Borgarráð - Fundur nr. 5661

Borgarráð

Ár 2022, fimmtudaginn 7. apríl, var haldinn 5661. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:08. Viðstödd voru auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir. Alexandra Briem, Eyþór Laxdal Arnalds og Jórunn Pála Jónasdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar og áheyrnarfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram og Ívar Vincent Smárason. 
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. apríl 2022:

    Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 1.660 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 0,72%, í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 32 1, sem eru 1.664 m.kr. að markaðsvirði en hafna öllum tilboðum í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 53 1. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 6. apríl 2022. FAS22010057

    Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Vakin er athygli á því að skuldir samstæðu borgarinnar eru nú komnar á fimmta hundrað milljarð. Skuldasöfnun borgarinnar er orðin ósjálfbær eins og Sjálfstæðisflokkurinn hefur bent á allt kjörtímabilið.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Helga Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram trúnaðarbréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. apríl 2022, varðandi ársreikning A-hluta og samantekinn ársreikning A- og B-hluta Reykjavíkurborgar 2021 og lagður fram trúnaðarmerktur ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2021, dags. 7. apríl 2022. Einnig er lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 4. apríl 2022, um ársreikninginn, skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. apríl 2022, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta og greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 7. apríl 2022, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda, ódags., greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar hjá Reykjavíkurborg, ódags., ábyrgða- og skuldbindayfirlit, ódags., yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar, dags. 7. apríl 2022, skýrsla um framkvæmd styrkjareglna til borgarráðs, dags. 7. apríl 2022, og samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2021, dags. 7. apríl 2022. FAS22040002

    -    Kl. 9.24 tekur Líf Magneudóttir sæti á fundinum. 

    Ársreikningur borgarsjóðs (A-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 hefur verið undirbúinn af fjármálaskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Reykjavíkurborgar telst fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar.
    Vísað til ytri endurskoðunar.

    Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Lárus Finnbogason tekur sæti á fundinum  undir þessum lið með rafrænum hætti.

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. apríl 2022:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að ráðist verði í verkefnið Sumarborgin 2022. Verkefnið verði framhald á verkefninu Sumarborgin 2020 og Borgin okkar 2021 en efli einnig mannlíf og menningu í miðborginni í kringum vor, sumar, haust og jól, auk utanumhalds annarra verkefna sem tengjast miðborginni. Framlög verði 45 m.kr. til verkefnisins. Jafnframt verði aftur gert ráð fyrir 30 m.kr umsóknarpotti vegna viðburða í hverfum í sumar. Þannig verði hverfin áfram styrkt, líkt og á síðasta ári, til þess að halda viðburði og styrkja einstaklinga og hópa sem hafa það markmið að efla hverfisanda, félagsauð, mannlíf og menningu í hverfum Reykjavíkur. Heildarframlög vegna verkefnisins eru því 75 m.kr. á árinu 2022 og komi af liðnum ófyrirséð. Dæmi um afar vel heppnuð verkefni sem fengu styrki úr hverfapottunum eru til að mynda 17. júní hátíðahöldin í Grafarvogi og Breiðholti. Íbúaráð viðkomandi hverfa taki afstöðu til umsókna líkt og áður en lagt er til að Borgin okkar verði ráðgefandi gagnvart íbúaráðunum í þessum efnum og veiti jafnframt stuðning við framkvæmd einstakra viðburða og verkefna. Líkt og undanfarin ár er verkefnið samstarfsverkefni umhverfis- og skipulagssviðs (USK) og menningar- og ferðamálasviðs (MOF) ásamt samstarfsaðilum. MSS22040042

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Um er að ræða framlengingu á verkefni sem varð til í COVID-19 í þeim tilgangi að hvetja borgarbúa og landsmenn til heimsókna í miðborgina, um leið er verið að viðhalda svokölluðum hverfapottum sem gera ráð fyrir að hægt verði að halda hverfahátíðir eða aðra skemmtilega viðburði í hverfunum í sumar líkt og 17. júní hátíðir sem heppnast hafa afar vel á undanförnum árum, til dæmis Grafarvogi og Breiðholti.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. apríl 2022:

    Lagt er til að borgarráð samþykki viðbótarfé til vorhreinsunar gatna- og stígakerfis borgarinnar, samtals 20 m.kr sem komi af liðnum ófyrirséð. Fjármunum verður varið í að flýta hreinsun stíga með því að kaupa þjónustu fleiri stígasópa annars vegar og hins vegar að auka við hreinsun gatna í þjónustuflokki 2 sem eru tengibrautir gatnakerfisins. Þar verður aukið við þvott með vatni til að hámarka árangur. Með þessum aðgerðum ætti samgöngukerfið að verða hreinsað fyrr en ella og með betri árangri. Aukafjármagn í rekstur vegna viðbótar við vorhreinsun vorið 2022 skiptist með eftirfarandi hætti: Viðbótar sópun á göngu- og hjólaleiðum 11,7 m.kr. Viðbótar háþrýstiþvottur á götum í þjónustuflokki 2 (bláar leiðir) 8,3 m.kr. MSS22040053

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Að baki er langur og strangur vetur þar sem álag á innviði hefur verið gríðarlegt. Mikil klakasöfnun varð, asahláka og ofankoma sem gerðu þörf fyrir hraða vetrarþjónustu afar mikilvæga. Eftir slíkan vetur safnast jafnan meira af sandi og afgangsefnum sem geta myndað svifryk við réttar aðstæður. Því er mikilvægt að viðbótarþrif verði framkvæmd á þessu vori en áætlað er að þeim ljúki í júnímánuði.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ekki er vanþörf á að þrífa borgarlandið betur en hér er lagt til viðbótarframlag í aðdraganda kosninga. Heppilegra hefði verið að þrífa borgarlandið allt árið og öll ár, ekki bara á kosningaári. Rétt er að benda á að í nýsamþykktri hjólreiðaáætlun stendur; „Vorhreinsun helstu göngu- og hjólaleiða til skóla verði aukin með viðbótarhreinsun.“ Ljóst er að eingöngu á að bæta þrif á stígum meðfram stofnbrautum og því er ekki farið eftir gildandi áætlun borgarinnar um þrif á þessum stígum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sópurinn er rifinn fram korter í kosningar – þessi tillaga er hlægileg í ljósi þess. Allt kjörtímabilið hef ég talað um og lagt fram tillögur um að borgin verði þrifin og sópuð. Allt í einu skal borgin þrifin aukalega og viðauki við fjárhagsáætlun notaður til þess. Það er beinlínis ógeðfellt hvernig borgarstjóri hagar sér á kosningaári. Borgarstjóri lítur á borgarsjóð sem sinn eigin kosningasjóð.

    Ámundi V. Brynjólfsson og Björn Ingvarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Káratorgs, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 150 m.kr. USK22030179
    Samþykkt. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lygar borgarstjóra í þriggja torgamálinu eru afhjúpandi. Hér er óskað eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Káratorgs fyrir 150 milljónir. Hann keyrði þau ósannindi trekk í trekk að Óðinstorg hafi einungis kostað 60 milljónir og það hef ég alltaf hrakið því ég veit betur. Sjá t.d. þessa frétt hér: https://www.frettabladid.is/frettir/svarar-vigdisi-odinstorg-kostadi-60-milljonir-en-ekki-halfan-milljard/ . Enn er verið að eyða útsvari borgarbúa í 101 og nálægt heimili borgarstjóra. Það er beinlínis ógeðfellt hvernig borgarstjóri hagar sér á kosningaári. Borgarstjóri lítur á borgarsjóð sem sinn eigin kosningasjóð.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Káratorgs. Kostnaðaráætlun 2 er 150 m.kr. Fram kemur að áhersla er á aðgengi fyrir alla. Komið verður fyrir gróðursvæðum og blágrænum lausnum vegna yfirborðsvatns. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hver séu rökin fyrir blágrænum lausnum vegna yfirborðsvatns á einu litlu torgi? "Blágrænar lausnir" eru að verða tískuorð í öllum framkvæmdum á vegum borgarinnar eins og „líffræðilegur fjölbreytileiki“.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingarhverfum 2022, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 1.100 m.kr. USK22030177
    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að samþykkja 1,1 milljarðs króna fjárfestingu í nýjum hverfum borgarinnar með útboði á verkefnum í Úlfarsárdal, Reynisvatnsási, Norðlingaholti, Sléttuvegi, Brekknaási og Esjumelum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingahverfum 2022. Um er að ræða verkefni í Úlfarsárdal, Reynisvatnsási, Norðlingaholti, Sléttuvegi, Brekknaás og Esjumelum. Það er heldur betur kominn tími til að gera þetta að mati fulltrúa Flokks fólksins. En væri ekki ástæða til að huga að blágrænum lausnum vegna yfirborðsvatns hérna? Þetta er öllu stærra svæði en eitt lítið borgartorg eins og Káratorg þar sem koma á fyrir blágrænum lausnum vegna yfirborðsvatns.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir vegna uppbyggingar í Vogabyggð, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 vegna hluta Reykjavíkur er 250 m.kr. USK21120080
    Samþykkt. 

