Borgarráð
Ár 2021, fimmtudaginn 18. febrúar, var haldinn 5618. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1436/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Þorsteinn Gunnarsson og Pétur Kr. Ólafsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 10. febrúar 2021 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna byggðar í Skerjafirði, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram skýrsla hollensku loft- og geimferðastofnunarinnar til Isavia dags. ágúst 2020, ásamt minnisblaði Isavia, dags. 9. september 2020. R11060102
- Kl. 9:13 tekur borgarstjóri sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 9:17 tekur Ebba Schram sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 9:21 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.
- Kl. 9:28 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 2. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Með aðalskipulagsbreytingu sem tekur til nýs Skerjafjarðar er útfært markmið um að skapa sjálfbæra, blandaða íbúðabyggð í Skerjafirði með grænu yfirbragði. Breytingin er forsenda þess að öflugur hverfiskjarni og grunnskóli verði í hverfinu og með henni er núverandi byggð styrkt til muna. Tenging nýja Skerjafjarðar við atvinnukjarna, háskóla og vistvæna samgöngumáta gerir hann að eftirsóknarverðum stað til að búa á. Í breytingunni er dregið verulega úr umfangi landfyllingar og fyrirhugaðrar smábátahafnar og er landfyllingin færð út fyrir skilgreint hverfisverndarsvæði við Ægisíðu. Beðið verður með skipulagsvinnu við síðari áfanga uppbyggingar (þ.e. útfærslu deiliskipulags) í Skerjafirði þar til yfirstandandi umhverfismatsferli við landfyllingu er lokið en fyrri áfangi er óháður landfyllingu. Tekið er fram að niðurstaða umhverfismats geti haft þau áhrif að breytingu þurfi að gera á ný á aðalskipulagi vegna frekari minnkunar landfyllingar eða breyttrar afmörkunar hennar. Byggingarmagn breytist einnig óverulega miðað við gildandi aðalskipulag en heildarbyggingarmagn íbúðarhúsnæðis eykst á kostnað atvinnuhúsnæðis.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja ótímabært að tekin sé endanleg ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði þar sem ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið. Í fyrsta lagi eru áformaðar landfyllingar komnar í umhverfismat sem er ólokið og því algerlega óvissa um stærð skipulagssvæðisins og þar með fjölda íbúða og íbúa. Þá er Náttúrufræðistofnun með það til skoðunar að strandlengjan við Skerjafjörð verði friðuð í samræmi við samþykkt Alþingis frá 2004. Í öðru lagi hefur Vegagerðin óskað eftir að fram fari heildrænt samgöngumat en því er enn ólokið, en gert er ráð fyrir þreföldun íbúa í hverfinu með tilheyrandi álagi á umferð.
Marta Guðjónsdóttir borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljósi þess að skýrsla hollensku loft- og geimferðastofnunarinnar um áhrif vindafars vegna nýrrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi hefur ekki verið lögð fram og kynnt kjörnum fulltrúum áður en deiliskipulag og viðbætur við aðalskipulag er afgreitt úr skipulags- og samgönguráði og borgarráði legg ég fram skýrsluna hér í dag sem gagn til upplýsingar fyrir borgarfulltrúa. Hér er um afar óvandaða stjórnsýslu að ræða og augljóst mál er að skýrslunni hefur verið stungið undir stól þar sem hún var send umhverfis- og skipulagssviði á síðasta ári.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Umrædd skýrsla hollensku loft- og geimferðastofnunarinnar var unnin fyrir ISAVIA og hefur borist umhverfis- og skipulagssviði. Hún verður að sjálfsögðu lögð fram með öðrum athugasemdum við afgreiðslu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð sem hefur verið í auglýsingaferli. Í hollensku skýrslunni kemur orðrétt fram eftirfarandi: „Niðurstaðan er að hægt er að ná utan um áhættuþætti í málinu og ættu þeir ekki að standa í vegi fyrir íbúðabyggð í Nýja Skerjafirði.“
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi sósíalista tekur undir áhyggjur stofnana og íbúa varðandi landfyllingu og neikvæð umhverfisáhrif.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að breyta aðalskipulagi í hinum svokallaða „Nýja Skerjafirði“. Málið er keyrt áfram af fullum þunga þrátt fyrir fjöldamargar vel rökstuddar og grafalvarlegar athugasemdir. Margt er enn á huldu um þetta svæði, s.s. lögmætt gildi landfyllingar sem nú er í umhverfismati. Ekkert tillit er tekið til öryggishlutverks flugvallarins í Vatnsmýrinni en ljóst er að hann er ekki á förum. Umferðarmál í Skerjafirði eru óleyst. Alþingi samþykkti árið 2004 að stefnt skuli að friðlýsingu fjöru- og grunnsvæðis Skerjafjarðar og hefur Náttúrufræðistofnun áréttað þær hugmyndir. Hafrannsóknarstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa allar í umsögnum til Reykjavíkurborgar undirstrikað verndargildi fjörunnar. Það er alveg ljóst að ef farið verður í þessar framkvæmdir eiga þær eftir að hafa mikinn umferðarþunga á framkvæmdatíma í för með sér sem hlýst af stórum vörubílum og steypubílum, bæði keyrslu í landfyllingu og ekki síður á uppbyggingartíma. Minnt er á að olíumengun er í jörð á þessu svæði og sú dælustöð sem nú er á svæðinu ræður ekki við hlutverk sitt og ljóst er að byggja þarf nýja. Engin áform hafa verið birt um hvar ný dælustöð á að vera. Að auki er nú þegar búið að úthluta lóðum á þessu svæði og er það algjörlega fáheyrt.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það væri skynsamlegt að mati Flokks fólksins að hinkra með þetta mál enda mikið af upplýsingum eftir að berast í því og niðurstöðum. Það er mikil andstaða við fyrirhugaða landfyllingu. Fjörur í Reykjavík eru í útrýmingarhættu vegna landfyllinga meirihlutans. Fjörur eru ekki einkaeign skipulagsyfirvalda borgarinnar. Fjaran er „búsvæði dýra um aldur og ævi“ eins og segir í einni umsögn. Það er mat Náttúrufræðistofnunar að vel megi þétta byggð þó ekki sé um leið gengið enn frekar á fjörur og lífríki þeirra í Reykjavík. Ef markmið með þéttingu byggðar Nýja Skerjafjarðar, er eyðilegging núverandi Skerjafjarðar þá þarf að hugsa skipulagsmál á svæðinu upp á nýtt. Að mati Náttúrufræðistofnunar er landfylling vestan við flugvöllinn óþörf með öllu þegar og ef flugvöllurinn verður lagður niður. „Umhverfisstofnun gerir verulegar athugasemdir við áformaða landfyllingu. Raska á sem minnst náttúrulegri strandlengju. Minnt er á að Skerjafjörður er skilgreint sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði.“ Heilbrigðisnefnd bendir jafnframt á í skýrslu sinni að við flutning staðsetningar á grunnskóla og meðfylgjandi lóð er farið nær því svæði þar sem staðfest hefur verið að er olíumengun í jarðvegi. Huga þarf að því að strangari kröfur þarf að gera til hreinsunar og jarðvegsskipta þegar um er að ræða starfsemi fyrir börn.
Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 10. febrúar 2021 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir 6 lóðir við Brekknaás og Vindás, ásamt fylgiskjölum. R21020131
Samþykkt.Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 10. febrúar 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjar-Bæjarháls vegna lóðarinnar nr. 133 við Hraunbæ, ásamt fylgiskjölum. R21020130
Samþykkt.Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. febrúar 2021, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 10. febrúar 2021 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Heilsuverndarreits vegna lóðarinnar nr. 54 við Snorrabraut, ásamt fylgiskjölum. R19050113
Samþykkt.Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út 2. áfanga framkvæmda vegna breytinga á Snorrabraut við Borgartún og Bríetartún, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 200 m.kr. R20080183
Samþykkt.Haraldur Sigurðsson, Björn Axelsson og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
- Kl. 10:00 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði og Marta Guðjónsdóttir víkur af fundi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 15. febrúar 2021, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 9. febrúar 2021 á tillögu að aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum árin 2021-2025, ásamt fylgiskjölum. R21010216
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ný aðgerðaáætlun í loftslagsmálum hefur litið dagsins ljós. Hún er viðamikil, metnaðarfull og róttæk. Aðgerðir þessa áratugar sem nú gengur í garð skera úr um hvernig framtíð okkar lítur út. Í stórum dráttum eru helstu áskoranir borgarinnar í loftslagsmálum á sviði samgangna og úrgangs. Brugðist er við með fjölbreyttari samgöngumátum, orkuskiptum í samgöngum og stóraukinni flokkun á sorpi. Orðum verða að fylgja efndir og nú tekur tímabil margvíslegra loftslagsaðgerða við. Mörg lögðu á árarnar við gerð áætlunarinnar og er fjölbreyttum hópum fólks, félagasamtökum og fyrirtækjum jafnt sem einstaklingum, þakkað kærlega fyrir gagnlegar ábendingar og frumkvæði. Þá er starfsfólki stýrihópsins sérstaklega þakkað fyrir að halda afar vel utan um margslungna og umfangsmikla vinnu og árangurinn af henni sem blasir nú við okkur í nýrri aðgerðaáætlun Reykjavíkurborgar í loftslagsmálum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í skýrslu um loftslagsaðgerðir kennir margra grasa. Fjallað um tæknilausnir og um einfaldar leiðbeiningar um bætta hegðun. Auðvitað á að draga úr allri sóun og stytta ferðir og auðvitað á að hætta að brenna jarðefnaeldsneyti. Kolefnisbinding CarbFix hreinsitækni kann að vera framfaraskref á heimsvísu en hún er kostnaðarsöm. Með henni er líkt eftir því sem plöntur gera. CarbFix kann að vera hagkvæmt við útblástur fyrirtækja þar sem styrkur koltvísýrings er mikill, en ekki aðeins 400 ppm (parts per million) eins og í náttúrunni. Líklega er hagkvæmara að rækta skóg, t.d. frá borginni og upp að Bláfjöllum og Hengli. Það einfalda er oft betra en það flókna og stuðlar einnig að líffræðilegri fjölbreytni. Í skýrslunni koma fyrir atriði sem virðast ekki endilega tengjast beint loftslagi. „Ráðist verði í eflingu flóðavarna meðfram strandlengjunni þar sem þarf og stefnt að því að úr verði útivistarsvæði, strandgarðar og aðstaða til sjávarbaða“. Bráðum verður ekkert eftir að gömlu góðu fjörunum þar sem hægt er að tína steina og skeljar. Allt er að verða manngert og fátt að verða um náttúruleg útivistarsvæði í borgarlandinu. Vandséð er að það að hætta urðun bæti loftgæði. Hringrásarhagkerfið stuðlar að því að minnka sóun náttúrugæða, en ekki að bæta loftgæði sérstaklega.
Hrönn Hrafnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki vilyrði fyrir lóðunum Álfabakki 2a-2d, ásamt fylgiskjölum. R21020117
Samþykkt.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 14. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir fjölbýlishús að Rökkvatjörn 6-8. R20120127
Samþykkt.Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2021, ásamt fylgiskjölum:
Starfshópur um börn innflytjenda skilaði skýrslu sinni og tillögum í maí 2020. Tillögur hópsins voru til skoðunar við vinnslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 og skilaði hópurinn uppfærðu yfirliti í janúar 2021 um stöðu tillagna. Tillögur hópsins voru alls 24 talsins. Sbr. hjálagt yfirlit dags. janúar 2021 eru 10 þeirra þegar komnar í vinnslu og þarfnast ekki fjármögnunar. Þá leggur hópurinn til að 8 tillögur til viðbótar fari í bið og verði endurskoðaðar að ári. Eftir stendur að lagt er til að 6 tillögur verði nú samþykktar af borgarráði. Lagt er til að eftirtaldar tvær tillögur verði samþykktar og verði vísað til meðferðar skóla- og frístundasviðs, sem hafi samstarf við velferðarsvið um framkvæmd tillagnanna, og til fjármála- og áhættustýringarsviðs til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun. Kostnaður er 1.119.250 kr. sem greiðist af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð: 3. Foreldrasamstarf: 3.1. Fræðsla til fjölbreytts foreldrahóps í grunnskólum Reykjavíkur, í samstarfi við þjónustumiðstöðvar og frístundamiðstöðvar um íslenska forvarnarmódelið og niðurstöður Rannsókna og greininga í hverfum borgarinnar. Kostnaður felst í túlkakostnaði og kostnaði vegna fyrirlesara frá Rannsóknum og greiningu, samtals 719.250 kr. 3.2. Útgáfa myndbanda fyrir öll skólastig þar sem hugmyndafræði og mikilvægi íslenska forvarnarmódelsins er kynnt á einfaldan hátt á nokkrum tungumálum. Kostnaður er við þýðingar og orðaforðalista sem tekinn verði saman af Miðju máls og læsis, samtals 400.000 kr. Þá er lagt er til að borgarráð samþykki eftirtaldar tillögur sem ekki þarfnast viðbótarfjármagns og vísi til meðferðar skóla- og frístundasviðs, mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og íþrótta- og tómstundasviðs sbr. skýringar við hverja tillögu: 2. Fræðsla um fjölmenningu: 2.1. Fræðslupakki um fjölmenningu, viðhorf og fordóma verði aðgengilegur á netinu fyrir starfsfólk Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila (s.s. íþróttafélög), börn, ungmenni og forráðamenn þeirra. Vísað til meðferðar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu. 2.2. Þjálfun stjórnenda Reykjavíkurborgar í menningarnæmi til þess að ná til fjölbreytts barna- og foreldrahóps. Vísað til meðferðar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu; 3. Foreldrasamstarf: 3.4. Staðfæra verkefnið Velkomin í skólann, þ.e. útbúa skapalón af bæklingi fyrir foreldra. Vísað til meðferðar skóla- og frístundasviðs; 6. Aukið aðgengi að íþróttum og tómstundum: 6.1. Samþætta íþrótta- og skólastarf og vinna sameiginlega að því að finna leiðir til þess að börn og unglingar geti stundað íþróttir um leið og hefðbundnum skóladegi lýkur. Vísað til meðferðar íþrótta- og tómstundasviðs í samstarfi við mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, velferðarsvið, skóla- og frístundasvið og Íþróttabandalag Reykjavíkur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19100031
Samþykkt.
