Borgarráð
Ár 2021, fimmtudaginn 28. október, var haldinn 5642. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:05. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Líf Magneudóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar: Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Theódór Kjartansson og Ívar Vincent Smárason. Pétur Ólafsson situr fundinn með rafrænum hætti.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 18. október 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag við lóðarhafa að lóðinni Haukahlíð 2, Lóð H, ásamt fylgiskjölum. R21010180
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá vegna innviðagjalda og kvaða enda eru það viðbótargjöld sem lögð eru á húsbyggjendur og hækka því húsnæðisverð. Þá er enn réttaróvissa um lögmæti innviðagjalda og jafnræði aðila, enda er samningsstaða húsbyggjenda lítil sem engin.
Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 18. október 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóða og sölu byggingarréttar fyrir 60 íbúðir við Vindás-Brekknaás. R20040089
Samþykkt.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 7. október 2021. R21010023
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 5. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir mikilvægi þess að bæta aðgengi allra að Ylströndinni. Eins og fram kemur í fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða þá er í yfirlitinu ósvarað þeirri ítrekuðu beiðni að keyptur verði sérstakur hjólastóll sem kæmist um svæðið og væri hægt að fara í úr klefum og alla leið að/ofan í sjó. Þetta stóð til í lok sumars en ekkert bólar á þessu. Ráðið óskar eftir að haft verði samráð við þá sem hafa mest not fyrir þessar lagfæringar sem standa fyrir dyrum í Nauthólsvík. Eins er ítrekað það sem ráðið kallar einnig eftir og það er að fá upplýsingar um skýrsluna sem gerð var og lokatillögur uppdráttar.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 5. október 2021. R21010020
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins vill lýsa ánægju sinni með námskeiðið Tungumálatöfrar. Um er að ræða áhugafélag um íslenskukennslu og fjöltyngi. Markmiðið er að þróa nýjar aðferðir, bæði til að auka aðgang íslenskra barna sem búa í útlöndum að íslenskukennslu og ekki síður að skoða hvernig styrkja má íslenskugetu barna af erlendum uppruna sem búa á Íslandi. Þetta er gríðarmikilvægt að mati fulltrúa Flokks fólksins. Nú hefur verið ákveðið að breyta aðalnámskrá einmitt í þessa átt, þannig að miðað verði að því að mæta hverju og einu barni út frá menningarbakgrunni þeirra og að námsumhverfi skóla henti öllum börnum sem þar stunda leik og nám. Í leikskólum skal leggja grunn að íslenskunámi barna og veita þeim ríkuleg tækifæri til að efla tungumálafærni sína í daglegu starfi og leik.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 12. október 2021. R21010024
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 14. október 2021. R21010029
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:
Í aðalskipulaginu er alvarlegt að sjá að búið er að bæta við Álfsnes, iðnaðarsvæði 12, skilgreiningu svæðisins, sbr. bls. 99 í gögnum. Þetta er grundvallarbreyting á aðalskipulagi Álfsness sem er gerð án auglýsingar og fór því hvorki fram kynning á breytingunni né umhverfismat. Svæðið sem um er rætt hefur verið mjög umdeilt að minnsta kosti sl. 16 ár og því er óskiljanlegt að „lauma“ því nú inn í aðalskipulagið. Þess er krafist að þessi breyting fari í venjulegt ferli sem tilheyrir breytingu/nýju aðalskipulagi. Fulltrúi Flokks fólksins lagði fram eftirfarandi breytingatillögu á fundi borgarstjórnar: Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að samþykkt verði breyting á framlagðri tillögu á aðalskipulagi Reykjavíkur til 2040 á þann hátt að fallið verði frá síðustu breytingum sem gerðar voru á „Álfsnes iðnaðarsvæði 12“, bls. 99, og hverfa aftur að þeim heimildum sem fram komu við fyrri umræðu um tillögurnar. Tillagan var felld með öllum atkvæðum gegn atkvæði fulltrúa Flokks fólksins.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 11. október 2021. R21010030
