Borgarráð - Fundur nr. 5623

Borgarráð

Ár 2021, fimmtudaginn 15. apríl, var haldinn 5623. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:04. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir og Eyþór Laxdal Arnalds. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúinn Sanna Magdalena Mörtudóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Pétur Kr. Ólafsson, Ólöf Magnúsdóttir og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 7. apríl 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Gufuness vegna lóðarinnar nr. 9 við Jöfursbás, ásamt fylgiskjölum. R21010258
    Frestað.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, ásamt fylgiskjölum. R21040098
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Árvalla á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R21040090
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Esjuhofs á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R21040091
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Klébergsskóla á Kjalarnesi, Kollagrund 2, ásamt fylgiskjölum. R21040096
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R21040092
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Skrauthóla á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R21040093
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sætúns 1 á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R21040094
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R21040095
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis, ásamt fylgiskjölum. R21040097
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að fjölga grenndarstöðvum og djúpgámum eftir atvikum til að auðvelda íbúum flokkun. Frágangur skiptir máli, en ekki síður að tæming sé regluleg svo ásýnd og umgengni verði sem best. Heildarfrágangi þarf að vera lokið og hann þarf að vera góður svo umhverfið verði snyrtilegt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2021, sbr. synjun skipulags- og samgönguráðs frá 7. apríl 2021 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar, svæði 2, ásamt fylgiskjölum. R21040100
    Frestað.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. apríl 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 7. apríl 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Einholts-Þverholts vegna lóðarinnar nr. 13 við Þverholt, ásamt fylgiskjölum. R21020102
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna græna netsins 2021, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 100 m.kr. R21040088
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Græna netinu er ætlað að fjölga grænum tengingum í borginni og bæta gæði þeirra og er í samræmi við framkvæmdaáætlun græna netsins 2019-2024. Hér er verið að samþykkja að bjóða út framkvæmdir við Réttarholt, meðfram hitaveitustokki, við Réttarholtsveg, við Bústaðaveg, við Sæbraut milli Hörpu og Kringlumýrarbrautar, við Suðurgötu, gróðursetningar við KR-völlinn, við umferðareyju í Neshaga og Hofsvallagötu, við túnið Höfða, við Nóatún, Miðtún, Hátún, við Skógarhlíð, Suðurhlíð, Kringlumýrarbraut, Sundlaugarveg, stór grassvæði við Sæbraut og Vatnagarða, Laugarásveg og Langholtsveg, við Álfheima, við Síðumúla og Háaleitisbraut, við Háaleitisbraut norðan Miklubrautar, við Faxafen, við Bústaðaveg milli Grensás og Réttarholtsvegar, við Stekkjarbakka austan Garðheima, við Skógarsel, Rangársel, Norðurfell, Vesturberg, Hólahverfi, Hraunberg og Austurberg ásamt gróðursetningu við græna geira við Tunguháls.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 9:40 tekur Ebba Schram sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  14. Lögð fram stöðuskýrsla umhverfis- og skipulagssviðs, dags. mars 2021, um framkvæmdir í Úlfarsárdal. R19060117

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Stærsta einstaka fjárfesting borgarinnar á undanförnum árum hefur verið leikskóli, skóli, menningarmiðstöð, sundlaug og íþróttaaðstaða fyrir íbúa í Úlfarsárdal. Fimmti og síðasti áfangi verkefnisins mun klárast á árinu sem er útisundlaug fyrir hverfið. Verkefnið er afar metnaðarfullt í öllum innviðum og frágangi auk þess sem mannvirkin verða BREAAM vottuð.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Árið 2018 var samþykkt að setja upp stórt fjarskiptamastur á toppi Úlfarsfells. Þar átti að reisa stóran útsýnispall en ekkert bólar enn á honum. Hvað veldur? Þá er ljóst að uppbygging á svæðinu í heild skiptir miklu máli og þyrfti því að ljúka deiliskipulagsvinnu við M22 svæðið og gera það tilbúið til uppbyggingar íbúða sem allra fyrst, en engar lóðir eru lausar hjá borginni eins og staðan er í dag.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Samkvæmt skýrslunni er ekki verið að fara yfir hverfið sjálft en kvartanir hafa borist um að deiliskipulag hverfisins sé óskýrt og erfitt að sjá hver plönin eru með lóðir og hús og hvernig þau eiga að vera. Það hefur mikið gengið á í þessu hverfi að undanförnu. Kærur eru allt of margar. Uppbygging sumra lóða hefur tafist og eru þær lóðir jafnvel notaðar fyrir byggingarúrgang. Það væri ekki verra að gerð verði úttekt á öðrum þáttum en skóla, íþróttahúsi og sundlaug. Skoða þarf umferðaröryggi, ljósastýringu, lýsingu, þveranir, göngu- og hjólastíga. Við blasir að húsnæði verði helst til of einsleitt í þessu hverfi. Lítið verður byggt af rað- og sérbýli. Kvartað hefur verið yfir að tilfelli eru um að verið sé að breyta gildandi skipulagi eftir á, t.d. minnka bil á milli húsa og byggja ofan á hús sem ekki stóð til að yrðu hærri og þar með skerða útsýni frá næstu húsum. Við skoðun á sumum kærum í gegnum tíðina finnst fulltrúa Flokks fólksins eins og komið hafi verið aftan að fólki í sumum þessara mála. Einnig eru kvartanir vegna synjunar skipulagsyfirvalda án sýnilegra raka, t.d. stækkun glugga, framkvæmdir sem enginn hefur mótmælt og hefur ekki áhrif á umhverfið.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út fyrsta hluta framkvæmda ársins 2021 vegna uppbyggingar í Vogabyggð, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 100 m.kr. R21040099
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024, ásamt fylgiskjölum. R21010247
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Þróunaráætlunin byggir á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Hún felur í sér sameiginlega sýn sveitarfélaganna á byggingaráform næstu fjögurra ára. Reiknað er með að um 66% nýrra íbúða verði á áhrifasvæði borgarlínu og um 64% nýs atvinnuhúsnæðis. Óvirkjaðar heimildir í deiliskipulagi eru fyrir 8 þúsund íbúðir og um 15 þúsund íbúðir eru í deiliskipulagsferli. Reiknað er með íbúðaþörfin verði 1000-1600 íbúðir á næstu árum en áætlanir sveitarfélaga gera ráð fyrir um 2 þúsund íbúðum á ári. Útlit er því fyrir framboð á húsnæðismarkaði muni ná jafnvægi á næstu árum. Umfram allt þá fögnum við sameiginlegri sýn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem og þeirri áherslu á að einbeita sér að uppbyggingu í tengslum við borgarlínuna.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er lögð fram þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2020-2024 þar sem byggt er á úreltum dagsetningum varðandi samgönguframkvæmdir. Í skjalinu er gert ráð fyrir því að nýjum gatnamótum við Arnarnesveg og Bústaðaveg við Breiðholtsbraut verði lokið á árinu 2021, en ljóst er að svo verður ekki. Að óbreyttu verða gatnamót við Bústaðaveg ekki frágengin fyrr en eftir að skipulagstíma þróunaráætlunarinnar lýkur. Þá er gert ráð fyrir því að borgarlína verði komin í rekstur árið 2023, en samkvæmt uppfærðri framkvæmdaáætlun sem kynnt var af Betri samgöngum ohf. verður hún ekki komin í rekstur á skipulagstímanum. Ekki er ljóst hver nettóbreyting á atvinnuhúsnæði verður á skipulagstímanum þar sem niðurrifstölur vantar. Þá er ljóst að áfram skortir framboð á hagstæðu byggingarlandi í Reykjavík á skipulagstímanum til að mæta eftirspurn. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sveinn Óskar Sigurðsson bæjarfulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ á sæti í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins og samþykkti ekki fundargerð á þeim fundi sem þróunaráætlunin var tekin fyrir og lagði fram svohljóðandi bókun: „Á 98. fundi svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins undir 3. dagskrárlið er afgreidd þróunaráætlun fyrir höfuðborgarsvæðið án aðkomu fulltrúa Reykjavíkurborgar í nefndinni sbr. fundargerðina sjálfa. Sé vísað í 4. ml. 1. greinar starfsreglna fyrir svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins segir: „Varamenn eru ekki tilnefndir, en við samþykkt tillagna og afgreiðslu mála sem koma til umfjöllunar nefndarinnar skal þess gætt að a.m.k. einn fulltrúi hvers sveitarfélags hafi tækifæri til að greiða atkvæði.“ Ekki er séð að að þessu hafi verið gætt við afgreiðslu við ofangreint mál á síðasta fundi. Þess vegna telur fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ brýnt að málið sé tekið upp á ný innan nefndarinnar. Að því sögðu getur fulltrúi Miðflokksins í Mosfellsbæ ekki samþykkt fundargerðina.“ Því ber að vísa málinu á ný til svæðisskipulagsnefndarinnar til afgreiðslu en ekki afgreiða það í borgarráði. Ferillinn er ólöglegur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þróunaráætlun sýnir að þétta á byggð mikið og er gengið allt of mikið á græn svæði og fjörur. Erfitt er að spá fyrir um mannfjölda svo rennt er blint í sjóinn með margt. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að borgin eigi að þróast þannig að hún geti mætt þörfum og væntingum allra. Enn er mikil vöntun af húsnæði og ekki síst af hagkvæmu húsnæði, bæði litlu og stóru. Minnstu íbúðirnar eru hins vegar hlutfallslega dýrari en þær stærri, sérstaklega á ákveðnum svæðum. Minna húsnæði ætti að vera ódýrara en stærra húsnæði öllu jafna. Skortur er á sérbýli. Fjölskyldur eru misstórar og sumir vilja nýta rými utan húss til ýmissa hluta, ræktunar eða vinnutengdra verkefna. Ef horft er til gatnamannvirkja þá eru mestu áhyggjurnar af fyrirhuguðum þriðja áfanga Arnarnesvegar. Ákveðið hefur verið að byggja framkvæmdina á 18 ára gömlu umhverfismati þrátt fyrir að forsendur hafi breyst verulega frá því mati, ásamt breytingum á landnotkun á áhrifasvæði og breytingum á löggjöf um umhverfismál og á alþjóðlegum skuldbindingum.

