Borgarráð - Fundur nr. 5724

Borgarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 9. nóvember 2023, var haldinn 5724. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:08. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir.  Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir og Hildur Björnsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Diljá Ragnarsdóttir, Ebba Schram, Hulda Hólmkelsdóttir og Þorsteinn Gunnarsson.
Helga Björk Laxdal ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2023 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1, Háteigshverfi, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SN150530

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lagðar eru fram tillögur að nýju hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1, Háteigshverfi, 3.2, Hlíðahverfi og 3.3, Öskjuhlíðarhverfi. Stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Tillögurnar eru svipaðar í grunninn fyrir öll hverfin að því leyti að gert er ráð fyrir að fólk geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Mikilvægt er einmitt að ferillinn sé skilvirkur og hraður. Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á margt í þessum tillögum og sýnist sem reyna eigi að hafa gott og þétt samstarf við íbúa í gegnum íbúafundi og samtal, maður á mann. Þar sem um er að ræða aukið byggingarmagn að einhverju marki er samráð sérstaklega mikilvægt við þá sem næst búa t.d. ef bæta á við hæðum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2023 á auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2, Hlíðahverfi, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SN150531

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lagðar eru fram tillögur að nýju hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1, Háteigshverfi, 3.2 Hlíðahverfi og 3.3 Öskjuhlíðarhverfi. Stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Tillögurnar eru svipaðar í grunninn fyrir öll hverfin að því leyti að gert er ráð fyrir að fólk geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Mikilvægt er einmitt að ferillinn sé skilvirkur og hraður. Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á margt í þessum tillögum og sýnist sem reyna eigi að hafa gott og þétt samstarf við íbúa í gegnum íbúafundi og samtal, maður á mann. Þar sem um er að ræða aukið byggingarmagn að einhverju marki er samráð sérstaklega mikilvægt við þá sem næst búa t.d. ef bæta á við hæðum.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. nóvember 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 1. nóvember 2023, um auglýsingu á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.3, Öskjuhlíðarhverfi, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SN150532

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lagðar eru fram tillögur að nýju hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1, Háteigshverfi, 3.2 Hlíðahverfi og 3.3 Öskjuhlíðahverfi. Stefnt er að því að ljúka við gerð hverfisskipulags fyrir öll hverfi borgarinnar. Tillögurnar eru svipaðar í grunninn fyrir öll hverfin að því leyti að gert er ráð fyrir að fólk geti gert breytingar á eigin húsnæði án þess að fara í gegnum tímafrekan feril. Mikilvægt er einmitt að ferillinn sé skilvirkur og hraður. Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á margt í þessum tillögum og sýnist sem reyna eigi að hafa gott og þétt samstarf við íbúa í gegnum íbúafundi og samtal, maður á mann. Þar sem um er að ræða aukið byggingarmagn að einhverju marki er samráð sérstaklega mikilvægt við þá sem næst búa t.d. ef bæta á við hæðum.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október 2023 á auglýsingu á breytingu á hverfisskipulagi Efra Breiðholts, hverfi 6.3, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23040056

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. október 2023, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. október 2023 á beiðni um breytingu á deiliskipulagi Grundagerði 27-35 og Sogavegi 26-54 vegna lóðarinnar nr. 34 við Sogaveg, ásamt fylgiskjölum.
    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs er staðfest.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23090102

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. október 2023, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 18. október 2023 á beiðni um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals, athafnasvæðis hestamanna, vegna lóðarinnar nr. 12 við Faxaból, ásamt fylgiskjölum.
    Synjun umhverfis- og skipulagsráðs er staðfest.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050272

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. október 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að fara í framkvæmdir við gerð göngu- og hjólastíga við Hálsabraut og Suðurhlíð, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23070074

    Fylgigögn

  8. Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. september 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 13. september 2023, á fegrunarviðurkenningum Reykjavíkurborgar 2023, sem samþykkt var á fundi borgarráðs þann 21. september 2023 og fært í trúnaðarbók.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010196

