Borgarráð
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á stöðu mála vegna COVID-19.
- Kl. 9:10 tekur Ebba Schram sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 9:24 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.Borgarfulltrúarnir Alexandra Briem, Baldur Borgþórsson Björn Gíslason, Ellen Jacqueline Calmon, Elín Oddný Sigurðardóttir, Marta Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Ragna Sigurðardóttir, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf, Sigurborg Ósk Haraldsdóttir og Örn Þórðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. Einnig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði: Anna Kristinsdóttir, Helgi Grímsson, Janus Arn Guðmundsson, Jón Viðar Matthíasson, Lóa Birna Birgisdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Ómar Einarsson, Ólöf Örvarsdóttir og Óskar Jörgen Sandholt. R20030002
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Laugaveg 168-176, ásamt fylgiskjölum. R21030246
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi Arnarnesvegar, ásamt fylgiskjölum. R20090057
Samþykkt.Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Framlenging Arnarnesvegar ásamt gatnamótum við Breiðholtsbraut er hluti af samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem m.a. kveður á um gerð borgarlínu og umfangsmikla lagningu hjólastíga í sveitarfélögunum. Áætluð framkvæmd tryggir að ekki sé gengið á svæði fyrirhugaðs vetrargarðs og að fyrirhuguð gatnamót gangi ekki of freklega á land og umhverfi um leið og gætt verður að öryggi allra vegfarenda.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samkvæmt samgöngusáttmála átti að ljúka við gerð nýrra gatnamóta við Arnarnesveg á yfirstandandi ári. Ljóst er að skipulagsmál í Reykjavík hafa tafið það. Réttast hefði verið að gera breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur árið 2019 til að unnt væri að standa við framkvæmdaáætlunina. Það var ekki gert. Enn á eftir að auglýsa breytingar á deiliskipulagi og aðalskipulagi þar sem hér er aðeins verið að samþykkja að auglýsa deiliskipulagslýsingu sem er eitt skref af mörgum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skýrsla um lokaáfanga Arnarnesvegar er miklum annmörkum háð. Hér er ekki fjallað um valkosti heldur er einum kosti stillt upp. Annar augljós kostur er að leggja veginn í Tónahvarf, tvöfalda veg þaðan að Breiðholtsbraut og gera stórt hringtorg á mótum þeirra vega. Hvers vegna eru mismunandi kostir ekki bornir saman? Á síðustu 18 árum hefur margt breyst. Umferðarlíkanið sem stuðst var við í upphaflega matinu er úrelt. Umferðin á fyrsta áfanga Arnarnesvegar hefur nú þegar náð efri mörkum umferðar í matinu og ætlar Vegagerðin samt að tengja Salahverfi við Breiðholtsbraut með tilheyrandi stofnbrautarumferð. Endurmeta þarf áhrif stóraukinnar umferðar með tilliti til mengunar og fleiri þátta, í návígi við fjölmenn íbúðahverfi. Ný hverfi í nánd við veginn hafa verið byggð eftir að umhverfismat var gert og gert er ráð fyrir vetrargarði í Vatnsendahvarfinu. Í Kópavogi á að byggja 4.000 manna byggð efst í Vatnsendahvarfi næstu ár sem ekki hefur verið tekið með inn í reikninginn. Meirihlutinn hefur ekki gert neitt til að reyna að fá nýtt umhverfismat og ætlar að bjóða börnum upp á að leika sér í vetrargarði og á skíðum í mengunarskýi. Það er erfitt að sjá að vetrargarðurinn geti þróast þar sem svo mjög er þrengt að honum.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á kynningu á lýsingu að deiliskipulagi fyrir Gufunes, ásamt fylgiskjölum. R21030247
