Borgarráð
Ár 2022, fimmtudaginn 10. febrúar, var haldinn 5655. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir og Eyþór Laxdal Arnalds. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar, auk borgarstjóra, tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúinn Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Hulda Hólmkelsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. febrúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. febrúar 2022 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 9 við Geirsgötu, ásamt fylgiskjölum. MSS22020094
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Hér er tækifæri til að vera með gönguleið í stað viðbyggingar sem fyrirhugað er að reisa. Samþykkt var að gera könnun á gönguleiðum meðfram Mýrargötu og Geirsgötu og því hefði verið eðlilegast að bíða með samþykkt þar til niðurstaða könnunarinnar er ljós.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. febrúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. febrúar 2022 á auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi fyrir Háaleitisbraut 1, ásamt fylgiskjölum. MSS22020138
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Því er fagnað að Sjálfstæðisflokkurinn taki virkan þátt í þéttingu byggðar með fyrirhugaðri uppbyggingu á bílastæðunum við höfuðstöðvar flokksins – Valhöll. Um leið skrifar flokkurinn undir samningsmarkmið Reykjavíkurborgar um að á reitnum verði 20% íbúða skilgreindar sem leiguíbúðir, stúdentaíbúðir, leiguíbúðir Félagsbústaða hf., búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Félagsbústaðir hafa kauprétt á allt að 5% íbúða á umsömdu föstu verði.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 9. febrúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 9. febrúar 2022 á auglýsingu á nýju deiliskipulagi fyrir KR-svæðið, ásamt fylgiskjölum. MSS22020101
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða metnaðarfulla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis, þjónustu og íþróttamannvirkja á KR-svæðinu. Fjölnota íþróttahús sem mun rísa á reitnum raðaðist hátt í forgangsröðun borgarinnar á íþróttamannvirkjum. Fram hefur komið í tillögum KR-inga að bílastæði verði eftir breytingar 120 en hjólastæði 386.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er fagnaðarefni að nú séu loks komnar fram hugmyndir um uppbyggingu á KR-svæðinu og þær fái þá kynningu hjá íbúum. Það er mikilvægt að innviðir séu tryggðir samhliða fjölgun íbúða, enda er skortur á leikskólarýmum í vesturbænum og skólar aðþrengdir. Þá er nauðsynlegt að næg bílastæði séu til staðar fyrir íbúa og gesti.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillögurnar segja að framundan séu viðamiklar breytingar á deiliskipulagi. Fyrirhugað er að nýta hluta af íþróttasvæði félagsins við Frostaskjól fyrir uppbyggingu og er til skoðunar að opna á heimildir fyrir verslun og þjónustu, íbúðir eða atvinnuhúsnæði á svæðinu. Hugmyndir ganga út á að bæta um leið við núverandi íþróttaaðstöðu og að auki byggja allt að 20 þúsund fermetra af öðru húsnæði, meðfram Kaplaskjólsvegi og Meistaravöllum í 3-4 hæða háum byggingum sem yrðu áfastar fyrirhugaðri áhorfendastúku. Völlurinn verður rammaður inn með húsum. Hvernig verður með aðgengi/bílastæði þegar eru fjölmennir leikir? Vanda þarf hér til verka, en líta ber á þetta sem fyrstu tillögur og ræða þurfi betur við íbúa í kringum svæðið. Markmið er að bæta félagsaðstöðu sem hlýtur að vera aðalatriðið. í ljósi áætlunar um mikla þéttingu allt um kring má ætla að mikil umræða verði um þessar tillögur og nú reynir á hæfileika meirihlutans til að „hlusta“. Hér hefði kannski verið betra að byrja með auðara blað. Sennilega eru flestir hlynntir einhverri þéttingu en gengið hefur verið víða of langt í borginni í ákafanum að þétta þannig að borgarbúum, mörgum, þykir nóg um.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. febrúar 2022, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. febrúar 2022 á breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, ásamt fylgiskjölum. USK22020026
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Með þessari breytingu stækkar túnið við sundlaug Vesturbæjar miðað við raunverulega stöðu seinustu áratuga. Töluverðar deilur hafa staðið um girðingar og lóðarmörk á svæðinu og er deiliskipulagstillagan niðurstaða sátta í þeirri deilu. Ánægjulegt er að sú sátt sé að nást.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
- Kl. 9:17 tekur Pétur Ólafsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út framkvæmdir við gatnagerð vegna nýrra atvinnulóða við Álfabakka auk nýrra göngu- og hjólastíga, ásamt fylgiskjölum. USK22020023
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Sjálfstæðisflokkurinn ítrekar þá afstöðu sína að skipuleggja ætti Mjóddina í heild enda er hún eitt mikilvægasta þróunarsvæðið í borginni.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarrita, dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á föstu verði fyrir íbúðar- og atvinnuhúsalóð að Gufunesvegi 36, ásamt fylgiskjölum. MSS22020086
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Gæta verður jafnræðis á milli lögaðila þegar kemur að greiðsluskilmálum vegna byggingarréttar, en í sumum tilfellum fá lögaðilar frest allt að einu ári til að greiða fyrir hann. Rétt væri að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði úttekt á greiðsluskilmálum lögaðila til fara yfir hvort ekki allir sitji við sama borð þegar að þeim kemur.
Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á föstu verði fyrir íbúðar- og atvinnuhúsalóð að Þengilsbási 3, ásamt fylgiskjölum. MSS22020085
Samþykkt.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð hafni að þessu sinni að nýta forkaupsrétt sinn í fiskiskipið Höllu Daníelsdóttur RE770, ásamt fylgiskjölum. MSS22020079
Samþykkt að falla frá forkaupsrétti að þessu sinni.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag við lóðarhafa að lóðinni Sóltún 2-4, ásamt fylgiskjölum. MSS22020026
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Það er jákvætt að heimila frekari íbúðir á reitnum, en mikilvægt er að nægar heimildir séu til staðar fyrir hjúkrunarrými og þær séu ekki skertar. Þá er áréttað að álagning innviðagjalda er vafasöm og því erfitt að samþykkja slíkar álögur.
Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki nýjan aðila að kaupsamningi og viðauka um byggingarrétt lóðarinnar Þórðarhöfða 4 og jafnframt nýjan aðila að lánssamningi og samkomulagi um skuldajöfnuð vaxtakrafna, ásamt fylgiskjölum. MSS22010184
Samþykkt.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 8. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki nýjan aðila að samkomulagi um uppbyggingu á lóðunum Laugavegi 168 og Laugavegi 170-174, ásamt fylgiskjölum. MSS22020103
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að aflétta þeim fyrirvara sem gerður var á samþykkt borgarráðs frá 9. desember 2021 varðandi stofnun verkefnafélags um Coda Terminal verkefni Carbfix ohf. að því gefnu að fyrir lægi ótvíræð lagaheimild fyrir rekstri þess. Með vísan í hjálagt bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 2. febrúar 2022, er nú unnt að aflétta þeim fyrirvara. MSS22020093
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:Orkuveita Reykjavíkur mótaði sér stefnu um að fjármagna Carbfix þannig að áhætta OR og borgarinnar sjálfrar væri sem minnst. Horfið hefur verið frá þeirri stefnu og hefur OR fjármagnað þróun Carbfix alfarið hingað til í stað þess að minnka áhættu sína og nýta fjármagn á frjálsum markaði. Vakin er athygli á því að Coda verkefnið, sem er hluti af starfsemi Carbfix, er eitt og sér talið kosta 35 milljarða króna. Mikilvægt er að OR lágmarki áhættu sína af þessu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn leggur til að samþykkt verði tillaga stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um að stofnað verði verkefnafélag um Coda Terminal, verkefni Carbfix ohf. að því gefnu að lagaheimild fyrir rekstri þess fáist. Út af fyrir sig er ágætt að þessi starfsemi geti fallið undir verkefni Orkuveitunnar. En er ekki rétt að vera varkár þegar svona verkefni eru sett af stað? Fulltrúi Flokks fólksins veltir því upp hvort borgarbúar þurfi ekki að greiða háar upphæðir til félagsins því þetta er dýrt verkefni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2022, þar sem lagt er fram til kynningar yfirlit yfir innleiðingu húsnæðisáætlunar græna plansins á fjórða ársfjórðungi ársins 2021 og ársins í heild, ásamt fylgiskjölum. MSS22020087
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðisverð heldur áfram að hækka þrátt fyrir að vextir hafi hækkað. Ástæðan er ljós; framboð af íbúðum hefur minnkað hratt og er 70% minna en fyrir ári síðan. Reykjavíkurborg hefur því miður vanmetið þörf fyrir fasteignir og húsnæðisáætlun hefur ekki verið í takt við þarfir fólksins og markaðarins. Ætla má að Ísland verði vaxtarsvæði á næstu árum og áratugum. Mannfjöldaspár hafa vanmetið áhuga fólks á að flytja til Íslands og búa á höfuðborgarsvæðinu. Borgin þarf að tryggja sveigjanleika og nægt framboð af hagstæðu byggingalandi. Þá þarf að vakta framboð á íbúðum, en hrun hefur orðið í íbúðum til sölu að undanförnu sem hefur mikil áhrif á stöðu kaupenda og síðar leigjenda.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Núverandi húsnæðisstefna virkar ekki eins og sjá má á fjölda þeirra sem bíða eftir því að komast í öruggara skjól. Þegar litið er til biðlista borgarinnar eru 552 að bíða eftir almennu félagslegu leiguhúsnæði, þar af 125 barnafjölskyldur. 136 eru á bið eftir húsnæði fyrir fatlað fólk, nýjustu tölur sýna að 72 bíða eftir húsnæði sem hentar heimilislausum með miklar og flóknar þjónustuþarfir og 148 bíða eftir þjónustuíbúð fyrir aldraða. Samtals er um að ræða 908 umsóknir og margt fólk sem hefur þurft að bíða til lengdar og býr á meðan við ótryggar húsnæðisaðstæður. Það dugar ekki að byggja margar íbúðir, það þarf að afmarkaðsvæða húsnæðiskerfið.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn eitt glærusjóvið sem ekki stenst skoðun. Fólk býr ekki í glærukynningum borgarstjóra. Borginni er haldið í heimatilbúnum lóðaskorti sem veldur því að fasteignaverð hækkar og hækkar sem leiðir til þess að fasteignaskattar hækka mjög mikið. Það veldur minni ráðstöfunartekjum heimilanna. Fasteignaskatturinn á íbúðarhúsnæði hækkaði um 9,56% milli áranna 2021 og 2022. Meðalkaupverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 5 milljónir á tveimur mánuðum og verðbólga er farin úr böndunum. Og þá kemur borgarstjóri með enn eina froðuna.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt yfirlitinu eru rúmlega 9.000 íbúðir í deiliskipulagsferli og verulegur hluti þeirra á lokametrunum. En samt sem áður er mikill lóða- og húsnæðisskortur. Í fjölmörgum skýrslum hefur það verið staðfest að mikill skortur er á húsnæði í borginni, húsnæði af öllu tagi, hagkvæmu húsnæði sem og dýrari fasteignum. Það vantar almennt meira af nýjum íbúðum og þess vegna hefur verðbólgan rokið upp. Verðhækkanir eru m.a. tilkomnar vegna lóðaskorts. Húsnæðisvandinn er heimagerður vandi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. febrúar 2022, þar sem lögð eru fram til kynningar drög að erindisbréfi starfshóps um mótun stefnu Reykjavíkurborgar um aðkomu að sjálfstætt starfandi leik- og grunnskólum, ásamt fylgiskjölum. MSS22020048
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum um að veita Stockfish 4,5 m.kr. styrk fyrir árið 2022. Tillagan verður fjármögnuð af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð. Einnig er lagt til að menningar- og ferðamálasviði verði falið að undirbúa þriggja ára samning við Stockfish frá og með árinu 2023 þar sem styrkur til hátíðarinnar nemi 5 m.kr. á ári. MSS22020092
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að viðauka við samning Reykjavíkurborgar vegna hátíðarinnar Food and Fun fyrir árið 2022. Viðaukinn felur í meginatriðum í sér að þar sem Food and Fun féll niður árið 2021 þá verði styrkur ársins 2021 færður til 2022 og viðburðurinn verði í stað þess haldinn í ár. Hátíðin er þekktur viðburður sem dregur að sér fjölda erlendra gesta en hátíðin hefur þann megintilgang að kynna Reykjavíkurborg og þá veitingamenningu sem þar er að finna. MSS22020091
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að kaupa fasteign að Knarrarvogi 2, ásamt fylgiskjölum. FAS22020014
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. í samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er Reykjavíkurborg að kaupa húsnæði fyrir hálfan milljarð króna til að búa til pláss fyrir borgarlínuna. Málefni borgarlínunnar eru í sérstöku félagi sem heitir Betri samgöngur ohf. Það skýtur því skökku við að Reykjavíkurborg sé að verja hálfum milljarði af skattfé borgarbúa í að kaupa húsnæði til niðurrifs til að búa til rými fyrir borgarlínu. Fyrirliggjandi er verðmat tveggja aðila sem er langt fyrir neðan það kaupverð sem liggur fyrir fundinum. Hér er því verið að greiða yfirverð fyrir eign sem á að rífa undir borgarlínu. Rétt er að benda á að þessi „fjárfesting“ er ekki á fjárhagsáætlun borgarinnar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta mál er hneyksli. Reykjavíkurborg er að kaupa upp eignir á yfirverði. Áætlað söluverð eignarinnar í núverandi ástandi er 330 milljónir. Reykjavíkurborg kýs hins vegar að kaupa eignirnar á 460 milljónir. Lóðin er 5.000 fermetrar og alveg á pari við Bensínlóðina á Ægisíðu 102. Skyldi borgarstjórinn hafa fengið verðhugmynd á hana af þessum lóðadíl? Þessi fjárútlát eru í nafni borgarlínu. Hvar eru Betri samgöngur ohf. í þessum díl?
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. febrúar 2022, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 2. febrúar 2022 á breytingum á fjárhæðum sérstaks húsnæðisstuðnings, ásamt fylgiskjölum. VEL22010009
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um almenna breytingu að ræða sem er uppfærð árlega í tengslum við reglugerð. Fulltrúi Flokks fólksins telur að þessi hækkun haldi ekki við nýjustu verðbólgutölur. Verði þetta breytingin þá rýrnar húsnæðisstuðningur milli ára miðað við verðbólgu. Þess utan er óásættanlegt að fólk skuli þurfa að greiða jafnvel meira en þriðjung af ráðstöfunartekjum sínum í leigu.
Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. febrúar 2022, þar sem styrkir velferðarráðs úr borgarsjóði árið 2022 eru lagðir fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. VEL22020004
Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. janúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tillögur stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. febrúar 2022. MSS21120181
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Tilraunaverkefni um nýtt fyrirkomulag íbúaráða hefur verið starfrækt síðan 2. maí 2019 þegar nýtt og endurskoðað fyrirkomulag um íbúaráð var samþykkt í borgarstjórn þegar íbúaráðin tóku við af hverfisráðunum með ýmiskonar jákvæðum breytingum sem voru til þess fallnar að auka aðgengi íbúa í hverfunum að ákvarðanatöku. Hefur því verið fylgt eftir af stýrihópi um innleiðingu íbúaráða sem hefur nú í kjölfar víðtæks samráðsferlis lokið störfum. Samráðsferlið fól í sér, auk opinna funda í öllum hverfum borgarinnar við vinnslu núverandi fyrirkomulags, tvær umferðir af fundum fulltrúa stýrihópsins með öllum íbúaráðum Reykjavíkur auk fleiri funda með einstökum ráðum um sértæk umfjöllunarefni, fundi með starfsfólki Reykjavíkurborgar frá öllum sviðum sem best þekkir til auk opins umsagnarferlis og umsagnarferlis innan fagráða og nefnda Reykjavíkurborgar. Hér er lagt til heildstætt fyrirkomulag íbúaráða sem byggir á fyrirkomulaginu frá 2019 en felur í sér breytingar sem sníða eiga af þá vankanta sem komu fram í samráðsferlinu. Að auki fylgja fimm tillögur um almenna umgjörð ráðanna og vinnu sem fari fram samhliða innleiðingu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð þurfa að virka sem jarðtenging fyrir borgarkerfið gagnvart íbúunum. Því miður hefur raunin verið önnur eins og dæmin sanna.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Hlutverk íbúaráðanna er að styrkja tengingu og stytta boðleiðir milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar, stuðla að aukinni upplýsingagjöf til íbúa, styrkja möguleika þeirra til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og vekja athygli á áskorunum innan hverfisins. Í því ljósi hefðu sósíalistar viljað sjá fleiri slembivalda fulltrúa í ráðunum, til að leitast við að ná fram fjölbreyttum röddum þeirra sem eru síður líklegir til að taka þátt í ráðum og sem stuðningur við aðra slembivalda í ráðunum. Miðað við núverandi fyrirkomulag er slembivalinn fulltrúi einn meðlimur í ráðinu en sex manns sitja í einu íbúaráði. Þá telur fulltrúi sósíalista mikilvægt að íbúaráðin fái að kjósa formann en það er í höndum borgarstjórnar. Eins og staðan er nú þá er helmingur íbúaráðsins kjörinn af borgarstjórn, þar af að lágmarki tveir úr hópi borgarfulltrúa eða varaborgarfulltrúa. Þó að það sé mikilvægt að hafa tengsl við borgarstjórn telur fulltrúi sósíalista mikilvægt að íbúar sem ekki komi úr borgarstjórn hafi meira vægi í ráðinu. Þá þarf einnig að skoða launamál og tryggja að það sé ekki meira greitt fyrir setu í ráðinu ef viðkomandi er kjörinn fulltrúi og að íbúaráðin verði skoðuð út frá hverfaskiptingu borgarinnar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Stýrihópur hefur gert tillögur um breytingar á íbúaráðum. Lagt er fram heildstætt fyrirkomulag íbúaráðanna með ákveðnum breytingum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvað íbúum sjálfum finnst um þessar tillögur. Umsagnir bárust frá öllum sviðum en ekki er eins ljóst með viðhorf íbúanna þ.e. borgarbúanna. Íbúaráðin eru fyrir fólkið og til að opna aðgengi fólks að stjórnkerfi borgarinnar. Hvernig finnst þeim að til hafi tekist og hvort þær breytingatillögur sem lagðar eru fram nú slípi af agnúa? Jákvætt er að bætt hafi verið við nýjum fulltrúa íbúasamtaka og foreldrafélaga inn í íbúaráð Miðborgar og Hlíða. Hefði ekki þurft að gera sambærilegar breytingar á fleiri hverfum þar sem tveir hlutar hverfa sameinast?
Anna Kristinsdóttir og Örn Þórðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla stýrihóps um forverkefni til undirbúnings að innleiðingu framtíðarlausnar til meðhöndlunar á brennanlegum úrgangi, dags. 15. desember 2021. MSS22010067
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þróun í úrgangsmálum er á þá leið að útflutningur á sorpi til endurvinnslu eða brennslu mun minnka stórum skrefum á næstu árum, m.a. í ljósi nýrra laga og reglna um málaflokkinn. Þessi greining sem hér liggur fyrir tekur mið af þessari framtíð og var ætlað að skoða með hvaða hætti er best að brenna þann úrgang sem telst ekki til endurnýjanlegra strauma í úrgangi. Samkvæmt niðurstöðum skýrslunnar er áætlað að vinnslan muni skila 10 MW af raforku og 28 MW af varma. Þá fellur einnig til aska sem nýtanleg er til vegagerðar. Bruninn sjálfur verður hægur sem skilar sér í því að lágmarka myndun skaðlegra gastegunda. Þá verður afgas hreinsað í fullkomnum gashreinsibúnaði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Sorpmál hafa verið í miklum ólestri á kjörtímabilinu, en eins og þekkt er orðið var ákveðið að fjárfesta í Gas- og jarðgerðarstöðunni GAJU, sem fór langt fram úr áætlunum og endaði með að kosta 6 milljarða króna. Rekstur hennar hefur verið í algjörum molum og er húsið sjálft myglað. Langmest af því sorpi sem safnað er í Reykjavík fer nú í urðun, auk þess sem margt af því sem hefur verið safnað, undir yfirskrift endurvinnslu, hefur ekki verið endurunnið. Nú er stefnt að stórri brennslustöð sem er raunhæf lausn en fjárfestingin er mikil, um 35 milljarðar, og sést hún hvergi í áætlunum borgarinnar eins og Sjálfstæðisflokkurinn benti á við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki má bíða lengur með að ríki og öll sveitarfélög á landinu taki höndum saman og hugsi heildstætt um sorphirðumál. Ein „ríkis sorpbrennsla“ verður að líta dagsins ljós sem fyrst. Enda hafa þingmenn Miðflokksins þegar flutt þingsályktunartillögu þess efnis. Það er fáránlegt að hvert sveitarfélag fyrir sig skuli vera að paufast hvert í sínu horni að leysa þessi mál. Finna verður brennslunni stað sem allir geta verið sáttir við og helst á köldu svæði. Hátæknisorpbrennslustöðvum fylgja fjölmargir kostir. Með því að brenna sorpi í hátæknibrennslustöð er sorpinu breytt í nýtanlega orku, raforku og hitaorku. GAJA verksmiðjan er á engan hátt að virka og framleiðir plastmengaða moltu sem verið er að urða/nota í landmótun því moltan stenst ekki umhverfiskröfur! Uppbygging GAJA verksmiðjunnar átti að kosta 3,4 milljarða. Kostnaðurinn stendur nú í 6 milljörðum í það minnsta. Ljóst er að rekstrarforsendur eru löngu brostnar því rekstrarmódelið var ónýtt í upphafi. Jafnframt segja stjórnendur SORPU að GAJA sé í einhverju sem þau kalla tilraunafasa. Það passar ekki við fyrri orð því GAJA átti að hoppa fullsköpuð fram þegar verksmiðjan var opnuð og mala gull/moltu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nokkuð ítarleg skýrsla er lögð fram um það sem þarf að gera til að brenna úrgang sem ekki er hægt að farga með öðru móti. Ljóst er að slíka stöð þarf að byggja á SV-horninu. Jafnframt er ljóst að hitann sem myndast má nýta. Þess vegna er best að slík stöð rísi í Álfsnesi þar sem nýtingarmöguleikar orkunnar eru góðir. Benda má á að slíkar stöðvar í nágrannalöndum eru oft hluti af hitaveitum þeirra landa. Brennsla er síðasta úrræðið þegar aðrir farvegir eru ekki tækir. Sumar fullyrðingar í skýrslunni eru hæpnar svo sem að aska verði „að stórum hluta nýtanleg í vegagerð eða sem byggingarefni“. Slík aska verður ólíklega söluvara.
