Borgarráð
Ár 2021, fimmtudaginn 7. janúar, var haldinn 5612. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 09:05. Eftirtaldir borgarfulltrúar auk borgarstjóra tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn með fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram, Pétur Ólafsson, Ívar Vincent Smárason, Ólöf Magnúsdóttir og Valgarður Davíðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. janúar 2021, varðandi fundadagatal borgarráðs fyrir árið 2021, ásamt drögum að dagatali. R18080150
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi erindi sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs, vegna reksturs Laugardalsvallar, dags. 14. desember 2020 Viðaukasamningur sem gert er ráð fyrir verði lagður fyrir borgarráð til samþykktar. Í þeim samningi verði ákvæði um aukið gagnsæi í fjármálum og opið bókhald. R15020197
Samþykkt.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagðar eru fram í borgarráði tillögur um fjárframlög og samstarfssamninga við félagasamtök að beiðni íþrótta- og tómstundasviðs til samþykktar. Það er allt gott og vel en ekki er hægt annað en að leiða hugann að gegnsæi, samræmingarþáttum, skilvirkum reglum, jafnræði, jafnrétti og mannréttindum þegar teknar eru ákvarðanir um styrki og samstarfssamninga. Það eru til reglur um alla þessa hluti og er því velt upp hvort þær reglur taki á ábyrgðarhlutverki aðila er varðar skil styrkþega á greinargerðum um hvernig styrkfé hefur verið varið líkt og kveðið er á um í reglum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt um þetta áður. Eftirlitshlutverk þarf að vera skýrt t.d. gagnvart fjármálaskrifstofu hvað varðar skil á greinargerðum. Hvernig er fjárhagslegu innra eftirliti háttað með samstarfs- og þjónustusamningum? Eru til skriflegir verkferlar um eftirlitsaðgerðir og skilgreindar aðgerðir við brotum á samningum? Styrkir hafa vaxið og má spyrja hvort samræmi sé milli sviða. Er skýrt t.d. hvað á að teljast til styrkja en ekki fjárhagsaðstoðar? Enda þótt reglum sé fylgt þá útfæra sviðin þær hvert á sinn hátt og þá má velta fyrir sér hvort útfærsla sé mjög mismunandi. Fulltrúi Flokks fólksins mun samhliða þessari bókun leggja fram ofangreindar fyrirspurnir formlega.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. desember 2020, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. desember 2020 á drögum að samningi við Skáksamband Íslands, ásamt fylgiskjölum. R20120161
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagðar eru fram í borgarráði tillögur um fjárframlög og samstarfssamninga við félagasamtök að beiðni íþrótta- og tómstundaráðs til samþykktar. Það er allt gott og vel en ekki er hægt annað en að leiða hugann að gegnsæi, samræmingarþáttum, skilvirkum reglum, jafnræði, jafnrétti og mannréttindum þegar teknar eru ákvarðanir um styrki og samstarfssamninga. Það eru til reglur um alla þessa hluti og er því velt upp hvort þær reglur taki á ábyrgðarhlutverki aðila er varðar skil styrkþega á greinargerðum um hvernig styrkfé hefur verið varið líkt og kveðið er á um í reglum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt um þetta áður. Eftirlitshlutverk þarf að vera skýrt t.d. gagnvart fjármálaskrifstofu hvað varðar skil á greinargerðum. Hvernig er fjárhagslegu innra eftirliti háttað með samstarfs- og þjónustusamningum? Eru til skriflegir verkferlar um eftirlitsaðgerðir og skilgreindar aðgerðir við brotum á samningum? Styrkir hafa vaxið og má spyrja hvort samræmi sé milli sviða. Er skýrt t.d. hvað á að teljast til styrkja en ekki fjárhagsaðstoðar? Enda þótt reglum sé fylgt þá útfæra sviðin þær hvert á sinn hátt og þá má velta fyrir sér hvort útfærsla sé mjög mismunandi. Fulltrúi Flokks fólksins mun samhliða þessari bókun leggja fram ofangreindar fyrirspurnir formlega.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. desember 2020, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. desember 2020 á drögum að samningi við Stelpur rokka, ásamt fylgiskjölum. R20120162
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagðar eru fram í borgarráði tillögur um fjárframlög og samstarfssamninga við félagasamtök að beiðni íþrótta- og tómstundaráðs til samþykktar. Það er allt gott og vel en ekki er hægt annað en að leiða hugann að gegnsæi, samræmingarþáttum, skilvirkum reglum, jafnræði, jafnrétti og mannréttindum þegar teknar eru ákvarðanir um styrki og samstarfssamninga. Það eru til reglur um alla þessa hluti og er því velt upp hvort þær reglur taki á ábyrgðarhlutverki aðila er varðar skil styrkþega á greinargerðum um hvernig styrkfé hefur verið varið líkt og kveðið er á um í reglum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt um þetta áður. Eftirlitshlutverk þarf að vera skýrt t.d. gagnvart fjármálaskrifstofu hvað varðar skil á greinargerðum. Hvernig er fjárhagslegu innra eftirliti háttað með samstarfs- og þjónustusamningum? Eru til skriflegir verkferlar um eftirlitsaðgerðir og skilgreindar aðgerðir við brotum á samningum? Styrkir hafa vaxið og má spyrja hvort samræmi sé milli sviða. Er skýrt t.d. hvað á að teljast til styrkja en ekki fjárhagsaðstoðar? Enda þótt reglum sé fylgt þá útfæra sviðin þær hvert á sinn hátt og þá má velta fyrir sér hvort útfærsla sé mjög mismunandi. Fulltrúi Flokks fólksins mun samhliða þessari bókun leggja fram ofangreindar fyrirspurnir formlega.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 14. desember 2020, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 14. desember 2020 á tillögu um styrkveitingar ráðsins árið 2021, ásamt fylgiskjölum. R20120163
