Borgarráð - Fundur nr. 5611

Borgarráð

Ár 2020, fimmtudaginn 10. desember, var haldinn 5611. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 09:02. Eftirtaldir borgarfulltrúar auk borgarstjóra tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram, Pétur Ólafsson, Ívar Vincent Smárason, Ólöf Magnúsdóttir og Valgarður Davíðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða undir yfirskriftinni; Göngum í takt – samtal við verkalýðsforystuna. R20110354

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Mikilvægt er að borgarráð og forysta verkalýðshreyfinga eigi virkt samtal vegna áhrifa heimsfaraldurs kórónaveirunnar og vaxandi atvinnuleysis. Á þessum fundi borgarráðs var rætt við fulltrúa Bandalags háskólamanna, Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, Alþýðusambands Íslands og Kennarasambands Íslands. Ýmislegt kom fram í máli þeirra samtaka sem vert er að taka til greina og nánari skoðunar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins vill þakka forystu verkalýðsfélaganna fyrir komuna á fund borgarráðs. Samtalið var áhugavert og nýtti borgarfulltrúi Flokks fólksins tækifærið og ræddi ýmsa þætti sem snúa beint að fólkinu í borginni. Borgarfulltrúinn kallar eftir meira gegnsæi með m.a. launaupplýsingar í rauntíma frá borginni og að Reykjavíkurborg vinni að því að uppfylla loforð sín um gegnsæi stjórnsýslunnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur haft áhyggjur af óleyfisbúsetu í borginni og telur að borgaryfirvöld verði að taka af skarið og sækja sér þær lagaheimildir sem þarf til að fara í nauðsynlegt átak í þeim efnum. Það eru uppi áhyggjur um erfiðleika í mönnun en viðunandi mönnun í störf verða aðeins þegar laun verða mannsæmandi og vinnufyrirkomulag betra. Of lítil skref hafa verið tekin í gegnum árin í þessa átt þótt eitthvað mjakist. Stytting vinnuvikunnar er vissulega bónusinn í þessu öllu. Borgin er í niðurskurði þótt hann sé kannski ekki blóðugur og í því sambandi má nefna hagræðingakröfu á fagsvið sem nú þegar eru komin langt fram úr fjárhagsáætlun. Búið er að segja upp fólki. Útvistun er ekki hagkvæmari leið fyrir borgina sem lofar að standa vörð um störf á sama tíma

    Þórunn Sveinbjarnardóttir og Anna María Frímannsdóttir frá Bandalagi háskólamanna, Ragnar Þór Pétursson og Anna María Gunnarsdóttir frá Kennarasambandi Íslands, Drífa Snædal og Halla Gunnarsdóttir frá Alþýðusambandi Íslands og Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Magnús Már Guðmundsson frá Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. Eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði: Alexandra Briem, Daníel Arnarsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Marta Guðjónsdóttir, Sabine Leskopf og Skúli Helgason. Eftirtaldir embættismenn og starfsmenn taka sæti á fundinum undir þessum lið: Anna Kristinsdóttir, Halldóra Káradóttir, Janus Arn Guðmundsson, Lóa Birna Birgisdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Regina Ásvaldsdóttir, Óskar Sandholt og Svanborg Sigmarsdóttir.

    -    Kl. 10.30 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum og Daníel Örn Arnarsson tekur þar sæti.

