Borgarráð - Fundur nr. 5709

Borgarráð

Ár 2023, fimmtudaginn 29. júní, var haldinn 5709. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Einar Þorsteinsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir. Eftirtalinn fulltrúi tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Þorsteinn Gunnarsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis á Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 29 við Vagnhöfða, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. SN220544

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Um er að ræða umsókn um breytingu og rök fyrir henni. Hækka á húsið og koma fyrir fleira fólki. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bent á að hús þarf að hanna þannig að þau dragi ekki niður vindstrengi. Almennt er því gott að þau mjókki upp. Þetta þarf að sjálfsögðu að kanna í vindgöngum.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgeiðslu málsins.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050037

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ef af verður yrði Fossvogsbrú u.þ.b. 300 metra löng stálbrú sem tengja á saman tvö jaðarsvæði: Kársnes og Nauthólsvík. Ljóst er að kostnaður verður umtalsvert hærri en upprunalegar áætlanir gerðu ráð fyrir og því umhugsunarvert hvort kanna mætti aðrar útfærslur og nýta fjármunina betur. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa áhyggjur af neikvæðum áhrifum núverandi fyrirætlana á siglingar og sjósund, sem löng hefð er fyrir í Nauthólsvík og hafa farið vaxandi. Mikilvægt verður að tefla fram mótvægisaðgerðum til að takmarka þessi neikvæðu áhrif fyrir íþróttagreinarnar. Athygli er jafnframt vakin á því að fyrirhugað brúarstæði er í aðflugsstefnu Reykjavíkurflugvallar og þarf því að gæta þess sérstaklega að byggingakranar og framkvæmdir á svæðinu almennt ógni ekki flugöryggi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sýndar eru miklar landfyllingar, eyðing á fjöru á meðfylgjandi korti og segir orðrétt í gögnum: „Afmörkun landfyllinga miðar við efri mörk þeirra eins og gert var í upphaflegu deiliskipulagi. Þar fyrir utan bætast við grjótgarðar með fláa en umfang þeirra fer eftir aðstæðum á sjávarbotni.“ Kannski er þetta nauðsynlegt en ekkert er sagt um skerðingu á líffræðilegum fjölbreytileika. Allt of langt hefur verið gengið með eyðingu fjara í borgarlandinu að mati fulltrúa Flokks fólksins. Fáar eru eftir og spurning hvort þær fái að vera í friði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðanna nr. 1C og 1D við Gullsléttu, ásamt fylgiskjölum. USK23050241

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 9:20 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir stíga í Fossvogsdal, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060297

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Fossvogsblett 2-2A, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050069

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikið stendur til í uppbyggingarmálum leikskóla á komandi mánuðum og á þessum fundi er samþykkt að auglýsa tillögur að deiliskipulagsbreytingum fyrir þrjá nýja leikskóla í borginni. Í fyrsta lagi er um að ræða Ævintýraborg á fallegum gróðursælum reit í Fossvoginum þar sem verður boðið upp á ný pláss fyrir 150 börn. Í öðru lagi er um að ræða Ævintýraborg í nágrenni Laugardalsvallar og í þriðja lagi er lögð til viðbótareining við fyrirhugaða Ævintýraborg við Vörðuskóla í miðborginni. Alls fjölgar plássum um 300 með þessum framkvæmdum sem koma munu í góðar þarfir fyrir foreldra ungra barna í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju skrefi í átt að því að drífa upp leikskóla enda bíða yfir 900 börn eftir plássi. Mikil tímapressa er því á máli sem þessu. Lögð eru fram ítarleg gögn um sögu svæðisins þar sem Ævintýraborgir eiga að rísa en um er að ræða 10 deilda leikskóla fyrir 150 börn. Ekkert er hins vegar minnst á hvernig Ævintýraborgirnar falla að þessum reit. Áformin liggja þó fyrir. Ævintýraborgir eru tímabundnar en þarna munu síðan rísa varanlegar leikskólabyggingar. Drífa þarf þetta verk áfram af fullum krafti, þótt fyrr hefði verið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 34 við Barónsstíg, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060009

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikið stendur til í uppbyggingarmálum leikskóla á komandi mánuðum og á þessum fundi er samþykkt að auglýsa tillögur að deiliskipulagsbreytingum fyrir þrjá nýja leikskóla í borginni. Í fyrsta lagi er um að ræða Ævintýraborg á fallegum gróðursælum reit í Fossvoginum þar sem verður boðið upp á ný pláss fyrir 150 börn. Í öðru lagi er um að ræða Ævintýraborg í nágrenni Laugardalsvallar og í þriðja lagi er lögð til viðbótareining við fyrirhugaða Ævintýraborg við Vörðuskóla í miðborginni. Alls fjölgar plássum um 300 með þessum framkvæmdum sem koma munu í góðar þarfir fyrir foreldra ungra barna í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar hverju skrefi í átt að því að drífa upp leikskóla enda bíða yfir 900 börn eftir plássi. Mikil tímapressa er því á máli sem þessu.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23050218

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikið stendur til í uppbyggingarmálum leikskóla á komandi mánuðum og á þessum fundi er samþykkt að auglýsa tillögur að deiliskipulagsbreytingum fyrir þrjá nýja leikskóla í borginni. Í fyrsta lagi er um að ræða Ævintýraborg á fallegum gróðursælum reit í Fossvoginum þar sem verður boðið upp á ný pláss fyrir 150 börn. Í öðru lagi er um að ræða Ævintýraborg í nágrenni Laugardalsvallar og í þriðja lagi er lögð til viðbótareining við fyrirhugaða Ævintýraborg við Vörðuskóla í miðborginni. Alls fjölgar plássum um 300 með þessum framkvæmdum sem koma munu í góðar þarfir fyrir foreldra ungra barna í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þessu máli, tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals, var frestað í maí og ekki er vitað hvaða ástæður lágu þar að baki.  Stefnt var að því að Ævintýraborgin myndi opna á fyrri hluta næsta árs og geta tekið við um hundrað börnum. Í ljósi reynslu af töfum og seinkun verkefna hjá borginni veitir ekki af því að halda vel á spöðunum ef fylgja á áætlun. 

