturinn skilar minna en engu fjármagni til að greiða afborgarnir lána og standa undir fjárfestingum. Með slíkum rekstri er verið að halda uppi þjónustu í Reykjavíkurborg sem gjaldendur næstu áratuga munu þurfa að greiða að hluta til. Miðað við svar sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs er gengið út frá að rekstur Reykjavíkurborgar verði ekki kominn í ásættanlegt horf fyrr en á árinu 2025. Þetta er mikið áhyggjuefni og leggur eftirlitsnefndin áherslu á það við sveitarstjórn að nauðsynlegt sé að fara vel yfir fjárhagslegar forsendur sveitarfélagsins til að ná framangreindum lágmarksviðmiðum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 5. janúar 2024, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 5. janúar 2024 á samstarfssamningi milli Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.
Frestað.Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MIR24010001
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Breytingar virðast margar góðar en fulltrúa Flokks fólksins er þó umhugað um eina reglu sem er í gildi og er um styrki vegna aðstöðu til æfinga og keppni í íþróttamannvirkjum í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bent á og lýst áhyggjum yfir aðstöðumun félaga t.d. í Laugardal. Körfuknattleiksdeild Ármanns hefur ekki boðlega aðstöðu til æfinga nema í Laugardalshöll. Takmarkað aðgengi að Laugardalshöll kemur að sama skapi niður á blak- og handboltadeildum Þróttar. Ef horft er yfir skólaárið verða börnin í hverfinu af 40-45% af æfingum vegna forgangs sérsambanda og Íþrótta- og sýningahallarinnarSH. Þau íþróttahús sem eiga að nýtast í staðinn eru annað hvort allt of lítil eða utan hverfis. Jafnræðis er því engan veginn gætt. Flokkur fólksins óskaði eftir að fá samanburð á fjármögnunarsamningum íþróttahúsa borgarinnar og sérstaklega um aðgengi félaga sem nota Laugardalshöllina. Í svari dags. 15. nóvember 2023 kemur fram að Íþróttabandalag Reykjavíkursér um að úthluta æfingartímum til félaganna í íþróttamannvirkjum borgarinnar og þar sem slík mismunun er í gangi er það á ábyrgð Íþróttabandalags Reykjavíkur. Á þessu þarf að taka í nýjum samstarfssamningi. Hverfisfélög eiga kannski undir högg að sækja, sér í lagi þau smáu þegar kemur að úthlutunum á aðstöðu ef annað sem þykir mikilvægara er ávallt látið ganga fyrir.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 12. desember 2023, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um mótun framtíðarstefnu fyrir Listamiðstöð á Korpúlfsstöðum er sent borgarráði til kynningar.
Eiríkur Björn Björgvinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MIR23110014
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. janúar 2024, um að fara í þriggja ára tilraunaverkefni sem felst í því að frá og með haustinu 2024 hefjist skóladagur unglinga í grunnskólum Reykjavíkur í fyrsta lagi kl. 08:50 að morgni. Árgangarnir geti byrjað seinna að morgninum en stjórnendur og starfsfólk hvers skóla mun útfæra það eins og best hentar skólastarfi í hverjum skóla fyrir sig. Tillagan var samþykkt í skóla- og frístundaráði þann 8. janúar sl.
Samþykkt.