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt um skólamál í Laugardal og Laugarneshverfi og fengið þau svör að starfshópur er að rýna í stöðuna með tilliti til úrbóta í húsnæðismálum grunnskóla- og frístundastarfs. Starfshópurinn skilaði tillögum af sér síðastliðið vor en ekki hefur frést meira. Fulltrúi Flokks fólksins telur að í þessa vinnu þurfi að setja meiri kraft. Tíminn líður og nemendum fjölgar hratt í hverfinu. Sé horft til yngstu barnanna er staðan einnig hvað verst í Laugardal og Laugarneshverfi. Það er ekki fyrr en árið 2022 sem verður búið að bæta við Ævintýraborg við Vörðuskóla og þá er áætlað að bæta við 100 plássum við Laugardal. En er það nóg? Gert er ráð fyrir að yngstu börnin verði 15 mánaða í þessu hverfi en í Hlíðum 14 mánaða. Eitthvað hefur misfarist að reikna út þörf sem ætti ekki að vera flókið fyrir sérfræðinga í slíkum útreikningum. Ef á allt er litið munu þessar viðbætur aðeins taka kúfinn og ekki bólar neitt á sviðsmyndum um framtíð skólamála í Laugardal og Laugarneshverfi. Þetta mál þarf að vinnast miklu hraðar og markvissar.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 6. október 2021. R21010016
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 1. október 2021. R21010012
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Loksins var farið í kortlagningu búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur óskað eftir því allt þetta kjörtímabil við dauf eyru meirihlutans. Það var ekki fyrr en Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kom á fund borgarráðs þar sem þessum sjónarmiðum var komið á framfæri að eitthvað fór að gerast. Slökkviliðsstjóri, sem er einnig framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins, var ófáanlegur til að upplýsa borgarráð um hvað margir byggju í atvinnuhúsnæði í Reykjavík. Samt er það vitað að vettvangur bruna í atvinnuhúsnæði þar sem ekki er vitað um búsetu er versti vettvangur sem slökkviliðið kemur að. Nú hefur komið í ljós að íbúar í atvinnuhúsnæði eru um 5-7 þúsund talsins og það þurfti heilan blaðamannafund með borgarstjóra til að upplýsa um það.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R21100071
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 5. lið yfirlitsins:
Íbúafundur vegna hverfaskipulags Háaleitis og Bústaða var nýverið og skapaðist umræða um hugmyndirnar. Eins og gengur er fólk ekki á eitt sátt en vill hafa áhrif á þróun hverfis síns. Þeir sem eru áhyggjufullir sjá ekki að gott sé að þétta byggð svo mikið sem stendur til. Innviðir þurfa að þola uppbygginguna, sumir innviðir gera það en hvað með umferðina? Nauðsynlegt er að þétta byggð en fulltrúi Flokks fólksins vill að það sé gert með hóflegum hætti og samhliða sé fólki gefið færi á að fá lóðir sem víðast. Fulltrúi Flokks fólksins hefur líkt þéttingarstefnu við spennitreyju því aðferðafræðin er nokkuð stíf og ósveigjanleg. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hver sé áætluð fjölgun íbúa í þessum hverfum. Heimild er fyrir að fólk byggi við hús sín og á lóðum sínum en rennt er blint í sjóinn með hver sú fjölgun geti orðið. Hvað með atvinnutækifæri í hverfi? Talað er um deilibílastæði en engin önnur bílastæði. Fulltrúi Flokks fólksins spyr um skólamálin, hvernig eigi að stækka leikskóla og skóla, en engin svör eru við því á þessu stigi og heldur engar hugmyndir.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R21100095
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að reglum um réttindi og skyldur stjórnenda sem heyra undir borgarstjóra Reykjavíkur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21040219
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Mikilvægt er að starfsmenn sem hafa náð 70 ára aldri hafi fullt svigrúm til starfa hafi þeir vilja og getu til þess.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðaðar reglur um réttindi og skyldur stjórnenda sem heyra undir borgarstjóra og reglur um ráðningu borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hjá Reykjavíkurborg eru til bóta að mati fulltrúa Flokks fólksins. Það er mikilvægt að reglurnar endurspegli skýrt að val á æðstu stjórnendum ráðist af hæfni umsækjenda. Í reglum á hæfnisnefnd að halda utan um ráðninguna og í henni skal vera í það minnsta einn utanaðkomandi aðili til þess að tryggja óhæði nefndarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins telur að það hefði verið öruggara að utanaðkomandi aðilar hefðu verið fleiri en einn. Tryggja þarf jafnframt að gegnsæi ríki í öllu ferlinu en reynslan er að of mikil leynd hefur hvílt yfir því gagnvart t.d. borgarfulltrúum nema á síðari stigum.
Lóa Birna Birgisdóttir og Elín Blöndal taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að endurskoðuðum reglum um ráðningar borgarráðs í æðstu stjórnunarstöður hjá Reykjavíkurborg.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21040220
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið talsmaður þess að vinnulok skuli vera sveigjanleg í stað þess að skikka alla, líka þá sem ekki vilja og hafa ennþá mikið fram að færa í starfi, orku og áhuga til að taka poka sinn. Fulltrúi Flokks fólksins finnst að sjálfsögðu að þetta eigi að eiga við um alla án tillits til stöðu. Inn í þessar reglur vantar betra ákvæði um þetta.
