Borgarráð
Ár 2022, fimmtudaginn 1. september, var haldinn 5674. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:04. Viðstödd voru: Einar Þorsteinsson, Alexandra Briem, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Kjartan Magnússon, Sanna Magdalena Mörtudóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sat fundinn áheyrnarfulltrúinn Líf Magneudóttir. Áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Theódór Kjartansson og Hulda Hólmkelsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. ágúst 2022, sbr. samþykkt stafræns ráðs frá 24. ágúst 2022 á tillögu um stefnumótun fyrir framtíðarhögun starfsemi Borgarskjalasafns Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.
- Kl. 9:10 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.
Samþykkt.
Óskar Jörgen Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ÞON21010004
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í niðurstöðum könnunar sem gerð var ekki alls fyrir löngu mátti sjá að skjalastjórn stofnana og starfseininga Reykjavíkurborgar var ábótavant og litlar breytingar höfðu orðið til batnaðar frá síðustu könnun sem gerð var árið 2017. Þetta er eitt af því sem hefði átt að fara í forgang enda mikilvægt að skjalastjórnun sé í lagi. Það hefur verið akkilesarhæll borgarinnar að ekki skuli vera gerðar meiri kröfur um virka árangursstjórnun og raunhæfa forgangsröðun þjónustu og nýsköpunarsviðs en raun ber vitni. Flokkur fólksins fagnar því þeim tillögum um framtíðarmál Borgarskjalasafns sem hér eru lagðar fram. Borgarskjalasafn hefur staðið sig vel og gert sitt besta við annars afar ófullkomnar aðstæður.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks undirstrika mikilvægi þess að Borgarskjalasafn fái ráðandi aðkomu að fyrirhugaðri vinnu enda er safnið sjálfstæð skjalavörslustofnun í eigu borgarinnar. Það er jákvætt og mikilvægt að safnið fái að skipa fulltrúa sína sjálft og undirstrika fulltrúarnir mikilvægi þess að borgarskjalavörður komi að vinnunni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2022, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 1 við Gullsléttu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22080214
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2022, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2022 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 2-4 við Járnháls, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22030153
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2022, sbr. synjun umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2022 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi vegna lóðarinnar Skrauthólar 4, ásamt fylgiskjölum.
Synjun umhverfis- og skipulagsráðs er staðfest.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22080218
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. ágúst 2022, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 24. ágúst 2022 á breytingu á deiliskipulagi Landakotsreits vegna lóða nr. 13-15 við Túngötu og 14-16 við Hávallagötu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22080220
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna verkefna umferðaröryggisáætlunar 2022. Kostnaðaráætlun 2 er 200 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK22080011
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er borgarráð að heimila umhverfis- og skipulagssviði að fara í útboð til ýmissa framkvæmda í umferðaröryggismálum skv. umferðaröryggisáætlun Reykjavíkur. Um er að ræða gangbrautir, hækkanir fyrir gangandi, hraðalækkandi kodda, bætta lýsingu og þess háttar um alla borg.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta eru allt góðar og gagnlegar aðgerðir og sumum hverjum hefur lengi verið beðið eftir. Líklega er minna gert en þörf er fyrir. Í þessu sambandi langar fulltrúa Flokks fólksins að nefna götu sem áður hefur komið til tals þegar talað er um umferðaröryggisaðgerðir og er það Laugarásvegurinn. Þar vantar hraðamerkingar og er einnig nauðsynlegt að bæta við hraðahindrun t.d. fyrir neðan Áskirkju eða nálægt. Þessi gata er sérstök fyrir þær sakir að hún er löng, breið og tengir saman hverfi. Íbúar hafa ítrekað haft samband og lýsa því að þarna aki bílar iðulega á mikilli ferð. Mikilvægt er að einnig verði sett upp 30 km skilti á Laugarásveginn. Margir ökumenn telja að þarna sé 50 km/klst. hámarkshraði en vegurinn er hluti af 30 km svæði.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir í Hljómskálagarði vegna endurbóta svæðis fyrir viðburði. Kostnaðaráætlun 2 er 130 m.kr.
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. USK22080088
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nauðsynlegt er að gera eitthvað fyrir Hljómskálagarðinn ef halda á áfram að nota hann fyrir viðburði eins og t.d. menningarnótt. Á síðustu menningarnótt var margt um manninn í Hljómskálagarðinum. Aðgengi fyrir þá sem eru með skerta hreyfifærni var verulega ábótavant. Lítið var um staði þar sem hægt var að tylla sér og erfitt að komast um á hjólastól, ef ekki vonlaust. Salernisaðstaða var nánast engin. Útisalernin sem voru þarna voru ekki þrifin og ekki mönnum bjóðandi. Ekkert er minnst á slíka uppbyggingu í þessari kynningu. Aðallega er fjallað um svæði fyrir svið, að koma fyrir lýsingu og að akstursleiðir þjónustubíla inn á svæðið verði lagfærðar og styrktar. Flokkur fólksins vill að aðgengi sé sett í forgang þegar horft er til verkefna af þessu tagi. Einnig þarf að gæta þess að ganga ekki of langt í byggingu mannvirkja. Hljómskálagarðurinn er einstakur og auðvelt að eyðileggja hann með of mikið af byggingum og veraldlegu skrauti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. ágúst 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarstjóra verði falið umboð til viðræðna við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, f.h. innviðaráðuneytisins og ríkisstjórnarinnar um samning á grundvelli rammasamnings innviðaráðuneytisins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Í viðræðum