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Lagt er til að núverandi Gufunesvegi verði breytt í hjóla- og göngustíg. Einnig er lagt til að rýna hönnun nýja vegarins verði rýnd með tilliti til sjálfakandi vagna og hvort rými sé fyrir sérakrein sem vagnarnir geta nýtt og síðan tengst stærri almenningsvögnum Strætó uppi við Strandveg. Gætt verði í þessu sambandi að framtíðarlegu Sundabrautar um svæðið.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Sporin hræða þegar kemur að skipulagsvinnu varðandi Sundabraut. Meirihlutanum er ekki treystandi. Verið er að kynnar bráðabirgðatengingar frá Gufunesi upp í Grafarvog og eiga þær að vera víkjandi gagnvart Sundabraut. Enn á ný er verið að þrengja að komu Sundabrautar. Hvers vegna er rokið í þetta verkefni sem verður mjög kostnaðarsamt korter í ákvarðanatöku um legu Sundabrautar? Þessu fólki sem stórnar Reykjavík er ekki viðbjargandi. Borgarfulltrúi Miðflokksins skilur ekki hvers vegna Vegagerðin er ekki löngu búin að gefast upp á samstarfi við meirihlutann í Reykjavík.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. mars 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021 á deiliskipulagi fyrir Skerjafjörð, ásamt fylgiskjölum. R20060271
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Eyþórs Laxdals Arnalds og Valgerðar Sigurðardóttur borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Deiliskipulag fyrir fyrsta áfanga uppbyggingar Nýs Skerjafjarðar felur í sér sjálfbæra, blandaða byggð með um 690 íbúðum, leik- og grunnskóla, verslun, þjónustu og útivistarsvæði. Íbúðirnar verða af öllum stærðum og gerðum, m.a. undir hatti verkefnisins Hagkvæmt húsnæði, ungt fólk og fyrstu kaupendur, ásamt því sem Bjarg reisir heimili fyrir sína félagsmenn og Félagsstofnun stúdenta fyrir stúdenta. Í hverfinu verður áhersla lögð á forgang gangandi og hjólandi, hæga umferð og öflugar tengingar við almenningssamgöngur. Öll bílastæði lóða verða í miðlægu bílastæðahúsi þar sem verður matvöruverslun og þjónusta á jarðhæð. Sérbýli og raðhús verða í nýja hverfinu og tengja þau nýja hverfið við gróna byggð í Skerjafirði. Innar í nýja hverfinu verða námsmannaíbúðir, hjúkrunarheimili og hagkvæmt húsnæði. Gert er ráð fyrir grænu neti opinna svæða og gönguleiðum í gegnum inngarða í anda Þingholtanna. Tenging Nýja Skerjafjarðar við atvinnukjarna, háskóla og vistvæna samgöngumáta gerir hann enn fremur að eftirsóknarverðum stað til að búa á. Fulltrúar meirihlutans fagna þeirri uppbyggingu sem áætluð er í fyrsta áfanga deiliskipulags fyrir svæðið og er tillagan samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið. Í fyrsta lagi eru áformaðar landfyllingar komnar í umhverfismat sem er ólokið og því alger óvissa um stærð skipulagssvæðisins og þar með fjölda íbúða og íbúa. Þá er Náttúrufræðistofnun með það til skoðunar að strandlengjan við Skerjafjörð verði friðuð í samræmi við samþykkt Alþingis frá 2004. Í öðru lagi hefur Vegagerðin óskað eftir að fram fari heildrænt samgöngumat en því er enn ólokið, en gert er ráð fyrir þreföldun íbúa í hverfinu með tilheyrandi álagi á umferð.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að breyta deiliskipulagi í hinum svokallaða „Nýja Skerjafirði“. Málið er keyrt áfram af fullum þunga þrátt fyrir fjöldamargar vel rökstuddar og grafalvarlegar athugasemdir. Margt er enn á huldu um þetta svæði, s.s. lögmætt gildi landfyllingar sem nú er í umhverfismati, olíumengun á svæðinu og ekkert tillit er tekið til öryggishlutverks flugvallarins í Vatnsmýrinni en ljóst er að hann er ekki á förum miðað við umbrot á Reykjanesi undanfarnar vikur. Eldgos er hafið og þeir sem eru með skýra hugsun sjá að flugvöllur verður aldrei í Hvassahrauni. Hvað þarf til – til að borgarstjóri og meirihlutinn opni augun og viðurkenni staðreyndir? Hollenska loft- og geimferðarstofnunin hefur gert alvarlegar athugasemdir við framkvæmdina og lagði til að áhættumat yrði gert. Alþingi samþykkti árið 2004 að stefnt skyldi að friðlýsingu fjöru og grunnsævis Skerjafjarðar og hefur Náttúrufræðistofnun áréttað þær hugmyndir. Hafrannsóknarstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa allar í umsögnum til Reykjavíkurborgar undirstrikað verndargildi fjörunnar. Á fundinum er kynnt að fara eigi í nýja landfyllingu gegnt flugskýli Flugfélagsins Ernis. Það er alveg ljóst að ef farið verður í þessar framkvæmdir eiga þær eftir að hafa gríðarleg áhrif á umferðarþunga og skuggavarp á svæðinu eins og íbúar og umsagnaraðilar hafa bent á í umsögnum.
Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Niðurstaða í skýrslu Hollensku loft- og geimferðastofnunarinnar er eftirfarandi: “It is therefore concluded that the identified risk is manageable and should not block the development of the Nýi-Skerjafjörður residential area.” Með öðrum orðum þá er lokaniðurstaða skýrslunnar að áhættan sé „viðráðanleg og ætti ekki að stöðva uppbyggingu Nýja Skerjafjarðar.“
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Hvað þýðir það að áhættan sé viðráðanleg þegar allt verkefnið er í uppnámi? Þegar allir þættir leggjast saman, s.s. að þessi áhætta sé viðráðanleg, fyrirhugaður vegur við enda flugbrautarinnar næst Skerjafirði þar sem lendingaljósbúnaður er, olíumengun í jörðu á byggingarsvæði, nálægð byggðar við flugvöllinn á þann hátt að brjóta þarf lög og reglugerðir um opnanlega glugga á þeim húsum sem standa næst vellinum, umhverfismat á landfyllingu er ófrágengið, mjög dýrmætri standlengju er fórnað sem umhverfisstofnanir ríkisins hafa eindregið varað við, ekki er búið að leysa aukinn umferðarþunga af svæðinu, mótmæli íbúa o.fl. Þegar allar þessar staðreyndir eru lagðar saman er alveg ljóst að verkefnið er eitt feigðarflan. Minnt er einu sinni enn á að eldgos er hafið á Reykjanesi og jafnvel nýjar sprungur að myndast annars staðar á nesinu. Samkvæmt fréttum dagsins má formanni almannavarna höfuðborgarsvæðinu, sem er borgarstjóri, vera fullljóst að enginn flugvöllur kemur í Hvassahrauni og honum ber að standa vörð um flugvöllinn í Vatnsmýrinni og láta af þeim vinnubrögðum að koma flugvellinum í burtu með öllum tiltækum ráðum. Annars er hann að bregðast starfsskyldum sínum í báðum embættum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að fara gegn áliti fjölda manna enda má segja að níðst sé á náttúrunni. T.d. er fjaran í Skerjafirði ein af örfáum ósnertu fjörum borgarinnar. Tilslakanir ná skammt. Fermetrum í byggingum hefur jú verið fækkað smávegis og örlítið dregið úr landfyllingu. Engu að síður gætu t.d. framkvæmdir vegna undirbúnings leitt til óafturkræfanlegra mistaka á náttúru og svæðinu öllu svo ekki sé minnst á kostnað. Skemmdar verða náttúrulegar fjörur. Bæta á fyllingu meðfram flugvellinum, setja á landfyllingarkant. Fram kemur að endurbyggja á náttúrulega strönd sem verður þá ekki náttúruleg lengur. Hér er valin steypa á kostnað náttúru eins skipulagsyfirvöld hafa gert víða í Reykjavík. Líkur hafa aukist á að Hvassahraun verði ekki kostur fyrir flugvöllinn þar sem Hvassahraun stendur á hættusvæði nú þegar gos er hafið í Geldingadal. Í Skerjafirði er mengun í jörðu og hávaðamengun af flugvélum sem hefur áhrif á svæðið sem íbúðasvæði. Hvort tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin. Þess utan mun viðbót, um 1100 íbúðir, væntanlega leiða til mikillar umferðir sem ekki er séð hvernig verður leyst. Kemur ekki til greina að hætta við að byggja í Skerjafirði og bíða eftir því að flugvöllurinn fari ef hann þá fer einhvern tímann?
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna endurgerðar opinna leiksvæða árið 2021, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 120 m.kr. R21030238
Samþykkt.Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Endurgerð opinna leiksvæða í ár gerir ráð fyrir 120 m.kr. Um er að ræða endurgerð leiksvæða á sjö stöðum í borginni: Víðihlíð og Grænuhlíð (leiksvæði), Ljósheimar (þemavöllur), Vesturás, Þverás, Deildarás og Kleifarvegur (andrými). Endurgerðin felur í sér landmótun, endurnýjun gróðurbeða, leiktækja og yfirborðsefna eftir þörfum. Áhersla er á öryggismál s.s. fallvarnarefni, bætta lýsingu og aðgengi fyrir alla. Endurgerðin tekur mið af leiksvæðastefnu Reykjavíkurborgar og unnið er með hugmyndafræði snjallvæðingar. Meirihluti borgarráðs leggur áherslu á mikilvægi þess að taka mið af algildri hönnun við val á leiktækjum og hönnun svæðanna.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. mars 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurgerð leik- og grunnskólalóða fyrir árið 2021, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 500 m.kr. R21030242
Samþykkt.Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða endurgerð og lagfæringar á 18 leik- og grunnskólalóðum fyrir um það bil 500 m.kr. Leikskólalóðir sem fara í endurgerð eru Hálsaskógur, Klambrar, Mánagarður og Vesturborg. Leikskólalóðir sem fara í endurbætur og átaksverkefni eru Dalskóli, Fífuborg, Klettaborg, Langholt-Sunnuborg, Laugasól-Lækjarborg, Lyngheimar, Nes-Hamar, Sunnufold-Frosti og Sunnufold-Logi. Grunnskólalóðir í endurgerð eru Breiðholtsskóli, auk ýmissa átaksverkefna sem fara fram við Engjaskóla, Melaskóla, Selásskóla og Víkurskóla. Meirihluti borgarráðs leggur áherslu á mikilvægi þess að taka mið af algildri hönnun við val á leiktækjum og hönnun svæðanna. Færi einnig vel á því að leita til barnanna vegna hugmynda um útfærslu svæðanna.