Lóa Birna Birgisdóttir og Elín Blöndal taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki tillögu um úrsögn Reykjavíkurborgar úr sjálfseignarstofnuninni Skógarbæ ses. í samræmi við 6. gr. skipulagsskrár stofnunarinnar enda hafi Sjómannadagsráð þá þegar gerst aðili að sjálfseignarstofnuninni. Þá er einnig lagt til að sett verði á laggir húsnefnd milli Sjómannadagsráðs og velferðarsviðs Reykjavíkurborgar vegna fasteignanna að Árskógum 2 og 4, enda reka báðir aðilar starfsemi þar sem skarast og njóta samlegðar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21100378
Samþykkt.Birgir Björn Sigurjónson, Berglind Magnúsdóttir og Dagmar Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð heimili að auglýsa eftir samstarfsaðilum við þróun á völdum reitum í Reykjavík undir grænt húsnæði framtíðarinnar. Borgarráð samþykkti fyrir ári síðan, þann 29. október 2020, að hefja þetta verkefni. Þann 6. maí 2021 auglýsti Reykjavíkurborg svo eftir hugmyndum að því hvernig mætti byggja með léttara vistspori og hafa niðurstöður þeirrar auglýsingar verið nýttar við að móta kröfur borgarinnar til verkefnisins, samræma við sýn annarra aðila á sjálfbærni í húsnæðismálum og velja hentuga reiti í verkefnið. Nú eru lagðar fram tillögur að reitum fyrir verkefnið auk lýsingar á formi keppninnar. Reitirnir fimm sem lagt er til að verði lagðir fram í verkefnið verði Arnarbakki 6, Völvufell 13-23, Völvufell 43, Frakkastígur 1 og Veðurstofureitur. Reitirnir verði flestir boðnir á föstu verði en á reitnum við Frakkastíg 1 verði óskað eftir verðtilboði til viðbótar við framsækna byggingarlist og hugmyndir um græna uppbyggingu. Áætlað er að samkeppnin fari í loftið í næstu viku. R20100296
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Byggingariðnaðurinn er afar stór losunaraðili gróðurhúsalofttegunda. Með þessari samkeppni um grænt húsnæði framtíðarinnar er tekið höndum saman við iðnaðinn til að finna bestu aðferðirnar hverju sinni sem henta íslenskum aðstæðum. Þá er léttara vistspor í byggingariðnaðinum ein af þeim aðgerðum sem loftslagsáætlun borgarinnar byggir á með markmið um kolefnishlutleysi hans árið 2030.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er meðal annars verið að ráðstafa reitum sem borgin keypti fyrir hátt í milljarð króna fyrir þremur árum síðan en hugmyndin var að þar væru þróaðir þjónustukjarnar í Breiðholti. Ekkert hefur gerst í þessum efnum sl. þrjú ár eins og sjálfstæðismenn í borgarráði bentu ítrekað á og greiddu atkvæði gegn kaupunum á þeim grundvelli – enda kaupin ekki vel ígrunduð. Nú fyrst er verið að kalla eftir hugmyndum um hvað eigi að gera á reitunum og því ljóst að meirihlutinn var ekki með neina áætlun um hvernig ætti að nýta reitina áður en ákveðið var að fjárfesta fyrir milljarða króna.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrr í vikunni var gefinn út um 60 blaðsíðna uppbyggingarbæklingur sem byggir á glærusýningum sem ganga allar út á þéttingarreiti og látið er vera að brjóta nýtt land. Fólk hefur unnvörpum flúið þessa þéttleikastefnu Reykjavíkurborgar í önnur sveitarfélög sem eru um klukkustundar akstur frá borginni. Hér er talað tungum tveim því mikið af því fólki sem flúið hefur Reykjavík vinnur eftir sem áður í borginni. Staðreyndirnar eru að fólk vill meira rými, græn svæði, litla garða, birtu og sólarljós. Í raun er þéttingarstefna Reykjavíkur mannfjandsamleg út frá lýðheilsusjónarmiðum og ekki síður mengunarvöldum þegar svo gríðarlega er þrengt að umferð. Líklega er þéttingarstefnan mesta umhverfisslys sem átt hefur sér stað á þessari öld.
Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. október 2021, varðandi yfirlit yfir innleiðingu húsnæðisáætlunar græna plansins á þriðja ársfjórðungi ársins 2021, ásamt fylgiskjölum. R21100364
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á undanförnu ári hefur Reykvíkingum fjölgað um nær 2000 og náðu þeir 135.000 íbúa markinu núna 1. október. Á árinu hafa 1167 íbúðir farið á markað og í dag eru 2698 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Þá eru til staðar byggingarheimildir fyrir 3104 íbúðir sem eru í höndum uppbyggingaraðila um alla borg. Gert er ráð fyrir að lóðum fyrir meira en 1000 íbúðir verði úthlutað á hverju ári næstu 10 ár. Við það bætast þær byggingarheimildir sem eru til staðar hverju sinni á þegar úthlutuðum lóðum. Þetta eru þau gögn og þær staðreyndir sem liggja til grundvallar húsnæðisáætlun sem ætlað er að auka fyrirsjáanleika á markaði, tryggja stöðugleika og húsnæði fyrir alla.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins hefur verið stöðugur samdráttur í íbúðauppbygginu frá árinu 2019. Gildir þar einu hvort bætt sé við stúdentaíbúðum eða hjúkrunarrýmum; samdrátturinn er stöðugur allt kjörtímabilið og stefnir því í minna framboð. Á síðustu þremur árum hefur íbúðum til sölu í höfuðborginni Reykjavík fækkað um 75%. Það er því ljóst að áform um íbúðauppbyggingu hafa ekki skilað sér í raunverulegum íbúðum til sölu.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi áætlun um lóðaúthlutun fyrir árið 2022. Einnig er lagt er til að undirbúnar verði viljayfirlýsingar um lóðaúthlutanir til óhagnaðardrifinna félaga vegna tiltekinna lóða til næstu fjögurra ára og sett fram tíu ára almenn langtímasýn á þeirra vegum. Í samræmi við stefnu aðalskipulags og húsnæðisstefnu borgarinnar setur borgin það markmið að fjórðungur húsnæðis verði byggt af óhagnaðardrifnum húsnæðisfélögum. Fulltrúi sósíalista bendir á að hér er varanlega verið að festa í sessi að einungis 25% nýrra íbúða verði utan hagnaðardrifins kerfis. Slíkt dugar ekki þegar fjöldinn allur af fólki er í þörf fyrir húsnæði á verði sem það ræður við.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrr í vikunni var gefinn út um 60 blaðsíðna uppbyggingarbæklingur sem byggir á glærusýningum sem ganga allar út á þéttingarreiti og látið er vera að brjóta nýtt land. Fólk hefur unnvörpum flúið þessa þéttleikastefnu Reykjavíkurborgar í önnur sveitarfélög sem eru um klukkustundar akstur frá borginni. Hér er talað tungum tveim því mikið af því fólki sem flúið hefur Reykjavík vinnur eftir sem áður í borginni. Staðreyndirnar eru að fólk vill meira rými, græn svæði, litla garða, birtu og sólarljós. Í raun er þéttingarstefna Reykjavíkur mannfjandsamleg út frá lýðheilsusjónarmiðum og ekki síður mengunarvöldum þegar svo gríðarlega er þrengt að umferð. Líklega er þéttingarstefnan mesta umhverfisslys sem átt hefur sér stað á þessari öld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í húsnæðisáætlun kemur fram að stefnt er að byggingu 1000 íbúða í Reykjavík árlega, af þeim eru 250 íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Þetta er gott eins langt og það nær en er ekki nóg. Það mun taka langan tíma að vinna upp þau ár sem of lítið var byggt. Úthluta þarf mörgum lóðum fyrir ólíkar tegundir af húsnæði. Sárlega vantar sérbýli og raðhús ef halda á eðlilegum húsnæðismarkaði. Þétting byggðar hefur leitt til þess að það sem er byggt er einsleitt, mest litlar og meðalstórar blokkaríbúðir á rándýrum þéttingarsvæðum. Í ljósi þess að eftirspurn eftir rað- og sérbýlislóðum er nú í sögulegu hámarki þarf að auka sveigjanleika byggðastefnunnar. Um 30% fasteignakaupenda eru fyrstu kaupendur. Í sölu er eitthvað um 200 eignir en þær þyrftu að vera allt að 900 ef hægt ætti að vera að viðhalda eðlilegu flæði. Mæta þarf ólíkum þörfum í þessum málum sem öðrum. Erfiðleikar með að fá byggingarlóð í Reykjavík hefur verið mein í borgarkerfinu. Þess utan er mikill seinagangur í afgreiðsluferlinu öllu og líður of langur tími frá umsókn þar til eign kemst í notkun. Þetta eru staðreyndir en ekki eitthvað mjálm eða suð eins og formaður Viðreisnar orðaði það á Útvarpi Sögu.
Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. október 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi áætlun um lóðaúthlutun fyrir árið 2022. Einnig er lagt er til að undirbúnar verði viljayfirlýsingar um lóðaúthlutanir til óhagnaðardrifinna félaga vegna tiltekinna lóða til næstu fjögurra ára og sett fram tíu ára almenn langtímasýn á þeirra vegum. Viljayfirlýsingarnar verði lagðar fyrir borgarráð til staðfestingar. Loks er lögð fram til kynningar 10 ára úthlutunaráætlun þar sem tilgreint er hvar Reykjavíkurborg mun úthluta lóðum og til hvaða verkefna.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21100365
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Á undanförnu ári hefur Reykvíkingum fjölgað um nær 2000 og náðu þeir 135.000 íbúa markinu núna 1. október. Á árinu hafa 1167 íbúðir farið á markað og í dag eru 2698 íbúðir í byggingu í Reykjavík. Þá eru til staðar byggingarheimildir fyrir 3104 íbúðir sem eru í höndum uppbyggingaraðila um alla borg. Gert er ráð fyrir að lóðum fyrir meira en 1000 íbúðir verði úthlutað á hverju ári næstu 10 ár. Við það bætast þær byggingarheimildir sem eru til staðar hverju sinni á þegar úthlutuðum lóðum. Þetta eru þau gögn og þær staðreyndir sem liggja til grundvallar húsnæðisáætlun sem ætlað er að auka fyrirsjáanleika á markaði, tryggja stöðugleika og húsnæði fyrir alla.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Nauðsynlegt er að fjölga íbúðum enn meira en hér er ráðgert. Í þeim efnum lögðu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fram tillögu á fundi borgarstjórnar 19. október sl. um að byggðar yrðu 3000 íbúðir til viðbótar þessari húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar. Tillagan gerði ráð fyrir að íbúðirnar yrðu byggðar á þremur byggingarsvæðum og fengju þessar íbúðir sérstaka flýtimeðferð til að mæta brýnni þörf fyrir húsnæði í Reykjavík. Bæði atvinnulífið og verkalýðshreyfingin hafa tekið undir þessa tillögu enda þörf fyrir húsnæði mikil. Seðlabankinn, Samtök iðnaðarins og verkalýðshreyfingin eru á einu máli um að útdeila þurfi fleiri lóðum, enda leiðir lóðaskorturinn í Reykjavík til hærra verðlags á íbúðum sem er ekkert annað en lífskjaraskerðing fyrir borgarbúa.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrr í vikunni var gefinn út um 60 blaðsíðna uppbyggingarbæklingur sem byggir á glærusýningum sem ganga allar út á þéttingarreiti og látið er vera að brjóta nýtt land. Fólk hefur unnvörpum flúið þessa þéttleikastefnu Reykjavíkurborgar í önnur sveitarfélög sem eru um klukkustundar akstur frá borginni. Hér er talað tungum tveim því mikið af því fólki sem flúið hefur Reykjavík vinnur eftir sem áður í borginni. Staðreyndirnar eru að fólk vill meira rými, græn svæði, litla garða, birtu og sólarljós. Í raun er þéttingarstefna Reykjavíkur mannfjandsamleg út frá lýðheilsusjónarmiðum og ekki síður mengunarvöldum þegar svo gríðarlega er þrengt að umferð. Líklega er þéttingarstefnan mesta umhverfisslys sem átt hefur sér stað á þessari öld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagt er til að úthluta lóðum undir 294 íbúðir á árinu sem er ekki nægjanlegt og talað um að fylgja eftir ákvæðum aðalskipulags um uppbyggingu óhagnaðardrifinna félaga. Fyrst í vor lét borgin verða af því að auglýsa eftir samstarfsaðilum um uppbyggingu á óhagnaðardrifnu húsnæði til næstu tíu ára. Til að efna kosningaloforð sitt á þessu tímabili hefði átt að auglýsa eftir samstarfsaðilum strax vorið 2019. Segir í gögnum að Reykjavíkurborg auki lóðaúthlutanir fyrir almennan markað umtalsvert á næstu árum. Hversu mikið er hér verið að tala um og hvað þýðir „á næstu árum“? Þetta er hægagangur og er það áhyggjuefni. Einnig kemur fram að á næstu tveimur árum verður lokið við að uppfylla viljayfirlýsingu við Bjarg frá 12. mars 2016 um 1000 íbúðir í Reykjavík og miðast áætlanir félagsins við að byggja um 100 íbúðir í Reykjavík árlega eftir það. Það er sár vandi nú þegar, ungt fólk og fyrstu kaupendur hafa engum fasteignum úr að velja. Fyrir þá sem vilja minnka við sig er úr engu að velja. Það er meirihlutanum að kenna hvernig komið er. Þeir eru allmargir sem hafa flutt úr borginni vegna húsnæðisskorts og fundið sér eignir t.d. á Selfossi og í Vogum.
Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 25. október 2021, þar sem uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er lögð fram til kynningar, ásamt fylgiskjölum. R21100367
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrr í vikunni var gefinn út um 60 blaðsíðna uppbyggingarbæklingur sem byggir á glærusýningum sem ganga allar út á þéttingarreiti og látið er vera að brjóta nýtt land. Fólk hefur unnvörpum flúið þessa þéttleikastefnu Reykjavíkurborgar í önnur sveitarfélög sem eru um klukkustundar akstur frá borginni. Hér er talað tungum tveim því mikið af því fólki sem flúið hefur Reykjavík vinnur eftir sem áður í borginni. Staðreyndirnar eru að fólk vill meira rými, græn svæði, litla garða, birtu og sólarljós. Í raun er þéttingarstefna Reykjavíkur mannfjandsamleg út frá lýðheilsusjónarmiðum og ekki síður mengunarvöldum þegar svo gríðarlega er þrengt að umferð. Líklega er þéttingarstefnan mesta umhverfisslys sem átt hefur sér stað á þessari öld.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Uppfærð húsnæðisáætlun Reykjavíkurborgar er lögð fram til kynningar. Talað er um af meirihlutanum að mætt hafi verið áskorunum á húsnæðismarkaði. Það er ekki rétt. Skýrslan styður ekki það að húsnæðisskortur sé á höfuðborgarsvæðinu og sagt er að með húsnæðisáætlun sé sýnt að með aðgerðum sé mætt áskorunum á húsnæðismarkaði og markmiðum verði náð. Þetta er heldur ekki rétt. Það sárvantar húsnæði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Þeir efnameiri vinna baráttuna um þær fáu íbúðir sem eru á markaði. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Öryrkjar eru á annað hundrað að bíða eftir sértæku húsnæði og mikil vöntun er á húsnæði fyrir eldra fólk, þ.m.t. þjónustuíbúðir. Verði Flokkur fólksins í næsta meirihluta borgarstjórnar mun hann vilja tryggja stöðugt framboð á lóðum og auka lóðaframboð á reitum sem ekki eru þegar byggðir.
Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 19. október 2021, varðandi þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, ásamt fylgiskjölum. R21010247
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki kemur á óvart að áætlanir sýni að nægilegt framboð verði á lóðum og húsnæði á næstu árum. Samt sem áður er mikil spenna á húsnæðismarkaði. Líklega má skýra þetta með því að framboð er ekki í samræmi við eftirspurn. Á þéttingarreitum er aðeins um íbúðir í fjölbýli að ræða en rað- eða einbýlishús vantar. Þéttingarreitir geta verið gott mótvægi þegar íbúum í einstökum hverfum fækkar vegna breyttrar aldurssamsetningar. Við þær aðstæður nýtast sumir innviðir vel. En það væri mikið til bóta ef á sama tíma og verið er að þétta væru einnig til lóðir handa þeim sem vilja byggja sjálfir. Slíkt myndi minnka þá spennu sem myndast þegar hentugar eignir vantar. Þeir tímar voru að ný hverfi voru byggð af einstaklingum sem voru á ólíku stigi efnahagslega. Þeir kynntust, mynduðu félagsleg tengsl og tóku þátt í að búa til hverfismenningu. Stóru verktakarnir mynda nefnilega ekki hverfismenningu en það gerir fólkið sem byggir sjálft hús sín og býr í þeim.
Óli Örn Eiríksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 19. október 2021:
Lagt er til borgarráð samþykki að yfirfærsla fjárheimilda vegna ársins 2020 yfir á árið 2021 verði felld niður.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21100339
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða tillögu um að þeir stjórnendur sem standa sig vel í stjórnum fái umbun með því að heimilt sé að flytja rekstrarafgang á sviði/stofnun á milli ára ef hann má rekja með skýrum hætti til góðrar fjármálastjórnunar. Með sama hætti er í reglunum gert ráð fyrir að rekstrarhalli á sviði/stofnun færist milli ára ef hann verður ekki beinlínis rakinn til óhagstæðra ytri áhrifa. Þessi ákvæði eru til bóta því þau kunna að leiða til þess að stjórnendur vandi sig. Þó er það þannig að tvö svið eru vanfjármögnuð, svið sem bera ábyrgð á að veita grunnþjónustu, lögbundna sem og aðra þjónustu eins og sálfræðiaðstoð fyrir grunnskólabörn. Þessi svið eiga því litla möguleika á að skila afgangi. Önnur svið, allavega það sem annast á upplýsingaþjónustu og stafrænar lausnir, veður hins vegar í peningum þannig að hægt er að eyða þeim í ýmiss konar tilraunastarfsemi. Engu að síður er það svið yfir áætlun í vissum rekstrarflokkum.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar, dags. 8. september 2021, varðandi breytingu á samþykktum sjóðsins, ásamt fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 18. október 2021. R21090067
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um hlut borgarinnar í lóðasölu RÚV, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. nóvember 2021. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 19. október 2021. R19110214