við innviðaráðherra og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur komið fram sá vilji að ljúka samningum fyrir nk. áramót. Borgarstjóri mun skipa samningateymi sem mun leiða viðræðurnar með erindisbréfi. Hlutverk þess verði að vinna að samningsmarkmiðum Reykjavíkurborgar en jafnframt vinna eða láta vinna nauðsynlegar greiningar á uppbyggingarþörf, nauðsynlegum innviðum og fjárhagslegt mat. Jafnframt verði borgarstjóra falið að beita sér á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir því að önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og eftir atvikum víðar geri sambærilega samninga þannig að úr verði húsnæðissáttmáli sem tryggi sameiginlegt átak um allt höfuðborgarsvæðið og víðar til að tryggja að þau markmið sem að er stefnt gangi eftir. Samningur og eftir atvikum húsnæðissáttmáli fleiri sveitarfélaga skal lagður fyrir borgarráð til staðfestingar og staða samninga kynnt í borgarráði eins og tilefni er til á meðan á samningagerð stendur. Fyrir gerð fjárhagsáætlunar ársins 2024 verði unnin heildstæð innviðaáætlun undir forystu eignaskrifstofu Reykjavíkurborgar og atvinnuþróunarteymis en með aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur og Veitna, auk Betri samgangna og annarra aðila eftir atvikum.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.Málið fer til fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti . MSS22080205
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðisskorturinn í Reykjavík hefur farið vaxandi og verið ein ástæða gríðarlegra hækkana á fasteignamarkaði. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur áætlað að byggja þurfi 4.000 íbúðir árlega næstu árin. Þörfin verði mest á höfuðborgarsvæðinu en þar sé jafnframt mörg þúsund íbúða uppsöfnuð þörf vegna takmarkaðrar uppbyggingar, aukinnar fólksfjölgunar og hækkandi lífaldurs. Sjálfstæðisflokkurinn telur mikilvægt að mæta húsnæðisþörfinni – bæði þeirri uppsöfnuðu og til framtíðar. Það verður einungis gert í samstarfi við einkaframtakið í borginni og með úthlutun hagstæðra lóða fyrir venjulegt fólk. Ef við viljum að Reykjavík verði eftirsóknarverður búsetukostur til framtíðar, þarf að tryggja úrval húsnæðiskosta í lifandi borgarumhverfi sem hæfir fjölbreyttum þörfum fólks á öllum aldri. Mikilvægt er að skoða tafarlaust möguleika á uppbyggingu í Örfirisey og að Keldum, samhliða aukinni þéttingu innan hverfa sem hafa til þess svigrúm, til að mynda í Úlfarsárdal og Staðarhverfi. Þéttingu byggðar þarf að framkvæma þannig að sem minnst röskun verði á lífsgæðum fólks, í sem mestri sátt við nærumhverfið. Mæta þarf húsnæðisþörfinni með kröftugri framfylgd húsnæðisáætlana samhliða skipulagi nýrra svæða. Tryggja þarf minni miðstýringu, stafrænar lausnir, nýsköpun í stjórnsýslu skipulags- og byggingamála, lægri álögur og sveigjanlegra regluverk fyrir byggingaiðnað í Reykjavík. Einungis þannig náum við árangri.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er ekki nóg að 30% íbúðanna verði hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði, þ.e. íbúðir innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlánaíbúðir eða óhagnaðardrifin uppbygging fyrir aðra hópa, s.s. stúdenta, eldra fólk og öryrkja. Húsnæði er mannréttindi sem á ekki að hagnast á. Í því samfélagi sem við búum í, býr fólk við ömurlegar aðstæður vegna hræðilegrar húsnæðisstöðu. Fulltrúi sósíalista leggst gegn því að 70% íbúðanna verði óhagkvæmar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar rammasamningi ríkis og sveitarfélaga um aukið framboð íbúða 2023-2032 og sameiginlega sýn og stefnu í húsnæðismálum. Það er gríðarlega mikilvægt að auka framboð á húsnæðismarkaði til að halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Mikilvægt er að framboð sé alltaf nægjanlegt. Ræða ætti fleiri leiðir sem geta minnkað byggingarkostnað. Bent hefur verið á að byggingarreglugerð sé of ströng og leyfi ekki nýjungar í skipulagi íbúða. Til dæmis er ekki víst að allar íbúðir geti tekið við fólki sem notast við hjólastóla. Ekki er heldur alltaf þörf á sér þvottahúsi eða jafnvel sér geymslu þótt vissulega sé það mikill kostur á eign. Flokkur fólksins er með þessu að benda á að íbúðir geta verið margskonar án þess að slakað sé á gæðaviðmiðum. Í samningsmarkmiðunum er gert ráð fyrir að 5% íbúða verði félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélaga. Flokkur fólksins hefur áður bókað að þetta hlutfall mætti auka. Einnig mætti hækka úr 30% í 40% á íbúðum sem eiga að vera hagkvæmar, sem ætlaðar eru að vera innan almenna íbúðakerfisins og hlutdeildarlánaíbúðir eða óhagnaðardrifin uppbygging fyrir aðra hópa, s.s. stúdenta, eldra fólk og öryrkja.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er orðið ljóst að Reykjavíkurborg þarf og á að gera meira þegar það kemur að uppbyggingu hagkvæms og félagslegs húsnæðis og leigumarkaðar á viðráðanlegu verði. Þó skurkur hafi verið gerður í m.a. að stytta biðlista eftir félagslegu húsnæði þá verður að setja markið hærra en 5%. Það sama gildir um hagkvæmt húsnæði. Væri það svo fráleitt að samningsmarkmið Reykjavíkurborgar væri 30% húsnæði á félagslegum leigumarkaði og að 70% uppbyggingar væri óhagnaðardrifið húsnæði á viðráðanlegu verði? Viðmiðin sem nú er gengið út frá eru pólitísk. Þeim má breyta. Það er löngu orðið tímabært að gera meira og endurskoða þá stefnu sem hefur verið rekin hingað til. Stjórnmálamenn eiga að sýna hugrekki og vera róttækari og metnaðarfyllri í áætlunum sínum um húsnæðisuppbyggingu og leita leiða til að hafa bein áhrif á húsnæðismarkaðinn sem er að verða til. Við þurfum að byggja til langrar framtíðar, umhverfisvænt og nálægt góðum almenningssamgöngum og grunnþjónustu. Við þurfum að byggja fyrir komandi kynslóðir í ört vaxandi borg – og því þarf að setja markið hærra núna.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 29. ágúst 2022, þar sem lagt er fram til kynningar yfirlit yfir innleiðingu húsnæðisáætlunar á öðrum ársfjórðungi 2022, ásamt fylgiskjölum.
Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22020087
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki er að sjá að byggt sé of mikið og ansi langt er í það. Er ekki æskilegt að komast í þá stöðu til að húsnæðisverð lækki? Í borginni ætti að byggja yfir 2500 íbúðir árlega til að slá á umframeftirspurnina. Flokkur fólksins telur að skoða þurfi að brjóta nýtt land undir byggð auk þess sem fjölga þarf íbúðum í hverfum sem hafa innviði. Loforð þess meirihluta sem situr nú við völd var að byggja af krafti t.d. í Úlfarsárdal og Grafarvogi þar sem innviðir eru fyrir hendi. Flokkur fólksins vill minna Framsókn á tal flokksins og þ.m.t. loforð fyrir kosningar. Haft var eftir oddvita Framsóknar að „verði sami meirihluti áfram á næsta kjörtímabili muni verða áframhaldandi neyðarástand á húsnæðismarkaði.“ Nú er Framsókn kominn um borð og beðið er eftir að sjá útspil þeirra í húsnæðismálum. Flokkur fólksins tekur undir orð oddvitans frá því fyrir kosningar að „hátt húsnæðisverð í Reykjavík að mestu tilkomið vegna stefnu borgarstjórnarmeirihlutans í húsnæðismálum.“ Við viljum öll sjá stórsókn í húsnæðismálum í höfuðborginni. https://hringbraut.frettabladid.is/frettir-pistlar/segir-sama-meirihluta-avisun-a-aframhaldandi-neydarastand-a-husnaedismarkadi/.
Fylgigögn
-
Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir janúar-júní 2022 ásamt greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta, dags. 1. september 2022, og greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 1. september 2022. Einnig er lögð fram skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 1. september 2022, og umsögn innri endurskoðunar, dags. 29. ágúst 2022.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22080043
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Sex mánaða uppgjör Reykjavíkurborgar endurspeglar áhrif verðbólgu og þenslu á fjármál borgarinnar, auk áhrifa fjórðu bylgju COVID í byrjun árs. Ytra umhverfi einkennist af efnahagslegri óvissu, m.a. vegna innrásar Rússlands í Úkraínu. Brugðist verður strax við af hálfu borgarinnar í samræmi við ábyrga fjármálastjórn og dregið úr fjárfestingum og þar með lántökuþörf vegna hennar á árinu 2022 um 7 milljarða. Mikilvægt er að bregðast strax við og vinna að því að stoppa hallarekstur borgarinnar og mun fjármálahópur borgarinnar vinna að því. Gjaldskrár verða leiðréttar í ljósi aukinnar verðbólgu um 4,5% þannig að þær lækki minna að raungildi. Hugað verði að reglum um ráðningar til að gæta aðhalds í þeim, þar sem við á. Rammaúthlutun vegna fjárhagsáætlunar 2023 er einnig aðhaldssöm. Fjárhagsáætlun næsta árs mun fela í sér hagræðingu. Jafnframt er ljóst að stór vandi í fjármálum borgarinnar eins og annarra sveitarfélaga er vegna vanfjármögnunar á málaflokkum þar sem hallar á í fjárhagslegum samskiptum við ríkið. Því er skipað sérstakt samningateymi til að ná árangri í þeim viðræðum. Langtímasýnin er skýr um sjálfbærni og varfærni í fjármálum þar sem tryggður er stöðugleiki til langs tíma.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Enn sígur á ógæfuhliðina í fjármálum Reykjavíkurborgar eins og framlagður árshlutareikningur sýnir glögglega. Samkvæmt uppgjörinu nema skuldir samstæðunnar 420 milljörðum króna og hækkuðu þær um 13 milljarða fyrstu sex mánuði ársins eða um rúma tvo milljarða á mánuði. Matsbreyting fjárfestingareigna nemur 19,9 milljörðum króna, sem skýrir hvernig svokallaður hagnaður samstæðunnar er reiknaður út. Tap á rekstri A-hluta stefnir í að verða viðvarandi en það nam 8,9 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt reikningnum. Er það rúmlega fjögurra milljarða lakari niðurstaða en áætlað var.Slíkar staðreyndir verða ekki umflúnar og er ljóst að útgjöld Reykjavíkurborgar eru langt umfram afkomu þrátt fyrir mettekjur af sköttum og gjöldum. Ljóst er að fráfarandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna ber ábyrgð á því ófremdarástandi, sem ríkir í fjármálum Reykjavíkurborgar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins skora á nýmyndaðan meirihluta Samfylkingar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar að snúa af þessari óheillabraut í fjármálum borgarinnar og koma rekstrinum á réttan kjöl.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjármálastaða Reykjavíkur er grafalvarleg. Fjármálasvið er með ábendingar og er brýnt að meirihlutinn taki þær alvarlega. Nú þarf að staldra við og forgangsraða upp á nýtt. Bíða þarf með verkefni sem geta beðið og forgangsraða verkefnum í þágu beinnar þjónustu borgarbúa, börn og viðkvæma hópa. Skuldir hafa hækkað um 13 milljarða fyrstu sex mánuði ársins eða um rúma tvo milljarða á mánuði. Tap á rekstri A-hluta nam 8,9 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins sem er um fjórum milljörðum lakara en áætlað var. Meirihlutinn þarf að axla ábyrgð í stað þess að skella allri skuld á ytri aðstæður. Verðbólgan er vissulega há, mikið til vegna veiks fasteignamarkaðs. Farið er yfir vanda Strætó bs. sem kemur nú af fullum þunga. Halli á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði er í sögulegu hámarki. Styrkja þarf þessi svið á sama tíma og finna hagræðingarleiðir sem ekki koma niður á þjónustu. Ekki þarf að rifja upp hver staðan er í leikskólamálum eða myglu- og rakavanda skólabygginga. Veita þarf fullnægjandi fjármagni í þessa málaflokka til að leysa vandann. Nú er biðlisti barna eftir sálfræðingum og öðrum fagaðilum um 2012 börn. Til samanburðar má nefna að börnin á biðlistanum voru 400 árið 2018.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Sex mánaða uppgjör borgarinnar er boðberi válegra tíðinda fyrir borgarbúa og starfsmenn borgarinnar. Það ber með sér að ráðist verði í niðurskurð, gjaldskrárhækkanir og að ýmiskonar framkvæmdir verði stöðvaðar. Hér verður að fara varlega og meta hvert og eitt viðbragð og hverja aðgerð í því stóra verkefni að koma rekstri borgarinnar á réttan kjöl og gera rekstur hennar sjálfbæran. Í þeirri vinnu verður að meta og taka tillit til ólíkra áhrifa á fjölbreytta hópa í borginni og til þess þarf að beita m.a. aðferðum kynjaðrar fjárhagsáætlunargerðar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 28. ágúst 2022, um útkomuspá fjárfestinga á árinu 2022.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22080043
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 23. ágúst 2022, um breytingar á fjárfestingaáætlun A-hluta Reykjavíkurborgar.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22030040
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enginn þarf að undrast að viðhaldskostnaður sé meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir enda hefur lengi verið vanáætlað í þessum málaflokki. Nú er komið að skuldadögum og verið er að færa fé milli verkefna eftir því hvar neyðarástand er mest. Börn stunda nú nám á ólíklegustu stöðum í borginni, jafnvel í gömlu skrifstofuhúsnæði. Kannski er nú verið að forgangsraða meira en undanfarin ár í þágu barna, leik- og grunnskóla. Í viðauka má sjá að lækka á heimildir í verkefni eins og Borgargötur, verkefni v. Nauthólsvegar, vegna Hofsvallagötu og fjárheimild vegna Skerjafjarðar verður lækkuð um 180 m.kr. Skipulag Skerjafjarðar er í uppnámi vegna þess að nú liggur nánast ljóst fyrir að flugvöllurinn mun ekki fara í Hvassahraun og enginn annar staður er í kortunum. Einnig á að lækka fjárheimild vegna umhverfis- og aðgengismála og verkefnisins Lýðheilsa og Leikur. Aðgengismál eru einnig allt of skammt á veg komin í borginni. Sérstakt er að sjá hvað mikið var búið að áætla í Toppstöðina. Vill nokkur nýta þetta hús, lélegt stálgrindarhús með asbest klæðningum. Hefði ekki verið betra að rífa húsið og byggja hentugt hús á lóðinni?