    Ólöf Örvarsdóttir, Jón Kjartan Ágústsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á Blikastaðavegi 2-8, ásamt fylgiskjölum. R21040039
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á Brautarholti 26-28, ásamt fylgiskjölum. R21040031
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Innviðagjöld eru viðbótargjöld sem eru lögð á húsbyggjendur og þar með hækka gjöldin húsnæðisverð. Þá er enn mikil réttaróvissa um lögmæti innviðagjalda enda samningsstaða húsbyggjenda lítil sem engin. 

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki vilyrði fyrir byggingarrétti á um 60 íbúðum á lóð á horni Háaleitisbrautar og Safamýri, ásamt fylgiskjölum. R21040019
    Samþykkt. 

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki nýjan lóðarhafa og eiganda byggingarréttar að lóðinni Jöfursbás 2, Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. R17110093
    Samþykkt. 

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á lóð að Rofabæ 7-9, ásamt fylgiskjölum. R21040041
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Innviðagjöld eru viðbótargjöld sem eru lögð á húsbyggjendur og þar með hækka gjöldin húsnæðisverð. Þá er enn mikil réttaróvissa um lögmæti innviðagjalda enda samningsstaða húsbyggjenda lítil sem engin. Þess vegna sitja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við afgreiðslu þessa máls.

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir um 52 íbúðir við Rökkvatjörn 2 í Úlfarsárdal, ásamt fylgiskjölum. R21030008
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sjálfstæðisflokkurinn styður hagkvæmt húsnæði en skilmálarnir eru sérkennilegir. 

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, varðandi úrskurð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í máli SRN20080010, ásamt fylgiskjölum. R18070099

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð synji umsókn DíaMats – félags um díalektíska efnishyggju, dags. 31. ágúst 2017, um úthlutun lóðar án endurgjalds á grundvelli 5. gr. laga um Kristnisjóð nr. 35/1970, ásamt fylgiskjölum. R17050218
    Umsókn um úthlutun lóðar án endurgjalds á grundvelli 5. gr. laga um Kristnisjóð nr. 35/1970 er synjað. 

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki vilyrði fyrir byggingarrétti á um 60 íbúðum á lóð á þróunarsvæði 6.2.23 í Seljahverfi í Breiðholti, ásamt fylgiskjölum. R21030069
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Veita á Bjargi vilyrði fyrir byggingarrétti á um 60 íbúðum á lóð á þróunarsvæði 6.2.23 í Seljahverfi í Breiðholti. En á sama tíma er umhverfis- og skipulagssvið að vinna við gerð hverfisskipulags Breiðholts og segir að sú vinna sé langt komin. Fulltrúi Flokks fólksins telur að rétt væri að ljúka við hverfisskipulagið í Breiðholti áður en lóðarvilyrði er veitt, ekki að það bráðvanti ekki íbúðir heldur að taka þarf hlutina í réttri röð. Engir formlegir íbúaráðsfundir vegna hverfisskipulagsins hafa verið haldnir í Breiðholti. Skipulagsyfirvöld létu sér nægja að mæta nokkrum sinnum með kynningu í Breiðholtið í miðjum COVID aðstæðum seinni hluta árs 2020. Sumt í hverfisskipulagi Breiðholts er mjög umdeilt, t.d. hvað gengið er á græn svæði og fækkun bílastæða svo um munar þótt vissulega mætti skipuleggja og nýta sum svæði betur í Breiðholti. Það er auk þess ekki upplýst hvernig og hvort skipulagsyfirvöld ætla að taka mark á einhverjum af þeim fjölmörgu athugasemdum sem borist hafa um skipulagið og ábendingum.

