Borgarráð
Ár 2021, fimmtudaginn 16. desember, var haldinn 5650. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Alexandra Briem og Líf Magneudóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Eyþór Laxdal Arnalds, Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir og Jórunn Pála Jónasdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram, Ívar Vincent Smárason og Hulda Hólmkelsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 á uppfærslu aðalskipulags Reykjavíkur 2010-2030, samþykktu í borgarstjórn 19. október sl., sbr. lista yfir lagfæringar í umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2021, sbr. einnig umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 10. desember 2021, ásamt fylgiskjölum. MSS21120152
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Aðalskipulag Reykjavíkur hefur verið leiðarljós meirihlutans í borgarstjórn allt frá árinu 2014. Hér er verið að lengja í því skipulagi til 2040 og styrkja grunn þess sem fyrir var. Þéttleiki verður mikill meðfram borgarlínu, íbúðum verður fjölgað og atvinnuhúsnæði sömuleiðis. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir meiri metnaði í breytingu ferðavenja þar sem gert er ráð fyrir að fleiri hjóli, gangi og noti almenningssamgöngur. Þá er í aðalskipulaginu gert ráð fyrir samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og grænni borg.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Aðalskipulag til 2040 er gallað. Ekki síst í húsnæðismálum. Nauðsynlegt er að íbúðaframboð sé fullnægjandi og raunsætt á tímabilinu. Ef spá um vöxt rætist er árleg þörf 1.210 íbúðir á ári til 2040. Að óbreyttu mun þessi tala ekki nást og húsnæðisverð í Reykjavík því áfram vera undir þrýstingi vegna skorts á fjölbreyttu framboði bygginga. Áhyggjur vekur að ekki er áformað að heimila uppbyggingu á Keldum fyrr en eftir áratug. Ekki er gert ráð fyrir uppbyggingu á Geldinganesi og möguleikar lítið nýttir á Kjalarnesi. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum í Örfirisey né á BSÍ reit. Hætta er því á að áfram skorti hagkvæma reiti til fjölbreyttrar húsnæðisuppbyggingar og óvissa er um uppbyggingu í Úlfarsárdal. Þá er beinlínis gengið út frá því að yfir 4.000 íbúðir verði byggðar á skipulagstímanum þar sem flugbrautir Reykjavíkurflugvallar eru. Það er með öðrum orðum gat í húsnæðisáætlun borgarinnar upp á þúsundir íbúða. Gengið er á græn svæði og er gert ráð fyrir fjögurra hæða húsum efst í Laugardalnum upp á 30.000 m2 (á reit M2g). Þá er þrengt verulega að þróunarmöguleikum Borgarholtsskóla í Grafarvogi. Af þessum sökum og öðrum leggjumst við gegn aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að breyta aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030, íbúðarbyggð og blönduð byggð 2040 og eru leiðarljós stefnunnar þessi: 80% nýrra íbúða verði innan áhrifasvæðis borgarlínu og 80% nýrra íbúða verði í grennd við öfluga atvinnukjarna. Minnst 90% nýrra íbúða rísi á röskuðum eða þegar byggðum svæðum og að ekki verði gengið á opin svæði með hátt náttúrufars- og/eða útivistargildi. Yfir 90% starfa í Reykjavík verði innan vaxtarmarka árið 2040 og 80% nýrra starfa til ársins 2040 verði við borgarlínu. Hér er verið að boða massíva þrengingarstefnu sem flestir sjá að gengur ekki upp. Ljóst er að ef 80% nýrra íbúða verða á áhrifasvæði svokallaðrar borgarlínu þá þýðir það mikla röskun í rótgrónum hverfum með tilheyrandi álagi á umhverfið og íbúana. Innviðirnir þola ekki slíka uppbyggingu. Allt þetta miðar að því að gefa leyfi fyrir háum byggingum með tilheyrandi skuggavarpi, sem er heilsuspillandi, í hverfunum ásamt því að útrýma bílastæðum fyrir fjölskyldubílinn. Það er sláandi að ekki er gert ráð fyrir frekari úthlutun lóða í úthverfum Reykjavíkur þar sem möguleiki væri á stórkostlegri uppbyggingu hagkvæms húsnæðis. Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er ekki á förum næstu áratugi en samt er gert ráð fyrir 4.000 íbúða byggð þar í þessum áformum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjallað er um athugasemdir sem komið hafa fram og eru þær flestar vegna byggingarmagns, hæðar húsa, blandaðrar byggðar og svæða fyrir bílastæði. Skipulagsstofnun telur að skerpa þurfi á viðmiðum og reiknireglum um hámarksþéttleika eftir svæðum. En þetta er aðalskipulag, í deiliskipulagi er tekin endanleg ákvörðun um byggingarmagn, hæðir húsa og þéttleika að undangengnu samráðsferli. Þá er komið að samráðsferlisumræðunni sem Flokkur fólksins telur að hefjist of seint í ferlinu. Skipulagsyfirvöld ganga fram án viðhlítandi samráðs. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður tjáð sig um skotveiðisvæðið á Kjalarnesi. Hagsmunum hverra er verið að berjast fyrir í því sambandi? Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst vantar skýr svör. Í sextán ár hafa íbúar Kjalarness mátt þola hljóðmengun sem svæðinu fylgir auk þess sem blý hefur safnast á ströndina og í sjóinn. Aðalskipulagi var breytt á síðustu stundu, íbúar höfðu ekkert tækifæri til athugasemda og samráð var ekkert. Ýmsum brögðum er beitt, allt til að skotvellirnir geti opnað að nýju. Fjöldi kvartana hefur borist til lögreglu og HER sl. sextán ár. Tveir hópar kærðu útgáfu starfsleyfanna í vor. Nú hafa íbúar og íbúasamtök Kjalarness sent erindin til Skipulagsstofnunar og niðurstaða er: það er ekki hlutverk Skipulagsstofnunar að skera hér úr. Borgin ræður.
