Borgarráð
Ár 2021, fimmtudaginn 3. júní, var haldinn 5627. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Líf Magneudóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar, auk borgarstjóra, tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 354/2021 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Eyþór Laxdal Arnalds, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir og Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. maí 2021, þar sem tilkynnar er að á fundi borgarstjórnar þann 18. maí 2021 hafi verið samþykkt að Alexandra Briem taki sæti sem varamaður í borgarráði í stað Sigurborgar Óskar Haraldsdóttur. R18060082
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. júní 2021:
Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 1.260 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 3,45%, í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 24 1, sem eru 1.247 m.kr. að markaðsvirði og tilboð að nafnvirði 1.032 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 0,95%, í verðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVK 32 1, en það eru 1.016 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 2. júní 2021.
Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. R20120178
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. maí 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 26. maí 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna íþróttamannvirkja á svæði austan Laugardalsvallar, ásamt fylgiskjölum. R21060019
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að breyta deiliskipulagi í Laugardalnum til þess að gera nýja gervigrasvelli á Valbjarnarvelli í samvinnu við Þrótt. Um er að ræða tvo nýja gervigrasvelli til æfinga þótt áfram verði gert ráð fyrir núverandi tennisvöllum og opnum göngu- og skokkleiðum á milli Laugardalsvallar og gervigrasvalla.
Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. maí 2021, sbr. synjun skipulags- og samgönguráðs frá 26. maí 2021 á breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 16 við Urðarbrunn, ásamt fylgiskjölum. R21050315
Synjun skipulags- og samgönguráðs er staðfest.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. maí 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 26. maí 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar, Gamla höfnin, vegna reita 03 og 04, ásamt fylgiskjölum. R21050312
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að boða umtalsverðar breytingar á samþykktu deiliskipulagi löngu eftir að það hefur farið í gegnum skipulagsferli og verið samþykkt. Um er að ræða mikilvægt svæði í borgarlandinu við Gömlu höfnina sem borgarbúar hafa sterkar skoðanir á hvernig eigi að skipuleggja. Breytingin felur í sér talsverða fjölgun íbúða og verið er að breyta raðhúsareit í fjölbýlishúsareit sem gerir svæðið einsleitara og óáhugaverðara til útivistar. Í stað þess að meirihlutinn bregðist við lóðaskorti í borginni er sífellt verið að auka byggingarmagn á þéttingarreitum á dýrustu lóðunum í borginni. Upphaflega var gert ráð fyrir leikskóla á svæðinu sem ekki er lengur gerð krafa um þrátt fyrir að ljóst er að mikill skortur er á leikskólaplássum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er um að ræða svæði í borgarlandinu við Gömlu höfnina, áður kallað Slippsvæðið. Fulltrúi Flokks fólksins veit að þetta svæði hefur tilfinningagildi fyrir marga. Stefnt er að talsverðu byggingarmagni en ekki er gert ráð fyrir leikskóla á svæðinu þrátt fyrir að fyrir liggi að leikskólapláss sárvanti. Ekki hefur tekist að „brúa bilið“ í leikskólamálum og er vöntun á plássum mikil í vesturborginni og víðar. Fulltrúi Flokks fólksins óttast að ekki sé lengur vilji til að byggja hefðbundna leikskóla á dýrmætu byggingarsvæði heldur eigi að setja börnin í annars konar leikskólaform, t.d. að þeim verði ekið með rútu á útisvæði þar sem þau dvelja yfir daginn. Fulltrúi Flokks fólksins vill einnig fá það skýrar hvort hér er verið að tala um að byggja hagkvæmt húsnæði. Þetta svæði hlýtur að vera eitt af dýrustu lóðum í borginni.
Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir vegna uppbyggingar í Vogabyggð. Kostnaðaráætlun 2 er 380 m.kr. R21050317
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. maí 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð veiti umhverfis- og skipulagssviði heimild til að efna til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir starfsemi frístundaheimilis og félagsmiðstöðvar ásamt nýrri göngu- og hjólabrú í Vogabyggð, skv. meðfylgjandi drögum að forsögn. Samkeppnin yrði haldin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands. Gert er ráð fyrir að samkeppnin verði tveggja þrepa. Skipuð verður dómnefnd sem semur samkeppnislýsingu, annast yfirferð tillagna og skilar niðurstöðum sínum til Reykjavíkurborgar. Áætlað er að niðurstaða samkeppninnar geti legið fyrir í byrjun árs 2022.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21050316
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Blásið verður til hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla ásamt nýrri göngu- og hjólabrú í Vogabyggð. Þetta er nauðsynlegt til að standa undir þeirri 1.200-1.500 íbúða uppbyggingu sem nú er hafin af miklum krafti í þessum nýja borgarhluta.
Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2021, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 19. maí 2021 á drögum að breytingu á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R21050311
Vísað til meðferðar forsætisnefndar.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að gera breytingar á samþykkt um meðhöndlun úrgangs í ljósi þess að lífræn hirða við heimili er að hefjast nú í haust. Borgarbúum mun því standa til boða frá og með 1. september að koma fyrir sér íláti undir lífrænan úrgang.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Málið er allt með ólíkindum, ekki nóg með að Gas- og jarðgerðarstöðin – GAJA – í umsjá Sorpu hafi farið langt fram úr fjárhagsætlun heldur er moltan ónothæf. Það lá fyrir í upphafi með hvaða hætti flokkun sorps fer fram á höfuðborgarsvæðinu en nú hefur komið í ljós – það sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks bentu ítrekað á – að moltan sem jarðgerðarstöðin framleiðir er algjörlega ónothæf og það sem verra er að nauðsynlegt er að urða hana.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Byrja á að hirða lífrænan úrgang frá heimilum næsta haust. Bæta á við starfsmanni og tunnum. Fulltrúi Flokks fólksins telur að hér ætti að vera um val að ræða, ekki aðeins í byrjun heldur ávallt. Víða er fólk með sína eigin jarðgerð við heimahús. Hér finnst fulltrúa Flokks fólksins að fólk ætti að fá að ráða því sjálft hvort það vill gera þetta sjálft.
Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2021, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 19. maí 2021 á drögum að gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R21050311
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að gera breytingar á gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í ljósi þess að lífræn hirða við heimili er að hefjast nú í haust. Borgarbúum mun því standa til boða frá og með 1. september að koma fyrir séríláti undir lífrænan úrgang.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lögð er fram tillaga meirihlutans að nýrri gjaldskrá fyrir meðhöndlun úrgangs í Reykjavík. En hvað mun þetta kosta heimilin? Hvað mun hver tæming kosta og hver verða umsýslu- og þóknunargjöld? Ílátið kostar um 10 þúsund, brún tunna. Heimili borga nú þegar mikið til SORPU og því er afar mikilvægt að þessu verði ekki þvingað upp á fólk þegar líður á. Það eru margir sem eru með sína eigin heimajarðgerð. Það var vitað að sú molta sem GAJA framleiðir yrði af lélegum gæðum svo ekkert er hér nýtt undir sólinni. Hinn 2. júlí 2020 bókaði fulltrúi Flokks fólksins að allt væri óljóst með afurðir GAJA, metan og moltuna, nema metanið vill SORPA áfram brenna og moltan yrði í mesta lagi gefin, þ.e. ef einhver vill þiggja hana vegna slakra gæða.
Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 19. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að kaupa sorpílát undir lífrænan eldhúsúrgang. R21050313
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja kaup á ílátum undir lífrænan úrgang í ljósi þess að lífræn hirða við heimili er að hefjast nú í haust. Borgarbúum mun því standa til boða frá og með 1. september að koma fyrir séríláti undir lífrænan úrgang.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kaup á sorpílátum fyrir lífrænan úrgang. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvernig þessi kaup voru ákveðin. Var farið í útboð?
Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 10:20 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á skipulagi fyrir stafræna umbreytingu Reykjavíkurborgar. R21050310
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur unnið þrekvirki frá því að fjárheimildir voru samþykktar fyrir hröðun á stafrænni umbreytingu borgarinnar. Um er að ræða 10 milljarða á þremur árum sem munu umbreyta þjónustu hjá borginni til framtíðar. Stjórnendum og starfsfólki þjónustu- og nýsköpunarsviðs er hrósað fyrir mikla og góða vinnu.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að þegar á heildina er litið er umhverfi þjónustu- og nýsköpunarsviðs , eitt það „ævintýralegasta opinbera skipulag“ sem borgarfulltrúinn hefur nokkurn tíma séð. Þegar allar þessar „flæðilínur“ og „frasar“ eru skoðaðir, sést að metnaður þessa sviðs virðist vera kominn langt út fyrir og umfram flest það sem „eðlilegt“ mætti teljast um aðkomu, umfang og fjársýslu einnar einingar opinbers aðila hér á landi. Þetta líkist mest uppbyggingu og ferlum hjá alþjóðlegu stórfyrirtæki sem ætlar sér ekkert annað en að sigra heiminn með hugsanlegum „afurðum“ sem ekki eru til og á eftir að bæði „rannsaka“ og „uppgötva“. Þarna er að finna frasa eins og „uppgötvunarfasar“, „start up menning“, „framleiðandi“, „yfirframleiðandi“, „markaðssetning“ svo eitthvað sé nefnt. Þótt flæðilínur og ferlar nýrrar „hugbúnaðarverksmiðju“ Reykjavíkurborgar líti vel út á blaði, er ekkert víst að „framleiðslan“ muni ganga jafn vel í raunveruleikanum. Það hlýtur að verða að taka inn í myndina að ekkert sé gefið eða klárt þegar um „uppgötvun“, „þróun“ og „framleiðslu“ á nýjum hugbúnaði er að ræða. Þarna er á ferðinni skólabókardæmi um það hvernig tíu milljarða „skipulag“ lítur út á blaði án þess að þar sjáist nokkuð hvað eigi að framleiða sem ekki er til nú þegar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Allar stofnanir og fyrirtæki sem taka alvarlega að veita góða þjónustu eru að leggja mikinn metnað í stafræna umbreytingu. Það krefst innviða og fjárfestingar. Verið er að koma af stað þessu stóra verkefni með stafrænni umbreytingu á rúmlega þreföldum hraða frá fyrri áætlunum sem ákveðið var í tengslum við græna planið, viðspyrnuáætlun borgarinnar vegna COVID. Þess vegna er ekkert óeðlilegt að niðurstöður liggi ekki fyrir. Bókun borgarfulltrúa Flokks fólksins sem á að vera hæðni dregur eiginlega bara fram og undirstrikar mikinn metnað núverandi meirihluta borgarstjórnar sem og faglegheit starfsfólksins hvað þetta varðar svo þakkað er fyrir það.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af þessum 10 milljörðum sem ÞON sviðið fær og hvernig þeim er varið á sviði þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Hægt er að fara í stafræna umbreytingu af meiri skynsemi og láta vera að bruðla með fjármuni borgarinnar. Ekkert er grænt við hvernig farið er með þessa stóru upphæð. Engin hæðni er í bókunum fulltrúa Flokks fólksins enda fulltrúinn ekki góður í slíku almennt séð. Fulltrúi Flokks fólksins er fyrst og síðast áhyggjufullur og minnir á langa biðlista barna eftir aðstoð, s.s. sálfræðiaðstoð.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason, Hreinn Valgerðar Hreinsson, Kristín Berg Bergvinsdóttir og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Fram fer kynning á nýjum vef Reykjavíkurborgar. R21050309
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á að vefur Reykjavíkurborgar fái einhverja uppfærslu. Erfitt er að skilja af hverju ekki er búið að því t.d. til samræmis við vefi annarra opinberra aðila þar sem fólk hefur getað sótt þjónustu bæði fljótt og vel, t.d. vefir hjá Heilsuveru, Skattinum, Atvinnuleysistryggingasjóði og Tryggingastofnun. Ekki þarf að leita langt yfir skammt heldur hægt að sækja það sem aðrir eru nú þegar komnir með og virkar. En miklu er búið að eyða í endalausar prófanir án þess oft að áþreifanlegar afurðir hafi orðið til. Má benda á áralangar notendatilraunir gróðurhúss þjónustu- og nýsköpunarsviðs sem lítið hefur komið út úr hingað til. Nú er verið að auka enn meira í notendarannsóknir, vinnustofur, þjónustuhönnun og áfram verða prófanir sem aftur vísar til meiri tilraunastarfsemi. Fyrir sérfræðinga í faginu er ekki um nein geimvísindi að ræða. Ef horft er í fjárhæðir þá er vel hægt að taka umbætur í skrefum, t.d. einfalda strax flóknustu ferlana. Margt annað má bíða nú á þessum erfiðu tímum vegna COVID. Hluti af þessu fjármagni er betur komið annars staðar nú svo hægt sé að deila þeim út til að taka á raunverulega vanda sem t.d. stór hópur barna glímir við í grunnskólum en fær ekki aðstoð með.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 12. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ráðstafa áætluðu fjármagni samkvæmt frumkostnaðaráætlun í verkefnið stafræn þróunarteymi, ásamt fylgiskjölum. R21050299
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Mikilvægt er að nútímavæða stjórnsýslu borgarinnar en þá er einmitt mikilvægt að hafa skýr mælanleg markmið og ábatagreiningu en ekkert af slíku liggur fyrir þrátt fyrir að verja eigi 10 milljörðum í verkefnið.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Er borgarstjóri og meirihlutinn ekki með öllum mjalla? 57 ný stöðugildi. Kostnaðurinn 2,4 milljarðar. Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem ber að halda uppi lögbundinni og grunnþjónustu. Reksturinn er í molum og verður tekið 34 milljarða rekstrarlán á árinu 2021. Þetta er meira en bilun.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þjónustu- og nýsköpunarsvið óskar eftir heimild til að gangsetja stafræn þróunarteymi og hefja verkefni sem lýsa má sem „hugbúnaðarverksmiðju“. Segir enn fremur að til að þess að tryggja skilvirkni þarf stafræna leiðtoga inn á öll svið borgarinnar. Fram kemur í gögnum að hlutverk stafrænna leiðtoga er „að bera kennsl á tækifæri og áskoranir inni á sviðum“. Ráða á sjö stafræna leiðtoga. Ráða á framleiðanda, tæknistjóra, hönnuði, forritara, samþættingarforritara og einnig lögfræðinga. Alls á að ráða í 57 ný stöðugildi og verðmiðinn er 2,4 milljarður. Hérna er á ferðinni „hugbúnaðarverksmiðja“. Ekki liggja fyrir upplýsingar um að borgarbúar hafi gefið sviðinu leyfi til að stofna hugbúnaðarfyrirtæki. Fulltrúi Flokks fólksins trúir ekki að þjónusta og starfsemi Reykjavíkurborgar sé það frábrugðin öðrum borgum eða sveitarfélögum af svipaðri stærð, að það þurfi að koma á fót „opinberu hugbúnaðarfyrirtæki“ til að framleiða þann hugbúnað og lausnir sem þarf. Fyrir sérfræðinga víðs vegar eru þetta ekki geimvísindi. Þessar afurðir eru líklega komnar í flest stærri fyrirtæki og mætti aðlaga að borginni fyrir brot af því fjármagni sem veitt er í þetta sem eru 10 milljarðar plús. Farnar hafa verið flóknustu og dýrustu leiðir með tilheyrandi bruðli eins og sést þegar rýnt er í reikninga.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 24. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu, fyrir hönd mannauðs- og starfsumhverfissviðs, að hefja útboðsferli sem er á áætlun nýrra upplýsingakerfa um kaup á starfsumsóknarkerfi fyrir Reykjavíkurborg, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R21050298
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem ber að halda uppi lögbundinni og grunnþjónustu. Reksturinn er í molum. Hér er á ferðinni botnlaus eyðsla á fjármunum borgarinnar. Öll þessi mál eru án stefnu og markmiða. Það er á engan hátt hægt að réttlæta að 10 milljarðar fari í þessi gæluverkefni á næstu þremur árum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins veit að það er til staðar rafrænt umsóknakerfi sem verið hefur í notkun. Er það með öllu úrelt? Hver er ástæða þess að nú þarf að fara að setja peninga í þetta? Er þetta nauðsynlegt eða er bara verið að kaupa nýtt af því að sviðið hefur úr að spila miklu fjármagni, meira en það nokkurn tíma þarf í nauðsynlegustu verkefni stafrænna umbreytinga?
