Borgarráð
Ár 2022, fimmtudaginn 23. júní, var haldinn 5667. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru: Einar Þorsteinsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Trausti Breiðfjörð Magnússon og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Kolbrún Baldursdóttir og Líf Magneudóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Dóra Björt Guðjónsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Theódór Kjartansson og Hulda Hólmkelsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. júní 2022, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 21. júní 2022 á tillögu um að fella niður reglulega fundi borgarstjórnar í júlí og ágúst nk. og að borgarráð fari með heimildir borgarstjórnar á þeim tíma. MSS22060122
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í sumarleyfi borgarstjórnar fer borgarráð með sömu heimildir og borgarstjórn, rétt er að taka það fram að ekki allir fulltrúar sitja í borgarráði líkt og í borgarstjórn. Borgarráð fundar fyrir luktum dyrum og ekki eru allir fulltrúar flokkanna með atkvæðisrétt. Það er því ekki um sama vettvang að ræða.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs, dags. 23. júní,:
Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 500 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 1,60%, í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 32 1, sem eru 469 m.kr. að markaðsvirði. Engin tilboð bárust í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 53 1.
Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.
- Kl. 9:15 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22010057
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. júní 2022, þar sem lagt er fram rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið janúar til mars 2022 ásamt greinargerð og fylgiskjölum.
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060027
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru uggandi yfir horfum fjármála borgarinnar þennan fyrsta þriðjung ársins. EBITDA er neikvæð umfram áætlanir um 1150%, hreinar skuldir og hreinar vaxtaberandi skuldir halda áfram að aukast en í tilfelli þess síðarnefnda er bara enn frekari aukning í sjónmáli vegna efnahagsástandsins. Sólarglætan í þessu rekstraruppgjöri er kannski helst sú að hækkun útsvars og skatttekna hefur haldist í hönd við hækkun launagreiðslna. Að öðru leyti er ljóst mál að þetta er ekki góð vöggugjöf fyrir nýjan meirihluta.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
1,9 milljarða halli er á A-hluta umfram áætlun, umfram það sem gert var ráð fyrir. Áhrif vaxtahækkunar á skuldastöðu borgarinnar verða án efa geigvænleg og afborgunarþungi mun verða mikill og kalla á enn frekari lán. Ekki liggur fyrir hvernig Reykjavíkurborg ætlar að mæta þessum halla. Ekki liggja fyrir áætlanir um hvar á að spara eða hvernig á að auka hagræðingu í rekstri borgarinnar. Einhverju hlýtur að þurfa að fresta af fjárfrekum verkefnum. Ofan á þetta bætist 21% hækkun fasteignamats sem tekin verður beint úr vösum íbúa borgarinnar með því að hækka fasteignaskatta samsvarandi ofan á allt annað og ofan í kjarasamninga. Viðvarandi halli er á rekstri leikskóla sem bætir ekki skuldastöðuna. Áætluð sala byggingarréttar nam 1.235 m.kr. og var 15 m.kr. undir áætlun sem þýðir að alls ekki er verið að byggja nóg. Framboðsskortur á nýbyggingum er fyrirsjáanlegur með tilheyrandi spennu á markaði og háu verði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 23. júní 2022, þar sem lögð er fram til samþykktar útgáfuáætlun vegna skuldabréfaútboða á tímabilinu ágúst til desember 2022.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22010057
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingu stofnframlaga, dags. 23. júní 2022, að endurákvörðun vegna úthlutunar á stofnframlögum til Bjargs íbúðafélags hses.