    Ívar Örn Ívarsson og Hrefna Þórsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að endurskoðuðum reglum um notkun á merki Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R20090233
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Kynntar eru endurskoðaðar reglur um notkun á merki Reykjavíkurborgar sem eru til afgreiðslu. Í endurskoðuninni felst að í stað 159 sniðmáta sem nota átti er lagt til að notuð verði aðeins 13 enda það stórum hagkvæmara. Hér er ekki annað hægt en að velta fyrir sér hvaða hugsun lá þarna að baki í upphafi. Þetta átti aldeilis að vera flott og ekki var mikið verið að spá í kostnað. Setja átti mismunandi upplýsingar neðst í hægra horni fyrir hvert og eitt embætti, deild eða stofnun sem hefði krafist mikils viðhaldskostnaðar því ef þurft hefði að gera smávægilegar breytingar hefði þurft að búa til nýtt sniðmát.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Hér er um grundvallarmisskilning að ræða hjá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Hér er um mikla hagræðingu og vinnusparnað að ræða í tengslum við innleiðingu á nýju málakerfi borgarinnar, Hlöðunni, sem felst í því að samræma útlit allra skjala og gagna Reykjavíkurborgar. Tillagan gengur út á að í stað þess að þurfa að hanna 159 sniðmát í málakerfinu, sem ekki er búið að gera, er búið að hanna 13 samræmd sniðmát þvert á borgina. Með þessari breytingu á samræmdum sniðmátum er dregið verulega úr kostnaði til framtíðar og ímynd Reykjavíkurborgar jafnframt styrkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Hér er enginn misskilningur á ferð. Ef fulltrúi meirihlutans sem las upp þessa bókun hefði lesið bókun Flokks fólksins betur þá fagnar fulltrúi Flokks fólksins einmitt hagræðingu og vinnusparnaði sem hlýst af breytingu þessara reglna sem nú hafa verið samþykktar. Hér kemur lýsing á ástæðu þess að mikilvægt var að endurskoða reglurnar beint frá skrifstofustjóra upplýsinga- og skjalastýringar þjónustu- og nýsköpunarsviðs svona til að leiðrétta allan misskilning fulltrúa meirihlutans: „Samtals hafa því verið útbúin 159 sniðmát og er ljóst að með áframhaldandi innleiðingu Hlöðunnar á öðrum sviðum borgarinnar mun sniðmátunum fjölga enn frekar. Þegar til alls þessa er litið er ljóst að mikil vinna og viðhald er fólgin í því að hafa sniðmát með mismunandi skjaldamerki ásamt upplýsingum neðst í hægra horni fyrir hvert og eitt embætti, deild eða stofnun. Einnig gætu skipulagsbreytingar og smávægilegar breytingar á sniðmátunum sjálfum haft í för með sér mikla viðhaldsvinnu til framtíðar.“ Þessari ákvörðun er því fagnað en bent er á að ef ekki hefði verið tekin þessi ákvörðun hefði gríðarlegur kostnaður hlotist af sem greinilega var ekki verið að spá í í upphafi.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að gerðar verði breytingar á notkun skjaldamerkis Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R20090233
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að einhver hefur nú hugsað til hagræðingar og sparnaðar en í upphafi þessarar vegferðar virðist sem það hafi ekki beinlínis verið leiðarljósið. Allir geta nú fagnað því að samþykkt hefur verið að gerðar verði breytingar á reglum um notkun skjaldarmerkis Reykjavíkur þannig að unnt sé að notast við samræmt útlit sniðmáta fyrir alla borgina með því að nota aðeins 13 sniðmát en ekki 159 eins og til stóð. Með þeirri breytingu er sett stopp á mikinn framtíðarkostnað sem upphaflega hugmyndin krafðist.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. apríl 2021, þar sem greinargerð varðandi innleiðingu á húsnæðisáætlun græna plansins fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2021 er send borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. R21030144

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Húsnæðisáætlun græna plansins gerir ráð fyrir 1.000 íbúðum á ári í Reykjavík til að mæta eftirspurn eftir húsnæði. Af hverjum 1.000 íbúðum í Reykjavík verði 250 íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Fyrsti ársfjórðungur ársins 2021 sýnir að 528 nýir íbúar fluttust til Reykjavíkur, lóðum var úthlutað til uppbyggingar á 242 íbúðum, byggingarfulltrúi hefur samþykkt uppbyggingaráform á 337 íbúðum og borgarráð hefur samþykkt uppbyggingasamninga á reitum þar sem byggja má 890 íbúðir. Húsnæðisáætlun græna plansins gengur vel og kallast þessar tölur vel á við uppbyggingu undanfarinna ára sem eru metár í uppbyggingu húsnæðis í Reykjavík.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Íbúðauppbygging í Reykjavík stenst engar væntingar þrátt fyrir fagurgala borgarstjóra þar um. Á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar var lagt fram svar sem var dagsett 11. maí 2018: https://fundur.reykjavik.is/sites/default/files/agenda-items/fyrirspurn_aheyrnarfulltrua_framsoknar_og_flugvallarvina_um_fjolda_loda_-_r18020068.pdf Svarinu var haldið leyndu fram yfir kosningar sem voru 26. maí 2018 enda afar óhagstætt fyrir borgarstjóra að upplýsa í miðri kosningabaráttu um að einungis 5 íbúðir voru komnar á byggingarstig 7 á kjörtímabilinu = full kláraðar. Kosningabaráttan gekk út á glærusýningar og innhaldslaus loforð um stórtæka uppbyggingu íbúða. Fólk býr ekki í glærum. Eitt ár er eftir að kjörtímabilinu og hvað hefur gerst á þessum 3 árum? Jú einungis 52 íbúðir hafa verið fullkláraðar á byggingarstig 7 og eru þær fyrir eldri borgara. Áfram er haldið með borgarstjórablekkingarnar því hann kýs að telja nýbyggingaíbúðir eftir að búið er að gefa út byggingarleyfi en ekki þegar grunnar eru komnir á byggingareiti eins og Samtök iðnaðarins telja íbúðir. Hvílíkar sjónhverfingar. Meira að segja eru inn í talningunni íbúðir þar sem ekki einu sinni búið að skrá lóð eða byggingarleyfi. Með þessum ótrúlegu reikningskúnstum telur borgarstjóri að 1.434 íbúðir séu til reiðu í sölu. Stærsti hluti þessara íbúða verða aldrei til sölu á almennum markaði því úthlutaninar eru meira og minna til óhagnaðardrifinna félaga.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa yfir áhyggjum af stöðunni á húsnæðismarkaði. Mikill fjöldi ungs fólks býr ennþá í foreldrahúsum og leitar nú út á markaðinn en hlutfallið er hvergi hærra á Norðurlöndunum en hér á landi. Þá eru færri íbúðir komnar á fokheldisstig í Reykjavík en á síðustu árum og húsnæðisverð hefur hækkað verulega síðustu 12 mánuði. Þá er fyrirséð að með auknum ferðamannfjölda mun aftur koma þrýstingur á Airbnb og leigumarkaðinn með tilheyrandi þrýstingi á húsnæðismarkaðinn í heild sinni. Þá eru engar lóðir til sölu um þessar mundir hjá borginni sem er óviðunandi staða. 

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér kemur fram að græna planið stefni að kraftmiklum vexti í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Reykjavík þannig að árlega séu byggðar 1.000 íbúðir í Reykjavík og að af þeim séu 250 íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Fulltrúi sósíalista telur að utanumhald í kringum húsnæði eigi ekki að vera hagnaðardrifið. Það á ekki að hagnast á því að fólk hafi búsetu. Líta ber á húsnæði sem réttindi, ekki tækifæri til að græða. Þó að íbúðum í borginni fjölgi, þá er mikilvægt að það séu íbúðir sem henti þeim sem hafa verið að bíða og bíða til lengdar eftir viðeigandi húsnæði. Líkt og tölur sýna fram á eru fjölmargir sem greiða himinhátt verð af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og slíkt er óásættanlegt. Aftengja þarf markaðshugsun frá húsnæðisstefnu og tengja hana við félagsvæðingu því að öruggt húsnæði er ein grunnforsenda velferðar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Segir í gögnum með innleiðingu húsnæðisáætlunar að stefnt er að byggingu 1.000 íbúða í Reykjavík árlega og af þeim eru 250 íbúðir á vegum óhagnaðardrifinna félaga. Þetta er ekki nóg. Það á eftir að taka langan tíma að vinna upp þau ár sem ekkert var byggt. Úthluta þarf lóðum með meiri krafti fyrir ólíkar tegundir af húsnæði. Sárlega vantar sérbýli og raðhús ef halda á eðlilegum húsnæðismarkaði. Þétting byggðar hefur leitt til þess að það sem byggt er er einsleitt, mest litlar og meðalstórar blokkaríbúðir. Í ljósi þess að eftirspurn eftir rað- og sérbýlislóðum er nú í sögulegu hámarki þarf að auka sveigjanleika byggðastefnunnar. Um 30% fasteignakaupenda eru fyrstu kaupendur. Í sölu eru um 200 eignir en þær þyrftu að vera um allt að 900 ef hægt ætti að vera að viðhalda eðlilegu flæði. Sú þróun sem átt hefur sér stað síðustu ár er slæm. Mæta þarf ólíkum þörfum í þessum málum sem öðrum. Erfiðleikar með að fá byggingarlóð í Reykjavík hefur verið mein í borgarkerfinu svo lengi sem elstu menn muna. Þess utan er mikill seinagangur í afgreiðsluferlinu öllu og líður allt of langur tími frá umsókn þar til eign kemst í notkun.
     

