Borgarráð - Fundur nr. 5605

Borgarráð

Ár 2020, fimmtudaginn 5. nóvember, var haldinn 5605. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 09:02. Eftirtaldir borgarfulltrúar auk borgarstjóra tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn með fjarfundarbúnaði áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn með fjarfundarbúnaði: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram, Pétur Ólafsson, Ívar Vincent Smárason, Ólöf Magnúsdóttir og Valgarður Davíðsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. nóvember 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 3. nóvember 2020 á tillögu um framlengingu á heimildum til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á stöðu mála vegna COVID-19. R20030002

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fjöldinn allur af starfsfólki Reykjavíkurborgar hefur staðið vaktina frá því að COVID-19 faraldurinn kom upp. Þar sem upp hafa komið smit er brugðist við af fagmennsku og festu. Þessu starfsfólki – sem eiga þau handtök sem tekin hafa verið á hverjum einasta degi um alla borg, við skipulag, við viðbrögð, við utanumhald og meðferð og þjónustu við smitaða einstaklinga – verður seint fullþakkað. Starfsfólk velferðarsviðs hefur unnið kraftaverk undanfarnar vikur og leyst úr fjölda erfiðra mála þar sem þjónustu við viðkvæma hópa er sinnt. Skóla- og frístundasvið hefur útfært opnanir á leikskólum og grunnskólum af mikilli prýði og brugðist við af fagmennsku í hverju skrefi ef upp hafa komið smit. Þá er kennurum og skólastjórnendum þakkað sérstaklega fyrir mikla og góða vinnu. Viðbragðsaðilum, framlínustarfsfólki, landlækni, sóttvarnarlækni og ríkislögreglustjóra er þakkað fyrir þátt sinn í þeim mikla árangri sem náðst hefur á undanförnum vikum til að minnka smit í samfélaginu. Eins og segir í sameiginlegri bókun meirihlutaflokkanna og fulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins frá 2. mars sl. í borgarráði þá er áfram lögð áhersla á nauðsyn þess að þjónusta borgarinnar sé órofin og örugg eins og nokkur kostur er og í samræmi við viðbragðsáætlanir borgarinnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vilja þakka starfsfólki Reykjavíkurborgar fyrir mikið og gott starf á erfiðum og krefjandi tímum. Ljóst er að álag fer vaxandi vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins og inngripa vegna sóttvarna. Atvinnuleysi fer vaxandi og eru andlegar, fjárhagslegar og félagslegar afleiðingar miklar. Þetta reynir á samfélagið allt og er þakkarvert hvað starfsfólk borgarinnar hefur staðið sig frábærlega, ekki síst í framlínunni í þjónustu við íbúa.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúinn þakkar öllum sem hafa unnið viðstöðulaust að því að bregðast við stöðunni vegna COVID-19.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar allar kynningar og færir öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg í baráttunni við vágestinn COVID-19 kærustu þakkir. Neyðarstjórnin, eðli hennar og ekki síst valdheimildir, hafa verið til umræðu á fundinum. Neyðarstjórnin gegnir mikilvægu hlutverki og þar er unnið ómetanlegt starf. Um það er ekki deilt. Það sem fer fyrir brjóstið á fulltrúa Flokks fólksins er að kjörnum fulltrúum minnihlutans er haldið utan við allar ákvarðanir og fá stundum upplýsingar fyrst úr fjölmiðlum. Á það er minnt að kjörnir fulltrúar hafa ríka eftirlitsskyldu og bera ábyrgð enda er borgarstjórn fjölskipað stjórnvald. Kjörnir fulltrúar eru kosnir til áhrifa og ábyrgðar en ekki til að vera settir til hliðar og það á neyðartímum.

