Borgarráð - Fundur nr. 5681

Borgarráð

Ár 2022, fimmtudaginn 27. október 2022, var haldinn 5681. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:10. Viðstödd voru Einar Þorsteinsson, Alexandra Briem, Heiða Björg Hilmisdóttir, Kjartan Magnússon, Marta Guðjónsdóttir, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Þorsteinn Gunnarsson og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. október 2022, þar sem tilkynnt er að á fundi borgarstjórnar þann 21. október 2022 hafi verið samþykkt að Trausti Breiðfjörð Magnússon tæki sæti sem varamaður í borgarráði í stað Andreu Helgadóttur. MSS22060043

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhúsnæði við Frakkastíg 1, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22100143

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fella niður lóðarúthlutun ásamt byggingarrétti fyrir íbúðarhúsnæði á Haukahlíð 4.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22080117

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 21. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna fjölbýlishúsalóðar við Haukahlíð 4, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.

  Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22080117

  Fylgigögn

 5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 24. október 2022, þar sem drög að erindisbréfi samninganefndar Reykjavíkurborgar eru lögð fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS22100225

  Fylgigögn

 6. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2022, ásamt fylgiskjölum:

  Lagt er til að borgarráð samþykki að umhverfis- og skipulagssviði verði falið að vinna deiliskipulag á grundvelli meðfylgjandi tillögu framkvæmdanefndar um staðsetningu Þjóðarhallar. Jafnframt verði eignaskrifstofu fjármálasviðs falið að afla mats á verðmæti landsins.

  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Samþykkt.

  -    Kl. 9:25 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum. MSS22080037

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Hér er verið að samþykkja að fela umhverfis- og skipulagssviði að vinna deiliskipulag á grundvelli tillögu framkvæmdanefndar um staðsetningu  Þjóðarhallar. Á sama tíma er eignaskrifstofu falið að afla mats á verðmæti landsins undir Þjóðarhöll í innanhússíþróttum. 

  Fylgigögn

 7. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 14. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðbótarleigusamning um afnot af hluta af aðstöðu á Laugardalsvelli, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22080022

  Fylgigögn

 8. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um afnot af hluta af aðstöðu við Suðurlandsbraut 72, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22100060

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Hér er borgin að leigja húsnæði Hjálpræðishersins undir hluta af skólastarfi Vogaskóla. Samstarf borgarinnar og Hjálpræðishersins á sér langa sögu en undanfarið hefur húsnæðið getað nýst undir skólastarf.

  Fylgigögn

 9. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 24. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning að Brekkustíg 14B, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22100166

  Fylgigögn

 10. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 24. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning vegna Vatnsveituvegs, Skálará, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22100167

  Fylgigögn

 11. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 24. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning að Gufunesvegi 1 og samkomulag vegna niðurrifs, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22100168

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta þá skoðun sína að í allri skipulagsvinnu Gufunessvæðisins verði tekið ríkt tillit til fyrirhugaðrar Sundabrautar og ekki þrengt frekar að legu hennar en orðið er. Mikilvægt er að lögð verði aukin áhersla á gott samstarf við Vegagerðina í þessu skyni.

  Fylgigögn

 12. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 24. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning að Gufunesvegi 4, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt.

  Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins árétta þá skoðun sína að í allri skipulagsvinnu Gufunessvæðisins verði tekið ríkt tillit til fyrirhugaðrar Sundabrautar og ekki þrengt frekar að legu hennar en orðið er. Mikilvægt er að lögð verði aukin áhersla á gott samstarf við Vegagerðina í þessu skyni.

  Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22100170

  Fylgigögn

 13. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 10. október 2022, varðandi tillögur starfshóps um mótun stefnu og tillagna um aðkomu Reykjavíkurborgar að sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum, ásamt fylgiskjölum.
  Frestað. MSS22100084

 14. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 18. október 2022:

  Lagt er til að borgarráð samþykki að fela íþrótta- og tómstundasviði (ÍTR) að gera samkomulag við Farfugla ses um afnot langtímagesta að tjaldstæðinu í Laugardal ásamt því að kanna möguleika á staðsetningu fyrir langtímastæði fyrir húsbíla með íbúum sem nú búa á svæðinu í Laugardal. Tillögunum verði skilað fyrir 1. desember 2022. Jafnframt er lagt til að  borgarráð samþykki að ÍTR gangi frá endanlegu uppgjöri við íbúa fyrir tímabilið maí til ágúst 2022 og að ÍTR geri samkomulag við Farfugla um uppgjör á leigu fyrir tímabilið maí til desember 2022. Gert verði ráð fyrir fjárveitingu í viðauka fjárhagsáætlunar ÍTR vegna 2022 þegar endanlegt uppgjör liggur fyrir.

  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Samþykkt.
  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins. MSS22080038

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Á meðan verið er að leita að stað undir langtímastæði fyrir húsbíla annarsstaðar í Reykjavík, er verið að samþykkja hér að fela íþrótta- og tómstundasviði að gera samkomulag við Farfugla ses. sem reka tjaldstæðið í Laugardal um afnot að langtímastæði með íbúum sem nú búa á svæðinu.

  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

  Það er mat Sósíalistaflokksins og Flokks fólksins að hér sé um mikla hækkun að ræða, hækka á upp í 50 þúsund. Hér er þó aðeins um 15 stæði að ræða sem ekki geta verið á stæðinu eftir 15. maí því ekki er gert ráð fyrir langtímaleigu á svæðinu eftir 15. maí 2023, miðað við núverandi forsendur. Þörfin fyrir hjólhýsastæði er eflaust miklu meiri og ástæða væri til að kanna hvort fleiri svæði kæmu til greina. Þetta búsetuform léttir á húsaleigumarkaði og er því jákvætt fyrir borgina og þá sem þetta búsetuform kjósa. Mikilvægt er að ganga í það sem fyrst að finna langtímastæði. Óvissan er mikil og kvíði og áhyggjur samhliða henni sem leggjast þungt á leigjendur.

  Fylgigögn

 15. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 25. október 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki endurskoðaðar samþykktir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, ásamt fylgiskjölum.
  Samþykkt. MSS22100224

  Fylgigögn

 16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2022, ásamt fylgiskjölum:

  Lagt er til að borgarráð samþykki að tilnefna fulltrúa úr borgarráði í sérstakan rýnihóp um hlutafjáraukningu Ljósleiðarans ehf. Rýnihópnum er falið að gera umsögn til borgarráðs um tillögu stjórnar Ljósleiðarans um hlutafjáraukningu.

  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Samþykkt. MSS22100231

  Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

  Hér er verið að leggja til að stofna rýnihóp fulltrúa eigenda til þess að leggja mat á hvort skynsamlegt sé að Ljósleiðarinn hefji hlutafjáraukningu. Ekki hefur verið tekin afstaða til þessara óska eða áformanna þar að baki af hálfu Reykjavíkurborgar. Þau þarf að áhættumeta og rýna, m.a. með hliðsjón af eigendastefnu Reykjavíkurborgar um Orkuveitu Reykjavíkur. Líkt og þegar áform Carbfix ohf. voru til umfjöllunar á vettvangi borgarráðs hefur borgarstjóri falið fjármála- og áhættustýringarsviði og borgarlögmanni að vinna umsögn um málið. Þá var einnig skipaður sérstakur rýnihópur borgarráðs sem hafði aðgang að öllum gögnum og veitti borgarráði sérstaka umsögn. Er gert ráð fyrir að sami háttur verði hafður á varðandi erindi og tillögu Ljósleiðarans ehf. Borgarráð samþykkir jafnframt að borgarráðsfulltrúar allra flokka eigi sæti í rýnihópnum.

  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

  Fulltrúi sósíalista tekur undir mikilvægi þess að fulltrúar allra flokka komi að umræðu og ákvarðanatöku um þetta málefni. 

