Borgarráð - Fundur nr. 5613

Borgarráð

Ár 2021, fimmtudaginn 14. janúar, var haldinn 5613. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Eftirtaldir tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Heiða Björg Hilmisdóttir og áheyrnarfulltrúinn Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Ívar Vincent Smárason, Pétur Kr. Ólafsson og Ólöf Magnúsdóttir auk Þorsteins Gunnarssonar og Ebbu Schram sem sátu fundinn með fjarfundarbúnaði.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. janúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna grasæfingasvæðis á íþróttasvæði Fram í Úlfarsárdal, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 250 m.kr. R21010143
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. janúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki yfirlýsingu varðandi sumarhúsið Hellu í landi Hólms. R21010140
    Frestað.

  3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. janúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Urðarbrunni 20. R20110308
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi erindi mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, dags. 11. janúar 2021, um stofnun Aðgengissjóðs Reykjavíkur. Tilgangur sjóðsins er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Fyrst um sinn munu áherslur sjóðsins snúa að verkefnum sem snúa að miðborg Reykjavíkur. Sjóðurinn getur styrkt allt að 80% af hverju verkefni. Stofnfé sjóðsins eru framlög einstaklinga, fyrirtækja, samtaka og stofnana sem vilja leggja sitt að mörkum til þess að tryggja aðgengi hreyfihamlaðra í Reykjavík. Kostnaður borgarinnar færist af liðnum ófyrirséð. R20080002

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengissjóði Reykjavíkur er ætlað að auka aðgengi fatlaðs fólks og sér í lagi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í Reykjavík. Hugmyndin barst frá Reykvíkingnum Haraldi Inga Þorleifssyni sem vildi leggja til fjármagn inn í sjóðinn ef borgin myndi jafna það framlag. Í kjölfarið var kallað eftir samstarfi við fleiri aðila og hafa einstaklingar, fyrirtæki, samtök og stofnanir lýst áhuga á að leggja stofnfé inn í sjóðinn. Fyrst um sinn munu áherslur hans lúta að aðgengi að þjónustu, verslun og veitingahúsum í miðborginni. Þá mun sjóðurinn geta styrkt allt að 80% af hverju verkefni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst það hið besta mál að Reykjavíkurborg sé með framlag í stofnun aðgengissjóðs. Víða er pottur brotinn í þessum efnum í borginni. Hins vegar finnst fulltrúa Flokks fólksins ekki vera mikið samræmi í ákvörðunum meirihlutans sem lúta að því auka og bæta aðgengi hreyfihamlaðra í borginni. Á fundi skipulags- og samgönguráðs 13. janúar var tillögu Flokks fólksins um að ráðist verði í úttekt á aðgengismálum þeirra sem notast við hjólastóla og göngugrindur felld. Slík úttekt er nauðsynleg og myndi nýtast öllum. Reykjavíkurborg hefur ekki staðið sig vel í þessum efnum. Nærtækast er að horfa til almenningssamgangna. Á flestum biðstöðvum strætó er aðgengi og yfirborð ófært fólki í hjólastólum. Fulltrúi Flokks fólksins kallar eftir meiri samkvæmni hjá meirihlutanum í þessum málum. Borgaryfirvöld þurfa að vinna þéttar með fyrirtækjum og verslunum til að bæta aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. janúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sölu á um 42 fermetra óútvísuðu landi Reykjavíkurborgar að Njálsgötu 36, ásamt fylgiskjölum. R20020204
    Samþykkt. 

    Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 11. janúar 2021, þar sem yfirlit yfir eignir sem eignasjóður er með á leigu handa velferðarsviði til framleigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd er lagt fram til kynningar. R20010078

    Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 14. janúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að fresta þremur gjalddögum fasteignagjalda vegna ársins 2020. R20030221
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er um minniháttar frestun á gjalddögum þannig að áfram verða þrír auka gjalddagar á yfirstandandi ári 2021. Það er mörgum þungt. Þessi frestun gerir lítið fyrir sjóðstreymi ársins 2021 hjá þeim fyrirtækjum sem eiga í vanda vegna heimsfaraldursins.

    Halldóra Káradóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 11. janúar 2021, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 11. janúar 2021 á samstarfssamningi við Dansverkstæðið 2021-2023, ásamt fylgiskjölum. R21010144
    Samþykkt. 

    Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 11. janúar 2021, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. nóvember 2020 á samstarfssamningi við Nýlistasafnið 2021-2023, ásamt fylgiskjölum. R21010145
    Samþykkt. 

    Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 11. janúar 2021, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. nóvember 2020 á samstarfssamningi við Kling og Bang 2021-2023, ásamt fylgiskjölum. R21010145
    Samþykkt. 

    Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. janúar 2021, þar sem erindisbréf starfshóps um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausa og snjalla Reykjavík 2030 er sent borgarráði til kynningar. R20120040

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Starfshópurinn er hluti af græna planinu sem er viðspyrnuáætlun borgarinnar út úr heimsfaraldri til skemmri og lengri tíma. Verkefni þessa hóps er að vinna umsókn um að Reykjavík verði ein af kolefnishlutlausum snjallborgum innan EES svæðisins árið 2030, og þátttakandi í öðrum alþjóðlegum verkefnum sem styðji við stefnumörkun og verkefni græna plansins. Þar með verði Reykjavík ein af þeim borgum sem verði valdar sem sýnidæmi innan Horizon Europe áætlunar ESB sem gefur tækifæri til að draga að fjárfestingar og styrkfé til metnaðarfullra nýsköpunarverkefna í borginni sem byggja á grænum grunni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lögð eru fram erindisbréf starfshóps um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausa og snjalla Reykjavík 2030, starfshóps um græn innkaup, starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík og starfshóps um hröð orkuskipti Reykjavíkurborgar. Í öllum þessum erindisbréfum kemur fram að hóparnir megi kaupa ráðgjöf. Það vekur upp spurningar hjá fulltrúa Flokks fólksins þegar strax í upphafi, í erindisbréfum, sé það talið mikilvægt að nefna að heimilt sé að kaupa utanaðkomandi ráðgjöf. Sporin hræða og hér vill fulltrúi Flokks fólksins minna á að það þarf að sýna aðhald. Verið er að sýsla með fé borgarbúa. Ráðgjöf utanaðkomandi verktaka t.d. við endurbyggingu braggans kostaði mikið en skilaði litlu. Um slíkt eru fjölmörg dæmi hjá þessum meirihluta. Hér er almennt verið að vinna tímabær verkefni, og ekki er amast við því, en það vekur spurningar hvers vegna strax í upphafi þarf að nefna það að kaupa megi utanaðkomandi ráðgjöf. Er ekki hægt að byggja upp þekkingu á svona mikilvægum málaflokknum innan borgarkerfisins?