    Fylgigögn

  29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. apríl 2021:

    Lagt er til að borgarráð fagni samþykktum bæjarstjórnar Garðabæjar og Hafnarfjarðar um að flýta bera síðari lotum borgarlínu sem þjóna muni viðkomandi sveitarfélögum. Jafnframt beini borgarráð því á sama hátt til Betri samgangna ohf. að hraðað verði undirbúningi þeirra lota borgarlínu sem fara um borgarrýmið í Reykjavík og eru á gildistíma samgöngusáttmálans, þ.m.t. tengingu við Mjódd og Grafarvog. Einnig hvetur borgarráð til að skoðað verði að flýta þeirri lotu sem ekki er á gildistíma samgöngusáttmálans og myndi tryggja að borgarlína næði til Efra-Breiðholts. R21040085

    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér verið að samþykkja tillögu þar sem lagt er til að borgarráð fagni samþykktum bæjarstjórnar Garðabæjar og Hafnarfjarðar um að flýta beri síðari lotum borgarlínu sem þjóna muni viðkomandi sveitarfélögum. Jafnframt beini borgarráð því á sama hátt til Betri samgangna ohf. að hraðað verði undirbúningi þeirra lota borgarlínu sem fara um borgarrýmið í Reykjavík og eru á gildistíma samgöngusáttmálans, þ.m.t. tengingu við Mjódd og Grafarvog. Einnig hvetur borgarráð til að skoðað verði að flýta þeirri lotu sem ekki er á gildistíma samgöngusáttmálans og myndi tryggja að borgarlína næði til Efra-Breiðholts.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 13. apríl 2021, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki fjármagn til sköpunar viðbótarsumarstarfa fyrir 17 ára og námsmenn 18 ára og eldri með vísan í hjálagt minnisblað sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 13. apríl 2021. Áætlað er að ráða 750 einstaklinga til viðbótar við þau sumarstörf sem þegar hafa verið auglýst. 250 störf fyrir 17 ára og 500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Tillagan verður fjármögnum af kostnaðarstaðnum 09205 ófyrirséð og verður viðauki vegna tillögunar lagður fram á næsta fundi borgarráðs. R21040101

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að samþykkja viðbótarfjármagn í ljósi COVID-19 vegna sumarstarfa fyrir 17 ára og námsmenn 18 ára og eldri þar sem áætlað er að ráða 750 einstaklinga til viðbótar við þau sumarstörf sem þegar hafa verið auglýst. 250 störf fyrir 17 ára og 500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Mikilvægt er að komið sé til móts við þennan aldurshóp í ljósi kórónuveirufaraldursins en fjölgun fjölbreyttra starfa fyrir þennan hóp er liður í viðspyrnu fyrir þennan aldurshóp. Þessi aldurshópur hefur þurft að færa miklar félagslegar fórnir enda ekki getað stundað íþróttir og tómstundastarf nema að mjög takmörkuðu leyti. 

    Lóa Birna Birgisdóttir og Auður Björgvinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að setja fram reglur um hvernig skuli fara með innheimtu fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði vegna áranna 2020-2022, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R20120178
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að samþykkja tillögu um að fjármála- og áhættustýringarsvið setji fram reglur um hvernig skuli fara með innheimtu fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði vegna áranna 2020-2022 í kjölfar þess að lögveð hefur verið lengt í fjögur ár. Reglurnar verða unnar að höfðu samráði við Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, og Samtök verslunar og þjónustu, SVÞ, áður en þær verða lagðar fram í endanlegu formi.

    Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingar stofnframlaga, dags. 15. apríl 2021, vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag vegna verkefnis á Háaleitisbraut. R21020011
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að leggja fram tillögu matsnefndar um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 48 leiguíbúðir Bjargs við Háaleitisbraut.

    Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  33. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingar stofnframlaga, dags. 15. apríl 2021, vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag vegna verkefnis í Seljahverfi. R21020011
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að leggja fram tillögu matsnefndar um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 48 leiguíbúðir Bjargs í Seljahverfi.

    Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  34. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingar stofnframlaga, dags. 15. apríl 2021, vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag vegna fjölgunar íbúða við Tangabryggju 5. R21020011
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að leggja fram tillögu matsnefndar um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Um er að ræða tvær leiguíbúðir Bjargs við Tangabryggju.

    Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  35. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingar stofnframlaga, dags. 15. apríl 2021, vegna umsóknar Bjargs íbúðafélags hses. um stofnframlag vegna fjölgunar íbúða við Vindás. R21020011
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að leggja fram tillögu matsnefndar um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Um er að ræða þrjár leiguíbúðir Bjargs við Vindás.

    Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  36. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingar stofnframlaga, dags. 15. apríl 2021, vegna umsóknar Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalagsins, um stofnframlag. R21020011
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að leggja fram tillögu matsnefndar um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 30 íbúðir Brynju hússjóðs ÖBÍ.

    Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  37. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingar stofnframlaga, dags. 15. apríl 2021, vegna umsóknar Félagsbústaða hf. um stofnframlag vegna kaupáætlunar 2021, 102 íbúðir. R21020011
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að leggja fram tillögu matsnefndar um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 102 leiguíbúðir Félagsbústaða.

    Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  38. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingar stofnframlaga, dags. 15. apríl 2021, vegna umsóknar Félagsbústaða hf. um stofnframlag vegna Kleppsvegar. R21020011
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að leggja fram tillögu matsnefndar um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 12 leiguíbúðir Félagsbústaða við Kleppsveg.

    Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  39. Lögð fram tillaga matsnefndar vegna veitingar stofnframlaga, dags. 15. apríl 2021, vegna umsóknar Félagsbústaða um stofnframlag vegna Tindasels. R21020011
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að leggja fram tillögu matsnefndar um stofnframlög Reykjavíkurborgar. Um er að ræða 5 leiguíbúðir Félagsbústaða við Tindasel.

    Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  40. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 12. apríl 2021, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021. Greinargerðir fylgja tillögunum. R21010107
    Vísað til borgarstjórnar.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  41. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 12. apríl 2021, að viðauka við fjárhagsætlun Reykjavíkurborgar 2021 vegna COVID-19. Greinargerð fylgir tillögunni. R21010107
    Vísað til borgarstjórnar.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  42. Lagt fram bréf Strætó bs., dags. 2. mars 2021, varðandi beiðni um yfirdráttarheimild, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021. R21040077
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Í erindi Strætó er þess farið á leit að eigendur samþykki að félaginu sé heimilt að sækja um yfirdráttarheimild að fjárhæð 300 m.kr. Markmið heimildarinnar er að tryggja fjárstreymi félagsins út árið 2021. Þar kemur fram að heimsfaraldur kórónuveiru hafi haft mikil áhrif á tekjur Strætó og sett rekstraráætlun fyrirtækisins úr skorðum. Fjármála- og áhættustýringarsvið hefur yfirfarið rýningu á rekstri Strætó og leggur til að félaginu verði veitt heimild til að sækja um yfirdrátt þar sem um tímabundið tekjufall er að ræða.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Strætó bs. er rekinn með halla og getur ekki endurnýjað strætisvagna miðað við eðlilega endurnýjunarþörf. Engar líkur eru á að Strætó bs. geti greitt upp þessa yfirdráttarheimild í fyrirsjáanlegri framtíð. Þá er vaxtakostnaður Strætó á yfirdrætti mun hærri en fjármagnskostnaður sveitarfélaganna. Hreinlegast væri að horfast í augu við rekstrarvanda Strætó og auka bein fjárframlög eigenda frekar en að reka fyrirtækið á yfirdrætti. Fullt tilefni er til að stjórnendur Strætó komi á fund borgarráðs til að ræða rekstur félagsins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er mikilvægt að þessi staða verði ekki nýtt til frekari útvistunar. Opinbera grunnþjónustu ber að byggja upp og efla. Erfið staða er hjá Strætó bs. og fulltrúi sósíalista telur mikilvægt að þjónustunni verði ekki komið í hendur einkaaðila, það er ekki lausn.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Rekstrarstaða Strætó er í molum. Nú þegar hafa forstjóri og stjórn félagsins óskað eftir 300 milljóna yfirdrætti með ábyrgð eigandans. Reykjavíkurborg er langstærsti eigandinn að félaginu. Fram kemur í fundargerð að hætta er á að rekstrar- og fjárfestingaráætlun ársins gangi ekki eftir. Að auki áætlar Strætó að fara í 400 milljóna lántöku á árinu 2021. Farþegatekjur Strætó lækkuðu mikið árið 2020 og sama má segja um 2021. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Það er fullkomlega eðlilegt að rekstur almenningssamgangna gangi illa í heimsfaraldri þar sem takmarkanir eru settar á fjölda fólks í tilteknu rými. Þá hefur Strætó staðið sig með prýði við að bregðast við erfiðum aðstæðum. Borgarlína er ekki „svokölluð“ heldur er hún hryggjarstykkið í samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á svæðinu og kemur til með að fjölga farþegum með betri þjónustu, meiri forgangi í umferð og betri tíðni.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Bókunin er um að Strætó er ógjaldfær og er búinn að segja sig til sveitar hjá eigandanum sem því miður er ógjaldfær líka. Að meirihlutinn telji að „hin svokallaða borgarlína“ sé hryggjarstykki í samgöngum sýnir útópíu. Þetta sama fólk getur ekki einu sinni rekið strætisvagnakerfi án þess að setja það á hausinn.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af Strætó. Staðan var slæm fyrir COVID og hefur versnað. Hækka á yfirdráttarheimild um 300 milljónir af neyð. Grunnvandinn er að Strætó er ekki notaður nógu mikið, þessi útgáfa af almenningsamgöngum virkar aðeins fyrir hluta fólks. Margt kemur til. Dýrt er í strætó fyrir þá sem nota hann sjaldan þannig að erfitt er fyrir fyrirtækið að laða að nýja notendur. Til þess ættu að vera leiðir svo sem að nýta vagna betur á þeim tímum sem þeir aka hálftómir, t.d. með því að hafa lágt verð þá. Það væri ódýr leið til að kynna leiðakerfið. Stjórn virðist ekki leita að nýjum leiðum til að bæta reksturinn. Þegar hallinn vex er bara leitað í sjóði borgarbúa. Til viðbótar þeim hallarekstri sem nú blasir við þarf að endurnýja flotann fljótlega. Í svona stöðu er oft gripið til útvistunar, til að redda málum. Útvistun getur verið frábær hugmynd en hræðileg framkvæmd. Gallar við útvistun eru fleiri en kostir. Venjulega er þetta dýrara dæmi þegar upp er staðið og þá tapast yfirsýn og minni stjórn verður á verkefnum. Þörf verður fyrir stíft eftirlit.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  43. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 9. apríl 2021, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar vegna fjárfestingaráætlunar A-hluta. Greinargerðir fylgja tillögunum. R21030150
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Halldóra Káradóttir, Óli Jón Hertervig, Ámundi V. Brynjólfsson og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 302 á Álagranda 10, ásamt fylgiskjölum. R21040065
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  45. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð í Barmahlíð 5, ásamt fylgiskjölum. R21040066
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  46. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð á 1. hæð í Berjarima 26, ásamt fylgiskjölum. R21040067
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  47. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð á 3. hæð á Eyjabakka 11. R21040068
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  48. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð á 2. hæð í Flétturima 10. R21040069
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  49. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð á 1. hæð í Hverafold 25. R21040070
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  50. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 504 á Kleppsvegi 134. R21040071
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B.

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  51. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð á 2. hæð í Laufengi 4. R21040072
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  52. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð, merkt 01-0201, á Seljavegi 9. R21040073
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  53. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð, merkt 02-0103 og stæði í bílageymslu, merkt 05B21, á Skyggnisbraut 2. R21040075
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  54. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð á 2. hæð, merkt 02-0201 og stæði í bílageymslu, merkt 05B29, á Skyggnisbraut 2. R21040076
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  55. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð á jarðhæð í Skipholti 46, merkt 01-0001. R21040074
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að selja íbúðir fyrir hálfan milljarð úr einum vasanum í hinn. Eignasjóður borgarinnar selur dótturfélagi borgarinnar, Félagsbústöðum, sem tekur lán fyrir kaupunum. Þannig flytur borgin skuldir sínar bókstaflega frá A til B. 

    Óli Jón Hertervig og Jón Valgeir Björnsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  56. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3 mars 2021, þar sem viðauki III við húsaleigusamning vegna Skipholts 27 er sendur borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. R20040120

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  57. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. apríl 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að hefja söluferli á tveimur fasteignum í Gufunesi, ásamt fylgiskjölum. R21020118
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  58. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. mars 2021 á tillögu um einhverfudeild í Réttarholtsskóla, ásamt fylgiskjölum. R21030115
    Vísað til umsagnar aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 13:00 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum og Alexandra Briem tekur sæti með fjarfundarbúnaði. 

    Fylgigögn

  59. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. mars 2021 á tillögu um stofnun leikskóla við Bríetartún, ásamt fylgiskjölum. R21030296
    Samþykkt. 

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  60. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 24. mars 2021, í máli nr. E-3767/2020. R20060080

  61. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 30. mars 2021, í máli nr. E-3144/2020. R20050115

  62. Lagður fram dómur Landsréttar, dags. 26. mars 2021, í máli nr. 312/2020. R19020045

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er um afar mikilvægan dóm fyrir sveitarfélög í landinu að ræða en í niðurstöðu dómsins segir: Sveitarstjórnir annast gerð svæðis-, aðal- og deiliskipulagsáætlana og fjalla um leyfisumsóknir, veita framkvæmdaleyfi og hafa eftirlit með framkvæmd skipulagsáætlana og leyfisskyldum framkvæmdum, sbr. 3. mgr. 3. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem kveðið er á um hlutverk sveitarstjórna vegna framkvæmdar skipulagsmála. Markast valdheimildir sveitarstjórna á sviði skipulagsmála af lögunum.