    Eftirfarandi borgarfulltrúar taka sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði: Alexandra Briem, Baldur Borgþórsson, Björn Gíslason, Egill Þór Jónsson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Ellen Jacqueline Calmon, Katrín Atladóttir, Marta Guðjónsdóttir, Ragna Sigurðardóttir, Sabine Leskopf, Skúli Þór Helgason og Örn Þórðarson ásamt fulltrúum í neyðarstjórn Reykjavíkurborgar; Önnu Kristinsdóttur, Örnu Schram, Árnýju Sigurðardóttur, Bjarna Brynjólfssyni, Dagnýju Ingadóttur, Halldóru Káradóttur, Helga Grímssyni, Huld Ingimarsdóttur, Jóni Viðari Matthíassyni, Lóu Birnu Birgisdóttur, Ólöfu Örvarsdóttur, Ómari Einarssyni, Óskari J. Sandholt, Regínu Ásvaldsdóttur og Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur. Hallur Símonarson, Janus Arn Guðmundsson og Svanborg Sigmarsdóttir taka einnig sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

  3. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. nóvember 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Hjálagt erindisbréf neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar er lagt fram til samþykktar. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur því hlutverki að gegna að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast til að forgangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða. Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, svo sem vegna náttúruvár, þegar umhverfi og heilsu er ógnað og þegar tæknivá eða annars konar hættuástand skapast. Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu borgarinnar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun í neyðartilfellum enda sé um slík tilfelli að ræða að afgreiðsla þeirra þolir enga bið. Borgarráð veitir aðrar nauðsynlegar heimildir vegna sérstakra fjárútláta og er á neyðarstigi í viðbragðsstöðu. R20020015

    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Erindisbréf neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar er samþykkt af borgarráði en neyðarstjórnin hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir og grípa til neyðarráðstafana þegar neyðarástand skapast til að forgangsraða lögbundinni þjónustu, samfélagslega mikilvægri starfsemi, tryggja almannaheill og lágmarka hugsanlegan samfélagslegan skaða. Neyðarástand getur skapast þegar öryggi og innviðum samfélagsins er ógnað, svo sem vegna náttúruvár, þegar umhverfi og heilsu er ógnað og þegar tæknivá eða annars konar hættuástand skapast. Á neyðarstigi er nauðsynlegt að forgangsraða verkefnum og verja grunnstoðir í þjónustu borgarinnar til að halda uppi nauðsynlegustu starfsemi. Neyðarstjórn hefur heimild til að taka ákvarðanir og stofna til útgjalda umfram það sem segir í fjárhagsáætlun í neyðartilfellum enda sé um slík tilfelli að ræða að afgreiðsla þeirra þolir enga bið. Borgarráð veitir aðrar nauðsynlegar heimildir vegna sérstakra fjárútláta og er á neyðarstigi í viðbragðsstöðu.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi á skráningu ákvarðana og að haldið verði formlega utan um fundargerðir til að tryggja góða og gagnsæja stjórnsýslu. Mikilvægt er að fundargerðir verði samþykktar og birtar. Það er skilningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að einungis eigi að taka fyrir mál sem ekki þola bið í neyðarstjórn. Fram kemur að neyðarstjórn hefur haldið meira en 60 fundi en ekki haldið samþykktar fundargerðir. Fara verður varlega með neyðarheimildir enda er gert ráð fyrir því í erindisbréfi að borgarráð sé í viðbragðstöðu þegar neyðarástand skapast. Ljóst er af fundargerðum neyðarstjórnar að hún hefur með tímanum farið út fyrir verksvið sitt eins og það er skilgreint. Þá hefur ekki verið kallað eftir sjónarmiðum borgarráðs og annarra fagráða þrátt fyrir að tími hafi gefist til þess. Þessir starfshættir eru ekki í samræmi við afmarkað starfsvið neyðarstjórnar og eru ekki í samræmi við 46. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar. Í fylgigögnum með fundapunktunum segir orðrétt: „Fundapunktar neyðarstjórnar hafa ekki birst opinberlega hingað til og þeir bera það með sér að oft er um að ræða skráningu á umræðum á fundum en ekki formlega ákvarðanatöku. Fundapunktarnir hafa ekki verið samþykktir með formlegum hætti af neyðarstjórn.“