Helgi Grímsson, Arndís Steinþórsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir, Indriði Nökkvi Jóhannsson, Jón Páll Haraldsson, Snædís Valsdóttir, Snæfríður Edda Ragnarsdóttir Thoroddsen, Soffía Vagnsdóttir, Þröstur Flóki Klemensson og Ólöf Kristín Sívertsen taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23060023
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar fagna spennandi tillögu sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs um að fara í þriggja ára tilraunaverkefni sem felst í því að frá og með haustinu 2024 hefjist skóladagur unglinga í grunnskólum Reykjavíkur í fyrsta lagi kl. 08:50 að morgni. Árgangarnir geti byrjað seinna að morgninum en stjórnendur og starfsfólk hvers skóla mun útfæra það eins og best hentar skólastarfi í hverjum skóla fyrir sig. Hugað verður sérstaklega að útfærslunni á Kjalarnesi og annarsstaðar þar sem notast er við skólaakstur. Góður svefn er undirstaða almennrar heilsu og vellíðunar og er afar mikilvægt að börn séu vel úthvíld þegar þau koma í skóla. Niðurstöður rannsóknar sem unnin var í nokkrum skólum borgarinnar, um hvort seinkuð skólabyrjun hafi áhrif á svefn barna, sýna að árangur af því að seinka upphafi skóladags er mikill. Það verður því virkilega áhugavert að fylgjast með hvernig reynslan verður af þessu þriggja ára verkefni.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á að seinka upphafi skóladags hjá unglingum í grunnskólum Reykjavíkur og var með tillögu þess efnis á síðasta kjörtímabili eða árið 2019. Tillagan fékk engan hljómgrunn þá. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að þetta skref verði tekið sem fyrst hvort sem það er í færri eða fleiri skólum. Ágóði seinkunar felst m.a. í góðum áhrifum á heilsu barnanna og er það margrannsakað. Mikilvægt er að standa vel að móttöku þeirra barna sem búa við slíkar aðstæður að þau verði að mæta snemma eða kjósi að koma fyrir upphaf skóladagsins. Að mörgu er að huga en nú er bara að einhenda sér í verkið. Margir unglingar eiga erfitt með að vakna snemma sérstaklega þegar myrkur er. Alkunna er að flestum unglingum þykir gott að sofa á morgnana. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að unglingar á Íslandi fara seinna að sofa en unglingar þjóða sem við berum okkur saman við. Styrkja þarf foreldra í að taka á svefnmálum barna sinna. Það er umræða sem tengist ekki síst snjalltækjanotkun barna og unglinga. Vitað er að snjalltækjanotkun barna að kvöldlagi og fram á nótt kemur í veg fyrir að þau fari tímanlega að sofa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 8. janúar 2024, varðandi umsókn Félagsstofnunar stúdenta um breytingu á rekstrarleyfi leikskólans Sólgarðs og brottfall rekstrarleyfis Leikgarðs, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23120096
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Með beiðninni var óskað eftir að fjölga börnum í Sólgarði úr 51 upp í 115 reykvísk börn á aldrinum 6/9 mánaða til 36 mánaða vegna nýrrar viðbyggingar í Sólgarði. Hér er um gríðarlega fjölgun barna að ræða sem verða öll undir sama þaki, sömu stjórn. Fulltrúa Flokks fólksins er umhugað um að tryggður verði nægur mannskapur til að sinna þörfum barnanna með fullnægjandi hætti. Það verður að liggja skýrt fyrir hvernig mæta skal þörfum og framkvæma þjónustu við börn með t.d. sérþarfir. Í samningnum er kveðið á um í 3. gr. að við leikskóla skuli starfa leikskólastjóri sem hefur starfsheitið leikskólakennari og hefur annað hvort viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynslu á leikskólastigi. Við ráðningu annarra starfsmanna leikskólans skal gætt ákvæða laga nr. 87/2008 um að í ⅔ hluta stöðugilda við kennslu, umönnun og uppeldi barna séu ráðnir leikskólakennarar. Flokkur fólksins vill hér orða mikilvægi þess að starfsmenn sem ráðnir verða tali íslensku enda börnin öll á máltökualdri.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 8. janúar 2024, varðandi umsókn Félagsstofnunar stúdenta um breytingu á samningi um framlag vegna barna með lögheimili í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS23120096
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2024, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að tillögur í meðfylgjandi minnisblaði sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 8. janúar 2024, verði innleiddar í áföngum. Tillaga að útfærslu fjárveitinga niður á kostnaðarstaði verður lögð fram í sérstökum viðauka ásamt umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs. Framlögin verða útfærð sem breyting á gildandi úthlutunarlíkani grunnskólanna, Eddu, eftir því sem kostur er. Alls er gert ráð fyrir að kostnaður verði 195 m.kr. á árinu 2024 og 341,8 m.kr. árið 2025. Fjármagn komi af liðnum ófyrirséð.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS24010033
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf innri endurskoðunar og ráðgjafar, dags. 11. desember 2023, varðandi umfang vinnu vegna stafrænna kennslulausna í skólastarfi á vegum Reykjavíkurborgar.