Borgarráð samþykkir jafnframt að vísa afgreiðslunni og skýrslunni í heild sinni til kynningar fjölmenningarráðs.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Starfshópurinn lagði fram sjö tillögur ásamt aðgerðum sem byggja á niðurstöðum rannsókna um börn innflytjenda á Íslandi. Tillögurnar fela í sér fræðslu af ýmsu tagi, eflingu foreldrasamstarfs og að tekjutengja gjald fyrir vistun á frístundaheimili, aukið aðgengi að tónlistarkennslu og auka aðgengi að íþróttum og tómstundum. Þessar tillögur tengjast mörgu því sem fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að fá hlustun á og lagt, til t.d. tillögu í apríl 2019 um að grípa til sértækra aðgerða til að létta undir með efnaminni foreldrum. Fræðsla er auðvitað lykilatriði, vinna með foreldrum, auka jöfnuð í tómstundum og íþróttum og í tónlistanámi en á þessum sviðum er mikill ójöfnuður. Börn efnaminni foreldra sem margir eru innflytjendur fá færri tækifæri. Það verður að gera átak í að börn í þeim hverfum sem notkun frístundakortsins er minnst, eins og í hverfi 111 þar sem hæsta hlutfall innflytjenda er, finni tækifæri til að nýta kortið og sé notuð til þess aðferðin maður við mann samtal við barn og foreldra. En fátt af þessu verður líklega að veruleika á vakt þessa meirihluta.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2021:
Lagt er til að borgarráð samþykki að ráðist verði í verkefnið borgin okkar 2021. Verkefnið verði framhald á verkefninu sumarborgin 2020 en nái einnig til að efla mannlíf og menningu í miðborginni í kringum páska, haust og jól, auk utanumhalds annarra verkefna sem tengjast miðborginni. Framlög verði 55 m.kr. til verkefnisins og komi af liðnum ófyrirséð. Jafnframt verði aftur gert ráð fyrir 30 m.kr. umsóknarpotti vegna viðburða í hverfum. Þannig verði hverfin áfram styrkt, líkt og á síðasta ári, til þess að halda viðburði og styrkja einstaklinga og hópa sem hafa það markmið að efla hverfisanda, félagsauð, mannlíf og menningu í hverfunum. Íbúaráð viðkomandi hverfa taki afstöðu til umsókna líkt og áður en lagt er til að Borgin okkar verði ráðgefandi gagnvart íbúaráðunum í þessum efnum og veiti jafnframt stuðning við framkvæmd einstakra viðburða og verkefna. Framlög verði 30 m.kr. til hverfaverkefna og komi af liðnum ófyrirséð. Einnig er lagt til að heimilt verði að nýta allt að 30 m.kr. af markaðspeningum borgarinnar til að vekja athygli á miðborginni og áfangastaðnum Reykjavík. Það komi af kostnaðarstað 07400, verkefni Covid_Viðs. Líkt og í fyrra er verkefnið samstarfsverkefni umhverfis- og skipulagssviðs (USK) og menningar- og ferðamálasviðs (MOF) ásamt samstarfsaðilum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20040179
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgin okkar er átaksverkefni í miðborginni og öllum hverfum borgarinnar. Markmið borgarinnar okkar er að glæða miðborgina og hverfin lífi, auka verslun og viðskipti í miðborginni og gera Reykjavík skemmtilegri. Á þessu ári er stefnt á að vera með páskaborgina, sumarborgina og jólaborgina svo eitthvað sé nefnt auk tilfallandi verkefna í samstarfi við rekstraraðila í miðborginni, s.s. veitingahús, ferðaþjónustufyrirtæki og verslanir. Þá munu íbúaráðin auglýsa eftir skemmtilegum verkefnum og styrkja þau sem henta markmiðum í hverju hverfi fyrir sig. Borgin okkar tekur við af sumarborginni sem naut mikillar velgengni síðasta sumar þegar miðborgin og hverfi borgarinnar iðuðu af lífi eftir vetur og vor sem hafði einkennst af heimsfaraldri. Verkefnin voru fjölbreytt og settu tónleikar og aðrir viðburðir svip sinn á miðborgina. Samstarf við rekstraraðila í miðborginni var umfangsmikið og var mikill fjöldi veitingahúsa, verslana og þjónustufyrirtækja sem tók þátt.
