Borgarráð - Fundur nr. 5609

Borgarráð

Ár 2020, fimmtudaginn 27. nóvember, var haldinn 5609. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 08:04. Eftirtaldir borgarfulltrúar auk borgarstjóra tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 1076/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn með fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Þorsteinn Gunnarsson, Ívar Vincent Smárason, Valgarður Davíðsson, Halldóra Káradóttir, Guðlaug S. Sigurðardóttir, Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Ólöf Magnúsdóttir. 
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning fjármála- og áhættustýringarsviðs á frumvarpi að fjárhagsáætlun 2021 og frumvarpi að fimm ára áætlun 2021-2025. Kynntar eru starfs- og fjárhagsáætlanir skóla- og frístundasviðs, Faxaflóahafna, Félagsbústaða, Strætó bs., SORPU bs., Íþrótta- og sýningarhallarinnar, Orkuveitu Reykjavíkur, Malbikunarstöðvarinnar Höfða og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

     

    Gísli Hlíðberg Guðmundsson, Hallur Símonarson, Daði Geir Samúelsson, Anna Karen Arnarsdóttir, Fjóla Hreinsdóttir, Skúli Helgason, Helgi Grímsson, Kristján Gunnarsson, Guðmundur G. Guðbjörnsson, Auður M. Sigurðardóttir, Magnús Þór Ásmundsson, Kristín Soffía Jónsdóttir, Haraldur Flosi Tryggvason, Sigrún Árnadóttir, Kristinn Karel Jóhannsson Jóhannes, Svavar Rúnarsson, Hjálmar Sveinsson, Guðrún Eva Jóhannesdóttir, Helgi Þór Ingason, Sveinn Hannesson, Birgir Bárðarson, Bjarni Bjarnason, Ingvar Stefánsson, Brynhildur Davíðsdóttir, Ásberg Konráð Ingólfsson, Pawel Bartoszek, Katrín Þuríður Pálsdóttir og Jón Viðar Matthíasson taka sæti undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. R20010203

  2. Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021, ásamt greinargerð og starfsáætlunum, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. nóvember 2020.

  3. Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025, ásamt greinargerð, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  4. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt bréf borgarstjóra, dags. 25. nóvember 2020, varðandi tillögu að fjármálastefnu og fjárfestingarstefnu Reykjavíkurborgar 2021-2030, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20110297
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  5. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2020, um græna planið – sóknaráætlun Reykjavíkurborgar til 2030, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020. 
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20060016
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  6. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2020, um álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2021, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20110295
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  7. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2020, um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2021, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20110296
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  8. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2020, um gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2021, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20110296
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  9. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2020, um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyris árið 2021, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20110296
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  10. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2020, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2021, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  11. Lögð fram að nýju trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 24. nóvember 2020, um lántökur á árinu 2021, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. nóvember 2020.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 1. desember 2020 kl. 13:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 26. nóvember 2020.

  12. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021 vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða. 
    Greinargerð fylgir tillögunni.  R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

  13. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021 um óbreytt dvalargjald í búsetuúrræðum.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

  14. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021 vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða í leik- og grunnskólum. 
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

  15. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, frestun gjaldskrárhækkana um eitt ár.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

  16. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, afnám hagræðingarkröfu á skóla- og frístundasviði og velferðarsviði árið 2021
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

  17. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, um að hætt verði að innheimta skráningar- og eftirlitsgjald af hundaeigendum.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

  18. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, um hækkun á úthlutun fjárhæðar fyrir íslenskukennslu barna af erlendum uppruna sem eru verst sett í íslensku.
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

  19. Lögð fram tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins, dags. 27. nóvember 2020, að breytingu á fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2021, um afnám tekjutengingar við húsnæðisstuðning
    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010203
    Vísað til borgarstjórnar.