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. IER23110025
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skýrsla innri endurskoðunar um umfang vinnu vegna stafrænna kennslulausna í skólastarfi er lögð fram. Skóla- og frístundasvið hefur verið sett aftast í forgangsröð stafrænnar umbreytingar bæði hvað varðar kennslulausnir og þjónustulausnir. Áhersla hefur verið á annað, s.s. mælaborð og viðburðadagatöl og annað í þeim dúr sem varla er bráðnauðsynlegt. Í ljósi þessa gríðarlega fjármagns sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur fengið til þessarar vegferðar er einkennilegt að skóla- og frístundasvið skuli hafa verið skilið eftir að svo miklu leyti sem raun ber vitni. Í minnisblaði í gögnum frá skóla- og frístundasviði segir m.a. að ekki verði hjá því litið að þjónustu- og nýsköpunarsvið ber ábyrgð á upplýsingatækni og gagnastjórnun Reykjavíkurborgar, ásamt nýsköpun, tæknilegum umbótum og þjónustu á þeim sviðum. Sama tón má sjá í bréfi teymisstjóra stafrænna mála hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur að borgin sé einangruð í stafrænni vegferð sinni og að önnur sveitarfélög og Reykjavík nái ekki að vinna nógu skilvirkt saman. Fyrir liggur að verulega skortir lagagrunn fyrir stafræn mál á landsvísu sem ekki er til að einfalda vandann.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 18. desember 2023, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um lokanir á leikskóladeildum, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. nóvember 2023. MSS23110115
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Óskað var upplýsinga um fjölda tilfella þar sem gripið hefur verið til lokana leikskóladeilda í Reykjavík vegna fáliðunar. Birtar tölur eru sláandi og af þeim má sjá að sumir leikskólar virka ekki sem skyldi vegna skerðingar þjónustu ýmist heilu eða hálfu dagana, því ekki hefur tekist að manna deildir. Á rúmum mánuði var fjöldi lokaðra daga um 1000. Áhrif og afleiðingar bitnuðu á um 3000 börnum og fjölskyldum þeirra. Bak við hverja tölu er barn sem ekki fær notið leikskóla síns og fjölskyldur barnanna sem lenda iðulega í ómældu tjóni við að finna pössun fyrir börn sín. Ótalin eru áhrif skerðingar þjónustunnar á líf ömmu, afa og annarra fjölskyldumeðlima og jafnvel vina sem beðnir eru að hlaupa í skarðið því Reykjavíkurborg sinnir ekki hlutverki sínu. Áhrifin eru auðvitað mest á barnmarga leikskóla. Ástandið er verst á leikskólunum Borg, Nauthóli, Hálsaskógi og Holti. Einkareknir skólar eru reyndar ekki taldir með í þessu yfirliti en ef svo væri væru lokunartölur með tilheyrandi neikvæðum áhrifum enn hærri. Til dæmis var leikskólinn Ársól lokaður í um 14 daga fyrir jól vegna manneklu. Reykjavíkurborg ber ábyrgðina. Mannekla er heimagerður vandi.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fána Palestínu við Ráðhúsið, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. nóvember 2023.
Frestað. MSS23110111Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um afgreiðslu tillögu um fána Palestínu, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. nóvember 2023.