  Fylgigögn

 17. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 20. október 2022. MSS22010025

  Fylgigögn

 18. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 20. október 2022. MSS22010006

  Fylgigögn

 19. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 19. október 2022.  MSS22010028

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðarinnar: 

  Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: „Óskað er eftir upplýsingum um stöðu á úthlutuðum en óbyggðum lóðum í eldri hluta Úlfarsárdals. Hversu margar eru þær nú og hefur nýlega verið rekið á eftir lóðarhöfum um að hraða uppbyggingu?“ Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals hefur áður óskað eftir stöðu mála og fékk svar fyrir ári. Flokkur fólksins hefur einmitt verið með þessar fyrirspurnir og það oftar en einu sinni, síðast 10. ágúst 2022. Þeim hefur verið vísað til  umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs og byggingarfulltrúa. Aldrei hafa borist svör. Síðast var vitað um 30 sérbýlislóðir, allt lóðir  sem Reykjavíkurborg bauð út árið 2006 og seldi hæstbjóðendum og fékk greitt fyrir þær fyrir 15-16 árum. Á þessum lóðum má víða sjá rusl og drasl og oft byggingarefni sem legið hefur á víð og dreif um lóðirnar og fokið um hverfið. Umræðuna um lóðarskort þarf ekki að kynna. Það sárvantar húsnæði sem hefur leitt til þess að fasteignamarkaðurinn er ekki í jafnvægi. Þegar skipulagsyfirvöld veita byggingarleyfi eiga að fylgja því  tímamörk sem umsækjandi hefur til að fullklára bygginguna. Útgefið leyfi þarf að leiða til þess að bygging rísi á viðkomandi lóð innan ákveðins tíma.

  Fylgigögn

 20. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 17. október 2022. MSS22010034

  Fylgigögn

 21. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 12. október 2022. MSS22010018

  Fylgigögn

 22. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 26. september og 3. október 2022. MSS22010017

  Fylgigögn

 23. Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 8. júlí, 26. ágúst og 23. og 29. september 2022. MSS22010015

  Fylgigögn

 24. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 16. september og 14. október 2022.  MSS22010019

  Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

  Í fundargerð stjórnar Strætó frá 16. september, undir lið 2, er fjallað um gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi frá og með 1. október. Gjaldskráin var hækkuð um 12,5%. Um mikla hækkun er að ræða fyrir þau sem treysta á strætó. Ljóst er að fjármagna þarf strætó þannig að farþegar séu varðir fyrir skyndilegum fargjaldahækkunum. Í fundargerð kemur einnig fram að gjaldskráin hafi verið óbreytt síðan um áramótin 2020/2021 en þann 16. nóvember 2021 var Klapp, rafrænt greiðslukerfi Strætó innleitt og öll gjaldskráin einfölduð þar sem markmiðið var að hún yrði sanngjarnari og myndi veita viðskiptavinum jafnari kjör á fargjöldum. Hér er rétt að taka fram að gjaldskráin er ekki sanngjörn gagnvart öryrkjum sem eru þau einu sem ekki mega greiða afsláttargjald með reiðufé. Fundargerð stjórnar Strætó frá 14. október fjallar m.a. um fjárhagsstöðu Strætó og þar kemur fram að rætt hafi verið um útvistun á akstri og fjallað um nauðsyn þess í ljósi fjárhagsstöðu Strætó og ákveðið að taka þau mál til alvarlegrar skoðunar. Fulltrúi sósíalista ítrekar að það er með öllu ónauðsynlegt að útvista akstri. Það er ekki lögmál að slæm fjárhagsstaða þýði sjálfkrafa meiri útvistun. Sósíalistar leggjast gegn útvistun þar sem að slíkt keyrir niður launakjör eins og dæmin sanna. 