Björg Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð heimili skóla- og frístundasviði og umhverfis- og skipulagssviði að hefja formlegan undirbúning að stækkun og endurbótum leikskólans Laugasólar við Leirulæk 6 í Laugardal. Ráðist verði í gagngerar endurbætur á núverandi kjallara leikskólans þannig að bæta megi við tveimur deildum og fjölga plássum um 46-50. Laugasól er í dag fjögurra deilda leikskóli með um 95 börn. Niðurgrafinn kjallari hússins hefur m.a. verið nýttur sem geymsla, starfsmannarými, listasmiðja og fjölnota salur auk þess sem ein deild skólans hefur nýtt hluta kjallara sem íverurými barna. Kjallarinn var rýmdur í heild í lok árs 2020 vegna umfangsmikilla rakaskemmda sem líklega má rekja til jarðraka og leka frá gluggum. Samhliða nauðsynlegum úrbótum á rakavandamálum, sem m.a. hafa í för með sér uppgröft og lagningu drenlagna, verður niðurgröfnum kjallara breytt í jarðhæð með útgengi á lóð leikskólans. Slík breyting eykur birtu í rými kjallarans og gefur um leið fleiri möguleika á nýtingu húsnæðisins, m.a. tækifæri til að fjölga plássum í leikskólanum. Samhliða breytingum á notkun kjallara og fjölgun plássa þarf að stækka eldhús leikskólans og bæta starfsmannaaðstöðu. Í kjallara verði einnig starfsmannarými, listasmiðja o.fl. auk þess sem komið verði fyrir lyftu til að tryggja aðgengi fyrir alla. Talið er að verkefnið falli vel að græna plani borgarinnar. Lagt er til að bæta við 46-50 nýjum plássum á 2 nýjum deildum í kjallara með góðu útgengi á lóð. Leikskólinn yrði því fyrir samtals 141-145 börn á 6 deildum. Gert er ráð fyrir 10-12 nýjum stöðugildum við leikskólann í kjölfar stækkunar en núverandi stöðugildi við leikskólann eru 28. Frumkostnaðaráætlun fyrir breytingar á húsnæði og lóð fyrir starfsemi leikskóla er 410 m.kr. (neðri vikmörk 350 m.kr. og efri vikmörk 490 m.kr.) Gert er ráð fyrir 250 milljónum árið 2021 í framkvæmdakostnað og 160 milljónum árið 2022. Kostnaður við hvert nýtt pláss miðað við ofangreindar forsendur er því 8,2-8,9 m.kr. Óháð þessari framkvæmd er gert ráð fyrir að ráðast þurfi í nauðsynlegt viðhald á efri hæð hússins og ytra byrði þess fyrir um 140 m.kr. á næstu árum. Verkið rúmast innan fjárheimilda brúum bilið aðgerðaáætlunarinnar m.v. frumkostnaðaráætlun. Samkvæmt frumáætlun ráðgjafa um framkvæmdatíma má gera ráð fyrir að húsnæði og lóð geti verið tilbúið fyrir starfsemi leikskólans í febrúar 2022 ef undirbúnings- og hönnunarferli er sett strax af stað í febrúar 2021. R20020164
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að undirbúa stækkun og endurbætur á leikskólanum Laugasól. Ráðist verður í gagngerar endurbætur til að bæta við tveimur deildum og fjölga plássum um allt að 50. Samhliða breytingunum verður eldhús stækkað og starfsmannaaðstaða bætt auk þess sem rými verður skapað fyrir listasmiðju og komið verður fyrir lyftu til að tryggja aðgengi fyrir alla. Verkefnið fellur vel að græna plani borgarinnar og er hluti af verkefninu brúum bilið.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er óásættanlegt að hvorki stjórnendur, starfsmenn, foreldrar né kjörnir fulltrúar í fagráðinu hafi haft upplýsingar um þær endurbætur og lagfæringar og breytingar sem búið var að ákveða að fara í.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Stjórnendur á skóla- og frístundasviði héldu fund með stjórnendum og starfsfólki á Laugasól sl. mánudag og var það þeirra niðurstaða að ánægja væri með fyrirhugaðar endurbætur og stækkun. Verið er að fylgja eftir planinu „brúum bilið“ sem gengur út á að fjölga leikskólaplássum.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. febrúar 2021, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. febrúar 2021 á tillögu um aðgerðir til að bæta íslenskukunnáttu barna með annað móðurmál en íslensku, ásamt fylgiskjölum. R20120136
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ný aðgerðaáætlun í málefnum barna með annað móðurmál en íslensku leggur áherslu á að efla til muna íslenskukunnáttu þessa hóps. Með henni er lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslenskufærni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku og jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Aðgerðirnar fela í sér aukið fé í íslenskukennslu í grunnskólum, markvissari íslenskukennslu barna sem koma ný inn í reykvíska grunnskóla, aukna kennslufræðilega ráðgjöf og stuðning við kennara í íslensku sem öðru tungumáli, fjölgun brúarsmiða sem sinna tengslum við foreldra og fjölskyldur barnanna og aukið framlag í fjölmenningarlegt leikskólastarf þar sem framlögin hafa næstum þrefaldast frá 2017. Framlög til íslenskukennslu hækka um tæpan helming eða 143 milljónir á ári næstu þrjú árin eða 429 milljónir króna alls. Aðgerðin er í samræmi við markmið menntastefnu Reykjavíkurborgar til 2030 um að öll börn hafi sterka sjálfsmynd, hafi trú á eigin getu og nái árangri.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Sú viðbót sem hér er veitt fyrir íslenskukennslu barna af erlendum uppruna sem standa illa að vígi í íslensku er góð og er í samræmi við tillögu Flokks fólksins sem nýlega var lögð fram í borgarstjórn. Í þeirri tillögu var einnig nefnt að gera þarf meira, finna ólíkar leiðir til að hjálpa börnum af erlendu bergi að komast hraðar inn í samfélagið. Það er ekki nóg að taka við fólki, bjóða því að dvelja til langframa á Íslandi en sinna því síðan ekki sem skyldi. Það hlýtur að vera markmiðið að þau standi ekki hallari fæti en önnur börn þegar kemur að námi eða öðru sem þau kunna að vilja taka sér fyrir hendur. Börn innflytjenda eru mörg einangruð. Þau hafa ekki verið að fá næga aðstoð í íslensku vegna fjárskorts skóla. Það þarf meira fjármagn til að hægt sé að hjálpa þeim börnum sem eru verst sett. Margir skólar eru verulega fjárþurfi, hafa glímt við fjárskort árum saman eins og sjá má í skýrslu innri endurskoðunar frá 2019. Fleira þarf að koma til, þar með talið faglegur stuðningur við starfsfólk og viðeigandi fjárveitingar.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 15. febrúar 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki framlengingu á tímabundnum breytingum á innheimtureglum Reykjavíkurborgar þannig að heimilt verði að fresta leigugreiðslum vegna janúar til og með júní 2021 vegna COVID-19. Gjalddagi og eindagi greiðslna sem frestað verður að uppfylltum skilyrðum verður 15. júlí 2022 enda sýni leigutakar fram á að minnsta kosti þriðjungs tekjutap miðað við sama tíma árið 2019. Auk þessa verði heimilt að fresta leigugreiðslum sem þegar hafa fengið frest vegna ársins 2020 fram til 15. janúar 2022. Um tímabundna ívilnun er að ræða sem verður vaxtalaus þann tíma sem frestun leigugreiðslna stendur yfir. Einnig að heimilt verði að gera viðauka við gildandi leigusamninga þeirra aðila sem óskuðu eftir fresti á leigugreiðslum á sl. ári, í því skyni að koma á greiðslusamkomulagi um uppgjör vangreiddra leigugreiðslna svo og breytingu á leiguskilmálum.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20030260
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráð samþykkti 2. apríl sl. heimild til að fresta leigugreiðslum hjá leigutökum sem eru í húsnæði í eigu borgarinnar. Hér er verið að framlengja þá heimild. Um tímabundna ívilnun er að ræða sem verður vaxtalaus þann tíma sem frestun leigugreiðslna stendur yfir.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Framlenging á innheimtureglum Reykjavíkurborgar vegna leigugreiðslna er sjálfsagt mál að mati fulltrúa Flokks fólksins enda hafa COVID aðstæður ekkert breyst. Líklegt er að breytingar næstu mánuði verði hægar og ávallt þarf að vera undir bakslag búinn. Fulltrúa Flokks fólksins finnst skilyrði innheimtureglnanna of ströng og hefur tjáð sig um að þau mættu vera sveigjanlegri. Það mætti t.d. opna fyrir möguleikann á að skoða mál einstaklingslega og horfa þá jafnvel á sérstakar aðstæður hvers og eins þegar meta á tekjutap.