Frestað. MSS23110111Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 8. janúar 2024, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um eignarhald lóða, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. maí 2023. MSS23050152
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um leigumarkaðsnefnd Reykjavíkur, sbr. 13. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júlí 2023. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 8. janúar 2024. Frestað. MSS23070094
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 9. janúar 2024, við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um skýrslu starfshóps um greiningu á stöðu Laugarnesskóla, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. desember 2023. MSS23020033
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins spurði um skýrslu starfshóps um greiningu á stöðu Laugarnesskóla en starfshópurinn átti að skila af sér í maí. Svar hefur borist. Flokkur fólksins óskar nánari upplýsinga um hverjar þær frekari forsendur eru sem vísað er til í svarinu og sem borgarráð samþykkti að leggja fyrir starfshópinn. Fulltrúa Flokks fólksins finnst svarið allsérstakt og raunar bara endurtekning. Þessar frekari forsendur eru enn óljósar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst að svona mál eigi einfaldlega að vera upp á borði svo hægt sé að ræða það og rýna opinskátt. Aftur er minnt á að beðið er með óþreyju eftir upplýsingum um málið. Fólk vill fá svör, m.a. um lausnir og tímalínu.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir fjölmenningarráðs frá 28. nóvember og 19. desember 2023. MSS23010024
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið í fundargerðinni frá 19. desember og 3. lið í fundargerðinni frá 28. nóvember:
Umsögn um stafræna stefnu. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir það sem fram kemur í þessari umsögn að ekki er ljóst hvernig á að ná megin- og undirmarkmiðum stefnunnar. Það er eins og það gleymist að við búum nú í fjölmenningarlegu samfélagi og að innflytjendur hafa sama rétt á þjónustu og aðrir íbúar. Stefnan er auk þess engan veginn á mannamáli heldur stundum allt að því eitthvert orðagjálfur sem jafnvel er fyrir mörgum merkingarlaust. Í 3. lið fundargerðarinnar frá 28. nóvember eru reifaðar niðurstöður Félagsvísindastofnunar um einmanaleika. Niðurstöður eru allsláandi. Innflytjendur voru meira einmana en þau sem skilgreindu sig af íslenskum uppruna. 29% innflytjenda voru ekki einmana en 44% fólks af íslenskum uppruna var ekki einmana. Sambærilegar niðurstöður voru á kvörðum sem mæla tilfinningalegan og félagslegan einmanaleika. Konur voru líklegri til að finna fyrir tilfinningalegum einmanaleika. Þessar niðurstöður þarf að taka alvarlega að mati Flokks fólksins og bregðast við í samræmi við það.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 21. desember 2023. MSS23010005
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 19. desember 2023. MSS23010027
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 18. desember 2023. MSS23010036
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 5. og 26. september, 3. október, 7. nóvember og 5. og 20. desember 2023. MSS23010016
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. og 3. lið fundargerðarinnar frá 5. september:
1. mál. Undir þessum lið eru birtar niðurstöður starfshóps um uppbyggingu og rekstur brennslustöðvar á vegum SORPU. Ýmsar vangaveltur vakna. Í framhaldi vill SORPA kanna frekar m.a. möguleika á að byggja upp vinnslugetu brennslustöðvar í áföngum og hvort samtvinnun á áfangaskiptri uppbyggingu vinnslugetu og útflutnings geti verið leið til að tryggja hagkvæmni. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sjálfsagt að láta kanna þetta en er samt ekki vitað nú þegar hversu mikið magn fellur til af brennanlegu sorpi. Og þarf þá að leggja mikla áherslu á að áfangaskipta uppbyggingu. Til hvers að áfangaskipta þessu? Svo er talað um útflutning. Afurð brennslu verður að mestu varmaorka. Hún verður ekki flutt út. 3. mál. Flokkur fólksins telur að sumt hafi gengið vel í þessu nýja flokkunarkerfi og best hefur gengið með flokkun lífræns sorps. Það skal fara í ákveðna poka og úr verður fyrirmyndarmolta. Fyrir skemmstu fór af stað sá orðrómur að fljótlega ætti að taka gjald fyrir poka undir matarleifar og fundu einhverjir sig knúna til að hamstra þá. Flokkur fólksins fagnar ákvörðun SORPU um að halda áfram með gjaldfrjálsa dreifingu pokanna til að tryggja áframhaldandi árangur í flokkun matarleifa.
