Borgarráð - Fundur nr. 5601

Borgarráð

Ár 2020, fimmtudaginn 1. október, var haldinn 5601. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:05. Viðstödd voru; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir og Vigdís Hauksdóttir. Borgarstjóri og Heiða Björg Hilmisdóttir tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðarákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011.
Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram, Pétur Ólafsson og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. september 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingaréttar fyrir einbýlishús að Sifjarbrunni 32. R20090206
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. september 2020, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps um rekstur leik- og grunnskóla, íþróttamannvirkja og menningarmiðstöðvar í Úlfarsárdal eru send borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. R20090163
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 28. september 2020, varðandi uppfærð drög að nýrri ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. R20060201
    Vísað til borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ferðamálastefna var samþykkt í borgarráði í febrúar síðastliðnum í þverpólitískri sátt enda hefur stefnan verið unnin í góðri samvinnu frá upphafi. Stefnan hefur nú verið endurskoðuð m.t.t. COVID-19 og afleiðinga fyrir ferðþjónustuna. Við endurskoðun stefnunnar hafði borgarráð og stýrihópur samráð við fulltrúa Samtök ferðaþjónustunnar og var sérstök ánægja með það í borgarráði. Tekið hefur verið tillit til COVID-19 í uppstillingu aðgerða, skerpt á mikilvægi ferðaþjónustu í borginni og aðgerðum vegna viðspyrnu. Tímasetningar og mælikvarðar hafa verið endurskoðuð. Ferðamálastefna grundvallast á því að við viljum sjá lifandi, framsækna borgarmenningu og að einstök náttúra geri Reykjavík að eftirsóttum áfangastað. Að ferðaþjónustan ýti undir eflingu og uppbyggingu kraftmikillar borgar. Hún sé jákvæður drifkraftur sem þróist í sátt við íbúa, atvinnulíf, umhverfi og menningu. Stafræn umskipti og sjálfbærar áherslur munu gera Reykjavík að snjallri, aðgengilegri og umhverfisvænni ferðamannaborg. Margir komu að gerð og vinnslu stefnunnar, þ.m.t. íbúar og hagaðilar, og eru þeim færðar miklar þakkir fyrir.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að áherslur þeirra setji mark sitt á ferðamálastefnuna. Ljóst er að ferðamennska er mikilvæg undirstaða tekjumyndunar Reykjavíkurborgar eins og glöggt má sjá þegar ferðamannaiðnaðurinn hrundi vegna COVID-19. Ferðaþjónusta er ekki byrði á borginni eins og haldið hefur verið fram. Það sést vel á því tekjufalli sem borgin hefur orðið fyrir vegna kórónuveirufaraldursins. Reykjavík á að hafa burði til að vera einn eftirsóknarverðasti áfangastaður heims. 

    Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. september 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 23. september 2020 á tillögu um aukið framlag til skóla Ísaks Jónssonar, ásamt fylgiskjölum. R19040232
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins. 

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 24. september 2020 sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 22. september 2020 á tillögu um breytingar á reglum um niðurgreiðslur til dagforeldra, ásamt fylgiskjölum. R18100257
    Samþykkt. 

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 8:27 tekur Kolbrún Baldursdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  6. Lagður fram dómur Landsréttar, dags. 25. september 2020, í máli nr. 406/2019. R18050038

    Fylgigögn

  7. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. september 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa Ellý Öldu Þorsteinsdóttur í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar Skógarbæjar, hjúkrunarheimilis, ásamt því að skipa Heiðu Björgu Hilmisdóttur sem varamann í stjórn. Er þetta í samræmi við breytingar á 3. gr. skipulagsskrár stofnunarinnar sem staðfest var af sýslumannsembætti þann 18. maí sl. og auglýst var í B-deild Stjórnartíðinda þann 4. júní sl. en samkvæmt skipulagsskrá skal stjórn stofnunarinnar skipuð þremur mönnum og jafnmörgum til vara í stað fimm áður. Í ljósi þess að aðrir stofnaðilar hafa hætt þátttöku í starfi stofnunarinnar skipa í dag stjórn tveir stjórnarmenn sem Reykjavíkurborg hefur tilnefnt og gegna þeir því starfi út þetta kjörtímabil. R20090047

    Samþykkt.

    -    Kl. 8.30 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. september 2020 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir 2. áfanga Laugavegar sem göngugötu, ásamt fylgiskjölum. R19070069
    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum Eyþórs Laxdal Arnalds og Mörtu Guðjónsdóttur, borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. 
    Hildur Björnsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins situr hjá við afgreiðslu málsins.