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. janúar 2021, þar sem erindisbréf starfshóps um greiningu á atvinnuhúsnæði í miðborg Reykjavíkur er sent borgarráði til kynningar. R21010133

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Meðal verkefna þessa hóps er að skoða hvar megi breyta atvinnuhúsnæði í miðborginni í íbúðarhúsnæði, gististaði, veitingahús eða skólabyggingar, svo eitthvað sé nefnt, í samstarfi við hlutaðeigandi fasteignaeigendur með fulla nýtingu að markmiði. Er þetta gert vegna gríðarlegrar fjárfestingar í atvinnuhúsnæði í miðborginni.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Rétt er að benda á að borgarráð samþykkti að vísa tillögu Sjálfstæðisflokksins um að ráðast í greiningarvinnu á fyrirsjáanlega auknu magni atvinnuhúsnæði í miðborginni til samgöngu- og skipulagsráðs. Tillagan var samþykkt í ráðinu 4. nóvember á síðasta ári. Mikilvægt er að að greina vandann sem var fyrirsjáanlegur fyrir löngu síðan.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lögð eru fram erindisbréf starfshóps um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausa og snjalla Reykjavík 2030, starfshóps um græn innkaup, starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík og starfshóps um hröð orkuskipti Reykjavíkurborgar. Í öllum þessum erindisbréfum kemur fram að hóparnir megi kaupa ráðgjöf. Það vekur upp spurningar hjá fulltrúa Flokks fólksins þegar strax í upphafi, í erindisbréfum, sé það talið mikilvægt að nefna að heimilt sé að kaupa utanaðkomandi ráðgjöf. Sporin hræða og hér vill fulltrúi Flokks fólksins minna á að það þarf að sýna aðhald. Verið er að sýsla með fé borgarbúa. Ráðgjöf utanaðkomandi verktaka t.d. við endurbyggingu braggans kostaði mikið en skilaði litlu. Um slíkt eru fjölmörg dæmi hjá þessum meirihluta. Hér er almennt verið að vinna tímabær verkefni, og ekki er amast við því, en það vekur spurningar hvers vegna strax í upphafi þarf að nefna það að kaupa megi utanaðkomandi ráðgjöf. Er ekki hægt að byggja upp þekkingu á svona mikilvægum málaflokknum innan borgarkerfisins?

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. janúar 2021, þar sem erindisbréf starfshóps um græn innkaup, græna, sjálfbæra og félagslega fjármögnun og önnur græn fjármál er sent borgarráði til kynningar. R20120040

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Starfshópurinn er hluti af græna planinu sem er viðspyrnuáætlun borgarinnar út úr heimsfaraldri til skemmri og lengri tíma. Hlutverk hópsins er að gera tillögur að fyrirkomulagi, verkefnum og umbótum í grænum innkaupum, grænni sjálfbærri og félagslegri fjármögnun og öðrum grænum fjármálum Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í eigu hennar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Útgáfa „grænna skuldabréfa“ í lok síðasta árs bar hærri vexti en vonast var til eða 4,5%. Það er sama hvaða nafn eða lit skuldabréfin bera; þau eru alltaf skuld. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lögð eru fram erindisbréf starfshóps um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausa og snjalla Reykjavík 2030, starfshóps um græn innkaup, starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík og starfshóps um hröð orkuskipti Reykjavíkurborgar. Í öllum þessum erindisbréfum kemur fram að hóparnir megi kaupa ráðgjöf. Það vekur upp spurningar hjá fulltrúa Flokks fólksins þegar strax í upphafi, í erindisbréfum, sé það talið mikilvægt að nefna að heimilt sé að kaupa utanaðkomandi ráðgjöf. Sporin hræða og hér vill fulltrúi Flokks fólksins minna á að það þarf að sýna aðhald. Verið er að sýsla með fé borgarbúa. Ráðgjöf utanaðkomandi verktaka t.d. við endurbyggingu braggans kostaði mikið en skilaði litlu. Um slíkt eru fjölmörg dæmi hjá þessum meirihluta. Hér er almennt verið að vinna tímabær verkefni, og ekki er amast við því, en það vekur spurningar hvers vegna strax í upphafi þarf að nefna það að kaupa megi utanaðkomandi ráðgjöf. Er ekki hægt að byggja upp þekkingu á svona mikilvægum málaflokknum innan borgarkerfisins?

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. janúar 2021, þar sem erindisbréf starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík er sent borgarráði til kynningar. R20120040

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Starfshópurinn er hluti af græna planinu sem er viðspyrnuáætlun borgarinnar út úr heimsfaraldri til skemmri og lengri tíma. Á meðal aðgerða græna plansins árið 2021 er skipan starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík. Hringrásarhagkerfið fjallar um að við allar ákvarðanir um innkaup og við rekstur borgarinnar og fyrirtækja hennar verði tekið tillit til langlífis hluta, margnota, endurnýtingar og eins lítillar sóunar og úrgangs og kostur er.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lögð eru fram erindisbréf starfshóps um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausa og snjalla Reykjavík 2030, starfshóps um græn innkaup, starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík og starfshóps um hröð orkuskipti Reykjavíkurborgar. Í öllum þessum erindisbréfum kemur fram að hóparnir megi kaupa ráðgjöf. Það vekur upp spurningar hjá fulltrúa Flokks fólksins þegar strax í upphafi, í erindisbréfum, sé það talið mikilvægt að nefna að heimilt sé að kaupa utanaðkomandi ráðgjöf. Sporin hræða og hér vill fulltrúi Flokks fólksins minna á að það þarf að sýna aðhald. Verið er að sýsla með fé borgarbúa. Ráðgjöf utanaðkomandi verktaka t.d. við endurbyggingu braggans kostaði mikið en skilaði litlu. Um slíkt eru fjölmörg dæmi hjá þessum meirihluta. Hér er almennt verið að vinna tímabær verkefni, og ekki er amast við því, en það vekur spurningar hvers vegna strax í upphafi þarf að nefna það að kaupa megi utanaðkomandi ráðgjöf. Er ekki hægt að byggja upp þekkingu á svona mikilvægum málaflokknum innan borgarkerfisins?