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna lagfæringa á götum og gönguleiðum við Lækjargötu 10-12, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 vegna hluta Reykjavíkur er 40 m.kr. USK22030189
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lækjargötu hefur verið haldið lokaðri í tæp 3 ár og hafa verktakar einungis greitt 23.000 kr. á ári fyrir lokunina og öll bílastæðin sem þar eru. Í verklok sem áætluð eru í júní verður gatan opnuð á ný og verður þá einungis ein akgrein. Öll bílastæði hverfa. Það er forkastanlegt hvað borgarstjóri og meirihlutinn hefur þrengt að miðbænum sem felur í sér mikla mengun. Lækjargatan er Strætóleið og því má bóka að miklar tafir verða á svæðinu. Hér er enn einu sinni verið að fremja skemmdarverk á þessu svæði sem eru til þess fallin að enn frekari forðun Reykvíkinga og landsmanna allra að miðbænum.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna breytinga á gatnamótum Frakkastígs og Laugavegar, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 20 m.kr. USK22030188
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Enn ein aðförin að Laugaveginum. Borgarstjóra og meirihlutanum er ekki sjálfrátt þegar kemur að lokun miðbæjarins. Er þessi aðgerð einn þáttur í því að halda áfram með það plan að gera allan Laugaveginn að göngugötu allt árið. Laugaveginum hefur smám saman blætt út á þessu kjörtímabili og ekki er reynt að stöðva blæðinguna heldur haldið áfram og verður ekki hætt fyrr en hann drepst endanlega með tilheyrandi sársauka og þjáningu fyrir rekstraraðila og eigendur húsnæðis á þessu svæði.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Laugavegar frá Hlemmi að Snorrabraut og endurgerð Rauðarárstígs frá Bríetartúni að Hlemmi, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 vegna hluta Reykjavíkur er 300 m.kr. USK22030182
    Samþykkt. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að loka á alla umferð á Hlemmsvæðinu. Því er skellt í lás fyrir fjölskyldubílnum og þeirra sem komast ekki ferðar sinnar nema á bíl eins og fatlaðir og þeir sem eiga erfitt með gang. Einungis er hægt að komast inn á Laugaveg frá Snorrabraut eftir þessar breytingar. Einnig er verið er að henda leigubílum af þessu svæði. Því er ekki verið að uppfylla markmið þessara hugmynda um að Hlemmur verði nokkurs konar samgöngumiðstöð þar sem samgöngur fyrir alla en ekki bara sumra/borgalínufarþega séu í gildi. Verið er að breyta miðbænum í draugabæ skref fyrir skref.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihlutinn óskar eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við endurgerð Laugavegar frá Hlemmi að Snorrabraut og endurgerð Rauðarárstígs frá Bríetartúni að Hlemmi. Þetta er mikil framkvæmd sem verður vissulega til bóta fyrir umhverfið og ekki veitir af því. Hér á einnig að að beita blágrænum lausnum eins og er í tísku núna hjá skipulagsyfirvöldum. Áætlað er að þessi upphafs framkvæmd kosti borgina 300 milljónir. Hér er auðvitað aftur spurt um forgangsröðun verkefna. Minnt er á alvarlega stöðu velferðarsviðs um biðlista barna eftir fagþjónustu sem telur um 1800 börn og margs konar aðra þjónustu á forræði borgarinnar sem borgarbúar bíða eftir að fá. Beiðnum um sálfræðiaðstoð hefur fjölgað mikið síðustu misseri.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir vegna stígagerðar í Öskjuhlíð, Perlufestin, 2. áfanga, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 vegna 2. áfanga er 100 m.kr. USK22030181
    Samþykkt.

    Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5 apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Yrsufell 2a í Breiðholti. MSS22040052
    Samþykkt. 

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Nauthólsvegur 79. MSS22040051
    Samþykkt. 

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Haukahlíð 4 í Vatnsmýrinni. MSS22040044
    Samþykkt. 

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Gjúkabryggja 8 í Bryggjuhverfinu. MSS22040047
    Samþykkt. 

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Búagrund 16 á Kjalarnesi. MSS22040045
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri var flengdur á opnum íbúafundi á Kjalarnesi. Hann var vakinn hressilega af 101 draumum sínum og þrengingarstefnu sinni. Korter í kosningar og eftir íbúafundinn býður hann nú fram 5 lóðir á Kjalarnesi til að geta tikkað í boxið að „víst eru til sölu“ lóðir á Kjalarnesi.

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Helgugrund 9 á Kjalarnesi. MSS22040037
    Samþykkt. 
    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri var flengdur á opnum íbúafundi á Kjalarnesi. Hann var vakinn hressilega af 101 draumum sínum og þrengingarstefnu sinni. Korter í kosningar og eftir íbúafundinn býður hann nú fram 5 lóðir á Kjalarnesi til að geta tikkað í boxið að „víst eru til sölu“ lóðir á Kjalarnesi.

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Helgugrund 11 á Kjalarnesi. MSS22040038
    Samþykkt. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri var flengdur á opnum íbúafundi á Kjalarnesi. Hann var vakinn hressilega af 101 draumum sínum og þrengingarstefnu sinni. Korter í kosningar og eftir íbúafundinn býður hann nú fram 5 lóðir á Kjalarnesi til að geta tikkað í boxið að „víst eru til sölu“ lóðir á Kjalarnesi.

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Helgugrund 12 á Kjalarnesi. MSS22040040
    Samþykkt. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri var flengdur á opnum íbúafundi á Kjalarnesi. Hann var vakinn hressilega af 101 draumum sínum og þrengingarstefnu sinni. Korter í kosningar og eftir íbúafundinn býður hann nú fram 5 lóðir á Kjalarnesi til að geta tikkað í boxið að „víst eru til sölu“ lóðir á Kjalarnesi.

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar Helgugrund 14 á Kjalarnesi. MSS22040043
    Samþykkt. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri var flengdur á opnum íbúafundi á Kjalarnesi. Hann var vakinn hressilega af 101 draumum sínum og þrengingarstefnu sinni. Korter í kosningar og eftir íbúafundinn býður hann nú fram 5 lóðir á Kjalarnesi til að geta tikkað í boxið að „víst eru til sölu“ lóðir á Kjalarnesi.