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagðar eru fram í borgarráði tillögur um fjárframlög og samstarfssamninga við félagasamtök að beiðni íþrótta- og tómstundaráðs til samþykktar. Það er allt gott og vel en ekki er hægt annað en að leiða hugann að gegnsæi, samræmingarþáttum, skilvirkum reglum, jafnræði, jafnrétti og mannréttindum þegar teknar eru ákvarðanir um styrki og samstarfssamninga. Það eru til reglur um alla þessa hluti og er því velt upp hvort þær reglur taki á ábyrgðarhlutverki aðila er varðar skil styrkþega á greinargerðum um hvernig styrkfé hefur verið varið líkt og kveðið er á um í reglum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt um þetta áður. Eftirlitshlutverk þarf að vera skýrt t.d. gagnvart fjármálaskrifstofu hvað varðar skil á greinargerðum. Hvernig er fjárhagslegu innra eftirliti háttað með samstarfs- og þjónustusamningum? Eru til skriflegir verkferlar um eftirlitsaðgerðir og skilgreindar aðgerðir við brotum á samningum? Styrkir hafa vaxið og má spyrja hvort samræmi sé milli sviða. Er skýrt t.d. hvað á að teljast til styrkja en ekki fjárhagsaðstoðar? Enda þótt reglum sé fylgt þá útfæra sviðin þær hvert á sinn hátt og þá má velta fyrir sér hvort útfærsla sé mjög mismunandi. Fulltrúi Flokks fólksins mun samhliða þessari bókun leggja fram ofangreindar fyrirspurnir formlega.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. desember 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 16. desember 2020 á tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar stefnu um íbúðabyggð, ásamt fylgiskjölum. R11060102
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að blanda sama ólíkum málum, sum þeirra eru jákvæð og önnur mjög umdeild og neikvæð. Þetta eru ólík hverfi með ólíkar þarfir þótt sum málin heppnist vel í að þjónusta þarfir íbúa þá eru önnur mál þvert á yfirlýstar þarfir og óskir íbúa og ábendingar heilbrigðiseftirlitsins. Að afgreiða málið með þessum hætti er vanvirðing við íbúa borgarinnar því hér er verið að smætta fjölbreyttar og mismunandi þarfir þeirra með því að gefa þeim ekki færi á að hafa áhrif á niðurstöðuna. Íbúar borgarinnar eiga betra skilið. Þannig hefði farið betur á því að kosið yrði um hvert málefni fyrir sig. Ástæða er til að hlusta betur á sjónarmið íbúa, ekki síst vegna mögulegra breytinga við Furugerði. Við getum því ekki stutt þessa tillögu. Hér er verið að samþykkja almennar heimildir í aðalskipulagi, en enn er mögulegt að takmarka þær og útfæra betur í deiliskipulagi áður en framkvæmdir eru heimilaðar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mjög gagnrýnivert að verið sé að breyta aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er varðar stefnu um íbúðabyggð í miðjum heimsfaraldri. Breytingin tekur til eftirfarandi reita sem verða skilgreindir sem sérstakir byggingarreitir: Arnarbakka, Eddufells-Völvufells, Rangársels, Háaleitisbrautar-Miklubrautar, Furugerðis-Bústaðavegar og Vindáss-Brekknaáss. Asinn á málinu er eftirtektarverður. Mikillar óánægju gætir með fyrirkomulagið en málin eru keyrð áfram af meirihlutanum. Sem dæmi má nefna þá gætir mikillar óánægju hjá íbúum í Furugerði og íbúaráð Háaleitis og Bústaðahverfis hefur miklar áhyggjur af framvindu uppbyggingaráforma við Furugerði. Aðal áhyggjurnar eru þær að byggingarmagnið á reitnum verði allt of mikið og stendur til að margfalda það miðað við fyrirliggjandi aðalskipulag. Íbúaráðið bendir á að í B-hluta aðalskipulags 2010-2030 kemur fram að möguleiki væri á lítilsháttar þéttingu íbúðarbyggðar sem telur 4-6 íbúðir. Með breytingu á aðalskipulagi nú er gert ráð fyrir a.m.k. 32 nýjum íbúðum og jafnvel upp í tæpar 50 íbúðir. Þröngt er um þetta svæði og hefur Heilbrigðiseftirlitið gert alvarlegar athugasemdir við uppbygginguna. Í heildina skortir allt samráð og farið er fram í deilum við íbúa þessa hverfa.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ein af breytingartillögum í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 – stefna um íbúðabyggð, sem hér er lögð fram, snýr að Arnarbakkanum. Stækka á núverandi hverfiskjarna og skilgreina reit fyrir íbúðarbyggð. Við stækkun kjarnans í Arnarbakka þarf að huga að samgöngum við kjarnann. Núverandi bílvegur liggur fram hjá skóla og er þröngur. Í því standi sem hann er nú ber hann ekki mikla umferð. Skýra þarf því hvernig almenningssamgöngur, bíla- og hjólaumferð tengjast áformunum. Staða hjólastíga gefur færi á að auka virkni þeirra t.d. með því að lagfæra legu að hluta og fjarlægja óþarfa hindranir svo sem tröppur og þröngar 90 gráðu beygjur. Svipað gildir um hina kjarnana í Breiðholtinu og að frekari uppbygging þeirra kallar á þægilegar vistvænar samgöngur. Stígarnir í Breiðholti henta eins og er miklu frekar gangandi umferð en umferð á hjólum. Venjuleg hjól, rafknúin hjól, hlaupahjól og önnur rafknúin tæki eru og munu vera hluti af samgöngukerfi borgarinnar. Þess vegna þarf að bæta núverandi göngustígakerfi með tilliti til þess. Bent er á að hjólastígar eiga að fylgja hæðarlínum eins og unnt er. Allt of oft eru þeir lagðir upp og niður brekku og stundum þannig að kröpp beygja er við enda brekku, sem er afleitt fyrir hjólreiðafólk.
Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 21. desember 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 16. desember 2020 á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Breiðholt III, austurdeildar, vegna lóðarinnar nr. 4 við Hraunberg, ásamt fylgiskjölum. R21010068
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. janúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir raðhús að Jarpstjörn 5-11. R20100048
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. janúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir raðhús að Jarpstjörn 19-27. R20100453
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. janúar 2021, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita lóðarvilyrði fyrir íbúðakjarna á þróunarreit sem afmarkast af Brekknaási, Selásbraut, Vindási og Þverási, ásamt fylgiskjölum. R20120089
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða stefnu um íbúðabyggð þar sem þétting borgarinnar heldur áfram. Verið er að breyta sjö reitum við Arnarbakka, Völvufell, Furugerði, Rangársel, Háaleitisbraut-Miklabraut og Vindás-Brekknaás. Markmið breytinganna er að tryggja aukið framboð íbúðarhúsnæðis í ört vaxandi borg, stuðla að framboði á fjölbreyttu húsnæði fyrir alla og stuðla að bættri nýtingu á landi borgarinnar.
Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á átaksverkefninu sumarborgin 2020. R20040179
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Starfsfólki sumarborgarinnar er þakkað fyrir frábæra vinnu á árinu við erfiðar aðstæður. Sumarið heppnaðist ótrúlega vel og var afar mikilvægt fyrir rekstraraðila, borgarbúa og gesti borgarinnar. Mikil ánægja var meðal rekstraraðila með sumarborgina þar sem allir lögðust á eitt að fjölga gestum í miðborg með afar góðum árangri.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynningin birtir mat og ímynd sem ákveðinn hópur vill koma á framfæri. Fullyrt er að miðborgin sé allra en það hafa rannsóknir ekki sýnt. Fólk í úthverfum og landsbyggðarfólk kemur sjaldnar og sjaldan í bæinn. Fulltrúi Flokks fólksins viðurkennir að hafa ekki verið daglega í miðbænum í sumar til að sjá allt það líf og fjör sem þar er sagt að hafi verið. Aðrir segja að bærinn hafi verið ansi tómur nema kannski þegar smá sólarglæta braust í gegn. Tíðrætt er um gott samstarf en staðreyndin er sú að hópur hagaðila tóku ekki þátt í verkefnunum af óánægju og vonbrigðum yfir hvernig skipulagsyfirvöld komu fram við þá. Fulltrúi Flokks fólksins telur að ef umræðan á að vera trúverðug þarf hún að tengjast raunveruleikanum. Umræðan er gengisfelld með því að ofurfegra allt og sífellt tala um blóm og bekki eins og það sé aðalmálið. Viðhorfið sem birtist í könnun Maskínu endurspeglar ekki þann raunveruleika sem birst hefur t.d. í fjölmiðlum. Rætt var m.a. við rekstraraðila Máls og menningar og fjölmarga aðra sem sögðu að reksturinn hafi verið orðinn þungur fyrir COVID því sölutölurnar fylgdu lokunum gatna. Fulltrúa Flokks fólksins fannst niðurstöður Maskínu túlkaðar með einkennilegum hætti og ekki tókst að fá skýringar hjá Maskínu.
Björg Jónsdóttir, Rebekka Guðmundsdóttir og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstraruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-október 2020, dags. 7. janúar 2021. R20010095
Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram trúnaðarmerkt bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. desember 2020, þar sem uppfærðar reglur um fjárstýringu Reykjavíkurborgar og uppfærðir viðaukar við viðkomandi reglur eru sendar borgarráði til samþykktar, ásamt fylgiskjölum. R19110251
Samþykkt.Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. janúar 2021, þar sem áætlun um útgáfu skuldabréfa fyrir fyrri hluta ársins 2021 er send borgarráði til samþykktar. R20120178
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:Borgin hefur stundað óhóflegar lántökur í mesta góðæri Íslandssögunnar og kemur þannig stórskuldug inn í kreppuna. Fram undan eru stórfelldar lántökur á yfirstandandi ári eins og sést á fyrirliggjandi áætlun um lántökur.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Skuldahlutfall borgarinnar er það lægsta á höfuðborgarsvæðinu og jafnframt mun lægra en skuldahlutfall ríkissjóðs. Borgin er með skráð skuldabréf í kauphöll og því þarf opinber umræða um fjármál borgarinnar að vera ábyrg og endurspegla staðreyndir. Fjárfestingar borgarinnar sýna fyrst og fremst fram á gríðarlegan vöxt borgarinnar með mikilli fjárfestingarþörf á undanförnum árum. Verkefnin sem farið hefur verið í eru m.a. leikskólar, skólar, sundlaug, innviðauppbyggingu nýrra hverfa og gríðarlegt átak í malbikun og lagningu hjólastíga. Þá verður farið í sérstakt fjárfestingarátak í ár og á næstu árum, til að tryggja fjölda starfa, skapa ný störf og ganga úr skugga um að viðspyrnan eftir COVID verði græn.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í upphafi ársins 2021 er rétt að minna á að borgarstjóri og meirihluti borgarstjórnar samþykktu í fjárhagsáætlun fyrir 2021 að gera ráð fyrir að skuldsetja borgarsjóð enn frekar á árinu fyrir tæpan 34,5 milljarð. Þegar þetta er rifjað upp á fyrsta fundi borgarráðs á nýju ári má líkja þessu við óbærilega áramótatimburmenn. Þessar staðreyndir eru svo svakalegar að orð vantar að lýsa ástandinu á fjárhagsstöðu Reykjavíkur. Lántökuþörfin er hærri en betlistafur borgarstjóra til ríkisins sem hljóðaði upp á rétt rúma 30 milljarða á árunum 2020 og 2021. Framtíðarkynslóðir eru látnar borga fyrir „áramótapartýið“ sem viðgengist hefur í borginni allt frá árinu 2013 þegar gífurleg skuldasöfnun hófst á vakt Dags B. Eggertssonar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Staðan í fjármálum borgarinnar hefur versnað mikið eðli málsins samkvæmt vegna COVID. Skuldaaukning verður nú enn meiri til að mæta þessu óvænta áfalli og var hún slæm fyrir. Jafnvel þótt útsvar sé í hæstu hæðum og hafi verið lengi þá eru skuldir borgarinnar það líka. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af biðlistum barna eftir fagþjónustu. Viðhaldi skólabygginga er ábótavant og biðlistar eru eftir sértæku húsnæði svo fátt sé nefnt. Vel má spyrja hvort Reykjavík sé að fylgja sveitarstjórnarlögum þegar horft er á hversu illa gengur að veita grunnþjónustu. Skóla- og velferðarþjónusta er vaxandi þáttur vegna COVID og eru sviðin nú þegar komin langt fram úr áætlun. Árum saman hefur ríkt ákveðið bruðl og hefur almannafé verið sóað. Nefna má ferðir erlendis og háar upphæðir hafa farið í alls konar önnur verkefni sem margir hafa kallað gæluverkefni. Á meðan bíða hundruð barna eftir nauðsynlegri þjónustu sem borgin á að veita! Vissulega þarf að taka einhver lán til framkvæmda og nú skiptir öllu að skapa atvinnutækifæri. En lántaka er lántaka. Ávallt kemur að skuldadögum. Fyrsta skrefið hlýtur að vera að meirihlutinn gæti hófs í fjármálum borgarinnar og leggi áherslu á þjónustu við fólkið fyrst og fremst. Út á það gengur „samfélag“.
Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á efni umsagnar Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um breytingar á ýmsum lögum tengdum málefnum sveitarfélaga vegna COVID-19. R20120147
Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. júní 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. júní 2020 á tillögu um breytingar á reglum um þjónustu frístundaheimila, ásamt fylgiskjölum. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 16. desember 2020. R19040229
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. desember 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 8. desember 2020 á samningi við Útilífsmiðstöð skáta, ásamt fylgiskjölum. R20120103
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf samninganefndar Reykjavíkurborgar, dags. 23. desember 2020, varðandi kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag kennara og stjórnenda í tónlistarskólum og kjarasamning Sambands íslenskra sveitarfélaga við Félag íslenskra hljómlistarmanna. Einnig lagður fram kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum, ódags., og kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags íslenskra hljómlistarmanna, ódags. R20100076
Harpa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 5. janúar 2021, til samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi viðræður um sættir vegna kröfu Reykjavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu um greiðslu framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. R19050155
Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað borgarlögmanns, dags. 4. janúar 2021, um þau málaferli sem Reykjavíkurborg á aðild að fyrir dómstólum. R19100258
-
Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 9. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki stafrænt ráð sveitarfélaga, ásamt fylgiskjölum. R20120090
Frestað. -
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 5. janúar 2021, varðandi samning um heimahjúkrun milli Sjúkratrygginga Íslands og Reykjavíkurborgar. R21010100
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samþætting félagslegrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar hefur skilað betri þjónustu fyrir íbúa sem þurfa aukinn stuðning til að búa heima. Þjónustan er sniðin að þörfum notendanna, með því fæst betri yfirsýn yfir þarfir hvers og eins og aukinn viðbragðsflýtir. Þróun hefur verið í þjónustunni síðustu ár, t.a.m með endurhæfingu í heimahúsi, velferðartækni, næringarráðgjöf og nú er sett á stofn sérhæft heilbrigðisteymi sem fer í heimavitjanir til eldri íbúa í stað þess að þeir þurfi að gera sér ferð á bráðamóttöku. Vilji er til þess að þróa áfram þjónustuna og mæta sem allra best fjölbreyttum þörfum Reykvíkinga. Hér er Reykjavík í farabroddi þróunar þverfaglegrar heimaþjónustu.
Regína Ásvaldsdóttir og Berglind Magnúsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. janúar 2021, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að taka jákvætt í hjálagt erindi fjármála- og efnahagsráðuneytisins, dags. 16. desember 2020, til Reykjavíkurborgar þar sem óskað er eftir viðræðum um úthlutun lóðar innan borgarmarka undir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Vísað er til fyrri samskipta þar sem borgin lýsti sig jákvæða til viðræðna varðandi lóðir og skipulag í landi borgarinnar, Faxaflóahafna eða eftir atvikum lóðir sem væru í landi Reykjavikur sem væru á hendi einkaaðila. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að skipa samningateymi um viðræðurnar. Í samningateyminu sitji Þorsteinn Gunnarsson borgarritari, Ólöf Örvarsdóttir sviðstjóri umhverfis- og skipulagssviðs og Magnús Þór Ásmundsson hafnarstjóri. Með teyminu munu starfa fulltrúar atvinnuþróunarteymis, eignaskrifstofu og/eða skipulags eins og tilefni er til. R20070100
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að tryggja framtíðarstarfsemi löggæslu og annarra viðbragsaðila og fundinn sem allra bestur staður innan borgarmarkanna fyrir nýtt húsnæði undir starfsemina.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. nóvember 2020, sem var samþykkt á fundi borgarráðs þann 5. nóvember 2020 og færð í trúnaðarbók:
Lagt er til að Reykjavíkurborg gefi öllu starfsfólki sínu gjafakort fyrir tvo á sýningar í Borgarleikhúsinu í jólagjöf árið 2020. Heildarkostnaður við jólagjöfina er 56.712.000 kr. og færist af liðnum ófyrirséð. R20110020
Greinargerð fylgdi tillögunni.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. október 2020, sem var samþykkt á fundi borgarráðs þann 15. október 2020 og færð í trúnaðarbók:
Lagt er til að stofnaður verði nýr grænn flokkur skuldabréfa, RVKNG 40 1. Skuldabréfin eru óverðtryggð með jöfnun afborgunum á 12 mánaða fresti og með lokagjalddaga 21. ágúst 2040. Bréfin bera fasta vexti sem verða ákveðnir í söluferlinu. Skuldabréfin eru gefin út sem græn skuldabréf í þeim tilgangi að fjármagna græn verkefni Reykjavíkurborgar í samræmi við Grænan ramma Reykjavíkurborgar (Green Bond Framework) sem borgarráð samþykkti 29. nóvember 2018. Þá er lagt til að borgarráð veiti sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs heimild til að ganga til samninga við fjármálafyrirtæki til að sinna ráðgjöf og vinnu við stofnun og sölu skuldabréfaflokksins. Sérstök athygli er vakin á því að um innherjaupplýsingar er að ræða á grundvelli 1. mgr. 120. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti þar sem upplýsingarnar hafa ekki verið gerðar opinberar. Samkvæmt 4. mgr. 122. gr. sömu laga er útgefanda heimilt, á eigin ábyrgð, að fresta birtingu upplýsinga til að vernda lögmæta hagsmuni útgefandans, svo framarlega sem frestunin er ekki líkleg til að villa um fyrir almenningi og útgefandi getur tryggt trúnað um upplýsingarnar. Að þessu tilefni eru innherjar í Reykjavíkurborg minntir á trúnaðarskyldu sína og 123. gr. framangreindra laga um innherjasvik. Trúnaður skal haldinn um málið eftir fund borgarráðs og þar til tilkynnt hefur verið um stofnun skuldabréfaflokksins í kauphöll. R20010079
Trúnaðarmerkt greinargerð fylgdi tillögunni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 4. janúar 2021, sbr. samþykkt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 10. desember 2020 á tillögu um styrkveitingar ráðsins árið 2021, ásamt fylgiskjölum. R20110341
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 17. desember 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um afstöðu íbúaráða við tillögu um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. júní 2020. R20010381
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins lagði til að íbúaráðin fyndu leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra. Tillagan var send til allra íbúaráða og óskaði fulltrúi Flokks fólksins eftir afstöðu íbúaráðanna til tillögunnar eftir að um hana var fjallað á fundum ráðanna. Í svari er ekki að finna neitt beinlínis um afstöðu ráðanna til tillögunnar annað en að efni hennar sé eitt af skilgreindum hlutverkum íbúaráða og að tillagan hafi fyrir einhverja virkað sem hvatning um að gera betur. Því ber vissulega að fagna. Eftir stendur að ekki liggur fyrir hvort eða með hvaða hætti samvinna íbúaráðanna við stofnanir í hverfum þeirra er háttað í þeim tilfellum þar sem um einhverja samvinnu er að ræða þ.e.a.s. Sem dæmi væri forvitilegt að vita hvernig samvinnu og samstarfi íbúaráðs Breiðholts er háttað við stofnanir og fyrirtæki í Breiðholti og hversu mikil sú samvinna er.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar SORPU bs., dags. 17. desember 2020, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um plast sem sent hefur verið til endurvinnslu erlendis, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. október 2020. R20100408
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki er hægt að gera athugasemdir við að plast sé brennt þegar bruninn er orkugjafi í t.d. hitaveitum. Fram kemur í svari við spurningu 3 að SORPA samanstandi af 6 sveitarfélögum sem öll hafa sína stefnu í úrgangsmálum. Svar SORPU vekur upp spurningar um hvernig sorpsöfnun er háttað. Ef öll sveitarfélögin safna með mismunandi hætti, ætti að kanna með rannsókn hvaða söfnunaraðferð er best. Eða hver er annars ástæðan fyrir mismunandi aðferðum?