  63. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 12. apríl 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um lóðaúthlutanir vegna fjöleignarhúsa, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. október 2020. R20100131

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúðauppbygging í Reykjavík stenst engar væntingar þrátt fyrir fagurgala borgarstjóra þar um. Á fyrsta fundi nýkjörinnar borgarstjórnar var lagt fram svar sem var dagsett 11. maí 2018. Svarinu var haldið leyndu fram yfir kosningar sem voru 26. maí 2018 enda afar óhagstætt fyrir borgarstjóra að upplýsa í miðri kosningabaráttu um að einungis 5 íbúðir voru komnar á byggingarstig 7 á kjörtímabilinu = full kláraðar. Kosningabaráttan gekk út á glærusýningar og innhaldslaus loforð um stórtæka uppbyggingu íbúða. Fólk býr ekki í glærum. Eitt ár er eftir að kjörtímabilinu og hvað hefur gerst á þessum 3 árum? Jú einungis 52 íbúðir hafa verið fullkláraðar á byggingarstig 7 og eru þær fyrir eldri borgara. Áfram er haldið með borgarstjórablekkingarnar því hann kýs að telja nýbyggingaíbúðir eftir að búið er að gefa út byggingarleyfi en ekki þegar grunnar eru komnir á byggingarreiti eins og Samtök iðnaðarins telja íbúðir. Hvílíkar sjónhverfingar. Meira að segja eru inni í talningunni íbúðir þar sem ekki er einu sinni búið að skrá lóð eða byggingarleyfi. Með þessum ótrúlegu reikningskúnstum telur borgarstjóri að 1.434 íbúðir séu til reiðu í sölu. Stærstur hluti þessara íbúða verður aldrei til sölu á almennum markaði því úthlutanirnar eru meira og minna til óhagnaðardrifinna félaga. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Hér virðist vera misskilningur á ferðinni. Borgin úthlutar annarsvegar lóðum og veitir hinsvegar heimildir til uppbyggingar á þegar úthlutuðum lóðum. Fjöldi lóðaúthlutana endurspeglast því alls ekki í umfangi uppbyggingar eða fjölda íbúða í Reykjavík. Skv. ársskýrslu byggingarfulltrúa voru skráðar fullgerðar íbúðir í Reykjavík frá árinu 2014-2018, alls 2001 íbúð, ekki sjö. Á árunum 2019 og 2020 eru fullgerðar íbúðir 2.575 talsins, ekki 52. Á árunum 2015-2020 sem jafnan er vísað til sem mesta uppbyggingarskeiðs í sögu borgarinnar hefur verið hafin smíði á um 1.000 íbúðum á ári sem eru fleiri íbúðir en þegar Grafarvogur og Breiðholtið voru í byggingu. Það sem gerir þessa uppbyggingu einstaka er að hún er út um alla borg, hún fer fram á vannýttum lóðum, á bílastæðum og allsstaðar þar sem er pláss og ekki gengið á græn svæði. Um leið er hún blönduð. Í öllum uppbyggingarverkefnum borgarinnar á undanförnum árum hafa Félagsbústaðir keypt íbúðir. Óhagnaðardrifin uppbygging hefur fengið úthlutað lóðum á mörgum uppbyggingarreitum en á sama tíma hafa einkaaðilar sýnt mikinn kraft og dug á þessu einstaka uppbyggingarskeiði.

    Fylgigögn

  64. Lagt fram svar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, dags. 29. mars 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda leigjenda og hlutfall ráðstöfunartekna, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. október 2020. R20100012

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    215 Reykvíkingar svöruðu í leigumarkaðskönnun Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem framkvæmd var 7. júlí-25 september 2020 og er framkvæmd einu sinni á ári. Þar kom fram að um 8% leigjenda í Reykjavík greiða 70% eða meira af ráðstöfunartekjum sínum í leigu. 19% greiða á bilinu 50%-69% af ráðstöfunartekjum sínum, 46% greiða á bilinu 30-49% og 27% greiða undir 30% af ráðstöfunartekjum í leigu. Af ýmsum sökum sem raktar eru í svarbréfinu er erfitt að meta heildarfjölda leigjenda og hversu hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeir greiða í leigu. Tölurnar um heildarfjölda á leigumarkaði og áætlanir í svarbréfinu eru því lagðar fram með ákveðnum fyrirvara en þrátt fyrir óvissuna er hægt að fá vísbendingar um stöðu leigjenda út frá upplýsingum úr húsnæðisbótakerfinu og skoðanakönnunum. Ljóst er að stór hluti borgarbúa greiðir allt of hátt verð í húsnæðiskostnað og er það Reykjavíkurborgar að bregðast við þeirri stöðu. Einnig vekur það athygli þegar litið er til alls landsins að fjöldi leigjenda greiðir yfir 50% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu þó að það leigi af sveitarfélagi, það skýtur skökku við.

    Fylgigögn

  65. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 29. mars 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um kaupáætlun Félagsbústaða 2019 og 2020, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. mars 2021. R21030201

    Fylgigögn

  66. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins Mörtu Guðjónsdóttir um að borgarlína verði kostnaðarmetin með tilliti til sambærilegra verkefna erlendis, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. júlí 2020. Einnig lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2021. R20070151
    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Grunnur að kostnaðarmati borgarlínunnar er gerður m.a. með hliðsjón af sambærilegum BRT verkefnum erlendis. Erlendar reynslutölur gefa ákveðna vísbendingu um kostnað en byggja þó á efnis- og launakostnaði í viðkomandi landi og borg. Mikilvægt er að kostnaðarmat samgönguverkefna í Reykjavík byggi á einingaverðum úr nýlegum gatna- og vegagerðarframkvæmdum hérlendis til að endurspegla efnis- og launakostnað á höfuðborgarsvæðinu sem getur verið ólíkur því sem gengur og gerist erlendis. Mat á kostnaði við borgarlínuverkefnið hefur því um langa hríð byggt á innlendum reynslutölum sem að mati sérfræðinga eru mun betri nálgun en erlend viðmið úr mismunandi borgum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í svari samgöngustjóra er ekki talið að framúrkeyrsla við gerð borgarlínu sé líkleg. Ekki er mjög sannfærandi að bera borgarlínuna saman við samgönguverkefni erlendis. Sagt er að borgarlínan sé „kostnaðarmetin með tilliti til sambærilegra verkefna erlendis“ og viðmiðið er m. a „Metro í Kaupmannahöfn, léttlestarkerfi í Óðinsvéum og Árósum“. Metro í Kaupmannahöfn er allt öðruvísi kerfi en borgarlínan. Þar er byggt á sjálfvirkni, ekki blöndun við aðra umferð og lestir eru án bílstjóra, sem dæmi. Borgarlínan er heldur ekki enn hugsuð sem léttlestarkerfi. Borgarlínan er eins og er strætisvagnakerfi. Það ættum við að þekkja vel og vitum að Strætó fer yfirleitt fram úr kostnaðaráætlun.

    -    Kl. 13:30 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum og Alexandra Briem víkur.

    Fylgigögn

  67. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 18. mars 2021. R21010023

    Fylgigögn

  68. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 25. mars 2021. R21010004

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar:

    Málinu er frestað á fundi innkaupa- og framkvæmdaráðs. Þegar þetta yfirlit er hins vegar skoðað má setja spurningarmerki við ýmislegt, t.d. mikinn kostnað (töluleg staðreynd) vegna útvistunar vettvangsþjónustunnar. Það sem sést í þessu yfirliti er að mikill kostnaðarauki fellur á borgarsjóð vegna ákvörðunar um að að leggja niður innri tölvu- og vettvangsþjónustu Reykjavíkur. Borga á Premis vegna notenda- og vettvangsþjónustu tæpar 65 milljónir, Þekkingu Tristan einnig fyrir það sama eða 92 milljónir og fyrir beint samband 15,5 milljónir. En hvað hefði kostað að halda föstum starfsmönnum sem sinntu þessum hlutverkum en sem voru reknir úr starfi? Fulltrúi Flokks fólksins vill fá samanburð kostnaðarlega séð á þessum tveim kostum.