Samþykkt.Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22020002
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við samning um milli- og löginnheimtu, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands.Málið er fullnaðarafgreitt á vettvangi borgarráðs með vísan til 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22040006
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Sósíalistar leggjast gegn því að borgin styðjist við innheimtufyrirtæki til að rukka borgarbúa. Innheimtufyrirtæki eiga ekki að græða á erfiðri efnahagsstöðu borgarbúa. Fátækt fólk sem er ekki í aðstöðu til þess að greiða reikninga sína á ekki að þurfa að kljást við slík innheimtufyrirtæki. Í apríl á þessu ári lögðu Sósíalistar fram tillögu í borgarstjórn um að borgin hætti notkun á starfsemi innheimtufyrirtækja. Þeirri tillögu var vísað til meðferðar borgarráðs en hefur enn ekki fengið afgreiðslu eða umfjöllun. Eðlilegra væri að taka þá tillögu til umfjöllunar og rýni áður en gengið er til endurnýjunar við innheimtufyrirtækin. Sósíalistar leggja áherslu á að fundnar verði leiðir til að koma til móts við stöðu fólks hverju sinni.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Óskað er eftir því að borgarráð samþykki viðauka við samning um milli- og löginnheimtu milli annars vegar Reykjavíkurborgar og hins vegar Gjaldheimtunnar ehf. og Momentum ehf., dags. 8. júní 2022. Flokkur fólksins spyr hvort alltaf sé nauðsynlegt að setja kröfur í innheimtu hjá einkafyrirtækjum? Getur borgarkerfið ekki sinnt innheimtu í gegnum samninga við fólk og tekið tillit til aðstæðna þeirra sem skulda? Að setja allar skuldir í innheimtu er dýrt fyrir þá sem skulda en innheimtufyrirtækin maka krókinn. Hér er verið að benda á viðhorf borgarinnar sérstaklega til þeirra sem geta ekki greitt vegna fátæktar eða tímabundinna erfiðra aðstæðna. Að senda skuldir bláfátæks fólks í innheimtu til lögfræðifyrirtækis finnst Flokki fólksins kaldar kveðjur til þeirra sem berjast í bökkum. Lögfræðikostnaður ofan á skuldina sjálfa gerir illt verra.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur formanns borgarráðs, dags. 20. júní 2022, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2022. Greinargerðir fylgja tillögunum. Einnig lögð fram jafnréttisskimun vegna viðaukanna.
Samþykkt.Málið er fullnaðarafgreitt á vettvangi borgarráðs með vísan til 4. mgr. 8. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Bjarki Rafn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22010035
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 18. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag vegna lóðar að Suðurlandsbraut 75, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060040
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 18. júní 2022, þar sem óskað er eftir samþykki borgarráðs á leigusamningi um húsnæði á Vesturlandsvegi 103, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060039
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 18. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að nýta forkaupsrétt Reykjavíkurbogar að Fossvogsbletti 2, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060037
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um lok leigusamnings í Arnarbakka 4-6, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060026
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 14. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að leigja út húsnæði Reykjavíkurborgar í Arnarbakka 4-6, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060031
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Frábært að borgin ætli að leigja Pepp, samtökum fólks í fátækt, húsnæði. Við sósíalistar hvetjum borgaryfirvöld til þess að gera fleiri svona samninga við samtök sem hafa tekið að sér að fylla upp í götin sem borgin hefur skilið eftir í þjónustu við almenning.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar hvernig leystist úr húsnæðismálum með Pepp samtökin en nú fá samtökin aðstöðu í Arnarbakka. Þessi samtök hafa það hlutverk að hjálpa fátæku fólki og hafa samtökin unnið gríðarlega góða vinnu með öll þessi krefjandi verkefni sem eru á þeirra borði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um lok afnotasamnings um landspildu í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060025
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki afnotasamning um sex bílastæði í borgarlandi við Sundlaugaveg, vestan við Laugardalshöll og Laugardalslaug.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060022
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að kaupa sumarhúsið Sælukot í Hólmslandi, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060014
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samstarfssamning um Vatnsstíg 10 og 12, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22060013
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að selja færanlegar skólastofur við Ingunnarskóla, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22050025
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að kaupa lóðarréttindi að Gullengi 2-6, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22050017
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. maí 2022, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að selja 3. hæð í Álfabakka 12, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22050007
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 19. júní 2022, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki viðbótarsamning III um viðbótarrými á Gylfaflöt 5, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. FAS22030050
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 21. júní 2022, þar sem lögð er fram skýrsla starfshóps um heildarendurskoðun laga nr. 38/2018 og skýrsla starfshóps um greiningu á kostnaðarþróun í þjónustu við fatlað fólk árin 2018-2020, ásamt fylgiskjölum.
Regína Ásvaldsdóttir, Haraldur L. Haraldsson, Arnar Haraldsson, Halldóra Káradóttir, Agnes Sif Andrésdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Einnig taka borgarfulltrúarnir Andrea Jóhanna Helgadóttir, Helga Þórðardóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir, Sabine Leskopf og Þorvaldur Daníelsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.
- Kl. 10:30 víkja Heiða Björg Hilmisdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundinum. Sabine Leskopf og Pawel Bartoszek taka sæti í þeirra stað. Heiða Björg Hilmisdóttir og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir tengjast fundinum með rafrænum hætti til að fylgjast með kynningu undir þessum lið.