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 11. janúar 2021, þar sem erindisbréf starfshóps um hröð orkuskipti Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar er sent borgarráði til kynningar. R20120040

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Starfshópurinn er hluti af græna planinu sem er viðspyrnuáætlun borgarinnar út úr heimsfaraldri til skemmri og lengri tíma. Hlutverk hópsins er að gera tillögur með það að markmiði að ná hröðum árangri í orkuskiptum, greina flöskuhálsa og finna leiðir til að komast gegnum þá. Verkefni hópsins verði skipulögð til að takast á við einstaka þætti í einu og unnið í sprettum. Meðal verkefna eru orkuskipti í bílaflota borgarinnar og fyrirtækjanna úr brunabílum í hreinorkubíla. Sett verði markmið og aðgerðaáætlun um innviði, hvata og hleðslustöðvar fyrir fólksbifreiðar almennings og bílaleigubíla. Sett verði markmið og aðgerðaáætlun um innviði, hvata og hleðslustöðvar fyrir leigubíla og aðrar atvinnubifreiðar í borginni. Þá verði innviðir fyrir orkuskipti kortlagðir fyrir almenningssamgöngur, þ.m.t. borgarlínu, auk orkuskipta fyrir hafnir, skip og báta.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Orkuskipti eru að verða að veruleika hraðar en margir töldu. Rafmagnsbílar eru að valda straumhvörfum, en þá er mjög mikilvægt að íbúar í fjölbýlishúsum hafi gott aðgengi að hleðslustöðvum. Hér þarf að ganga mun lengra en gert hefur verið til að mæta vaxandi þörf íbúa. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lögð eru fram erindisbréf starfshóps um Evrópusamstarf um kolefnishlutlausa og snjalla Reykjavík 2030, starfshóps um græn innkaup, starfshóps um hringrásarhagkerfið í Reykjavík og starfshóps um hröð orkuskipti Reykjavíkurborgar. Í öllum þessum erindisbréfum kemur fram að hóparnir megi kaupa ráðgjöf. Það vekur upp spurningar hjá fulltrúa Flokks fólksins þegar strax í upphafi, í erindisbréfum, sé það talið mikilvægt að nefna að heimilt sé að kaupa utanaðkomandi ráðgjöf. Sporin hræða og hér vill fulltrúi Flokks fólksins minna á að það þarf að sýna aðhald. Verið er að sýsla með fé borgarbúa. Ráðgjöf utanaðkomandi verktaka t.d. við endurbyggingu braggans kostaði mikið en skilaði litlu. Um slíkt eru fjölmörg dæmi hjá þessum meirihluta. Hér er almennt verið að vinna tímabær verkefni, og ekki er amast við því, en það vekur spurningar hvers vegna strax í upphafi þarf að nefna það að kaupa megi utanaðkomandi ráðgjöf. Er ekki hægt að byggja upp þekkingu á svona mikilvægum málaflokknum innan borgarkerfisins?

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt erindisbréf stýrihóps um mótun atvinnu- og nýsköpunarstefnu til 2030 og skipi fimm fulltrúa í hópinn. R20120043

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Atvinnu- og nýsköpunarstefna fjallar um marga þætti og þarf þar á meðal að taka á þáttum er varða réttindi starfsfólks, líkt og félagslegum undirboðum, harkhagkefinu (e. gig economy) og núllsamningum (e. zero-hour contract). Þess vegna er mikilvægt að verkalýðsfélögum verði boðið að vinnu stýrihópsins sem og þeim sem hafa reynslu af því sem þarf að bæta í atvinnu- og nýsköpunarmálum.

    Fylgigögn

  17. Fram fer kynning Veitna ohf. á hituveitukerfi Reykjavíkurborgar. R21010127

    Gestur Pétursson, Guðmundur Óli Gunnarsson, Hrefna Hallgrímsdóttir og Arndís Ósk Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  18. Lögð fram skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, ódags., um eldsvoða að Bræðraborgarstíg 1. R20060261