Jón Viggó Gunnarsson og Helgi Þór Ingason taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2022, þar sem minnisblað um stöðu samningarviðræðna við Atlantsolíu ehf. og Skeljung hf., f.h. Dælunnar ehf., um uppbyggingu á lóðum í borgarlandinu, dags. 24. janúar 2022, er sent borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. FAS22010076
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er sett fram skýr framtíðarsýn sem á að sporna við fjölgun eldsneytisstöðva í borgarlandinu og markmið sem miða að því að draga úr landrýmisþörf eldsneytisstöðva. Í loftlagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, eru sett fram skýr markmið um fækkun eldsneytisstöðva, til að undirstrika enn frekar mikilvægi vistvænni ferðamáta og komandi orkuskipti í bílasamgöngum. Í loftslagsstefnunni er einnig lagt til að þróaðir verði hvatar til að fækka eldsneytisstöðvum í Reykjavík. Minnisblaðið og rammasamkomulagið við Dæluna og Atlantsolíu endurspegla þessar áherslur. Með því að þróa bensínstöðvalóðir til að reisa heimili og þjónustu er verið að flýta óumflýjanlegri lokun bensínstöðva með orkuskiptum. Um leið heldur borgin áfram að leggja áherslu á virka ferðamáta því ef markmið borgarinnar og stjórnvalda um kolefnishlutleysi eiga að nást, munu orkuskipti ein og sér ekki duga, heldur þarf að fækka bílferðum um helming.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hringnum er lokað í nýju olíufélagasamráði við Reykjavíkurborg. Það er sérlega ósvífið af borgarstjóra að setja á dagskrá borgarráðs samninga við Atlantsolíu og Skeljung sem nú á Dæluna því tillaga mín um að innri endurskoðandi Reykjavíkur myndi skoða og leggja mat á lögmæti samninganna við olíufélögin bíður afgreiðslu borgarráðs. Tillagan var svæfð. Öll olíufélögin eru nú komin undir feld borgarstjóra með gjafagjörningum hans og hafa þau öll fengið sama samning – að fá allan byggingarréttinn á lóðunum upp á tugi milljarða gefins. Líkt og í fyrri samningum er einnig um framtíðarsamninga að ræða sem ómögulegt er að meta til fjár nú. Samanlagt eru olíufélögin búin að fá afhenta rúma 7 hektara af borgarlandi til fénýtingar. Það er ekki borgarstjórans í Reykjavík að umbreyta olíufélögunum í fjárfestinga- og fasteignafélög á kostnað borgarbúa, sbr. tilkynningu frá Skeljungi vegna ársuppgjörs: „Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL fjárfestingafélag.“ Það er sérlega ósvífið að Skeljungur gefi sér að samningar náist um afhendingu byggingarréttar á lóðum Dælunnar og Löðurs – en þeir eru á dagskrá borgarráðs í dag. Sjá hér.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Markmiðið er sannarlega að fækka bensínstöðvum. Enginn lóðarleigjandi bensínstöðvar vill halda áfram að reyna að selja bensín ef ekki er lengur gróði af því. Vegna þessa er samningsstaða borgarinnar sterk ef breyta á lóðum sem eru nú undir bensínstöðvum í lóðir fyrir íbúðarhús. Það sem þegar hefur komið fram bendir til þess að borgin nýti þessa stöðu illa. Of mikil áhersla er lögð á kostnað borgarinnar svo sem fullyrðingar um himinháan kostnað til að gera lóðirnar byggingarhæfar. Slíkar fullyrðingar bæta ekki samningsstöðu. Hvergi kemur skýrt fram hver á að hreinsa lóðina þegar henni er skilað. Á t.d. að skila henni án eiturefna? Hvergi hefur heldur verið reiknað út hver er kostnaður af hreinsun. Hann þarf að áætla með rökum. Einhverjir samningar hafa nýlega runnið út eða eru að renna út. Í þeim tilfellum er samningsstaðan góð og þá ætti að bíða nema eitthvað annað réttlæti að ganga þurfi strax til samninga. Út frá þeim upplýsingum sem hafa fengist má draga þá ályktun að borgin sé að semja af sér. Sjálfsagt hefði verið að lóðarhafar greiddu til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar. Samkvæmt því sem þegar hefur komið fram um þessa samninga má ætla að núverandi lóðarhöfum séu færðar verulegar fjárupphæðir.
Óli Jón Hertervig, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að rammasamkomulagi Reykjavíkurborgar fyrir hönd eignasjóðs annars vegar og hins vegar Atlantsolíu ehf. vegna fyrirhugaðra breytinga á aðstöðu eldsneytisstöðva Atlantsolíu. MSS22020007
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Borgarráð samþykkir að staðfestingu samninga við olíufélögin verði frestað þar til að tillaga um að innri endurskoðun skoði lögmæti samninganna við olíufélögin hefur verið afgreidd í borgarráði. Samþykkt var í borgarstjórn samhljóða þann 1. febrúar 2022 að vísa tillögunni til borgarráðs.
Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Tillaga borgarstjóra er samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er sett fram skýr framtíðarsýn sem á að sporna við fjölgun eldsneytisstöðva í borgarlandinu og markmið sem miða að því að draga úr landrýmisþörf eldsneytisstöðva. Í loftlagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, eru sett fram skýr markmið um fækkun eldsneytisstöðva, til að undirstrika enn frekar mikilvægi vistvænni ferðamáta og komandi orkuskipti í bílasamgöngum. Í loftslagsstefnunni er einnig lagt til að þróaðir verði hvatar til að fækka eldsneytisstöðvum í Reykjavík. Minnisblaðið og rammasamkomulagið við Dæluna og Atlantsolíu endurspegla þessar áherslur. Með því að þróa bensínstöðvalóðir til að reisa heimili og þjónustu er verið að flýta óumflýjanlegri lokun bensínstöðva með orkuskiptum. Um leið heldur borgin áfram að leggja áherslu á virka ferðamáta því ef markmið borgarinnar og stjórnvalda um kolefnishlutleysi eiga að nást, munu orkuskipti ein og sér ekki duga, heldur þarf að fækka bílferðum um helming.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samþykkt var samhljóða í borgarstjórn að fela borgarráði meðferð tillögu um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar færi yfir samninga um bensínstöðvar í Reykjavík. Sú tillaga er ekki komin á dagskrá fundar borgarráðs, þrátt fyrir einróma samþykkt borgarstjórnar. Þess í stað á að samþykkja þrjá nýja samninga um bensínstöðvar í Reykjavík áður en borgarráð hefur tekið tillöguna til afgreiðslu. Hér er því byrjað á öfugum enda.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hringnum er lokað í nýju olíufélagasamráði við Reykjavíkurborg. Það er sérlega ósvífið af borgarstjóra að setja á dagskrá borgarráðs samninga við Atlantsolíu og Skeljung sem nú á Dæluna því tillaga mín um að innri endurskoðandi Reykjavíkur myndi skoða og leggja mat á lögmæti samninganna við olíufélögin bíður afgreiðslu borgarráðs. Tillagan var svæfð. Öll olíufélögin eru nú komin undir feld borgarstjóra með gjafagjörningum hans og hafa þau öll fengið sama samning – að fá allan byggingarréttinn á lóðunum upp á tugi milljarða gefins. Líkt og í fyrri samningum er einnig um framtíðarsamninga að ræða sem ómögulegt er að meta til fjár nú. Samanlagt eru olíufélögin búin að fá afhenta rúma 7 hektara af borgarlandi til fénýtingar. Það er ekki borgarstjórans í Reykjavík að umbreyta olíufélögunum í fjárfestinga- og fasteignafélög á kostnað borgarbúa, sbr. tilkynningu frá Skeljungi vegna ársuppgjörs: „Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL fjárfestingafélag.“ Það er sérlega ósvífið að Skeljungur gefi sér að samningar náist um afhendingu byggingarréttar á lóðum Dælunnar og Löðurs – en þeir eru á dagskrá borgarráðs í dag. Sjá hér.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enginn lóðarleigjandi bensínstöðvar vill halda áfram að selja bensín ef ekki er lengur gróði af því. Vegna þessa er samningsstaða borgarinnar sterk ef breyta á bensínstöðvalóðum í lóðir fyrir íbúðarhús. Allir þessir rammasamningar eru eins og skiptir engu hvenær eða hvort þeir hafi runnið út. Vel kann að vera að rétt sé að gera samkomulag sem þetta í þeim tilfellum þar sem samningar eru í gildi til margra ára í viðbót Of mikil áhersla er lögð á kostnað borgarinnar svo sem fullyrðingar um himin háan kostnað að gera lóðirnar byggingarhæfar. Slíkar fullyrðingar bæta ekki samningsstöðuna. Fram kemur að olíufélögin hefðu sagt að það kostaði 100 milljónir að hreinsa t.d. Fellsmúlann. Það eru einu upplýsingarnar um hvað hreinsun mögulega kostar. Út frá þeim upplýsingum sem hafa fengist má draga þá ályktun að borgin sé að semja af sér. Lóðarhafar greiða t.d, ekki sérstaklega til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar. Ætla má að núverandi lóðarhöfum séu færðar verulegar fjárupphæðir frá þeim sem koma til með að kaupa fasteignir á þessum lóðum. Þessi líklegi hagnaður á að falla borginni í skaut. Fulltrúi Flokks fólksins er á því að fá þurfi úr því skorið hvort borgin hafi samið af sér.
Óli Jón Hertervig, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar fyrir hönd eignasjóðs annars vegar og hins vegar Atlantsolíu ehf. vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Háaleitisbraut 12 í Reykjavík. MSS22020008
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Borgarráð samþykkir að staðfestingu samninga við olíufélögin verði frestað þar til að tillaga um að innri endurskoðun skoði lögmæti samninganna við olíufélögin hefur verið afgreidd í borgarráði. Samþykkt var í borgarstjórn samhljóða þann 1. febrúar 2022 að vísa tillögunni til borgarráðs
Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Tillaga borgarstjóra er samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er sett fram skýr framtíðarsýn sem á að sporna við fjölgun eldsneytisstöðva í borgarlandinu og markmið sem miða að því að draga úr landrýmisþörf eldsneytisstöðva. Í loftlagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, eru sett fram skýr markmið um fækkun eldsneytisstöðva, til að undirstrika enn frekar mikilvægi vistvænni ferðamáta og komandi orkuskipti í bílasamgöngum. Í loftslagsstefnunni er einnig lagt til að þróaðir verði hvatar til að fækka eldsneytisstöðvum í Reykjavík. Minnisblaðið og rammasamkomulagið við Dæluna og Atlantsolíu endurspegla þessar áherslur. Með því að þróa bensínstöðvalóðir til að reisa heimili og þjónustu er verið að flýta óumflýjanlegri lokun bensínstöðva með orkuskiptum. Um leið heldur borgin áfram að leggja áherslu á virka ferðamáta því ef markmið borgarinnar og stjórnvalda um kolefnishlutleysi eiga að nást, munu orkuskipti ein og sér ekki duga, heldur þarf að fækka bílferðum um helming.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samþykkt var samhljóða í borgarstjórn að fela borgarráði meðferð tillögu um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar færi yfir samninga um bensínstöðvar í Reykjavík. Sú tillaga er ekki komin á dagskrá fundar borgarráðs, þrátt fyrir einróma samþykkt borgarstjórnar. Þess í stað á að samþykkja þrjá nýja samninga um bensínstöðvar í Reykjavík áður en borgarráð hefur tekið tillöguna til afgreiðslu. Hér er því byrjað á öfugum enda.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hringnum er lokað í nýju olíufélagasamráði við Reykjavíkurborg. Það er sérlega ósvífið af borgarstjóra að setja á dagskrá borgarráðs samninga við Atlantsolíu og Skeljung sem nú á Dæluna því tillaga mín um að innri endurskoðandi Reykjavíkur myndi skoða og leggja mat á lögmæti samninganna við olíufélögin bíður afgreiðslu borgarráðs. Tillagan var svæfð. Öll olíufélögin eru nú komin undir feld borgarstjóra með gjafagjörningum hans og hafa þau öll fengið sama samning – að fá allan byggingarréttinn á lóðunum upp á tugi milljarða gefins. Líkt og í fyrri samningum er einnig um framtíðarsamninga að ræða sem ómögulegt er að meta til fjár nú. Samanlagt eru olíufélögin búin að fá afhenta rúma 7 hektara af borgarlandi til fénýtingar. Það er ekki borgarstjórans í Reykjavík að umbreyta olíufélögunum í fjárfestinga- og fasteignafélög á kostnað borgarbúa, sbr. tilkynningu frá Skeljungi vegna ársuppgjörs: „Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL fjárfestingafélag.“ Það er sérlega ósvífið að Skeljungur gefi sér að samningar náist um afhendingu byggingarréttar á lóðum Dælunnar og Löðurs – en þeir eru á dagskrá borgarráðs í dag. Sjá hér.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samkomulag við Atlantsolíu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Háaleitisbraut 12 í Reykjavík. Þetta samkomulaga er af sama meiði og hin. Nýtingu lóðarinnar verði breytt, núverandi mannvirki rifin og á henni verði reistar íbúðir í bland við atvinnuhúsnæði. Lagt er upp með að í nýju deiliskipulagi verði valkvætt af hálfu lóðarhafa hvort að á efri hæðum verði íbúðar- og/eða atvinnuhúsnæði. Fram kemur að vegna breyttrar hagnýtingar og aukins byggingarmagns á lóðinni muni lóðarhafi ekki greiða sérstaklega til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar um fækkun bensínstöðva. Hér er verið að færa Atlantsolíu háar upphæðir. Af hverju er félaginu ekki gert að greiða innviðagjöld?