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. desember 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 8. desember 2021 á tillögu að deiliskipulagi fyrir Elliðaárvog/Ártúnshöfða, svæði 1. – Krossmýrartorg á Ártúnshöfða, ásamt fylgiskjölum. USK21120103
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja deiliskipulag fyrir Ártúnshöfða, svæði 1 sem gerir ráð fyrir 1.570 nýjum íbúðum í grænu, umhverfisvænu og nútímalegu hverfi. Á svæðinu verður til nýtt torg, Krossmýrartorg, umkringt íbúðum, verslun, þjónustu og menningartengdri starfsemi. Skipulagið allt hvetur til fjölbreyttra ferðamáta. Við Krossamýrartorg verður upphafsstöð fyrsta áfanga borgarlínu, gert er ráð fyrir mikilli samnýtingu bílastæða, hjólastígar verða beggja vegna gatna í flestum götum og gönguleiðum gert hátt undir höfði. Við leggjum áherslu á að endanleg hönnun gatnamóta í húsagötum hvetji til hægaksturs og setji öryggi og þægindi gangandi og hjólandi í forgang. Þá er áhersla lögð á að samsíða bílastæði verði meginregla nema þegar aðgengisrök mæla með öðru. Þá er mikilvægt að öll hönnun komi í veg fyrir hringsól bíla um hverfið. Með þessu skipulagi hefur Ártúnshöfðinn alla burði til að verða grænasta hverfi landsins á besta stað í borginni.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Byggja á allt að 8.000 íbúðir þegar allt er komið. Fram kemur að ,,markmið deiliskipulagsins er að sjá til þess að uppbygging svæðisins hafi ekki neikvæð áhrif á lífríki svæðisins“ og: „Mikilvægt er að varðveita og vernda lífríki og lágmarka sjónmengun frá ofanvatnskerfinu í viðtaka, við árbakka Elliðaáa og strandlengju Elliðaárvogs.“ Hér er um öfugmæli að ræða. Uppbyggingin eins og hún er hér framsett mun hafa mikil áhrif á lífríkið. Rústa á dýrmætasta svæðinu sem eru fjörurnar. Sagt er að „þörf“ sé á landfyllingu til norðurs. Auðvitað er engin „þörf“ á landfyllingu. Það á að vera hægt að skipuleggja án þess að þurfa alltaf að ganga á fjörur. Hætta ætti því við landfyllingar. Þétting byggðar tekur oft of mikinn toll af náttúru að mati fulltrúa Flokks fólksins. Þetta má sjá á Geirsnefi og bökkum Elliðaáa, austan- og vestanverðum ósasvæðum hennar. Alltof mikið er manngert, búin til gerviveröld. Af hverju mega ekki fágætir fjörubútar fá að vera í friði? Fáar ósnortnar fjörur eru eftir í Reykjavík. Árbakkarnir til sjávar meðfram Sævarhöfða eru þegar manngerðir. Geirsnef gæti orðið borgargarður, en þar á borgarlína að skera Geirsnef í tvennt og sá möguleiki því ekki lengur til.
Ólöf Örvarsdóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á niðurstöðum opinberrar hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um brú yfir Fossvog. MSS21120176
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Niðurstöðum samkeppninnar er fagnað og lýsir miklum metnaði Reykjavíkur, Kópavogs og ríkisins til að byggja brú sem eingöngu verður notuð undir borgarlínu, gangandi og hjólandi vegfarendur. Þetta styttir ferðatíma frá suðri til norðurs svo um munar. Brúin mun verða nýtt kennileiti í borginni sem lýsir grænni framtíð með nýjum ferðamátum, þéttri byggð og meiri borg.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fossvogsbrú á ekki að vera fyrir almenna umferð heldur bara fyrir suma þ.e. hina svokölluðu borgarlínu/Strætó, gangandi og hjólandi. Að henni standa Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær. Saga brúarinnar er harmsaga. Í upphafi var farið í útboð vegna forvals á aðilum sem reyndist ólöglegt samkvæmt úrskurði kærunefndar útboðsmála. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að skilmálar forvalsins hafi ekki samrýmst meginreglum laga um opinber innkaup. Var þessum opinberu aðilum gert að greiða tæpa milljón í málskostnað. Að auki lagði nefndin mat á það hvort hið ólöglega forval hefði í för með sér skaðabótakröfu og hún komst að því að svo væri. Hvergi er fjallað um það í þeim gögnum sem liggja fyrir fundinum. Líklega er það metið svo að best sé að gleyma fortíðinni. Útboðið var ónýtt sem þýddi það að framkvæmdum seinkaði með tilheyrandi kostnaði. En það virðist engu breyta – það er allt í boði skattgreiðenda. Ljóst er að nýtt leiðarkerfi Strætó bs. er hrunið því brúin verður fyrst tekin í notkun 2024 -2025 en í áætlunum Strætó er gert ráð fyrir að hann fari yfir brúna 2023. Áætlað er núna að verkið í heild kosti rúmlega 3 milljarða.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynnt er niðurstaða hönnunarsamkeppni. Tillagan Aldan var valin, öldubrú. Fulltrúi Flokks fólksins telur að tillaga nr. þrjú sé flottari. Í þriðju tillögunni er auga í miðjunni sem gerir hana fallega. Þetta er vissulega mikið mannvirki og tekur án efa mikinn vind og er því ekki verkfræðilega hentugt. En samkeppni sem þessi er rétta leiðin og nú tókst að gera það rétt. Allar þessar þrjár tillögur eru betri en tillögurnar í fyrri samkeppni. Þrjár voru valdar til að vinna til enda og var það gott fyrirkomulag.
Ólöf Örvarsdóttir og Óskar Örn Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. desember 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á lóðum fyrirtækjanna á Ártúnshöfða í Reykjavík, dags. 21. júní 2019, ásamt fylgiskjölum. MSS21120150
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Óskað er eftir að borgarráð samþykki hjálagðan viðauka við samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á lóðum fyrirtækjanna á Ártúnshöfða í Reykjavík. Verið er að tala um að þeir sem eru nú lóðarhafar fái að vera það áfram. Skipulagið er þannig að fyrirtækin eiga að flytja en eigendur þeirra fá að byggja á lóðinni. Nú liggur fyrir að þessar lóðir verða mjög verðmætar og hvað svo? Hverjir fá hagnaðinn af breyttri landnotkun? Samkvæmt fylgiskjali munu núverandi lóðarhafar fá mestallan hagnaðinn. Er það eðlilegt? Öll uppbygging verður á hendi lóðarhafanna sem þá fá hagnaðinn. 600 milljónir eiga að fara í listskreytingar og greiðir borgin 300 milljónir. Þetta snýst um það hve mikið þessi fyrirtæki eigi að fá og hver hlutur borgarinnar sé. Hér mættu fyrirtækin borga meira að mati fulltrúa Flokks fólksins.