    Málið fer til endanlegrar staðfestingar borgarstjórnar með vísan til ákvæða 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan er í samræmi við samþykkta stefnu borgarstjórnar frá september 2018 um að gera Laugaveginn að varanlegri göngugötu allt árið. Hér er verið að samþykkja áfanga 2 sem er frá Klapparstíg að Frakkastíg. Tillagan gerir ráð fyrir auknum gróðri og mun stuðla að bættu umferðaröryggi fyrir gangandi vegfarendur sem fara um svæðið. Við fögnum þessum áfanga.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nýtt Laugavegsstríð er í uppsiglingu og enn á að þrengja að verslun og öðrum viðskiptum á svæðinu. Nú á að stækka göngugötur allt árið yfir Laugaveg frá Klapparstíg að Frakkastíg auk Vatnsstígs og er þetta hluti þeirra gatna sem flokkaðar voru sem annar áfangi í deiliskipulagslýsingunni. Fyrir skömmu birtust auglýsingar þar sem sagði: „Staðan í miðbæ Reykjavíkur er ískyggileg. Laugavegurinn, sem áður var aðalverslunargata bæjarins, hefur á örskömmum tíma orðið að draugagötu fyrir tilverknað borgaryfivalda.“ Félagsfundur Miðbæjarfélagsins í Reykjavík mótmælti einnig harðlega árásum í formi götulokana á rekstraraðila og að þær hafi grafið undan atvinnustarfsemi við göturnar og þær feli í reynd í sér eignaupptöku þar sem verslunarhúsnæði verður illseljanlegt og hríðfellur í verði. Hátt í 40 rými eru nú tóm við Laugaveg, frá Snorrabraut að Bankastræti. Það er því einstaklega ósvífið að halda því fram nú að mikið líf hafi skapast á Laugaveginum síðustu misseri þar sem takmarkanir á bílaumferð hafa gert gangandi og hjólandi umferð hærra undir höfði. Einnig er því hafnað að víðtækt samráðsferli hafi þegar átt sér stað við hagsmunaaðila. Samráð er ekki samráð þegar skoðun eins aðila ræður för og valtað er yfir aðra. Það heitir einráð og er þar að auki frá stjórnvaldi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Eins mikið og göngugötur eru skemmtilegar, sér í lagi þær sem aðgengi að er gott og allir geta komist á þær án tillits til hreyfifærni, þá eru þessar gerðar í óþökk meirihluta fólks. Ekkert af rökum, ábendingum eða tillögum m.a. Flokks fólksins og hagsmunaðila sem hjálpað gætu miðbænum að halda lífi hafa náð til skipulagsyfirvalda. Sérstakur kafli er um samráð í meðfylgjandi gögnum þar sem segir að víðtækt samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila. Segir: „Víðtækt samráðsferli hefur þegar átt sér stað. Nú þegar hefur verið rætt við samtök kaupmanna (Miðborgin okkar og Miðbæjarfélagið) og Öryrkjabandalið (ÖBÍ) og mun sú vinna halda áfram í gegnum allt hönnunarferlið“. Eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst kannast ekki allir þeir sem eru nefndir við að það hafi verið talað nokkuð við þá. Þetta er því merkilegt ekki síst út frá sálfræðilegu sjónarmiði. Skipulagsyfirvöld fullyrða að rætt hafi verið við fólk sem kannast ekki við að rætt hafi verið við það! Hvernig má þetta vera?

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. september 2020 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.172.0, Brynjureit, ásamt fylgiskjölum. R20090231
    Vísað til borgarstjórnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur mikla samúð með rekstraraðilum á þessum reitum. Margir hafa hrakist á brott, nokkrir undirbúa nú brottför og enn eru einhverjir að bíða með von um að „kraftaverk“ gerist. Framlagning þessara mála, deiliskipulag (færsla á lóðarmörkum) við reitina Laugavegur, Brynjureitur og Frakkastígur er sérstök vegna skýrslu fyrirtækisins Landslags sem birt er í gögnum. Í skýrslunni eru ósannindi. Þar stendur „Mikið líf hefur skapast á Laugaveginum síðustu misseri þar sem takmarkanir á bílaumferð hafa gert gangandi og hjólandi umferð hærra undir höfði.“ Þetta er hvorki satt né rétt. Öll vitum við að lítið líf er á Laugavegi og verslanir sem þar eru róa lífróður. Farið var í breytinguna án samtals við fjölmarga rekstraraðila sem vöruðu við lokun á alla umferð. Þetta voru mistök. Skipulagsyfirvöld áttu aldrei að ganga fram með svo miklu offorsi. Ótti hagsmunaaðila reyndist á rökum reistur og hefur verslun hrunið. Á þetta áttu skipulagsyfirvöld að hlusta. Með COVID-19 fóru ferðamenn sem gerði illt vera. Hrun verslunar var byrjað löngu áður og á því ber skipulagsráð ábyrgð. Þetta er ekki pólitík heldur staðreynd. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. september 2020 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.172.1, Frakkastígsreit, ásamt fylgiskjölum.  R20030286
    Vísað til borgarstjórnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur mikla samúð með rekstraraðilum á þessum reitum. Margir hafa hrakist á brott, nokkrir undirbúa nú brottför og enn eru einhverjir að bíða með von um að „kraftaverk“ gerist. Framlagning þessara mála, deiliskipulag (færsla á lóðarmörkum) við reitina Laugavegur, Brynjureitur og Frakkastígur er sérstök vegna skýrslu fyrirtækisins Landslags sem birt er í gögnum. Í skýrslunni eru ósannindi. Þar stendur „Mikið líf hefur skapast á Laugaveginum síðustu misseri þar sem takmarkanir á bílaumferð hafa gert gangandi og hjólandi umferð hærra undir höfði.“ Þetta er hvorki satt né rétt. Öll vitum við að lítið líf er á Laugavegi og verslanir sem þar eru róa lífróður. Farið var í breytinguna án samtals við fjölmarga rekstraraðila sem vöruðu við lokun á alla umferð. Þetta voru mistök. Skipulagsyfirvöld áttu aldrei að ganga fram með svo miklu offorsi. Ótti hagsmunaaðila reyndist á rökum reistur og hefur verslun hrunið. Á þetta áttu skipulagsyfirvöld að hlusta. Með COVID-19 fóru ferðamenn sem gerði illt vera. Hrun verslunar var byrjað löngu áður og á því ber skipulagsráð ábyrgð. Þetta er ekki pólitík heldur staðreynd. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. september 2020 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.172.2 - Laugavegur - Frakkastígur - Grettisgata - Klapparstígur, ásamt fylgiskjölum. R20090232
    Vísað til borgarstjórnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins hefur mikla samúð með rekstraraðilum á þessum reitum. Margir hafa hrakist á brott, nokkrir undirbúa nú brottför og enn eru einhverjir að bíða með von um að „kraftaverk“ gerist. Framlagning þessara mála, deiliskipulag (færsla á lóðarmörkum) við reitina Laugavegur, Brynjureitur og Frakkastígur er sérstök vegna skýrslu fyrirtækisins Landslags sem birt er í gögnum. Í skýrslunni eru ósannindi. Þar stendur „Mikið líf hefur skapast á Laugaveginum síðustu misseri þar sem takmarkanir á bílaumferð hafa gert gangandi og hjólandi umferð hærra undir höfði.“ Þetta er hvorki satt né rétt. Öll vitum við að lítið líf er á Laugavegi og verslanir sem þar eru róa lífróður. Farið var í breytinguna án samtals við fjölmarga rekstraraðila sem vöruðu við lokun á alla umferð. Þetta voru mistök. Skipulagsyfirvöld áttu aldrei að ganga fram með svo miklu offorsi. Ótti hagsmunaaðila reyndist á rökum reistur og hefur verslun hrunið. Á þetta áttu skipulagsyfirvöld að hlusta. Með COVID-19 fóru ferðamenn sem gerði illt verra. Hrun verslunar var byrjað löngu áður og á því ber skipulagsráð ábyrgð. Þetta er ekki pólitík heldur staðreynd. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. september 2020, þar sem óskað er eftir heimild borgarráðs til að bjóða út framkvæmdir á svæði Fáks í Almannadal, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 30 m.kr. R19100437
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er mjög ánægjulegt að borgin ætli að leggja fjármagn inn á svæði Fáks í Almannadal í formi þess að bæta yfirborðsefni á skeiðvöll auk annarra framkvæmda á reiðleiðum til að uppfylla kröfur um öryggi. Hestamannasamfélagið í Reykjavík er einstakt fyrir borgina.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 8.45 tekur borgarstjóri sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 28. september 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun 2020. Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
    Vísað til borgarstjórnar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur nokkrum sinnum lagt fram tillögur í þá veru að hækka frístundakortið til hagsbóta fyrir barnafjölskyldur í Reykjavík. Þeim hefur öllum verið hafnað. Nú er verið að setja af stað tilraunaverkefni í Breiðholti sem snýr að aukinni virkni barna í hverfinu. Er það mjög jákvætt vegna samsetningar hverfisins. Rétt er að koma því á framfæri að slíkt gæti brotið jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar í þá veru að taka ívilnandi ákvarðanir fyrir hluta hóps á meðan aðrir sitja uppi með eldri ákvörðun að frístundakort standi í stað í 50.000 krónum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    í viðauka er lagt til að fjárheimildir velferðarsviðs hækki um 20.300 þ.kr. vegna tilraunaverkefnis um frístundir í Breiðholti. Aðgerðirnar felast í því að hækka frístundakortið úr 50.000 í 80.000 kr. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að hér ætti ekki að vera um neitt tilraunaverkefni að ræða heldur ætti þetta verkefni að vera varanlegt og ná til allra hverfa. Að öðrum kosti er verið að mismuna börnum. Enda þótt mesta fátæktin sé vissulega í hverfi 111 eru líka fátæk börn í öðrum hverfum og það eru líka börn af erlendum uppruna í öðrum hverfum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur barist lengi fyrir því að frístundakortið verði notað samkvæmt sínu upphaflega tilgangi en ekki til að greiða með frístundaheimili eða setja upp í skuld foreldra sem þarfnast fjárhagsaðstoðar fyrir börn sín. Upphæðin hefur verið allt of lág, ekki síst þar sem krafist er að námskeið vari í 10 vikur til að hægt sé að nota frístundakortið. Enn hefur stýrihópur sá sem er að endurskoða reglur um frístundakortið engu skilað.