Óli Jón Hertervig, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að rammasamkomulagi Reykjavíkurborgar fyrir hönd eignasjóðs annars vegar og hins vegar Orkunnar IS ehf. fyrir hönd Dælunnar ehf. og Löður ehf. vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðstöðu eldsneytisstöðva Orkunnar f.h. Dælunnar ehf. MSS22020009
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Borgarráð samþykkir að staðfestingu samninga við olíufélögin verði frestað þar til að tillaga um að innri endurskoðun skoði lögmæti samninganna við olíufélögin hefur verið afgreidd í borgarráði. Samþykkt var í borgarstjórn samhljóða þann 1. febrúar 2022 að vísa tillögunni til borgarráðs.
Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Tillaga borgarstjóra er samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er sett fram skýr framtíðarsýn sem á að sporna við fjölgun eldsneytisstöðva í borgarlandinu og markmið sem miða að því að draga úr landrýmisþörf eldsneytisstöðva. Í loftlagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, eru sett fram skýr markmið um fækkun eldsneytisstöðva, til að undirstrika enn frekar mikilvægi vistvænni ferðamáta og komandi orkuskipti í bílasamgöngum. Í loftslagsstefnunni er einnig lagt til að þróaðir verði hvatar til að fækka eldsneytisstöðvum í Reykjavík. Minnisblaðið og rammasamkomulagið við Dæluna og Atlantsolíu endurspegla þessar áherslur. Með því að þróa bensínstöðvalóðir til að reisa heimili og þjónustu er verið að flýta óumflýjanlegri lokun bensínstöðva með orkuskiptum. Um leið heldur borgin áfram að leggja áherslu á virka ferðamáta því ef markmið borgarinnar og stjórnvalda um kolefnishlutleysi eiga að nást, munu orkuskipti ein og sér ekki duga, heldur þarf að fækka bílferðum um helming.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samþykkt var samhljóða í borgarstjórn að fela borgarráði meðferð tillögu um að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar færi yfir samninga um bensínstöðvar í Reykjavík. Sú tillaga er ekki komin á dagskrá fundar borgarráðs, þrátt fyrir einróma samþykkt borgarstjórnar. Þess í stað á að samþykkja þrjá nýja samninga um bensínstöðvar í Reykjavík áður en borgarráð hefur tekið tillöguna til afgreiðslu. Hér er því byrjað á öfugum enda.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hringnum er lokað í nýju olíufélagasamráði við Reykjavíkurborg. Það er sérlega ósvífið af borgarstjóra að setja á dagskrá borgarráðs samninga við Atlantsolíu og Skeljung sem nú á Dæluna því tillaga mín um að innri endurskoðandi Reykjavíkur myndi skoða og leggja mat á lögmæti samninganna við olíufélögin bíður afgreiðslu borgarráðs. Tillagan var svæfð. Öll olíufélögin eru nú komin undir feld borgarstjóra með gjafagjörningum hans og hafa þau öll fengið sama samning – að fá allan byggingarréttinn á lóðunum upp á tugi milljarða gefins. Líkt og í fyrri samningum er einnig um framtíðarsamninga að ræða sem ómögulegt er að meta til fjár nú. Samanlagt eru olíufélögin búin að fá afhenta rúma 7 hektara af borgarlandi til fénýtingar. Það er ekki borgarstjórans í Reykjavík að umbreyta olíufélögunum í fjárfestinga- og fasteignafélög á kostnað borgarbúa, sbr. tilkynningu frá Skeljungi vegna ársuppgjörs: „Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL fjárfestingafélag.“ Það er sérlega ósvífið að Skeljungur gefi sér að samningar náist um afhendingu byggingarréttar á lóðum Dælunnar og Löðurs – en þeir eru á dagskrá borgarráðs í dag. Sjá hér.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enginn lóðarleigjandi bensínstöðvar vill halda áfram að selja bensín ef ekki er lengur gróði af því. Vegna þessa er samningsstaða borgarinnar sterk ef breyta á lóðum sem eru nú undir bensínstöðvum í lóðir fyrir íbúðarhús. Það sem þegar hefur komið fram bendir til þess að borgin nýti þessa stöðu illa. Allir þessir rammasamningar eru eins og engu skipti hvenær eða hvort þeir hafi runnið út. Vel kann að vera að rétt sé að gera samkomulag sem þetta í þeim tilfellum þar sem samningar eru í gildi til margra ára í viðbót. Einhverjir hafa nýlega runnið út og það eru mistök að endurnýja þá. Of mikil áhersla er lögð á kostnað borgarinnar svo sem fullyrðingar um himinháan kostnað að gera lóðirnar byggingarhæfar. Slíkar fullyrðingar bæta ekki samningsstöðu. Út frá fengnum upplýsingum má álykta sem svo að borgin sé að semja af sér. Lóðarhafar greiða t.d. ekki sérstaklega til Reykjavíkurborgar vegna innviða og byggingarréttar. Samkvæmt þessu eru núverandi lóðarhöfum færðar verulegar fjárupphæðir sem koma frá þeim sem húsin kaupa. Þessi líklegi hagnaður ætti að falla borginni í skaut. Fulltrúi Flokks fólksins er á því að fá þarf úr því skorið hvort borgin hafi samið af sér.