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðar nr. 4 í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. MSS22040046
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikil óvissa er um uppbygginu í Skerjafirði enda er þar gert ráð fyrir að koma fyrir umdeildri landfyllingu. Þá hafa komið verulegar athugasemdir varðandi hæð húsa í nágrenni við flugvöllinn en borgin hefur enn ekki svarað bréfi innviðaráðuneytisins varðandi það mál. Það er ábyrgðarlaust að bjóða út byggingarrétt í hverfi þar sem enn er óljóst hvað verður heimilt að byggja mikið. Borgin gæti skapað sér skaðabótaskyldu með því að binda hendur sínar við þessar aðstæður og við því er hér varað.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri þverbrýtur alla samninga við ríkið hvað varðar flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú þegar rúmar 5 vikur eru í borgarstjórnarkosningar þá er óskað eftir heimild til að bjóða til sölu byggingarrétt í hinum svokallaða „nýja Skerjafirði“. Í samkomulagi ríkis og borgar fyrir tveimur árum fólst í raun ákveðið vopnahlé. Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt meðan verið væri að kanna nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Borgarstjóri hefur hent gegnblautum stríðshanska í andlit ríkisins. Enda ætlar Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar sbr.: https://www.visir.is/g/20222244507d/innvidaraduneytid-i-hart-vid-borgina-vegna-skerjafjardar. Það mætti halda að einhverjir séu um það bil búnir að missa vitið.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðar nr. 10 í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. MSS22040048
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikil óvissa er um uppbygginu í Skerjafirði enda er þar gert ráð fyrir að koma fyrir umdeildri landfyllingu. Þá hafa komið verulegar athugasemdir varðandi hæð húsa í nágrenni við flugvöllinn en borgin hefur enn ekki svarað bréfi innviðaráðuneytisins varðandi það mál. Það er ábyrgðarlaust að bjóða út byggingarrétt í hverfi þar sem enn er óljóst hvað verður heimilt að byggja mikið. Borgin gæti skapað sér skaðabótaskyldu með því að binda hendur sínar við þessar aðstæður og við því er hér varað.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri þverbrýtur alla samninga við ríkið hvað varðar flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú þegar rúmar 5 vikur eru í borgarstjórnarkosningar þá er óskað eftir heimild til að bjóða til sölu byggingarrétt í hinum svokallaða „nýja Skerjafirði“. Í samkomulagi ríkis og borgar fyrir tveimur árum fólst í raun ákveðið vopnahlé. Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt meðan verið væri að kanna nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Borgarstjóri hefur hent gegnblautum stríðshanska í andlit ríkisins. Enda ætlar Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar sbr.: https://www.visir.is/g/20222244507d/innvidaraduneytid-i-hart-vid-borgina-vegna-skerjafjardar Það mætti halda að einhverjir séu um það bil búnir að missa vitið.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt íbúðarhúsalóðarinnar 8a í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. MSS22040049
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikil óvissa er um uppbygginu í Skerjafirði enda er þar gert ráð fyrir að koma fyrir umdeildri landfyllingu. Þá hafa komið verulegar athugasemdir varðandi hæð húsa í nágrenni við flugvöllinn en borgin hefur enn ekki svarað bréfi innviðaráðuneytisins varðandi það mál. Það er ábyrgðarlaust að bjóða út byggingarrétt í hverfi þar sem enn er óljóst hvað verður heimilt að byggja mikið. Borgin gæti skapað sér skaðabótaskyldu með því að binda hendur sínar við þessar aðstæður og við því er hér varað.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri þverbrýtur alla samninga við ríkið hvað varðar flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú þegar rúmar 5 vikur eru í borgarstjórnarkosningar þá er óskað eftir heimild til að bjóða til sölu byggingarrétt í hinum svokallaða „nýja Skerjafirði“. Í samkomulagi ríkis og borgar fyrir tveimur árum fólst í raun ákveðið vopnahlé. Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt meðan verið væri að kanna nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Borgarstjóri hefur hent gegnblautum stríðshanska í andlit ríkisins. Enda ætlar Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar sbr.: https://www.visir.is/g/20222244507d/innvidaraduneytid-i-hart-vid-borgina-vegna-skerjafjardar Það mætti halda að einhverjir séu um það bil búnir að missa vitið.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að bjóða til sölu byggingarrétt lóðarinnar 8b í fyrsta áfanga Skerjafjarðar. MSS22040050
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikil óvissa er um uppbygginu í Skerjafirði enda er þar gert ráð fyrir að koma fyrir umdeildri landfyllingu. Þá hafa komið verulegar athugasemdir varðandi hæð húsa í nágrenni við flugvöllinn en borgin hefur enn ekki svarað bréfi innviðaráðuneytisins varðandi það mál. Það er ábyrgðarlaust að bjóða út byggingarrétt í hverfi þar sem enn er óljóst hvað verður heimilt að byggja mikið. Borgin gæti skapað sér skaðabótaskyldu með því að binda hendur sínar við þessar aðstæður og við því er hér varað.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri þverbrýtur alla samninga við ríkið hvað varðar flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Nú þegar rúmar 5 vikur eru í borgarstjórnarkosningar þá er óskað eftir heimild til að bjóða til sölu byggingarrétt í hinum svokallaða „nýja Skerjafirði“. Í samkomulagi ríkis og borgar fyrir tveimur árum fólst í raun ákveðið vopnahlé. Rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar skyldi tryggt meðan verið væri að kanna nýtt flugvallarstæði í Hvassahrauni. Borgarstjóri hefur hent gegnblautum stríðshanska í andlit ríkisins. Enda ætlar Innviðaráðuneytið í hart við borgina vegna Skerjafjarðar sbr.: https://www.visir.is/g/20222244507d/innvidaraduneytid-i-hart-vid-borgina-vegna-skerjafjardar Það mætti halda að einhverjir séu um það bil búnir að missa vitið.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta lóð og byggingarrétti fyrir 110 námsmannaíbúðir á 3-5 hæðum á lóð við Otursnes 62 í nýja Skerjafirði. MSS22030263
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta lóð og byggingarrétti fyrir 95 íbúðir á 2-5 hæðum í fjórum húsum á lóð við Reginsnes 10 í nýja Skerjafirði. MSS22030262
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. apríl 2022, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki heimild til að kalla eftir úthlutun um 30.000 fermetra lóðar sem liggur á milli Kleppssvæðisins og Holtagarða frá Faxaflóahöfnum. Einnig er óskað eftir að borgarráð samþykki að gerður verði makaskiptasamningur við Ríkissjóð Íslands þar sem Reykjavíkurborg framselur lóðarleiguréttindi að framangreindri lóð en fær í staðinn um 30.000 fermetra lóð við Borgarspítala í Fossvogi. MSS22040002

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.  

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að tryggja það að Björgunarmiðstöð verði í Reykjavík. Í Björgunarmiðstöð mun eiga sér stað gríðarleg samhæfing viðbragðsaðila á borð við slökkvilið, björgunarsveitir, ríkislögreglustjóra, lögreglu höfuðborgarsvæðisins, Neyðarlínunnar og fleira. Þessum tímamótasamningi er fagnað.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er stefnt að því að úthluta lóð fyrir björgunarmiðstöð sem liggur skuggalega nálægt vegstæði Sundabrautar. Það vekur furðu að þessi lóð sé valin umfram aðra kosti á meðan ekki liggur fyrir endanleg útfærsla á legu Sundabrautar. Þá liggur ekki fyrir fundinum afstaða björgunaraðila sem eiga að nýta björgunarmiðstöðina, hvort þessi lóð sé heppilegust hvað varðar stærð og tengingu við Sæbraut. Jafnframt er óljóst hvort Landspítalinn hafi gefið formlegt álit á nýtingu á lóð við Borgarspítala. Enn fremur hefur málið, eins og það liggur fyrir hér, ekki ratað á borð stjórnar Faxaflóahafna þrátt fyrir að lóðin tilheyri höfninni.

    Ívar Örn Ívarsson og Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. apríl 2022, þar sem viljayfirlýsing um uppbyggingu græns iðngarðs með hringrásarhugsun á Grundartanga er lögð fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. MSS22040030

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um að ræða hverfisskipulag utan við borgina en þetta er þarft verkefni að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þarna verður hægt að nýta glatvarma, varmaorku sem nú er ekki nýtt að marki og það er jákvætt. Þarna er í fyrsta skipti áætlun um endurvinnslu stáls/járns sem nú er allt flutt úr landi til endurvinnslu annars staðar.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. apríl 2022, þar sem frumdrög útboðs vegna hönnunar Miklubrautar í stokk eru lögð fram til kynningar. MSS22040024

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fyrir fjórum árum síðan var lofað að fara með Miklubraut í stokk og nú fjórum árum síðar er fyrst farið að huga að hönnun á frumdrögum. Það er ljóst að ekkert hefur miðað í þessu máli allt kjörtímabilið. Nú fyrst fimm vikum fyrir kosningar er fyrst farið að huga að málinu, sem er mjög flókið verkfræðilega og framkvæmdarlega séð. Fram kemur í skjölunum að enn liggi ekki fyrir hvort um sé að ræða eins og hálfs km. langan stokk eða tveggja og hálfs km. langan stokk.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hinn svokallaði Miklubrautarstokkur sem var kosningaloforð borgarstjóra og Samfylkingarinnar er að breytast í martröð. Nú hafa sér- og handvaldar arkitektastofur fundið upp á því að leggja til samgöngumiðstöð ofan á gatnamótunum Snorrabraut/Miklabraut. Slíkt er ekki framkvæmanlegt nema að Miklubraut verði sett í jarðgöng frá Grensásvegi að Landsspítala. Borgarstjóri kemur fram með þessa tillögu þegar hönnun við Miklubrautarstokk er á lokametrunum. Þetta er slík geggjun að mig skortir frekari orð.