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 50 við Lindargötu, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt með þeim breytingum sem koma fram í umsögn.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23010094

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturvallareits vegna lóðanna nr. 66 og 68 við Sólvallagötu, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir víkur af fundinum undir þessum lið. USK23050201

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja útboðsferli vegna kaupa á þremur sorphirðubifreiðum.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23060315

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir vegna uppbyggingar í Vogabyggð.

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK21120080

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní 2023, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023 á tillögu að breytingum á gjaldskyldu og gjaldskyldutíma bílastæða Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK23060025

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að uppfæra gjaldskrá og gjaldskyldutíma bílastæða í samræmi við verklagsreglur í takt við notkun. Fyrirhugaðar eru stafrænar breytingar þar sem tæknin verður nýtt til að gera eftirlit skilvirkara, minnka eftirlitskostnað og í því felast tækifæri til að útvíkka hlutverk bílastæðavarða sem gætu beitt sér með víðtækari hætti í þágu íbúa. Með þessu verður vonandi meiri nýting á bílastæðahúsunum sem oftast eru mjög vannýtt.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér stendur til að auka gjaldtöku umtalsvert í miðbæ Reykvíkinga. Borgin á að þjóna öllum íbúum hennar, ekki aðeins þeim sem hafa efni á að greiða sífellt hærri og víðtækari gjöld. Þjónustustig almenningssamgangna er ekki viðunandi, Strætó gengur á afar takmörkuðum tíma sólarhringsins og vikunnar og tíðni er afar lág. Á meðan svo stendur á, er ekki verjandi að auka gjaldtöku með svo róttækum hætti og þrengja að möguleikum tekjulægri borgara á að nýta miðbæ borgarinnar sinnar. Miðborgin á að rúma allan fjölbreytileika borgarinnar, ekki aðeins lífsstíl þeirra efnaðari. Sömuleiðis hafa Sósíalistar áhyggjur af aukningu á bílaumferð lengra út í þau íbúðarhverfi sem hafa ekki gjaldskyldu í bílastæðum, með tilheyrandi mengun og ónæði. Til að tryggja að það verði ekki afleiðingin verða ökumenn að velja bílastæðahúsin. Sósíalistar benda á að það þarf að skoða ástæður þess að ökumenn hafa ekki valið bílastæðahús hingað til og bæta úr þeim atriðum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hækka á gjald fyrir bílastæði Reykjavíkurborgar umtalsvert og þrengja reglurnar samhliða hækkun. Þess utan bætast við sunnudagar. Að gjaldskylda verði á gjaldsvæðum P1 og P2 milli klukkan tíu á morgnana og níu á kvöldin, á sunnudögum. Þessar breytingar hafa mikinn fælingarmátt fyrir þá sem koma akandi í bæinn og er nú nóg samt. Þess utan hefur hækkun á gjöldum hvetjandi áhrif á verðbólgudrauginn.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna verkefna umferðaröryggisáætlunar 2023, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 250 m.kr.

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ámundi V. Brynjólfsson og Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23060288

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Atvinnubílstjórar Strætó og annarra fyrirtækja hafa bent á að ítrekaður akstur yfir svokallaða hraðalækkandi kodda valdi þeim líkamlegum álagsáverkum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hvetja kollega sína í meirihlutanum til að skoða aðrar leiðir til að gæta að umferðaöryggi en þær sem auka álag á heilbrigðiskerfið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lagt er til að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna vegna verkefna umferðaröryggisáætlunar 2023. Listaðir eru upp staðir þar sem bæta á umferðaröryggi. Þar á meðal er ekki Laugarásvegurinn sem ítrekað er búið að benda á að sé ekki nægjanlega öruggur og er það fyrir margar sakir. Hámarkshraði á Laugarásvegi var lækkaður í 30 km/klst. fyrir nokkru síðan. Það eru hins vegar engar merkingar um það, hvorki á skiltum né götu. Þrátt fyrir að hámarkshraði sé merktur þar sem 30 km svæði byrjar eða á mörkum þess er algjörlega nauðsynlegt að hafa sýnilegar aukamerkingar á Laugarásvegi. Það þyrftu því bæði að vera hraðaskilti og málað á götuna. Þetta er ein lengsta íbúðargata í hverfinu sem veldur því að bílar keyra iðulega mjög hratt og langt umfram leyfilegan hámarkshraða í götunni. Tímaspursmál er hvenær þarna verður alvarlegt slys. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bent á þetta enda berast ábendingar reglulega frá íbúum sem eru áhyggjufullir. Fram kemur í svari að merkingar hafi verið málaðar í götu um 30 km/klst. hámarkshraða. Viðurkennt er að merkingar eru orðnar máðar. 

    Fylgigögn

  14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 27. júní 2023, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs og sviðsstjóra menningar- og íþróttasviðs, dags. 26. júní 2023, um endurskoðun á tímaáætlun og heildarkostnaðaráætlun varðandi Grófarhús. Einnig er lögð fram skýrsla frumhönnunar vegna endurhönnunar, endurnýjunar og stækkunar á Grófarhúsi.