    Helga Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 9.05 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 26. september 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamninga vegna Skapandi húsnæðis, ásamt fylgiskjölum. R20050002
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg auglýsti í fjölmiðlum 30. maí sl. til leigu húsnæði í Gufunesi, Bryggjuhverfi og Skerjafirði fyrir áhugaverð skapandi verkefni. Til ráðstöfunar voru rúmlega 9 þúsund fermetrar sem ætlunin er að nýta sem hluta af viðspyrnu vegna erfiðs efnahagsástands í kjölfar COVID-19 faraldursins. Sérstök áhersla var lögð á skapandi greinar, uppbyggingu sprotaverkefna og samfélagsleg verkefni. Mikilvægt er að starfsemin falli vel að nærumhverfinu og gæði það lífi. Húsin sem um ræðir eru fjölbreytt og í misjöfnu ástandi.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks samþykkja tillöguna með þeim fyrirvara að húsnæðið uppfylli lágmarkskröfur Vinnueftirlitsins, heilbrigðiseftirlitsins og eldvarnareftirlitsins um heilbrigðisráðstafanir og öryggi. 

    Óli Jón Hertervig, Daniela Katarzyna Zbikowska, Gunnsteinn R Ómarsson, Ricardo Mario Villalobos, Nichole Leigh Mosty og Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 29. september 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um afgreiðslu á kvörtun vegna ummæla fyrrum borgarritara, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. janúar 2020. R20010392