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. apríl 2022:

    Lagt er til að velferðarsvið taki þátt í tímabundnu úrræði fyrir flóttafólk frá Úkraínu og gangi til samninga við félags- og vinnumálaráðuneytið vegna móttöku að lágmarki 100 einstaklinga. Samningurinn kemur til viðbótar samningi um samræmda móttöku flóttafólks sem hljóðar upp á 500 manns og samning við Útlendingastofnun um þjónustu við allt að 300 umsækjendur á hverjum tíma um alþjóðlega vernd. Kostnaður vegna húsnæðis og fjárhagsaðstoðar verður greiddur í samræmi við gildandi samning við útlendingastofnun um umsækjendur um alþjóðlega vernd. Ennfremur er lagt til að skóla- og frístundasvið hefji þegar í stað undirbúning og stofnun fjölskyldumiðstöðvar fyrir börn frá Úkraínu þar sem gert verði ráð fyrir allt að 50 börnum. Lagt er til að borgarráð samþykki fjárheimild fyrir allt að 25 m.kr. sem fjármagnað verði af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð. Innifalið í þeirri upphæð er kostnaður við húsnæði fyrir fjölskyldumiðstöðina.MSS22040011

    Greinargerð fylgir tillögunni
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að Ísland láti ekki sitt eftir liggja í móttöku flóttafólks og Reykjavíkurborg er eftir sem áður reiðubúin að taka þátt í því mikilvæga verkefni. Reykjavíkurborg þjónustar nú samkvæmt samningi 500 flóttamenn og 300 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Hér er bætt við samning um að borgin þjónusti í tímabundnu úrræði 100 flóttamenn frá Úkraínu til viðbótar. Samtals er Reykjavík þá með samning um þjónustu við 900 einstaklinga á hverjum tíma og hefur alþjóðateymi borgarinnar veg og vanda af því mikilvæga starfi.

    -    Kl. 11.55 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum og Ólafur Kr. Guðmundsson tekur sæti.

    Jasmina Vajzovic Crnac, Regína Ásvaldsdóttir og Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir Saga Stephensen taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. apríl 2022, þar sem skilabréf stýrihóps um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarfs er lagt fram til kynningar. MSS22040058

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér hefur framkvæmdum vegna bygginga og meiriháttar endurbóta vegna skóla og frístundahúsnæðis verið forgangsraðað með aðferðafræði sem byggir á tveimur víddum, félagslegri og fjárhagslegri. Verkefni sem snúa að Laugardal raðast mjög ofarlega í lokaforgangsröðun hópsins sem staðfestir að mikilvægt er að ljúka sem fyrst stefnu um framtíðarskólahald í hverfinu og ráðast í kjölfarið í nauðsynlegar viðbyggingar og endurbætur. Önnur skólamannvirki sem raðast í fyrsta forgang eru Hagaskóli, Réttarholtsskóli og Melaskóli. Þá sýndi forgangsröðunin þörfina á að ráðast í endurbætur í Seljaskóla, Ölduselskóla, Norðlingaskóla, Breiðholtsskóla, Árbæjarskóla og Breiðagerðisskóla, auk þess að leysa úr húsnæðismálum skóla í Miðborg og Hlíðum. Forgangsröðunin verður höfð til hliðsjónar við gerð fjárfestingaráætlunar borgarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins er sammála niðurstöðum greiningarinnar og finnst að sjálfsögðu jákvætt að skýrsluhöfundar virðast sammála íbúum í Laugardal um mikilvægi þess að uppsafnaðri þörf verði mætt og ekki síður stækkaðir til að geta tekist á við frekari fjölgun nemenda í skólahverfunum. Helsta gagnrýni fulltrúa Flokks fólksins á þessar niðurstöður eru að í skýrslunni er áætluð framtíðarþörf Laugarnesskóla að sinna aðeins 593 nemendum. Í skýrslu starfshóps um framtíðarskipulag skóla- og frístundastarfs í Laugarnes- og Langholtshverfi (sviðsmyndagreiningin) er gert ráð fyrir að í óbreyttri skólagerð verði nemendafjöldi Laugarnesskóla 683 nemendur árið 2030 og 686 nemendur árið 2040. Það skeikar verulega í þessum forsendum. Frávik í forsendum fyrir Laugalækjar- og Langholtsskóla eru minni. Fyrirhuguð áform um byggingu íbúða á þéttingarreitum í skólahverfi skólanna í Laugardal styður forsendur í sviðsmyndagreiningunni og því telur fulltrúi Flokks fólksins líkur á að þessi framtíðarþörf sé vel vanmetin í skýrslu stýrihóps um forgangsröðun viðbygginga fyrir skóla- og frístundastarf. Nemendum Laugarnesskóla hefur fjölgað um 166 frá árinu 2008 og það stefnir að óbreyttu í að þeir verði 250 umfram þolmörk árið 2030. Í skýrslunni er ekki fjallað um mismunandi aðstöðu til kennslu í íþróttum eða verklegum greinum og getur það haft áhrif í þessum samanburði.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili frekari hönnun og undirbúning á endurgerð og stækkun á húsnæði Hagaskóla, ásamt fylgiskjölum. FAS22030061
    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Komið hefur í ljós að ráðast þarf í gagngerar endurbætur á húsnæði Hagaskóla. Viðhaldi hefur verið ábótavant undanfarin ár og eru viðgerðir víða mjög kostnaðarsamar og í sumum tilfellum er betra að byggja nýtt. Ljóst er að fjárheimildir fyrir endurbyggingu skóla eru takmarkaðar á fimm ára áætlun borgarinnar en þessi eina framkvæmd er talin munu kosta 4.600 milljónir og verkið er talið munu taka þrjú ár. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Því er fagnað að nú skuli gert ráð fyrir hönnun og undirbúning á endurgerð og stækkun á húsnæði Hagaskóla. Árum saman hafa skólayfirvöld og foreldrar kvartað vegna ástandsins, skólinn löngu sprungin og mygla og raki víða í eldri byggingu með tilheyrandi veikindum barna og starfsfólks. Nú er komið að viðhaldi og endurbyggingu, loksins.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki húsaleigusamning um leigu á leikskólahúsnæði að Naustavogi 13, ásamt fylgiskjölum. FAS22020042
    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að fara í dýrt úrræði vegna þess að það skorti alla fyrirhyggju í uppbyggingu á fyrri hluta kjörtímabils. Tímahrakið kostar ekki bara hundruð milljóna heldur hugsanlega milljarða.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki húsaleigusamning um söluturninn á Lækjartorgi, ásamt fylgiskjölum. FAS22030044
    Samþykkt 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki húsaleigusamning um hluta af húsnæði í Bergvík 2, ásamt fylgiskjölum. 
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 11. mars 2022, sbr. samþykkt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs þann 10. mars 2022 á tillögu um að tryggja ókyngreind salerni og búningsaðstöðu, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs. MSS22010256
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Á meðan að lög skylda rekstraraðila til að vera með kyngreind salerni er ljóst að hér verður um viðbótarkostnað að ræða. Fram kemur í umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs að kostnaðurinn sé 20-30 milljónir á hverjum stað. Hér er því um umtalsverðar fjárhæðir að ræða og rétt væri að þrýsta á löggjafann að bjóða upp á meiri sveigjanleika áður en að farið er í viðbótarfjárfestingu þegar borgin er rekin með milljarða halla.