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Skýrsla Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um hinn voveiflega bruna á Bræðraborgarstíg er yfirgripsmikil og vönduð. Hún bendir til að íkveikja hafi átt sér stað á tveimur stöðum í húsinu með stuttu millibili og breiddist eldurinn hratt út enda var einangrun hússins brennanleg og klæðningar úr timbri, auk þess var brunahólfun ekki til staðar. Sjúkrabíll var kominn á vettvang um 90 sekúndum eftir að hringt var í Neyðarlínuna og fyrsti dælubíll 6 mínútum eftir símtal. Ljóst má vera að fyrirkomulag hússins var ekki í samræmi við teikningar og brunavarnir virðast hafi verið alls ófullnægjandi. Húseigandi hefði átt að sækja um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins sem hefði kallað á auknar brunavarnir og markvisst eldvarnareftirlit. Ljóst er að gera þarf breytingar á lögum og reglugerðum varðandi brunavarnir þegar kemur að íbúðarhúsnæði. Það er ekki síst brýnt í þeim tilvikum sem um leiguhúsnæði er að ræða þar sem eigandi er búsettur annars staðar. Einnig hlýtur þetta hörmulega mál og mannslát að vekja spurningar um veika stöðu fólks sem flytur til Íslands til að vinna og er háð vinnuveitenda um dvalarleyfi og jafnvel einnig sem leigusala. Afleiðingar brunans eru hörmulegar en þrír einstaklingar létust og því um mannskæðasta bruna í sögu Reykjavíkur að ræða. Borgarráð kallar eftir að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, ráðuneyti húsnæðismála og Alþingi dragi ályktanir af málinu og ráðist í nauðsynlegar umbætur. Hvetur borgarráð til þess að sú vinna sem farin er af stað leiði til farsællar niðurstöðu sem allra fyrst.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg 1 var mikill harmleikur sem nauðsynlegt er að draga lærdóm af og gera nauðsynlegar breytingar í stjórnkerfinu til að hægt sé að fyrirbyggja að svona gerist aftur og til að stjórnvöld og embættismenn geti gripið inn sé grunur um að öryggi sé ábótavant. Fulltrúi Flokks fólksins telur, í ljósi skýrslunnar, að mikilvægt sé að borgin afli frekari heimilda til inngripa ef ábendingar hafa borist eða rökstuddur grunur liggur fyrir að brunavörnum sé ábótavant. Þar með talið er nauðsynlegt að byggingarfulltrúi, sem hefur sérþekkingu og skriflegar upplýsingar um aðstæður, fái heimild til að fara inn í hús og sannreyna upplýsingar sem lúta að öryggismálum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur lagt til áður að borgaryfirvöld eigi frumkvæði að því að fá ríkari heimildir, þar með talið til að gera átak gegn hættulegu húsnæði með áherslu á að efla brunavarnir í eldri húsum borgarinnar og aukið verði eftirlit með ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Tillagan var felld með þeim rökum að borgina skorti lagaheimildir. Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt hvort meirihlutinn hyggist þá ekki eiga frumkvæði að því að fá auknar lagaheimildir. Ekki hafa fengist nákvæm svör við því enn.

    Jón Viðar Matthíasson, Nikulás Úlfar Másson og Herdís Hallmarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði: Alexandra Briem, Baldur Borgþórsson, Björn Gíslason, Diljá Ámundadóttir, Egill Þór Jónsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen J. Calmon, Marta Guðjónsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir, Sabine Leskopf og Örn Þórðarson. Eftirtaldir starfsmenn taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði: Svanborg Sigmarsdóttir.

    Fylgigögn

  19. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum og trúnaðarmerktu minnisblaði Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 30. nóvember 2020:

    Lagt er til að borgarráð samþykki viðauka við samkomulag um endurnýjun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 7. maí 2018, sbr. hjálagt erindi frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. desember 2020. R20010147

    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að kostnaður við þetta verkefni er langt frá upphaflegri fjárhagsáætlun. Munar meira en milljarði. Nauðsynlegt er að fá skriflegar skýringar á þessum miklu frávikum frá því það var fyrst kynnt vorið 2018. 

    Páll Björgvin Guðmundsson og Magnús Árnason taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg taki þátt í sameiginlegu starfi að stafrænni umbreytingu sveitarfélaga líkt og grein er gerð fyrir í gögnum um stafrænt ráð sveitarfélaga. Jafnframt tekur borgarráð jákvætt í hugmyndir um samráðsvettvang kjörinna fulltrúa um stafræn mál, með aðkomu meiri- og minnihluta borgarstjórnar, á vettvangi SSH. R20120090

    Samþykkt. 

    Óskar J. Sandholt tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki beiðni um viðbótarfjármagn til starfsemi Fjölsmiðjunnar vegna áhrifa COVID-19 á starfsemina, með vísan í meðfylgjandi umsögn sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, dags. 6. janúar sl. R20110127

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fjölsmiðjan hefur þróast í takt við þarfir samfélagsins þau 19 ár sem hún hefur starfað. Markhópurinn er einstaklingar á aldrinum 16-24 ára sem þurfa virkni, endurhæfingar- og námsúrræði til að eflast í lífi og starfi. Úrræðið hefur margsannað mikilvægi sitt.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 11. janúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um innleiðingu á stefnu Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2020. R20110345

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir upplýsingum um hvernig innleiðing eineltisstefnu og verklags, samþykkt 2019 hefur gengið, afrakstur stýrihóps sem fulltrúi Flokks fólksins leiddi. Sjá má á svari að innleiðing er í gangi en hefur gengið hægt. Til stóð að búa til myndband til kynningar en ekki fékkst til þess fjármagn. Fram kemur að verkefnið er strandað hjá starfshópi um fræðslu og starfsþróun m.a. vegna þess að í mars 2020 komu ábendingar frá Vinnueftirliti um að uppfæra þyrfti verkferilinn með breytingum sem lúta að „óformlegri meðhöndlun máls“. Má skilja þetta svo að Vinnueftirlitið hafi viljað hafa hinn óformlega verkferil aðskilinn frá hinum formlega og ef svo er hverjar eru ástæður þess? Þetta er fremur óskýrt að mati fulltrúa Flokks fólksins en til glöggvunar fyrir lesendur, þá er óformlegur verkferill sem dæmi þegar þolandi velur að ræða við meintan geranda milliliðalaust; þegar þolandi leitar óformlegra ráða hjá yfirmanni, trúnaðarmanni, mannauðsþjónustu eða fulltrúa eineltis- og áreitniteymis eða þegar hlutverk stjórnanda/mannauðsráðgjafa/fulltrúa eineltis- og áreitniteymis kannar hvort hægt sé að miðla málum án þess að málið fari í formlegt feril. Út af stendur þegar svarið er lesið að innleiðing nýrrar stefnu og verklags gengur hægt og hefur mætt ýmsum hindrunum.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfisssviðs, dags. 11. janúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um jólagjöf Reykjavíkurborgar til starfsmanna 2018 og 2019 og nýtingarhlutfall, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. nóvember 2020. R20110109