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt tillögunni leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði til að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á samningum Reykjavíkurborgar við Ríkisútvarpið um lóðaréttindi og byggingarrétt við Efstaleiti. Eins verði kannað hvort jafnræðis hafi verið gætt við samningagerðina. Innri endurskoðun og ráðgjöf hefur það hlutverk að vakta og fylgjast með, taka á móti gögnum og upplýsingum um ámælisverða háttsemi og eftir atvikum bregðast við með frumkvæðisathugunum. Með hliðsjón af því verklagi ákveður innri endurskoðun og ráðgjöf verkefnaval og forgangsröðun verkefna. Í ljósi þessa er lagt til að tillagan verði felld.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Úthlutun byggingarréttar verður að vera hafin yfir allan vafa og standast jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Reykjavíkurborg leggur kvaðir á ýmsa aðra m.a. með innviðagjöldum og kröfum um leiguhúsnæði umfram það sem gengur og gerist á almennum markaði. Fullt tilefni er fyrir innri endurskoðun að skoða þennan gjörning og ekkert sem mælir gegn því í umsögn borgarritara að það verði gert. Það hefur tekið þrjú ár að fá umsögn um þessa einföldu tillögu að gjörningurinn sé skoðaður og einu rökin sem notuð eru gegn því er að innri endurskoðandi geti gert það sjálfur.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Öll samskipti borgarstjóra og RÚV eru frekar óeðlileg. Sá snúningur sem gerður var milli RÚV og Reykjavíkur varðandi lóðabixið hefur hlotið gagnrýni. Rannsaka þarf hvort „lóðagjöfin“ hafi í raun verið opinber aðstoð sem er óheimil skv. EES-samningnum. Á sínum tíma var það rætt í fjárlaganefnd að fjármagnið ætti að nota til að greiða inn á uppsafnaðar lífeyrissjóðsskuldbindingar en ætti ekki undir neinum kringumstæðum að greiða niður skuldir RÚV ohf. Þær ætti að greiða niður með hagræðingu og niðurskurði í rekstrinum. Einnig er rétt að minna á að mjög óeðlilegt er að Reykjavíkurborg greiði um 60 milljónir á ári til RÚV ohf. í leigu sem fer líka í reksturinn og er RÚV því undir hæl borgarinnar sem leiðir af sér hættu á að hlutleysis sé ekki gætt í umfjöllun um borgarstjóra og meirihlutann eins og mörg dæmi sanna.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Líklegt er að borgin hafi samið af sér í þessu máli þar sem RÚV fær verulegan hagnað af sölu lóða sem RÚV fékk fyrir lítið frá borginni á sínum tíma en til stóð að hluta af lóðinni yrði skilað til borgarinnar þegar ljóst var að RÚV hefði ekki þörf fyrir hana. Af því varð aldrei. Fulltrúi Flokks fólksins styður þá tillögu að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar verði falið að gera úttekt á samningum Reykjavíkurborgar við Ríkisútvarpið um lóðarréttindi og byggingarrétt við Efstaleiti.
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað borgarlögmanns, dags. 18. október 2021, um þau málaferli sem Reykjavíkurborg á aðild að fyrir dómstólum. R19100258
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppbyggingu í skólamálum í Grafarvogi. Samþykkt er að fallið verði frá því að þrengja að vaxtarsvæði Borgarholtsskóla í nýju aðalskipulagi. Korpuskóli verði opnaður á ný fyrir börn í Grafarvogi með því að hraða uppbyggingu í kringum Staðahverfi.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21100431
Frestað. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Nú berst borgarbúum stórt tímarit í tengslum við húsnæðisáætlun borgarinnar og er útgefandi þess Reykjavíkurborg. Ekki er hægt að láta hjá líða í þessu samhengi, að minnast á átak borgarinnar þar sem borgarbúar voru hvattir til að sniðganga pappírsbæklinga en hér fer borgin enn og aftur sjálf gegn eigin hvatningu með því að dreifa pappír inn um allar lúgur óumbeðin. Í fyrra var sent út tímarit í tengslum við græna planið og var kostnaður við gerð þess um 10.240.777 kr. fyrir utan virðisaukaskatt. Óskað er upplýsinga um hvar og hvenær ákvörðun um útgáfu þessa bæklings var tekin og hvaða fjárheimildir hafi legið fyrir ákvörðuninni. Fór gerð bæklingsins og dreifing í útboð? Hvað kostaði hönnun, prentun og dreifing bæklingsins? Hver var heildarkostnaður við vinnslu blaðsins og í hverju fólst hann? R21100432
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins:
Reykjavíkurborg samþykkir að útvega Pepp Ísland, grasrót fólks í fátækt, húsnæði sem hentar þörfum þeirra. Húsnæðið sem það hefur verið starfrækt frá hefur verið sett á sölu og eigandi óvænt samið við leigusala um nýjan samning með mun skemmri uppsagnarfresti en eldri leigusamningur kvað á um. Slíkt kemur starfsemi Peppsins í mjög slæma stöðu. Því er lagt til að unnið verði að því að finna Pepp hentugt húsnæði sem það geti leigt sem allra fyrst. Líkt og samhæfingarstjóri starfsins bendir á hentar fyrrum staðsetning, Álfabakki 12, starfinu fullkomlega varðandi staðsetningu og aðgengi og húsnæðið mætir þeim þörfum sem þurfa að vera til staðar. Nánar er fjallað um starfsemi Peppsins í greinargerð og mikilvægi þess fyrir fólk sem býr við fátækt og upplifir félagslega einangrun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21100434
Frestað. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Hvað kostaði húsnæðisblað Reykjavíkurborgar sem dreift var 26. október 2021 tæmandi talið og sundurliðað? 1. Hönnun? 2. Prentun? 3. Dreifing? 4. Annar kostnaður – hver? R21100435