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 21. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja kaup, innleiðingu og þróun á gagnavinnslustöð, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R21050300
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem ber að halda uppi lögbundinni og grunnþjónustu. Reksturinn er í molum. Hér er á ferðinni botnlaus eyðsla á fjármunum borgarinnar. Öll þessi mál eru án stefnu og markmiða. Það er á engan hátt hægt að réttlæta að 10 milljarðar fari í þessi gæluverkefni á næstu þremur árum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að óska eftir miklu fjármagni í ýmis konar verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON). Beðið er um heimild til kaupa, innleiðingar og þróunar gagnavinnslustöðvar; umbætur á veflægu viðburðardagatali; kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti; innkaup á gæða- og öryggiskerfi; hefja kaup og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og síðast en ekki síst innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti. Fæst af þessu eru hlutir sem almenningur gerir sér grein fyrir hvað er og ekki heldur hinn almenni borgarfulltrúi sem ekki er sérfræðingur á þessu sviði. Það er undarlegt að hvorki hefur verið til „veflægt skipuritskerfi“ undir vef Reykjavíkurborgar og ekki heldur verið til staðar gæða- og öryggiskerfi sem hefur eftirlit með „heilsu“ vefja Reykjavíkurborgar. Á þriggja ára tímabili fær þjónustu- og nýsköpunarsvið 10 milljarða til stafrænna umbreytinga. Á árunum áður hefur einnig miklu fjármagni verið veitt til sviðsins. Engum blöðum er um það að fletta að kerfið þarfnast einföldunar. Athygli er vakin á hvernig farið er með fjármagnið, nánast af léttúð. Rauð ljós loga og bjöllur hringja. Vísbendingar eru um sóun og bruðl. Botnlausar greiðslur eru til ráðgjafafyrirtækja meðan fastir starfsmenn með langa starfsreynslu eru reknir.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu, fyrir hönd menningar- og ferðamálasviðs, að hefja undirbúning á innkaupum að umbótum fyrir veflægt viðburðadagatal Reykjavíkurborgar, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R21050302
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem ber að halda uppi lögbundinni og grunnþjónustu. Reksturinn er í molum. Hér er á ferðinni botnlaus eyðsla á fjármunum borgarinnar. Öll þessi mál eru án stefnu og markmiða. Það er á engan hátt hægt að réttlæta að 10 milljarðar fari í þessi gæluverkefni á næstu þremur árum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að óska eftir miklu fjármagni í ýmis konar verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON). Beðið er um heimild til kaupa, innleiðingar og þróunar gagnavinnslustöðvar; umbætur á veflægu viðburðardagatali; kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti; innkaup á gæða- og öryggiskerfi; hefja kaup og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og síðast en ekki síst innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti. Fæst af þessu eru hlutir sem almenningur gerir sér grein fyrir hvað er og ekki heldur hinn almenni borgarfulltrúi sem ekki er sérfræðingur á þessu sviði. Það er undarlegt að hvorki hefur verið til „veflægt skipuritskerfi“ undir vef Reykjavíkurborgar og ekki heldur verið til staðar gæða- og öryggiskerfi sem hefur eftirlit með „heilsu“ vefja Reykjavíkurborgar. Á þriggja ára tímabili fær þjónustu- og nýsköpunarsvið 10 milljarða til stafrænna umbreytinga. Á árunum áður hefur einnig miklu fjármagni verið veitt til sviðsins. Engum blöðum er um það að fletta að kerfið þarfnast einföldunar. Athygli er vakin á hvernig farið er með fjármagnið, nánast af léttúð. Rauð ljós loga og bjöllur hringja. Vísbendingar eru um sóun og bruðl. Botnlausar greiðslur eru til ráðgjafafyrirtækja meðan fastir starfsmenn með langa starfsreynslu eru reknir.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu, fyrir hönd skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, að hefja kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti fyrir vef Reykjavíkurborgar, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R21050303
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem ber að halda uppi lögbundinni og grunnþjónustu. Reksturinn er í molum. Hér er á ferðinni botnlaus eyðsla á fjármunum borgarinnar. Öll þessi mál eru án stefnu og markmiða. Það er á engan hátt hægt að réttlæta að 10 milljarðar fari í þessi gæluverkefni á næstu þremur árum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að óska eftir miklu fjármagni í ýmis konar verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON). Beðið er um heimild til kaupa, innleiðingar og þróunar gagnavinnslustöðvar; umbætur á veflægu viðburðardagatali; kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti; innkaup á gæða- og öryggiskerfi; hefja kaup og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og síðast en ekki síst innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti. Fæst af þessu eru hlutir sem almenningur gerir sér grein fyrir hvað er og ekki heldur hinn almenni borgarfulltrúi sem ekki er sérfræðingur á þessu sviði. Það er undarlegt að hvorki hefur verið til „veflægt skipuritskerfi“ undir vef Reykjavíkurborgar og ekki heldur verið til staðar gæða- og öryggiskerfi sem hefur eftirlit með „heilsu“ vefja Reykjavíkurborgar. Á þriggja ára tímabili fær þjónustu- og nýsköpunarsvið 10 milljarða til stafrænna umbreytinga. Á árunum áður hefur einnig miklu fjármagni verið veitt til sviðsins. Engum blöðum er um það að fletta að kerfið þarfnast einföldunar. Athygli er vakin á hvernig farið er með fjármagnið, nánast af léttúð. Rauð ljós loga og bjöllur hringja. Vísbendingar eru um sóun og bruðl. Botnlausar greiðslur eru til ráðgjafafyrirtækja meðan fastir starfsmenn með langa starfsreynslu eru reknir.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja kaup á kerfi sem getur mælt hraða, umferð, gæði og almenna heilsu á þeim vefsvæðum sem borgin heldur utan um, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R21050304
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem ber að halda uppi lögbundinni og grunnþjónustu. Reksturinn er í molum. Hér er á ferðinni botnlaus eyðsla á fjármunum borgarinnar. Öll þessi mál eru án stefnu og markmiða. Það er á engan hátt hægt að réttlæta að 10 milljarðar fari í þessi gæluverkefni á næstu þremur árum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að óska eftir miklu fjármagni í ýmis konar verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON). Beðið er um heimild til kaupa, innleiðingar og þróunar gagnavinnslustöðvar; umbætur á veflægu viðburðardagatali; kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti; innkaup á gæða- og öryggiskerfi; hefja kaup og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og síðast en ekki síst innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti. Fæst af þessu eru hlutir sem almenningur gerir sér grein fyrir hvað er og ekki heldur hinn almenni borgarfulltrúi sem ekki er sérfræðingur á þessu sviði. Það er undarlegt að hvorki hefur verið til „veflægt skipuritskerfi“ undir vef Reykjavíkurborgar og ekki heldur verið til staðar gæða- og öryggiskerfi sem hefur eftirlit með „heilsu“ vefja Reykjavíkurborgar. Á þriggja ára tímabili fær þjónustu- og nýsköpunarsvið 10 milljarða til stafrænna umbreytinga. Á árunum áður hefur einnig miklu fjármagni verið veitt til sviðsins. Engum blöðum er um það að fletta að kerfið þarfnast einföldunar. Athygli er vakin á hvernig farið er með fjármagnið, nánast af léttúð. Rauð ljós loga og bjöllur hringja. Vísbendingar eru um sóun og bruðl. Botnlausar greiðslur eru til ráðgjafafyrirtækja meðan fastir starfsmenn með langa starfsreynslu eru reknir.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 27. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja kaup á uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar á vefsvæðum borgarinnar ásamt kaup á vinnu við yfirlestur fyrir framsetninguna, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R21050306