- Kl. 11:10 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum og tekur sæti með rafrænum hætti. VEL22050027
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð leggur þunga áherslu á að sem allra fyrst verði mótaðar tillögur, og þær innleiddar í framhaldinu án tafar, um breytta kostnaðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk, þar sem ríkið taki á sig verulega aukna kostnaðarábyrgð frá því sem nú er. Í þeirri vinnu verði horft til þeirrar miklu útgjaldaaukningar sveitarfélaga sem átt hefur sér stað í þessum málaflokki og kemur skýrt fram í niðurstöðum fyrirliggjandi skýrslu um kostnaðarþróun í þjónustunni undanfarin ár. Jafnframt þarf að móta áætlun um framhald innleiðingar notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og átak í uppbyggingu búsetuúrræða og vinnu og virkni fyrir fatlað fólk og eru settar fram tillögur um fjármögnun þess verkefnis, með öflugri aðkomu Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það liggur fyrir að kerfið SIS-mat (Support Intensity Scale) sem er samræmt og staðlað mat á þjónustuþörf einstaklinga hefur frá upphafi sætt nokkurri gagnrýni fyrir að ná ekki að fanga stuðningsþarfir einstaklinga með líkamlega eða geðræna fötlun. Flokkur fólksins veltir því upp hvort ekki hafi átt að nota fleiri matskerfi til að byggja undir niðurstöður og gera þær þar með áreiðanlegri. Það eru til fleiri matskerfi. Segir í gögnum að samkvæmt „upplýsingum frá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins voru ekki gerðar breytingar á matslistunum við innleiðinguna á Íslandi.“ Túlkun niðurstaðna SIS-matsins hefur þó þróast sér í lagi með tilliti til þeirra sem eru líkamlega fatlaðir en með fulla félagslega og hugræna færni en í ljós kom að þessir einstaklingar fengu 0 (núll) í mati á ákveðnum þáttum sem drógu niður meðaltalið í matinu. Enda þótt reynt hafi verið að aðlaga þetta með þessum hætti þá er enn spurning um áhrif þessara vankanta matskerfisins. Kerfið hefur þess utan ekki þótt fanga þjónustuþörf þeirra sem eru með óvenjulegar stuðningsþarfir og ættu að hafa það í för með sér að framlög vegna þeirra einstaklinga sem um ræðir hækki.
Áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna leggur fram svohljóðandi bókun:
Þrátt fyrir að Reykjavík sé einna fremst í þjónustu við fatlað fólk þá er hins vegar talsvert verk óunnið og margt ófjármagnað. Það er áríðandi að rétta hlut og bæta stórlega þjónustu við fatlað fólk. Það er til mikils að vinna fyrir samfélagið; að ríkið og sveitarfélög setji sér skýr og háleit markmið og heildstæða stefnu um að gera betur, mæta fötluðu fólki þar sem það er statt og rétt hlut þess á öllum sviðum. Eins á að framfylgja lögum og reglugerðum sem þegar hafa verið samþykkt. Þá ættu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að taka höndum saman um að sinna þessari þjónustu óháð sveitarfélagamörkum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 20. júní 2022, þar sem lögð er fram skýrsla um þróun í málaflokki fatlaðs fólks í Reykjavík á árunum 2011 til 2020, ásamt fylgiskjölum.
Regína Ásvaldsdóttir, Arnar Haraldsson, Haraldur L. Haraldsson, Halldóra Káradóttir, Agnes Sif Andrésdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. VEL22060053
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í þessari úttekt á málaflokki fatlaðs fólks er talað um verulega undirfjármögnun málaflokksins síðan hann færðist yfir til sveitarfélaganna. Þetta sýnir hversu mikilvægt það er að Reykjavík taki forystu sem höfuðborg landsins í því að þrýsta á stjórnvöld að lögfesta útsvar á fjármagnstekjur. Borgin verður af mörgum milljörðum ár hvert vegna þess að slíkt útsvar er ekki innheimt. Þetta fjármagn myndi nýtast til þess að koma málefnum fatlaðs fólks í betra horf.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Staða fatlaðra í Reykjavík er ekki góð og ekki á landsvísu heldur. Í Reykjavík bíða á annað hundrað eftir sértæku húsnæði og enn er hópur fatlaðra á herbergjasambýlum. Allt of margir eru ekki að fá þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Málaflokknum hefur ekki fylgt fjármagn sem segir einfaldlega að lögum hefur ekki verið framfylgt. Ný lög eru mikil framför frá þeim gömlu en ekki dugar að hafa góð lög ef þeim er ekki fylgt eftir með fjármagni. Hvað getur Reykjavík gert í þessari stöðu sem sveitarfélag? Borgin getur sýnt meira frumkvæði, beitt sér af krafti, látið rödd sína heyrast og nýtt öll tækifæri til að þrýsta á meira fjármagn. Fatlað fólk á sinn rétt og gildir þá einu hvort viðkomandi er með NPA samning. Ekki dugar að segja við fatlaðan einstakling, „afsakið en við erum ekki með fjármagn til að hjálpa þér.“ Skipa á starfshóp til að gera tillögu um framhaldið en sú vinna getur tekið óratíma og er allsendis óljóst hvað kemur út úr henni. Veita þarf þessum hópi aðhald. Markmiðið er að mæta þörfum fatlaðs fólksins samkvæmt lögum og samningi Sameinuðu þjóðanna. Fjölgun er í mengi fatlaðra og mun sú fjölgun halda áfram.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 20. júní 2022, þar sem lögð er fram skýrsla stjórnenda í barnavernd á höfuðborgarsvæðinu um stöðu barna með fjölþættan vanda.