    Samþykkt með fimm atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Sósíalistaflokks Íslands og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Ólöf Örvarsdóttir, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir, Orri Steinarsson og Jack van Spijker taka sæti fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. USK23020296

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarbókasafn í Grófinni er stærsta og mest sótta bókasafn Reykjavíkur. Tillagan að endurnýjun á safninu gerir ráð fyrir því að það verði spennandi og lifandi menningar- og samfélagshús, þar sem áhersla er lögð á að ólíkir hópar hafi jafnt aðgengi að rýmum þess, upplifun og upplýsingum, óháð samfélagsstöðu, efnahag, kyni, heilsu eða þjóðerni. Mikilvægi þess að borgin styðji við slík rými er ótvírætt. Gert er ráð fyrir að fullnaðarhönnun fari fram á árunum 2023-2025 og að framkvæmdir hefjist á árinu 2026. Framkvæmdum yrði lokið árið 2029. Fyrirvara þarf að hafa varðandi samþykkt fjárfestingaáætlunar á hverjum tíma sem skilgreinir framkvæmdahraða verkefninsins. Í hönnunarvinnu og undirbúningi er mikilvægt að horfa til þess að ekki er gert ráð fyrir að rekstrarkostnaður aukist við endurnýjunina og mikilvægt að finna lausnir og skipuleggja undirbúningsvinnu þannig að rekstrarkostnaður á núvirði í fullbúnu Grófarhúsi aukist ekki. Tillagan er samþykkt með fyrirvara um samþykkt fjárfestingaáætlunar í haust. Mikilvægt er að rýna fjárfestingar borgarinar vel á tímum verðbólgu og hárra vaxta og hafa fjárfestingar borgarinnar verið dregnar mikið saman vegna þess.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fyrirliggjandi tillögur að endurgerð Grófarhúss eru sannarlega bæði glæsilegar og spennandi. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa hins vegar ítrekað lagt til að horfið verði frá áformunum að sinni, í ljósi núverandi stöðu í rekstri borgarsjóðs en hallarekstur síðasta árs nam tæpum 16 milljörðum. Ætla má að breytingarnar kosti skattgreiðendur hið minnsta 6 milljarða, en eins og sakir standa færi betur á því að þeim fjármununum yrði varið til að efla grunnþjónustu borgarinnar og greiða niður skuldir. Í þessu samhengi má benda á að þegar hefur verið byggð viðbygging við Grófarhúsið sem hefur um langa hríð setið tóm og ekki í notkun þrátt fyrir ákall starfsfólks um meira pláss.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt það til að bíða með allar kostnaðarsamar aðgerðir og framkvæmdir sem tengjast Grófarhúsi enda er það verkefni ekki brýnt og ætti ekki að vera í neinni forgangsröðun. Hér er lag að spara og hagræða og veita fjármagni frekar til að þjónusta börnin sem bíða eftir aðstoð og hjálp til viðkvæmra hópa. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú 2.511 börn og hefur þeim fjölgað um tugi síðastliðnar vikur. Síðar meir þegar betur árar hjá Reykjavíkurborg má skoða þetta verkefni. Miður er að Borgarskjalasafni verði hent út úr þessu húsi í stað þess að leyfa því að vera og leyfa því að lifa. 

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júní 2023, varðandi minnisblað vegna yfirlits á stöðu helstu verkefna samhæfingarhóps og aðgerðahóps um móttöku flóttafólks, ásamt fylgiskjölum.

    Dagbjört Ásbjörnsdóttir, Kristján Gunnarsson, Rannveig Einarsdóttir, Ólafía Dögg Ásgeirsdóttir, Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Ólöf Örvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22030128

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg veitir mjög metnaðarfulla og góða þjónustu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Starfsfólk borgarinnar hefur unnið brautryðjendastarf og gert það afar vel. Áskoranir hafa verið miklar, ekki síst fjárhagslegar. Samningar eru við ríkið um samræmda móttöku allt að 1.500 manns og þjónustu við 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd, fjöldi flóttafólks sem fær þjónustu frá borginni er þó mun meiri. Það er mikilvægt að greiðslur til borgarinnar dekki auk útlagðs kostnaðar einnig allan launa- og starfsmannakostnað en í dag er það fjarri lagi. Þar að auki er borgin eina sveitarfélagið sem ekki fær framlag frá Jöfnunarsjóði vegna kennslu fjöltyngdra barna í grunnskólum sem er óásættanlegt. Mikilvægt er að samningar náist í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga um stuðning við börn á flótta í skólakerfinu. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lagt er fram yfirlit yfir samræmda móttöku flóttafólks og kennir þar ýmissa grasa. Fulltrúi Flokks fólksins vill leggja áherslu á að gera betur í íslenskukennslu og þjálfun fólks sem kemur til landsins í því að tjá sig á íslensku og er þá átt við fólk sem hyggst dvelja hér til langframa. Fjölga þarf námskeiðum fyrir nýja íbúa og einnig fyrir starfsfólk leik- og grunnskóla og frístundar til þess að stuðla að markvissri íslenskukennslu og fjölmenningarlegum starfs- og kennsluháttum. Fjölga þarf íslenkuverum þannig að þau séu í öllum borgarhlutum fyrir börn í 5.-10. bekk sem eru nýflutt til landsins. Hvert íslenskuver getur sinnt 20 börnum á hverjum tíma og eru þau löngu sprungin. Sennilega mun fjöldi tvítyngdra nemenda í grunnskólum Reykjavíkur fara yfir 3.200 á þessu ári. Þessi hópur hefur litlar forsendur til þess að taka þátt í almennu grunnskólastarfi með jafnöldrum sínum án sérstakrar aðlögunar og stuðnings til að ná tökum á íslenskunni.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. júní 2023, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili framlengingu lóðarvilyrðis á Veðurstofuhæð, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS23060126