  2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. desember 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. desember 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Frakkastíg-Skúlagötu vegna fyrirhugaðrar nýbyggingar við Frakkastíg 1, ásamt fylgiskjölum. R20050017
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Með þeim breytingum sem hér hafa verið gerðar á deiliskipulagi er komið til móts við umsagnir um málið að því marki sem mögulegt er. Sérstaklega hefur verið skerpt á ákvæðum sem snúa að minjavernd og fornleifaskráning verið framkvæmd á lóðinni við Skúlagötu og Frakkastíg 1. Efstu tvær hæðir fyrirhugaðrar byggingar á lóð við Frakkastíg 1 verða inndregnar og er það rökstutt í tillögunni. Lögð er áhersla á að við hönnun bygginga verði hugað vel að því að hús falli vel að hverfismynd og umhverfi sínu.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Enn er haldið áfram á þeirri vegferð að gera útsýni að söluvöru. Innan skamms verður eingöngu hægt að sjá til sjávar úr norður múrnum sem liggur eftir Skúlagötu. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefði viljað sjá að skipulagsyfirvöld borgarinnar hefðu ljáð íbúasamtökunum Íbúasamtök Miðborgar Reykjavíkur eyra sem hafa rökstutt ágætlega af hverju þessi bygging ætti ekki að rísa. Þarna á að rísa 7 hæða bygging en á horni samkvæmt gildandi deiliskipulagi frá 1986 er gert ráð fyrir opnu svæði. Þetta er eini staðurinn í röð hárra bygginga við Skúlagötu þar sem enn eru tengsl milli eldri byggðar og sjávar. Það er óþarfi að stoppa í hvert gat og bil í borginni þrátt fyrir metnaðarfull markmið meirihlutans að þétta byggð. Hér er um ákveðna ítroðslu byggingar að ræða í smá bil sem hefði auðvitað bara mátt halda sér. Svona hlutir eiga að vera gerðir í meira samráði við hagsmunaaðila og nágranna.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. desember 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. desember 2020 á auglýsingu á breytingu á hverfisskipulagi fyrir Árbæ, skilmálaeiningu 7.2.4., vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Rofabæ, ásamt fylgiskjölum. R20120052
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að fara í framkvæmdir við að ljúka gerð landfyllinga vegna stækkunar Bryggjuhverfis, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 700 m.kr. R20110316
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Skipulagsyfirvöld óska eftir að borgarráð heimili umhverfis- og skipulagssviði að ljúka landfyllingu vegna stækkunar Bryggjuhverfis. Alltaf verða einhverjar breytingar vegna landfyllingar, sem dæmi breytist umhverfi enda breytast mörk hafs og lands. Neikvæð áhrif verða t.d. á dýralíf, fiskstofna. En hversu mikilvægt er landið sem fer undir landfyllinguna? Óvissa er um umhverfisáhrif landfyllingar á þessu svæði. Í sérfræðiskýrslum er bent á að stór búsvæði muni skerðast með þessari framkvæmd, aðallega leira sem orðið hefur til á síðustu árum í tengslum við malarvinnslu Björgunar og setmyndunar því tengdu.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar við Engjateig 2. R20120044
    Samþykkt. 

    Ívar Örn Ívarsson og Óli Örn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki lóðarvilyrði vegna Lágmúla 2 vegna uppbyggingar á húsnæði, ásamt fylgiskjölum. R20090121
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að veita lóðarvilyrði til uppbyggingar á umhverfisvænu húsnæði á hornlóðinni við Lágmúla sem staðsett er við gatnamót Suðurlandsbrautar og Kringlumýrarbrautar. Vilyrðið er veitt í kjölfar umfangsmikillar alþjóðlegrar samkeppni undir merkjum stærstu borgarsamtaka veraldar, C40. Verkefnið heitir Reinventing Cities sem gengur út á að búa til nýtt viðmið í umhverfisvænu byggingum.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Reginn er eitt stærsta fasteignafélag landsins og verkefni Reinventing Cities snýst um baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Hér er verið að samþykkja lóðarvilyrði til uppbyggingar býsna merkilegs græns húsnæðis en það skýtur svolítið skökku við að úthluta lóðinni til Regins sem mengar gríðarlega og hefur ekki náð miklum árangri í að minnka sinn útblástur. Áheyrnarfulltrúi sósíalista er ekki hrifinn af grænum aflátsbréfum til stórkapítalista.

    Ívar Örn Ívarsson og Óli Örn Eiríksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram breytingartillögur Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna við frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021, dags. 10. desember 2020. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 10. desember 2020:

    Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 3.820 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 4,50%, í nýjan grænan óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKNG 40 1 en það eru 3.820 m.kr. að markaðsvirði. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 9. desember 2020.

    Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. R20010079
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að samþykkja lántöku upp á 3.820 milljónir og er ávöxtunarkrafan komin upp í 4,5%. Bendir það til hækkunar á vöxtum hjá Reykjavíkurborg, sérstaklega til lengri tíma. Framundan er lántaka upp á 52 milljarða á næsta ári. Mikilvægt er að minnka þá gríðarlegu lánsfjárþörf sem birtist í fjárhagsáætlun borgarinn fyrir árið 2021. Tækifæri er til þess í síðari umræðu um fjárhagsáætlun sem fram fer á þriðjudag 15. desember. 

    Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 7. desember 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2020, ásamt fylgiskjölum. Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
    Vísað til borgarstjórnar.

    Halldóra Káradóttir og Guðlaug G. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 7. desember 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2020 vegna COVID-19, Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
    Vísað til borgarstjórnar.