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 23. og 24. nóvember og 14. og 22. desember 2020. R20010018
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 14. desember 2020. R20010020
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 10., 17. og 23. desember 2020. R20060037
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 21. desember 2020. R20010026
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins hefur ítrekað bent á ýmis málefni sem betur megi fara í Úlfarsárdal. Íbúar hafa ekki náð eyrum borgaryfirvalda um nokkur mikilvæg atriði. Kvartað hefur verið yfir hættulegum aðstæðum á byggingarsvæðum og rusli. Umferðaröryggi hefur verið ábótavant. Gangbrautarmerkingar og fullnægjandi lýsingu hefur vantað og eru börnin sem sækja Dalskóla talin vera í hættu vegna skorts á lýsingu við gangbrautir. Einnig kemur fram hjá íbúum að það þurfi að bæta við gangbrautum. Bent hefur verið á hringtorg sem er fyrir framan skólann skapi slysahættu því erfitt er fyrir þá sem koma akandi að átta sig á hvort um raunverulegt hringtorg er að ræða. Nauðsynlegt er að ljúka gerð göngustíga og lýsingu þeirra þar sem þess er þörf, t.d. þeirra sem liggja úr hverfinu niður að Dalskóla og liggja yfir Lofnarbrunn og Úlfarsbraut. Fram hefur komið hjá skipulagsyfirvöldum að það sé veghaldara að ákveða hvar gangbrautir yfir vegi eigi að liggja en ekki íbúa. Eiga gagnbrautir að vera gangbrautir aðeins ef veghaldari segir svo, annars bara gönguþverun? Og ef það er gönguþverun þarf þá ekki að vera skilti? Auðvitað eiga íbúar að hafa um þetta að segja. Fulltrúi Flokks fólksins hvetur skipulagsyfirvöld til að hlusta á sjónarmið íbúanna.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 30. desember 2020. R20010027
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis frá 17. desember 2020. R20010028
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 10. desember 2020. R20010029
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 9. desember 2020. R20010031
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir lið 2:
Lagt er fram erindi eins íbúa í hverfinu, dags. 25. nóvember 2020, um áskorun um afnám bílastæðagjaldsvæðis á svæði A til J. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að tekin eru til umræðu og athugunar erindi frá íbúum enda ætti það að vera eitt helsta hlutverk íbúaráða. Fyrirspurnir þessa íbúa sem hér um ræðir eru vel þess virði að skoða og sjálfsagt að setja þær í farveg. Í þessu sambandi mætti skoða að leyfa íbúa að hafa frían aðgang að bílastæðahúsum en sum hver eru langt því frá að vera fullnýtt t.d. að nóttu. Bílastæðahús ættu að vera opin allan sólarhringinn. Almennt séð ættu staðaríbúar að hafa einhverja sérstöðu með aðgang að bílastæðahúsum. Staðreyndin er sú að ekki allir eru hjólandi og ávallt verða einhverjir sem velja og þurfa vegna aðstæðna að ferðast um á einkabíl. Einhver staðar þarf það fólk að leggja bíl sínum þegar heim er komið. Betra er að leggja bílnum í bílastæðahús en í götustæði.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundagerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 16. desember 2020. R20010032
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir lið 2:
Sá harmleikur sem átti sér stað þegar efri hluti hússins á Bræðraborgarstíg 1 brann rennur fólki sennilega aldrei úr minni. Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir bókun í lið 4 í fundargerð íbúaráðsins: „að á svo viðkvæmum stað ættu hagkvæmnissjónarmið og söluágóði ekki að leiða til aukins nýtingarhlutfalls á lóðinni og að nágrannar eiga sinn rétt á að haldið sé í hið friðaða umhverfi sem þeir keyptu eign sína í og hafa ötullega tekið þátt í að viðhalda.“ Mest um vert er að borgaryfirvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að sporna við að viðlíka atburður endurtaki sig. Fulltrúi Flokks fólksins lagði til í júlí að Reykjavíkurborg ráðist í átak gegn hættulegu húsnæði í borginni með áherslu á að efla brunavarnir í eldri húsum borgarinnar og aukið yrði eftirlit með ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Tillagan var felld með þeim rökum að borgina skorti lagaheimildir. Fulltrúi Flokks fólksins hefur spurt hvort meirihlutinn hyggist ekki fara fram á auknar lagaheimildir til að gera átak gegn hættulegu húsnæði en hefur ekki fengið nein viðbrögð við því, enn.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 9., 11., 14., 21. og 30. desember 2020. R20110027
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það hríslast aumingjahrollur um allt við að lesa fundargerðir svokallaðrar neyðarstjórnar Reykjavíkur. Hér liggja fyrir fimm fundagerðir sem eru „copy-paste“ hver af annarri. Er tíma borgarstjóra, formanns borgarráðs og embættismanna vel varið með þeirri valdatöku sem á sér stað? Þessar fundargerðir eru endurómur af fréttum af COVID-19. Þær uppljóstra einnig að verið er að elta ríkið í ákvörðunum, enda fer ríkið með völdin í þessum faraldri en ekki borgarstjóri. Þetta mál er orðið mjög vandræðalegt fyrir borgarstjóra og svo virðist vera að enginn í neyðarstjórninni þori að standa upp og leggja til að nú sé mál að linni. Ekki einu sinni eftir neyðarlegasta viðtal sem tekið hefur verið hér á landi í áranna rás. Viðtalið tók fyrrverandi borgarstjóri New York við Dag B. Eggertsson. Í því þakkaði borgarstjóri sjálfum sér hvað vel hafi gengið hér á landi að takast á við faraldurinn. Það hljóta allir að sjá að keisarinn er ekki í neinum fötum og allir sem sitja í hinni svokölluðu neyðarstjórn eiga afkomu sína undir og hlýða og spila með. Það eru ekki til orð yfir það ástand sem búið er að keyra áfram undanfarna rúma 10 mánuði á grunni hinnar svokölluðu neyðarstjórnar Reykjavíkur.