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem ber að halda uppi lögbundinni og grunnþjónustu. Reksturinn er í molum. Hér er á ferðinni botnlaus eyðsla á fjármunum borgarinnar. Öll þessi mál eru án stefnu og markmiða. Það er á engan hátt hægt að réttlæta að 10 milljarðar fari í þessi gæluverkefni á næstu þremur árum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að óska eftir miklu fjármagni í ýmis konar verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON). Beðið er um heimild til kaupa, innleiðingar og þróunar gagnavinnslustöðvar; umbætur á veflægu viðburðardagatali; kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti; innkaup á gæða- og öryggiskerfi; hefja kaup og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og síðast en ekki síst innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti. Fæst af þessu eru hlutir sem almenningur gerir sér grein fyrir hvað er og ekki heldur hinn almenni borgarfulltrúi sem ekki er sérfræðingur á þessu sviði. Það er undarlegt að hvorki hefur verið til „veflægt skipuritskerfi“ undir vef Reykjavíkurborgar og ekki heldur verið til staðar gæða- og öryggiskerfi sem hefur eftirlit með „heilsu“ vefja Reykjavíkurborgar. Á þriggja ára tímabili fær þjónustu- og nýsköpunarsvið 10 milljarða til stafrænna umbreytinga. Á árunum áður hefur einnig miklu fjármagni verið veitt til sviðsins. Engum blöðum er um það að fletta að kerfið þarfnast einföldunar. Athygli er vakin á hvernig farið er með fjármagnið, nánast af léttúð. Rauð ljós loga og bjöllur hringja. Vísbendingar eru um sóun og bruðl. Botnlausar greiðslur eru til ráðgjafafyrirtækja meðan fastir starfsmenn með langa starfsreynslu eru reknir.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason, Hreinn Valgerðar Hreinsson, Kristín Berg Bergvinsdóttir og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 26. maí 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja undirbúning, innkaup, uppsetningu og innleiðingarferli á innanhúsleiðsögukerfi fyrir Ráðhús Reykjavíkur, Tjarnargötu 12 og Höfðatorg, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R21050308
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem ber að halda uppi lögbundinni og grunnþjónustu. Reksturinn er í molum. Hér er á ferðinni botnlaus eyðsla á fjármunum borgarinnar. Öll þessi mál eru án stefnu og markmiða. Það er á engan hátt hægt að réttlæta að 10 milljarðar fari í þessi gæluverkefni á næstu þremur árum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að óska eftir miklu fjármagni í ýmis konar verkefni á vegum þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON). Beðið er um heimild til kaupa, innleiðingar og þróunar gagnavinnslustöðvar; umbætur á veflægu viðburðardagatali; kaup á kerfi og uppsetningu á veflægu skipuriti; innkaup á gæða- og öryggiskerfi; hefja kaup og uppsetningu á kerfiseiningum fyrir vélþýðingar og síðast en ekki síst innkaup og innleiðingu á innanhúsleiðsögukorti. Fæst af þessu eru hlutir sem almenningur gerir sér grein fyrir hvað er og ekki heldur hinn almenni borgarfulltrúi sem ekki er sérfræðingur á þessu sviði. Það er undarlegt að hvorki hefur verið til „veflægt skipuritskerfi“ undir vef Reykjavíkurborgar og ekki heldur verið til staðar gæða- og öryggiskerfi sem hefur eftirlit með „heilsu“ vefja Reykjavíkurborgar. Á þriggja ára tímabili fær þjónustu- og nýsköpunarsvið 10 milljarða til stafrænna umbreytinga. Á árunum áður hefur einnig miklu fjármagni verið veitt til sviðsins. Engum blöðum er um það að fletta að kerfið þarfnast einföldunar. Athygli er vakin á hvernig farið er með fjármagnið, nánast af léttúð. Rauð ljós loga og bjöllur hringja. Vísbendingar eru um sóun og bruðl. Botnlausar greiðslur eru til ráðgjafafyrirtækja meðan fastir starfsmenn með langa starfsreynslu eru reknir.
Óskar J. Sandholt, Óli Páll Geirsson, Þröstur Sigurðsson, Ólafur Sólimann Helgason, Hreinn Valgerðar Hreinsson, Kristín Berg Bergvinsdóttir og Arna Ýr Sævarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. maí 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 26. maí 2021 á tillögu að hjólreiðaáætlun Reykjavíkur 2021-2025, ásamt fylgiskjölum. R21050314
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð fagnar framkominni hjólreiðaáætlun 2021-2025. Frá því fyrsta hjólreiðaáætlun Reykjavíkur var samþykkt árið 2010 hefur hlutdeild hjólreiða í öllum ferðum aukist úr 2% í 7% og við vitum að betri og fleiri hjólastígar hafa þar skipt sköpum. Stefnt að því að fjárfestingar í nýjum hjólreiðainnviðum verði að lágmarki 5 milljarðar króna á árunum 2021-2025. Jafnframt er sett fram framtíðarsýn fyrir hjólanetið í Reykjavík til ársins 2030. Við leggjum áherslu á að vinna við innleiðingu áætlunarinnar hefjist þegar í stað og að leitað verði umsagna íbúaráða í þeirri vinnu.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi sósíalista fagnar hjólreiðaáætlun sem hefur það að markmiði að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðafólk og auka hlutdeild hjólandi. Fulltrúi sósíalista hefur þó áhyggjur af gjaldtöku varðandi liðinn sem fjallar um að rekstur hjólaskápa fyrir almenning, á völdum stöðum í borgarlandinu og í bílastæðahúsum, verði boðinn út. Hjólreiðaáætlunin nefnir að „skapa þarf umhverfi sem hvetur til hjólreiða. Góð hjólaborg er borg sem tekur mið af öllum aldurshópum, öllum kynjum, borg sem hugar að þörfum fatlaðs fólks og styður við hjólreiðar óháð efnahag.“ Í þessu samhengi þarf t.a.m. að tryggja að rafhlaupahjól séu ekki fyrir neinum í borgarlandinu, hvað varðar aðgengi. Fulltrúi sósíalista minnist einnig nýlegs viðtals um hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, þar sem leitast er við að safna hjólum fyrir börn¬ og unglinga sem ekki hafa tök á því að kaupa sér reiðhjól. Það er gott og mikilvægt að bæta hjólaaðstæður í borginni, á sama tíma þarf að útrýma stéttskiptingu til að tryggja að borgarbúar hafi tök á því að útvega sér hjól.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta er metnaðarfull áætlun. Markmiðið er að aðskilja gangandi og hjólandi umferð frá megin stofnleiðum borgarinnar. Tekið er undir mikilvægi þess að hvetja börn og ungmenni til að hjóla og samhliða verður að tryggja öryggi þeirra sem best. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður minnst á mikilvægi þess að taka fræðslu um reglur á hjólastígum (hjólakennslu) inn í skólana. Forvitnilegt væri að fá flokkun á hjólastígum eftir öryggi þeirra og „gæðum“. Víða eru stígar blandaðir, hjóla- og göngustígar sem eru upphaflega hannaðir sem göngustígar. Þá þarf að lagfæra til að þeir verði öruggir fyrir bæði hjólandi og gangandi. Rýmið er oftast nægilega mikið og hægt er að búa til aflíðandi beygjur og minnka brekkur. Tilefni er til að auka eftirlit með umferð á blönduðum stígum vegna fjölgunar á minni vélknúnum farartækjum og hefur slysum fjölgað í kjölfarið. Einnig má nefna að gjarnan gengur, hleypur og hjólar fólk á öllum aldri með tónlist í eyrunum og heyrir því ekki eins vel þegar einhver nálgast það. Úr geta því orðið árekstrar. Fjarlæga þarf jafnframt járnslár þar sem þær eru enda hættulegar hjólreiðafólki. Ef stígar eiga að verða hluti af samgöngukerfi borgarinnar þarf að vera eins lítið af brekkum og hægt er en öryggi er vissulega aðalatriðið.