Fylgigögn
- Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 5. september 2023
- Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 26. september 2023
- Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 3. október 2023
- Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 7. nóvember 2023
- Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 5. desember 2023
- Fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 20. desember 2023
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 19. maí og 11. desember 2023. MSS23010021
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar frá 19. maí:
Samkvæmt gjaldskrárstefnu Strætó er stefnt að endurskoðun gjaldskrár tvisvar á ári. Ný gjaldskrá hjá Strætó tók gildi 8. janúar og nemur hækkun um 11% yfir alla fargjaldaflokka. Stakt fargjald fór úr 570 í 630 og 30 daga nemakort úr 4.500 kr. í 5.200. Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir alfarið að fleiri hækkanir verði og minnir á fögur orð borgarmeirihlutans um að taka þátt í að ná niður verðbólgu með því að stemma stigu við gjaldskrárhækkunum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2024.
7. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS24010031Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. MSS24010065
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 10. lið yfirlitsins:
Nú hefur borgarráði borist bréf frá íbúaráði Árbæjar og Norðlingaholts með skýru ákalli íbúa um að Reykjavíkurborg og meirihluti borgarstjórnar standi við gefin loforð og samninga gagnvart Fylki og iðkendum félagsins, ungum sem öldnum. Nú eru að verða sjö ár síðan borgarstjóri féllst á að gera samkomulag við Fylki í þágu þess að tryggja iðkendum og hverfinu viðunandi íþróttaaðstöðu. Fylkir gaf eftir svokallaðar Hraunbæjarlóðir undir byggingu íbúðarhúsa til borgarinnar og átti í staðinn að fá fjármuni til byggingar aðalknattspyrnuvallar félagsins ásamt 20% af sölu lóða sem væri umfram söluverðmæti 400 milljóna og væri umfram framkvæmdakostnað til annarrar uppbyggingar á aðstöðu félagsins. Þó Reykjavík hafi fullnýtt lóðirnar með uppbyggingu rúmlega 200 íbúða hefur ekki verið gengið frá samningnum né honum lokið. Félagið, iðkendur og íbúar hafa því verið hlunnfarnir um háar fjárhæðir sem eru félaginu nauðsynlegar til að viðhalda og byggja upp starfsemi sína í takt við þarfir hverfisins og nútímakröfur. Þessar vanefndir gagnvart félaginu og íbúum hverfisins eru ámælisverðar og hafa orðið til þess að starfsemi Fylkis er haldið í lausu lofti og nauðsynlegar úrbætur á aðstöðumálum látnar vinda upp á sig. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins taka undir með íbúaráði um að Reykjavíkurborg hefji tafarlaust formlegt samtal um stöðu samkomulagsins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. og 8. lið:
7. mál. Samantekt samstarfs sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu. Fulltrúi Flokks fólksins sér að hér er staðfest það sem hann hefur verið að benda á lengi, þ.e. að stafræn vegferð Reykjavíkur er einangruð í stað þess að borgin sé í samstarfi við önnur sveitarfélög og ríkið. Samstarfið gæti hafa verið mun meira og þéttara. Reykjavík hefur ekki þegið boð um að vera samferða öðrum í þessari vegferð. Þetta samstarfsleysi hefur þess í stað kostað borgina háar fjárhæðir. Fram kemur í þessari samantekt að sveitarfélög og Reykjavíkurborg nái ekki að vinna nógu skilvirkt saman að kostnaðarsamri endurhönnun þjónustu út frá nútímakröfum. Mikilvægt er að næg áhersla verði lögð á stafræna framþróun innan sveitarfélaganna og innan sambandsins til þess að árangur náist. 8. mál. Staðan á líkhúsi Kirkjugarða Reykjavíkur er bágborin og kallar framkvæmdastjóri eftir vitundarvakningu borgarstjórans í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins telur að borgin þurfi að skoða þessi mál ofan í kjölinn. Sú þjónusta sem þarna fer fram er mikilvæg öllum þar sem víst er að við eigum það öll sameiginlegt að eiga eftir að deyja og í framhaldinu að komast undir græna torfu ýmist í kistu eða duftkeri.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS24010071
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. janúar 2024, vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis til kl. 04:30 aðfaranótt 29. janúar nk. fyrir veitingastaðinn American Bar, Austurstræti 8-10 vegna beinnar sjónvarpsútsendingar á undanúrslitum NFL í Bandaríkjunum. Óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita jákvæða umsögn um tímabundið áfengisleyfi með vísan til 2. mgr. 17. gr. l. nr. 85/2007, til kl. 04:30 til American Bar aðfaranótt mánudagsins 29. janúar nk. Jákvæð umsögn borgarráðs er háð því að aðrar lögbundnar umsagnir séu einnig jákvæðar.