Halldóra Káradóttir og Ólöf Marín Úlfarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 15. febrúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að leita tilboða í lántöku til 2-5 ára, ásamt trúnaðarmerktri greinargerð. R20120178
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú er Reykjavíkurborg farin að fjármagna sig með skammtímakúlulánum til 2-5 ára upp á 5 milljarða. Einungis á að greiða vexti á lántökutímanum með uppgreiðslu í lok lánatímatímabilsins. Áætlanir voru uppi um að draga myndi mjög úr lántökum á árinu 2024 og nú er ljóst að sú áætlun er brostin.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Um er að ræða að auka fjölbreytni í lántökuflokkum og skuldabréfaútgáfu borgarinnar til að fá sem best kjör á hverjum tíma. Rangt er að skammtímalántökur komi til viðbótar fyrirliggjandi lántökuáætlun. Þær verða innan hennar. Ekki er rétt að blanda þessari ákvörðun inn í umræðu um langtímakúlulán með einum gjalddaga enda er ekki um slíkt að ræða. Þessar áherslur eru í samræmi við ráðgjöf fagaðila á fjármálamarkaði.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Meirihlutinn verður að svara efnislega bókun minni en ekki taka upp umræður og fyrirspurnir á fundi borgarráðs og taka upp í bókun. Í bókun minni er hvergi sagt að kúlulánaaðferðin sem kynnt var á fundinum færi fram úr lántökuáætlun. Hér er meirihlutinn að blanda saman langtímakúlulánum og skammtímakúlulánum. Hér er á ferðinni skammtímakúlulán til 2-5 ára með vaxtaafborgunum einu sinni til tvisvar á ári. Það er eins gott að meirihlutinn þiggi ráðgjöf varðandi fjármál borgarinnar – úr því að skilningurinn og þekkingin á skammtímalánum, langtímalánum og kúlulánum er eins og birtist í bókun meirihlutans.
Halldóra Káradóttir og Ólöf Marín Úlfarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar, ódags., fyrir tímabilið 1. mars 2020 til 1. febrúar 2021. R21020124
Halldóra Káradóttir og Ólöf Marín Úlfarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2021, ásamt fylgiskjölum:
Á fundi borgarráðs þann 3. september 2020 var samþykkt forgangsröðun íþróttamannvirkja borgarinnar til 2030. Í kjölfar samþykktar fjárfestingaáætlunar til næstu ára hafa farið fram viðræður við forystu Knattspyrnufélagsins Þróttar og Glímufélagsins Ármanns um þau verkefni sem að þeim snúa. Þær hafa meðal annars fjallað um hvort flýta megi umbótum í aðstöðu fyrir knattspyrnu og staðsetningu nýs gervigrasvallar og umbætur í innanhúsaðstöðu félaganna, m.a. í ljósi hugmynda um þjóðarhöll í innanhúsíþróttum. Til að árétta sameiginlegan hug og vilja varðandi næstu skref er lagt til að borgarráð samþykki drög að viljayfirlýsingu milli Reykjavíkurborgar, Knattspyrnufélagsins Þróttar og Glímufélagsins Ármanns vegna aðstöðumála félaganna. R20110234
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Viljayfirlýsingin er gerð í kjölfar umfangsmikillar vinnu við forgangsröðun íþróttamannvirkja í Reykjavík þar sem mannvirki á Þróttarasvæðinu röðuðust hátt. Yfirlýsingin gengur út á að flýta framkvæmdum við endurnýjun núverandi gervigrasvallar Þróttar og gerð nýrra gervigrasvalla á svæðinu svo eitthvað sé nefnt. Tímasett áætlun verði unnin sameiginlega með íþróttafélögunum og skal hún liggja fyrir í lok apríl á þessu ári. Starfshópur er jafnframt skipaður til að halda utan um framtíðarskipan íþróttamannvirkja í Laugardal með fulltrúum frá borginni, íþróttafélögunum og Íþróttabandalagi Reykjavíkur.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 16. febrúar 2021, þar sem erindisbréf starfshóps um skipulags- og uppbyggingarmál Þróttar og Ármanns er sent borgarráði til kynningar. R20110234
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 11. febrúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um mönnun stöðugilda, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. janúar 2021. R21010227
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Búið er að ráða í 98,9% stöðugilda sem er gott. Við mannabreytingum er kannski fátt að gera, þær hafa sinn gang. Mönnun í frístundastarfi virðist vera erfiðari og þykir mikið að þar vanti um 46 starfsmenn, mun meira en í október en þá vantaði 10 starfsmenn. En kannski er skýringin tæknileg eins og fram kemur í svari, „algengt að þurfi að endurráða fólk í mörg hlutastörf um áramótin og því ferli ekki lokið“. Af hverju þarf að endurráða svo marga um áramót? Og af hverju er því ferli ekki lokið í seinnipart febrúar? Þetta eru spurningar sem koma upp í hugann við lestur svarsins. En fulltrúi Flokks fólksins lætur hér staðar numið með formlegar spurningar enda veit hann að starfsmenn á skóla- og frístundasviði eru án efa að gera sitt allra besta í þessu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. febrúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um útvistun á þjónustu- og nýsköpunarsviði á tímum atvinnuleysis, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar 2021. R20110346
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrirspurnum hefur enn ekki verið svarað. Þessar spurningar eiga rétt á sér og þeim á að svara málefnalega. Tilgangur þeirra er að draga fram að það kostar marga milljarða að ná fram nokkurra milljóna sparnaði. Í svari segir „einn af mælikvörðum góðrar þjónustuveitingar er fjöldi beiðna sem berast. Því fleiri beiðnir sem berast, því meira traust er borið til tækniþjónustu upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar“. Þetta myndi maður halda að væri einmitt þveröfugt, því færri beiðnir, því betra ástand á kerfinu. Í yfirliti 2019 kemur fram að aðkeypt þjónusta til Capacent og Gartner group er 90 milljónir og er farið langt fram úr áætlun. Í skjalið vantar greiðslur til Advania, Opinna kerfa og Origo. Efast er stórlega um að í útvistun felist hagræðing. Í yfirliti um stafræna umbreytingu 2021 á að setja rúma þrjá milljarða. Minnt er á að nú bíða 800 börn eftir fagþjónustu skóla og um 500 eftir félagslegu húsnæði. Flokkur fólksins telur að farið sé illa með fjármuni og hefur beint málinu til innri endurskoðunar með ósk um að lagt verði mat á það enda er fulltrúi Flokks fólksins ekki sérfræðingur og hefur ekki forsendur til að greina svörin frá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Útilokað er að meta hvort allt sé betra núna en áður en verkefnum var útvistað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Fyrirspurninni hefur verið svarað.