    Halldóra Káradóttir og Guðlaug G. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 7. desember 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2020 vegna millifærslna innan sviða, ásamt fylgiskjölum, Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
    Vísað til borgarstjórnar.

    Halldóra Káradóttir og Guðlaug Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. desember 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að samþykkt verði viðbótarframlag til Þjóðarleikvangs ehf. að fjárhæð 5 m.kr. til að standa straum af áætluðum viðbótarkostnaði sem gert er ráð fyrir að falli til við að ljúka fyrsta áfanga við þarfagreiningu vegna þjóðarleikvangs í knattspyrnu sbr. samkomulag Reykjavíkurborgar, ríkisins og Knattspyrnusambands Íslands. Fyrirvari er gerður um að meðeigendur samþykki sambærilegt viðbótarframlag, þ.e. ríkið sem fer með 42,5% hlut í félaginu og Knattspyrnusamband Ísland sem fer með 7,5% hlut.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18040233
    Samþykkt. 

    Halldóra Káradóttir og Guðlaug Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  13. Lögð fram umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 7 desember 2020, við frumvarpi til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt og staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur (fjármagnstekjuskattur), mál nr. 374/151, ásamt fylgiskjölum. R20120051

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Eins og fulltrúar Sósíalista þreytast ekki á að benda á ættu sveitarfélögin að sjálfsögðu að fá hlutdeild í fjármagnstekjuskattinum og vildu helst ganga lengra og leggja sérstakt útsvar á fjármagnstekjur. Þess vegna getur fulltrúi sósíalista tekið heils hugar undir niðurlag umsagnarinnar þar sem segir: „Í rauninni ætti ekki aðeins að afnema fjármagnstekjuskatt af sveitarfélögum heldur er fullt tilefni til að skoða að veita sveitarfélögum hlutdeild í tekjum ríkissjóðs af fjármagnstekjuskatti þar sem margir þiggja þjónustu sveitarfélagsins greiða oft litla eða enga skatta til þess.“