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fram kemur í svari borgarstjóra að kvörtunin hafi verið afgreidd í bréfi dags. 2. september. Það er rétt. Kvörtunin sneri að neikvæðri og meiðandi skrifum fyrrverandi borgarritara á samfélagsmiðlinum Workplace en hann sagði m.a. að minnihlutafulltrúar væru tuddar og að þeir minnihlutafulltrúar sem myndu bregðast við þessum ummælum hans væru þeir seku. Þessi ummæli sagði hann að væru sögð í umboði borgarstjóra. Engu að síður vill fulltrúi Flokks fólksins koma því á framfæri að sú hegðun sem fyrrverandi borgarritari sýndi minnihlutafulltrúum var með öllum óásættanleg og skaðaði bæði þá og fjölskyldur þeirra. Undir óhróður hans á Workplace tóku um 80 starfsmenn, þar af margir í æðstu stöðum borgarinnar. Fyrir minnihlutafulltrúa, nýlega kjörna var þetta sérkennileg og erfið reynsla. Ef vísað er til afgreiðslubréfs borgarstjóra kemur fram að honum finnist að það hafi verið rétt og eðlilegt að borgarritari tjáði sig með þessum hætti enda hafi allir tjáningarfrelsi. Þá er spurt hvort minnihlutafulltrúar hafi ekki líka tjáningarfrelsi? Eða gilda um þá aðrar reglur? Fulltrúi Flokks fólksins telur sig ekki vera neinn tudda en taldi sig engu að síður knúinn til að tjá sig um ummæli borgarritara fyrir þær sakir að þær voru óviðeigandi og meiðandi. Tjáningin per se gerir engan kerfisbundið að neinu, hvað þá sekan eða saklausan.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þetta erindi á sér rætur í Rannsóknarrétti ráðhússins sem verður borgarstjóranum og meirihlutanum til háborinnar skammar um langa hríð. Hann var gerður til þess eins að etja saman kjörnum fulltrúum og embættismönnum. Reynt var að þvinga rannsóknarréttinum upp á mig sem borgarfulltrúa – og þvæla inn í lögleysu. Auðvitað sá ég við mínum pólitísku andstæðingum og sinnti í engu þessari heimatilbúnu vitleysu – „made in ráðhúsið“. Bréf borgarstjóra til Kolbrúnar Baldursdóttur, borgarfulltrúa Flokks fólksins, sem ætti að vera hér sem fylgiskjal og ferlið allt, er háðung yfir borgarstjóra og kerfinu svo ekki sé meira sagt. Borgarfulltrúinn lét reyna á hvort Rannsóknarréttur ráðhússins næði ekki líka yfir kvartanir kjörinna fulltrúa gagnvart embættismönnum en öllum til undrunar er það ekki. Til upprifjunar kallaði þáverandi borgarritari, Stefán Eiríksson borgarfulltrúa „tudda á skólalóð“ og sendi þau skilaboð á um 14.000 starfsmenn borgarinnar. Hann hefur nú yfirgefið Ráðhúsið. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Það sem borgarfulltrúi Miðflokksins kallar ,,Rannsóknarrétt Ráðhússins" er bráðabirgðaverkferill til þess meðal annars að reyna að bregðast við aðstæðum sem hafa ekki komið upp fyrir þetta kjörtímabil enda hefur það ekki áður verið vani kjörinna fulltrúa að gera starfsfólk að umfjöllunarefni í opinberri umræðu eins og borgarfulltrúinn hefur gerst uppvís að enda hefur starfsfólkið ekki sömu stöðu og ekki sömu tækifæri til þátttöku í opinberri umræðu og borgarfulltrúinn. Sá verkferill er sáttaverkferill sem er valfrjáls fyrir þátttakendur. Eins og borgarfulltrúinn segir sjálfur kaus hann að taka ekki þátt í þeim verkferli og endaði sú saga þar. Reykjavíkurborg ber ábyrgð gagnvart sínu starfsfólki og starfsumhverfi þess og var þessi verkferill tilraun til að standa sig í þeirri skyldu en hafði því miður ekki erindi sem erfiði.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Einelti og ómanneskjuleg samskipti hafa verið í mörg kjörtímabil í ráðhúsinu. Borgarstjóri hefur verið kjörinn fulltrúi í bráðum 20 ár og ber sem framkvæmdastjóri sveitarfélagsins ábyrgð á þessu eitraða andrúmslofti. Versta ástandið í Ráðhúsinu var á kjörtímabilinu 2010-2014. Það eru mjög margir sem vitna um það. Það er lúalegt að færa þessi vinnubrögð inn á kjörtímabilið sem nú stendur yfir. Að hengja bakara fyrir smið á vel við hérna. Rannsóknarréttur Ráðhússins var settur á stofn eftir að borgarfulltrúi Miðflokksins las dómsorð upp úr dómi Héraðsdóms Reykjavíkur um áminningu sem skrifstofustjóri borgarstjóra veitti fjármálastjóra Ráðhússins. Sú áminning var felld úr gildi með dómsúrskurði. Eftir upplestur dómsorðsins varð fjandinn laus í Ráðhúsinu. Borgarstjóri og meirihlutinn þurfa að starfa samkvæmt lögum en engin lagastoð er fyrir Raunnsóknarrétti Ráðhússins. Auðvitað getur borgarfulltrúi Miðflokksins ekki tekið þátt í slíkum lögbrotum. Ásökunum er því vísað til föðurhúsanna og skorað er á borgarstjóra að laga andrúmsloftið í Ráðhúsinu því hann sem framkvæmdastjóri ber ábyrgð á því eins og siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur úrskurðað.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. september 2020, við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um aðgang að vinnustofu Kjarvals, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. júní og 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. september 2020. R20060111

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta mál er hneyksli og er elítuvæðing opinberra starfsmanna. Reykjavíkurborg er rekin fyrir almannafé en er ekki fyrirtæki á almenna markaðnum. Borgarstjóri og meirihlutinn sem kenna sig við vinstri jafnaðarmennsku og félagslegar áherslur á hátíðarstundum kaupa kort fyrir toppana í Reykjavík fyrir 1,6 milljón á ársgrundvelli. Búið er að kaupa veitingar/áfengi fyrir tæpa milljón en fram kemur að svítan hafi verið lítið notuð eftir COVID-19. Ergó: Tæp 1 milljón fyrstu fjóra mánuðina eftir að samningurinn var gerður 1. nóvember 2019. Auðvelt er því að álykta að veitingakaup hefðu farið í 4 milljónir á ársgrundvelli hefði COVID ekki komið til. Samtals hefði þessi reikningur upp á tæpar 6 milljónir verið sendur á útsvarsgreiðendur í Reykjavík án þess að nokkur hafi orðið þess var. Rökstuðningur ákvörðuninnar heldur ekki vatni en hann er þessi: „Fundarherbergi í húsnæði borgarinnar eru umsetin og bókuð með talsverðum fyrirvara. Að mati stjórnenda getur reynst farsælla að funda með samstarfsaðilum borgarinnar á hlutlausu svæði. Einnig getur verið þörf á einkafundum.“ Reykjavíkurborg á yfirdrifið af húsnæði. Eigið þið annan? Hræsnin og sófakommúnisminn sem birtist hér er ógeðfelld. 10 korthafar eru gefnir upp í þessu svari en áður var búið að upplýsa um að þeir væru 11. Hver er sá ellefti?
    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Eins og fram kemur í svarinu þá eru markmið tilraunaverkefnisins sparnaður. Þegar verkefninu er lokið verður skoðað hvernig til tókst en leiða má að því líkum að fjármagn hafi sparast. Á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara er eitt kort en tveir tengiliðir, sem eru borgarritari og skrifstofustjóri.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Eins og fram kemur í svari borgarritara þá var ákveðið að fara í tilraunaverkefni til eins árs með Vinnustofu Kjarvals til þess að lækka kostnað vegna starfsdaga, vegna starfsþróunarsamtala eða annarra þeirra funda sem mælt er með að eigi sér stað utan hefðbundins vinnustaðar. Mikil nýting var meðal starfsfólks borgarinnar vegna starfsdaga, starfsþróunarsamtala, funda og viðtala þar til COVID-19 skall á. Eins og fram kemur í svarinu verður metið þegar tilraunaverkefninu lýkur í lok þessa mánaðar hvort ástæða sé til að halda verkefninu áfram eða hvort til séu aðrar skynsamlegar og hagkvæmar leiðir til að ná sömu markmiðum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Í alvöru. Meirihlutinn er að réttlæta elítuvæðinguna og sófakommúnismann. Þau haga sér eins og þau stjórni fyrirtæki á almenna markaðnum. Þetta er þeim algjörlega til skammar en lýsir viðhorfi þeirra til hins almenna borgara vel. Ég á þetta – ég má þetta.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Þessi fjárhæð upp á 821.000 kr. er til viðbótar þeim kostnaði sem borgin greiðir fyrir aðgang að Kjarvalsstofu. Rétt er að benda á að vatn, sódavatn og kaffi er innifalið í aðgangi eins og kemur fram í svari borgarinnar.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. september 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um ferðakostnað árið 2020 samanborið við árið 2019 sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. september. R20090031