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar frá 14. október: 

  Hefja þarf næturstrætó hið fyrsta aftur í Reykjavík. Eins og fram hefur komið í umræðunni hefur skapast vandi í miðbænum vegna  mannfjölda sem er að reyna að  komast heim til sín á kvöldin um helgar. Næturleiðir minnka þann vanda og geta komið fleirum heim með öruggum hætti. Ástæða er til að halda akstri áfram á stærstu næturleiðunum þar sem þær eru ágætlega nýttar. Sjálfsagt er að skoða hagræðingarleiðir s.s. að láta alla farþega sem borga stakt gjald greiða tvöfalt fargjald líkt og var fyrir heimsfaraldur. Fleiri leiðir mætti skoða. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hvort fólk almennt hafi vitað af næturstrætó, svo sem hvar þeir væru staðsettir og tímasetningar. Þetta eru nýjar leiðir sem ekki hafa verið í gangi árum saman. Það tekur því tíma fyrir fólk að átta sig á notkunarmöguleikum leiðanna.

  Fylgigögn

 25. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 26. október 2022.
  B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur. MSS22060175

  Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðarinnar: 

  Kynntar eru niðurstöður netkönnunar Maskínu um viðhorf til göngugatna. Engar upplýsingar um niðurstöður fylgdu með í útsendum gögnum. Úrtakið var 1078 svarendur í Reykjavík og er sagt að það endurspegli þjóðina vel. Neikvæðir eru færri en jákvæðir gagnvart göngugötum í miðbænum. Eftir því sem fólk er eldra þeim mun neikvæðara er það gagnvart göngugötum. Þeir sem búa fjær miðbænum eru neikvæðari gagnvart göngugötum en þeir sem búa nálægt þeim. Neikvæðum hefur þó fækkað frá síðustu könnun. Þessar niðurstöður koma ekki beinlínis á óvart ef horft er á heildina. Flokkur fólksins lítur á þetta með þeim hætti, allavega að hluta til, að þeir sem búa lengst frá miðbænum eiga stundum í basli með að komast í bæinn til að njóta göngugatna. Almenningsvagnar virka ekki vel fyrir alla hópa og þeir sem vilja koma á bílnum sínum óttast að fá ekki bílastæði. Ákveðinn hópur treystir sér ekki í bílastæðahúsin og má þar nefna kannski helst eldra fólk og öryrkja. Það er mat margra að miðbærinn með sínum ágætu göngugötum sé helst að þjóna og gleðja íbúa við þessar götur og nágrenni og ferðamenn. Verslun, almenn og fjölbreytt verslun eins og hún var er ekki lengur í miðbænum sem skartar einna helst veitingastöðum, krám, börum og verslunum fyrir ferðamenn.

  Fylgigögn

 26. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. MSS22090188

  Fylgigögn

 27. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS22100008

  Fylgigögn

 28. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarráði um verkefnið Kveikjum neistann 18. ágúst 2022 og var henni vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. Lagt var til að verkefnið Kveikjum Neistann yrði innleitt í grunnskólum Reykjavíkur í samráði við skólasamfélagið þar sem það hefur sýnt einstaklega skýrt að það er að virka og er skemmst að vísa til reynslunnar í Vestmannaeyjum. Hvenær er að vænta svars/umsagnar og afgreiðslu þessarar tillögu?

  Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS22080111

 29. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvernig innkaupum þjónustu- og nýsköpunarsviðs er skipt á milli sviðsins sjálfs og svo innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Sér innkaupaskrifstofa Reykjavíkur um innkaup/útboð fyrir hönd sviðsins að hluta til eða að öllu leyti? Er lögfræðiteymi þjónustu- og nýsköpunarsviðs starfandi á innkaupaskrifstofu varðandi lögfræðileg málefni tengd innkaupum og útboðum? Einnig óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir að vita hvort önnur svið eða skrifstofur séu með lögfræðinga hjá sér til þess að sjá um innkaupa og útboðsmál. Ef svo er, hvar liggur línan á milli verkefna innkaupaskrifstofu og svo innkaupa og útboðsmála hvers sviðs eða skrifstofu fyrir sig?

  Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs. MSS22100259

 30. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

  Fulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hvort hafnar eru árangursmælingar á sérkennslu í grunnskólum Reykjavíkur. Flokkur fólksins var með tillögu um að gera slíkar mælingar fyrir nokkrum misserum. Miklu fé er varið í sérkennslu á hverju ári eða um fimm milljörðum sem er hið besta mál. En ávallt þarf að spyrja hvort sérkennslan sé vel skilgreind og einstaklingsmiðuð og hvort hún sé að skila mælanlegum árangri. Einnig er mikilvægt að barn fái viðhlítandi greiningu áður en það fer í sérkennslu til þess að hægt sé að haga sérkennslunni þannig að hún mæti þörfum barnsins. Til þess að vera fullviss um að barn sé að fá það út úr sérkennslunni sem það þarf verður að mæla árangur og aðeins þannig er hægt að endurbæta hana eftir þörfum og á forsendum barnsins. Löngu tímabært er að meta með kerfisbundnum hætti árangur með reglulegum hlutlægum mælingum til að greina hvort sérkennslan hafi leitt til bættrar stöðu barna og ef ekki, að greina og innleiða þá helstu tækifæri til úrbóta.

  Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. MSS22100260

  - Kl. 10:10 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum og Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi.

 31. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 24. október 2022, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022. FAS22010035
  Greinargerðir fylgja tillögunum.
  Vísað til borgarstjórnar.

  -    Kl. 10:15 taka Halldóra Káradóttir, Hörður Hilmarsson, Erik Tryggvi S. Bjarnason, Anna Karen Arnarsdóttir, Hallur Símonarson, Lárus Finnbogason, Logi Steinn Friðþjófsson og Anna Guðmunda Andrésdóttir taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.
  -    Kl. 10:15 víkja Ebba Schram og Ívar Vincent Smárason af fundinum.

  Fylgigögn

 32. Fram fer kynning fjármála- og áhættustýringarsviðs á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 og frumvarpi að fimm ára áætlun 2023-2037, ásamt tengdum tillögum. Kynntar eru starfs- og fjárhagsáætlanir skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs, miðlægrar stjórnsýslu, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, íþrótta- og tómstundasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs og þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Einnig er kynnt fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar.

  -    - Kl. 12:50 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
  -    - Kl. 13:45 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum að nýju.

  Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Frans Páll Sigurðsson, Agnes Sif Andrésdóttir, Dís Sigurgeirsdóttir, Magnús Davíð Norðdahl, Anna Kristinsdóttir, Sigurður Páll Óskarsson, Skúli Helgason, Steinþór Einarsson, Andrés Bögebjerg Andreasen, Huld Ingimarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Ólöf Örvarsdóttir, Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson. Kristinn Jón Ólafsson og Óskar Jörgen Sandholt taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22010020

 33. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2023 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. Einnig er lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna trúnaðar á framlögðum gögnum, dags. 25. október 2022.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22010020

 34. Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun 2023-2027, ásamt greinargerð.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22010020

 35. Lögð fram fjármálastefna Reykjavíkurborgar 2023-2027.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22100171

 36. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2022, um lántökur á árinu 2023.
  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22100137

 37. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2022, um álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2023.
  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22100139

 38. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2022, um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2023.
  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22100140

 39. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2022, um gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2023.
  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22100140

 40. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2022, um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2023.
  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22100140

 41. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. október 2022, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2023.
  Greinargerð fylgir tillögunni.
  Frestað.

  Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 1. nóvember 2022, eða hálftíma fyrir kynningu borgarstjóra á frumvarpi að fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun í borgarstjórn, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 25. október 2022. FAS22010020

Fundi slitið kl. 16:16

Einar Þorsteinsson Heiða Björg Hilmisdóttir

Alexandra Briem Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Hildur Björnsdóttir Kjartan Magnússon

Sanna Magdalena Mörtudottir