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins óskaði eftir að vita um nýtingarhlutfall á gjafamiða í Borgarleikhúsið sem var jólagjöf frá borginni 2019. Nýting 2019 var 70%. Segir að ánægja hafi ríkt með jólagjöfina. Eðlilegt er að ánægja sé með gjöfina meðal starfsfólks. Þetta er jólagjöf. En einmitt þess vegna hefði fulltrúi Flokks fólksins haldið að nýting hefði verið meiri. Heil 30% nýttu ekki gjöfina þrátt fyrir mikla ánægju með hana.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 11. janúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um jólagjöf Reykjavíkurborgar til starfsmanna 2018 og 2019 og Tjarnarbíó, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. nóvember 2020. R20110109

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins spurði um jólagjöf Reykjavíkurborgar til starfsmanna 2018 og 2019 og Tjarnarbíó. Jólagjöfin til starfsmanna borgarinnar síðustu ár hefur verið gjafabréf í Borgarleikhúsið einungis. Nýting 2019 var 70%. Þessi tvö leikhús, Borgarleikhúsið og Tjarnarbíó eru bæði styrkt af borginni. Segir í svari að það sé flókin framkvæmd að bjóða upp á val á milli Borgarleikhúss og Tjarnarbíós þar sem um er að ræða tvo mismunandi rekstraraðila. Það finnst fulltrúa Flokks fólksins frekar ótrúlegt. Minnsta mál hefði verið að bjóða upp á val og myndu aðilar síðan senda reikning til borgarinnar. Tjarnarbíó er gamalt og rótgróið menningarhús með fjölbreyttar leiksýningar við allra hæfi eins og Borgarleikhúsið þannig að engin ástæða er til að gera upp á milli þessara tveggja staða.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 11. janúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um áætlaðan kostnað borgarinnar við styttingu vinnuvikunnar árið 2021, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020. R14050127

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hjá Reykjavíkurborg starfa ríflega 10.000 starfsmenn í um 7.500 stöðugildum miðað við tölur fyrir árið 2020 sbr. svar sem liggur fyrir borgarráði við fyrirspurn sjálfstæðismanna og hafði þeim fjölgað um tæp 10% á árinu 2019. Ljóst er að mönnunargat blasir við í rekstri borgarinnar á þeim stöðum sem starfsfólk starfar í vaktavinnu. Áætlað er að það kosti tæpar 473 milljónir á árinu 2021 að fara í styttingu vinnuviku hjá starfsstöðum á velferðarsviði og tæpar 45 milljónir á íþrótta- og tómstundasviði. Áætlað er að kostnaður vegna yfirvinnu lækki og mönnunargatinu verði mætt á dagvinnutíma. Er búið að bera þessar breytingar undir vaktavinnufólk hjá Reykjavíkurborg? Margir neyðast til að taka yfirvinnu vegna slakra launa. Hér er boðað að skera eigi yfirvinnu niður. Samtals er kostnaður vegna þessa áætlaður tæpar 520 milljónir og þá eru B-hluta fyrirtækin eftir.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Stytting vinnuvikunnar er frábær kjarabót og því mikilvægt að afleiðan verði ekki neikvæð og að fólk finni sig undir allt of miklu álagi þá tíma sem það er í vinnunni. Forsenda Reykjavíkurborgar á styttingu vinnuviku hjá dagvinnufólki erað breyting á skipulagi vinnutíma megi ekki leiða til breytinga á launum starfsfólks eða launakostnaði starfsstaða þrátt fyrir að opnunartími verði óbreyttur.Það er sérkennilegt að fullnægjandi fjármagn skuli ekki fylgja styttingu vinnuvikunnar þar sem að með styttingunni eykst álag á starfsfólk vegna undirmönnunar sem stytting vinnuviku leiðir til. Þetta er í andstöðu við boðun meirihlutans sem er að halda vel utan um starfsfólk. Þar sem engin viðbót verður á starfsfólki og starfsemin ekki styrkt með aukamönnun þarf hver og einn að hlaupa hraðar til að fá að fara einu sinni í viku fyrr heim. Góð þjónusta við börn byggir m.a. á að fjöldi stöðugilda sé í samræmi við fjölda barna og kröfur sem starfsemin gerir til starfsfólksins. Að óbreyttu mun stytting vinnuskyldu vaktavinnufólks, úr 40 í 36 virkar stundir, hafa veruleg áhrif á starfsemi margra starfsstaða og svokallað mönnunargat myndast. Til að bregðast við því á kostnaður vegna yfirvinnu að lækka og mæta á mönnunargatinu á dagvinnutíma samkvæmt svari sem lagt er hér fram.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 11. janúar 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppfært yfirlit yfir fjölda starfa hjá Reykjavíkurborg, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. ágúst 2020. R20080059

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Svarið við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um uppfært yfirlit um fjölda starfa hjá Reykjavíkurborg er óviðunandi og raunar til marks um það að Reykjavíkurborg hefur misst yfirsýn yfir stöðugildin hjá borginni. Óskað er eftir nákvæmum upplýsingum yfir starfsmannafjölda og stöðugildi hjá A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar í framhaldsfyrirspurn sem finna má neðst í fundargerð.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram svar þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 5. janúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um raddtón stafræna hönnunarkerfis borgarinnar á reykjavik.is, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020. R20110043

    Fylgigögn

  28. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 5. janúar 2021, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lausar íbúðir Félagsbústaða, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2020. R20110344

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Spurt var um: Hversu margar íbúðir losnuðu hjá Félagsbúðstöðum á þessu og síðasta ári, ástæður þess að þær losna, hve margar íbúðir voru lausar í september 2020 og hvað hafa þær verið lausar lengi. Einnig var spurt um hvenær fara íbúðir sem eru lausar núna í útleigu og hversu langur tími líður frá því að íbúð losnar og þar til að hún er leigð út aftur. Að lokum var spurt af hverju standa íbúðir Félagsbústaða lausar svo mánuðum skiptir. Það sem er sérstakt í svörum er að mun fleirum íbúðum var skilað 2020 en 2019. Ástæður eru margar og eru þær svipaðar milli ára utan einnar, „flutningur á hjúkrunarheimili“, sem var 20% 2019 en 11% 2020. Ekki eru frekari skýringar birtar um þetta atriði. Í janúar eru 61 íbúð laus og þar af eru 41 í standsetningu. Segir í svari að stefnan er að ekki meira en einn mánuður líði frá standsetningu og þar til hún er leigð út. Fulltrúi Flokks fólksins vill að það komi fram hér að þetta svar samræmist ekki því sem ítrekað hefur verið tekið eftir og það er að íbúðir standa stundum lausar í heilt ár. Á þessu vantar skýringar.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 5. janúar 2021, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um húsnæðisbætur sem hlutfall af leigutekjum Félagsbústaða, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember 2020. R20110343