    Halldóra Káradóttir og Guðlaug Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs., dags. 24. nóvember 2020, þar sem gjaldskrá Slökkviliðsins er send borgarráði til staðfestingar. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. desember 2020. R20010085
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Halldóra Káradóttir og Guðlaug Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að hefja söluferli á eignarhlutum Reykjavíkurborgar í Álfabakka 12, ásamt fylgiskjölum. R17060230
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning um Vörðuskóla. R20120022
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  17. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. desember 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að gerð verði viljayfirlýsing við áhugasama fjárfesta sem hyggjast endurnýja, byggja upp og mæta þörfum fjölbreyttra jaðaríþrótta, ásamt fleiru, með innréttingu og andlitslyftingu á Toppstöðinni í Elliðaárdal.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20110233
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarstjóri leggur til að gerð verði viljayfirlýsing við áhugasama fjárfesta sem vilja endurnýja, byggja upp og mæta þörfum fjölbreyttra jaðaríþrótta, ásamt fleiru, með innréttingu og andlitslyftingu á Toppstöðinni í Elliðaárdal. Um er að ræða hús, stálgrindarhús sem auðvelt er að rífa. Þarna er auk þess mikið asbest. Á þessu húsi er þess utan enginn arkitektúr að mati einhverra alla vega. Þetta verkefni mun kosta mikið fjármagn. Nær væri að rífa þetta hús og byggja annað. Frábært er þó að fá aðstöðu undir jaðaríþróttir. Ekki liggur fyrir hvort einhver kostnaður falli á borgina þótt viljayfirlýsing áhugasamra fjárfesta sem vilja endurnýja og byggja upp verði að veruleika og leiði til samnings.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 402 í Álftamýri 14, ásamt fylgiskjölum. R20120033
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvætt er að Reykjavíkurborg selji félagslegar íbúðir. Hér hins vegar verið að selja íbúðir sem keyptar voru sem tímabundið úrræði til Félagsbústaða. Í stað þess að koma íbúðum inn á almennan markað er verið að selja þær úr einum vasanum í hinn, frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. þar sem langflestar félagslegar íbúðir borgarinnar eru vistaðar. Enn er óvíst um hvað gera á við fjölmörgu íbúðir sem Reykjavíkurborg hefur keypt sem í tímabundin úrræði og ekki eru seldar til Félagsbústaða. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 107 í Ferjuvaði 13-15, ásamt fylgiskjölum. R20120034
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvætt er að Reykjavíkurborg selji félagslegar íbúðir. Hér hins vegar verið að selja íbúðir sem keyptar voru sem tímabundið úrræði til Félagsbústaða. Í stað þess að koma íbúðum inn á almennan markað er verið að selja þær úr einum vasanum í hinn, frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. þar sem langflestar félagslegar íbúðir borgarinnar eru vistaðar. Enn er óvíst um hvað gera á við fjölmörgu íbúðir sem Reykjavíkurborg hefur keypt sem í tímabundin úrræði og ekki eru seldar til Félagsbústaða. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. desember 2020, þar sem óksað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 101 í Furugerði 7, ásamt fylgiskjölum. R20120036
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvætt er að Reykjavíkurborg selji félagslegar íbúðir. Hér hins vegar verið að selja íbúðir sem keyptar voru sem tímabundið úrræði til Félagsbústaða. Í stað þess að koma íbúðum inn á almennan markað er verið að selja þær úr einum vasanum í hinn, frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. þar sem langflestar félagslegar íbúðir borgarinnar eru vistaðar. Enn er óvíst um hvað gera á við fjölmörgu íbúðir sem Reykjavíkurborg hefur keypt sem í tímabundin úrræði og ekki eru seldar til Félagsbústaða. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 302 í Kristnibraut 27, ásamt fylgiskjölum. R20120035
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvætt er að Reykjavíkurborg selji félagslegar íbúðir. Hér hins vegar verið að selja íbúðir sem keyptar voru sem tímabundið úrræði til Félagsbústaða. Í stað þess að koma íbúðum inn á almennan markað er verið að selja þær úr einum vasanum í hinn, frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. þar sem langflestar félagslegar íbúðir borgarinnar eru vistaðar. Enn er óvíst um hvað gera á við fjölmörgu íbúðir sem Reykjavíkurborg hefur keypt sem í tímabundin úrræði og ekki eru seldar til Félagsbústaða. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 106 í Naustabryggju 33, ásamt fylgiskjölum. R20120038
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvætt er að Reykjavíkurborg selji félagslegar íbúðir. Hér hins vegar verið að selja íbúðir sem keyptar voru sem tímabundið úrræði til Félagsbústaða. Í stað þess að koma íbúðum inn á almennan markað er verið að selja þær úr einum vasanum í hinn, frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. þar sem langflestar félagslegar íbúðir borgarinnar eru vistaðar. Enn er óvíst um hvað gera á við fjölmörgu íbúðir sem Reykjavíkurborg hefur keypt sem í tímabundin úrræði og ekki eru seldar til Félagsbústaða. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 206 í Naustabryggju 33, ásamt fylgiskjölum. R20120039
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvætt er að Reykjavíkurborg selji félagslegar íbúðir. Hér hins vegar verið að selja íbúðir sem keyptar voru sem tímabundið úrræði til Félagsbústaða. Í stað þess að koma íbúðum inn á almennan markað er verið að selja þær úr einum vasanum í hinn, frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. þar sem langflestar félagslegar íbúðir borgarinnar eru vistaðar. Enn er óvíst um hvað gera á við fjölmörgu íbúðir sem Reykjavíkurborg hefur keypt sem í tímabundin úrræði og ekki eru seldar til Félagsbústaða. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. desember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ganga frá sölu á íbúð 401 í Stóragerði 18, ásamt fylgiskjölum. R20120037
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Jákvætt er að Reykjavíkurborg selji félagslegar íbúðir. Hér hins vegar verið að selja íbúðir sem keyptar voru sem tímabundið úrræði til Félagsbústaða. Í stað þess að koma íbúðum inn á almennan markað er verið að selja þær úr einum vasanum í hinn, frá Reykjavíkurborg til Félagsbústaða hf. þar sem langflestar félagslegar íbúðir borgarinnar eru vistaðar. Enn er óvíst um hvað gera á við fjölmörgu íbúðir sem Reykjavíkurborg hefur keypt sem í tímabundin úrræði og ekki eru seldar til Félagsbústaða. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. desember 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki viðauka III við viljayfirlýsingu um stofnun listasafns í nafni Nínu Tryggvadóttur þar sem frestur til þess að ljúka samingi um fyrirkomulag safnsins, safneignar og öðrum formsatriðum er framlengdur til og með 31. desember 2021.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18050088
    Samþykkt. 