Óli Jón Hertervig, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að samkomulagi Reykjavíkurborgar fyrir hönd eignasjóðs annars vegar og hins vegar Löðurs ehf. vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Lambhagavegi 12 í Reykjavík. MSS22020010
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:
Borgarráð samþykkir að staðfestingu samninga við olíufélögin verði frestað þar til að tillaga um að innri endurskoðun skoði lögmæti samninganna við olíufélögin hefur verið afgreidd í borgarráði. Samþykkt var í borgarstjórn samhljóða þann 1. febrúar 2022 að vísa tillögunni til borgarráðs
Málsmeðferðartillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Tillaga borgarstjóra er samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er sett fram skýr framtíðarsýn sem á að sporna við fjölgun eldsneytisstöðva í borgarlandinu og markmið sem miða að því að draga úr landrýmisþörf eldsneytisstöðva. Í loftlagsstefnu Reykjavíkurborgar, sem samþykkt var árið 2016, eru sett fram skýr markmið um fækkun eldsneytisstöðva, til að undirstrika enn frekar mikilvægi vistvænni ferðamáta og komandi orkuskipti í bílasamgöngum. Í loftslagsstefnunni er einnig lagt til að þróaðir verði hvatar til að fækka eldsneytisstöðvum í Reykjavík. Minnisblaðið og rammasamkomulagið við Dæluna og Atlantsolíu endurspegla þessar áherslur. Með því að þróa bensínstöðvalóðir til að reisa heimili og þjónustu er verið að flýta óumflýjanlegri lokun bensínstöðva með orkuskiptum. Um leið heldur borgin áfram að leggja áherslu á virka ferðamáta því ef markmið borgarinnar og stjórnvalda um kolefnishlutleysi eiga að nást, munu orkuskipti ein og sér ekki duga, heldur þarf að fækka bílferðum um helming.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hringnum er lokað í nýju olíufélagasamráði við Reykjavíkurborg. Það er sérlega ósvífið af borgarstjóra að setja á dagskrá borgarráðs samninga við Atlantsolíu og Skeljung sem nú á Dæluna því tillaga mín um að innri endurskoðandi Reykjavíkur myndi skoða og leggja mat á lögmæti samninganna við olíufélögin bíður afgreiðslu borgarráðs. Tillagan var svæfð. Öll olíufélögin eru nú komin undir feld borgarstjóra með gjafagjörningum hans og hafa þau öll fengið sama samning – að fá allan byggingarréttinn á lóðunum upp á tugi milljarða gefins. Líkt og í fyrri samningum er einnig um framtíðarsamninga að ræða sem ómögulegt er að meta til fjár nú. Samanlagt eru olíufélögin búin að fá afhenta rúma 7 hektara af borgarlandi til fénýtingar. Það er ekki borgarstjórans í Reykjavík að umbreyta olíufélögunum í fjárfestinga- og fasteignafélög á kostnað borgarbúa, sbr. tilkynningu frá Skeljungi vegna ársuppgjörs: „Til stendur að gera félagið að fjárfestingafélagi og breyta nafni þess í SKEL fjárfestingafélag.“ Það er sérlega ósvífið að Skeljungur gefi sér að samningar náist um afhendingu byggingarréttar á lóðum Dælunnar og Löðurs – en þeir eru á dagskrá borgarráðs í dag. Sjá hér.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í þessu samkomulagi mun lóðarhafi láta vinna nýja deiliskipulagstillögu fyrir lóðina Lambhagvegur 12. Byggja á upp á lóðinni bílaþvottastöð og eldsneytisdælur en ekki íbúðarhús. Þetta samkomulag er því ekki af sama meiði og hin þar sem olíufélögin fá að byggja hús á lóðunum ýmist með því skilyrði að fækka dælum eða hætta með þær alfarið án tillits til hvort samningar hafi runnið út, séu um það bil að renna út eða séu í gildi til næstu ára.
Óli Jón Hertervig, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um loftferðir, dags. 9. febrúar 2022, ásamt fylgiskjölum. MSS22010331
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgin gerir verulegar athugasemdir við frumvarp innviðaráðherra. Engin rök eru færð fyrir því hvers vegna frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherra hafi heimild til að setja skipulagsreglur fyrir flugvöll. Nái breytingin fram að ganga mun hún kollvarpa því skipulagsvaldi sem sveitarfélög hafa yfir flugvöllum innan eigin staðarmarka. Dapurlegt er að í athugasemdum í greinargerð frumvarpsins eru ekki færð fram nein rök fyrir því að nauðsynlegt sé að víkja frá því meginsjónarmiði skipulagslaga nr. 123/2010 um að ákvörðunartaka í skipulagsmálum eigi að vera sem næst þeim sem málið varðar. Umrætt ákvæði er ekki bara óeðlileg og gróf aðför að sjálfstjórnarrétti sveitarfélaga heldur er hún algjörlega án knýjandi eða málefnalegra ástæðna. Þá er málsmeðferð frumvarpsins verulega ámælisverð. Það er löngu tímabært að ríkið láti af afskiptum sínum af skipulagsvaldi sveitarfélaga.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Miðflokksins frábiður sér þær skoðanir sem koma fram í þessari umsögn. Auðvitað á ríkið að fara með skipulagsvaldið á flugvöllum landsins. Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur fyrir Keflavíkurflugvöll. Borgarstjóri hefur staðið í vegi fyrir honum um langa hríð sem er gríðarlegt ábyrgðarleysi. Bæði vegna öryggissjónarmiða á landsvísu og ekki síður vegna margvíslegra flutninga til og frá Landsspítalanum, bæði innan- og utanlands.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um lóðarleigusamninga vegna Háaleitisbrautar 12 og Lambhagavegar 12, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. febrúar 2022. MSS22020055
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leigueignir fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. febrúar 2022. MSS22020055
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakkað er fyrir skjót svör. Fram kemur í svari að meginreglan er sú að leigusali annast á sinn kostnað meiriháttar viðhald og leigutaki minniháttar viðhald. Fulltrúi Flokks fólksins veltir því fyrir sér hvort skilin milli minni- og meiriháttar viðhalds séu skýr og skilgreind og hvort það hafi komið upp deilumál aðila um hvers ábyrgð viðgerð/viðhald sé. Það er efni í frekari fyrirspurnir um málið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. febrúar 2022, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um fundargerðir samninganefndar Reykjavíkur við olíufélögin, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. febrúar 2022. MSS21120126
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekkert er að græða á þeim gögnum sem eru í leyniherbergi borgarstjóra sem snúa að bensínstöðvadílnum. Einungis tvær fundargerðir eru í gögnunum þrátt fyrir að 62 fundir hafi verið haldnir. Ekki var hægt að komast í tölvupóstsamskipti og þurfti sérstaklega að óska eftir að opnað væri á þau. Einnig er helmingur undirritaðra samskipta lokuð skjöl. Annað hvort hefur utanumhald fundanna verið í molum eða þá hitt að gögnin hafa verið ritskoðuð áður en þau voru flutt í leyniherbergið í Ráðhúsinu. Á gögnunum má sjá að þarna mætti Davíð Golíat því samningamenn borgarinnar eru embættismenn sem litla reynslu hafa af flókinni samningagerð, á meðan olíufélögin voru með reynslumikla lögmenn fyrir sína hönd.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þessi leynd sem hvílir yfir samningum virðist skaða samningsstöðu borgarinnar og væri mun betra ef fleiri hefðu haft aðkomu að samningsferlinu. Málið er stórt hagsmunamál borgarinnar og borgarbúa. Áhöld eru um hvort borgarstjóri hafi mögulega samið af sér að ósekju og með sumum þessara samninga gefið frá sér verðmæti, eftirsóknarverðar lóðir sem gætu fært borgarsjóði háar upphæðir. Innviðagjöld eru heldur ekki innheimt. Borgarfulltrúum gafst kostur á að skoða samningana í tölvu í gagnaherbergi Ráðhússins en bannað að afrita eða svo mikið sem punkta nokkuð niður. Slík er leyndin.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 31. janúar 2022. MSS22010020