    Fylgigögn

  30. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 7. janúar 2021. R21010018

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ljóst er skv. 61. gr. sveitarstjórnarlaga að borginni ber að gera samstæðureikning í samræmi við núgildandi lög um ársreikninga. Ekki er nóg að framkvæma „samantekin reikningsskil“ eins og haldið hefur fram. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í 61. grein sveitastjórnarlaga segir um ársreikning: „Gera skal ársreikning fyrir sveitarsjóð, stofnanir sveitarfélagsins og fyrirtæki þess. Jafnframt skal gera samstæðureikning fyrir sveitarfélagið, þ.e. sveitarsjóð, stofnanir þess og fyrirtæki með sjálfstætt reikningshald, sbr. 60. gr.“ Upplýst var á fundi endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar þann 7. janúar s.l. að á sama tíma og unnið var að gerð ársreiknings 2019 fóru embættismenn borgarinnar þess á leit við sveitastjórnarráðuneytið að gerð yrði breyting á 61. grein og að í stað samstæðureikningsskila í 61. greininni kæmi hugtakið samantekin reikningsskil. Lagabreytingin fékkst ekki fram. Engu að síður lagði borgarstjóri fram ársreikning fyrir árið 2019 þar sem sett voru fram samantekin reikningsskil í stað lögbundins samstæðureiknings. Þetta telst skýrt brot á sveitastjórnar - og ársreikningalögum. Ég tel brýnt að borgarlögmaður leggi fram fyrir næsta fund borgarráðs stutta umfjöllun um brotin, afleiðingar þeirra og hverjir bera ábyrgð á þeim. Svonefnd matsbreyting fjárfestingaeigna var fyrst tekin inn í ársreikning Reykjavíkurborgar árið 2014 við gerð ársreiknings fyrir árið 2013. Nauðsynlegt er að leggja jafnframt fram fyrir borgarráð gögn um þær breytingar á lögum og reglum á árinu 2013 sem leiddu til þessarar breytingar.

    Fylgigögn

  31. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 4. janúar 2021. R21010025

    Fylgigögn

  32. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 6. janúar 2021. R21010027

    Fylgigögn

  33. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 13. janúar 2021. R21010008
    B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 13.-17. lið:

    Fulltrúa Flokks fólksins finnst kærur allt of margar sem berast umhverfis- og skipulagssviði og mikilvægt að skoða hvað veldur. Kvartað er yfir að verið sé að breyta gildandi skipulagi eftir á, t.d. minnka bil á milli húsa og byggja ofan á hús sem ekki stóð til að yrðu hærri og þar með skerða útsýni frá næstu húsum. Við skoðun á sumum kærum í gegnum tíðina finnst fulltrúa Flokks fólksins eins og komið hafi verið aftan að fólki í sumum þessara mála. Nefna má dæmi úr Úlfarsárdal sem er nýlegt hverfi. Þar hefur fjöldi manns fjárfest og ekki rennt í grun að eiga eftir að upplifa það að skipulagi muni verða breytt eftir á.  Í sakleysi sínu flytur fólk inn og því verið sagt að ef byggt verði við hliðina á eða fyrir framan þá verði hús ekki hærra en X. En það næsta sem skeður er að hús er byggt sem er hærra en ákveðið hafði verið í skipulagi. Einnig eru kvartanir vegna synjana án sýnilegra raka t.d. stækkun glugga, framkvæmd sem engin hefur mótmælt og hefur ekki áhrif á umhverfið. Einnig kvartanir vegna synjana á framkvæmd sem fordæmi eru fyrir í götunni.

    Fylgigögn

  34. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 22. júní, 24. ágúst, 28. september, 5. og 26. október og 23. nóvember 2020. R20010015

    Fylgigögn

  35. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 13. og 20. nóvember og 4. og 11. desember 2020. R20010012

    Fylgigögn

  36. Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 12. og 20. nóvember og 8., 16. og 30. desember 2020. R20010013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið:

    Fundargerðir SORPU eru nú aðeins ítarlegri en áður var. Loksins hefur eitthvað verið hlustað, en fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bókað um rýrar fundargerðir SORPU. Það er miður hvað mikið þarf til, til að farið er að lagfæra það sem betur má fara. Er það ekki umhugsunarefni fyrir stjórn SORPU?