    Svandís Anna Sigurðardóttir tekursæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 31. mars 2022, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 20. mars 2022 á innleiðingaráætlun stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. SFS22030263
    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Stefna um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík er metnaðarfull og öflug, en hér til samþykktar spennandi innleiðingaráætlun á helstu áherslupunktum hennar. Tilraunaverki í kórastarfi og í gjaldfrjálsri kennslu á hljóðfæri fyrir eldri börn eru nú farin af stað og í samstarfi við tónlistarskóla verður unnin áætlun um fjölgun plássa í tónlistarnámi. Eins er mikilvægt að efla skólahljómsveitir og efla samstarf þvert á stofnanir í borginni. Í Reykjavík er öflugt tónlistarlíf og mikilvægt að við hlúum vel að því og gefum sem flestum börnum kost á því að læra á hljóðfæri eða söng. Við fögnum metnaðarfullri innleiðingaráætlun um tónlistarskipan og að fjármagn sé fundið innan skóla og frístundasviðs auk þess fjármagns sem samþykkt var við gerð fjárhagsáætlunar 2022

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Tónlistarmenning í Reykjavík er í miklum blóma. Grunnur undir tónlistina er tónlistarnámið. Hér er verið að stíga markviss skref í átt til þess að efla, en jafnframt varðveita, tónlistarstarf í borginni. Mikilvægt er að hlúa að hópa- og kórastarfi, en ekki síður að tryggja öflugt einstaklingsmiðað nám. Alþjóðlegar rannsóknir hafa sýnt að tónlistarnám skilar ekki eingöngu árangri á listasviði heldur eru þeir nemendur sem hafa stundað 2-3 ára tónlistarnám að skila mælanlega betri almennum námsárangri. Það má því færa rök fyrir því að tónlistarnám sé góð fjárfesting til framtíðar. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innleiðingaráætlun stefnu um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík til 2030. Það sem skiptir mestu máli er að börn í Reykjavík sitji við sama borð í þessum efnum þar sem nám í tónlistarskóla er fokdýrt. Í nýlegri skýrslu stýrihóps borgarinnar um framtíð tónlistarnáms í Reykjavík var ekki fjallað um uppbyggingu tónlistarkennslu í grunnskólum og því voru ekki skoðaðar samhliða leiðir til að draga úr ójöfnuði þegar kemur að tækifærum til tónlistarnáms. Ójöfnuðurinn mun því halda áfram ef heldur sem horfir um ókomna tíð ef ekki verður tekið sérstakt skref til að bregðast við. Það sem hlýtur að þurfa að gera er að færa tónlistarnám mun meira inn í skólana en nú er reyndin. Með því að gera það hafa öll börn jafnan aðgang að tónlistarnámi. Skólahljómsveitir hjálpa mikið. Þær eru sem stendur 4 og eru ca. um 120-130 börn í sveit. Það eru eitt eða tvö ár síðan þær voru stækkaðar. Ef vel ætti að vera þyrfti að vera fleiri hljómsveitir og hvetja börn með markvissum hætti til að ganga í þær

    Aðalbjörg Dísa Guðjónsdóttir og Soffía Vagnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 30. mars 2022, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs þann 29. mars 2022 á samningi milli skóla- og frístundasviðs og Tónlistarskóla Árbæjar um hópakennslu í hljóðfæraleik í Árbæjarskóla á skólatíma, ásamt fylgiskjölum.
    Samþykkt. 

    Aðalbjörg Dísa og Guðjónsdóttir og Soffía Vagnsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  39. Lagt fram bréf mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 4. apríl 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki öryggisstefnu fyrir vinnustaðinn Reykjavíkurborg. Einnig lagt fram minnisblað öryggisnefndar Reykjavíkur um mat á kostnaði við framkvæmd öryggisstefnu. MOS22030004
    Samþykkt. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eitt af meginmarkmiðum öryggisstefnunnar er að „innleiða áætlun um forvarnir og viðbrögð vegna ofbeldis gegn starfsfólki hjá Reykjavíkurborg“. Hver er tenging svona stefnu við stefnu borgarinnar í eineltis- og ofbeldismálum? Fulltrúa Flokks fólksins finnst vanta að fleiri hópar séu tilgreindir, t.d. kjörnir fulltrúar sem eru í sérlega erfiðri stöðu. Ef minnihlutafulltrúar verða fyrir ofbeldi eða áreitni af hálfu starfsmanna eða annarra kjörinna fulltrúa á meðan þeir sinna sínu hlutverk sem er m.a. veita aðhald og hafa eftirlit með rekstri sveitarfélags, hafa þeir í engin hús að venda enda ekki stéttarfélögum fyrir að fara, eðli málsins samkvæmt. Á minnihlutafulltrúum getur meirihlutinn „lamið“ sé hann þannig innrættur fyrir það eitt að gagnrýna t.d. forgangsröðun ráðstöfunar fjármuna. Líki meirihlutanum ekki málflutningur minnihlutafulltrúa getur hann í krafti valds síns sakað hann um að vera með óhróður og dónaskap og beitt hann viðurlögum, lesið yfir honum. Minnihlutafulltrúi getur ekki komið við vörnum enda hefur hann ekki dagskrárvaldið. Og hvað með bs.-fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu borgarinnar? Alvarleg mál hafa komið upp hjá nokkrum þeirra sem ekki hefur tekist að leysa. Ekki á að skilja neinn útundan eða setja stefnu til þess eins að negla einhvern einn hóp.

    Lóa Birna Birgisdóttir og Ásta Bjarnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. apríl 2022, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki fjármagn til sköpunar viðbótar sumarstarfa fyrir 17 ára einstaklinga í Reykjavík til að bregðast við því ástandi þegar 17 ára einstaklingar sækja um sumarstörf og fá ekki. Áætlað er að bjóða 200 sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga í Reykjavík í 4-6 vikur en í ár auglýsir Reykjavíkurborg 1040 sumarstörf og eru einungis 40 stöðugildi þar sérstaklega ætluð 17 ára einstaklingum. Áætlaður heildarkostnaður vegna 200 ráðninga í 6 vikur væri 127 m.kr. Tillagan verður fjármögnuð af kostnaðarstaðnum ófyrirséð. Þá verði stofnaður starfshópur sem skoði fyrirkomulag á sumarstörfum til framtíðar fyrir 17 ára einstaklinga, sem kortleggur stöðuna, setur upp sviðsmyndir og kostnaðarmetur tillögur. MSS22020214

    Samþykkt. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins styður þetta heilshugar. Hér er fjármagni vel varið. Hugsanlega þarf að vinna mun meira í atvinnumálum ungmenna og slíka atvinnu á ekki að líta á sem útgjöld heldur má búast við því að tækifæri til vinnu fyrir þennan hóp skili hagnaði á marga og ólíka vegu. Ákveða þarf verkefnin sem þörf er á að vinna og skipuleggja þau í samráði við þá sem málið varðar,

    Lóa Birna Birgisdóttir og Ásta Bjarnadóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  41. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 1. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja verkefni um íbúagáttir, ásamt fylgiskjölum. ÞON22030018
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Átta verkefni sem öll eru óþörf á meðan lögbundin og grunnþjónusta sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna kr. gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagjörningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar enn og aftur að hann er fylgjandi öllum þeim lausnum sem stuðla að betri þjónustu við borgarbúa hvort sem það eru stafrænar lausnir eða aðrar. Fulltrúinn leggur hins vegar mikla áherslu á að skilvirkni og gott verklag ráði för þegar um þjónustu umbætur er að ræða. Eins og flestum ætti að vera ljóst hefur Fulltrúi Flokks fólksins ítrekað bent á að bæði skilvirkni og góðu verklagi sé í meira lagi ábótavant hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Því til sönnunar eru allar þær tafir og flækjur sem sviðið hefur lengi verið fast í um innleiðingu mikilvægra lausna. Má þar nefna nýja skjalastjórnunarkerfið Hlöðuna og nýjan vef Reykjavíkurborgar sem enn er hálfklárað verk. Nú er sviðið að sækja um heimild til þess að hefja enn frekari uppgötvunar, þróunar og tilraunaferla vegna smíði á nýrri íbúagátt og styrkja umsóknarkerfi sem á að samþætta nýja Reykjavíkurvefnum og Hlöðunni. Enn og aftur er hin flókna og tímafreka leið uppgötvunar, tilrauna og þróunar notuð til þess að finna upp lausn sem alveg örugglega er til og í notkun annars staðar. Þessar lausnir sem taldar eru upp eru ekki þess eðlis að þær séu hvergi annars staðar að finna.