Samþykkt. MSS24010062Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nýlega kom upp atvik þar sem skipuleggjendur mótmæla í borgarlandi komu upp tjaldbúðum og sóttu sér rafmagn frá Reykjavíkurborg með aðstoð borgarstarfsmanns án þess þó að hafa aflað tilskilinna leyfa. Spurt er hver sé hinn hefðbundni eða rétti verkferill leyfisveitinga vegna skipulagðra atburða í borgarlandi, hvar sótt er um slík leyfi og hver vinnslutími slíkra beiðna er. Hversu oft er sótt um slík leyfi að meðaltali? Hve oft eru þau veitt, hve oft er þeim hafnað og hverjar er algengustu ástæður þess að slíkum umsóknum sé hafnað? Er algengt að skipuleggjendur mótmæla eða annarra atburða í borgarlandi afli sér ekki tilskilinna leyfa? Eru einhver viðurlög við því að halda atburði í borgarlandi án leyfa og hverjar eru heimildir borgarinnar gagnvart atburðum í óleyfi? Eru þær heimildir nokkurn tímann nýttar og í hvaða tilfellum þá? Er rafmagni skaffað endurgjaldslaust í skipulagða viðburði í borgarlandi eða þurfa skipuleggjendur að greiða fyrir rafmagn? Ef svo er, hvað er gert ef skipuleggjendur sækja sér rafmagn í óleyfi? Er það algengt? MSS24010107
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nýlega varð stefnubreyting í gjaldtöku á skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins þar sem tekið var upp nýtt gjald fyrir eldri borgara. Spurt er hvenær var fyrst ákveðið að eldri borgarar skyldu undanþegnir gjaldi, hvernig var sú ákvörðun tekin og á hvaða vettvangi? Var það hluti af almennri stefnu aðildarsveitarfélaga í málefnum eldri borgara? Hvenær var ákveðið að breyta um stefnu og hefja gjaldtöku á eldri borgara á skíðasvæðin? Hvernig var sú ákvörðun tekin og á hvaða vettvangi? Var sú ákvörðun hluti af nýrri stefnumótun? Ef svo er, hver var sú stefnumótun og hverjir stóðu að baki henni? MSS240101011
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð samþykki að beina því til stjórnar SORPU að huga sérstaklega að eldra fólki og hreyfihömluðu sem ekki geta nálgast poka fyrir lífrænan úrgang á endurvinnslustöðvum Sorpu og finna leiðir til að koma pokunum til þeirra með öðrum hætti, s.s. með því að eldri borgarar og þeir sem ekki geta nálgast pokana á SORPU fái tækifæri til að panta pokana heim til sín eða að sorphirðufólk geti afhent þeim nýja poka t.d. á sama tíma og sorphirða á sér stað. MSS24010108.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Reykjavík er eitt sveitarfélaga sem hafa innleitt, eða eru að innleiða, mælingar samkvæmt ISO staðli 37120 um sjálfbærni sveitarfélaga. Ávinningur er sennilega mikill en engu að síður má spyrja hver hann sé og hver er kostnaður við þetta. Fleiri sveitarfélög hafa innleitt mælingar samkvæmt ISO staðli 37120 um sjálfbærni sveitarfélaga og þá er einnig vert að nefna loftslagsmæli Festu sem nokkur sveitarfélög nýta. Við val á árangursviðmiðum og mælikvörðum má spyrja: Hvernig vitum við að við erum á réttri leið? Hvernig vitum við að aðgerðir okkar skapa breytingar til batnaðar og hvernig er samráði háttað? MSS24010105