  20. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    1. Óskaði RÚV eftir styrk frá Reykjavíkurborg vegna styrkja til UNGRÚV? 2. Ef svo var ekki, hver átti frumkvæðið að því að þessi styrkur var veittur? 3. Er ekki rétt að keypt þjónusta eigi að vera með virðisaukaskatti? 4. Ber ekki að auglýsa styrki til að gæta jafnræðis? R20110210

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  21. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    1. Hversu mikill hluti leigutekna Félagsbústaða hf. eru húsnæðisbætur skv. lögum nr. 75/2016 sem eru mánaðarlegar greiðslur til lækkunar á húsnæðiskostnaði efnaminni leigjenda íbúðarhúsnæðis hér á landi? 2. Hversu mikill hluti er sérstakur húsnæðisstuðningur frá Reykjavíkurborg? Stuðningurinn er ætlaður fjölskyldum og einstaklingum sem eru ekki á annan hátt færir um að sjá sér fyrir húsnæði vegna lágra launa, þungrar framfærslubyrðar og félagslegra aðstæðna. 3. Þá er óskað upplýsinga um hvort hvoru tveggja sé greitt beint til Félagsbústaða hf. R20110343

    Vísað til umsagnar stjórnar Félagsbústaða.

  22. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins: 

    Fyrirspurn Flokks fólksins um af hverju íbúðir á vegum Félagsbústaða standa lausar svo mánuðum skiptir. Spurt er einnig um hreyfingu á íbúðum hjá Félagsbústöðum.
    Fulltrúa Flokks fólksins hefur borist til eyrna að íbúðir Félagsbústaða standa sumar lausar í allt að 4-5 mánuði. Þetta þykir afar sérkennilegt þegar tæp þúsund manns/fjölskyldur bíða eftir húsnæði. Spurt er: a) Hversu margar íbúðir losnuðu hjá Félagsbúðstöðum á þessu og síðasta ári? b) Hver er ástæðan fyrir því að þær losna. c) Hve margar íbúðir eru lausar núna (september/nóvember) hjá Félagsbústöðum og hvað hafa þær verið lausar lengi? d) Hvenær fara þær íbúðir sem eru lausar núna í útleigu? e) Hversu langur tími líður að meðaltali frá því að íbúð losnar og þar til að hún er leigð út aftur? Og loks af hverju standa íbúðir Félagsbústaða lausar svo mánuðum skiptir, stundum tvær í sama stigagangi? R20110344

    Vísað til umsagnar stjórnar Félagsbústaða.

  23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins: 

    Á fundi borgarstjórnar 19. mars 2019 var samþykkt endurskoðuð stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum ásamt verklagi með stefnunni. Endurskoðun var í höndum þverpólitísks stýrihóps undir forystu borgarfulltrúa Flokks fólksins. Innleiðing stefnunnar er á ábyrgð mannauðsdeildar Ráðhúss Reykjavíkur sem annast innleiðingarferlið á öllum stofnunum Reykjavíkurborgar. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvernig innleiðing hefur gengið, hvar innleiðingarferlið er statt og hvernig hefur því verið háttað. R20110345

    Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs. 

  24. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins: 

    Nýverið var nokkrum starfsmönnum á þjónustu- og nýsköpunarsviði sagt upp og verkefnum þeirra útvistað. Sú útskýring var gefin að þetta væri gert í hagræðingarskyni. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um og rökstuðning fyrir þessum aðgerðum. Hver er kostnaðarmunurinn á að hafa fastráðið starfsfólk annars vegar og að útvista verkefnunum hins vegar? Þegar fréttir bárust af uppsögnunum var greint frá því að af sviði þjónustu- og nýsköpunar hafa 23 manns ýmist verið sagt upp eða látið af störfum vegna starfsaldurs síðastliðinn 8 ár og á þessu ári hefur sjö starfsmönnum sviðsins verið sagt upp. Það vekur eðlilega spurningar hjá fulltrúum borgarbúa þegar starfsmannavelta á tilteknu sviði borgarinnar er svo mikil. R20110346

    Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.

Fundi slitið klukkan 14:00

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_2711.pdf