    Óskar J. Sandholt, Þröstur Sigurðsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  42. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði, fyrir hönd fjármála- og áhættustýringarsviðs, að hefja verkefnið miðlægt atvikaskráningarkerfi fyrir Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum. ÞON21060023
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Átta verkefni sem öll eru óþörf á meðan lögbundin og grunnþjónusta sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna kr. gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagjörningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins er enn og aftur hissa á því hvað Reykjavíkurborg er í raun langt á eftir í stafrænni umbreytingu, þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar þjónustu- og nýsköpunarsviðs um hið gagnstæða. Atvikaskráningakerfi er að finna hér út um allt í þjóðfélaginu hvort sem um er að ræða hjá opinberum aðilum eða einkafyrirtækjum eins og tryggingafélögum og fleirum. Innleiðing slíks kerfis ætti því að vera nokkuð vel skjalað og reynt ferli sem ætti ekki að þurfa að fara með í gegnum langa og erfiða uppgötvunar-, tilrauna og þróunarferla þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Það er því von fulltrúa Flokks fólksins að þessi innleiðing gangi hratt og vel fyrir sig og að reynt verði að halda kostnaði innan tilgreindra marka.

    Óskar J. Sandholt, Þröstur Sigurðsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  43. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði, fyrir hönd mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, að hefja verkefnið lýðræðisgáttir Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. ÞON22010024
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Átta verkefni sem öll eru óþörf á meðan lögbundin og grunnþjónusta sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna kr. gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagjörningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins finnst skrítið að þurfa alltaf að vera að benda á sömu hlutina hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Fyrst var það gróðurhúsið sem kynnt var á opinberum vettvangi þannig að það sem kæmi út úr því skipti í raun beinlínis engu máli heldur bara það að mest um vert var að fara í gegnum eitthvað óskilgreint ferli og fá einhverjar ævintýralega upplifun. Eins og kemur fram í forsögu í meðfylgjandi minnisblaði þessa máls, var stofnaður starfshópur 29. október, 2020 sem hefur verið að rannsaka málefni tengd lýðræðisþátttöku þvert á borgina og var helsta verkefni hópsins að skapa heildræna þjónustu, upplifun og fleira. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að í mörg ár hefur „Hverfið mitt“ verið vettvangur fyrir hluta þess sem hér um ræðir. Íbúakosningar hafa farið þarna fram með ágætum árangri hingað til. Hér er hins vegar um að ræða tímafreka og kostnaðarsama uppfærslu á þjónustu sem nú þegar er til í smærri mynd. Þetta er dæmi um verkefni/uppfærslu sem hefði mátt bíða og annað mikilvægar sett framar í forgangsröðina.

    Óskar J. Sandholt, Þröstur Sigurðsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði, fyrir hönd íþrótta- og tómstundasviðs, að hefja verkefni um sjálfsafgreiðslu og sjálfvirkni í sölu á aðgangskortum, ásamt fylgiskjölum. ÞON22030029
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Átta verkefni sem öll eru óþörf á meðan lögbundin og grunnþjónusta sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna kr. gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagjörningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins er sammála öllum þeim aðgerðum sem auka sjálfvirkni og spara tíma. Bent er þó á að það verður að gera ráð fyrir möguleikum fyrir fólk og eldra fólk sem vegna fötlunar eða aldurs gætu átt í erfiðleikum með að tileinka sér nýjar afgreiðsluleiðir. Fulltrúi Flokks fólksins vonar að hugsað sé til allra þjóðfélagshópa hvað þetta varðar. Enn og aftur ítrekar fulltrúi Flokks fólksins að leitað verði lausna sem nú þegar eru til og í notkun annars staðar og ekki verði eytt miklum tíma í uppgötvanir og tilraunir á lausnum sem til eru og virka.

    Óskar J. Sandholt, Þröstur Sigurðsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  45. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði, í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið, að hefja endurnýjun á ljósabúnaði í stjórnsýsluhúsum, ásamt fylgiskjölum. ÞON22030059
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Átta verkefni sem öll eru óþörf á meðan lögbundin og grunnþjónusta sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna kr. gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagjörningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Óskar J. Sandholt, Þröstur Sigurðsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  46. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja gerð og innleiðingu þjónustugáttar til að stuðla að skilvirkni í rekstrarþjónustu, ásamt fylgiskjölum. ÞON22030061
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Átta verkefni sem öll eru óþörf á meðan lögbundin og grunnþjónusta sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna kr. gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagjörningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst undarlegt að verið sé að sækja um nýtt verkbeiðnakerfi þegar litið er til þess að nýtt verkbeiðnakerfi er nú þegar í notkun innan sviðsins. Það hlýtur að vera einfaldara að nota sama verkbeiðnakerfi innan eininga þjónustu- og nýsköpunarsviðs og víðar innan borgarkerfisins. Erfitt er að skilja af hverju þarf að fara út í enn meiri kostnað með tilheyrandi flækjustigi þegar nýtt verkbeiðnakerfi er nú þegar til staðar sem hlýtur að vera hægt að aðlaga fleiri verkefnum og gera aðgengilegt í þjónustugátt á innri vef borgarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins telur að hugsa hefði átt hlutina í stærra samhengi fyrir rúmu ári síðan þegar nýtt verkbeiðnakerfi var keypt fyrir tölvudeild sviðsins. Það hlýtur að vera mikil hagræðing fólgin í því að reyna að hafa eitt samræmt verkbeiðnakerfi á alla borgina í stað þess að vera með hin og þessi kerfi út um allt. Það sama á við um hússtjórnarkerfið sem og öll aðgangsmál stjórnsýsluhúsa og víðar í framhaldi af því. Starfsmenn ættu að geta notað sama aðgangskortið hvar sem þeir eru staðsettir í borginni með miðlægri aðgangsstýringu.

    Óskar J. Sandholt, Þröstur Sigurðsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  47. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja verkefnið umhverfisstjórnun stjórnsýsluhúsa, ásamt fylgiskjölum. ÞON22030056
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Átta verkefni sem öll eru óþörf á meðan lögbundin og grunnþjónusta sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna kr. gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagjörningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins er sammála því að efla eigi innanhúss umhverfisgæði og auka þannig vellíðan starfsfólks. Þarna eru talin upp allskyns mælitæki og tól sem eiga að hlúa að lífsgæðum og vellíðan starfsfólks stjórnsýsluhúsa Reykjavíkurborgar. En hvað með alla aðra starfsstaði borgarinnar? Hvað með leikskóla og grunnskóla sem sumir hverjir eru það illa haldnir af myglu að búið er að rýma þúsundir fermetra af vinnusvæði barna í skólum sem hafa mælst beinlínis hættulegir heilsu þeirra? Eiga öll þessi mælitæki og tól ekki mun meira erindi þangað sem raunveruleg þörf er fyrir þau? Hér er forgangsröðunin gagnrýnd. Það er sérkennilegt að lesa þessa ósk þjónustu- og nýsköpunarsviðs til dýrra mælitækja og tóla til þess að efla enn betur þann aðstöðumun og forréttindi sem starfsfólk stjórnsýsluhúsa Reykjavíkurborgar njóta nú þegar umfram alla aðra starfsstaði og skóla borgarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins vill þess vegna koma því á framfæri að óskað verði eftir sömu gæðum í öðrum vinnurýmum og skólum Reykjavíkurborgar.