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar skýringa á því af hverju Reykjavíkurborg hefur valið að vera að mestu einsömul á ferð í sinni stafrænu vegferð frekar en að vera í þéttu og nánu samstarfi við önnur sveitarfélög og ríki. Einnig er spurt hvort stafræn yfirvöld borgarinnar geri sér grein fyrir hversu miklu kostnaðarsamara það er að vera einn í þessari vegferð en í samvinnu við önnur sveitarfélög og ríkið. Það hefur orðið æ meira áberandi með tímanum að Reykjavíkurborg er ekki í neinu alvöru samstarfi við aðra og áhersla þjónustu- og nýsköpunarsviðs snýst frekar um að vera áberandi á erlendri grund en innlendri eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins og fleiri horfa á málið. Skóla- og frístundasvið hefur sem dæmi setið á hakanum. Fram kemur í samantekt samstarfs sveitarfélaga í stafrænni umbreytingu (7. liður í embættisafgreiðslum fyrir fund borgarráðs 11. janúar 2024) að Reykjavík hefur ekki verið í miklu samstarfi við önnur sveitarfélög eða ríki. Ný skýrsla innri endurskoðunar rennir stoðum undir einmitt þetta svo ekki verður um villst. MSS24010106
Vísað til meðferðar stafræns ráðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nýlega fengu borgarfulltrúar skeyti frá foreldri sem ekki fær pláss fyrir barn sitt á leikskóla eins og búið var að lofa. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsingar um hvernig gengur að leysa úr þessum vanda leikskólanna og hvenær tugir foreldra mega eiga von á að fá pláss fyrir börn sín. Ýmist á eftir að ljúka framkvæmdum eða leysa mönnunarvanda. Eins og fram kemur í skeytinu þá eru foreldrar að bugast. Það tekur á að hafa ekki dagvistunarpláss, en það er erfiðara að vita ekki hvenær úr rætist. Ekkert er gert fyrir foreldra sem eru úti í kuldanum. MSS24010109
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Samningur við KLAK-Icelandic Startups var framlengdur á vettvangi borgarráðs í dag, 11. janúar. Samningurinn er til tveggja ára og snýr að áframhaldandi samstarfi og framkvæmd viðskiptahraðalsins Hringiðu sem hefur það að markmiði að draga fram, efla og styðja við nýsköpunarverkefni fyrirtækja og stofnana sem byggja á hugmyndafræði hringrásarkerfisins og Gulleggsins, stærstu frumkvöðlakeppni landsins. Í inngangi kemur fram að tilgangurinn sé að styrkja frumkvöðlastarf á Íslandi. Spurning frá fulltrúa Flokks fólksins er hvort útsvarsgreiðendur í Reykjavík eigi að bera ábyrgð á því að styrkja frumkvöðlastarf á landsvísu. Á ekki ríkið að sjá alfarið um styrkveitingar sem þessar vegna umfangs á landsvísu? Fulltrúi Flokks fólksins gerir sé góða grein fyrir mikilvægi frumkvöðla og frumkvöðlastarf en spurning er hvort borgarsjóður eigi að standa undir styrkgreiðslum á landsvísu sérstaklega nú þegar Reykjavíkurborg hefur varla fjármagn til að sinna lögbundinni þjónustu. MSS21120164
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins vill ítreka fyrirspurn sína frá 14. september um áhrif og afleiðingar raka og myglu í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar Orkuveitu Reykjavíkur á fundi borgarráðs 14. september sl. MSS23090081
Fundi slitið kl. 12:15
Einar Þorsteinsson Dóra Björt Guðjónsdóttir
Heiða Björg Hilmisdóttir Hildur Björnsdóttir
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sanna Magdalena Mörtudottir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs 11.01.2024 - Prentvæn útgáfa