Erla Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. desember 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á íbúðar- og atvinnuhúsalóð við Gufunesveg 32, ásamt fylgiskjölum. MSS21120146
Samþykkt.Erla Arnardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. desember 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til við borgarráð að fela umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar í samstarfi við eignaskrifstofu og fagsvið að hlutast til um að engin bifreið, hvort sem hún er í eigu Reykjavíkurborgar eða tekin á leigu, sé á nagladekkjum. Miðað er við að allur almennur farartækjafloti Reykjavíkurborgar verði nagladekkjalaus eigi síðar en um næstu áramót og sorpbílar verði nagladekkjalausir frá og með miðjum apríl. Sá hópur starfsfólks Reykjavíkurborgar sem vegna starfa sinna ekur í vetrarfærð, fær boð um sérstaka fræðslu og leiðsögn í akstri að vetrarlagi. Samkvæmt vetrardekkjakönnun FÍB sem unnin er upp úr könnun systurfélags FÍB í Noregi, NAF kemur fram að ónegld dekk hafa skorað hæst í hinni árlegu vetrardekkjakönnun árin 2019, 2020 og 2021. Fram að því höfðu nagladekk skorað hæst. Framþróun í tækni við framleiðslu á ónegldum dekkjum er því ótvíræð. Tillaga þessi er sett fram til þess að draga enn frekar úr nagladekkjanotkun innan Reykjavíkur líkt og borgin hefur hvatt almenning til á undanförnum árum, en rannsóknir sýna að notkun nagladekkja er veigamesti þátturinn við myndum svifryks í þéttbýli. Þá eru B-hlutafyrirtæki Reykjavíkurborgar jafnframt hvött til að fylgja fordæmi borgarinnar og skipta út þeim bílum sem eru með nagladekk. Þá óskar borgarráð eftir því að umhverfis- og skipulagssvið greini frá árangrinum í lok janúar 2022. MSS21120053
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt rannsókn Vegagerðarinnar frá síðasta ári kemur m.a. fram að verulega þurfi að draga úr nagladekkjanotkun enda er nagladekkjanotkun veigamesti þátturinn í myndun svifryks frá umferð á höfuðborgarsvæðinu sem er ógn við heilsu fólks. Talið er að 80 manns á ári látist af völdum loftmengunar og þar eru nagladekk stærsti þátturinn. Stefnur borgarinnar ávarpa nagladekk, til dæmis loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar, lýðheilsustefna Reykjavíkur og loftgæðastefna. Það er afar mikilvægt að bílar sem eru í eigu eða leigu borgarinnar séu ekki á nagladekkjum. Valkostir í vetrardekkjum hafa tekið miklum framförum á undanförnum árum en naglalaus vetrardekk hafa skorað hæst í vetrardekkjakönnun FÍB undanfarin þrjú ár. Eftir að borgin hefur skipt út nagladekkjum af öllum bifreiðum í eigu eða leigu borgarinnar verður leitast eftir samstarfi við B-hlutafyrirtæki Reykjavíkurborgar sem er í samræmi við tillögur orkuskiptahóps græna plansins þar sem sátu fulltrúar Reykjavíkurborgar og B-hlutafyrirtækja.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja hvetja til þess að nagladekk séu notuð í lágmarki og minna á tillögu sína um loftgæði og minni notkun nagladekkja. Rétt er að benda á að ekki er útilokað að aðstæður séu þannig að notkun slíkra dekkja sé nauðsynleg að vetri til öryggisins vegna, til dæmis vegna reksturs skíðasvæðanna eða sorphirðu. Raunar kemur beinlínis fram í tillögunni að ekki hafi verið rannsakað til hlítar hvaða vetrardekk henti best fyrir sorpbifreiðar. Ekki verður horft framhjá þeirri staðreynd. Þá þarf að hafa í huga landfræðilega legu Reykjavíkurborgar. Minnt er á mat Vegagerðarinnar um að naglar geti verið nauðsynlegir í ákveðnum tilvikum og að öryggi sé sliti á götum mikilvægara og réttlæti notkun nagladekkja. Af þeim ástæðum er skynsamlegt að hafa lágmarkssveigjanleika hvað varðar notkun þeirra.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg kaupir ekki tryggingar í neinum málaflokki. Að taka nagladekk, nauðsynlegan útbúnað, af bílaflota borgarinnar er mikið ábyrgðarleysi. Starfmenn borgarinnar hafa boðað uppsagnir vegna þessa. Þeim er sagt að taka leigubíl. Þeir sem hirða sorpið hjá borgarbúum geta ekki tekið leigubíl. Svifryk mælist mest á sumrin í Reykjavík þegar enginn er á nagladekkjum. Borgarstjóri og meirihlutinn er með forræðishyggju í hverju einasta máli.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins finnst líf og heilsa aðalatriðið og þess vegna verður að vega og meta hvenær það er öryggisatriði að vera á nagladekkjum. Öll getum við verið sammála um að ofnotkun nagladekkja sé slæm en þau geti verið mikilvægt öryggistæki í einstökum tilvikum. Hafa skal í huga að nagladekk geta bjargað mannslífum og hafa bjargað lífum. Ofnotkun nagladekkja veldur svifryksmengun og slítur götum sem kallar á meiri kostnað við viðgerðir. Á það skal þó bent að svifryk er einna mest í borginni á sumrin – ekki síst vegna þess að þrifum er ábótavant. Fulltrúi Flokks fólksins hefur skilning á því að þeir sem eiga sumarhús úti á landi eða ferðast mikið út á land noti nagladekk. Mikilvægt er að hnykkja á því við ökumenn að þeir virði þau tímamörk sem nota má nagladekk. Í vissum tilfellum er það ekki hægt ef veður eru válynd langt fram á vor og fólk á ferð út fyrir borgina. Fulltrúi Flokks fólksins er almennt séð aldrei hrifinn af öfgum. Í öllu þarf að vera ákveðinn sveigjanleiki. Fræðsla skiptir einnig máli. Sjálfsagt er að höfða einnig til ábyrgðarkenndar fólks.