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Neyðarstjórn Reykjavíkur hefur tekið sér óeðlilegt vald. Neyðarstjórn hefur m.a. tekið sér það vald að fjalla um fjármál borgarinnar sem er ekkert annað en brot á sveitarstjórnarlögum enda fer borgarráð með fjárheimildir samkvæmt stjórnskipulagi borgarinnar. Borgarráð hefur ekki afsalað sér neinum völdum til neyðarstjórnar. Svo virðist sem ekki gildi lengur sveitarstjórnarlög, stjórnsýslulög eða samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar, borgarráðs og fagráða. Ekki er hægt að tala um að neyðarstig hafi staðið síðastliðna níu mánuði vegna þess að ástandið hefur verið viðvarandi. Kalli ástandið á að þurfa að taka ákvarðanir í skyndi sem varða fjárútlát er hægur leikur að kalla borgarráð saman á stuttan neyðarfund í fjarfundarbúnaði. Daglegur og hefðbundinn rekstur getur aldrei verið keyrður áfram á lögum um almannavarnir nr. 82/2008. Fundargerðir neyðarstjórnar bera það með sér að neyðarstjórnin sé komin í daglegan rekstur borgarinnar og þar virðist borgarstjóri einráður. Við þetta er ekki unað og er innri endurskoðandi hvattur til að skoða þetta valdaframsal áður en ég geri sveitarstjórnarráðuneytinu viðvart með formlegum hætti. Einnig er það gagnrýnt harðlega að fundargerðir neyðarstjórnar hafi ekki verið aðgengilegar frá upphafi faraldursins fyrir kjörna fulltrúa, hvorki í borgarráði, öðrum fagráðum eða á vef Reykjavíkurborgar eins og önnur sveitarfélög hafa gert.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Fullyrðingar í bókun áheyrnarfulltrúa Miðflokksins eru einfaldlega rangar. Ákvæði stjórnsýslulaga, sveitarstjórnarlaga og samþykkta Reykjavíkurborgar eru í fullu gildi. Nefndir og ráð Reykjavíkurborgar fara enn með hlutverk stefnumótunar, eftirlits og ákvarðanatöku í þeim málaflokkum og verkefnum sem undir þau falla. Neyðarstjórn er komið á laggirnar með samþykkt borgarráðs 16. ágúst 2018 á grundvelli erindisbréfs þar sem hlutverk hennar er skilgreint. Fyrirkomulagið felur ekki í sér framsal valds eða verkefna sem almennt eru á hendi ráða eða nefnda. Neyðarstjórn er skipuð stjórnendum sem stýra fagsviðum og skrifstofum hjá Reykjavíkurborg sem hver á sínu sviði ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem þar heyrir undir. Samhæfing og samræming aðgerða, forgangsröðun verkefna, breyting á forgangsröðun og sérstakar ráðstafanir, sem eru verkefni neyðarstjórnar, eru atriði sem öll falla undir hefðbundnar stjórnunarheimildir stjórnenda sem bera ábyrgð á daglegum rekstri fagsviða og skrifstofa. Um leið þarf ákvarðanataka að geta gengið hratt fyrir sig í yfirvofandi vá til að tryggja lögbundna þjónustu, tryggja almannaheill og lágmarka samfélagslegan skaða. Þá er ein af skyldum neyðarstjórnar að undirbúa endurreisnina og hafa þær tillögur allar verið ræddar í borgarráði. Það er miður að kjörnir fulltrúar reyni nú að grafa undan neyðarstjórn Reykjavíkur en á sama tíma hefur þeim ekki tekist að nefna eitt dæmi um ákvörðun neyðarstjórnar sem ekki er í samræmi við hlutverk hennar og verksvið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Það fyrirkomulag sem nú er í gildi að fela neyðarstjórn svo miklar valdheimildir eins og raunin er – er hreint og klárt valdaframsal. Alvarlegasti hluturinn í því valdaframsali er sú staðreynd að neyðarstjórnin hefur tekið sér fjárveitingarvald sem er á hendi borgarráðs. Hef ég nú þegar lagt fram fyrirspurn til skriflegs svars sem hljóðar svo: „Hvað hefur miklu fjármagni verið úthlutað og ráðstafað í gegnum ákvarðanir neyðarstjórnar og í hvaða tilgangi tæmandi talið og hvaða heimildir lágu til grundvallar?“ Ég varaði við því í upphafi faraldursins að COVID yrði ekki notað sem búhnykkur fyrir rekstur borgarinnar. Því miður hefur það ræst og valdaframsalið til neyðarstjórnarinnar augljóst eins og „fundarpunktar“ neyðastjórnarinnar bera með sér. Fundapunktarnir eru sveipaðir trúnaði og koma líklega aldrei fyrir augu annarra en þeirra sem sitja í borgarráði. Þetta er fáheyrð stjórnsýsla á árinu 2020 og allt tal um gegnsæi hjóm eitt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Á fundi borgarráðs er erindisbréf neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar og valdheimildir neyðarstjórnar lagt fram til afgreiðslu. Í hópnum sitja embættismenn og borgarstjóri. Að skipa neyðarstjórn embættismanna er ein leið en það mætti líka fara þá leið að skipa stjórn sem er skipuð kjörnum fulltrúum. Slík stjórn væri í góðum tengslum við borgarbúa ef hún væri skipuð í samræmi við kjörfylgi. Þá hefðu meirihluti sem og minnihluti aðild að neyðarstjórninni. Fordæmi er fyrir slíku þegar þing mynda þjóðstjórnir, oftast þegar vá er fyrir höndum. Hefur aldrei verið hugað að slíku í Reykjavík?

