Borgarráð - Fundur nr. 5722

Borgarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 2. nóvember 2023, var haldinn 5722. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir og Stefán Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Diljá Ragnarsdóttir, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Bjarni Þóroddsson

Þetta gerðist:

 1. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og skipulagsráðs frá 25. október og 1. nóvember 2023.
  9. liður fundargerðarinnar frá 25. október er samþykktur.
  5. liður fundargerðarinnar frá 1. nóvember er samþykktur.
  Borgarrráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS23010011

  Fylgigögn

 2. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. MSS23100188

  Fylgigögn

 3. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS23100189

  Fylgigögn

 4. Fram fer kynning á starfs- og fjárhagsáætlunum skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs, miðlægrar stjórnsýslu, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, mannauðs- og starfsumhverfissviðs, Jafnlaunastofu, menningar- og íþróttasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, þjónustu- og nýsköpunarsviðs og fjármála- og áhættustýringarsviðs. Einnig fer fram kynning á fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar.

  -    Kl. 11:46 víkur Hildur Björnsdóttir af fundi og Kjartan Magnússon tekur þar sæti.
  -    Kl. 12:08 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundi og Trausti Breiðfjörð Magnússon tekur þar sæti.
  -    Kl. 12:50 víkja Dagur B. Eggertsson, Diljá Ragnarsdótttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Halldóra Káradóttir af fundinum.
  -    Kl. 13:57 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum á ný og Kjartan Magnússon víkur.
  -    Kl. 14:10 taka Dagur B. Eggertsson og Diljá Ragnarsdótttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Halldóra Káradóttir sæti á fundinum að nýju.
  -    Kl. 14:54 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
  -    Kl. 15:23 víkur Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir af fundinum og Helga Þórðardóttir tekur þar sæti með rafrænum hætti.

  Halldóra Káradóttir, Hörður Hilmarsson, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Anna Guðmunda Andrésdóttir, Logi Steinn Friðjónsson, Helgi Grímsson, Frans Páll Sigurðsson, Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Kristinsdóttir, Ebba Schram, Hallur Símonarson, Eiríkur Björn Björgvinsson, Anna Karen Arnarsdóttir, Skúli Þór Helgason, Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Óli Jón Hertervig, Jón Valgeir Björnsson, Óskar J. Sandholt, María Björk Hermannsdóttir og Alexandra Briem taka sæti á fundinum undir þessum lið.
  Lóa Birna Birgisdóttir og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23010019

 5. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

  Hvenær og á hvaða forsendum ákvað Reykjavíkurborg að ganga til samninga við Abler ehf. vegna utanumhalds á frístundastyrk í gegnum Sportabler? Hvers vegna var ákveðið að færa umsýsluna frá borginni? Hver er kostnaður borgarinnar af því að styðjast við Sportabler?

  Vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs. MSS23110014

 6. Lögð fram svohjóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að  borgarráð samþykki að láta fjarlægja styttu af sr. Friðriki Friðrikssyni (1868-1961), presti og æskulýðsleiðtoga af þeim stað þar sem hún nú stendur. Umfjöllun um meint kynferðisbrot séra Friðriks í nýrri bók Guðmundar Magnússonar sagnfræðings um ævi og störf prestsins sem stofnaði Val, Hauka og KFUM á Íslandi gerir það að verkum að fulltrúi Flokks fólksins telur að fjarlægja beri styttuna úr augsýn almennings.

  Frestað. MSS23110010

 7. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort rýmingaráætlun úr miðbæ Reykjavíkur sé til, ef tæma þyrfti svæðið skyndilega af einhverjum orsökum. Á Kvennaverkfallsdaginn var slíkt mannhaf samankomið á Arnarhóli og næsta umhverfi að fulltrúa Flokks fólksins varð hugsað til þess hvernig myndi ganga að rýma svæðið hratt og örugglega ef þess þyrfti vegna t.d. aðsteðjandi ógnar eða alvarlegrar uppákomu sem skaðað gæti fjölda manns. Fleiri tilefni eru sambærileg og má nefna t.d. þegar tónleikar eru í Lækjargötu og Hljómskálagarði á 17. júní og Menningarnótt. MSS23110011

 8. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um áætlanir skóla- og frístundayfirvalda fyrir þau 700 börn sem bíða eftir fullu plássi á frístundaheimili í Reykjavík. Alls eru 434 börn á bið eftir því að komast að á frístundaheimili í Reykjavík. 263 börn eru komin með pláss að hluta en bíða enn eftir fullu plássi. Er Reykjavíkurborg kunnugt um hvar þessi börn eru á meðan foreldrar þeirra sinna vinnu sinni? Er virkt samtal í gangi á milli borgaryfirvalda og foreldra barnanna á biðlistanum?

  Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS23110012
   

 9. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hver staðan er á  þjónustusamningi við dagforeldra sem samþykktur var í sumar. Er þjónustusamningurinn orðinn virkur og hefur hækkun  á niðurgreiðslu til 18 mánaða barna tekið gildi? Hvenær verður byrjað að greiða aðstöðustyrk dagforeldra sem hafa starfað í 2 ár eða lengur?

  Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. SFS23060023

Fundi slitið kl.

Einar Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson

Dóra Björt Guðjónsdóttir Hildur Björnsdóttir

Pawel Bartoszek Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Trausti Breiðfjörð Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Borgarráð 2.11.2023 - Prentvæn útgáfa