    Fylgigögn

  69. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 17. mars 2021. R21010027

    Fylgigögn

  70. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 25. mars 2021. R21010028

    Fylgigögn

  71. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 24. mars 2021. R21010029

    Fylgigögn

  72. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 23. mars 2021. R21010031

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:

    Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram sína umsögn um drög að reglum um bílastæðakort íbúa í Reykjavík. Fulltrúi Flokks fólksins bendir á að með þessum reglum mun það verða enn líklegra en áður en þetta svæði stendur ekki til boða nema þeim sem eru efnaðir. Eignir eru dýrar og nú þarf hver og einn að borga fyrir stæði við heimili sitt. Ekki er um neinar ívilnanir að ræða eins og sjá má t.d. Ósló og Drammen t.d. fyrir hreyfihamlaða eða þá sem aka vistvænum bílum en þetta eru borgir sem öllu jafna skipulagsyfirvöld í borginni vilja líkja eftir þegar kemur að skipulagi. Í raun stefnir í það að þeir sem ætla að búa í miðbænum muni einfaldlega þurfa að hugsa sig tvisvar um hvort þeir geti leyft sér að eiga bíl.

    Fylgigögn

  73. Lagðar fram fundargerðir skipulags- og samgönguráðs frá 7. og 14. apríl 2021. R21010008
    B-hluti fundargerðarinnar frá 7. apríl er staðfestur.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgerðir vegna lækkunar hámarkshraða í 30 km á borgargötum eru áætlaður 1,5 milljarður. Eru borgarstjóri og meirihlutinn ekki með öllum mjalla? Finnst fólki í lagi að þessir aðilar sem stjórna Reykjavíkurborg á minnihluta atkvæða geti tekið svona einhliða ákvörðun að lækka umferðarhraða í 30 km sisvona? Ekki stóð á áróðursdeild Ráðhússins í gær þegar þjófstartað var í fréttum RÚV bæði kl. 19:00 og 22:00 þar sem delerað var um þessar hugmyndir og borgarstjóri var tekinn í viðtal áður en málið er kynnt í skipulags- og samgönguráði. Fyrst var lögð áhersla á að tillagan myndi minnka svifryk en á fundinum er hins vegar lögð áhersla á slysahættu. Einmitt – hvers vegna er þá ekki farið í samgöngubætur á slysamestu gatnamótum Reykjavíkur? Uppreiknuð arðsemi er talin vera 70% og er þá átt við samfélagslegan sparnað. Einungis ein breyta er tekin inn en ekki tekinn inn í myndina tafakostnaður fjölskyldnanna, fyrirtækjanna og Strætó. Ekki er búið að keyra þessa breytingu í gegnum nýtt umferðarmódel og er skýrt brot á samgöngusáttmálanum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. og 7. lið fundargerðarinnar frá 14. apríl:

    Liður 2. Skýrslan um farleiðir laxfiska á ósasvæðum Elliðaáa er unnin í samstarfi við Reykjavíkurborg en borgin áætlar 13 ha landfyllingu austan megin á ósasvæði Elliðaáa þar sem gert er ráð fyrir að rísi íbúðabyggð. Landfylling minnkar náttúrulegt lífríki við ströndina. Best væri ef þessir bakkar fengju að vera sem mest í friði og setja þar ekki stór mannvirki. Skipulagsstofnun hefur veitt umsögn og minnir á náttúruverndarlög. Verið er að ganga á náttúrulegar fjörur og manngera náttúru til að búa til gerviveröld. Liður 7. Hámarkshraðaáætlun Reykjavíkur. Mikilvægt er að hafa 30 km/klst. hraða á svæðum þar sem börn fara um, s.s. í nágrenni við skóla. Þegar horft er til hraðalækkunar og hraðahindrana almennt séð togast á tveir þættir sem stundum er erfitt að samræma, annars vegar að því minni hraði því færri óhöpp en hins vegar að því hægar sem er ekið því minni er afkastageta gatnakerfisins og meiri umferðartafir. Í skýrslu unninni af verkfræðingi fyrir borgina segir að það sé misskilningur að lækkun hraða þýði verra umferðarflæði og skapi tafir. En enginn er að halda því fram að hærri hraði leiði alltaf til meiri afkastagetu götu. Margt annað í aðstæðum hverju sinni þarf að taka inn í myndina.

    Fylgigögn

  74. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. mars 2021. R21010017

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Eðlilegt væri að halda ársfund Strætó sem fyrst enda miklar blikur á lofti í rekstrinum og félagið rekið á yfirdrætti.

    Fylgigögn

  75. Lögð fram fundargerð neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 22. mars 2021. R21010069

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Gríðarlegt valdaframsal hefur átt sér stað til neyðarstjórnar Reykjavíkur. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur komið saman reglulega síðan 31. janúar 2020. Í upphafi voru engar löglegar fundargerðir haldnar en „fundapunktar neyðarstjórnar“ voru hripaðir niður en slíkt vinnulag stenst ekki 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga um ritun fundargerða. Minnt er á að sveitarstjórnir eru fjölskipað stjórnvald og hefur minnihlutinn enga aðkomu að neyðarstjórninni. Nýjasti búhnykkurinn í að viðhalda „neyðarstigi“ í Reykjavík er eldgosið í Geldingadölum. Ekkert neyðarástand ríkir og á þeim grunni er fáránlegt að þessu apparati er haldið úti þvert á sveitarstjórnarlög.

    Fylgigögn

  76. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 19 mál. R21040058

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið yfirlitsins:

    Borgarstjóri leggur til að hann verði fulltrúi í bandalaginu Cities Coalition for Digital Rights og sviðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs staðgengill. Vissulega er það rétt að hinn stafræni heimur er framtíðin sem er frábært. En nú þegar hefur háum fjárhæðum verið varið í stafræna umbreytingu í borginni og 10 milljarðar bætast við næstu 3 árin án þess að hægt sé að sjá skilgreinda útkomu í takt við kostnaðinn. Fólk hefur verið rekið af sviðinu og ekkert lát er á kaupum á ráðgjöf fyrir ævintýralegar upphæðir. Lýsingar á tilraunaverkefnum sem hönnuðir lýsa vekja ekki traust. Staðreyndin er sú að flestar snjalllausnir sem borgin kann að þarfnast eru nú þegar til og komnar í virkni hjá fjölmörgum stofnunum. Minnt er á að verið er að sýsla með útsvar borgarbúa. Meira fjármagn þarf í velferðarmálin. Fátækt fer vaxandi og viðkvæmustu hóparnir hafa stækkað í kjölfar COVID, fólk sem þarf aðstoð af ýmsu tagi, börn þar á meðal. Borgin á sinna fólkinu fyrst og fremst, einnig með stafrænum lausnum af skynsemi.

    Fylgigögn

  77. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R21040102

    Fylgigögn

  78. Lagt fram trúnaðarmerkt yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2021, ásamt fylgigögnum. R20120049
    Frestað.

    -    Kl. 13:45 víkur Ebba Schram af fundinum.