Ámundi Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgastjóra og borgarritara, dags. 22. mars 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhúsnæði við Jarpstjörn 16-20, ásamt fylgiskjölum. R20090004
Samþykkt.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgastjóra og borgarritara, dags. 22. mars 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki framlengingu á lóðarvilyrði fyrir lóð til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerjafirði, ásamt fylgiskjölum. R19040007
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Mikilvægt er að það gildi gagnsæjar reglur um framlengingu vilyrða.
Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. mars 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi samning um viðskiptavakt á eftirmarkaði með skuldabréf Reykjavíkurborgar og samning um fyrirgreiðslu vegna samnings um viðskiptavakt. Reykjavíkurborg mun gera samhljóða samninga til eins árs við Arion banka, Íslandsbanka, Kviku banka og Landsbankann.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21010060
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 22. mars 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja verkefnaklasa í stafrænum umbreytingum, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R21030244
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.- Kl. 11:00 víkja Heiða Björg Hilmisdóttir og Valgerður Sigurðardóttir af fundi og Ragna Sigurðardóttir og Egill Þór Jónsson taka sæti með fjarfundarbúnaði.
Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að veita heimild til að hefja verkefni á sviði stafrænnar umbreytingar fyrir alls tæplega 3 milljarða króna. Stafræn umbreyting snýst um nútímavæðingu þjónustu á forsendum íbúans með bættu aðgengi að þjónustu. Um er að ræða rafvæðingu ferla, nýjan hugbúnað og ný upplýsingakerfi, stafræna umbreytingu upplýsinga og skjalastýringar, hönnun og umbreytingu þjónustu, nýja lýðræðisgátt og umbætur á sviði gagnsæis, umbreytingu á notendabúnaði og upplýsingatækniinnviðum og því að gera stjórnsýsluhús að sjálfbærri fyrirmynd. Verkefnið er hluti af græna planinu þar sem stafrænni umbreytingu er hraðað um fjöldamörg ár.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Nauðsynlegt er að ráðast í stafræna þróun á þjónustu borgarinnar. Fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar gerir hins vegar ráð fyrir 10 milljarða fjárfestingu til verkefnisins á næstu árum, án þess þó að skilgreina til enda hvernig sú fjárhæð er áætluð. Grunnforsenda stafrænnar þróunar verður annars vegar að vera betri þjónusta við íbúa en hins vegar aukin hagræðing innan borgarkerfisins. Nú er ljóst að verkefnið mun kalla á 60-80 ný stöðugildi, tækifæri til útvistunar virðast vannýtt og hagræðing hefur ekki verið skilgreind. Þess þarf að gæta að stafræna þróunin breytist ekki í stefnulaust rekald.
Borgaráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Sú stafræna umbreyting sem nú er lagt af stað með á ekki að koma kjörnum fulltrúum á óvart sú enda var hún samþykkt í fjárfestingaráætlun borgarinnar í desember sl. Eins og fram kemur er verið hraða stafrænni umbreytingu í þjónustu borgarinnar um fjöldamörg ár með það að markmiði að bæta þjónustu við borgarbúa. Liggur fyrir að þessi stafræna vegferð mun kalla á um 60-80 ársverk sem mun skiptast í aðkeypta þjónustu og tímabundin stöðugildi. Hér er um að ræða fjárfestingu sem mun spara mikið til lengri tíma eins og verkefni sem þegar hafa verið unnin hafa sýnt. Þjónustuþörfin er stanslaust að aukast og til að fletja út kúrfuna á aukinni þörf á fjölgun starfa er hægt að mæta aðstæðunum með nútímavæðingu þjónustu og stafrænni umbreytingu um leið og þetta leiðir til betri þjónustu sem er aðgengilegri, hagkvæmari og umhverfisvænni.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn eitt gæluverkefnið. 3 milljarðar í verkefnaklasa í tengslum við stafrænar umbreytingar núna og áætlað er að setja eigi 10 milljarða samtals í verkefnið. Þessum verkefnum á að útvista úr borgarrekstrinum. Reykjavíkurborg er ekki og getur aldrei verið hugbúnaðarfyrirtæki. Eru þetta áherslurnar í taprekstri borgarinnar og skuldasöfnun? Reykjavíkurborg getur ekki haldið uppi lögbundinni þjónustu né grunnþjónustu. Viðhald fasteigna er í molum. Þá er farið í svona bull, vitleysu og firru. Þessu fólki sem stjórnar Reykjavíkurborg er ekki viðbjargandi.