Ólöf Örvarsdóttir og Katrín Atladóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. maí 2021 á tillögu um nýja yfirstjórn sértæku félagsmiðstöðvarinnar Hofs, ásamt fylgiskjölum. R21050286
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundasviðs frá 25. maí 2021 á tillögu að nýju skólahverfi í Skerjafirði, ásamt fylgiskjölum. R21040203
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja nýtt skólahverfi í Skerjafirði í ljósi þess að uppbyggingin þar er að hefjast. Fyrsti áfangi gerir ráð fyrir 700 íbúðum en alls verða nýjar íbúðir í Skerjafirði um 1.400.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að uppbygging nýs skóla í Skerjafirði komi ekki í veg fyrir löngu tímabærar endurbætur á skólahúsnæði Melaskóla og Hagaskóla. Uppbyggingu á Melaskóla þarf að hefja strax á þessa ári. Enn fremur þarf að hefja viðbyggingu við Hagaskóla á þessu ári.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins veit að skólar eru yfirsetnir í Vesturbæ og nú stendur til að byggja mikið í Skerjafirði m.a. á landfyllingu og mun skólinn einnig standa á landfyllingu. Heilbrigðisnefnd hefur bent á í skýrslu sinni að við flutning staðsetningar á grunnskóla er farið nær því svæði þar sem staðfest hefur verið að er olíumengun í jarðvegi. Huga þarf að því að strangari kröfur þarf að gera til hreinsunar og jarðvegsskipta þegar um er að ræða starfsemi fyrir börnBörn hafa á vakt þessa meirihluta verið skikkuð til að stunda nám í menguðu skólahúsnæði sbr. Fossvogsskólamálið og víðar. Fulltrúa Flokks fólksins óar fyrir því að fara að setja börn í skólaaðstæður þar sem olíumengun kann mögulega að vera í jarðvegi.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. maí 2021 á samningi við Myndlistaskólann í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R21050285
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. maí 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 25. maí 2021 á þjónustusamningi við Myndlistaskólann í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R21050284
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 23. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á jafnlaunastefnu Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R20050193
Samþykkt.Lóa Birna Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. júní 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að Reykjavíkurborg sæki um og gerist aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights. Borgarstjóri verði fulltrúi Reykjavíkurborgar í bandalaginu og sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21030289
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Setjum 10 milljarða í „stafræna umbreytingu“ í samhengi. Borgarstjóri er blindur af sjálfum sér og fullur hégóma því fyrir liggur að Reykjavíkurborg áætlar að gerast aðili að bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og að hann sjálfur verði fulltrúi Reykjavíkur í bandalaginu og sviðstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill hans. Þetta verkefni er sett af stað til að uppfylla skilyrði stórborga til inngöngu í bandalagið. Hann vill dansa með borgarstjórum stórborga í heiminum. Þessi aðild er dýru verði keypt fyrir Reykvíkinga.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjóri hefur lagt til að hann verði fulltrúi í bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill. Ekki fylgja upplýsingar um hvort þetta skapi einhvern kostnað t.d. hvort borgarstjóri hyggist leggja land undir fót til að mæta á fundi. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að vel er hægt að taka þátt í bandalaginu í gegnum fjarfundi. Sjálfsagt er að fylgjast með en minnt er á að Reykjavíkurborg er ekki hugbúnaðarfyrirtæki heldur sveitarfélag sem hefur skuldbindingar gagnvart fólkinu. Finna má nú þegar dæmi um snjalllausnir sem komnar eru í notkun í öðrum stofnunum og sem Reykjavíkurborg gæti nálgast og aðlagað að þjónustuþörfum borgarinnar. Svið borgarinnar vita best hvað þau þurfa og hvernig sú aðlögun þarf að vera. Þetta gera aðrar stofnanir og það fyrir brotabrot af því fjármagni sem sett hefur verið í stafræna umbreytingu sem eru 10 milljarðar. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur til þátttöku borgarstjóra í þessu áhugaverða bandalagi í gegnum snjalllausnir/fjarfundi og umfram allt að reyna að læra sem mest af öðrum. Þótt fulltrúi Flokks fólksins styðji prinsippið, styður hann engin fjárútlát sem munu tengjast þessu svo það sé alveg skýrt.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. júní 2021, ásamt fylgiskjölum:
Hjálagt erindisbréf stýrihóps um heildstæða innkaupastefnu er lagt fram til samþykktar. Óskað er eftir því að borgarráð skipi þrjá fulltrúa í stýrihópinn. Stýrihópurinn hefur það hlutverk að móta heildstæða innkaupastefnu í víðum skilningi fyrir Reykjavíkurborg, sérstaklega með tilliti til græna plansins og loftslagsáætlunar Reykjavíkurborgar.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21050109
Samþykkt.
Samþykkt að tilnefna Alexöndru Briem, Björn Gíslason og Sabine Leskopf í stýrihópinn.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. júní 2021:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samkomulagi um flýtingu framkvæmda við gervigrasvelli fyrir Knattspyrnufélagið Þrótt. R20110234
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrr á þessum fundi var samþykkt að auglýsa breytingu á deiliskipulagi vegna lagningar nýrra gervigrasvalla á Valbjarnarvelli sem byggt er á þessu samkomulagi. Samkomulagið er gert í kjölfar þess að forgangsröðun íþróttamannvirkja var gerð þar sem íþróttamannvirki í Laugardal lentu efst í forgangi.