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Fulltrúi Flokks fólksins ætlar ekki að karpa um hvort fyrirspurnum hafi verið svarað eður ei. Mat fulltrúans er að svo sé ekki, þeim hefur verið svarað óbeint og með alls kyns útúrsnúningum. Ekkert virkar eðlilegt þegar horft er á fjárútlát þessa sviðs og ekki hvað síst ef litið er til undanfarinna missera. Það er mikilvægt að innri endurskoðun kafi ofan í saumana á fjármálum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Einhver hugsanaskekkja er í þessu öllu, t.d. að útvistun sé hagræðingaraðgerð og að fjöldi beiðna sem sendar eru inn sé merki um gæði þjónustu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. febrúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um útvistun á þjónustu- og nýsköpunarsviði, bætta þjónustu og kostnað, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar 2021. R20110346
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrirspurnum hefur enn ekki verið svarað. Þessar spurningar eiga rétt á sér og þeim á að svara málefnalega. Tilgangur þeirra er að draga fram að það kostar marga milljarða að ná fram nokkurra milljóna sparnaði. Í svari segir „einn af mælikvörðum góðrar þjónustuveitingar er fjöldi beiðna sem berast. Því fleiri beiðnir sem berast, því meira traust er borið til tækniþjónustu upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar“. Þetta myndi maður halda að væri einmitt þveröfugt, því færri beiðnir, því betra ástand á kerfinu. Í yfirliti 2019 kemur fram að aðkeypt þjónusta til Capacent og Gartner group er 90 milljónir og er farið langt fram úr áætlun. Í skjalið vantar greiðslur til Advania, Opinna kerfa og Origo. Efast er stórlega um að í útvistun felist hagræðing. Í yfirliti um stafræna umbreytingu 2021 á að setja rúma þrjá milljarða. Minnt er á að nú bíða 800 börn eftir fagþjónustu skóla og um 500 eftir félagslegu húsnæði. Flokkur fólksins telur að farið sé illa með fjármuni og hefur beint málinu til innri endurskoðunar með ósk um að lagt verði mat á það enda er fulltrúi Flokks fólksins ekki sérfræðingur og hefur ekki forsendur til að greina svörin frá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Útilokað er að meta hvort allt sé betra núna en áður en verkefnum var útvistað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Fyrirspurninni hefur verið svarað.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Fulltrúi Flokks fólksins ætlar ekki að karpa um hvort fyrirspurnum hafi verið svarað eður ei. Mat fulltrúans er að svo sé ekki, þeim hefur verið svarað óbeint og með alls kyns útúrsnúningum. Ekkert virkar eðlilegt þegar horft er á fjárútlát þessa sviðs og ekki hvað síst ef litið er til undanfarinna missera. Það er mikilvægt að innri endurskoðun kafi ofan í saumana á fjármálum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Einhver hugsanaskekkja er í þessu öllu, t.d. að útvistun sé hagræðingaraðgerð og að fjöldi beiðna sem sendar eru inn sé merki um gæði þjónustu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 15. febrúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um útvistun á þjónustu- og nýsköpunarsviði og þjónustubeiðnir, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. janúar 2021. R20110346
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fyrirspurnum hefur enn ekki verið svarað. Þessar spurningar eiga rétt á sér og þeim á að svara málefnalega. Tilgangur þeirra er að draga fram að það kostar marga milljarða að ná fram nokkurra milljóna sparnaði. Í svari segir „einn af mælikvörðum góðrar þjónustuveitingar er fjöldi beiðna sem berast. Því fleiri beiðnir sem berast, því meira traust er borið til tækniþjónustu upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar“. Þetta myndi maður halda að væri einmitt þveröfugt, því færri beiðnir, því betra ástand á kerfinu. Í yfirliti 2019 kemur fram að aðkeypt þjónusta til Capacent og Gartner group er 90 milljónir og er farið langt fram úr áætlun. Í skjalið vantar greiðslur til Advania, Opinna kerfa og Origo. Efast er stórlega um að í útvistun felist hagræðing. Í yfirliti um stafræna umbreytingu 2021 á að setja rúma þrjá milljarða. Minnt er á að nú bíða 800 börn eftir fagþjónustu skóla og um 500 eftir félagslegu húsnæði. Flokkur fólksins telur að farið sé illa með fjármuni og hefur beint málinu til innri endurskoðunar með ósk um að lagt verði mat á það enda er fulltrúi Flokks fólksins ekki sérfræðingur og hefur ekki forsendur til að greina svörin frá þjónustu- og nýsköpunarsviði. Útilokað er að meta hvort allt sé betra núna en áður en verkefnum var útvistað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Fyrirspurninni hefur verið svarað.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Fulltrúi Flokks fólksins ætlar ekki að karpa um hvort fyrirspurnum hafi verið svarað eður ei. Mat fulltrúans er að svo sé ekki, þeim hefur verið svarað óbeint og með alls kyns útúrsnúningum. Ekkert virkar eðlilegt þegar horft er á fjárútlát þessa sviðs og ekki hvað síst ef litið er til undanfarinna missera. Það er mikilvægt að innri endurskoðun kafi ofan í saumana á fjármálum þjónustu- og nýsköpunarsviðs. Einhver hugsanaskekkja er í þessu öllu, t.d. að útvistun sé hagræðingaraðgerð og að fjöldi beiðna sem sendar eru inn sé merki um gæði þjónustu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 15. febrúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um fjölda barna í mataráskrift og vanskil foreldra, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. nóvember 2020. R20110276