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Byrjað er að fara fram á að fá strax þrjá milljarða sem var samþykkt 2020. Fullyrt er að Reykjavíkurborg sé komin einna lengst af opinberum aðilum á Íslandi, enda lagt í þessa vegferð strax árið 2016 og á borgin í reglulegu samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Borgin hefur þegar afhent kóða sem er tilbúinn og kominn í rekstur til Sambands sveitarfélaga til afnota og aðlögunar. Er hér ekki verið að segja að Reykjavík leiði verkið, en er það kostur að frumherjinn beri kostnaðinn? Svo eiga nágrannasveitarfélögin að fá lausnirnar fyrir lítið eða ekki neitt? Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður tjáð sig um gríðarleg útgjöld sviðsins og fengið bágt fyrir. Í varnarskrifum formanns mannréttindaráðs hefur fulltrúi Flokks fólksins verið sakaður um að vera illa að sér í þessum málum. Í reglum borgarinnar ber sviðsstjóra og stjórnendum að innleiða og bæta þjónustu, auka skilvirkni og lækka kostnað. En hjá þjónustu- og nýsköpunarsviðinu hækkar kostnaður um milljarða. Reykjavík er ekki einkafyrirtæki á alþjóðamarkaði heldur sveitarfélag sem ber skylda til að sinna grunnþörfum og lögbundinni þjónustu við borgara. Á biðlista eftir sálfræðihjálp eru tæplega þúsund börn. Það er deginum ljósara hvernig forgangsröðun er hjá þessum meirihluta.
Óskar J. Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Vegagerðarinnar, dags. 15. mars 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um skýrslu um frumdrög að fyrstu lotu borgarlínu, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. febrúar 2021. R21020147
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Frumdragaskýrsla hinnar svokölluðu borgarlínu kostaði tæpar 136 milljónir og er það ekki endanlegur kostnaður. Í svari frá Vegagerðinni kemur fram að ekki liggi fyrir nákvæmar vinnustundir hjá teyminu sem vann skýrsluna. Hvernig er þá hægt að skrifa á verkefnið 136 milljónir? Fjórir aðilar frá Vegagerðinni, Reykjavíkurborg og Kópavogsbæ unnu að frumdrögunum og samkvæmt svarinu „stóð verkefnið straum af launakostnaði þeirra“ sem reynist vera 31 milljón. Þetta eru nýjar upplýsingar sem fara þvert á það sem kjörnum fulltrúum var áður sagt, þ.e. – að þessir aðilar væru „lánaðir“ inn í verkefnið. Voru þessir aðilar á tvöföldum launum frá sínum vinnuveitenda og „verkefninu“? Mikils ósamræmis gætir í svarinu þegar spurt var um hvort farið hafi verið í útboð varðandi vinnu utanaðkomandi aðila. Fyrst er sagt að þeir hafi verið valdir eftir að leitað var tilboða gegnum rammasamning Ríkiskaupa – og síðan segir að farið hafi verið í útboð. Augljóst er að ekki stendur steinn yfir steini á fjármálahlið þessarar frumdragaskýrslu. Hér hefur verið um galopin tékka að ræða og margir sem hafa matað krókinn á grunni samtryggingar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í svari Vegagerðarinnar kemur fram sundurliðun á undirbúningskostnaði, sem er mikill. Vaknað hafa upp spurningar hvort Vegagerðin sé rétti aðilinn til að stjórna uppbyggingu borgarlínunnar. Sérþekking hennar liggur ekki í að hanna almenningssamgöngukerfi, heldur í því að hanna umferðarmannvirki svo sem mislæg gatnamót og hraðbrautir.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. mars 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rýmingu Fossvogsskóla og framhald kennslu, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. mars 2021. R19020180
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lítið var sennilega hægt að gera nema að loka Fossvogsskóla tímabundið og flytja nemendur í Korpuskóla. Allt myglumálið sýnir fram á að ef eitthvað fúsk er í vinnu verktaka þá kostar það alvarlegar afleiðingar og það víti ber að varast. Hins vegar er það óheppilegt að hugsanlega er einhver mygla í Korpuskóla, en vonandi ekki í skaðlegum mæli. Þetta mál er allt hið erfiðasta. Sárast er hvað lengi tók að ná eyrum borgaryfirvalda og setja viðbrögð í gang sérstaklega þegar í ljós kemur að einhver mygla/gró var enn að grassera. Seint gleymist svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur dags. 28. febrúar 2020 við fyrirspurn Flokks fólksins þar sem fulltrúi Flokks fólksins leitaði upplýsinga eftir að hafa fengið tölvupósta frá foreldrum um að leki hafði aftur komið upp í nóvember og börn væru að veikjast. Í svarinu er fulltrúi Flokks fólksins vændur um vanþekkingu og fullyrt að Fossvogsskóli væri í góðu ásigkomulagi. Fulltrúi Flokks fólksins lagði einnig til að gerð yrði faglegri úttekt á loftgæðum skólans og fékk við þeirri tillögu ámóta viðbrögð sem voru uppfull af hroka og yfirlæti. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hafði áhyggjur af ástandinu þarna og hvað skóla- og frístundaráð og heilbrigðiseftirlitið voru lengi að taka við sér og létu um tíma eins og vandinn væri jafnvel bara léttvægur eftir því sem virtist.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 16. mars 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um stafræna þróun á þjónustu borgarinnar, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. mars 2021. R20010203
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn eitt gæluverkefnið. 3 milljarðar í verkefnaklasa í tengslum við stafrænar umbreytingar núna og áætlað er að setja eigi 10 milljarða samtals í verkefnið. Þessum verkefnum á að útvista úr borgarrekstrinum. Reykjavíkurborg er ekki og getur aldrei verið hugbúnaðarfyrirtæki. Eru þetta áherslurnar í taprekstri borgarinnar og skuldasöfnun? Reykjavíkurborg getur hvorki haldið uppi lögbundinni þjónustu né grunnþjónustu. Viðhald fasteigna er í molum. Þá er farið í svona bull, vitleysu og firru. Þessu fólki sem stjórnar Reykjavíkurborg er ekki viðbjargandi. Verði þetta verkefni að veruleika er áætlað er að ráða þurfi í 60-80 stöðugildi hjá borginni. Borgarfulltrúi Miðflokksins er orðlaus og gerist það nú ekki oft.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þau svör sem hér eru birt eru af sama meiði og svör við fyrirspurnum fulltrúa Flokks fólksins um í hvað þessir milljarðar fara og hvernig þeir nýtast borgarbúum. Þarna er verið að segja frá tíu milljarða útgjöldum sem fara að mestu til ráðgjafafyrirtækja erlendis og hérlendis. Fólk hefur verið rekið úr störfum sínum á þjónustu- og nýsköpunarsviði og verkum útvistað sem allir vita að er dýrara auk þess sem fátt mun sitja eftir af þekkingu og reynslu í borgarkerfinu. Ekki er verið að amast yfir þeirri ábyrgð sem þjónustu- og nýsköpunarsvið hefur sem er að bera ábyrgð á upplýsingatækni borgarinnar og umbótum á þeim sviðum. Hvergi er hins vegar að sjá þær umbætur að heitið geti. Önnur fyrirtæki eins og Vinnumálastofnun státar af snjallmenninu Vinný sem liðkað hefur mikið fyrir þjónustu. Fram kemur aftur að reglulegir stöðufundir eru á milli þjónustu- og nýsköpunarsviðs og Stafræns Íslands og borgin hefur afhent kóða sem er tilbúinn og kominn í rekstur til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hver borgar annar en Reykjavík? Fulltrúi Flokks fólksins hefur verið sagður óupplýstur og að hann sé að ráðast á starfsfólk þegar spurðar hafa verið áleitnar spurningar um þessi mál. Slíkar eru varnirnar.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 18. mars 2021. R21010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 15. mars 2021. R21010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. mars 2021. R21010029
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 17. mars 2021. R21010032
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 22. mars 2021. R21010069
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 15. mars 2021. R21010021
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17. mars 2021. R21010016
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 24. mars 2021. R21010008
B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í umsögn við fyrirspurn um Hafnartorg sem þykir óaðlaðandi og sérlega vindasamt, m.a. vegna þess að byggingar þar eru eins og kassar en mjókka ekki upp sem myndi milda áhrif vinda þannig að ekki koma eins stífir vindstrengir við jörð. Með skreytingum er vissulega hægt að gera Hafnartorg meira aðlaðandi en erfiðara er að leiðrétta form bygginga sem þegar hafa verið byggðar. Segir í svari að notast sé við tölvulíkan og skoðanir veðurfræðinga sem er ekki það sama og rannsóknir. Almennt er erfitt að meta hvernig loftstraumar leggjast og sveiflast þótt hægt sé að giska á það með rökrænum hætti. En af hverju eru loftför prófuð í vindgöngum og af hverju eru hafnarmannvirki prófuð í straumlíkani þótt mikil reynsla sé af því að byggja út í sjó? Skýringin er að við slíkar tilraunir fæst miklu nákvæmari niðurstaða en með útreikningum. Þetta mættu skipulagsyfirvöld íhuga og losna þar með við verulegt vandamál, svo sem vindstrengina við Höfðatorg og Hafnartorg. Fólk hefur lent í beinni hættu þegar vindstrengur kemur af sjó t.d. við Höfðatorg með þeim afleiðingum að ekki er hægt að standa í lappirnar í orðsins fyllstu merkingu.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 26. febrúar 2021. R21010013