Fylgigögn
-
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-4324/2020. R20060251
-
Lagt fram svar borgarlögmanns, dags. 31. maí 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2019 og ársreikningalög, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar 2021. R19120193
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Gott er að hafa tungur tvær. Vísað er í áður framlagt álit borgarlögmanns um hæfilegt ábyrgðargjald Félagsbústaða hf. vegna eigandaábyrgðar Reykjavíkurborgar. Þar kom fram að Félagsbústöðum hf. sé markaður skýr tilgangur og markmið og í samþykktum vísað til þess að félagið sé ekki rekið í hagnaðarskyni heldur til að sinna félagslegri, lögbundinni þjónustu. Einnig kemur fram sú skýra afmörkun á hlutverki Félagsbústaða og framkvæmd á vegum félagsins er talin fullnægja skilyrðum 2. mgr. 59. gr. EES-samningsins og því ekki nauðsynlegt að leggja ábyrgðargjald á lán til Félagsbústaða. Í samþykktum segir að tilgangi félagsins um að starfa í þágu almannaheilla megi ekki breyta og í 5. gr. samþykktanna er kveðið á um að félagið skuli ekki rekið í hagnaðarskyni og í 7. gr. að arður er ekki greiddur út til eiganda. Hér kemur það skýrt fram að Félagsbústaðir eru ekki fjárfestingafélag og á ekki fjárfestingaeignir. Því má ekki færa félagið á gangvirði inn í samstæðu Reykjavíkur eins og gert hefur verið. Félagsbústaðir eru og hafa verið færðir með röngum hætti inn í samstæðuna allt frá árinu 2014 og nemur froðan í bókhaldinu sem af því hefur skapast hátt í 60 milljörðum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 28. maí 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um greiðslur til Yrki arkitekta, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. september 2020. R20090147
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er athyglisvert að sjá hversu mörg verk Yrki arkitektar fengu frá Reykjavíkurborg á árunum 2017 og 2018 í aðdraganda borgarstjórnarkosninga og á kosningaári. Flestir vita að fyrrverandi borgarfulltrúi Pírata er mjög tengdur fyrirtækinu og hefur setið í skipulags- og samgönguráði bæði sem varamaður og aðalmaður í tvö kjörtímabil. Engin viðskipti voru við fyrirtækið fyrr en kosningaárið 2014 þegar Píratar voru kosnir í borgarstjórn og fóru í meirihlutasamstarf. Þetta er klár spilling. Samtals nema viðskiptin yfir 100 milljónir á 6 árum. Gott að vera besti vinur aðal.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Þessi verkefni Yrki arkitekta voru öll farin af stað áður en viðkomandi borgarfulltrúi hóf störf á stofunni sem var í desember 2018 eða eftir að fulltrúinn hætti störfum á stofunni. Kjörnir fulltrúar koma ekki að ákvörðunum um af hverjum er keypt enda skapa lög um opinber innkaup og innkaupareglurnar skýran ramma um innkaup. Fjármagn vegna viðskipta við arkitektastofuna er örlítið brot af heildarupphæð sem fer í skipulagsverkefni á vegum borgarinnar. Borgarfulltrúinn (sem er veikur eins og frægt er orðið, meðal annars vegna áreitis í sínum störfum) hefur ætíð vikið í málum er varða stofuna. Það er gott fyrir ráð borgarinnar að þar sitji fagfólk sem er upplýst og þekki málin vel, það er gott fyrir borgina að þar sé fagþekking. Því er ekkert óeðlilegt að í ráði er varðar skipulagsmál sitji fólk sem hefur starfað sem fagfólk á þeim vettvangi. Mikilvægast er að reglur er varða hæfi séu virtar og borgarfulltrúinn hefur alltaf virt þær reglur.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Hefði verið um aðra flokka að ræða en Pírata þá hefði verið hrópað á torgum: spilling, spilling, spilling.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar SORPU bs., dags. 27. maí 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um sölu metans, fjárkröfur vegna málsókna og kostnað vegna reksturs SORPU bs., sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. maí 2021. R21050086
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins rekur augun í að Sorpa hefur eytt hátt í 40 milljónum í ráðgjöf vegna markaðs- og kynningarmála 2015-2020. Sem betur fer virðist því vera hætt. Þetta fyrirtæki, ef eitthvað, ætti að huga að því að fara vel með fjármagn.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Faxaflóahafna sf., dags. 21. maí 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um söluskála Faxaflóahafna við Ægisgarð, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 6. maí 2021. R21050094
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hvernig í veröldinni var hægt að koma kostnaðinum við þessi hús upp í eina milljón á fermetra? Þau slá smáhýsin í Gufunesi út. Húsin eru samtals 387 fermetrar og heildakostnaður 398,6 milljónir. Athygli vekur að arkitektakostnaður og verkfræðikostnaður eru tæpar 40 milljónir. Í alvöru – þetta eru söluhjallar en ekki lúxusíbúðir.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 1. júní 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um skýrslu loft- og geimferðastofnunarinnar um flugöryggi vegna byggðar í Skerjafirði, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. febrúar 2021. R21010035
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dags. 16. febrúar 2021, um könnun og úrbætur á stöðu þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði, sbr. 4. lið fundargerðar borgarstjórnar frá 16. febrúar 2021. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 1. júní 2021. R21020149
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið tillögur um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Tillögurnar byggja annars vegar á niðurstöðu rannsóknar húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á brunanum við Bræðraborgarstíg 1 og hins vegar á niðurstöðu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um óleyfisbúsetu, sem voru unnar í breiðu samráði við hagsmunaðila undir hatti samráðsvettvangsins um brunavarnir í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Í mars sl. skilaði samráðsvettvangurinn af sér 13 úrbótatillögum til félags- og barnamálaráðherra. Í framhaldi var skipaður stýrihópur til að koma hluta af tillögunum til framkvæmda og felst ein þeirra í því að kortleggja raunstöðu óleyfisbúsetu til að viðbragðsaðilar séu upplýstir um slíka búsetu komi upp eldsvoði eða ýmiskonar náttúruvá. Er markmiðið að kortleggja raunstöðu óleyfisbúsetu þar sem safnað verði upplýsingum um raunverulega búsetu í atvinnuhúsnæði, ástand brunavarna og félagslegra aðstæðna íbúa. Skipaður hefur verið stýrihópur um kortlagningu á óleyfisbúsetu sem mun hafa það verkefni að útfæra hvernig kortlagningunni skal háttað, hvaða upplýsingum skal safnað, hvar upplýsingarnar skulu skráðar og utanumhald með þeim. Þá mun hópurinn einnig greina kostnaðinn við verkefnið og skilgreina kostnaðarskiptingu. Í stýrihópnum eru fulltrúar frá húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, Þjóðskrá Íslands og tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg, þ.e. borgarritari og byggingarfulltrúi. Frá því í haust hefur hópur lykilstarfsmanna Reykjavíkurborgar ásamt slökkviliðsstjóranum á höfuðborgarsvæðinu fundað reglulega að frumkvæði borgarstjóra um eldvarnir, eftirlit og eftirfylgni. Hópurinn hefur m.a. verið vettvangur fyrir fulltrúa Reykjavíkurbogar, sem situr í vinnuhópi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um óleyfisbúsetu, til að spegla hugmyndir til að fara með inn í vinnuhóp húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í ljósi ofangreinds er tillögunni vísað frá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Bruninn á Bræðraborgarstíg leiddi í ljós að úrbóta sé þörf, ekki síst í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg sér um lokaúttektir og leyfi fyrir byggingar. Byggingarfulltrúi sér um úttektir, heilbrigðiseftirlitið hefur skyldum að gegna og slökkvilið heyrir líka undir borgina. Það er óboðlegt að fólk skuli búa í hættulegu húsnæði árum saman, þrátt fyrir ítrekað hafi verið varað við því skriflega og munnlega.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun
Tillaga sósíalista um könnun og úrbætur á stöðu þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði fól í sér að kanna hverjar aðstæður fólks eru sem býr í atvinnuhúsnæði, eða óleyfisbúsetu, fjölda innan borgarinnar og hvernig best sé að koma til móts við þarfir þeirra. Tillagan fól í sér að borgin myndi leitast við að ná til þeirra sem búa í atvinnuhúsnæði í borginni til að komast að því hver á í hlut; fjölda, fjölskyldugerð, ástæður þess að búseta þeirra er í atvinnuhúsnæði og hverjar þarfir þeirra eru. Samhliða því komi borgin til móts við þarfir þeirra svo að enginn þurfi að búa við ótryggar aðstæður. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið tillögur um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu í samráði við aðra aðila. Ein tillagan felur í sér að kortleggja raunstöðu óleyfisbúsetu til að viðbragðsaðilar séu upplýstir um slíka búsetu komi upp eldsvoði eða ýmis konar náttúruvá. Er markmiðið að kortleggja raunstöðu óleyfisbúsetu þar sem safnað verði upplýsingum um raunverulega búsetu í atvinnuhúsnæði, ástand brunavarna og félagslegra aðstæðna íbúa. Fulltrúi sósíalista ítrekar mikilvægi þess að leitast verði við að tala við fólkið sem á í hlut um hvaða aðgerðir borgin geti farið í til að mæta þörfum borgarbúa.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 22. mars 2021, þar sem tillaga fulltrúa Flokks fólksins um aðgerðir til að finna öruggt húsnæði fyrir þá sem búa í ósamþykktu húsnæði er send borgarráði, sbr. 6. lið fundargerðar velferðarráðs frá 17. mars 2021. Einnig lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 1. júní 2021. R21030241
Samþykkt með 4 atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn 3 atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að vísa tillögunni frá.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið tillögur um úrbætur á brunavörnum í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Tillögurnar byggja annars vegar á niðurstöðu rannsóknar húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á brunanum við Bræðraborgarstíg 1 og hins vegar á niðurstöðu vinnuhóps húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um óleyfisbúsetu, sem voru unnar í breiðu samráði við hagsmunaðila undir hatti samráðsvettvangsins um brunavarnir í húsnæði þar sem fólk hefur búsetu. Í mars sl. skilaði samráðsvettvangurinn af sér 13 úrbótatillögum til félags- og barnamálaráðherra. Í framhaldi var skipaður stýrihópur til að koma hluta af tillögunum til framkvæmda og felst ein þeirra í því að kortleggja raunstöðu óleyfisbúsetu til að viðbragðsaðilar séu upplýstir um slíka búsetu komi upp eldsvoði eða ýmiskonar náttúruvá. Er markmiðið að kortleggja raunstöðu óleyfisbúsetu þar sem safnað verði upplýsingum um raunverulega búsetu í atvinnuhúsnæði, ástand brunavarna og félagslegra aðstæðna íbúa. Skipaður hefur verið stýrihópur um kortlagningu á óleyfisbúsetu sem mun hafa það verkefni að útfæra hvernig kortlagningunni skal háttað, hvaða upplýsingum skal safnað, hvar upplýsingarnar skulu skráðar og utanumhald með þeim. Þá mun hópurinn einnig greina kostnaðinn við verkefnið og skilgreina kostnaðarskiptingu. Í stýrihópnum eru fulltrúar frá húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, Þjóðskrá Íslands og tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg, þ.e. borgarritari og byggingarfulltrúi. Frá því í haust hefur hópur lykilstarfsmanna Reykjavíkurborgar ásamt slökkviliðsstjóranum á höfuðborgarsvæðinu fundað reglulega að frumkvæði borgarstjóra um eldvarnir, eftirlit og eftirfylgni. Hópurinn hefur m.a. verið vettvangur fyrir fulltrúa Reykjavíkurborgar, sem situr í vinnuhópi húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um óleyfisbúsetu, til að spegla hugmyndir til að fara með inn í vinnuhóp húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Í ljósi ofangreinds er tillögunni vísað frá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Bruninn á Bræðraborgarstíg leiddi í ljós að úrbóta sé þörf, ekki síst í borgarkerfinu. Reykjavíkurborg sér um lokaúttektir og leyfi fyrir byggingar. Byggingarfulltrúi sér um úttektir, heilbrigðiseftirlitið hefur skyldum að gegna og slökkvilið heyrir líka undir borgina. Það er óboðlegt að fólk skuli búa í hættulegu húsnæði árum saman, þrátt fyrir ítrekað hafi verið varað við því skriflega og munnlega.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillögunni er vísað frá og vísað í skýrslu unna fyrir þrjá ráðherra um brunavarnir í íbúðum. Í skýrslunni er ekkert að finna sem beint tengist tillögunni sem hér um ræðir t.d. hvernig á að leysa húsnæðisvanda þessa fólks til þess að það þurfi ekki að búa í óviðunandi og jafnvel hættulegu húsnæði. Kortlagning á óleyfisbúsetu snýr að húsnæðinu en ekki að fólkinu sem býr í því en tillagan gekk út á að finna þetta fólk og bjóða því betri kost til þess að það neyðist ekki til að leita sér skjóls í óleyfishúsnæði vegna þess að það finnur ekkert hagkvæmt leiguhúsnæði. Hér er um efnalítið og fátækt fólk að ræða. Vegna fátæktar verður fólk að leigja sér húsnæði sem jafnvel er skipulegt undir atvinnustarfsemi en nýtt til íbúðar fyrir einstaklinga. Einnig séu dæmi um að starfsmannaleigur og atvinnurekendur komi starfsmönnum sínum fyrir í óleyfisbúsetu. Það mun aldrei vera hægt að finna öll húsnæði sem skortir fullnægjandi brunavarnir. Því erfiðari sem húsnæðismarkaðurinn er fátæku og efnalitlu fólki, aukast líkur þess að fólk finni sér skjól í ósamþykktu, hættulegu húsnæði þar sem brunavörnum er oft ábótavant. Vandinn er meiri nú eftir að atvinnuleysi hefur aukist vegna COVID-19.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 20. maí 2021. R21010023
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið:
Aðgengismál fatlaðra eiga sér margar birtingarmyndir. Mikið hefur verið talað um aðgengi að strætóstoppistöðvum sem er nánast á flestum stöðum ábótavant. Aðstaðan á biðstöðvum er slæm á meira en 500 stöðum. Þarfir fatlaðs fólks í umferðinni hafa ekki verið í forgangi árum saman. Strætó sem almenningssamgöngur hefur ekki verið raunhæfur kostur fyrir fatlað fólk og þess vegna eru almenningssamgöngur lítið notaðar af hreyfihömluðu fólki og sjónskertu og blindu fólki. Reikna má með löngum tíma til að gera ástandið viðunandi, hvað þá fullnægjandi, þótt byrjað sé á verkinu. Engar hugmyndir eru um hversu langan tíma þetta á eftir að taka eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst. Umræða hefur einnig verið um að hjól og rafhlaupahjól hafa verið skilin eftir á miðri gangstétt og stígum. Hjól sem lagt er á gangstétt er slysagildra eða hindrun fyrir fatlaðan einstakling, t.d. þann sem er í hjólastól eða er sjónskertur/blindur. Það vantar skýrar umgengnisreglur um hvernig megi og eigi að skilja við hjólin og þá þurfa vissulega að vera aðstæður (hjólastandar) til að leggja hjólunum. Gríðarleg fjölgun hefur orðið á notkun hlaupahjóla og rafhlaupahjóla á stuttum tíma. Enn skortir mikið á að innviðir í borgarlandinu geti tekið við þessari miklu fjölgun.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 17. maí 2021. R21010018
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 20. og 27. maí 2021. R21010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 17. maí 2021. R21010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 20. maí 2021. R21010029
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 20., 25. og 27. maí 2021. R21010031
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 19. maí 2021. R21010032
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 17. maí 2021. R21010021
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir skipulags- og samgönguráðs frá 26. maí og 2. júní 2021. R21010008
B-hlutar fundargerðanna eru samþykktir.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðarinnar frá 2. júní:
Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu um leiðbeiningar fyrir hverfisskipulag. Um framfarir er að ræða þegar stuðlað er að því að búa til fleiri íbúðir í grónum íbúðarhverfum þar sem ekki þarf að raska innviðum. Um margar aðrar breytingar er ekki það sama að segja. Iðnaðarhúsnæði á ekki að breyta í íbúðir nema þegar það svæði á að verða að íbúðasvæði. Kvaðir ættu að vera í verslunar- og iðnaðarhúsnæði um að ekki megi vera þar með aðra starfsemi en sú sem upprunaleg er nema í undantekningartilfellum. Jákvætt er að brugðist hafi verið við ýmsum athugasemdum íbúa og að kynning sé ítarleg. Einnig er tekið undir að mikilvægt er að unnið verði heildarskipulag fyrir Mjódd sem lykilsvæði til framtíðar.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 9. og 30. apríl 2021. R21010017
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðarinnar frá 30. apríl:
Útboð á vetnisvögnum. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér af hverju verið að leita að vetnisvögnum. Þeir voru reyndir fyrir nokkrum árum og reyndust ekki vel og entust stutt. Vetni er ekki framleitt í neinu magni hér á landi sem er þó auðveldlega hægt að gera. Hins vegar fellur mikið til af óseljanlegu metani sem er brennt á báli. Hvers vegna er ekki lögð áhersla á að nota þetta úrgangsefni til að knýja vagna? Hvernig væri að Strætó og Sorpa töluðu saman og reyndu að semja um metan á strætisvagna?