    Huld Ingimarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. desember 2020, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 2. desember 2020 á tillögu um hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar Reykjavíkurborgar, ásamt fylgiskjölum. R20120053
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Hér er verið að leggja til að fjárhæðir fjárhagsaðstoðar hækki um 2,4%. Þá verður grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar 212.694 kr. á mánuði fyrir skatt. Það er skammarlega lág upphæð og gengur engan veginn upp til þess að framfleyta sér og er að mati sósíalista smánarblettur á borginni. Fulltrúi sósíalista hefur lagt til frekari hækkanir á þessari upphæð og mun halda áfram að gera slíkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Fjárhagsaðstoð í Reykjavík er töluvert hærri en í öllum öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Það er ekki merkilegt að stæra sig af því að vera best pússaði skíturinn og breytir því ekki að enginn getur framfleytt sér á þessari upphæð.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sú hækkun grunnfjárhæðar fjárhagsaðstoðar um 2.4% sem hér er lögð til nær skammt enda þótt vissulega muni um hverja krónu hjá þeim sem verst eru settir. Allir vita að enginn lifir sómasamlegu lífi á þessum fjárhæðum. Grunnfjárhæðir fjárhagsaðstoðar til framfærslu hækka t.d. vegna barna í 16 gr. A aðeins úr 16.671 kr. á mánuði í 17.071 kr. á mánuði. Þessi hækkun nær ekki þúsund krónum. Nú eru þess utan allar gjaldskrár að hækka, gjöld á frístundaheimili, gjöld fyrir skólamat, ýmis gjöld fyrir þjónustu á velferðarsviði. Segja má því að þessi hækkun hafi þá þegar verið þurrkuð út. Velferðarráð þarf að skoða hvort grunnfjárhæðin eigi ekki frekar að tengjast við launaþróun frekar en verðlagsþróun. Það væri bæði eðlilegra og sanngjarnara.

    Regína Ásvaldsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. desember 2020, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 2. desember 2020 á tillögu um þátttöku í tilraunaverkefni félagsmálaráðuneytisins um samræmda móttöku flóttamanna, ásamt fylgiskjölum. R20100273
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um að ræða ákaflega viðkvæman hóp með breytilegar þjónustuþarfir sem geta verið mjög miklar. Það liggur í hlutarins eðli að Reykjavíkurborg þjónustar fólk í borginni í neyð og það er mikilvægt að félagsmálaráðuneytið komi til móts við þá miklu og góðu vinnu sem borgin vinnur í þágu þessa hóps og taki þátt í kostnaði með Reykjavíkurborg við að þjónusta nýja íbúa á íslandi.

    Regína Ásvaldsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 7. desember 2020, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 2. desember 2020 á tillögu um þjónustusamning við Útlendingastofnun vegna móttöku umsækjenda um alþjóðlega vernd, ásamt fylgiskjölum. R20120003
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Því ber að fagna að samningar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd séu stækkaðir um 80 manns, en Reykjavíkurborg tekur það að sér samkvæmt samningi við Útlendingastofnun. Hér er um að ræða viðkvæman hóp sem þarf að taka vel á móti og sinna vel, svo að þau geti komið sér fyrir í samfélaginu og dafnað. Öll efling og bæting á þeirri þjónustu er jákvæð. Í heiminum er mikil neyð, og það er mikilvægt að Reykjavíkurborg og Ísland leggi sitt af mörkum til að hjálpa fólki á hrakhólum.

    Regína Ásvaldsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  29. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-6654/2019. R20120042

  30. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 4. desember 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um leigukostnað borgarinnar per fermeter, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. september 2020. R20050320

    Fylgigögn

  31. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 30. nóvember 2020, við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um ferðakostnað árið 2020 samanborið við árið 2019, sbr. 37. lið fundargerðar borgarráðs frá 1. október 2020. R20090031