Fylgigögn
- Fundargerð neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 9. desember 2020
- Fundargerð neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 11. desember 2020
- Fundargerð neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 14. desember 2020
- Fundargerð neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 21. desember 2020
- Fundargerð neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 30. desember 2020
-
Lögð fram fundargerð neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 4. janúar 2021. R21010069
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í fundargerð hinnar svokölluðu neyðarstjórnar, dags. 4. janúar 2021, má glöggt sjá að farið er freklega yfir valdmörk skóla- og frístundasviðs því í 3. lið fundargerðarinnar stendur: „Rætt um breytingar á starfi grunnskóla í Reykjavík næstu tvo mánuði vegna ákvæða reglugerða um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar.“ Sjá ekki allir hvað er í gangi? Hvernig getur borgarstjóri, formaður borgarráðs og undirmaður formanns skóla- og frístundaráðs gengið svo freklega yfir formann ráðsins, Skúla Helgason, auk allra kjörinna fulltrúa sem þar sitja? Reglugerðin var birt 21. desember 2020 og því hefði verið í lófa lagið að boða ráðið til fundar bæði fyrir jól, milli hátíðanna og strax eftir áramót, en ekki verður fundur í ráðinu fyrr en 12. janúar nk. löngu eftir að skólahald er hafið á nýju ári. Hvers vegna var ekki boðað til aukafundar í skóla- og frístundaráði í stað þessa að hin svokallaða neyðarstjórn fjalli um viðbrögð stjórnvaldsins Reykjavíkurborgar við breytingum á skólahaldi vegna breyttrar reglugerðar? Ráðsmenn voru ekki einu sinni upplýstir um gang mála. Það er orðið óhjákvæmilegt að senda sveitarstjórnarráðuneytinu erindi sem inniheldur þetta fordæmalausa ástand sem uppi er í Reykjavík þar sem sveitastjórnarlög, stjórnsýslulög og samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar, borgarráðs og fagráða eru þverbrotin.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 16. desember 2020. R20010008
B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Landspítalinn hefur fundið upp nýja tekjuleið með því að fara fram á það við Reykjavíkurborg að yfirtaka bílastæðin í kringum spítalann og hefja gjaldtöku. Nú hefur komið í ljós að Landspítalinn fær allar tekjur af bílastæðunum. Er það eðlilegt að bílastæðasjóður/Reykjavíkurborg geti framselt gæði – í þessu tilfelli bílastæði til þriðja aðila? Svarið er einfalt – nei svo sannarlega ekki. Minnt er á að þetta er ekki í fyrsta sinn sem Landspítalanum eru færð bílastæði borgarinnar til gjaldheimtu á mjög viðkvæmum hópi sem eðli málsins samkvæmt þarf oft á tíðum bráðaþjónustu. Fólk fer ekki á spítala vegna skemmtunar og að greiða í bílastæði er ekki það fyrsta sem fólk hugsar um þegar bráðaástand blasir við.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir lið 3:
Fjölmargir sætta sig ekki við hvernig áætlað er að leggja 3. áfanga Arnarnesvegar en styðjast á við 18 ára gamalt umhverfismat. Framkvæmdin mun hafa áhrif á umhverfið og framtíðarmöguleika svæðisins. Þörf er á endurgerð umhverfismatsins. Allar forsendur hafa breyst og á skipulagi er Vetrargarður þar sem er vinsæl skíðabrekka ofan Jafnasels. Nú liggur fyrir að meirihlutinn utan Viðreisnar styður og hefur tekið undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur þar sem gagnrýndur er skortur á upplýsingum svo hægt sé að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdarinnar. Í bókuninni þeirra segir: Fulltrúar Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata taka undir umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem gagnrýnir skort á upplýsingum til að hægt sé að taka afstöðu til matsskyldu framkvæmdarinnar. Fulltrúarnir eru auk þess sameinaðir í þeirri skoðun að farsælast væri að framkvæma nýtt umhverfismat (sjá slóð). Ljóst má þykja að meirihlutinn í borgarstjórn er klofinn í máli þessu og sætir það tíðindum. Ef ekki verður gert nýtt umhverfismat fer fulltrúi Flokks fólksins fram á að rökstutt verði með gildum rökum hvað réttlæti þessa framkvæmd. Ekki dugir endalaust að fela sig bak við þau rök að ekki megi spyrja um afstöðu borgarfulltrúa til málsins eins og borgarfulltrúar Viðreisnar hafa gert hingað til.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 20. nóvember og 11. desember 2020. R20010017
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 7. desember 2020. R20010022
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:
Ofbeldi gegn öldruðum er alvarlegt mál og því miður berast fregnir af slíkum tilfellum. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar bæklingnum enda mikilvægt að safna gögnum með reglulegu millibili um svo viðkvæmt og alvarlegt mál. Hér á landi er ekki til ákveðin stefna um málefni aldraðra þegar kemur að ofbeldi og vanrækslu. Yfir öldruðum og öðrum viðkvæmum hópum er mikilvægt að stjórnvöld og samfélagið allt standi saman vaktina. Ef horft er til rannsókna má sjá að 2-10% aldraðra eru þolendur ofbeldis. Ofbeldi gegn öldruðum getur verið andlegt og líkamlegt og stundum er það í formi vanrækslu. Fulltrúi Flokks fólksins styður tillögur s.s. að útbúið verði upplýsingaefni fyrir aldraða um heimilisofbeldi. Samstarf heilsugæslu, þjónustumiðstöðva og Landspítala er brýnt til þess að freista þess að flest mál komi fram í dagsljósið og hægt verði að fylgja þeim eftir með fullnægjandi hætti. Ofbeldi/heimilisofbeldi er falinn vandi. Eldri borgarar sem beittir eru ofbeldi kunna að upplifa skömm og vanmátt og kjósa því að leyna því ofbeldi sem þeir verða fyrir. Á þeirra uppvaxtarárum var ofbeldi almennt ekki mikið rætt og fræðsla afar takmörkuð. Sumir eldri borgarar gera sér jafnvel ekki grein fyrir að verið er að beita þá ofbeldi.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, með yfirliti yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 22 mál. R20120102