    Anna Kristinsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Bjarni Brynjólfsson, Dagný Ingadóttir, Halldóra Káradóttir, Helgi Grímsson, Jón Viðar Matthíasson, Hallur Símonarson, Lóa Birna Birgisdóttir, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Ómar Einarsson, Óskar J. Sandholt, Regína Ásvaldsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. nóvember 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða viðbragðsáætlun neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar. Áætlunin fjallar almennt um skipulag, virkjun, samhæfingu og stjórn aðgerða hjá Reykjavíkurborg við hvaða áfalli, hættu- og neyðarástandi sem upp getur komið, hvort sem það er skilgreint sem formlegt almannavarnaástand eða ekki. Áætlunin er lifandi skjal sem verður aðgengilegt á innri vef Reykjavíkurborgar og verður það uppfært eftir þörfum. Jafnframt stendur yfir vinna við uppfærslu á áætlun um heimsfaraldur inflúensu. R20020029

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Neyðarstjórn Reykjavíkur hefur tekið sér óeðlilegt vald. Neyðarstjórn hefur m.a. tekið sér það vald að fjalla um fjármál borgarinnar sem er ekkert annað en brot á sveitastjórnarlögum enda fer borgarráð með fjárheimildir samkvæmt stjórnskipulagi borgarinnar. Borgarráð hefur ekki afsalað sér neinum völdum til neyðarstjórnar. Svo virðist sem ekki gildi lengur sveitarstjórnarlög, stjórnsýslulög eða samþykktir borgarinnar um störf borgarstjórnar, borgarráðs og fagráða. Ekki er hægt að tala um að neyðarstig hafi staðið síðastliðna níu mánuði vegna þess að ástandið hefur verið viðvarandi. Kalli ástandið á að þurfa að taka ákvarðanir í skyndi sem varða fjárútlát er hægur leikur að kalla borgarráð saman á stuttan neyðarfund í fjarfundarbúnaði. Daglegur og hefðbundinn rekstur getur aldrei verið keyrður áfram á lögum um almannavarnir nr. 82/2008. Fundargerðir neyðarstjórnar bera það með sér að neyðarstjórnin sé komin í daglegan rekstur borgarinnar og þar virðist borgarstjóri einráður. Við þetta er ekki unað og er innri endurskoðandi hvattur til að skoða þetta valdaframsal áður en ég geri sveitarstjórnarráðuneytinu viðvart með formlegum hætti. Einnig er það gagnrýnt harðlega að fundargerðir neyðarstjórnar hafi ekki verið aðgengilegar frá upphafi faraldursins fyrir kjörna fulltrúa, hvorki í borgarráði, öðrum fagráðum eða á vef Reykjavíkurborgar eins og önnur sveitarfélög hafa gert.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Fullyrðingar í bókun áheyrnarfulltrúa Miðflokksins eru einfaldlega rangar. Ákvæði stjórnsýslulaga, sveitarstjórnarlaga og samþykkta Reykjavíkurborgar eru í fullu gildi. Nefndir og ráð Reykjavíkurborgar fara enn með hlutverk stefnumótunar, eftirlits og ákvarðanatöku í þeim málaflokkum og verkefnum sem undir þau falla. Neyðarstjórn er komið á laggirnar með samþykkt borgarráðs 16. ágúst 2018 á grundvelli erindisbréfs þar sem hlutverk hennar er skilgreint. Fyrirkomulagið felur ekki í sér framsal valds eða verkefna sem almennt eru á hendi ráða eða nefnda. Neyðarstjórn er skipuð stjórnendum sem stýra fagsviðum og skrifstofum hjá Reykjavíkurborg sem hver á sínu sviði ber ábyrgð á þeirri þjónustu sem þar heyrir undir. Samhæfing og samræming aðgerða, forgangsröðun verkefna, breyting á forgangsröðun verkefna og sérstakar ráðstafanir, sem eru verkefni neyðarstjórnar, eru atriði sem öll falla undir hefðbundnar stjórnunarheimildir stjórnenda sem bera ábyrgð á daglegum rekstri fagsviða og skrifstofa. Um leið þarf ákvarðanataka að geta gengið hratt fyrir sig í yfirvofandi vá til að tryggja lögbundna þjónustu, tryggja almannaheill og lágmarka samfélagslegan skaða. Þá er ein af skyldum neyðarstjórnar að undirbúa endurreisnina og hafa þær tillögur allar verið ræddar í borgarráði. Það er miður að kjörnir fulltrúar reyni nú að grafa undan neyðarstjórn Reykjavíkur en á sama tíma hefur þeim ekki tekist að nefna eitt dæmi um ákvörðun neyðarstjórnar sem ekki er í samræmi við hlutverk hennar og verksvið.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Það fyrirkomulag sem nú er í gildi að fela neyðarstjórn svo miklar valdheimildir eins og raunin er – er hreint og klárt valdaframsal. Alvarlegasti hluturinn í því valdaframsali er sú staðreynd að neyðarstjórnin hefur tekið sér fjárveitingarvald sem er á hendi borgarráðs. Hef ég nú þegar lagt fram fyrirspurn til skriflegs svars sem hljóðar svo: „Hvað hefur miklu fjármagni verið úthlutað og ráðstafað í gegnum ákvarðanir neyðarstjórnar og í hvaða tilgangi tæmandi talið og hvaða heimildir lágu til grundvallar?“ Ég varaði við því í upphafi faraldursins að COVID yrði ekki notað sem búhnykkur fyrir rekstur borgarinnar. Því miður hefur það ræst og valdaframsalið til neyðarstjórnarinnar augljóst eins og „fundarpunktar“ neyðastjórnarinnar bera með sér. Fundapunktarnir eru sveipaðir trúnaði og koma líklega aldrei fyrir augu annarra en þeirra sem sitja í borgarráði. Þetta er fáheyrð stjórnsýsla á árinu 2020 og allt tal um gegnsæi hjóm eitt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þetta er án efa hin metnaðarfyllsta viðbragðsáætlun. Þegar verið er að setja saman plagg sem þetta er mikilvægt að allir sem kosnir eru hafa verið til ábyrgðar í borginni hafi að því aðkomu. Það hefði verið lag að bjóða oddvitum allra minnihlutaflokkanna að taka þátt í gerð viðbragðsáætlunar.