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Um 84% barna í grunnskólum Reykjavíkur eru skráð í mataráskrift, einhverjar sveiflur eru milli skólahverfa. Fæst eru skráð í Miðborg, 76%, Breiðholti, 78%, og Grafarvogi, 79%. Í svari kemur fram að barni hafi ekki verið meinaður aðgangur að skólamáltíðum vegna vanskila, en að mikilvægt sé að vinna að lausnum í samráði við foreldra séu vanskil orðin veruleg. Sé litið til skiptinga eftir hverfum þá er hæsta hlutfall vanskila sem eru eldri en þrír mánuðir hjá þeim þar sem næstfæstir eru skráðir í mataráskrift. Ýmsar ástæður geta legið að baki þess að börn eru ekki skráð í mat en fulltrúi sósíalista veltir því fyrir sér hvort að efnahagslegar ástæður valdi því að foreldrar séu síður líklegir til þess að skrá börn sín í mataráskrift ef þau eiga í erfiðleikum með að greiða fyrir hana. Fulltrúi sósíalista telur að skólamáltíðar eigi að vera gjaldfrjálsar, greiddar í gegnum skattkerfi þar sem innheimt er í samræmi við tekjur fólks. Þannig greiði hátekjufólk meira til samfélagsins en þau sem minna hafa svo að sameiginlegir sjóðir geti staðið undir því að veita grunnþjónustu þar sem öll börn sitja við sama borð. Slíkt fyrirkomulag nýtist fleirum í stað styrkjakerfis sem nær ekki til allra.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 15. febrúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um ráðningar vegna styttingar vinnuvikunnar, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar 2021. R21010160
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í svarbréfi kemur fram að forsenda styttingar hjá dagvinnufólki er að breyting á skipulagi vinnutíma skuli ekki leiða til breytinga á launum starfsfólks eða launakostnaði starfsstaða. Því er ekki gert ráð fyrir að stytting vinnuvikunnar í dagvinnu feli í sér aukinn mannafla eða ráðningar. Líkt og í annarri starfsemi borgarinnar í dagvinnu er ekki gert ráð fyrir ráðningum í leikskóla vegna styttingar vinnuvikunnar en mikilvægt sé að ná að fullmanna starfsemina skv. áætlun og samkvæmt tölum frá 7. janúar sl. um stöðu í mönnunarmálum á leikskólum átti eftir að ráða í 17,2 stöðugildi miðað við grunnstöðugildi á deildum, sérkennslu og stjórnun. Að auki átti eftir að ráða í samtals 3,9 stöðugildi vegna afleysinga er varða undirbúning, veikindaafleysingar og önnur störf. Miðað við það sem fulltrúi sósíalista hefur heyrt um álag á starfsfólki t.a.m. á leikskólum í gegnum tíðina er mikilvægt að ekki sé gengið út frá því að starfsfólk mæti óraunhæfum kröfum þar sem það er ekki hægt. Fulltrúi sósíalista fagnar styttingu vinnuvikunnar og til þess að það gangi vel þarf Reykjavíkurborg sem atvinnurekandi að mæta mönnun þar sem þörf er á.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Stytting vinnuvikunnar hefur verið lengi í deiglunni og er nú orðin að veruleika. Það sem er sérstakt er að breytingin mátti ekkert kosta sem þýðir að ekki má ráða inn aukamannafla. Gengur þetta upp? Er hægt að skilyrða svona hluti þannig að ekki er einu sinni gert ráð fyrir að meta aðstæður á hverjum stað fyrir sig? Ekki er vitað hvaða áhrif breytingin mun hafa á sumaropnanir leikskólanna. Vel kann að vera að ekki verði hjá því komist að ráða starfsmenn inn tímabundið í einhverjum leikskólum en munu þeir þá eiga rétt á styttingu vinnuvikunnar? Starfsfólk hefur m.a. afsalað sér hvíldarhléum til þess að þetta megi ganga upp. Gangi þetta ekki upp vofir yfir að styttingin verði dregin til baka. Það vill enginn. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að gerð verði skoðun á áhrifum breytinganna á líðan barna, starfsfólks og starfsemina en tillögunni var hafnað.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 15. febrúar 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um upplýsingar yfir starfsmannafjölda A- og B-hluta fyrirtækja, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. janúar 2021. R21010175
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
11.695 starfsmenn voru starfandi hjá Reykjavíkurborg og dótturfélögum þann 31. desember 2020. Vinnubærir einstaklingar í Reykjavík á sama tíma voru um 90.000. Starfsmenn Reykjavíkur eru því um 13% af vinnubærum Reykvíkingum. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir Reykvíkingar eru á vinnumarkaði á aldrinum 18-67 ára þegar námsmenn og óvinnufærir eru ekki taldir með. Þegar þær tölur eru skoðaðar þá er ljóst að hlutfall starfsmanna Reykjavíkurborgar af þeim sem eru á vinnumarkaði og með lögheimili í Reykjavík er mun hærra. Á þessu sést að Reykjavíkurbáknið er vaxið útsvarsgreiðendum í Reykjavík langt yfir höfuð.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 1. febrúar 2021. R21010018
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 11. febrúar 2021. R21010020
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 11. febrúar. R21010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 9. febrúar 2021. R21010024
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 8. febrúar 2021. R21010030
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 8. og 15. febrúar 2021. R21010069
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Neyðarstjórn Reykjavíkur virðist enn vera að funda. Hver er neyðin og hvaða botnlausa vitleysa er í gangi í stjórnun Reykjavíkur? Hver er neyðin? Kjörnir fulltrúar í borgarstjórn, borgarráði og fagráðum eru kosnir til að fara með stjórn borgarinnar. Ef borgarstjóri og meirihlutinn treysta sér ekki til að stjórna Reykjavík og framselur vald sitt til neyðarstjórnar sem enginn hefur kosið – eiga þau að láta af völdum. Langt er síðan að búið er að taka Ísland af neyðarstigi og miklar tilslakanir hafa verið gerðar að hálfu ríkisins en Reykjavík er enn höfð á neyðarstigi. Þetta er meira en kjánalegt af hálfu borgarstjóra og minnir nokkuð á hugtak sem ekki er hægt að setja fram í bókun.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 15. janúar 2021. R21010012
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 29. janúar 2021. R21010013