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 3. febrúar 2022. MSS22010006
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 2. febrúar 2022. MSS22010029
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 25. janúar 2022. MSS22010033
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 9. febrúar 2022. MSS22010010
B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3., 4. og 5. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því hvernig samráðsferli hverfisskipulags Laugardals er kynnt. Sagt er að byrja eigi með autt blað. Einnig er tekið fram að forsendurnar fyrir aðalskipulaginu séu komnar á blað og með því er gefið í skyn að þeim verði ekki breytt. Sú staða gæti komið upp að íbúum líki ekki við forsendurnar og hvað þá? Ætla skipulagsyfirvöld að vera tilbúin að hlusta á það og breyta þeim ef margir telja það nauðsynlegt og mikilvægt? Ekki er munað eftir því að lögð hafi verið svona mikil áhersla á samráð, a.m.k. það ekki kynnt með þessum hætti. Fulltrúi Flokks fólksins vill trúa að dropinn hafi hér holað steinninn en Flokkur fólksins hefur oft talað um að bæta þurfi samráð þannig að borgarbúinn og íbúinn finni að taka á mark á honum en ekki aðeins að tilkynna honum. Samráðsferlið sem snýr að krökkunum í hverfinu lítur vel út. Hafa á skapandi samráð og fræðslu um skipulagsmál. Fulltrúi Flokks fólksins vill hafa varann á hér að ekki eigi að innræta börnunum einhverja hugmyndafræði heldur veita þeim hlutlausa fræðslu. Ef margir standa að baki ákveðnum mótmælum á að hlusta á það og reyna að mæta fólki á miðri leið eða hætta við framkvæmd og endurskoða hana.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. MSS22010324
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS22010336
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Fá foreldrar einhverja endurgreiðslu á máltíðum í grunnskólum ef börn þeirra eru lítið í skólanum, t.d. vegna afleiðinga COVID eða annarra ástæðna sem valda fjarveru? MSS22020129
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Hefur allt dekkjakurl verið fjarlægt af íþróttavöllum borgarinnar? Ef ekki, hver er staðan á því? Er umrætt kurl á barnaleikvöllum borgarinnar og ef svo er, á hvaða leikvöllum? MSS22020131
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Hefur einhvern tímann komið til tals innan borgarinnar að taka ákvörðun um að einstaklingar sem eru með P-kort vegna hreyfihömlunar fái afslátt í bílastæðahúsum borgarinnar? Sem dæmi má nefna að stæðin eru oft full hjá Vesturgötu 7 þar sem samvera er fyrir eldri borgara, heilsugæsla og fleira. Í húsinu er bílastæðakjallari en bílastæðin þar eru á fullu verði sem getur verið hátt gjald fyrir fatlað fólk með lágar ráðstöfunartekjur. MSS22020132
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins vill að farið sé vel með fjármuni borgarbúa. Fyrirhugaðar eru breytingar á meðhöndlun sorps. Nú á að að leggja áherslu á að flokka á myndunarstað í stað þess að flokka í endastöð eins og átti að gera í GAJU. Söfnun sorps mun því breytast. Hægt er að notast við mismunandi söfnunarkerfi, svo sem djúpgáma, þriggja eða fjögurra tunnu kerfi. Í því samhengi óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir því að kannað verði hvort ekki sé hagkvæmt að bjóða sorpsöfnunina út og kanna hagkvæmni mismunandi söfnunarleiða. Þetta yrði því eins konar alútboð þar sem verktakinn skipulegði starfið frá upphafi til enda. Byrja mætti á einum til tveimur hverfum innan borgarinnar og sjá hvernig slík útboð tækjust. MSS22020133
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Svar við fyrirspurn Flokks fólksins um leigueignir fyrir fólk með alþjóðlega vernd og viðhald eignanna var lagt fram á fundi borgarráðs 10. febrúar sl. Fram kemur í svari að meginreglan sé sú að leigusali annast á sinn kostnað meiriháttar viðhald og leigutaki minniháttar viðhald. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skilin milli minni- og meiriháttar viðhalds séu skýr og skilgreind og óskar eftir að fá að sjá þá skilgreiningu. Einnig hvort upp hafi komið deilumál aðila um hvers ábyrgð viðgerð/viðhald sé. Ef svo er óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir upplýsingum um fjölda og hvernig málum hefur lyktað. MSS22020062
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Á fundi borgarráðs 3. febrúar var óskað eftir að borgarráð myndi staðfesta að landslög gildi hjá Reykjavíkurborg. Óskað var eftir samþykki að þegar gögn frá Reykjavíkurborg séu undirrituð, geti fullgild rafræn undirskrift komið í stað eiginhandarundirskriftar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar nánari upplýsinga um af hverju sérstaklega þarf að staðfesta þetta. Rafrænar undirskriftir geta verið af ýmsum toga en samkvæmt lögum 55/2019 annast Neytendastofa framkvæmd eftirlits hér á landi með lögfestri tilskipun ESB 910/2014 en í henni stendur „fullgild rafræn undirskrift skal hafa sömu réttaráhrif og eiginhandarundirskrift“. Í fyrirsögninni er einungis rafræn en ekki fullgild rafræn og í minnisblaðinu er hoppað milli rafrænna og fullgildra rafrænna eftir hentugleika –hver er skýringin á þessu? Þegar þetta verkefni var fyrst kynnt fyrir borgarráði á síðasta ári, þá kom fram að þjónustu- og nýsköpunarsvið hefði verið með verkefnið í „uppgötvunarfasa“ og svo í tilraunafasa og loks þróunarfasa. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvað er verið að uppgötva og þróa varðandi innleiðingu á lausn sem er að finna alls staðar í fyrirtækjum og hefur verið lengi í notkun. Hvers vegna hefur Reykjavíkurborg líkt og önnur sveitarfélög og stofnanir ekki nýtt sér gæði og hagkvæmni rammasamnings Ríkiskaupa um rafrænar undirskriftir í stað þess að gera kostnaðarsama sérsamninga við Dokobit? MSS22020135
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram árið 2019 í borgarráði að Reykjavíkurborg setti á laggirnar þriggja tunnu flokkunarkerfi og lagði einnig fram fyrirspurn um hvort nágrannasveitarfélög ættu ekki að standa saman að sorphirðu. Ekki var áhugi á að skoða neitt slíkt þá. Nú loks á að hefja metnaðarfulla flokkun á söfnunarstað og þá er engu til sparað. Dýrmætur tími hefur tapast. Óskað er eftir að fá sundurliðaðan kostnað um verkefnið „Eitt flokkunarkerfi og sérsöfnun á lífrænum eldshúsúrgangi“. Bjóða á upp á að safna í fjóra úrgangsflokka, lífrænt, blandað, pappír og plast. Einnig er óskað eftir nýjum tölum um metan, hversu mikið er framleitt af metani í dag, hversu mikið er selt og hversu mikið er brennt á báli. Jafnframt er óskað eftir að fá upplýsingar um það hvenær SORPA telur að það fáist nothæf molta úr GAJU. Hefur SORPA kannað hvort ávinningur sé af því að bjóða út sorphirðu í þriggja tunnu kerfi? Í því sambandi má benda á að aðrir aðilar í sorphirðu hafa boðið það að plast og pappír geti verið í sömu tunnunni og þar með fækkað tunnum við heimili sem er aukin þjónusta við borgarbúa. MSS22020136
Fundi slitið klukkan 12:40
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir
Hildur Björnsdóttir