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svari þessu birtast stórkostlegar fréttir fyrir útsvarsgreiðendur í Reykjavík. Loksins sparnaður. Hér er tillaga mín sem ég hef lagt tvisvar fram í borgarstjórn, og verið felld jafn oft, að draga mjög úr utanferðum að raungerast. Ferðakostnaður, dagpeningar og gisting hefur dregist saman um 77,5% eða sem nemur tæpum 79 milljónum á fyrstu níu mánuðum ársins 2020 miðað við árið 2019 í A-hlutanum. Í B-hlutanum hefur sparnaðurinn numið 73% fyrir sama tímabil eða sem nemur tæpum 54 milljónum. Hér er því um að ræða sparnað upp á tæpar 133 milljónir.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Allt of mikið fjármagn á flest öllum sviðum borgarinnar hefur farið í ferðir erlendis undanfarin ár. Með COVID lækkar þessi kostnaður eðli málsins samkvæmt nánast niður í ekki neitt. Í svari við fyrirspurn kemur fram að ferðakostnaður fyrstu níu mánuði ársins 2020 er 77,5% lægri en á sama tímabili ársins 2019 fyrir A-hluta eða sem nemur 78.642.840 m.kr. Lækkun ferðakostnaðar milli ára vegna B-hluta er um 73% eða sem nemur 53.804.220 m.kr. Nú má vænta þess að með reynslu fjarfundatækni þá sé ekki lengur nauðsynlegt fyrir borgarstjóra, borgarafulltrúa eða embættismenn að ferðast erlendis. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að ferðalög á kostnað útsvarsgreiðenda eiga því að vera alger undantekning enda hægt að eiga öll samskipti í gegnum fjarfundabúnað.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. desember 2020, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um áætlaðan kostnað við Tryggvatorg–Bæjartorg og verktíma, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. ágúst 2020. R20080058

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hið eiginlega Tryggvatorg stendur við hringtorg á Selfossi þar sem pylsuvagn bæjarins er. Bæjarins bestu í Reykjavík standa hinsvegar við nýtt torg sem fengið hefur nafnið Bæjartorg þótt gárungarnir kalli það Pylsutorg eða Pulsutorg. Framkvæmdum við Bæjartorg er lokið en kostnaður nam 43,3 milljónum.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 5. desember 2020, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um endanlegan kostnað vegna framkvæmda á Óðinstorgi, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. ágúst 2020, og fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað vegna framkvæmda á Óðinstorgi, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. ágúst 2020. R19030190