Regína Ásvaldsdóttir, Halldóra Káradóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Katrín Helga Hallgrímsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 11:40 víkur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir af fundinum og Marta Guðjónsdóttir tekur sæti. VEL22050001
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar ásamt áheyrnarfulltrúa Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Nauðsynlegt er að ráðist verði í úrbætur vegna þeirra þátta sem bent er á í skýrslunni til að tryggja öryggi og lífsgæði þeirra barna sem skýrslan fjallar um og fjölskyldna þeirra. Hér er um mikilvæga hagsmuni að ræða og brýnt að leyst verði úr ágreiningi um hlutverk, ábyrgð, kostnaðarskiptingu og verklags aðila sem að þessum málum koma. Jafnframt er brýnt að úrræði fyrir þau börn sem hafa þörf fyrir og eiga rétt á þjónustu af hálfu ríkisins séu skilvirk og til staðar. Þeim kostnaðarauka sem fallið hefur á sveitarfélögin undanfarin ár vegna þessa hefur þá ekki verið mætt af hálfu ríkisins.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Það sést hér hversu litlu fé ríkið er að veita til að koma til móts við borgina í málefnum barnaverndar. Það er ekki endalaust hægt að grátbiðja ríkið um að bæta úr og vona það besta. Heillengi hefur það verið reynt og lítið sem ekkert verið hlustað. Fulltrúi Sósíalista veltir því fyrir sér hvort borgin ætti ekki einfaldlega að senda ríkinu reikning fyrir því sem því ber að veita til að fylla upp í það gat sem hefur myndast vegna vanrækslu þess í málaflokknum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Eins og fram kemur í bókun í gögnum málsins skorar velferðarráð á félags- og barnamálaráðherra og félagsmálaráðuneytið að hlusta á ákall sveitarfélaganna og vinna að farsælli lausn í málefnum barna með fjölþættan vanda. Fjölmargar nefndir hafa starfað og fjallað um málefnið. Flokkur fólksins var með í þessari bókun velferðarráðs. Nú hefur barnamálaráðherra með farsældarlögunum lofað að bæta þjónustu við börn þar sem skóinn að kreppir. Ekki hefur verið sýnt fram á hvernig fjármagna á alla þætti laganna. Nú er Framsókn komin um borð í meirihlutann í borginni og ættu því þessi mál að vera auðsótt nú þegar komin er bein pólitísk tenging milli borgarmeirihlutans og ríkisstjórnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 16. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki afnotasamning milli Reykjavíkurborgar og Golfklúbbs Reykjavíkur um land til reksturs golfvalla við Korpúlfsstaði, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ITR22040005Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 20. júní 2022, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 20. júní 2022 á samningi við Íþróttafélag Reykjavíkur vegna reksturs mannvirkja í S-Mjódd, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ITR22030008
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 10. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að leigusamningi um afnot af landi Stardals fyrir skíðasvæðið í Skálafelli, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. ITR22060002
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 20. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta verslunar- og þjónustulóð við Álfabakka 4 og selja byggingarrétt ofanjarðar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22060141
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 20. júní 2022, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki samkomulag við lóðarhafa að lóðinni Kirkjusandur 2, reitur A á Kirkjusandi, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands situr hjá við afgreiðslu málsins.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS22060134
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks fagna uppbyggingu á svæðinu en undirstrika mikilvægi þess að innviðir verði undirbúnir undir aukinn fólksfjölda í hverfinu, ekki síst grunnskólar og leikskólar. Eins undirstrika fulltrúar Sjálfstæðisflokks mikilvægi þess að létta á álögum af húsbyggjendum í borginni og tryggja aukinn sveigjanleika í stjórnsýslunni svo hraða megi frekari uppbyggingu.