    Fylgigögn

  9. Afgreiðsla undir þessum lið er færð í trúnaðarbók. MSS23110032

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að framlengja tímamörkum rammasamkomulags og samkomulags um bensínstöð á lóðinni Ægisíðu 102, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22120052

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2023:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fela umhverfis- og skipulagssviði og eignaskrifstofu að finna hentuga lóð eða hentugt húsnæði fyrir Kaffistofu Samhjálpar í samvinnu við Samhjálp.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. MSS23100112

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2023, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg taki þátt í útvíkkun verkefnisins Römpum upp Ísland þar sem Römpum upp Ísland býður hinu opinbera, ríki og sveitarfélögum samstarf um gerð rampa við húsnæði í þeirra eigu en hingað til hefur verkefnið einblínt á aðgengi að húsnæði í eigu einkaaðila. Reykjavíkurborg myndi senda inn tillögur að staðsetningum rampa og taka mið af umsögn aðgengis- og samráðsnefndar frá 26. október sl. um málið. Samstarfið felur ekki í sér aukinn beinan kostnað.

    Samþykkt. MSS22020088

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Römpum upp Ísland – opinberar byggingar. Þetta er gott mál. Flokkur fólksins vill sérstaklega þakka frumkvöðli þessa verkefnis fyrir allt sem hann hefur gert í þágu þeirra sem njóta góðs af römpum. Verkefnið er ómetanlegt og hefði sennilega ella aldrei orðið að veruleika. Einkaframtak þetta hefur lyft grettistaki í að auka og auðvelda aðgengi. Í raun og sanni hefðu stjórnvöld átt að eiga þetta frumkvæði og það fyrir löngu og þá í samvinnu við þá sem málin varða eins og lög og reglur gera ráð fyrir.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2023, varðandi fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Dubai á COP28, ásamt fylgiskjölum. MSS23100225

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2023, ásamt fylgiskjölum:

    Töluverð umræða hefur skapast um styttuna Séra Friðrik og drengurinn í kjölfar útkomu bókarinnar Séra Friðrik og drengirnir hans og tengdrar fjölmiðlaumræðu. Fyrir borgarráði liggur einnig tillaga Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa um að fjarlægja beri styttuna. Lagt er til að borgarráð samþykki að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson, sem er á horni Amtmannsstígs og Lækjargötu, af stalli í ljósi ásakana sem fram hafa komið um að sr. Friðrik hafi beitt drengi kynferðislegri áreitni eða ofbeldi.

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.

    Tómas Ingi Torfason tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Ólöfu Kristínu Sigurðardóttur sem tekur sæti með rafrænum hætti. MSS23110034

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í ljósi alls þess sem hefur komið fram telur fulltrúi sósíalista eðlilegt að fjarlægja umrædda styttu. Á meðan leitað er umsagnar telur fulltrúi sósíalista að það ætti að hylja styttuna.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í þessari tillögu borgarstjóra er lagt til að leita umsagnar KFUM og KFUK og Listasafns Reykjavíkur um hvort taka eigi minnismerki um sr. Friðrik Friðriksson sem stendur í Lækjargötu af stalli í ljósi ásakana um að hann hafi beitt drengi kynferðislegu ofbeldi. Sr. Friðrik stofnaði KFUM og KFUK á Íslandi. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu á fundi borgarráðs 2. nóvember sl. um að láta fjarlægja þessa styttu af sr. Friðriki úr augsýn almennings vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot eins og fram kemur í bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um ævi og störf prestsins. Sjálfsagt er að leita umsagnar KFUM og KFUK af virðingu við þau ágætu félög enda málið mikið áfall fyrir félögin og harmleikur. Fulltrúi Flokks fólksins telur þó að fjarlægja eigi styttuna eins fljótt og unnt er til þess að forðast að málið dagi uppi. Sýna þarf þolendum þá virðingu að leyfa því ekki að gerast. Hér er um ákvörðun borgarráðs að ræða.

    Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna styður tillögu borgarstjóra þó vissulega hefði verið hægt að leita álits fleiri aðila um málið. Þá telur fulltrúinn rétt að fjarlægja styttuna af Friðriki og við það tækifæri endurhugsa svæðið í kring. Setja mætti t.d. upp leiktæki eða annað sem gæti glatt börn og aðra vegfarendur sem ungir eru í anda.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2023, þar sem minnisblað samhæfingarhóps um móttöku flóttafólks er lagt fram, ásamt fylgiskjölum.

    Helgi Grímsson, Rannveig Einarsdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22030128

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs frá 25. október 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingu á rekstrarleyfi leikskólans Öskju, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SFS23040049

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. október 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aukið framlag til Hjallastefnunnar ehf. vegna leikskólans Öskju, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SFS23040049

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. október 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tímabundið leyfi til kennslu í 6. og 7. bekk í Barnaskóla Hjallastefnunnar og fjölgun nemenda, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SFS23060039

    Fylgigögn

  19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. nóvember 2023, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að viðaukasamningi II milli mennta- og barnamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann í Breiðholti þar sem samþykkt er önnur stækkun á fyrirhuguðu verknámshúsi með áætluðum viðbótarkostnaði. Fyrirhuguð stækkun á viðbyggingu og framangreindur viðbótarkostnaður vegna hennar var samþykktur í borgarráði þann 21. júlí 2022 og viðaukasamningur I þann 3. janúar 2023.

    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22070034

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning um afnot af lóð við geymsluskemmur Reykjavíkurborgar við Þórðarhöfða 4, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23110005

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning um geymsluhúsnæði í bröggum Reykjavíkurborgar við Þórðarhöfða 4, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23100043

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6. nóvember 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við húsaleigusamning vegna Víðinesvegar 30, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22080003

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf innri endurskoðunar og ráðgjafar, dags. 30. október 2023, þar sem skýrsla um eftirlitsmyndavélar á vegum Reykjavíkurborgar, dags. október 2023, er lögð fram til kynningar.

    Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann og Kristín Lilja Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. IER22110017

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur fram til þessa verið talsmaður þess að eftirlits- og öryggismyndavélar séu settar upp þar sem talin er þörf og ástæða og þá í kjölfar mats sérfræðinga þar að lútandi. Sérstaklega er slíkur búnaður eftirsóknarverður þar sem börn koma saman í námi, starfi eða leik. Þótt myndavélar sem þessar komi ekki í veg fyrir að glæpur sé framinn hafa þær fælingarmátt og auðvelda að mál séu upplýst. Þannig eru eftirlitsmyndavélar almennt til bóta. Með þeim má einnig sjá hverjir skemma með veggjakroti og gera þá ábyrga fyrir verknaðinum. Ef tækjabúnaður sem þessi og gögn honum tengd eru ekki misnotuð til að hefta frelsi eða frelsistilfinningu einstaklinga á að beita eftirlitsmyndavélum víða. Það hefur auk þess komið fram í umsögn mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu að samkomulagið um öryggismyndavélar samræmist mannréttindastefnunni en einungis ef vel útfærðar og nákvæmar verklagsreglur fylgja því. Öryggis- og eftirlitsmyndavélar eru að verða eðlilegur hlutur í öruggum borgum.