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að kostnaður við heildarverkefnið er samkvæmt þessari samantekt 474 milljónir. Ljóst er að þessi svör kalla á nánari samanburð við áætlarnir eins og beðið var um í fyrirspurn Sjálfstæðisflokksins. Þessi framkvæmd öll er dæmi um ranga forgangsröðun. Á sama tíma og ekki er staðið við kosningaloforð um leikskólarými fyrir börn er farið í að gera upp þetta torg og aukaverk því tengd fyrir hálfan milljarð. Heildarkostnaðurinn er nú talinn 474 milljónir sem er hærri tala en sést hefur í fyrri svörum. Verkið hefur auk þess tafist úr hófi og valdið röskun á starfsemi í nágrenninu en verkinu átti að ljúka í september 2019. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Flott og dýrt skal það vera á torgi Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra. Nú liggur endanlegur kostnaður við endurgerð Óðinstorgs og nágrennis fyrir. Verkið kostaði 657 milljónir sem skiptast svo. Reykjavíkurborg reiddi fram 474 milljónir og Veitur 183 milljónir. Minnt er á að Veitur eru í eigu Reykjavíkurborgar. Athygli vekur hvað hönnunarkostnaður er hár eða tæpar 60 milljónir og snjóbræðsla 48 milljónir. Það er skelfilegt að horfa upp á að þegar fólk kemst í áhrifastöður að það skuli nota almannafé í eigin þágu eins og í þessu tilfelli sem leiðir til hækkunar fasteignaverðs. Í einhverjum löndum sem við berum okkur saman við væri þetta flokkað sem spilling af verstu gerð og jafnvel hjá viðkomandi aðilum ef aðrir flokkar í borgarstjórn hefðu nýtt sér útsvarstekjur borgarinnar með þessum hætti. Það er ekki það sama að vera Jón eða séra Jón eða vera hægra megin eða vinstra megin á litrófi íslenskra stjórnmála.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Það er dapurlegt að sjá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins bera enn einu sinni ósannandi á borð borgarráðs. Það má ljóst vera að hún endar, hér eftir sem hingað til, úti í skurði í sínum málflutningi. Eins og fram kemur í svarinu þá er um að ræða framkvæmdir við Skólavörðustíg, Óðinsgötu, Spítalastígs, Týsgötu, Lokastíg, Freyjutorg, Freyjugötu, Bjargarstíg og Óðinsgötu við Freyjutorg. Meira en 100 ára gamlar lagnir eru undir þessum götum og telur sá kostnaður mest. Allt eru þetta löngu tímabærar framkvæmdir sem hafa staðið til síðan fyrir hrun. Það liggur því fyrir að kostnaður vegna Óðinstorgs er 60 mkr. og dapurlegt að þurfa að rífast um staðreyndir við fulltrúa minnihlutans. Líkt og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins má vera ljóst, þá vék borgarstjóri af fundi í hvert einasta skipti sem mál þetta var til umfjöllunar í borgarráði og er dylgjum um annað vísað á bug.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Hér er dylgjað út í eitt að venju. Eftir að ég settist í borgarstjórn var talað um „Þingholt, torgin þrjú“ þar sem um 300 milljónum átti að vera varið til þess að gera upp Baldurstorg, Freyjutorg, og Óðinstorg. Þegar verkefnið fór af stað og var kynnt fyrir kjörnum fulltrúum og Reykvíkingum öllum var öll áhersla lögð á Óðinstorg og Týsgötu að hluta. Allir aðilar voru blekktir eins og lesa má á kynningu verkefnisins á þessari slóð Reykjavíkurborgar: https://reykjavik.is/frettir/odinstorg-faer-nytt-og-notalegt-hlutverk . Miklu stærra svæði var lagt undir því eins og segir á vef borgarinnar: „framkvæmdir á Óðinstorgi felast í endurnýjun yfirborðs á torgsvæði og hluta götu. Komið verður fyrir setpöllum, stökum sætum, leikhólum, pollum og hjólagrindum. Framkvæmdir í Týsgötu fela í sér endurnýjun yfirborðs götu og göngusvæða auk gróðursetningar.“ Ekki var t.d. ákvæði um snjóbræðslu eða að taka undir svo stórt svæði sem raunin er nú. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Framkvæmdum á nýrri og glæsilegri mannlífsmiðju við Óðinstorg er lokið. Þar var áður bílastæði fyrir örfáa bíla en nú er þar almenningsrými sem hefur nýst afar vel síðan torgið var opnað. Eins og fram kemur í svarinu var kostnaður vegna framkvæmda við Óðinstorg rúmlega 60 mkr.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Spurt var um kostnað vegna framkvæmda á Óðinstorgi. Kostnaður borgarinnar við Óðinstorg eru rúmar 60 milljónir. Heildar framkvæmdarkostnaður við Óðinstorg og nærliggjandi götur eru um 470 milljónir. Eftir því er tekið að aðeins hönnunin ein eru tæpar 59 milljónir. Það er yfir 10% af kostnaðinum sem Reykjavík varð fyrir. Velt er upp þeirri spurningu hvort þetta sé eðlilegt hlutfall. Hér er um risastórt verkefni að ræða sem hefði mátt bíða betri tíma, alla vega hluti þess. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu og forgangsraða. Tvö svið, skóla- og frístundasvið og velferðarsvið sem bera uppi lögbundna þjónustu og aðra grunnþjónustu eru að sligast og eru komin langt fram úr fjárhagsáætlun. Þær götur og torg sem hér um ræðir eru meira og minna mannlausar um þessar mundir ekki síst vegna COVID nema um svæðið fara vissulega búendur sem njóta góðs af fínheitunum.

    Fylgigögn

  34. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 2. desember 2020. R20010027

    Fylgigögn

  35. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 30. nóvember 2020. R20010032

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar: 

    Kynning fór fram á minnisblaði mannréttinda og lýðræðisskrifstofu um eftirlit með íbúðarhúsnæði í Reykjavík með tilliti til brunavarna. Í umsögn sem birt hefur verið með málinu er sökinni að mestu komið á löggjafann vegna skorts á lagaheimildum en eftirlitskerfi borgarinnar er máttlaust. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort borgaryfirvöld hyggist ekki biðja um betri lagaheimildir? Að eftirlitið sé alfarið á könnu ríkisins er varla raunhæft. Svona mál vinnast best hjá þeim sem næst standa og fulltrúi Flokks fólksins telur að borgin geti ekki varpað frá sér ábyrgðinni eins og mál af þessu tagi komi borgaryfirvöldum ekki við. Að borginni snýr ákveðinn veruleiki, vitneskja og meðvitund um að því erfiðari sem húsnæðismarkaðurinn er fátæku fólki aukast líkur þess að fólk finni sér skjól í ósamþykktu, hættulegu húsnæði. Vonandi munu borgaryfirvöld ekki bara sitja með hendur í skauti og vona að það verði ekki annar skaðlegur bruni í eldra og ófullnægjandi húsnæði borgarinnar. Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort borgaryfirvöld hyggist ekki biðja um betri lagaheimildir til að gera átak í hættulegu húsnæði í borginni?