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í samningsgerð Reykjavíkurborgar sem unnið er eftir í þessu máli kemur fram að stuðla eigi að félagslegri blöndun íbúa. Sósíalistar gagnrýna að ekki sé gengið lengra en svo að veita forkaupsrétt á 5% íbúða til að verða að félagslegum íbúðum. Einnig er sérstakt að leiguíbúðir séu liður í þessari samningsgerð, þar sem það er ekki breiður hópur fólks sem mun hafa efni á að leigja íbúð á markaðsverði á þessu svæði. Félagsleg blöndun fæst ekki með því að auka framboð á dýrum leiguíbúðum. Þó að gagnrýnin snúi að þessari samningsgerð sem er unnið eftir ætti ekki að vera neitt sem kemur í veg fyrir að borgin gangi lengra en kveðið er á um til að bæta við fleiri félagslegum íbúðum. Sósíalistar hvetja til þess að borgin snúi sér sjálf að uppbygginu með áherslu á heimili handa borgarbúum á viðráðanlegu verði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fram kemur að í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á reitnum, Kirkjusandur 2, verði 20% íbúða skilgreind sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Félagsbústaðir hafa kauprétt á allt að 5% íbúða á umsömdu föstu verði, sbr. 4. gr. Miðað við fyrirliggjandi tillögu verða um 45 íbúðir skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða og eiga Félagsbústaðir kauprétt að 11 þessara íbúða á umsömdu kaupverði. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort ekki sé tímabært að breyta samningsmarkmiðum Reykjavíkur og þá þannig að hækka prósentu íbúða sem skilgreindar eru leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Um þetta er spurt vegna húsnæðisástandsins sem kemur hvað verst niður á leigjendum og efnaminna fólki.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs, dags. 20. júní 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps um uppbyggingu leikskóla.
Samþykkt. MSS22060148
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs, dags. 20. júní 2022:
Lagt er til að borgarráð samþykki að tilnefna Dag B. Eggertsson, borgarstjóra, Dóru Björt Guðjónsdóttur, formann umhverfis- og skipulagsráðs, ásamt Kjartani Magnússyni borgarfulltrúa í stjórn Vestnorræna höfuðborgarsjóðsins Nuuk-Reykjavík-Tórshavn til loka kjörtímabilsins.
Samþykkt. MSS22030131
Fylgigögn
-
Fram fer kosning þriggja fulltrúa í kjaranefnd til fjögurra ára og þriggja til vara; formannskjör.
Kosin eru án atkvæðagreiðslu:
Inga Björg Hjaltadóttir
Ólafur Darri Andrason
Guðbjörg Andrea JónsdóttirFormaður er kjörinn á sama hátt:
Inga Björg HjaltadóttirKjör varamanna fer fram á sama hátt.
Kosin eru
Runólfur Leifsson
Angantýr Einarsson
Drífa Sigurðardóttir MSS22060065 -
Lagt er til að Alexandra Briem taki sæti í umhverfis- og skipulagsráði í stað Dóru Bjartar Guðjónsdóttur. Jafnframt er lagt til að Alexandra verði kosin formaður ráðsins í stað Dóru.
Samþykkt. MSS22060046 -
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. júní 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðal- og varafulltrúa Reykjavíkurborgar á landsþingum Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt. MSS22030203Fylgigögn
-
Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa Heiðu Björgu Hilmisdóttur, Aðalstein Hauk Sverrisson og Janus Arn Guðmundsson í stjórn Lífeyrissjóð starfsmanna Reykjavíkurborgar.
Samþykkt. MSS22060152 -
Lagt er til að borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson taki sæti í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22060155 -
Lagt er til að Árelía Eydís Guðmundsdóttir taki sæti í stjórn SORPU bs.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22060154 -
Lagt er til að Alexandra Briem taki sæti í stjórn Strætó bs.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. MSS22060153 -
Lagt er til að Einar Þorsteinsson taki sæti varamanns í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Samþykkt. MSS22060151 -
Lagt er til að Pawel Bartoszek og Hildur Björnsdóttir taki sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins. Einnig er lagt til að Alexandra Briem og Kjartan Magnússon taki sæti varamanna.
