Borgarráð - Fundur nr. 5643

Borgarráð

Ár 2021, föstudaginn 29. október, var haldinn 5643. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir og Eyþór Laxdal Arnalds. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ívar Vincent Smárason, Halldóra Káradóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Hörður Hilmarsson. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Hallur Símonarson, Lárus Finnbogason, Daði Geir Samúelsson og Anna Karen Arnarsdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fara kynningar á starfs- og fjárhagsáætlunum Orkuveitu Reykjavíkur, Félagsbústaða, Faxaflóahafna, SORPU bs., Strætó bs., Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, Íþrótta- og sýningahallarinnar og Malbikunarstöðvarinnar Höfða.

    -    Kl. 11:58 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.

    -    Kl. 13:20 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum og Jórunn Pála Jónasdóttir tekur sæti með rafrænum hætti.

    Brynhildur Davíðsdóttir, Bjarni Bjarnason, Bjarni Freyr Bjarnason, Sigrún Árnadóttir, Kristinn Karel Jóhannsson, Skúli Helgason, Magnús Þór Ásmundsson, Gunnar Tryggvason,  Jón Viggó  Gunnarsson, Sigríður Katrín Kristbjörnsdóttir, Hjálmar Sveinsson, Jóhannes Rúnarsson, Jón Viðar Matthíasson, Ómar Einarsson, Birgir Bárðarson, Helgi Geirhardsson, Ásberg Konráð Gunnarsson og Hörður Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R21010179

  2. Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022, ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021. Einnig er lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna trúnaðar á framlögðum gögnum, dags. 26. október 2021.  R21010179

    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.

  3. Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2022-2026, ásamt greinargerð, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021. R21010179

    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.

  4. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R21010179

    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.

  5. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2022, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R21100327

    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.

  6. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2022, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R21100328

    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.

  7. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2022, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021. R21100328

    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.

  8. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2022, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021. R21100328

    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.

  9. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um lántökur á árinu 2022, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. október 2021. R21100326

    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11:30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.

  10. Lagðar eru fram trúnaðarmerktar breytingartillögur áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins á tillögum borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022, viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega. R21010179

    Vísað til borgarstjórnar.

  11. Lagðar  eru fram trúnaðarmerktar breytingartillögur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands á tillögum borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022. R21010179

    Vísað til borgarstjórnar.

  12. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Félagsbústaðir eru með 65 íbúða fjölbýlishús í Hjallaseli 55 en Reykjavíkurborg lítur á að um eina fasteign sé að ræða. 

    1.    Hvernig stendur á þessu misræmi?

    2.    Er fjölbýlishúsið á einu fastanúmeri? 

    3.    Hvers vegna hefur hver íbúð ekki fastanúmer?

    4.    Er þetta heimilt samkvæmt lögum?

    5.    Hvernig er íbúðareining skilgreind hjá Reykjavíkurborg/Félagsbústöðum? 

    6.    Uppfyllir íbúðareining allar nútímakröfur um búsetu? 

    7.    Hver er leigan á hverja íbúðareiningu í Hjallaseli? R21100446

Fundi slitið klukkan 16:18

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_2910.pdf