    Fylgigögn

  17. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 27. júní 2023, vegna aðalfundar Faxaflóahafna sf. föstudaginn 30. júní 2023, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS23060093

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. júní 2023, þar sem erindisbréf starfshóps um samþættingu félagsmiðstöðva, samfélags- og menningarhúsa í borginni er sent borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS23010163

    Fylgigögn

  19. Lagt fram að nýju bréf menningar- og íþróttasviðs, dags. 25. maí 2023, varðandi val á borgarlistamanni Reykjavíkur 2023, sem var samþykkt og fært í trúnaðarbók, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. júní 2023. MOF23030005

    Fylgigögn

  20. Lagt fram mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-mars 2023, dags. 29. júní 2023, ásamt fylgiskjölum.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:

    Uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áframhaldandi áskoranir í rekstri sveitarfélaga. Áhrif verðbólgu og aukinn snjómokstur vegna tíðarfars skýra frávik í rekstri á fyrstu þremur mánuðum ársins alfarið. Veltufé frá rekstri styrkist og er tæpum tveimur milljörðum betra en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurborg fylgir markvissri aðgerðaáætlun í fjármálum í samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun borgarinnar. Brýnt er að viðræður sveitarfélaga og ríkis um fulla fjármögnun málaflokks fatlaðs fólks verði leiddar til lykta sem fyrst. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa áhyggjum af því hvernig rekstur borgarsjóðs fer strax umfram áætlanir á fyrstu þremur mánuðum ársins. Gefur uppgjörið ekki góð fyrirheit um að neikvæðri rekstrarstöðu borgarsjóðs verði snúið við á yfirstandandi ári, líkt og fulltrúar meirihlutaflokkanna hafa haldið fram. Rekstrarniðurstaða A-hluta fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins reyndist tæplega 800 milljónum lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir, þrátt fyrir að útsvarstekjur hafi verið ríflega 2 milljörðum yfir áætlunum. Mestu munar um rekstrargjöld sem fara umtalsvert umfram áætlanir, eða sem nemur 2,6 milljörðum króna, þar af fara tæplega 900 milljónir í launakostnað umfram áætlanir og tæplega 1,7 milljarðar í annan rekstrarkostnað. Sem fyrr er ljóst að rekstrarvandi borgarinnar er ekki tekjuvandi, heldur útgjaldavandi. Skuldir halda jafnframt áfram að aukast og nema skuldir og skuldbindingar sem hlutfall af tekjum nú 85,2% sem er aukning frá liðnu ári. Telja fulltrúar Sjálfstæðisflokks einsýnt að breyttar áherslur reynist nauðsynlegar svo bæta megi rekstur borgarsjóðs. Ráðast þurfi í umtalsverðar hagræðingar, minni yfirbyggingu, skipulega niðurgreiðslu skulda og eignasölu svo unnt verði að hreyfa nálina í rekstri borgarinnar. Bættur rekstur er grunnforsenda þess að unnt verði að bjóða framúrskarandi grunnþjónustu.

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Miður er að sjá að þróunin hjá skóla- og frístundasviði sé í þá átt að útvista matarumsjón til þriðja aðila. Mikilvægt er að veita skólum borgarinnar, starfsfólki og matráðum nægan stuðning til að tryggja að matarþjónusta fari fram innanhúss. Mikilvægt er að tyggja að börn fái góðan mat og að hann sé matreiddur í nærumhverfi barnanna.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjárhagsstaðan er verri en vonast var til að öllu leyti. Til að ná niður verðbólgu þarf að auka tekjur og draga úr fjárfestingum. Forgangsraða verður í þágu þjónustu við fólk. Eitthvað er verið að reyna að gera þetta en alls ekki nóg. Stöðugildum hefur fjölgað, sem dæmi hafa bæst við 11 ný stöðugildi á þjónustu- og nýsköpunarsviði. Þetta þarf að skýra. Þetta svið er mögulega með verkefni sem mega bíða og hafa ekki forgangsraðað verkefnum í beina þágu fólks. Enn þarf að sækja um skriflega t.d. um leikskóla sem varla sést lengur í öðrum sveitarfélögum. Áhyggjuefni er hvað veikindahlutfallið hefur hækkað og aukning langtímaveikinda starfsmanna er talsverð. Skóli eins og Klettaskóli er löngu sprunginn og hefur lengi beðið um meira fjármagn en fær ekki enda biðlisti langur í skólann. Börn sem myndu njóta þess að vera þar eru sett í almennan skóla með mikinn sérstuðning. Hér er bara tæpt á örfáum vandamálin sem borgin glímir við í fjárhagslegum efnum. Þetta er ekki góður rekstur og getur varla talist ábyrgur. Mikið skortir á hagsýni og skynsemi í rekstri hjá meirihlutanum og ekki er forgangsraðað í þágu barna og viðkvæmra hópa. Börnin sem bíða nú eftir faglegri aðstoð eru 2.511 og lengist listinn með viku hverri. Fulltrúi Flokks fólksins er með þungar áhyggjur af fjármálastöðu borgarinnar.

    Halldóra Káradóttir, Kristján Gunnarsson, Hreinn Ólafsson og Ólöf Örvarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS23060028

    Fylgigögn

  21. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 27. júní 2023, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023. 