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. ágúst 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að fjárfestingaáætlun eignasjóðs Reykjavíkurborgar verði lækkuð um 7.449,8 m.kr. á árinu 2022, þ.e. úr 32.435 m.kr. í 24.985,2 m.kr. Tillagan er í samræmi við hjálagða útkomuspá fjárfestinga árið 2022.
Vísað til borgarstjórnar.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Jón Valgeir Björnsson og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22030040
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skiljanlega þarf að umbylta fjárhagsáætlun í ljósi verðbólgu og neyðarástands á húsnæðismarkaði. Lækka á fjárfestingaráætlun eignasjóðs Reykjavíkurborgar um 7.449,8 m.kr. á árinu 2022, þ.e. úr 32.435 m.kr. í 24.985,2 m.kr. Tillagan er í samræmi við hjálagða útkomuspá fjárfestinga. Árið 2022 er gert ráð fyrir að fjárfestingar ársins verði um 25.000 milljónir, eða um 7.500 milljónir undir áætlun. Flokkur fólksins telur að ástæða þessarar þenslu sé ekki hvað síst vöntun á fasteignum. Ekki hefur verið byggt nægjanlega og mun það taka tíma að bæta upp fyrir þau ár sem of lítið var byggt. Borgarstjórnarmeirihlutinn vill setja ábyrgðina á annað en eigið aðgerðarleysi í byggingarmálum. Vissulega er ekki ein báran stök en mikilvægt er að axla ábyrgð sem stjórnvald. Þess utan er það líklegast nokkuð ýkt að það hafi orðið miklar hækkanir á byggingarefnum. Í byggingavöruverslunum er þvert á móti mikið um tilboð þar sem byggingarvörur eru á lægra verði en undanfarið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. ágúst 2022, þar sem lagt er fram minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs um þróun tekna og útgjalda málaflokka 2008-2021. dags. í ágúst 2022, ásamt fylgiskjölum.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22080021
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 29. ágúst 2022, að rammaúthlutun Reykjavíkurborgar 2023, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22010020
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. ágúst 2022, um forsendur fjárhagsáætlunar 2023 og fimm ára áætlunar 2023-2027.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS22080133
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. ágúst 2022:
Lagt er til að mannauðs- og starfsumhverfissviði verði falið að gera tillögu að breyttum ráðningarreglum og fyrirkomulag eftirfylgni með þeim. Markmiðið er að auka yfirsýn með nýráðningum og endurráðningum vegna starfsmannaveltu, draga úr eða fresta ráðningum þar sem færi er á en ekki skapa hik varðandi ráðningar vegna grunnþjónustu við velferð, skóla og frístund þar sem mikilvægt átak í ráðningum stendur yfir.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22010020
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn leggur til mótun og innleiðingu á ráðningarreglum, að breyta skuli reglum og fyrirkomulagi þeim tengdum til að auka yfirsýn með nýráðningarreglum og endurráðningum vegna starfsmannaveltu o.s.frv. Mikill skortur er nú á starfsfólki og mætti horfa á þessa tillögu með ákvörðun um sveigjanleg starfslok í huga sem hefur verið mikið til umræðu. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur í þessum efnum m.a. að vinnu verði hraðað í átt að ákvörðun um sveigjanleg starfslok. Sveigjanleg starfslok eru búin að vera í umræðunni í rúmlega 4 ár og var eitt af því sem síðasti meirihluti lofaði í byrjun kjörtímabilsins að gera skurk í. Sá hópur sem skilaði af sér lagði til 6 tillögur, ýmist um aukna fræðslu, að sett verði á laggirnar þróunarverkefni og málið skoðað í næstu kjarasamningagerð. Tillögurnar eru góðar og gildar en afar seinlegar. Ganga þarf röskar til verks.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. ágúst 2022:
Lagt er til að fjármálastefna Reykjavíkurborgar verði tekin til endurskoðunar í ljósi breyttra forsenda. Endurskoðuð fjármálastefna taki mið af breyttum aðstæðum í ytra og innra umhverfi borgarinnar og nýjum samstarfssáttmála Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar. Stefnan styðji við Græna Planið og þá framtíðarsýn sem þar birtist um græna og vaxandi borg fyrir fólk. Endurskoðuð fjármálastefna verði lögð fram með frumvarpi að fjárhagsáætlun 2023 til 2027.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22080054
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. ágúst 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að meðfylgjandi gjaldskrár Reykjavíkurborgar verði hækkaðar um 4,5% frá og með 1. september 2022.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22080052
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands legur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um að ræða hækkanir sem eru gerðar á hverju ári. Hækkanir eru erfiðar fyrir þau sem illa standa og eiga lítinn pening og er það mat sósíalista að hér séu ýmsir liðir sem eigi ekki að kosta, t.d. skólamáltíðir og þjónusta við börn. Fulltrúi sósíalista samþykkir að vísa þessum lið til borgarstjórnar. Mikilvægt er að borgarstjórn sæki pening til þeirra sem greiða lítið sem ekkert til samfélagsins í gegnum útsvar á fjármagnstekjur.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Við yfirferð þessara gjaldskrárbreytinga sem verða um áramótin vakna ýmsar spurningar t.d. hver er meðaltalshækkun á hvert heimili í sorphirðu og hver meðalkostnaður er á hvert heimili fyrir og eftir? Til að leggja mat á þessar gjaldskrárbreytingar þarf að hafa samanburð við önnur sveitarfélög t.d. Kópavog eða Mosfellsbæ. Flokkur fólksins mun leggja fram formlegar fyrirspurnir til að fá samanburð milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. ágúst 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð skilgreini það sem forgangsverkefni að ná árangri í að leiðrétta þann mikla halla sem er á fjárhagslegum samskiptum Reykjavíkurborgar og ríkisins, sbr. meðfylgjandi minnisblað. Skipað verði aðgerðateymi sem vinni að málum með borgarstjóra, tryggi yfirsýn og veiti fulltrúum borgarinnar og sveitarfélaga í ýmsum hópum sem fjalla um málin á vettvangi stjórnsýslunnar bakland og stuðning. Í teyminu eigi sæti borgarritari, sviðsstjóri fjármála- og áhættustýringarsviðs og borgarlögmaður, auk þess sem einstakir sviðsstjórar fagsviða verði kallaðir til eftir því sem við á. Teymisstjóri samskiptasviðs borgarinnar vinni með hópnum. Borgarstjóri og teymið veiti borgarráði reglulega upplýsingar um framgang mála og formlegt heildaryfirlit yfir fjárhagsleg samskipti ríkis og Reykjavíkurborgar verði lagt fyrir borgarráð að minnsta kosti tvisvar á ári.