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 5. lið:
Þann 1. desember sl. samþykkti Velferðarvaktin að beina því til stjórnvalda, bæði ríkis og sveitarfélaga, að hafa ákveðnar áherslur að leiðarljósi í þeim mótvægisaðgerðum sem fram undan eru vegna COVID-19. Lagðar voru fram allmargar tillögur og tekur fulltrúi Flokks fólksins undir þær allar og þá sérstaklega tillögu um að sveitarfélög og ríki vinni stefnumótun og aðgerðaáætlun gegn fátækt efnalítilla barnafjölskyldna, þ.a. afleiðingar faraldursins verði sem minnstar á börn og ungmenni. Einnig er sérstaklega tekið undir eftirfarandi tillögur: Að aðgengi fólks að upplýsingagjöf um réttindi þeirra í velferðarþjónustu verði bætt. Að niðurgreiðslur vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna sem búa við fjárhagsþrengingar verði auknar. Að börnum sem búa við fjárhagsþrengingar verði tryggðar ókeypis skólamáltíðir. Að biðlistum eftir þjónustu fyrir börn til sálfræðinga, talmeinafræðinga og eftir geðrænni þjónustu verði útrýmt. Að unnið verði markvisst að því að draga úr brotthvarfi úr námi, m.a. með auknu aðgengi að skólaheilsugæslu, geðheilbrigðisþjónustu og félagsráðgjöf. Að börn sem eiga foreldra með geðrænan vanda, fíknivanda og eða langvinna líkamlega sjúkdóma fái aukinn stuðning við hæfi frá nærsamfélaginu. Að unnið verði að því með sérstökum aðgerðum að sporna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika aldraðra sem orðið hafa vegna COVID-19.
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R21010071
- Kl. 13:05 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Fyrirspurnir varðandi viðbrögð við kynþáttafordómum í skólum: Hvernig er brugðist við ef rasísk atvik koma fram innan skóla Reykjavíkurborgar? Hvaða verklag styðst Reykjavíkurborg við ef að rasísk atvik eiga sér stað innan skóla- og frístundastarfs? Hvernig er tekist á við kynþáttafordóma innan skóla Reykjavíkurborgar? Hvernig er unnið með foreldrum/forráðamönnum, börnum og ungmennum ef að slík atvik eiga sér stað? Hvernig er Reykjavíkurborg að vinna gegn kynþáttafordómum og útlendingaandúð innan skóla- og frístundastarfs? Er fræðslan ólík eftir skólastigum? R21010122
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Borgarráð samþykkir að frá og með 14. janúar 2021 verði reglulegir fundir ráðsins haldnir í borgarstjórnarsal ráðhússins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R21010117
Tillögunni er vísað frá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þann 31. október sl. tók gildi reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar þar sem kveðið var á um bann við því að fleiri en tíu einstaklingar komi saman hvort sem er í einka- eða opinberum rýmum. Frá þeim tíma hafa fundir nefnda og ráða borgarinnar að öllu leyti verið haldnir í fjarfundi í samræmi við þær sérstöku heimildir sem Alþingi hefur veitt sveitarfélögum með breytingum á sveitarstjórnarlögum en athygli er vakin á því að í borgarráði sitja 11 kjörnir fulltrúar með borgarstjóra. Þessar reglur um samkomutakmarkanir gilda til og með 12. janúar 2021 en nú er með öllu óljóst hvaða breytingar heilbrigðisyfirvöld munu gera í næstu viku. Borgarráð hvorki getur né vill samþykkja tillögu sem felur í sér brot á ákvæðum um samkomutakmarkanir og er henni því vísað frá.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í bókun meirihlutans felst mikil rökleysa. Eins og kemur fram í tillögunni eru margar vistaverur í Ráðhúsinu og vandalaust að halda fundi borgarráðs á þeim grunni. Enginn vilji er til þess að hleypa kjörnum fulltrúum minnihlutans inn í Ráðhúsið. Það er algjört viljaleysi og brot á rétti borgarfulltrúa að fá ekki að funda í Ráðhúsinu. Alþingishúsið er langtum, langtum minna en Ráðhúsið. Það er algjörlega óásættanlegt að hin svokallaða neyðarstjórn skuli stjórna störfum kjörinna fulltrúa og geti gefið út „gildandi tilmæli“ um fjarfundi. Öllum brögðum er beitt og minnt er á að á síðasta borgarstjórnarfundi var Ráðhúsinu skipt upp í sóttvarnarhólf vandræðalaust. Þetta ástand sem hefur ríkt í borginni undanfarna 10 mánuði undir stjórn svokallaðrar neyðarstjórnar er valdataka gegn kjörnum fulltrúum, brot á lögum og verður að linna.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Landspítalinn hefur fundið upp nýja tekjuleið með því að fara fram á það við Reykjavíkurborg að yfirtaka bílastæðin í kringum spítalann og hefja gjaldtöku. Nú hefur komið í ljós að Landspítalinn fær allar tekjur af bílastæðunum. 1. Er það eðlilegt að bílastæðasjóður/Reykjavíkurborg geti framselt gæði – í þessu tilfelli bílastæði til þriðja aðila og missa þar með tekjur? 2. Hverjar voru tekjur Landspítalans af öllum framseldum bílastæðum Reykjavíkur árið 2020? 3. Hvernig fer uppgjör bílastæðasjóðs við Landspítalann fram? R21010118
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hvað hefur Reykjavíkurborg greitt í auglýsingar til RÚV ohf. tæmandi talið á árunum 2020, 2019, 2018, 2017 og 2016? 2. Hefur verið samið um einhverskonar fría eða jákvæða umfjöllun um einhverja þætti í rekstri Reykjavíkur samhliða auglýsingakaupum á þessum árum? 3. Ef já – í hvaða formi voru þeir samningar gerðir og hvaða umfjallanir voru það tæmandi talið? R21010119
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Óskað er eftir að borgarráð fái umsækjandalista um starf framkvæmdastjóra Betri samgangna ohf. R20080082