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R21020188
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er á ferðinni undarlegt mál þar sem sveitastjórnarráðuneytið virðast ætla að heimila sveitarfélögum að sniðganga skýrt lagaákvæði. Í október 2020 gaf reikningsskila- og upplýsinganefnd út álit nr. 1/2020: https://www.stjornarradid.is/verkefni/sveitarstjornir-og-byggdamal/sveitarstjornarmal/fjarmal-sveitarfelaga/reikningsskila-og-upplysinganefnd/alit-og-annad-efni-reikningsskila-og-upplysinganefndar/ . Í álitinu var leitast við að svara erindi sem beint var til nefndarinnar um reikningsskil samstæðu Reykjavíkurborgar og reikningsskil Félagsbústaða hf. Álitið var mjög afgerandi. Reykjavíkurborg er ekki heimilt að færa Félagsbústaði inn í samstæðuna eins og gert hefur verið frá árinu 2014. Í tilkynningu frá sveitarstjórnarráðuneytinu er að sjá sem sveitarfélögum sé veitt heimild til að brjóta gildandi landslög á þeim grunni að einhvern tímann í framtíðinni verði lögum breytt. Hvar annars staðar en á Íslandi myndu svona vinnubrögð ráðuneytis vera liðin? Reikningsskilanefndin er sjálfstæð og óháð nefnd og komi upp ágreiningur um álit hennar þá ber að leysa úr honum fyrir dómstólum. Í 61. gr. sveitastjórnarlaga segir: „Gera skal ársreikning fyrir sveitarsjóð, stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki þess. Jafnframt skal gera samstæðureikning fyrir sveitarfélagið, þ.e. sveitarsjóð, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, sbr. 60. gr.“ Þetta verður ekki misskilið. Ekki einu sinni af borgarstjóra.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Loksins er tillaga Flokks fólksins að fá meðhöndlun en hún var lögð fram í kjölfar hins hræðilega bruna sem varð á Bræðraborgarstíg 1 í fyrra. Tillagan var um að borgaryfirvöld grípi strax til aðgerða sem miða að því að finna öruggt húsnæði fyrir þann hóp fólks sem býr í ósamþykktu/óleyfisíbúðarhúsnæði. Óljóst er hvað margir búa í ósamþykktu húsnæði í borginni, atvinnuhúsnæði eða öðru óleyfishúsnæði. Í sumum tilfellum er aðbúnaður í þessu húsnæði ekki í samræmi við öryggiskröfur. Grípa þarf strax til aðgerða sem miða að því að finna öruggt húsnæði fyrir þann hóp fólks. Óttast er þessi hópur sem leitar í óleyfis- eða ósamþykkt húsnæði hafi stækkað. Nú er vaxandi atvinnuleysi vegna faraldursins og því eiga einhverjir ekki annarra kosta völ en að búa í óleyfishúsnæði. Fulltrúi Flokks fólksins vonast til að borgarstjóri og meirihlutinn gangi nú þegar í þessi mál. Dýrmætur tími hefur tapast og málið þolir enga bið.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R21030007
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um það hvort að asbest hafi fundist í húsnæði úthlutað hefur verið listamönnum í Gufunesi. R21030281
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar birti niðurstöður athugunar á upplýsingum um réttindi og þjónustu við fatlað fólk á vefsíðum sveitarfélaga, þ. á m. hjá Reykjavíkurborg. Athugunin fór fram á tímabilinu 17. júlí til 3. ágúst 2020. Vefsíður eftirfarandi sveitarfélaga voru skoðaðar: Akureyrarbær, Fljótsdalshérað, Garðabær, Ísafjarðarbær, Kópavogsbær, Mosfellsbær, Reykjavíkurborg og Stykkishólmsbær. Athugunin leiddi í ljós að ýmislegt þurfti að bæta. Hvernig hefur Reykjavíkurborg brugðist við þeim ábendingum sem komu fram hjá Gæða- og eftirlitsstofnuninni? R21030283
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þann 21. febrúar 2019 var samþykkt í borgarráði deiliskipulag fyrir 1. áfanga skipulagssvæðis Gufuness, svæði C. Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 24. mars 2021 var kynnt að skipulagssvæðinu væri skipt í „frekari svæði“ eða „Kvikmyndaþorp 1 [C] eða svæði C. Í gildandi deiliskipulagi er svæði C 17.238 m2 að stærð og lóðin innan svæðisins 12.962 m2.“
1. Hvað greiddi kaupandinn af reit C í Gufunesi fyrir lóðina?
2. Hefur verið staðið í skilum með kaupverðið – ef ekki, hvers vegna?
3. Hvers vegna tóku borgarstjóri og meirihlutinn ákvörðun um að afhenda þessa stóru lóð á hrakvirði til endursölu fyrir þriðju aðila á mun, mun hærra verði?