Samþykkt.
Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22080056
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er lykilverkefni í fjármálum sveitarfélaga um land allt að árangur náist án tafar í að tryggja fulla fjármögnun frá ríkinu á lögboðnum verkefnum sveitarfélaga. Nýlegt mat á því hvað upp á vantar dregur það rækilega fram. Alls vantar um 9 milljarða í málaflokk fatlaðs fólks til sveitarfélaga miðað við árið 2020 og hefur það sem upp á vantar aukist síðan. Þar af þarf að leiðrétta framlög til Reykjavíkurborgar um yfir fimm milljarða króna. Til að fylgja málum eftir og tryggja hagsmuni Reykjavíkurborgar sem samtals eru um 16 milljarðar króna þegar aðrir málaflokkar eru með taldir er því skipað aðgerðarteymi til að tryggja hámarks árangur, sem fyrst. Jafnframt verður unnið með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks og annarra, eftir því sem tilefni er til.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands legur fram svohljóðandi bókun:
Í þessu samhengi er einnig nauðsynlegt að leggja útsvar á fjármagnstekjur svo að ríkt fólk sem eingöngu fær tekjur sínar af fjármagni eða að stærstum hluta, greiði til samfélagsins eins og á við um aðra. Þá er einnig eðlilegt að fyrirtæki greði aðstöðugjald til sveitarfélaganna fyrir þá aðstöðu sem þau nýta, slíkt gjald getur verið þrepaskipt eftir stærð fyrirtækjanna. Í samskiptum við ríkið þarf einnig að tala fyrir því að hluti áfengisgjalds renni til sveitarfélaganna vegna þjónustu við þau sem hljóta sem mestan skaða af áfengi og vímuefnum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Stór verkefni hafa verið flutt frá ríki til sveitarfélaga án þess að því hafi fylgt tekjustofnar. Þetta eru ekki boðleg vinnubrögð af hálfu ríkisins og hefur Reykjavík andmælt. Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna er jafnvel notaður til að skerða framlög til Reykjavíkur sérstaklega. Flokkur fólksins lagði fram þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að endurskoða löggjöf og regluverk með það að markmiði að öll börn njóti réttlætis óháð búsetu. Það er ekki hægt að una við að eitt sveitarfélag sé fyrirfram útilokað frá úthlutunum jöfnunarframlaga vegna reksturs grunnskóla einungis vegna stærðar Flokkur fólksins vill þó ítreka að á meðan niðurstaða er ekki fengin í mál borgarinnar gegn Jöfnunarsjóði sveitarfélaga þarf Reykjavíkurborg engu að síður að sinna með fullnægjandi hætti nemendum af erlendum uppruna sem standa illa að vígi í íslensku. Börn mega aldrei líða fyrir deilumál af neins konar tagi. Það er sannarlega með öllu óþolandi að Reykjavík njóti ekki framlags úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga hvorki til jöfnunar kostnaðar á rekstri grunnskóla né framlags vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál vegna stærðar sinnar. Þetta er ekki síður óréttlátt þar sem langflestir nemendur sem hafa annað móðurmál en íslensku búa í Reykjavík.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 29. ágúst 2022, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2022. Greinargerðir fylgja tillögunum. Einnig lögð fram jafnréttisskimun vegna tillagnanna.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22010035
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykkti húsaleigusamning um húsnæði að Völvufelli 7a, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Bjarnason, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið. FAS22030043
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. ágúst 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samstarfssamningi milli Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur um viðburði og stuðning borgarinnar við þau verkefni sem eru á vegum ÍBR en síðasti samningur rann út um sl. áramót.
Samþykkt.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ITR22030009
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 30. ágúst 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan viðauka við samstarfssamning dags. 30. mars 2020 milli Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur vegna framlengingar á samstarfssamningi um eitt ár til 31. desember 2023, með vísan í hjálagt bréf sviðstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 24. ágúst 2022.
Samþykkt.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ITR22030004
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 19. ágúst 2022, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 23. maí 2022 á samningi við Knattspyrnufélagið Víking um rekstur íþróttamannvirkja í Safamýri, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ITR22030006
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að ljúka því ferli sem hófst á því að Knattspyrnufélagið Fram fluttist í Úlfarsárdal. Við þá flutninga losnaði góð aðstaða til íþróttaiðkunar í Safamýri. Talið var heppilegast að Víkingar myndu sinna þörfum krakkana í hverfinu og er þessi samningur um rekstur íþróttamannvirkja í Safamýri því lagður fram til samþykktar í borgarráði til að klára þann feril.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 26. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir umsögn menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs um framkomna hugmynd Regins og Fjölnis um uppbyggingu keppnis- og æfingaaðstöðu og áhorfendaaðstöðu við Egilshöll og leigusamning um það mannvirki, ásamt fylgiskjölum.