    Greinargerðir fylgja tillögunum.

    Viðaukinn er borinn upp í sjö liðum:

    1. liður, Hjallastefnan – viðaukasamningur, er samþykktur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    2. liður, Harpa tónlistarhús – rekstrarframlag, er samþykktur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    3. liður, málefni fatlaðs fólks – flutningur fjárheimilda, er samþykktur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    4. liður, Skeggjagata – flutningur fjárheimilda milli þjónustuþátta, er samþykktur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    5. liður, kjarasamningsbundnar hækkanir, er samþykktur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    6. liður, útboð fruminnheimtu, er samþykktur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    7. liður, Sumarborgin 2023, er samþykktur. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. FAS23010019

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lagt er til að fjárheimildir umhverfis- og skipulagssviðs hækki um 37.500 þ.kr. vegna verkefnisins Sumarborgin 2023. Fulltrúi Flokks fólksins minnir á að það eru fleiri hverfi í borginni en miðborgin.

    Fylgigögn

  22. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 27. júní 2022, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna fjárfestingaáætlunar A-hluta. Greinargerð fylgir tillögunum.

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS23030049

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lækka á kostnað og fresta framkvæmdum nokkurra verkefna samkvæmt breytingum á fjárfestingaáætlun. Lækkun og frestun verkefna þessa árs eru t.d. Gufunesvegur, tenging við Strandveg, og Nauthólsvegur. Framlag til Grófarhúss samfélagshúss er óbreytt þetta ár. Seinka á verkefninu um eitt til tvö ár en Flokkur fólksins myndi vilja sjá því frestað um a.m.k. fimm ár eða meira eða þangað til meira jafnvægi er komið í efnahagsmálin. Grófarhús er margra milljarða verkefni sem betur væri nýttir akkúrat núna til að bæta grunnþjónustu. Grynnka þarf á biðlista nemenda í leik- og grunnskólum borgarinnar en nú bíða 2.511 börn á þeim lista. Það verður enginn stórskaði þótt Grófarhúsi verði frestað. Útibú Borgarbókasafns eru víða og anna hlutverkinu vel. Flokkur fólksins telur að forgangsröðun verkefna hjá þessum meirihluta sé einfaldlega röng. Til að vinna niður verðbólgu þarf að auka tekjur og draga úr fjárfestingum. Reykjavík sem sveitarfélag þarf að tryggja að fólk hafi fæði, klæði og húsnæði og að börn og viðkvæmir hópar fái þá hjálp sem þeir þurfa. Fólkið fyrst og svo allt hitt.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. júní 2023, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 26. júní 2023 á nýjum reglum Reykjavíkurborgar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks með langvarandi stuðningsþarfir, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. 

    Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. VEL23060003

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér eru lagðar til breytingar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks sem lúta að því að skýra meðferð og afgreiðslu umsókna ásamt því að hraða afgreiðslu umsóknanna. Fulltrúar Flokks fólksins og Sósíalista telja jákvætt að verið sé að flýta umsóknarferlinu. Gott er að tekið hafi verið tillit til umsagna Öryrkjabandalags Íslands og aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fulltrúarnir hafa áhyggjur af því að komið geti til lækkunar styrkja ef margar umsóknir berast, nægar skerðingar er um að ræða hjá þessum hópi. Fylgjast þarf með fjölda umsókna og tryggja að fjárhæðir sem eru veittar í styrkjapottinn séu nægar.

    Fylgigögn

  24.     Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 26. júní 2023, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 21. júní 2023 á tillögu um samning við Rótina um áframhaldandi rekstur Konukots, ásamt fylgiskjölum.

    Frestað. 

    Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. VEL23060036

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 1. júní 2023, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 24. maí 2023 á tillögu um stöðugildi í Barnavernd Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt. 

    Rannveig Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. VEL23050014

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins skilur vel að fjölga þurfi stöðugildum hjá Barnavernd Reykjavíkur. Nú er staðan þannig að foreldrar í auknum mæli sjá sig nauðbeygð til að tilkynna sig og barn sitt sjálf til Barnaverndar. Tilfelli um að foreldrar tilkynni sjálfa sig voru árið 2017 279 en árið 2022 eru tilkynningarnar 337. Ástæðuna má án efa rekja til þess að nú bíða 2.511 börn á biðlista skólaþjónustunnar. Með því að tilkynna mál til Barnaverndar geta tilkynnendur verið öruggir um að mál þeirra fái skoðun fljótt. Samkvæmt lögum ber Barnavernd að skoða málið innan ákveðins tímafrests og athuga hvort ástæða sé til þess að það fari í svokallaða könnun. Flokkur fólksins hefur ávallt stutt tillögur sem lúta að bættri skilvirkni hjá Barnavernd. Foreldrar sem eiga börn á biðlista skólanna og fá þar ekki þjónustu eru ráðalausir. Um er að ræða mál sem mörg hver voru áður unnin á vettvangi skólanna, t.d. hjá skólasálfræðingi. Taka má dæmi um skólaforðunarvandamál en árið 2019 voru tilkynningar um skólaforðun til Barnaverndar 67, árið 2021 voru þau 46 en árið 2022 eru málin um 70.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 26. júní 2023, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2023 á tillögu um breytingar á reglum um þjónustusamninga Reykjavíkurborgar við tónlistarskóla, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Sósíalista samþykkir ekki breytingar sem takmarka stuðning til tónlistarnáms við aldur. Hér eftir er það nánast gulltryggt að einungis þau efnameiri muni hafa ráð á að sækja sér þessa menntun. Listnám á ekki að verða munaður þeirra sem efnameiri eru. List tjáir mannlega tilveru, mannleg tilvera þeirra efnaminni hefur ávallt orðið afgangs í sögunni þó að menning þeirra hafi auðgað og aukið framþróun lista, og verið helsti suðupotturinn sem nýjar stefnur fæðast úr. Mörg lönd þjást af mikilli stéttskiptingu í menningar- og listalífi, því að langflestir listamenn þeirra koma úr röðum þeirra sem aldrei hafa þekkt mótlæti. Það er ekki gæfuleg þróun fyrir borg sem vill teljast menningarborg að stuðla að meiri einsleitni í menningarlífi sínu með því að takmarka enn frekar aðgang almennings að listnámi.

    Elín Oddný Sigurðardóttir og Haukur Þór Haraldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22050078

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 26. júní 2023, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. júní 2023 á tillögu um framlengingu samninga við tónlistarskóla í Reykjavík vegna neðri stiga og efri stiga tónlistarnáms, ásamt fylgiskjölum.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Elín Oddný Sigurðardóttir og Haukur Þór Haraldsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. SFS22050078

    Fylgigögn

  28. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. júní 2023, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kostnað vegna sérfræðiráðgjafar EFLU vegna skýrslu um vetrarþjónustu, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. júní 2023. USK22090079

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Dæmi um tillögur sem komu úr umræddri skýrslu EFLU eru að hækka þjónustustig húsagatna við snjóhreinsun, að þjónustustig taki mið af magni snjókomu, að bæta snjóhreinsun gönguleiða, stoppistöðva og rútustæða í miðborg, að finna lausn á vetrarþjónustu gönguleiða í Vesturbæ og Þingholtunum, að endurskoða verklag í tengslum við snjómokstur og seinast en ekki síst, að stuðla að því að væntingar séu í takti við það þjónustustig sem unnið er eftir. Með fullri virðingu fyrir hinni ágætu verkfræðistofu, að þá velti maður fyrir sér hvers vegna stýrihópurinn um snjómokstur taldi nauðsynlegt að kaupa skýrslu fyrir þrjár milljónir til að leggja fram sömu tillögur og íbúar sjálfir hafa lagt til víða á samfélagsmiðlum. 

    Fylgigögn

  29. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 26. júní 2023, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um magn hagkvæms húsnæðis á Keldnalandi, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. júní 2023. MSS23060096

    Fylgigögn

  30. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 26. júní 2023, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skipulagsvald yfir Keldnalandi, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. júní 2023. MSS23060095

    Fylgigögn

  31. Lagt fram svar Veitna, dags. 23. júní 2023, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um lokanir sundlauga á köldum dögum, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. júní 2023. MSS23060041

    Fylgigögn

  32. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. júní 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fyrirspurnir Flokks fólksins, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. febrúar 2023. MSS23020059

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Sem svar við fyrirspurninni er birtur listi yfir óafgreidd mál frá síðasta kjörtímabili sem eru fjölmörg. Lengi hefur verið beðið eftir svo kallaðri gagnsjá sem átti að vera vefur hjá borginni þar sem mál flokkanna væru aðgengileg og sjást hvar þau væru stödd. Ekkert er að frétta af gagnsjá, upplýsingakerfi sem þjónustu- og nýsköpunarsvið ber ábyrgð á. Fjármagn var sett í þetta fyrir mörgum árum. Í tillögu Flokks fólksins frá 2021 er beðið um að yfirlit yfir mál flokksins verði birt á heimasvæði flokksins á vef borgarinnar eða á sérstöku svæði þar sem mál flokka í borgarstjórn eru aðgengileg. Eins og staðan er nú hafa borgarbúar ekki auðveldan aðgang að málum minnihlutaflokkanna nema að þræða sig í gegnum fundargerðir sem er tyrfin leið og tafsöm enda eru fundargerðir iðulega langar. Ekki verður séð að nein haldbær rök séu fyrir að vísa þessari tillögu frá eins og hér er gert með þeim rökum að málið sé í farvegi. Málið er hvorki í farvegi né er nokkuð að þokast eftir því sem næst verður komist.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 26. júní 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lóðaúthlutanir Reykjavíkurborgar, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 8. júní 2023. MSS23060044

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Spurt var um gildandi reglur og fyrirkomulag lóðaúthlutana hjá Reykjavíkurborg og hvernig hægt er að fá lóðir hjá borginni.  Segir í svari að lóðir eru auglýstar á netinu öllu jafna. Það sem er nýtt er að byggingarrétti er einungis úthlutað/hann seldur í kjölfar útboðs. Kaupandi sendir inn skriflegt bindandi tilboð um að byggja hús á ákveðinni lóð. Lágum tilboðum er hafnað þannig að aðeins þeir sem geta boðið best hreppa hnossið. Til er útfærslan: sala lóðarréttinda á föstu verði en þá er sótt um tiltekna lóð. Fyrstur til að skila inn umsókn fær lóðina en þó er þetta einnig þannig að fyrst er útboðsfyrirkomulagið viðhaft og síðan lóðin sett á sölu á föstu verði. Það sjá það allir í hendi sér að þetta fyrirkomulag er afar þungt í vöfum og tyrfið. Ef rýnt er í listann sem fylgir svarinu má sjá að síðustu ár hafa einstaklingar ekki fengið neinum lóðum úthlutað, aðeins félög. Árið 2021 fengu fjórir einstaklingar lóðir en enginn eftir það. Það er útúrsnúingur að segja að nóg sé af lóðum í Reykjavík og láta eins og þær séu aðgengilegar einstaklingum sem og félögum. Það er einfaldlega ekki rétt.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 26. júní 2023, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um úthlutun lóða til einstaklinga, sbr. 60. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. maí 2023. MSS23050149