    Óskar J. Sandholt, Þröstur Sigurðsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  48. Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 25. mars 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili þjónustu- og nýsköpunarsviði að hefja undirbúning á innkaupum þróunar viðmótseininga á vefsvæði Reykjavíkurborgar m.a. vegna birtingar nýrra efnisflokka á forsíðunni, ásamt fylgiskjölum. ÞON22030071
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Átta verkefni sem öll eru óþörf á meðan lögbundin og grunnþjónusta sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna kr. gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagjörningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er beðið um heimild til að hefja verkefni um þróun viðmótseininga til að birta fjölbreytt efni á vefsvæðinu reykjavik.is. Nýr vefur er nýlega farið í loftið og ótal margt þar er ekki í lagi. Hann virðist hálfkláraður og enn er verið að vísa notendum á gamla vefinn þegar sá nýi virkar ekki. Nú kemur í ljós að ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir miklu magni upplýsinga eða annars efnis vegna þess hversu notendaupplifunin átti að vera einföld og góð. Einnig kom í ljós að annar vefur er til sem hýsir allt það sem skiptir máli og ekki virðist hafa verið gert ráð fyrir því í hönnun nýja vefsins. Síðan kom í ljós að nýtt hönnunarkerfi „Hanna“ ræður ekki við það sem þarf að gera til þess að koma þeim upplýsingum á vefinn sem þurfa að vera þar. Nú þarf því að fá meira fjármagn til þess að þróa áfram hönnunarkerfið Hönnu svo hægt sé að halda áfram að þróa nýja vefinn. Fulltrúi Flokks fólksins hefur leitað álits sérfræðinga í þessum málum til að átta sig betur á þeim og í framhaldi reynt að opna augu og eyru meirihlutans í þeirri von að gagnrýnni hugsun sé beitt þegar þessi stafrænu mál þjónustu- og nýsköpunarsviðs eru til umræðu.

    Óskar J. Sandholt, Þröstur Sigurðsson, Arna Ýr Sævarsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    -    Kl. 13.50 víkur Jórunn Pála Jónasdóttir af fundinum og Þórdís Pálsdóttir tekur sæti.

    Fylgigögn

  49. Lögð fram drög að almennri eigendastefnu Reykjavíkurborgar, ódags. MSS22040054
    Frestað.

    Fylgigögn

  50. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 30. mars 2022, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um truflanir í tölvukerfi og stjórnkerfi borgarinnar, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. mars 2022. MSS22030163

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Verulegar truflanir hafa orðið í tölvukerfum, vef og umferðarljósastýringum borgarinnar. Hinn 14. mars sl. voru truflanirnar það miklar að spurningar vöknuðu um hvort verið væri að gera skipulega netárás á borgina. Í svari þjónustu- og nýsköpunarsviðs kemur fram að ekki hafi verið um slíka árás að ræða, heldur um óskipulega röð bilana í kerfum borgarinnar. Vekur þetta svar upp spurningar um rekstraröryggi netkerfa borgarinnar. Rétt er að geta þess að sama dag, 14. mars, slokknaði á umferðarljósum á 68 stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innleiðing á nýju vefsvæði reykjavik.is hefur gengið sérlega illa og ekki er fyrirsjáanlegt hvernig málið mun þróast. Sökin er sett á Úkraínu og öryggi aðgerða vegna stríðsins. Fulltrúi Flokks fólksins er ekki alveg viss um að þetta sé rétt. Vefurinn lítur ágætlega út en það nær skammt ef hann er ekki þjáll. Í raun má segja að innleiðing þessa vefjar sé hálfklárað verk. „Mínar síður“ og Rafræn Reykjavík eru enn að því er virðist ónothæfar og leit í fundargerðum ber oft á tíðum lítinn árangur. Spurt er hvort það geti verið að innan þjónustu- og nýsköpunarsviðs  skorti hreinlega þá sérfræðiþekkingu sem þarf til verksins. Minnt er á að fjölmörgum sérfræðingum á þessu sviði var sagt upp og það í miðju COVID. Einnig eru þarna skipurit sem ekki hafa verið uppfærð í langan tíma, þar á meðal skipurit þjónustu- og nýsköpunarsviðs sjálfs sem er með vefinn. Ef borið saman við aðra vefi fær vefur borgarinnar slaka einkunn fyrir margar sakir. Taka má dæmi um foreldra sem eru að setja barn sitt á leikskóla, að þá fá þau enn í hendur nokkrar blaðsíður af innritunar skjölum sem þarf að haka við og handskrifa undir. Ekkert stafrænt er þar á ferð.

    Fylgigögn

  51. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. apríl 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um skolpdælustöðvar, kostnað við uppbyggingu og innviðagjöld í Vogahverfi, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. mars 2022. MSS22030094

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þegar úthlutað var byggingareitum í Vogabyggð var skólphreinsistöð á svæði 1. Talið er lóðarhafi hafi komist að því síðar og gert kröfu um flutning sem borgin myndi bera allan kostnað af. Enda kemur það fram í svarinu að flutningur skólphreinsistöðvarinnar var ekki samþykkt fyrr en 23. október 2019 inn á svæði 5. Það er fáheyrt að Reykjavíkurborg deili kostnaðinum með Veitum ohf. vegna flutninga á skólpdælustöð vegna óafskrifaðs kostnaðar við að leggja niður dælustöð og leggja nýjar lagnir. Ég hef aldrei heyrt um slíkt fyrr. Eignfærður kostnaður borgarinnar er nú tæpur 1,2 milljarðar kr. Áætlaður heildarkostnaður af uppbyggingu innviða eru rúmir 6,5 milljarður króna með dælustöð meðtalinni. Ljóst er á svarinu að borgin lánaði fyrir kaupunum svæði 1 og 2 og hefur lóðarhafi greitt hlutdeild þeirra í uppbyggingunni með útgefnum skuldabréfum, með gjalddaga við útgáfu byggingarleyfa. Greiðslur af skuldabréfum nema nú 1.984,1 millj. kr. og ógjaldfallið er um 480,2 millj. kr. Ekkert bólar hins vegar á pálmatrjánum sem áttu að fegra hverfið.

    Fylgigögn

  52. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. .23. mars 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um starfsumsóknarkerfi fyrir Reykjavíkurborgar, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. febrúar 2022. MSS22020262

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér birtist 10 milljarða brjálæðið í hina svokölluðu „stafrænu Reykjavík“. Ekki nýttust Þeir rúmlega 60 starfsmenn sem ráðnir voru inn á þjónustu og nýsköpunarsvið til að sinna tæknilausnum vegna 10 milljarða verkefnisins. Þekking hefur greinilega ekki verið til staðar eins og margoft hefur verið bent á. Keypt var inn tilbúin lausn af markaði sem bæði var hönnuð og þróuð af seljanda og verkið fór í hefðbundinn útboðsferil í samstarfi við innkaupaskrifstofu. Á meðan er lögbundin – og grunnþjónusta látin sitja á hakanum. Allt í sambandi við þetta verkefni er hneyksli og er sprottið af 300 milljóna gjafar Bloomberg til Reykjavíkur í rekstur. Þeim gjafagerningi hef ég nú þegar vísað til innri endurskoðenda til athugunar og frekari rannsóknar.

    Fylgigögn

  53. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 23. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu rafrænna undirritana hjá Reykjavíkurborg, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. febrúar 2022. MSS22020135

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svör. Fulltrúi Flokks fólksins telur að nauðsynlegt sé að fylgjast með því hvernig þjónustu- og nýsköpunarsvið ber sig að með að vinna þau verkefni sem það tekur sér fyrir hendur. Ljóst er að nánast undantekningarlaust er farið með einföldustu verkefni sem sviðinu berast eða það tekur upp á sjálft, í gegnum flókinn og óskilvirkan feril uppgötvana og tilrauna áður en lausn eða vara er loksins innleidd, ef hún nær að klára þann feril á annað borð. Svar sviðsins er einnig skreytt tilvitnunum í stjórnsýslulög og fleiru ásamt því að ýjað er að því að sviðið sé í leit að göllum eða öðru þrátt fyrir að aðrir séu að nota þessa lausn án vandræða. Það er alveg ljóst að þjónustu- og nýsköpunarsvið er að eyða allt of miklum tíma og peningum í það að fara sínar eigin fjallabaksleiðir að markmiðum sem aðrir eru fyrir löngu búnir að ná. Það er kjarni málsins, tímaeyðsla og kostnaður í enn eitt uppgötvunarferlið þegar notast hefði mátt við niðurstöður þróunar og verkferla sem hljóta að hafa orðið til hjá opinberum aðilum við innleiðingu.