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að fenginn verði óháður aðili, sem ekki hefur áður komið að fyrirtækinu, til að vinna stjórnsýsluúttekt á Strætó bs. þar sem farið verður yfir ferla og vinnulag síðustu 5 ára, til að skoða hvort stjórnsýsla, vinnubrögð stjórnenda og vinnsluaðilar hafi verið yfir gagnrýni hafin. Leggja þarf mat á hvort vinnubrögð og ferlar hafi verið í samræmi við góða stjórnsýsluhætti. Reykjavíkurborg er stærsti eigandi Strætó bs. Lagt er til að unnið verði faglegt mat á núverandi skipulagi Strætó bs., starfsmannamálum, starfsumhverfi, verkaskiptingu á sviðum og vinnuferlum. Lagt er til að auk greiningar á stjórnsýslu, rekstri og starfsmannamálum verði lagðar fram tillögur að úrbótum að því leyti sem hægt er og gerð framkvæmdaáætlun um úrbætur ef þörf er á. Tillagan er lögð fram vegna þess að undanfarið hafa komið fram kvartanir á hendur stjórnenda Strætó bs. Það eru aðallega einelti, mismunun og starfslokasamningar sem hafa verið dæmdir ólöglegir samkvæmt Jafnréttisstofu. Traust verður að ríkja hjá stjórnendum þess og lykilstarfsmönnum og því er nauðsynlegt að skoða og ígrunda alla þætti vinnubragða og ákvarðana.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21100436
Frestað. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt um skólamál í Laugardal og Laugarneshverfi og fengið þau svör að starfshópur sé að rýna í stöðuna með tilliti til úrbóta í húsnæðismálum grunnskóla- og frístundastarfs. Starfshópurinn skilaði tillögum af sér síðastliðið vor en ekki hefur frést neitt frekar um málið. Fulltrúa Flokks fólksins og fleiri er farið að lengja eftir þarfagreiningu og sviðsmyndum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá að vita hvar þessi mál eru stödd og hvenær megi vænta þess að sviðsmyndir verði birtar. R21100437
- Kl. 9:05 taka Halldóra Káradóttir og Erik Striz Bjarnason sæti á fundinum og Theódór Kjartansson víkur af fundi. Hallur Símonarson, Lárus Finnbogason, Daði Geir Samúelsson og Anna Karen Arnarsdóttir taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
-
Fram fer kynning fjármála- og áhættustýringarsviðs á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2022 og frumvarpi að fimm ára áætlun 2022-2026. Kynnt er fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar og starfs- og fjárhagsáætlanir skóla- og frístundasviðs, velferðarsviðs, miðlægrar stjórnsýslu, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, íþrótta- og tómstundasviðs, menningar- og ferðamálasviðs, umhverfis- og skipulagssviðs, þjónustu- og nýsköpunarsviðs, mannauðs- og starfsumhverfissviðs og fjármála- og áhættustýringarsviðs.
- Kl. 9:45 tekur Eyþór Laxdal Arnalds sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
- Kl. 12.50 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum og Jórunn Pála Jónasdóttir tekur sæti með fjarfundarbúnaði.Skúli Helgason, Helgi Grímsson, Kristján Gunnarsson, Regína Ásvaldsdóttir, Agnes Sif Andrésdóttir, Anna Kristinsdóttir, Sigurður Páll Óskarsson, Hjálmar Sveinsson, Ómar Einarsson, Steinþór Einarsson, Andrés Bögebjerg Andreasen, Pawel Bartoszek, Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Óli Jón Hertervig, Jón Valgeir Björnsson, Óskar Sandholt og Þorgeir Hafsteinn Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R21010179
-
Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2022 ásamt greinargerð og starfsáætlunum. Einnig er lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna trúnaðar á framlögðum gögnum, dags. 26. október 2021. R21010179
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12.00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.
-
Lagt fram frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2022-2026, ásamt greinargerð. R21010179
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12.00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21010179
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12.00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2022.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21100327
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12.00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2022.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21100328
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12.00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2022. R21100328
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12.00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyrisþega árið 2022. R21100328
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12.00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 26. október 2021, um lántökur á árinu 2022. R21100326
Frestað.Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til upplýsingar frá fjármála- og áhættustýringarsviði birtast á upplýsingavef Kauphallar Íslands kl. 11.30 þriðjudaginn 2. nóvember 2021, hálftíma áður en borgarstjóri gerir með formlegum hætti fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar opinberar með kynningu á fundi borgarstjórnar kl. 12.00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. október 2021.
Fundi slitið klukkan 16:35
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir
Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_2810.pdf