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Reykjavíkurborg lagði til 80 milljónir í verkefnið „Sumarborgin okkar“. Af þeirri upphæð fóru 30 milljónir til íbúaráðanna. 1. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig þessu fjármagni var varið tæmandi talið – bæði úr borgarsjóði og íbúaráðunum. 2. Óskað er eftir að borgarráð fái yfirlit yfir þá 40 aðila sem fengu styrk að upphæð 10 milljónir úr viðburðarpotti „Sumarborgin 2020“. 3. Hvernig voru þeir aðilar valdir? 4. Óskað er eftir að borgarráð fái yfirlit yfir þá aðila sem fengu styrki í gegnum íbúaráðin og hvað hver aðili fékk háa upphæð. R20040179
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Reykjavíkurborg lagði til 150 milljónir í markaðsátak til að kynna borgina „vegna COVID-19“. Óskað er eftir sundurliðun á hvernig þessu fjármagni var varið tæmandi talið. R20030221
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá yfirlit yfir fjölda dómsmála frá árinu 2018 sem Reykjavíkurborg hefur höfðað og fjölda dómsmála frá árinu 2018 sem Reykjavík á aðild að sem stefndi. Óskað er eftir sundurliðun á málum eftir niðurstöðu þeirra. Einnig er óskað eftir sundurliðun á málum eftir efni þeirra og tegund, svo sem hvort um er að ræða bótamál, innheimtumál, mál þar sem deilt er um lögmæti stjórnvaldsákvarðana o.s.frv. Einnig er óskað svara við eftirfarandi spurningum: Hver er heildarfjárhæð krafna sem Reykjavíkurborg hefur verið dæmd til að greiða og hver er heildarfjárhæð þeirra krafna sem Reykjavíkurborg hefur krafist viðurkenningar á og dómstólar hafa fallist á? Hve mörg dómsmálanna eru barnaverndarmál og lögræðismál (flýtimeðferðarmál)? R21010120
Vísað til umsagnar borgarlögmanns.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Lagðar eru fram í borgarráði tillögur um fjárframlög og samstarfssamningar við félagasamtök af ÍTR til samþykktar. Óskað er svara við eftirfarandi spurningum: Hvernig er séð til þess að gætt sé að samræmingarþáttum milla sviða/greina, hvort reglur séu skilvirkar, hvort gætt sé jafnræðis, jafnréttis og mannréttinda við ákvörðun styrkja og samstarfssamninga? Taka reglur um styrkveitingar og samstarfssamninga t.d. á ábyrgðarhlutverki aðila er varðar skil styrkþega á greinargerðum um hvernig styrkfé hefur verið varið líkt og kveðið er á um í reglum? Er eftirlitshlutverk skýrt t.d. gagnvart fjármálaskrifstofu hvað varðar skil á greinargerðum? Hvernig er fjárhagslegu innra eftirliti háttað með samstarfs- og þjónustusamningum? Eru til skriflegir verkferlar um eftirlitsaðgerðir og skilgreindar aðgerðir við brotum á samningum? Er skýrt t.d. hvað á að teljast til styrkja en ekki fjárhagsaðstoðar? Enda þótt reglum sé fylgt þá útfæra sviðin þær á sinn hátt og þá má spyrja hvort útfærsla sé mismunandi. R21010121
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins í borgarstjórn leggur til að núverandi meirihluti endurskoði áherslur sínar í ljósi þess að stór hluti útsvars fer í eitthvað allt annað en beina þjónustu við borgarbúa. Útsvar Reykjavíkurborgar er eins hátt og lög leyfa. Engu að síður er þjónusta við borgarbúa víða ábótavant. Við búum í samfélagi þar sem samneysla er grunnurinn. Við borgum útsvar til að halda uppi grunnþjónustu, lögbundinni þjónustu og annarri sem við teljum nauðsynlega til að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Skóla- og velferðarþjónusta er stærsti þátturinn í þjónustu borgarinnar enda útilokað að lifa áhyggjulausu lífi ef grunnþættir velferðar og menntunar eru ekki til staðar. Jafnvel þó útsvar sé í hæstu hæðum þá eru skuldir borgarinnar það líka. Á sama tíma bíða um 800 börn eftir þjónustu fagfólks skóla, helmingur þeirra eftir fyrstu þjónustu. Viðhaldi skólabygginga er ábótavant. Umræða um heilsuspillandi skemmdir í Fossvogsskóla er reglubundin og verður æ áleitnari. Fram að COVID mátti víða sjá bruðl og sóun á almannafé í algeran óþarfa t.d. ferðir erlendis, borgarstjóri, hans fylgdarsveinn og sægur embættismanna og kostaði þetta tugi milljóna króna. Háar upphæðir fóru í alls konar önnur verkefni sem margir hafa kallað gæluverkefni. Á meðan bíða hundruð barna eftir nauðsynlegri þjónustu sem borgin á að veita! R21010123
Greinargerð fylgir tillögunni.
Tillögunni er vísað frá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021 og fimm ára áætlun borgarinnar var afgreidd á fundi borgarstjórnar 15. desember sl. Í áætlununum birtist forgangsröðun borgaryfirvalda við úthlutun fjármagns í samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og er tillaga um endurskoðun hennar, nú hálfum mánuði síðar, ekki tæk til afgreiðslu. Henni er því vísað frá.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillögu Flokks fólksins þar sem lagt er til að núverandi meirihluti endurskoði áherslur sínar í ljósi þess að stór hluti útsvars fer í eitthvað allt annað en beina þjónustu við borgarbúa, hefur verið vísað frá. Rökin eru þau að fjárhagsáætlun sé ákvörðuð og engu er hægt að breyta. Þetta er miður ef horft er til þess að ekki er verið að sinna þörfum barna með viðunandi hætti. Ekki er vilji hjá þessum meirihluta að gera neitt fyrir þau börn sem eru á biðlista, hundruð barna. Er þetta það samfélag sem meirihlutinn í borgarstjórn vill sjá? Þörfum okkar viðkvæmustu barna er ekki sinnt með viðunandi hætti, börn með andlega vanlíðan eru látin bíða eftir aðstoð. Fulltrúi Flokks fólksins telur að vel kunni að vera að hér sé verið að brjóta lög, sveitarstjórnarlög. Ekki er verið að fylgja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Enda þótt nýlega sé búið að samþykkja fjárhagsáætlun þá var hún samþykkt með eins manns meirihluta. Allar tillögur er lutu að aðstoð við börn, t.d. fjölgun á stöðugildum sálfræðinga voru felldar eða vísað frá. Auðvitað er alltaf hægt að endurskoða mál, laga það sem verður að laga.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 13:46
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Dagur B. Eggertsson Líf Magneudóttir
Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_0701.pdf