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. desember 2021 ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki endurskipun samstarfshóps um málefni miðborgar til 12 mánaða sbr. hjálagt erindisbréf. Þá er ársskýrsla samstarfshópsins fyrir árið 2021 lögð fram til kynningar. MSS21120163
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Samráð við rekstraraðila hefur verið takmarkað hjá Reykjavíkurborg síðustu ár. Ekki hefur tekist að skapa traust eða sátt milli borgarinnar og rekstraraðila í miðborginni. Hér þarf að gerbreyta vinnubrögðum og bæta samráð og samskipti þannig að hlustað sé á vilja þeirra sem eru rekstraraðilar í miðborg Reykjavíkur. Löngu tímabært er að greina framboð á atvinnuhúsnæði ekki síst á jarðhæðum og er mikilvægt að fá reglulega greiningu á því.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er berja í brestina í yfirgefnum miðbæ Reykjavíkur með því að stofna eitthvert félag. Starfshópar á starfshópa ofan breyta því ekki. Borgarstjóri og meirihlutinn bera ábyrgð á flótta rekstraraðila af þessu svæði. Ástand miðborgarinnar er til skammar fyrir þetta fólk.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjóri leggur til að borgarráð samþykki endurskipun samstarfshóps um málefni miðborgar til 12 mánaða sbr. hjálagt erindisbréf. Um er að ræða framlengingu um eitt ár. Í ljósi þess hversu mikið hefur gengið á, t.d. kvartanir um samráðsleysi við rekstraraðila og mikil óánægja sem hefur ríkt um ákvarðanir fyrirkomulags miðborgarinnar og þá einna helst í kringum gerð göngugatna þarf að vinna þessi mál með Miðbæjarfélaginu, með formlegum hætti í gegnum stjórn félagsins. Innan vébanda Miðbæjarfélagsins eru allar elstu og þekktustu verslanir á Laugavegi og veitingahús svo sem Brynja, Guðsteinn, Gleraugnamiðstöðin, Gullkúnst Helgu, Jón og Óskar, Gull og Silfur, Dún og Fiður og Gleraugnasalan Laugavegi 65 sem er elsta starfandi gleraugnabúð landsins. Rossopomodoro veitingahús með 16 ára gamla kennitölu, eina þá elstu í þessari starfsgrein. Svona mætti lengi telja.
Guðný María Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. desember 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að styrkja Nýsköpunarvikuna árið 2022 um 2,5 m.kr. auk þess að taka virkan þátt í hátíðinni sem og Nordic Startup Awards en borgarráð samþykkti á fundi þann 6. maí 2021 að gerast einn af burðarstólpum hátíðarinnar 2021-2023. Síðastliðin tvö ár hefur árlegt fjárframlag Reykjavíkurborgar til Nýsköpunarvikunnar verið 1 m.kr. MSS21120156
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Guðný María Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. desember 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð staðfesti hjálagðan samstarfssamning um áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið, dags. 2. desember 2021. Lagt er til að borgarstjóra verði falið fullt og ótakmarkað umboð til að undirrita samstarfssamninginn. MSS21120157
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Með þessum samningi sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu munu öll samþykkja er formlega hafið það verkefni að setja af stað samstarfsvettvang sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um ferðamál. Markmiðin eru að styðja við þróun áfangastaðarins í átt að sjálfbærri framtíðarsýn og aukinni samkeppnishæfni. Áherslan verði á þróun, kynningar- og markaðsstarf ásamt samlegð og samtali hagaðila í ferðaþjónustu og tengdra aðila. Undanfarin ár hefur samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu aukist jafnt og þétt og er þetta enn eitt samstarfsverkefnið sem vonir eru um að muni styrkja málaflokkinn enn frekar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samtök sveitarfélaga eru að stofna nýja stofu, Áfangastaða- og markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Fyrirheitin eru háleit svo sem að þróa, móta og efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sveitarfélaga, atvinnulífs og stjórnvalda. Þetta er enn eitt byggðarsamlagsverkefnið og tími er kominn til að borgin hætti slíku samstarfi. Borgin mun greiða 56% en samkvæmt reynslu mun hún litlu ráða í verkefninu.