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 40 mál. R20120102

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áfellisdómur – enn einn. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur farið í frumkvæðisathugunarmál vegna vinnubragða borgarstjóra og yfirstjórnar Reykjavíkurborgar. Þann 5. nóvember sl. barst Reykjavíkurborg erindi frá ráðuneytinu vegna kæru sem ég hafði lagt fram hjá ráðuneytinu. Erindi kærunnar er vegna stjórnsýslu Reykjavíkurborgar í tengslum við ákvörðun yfirstjórnar borgarinnar um að gera mat á starfsumhverfi og úttekt á sálfélagslegum þáttum í starfsumhverfi starfsfólks sem kemur reglulega fyrir borgarráð. Var borginni gefinn frestur til 4. desember að svara erindinu en farið var fram á frest og vor svör borgarinnar fyrst send ráðuneytinu 5. janúar sl. Óskaði ráðuneytið eftir afstöðu borgarinnar um þau atriði kvörtunarinnar er snúa að vanhæfi starfsmanna í málinu, að ákvörðun yfirstjórnar hafi skort lagastoð og að ákvörðunartaka í málinu hafi ekki verið í samræmi við sveitarstjórnarlög. Þetta er slíkur áfellisdómur yfir stjórnsýslu Reykjavíkur og er málið eitt hneyksli frá upphafi til enda.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Hér gætir misskilnings. Ráðuneytið hefur þegar tilkynnt áheyrnarfulltrúanum að það myndi ekki taka kæru hennar til úrskurðar á grundvelli 111. gr. sveitarstjórnarlaga þar sem í atvikum málsins felst ekki stjórnvaldsákvörðun eins og haldið er fram í kærunni. Erindi ráðuneytisins nú fjallar um hefðbundna upplýsingaöflun áður en ákvörðun er tekin um frumkvæðisathugun. Um leið verður að halda til haga mikilvægi þess að starfsumhverfi kjörinna fulltrúa, embættismanna og allra starfsmanna sé eins og best verður á kosið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Hér er ekki nokkur misskilningur á ferðinni. Bréfið frá ráðuneytinu er mjög skýrt. Ekki var tekið tillit til minna sjónarmiða að um stjórnvaldsákvörðun í skilningi 2. mgr. 1. gr stjórnsýslulaga sem er skilyrði þess að ráðuneytið taki mál til úrskurðar á grundvelli 111. gr, sveitastjórnarlaga en jafnframt kom fram í bréfi ráðuneytisins að það muni taka til skoðunar hvort að tilefni sé til að taka erindið til skoðunar á grundvelli frumkvæðiseftirlits ráðuneytisins skv. 112 gr. sveitastjórnarlaga og hefur það nú raungerst og hefur ráðuneytið sent borginni bréf þess efnis dags. 5. nóvember 2020 með óskum um ítarlegum upplýsingum í málinu. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið:

    Erindi Vegagerðarinnar um Arnarnesveg er ákveðið áfall. Það er miður að sjá að fara eigi í verkútboð áður en heildarmynd þessa verks er skoðuð og áhrifin sem framkvæmdin mun hafa. Vegagerðin biður um framkvæmdaleyfi. Um leið og framkvæmdir eru hafnar er ekki aftur snúið. Margsinnis hefur verið beðið um nýtt umhverfismat á Vatnsendahvarfinu. Án þess að niðurstaða fáist í það, á engu að síður að byrja á verkinu. Í aðalskipulagi er stefna um einstök gatnamót eða nýjar samgönguframkvæmdir oft sett fram með fyrirvara um niðurstöðu umhverfismats (og þá frumhönnunar mannvirkja). Eftir því sem næst er komist gæti það átt við um þessi gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar. Þ.e. ef niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að fara þurfi fram nýtt umhverfismat, þýðir það að setja þarf fram skýran fyrirvara við umrædda hönnun vegarins (þ.e. ef nýtt umhverfismat getur leitt í ljós aðra útfærslu og þá leitt til nýrrar breytingar á aðalskipulaginu). Ef hins vegar það verður niðurstaðan að ekki þurfi nýtt umhverfismat, er hægt að setja fram umrædda tillögu  um gatnamót Arnarnesvegar og Breiðholtsbrautar án fyrirvara, skv. upplýsingum sem fulltrúi Flokks fólksins hefur aflað. Í bréfi Vegagerðarinnar er ekki minnst á neina fyrirvara, greinilega í trausti þess að eldra umhverfismatið gildi.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R21010071

    Fylgigögn

  39. Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs, dags. 12. janúar 2021:

    Reykjavíkurborg auglýsti eftir umsóknum um styrki úr borgarsjóði vegna starfsemi á árinu 2021. Meðal markmiða styrkveitinga er að styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda vegna starfsemi á árinu 2021. Umsóknartímabil var frá 15. september til 15. október 2020 og bárust borgarráði 37 styrkumsóknir að þessu sinni sem eru nú í umsagnarferli. Lagt er til að borgarráð samþykki að fela Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs og Eyþóri Laxdal Arnalds, borgarráðsfulltrúa að yfirfara fyrirliggjandi styrkumsóknir auk umsagna og gera í framhaldinu tillögu til borgarráðs um árlega úthlutun. Með þeim starfar Bjarni Þóroddsson, verkefnisstjóri á skrifstofu borgarstjórnar. Vinnuhópurinn skal leggja tillögu sína fyrir borgarráð eins skjótt og unnt er og í síðasta lagi 4. mars nk. R20120049

    Samþykkt.

    -    Kl. 13.01 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum. 
    -    Kl. 13.15 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum.
    -    Kl. 13.26 víkja Heiða Björg Hilmisdóttir og Valgerður Sigurðardóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  40. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Óskað er eftir nákvæmum upplýsingum yfir starfsmannafjölda og stöðugildi hjá A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar.  R21010175

    Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.

  41. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Óskað er eftir skriflegri sundurliðun á stórfelldum viðbótarkostnaði vegna skíðasvæðanna frá upphaflegri áætlun sem kynnt var vorið 2018. R20010147

  42. Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Reykjavíkurborg kynnti fyrstu aðgerðir í efnahagsmálum vegna COVID-19 í mars 2020, þar sem tímabundnar breytingar á innheimtureglum voru m.a. boðaðar. Gildistími reglnanna var til 31. desember 2020, þar var m.a. hægt að óska eftir að lengja eindaga í allt að 90 daga á allt að þremur kröfum í hverjum gjaldaflokki almennra krafna á gildistíma reglnanna. Einnig var hægt að óska eftir allt að 6 mánaða greiðsludreifingu á almennum kröfum í samráði við innheimtuaðila Reykjavíkurborgar, Momentum. Hversu margir hafa nýtt sér þessi úrræði og fyrir hversu margar kröfur? R20030221

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  43. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Óskað er eftir að borgarlögmaður leggi fyrir fund borgarráðs 21. janúar nk. umfjöllun yfir brot á sveitastjórnar- og ársreikningalögum sem snúa að framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 þar sem sett voru fram samantekin reikningsskil í stað lögbundins samstæðureiknings. Einnig er óskað eftir reifun á afleiðingum brotanna og hverjir bera ábyrgð á þeim. R19120193

    Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

  44. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Óskað er eftir að slökkviliðsstjóri sem er jafnframt yfirmaður almannavarna á höfuðborgarsvæðinu komi á fund borgarráðs 21. janúar nk. til að ræða nýja starfsánægjukönnun slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. R21010166