Vísað til umsagnar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22020089
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. ágúst 2022, varðandi samkomulag um breytingar á starfi og starfslok sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkurborgar.
Samþykkt. MSS22080239Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. ágúst 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að slíta vinaborgasamstarfi við Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007, sbr. hjálagða áskorun Lviv. Borgarstjóri átti fund með borgarstjóra Lviv þann 20. apríl sl. og sendiherra Úkraínu á Íslandi þann 16. júní sl. þar sem þessi mál voru rædd. Í framhaldi af umræðum í borgarráði sl. vor hefur borgarstjóri fundað með utanríkisráðherra um málið og utanríkisráðuneytið gerir ekki athugasemdir við tillögu um slit á vinaborgarsamstarfi. Minnt skal á að borgarstjórn sendi frá sér eftirfarandi einróma ályktun vegna innrásarinnar í Úkraínu þann 1. mars sl: „Borgarstjórn Reykjavíkur fordæmir harðlega innrás Sambandslýðveldisins Rússlands í Úkraínu og lýsir samstöðu og stuðningi við fólkið í Úkraínu. Borgarstjórn skorar á ríkisstjórn Rússlands að draga hersveitir sínar til baka, lýsa yfir vopnahléi og koma á friði þegar í stað. Innrásin í Úkraínu er ólögleg og ómannúðleg – og með henni er friður í Evrópu rofinn. Borgarstjórn lýsir samstöðu með Kyiv, Kharkiv, Kherson og öðrum úkraínskum borgum og landsvæðum sem nú sæta árásum. Jafnframt lýsir borgarstjórn samstöðu með íbúum sem neyðast til að flýja heimili sín eða berjast varnarbaráttu við ofurefli. Innrás sem þessi gengur gegn öllum gildum borgarstjórnar Reykjavíkur og hvetjum við því ríkisstjórn Íslands og stjórnir vinaríkja til að taka á móti flóttafólki og veita allan þann stuðning sem þarf til að hjálpa úkraínsku þjóðinni að komast í gegnum þessar hörmungar. Reykjavíkurborg mun ekki láta sitt eftir liggja í þeim efnum og lýsir sig tilbúna til að taka á móti fólki á flótta.“ Í samræmi við ráðgjöf borgarlögmanns verður leitað viðbragða borgarstjórnar Moskvu við ofangreindu áður en slit á vinaborgarsamstarfi og ofangreindum samningi verða formlega orðin.
Samþykkt. MSS22040212
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
1. mars sl. fordæmdi borgarstjórn harðlega innrás Rússlands í Úkraínu og lýsti yfir stuðningi við fólkið í Úkraínu. Í apríl fundaði borgarstjóri með borgarstjóra Lviv í Úkraínu þar sem vinaborgarsamstarf Moskvu var rætt. Þá var sama mál rætt á fundi borgarstjóra með sendiherra Úkraínu og loks við utanríkisráðherra í ágústmánuði. Ráðuneytið gerði ekki athugasemdir við slit á vinaborgarsamstarfi. Í samræmi við ráðgjöf borgarlögmanns verður leitað viðbraga frá borgaryfirvöldum í Moskvu áður en formleg slit á samningi og vinaborgarsamstarfi eiga sér stað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 29. ágúst 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag við lóðarhafa að lóðinni Brautarholt 16, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22080208Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Jákvætt er að verið sé að breyta atvinnulóð í íbúðarlóð. Fulltrúa sósíalista finnst mikilvægt að skoða umgjörð í kringum uppbyggingu húsnæðis og tryggja að húsnæði verði byggt upp út frá óhagnaðardrifnu sjónarmiði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 25. ágúst 2022, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 22. ágúst á breytingu á fulltrúa menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs í hússtjórn Leikfélags Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. MOF22080017Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. ágúst 2022, um fyrirhugaða ferð borgarstjóra til Parísar vegna formennsku í OECD Champion Mayors. MSS22080233
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 30. ágúst 2022, varðandi ferð borgarfulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022, ásamt fylgiskjölum. MSS22030203
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um sveigjanleg starfslok eldri borgara, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. júlí 2022. Einnig lögð fram umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
Samþykkt að vísa tillögunni frá.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22070131
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Flokks fólksins gekk út á að leitað verði leiða til að bjóða eldri borgurum upp á sveigjanlegri vinnulok. Tillagan nær til allra eldri borgara sem starfa á vegum Reykjavíkurborgar. Nú er fólki gert að hætta störfum við sjötugsaldur hvort sem því líkar það betur eða verr. Starfshópur um málið hefur nýlega skilað tillögum og eru þær raktar í umsögn mannauðs- og starfsumhverfissviðs. Tillögurnar ganga of skammt að mati Flokks fólksins. Flokkur fólksins vill að gengið sé röskar til verks í þessu máli. Vissulega má fagna hverju skrefi sem tekið er í átt að sveigjanlegri starfslokum. Mannekla í ákveðnum störfum á þó ekki að stýra því hvort fólki sé leyft að vinna eins lengi og það langar og getur. Missir er fyrir samfélagið að sjá á eftir fólki af vinnumarkaði fyrir þær einar sakir að ná sjötugsaldri. Það eru mannréttindi að geta tekið ákvarðanir um sín atvinnumál eins og annað í lífinu. Sveigjanleg starfslok er pólitísk ákvörðun. Aukinn sveigjanleiki varðandi það hvenær og hvernig fólk lýkur atvinnuþátttöku leiðir til bæði efnahagslegs og heilsufarslegs ábata fyrir samfélagið.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 18. ágúst 2022. MSS22010025
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3 og 4. lið fundargerðarinnar:
Fram fer umræða um aðgengi að fundum nefndarinnar og kynning á hlutverki aðgengis- og samráðsnefndar. Flokkur fólksins fagnar að þessi umræða hafi átt sér stað. Hlutverk nefndarinnar þarf að vera kýrskýrt. Flokki fólksins fannst það ekki nógu skýrt á síðasta kjörtímabili og veltir einnig upp þeirri spurningu hvort aðgengis- og samráðsnefndin væri að fjalla um mál þar sem grunur léki á að brotið væri á fötluðu fólki. Í þessu sambandi má minnast á minnisblað borgarlögmanns sem taldi að Bílastæðasjóði hafi verið óheimilt að taka gjald af handhöfum P-korta. Verið er að taka gjald af öryrkjum með stæðiskort þegar ekki á að gera það. Árið 2019 voru ný umferðarlög samþykkt þar sem skýrt er kveðið á um að handhöfum stæðiskorta sé heimilt að leggja ökutæki í gjaldskylt bifreiðastæði án greiðslu og einnig að handhafar stæðiskorta megi leggja í sérmerkt bílastæði í öllum göngugötum.Hér er um skattheimtu að ræða, búið er að takmarka þau réttindi sem handhafar stæðiskorta njóta. Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir um málið m.a. hvort aðgengis- og samráðsnefnd hafi ekki örugglega fjallað um málið. Ekki hafa borist nein svör við þessari fyrirspurn.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 18. og 25. ágúst 2022. MSS22010006
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 12. ágúst 2022 . MSS22010014
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 19. maí 2022 . MSS22010015
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fundargerðir SORPU eru afar sérstakar fyrir þær sakir að í þeim stendur yfirleitt aldrei neitt nema yfirskrift á því sem rætt var. Í þeirri fundargerð sem hér er lögð fram fá eigendur SORPU og kjörnir fulltrúa ekkert að vita um innihald umræðunnar. Til dæmis var á dagskrá í lið 2 staðan á göllum í GAJU. En ekki orð um það meir. Hver skyldi nú vera staðan á því máli? Einnig gerði framkvæmdastjóri grein fyrir stöðu á útflutningi úrgangs til brennslu í stað urðunar. Hvað skyldi vera að frétta af því?