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði upplýsinga um hvort útilokað sé að einstaklingar fái lóð í Reykjavík hvort sem það sé lóð fyrir eigið hús eða fjöleignarhús í samvinnu við aðra einstaklinga. Hér er það staðfest að þetta má og er hægt en samt er hvergi að sjá sl. tvö ár að einstaklingar eða litlir hópar hafi fengið lóðir. Einstaklingar hafa þráspurt um lóðir og segja það vitavonlaust. Segir í svari að einstaklingar geti sótt um byggingarrétt á einni lóð fyrir einbýlishús (með eða án aukaíbúðar), raðhús/keðjuhús eða parhús. Tveir umsækjendur eða fleiri skulu standa saman að umsókn um parhúsa-/tvíbýlishúsalóð. Hjón og fólk í skráðri sambúð telst einn umsækjandi. Ef þetta er svona einfalt af hverju fá einstaklingar ekki lóðir?

    Fylgigögn

  35. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 22. júní 2023. MSS23010005

    Fylgigögn

  36. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 21. júní 2023. MSS23010029

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðarinnar: 

    Fram fer umræða um slæman frágang á hálfbyggðum lóðum í hverfinu. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun ráðsins um allnokkrar hálfkláraðrar byggingarlóðir í hverfinu sem eru til lýta og skapa slysahættu. Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bókað um þessa hluti og lagt til að farið verði í að laga þetta. Því miður hefur borgin ekki sett lóðareigendum neinar kvaðir um hvenær þeir skuli hafa lokið við að byggja á lóðum sem þeim hefur verið úthlutað. Þessu þarf að breyta. Skilmálar þurfa að vera skýrir og ákveðinn frestur gefinn um að bygging skuli hafa risið eftir að lóð er afhent. Lóðir ætlaðar íbúðabyggingum eiga ekki að vera ruslahugar.

    Fylgigögn

  37. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 22. júní 2023. MSS23010035

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar: 

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir erindi stjórnar Foreldrafélags Austurbæjarskóla sem óskar eftir því að lagfæringum og endurbótum á skólalóð Austurbæjarskóla verði ekki slegið á frest heldur verði staðið við það sem áætlað var og lóðin tekin í gegn. Segir í erindinum að mikil þörf sé á viðhaldi og gagngerum endurbótum á lóðinni sem er farin að láta verulega á sjá. Hér er um öryggismál að ræða og þegar kall af þessu tagi kemur og varðar börn á að bregðast strax við. Vísað er í að niðurstöður skólaþings sem fram fór í Austurbæjarskóla á síðasta skólamisseri sýna að nemendur í Austurbæjarskóla telja aðgengi inn í skólann of auðvelt, hver sem er geti gengið inn á lóðina og margir upplifi óöryggi í því samhengi. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til að komið verði upp öryggismyndavélum á leiksvæðum barna í borginni, þ.m.t. í skólum.

    Fylgigögn

  38. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 19. júní 2023. MSS23010036

    Fylgigögn

  39. Lögð fram fundargerð menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. júní 2023. MSS23010008

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar:

    Fulltrúi Flokks fólksins telur að finna þurfi leiðir til að bjarga Tjarnarbíó með öllum ráðum og dáð. Fulltrúi Flokks fólksins man eftir að hafa fyrir meira en hálfri öld séð í Tjarnarbíói „Síðasti bærinn í dalnum“ sem segir og sýnir hvað Tjarnarbíó er rótgróið í lífi og menningu stórs hóps Íslendinga. Finna þarf framtíðarlausn. Fulltrúi Flokks fólksins skorar á meirihlutann að sýna ábyrgð í þessu máli svo ekki komi til lokunar þessa mikilvæga menningarhúss í haust og til að tryggja framtíðarstefnu fyrir sjálfstæða sviðslistastarfsemi í Reykjavík.

    Fylgigögn

  40. Lagðar fram fundargerðir samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 29. mars, 19. apríl og 21. júní 2023. MSS23010019

    Fylgigögn

  41. Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 9. maí og 6. og 16. júní 2023. MSS23010016

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar frá 16. júní: 

    Það eru út af fyrir sig ekkert góðar fréttir að brennanlegt sorp sé flutt til útlanda og brennt þar og hitaorkan nýtt. Eðlilegra væri að þetta væri nýtt hérna og t.d. orkunni veitt inn í núverandi hitaveitur. SORPA ásamt öðrum sorpsöfnunarfyrirtækjum á Suðvesturlandi ætti að einhenda sér í að koma upp tæknilegri brennslustöð. Hátæknisorpbrennslustöðvum fylgja fjölmargir kostir. Með því að brenna sorp í hátæknibrennslustöð er sorpinu breytt í nýtanlega orku, raforku og hitaorku. Þá skila nýjustu hátæknisorpbrennslustöðvarnar tiltölulega lítilli loftmengun, langt innan þeirra marka sem leyfileg eru. Ef þetta væri gert, ásamt moltugerð og metansöfnun, yrði urðun lítil.

    Fylgigögn

  42. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. júní 2023.