    Fylgigögn

  24. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um strætógötu í Öskjuhlíð, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. september 2023. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. október 2023. MSS23090045
    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 
    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins og leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að efla strætótengingar að Öskjuhlíð eða við Perluna. Fulltrúi sósíalista veltir því fyrir sér hvort hægt sé að koma strætóstöð fyrir á öðrum stað í nálægð við Öskjuhlíð eða Perluna.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 2. nóvember 2023. MSS23010026

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hlakkar til að fá umsögn skólaráðs Klettaskóla, starfsfólks Klettaskóla, foreldrafélags Klettaskóla, frístundamiðstöðvarinnar Kringlumýrar, aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks, Þroskahjálpar, Umhyggju og þeirra sveitarfélaga sem nýta þjónustuna. Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á tillögur starfshópsins sem er að til verði tveir sérskólar fyrir fötluð börn í Reykjavík og nágrenni. Annar við Suðurhlíð 9 (Klettaskóli) og hinn við Bakkastaði 2 (Korpuskóli). Þátttökubekkur leggst af ef opnaður verður nýr sérskóli. Settar eru fram sviðsmyndir, einar þrjár. Í öllum tilfellum er gert ráð fyrir að frístundastarfið fylgi með í þá skóla sem árgangarnir fara og sé staðsett innan skólabygginganna.  Þetta atriði er gríðarmikilvægt og eitthvað sem þarf að vera til grundvallar þegar verið er að skipuleggja og hanna nýja skóla. Fulltrúa Flokks fólksins hefur aldrei þótt svokallaðir þátttökubekkir góð lausn enda hugsuð fyrst og fremst í upphafi sem neyðarúrræði. Veikleikar við þá eru of margir. Fyrst og fremst leysir það ekki vanda Klettaskóla og ýtir auk þess frekar undir aðgreiningu heldur en skóli án aðgreiningar. Komið er að þolmörkum og það fyrir löngu. Finna þarf alvöru og varanlega lausn. 

    Fylgigögn

  26. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 18. september og 2. og 16. október 2023. MSS23010022

    Fylgigögn

  27. Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 19. október og 2. nóvember 2023. MSS23010005

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir öðrum lið fundargerðarinnar frá 19. október: 

    Tekið er eftir bókun Sjálfstæðisflokksins undir liðnum þar sem lagt er fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 16. október, merkt FAS23030049, með stöðuskjali fjárfestinga og viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við innkaupareglur Reykjavíkurborgar og samþykktir innkaupa- og framkvæmdaráðs. Í henni er lýst vonbrigðum með framsetningu breytinga við fjárfestingaáætlun og segir: „Í stöðuyfirliti fjárfestingar sem einnig er lagt fram til kynningar er eingöngu sýnd hversu miklum fjármunum er búið að eyða í þau verkefni sem eru í gangi en ekki hvernig framganga verkefnanna gengur.“ Fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis lýst áhyggjum sínum af innleiðingarmálum þjónustu- og nýsköpunarsviðs og í þessari bókun kemur fram að tafir séu á uppsetningu og innleiðingu á nýjum kerfum sem mögulega spila þarna inn í. Óskað er eftir skýringum og væri gott ef ábyrgðaraðilar á þessum verkefnum komi einnig með skýringu á þessu fyrir borgarráð.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 18. október 2023. MSS23010029

    Fylgigögn

  29. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 1. nóvember 2023. MSS23010031

    Fylgigögn

  30. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 25. október 2023. MSS23010035

    Fylgigögn

  31. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 16. október 2023. MSS23010036

    Fylgigögn

  32. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 23. október 2023. MSS23010018

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. og 12. lið fundargerðarinnar: 

    Í 4. lið fundargerðarinnar segir: „Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur skorar á eigendur að skipa vinnuhóp til að endurskoða eigendastefnu, sameignarsamning og eftir atvikum lög um Orkuveitu Reykjavíkur, t.d. varðandi félagsform“. Fróðlegt væri að vita hverjir eru gallar á núverandi fyrirkomulagi að mati stjórnarinnar. 12. liður fjallar um fýsileikakönnun á stuðningi við uppsetningu sólarsella á heimilum í Reykjavík og þá hugmynd að skoða möguleika á sambyggðum vindmyllum. Það er hæpið að mati fulltrúa Flokks fólksins að það þurfi að tvinna saman sólarsellum og möguleikum á vindmyllum. Umhverfislega eru þessir kostir eins og svart og hvítt. Sólarsellur geta verið á þökum húsa sem fáir yrðu varir við. Vindmyllur eru hins vegar einstaklega áberandi og hafa mikil umhverfisáhrif í þéttbýli.