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Svarið nær einungis til fyrstu sex mánaða áranna 2019 og 2020. Ferðakostnaður fyrstu sex mánuði ársins 2020 er 66,5% lægri en á sama tímabili ársins 2019 eða sem nemur 44.303.785 m.kr. Auðveldlega má áætla að sparnaðurinn af COVID-19 verði mörgum tugum milljóna meiri þegar árið verður gert upp vegna þeirrar staðreyndar að landið hefur nánast verið lokað frá í byrjun mars. Til hamingju Reykvíkingar loksins fann ég sparnað í rekstrinum þó ástæðurnar séu óskemmtilegar. Með tilkomu tækninnar sem tekin var fyrir alvöru í notkun í COVID eru engin rök fyrir öðru en að draga stórlega úr öllum utanlandsferðum til sparnaðar í rekstri. Rétt er að minna á að ein af mínum fyrstu sparnaðartillögum í borgarstjórn var að draga úr utanlandsferðum. Í svarið vantar ferðakostnað B-hluta fyrirtækja og er því fyrirspurnin lögð fram á nýjan leik.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Ferðir fulltrúa borgarinnar á fundi, viðburði og ráðstefnur erlendis eru mikilvægur hluti af því að sækja þekkingu í ólíkum málaflokkum. Borgin hefur einnig mjög miklum upplýsingum að miðla á vettvangi loftslagsmála, skipulags, velferðar, skóla, menningar, íþrótta og tómstundamála, lýðræðismála og fleiri atriða þar sem borgin skarar fram úr á alþjóðavísu. Sjálfsagt er að skoða að sækja fjarfundi þegar boðið er upp á það en sú afstaða sem lesa má út úr bókun Miðflokksins um að borgin einangri sig á alþjóðavettvangi er athyglisverð.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Hvílík steypa sem er borin hér á borð. Að spara í rekstri borgarinnar í utanlandsferðum sé merki um einangrun á alþjóðavettvangi er fásinna. Þvert á móti er það merki um mikla alþjóðavæðingu og í takt við tímann að nota sem mest fjarfundarbúnað til samskipta á alþjóðavettvangi er framtíðarsýn en ekki afturhald eins og meirihlutinn talar fyrir.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgin hefur sparað sér tugi milljóna króna á síðustu mánuðum með nútímatækni. Á næstunni er mikil þörf fyrir hagræðingu í rekstri og mikilvægt að lágmarka óþarfa kostnað.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. september 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um yfirlit yfir fyrirspurnir flokksins í borgarráði, sbr. 15. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. september 2020. R20090200

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er hreint með ólíkindum að skrifstofa borgarstjórnar skuli ekki beita sér harðar í því að fyrirspurnum frá kjörnum fulltrúum sé svarað innan tímamarka sem eru að meginreglu þrjár vikur. Elsta fyrirspurnin er frá upphafi árs 2019. B-hluta fyrirtækin eru áberandi á þessum lista ósvaraðra spurninga ásamt fjármálaskrifstofu. Skorað er á skrifstofustjóra borgarstjórnar að krefja þessa aðila að fyrirspurnunum verði svarað fyrir næsta borgarráðsfund. Það er vonandi ekki verið að fela neitt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fjöldi fyrirspurna í borgarráði hefur margfaldast á þessu kjörtímabili borið saman við kjörtímabilið 2014-2018. Til að mynda var heildarfjöldi fyrirspurna á einu ári jafnmikill og á öllu síðasta kjörtímabili. Það er eðlilegt að tafir verði á svörum en áheyrnarfulltrúinn má treysta því að fyrirspurnum er alltaf svarað og að embættisfólk borgarinnar vinnur af fullum heilindum við svörun fyrirspurna og fjölda annarra verkefna.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 28. september 2020 við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um aðgerðir Reykjavíkurborgar varðandi húsnæðiskostnað sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. september 2020. R20090146

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Húsnæðiskostnaður margra borgarbúa er gríðarlega hár og aðgerðir Reykjavíkurborgar hafa ekki dugað sem skyldi til að tryggja borgarbúum húsnæði á viðráðanlegu verði. Til að leitast við að draga fram hversu hátt hlutfall borgarbúa greiðir húsnæðiskostnað sem er íþyngjandi hefur fulltrúi sósíalista lagt fram framhaldsfyrirspurn um slíkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Í húsnæðisstefnu Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir margvíslegum úrræðum í húsnæðismálum svo sem húsnæðisuppbyggingu án hagnaðarsjónarmiða. Má þar t.d. nefna húsnæði sem byggt er í samstarfi við verkalýðshreyfinguna, stofnframlög til húsnæðissjálfseignarstofnana um byggingu leiguhúsnæðis fyrir tekju- og eignalitla einstaklinga, hagkvæmt húsnæði, bygging félagslegs leiguhúsnæðis og svo mætti áfram telja. Almenna íbúðakerfið var sett á stofn árið 2016 og standa Reykjavíkurborg og ríkið sameiginlega að árlegri veitingu stofnframlaga til bygginga og kaupa á almennum íbúðum. Frá árinu 2016 hefur 13,9 milljörðum króna verið úthlutað til bygginga og kaupa á 2.734 íbúðum, víðs vegar um landið, þar af 2.193 íbúðum á höfuðborgarsvæðinu og langflestar í Reykjavík. Reykjavík dregur því sannarlega vagninn í uppbyggingu almennra íbúða og á 80% uppbyggingarinnar sér stað í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Þó að þetta komi fram í stefnunni þá er þetta ekki veruleikinn, þar sem margir búa við ótryggar aðstæður á húsnæðismarkaði og úr því þarf svo sannarlega að bæta.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 28. september 2020, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heilbrigðiskröfur húsnæðis sem borgin býður listamönnum til leigu, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. júní 2020. R20060109