    31. liður fundargerðarinnar er samþykktur. MSS23010011

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar:

    Í kjölfar innleiðingar nýs flokkunarkerfis sorphirðu standa borgarbúar frammi fyrir nýjum áskorunum varðandi flokkun sorps. Sérstaklega þurfa mörg fjölbýlishús sem eru með sorprennur og sorpgeymslur innandyra að huga að því að flytja sorptunnugeymslur úr sameign og út á lóð og þurfa því að leggja í töluverðan kostnað vegna hönnunar og byggingar sorpgerða á sínum lóðum. Hönnun og umsóknir um leyfi fyrir byggingu sorpgerða getur tekið töluverðan tíma. Taka þarf á deilum um staðsetningar og útlits sorpgerða á lóðum fjölbýlishúsa sem upp kunna að koma. Þetta flokkunarkerfi er löngu tímabært og þarf Reykjavíkurborg að vera með staðlaða hönnun og vel skilgreinda verkferla varðandi uppsetningu sorpgerða við fjölbýlishús. Það auðveldar húsfélögum að bregðast við þessari innleiðingu flokkunarkerfis sorps. Það er að mörgu að huga í þessu, t.d. aðgengi án tillits til líkamlegs atgerfis, aðgengi við fjölbýlishús sérstaklega og að hreinsað sé við tunnur á vetrum og þær tæmdar á réttum tímum. SORPA nýtur ekki trausts hjá öllum vegna fyrri mistaka sem kostað hafa borgarbúa ómældar fjárhæðir. Finna þarf leiðir til að ávinna traust ef þess er kostur og það tekur tíma. Skemmst er að minnast afdrifa mjólkurferna sem fólk hélt í góðri trú að væru endurunnar.

    Fylgigögn

  43. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 21. júní 2023. MSS23010013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 16. og 18. lið fundargerðarinnar:

    16. liður 16: Of sjaldan eru foreldrar spurðir t.d. um hvort þeir fái fullnægjandi þjónustu hjá velferðarsviði eða hvort þeim líki hún. Nú bíða 2.511 börn eftir fagþjónustu skóla og Flokki fólksins er umhugað um hver sé staða barnanna og foreldra þeirra. Fram kemur að í gangi sé samtal við foreldra þessara barna en gera átti könnun sem var frestað. Flokkur fólksins hvetur velferðaryfirvöld ekki aðeins til að gera þjónustukönnun heldur einnig til að fara að taka af alvöru á þessum sístækkandi biðlista. 18. liður 18: Spurt var um reglur Félagsbústaða þegar íbúðir þarfnast viðgerðar og þegar leigjandi verður að dvelja í henni á meðan enda eigi hann ekki í önnur hús að venda. Að mestu leyti virðast reglur vera sanngjarnar. Umfram allt þarf að vinna í samráði við leigjendur að íverustað þegar viðgerð stendur yfir hvort sem þær eru smávægilegar eða stórar. Sýna þarf lipurð. Leigjandinn einn veit hvort hann treystir sér til að vera í íbúðinni á  meðan verið er að t.d. mála eða skipta um dúk. Gæta þarf þess að fara ekki of geyst í forræðishyggju og ákveða hvað leigjanda er fyrir bestu.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. MSS23050183

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið yfirlitsins:

    Fulltrúi Flokks fólksins vill taka undir erindi frá Samtökum hjólabúa sem fara þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja og auðvitað sé það gert í samstarfi við hjólabúa. Óvissa hefur árum saman ríkt um málefni hópsins sem hefur mátt þola að vita aldrei hversu lengi þeir fá að vera á hjólasvæðum. Nú er hópurinn sem var í Laugardalnum kominn á tímabundið stæði við Sævarhöfða sem er ekki boðlegt til langtíma búsetu. Komið er nóg af þessari óvissu og hefja þarf vinnu við að finna varanlega lausn. Flokkur fólksins lagði til árið 2018 að borgin tilgreindi svæði fyrir hjólhýsi og húsbíla til framtíðar í nálægð við alla helstu grunnþjónustu í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið yfirlitsins:

    Fulltrúi Sósíalista tekur heilshugar undir erindi Samtaka hjólabúa sem fara þess á leit við Reykjavíkurborg að farið verði nú þegar í að finna varanlega staðsetningu fyrir langtímastæði hjólhýsa, húsbíla og annarra slíkra tækja, í samstarfi við samtökin.

    Fylgigögn

  45. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS23060006

    Fylgigögn

  46. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Lagt er til að borgarráð óski eftir því við innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að hún kanni tildrög þess að fundarmenn íbúaráðs Laugardals fengu rangar og villandi upplýsingar um verksvið og heimildir íbúaráðsins frá starfsfólki. MSS23010033

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað.

    Fylgigögn

  47. Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Af hverju eru umferðarmiðstöðvar líkt og Mjóddin og Hlemmur ekki opnar jafn lengi og strætó gengur? Stendur til að breyta opnunartímanum þannig að hann samræmist ferðatíma strætó? MSS23060219

    Vísað til umsagnar Strætó bs.

  48. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð samþykki að kaupa aðgang fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar að smáforritinu Bara tala sem er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, að fengnu kostnaðarmati fjármála- og áhættustýringarsviðs. MSS23060218

    Greinargerð fylgir tillögunni.

    Frestað.

    Fylgigögn

  49. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    2.511 börn eru nú á biðlista eftir fagfólki í skólaþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi tala hefur hækkað jafnt og þétt með hverri viku en til samanburðar má benda á að árið 2018 voru ca. 400 börn á sama biðlista. Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um það hversu mörg börn á þessum lista eru börn umsækjenda um alþjóðlega vernd, börn flóttamanna eða annarra innflytjenda sem komið hafa til landsins síðastliðin 3-5 ár. MSS23060221

Fundi slitið kl. 13:00

Einar Þorsteinsson Dagur B. Eggertsson

Dóra Björt Guðjónsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Hildur Björnsdóttir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Sanna Magdalena Mörtudottir