    Fylgigögn

  36. Lagðar fram fundargerðir neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 4. og 7. desember 2020. R20110027

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R20110350

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið yfirlitsins: 

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir og skilur vel vonbrigði og óánægju ábúenda og landeigenda í Kollafirði/Kjalarnesi vegna málefna sem tengjast skotsvæðinu og framkomu heilbrigðiseftirlitsins í því sambandi. Þetta er óþolandi ástand, að skotsvæði sé við fjöru og á „rólegum stað“. Þarna er bæði hávaðamengun, blýmengun og vanvirðing við náttúru og mannlíf.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20110351

    Fylgigögn

  39. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma. R20010036
    Öllum styrkumsóknum er hafnað.

    -    Kl. 13.00 víkja Dóra Björt Guðjónsdóttir og Daníel Örn Arnarson af fundinum. 

    Fylgigögn

  40. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins R20120087:

    Óskað er eftir upplýsingum um áætlaðan heildarkostnað við torg við tollhúsið á Tryggvagötu og verktíma.

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins R20120086:

    Nýlega var byggingarland við Ánanaust selt: 1. Hvert var kaupverðið? 2. Hver var kaupandi? 3. Er kaupandi að greiða innviðagjöld? 4. Hver ber kostnaðinn af því að rífa og hreinsa svæðið? 5. Ef það er Reykjavíkurborg – hvað kostaði hreinsunin? 6. Var skolphreinsistöð Veitna á þessari lóð? 7. Ef já – hvert á að flytja stöðina og hvað kostar flutningurinn? 8. Hvers vegna þurfti Reykjavíkurborg að auglýsa fyrir nokkrum dögum að hleypa þyrfti óhreinsuðu skolpi úr stöðinni? 

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  42. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins R20120081: 

    Flokkur fólksins leggur til að borgarráð samþykki að beina því til mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks leggi áherslu á að sinna betur fötluðu fólki en gert hefur verið hingað til þegar kemur að aðgengismálum. Ganga þarf strax í að merkja með fullnægjandi hætti að handhafar stæðiskorta megi aka göngugötur og leggja í sérmerkt stæði. Nýlega sendi Öryrkjabandalag Íslands bréf til aðgengisnefndarinnar og fór þess á leita að bætt verði úr merkingum við göngugötur í miðbænum þannig að skýrt sé að handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða hafi rétt til að aka um umræddar götur. Fatlað fólk sem ekið hefur göngugötur eins og heimild í lögum kveður á um hafa orðið fyrir aðkasti frá vegfarendum. Merkingar eru ófullnægjandi. Hvergi er minnst á undanþáguheimild handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða sem þó væri sannarlega til staðar. Mannréttindaráð og aðgengisnefndin hafa sofið á verðinum þegar kemur að því að gæta hagsmuna fatlaðs fólks í aðgengismálum. Hjólastólaaðgengi er víða ábótavant og þurfa borgaryfirvöld að vinna þéttar með fyrirtækjum og verslunum að bæta úr því. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Vísað til meðferðar mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs.

    Fylgigögn

  43. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins R20120082:

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að borgarráð samþykki að hvetja borgarbúa til að styrkja starf björgunarsveita án þess að kaupa flugelda. Mikið svifryk hefur mælst í loftinu um áramót af völdum flugelda. Mengun frá flugeldum er vandamál. Flugeldar eru aldrei umhverfisvænir eða skaðlausir. Svifryk frá flugeldum er talið varasamt og heilsuspillandi vegna efna sem eru í því. Bent hefur verið á af ýmsum sérfræðingum að loftmengun af völdum flugelda hefur neikvæð áhrif á þá sem fyrir henni verða, sérstaklega viðkvæma hópa. Svifryk veldur ekki einungis óþægindum heldur skerðir einnig lífsgæði margra. Björgunarsveitir hafa treyst á sölu flugelda við tekjuöflun, en styrkja má þær þótt flugeldar séu ekki keyptir. Tvöfaldur gróði felst í því, styrkja starfsemi björgunarsveita sem sinna mikilvægu björgunarstarfi og á sama tíma taka ákvörðun um að menga ekki andrúmsloftið. 

    Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

Fundi slitið klukkan 13:10

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_1012.pdf