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ástæða er til að halda áfram að hrósa stjórn SORPU fyrir að hafa tekið sig aðeins á með fundargerðir en þær eru betri en þær hafa oft verið. Fjallað er m.a. um í þeirri sem hér er lögð fram úrgangssöfnun og hvernig á að stuðla að því að samræming verði meðal sveitarfélaganna. Hér er verið að taka á máli sem hefur illa verið sinnt áður. En ef nýta á úrgang sem hráefni í aðra vinnslu þarf að flokka sem mest þar sem úrgangurinn verður til, á heimilum og í fyrirtækjum. SORPA telur að hún eigi að leiða þetta verkefni. Það er einn kosturinn en þeir sem búa til úrganginn ættu einnig að hafa mikið um flokkunina að segja. Kalla ætti eftir hugmyndum frá heimilum og fyrirtækjum hvernig talið er að gera mætti betur í flokkun sorps á þeim stað þar sem það verður til.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál. R21020013
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið yfirlitsins:
Fulltrúi Flokks fólksins, eins og öldungaráð Reykjavíkur, fagnar tillögu Félags eldri borgara þar sem lagt er til að Reykjavíkurborg komi að skipulagðri og heildstæðri heilsueflingu fyrir eldri borgara Á sama tíma er harmað að borgarstjórn skyldi hafa fellt tillögu Flokks fólksins um stofnun embættis hagsmunafulltrúa aldraðra sem lögð var fram í annað sinn. Fulltrúi Flokks fólksins óskaði sérstaklega eftir að öldungaráð Reykjavíkur fengi tillöguna til umsagnar, en sú beiðni fékk ekki hljómgrunn hjá meirihlutanum. Hagsmunafulltrúi aldraðra, hefði verið samþykkt að stofna embættið, hefði einmitt getað komið sterkt inn í heilsueflingu aldraðra, m.a. hvatt til og haldið utan um aðgerðir sem eru til þess fallnar að styðja við heildstæða heilsueflingu fyrir eldri borgara.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R21020012
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 17. febrúar 2021, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 16. febrúar 2021 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Fylgigögn
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvað eru mörg bílastæði í borgarlandinu? Í aðgerðaáætlun borgarinnar í loftslagsmálum er gert ráð fyrir 2% fækkun bílastæða í borgarlandinu. Hér er átt við bílastæði í eigu borgarinnar fyrir utan bílastæðahús og því mikilvægt að fá upplýsingar um fjölda bílastæða. R21010216
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir því að skýrsla Verkís um Fossvogsskóla sem kynnt var foreldrum á fundi í Fossvogsskóla þann 17. febrúar verði kynnt í borgarráði. Óska fulltrúarnir eftir því að farið verði yfir sögu málsins, þær framkvæmdir sem búið er að fara í, hvernig úttektum á þeim var háttað og hverjar eru ástæður þess að mygla sé áfram að finnast í skólanum þrátt fyrir allar þær framkvæmdir sem búið er að fara í. Eins óska fulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að skýrsla Verkís sem kynnt var foreldrum á fundi 17. febrúar verði gerð opinber. R19020180
-
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um álagðan fasteignaskatt á opinberar stofnanir á vegum ríkisins sem staðsettar eru í Reykjavík. Óskað er upplýsinga um samanlagðar fjárhæðir fyrir hvert ár um sig, 2018, 2019 og 2020. R21020166
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi tillögu:
Reykjavíkurborg kynnti fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19 í mars 2020, þar sem tímabundnar breytingar á innheimtureglum voru m.a. boðaðar. Gildistími reglnanna var til 31. desember 2020, þar var m.a. hægt að óska eftir að lengja eindaga í allt að 90 daga á allt að þremur kröfum í hverjum gjaldaflokki almennra krafna á gildistíma reglnanna. Einnig var hægt að óska eftir allt að 6 mánaða greiðsludreifingu á almennum kröfum í samráði við innheimtuaðila Reykjavíkurborgar, Momentum. Í svarbréfi fjármála- og áhættustýringarsviðs við fyrirspurn Sósíalistaflokks Íslands, dagsett 1. febrúar 2021, kemur fram að 12 aðilar hafi nýtt sér það að lengja í eindaga í allt að 90 daga á allt að þremur kröfum í hverjum gjaldaflokki almennra krafna og lengt í alls 27 kröfum. Þessar kröfur tengjast öllum sviðum borgarinnar. 36 aðilar hafa nýtt sér greiðsludreifingu til allt að 6 mánaða, í samráði við innheimtuaðila Reykjavíkurborgar, Momentum. Þær kröfur voru útgefnar af skóla- og frístundsviði. Lagt er til að þetta úrræði verði framlengt, þ.e.a.s. að einstaklingar geti óskað eftir greiðsludreifingu og lengingu í eindaga, í samræmi við breytingar á innheimtureglum sem voru samþykktar í apríl 2020.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20030221
Frestað.Fylgigögn
-
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Þann 4. febrúar sl. var gefin út skýrsla sem ber heitið: Borgarlínan, frumdrög að fyrstu lotu. Samkvæmt upplýsingum sem fram koma í skýrslunni voru 12 aðilar í sérstöku verkefnateymi við gerð hennar auk tveggja almannatengslaskrifstofa. Einn aðili var fenginn til að sjá um teikningar í skýrslunni. Á þessum grunni eru eftirfarandi spurningar lagðar fram: 1. Hvað kostaði skýrslan í heild sinni tæmandi talið, sundurliðað eftir vinnustundum hvers og eins auk verktakagreiðslna og útboðs? (Ef útboðsleiðin hefur verið farin.) Verkefnateymið var skipað á þann hátt að þrír aðilar eru á vegum Reykjavíkurborgar, þrír aðilar frá Vegagerðinni, einn aðili frá Kópavogsbæ, einn frá Strætó, tveir frá verkfræðistofum og tveir frá VSÓ Ráðgjöf. 2. Hversu margar vinnustundir liggja til grundvallar skýrslugerðinni hjá þeim átta aðilum sem sátu í verkefnateyminu frá hinu opinbera, sundurliðað eftir aðilum? 3. Hvernig voru þeir utanaðkomandi aðilar valdir sem unnu að frumdrögunum/skýrslunni? 4. Var farið í útboð? 5. Ef nei – hvers vegna ekki? 6. Hvar var greitt til Verkfræðistofunnar Hnit? 7. Hvað var greitt til VSÓ Ráðgjafar? 8. Hvað var greitt til almannatengslafyrirtækisins Athygli? 9. Hvað var greitt til hönnunarstofunnar Kolofon? 10. Hvað var greitt til Snorra Eldjárns teiknara? R21020147
Vísað til umsagnar verkefnastofu borgarlínu.
Fundi slitið klukkan 12:46
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir
Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_1802.pdf