Samþykkt. MSS22060151 -
Lagt er til að Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Birna Hafstein og Gísli S. Brynjólfsson taki sæti í stefnuráði áfangastaðarins höfuðborgarsvæðið.
Samþykkt. MSS22060151 -
Lagt er til að Þorvaldur Daníelsson taki sæti í samstarfsnefnd skíðasvæðanna.
Samþykkt. MSS22060151 -
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. júní 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðstoð við lágtekjuhópa vegna verðbólgu, sbr. 64. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. apríl 2022. MSS22040103
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins telur það mikil vonbrigði að ekki standi til að grípa til aðgerða að svo stöddu. Ljóst er að ef efnahagshorfur versna enn frekar verður nauðsynlegt að grípa til aðgerða, ekki aðeins á vegum ríkisins, heldur einnig á sveitarstjórnarstiginu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 20. júní 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ávinning af því að ráða verktaka í stað starfsmanna, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. júlí 2021. MSS22060147
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins finnst mjög skrýtið að borgarritari virðist ekki hafa vitneskju um að þjónustu- og nýsköpunarsvið hafi rekið hátt í tíu starfsmenn árið 2020 í miðju Covid og ráðið inn verktaka í staðinn. Þessi gjörningur sviðsins gekk þvert á yfirlýsta stefnu Reykjavíkurborgar um að standa ætti vörð um störf borgarstarfsmanna á þessum erfiða tíma á meðan heimsfaraldurinn reið yfir. Ekki nóg með að þessum starfsmönnum hafi verið sagt upp fyrirvaralaust heldur leiddi þessi ákvörðun til þess að sviðið varð að ráða verktaka á verktaka ofan. Ráða þurfti verktaka til að aðstoða verktaka í því sem þeir áttu að gera. Flokkur fólksins telur að í þessum aðgerðum hafi ekki falist nein hagræðing heldur frekar aukin útgjöld. Enn er beðið eftir svörum við fyrirspurn Flokks fólksins um hvað vannst fjárhags- og rekstrarlega með þessari ákvörðun sviðsstjórans.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 22. júní 2022, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um hjólhýsi og húsbílabyggð í Laugardal, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní 2022. MSS22060031
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þessum hópi, einna helst vegna þess að hann lifir í stöðugri óvissu. Ekkert hefur gengið að finna nýtt úrræði til framtíðar fyrir íbúa í hjólhýsa- og húsbílabyggð Laugardalsins. Í mörg ár hefur verið rætt um að finna verði langtímalausn en allt gengur það á hraða snigilsins. Árið 2021 kom fram í bréfi frá skipulagsfulltrúa að „einkaaðilar á markaði gætu allt eins þjónustað þá gesti á sínu landi sem hafa nýtt sér Laugardalinn frekar en að borgin útvegi land og setji upp grunnþjónustu.“ Um málið var fjallað í fjölmiðlum. Fulltrúi Flokks fólksins óttast að til standi af hálfu borgarinnar að reyna að losna við þennan hóp í stað þess að meðtaka hann sem hluta borgarbúa og finna honum viðeigandi aðstæður fyrir húsbýlabyggð. Hvernig sem litið er á málið þarf að vera lóð í boði fyrir hjólhýsa- og húsbílabyggð. Úthlutun lóðar er á ábyrgð borgarinnar en ekki einkaaðila.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um frítt í strætó fyrir 17 ára og yngri sumarið 2022, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 25. maí 2022.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands. MSS22050231
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Nýlega hækkaði árskort fyrir ungmenni á aldrinum 12-17 ára úr 25.000 krónum upp í 40.000 krónur sem er um 60% hækkun, hið sama á við um árskort aldraðra í strætó. Sósíalistar telja að það eigi að vera gjaldfrjálst í strætó fyrir alla aldurshópa. Í stefnu okkar sósíalista í samgöngumálum segir: Strætó/borgarlína og önnur sjálfsögð akstursþjónusta skal vera gjaldfrjáls með öllu.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um breytingar á aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. júní 2022.