  79. Lagður fram trúnaðarmerktur ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2020, ódags. Einnig er lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 12. apríl 2021, um ársreikninginn, skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 15. apríl 2021, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta og greinargerð B-hluta fyrirtækja, dags. 15. apríl 2021, verkstöðuskýrsla nýframkvæmda, ódags., samantekt yfir breytingar á fjárhagsáætlun 2020, dags. 15. apríl 2021, greinargerð um innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar, ódags., skýrsla um framkvæmd styrkjareglna til borgarráðs, ódags., skýrsla um grænt bókhald Reykjavíkurborgar, dags. apríl 2021, yfirlýsing um stjórnarhætti og ófjárhagslegar upplýsingar, dags. 15. apríl 2021 og minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna álits reikningsskila- og upplýsinganefndar nr. 1/2020, dags. 13. apríl 2021. Gögn undir þessum lið eru trúnaðarmerkt fram að framlagningu ársreikningsins á fundi borgarráðs þann 29. apríl nk. R20110101

    Ársreikningur borgarsjóðs (A-hluta) og samstæðureikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 hefur verið undirbúinn af fjármálaskrifstofu í samræmi við ákvæði 61. greinar sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Reykjavíkurborgar telst fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar.
    Vísað til ytri endurskoðunar.

    Halldóra Káradóttir, Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir, Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir, Lárus Finnbogason og Hallur Símonarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  80. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi tillögu:

    Borgarráð samþykkir að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Hópurinn verði skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Samráðshópur skili tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. R21040124

    Frestað.

  81. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Vísitala leiguverðs byggist á leiguverði samkvæmt þinglýstum leigusamningum. Nýlega tók Bjarg íbúðafélag til starfa þar sem íbúðaverð er lægra en á hinum almenna leigumarkaði. Svo er húsnæðisverð hjá hinu opinbera einnig almennt lægra samanborið við almennan markað. Er hægt að fá fram hjá Þjóðskrá þrískipta vísitölu leiguverðs, þ.e.a.s. út frá almennum leigumarkaði, félagslegum/opinberum (t.a.m. leigufélög í eigu sveitarfélaga) og svo út frá óhagnaðardrifnum leigufélögum? Ef hægt er að draga fram skiptingu á þessari vísitölu er einnig óskað eftir þróun á breytingu á þessum vísitölum á milli mánaða og ára með sérstakri áherslu á Reykjavík. R21040129

  82. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn: 

    Óskað er eftir upplýsingum um hversu margir Reykvíkingar greiddu meira en 25% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu árið 2019? Einnig er óskað eftir skiptingu eftir hlutföllum, t.d. hversu margir greiddu lægra en 30% ráðstöfunartekna sinna í leigu, svo 30-49%, 50-69% og 70% eða hærra af ráðstöfunartekjum sína í leigu. Einnig er óskað eftir því að fá þetta brotið niður á tegund leigusala, þ.e.a.s. hlutfall sem leigja af einstaklingi á almennum markaði, af ættingjum og vinum, af einkareknu leigufélagi, á stúdentagörðum, af sveitarfélagi eða annarsstaðar. Ef ekki er hægt að fá fram nákvæmar upplýsingar er óskað eftir gróflegu mati eða niðurstöðum úr þeim könnunum eða húsnæðisbótakerfinu sem til eru sem geta varpað ljósi á stöðu leigjenda. Ef nýlegri tölur eru til en frá árinu 2019 er einnig óskað eftir því að fá þær. Hér er leitast við að greiða stöðu leigjenda og hversu margir eru að greiða hátt hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu. Ef auðveldara er að greina hópinn með því að skipta leigjendum út frá þeim sem leigja á hinum almenna leigumarkaði og svo hjá hinu opinbera væri gagnlegt að fá þær niðurstöður. Einnig ef auðveldara er að birta svör með því að greina niðurstöðurnar út frá ákveðnum tekjuhópum, líkt og fjallað er um í svarbréfi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við fyrirspurn Sósíalistaflokks Íslands um stöðu leigjenda í Reykjavík – hlutfall leigu af ráðstöfunartekjum, dagsett 29. mars 2021, þá væri gagnlegt að fá það. Fulltrúi sósíalista er einnig að leitast eftir að sjá hvort að lágtekjuhópar séu að greiða hærra hlutfall ráðstöfunartekna sinna í leigu miðað við aðra tekjuhópa. R20100012

  83. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Hvað er áætlað að „Laugavegurinn í 9 skrefum“ kosti tæmandi talið með hönnunarkostnaði? R21040125

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  84. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Óskað er eftir minnisblaði/uppgjöri sem útbúið var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur sem sýnir tvær mismunandi uppgjörsaðferðir félagsins, þ.e. samkvæmt kostnaðarverðsreglu og gangvirðisreglu. R21040130

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  85. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um stöðu Strætó bs. nú þegar rúmt ár er liðið frá því að COVID skall á. Hvernig stendur áhættumat Strætó? Hvernig standa útvistunarmál? Óskað er upplýsinga um fjölda kvartana/tilkynninga/ábendinga sl. ár frá notendum, hvers eðlis þær eru/ sundurliðun á þeim (ástæður og úrvinnsla). R21040126

    Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.

  86. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Óskað er eftir upplýsingum um biðlista á leikskóla í borginni sundurliðað eftir hverfum og hvað lengi beðið hefur verið á biðlista. Óskað er upplýsinga um stöðu biðlista í ljósi tillagna sem lagðar voru fram af meirihlutanum 2018 þar sem stefnt var að m.a. eftirfarandi: Fjölgun leikskólarýma um 700-750 á næstu fjórum til fimm árum svo bjóða megi öllum börnum 12 mánaða og eldri leikskólavist í Reykjavík fyrir lok árs 2023. Að byggðir verði fimm nýir leikskólar á næstu 5 árin. Að reistir verði a.m.k. fimm leikskólar í borginni þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum. Að viðbyggingar rísi við leikskólana Seljakot, Kvistaborg, Reynisholt, Hof og leikskóla í Grafarvogi. Að nýjar leikskóladeildir verði opnaðar í færanlegu húsnæði á árinu 2019 við fjóra leikskóla þar sem eftirspurn eftir leikskólarýmum er mikil. Að lokið verði við að setja á fót sérútbúnar ungbarnadeildir við alla borgarrekna leikskóla, sem hafa fjórar deildir eða fleiri, á næstu 5 árum. Að formleg inntaka barna í leikskóla borgarinnar verði tvisvar á ári. Að stefnt verði að fjölgun barna hjá sjálfstætt reknum leikskólum og dagforeldrum. Að lokum er spurt hverjum af þessum tillögum hefur ekki náðst að framfylgja að litlu eða neinu leyti nú í apríl 2021. R21040128

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs. 

  87. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúi Flokks fólksins  óskar eftir að fá yfirlit yfir öll framlögð mál Flokks fólksins, fyrirspurnir og tillögur frá upphafi kjörtímabilsins, tímasetningar, hvert málum var vísað, afgreiðsluferli, og hvaða mál eru óafgreidd. Óskað er eftir að fá þetta í öðru formi en excel formi eða í það minnsta einnig á word skjali. Þess er jafnframt óskað að hafin verði vinna í að setja mál flokka minnihlutans inn á vef Reykjavíkurborgar með sama hætti og sjá má að er gert hjá Alþingi.  Gagnsæi og gott aðgengi að málum kjörinna fulltrúa er liður í því lýðræði sem við búum við á Íslandi. Allir eiga að hafa aðgang að vinnu kjörinna fulltrúa í þágu borgarbúa, hvaða mál hafa verið lögð fram og hvernig þau hafa verið meðhöndluð. R21040150

Fundi slitið klukkan 14:55

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_1504.pdf