Fylgigögn
-
Lagðar fram umsagnir Reykjavíkurborgar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um fjárlagafrumvarp 2022. FAS21120111
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 14. desember 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að Reykjavíkurborg veiti Strætó bs. ábyrgð með veði í útsvarstekjum borgarsjóðs í hlutfalli við eignarhlut Reykjavíkurborgar í félaginu vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000 þ.kr. annars vegar og að Reykjavíkurborg veiti einfalda ábyrgð, í hlutfalli við eignarhlut Reykjavíkurborgar, vegna lántöku hjá Arion banka hf. að fjárhæð 300.000 þ.kr. hins vegar. FAS21120106
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Enn á ný þarf Strætó bs. að fá ábyrgð borgarinnar fyrir lánum. Rekstur Strætó hefur verið þungur og þjónusta hefur verið skert. Hugmyndir um borgarlínu mega ekki bitna á rekstri Strætó sem eru einu almenningssamgöngurnar á höfuðborgarsvæðinu. Ólíklegt er að lánin verði endurgreidd og væri því nær að gangast við því strax.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Úr greinargerð: „Í lok júní 2021 nema ábyrgðir Reykjavíkurborgar á skuldum B-hluta fyrirtækja rúmum 94 milljörðum króna. Þar af eru ábyrgðir með veði í útsvarstekjum um 12 milljarðar. Ábyrgð Reykjavíkurborgar vegna Strætó bs. m.v. lok júní sl. nemur um 629 m.kr. og þar af um helmingur með veði í útsvarstekjum. Heildarábyrgð Reykjavíkurborgar á skuldum Strætó bs. verði ábyrgð á þessum lánum samþykkt verður því um 1.024 m.kr.“ Miklum áhyggjum er lýst yfir með rekstur Strætó bs. Betlistafur til ríkisins upp á 900 milljónir króna bar ekki árangur. Ríkisstyrkurinn endaði í 120 milljónum sem í fundargerð Strætó kemur fram „sem 780 milljóna króna minna framlag en áætlað var“. Fjárhagsáætlun Strætó fyrir árið 2021 var sem sagt byggð á óraunhæfum væntingum um ríkisfé til viðbótar við þá áætluðu 15 milljarða sem ríkið ætlar að leggja í til ársins 2025 og allt frá 2010. Lántakan skiptist svona: 300 milljóna yfirdráttarlán og 400 milljóna lán frá Lánasjóði sveitarfélaga og er kúlulán. Öllum má vera ljóst að Strætó bs. er komið í þrot í rekstri sínum og skuldsetningu sem er velt á komandi kynslóðir.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjóri leggur til að Reykjavíkurborg veiti Strætó bs. ábyrgð með veði í útsvarstekjum borgarsjóðs vegna lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga ohf. að fjárhæð 400.000 þ.kr og vegna lántöku hjá Arion banka hf. að fjárhæð 300.000 þ.kr. Staða Strætó er alvarleg og það er áhyggjuefni. Fram undan eru lántökur upp á 700 milljónir. Minna má á að A-hlutinn er fjárhagslegur bakhjarl fyrirtækja borgarinnar ef í harðbakka slær. Ítrekað hefur verið óskað eftir því að borgarráð samþykki veð í útsvarstekjum Reykjavíkurborgar til tryggingar á ábyrgð bs. fyrirtækja. Þetta þarf að horfa á, ekki síst í ljósi þess að fjárhagsstaða Reykjavíkurborgar er óviðunandi. Gert er ráð fyrir sjö milljörðum í halla hjá A-hlutanum. Veltufé frá rekstri er neikvætt sem þýðir að tekjur A-hlutans nægja ekki til að greiða útgjöld hans.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. desember 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að magn kaupa á plastmöppum til nota í grunnskólum Reykjavíkurborgar verði lækkað um 15.000 stykki í komandi útboði um kaup á ritföngum fyrir skóla- og frístundasvið. Það magn af plastmöppum verði þessi í stað keypt af Múlalundi, vinnustofu SÍBS, þar sem vilji til slíkra kaupa hefur komið fram. Kostnaður við kaup á 15.000 stykkjum hjá Múlalundi yrði skv. fyrirliggjandi verðtilboði 4.477.500 mkr. (15.000 x 298,5 kr.). FAS21120118
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í þrjú ár hefur Múlalundur, sem er vinnustofa fyrir fólk með skerta starfsorku, reynt að fá Reykjavíkurborg að samningaborðinu. Um 80 prósent starfsmanna Múlalundar er með lögheimili í Reykjavík og það er löng bið eftir plássi þar. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram tillögu í ágúst sl. að skóla- og frístundaráð kaupi skólamöppur frá Múlalundi en fram til þessa hefur Reykjavíkurborg hunsað Múlalund með öllu, ólíkt öðrum sveitarfélögum. Tillagan var þá felld en nú leggur borgarstjóri til að kaup á plastmöppum til nota í grunnskólum Reykjavíkurborgar lækki um 15.000 stykki í komandi útboði um kaup á ritföngum fyrir skóla- og frístundasvið. Plastmöppur verði þessi í stað keyptar af Múlalundi, vinnustofu SÍBS, þar sem vilji til slíkra kaupa hefur komið fram. Auðvitað ber að fagna þessu skrefi en fulltrúi Flokks fólksins vill þó spyrja í tengslum við tillögu borgarstjóra af hverju allt er ekki keypt af Múlalundi og í leiðinni fleiri störf sköpuð innanlands. Það er alltaf biðlisti af fólki sem vill komast í vinnu í Múlalundi.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. desember 2021, þar sem óskað er eftir að leigusamningur um leigu á húsnæði fyrir leikskóla í Ármúla 6 verði samþykkt, ásamt fylgiskjölum. FAS21120112
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 13. desember 2021, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2021, ásamt fylgiskjölum. FAS21120098
Greinargerðir fylgja tillögunum.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 13. desember 2021, að viðauka við fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar 2021. FAS21120113
Greinargerð fylgir tillögunni.
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. desember 2021, ásamt fylgiskjölum:
Borgarráð samþykkir að leggja fram tillögu á næsta hluthafafundi Félagsbústaða hf. um að hækka hlutafé félagsins um 132.000 þ.kr. Fjárhæðin nemur 16% af stofnverði 19 íbúða sem Félagsbústaðir keyptu á árinu 2020 að fjárhæð 824.050 þ.kr. og ætlaðar eru til útleigu sem félagslegar leiguíbúðir. Tillagan varðar kaup á íbúðum sem uppfylla ekki kröfur laga um almennar íbúðir nr. 52/2016 og fá ekki stofnframlög í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Fjárhæðin tekur mið af hefðbundnu 12% stofnframlagi borgarsjóðs sem veitt er til íbúðakaupa í samræmi við lög um almennar íbúðir auk 4% viðbótarframlags. Hlutafjáraukningin verði greidd í desember 2021 að því gefnu að félagið hafi áður gengið frá öllum formsatriðum varðandi hlutafjáraukninguna. Stjórn Félagsbústaða samþykkti á stjórnarfundi 13. desember s.l. að kaupa af Reykjavíkurborg 19 íbúðir og nemur heildarkaupverðið 954.350 þ.kr. Íbúðirnar eru ætlaðar til útleigu sem félagslegar leiguíbúðir. Félagið áformar að sækja um stofnframlög í samræmi við lög um almennar íbúðir nr. 52/2016. Ekki liggur fyrir hvort framangreind íbúðakaup falla undir lög um almennar íbúðir. Verði niðurstaðan að kaup þessara 19 íbúða falli ekki undir lög nr. 52/2016 samþykkir borgarsjóður að veita Félagsbústöðum vilyrði fyrir því að leggja fram tillögu fyrir hlutahafafund Félagsbústaða um hlutafjáraukningu að fjárhæð 153.000 þ.kr. eða sem nemur 16% af kaupverði íbúðanna. FAS21120114
Greinargerð fylgir tillögunni