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og Sósíalistaflokks Íslands. MSS22060091Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Staða fatlaðra í Reykjavík er ekki góð og ekki á landsvísu heldur. Í Reykjavík bíða á annað hundrað eftir sértæku húsnæði og enn er hópur fatlaðra á herbergjasambýlum. Allt of margir eru ekki að fá þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. Málaflokknum hefur ekki fylgt fjármagn sem segir einfaldlega að lögum hefur ekki verið framfylgt. Ný lög eru mikil framför frá þeim gömlu en ekki dugar að hafa góð lög ef þeim er ekki fylgt eftir með fjármagni. Hvað getur Reykjavík gert í þessari stöðu sem sveitarfélag? Borgin getur sýnt meira frumkvæði, beitt sér af krafti, látið rödd sína heyrast og nýtt öll tækifæri til að þrýsta á meira fjármagn. Fatlað fólk á sinn rétt og gildir þá einu hvort viðkomandi er með NPA samning. Ekki dugar að segja við fatlaðan einstakling, „afsakið en við erum ekki með fjármagn til að hjálpa þér“. Skipa á starfshóp til að gera tillögu um framhaldið en sú vinna getur tekið óratíma og er allsendis óljóst hvað kemur út úr henni. Veita þarf þessum hópi aðhald. Markmiðið er að mæta þörfum fatlaðs fólksins samkvæmt lögum og samningi Sameinuðu þjóðanna. Fjölgun er í mengi fatlaðra og mun sú fjölgun halda áfram.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 16. júní 2022. MSS22010006
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29. apríl 2022. MSS22010015
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 20. júní 2022, varðandi samþykkt borgarráðs á þóknun yfirkjörstjórnar Reykjavíkur.
Samþykkt. MSS21110010Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. MSS22060027
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS22060033
Fylgigögn
-
Lagt er til að Sabine Leskopf taki sæti í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði í stað Aðalsteins Hauks Sverrissonar.
Samþykkt. MSS22060045 -
Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 22. júní 2022.
B-hlutar fundargerðarinnar eru staðfestir. MSS22060175Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvenær byrjaði Reykjavíkurborg að semja við innheimtufyrirtæki vegna skulda borgarbúa? Og ef það var misjafnt milli sviða borgarinnar, er óskað eftir sundurliðun á tímasetningu þess þegar þau hófu að styðjast við innheimtufyrirtæki. Einnig er óskað eftir því hvaða innheimtufyrirtæki borgin hefur stuðst við og hvernig fyrirkomulagið er hjá fyrirtækjum í meirihlutaeigu Reykjavíkur varðandi þessa þætti. Hvernig var innheimtumálum háttað áður en að Reykjavíkurborg samdi við innheimtufyrirtæki? Fór þetta fram innanhúss? MSS22060187
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn.
Á borgarstjórnarfundi 3. september 2019 var tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að leita til Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna útsvars á fjármagnstekjur lögð fram. Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri-grænna vegna tillögunnar var því miðlað að málinu yrði vísað til borgarráðs til nánari skoðunar. Nú eru liðin að verða þrjú ár síðan málinu var vísað þangað. Hvenær er von á því að þetta verði tekið til fundar í borgarráði? Hvers vegna hefur það ekki komist enn á dagskrá? MSS22060186
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.
-
Borgarráðsfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Nú hefur margoft komið fram að ríkið hefur ekki verið leggja nægt fé til þess að koma til móts við sveitarfélögin í þjónustu þeirra við fólk vegna málaflokka sem áður voru á hendi ríkisins. Reykjavíkurborg hefur ítrekað biðlað til ríkisins að bæta úr málunum en ekki hefur ennþá verið gert neitt til þess að svara því kalli. Hversu langt má Reykjavíkurborg ganga til þess að sækja féð sem vantar frá ríkinu vegna lögbundinnar þjónustu sem sveitarfélaginu ber að sinna? Hvaða leiðir standa Reykjavíkurborg til boða til þess að sækja féð sem vantar? MSS22060188
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Flokkur fólksins leggur til að farið verði í átak til að auka aðgengi að upplýsingum á vef borgarinnar. Þetta er lagt til vegna ábendinga sem borist hafa um að erfitt er að finna gögn á vefnum. Umfram allt þarf að auka sýnileika til að auðvelda fólki að finna hvar það á að leita að hvaða gögnum á Reykjavíkurvefnum. Bent hefur verið á að sérlega erfitt sé að finna t.d. samþykktir borgarinnar en einnig margt fleira. MSS22060177