    Fylgigögn

  54. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um spurningar í fyrirhugaðri rannsókn Reykjavíkurborgar á starfsemi vöggustofa, ásamt fylgiskjölum MSS22030238
    Frestað. 

    Fylgigögn

  55. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 9., 14. og 16. mars 2022. MSS22010020

    Fylgigögn

  56. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 31. mars 2022. MSS22010006

  57. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 6. apríl 2022. MSS22010010
    B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 14. lið fundargerðarinnar:

    Nú er svo komið að Strætó bs. þarf að minnka þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins. Meðal annars þarf að draga úr tíðni dag¬ferða á einhverjum leiðum og gera breytingar á kvöldferðum á fjölda leiða. Gert er ráð fyrir að með breytingunum sparist rúmlega 200 milljónir króna í rekstri en Strætó situr uppi með 454 milljóna króna halla. Tap síðustu tveggja ára nálgast milljarð. Í tilkynningu frá Strætó bs. segir að COVID-faraldurinn hafi leikið rekstur Strætó grátt og tekjur hafi minnkað um allt að 1,5 milljarða króna á síðustu tveimur árum. Ekki er ein báran stök. Í miðju COVID eru teknar fjárfrekar ákvarðanir, fjárfest í nýju greiðslukerfi og fjölgað í flotanum með þeim afleiðingum að draga þarf úr þjónustunni. Það er margt skrýtið í rekstri Strætó bs. sem er byggðasamlag nokkurra sveitarfélaga og á Reykjavík stærsta hluta þess. Reksturinn er óvenjulegur því fátítt er að bæði stjórn og skipulagning þjónustunnar ásamt akstri vagna sé á sömu opinberu hendinni. Þetta kemur m.a. fram í nýlegri skýrslu sem VSB verkfræðistofa vann fyrir Strætó. Strætó sinnir báðum þessum hlutverkum í dag án nokkurra skila á milli mismunandi þátta rekstrarins, en fyrirtækið útvistar þó um helmingi af öllum akstri sínum til annarra.

    Fylgigögn

  58. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. MSS22040031

    Fylgigögn

  59. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS22040018

    Fylgigögn

  60. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2022, ásamt fylgigögnum. MSS22030239
    Samþykkt að veita Neytendasamtökunum styrk að fjárhæð kr. 2.000.000 vegna verkefnisins Aðstoð við neytendur.
    Samþykkt að veita Borgarblöðum ehf. styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna útgáfu á Vesturbæjarblaðinu og Breiðholtsblaðinu.
    Samþykkt að veita félagasamtökunum Gallerí undirgöng kr. 500.000 vegna starfsemi félagsins.
    Samþykkt að veita Snorrasjóði, sjálfseignarstofnun, styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna Snorraverkefnisins.
    Samþykkt að veita Borgarkórnum styrk að fjárhæð kr. 750.000 vegna starfsemi kórsins.
    Samþykkt að veita Móðurmáli, samtökum um tvítyngi, styrk að fjárhæð kr. 210.000 vegna verkefnisins Hýsing gagna í Gegni.
    Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 2.000.000 vegna reksturs félagsins.
    Samþykkt að veita Norræna félaginu í Reykjavík styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna gerð heimildarmyndar um Norræna minningarreitinn í Vatnsmýri.
    Samþykkt að veita Norræna félaginu í Reykjavík styrk að fjárhæð kr. 250.000 vegna starfsemi félagsins.
    Samþykkt að veita Róberti Aroni Magnússyni styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna Götubita og fjölskylduhátíð í Hljómskálagarðinum.
    Samþykkt að veita Birni Loka Björnssyni styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna uppbyggingar sköpunarmiðstöðvarinnar Fúsk í Gufunesi.
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Heiða Björg Hilmisdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.

  61. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Þann 15. mars 2022 var samþykkt að vísa tillögu Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg beiti sér gegn spilakössum, til meðferðar borgarráðs. Hver er staðan á þeirri tillögu? Hvenær verður hún tekin fyrir í borgarráði? MSS2203022

  62. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að setja sig inn í þetta sérkennilega mál, Loftkastalamálið og hefur lagt fram allmargar fyrirspurnir um það. Fátt er um svör og ljóst er af skeytum til borgarfulltrúa að stórfelldur vandræðagangur ríkir í þessu máli hjá skipulagsyfirvöldum og er því þessi fyrirspurn lögð fyrir borgarráð.  Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að spyrja núna af hverju fékk Reykjavík ekki óháðan aðila til mælinga, heldur var aðeins fyrirtækið Verkís spurt hvort þeir hefðu gert eitthvað vitlaust?  Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst stenst svar þeirra tæplega skoðun. Fulltrúi Flokks fólksins ítrekar allar fyrirspurnir og skorar á borgaryfirvöld að ræða við hagaðila með það að markmiði að leysa málið. Þetta mál er svo viðamikið og flókið að réttast væri að innri endurskoðun tæki á því snúning MSS22040101

  63. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Nú er svo illa komið fyrir Strætó að minnka þarf þjónustutíma og þjónustustig Strætó vegna aðhaldsaðgerða í rekstri félagsins til að ná endum saman, en gert er ráð fyrir að spara þurfi um 275 milljónir króna á árinu 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meðal annars þarf að draga úr tíðni dagferða á einhverjum leiðum og gera breytingar á kvöldferðum fjölda leiða. Fulltrúi Flokks fólksins hefur upplýsingar um að háar fjárhæðir hafa farið í að ráða sálfræðinga og fyrirtæki til að reyna að leysa eineltismál og önnur samskiptamál hjá Strætó en ekki haft árangur sem erfiði. Óskað er upplýsinga um þá fjárhæð sem farið hefur í að greiða utanaðkomandi fagfólki vegna þessara mála. Til hverra hafa greiðslur farið og hverjar eru upphæðirnar? Einnig er óskað upplýsinga um lögfræðikostnað Strætó bs. sem tengist málum af þessu tagi. MSS22040102

    Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.

  64. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Verðbólga mælist nú 6,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Þessa verðbólgu má að mestu leiti rekja til framboðsskorts á húsnæði. Þetta hefur leitt til þess að nýlega hækkuðu stýrivextir  úr 2 í 2,75%. Þetta þýðir að róður ákveðinna hópa mun þyngjast verulega. Að óbreyttu munu mánaðarlegar afborganir hækka um tugi þúsunda hjá þeim sem nýlega eru komnir á fasteignamarkaðinn. Námsmenn og láglaunafólk mun lenda í vanda sérstaklega þeir sem tekið hafa  óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum. Undanfarin ár hefur sárvantað aukið framboð á hagkvæmu húsnæði í Reykjavík og ekki er útlit fyrir breytingar á næstunni ef þessi borgarmeirihluti heldur áfram. Verðbólgan bitnar ávallt verst á þeim sem hafa minnst milli handanna. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort og hvernig Reykjavíkurborg ætlar að bregðast við þessu? Ætlar Reykjavíkurborg að samþykkja að grípa til einhverra sértækra aðgerða til að hjálpa þeim sem berjast í bökkum að halda húsnæði sínu til að þrauka þangað til að aðstæður skána? Ætlar Reykjavíkurborg að samþykkja að auka fjárheimildir til að auka stuðning við þá sem eru á leigumarkaði en þar er fólk að greiða allt að fjórðung tekna sinna í leigu? Mun Reykjavíkurborg samþykkja að skoða hvort ákveða þurfi sértækar aðgerðir til að hlaupa undir bagga með barnafjölskyldum sem eru með tekjur undir 442.324 kr. á mánuði (þ.e. 5.307.888 kr. á ári) t.d. með gjaldfrjálsum skólamáltíðum og gjaldfrjálsu frístundaheimili? MSS22040103

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

Fundi slitið klukkan 14:20

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Alexandra Briem Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_0704.pdf