4. Hvað hefur upphaflegur kaupandi af lóðinni hagnast á endursölunni miðað við daginn sem þessum fyrirspurnum er svarað?
5. Hvers vegna var ekki gengið frá endanlegri lóðarstærð í samningum þegar deiliskipulagið tók gildi? R21030280Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að hundar verði leyfðir í anddyri eða afgreiðslurými borgarþjónustufyrirtækja í stað þess að eigendur þeirra þurfi að festa þá utandyra meðan þeir ganga erinda sinna hjá borginni. Eins og kunnugt er greiða hundaeigendur sérstakan skatt fyrir að fá að halda hund. Inn í þeim skatti er trygging innifalinn, samkvæmt Dýraþjónustu Reykjavíkur, geri hundurinn eitthvað af sér. Hundar eru óvelkomnir á flesta staði innanhúss í opinberu rými borgarinnar og í borginni. Engin ástæða er til að banna eigendum að taka hundinn sinn með inn í það minnsta í anddyri eða afgreiðslurými/sal borgarfyrirtækja í stað þess að eigendur þurfi að skilja dýrið eftir úti á meðan þeir rétt skreppa inn. Heimilishundar bera yfirleitt með sér sama örverulíf og eigendur þeirra. Hundar eru einnig tengdir eiganda með traustum taumi og eigandinn hefur fullt vald á dýrinu. Rök fyrir því að banna að taka hunda með sér inn í anddyri opinberra stofnanna í Reykjavík eru því veik. R21030277
Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Lagt er til að borgarráð beini því til umhverfis- og heilbrigðisráðs ásamt Dýraþjónustu Reykjavíkur að senda út tilmæli til kattaeigenda að þeir setji bjöllur, a.m.k. tvær, á ketti sína við upphaf varptíma fugla í maí. Fulltrúi Flokks fólksins er mikill kattavinur en einnig mikill fuglavinur. Kattahald er útbreitt í borginni og þeir kettir þurfa ekki að veiða sér til matar. Kettir ganga flestir lausir og fara sínar ferðir. Kettir er mikilvæg gæludýr í borgum, en kettir höggva stór skörð í stofna smáfugla með ungaveiðum. Flestum finnst mikilvægt að standa vörð um fuglalíf enda lífgar fuglalíf upp á umhverfið í borginni. Spörfuglar gera garðræktendum gagn með því að halda meindýrum á trjám í skefjum. Ábyrgir kattaeigendur draga mikið úr veiðiárangri katta með því að setja bjöllur eða/og litsterk hálsskraut á ketti sína. Tvær til þrjár bjöllur í hálsól katta sem klingja við samslátt valda því að köttur á erfitt með að koma bráð á óvart. Ein bjalla hefur takmarkað gildi. Fulltrúi Flokks fólksins vill með þessari tillögu leggja sitt af mörkum til að fleiri fuglsungar í Reykjavík komist á legg og umhverfisgæði batni. R21030278
Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að ráðist verði í endurskoðun á reglum og samþykktum borgarinnar með það að markmiði að koma í veg fyrir rekstur spilakassa og skaðlegar afleiðingar slíks reksturs. Spilafíkn veldur miklum samfélagslegum skaða. Þrátt fyrir það eru reknir spilakassar á Íslandi, bæði í sjoppum og á veitingastöðum og einnig í sérstökum spilasölum. Ekki þarf að leita lengra en á Lækjartorg til að finna slíkan. Undanfarið hefur skapast mikil umræða um rekstur spilakassa og hvort rétt sé að banna slíkan rekstur. Sú umræða hefur skapast fyrir tilstilli Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem hafa staðið fyrir átakinu Lokum.is, en frekari upplýsingar má finna á vefsíðu með sama nafni. Samtökin hafa dregið fram reynslusögur spilafíkla og aðstandenda þeirra sem sýna svart á hvítu hve miklum skaða spilafíkn veldur samfélaginu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21030282
Frestað.- Kl. 11:55 víkur Líf Magneudóttir af fundinum.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 12:02
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Ragna Sigurðardóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Eyþór Laxdal Arnalds Hildur Björnsdóttir
Egill Þór Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð borgarráð 25.1.2021 - Prentvæn útgáfa