    Fylgigögn

  21. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrú Miðflokksins um skipun í fjármálastýrihóp, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 24. september 2020. R20090195
    Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sveitarfélög víða um land standa nú frammi fyrir miklum fjárhagslegum vanda og er Reykjavíkurborg þar ekki undanskilin. Því er brýn þörf á að gripið sé til sameiginlegs átaks allra flokka í borgarstjórn til að mæta þeim vanda. Í þessari vinnu skal pólitískur ágreiningur lagður til hliðar og öll orka sett í að finna lausnir sem skila hámarks árangri án skerðinga á lögbundinni þjónustu og grunnþjónustu með hagsæld borgarbúa í fyrirrúmi. Á þeim grunni var tillaga um að skipaður verði stýrihópur um niðurskurðaraðgerðir vegna fjármálastöðu Reykjavíkurborgar. Stýrihópurinn skal vera skipaður átta kjörnum fulltrúum, einum frá hverjum flokki sem fulltrúa á í borgarstjórn. Verkefni stýrihópsins er að rýna fjárhagsáætlanir borgarinnar og skila tillögum að 15 milljarða niðurskurði árlega næstu þrjú árin eða samtals 45 milljarða, án þess að til skerðinga komi á lögbundinni þjónustu eða grunnþjónustu. Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins í borgarráði telur þessa leið einu færu leiðina til að skera Reykjavíkurborg niður úr þeim gríðarlega skuldaklafa sem borgarstjóri hefur komið borginni í.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Skuldahlutfall A-hluta borgarinnar borið saman við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu sýna að hlutfallið er lægst í Reykjavík. Reykjavík hefur tekið fram úr nágrannasveitarfélögum í hlutfallslegri íbúafjölgun sem fylgja auknar tekjur og líka auknar skuldbiningar. COVID-19 aðgerðir borgarinnar gera ráð fyrir mikilli fjárfestingu á næstu árum, eðlilegri hagræðingu en ekki niðurskurði. Nýgerðir kjarasamningar taka allir mið af Lífskjarasamningum sem munu standa skv. nýlegum viðræðum aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar. Það væri óábyrgt af borginni að rjúfa þá samstöðu sem ríkt hefur vegna kjarasamninga.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ljóst er að heimsfaraldur COVID-19 hefur veruleg áhrif á fjármál sveitarfélag. Tekjur dragast mikið saman á meðan kostnaður eykst. Nú er fjárhagsáætlun 2021 og 5 ára áætlun í undirbúningi. Í þeirri vinnu er litið til fjármálaáætlunar ríkisins og tekið undir að hið opinbera auki ekki á þann samdrátt sem nú á sér stað í samfélaginu. Talið er þjóðhagslega hagkvæmt að tryggja fjárfestingar til uppbyggingar innviða og stefnum við á að gera það með grænum áherslum. Í forsendum fjárhagsáætlunar er þrátt fyrir það gerð krafa um 1% hagræðingu en litið til þess að styðja við velferð og menntun og gera einungis 0,5 % hagræðingarkröfu á þá þjónustuþætti. Ljóst er að til að halda úti þeirri þjónustu og fjárfestingum sem þarf, þá munu skuldir aukast en borgin er ágætlega í stakk búin undir það enda langt undir öllum viðmiðum hvað það varðar. Tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins fjallar um að farið verði í mikinn niðurskurð og atvinnuleysi aukið sem vinnur á móti þeim markmiðum sem ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa lýst yfir að þau vilja ná. Ljóst er að tilgangur Miðflokksins er ekki borginni til heilla heldur er hér markmið um að lama þjónustu og uppbyggingu innviða. Á það getum við ekki fallist og leggjum því til að tillagan verði felld.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Meirihlutinn felldi tillögu um að skipaður verði stýrihópur um niðurskurðaraðgerðir vegna fjármálastöðu Reykjavíkurborgar. Gríðarlega þungbær skuldastaða og skuldbindingar Reykjavíkurborgar upp á tæpa 400 milljarða hefur ekkert með COVID-19 og þá alvarlegu stöðu að gera. Skuldavandinn hefur hlaðist upp frá árinu 2013 á sama tíma og ríkið hóf að greiða niður skuldir eftir bankahrunið. Alþjóðagaldeyrissjóðurinn kom að endurskipulagi ríkisrekstursins og þurfti að taka óvinsælar ákvarðanir. Það er mat borgarfulltrúa Miðflokksins að Reykjavíkurborg standi nú í sömu sporum og ríkið á haustdögum 2008. Í raun er staðan sú að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga þurfi að koma Reykjavíkurborg til aðstoðar í endurskipulagningu á rekstri borgarinnar. Borgarstjóra og meirihlutanum virðist ofviða að spara og hagræða í rekstri. Áfram skal reksturinn keyrður á lántökum sem framtíðarkynslóðir þurfa að axla ábyrgð á. Það sjónarmið sem sífellt er haldið á lofti að ríkið komi Reykjavík til bjargar er slíkt metnaðarleysi og óheiðarlegt. Allir vita að ríkið ber fyrir rest ábyrgð á rekstri sveitarfélaganna. Það veit borgarstjóri best af öllum og það sjónarmið lýsir best viðhorfi hans sem framkvæmdastjóra sveitarfélagsins. Ekki hefur verið forgangsraðað í lögbundin verkefni og grunnþjónustu – í stað þess hafa gæluverkefni verið keyrð áfram af fullum þunga. Það heitir fjármálaóreiða með opinbert fé.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Enginn stýrihópur starfar nú markvisst að hagræðingu. Borgin er ósjálfbær í rekstri og kemur illa út úr mesta góðæri Íslandssögunnar. Full ástæða er til að hagræða eins og kostur er en það kann að taka tíma vegna þeirra ákvarðana sem borgin hefur tekið undanfarið. Má hér nefna nýgerða kjarasamninga, fjárfestingarverkefni og aðrar skuldbindingar. Eins mætti selja fyrirtæki á samkeppnismarkaði í eigu borgarinnar til að ná fram aukinni hagræðingu.