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Rekstur Félagsbústaða er í járnum og því þarf að leggja félaginu til enn meira fé úr borgarsjóði. Engu að síður hefur verið bókaður um 70 milljarða hagnaður í félaginu og sá hagnaður bókaður í bókum borgarinnar. Réttast væri að selja leigjendum íbúðir svo þeir verði eigendur. Á því myndu allir búa betur: Íbúar sem nú leigja, Félagsbústaðir sem félag og borgarsjóður sem skuldaði þá minna.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrir borgarráði liggur tillaga um að Reykjavíkurborg selji Félagsbústöðum 19 íbúðir af 51 sem keyptar voru árið 2017 til að létta á biðlistum vegna félagslegs húsnæðis. Á síðasta ári höfðu aðrar 19 íbúðir verið seldar á sama hátt. Ýmislegt vekur athygli í þessu sambandi. Í fyrsta lagi má nefna að Félagsbústaðir hafði ekki fjárhagslegt bolmagn á árinu 2017 til að kaupa fyrrgreindar íbúðir þrátt fyrir að rekstrarhagnaður fyrirtækisins hafi verið 7.5 milljarðar samkvæmt ársreikningi þess. Það leiðir glögglega í ljós þá reikningslegu froðu-afkomu sem er að finna í ársreikningi Félagsbústaða og fæst með því að tekjufæra endurmat á verðmæti íbúða í eigu Félagsbústaða. Í öðru lagi gengu kaup Reykjavíkurborgar á fyrrgreindum íbúðum gegn öllum þeim grundvallarreglum sem stofnun Félagsbústaða byggði á. Þær gengu út á nauðsyn þess að hafa allar íbúðir í félagslega kerfinu undir einni stjórn. Í þriðja lagi vekur það athygli að það skuli hafa verið kallaðir til tveir fasteignasalar til að verðmeta umræddar íbúðir samkvæmt markaðsvirði. Ætlar Reykjavíkurborg að hagnast á því að selja Félagsbústöðum fyrrgreindar íbúðir? Nauðsynlegt er að fyrir liggi samanburður á verðhækkun fyrrgreindra íbúða annars vegar frá kaupum Reykjavíkurborgar á þeim og hlutafjáraukningu Reykjavíkurborgar í Félagsbústöðum hins vegar svo niðurstaðan liggi ljós fyrir.
Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 406 á Kleppsvegi 40, ásamt fylgiskjölum. FAS21120020
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 001 á Njálsgötu 59, ásamt fylgiskjölum. FAS21120021
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 203 í Arahólum 6, ásamt fylgiskjölum. FAS21120023
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 206 í Skipholti 70, ásamt fylgiskjölum. FAS21120024
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 205 í Skipholti 70, ásamt fylgiskjölum. FAS21120025
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 203 á Njálsgötu 86, ásamt fylgiskjölum. FAS21120026
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 203 á Hjaltabakka 20, ásamt fylgiskjölum. FAS21120027
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 511 á Mýrargötu 26, ásamt fylgiskjölum. FAS21120028
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 203 í Rofabæ 31 ásamt fylgiskjölum. FAS21120029
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 001 í Miðtúni 36, ásamt fylgiskjölum. FAS21120030
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 402 í Suðurhólum 8, ásamt fylgiskjölum. FAS21120031
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 302 í Tunguseli 7, ásamt fylgiskjölum. FAS21120032
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 202 í Fífuseli 35, ásamt fylgiskjölum. FAS21120033
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 202 í Berjarima 10, ásamt fylgiskjölum. FAS21120034
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 2-302 í Kóngsbakka 14, ásamt fylgiskjölum. FAS21120035
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 201 í Stífluseli 14, ásamt fylgiskjölum. FAS21120036
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 001 á Grandavegi 4, ásamt fylgiskjölum. FAS21120037
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 001 í Bólstaðarhlíð 6, ásamt fylgiskjölum. FAS21120038
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að ganga frá sölu á íbúð 102 í Gnoðarvogi 32, ásamt fylgiskjölum. FAS21120039
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags 10. desember 2021, þar sem óskað er eftir heimild til skrifstofu eigna og íþrótta- og tómstundasviðs til frekari viðræðna um framkvæmdakostnað, leigu og eignahald, ásamt fylgiskjölum. MSS21120145
Samþykkt.Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags 10. desember 2021, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. nóvember 2021 á samningum við félög og samtök um samskiptamál hvað varðar styrkveitingar, rekstur o.fl., ásamt fylgiskjölum. MSS21120138
Samþykkt.Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags 10. desember 2021, um hugmyndir Íþróttabandalags Reykjavíkur um stækkun Skautahallar í Laugardal, ásamt fylgiskjölum. MSS21120147
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags 10. desember 2021, um tillögur starfshóps um tennishús í Laugardal, ásamt fylgiskjölum. MSS21120142
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um nokkuð stóra framkvæmd að ræða sem vonandi hindrar ekki aðrar framkvæmdir um framtíðaruppbyggingu Laugardalsins.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. desember 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 14. desember 2021 um framlag vegna skólavistar reykvískra nemenda í Arnarskóla skólaárið 2022-2023, ásamt fylgiskjölum. MSS21120182
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú leggur skóla- og frístundasvið það til að borgarráð samþykki að hámarksfjöldi nemenda í Arnarskóla verði 11 árið 2021 til 2022 og er það fjölgun um 4. Lokað er á sama tíma fyrir að greitt verði framlag fyrir fleiri. Fulltrúa Flokks fólksins finnst kannski ekki alveg hægt að loka fyrir umsóknir með svo stífum hætti. Það gæti komið umsókn nemanda sem er afar brýnt að fái skoðun og samþykki í Arnarskóla. Þetta er vissulega dýrt úrræði fyrir borgina sem styður tillögu fulltrúa Flokks fólksins að Reykjavíkurborg þyrfti að eiga og reka sambærilegt úrræði. Þegar horft er til reglna skiptir mestu að þær séu sanngjarnar og sveigjanlegar. Hagsmuni barns skal ávallt hafa að leiðarljósi og að í reglunum ætti að felast ákveðinn sveigjanleiki og tillitssemi gagnvart foreldrunum.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 13. desember 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 8. desember 2021, á nýrri gjaldskrá fyrir stuðningsþjónustu, ásamt fylgiskjölum. MSS21120177
Vísað til borgarstjórnar.Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 13. desember 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 8. desember 2021, um ráðstöfun afgangsfjárhæðar úr styrkjapotti velferðarráðs 2021, ásamt fylgiskjölum. MSS21120174
Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 13. desember 2021, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 8. desember 2021 á tillögu samráðshóps um forvarnir í Reykjavík um styrkveitingar úr forvarnasjóði Reykjavíkurborgar 2021, ásamt fylgiskjölum. MSS21120178
Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 13. desember 2021, um afgreiðslur íbúaráða Reykjavíkurborgar á umsóknum um styrki úr Forvarnarsjóði til hverfislægra verkefna, ásamt fylgiskjölum. MSS21120179
Regína Ásvaldsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning um óvissustig almannavarna vegna Log4j veikleikans. MSS21120189
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki er ljóst út á hvað þessi liður gengur sem heitir óvissustig almannavarna vegna Log4j. Að allt sé gott og áfram eigi að fylgjast með?
Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst þá er hér um að ræða einhverskonar vangaveltur eða kynningar í kjölfar skoðunar öryggismála í netkerfum Reykjavíkur í kjölfar öryggisgallans sem varð vart við um allan heim fyrir nokkrum dögum. Það er vissulega mikilvægt að yfirfara kerfi borgarinnar hvað þetta varðar og vonandi er hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði sérstakur öryggisstjóri.Óskar Jörgen Sandholt, Friðþjófur Bergmann, Karen María Jónsdóttir, Loftur Steinar Loftsson og Kjartan Kjartansson taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-122/2021. MSS21120172
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn er borgin dæmd fyrir mistök í samskiptum við fólk. Það eru tugir milljóna sem farið hafa í skaðabætur vegna framkomu borgarinnar við fólk. Getur hjálpað að bjóða upp á endurmenntunarnámskeið fyrir þá sem sjá um samskipti eða hvað er hægt að gera til að draga úr svona málum?
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 14. desember 2021, um fyrirhugaða ferð borgarráðs til Helsinki 11.-14. janúar 2022, ásamt fylgiskjölum. MSS21120173
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra:
Lagt er til að borgarráð tilnefni Skúla Helgason, sem aðalmann, og Örn Þórðarson, sem varamann, í stjórn Þróunarfélags Grundartanga ehf. MSS21120188
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 2. desember 2021. MSS21120140
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:
Skýrslur lagðar fram um aðgengisúttekt á opnum leiksvæðum. Úttektir sem þessar eru afar mikilvægar. Tekið er undir mikilvægi þess að upplýsa aðgengis- og samráðsnefnd fatlaðs fólks og/eða eftir atvikum stofnanir borgarinnar um að slíkar úttektir séu fyrirhugaðar. Á opnum leiksvæðum þurfa að vera leiktæki fyrir smærri börn og aðgengi þarf að vera gott og vel merkt. Foreldrar sem eru bundnir í hjólastól þurfa að geta fylgst með börnunum sínum á leikvellinum. Skoða þarf breidd stétta og að halli uppfylli lágmarkskröfur. Einnig að það sé pláss fyrir hjólastóla og göngugrind eða barnavagna við hlið bekkja.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 6. desember 2021. MSS21120155
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 5. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins er reyndar ekki sammála því að komið hafi verið nægjanlega mikið til móts við athugasemdir íbúa sem mótmæltu hæð byggingar og svo miklu byggingarmagni í Mjódd. Það munar á 4 hæðum og 7 og má telja afar líklegt að miðað verði við efri mörk viðmiðsins sem er 7 en ekki 4 hæðir. Hundruð íbúa stóðu að baki þessum athugasemdum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að fá ítarlegri svör en segir í svörum að forsendur, kynningarferlis og skipulagsgerðar fyrir Mjódd liggi fyrir í aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 og vinna eigi skipulagslýsingu þar sem farið verður yfir fjölda íbúða, hæðir húsa, þéttleika eða umfang. Óttast er að ekki verði nægjanlega mikið tekið tillit til óska íbúa.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 15. desember 2021 MSS21120133
B hluti fundargerðarinnar samþykktur.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 10. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins styður heilshugar að umsagnarfrestur vegna tillagna um hverfisbreytingar Bústaða- og Háaleitishverfis verði samþykktur og jafnvel að hann verði mun lengri en rætt er um sem er í byrjun janúar. Íbúar í þessu hverfi eru virkilega áhyggjufullir. Þær hugmyndir sem liggja fyrir gefa til kynna að þrengja eigi verulega að þessari gömlu grónu byggð og að Bústaðavegi. Áður en þessi drög lágu fyrir eða vinnutillögur hefði þurft að hafa meira samráð og samtal við íbúana. Svokallað samráð hefst of seint í ferlinu. Samráð og samtal þarf að vera frá byrjun. Það er mjög sennilegt að fólk vilji ekki að gengið sé svona langt í þéttingunni og þrengingu að Bústaðavegi. Vissulega má víða þétta en þetta er spurning um hóf og skynsemi og varar fulltrúi Flokks fólksins við að farið sé gegn vilja þorra íbúa í þessum málum. Þá er betra að fara sér hægar enda er hvorki himinn né jörð að farast þótt almennilegur frestur verði veittur til að senda athugasemdir. Spurning er hvort ekki sé eðlilegt og réttlátt gagnvart íbúum að lengja frestinn fram yfir kosningar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15. október og 26. nóvember 2021. MSS21120160
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 1. nóvember 2021. MSS21120161
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 6. desember 2021. MSS21120153
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir fögnuð öldungaráðs að hjúkrunarheimili rísi við Mosaveg í Reykjavík og ítrekar mikilvægi þess að ekki verði frekari tafir á því verkefni. Miðað við þann fjölda fólks sem bíður á Landspítalanum eftir að komast á hjúkrunarheimili með samþykkt færni- og heilsumat er mikilvægt að nýtt hjúkrunarheimili rísi í Reykjavík. Þessi mál eru því miður í miklum ólestri og má kenna bæði ríki og borg um. Tryggja þarf að þeir sem ekki geta dvalið heima þrátt fyrir víðtæka heimaþjónustu og heimahjúkrun fái pláss á hjúkrunarheimilum. Einnig er mikilvægt að efla heimastuðning því ef þjónustuþáttum væri fjölgað og aðrir dýpkaðir myndu fleiri geta búið lengur heima. Horfa þarf til fleiri úrræða og fjölbreyttari, t.d. sveigjanlegrar dagdvalar sem millilið. Það er vilji flestra að vera sem lengst heima og er það hagkvæmt fyrir þjóðfélagið. Þeir sem þurfa pláss á hjúkrunarheimilum verða að fá pláss í stað þess að þurfa að vera á Landspítala vikum eða mánuðum saman vegna þess að ekkert annað úrræði er til. Umfram allt má ekki setja öll eggin í eina körfu. Fleiri tegundir úrræða þyrftu að vera til staðar í samræmi við aldursþróun þjóðarinnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál. MSS21120064