    Anna Kristinsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Bjarni Brynjólfsson, Dagný Ingadóttir, Halldóra Káradóttir, Helgi Grímsson, Jón Viðar Matthíasson, Hallur Símonarson, Lóa Birna Birgisdóttir, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Ómar Einarsson, Óskar J. Sandholt, Regína Ásvaldsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram trúnaðarmerkt bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. nóvember 2020, þar sem trúnaðarmerktir fundarpunktar neyðarstjórnar Reykjavíkurborgar frá 31. janúar 2020 eru sendir borgarráði til kynningar. R20110027

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja nauðsynlegt að breyta fyrirkomulagi á skráningu ákvarðana og að haldið verði formlega utan um fundargerðir til að tryggja góða og gagnsæja stjórnsýslu. Mikilvægt er að fundargerðir verði samþykktar og birtar. Það er skilningur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að einungis eigi að taka fyrir mál sem ekki þola bið í neyðarstjórn. Fram kemur að neyðarstjórn hefur haldið meira en 60 fundi en ekki haldið samþykktar fundargerðir. Fara verður varlega með neyðarheimildir enda er gert ráð fyrir því í erindisbréfi að borgarráð sé í viðbragðstöðu þegar neyðarástand skapast. Ljóst er af fundargerðum neyðarstjórnar að hún hefur með tímanum farið út fyrir verksvið sitt eins og það er skilgreint. Þá hefur ekki verið kallað eftir sjónarmiðum borgarráðs og annarra fagráða þrátt fyrir að tími hafi gefist til þess. Þessir starfshættir eru ekki í samræmi við afmarkað starfsvið neyðarstjórnar og eru ekki í samræmi við 46. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar. Í fylgigögnum með fundapunktunum segir orðrétt: „Fundarpunktar neyðarstjórnar hafa ekki birst opinberlega hingað til og þeir bera það með sér að oft er um að ræða skráningu á umræðum á fundum en ekki formlega ákvarðanatöku. Fundarpunktarnir hafa ekki verið samþykktir með formlegum hætti af neyðarstjórn.“

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Gríðarlegt valdaframsal hefur átt sér stað til neyðarstjórnar Reykjavíkur. Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar hefur komið saman reglulega síðan 31. janúar sl. Fundargerðirnar – sem eru kallaðir „fundarpunktar neyðarstjórnar“ standast ekki 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga um ritun fundargerða. Fundarpunktar neyðarstjórnar hafa ekki birst opinberlega og samkvæmt upplýsingum frá neyðarstjórninni bera þeir það með sér að oft er um að ræða skráningu á umræðum á fundum en ekki formlega ákvarðanatöku. Að auki hafa fundapunktarnir ekki verið samþykktir með formlegum hætti af neyðarstjórn og ekki borgarstjórn eins og hefðbundið er og eru núna lagðir fram í trúnaði fyrir borgarráð. Þetta er slíkur áfellisdómur yfir stórnsýslu Reykjavíkur að ekki verður við unað. Einnig er það gagnrýnt harðlega að fundargerðir neyðarstjórnar hafi ekki vera aðgengilegar frá upphafi faraldursins fyrir kjörna fulltrúa, hvorki í borgarráði, öðrum fagráðum eða á vef Reykjavíkurborgar eins og önnur sveitarfélög hafa gert. Minnt er á að sveitarstjórnir eru fjölskipað stjórnvald og hefur minnihlutinn enga aðkomu að neyðarstjórninni.

    Anna Kristinsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Bjarni Brynjólfsson, Dagný Ingadóttir, Halldóra Káradóttir, Helgi Grímsson, Jón Viðar Matthíasson, Hallur Símonarson, Lóa Birna Birgisdóttir, Óli Jón Hertervig, Ólöf Örvarsdóttir, Ómar Einarsson, Óskar J. Sandholt, Regína Ásvaldsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

  6. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að svari borgarlögmanns, ódags., til ríkislögmanns vegna kröfu Reykjavíkurborgar um greiðslu framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, ásamt fylgiskjölum. R19050155

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Segja má að Jöfnunarsjóður sveitarfélaganna sé í raun til þess að flytja fé frá Reykjavík til minni sveitarfélaga. Í bréfi ríkislögmanns er miklu púðri eytt í að það sé m.a. réttlætanlegt vegna þess að í Reykjavík sé fasteignaverð hærra og þar af leiðandi hærri fasteignagjöld en annars staðar. En það eru Reykvíkingar sjálfir sem greiða þessi fasteignagjöld. Fleira er í þeim dúr. Íbúar eru ekki bara auðlind sem sækja má fé til. Þeir eru einnig hluti af samfélaginu og greiða til þess og njóta þess. Þessi fjárflutningur frá Reykjavík til minni sveitarfélaga er pólitísk ákvörðun og þessu þarf að breyta á pólitískum vettvangi. Mætti t.d. ekki kvarta yfir mismunandi vægi atkvæða á milli kjördæma í alþingiskosningum? En slíkt misvægi stuðlar að mismunum í fjárveitingum. Flokkur fólksins styður að sjálfsögðu baráttu Reykjavíkur við ríkisvaldið um málefni Jöfnunarsjóðs en þykir miður að málin þurfi að vinna eingöngu með lagalegum rökum, þar sem Reykjavík hefur reyndar mikið til síns máls. Halda mætti að sanngirni ætti að duga. Á meðan niðurstaða er ekki fengin í þetta mál þarf Reykjavíkurborg engu að síður að sinna með fullnægjandi hætti nemendum af erlendum uppruna sem standa illa að vígi í íslensku. Börn eiga ekki að þurfa að líða fyrir deilumál sem þetta.

    Birgir Björn Sigurjónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. nóvember 2020, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg veiti Leikfélagi Reykjavíkur stuðning sem nemur allt að 78 m.kr. Það kemur til móts við hluta af því tapi sem rekja má til samkomutakmarkana vegna COVID-19 og aðgerðir leikhússins og ríkisins ná ekki yfir. Upphæðinni verði skipt þannig að 50 m.kr. verði veittar í desember 2020 og það sem eftir stendur, eða 28 m.kr., verði greiddar þegar uppgjör í febrúar 2021 liggur fyrir. Á tímabilinu mun leikfélagið veita borginni reglulega upplýsingar um uppgjör og stöðu mála. Verði niðurstaða rekstrar betri en ráðgert er lækkar framlag í samræmi við það en verði útkoman verri þarf að meta stöðuna að nýju. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útbúa og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við tillöguna. R20110023

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarleikhúsið er ein mikilvægasta menningarstofnun landsins. Tekjur leikhússins hafa hrunið í heimsfaraldrinum sem við glímum nú við. Í ljósi þess er samþykkt að borgin veiti Leikfélagi Reykjavíkur stuðning sem nemur allt að 78 m.kr. Það kemur til móts við hluta af því tapi sem um getur hér að ofan. Upphæðinni verður skipt þannig að 50 m.kr. verði veittar í desember 2020 og það sem eftir stendur, eða 28 m.kr., verði greiddar þegar uppgjör í febrúar 2021 liggur fyrir. Á tímabilinu mun leikfélagið veita borginni reglulega upplýsingar um uppgjör og stöðu mála. Verði niðurstaða rekstrar betri en ráðgert er, lækkar framlag í samræmi við það. Þá er stjórnendum og starfsfólki leikhússins þakkað fyrir útsjónarsemi í starfsemi sinni undanfarna mánuði.

    Huld Ingimarsdóttir og Sif Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 2. nóvember 2020, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg veiti Menningarfélaginu Tjarnarbíó, heimili sjálfstæðra sviðslista, stuðning sem nemur alls 5 m.kr. (sjá töflu í hjálagðri greinargerð). Þannig verði komið til móts við tekjutap sem rekja má til samkomutakmarkana vegna COVID-19 og aðgerðir Tjarnarbíós og ríkisins ná ekki yfir. Greiðslutilhögun verði þannig að 2 m.kr. verði greiddar út á þessu ári en 3 m.kr deilt jafnt niður á mánuðina janúar til júní 2021. Á tímabilinu mun félagið veita borginni mánaðarlega upplýsingar um uppgjör og stöðu mála. Verði samkomutakmarkanir rýmkaðar og tekjur meiri en ráðgert er lækkar framlagið í takt við það. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útbúa og leggja fram viðauka við fjárhagsáætlun í samræmi við tillöguna. R20110025

    Samþykkt. 

    Huld Ingimarsdóttir og Sif Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram minnisblað samninganefndar Reykjavíkurborgar, dags. 27. október 2020, varðandi kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga við Félag grunnskólakennara. Einnig lagður fram kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara, ódags. R20100076

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Við styðjum kjarabætur í takt við lífskjarasamninginn, en mikilvægt er að nútímavæða skólastarf og vera með skýr mælanleg markmið til framtíðar. 

    Harpa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. nóvember 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki endurúthlutun lóðarinnar Vatnsholt 1, ásamt fylgiskjölum. R20080074
    Samþykkt. 

    Ívar Örn Ívarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 19. og 26. október 2020. R20010018

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 29. október 2020. R20060037

    Fylgigögn

  13. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 29. október 2020. R20010028

    Fylgigögn

  14. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 27. október 2020. R20010031

    Fylgigögn

  15. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 4. nóvember 2020. R20010008
    B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 5. lið fundargerðarinnar:

    Málefni vegna götunnar Urðarbrunns eru ítrekað að koma inn á borðið hjá umhverfis- og skipulagssviði vegna deilna sem tengjast deiliskipulagi Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort skipulagssvið geti ekki reynt að skoða þau atriði sem íbúar svæðisins eru svo ósáttir við og finna á þeim lendingu áður en málin eru samþykkt í ráðinu.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 15. október 2020. R20010013

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R20110031

    Fylgigögn

  18. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20110035

    Fylgigögn

  19. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    1. Hver er kostnaður við skýrslu sem VSÓ ráðgjöf vann fyrir Reykjavíkurborg vegna breytinga á aðalskipulagi – blönduð byggð? 2. Hvað hefur VSÓ ráðgjöf fengið greitt frá Reykjavíkurborg sl. 10 ár tæmandi talið sundurliðað eftir árum? R20110104

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  20. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Hvað hefur miklu fjármagni verið úthlutað og ráðstafað í gegnum ákvarðanir neyðarstjórnar og í hvaða tilgangi tæmandi talið og hvaða heimildir lágu til grundvallar? R20020015

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  21. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu: 

    Tillaga um að gerð verði könnun meðal barna á upplifun þeirra á grímunotkun í skólanum. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að skóla- og frístundasvið standi fyrir könnun á hvernig börn sem nú eru skyldug til að nota grímur í skólanum upplifi það og hver áhrif grímunotkunar er á líðan þeirra og félagsleg samskipti. Börn fædd 2011 og fyrr þurfa að bera grímu, samkvæmt breytingu á reglugerð um takmörkun á samkomum sem heilbrigðsráðherra hefur staðfest. Þetta eru gríðarmikil viðbrigði fyrir börn og algjör óvissa ríkir um hversu lengi börnin þurfa að nota grímur, hvort það eru dagar eða vikur, jafnvel mánuðir. Það er mikilvægt að skóla- og frístundasvið fylgist með áhrifum sem þetta hefur á börnin dagsdaglega, til skemmri og til lengri tíma. Með því að gera kannanir/rannsóknir fást upplýsingar um hvort áhrif og afleiðingar grímunotkunar barna kalli á sérstakt inngrip sviðsins, framlagningu mótvægisaðgerða eða annað sem mildað gætu neikvæð áhrif grímunotkunar á andlega líðan og félagsleg samskipti. R20110105

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  22. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hvernig jólagjöf til starfsmanna jólin 2018 og 2019 var nýtt en hún var gjafakort á sýningar í Borgarleikhúsinu? Hjá Reykjavíkurborg vinna um 10.000 einstaklingar og hefur Reykjavíkurborg gefið starfsmönnum sínum jólagjafir undanfarin þrjú ár. Gjöfin hefur verið gjafakort í Borgarleikhúsið. Ekki liggja fyrir nýtingartölur gjafakortsins og fýsir borgarfulltrúa Flokks fólksins eftir að fá upplýsingar um þær fyrir síðustu tvö ár. R20110109

    Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.

  23. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar einnig eftir að fá að vita af hverju Tjarnarbíó kom ekki til greina sem jólagjöf til starfsmanna jólin 2018 og 2019? Jólagjöfin til starfsmanna borgarinnar síðustu ár hefur verið gjafabréf í Borgarleikhúsið einungis. Þessi tvö leikhús, Borgarleikhúsið og Tjarnarbíó, eru bæði styrkt af borginni. Spurt er hvort ekki hefði þótt viðeigandi og eðlilegt þegar ákveðið var að gefa starfsfólki gjafabréf í Borgarleikhúsið að hafa Tjarnarbíó einnig með t.d. sem valmöguleika? Bjóða hefði mtt starfsmönnum upp á að velja sér sýningu í Borgarleikhúsi eða sýningu í Tjarnarbíó. R20110109

    Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.

  24. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Í skýrslu innri endurskoðunar frá 2019, úthlutun fjárhagsramma og rekstur í grunnskólum Reykjavíkur, kom fram að við úthlutun fjárheimilda fyrir grunnskóla sé notast við ákveðið úthlutunarlíkan sem sett er fram í Excelvinnuskjali. Þetta líkan hefur verið notað í nær tuttugu ár til að áætla fjármagnsþörf skólanna. Fram kom að líkanið væri orðið mjög „plástrað“ og raunar úrelt því mikið hefur breyst í umhverfi skólanna á þessu tímabili. Í skýrslunni segir einnig að skipaður hafi verið starfshópur til að rýna aðferðafræði og reiknilíkan fyrir úthlutun á fjárheimildum fyrir grunnskóla Reykjavíkurborgar og koma áætlunargerðinni inn í áætlunarkerfi borgarinnar. Starfshópnum var ætlað að ljúka störfum fyrir lok ársins 2019. Nú er árinu 2020 að ljúka og óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir að fá upplýsingar um hvort þessi vinna sem starfshópnum var ætlað að ljúka fyrir lok ársins 2019 er lokið. Er nýtt reiknilíkan komið í gagnið og ef svo er hvernig reynist það? R20110107

Fundi slitið klukkan 13:11

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_0511.pdf