    Fylgigögn

  33. Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 6. október 2023. MSS23010015

    Fylgigögn

  34. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. MSS23100188

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. og 14. lið yfirlitsins:

    2. liður um fundargerðir stefnuráðs byggðasamlaganna. Fara á yfir stefnu í úrgangsmálum enda veitir ekki af því þar sem þessi mál eru á einhverju undarlegu flökti. Fyrirvaralaust er hætt við að vinna að brennslustöð í Álfsnesi. Það hefur ekki verið útskýrt. Slík stöð myndi leysa margan vandann og brennsluhæft sorp yrði að verðmæti en ekki vandamáli. Þá er gott að sjá að í gangi er stefnumótunarvinna á vegum stjórnar SORPU bs. Ekki er í fundargerð sagt nokkuð um verkefnið nema að gögn verði birt síðar. En vonandi er verið að reyna að gera Strætó að aðlaðandi samgöngukosti. 14. liður: Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að starfshópur skuli nú rýna og greina mönnun, rekstur, umfang og þróun á miðlægri starfsemi Reykjavíkurborgar og skili skýrslu á næsta ári þar sem fram koma tillögur að hagræðingaraðgerðum. Þetta er nánast orðrétt út úr munni fulltrúa Flokks fólksins í ræðu í fyrri umræðu um fjárhagsáætlun að þarna eru mörg sóknarfæri til að hagræða og spara.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS23100189

    Fylgigögn

  36. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá samanburð á fjármögnunarsamningum íþróttahúsa borgarinnar og sérstaklega upplýsingum um aðstöðu og aðstöðumun íþróttafélaga í íþróttahúsum borgarinnar. Sérstaklega er horft til þess að fá upplýsingar um aðstöðumun félaga sem nota Laugardalshöllina, félaga eins og Ármanns og Þróttar, ÍR, Vals, KR og Fjölnis sem og fleiri. Hvernig er aðgengi félaganna að íþróttahúsum borgarinnar, hver sér um að úthluta tíma/dögum til íþróttafélaganna og hvernig eru reglurnar í sambandi við það? Hvernig er t.d. gætt að jafnræði milli félaganna við úthlutun tíma? MSS23110060

    Vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

  37. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga hvort það teljist eðlilegt og rétt að greinargerð þjónustu- og nýsköpunarsviðs með fjárfestingaráætlun fyrir árið 2024 sé skrifuð áður en fjárfestingaráætlun borgarinnar liggur fyrir. Greinargerð þjónustu- og nýsköpunarsviðs með fjárfestingaráætlun miðast því við fimm ára fjárhagsáætlun frá fyrra ári eins og sjá má í greinargerð með fagsviðum á bls. 80. Er fordæmi fyrir þessu? Fulltrúi Flokks fólksins telur að það hljóti að vera óásættanlegt að greinargerð sviðs með tillögu að fjárheimildum fyrir árið 2024 byggi á árs gömlum forsendum. Þess vegna er einnig spurt hvort ekki sé eðlilegast að greinargerðin verði dregin til baka og nýrri greinargerð skilað sem byggir á þeim forsendum sem liggja fyrir nú á haustdögum. Greinargerð um fjárfestingar næsta árs hjá sviðinu á auðvitað ekki að fjalla um hvað hefur verið unnið á yfirstandandi ári heldur um forsendur fjárheimilda komandi árs. FAS23010019

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs. 

Fundi slitið kl. 12:32

Einar Þorsteinsson Dóra Björt Guðjónsdóttir

Heiða Björg Hilmisdóttir Hildur Björnsdóttir

Pawel Bartoszek Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráðs frá 9. nóvember 2023 - prentvæn útgáfa