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó frá 1. og 4. júlí og 15. ágúst 2022. MSS22010019
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2, 3. og 4. lið fundargerðarinnar:
Komið er inn á olíuverð og hækkun þess í ljósi aukinnar verðbólgu. Strætó hefur ákveðið að taka tilboði Tyrfingssonar hf um kaup á rafvögnum. Ekki er áhugi fyrir metanvögnum og finnst fulltrúa Flokks fólksins það sérkennilegt í ljósi metan framleiðslu SORPU. Hér eru tvö byggðasamlög í eigu Reykjavíkur sem ekki geta átt viðskipti um vistvæna orku sem gnótt er af. Liður 4: Akstur 7 næturleiða um helgar hófst í júlí og er áætlað að aksturinn standi út septembermánuð. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvert framhaldið verði. Eftir því sem næst er komist hefur þetta gengið vel. Af þessari tölfræði að dæma eru þó ekki margir í hverri ferð. Drífa þarf í að endurmeta verkefnið og er þess vænst að þetta haldið áfram enda er fráflæði úr bænum eitt það mikilvægasta í baráttunni við hávaða og skrílslæti í tengslum við næturklúbba.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. MSS22080224
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins mótmæla þeirri málsmeðferð að tillögu þeirra um aðgerðir gegn vargfugli, sem lögð var fram á fundi borgarráðs 25. ágúst, skuli með embættisafgreiðslu vera vísað til meðferðar heilbrigðisnefndar. Tillagan er pólitísk, var lögð fram í borgarráði og ber samkvæmt því að hljóta afgreiðslu í borgarráði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið yfirlitsins:
Ársskýrsla þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. ágúst 2022, er ótrúleg lesning. Því er haldið fram að stafræn umbreyting Reykjavíkurborgar eigi sér nánast engan sinn líka innanlands sem utan. Er aðalmarkmiðið, að vera fremstur í heiminum í þessum efnum? Ætti markmiðið ekki að vera að innleiða nauðsynlegar stafrænar lausnir til að létta og liðka fyrir þjónustu. Byrjað var á verkefnum sem ekki var brýn nauðsyn til. Nálgun sviðsins undanfarin ár hefur einkennst af fumkenndri tilraunastarfssemi þar sem miklum tíma og fjármunum hefur verið eytt í að uppgötva hluti sem nú þegar eru til. Þetta hefur fengið að gerast án nokkurs gagnrýnis meirihlutans. Taka má dæmi nýs skjalastjórnunarkerfis Reykjavíkurborgar, Hlöðunnar. Það verkefni var komið í ógöngur og þurfti til enn eina aðkeypta ráðgjöfina til þess að komast til botns í því sem farið hafði úrskeiðis. Einnig má nefna vanda með innleiðingu nýja Reykjavíkurvefsins. Í ljós koma að hönnun vefsins hafði verið svo “notendavæn” að gleymst hafði að gera ráð fyrir öllum þeim upplýsingum sem þar áttu að vera. Þetta kallaði á aukafjárveitingu. Þetta eru einungis fá dæmi um vandamál sem hafa ítrekað komið upp hjá sviðinu undanfarin ár vegna skorts á nútímalegri verkefna- og árangursstjórnun.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS22080225
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í frétt á heimasíðu borgarinnar 19. ágúst sl. er tilkynnt að til standi að þrengja Háaleitisbraut úr tveimur akreinum í eina á kafla ofan Bústaðavegar og megi búast við að framkvæmdir hefjist í september. Óskað er eftir ýtarlegum upplýsingum um framkvæmdirnar, m.a. hversu langur sá kafli brautarinnar sé, sem fyrirhugað er að þrengja. Hvar og hvenær var ákvörðun tekin um umrædda þrengingu? MSS22090004
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á dögunum bárust tíðindi þess efnis að leikskólanum Bakka í Staðarhverfi yrði lokað um áramót. Þau tíðindi eru í hrópandi mótsögn við tillögur formanns borgarráðs um úrbætur í leikskólamálum, sem lagðar voru fyrir borgarráð 18. ágúst sl. Þar kom fram að nýtt yrði laust húsnæði í eigu borgarinnar til að taka á móti fleiri börnum á leikskóla í haust. Var þar sérstaklega tilgreint að opnaðar yrðu tvær auka deildir á leikskólanum Bakka, sem viðbragð við leikskólavandanum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska svara við eftirfarandi spurningum: (a) Hver eru framtíðaráform borgarinnar fyrir leikskólann Bakka? (b) Hvers vegna stendur til að loka leikskólanum um áramót? (c) Hvernig samræmist fyrirhuguð lokun Bakka yfirlýstum markmiðum um fjölgun deilda á leikskólanum? MSS22090005
-
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að fjöldi þeirra sem eru á biðlista eftir húsnæði hjá Reykjavíkurborg fylgi með þegar ársfjórðungsyfirlit húsnæðisáætlana eru lögð fram. Yfirlitið tilgreini hvað manneskjurnar hafi beðið lengi, hvernig húsnæði sé verið að bíða eftir, fjölskyldusamsetningu þeirra sem eru á biðlistum og einnig verði sett fram yfirlit um hvað það sé ætlast til þess að þau bíði lengi. MSS22090006
Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Í ljósi alvarlegrar fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar leggur Flokkur fólksins til að dregið verði úr útrás þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON). Þjónustu- og nýsköpunarsvið annast m.a. upplýsingatækni og gagnastjórnun, sem og tæknilegum umbótum. Ábyrgð þess er að koma á laggirnar nauðsynlegum stafrænum lausnum til að liðka fyrir þjónustu borgarbúa við Reykjavíkurborg og létta á vinnu starfsfólks. Það hefur verið ofarlega á forgangslista sviðsins að verða frægt í útlöndum eins og sjá má víða í nýútkominni ársskýrslu sviðsins. Nú þarf að velta við hverri krónu og má sannarlega bíða með risastór og rándýr alþjóðaverkefnin á erlendri grundu sem snúa að stafrænni vegferð, lausnum sem ekki bráðvantar eða kallað er sérstaklega eftir af borgarbúum. Sviðið hefur lagt áherslu á að endurnýja ýmsa samninga við erlenda aðila, ráðgjafafyrirtæki og í það hafa farið tugir milljóna. Ekkert lát er á þessu. Ekki er séð hvernig öll þessi ráðgjöf í gegnum árin hefur skilað sér og sannarlega leiðir hún ekki til þess að fólk fái mat á diskinn sinn eða börn fái sálfræðiþjónustu. Frægðarferill þjónustu- og nýsköpunarsviðs í útlöndum er ekki það sem borgarbúar þurfa núna þegar á sama tíma á að hækka allar gjaldskrár og börn sem bíða sálfræðiaðstoðar og annarri aðstoð telja um 2012. MSS22090007
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar til ársins 2030 var samþykkt á fundi borgarstjórnar þann 3. maí 2022, en fátt hefur spurst til hennar síðan og samþykkt aðgengisstefna t.a.m. ekki aðgengileg á vef borgarinnar. Flokkur fólksins óskar svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig hefur Aðgengisstefna Reykjavíkurborgar til 2030 verið kynnt fyrir borgarbúum? Hvernig hefur aðgengisstefna Reykjavíkurborgar til 2030 verið kynnt innan kerfis borgarinnar, svo sem í ráðum, deildum og stofnunum hennar? Hver er staða innleiðingar aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar til 2030? MSS22090008
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur nú lesið ársskýrslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Skýrslan er erfið yfirferðar og sums staðar ekki á mannamáli ef svo má að orði komast. Vaknað hefur upp fjöldi spurninga. Í skýrslunni er rætt um skapandi vinnustaðamenningu og heilsueflandi vinnustað. Flokkur fólksins spyr hvort hér sé verið að vísa í Reykjavík sem vinnustað í heild sinni eða sviðið einungis? Samkvæmt lýsingu í skýrslunni stendur að starfsmönnum standi til boða heilsueflandi hlutir svo sem „tæki og tól í sitt faglega og persónulega tækjabelti til að geta betur tekist á við ýmsar áskoranir í starfi. Starfsfólki standi til boða samgöngustyrkur heilsuræktarstyrkur og menningar- og sundkort fyrir alla nýliða sem óska eftir slíku. Starfsfólki stendur til boða að nota rafskútur og til að sækja vinnutengda fundi og viðburði utan vinnustaðar á vinnutíma. Margt fleira spennandi fyrir starfsfólk er talið upp í skýrslunni. Það sem vakir fyrir Flokki fólksins með fyrirspurninni er að fá það staðfest hvort þetta standi ekki öllu starfsfólki borgarinnar til boða? Sé svo ekki væri verið að mismuna starfsfólki Reykjavíkurborgar með grófum hætti að mati Flokks fólksins. MSS22090010
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í ársskýrslu þjónustu- og nýsköpunarsviðs er kafli sem ber heitið lögfræðiþjónusta. Lögfræðiþjónusta sviðsins var formlega stofnuð á árinu ásamt því að starfsfólki var fjölgað. Helstu verkefni þjónustunnar eru sögð snúa að ráðgjöf til starfsfólks sviðsins varðandi öll lögfræðileg álitaefni sem koma upp í umbótaverkefnum. Flokkur fólksins óskar upplýsinga um hversu margir lögfræðingar starfa á sviðinu. Hver eru laun þeirra (meðaltalslaun)? Hvernig er skipurit þessarar stéttar innan sviðsins? Hvað margir voru ráðnir í upphafi og hverjir starfa þarna núna? Hversu margir eru ráðnir tímabundið og hvenær lýkur þeirra starfssamningi? Hversu mikið af þeirra vinnu hlutfallslega fer einungis í ráðgjöf af ýmsu tagi. Hvernig nýtast lögfræðingarnir í vinnu við gerð og virkni lausna sem snúa að innritunarmálum t.d. í leikskólum, umsóknum um byggingarleyfi, og aðrar lausnir sem snúa beint að þjónustu við fólkið, til að liðka fyrir og einfalda þjónustu og vinnu starfsfólk? MSS22090011
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um leigubílanotkun embættismanna, starfsmanna skrifstofa sviða og nefnda og kostnað henni tengdri. Óskað er upplýsinga um síðustu 5 ár þar sem gert er ráð fyrir að COVID árin tvö séu varla marktæk í þessu sambandi. MSS22090012
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Lagðar eru fram gjaldskrárbreytingartillögur. Til að átta sig betur á þessum tölum óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir upplýsingum um hver sé meðaltalshækkun á hvert heimili í sorphirðu og hver meðalkostnaður er á hvert heimili fyrir og eftir breytingarnar sem fyrirhugaðar eru um áramótin. Til að vita hvort gjaldskrár séu hagstæðar er gott að fá samanburð við nágranna sveitarfélög. Hver er kostnaður í samanburði við t.d. kostnað í Kópavogi eða Mosfellsbæ? Hvað kostar 200 lítra tunna þar á ári? MSS22090014
Klukkan 12:44 víkur Kjartan Magnússon af fundinum.
Fundi slitið kl. 12:45
Einar Þorsteinsson Alexandra Briem
Heiða Björg Hilmisdóttir Hildur Björnsdóttir
Sanna Magdalena Mörtudottir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir