Borgarráð - Fundur nr. 5651

Borgarráð

Ár 2022, fimmtudaginn 6. janúar, var haldinn 5651. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 09:01. Eftirtaldir borgarráðsfulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Pawel Bartoszek, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir Einnig sátu fundinn með rafrænum hætti áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Þór Elís Pálsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti: Þorsteinn Gunnarsson og Hulda Hólmkelsdóttir.
Fundarritari var Ívar Vincent Smárason.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Arnarnesvegar 3. áfanga, ásamt fylgiskjölum. MSS22010056

    -    Kl. 9:03 taka borgarstjóri og Ebba Schram sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Framlenging Arnarnesvegar ásamt gatnamótum við Breiðholtsbraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir þrennum undirgöngum, tveimur göngubrúm auk heimildar fyrir tveimur vistlokum yfir Arnarnesveg. Stærð gatnamótanna er haldið í lágmarki til að ganga sem minnst á svæði Elliðaárdals og tryggja að fyrirhugaður vetrargarður í Seljahverfi fái notið sín. Þétt net stíga fyrir gangandi og hjólandi liggur meðfram veginum að gatnamótum. Áfram er talið æskilegt að bætt verði við samfelldum stofnstíg norðan við Arnarnesveg sem yrði hluti af hverfisskipulagi Breiðholts, til að bæta samgöngur fyrir gangandi og hjólandi á svæðinu enn frekar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Því er fagnað að nú verði rofið framkvæmdastopp á lagfæringum stofnvegakerfisins í Reykjavík sem var ákveðið árið 2012. Þessi framkvæmd var þar á meðal ásamt mörgum öðrum. Því miður er besta útfærslan ekki valin, heldur farið í lausn sem kostar nánast jafn mikið, en skilar mun minni árangri. Í niðurstöðum Eflu og Vegagerðarinnar í september 2020 voru 3 lausnir metnar. Sú sem best kom út fékk meðfylgjandi umsögn. „Með tilliti til umferðaröryggis, afkasta og kostnaðar er lausn 3 ákjósanlegust.“ Þar er um að ræða mislæg gatnamót með fríu flæði umferðar í allar áttir. Núverandi meirihluti í borgarstjórn Reykjavíkur hafnar þeirri útfærslu. Þar með eykst afkastageta minna, umferðartafir verða áfram og umferðaröryggi er ekki bætt eins og annars væri gert. Því er fjármagn illa nýtt og árangur ekki eins og best væri á kosið. Þessi útfærsla hefur þó þann kost að ganga minna á land við Elliðaárdalinn en aðrar útfærslur hefðu annars gert. Gæta skal að hljóðvist við útfærslu framkvæmda eins og kostur er.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Arnarnesvegurinn er afleit framkvæmd og eingöngu gerð til að þjónusta Kópavogsbúa. Eina eðlilega framkvæmdin á þessu svæði er að tvöfalda Breiðholtsbrautina frá Jafnaseli að Rauðavatni. Athyglisvert er að sjá að nú á nýr trjágróður að falla að þeirri plöntusamsetningu sem er fyrir í Elliðaárdalnum og val á tegundum skal unnið í samráði við deild náttúru og garða á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkur. Það stefnir í, samkvæmt fyrri reynslu, að þessi framkvæmd verði sögð auka líffræðilega fjölbreytni. Svo er enn bent á að ekki á að gera nýtt umhverfismat. Útskýrt með því að framkvæmdir við Arnarnesveg hafi í raun byrjað árið 2004 og ákvæði 12. gr. laganna eigi því ekki við í þessu máli og „þar með þurfi ekki að gera nýtt umhverfismat vegna framkvæmdarinnar“. Það er mjög sérkennilegt. Sérstaklega þar sem núverandi borgarstjórn vísar sífellt í mikilvægi verndunar umhverfis og grænna áherslna. Eiga svona glufur í lögunum virkilega að ráða skipulagsstefnu borgarinnar? Umferðarspáin um Arnarnesveg virðist einnig stórlega vanmetin. Núverandi umferð um Vatnsendaveg er 18.000 bifreiðar, en eingöngu er gert ráð fyrir 13.500 bifreiðum um Arnarnesveg sem verður fjögurra akreina stofnbraut. Getur verið að þetta sé viljandi gert til að komast hjá nýju umhverfismati?

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Elliðaárdals, ásamt fylgiskjölum. MSS22010052
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdalsins vegna fyrirhugaðra gatnamóta Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar - sem verða utan skipulagssvæðis. Minnkunin er til að samræma mörk deiliskipulags Elliðaárdals við nýtt deiliskipulag Arnarnesvegar. Framlenging Arnarnesvegar og gatnamótin við Breiðholtsbraut eru hluti af samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lögð er fram tillaga meirihlutans að breytingu á deiliskipulagi sem er tilkomin vegna fyrirhugaðra gatnamóta Breiðholtsbrautar og Arnarnesvegar sem verða utan skipulagssvæðis. Arnarnesvegurinn verður til þess að minnka þarf skipulagssvæði Elliðaárdalsins. Með öðrum orðum: Það er verið að ganga á Elliðaárdalinn. Arnarnesvegurinn skiptir ekki aðeins máli fyrir þróunarmöguleika fyrirhugaðs Vetrargarðs, umhverfi og þróunarmöguleika Vatnsendahvarfs heldur líka á efri hluta Elliðaárdals. Samt sem áður má ekki gera nýtt umhverfismat. Hverjir eru hagsmunir borgarinnar?

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Mela vegna lóðarinnar nr. 66 við Reynimel, ásamt fylgiskjölum. MSS22010054
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir göngu- og hjólastíg við Sörlaskjól og Faxaskjól, ásamt fylgiskjölum. MSS22010055
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  5. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 4. janúar 2022, um málsmeðferð fyrir tillögur starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík ásamt tillögu um eigendastefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni. MSS21120167
    Samþykkt að vísa tillögu borgarstjóra til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisráðs og stýrihóps um mótun almennrar eigendastefnu Reykjavíkurborgar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Um er að ræða tillögur starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík þar sem horft er til fjögurra lykilþátta hringrásarhagkerfisins; byggingariðnaðar, innkaupa, úrgangsmála og deilihagkerfisins og nýrra viðskiptatækifæra í hringrásarhagkerfinu. Í tillögunni er aðgerðum hópsins vísað inn á viðkomandi fagsvið eða þá annan vettvang eins og SSH. Vinna hópsins gagnast mjög sem efniviður í pólitískar ákvarðanir á vettvangi Reykjavíkurborgar og í margs konar samstarf milli borgarinnar og annarra sveitarfélaga, bæði þeirra sem eiga með borginni í B-hlutafélögum, sem og öðrum sveitarfélögum. Einnig geta verkefni í hringrásarhagkerfinu orðið mikilvægur þáttur í umsókn borgarinnar um þátttöku í Evrópusamstarfi um kolefnishlutlausar og snjallar Evrópuborgir 2030. Hópnum er þakkað fyrir góða vinnu.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er ansi sérstakt að nú sé verið að koma með röð af aðgerðum í lok kjörtímabils en lítið hefur miðað í þeim efnum að efla hringrásarhagkerfið. Enn er flokkun á sorpi í Reykjavík mjög takmörkuð. Þá skv. grænu bókhaldi borgarinnar sjálfrar hefur losun koltvísýrings aukist á kjörtímabilinu í rekstri borgarinnar öfugt við það sem að var stefnt.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 4. janúar 2022, um málsmeðferð fyrir tillögur starfshóps um hröð orkuskipti í Reykjavík, ásamt tillögu um eigendastefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni. MSS21120162
    Samþykkt að vísa tillögu borgarstjóra til umsagnar umhverfis- og heilbrigðisráðs og stýrihóps um mótun almennrar eigendastefnu Reykjavíkurborgar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Starfshópur um hröð orkuskipti er að skila hér 35 tillögum til þess að borgin sé í forystu í orkuskiptum. Hópurinn leggur jafnframt til að samþykkja að Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar verði áfram í forystu í orkuskiptum á Íslandi með áherslu á hreinorku og uppbyggingu innviða fyrir orkuskipti. Ekki verði keyptir bílar og tæki til borgarinnar sem ganga fyrir jarðefnaeldneyti frá og með árinu 2022 og nái markmiðið einnig til leigu á bifreiðum og tækjum til skemmri og lengri tíma, eftir því sem nokkur er kostur. Allar bifreiðar og tæki í rekstri borgarinnar og fyrirtækja hennar nýti hreinorku eigi síðar árið 2025 (útfösun jarðefnaeldsneytis). Reykjavíkurborg og fyrirtæki borgarinnar beiti sér fyrir hraðri uppbyggingu innviða til að styðja við orkuskipti í samvinnu við ríkið, önnur sveitarfélög, atvinnulíf og íbúa. Hópnum er þakkað fyrir góða vinnu.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Almenningur og fyrirtæki hafa leitt orkuskiptin á meðan borgin sjálf hefur aukið notkun á jarðefnaeldsneyti á kjörtímabilinu skv. grænu bókhaldi borgarinnar sem birt var í apríl sl. Sem dæmi sé litið til bensínnotkunar þá hefur hún aukist um 41% á kjörtímabilinu. Hér fara ekki saman yfirlýst markmið borgarinnar og raunverulegar efndir.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. janúar 2022, ásamt fylgiskjölum:

    Fyrir liggur samningur milli Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar f.h. ríkisins um skilavegi, þ.e. þá vegi og samgöngumannvirki sem hafa verið skilgreind í vegalögum sem sveitarfélagsvegir, sem lagður er fram til afgreiðslu í borgarráði en samningurinn var undirritaður með fyrirvara um samþykki borgarráðs hinn 31. desember sl.

    Greinargerð fylgir tillögunni. MSS22010048
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við hörmum þá óbilgirni sem ráðuneyti og Alþingi sýna með því að færa þjóðvegi yfir til sveitarfélaga án þess að fjármunir fylgi með vegna snjómoksturs, þrifa, langtímaviðhalds og annars rekstrar. Byggir það á lögum sem eru klárlega barn síns tíma en ótrúlegt er að hafi ekki verið breytt, þrátt fyrir að athygli hafi verið vakin á. Við hvetjum til þess að úr þessu verði bætt hið fyrsta og minnum á fyrirvara borgarinnar við samninga um skilavegi. „Samningar hafa ekki tekist um að fjármunir, sem Vegagerðin hefur haft til reksturs og viðhalds þeirra vega sem færast til Reykjavíkurborgar við yfirfærslu veghalds samkvæmt vegalögum, 1. janúar 2022 flytjist til borgarinnar. Í greinargerð með lögum nr. 14/2015 kemur fram sá vilji löggjafans að „ekki [sé] gert ráð fyrir að í yfirfærslunni felist aukinn kostnaður fyrir sveitarfélögin“ og að „gert er ráð fyrir að það fjármagn sem nú er á hendi Vegagerðarinnar vegna veghalds þessara vega færist yfir til sveitarfélaganna samhliða yfirfærslunni á grundvelli samninga.“ Því lítur Reykjavíkurborg svo á að þeim þætti sem lýtur að fjármögnun reksturs og viðhalds umræddra vega til framtíðar sé ólokið. Er því fyrirvari gerður við undirskrift þessa samkomulags og áskilnaður um allan rétt sveitarfélagsins til að leita allra leiða til að sækja leiðréttingu á þessu.“

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að eðlilegt framlag til viðhalds til umræddra vega skili sér samhliða þessum breytingum.

    Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. janúar 2022, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð taki jákvætt í hjálagt erindi mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem óskað er eftir fulltrúa Reykjavíkurborgar til viðræðna um uppbyggingu þjóðarleikvanga. Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa samninganefnd sem tekur að sér viðræðurnar og að í samninganefndinni verði Ómar Einarsson, Halldóra Káradóttir og Þórhildur Lilja Ólafsdóttir. Jafnframt er samninganefndinni falið að taka saman greinargerð um stöðumat og samningsmarkmið Reykjavíkurborgar og leggja fyrir borgarráð. MSS22010049

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ef þjóðarleikvangurinn verður í Laugardal er enn mikilvægara en áður að samgöngur við Suðurlandsbraut séu fullnægjandi og ekki skertar.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar, janúar-október 2021, dags. 4. janúar 2022. FAS22010007

    Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

  10. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6. janúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppfærðar reglur um fjárstýringu Reykjavíkurborgar og uppfærða viðauka við viðkomandi reglur, ásamt fylgiskjölum. FAS21120135
    Samþykkt.

    Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6. janúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki uppfærðar innheimtureglur Reykjavíkurborgar og uppfærða viðauka við viðkomandi reglur, ásamt fylgiskjölum. FAS21120145
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Á næsta ári gefst tækifæri til að bjóða út milli- og lögfræðiinnheimtu. Rétt er að endurskoða innheimtureglur áður en boðið er út, þá sérstaklega hvenær kröfur fara í lögfræðiinnheimtu og uppboð.

    Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 4. janúar 2022, að breytingu á gjaldskrá fyrir gjöld á bílastæðum í Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunum. FAS22010011
    Vísað til borgarstjórnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Skipulagsyfirvöld leggja til að stækka gjaldsvæði 1 sem er dýrasta gjaldskyldusvæðið. Verið er að þrengja sífellt meira að þeim sem þurfa að nota bíl til að fara ferða sinna og eiginlega þykir fulltrúa Flokks fólksins nóg komið af álögum á borgarbúa sem í þessu tilfelli koma verst niður á þeim sem búa fjarri miðbænum og langar að heimsækja miðbæinn endrum og sinnum. Tekið er undir að gott er að koma bílum sem mest af götum en fram kemur í gögnum að bílastæðahúsin eru lítið nýtt. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bent á að margt má gera til að auka nýtingu bílastæðahúsa t.d. með því að hafa þar meiri þjónustu, aðlaðandi umhverfi og lækka gjaldið. Eldra fólk forðast bílastæðahús. Óttast er að með þessari aðgerð fækki enn frekar þeim sem leggja leið sína í miðbæinn, fólk sem býr í úthverfum og velur frekar að sækja þjónustu þar sem aðgengi er betra og frí bílastæði.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 4. janúar 2022, að breytingu á gjaldskrá fyrir gjöld í bílahúsum Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni. FAS22010011
    Vísað til borgarstjórnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður bent á að margt má gera til að auka nýtingu bílastæðahúsa t.d. með því að hafa þar meiri þjónustu, aðlaðandi umhverfi og lækka gjaldið eða hafa gjaldið það lágt að fólk sæki í bílastæðahúsin í stað þess að leggja á götum. Eldra fólk forðast bílastæðahús. Óttast er að með því að hækka gjöldin fækki enn frekar þeim sem leggja leið sína í miðbæinn, fólk sem býr í úthverfum og velur frekar að sækja þjónustu þar sem aðgengi er betra og frí bílastæði.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 13. desember 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 8. desember 2021 á tillögu um viðbótarfjármagn vegna samnings um rekstur Konukots, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. janúar 2022. MSS21120174
    Samþykkt með vísan í umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með viðbótarfjármagni í samning vegna reksturs Konukots upp á 29 m.kr á ári frá núgildandi samningi má auka við stöðugildi teymisstýru og fjölga stöðugildum þannig að ekki þurfi að reiða sig á framlag sjálfboðaliða. Auk þess er stöðugildum fjölgað til að Konukot geti veitt íbúum tveggja smáhúsa í nágrenninu stuðning. Auk þess að setja viðbótarfé í rekstur Konukots hefur verið tryggt fjármagn upp á 50 m.kr. í fjárfestingaráætlun ársins 2022 til að fara í nauðsynlegar endurbætur á húsnæði Konukots, sem er komið á tíma.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sjálfstæðisflokkurinn fagnar því að Konukot fái nú loks aukið rekstrarframlag og geti þannig bætt þjónustu sína við heimilislausar konur. Hér sést að rödd Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn skiptir máli þegar að því kemur að vekja athygli á því sem betur má fara í þessum málaflokki.

    Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags, 3. janúar 2022, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki leigusamning um hluta af húsnæði að Hagatorgi 1, ásamt fylgiskjölum. FAS22010001
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Viðhald skólahúsnæðis í borginni hefur verið ábótavant síðasta áratug. Ekki er langt síðan mygla fannst í Hagaskóla og hafa nemendur verið vistaðir á Hótel Sögu með samningi sem rann út fyrir jól. Nú liggur fyrir að framlengja þarf leigusamning fram á næsta sumar og þ.a.l. fram á næsta kjörtímabil.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Að vista börn í skyldunámi á hóteli lýsir ástandi skólabygginga í borginni. Viðhaldi hefur í engu verið sinnt og eru byggingarnar að grotna niður um alla borg. Slíkt ástand er algjörlega óviðunandi fyrir börn, foreldra, kennara og starfsmenn skólanna. Skuldasöfnun liðinna ára hefur ekki skilað sér í fjárfestingar, viðhald og lögbundna- eða grunnþjónustu. Fjármagnið hefur runnið í gæluverkefni eins og dæmin sanna. Þetta ástand er gjörsamlega óþolandi, ólíðandi og algjörlega til skammar fyrir borgarstjóra sem setið hefur í ráðhúsinu í 20 ár.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. janúar 2022, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um hluta af húsnæði Ármúla 30, ásamt fylgiskjölum. FAS22010003
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Til viðbótar við leiguna á Hótel Sögu þarf nú að taka á leigu húsnæði við Ármúla þar sem ástandið á húsnæði Hagaskóla verður ekki komið í lag á þessu kjörtímabili.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Verið er að taka á leigu hluta húsnæðis Ármúla 30 fyrir Hagaskóla á meðan unnið er að endurbótum á hluta Hagaskóla. Húsnæðið á að nýta undir kennslustofur fyrir hluta af nemendum Hagaskóla. Áður hefur verið kynnt og samþykkt af meirihlutanum að taka hluta Hótel Sögu á leigu fyrir sama skóla. Hvað segja nemendur, foreldrar, kennarar og starfsmenn skólans um þessar ráðstafanir? Í engu er kynnt hvernig samgöngum verður háttað úr Vesturbænum í Ármúlann. Hvernig má það vera að hægt sé að standa í hreppaflutningum á börnum á milli hverfa í Reykjavík vegna viðhaldsleysis á skólabyggingum í borginni í stað þess að fara í stórkostlegar endurbætur/viðhald á skólahúsnæði sem í engu hefur verið sinnt í rúman áratug. Börnin hafa ekkert val því það er skólaskylda hér á landi samkvæmt lögum. Grunnskólar eru lögbundin þjónusta sveitarfélaga en ekki gæluverkefni.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. janúar 2022, ásamt fylgiskjölum: 

    Lagt er til að borgarráð samþykki að auka stuðning við leikskóla varðandi ráðningar- og mannauðsmál með vísan í hjálagt bréf sviðstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 4. janúar 2022. Um tímabundið verkefni er að ræða og því ekki gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. Kostnaðurinn er 20 m.kr. og verður fjármagnaður af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð. MSS22010084

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í ljósi þess að verið er að opna nýja leikskóla og nýjar leikskóladeildir í þeim tilgangi að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla er hér samþykkt að auka stuðning við leikskóla.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er mikilvægt að mönnunarvandi leikskóla Reykjavíkur sé leystur. Mikið álag hefur verið á starfsfólki leikskóla Reykjavíkur undanfarinn ár vegna manneklu. Mannekla verður til þess að biðlistar á leikskóla Reykjavíkur eru langir. Mikilvægt er að sá vandi sem leikskólinn glímir við sé greindur í samráði við Félag leikskólakennara og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki hefur gengið að ráða í allar stöður á leikskólum borgarinnar og í stað þess að ráðast að rót vandans á láglaunavinnustöðum; launakjörum og starfsaðstæðum leggja borgaryfirvöld m.a. til nýja auglýsingaherferð og að starfsfólk sem fái vin eða ættingja til starfa í leikskóla fái 75.000 kr. launaauka. Það verður að horfast í augu við rót vandans og skoða raunverulegar ástæður þess af hverju illa gengur að ráða fólk til starfa á leikskólum en ekki setja það á herðar starfsfólks að fá nýja inn. Sama hversu mikið er auglýst eða fólk hvatt til þess að sækja um, þá stendur eftir sú staða að hér eru störf sem ekki er mikið greitt fyrir. Starfsfólk leikskólans ætti að fá launaauka fyrir að vinna mikilvægasta starf í heimi eins og auglýsingaherferðir hafa sannarlega bent réttilega á. Starfsfólk leikskóla hefur verið undir miklu álagi, hefur þurft að hlaupa hratt og sinna miklu undir álagi, sérstaklega þegar áhrifum COVID er bætt ofan á. Fulltrúi sósíalista sér ekki hvernig það að koma á launaauka sem sumir fá og aðrir ekki fyrir að útvega starfsfólk, sé til þess að bæta stöðuna. Það er á ábyrgð borgarinnar að manna stöður, ekki á að færa þá ábyrgð á starfsfólk leikskóla.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. janúar 2022, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi erindi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu vegna bólusetninga 6-11 ára barna, þar sem óskað er eftir afnotum af skólahúsnæði sveitarfélaga fyrir bólusetningar, ásamt því að fellt verði niður skólahald á fyrirhuguðum bólusetningardögum. Jafnframt er óskað eftir aðstoð starfsfólks skóla eftir því sem við á. MSS22010097

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Bólusetningar barna eru mjög umdeildar eins og komið hefur fram á liðnum vikum og mánuðum. Þar takast læknar og sérfræðingar á – ekki bara almenningur. Grunnskólar eiga að njóta friðhelgi fyrir börn sem eru þar vegna skyldu til náms í lögum. Fyrir nokkrum árum hafnaði Reykjavíkurborg með öllu utanaðkomandi gjöfum inn í skólana. Að ætla sér að færa bólusetningar barna inn í skólana er því með öllu óásættanlegt. Margir hafa bent á að slíku myndi fylgja smánun barna þeirra foreldra sem ekki vilja láta bólusetja sín börn. Þessi ósk Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur enga lagastoð enda hefur henni nú verið hnekkt og hafnað sbr. https://www.visir.is/g/20222204748d/hvetur-foreldra-til-ad-maeta-med-bornin-i-laugardalshollina.  Borgarstjóri hefur farið fremstur í flokki með að opna skólana til að bólusetja 6-11 ára börn. Samkvæmt tillögunni á að fella niður skólahald á fyrirhuguðum bólusetningardögum og að starfsfólk skólanna aðstoðaði við bólusetninguna. Það er dæmalaust að borgarstjóri skuli fara fram með slíka tillögu því eins og allir vita ber grunnskólum að fylgja lögum um fjölda daga á skólaári til náms í grunnskólum. Þessar hugmyndir voru frá degi eitt brot á lögum – bæði grunnskólalögum og ekki síður persónuverndarlögum.

    Helgi Grímsson, Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir og Sigríður Dóra Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. desember 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2021, um nafnabreytingu á félagsmiðstöðinni Tíunni, ásamt fylgiskjölum. MSS21120263
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. desember 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2021, um nafn á nýrri félagsmiðstöð í Sæmundarskóla, ásamt fylgiskjölum. MSS21120266
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dag. 14. desember 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2021, um nafn á nýrri félagsmiðstöð í Dalskóla, ásamt fylgiskjölum. MSS21120267
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 30. desember 2021, varðandi leiðréttingu á samþykktu verklagi um meðferð umsókna og framlag vegna skólavistar reykvískra nemenda í Arnarskóla, þar sem áréttað er að samþykktin nái eingöngu til skólaársins 2022-2023 ásamt því að dagsetning umsóknarfrests um ósk um námsmat er leiðrétt, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. desember 2021. MSS21120182
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Fylgigögn

  23. Lagður fram úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. T-93/2021 MSS22010040

  24. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 16. desember 2021. MSS22010097

    Fylgigögn

  25. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 22. og 24. nóvember 2021 og 6. og 17. desember 2021. MSS21120121

    Fylgigögn

  26. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 16. desember 2021. MSS21120132

    Fylgigögn

  27. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 14. desember 2021. MSS21120260

    Fylgigögn

  28. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 25. nóvember 2021. MSS21120265

    Fylgigögn

  29. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. desember 2021. MSS22010069

    Fylgigögn

  30. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 13. desember 2021. MSS21120244

    Fylgigögn

  31. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 14. desember 2021. MSS21120259

    Fylgigögn

  32. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 15. desember 2021. MSS21120264

    Fylgigögn

  33. Lagðar fram fundargerðir neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 21. desember 2021 og 3. janúar 2022. MSS22010059

  34. Lögð fram fundargerð samstarfshóps um málefni miðborgarmála frá 27. apríl 2021. MSS21120273

    Fylgigögn

  35. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 8. desember 2021. MSS21120245

    Fylgigögn

  36. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 3. desember 2021. MSS21120272

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:

    Strætó er gjaldþrota. Rekstrarniðurstaða fyrir árið 2021 er neikvæð um 285 milljónir og tekjur 1,1 milljarði undir áætlunum. Enn er verið að blekkja um rekstrarniðurstöðuna með því að hafa ímyndað ríkisframlag inni í rekstrarniðurstöðunni en í fundargerðinni segir orðrétt: „sérstakt ríkisframlag vegna COVID er 744 m.kr. undir áætlun.“ Svona reikningskúnstir eru afar óábyrgar af félagi í almannaeigu og myndi aldrei líðast á almenna markaðnum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðarinnar:

    Fulltrúi Flokks fólksins mótmælir hækkun á verði ungmennakorta. Í þessu sambandi minnir fulltrúi Flokks fólksins á nýlegt bréf umboðsmanns barna til Strætó bs., og fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Strætó, um hækkanir á árskortum fyrir ungmenni.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. MSS22010041

    Fylgigögn

  38. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS22010057

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 11:54

Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir

Hildur Björnsdóttir