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. MSS21120078
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Í svari við fyrirspurn Sósíalistaflokks Íslands um læknisheimsóknir á vinnutíma og styttingu vinnuvikunnar, dags. 29. nóvember 2021 kom fram að leitast skuli við að lágmarka fjarveru vegna persónulegra erinda á vinnutíma þar sem starfsfólk geti sinnt þeim erindum í frítíma eftir að vinnuvikan hefur verið stytt. Ef því verður ekki við komið utan vinnutíma sé það stefna Reykjavíkurborgar að starfsfólk geti sinnt persónulegum erindum, eftir því sem aðstæður á starfsstað leyfi. Í slíkum tilvikum þarf starfsmaður ætíð að ráðfæra sig við sinn yfirmann. Í svarbréfi við fyrirspurninni kom fram að fjarvera vegna t.d. læknisheimsókna valdi ekki tekjutapi eða frádrætti frá föstum launum starfsfólks. Þetta passar ekki við veruleikann sem er uppi þar sem dregið hefur verið af launum eða dregið hefur verið af styttingu vinnuvikunnar hjá starfsfólki ef að persónuleg erindi falla ekki á þann dag sem styttingin er. Hver er því raunveruleg staðan í þessu? Hafa skilaboðin ekki skilað sér til allra stjórnenda starfsstaða? MSS21120222
Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Hvað hafa Vegagerðin, Reykjavíkurborg og Kópavogsbær lagt í mikinn kostnað tæmandi talið vegna Fossvogsbrúar – þar með talið málskostnað vegna ólöglegs útboðs, skaðabætur vegna þess og hönnunarkostnað til keppenda í fyrra og seinna forvali? MSS21120223
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Hvað hefur innleiðing greiðslukerfisins Klapp hjá Strætó bs. kostað? Hvað hafa nýjar greiðsluleiðir sem hafa verið innleiddar hjá Strætó bs. kostað undanfarin 10 ár sundurliðað eftir greiðsluleiðum? MSS21120224
Vísað til umsagnar Strætó bs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvaða kröfur um þekkingu, hæfni og reynslu núverandi meirihluti gerir til þeirra sem sitja fyrir hönd Reykjavíkurborgar í stjórnum bs. fyrirtækja og samkeppnisfyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar. Má þar nefna fyrirtæki eins og SORPU og Malbikunarstöð Reykjavíkur. Spurt er hvort þess sé krafist að þeir sem sitja í stjórn fyrir hönd Reykjavíkur leggi fram ferilsskrá, hafi víðtæka reynslu í þeim verkefnum sem fyrirtækin sinna, hafi reynslu af rekstri fyrirtækja, þurfi að sýna fram á menntunarkröfur eða annað. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir því að ef slík gögn um hæfiskröfur eða hæfi stjórnarmanna eru til staðar að þau verði lögð fram. MSS21120225Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurnir Flokks fólksins um nýlega skýrslu um ástand 136 leik- og grunnskóla og frístundaheimila í eigu Reykjavíkurborgar. Skýrslan er svört svo vægt sé til orða tekið. Ástandið er slæmt sem rekja má til áralangrar uppsafnaðrar viðhaldsþarfar. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvernig skóla- og frístundasvið og meirihlutinn hyggst bregðast við þessum niðurstöðum. Hvernig á t.d. að bregðast við lélegri hljóðvist sem gengur eins og rauður þráður í gegnum eignirnar 136 því flestir skólar kvarta undan lélegri hljóðvist og hvenær verður það gert? Fram kemur að víða eru hættur í leik- og grunnskólum sem dæmi þá þarf að laga skógrindur í fataklefum þannig að yngstu börnin festi ekki fætur í þeim og slasist. Þetta kallar á viðbrögð strax. Byrgja verður brunninn áður en barn dettur ofan í hann. Í Lindarborg hefur orðið vart við rottugang undir gólfplötu kjallara. Hefur verið brugðist við þessu? Önnur hætta getur skapast af stiga frá 3. hæð að 4. hæð í Laugarnesskóla en hann er óþægilega brattur. Að sögn stjórnenda hafa orðið slys á fólki í stiganum. Í Langholtsskóla er upprennandi vandamál sem minnir ansi mikið á Fossvogsskóla. Hvenær verður gengið í viðgerðir þar? Fulltrúi Flokks fólksins vill fá svör um hvenær bregðast eigi við þessu og þá fyrst af öllu aðstæðum sem geta valdið slysum og einnig myglu og raka sem leiðir til veikinda eins og alþekkt er í mörgum skólum borgarinnar. MSS21120232
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Í borgarráði er liður sem heitir óvissustig almannavarna vegna Log4j. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst þá eru hér um að ræða einhverskonar vangaveltur eða kynningar í kjölfar skoðunar öryggismála í netkerfum Reykjavíkur í kjölfar öryggisgallans sem varð vart við um allan heim fyrir nokkrum dögum.
Þá er kannski rétt að spyrja hvort það sé búið að yfirfara kerfi borgarinnar hvað þetta varðar. Er ekki einhver sérstakur öryggisstjóri hjá ÞON? Hver er raunveruleg staða öryggismála ÞON / RVK? MSS21120233Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
- Kl. 12.10 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum.
Fundi slitið klukkan 12:15
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Alexandra Briem Líf Magneudóttir
Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_1612.pdf