    Fylgigögn

  22. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 23. september 2020. R20010018

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðarinnar:

    Í lið 7 í fundargerð endurskoðunarnefndar frá 23. september segir að rætt hafi verið um reikninga Grant Thornton vegna reikninga fyrir endurskoðunarþjónustu við Orkuveitu Reykjavíkur. Endurskoðunarnefnd lagði fram bókun um að samþykkja skuli að fela formanni að ganga frá þessum málum í samræmi við umræður á fundinum. Í fundargerðinni er verið að segja eitthvað sem lesandi fær síðan ekki nánari upplýsingar um. Þarna vantar meiri upplýsingar ef fundargerðin á að halda vatni. Fyrir þá sem ekki sitja fundinn kallar þetta á spurningar. Lesandi vill eðlilega fá að vita meira um þessa reikninga Grant Thornton.

    Fylgigögn

  23. Lögð fram fundargerð innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 24. september 2020. R20060037

    Fylgigögn

  24. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 21. september 2020. R20010026

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðarinnar:

    Svo virðist samkvæmt fundargerð að nokkuð sé ábótavant með merkingar bílastæða, einnig með umferðarskipulag svo sem hringtorg í Grafarholti og Úlfarsárdal. Þetta eru atriði sem þarf að laga og gera það í fullu samráði við íbúa.
    Fram kemur að óánægja er meðal íbúa með skort á merkingum og mistúlkun á legu bílastæða í Úlfarsárdal. Má þar helst nefna Freyjubrunn og Sjafnarbrunn. Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals leggur til að bílastæði í borgarlandi sem liggja samhliða akbrautum verði merkt með málningu. Hvað stendur í vegi hjá skipulagsyfirvöldum að ganga í að lagfæra og fullklára þessi verk? Með þau óleyst skapast hætta á slysum.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 24. september 2020. R20010027

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:

    Fulltrúi Flokks fólksins tekur undir með íbúaráðinu í lið 2 þar sem fjallað er um skólamál í norðanverðum Grafarvogi. Þau mál voru ekki leyst nægjanlega vel. Sameining skólanna var of hröð og ekki séð nægjanlega til þess að allt væri verklega í lagi þegar sameinað var. Of lítið var um alvöru samráð. Til dæmis var foreldrum lofað þegar Korpuskóla var lokað að öryggi barna þeirra yrði að fullu tryggt. Það loforð hefur ekki verið efnt að fullu.  Ennþá er t.d. vandamál með aðstæður við biðstöðina við Brúnastaði. Þarna er stærsti hópurinn á hverjum degi að bíða í einum hnapp. Börn á aldrinum 6-10 ára. Fulltrúi Flokks fólksins vill minna á þetta enn og aftur og það áður en að slys verður. Eftir því sem upplýsingar berast er ekki verið að hægja á umferð á þessum stað, fyrir utan hvað skýlið stendur nærri götunni. Umferðin og hraðinn þarna er stórhættulegur og vekur furðu að ekki sé búið að ganga í betrumbætur.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 24. september 2020. R20010028

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 4. lið fundargerðarinnar:
     
    Þessi tillaga er enn ein aðförin að fjölskyldubílnum og er henni alfarið hafnað. Að minnka hraðann með þessum hætti skapar enn meira umferðaröngþveiti í Reykjavík en nú er. Borgarstjóra og meirihlutanum er hætt að vera sjálfrátt í umferðarmálum í stýringu sinni á daglegu líf þeirra sem búa, lifa og starfa í borginni. Íbúaráðið ætlar ekki að skila umbeðinni umsögn á meðfylgjandi tillögu að hámarkshraðaáætlun Reykjavíkurborgar fyrir borgarhlutann. Borgarfulltrúi Miðflokksins er því eini talsmaður þeirra sem þurfa og verða að vera á fjölskyldubílnum og jafnvel tveimur til að geta sinnt sínu fjölskyldulífi með því að komast hratt á milli staða. Tíminn er dýrmætur og andrúmsloftið er líka dýrmætt og mun meiri mengun er þegar hægt er á umferð. Þessi tillaga gengur gegn báðum. Minnt er á að ef þessi tillaga nær fram að ganga þá brýtur hún gegn samgöngusáttmála ríkisstjórnarinnar og borgarinnar um að greiða umferðarflæði með ljósastýringu.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 22. september 2020. R20010031

    Fylgigögn

  28. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 16. september 2020. R20010032

    Fylgigögn

  29. Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 28. ágúst 2020. R20010013

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Athygli er vakin á enn meiri kostnaðarauka vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar GAJA. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 5. lið fundargerðarinnar:

    Undir 5. lið í fundargerð SORPU er talað um að rætt hafi verið um markaðsþróun vegna metans og moltu. Ekki er sagt frá stöðu sölu metans og ráðstöfun moltu. Enn og aftur er aðeins sagt frá hvað er rætt á fundi SORPU en ekki út á hvað umræðan gekk, niðurstöður? Erfitt er að sjá hver staðan er. Hvernig standa sem dæmi markaðsmál metans? Einnig má ætla að tafir við GAJU hafi kostað eitthvað, en hversu mikið ? Til að fundargerð gagnist fyrir aðra en þá sem sækja fundi þarf þetta að vera bitastæðara, innihaldsmeira. Fulltrúi Flokks fólksins hefur áður rætt þetta vandamál með fundargerðir SORPU. Minnt er á umræðuna m.a. á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga og niðurstöður Strategíu eftir langa og ítarlega vinnu með kjörnum fulltrúum og aðkomu þeirra að bs.-fyrirtækjum. Niðurstaðan var m.a. að bætta þyrfti aðgengi kjörinna fulltrúa að rekstri og áherslum byggðasamlaga. Eigendur og minnihlutafulltrúar eiga rétt á að fá upplýsingar um hvað fer fram í byggðasamlögum. Snautleg fundargerð eins og SORPU er ekki liður í átt að ríkari aðkomu neins, hvað þá meira gegnsæis.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Með þeirri fundargerð SORPU bs. sem áheyrnarfulltrúi Flokk fólksins gerir að umtalsefni í bókun sinni fylgir þrjátíu blaðsíðna ítarefni. Ef það nægir fulltrúanum ekki til glöggvunar um efni fundarins þá getur fulltrúinn ávallt snúið sér til félagsins og framkvæmdastjóra eftir frekari svörum.