Vísað til meðferðar stafræns ráðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að verkferlar umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar við framfylgd samþykktar um kattahald verði endurskoðaðir með tilliti til þess að auka meðalhóf. Haft verði að leiðarljósi við þá endurskoðun að reglurnar eiga ekki aðeins að vernda fólk frá ágangi katta, heldur eigi þær einnig að vernda hagsmuni kattaeigenda og líf og heilsu kattanna sjálfra. MSS22060179
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til meðferðar heilbrigðisnefndar. -
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillaga:
Fyrir tæpum þremur árum var sett á laggirnar móttökudeild fyrir börn umsækjenda um alþjóðlega vernd. Um var að ræða skólaúrræðið Birta sem var hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Staðsetning deildarinnar var í samnýttu húsnæði í frístundaheimilinu Álftabæ og félagsmiðstöðinni Tónabæ en starfsmenn deildarinnar og nemendur voru hluti af Álftamýrarskóla. Aðbúnaður fyrir bæði nemendur og kennara hafa bæði verið erfiðar og ábótavant. Birta var hugsuð sem mikilvægur stökkpallur fyrir börn sem eru í umsóknarferli um alþjóðlega vernd þar sem mörg þeirra eru með takmarkaða skólagöngu. Flokkur fólksins leggur til að fundið verði fullnægjandi skólaaðstaða fyrir börn hælisleitenda og er þá átt við að aðstæður séu barn- og nemendavænar þannig að vel fari um börnin og kennarana. Kennarar þurfa að geta sinnt börnunum á einstaklingsgrunni jafnt og í hóp. Nægt rými þarf að vera til að geyma kennslugögn, kennslutæki og kennsluefni barnanna auk þess að hengja upp myndir og verk á veggi. Húsnæðið þarf að hafa bæði stór og minni rými og vera búið húsgögnum sem passa börnunum í skólaaðstæðunum. MSS22060180
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. -
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fyrir tæpum þremur árum var sett á laggirnar móttökudeild fyrir börn umsækjenda um alþjóðlega vernd. Um var að ræða skólaúrræðið Birta sem var hugsað sem tilraunaverkefni til þriggja ára. Staðsetning er í Álftamýrarskóla og hefur aðstaða og aðstæður bæði verið erfiðar og ábótavant. Birta var hugsuð sem mikilvægur stökkpallur fyrir börn sem eru í umsóknarferli um alþjóðlega vernd þar sem mörg þeirra eru með takmarkaða skólagöngu. Nú ríkir óvissa um framhald þessa verkefnis og hafa ekki fengist skýr svör. Óvissan og þögn um framhald hefur leitt til þess að allir starfsmenn þess, sex talsins, hafa sagt upp störfum. Með því hefur tapast þekking og reynsla, allt sem búið er að byggja upp. Svo virðist sem úrræðið hafi verið sett á laggirnar og síðan er ekki meira gert, ekki hlúð að því og ekki hugað að óskum og þörfum nemenda og kennara. Fyrir þá sem fylgjast með lítur út sem verkefnið sé að fuðra upp. Flokkur fólksins óskar upplýsinga um eftirfarandi: Hvert er framtíðarskipulag þessa úrræðis, Birtu? Var haft samráð við starfsfólkið og leitað eftir þeirra áliti um hvað þyrfti að breytast fyrir börnin og til að bæta aðstæður? Hver er stefna yfirvalda í málefnum hælisleitenda/innflytjenda sem snýr að menntun? MSS22060178
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fram kemur að í samræmi við samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er samið um að á reitnum, Kirkjusandur 2, verði 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Félagsbústaðir hafa kauprétt á allt að 5% íbúða á umsömdu föstu verði, sbr. 4. gr. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort ekki sé tímabært að breyta samningsmarkmiðum Reykjavíkur þannig að prósenta íbúða sem skilgreindar eru leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða hækki. Um þetta er spurt vegna húsnæðisástandsins sem kemur hvað verst niður á leigjendum og efnaminna fólki. MSS22060181
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
1,9 milljarða halli er á A-hluta umfram áætlun. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir minnisblaði fjármálaskrifstofu um áhrif vaxtahækkunar á skuldastöðu og afborgunarþunga lána hjá borginni. Spurt er hvernig á að mæta þessum halla? Hvar er hægt að spara eða auka hagræðingu í rekstri borgarinnar? Er hægt að fresta einhverjum verkefnum? Einnig er spurt hvort ekki séu áhyggjur af afkomu þeirra efnaminnstu þegar 21% hækkun fasteignamats verður tekin nánast beint úr vösum íbúa borgarinnar með því að hækka fasteignaskatta samsvarandi og það er gert ofan í kjarasamninga? MSS22060182
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
Fundi slitið klukkan 12:40
Einar Þorsteinsson Sabine Leskopf
Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek
Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir
Trausti Breiðfjörð Magnússon
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_2306.pdf