  45. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Samkvæmt ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 var sala byggingaréttar einungis 25.754.000 en áætlanir gerðu ráð fyrir að salan yrði 3.778.694.000 á árinu. Frá 1. janúar 2010 hefur Reykjavíkurborg fengið greidda tæpa 9,7 milljarða í sölu byggingaréttar. Áætlanir næstu fimm ára gera ráð fyrir að borgin innheimti 17 milljarða í byggingaréttargjöld. 1. Hvers vegna voru áætlanir um sölu byggingaréttar á árinu svo ofmetnar? 2. Er þetta ekki sönnun þess að það er mikill lóðaskortur í Reykjavík? 3. Til hverra voru lóðir seldar á árinu 2019 tæmandi og þar með talið til Félagsbústaða og byggingafélaga sem eru ekki hagnaðardrifin? 4. Eru þær áætlanir raunhæfar að Reykjavíkurborg nái að innheimta 17 milljarða í byggingaréttargjöld á næstu fimm árum? 5. Hafa endurskoðendur ársreikninga Reykjavíkur gert athugasemdir við þessa „byggingaréttarsölufroðu“ sem notuð er til að láta fjárhagsáætlanir borgarinnar líta betur út en raunin er? R19120193

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  46. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu: 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að gerð verði könnun á hvort og þá hvaða áhrif stytting vinnuvikunnar hefur á börnin, starfsmenn og starfið í leikskólum. Þetta er lagt til í ljósi þess að forsenda Reykjavíkurborgar á styttingu vinnuviku hjá dagvinnufólki er að breyting á skipulagi vinnutíma megi ekki leiða til breytinga á launum starfsfólks eða launakostnaði starfsstaða þrátt fyrir að opnunartími verður óbreyttur. Það er sérkennilegt að fullnægjandi fjármagn skuli ekki fylgja styttingu vinnuvikunnar þar sem að með styttingunni eykst álag á starfsfólk vegna undirmönnunar sem stytting vinnuviku leiðir til. Þetta er í andstöðu við boðun meirihlutans sem er að halda vel utan um starfsfólk. Þar sem engin viðbót verður á starfsfólki og starfsemin ekki styrkt með aukamönnum þarf hver og einn að hlaupa hraðar til að fá að fara einu sinni í viku fyrr heim. Góð þjónusta við börn byggir m.a. á að fjöldi stöðugilda sé í samræmi við fjölda barna og kröfur sem starfsemin gerir til starfsfólksins. Álag á starfsfólk kemur niður á því sjálfu, börnunum og utanumhaldi starfseminnar. Stytting vinnuvikunnar er frábær kjarabót og því mikilvægt að afleiðan verði ekki neikvæð og að fólk finni sig undir allt of miklu álagi þá tíma sem það er í vinnunni. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. R21010171
    Frestað.

    Fylgigögn

  47. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu: 

    Tillaga Flokks fólksins að stofnuð verði útgáfa af byggðasamlögum um félagslega þætti, svo sem félagslegar íbúðir og menningarstarfsemi, menningarhátíðir, tónlistarhús og leikhússtarfsemi. Í ljósi þess hversu meirihlutinn í borgarstjórn er hrifinn af bs. stjórnkerfi, þ.e. byggðasamlögum, leggur Flokkur fólksins til að slíkt kerfi verði allt eins nýtt í kringum félagslegt kerfi eins og félagslegar íbúðir og menningarþætti enda fer fólk gjarnan milli sveitarfélaga til að þiggja þjónustu á þessum sviðum. Bs.-kerfi sem nú eru við lýði hafa virkað illa sem stjórnkerfi við sum stór og kostnaðarsöm verkefni eins sorpúrvinnslu og almenningssamgöngur. Ástæðan er sú að hlutur Reykjavíkur er rýr í stjórnun en ríkur í fjárhagslegri ábyrgð. En skoða mætti að nota slíkt stjórnkerfi til að jafna kostnaðarhlutdeild allra íbúa höfuðborgarsvæðisins við önnur verkefni s.s. menningarverkefni og þess háttar. Reykjavík hefur upp á margt að bjóða sem nágrannasveitarfélög hafa ekki sinnt í sama mæli en geta nýtt að vild án þess að taka nokkra ábyrgð á rekstri. R21010172

    Frestað.

  48. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu: 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skoðað verði að gera breytingar á niðurgreiðslum vegna þjónustu við dagforeldra. Í nágrannasveitarfélögum er fyrirkomulagið í þessum efnum bæði betra og sanngjarnara,  þá helst gagnvart einstæðum foreldrum, láglaunafólki og þeim sem mælast undir viðmiði velferðarráðuneytis, einstæðir eður ei. Lagt er til að foreldrar eða forráðamenn barna geti sótt um viðbótarniðurgreiðslu af almennu vistunargjaldi í samræmi við tekjuviðmið sem Reykjavík setur. Niðurgreiðslur gætu annars vegar verið 20% af almennu gjaldi og hins vegar 40%. Í tillögunni felst að til að öðlast rétt til viðbótarniðurgreiðslu sé horft til tekna foreldra, bæði einstaklinga og foreldra í sambúð, sem grundvallast á staðfestu staðgreiðsluyfirliti frá Ríkisskattstjóra síðustu þriggja mánaða. Tekjuviðmið eru reiknuð út frá launavísitölu. Einnig er lagt til að foreldrar með fleiri en eitt barn á sínu framfæri geti sótt um undanþágu frá tekjuviðmiðum ef ráðstöfunartekjur eru rétt fyrir ofan tekjumörk og félagslegar aðstæður viðkomandi eru þannig að rétt sé að meta þörf fyrir undanþágu. Þá skal horfa til fjölda barna í fjölskyldu og greiðslubyrði forsjáraðila vegna þessa. Niðurgreiðslukerfi vegna þjónustu dagforeldra hjá Reykjavíkurborg er lakara en hjá öðrum sveitarfélögum og er tímabært að skoða það með ofangreinda þætti í huga. R21010174

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 13:30

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_1401.pdf