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 21 mál. R21050254
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 8. lið yfirlitsins:
Hér er birt svar borgarinnar við erindi umboðsmanns barna vegna ástands á húsnæði Fossvogsskóla þar sem fjallað er um skort á upplýsingagjöf til nemenda, róti á lífi barna við flutninga í Korpuskóla og áhyggjum foreldra yfir heilsu barna vegna myglu. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir allt þetta og gagnrýnir hvernig tekið var á vandamálum í Fossvogsskóla. Komið hefur verið illa fram við hlutaðeigandi í þessu erfiða máli í. Um tíma var fullyrt að komist hefði verið fyrir myglu í Fossvogsskóla. Glænýjar, sláandi myndir hafa verið birtar af loftræstikerfum í skólahúsnæðinu þar sem sjá má að inntak í loftræstikerfi skólans er þakið myglu en búið var að hylja hana með klæðningu. Enn og aftur er fullyrt af eftirlitsaðilum að búið væri að fara yfir loftræstikerfið. Annað hvort er eftirlitið gallað eða menn hafa vísvitandi horft fram hjá þessu nema hvort tveggja sé. Þarna hafa börn verið látin stunda nám við afar mengandi aðstæður. Ákalli var ekki sinnt. Nú er viðurkennt af meirihluta skóla- og frístundaráðs að bregðast hefði átt við fyrr og hlustað betur. Ekki á einu sinni að biðjast afsökunar.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R21050318
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma. R21010036
Samþykkt að veita André Bachmann Sigurðssyni styrk að upphæð kr. 350.000 vegna jólahátíðar fatlaðra árið 2021.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er upplýsinga hve mörgum lóðum undir einbýli, raðhús og parhús hafi verið úthlutað á þessu kjörtímabili, þ.e. síðustu 3 ár. R21060022
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að innri endurskoðun Reykjavíkurborgar geri úttekt á eftirliti vegna brunans á Bræðraborgarstíg. Bruninn leiddi í ljós að úrbóta sé þörf, ekki síst í borgarkerfinu. Byggingarfulltrúi sér um úttektir, heilbrigðiseftirlitið hefur skyldum að gegna og slökkvilið heyrir líka undir borgina. Það er óboðlegt að fólk skuli búa í hættulegu húsnæði árum saman, þrátt fyrir ítrekað hafi verið varað við því skriflega og munnlega. R20060261
Frestað.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Á að lækka álagningaprósentu á íbúðarhúsnæði í Reykjavík fyrir árið 2022? 2. Á að lækka álagningaprósentu á atvinnuhúsnæði í Reykjavík fyrir árið 2022?3. Ef ekki – hvað er áætlað að eignir Félagsbústaða hækki í prósentum annars vegar og krónutölu hins vegar við hækkun fasteignamatsins fyrir árið 2022? R21060034
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurn Flokks fólksins um aðkomu Reykjavíkur að nýyrðasamkeppnum. Nýlega birtist frétt um herferð Reykjavíkurborgar þar sem efnt var til nýyrðasam-keppni fyrir enska hugtakið Staycation. Sú samkeppni sem hér um ræðir kostar borgarbúa rúmar tvær milljónir, en kostnaðurinn sem gefinn er upp nær einungis til birtinga og auglýsinga, ekki til hönnunar, grafískrar vinnslu eða undirbúningsvinnu þar sem sú vinna er unnin innanhúss hjá Reykjavíkurborg. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort það sé hlutverk Reykjavíkurborgar að styrkja nýyrðasmíð á Íslandi. Hver er tilgangurinn með því að borgin standi fyrir keppni við að búa til nýyrði? Fulltrúi Flokks fólksins spyr því hver kostnaðurinn var við hönnun á þessari tilteknu samkeppni. Óskað er upplýsinga um allan annan kostnað sem nýyrðasamkeppnin hafði í för með sér. Einnig er spurt hvaða ástæður liggja að baki mismunandi greiðslna til fjölmiðla. Mest var greitt til mbl.is, tæplega hálfa milljón en mbl.is er netmiðill. Næstmest til auglýsinga í Fréttablaðinu eða 353.100 krónur, auk 85.000 króna á frettabladid.is. (netmiðill) 210 þúsund krónur voru greiddar yfir birtingar á Vísi.is (netmiðill) og 50 þúsund krónur á samféagsmiðlum. Hvað hefur Reykjavíkurborg greitt mikið til samkeppna af þessu tagi sl. 5 ár? R21060023
Vísað til meðferðar menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá svör við eftirfarandi fyrirspurnum sem snúa að ráðningar- og launamálum þjónustu- og nýsköpunarsviðs (ÞON): Hafa einhverjir verið ráðnir í stöður án þess að farið hafi verið í gegnum formlegt ráðningarferli og hæfasti umsækjandinn ráðinn? Eru allir sem starfa á ÞON með þá menntun sem tilheyrir því fagi sem þeir starfa við? Hversu mikið hafa meðallaun tölvunarfræðinga sem starfa hjá ÞON hækkað undanfarin 5 ár? Óskað er eftir meðaltölum launa hjá ÞON miðað við önnur svið og skrifstofur borgarinnar undanfarin 5 ár. R21060024
Vísað til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að vita hvaða hugbúnað eða lausnir þjónustu- og nýsköpunarsvið (ÞON) ætlar sér að framleiða sem ekki eru til nú þegar og í notkun annars staðar. Spurt er vegna þess að borgarfulltrúi Flokks fólksins á bágt með að trúa því að bæði þjónusta og starfsemi Reykjavíkurborgar sé það frábrugðin flestum öðrum borgum eða sveitarfélögum af svipaðri stærð hér í kringum okkur, að það þurfi virkilega að koma á fót „opinberu hugbúnaðarfyrirtæki“ innan ÞON til að framleiða þann hugbúnað og lausnir sem þörf er á. R21060026
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
- Kl. 13:00 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum.
- Kl. 13:05 víkur Vigdís Hauksdóttir af fundinum.
- Kl. 13:06 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 13:12
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_0306.pdf