    Fylgigögn

  30. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 4. september 2020. R20010017

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R20090219

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. og 3. lið yfirlitsins:

    Fulltrúi Flokks fólksins vill taka undir í lið 3 í fundargerð stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga þar sem fram kemur árétting afstöðu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að ótímabært og óskynsamlegt sé að hækka gjöld á íbúa að nauðsynjalausu við núverandi efnahagsástand. Því miður hefur Reykjavíkurborg hundsað þessi tilmæli. Nýlega var ákveðið að hækka fjölmargar gjaldskrár umtalsvert. Meirihluti skóla- og frístundaráðs hefur gagnrýnt drög menntamálaráðuneytis að breytingu á viðmiðunarstundaskrá í aðalnámskrá grunnskóla og þá sérstaklega niðurskurð á vali nemenda til að hægt sé að leggja meiri áherslu á m.a. íslensku og lestur. Hér er verið að reyna að bregðast við hríðversnandi árangri barna í lestri í grunnskólum Reykjavíkur. Lesskimun 2019 sýnir enn verri árangur. Tæp 61% nemenda les sér til gagns en rúm 39% geta það ekki. Þetta er verri útkoma en árið 2018 en þá gátu 65% stúlkna lesið sér til gagns og 64% drengja. Munar um 4 prósentustigum milli ára. Hlutfallið 2019 er það næstlægsta í sögu skimunar. Hringlandaháttur hefur verið með lestraraðferðir. Önnur, hljóðaaðferðin, er gagnreynd en árangur hinnar, byrjendalæsis, er dregin í efa af ýmsum sérfræðingum vegna skorts á ritrýndum rannsóknum. Það er því ljóst að skóla- og frístundaráði og skóla- og frístundasviði hefur ekki tekist að ná markmiðum sínum í lestrarkennslu.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20090220

    Fylgigögn

  33. Lögð fram yfirlýsing Global Parliament of Mayors, ódags., vegna átaks gegn ofbeldi. R20090109

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Stórfelldar framkvæmdir eru við Háuhlíð og næsta nágrenni þar sem mikill trjágróður hefur verið tekinn. Þessar framkvæmdir hafa farið fram án þess að íbúar hafi verið upplýstir um framkvæmdirnar eða haft samráð við þá um breytingar á svæðinu. Hvaða framkvæmdir eiga sér stað þarna og hver er tilgangurinn með þeim? Lögð er áhersla á að haft sé samráð við íbúa og þeir upplýstir um breytingar og framkvæmdir í nágrenni við þá. R20100010

  35. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Framkvæmdir hafa átt sér stað í a.m.k. tvö ár við Suðurgötu vegna vinnu við lagnir og endurnýjun götunnar. Þessar framkvæmdir hafa dregist úr hömlu og enn eiga miklar framkvæmdir sér stað við götuna sem hafa dregið úr umferðaröryggi gangandi, hjólandi og akandi sem skapar mikið umferðaröngþveiti á álagstímum. Hvenær er áætlað að þessum framkvæmdum ljúki? R20100011

  36. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

    Er hægt að fá fram upplýsingar um hversu margir í Reykjavík eru á leigumarkaði og hversu margir greiða nú eða hafa greitt yfir 25% af ráðstöfunartekjum sínum í húsnæðiskostnað síðasta mánuðinn? Er t.a.m. hægt að fá þær upplýsingar að einhverju leyti fram í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem sér um greiðslu húsnæðisbóta? Ef hægt er að fá fram þær upplýsingar er óskað eftir þeim til að fá fram upplýsingar um stöðu leigjenda í Reykjavík. R20100012

  37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Þann 7. september sl. barst fjármála- og áhættustýringarsviði fyrirspurn frá áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um að lögð verði fram sundurliðun á ferðakostnaði fyrir A-hluta Reykjavíkurborgar árið 2020 samanborið við árið 2019. Fyrirspurnin var eftirfarandi: „Með ferðakostnaði er átt við ferðalög, hótelkostnað, uppihald og dagpeninga á Íslandi og erlendis. Hvað hefur ferðakostnaður Reykjavíkur lækkað á fyrstu níu mánuðum ársins miðað við árið 2019? Óskað er eftir sundurliðun fyrir A-hluta, með öllum undirstofnunum, sundurliðun fyrir yfirstjórn án undirstofnana og samstæðunnar í heild.“ Þar sem ekki bárust svör nema fyrir A-hluta en ekki samstæðunnar í heild þá er fyrirspurnin lögð fram á nýjan leik. Það gefur líka tækifæri á að svara fyrir lengra tímabil en einungis fyrstu sex mánuði ársins. R20090031

  38. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Í svari við fyrirspurn um aðgang að Vinnustofu Kjarvals eru einungis taldir upp 10 korthafar, en áður var upplýsingafulltrúi Reykjavíkur búinn að gefa út að korthafar væru 11 talsins. Hver er sá ellefti? R20060111

  39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um fjölda greininga sem voru gerðar á þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar árið 2019. Óskað er sundurliðunar eftir þjónustumiðstöðvum. Óskað er upplýsinga um fjölda tilvísana, viðtalsbeiðna og bráðamála árið 2019 skipt eftir þjónustumiðstöðvum. R20100005

  40. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Enda þótt nemendur kunni að vera ágætir í lesfimi (hraða og lestrarlagi) eru þeir ekki alltaf eða endilega með góðan lesskilning. Reykjavíkurborg nýtir sér aðferðir stefnumiðaðs árangursmats til að meta lesfimi og hafa það að markmiði að nemendur geti lesið sér til gagns við lok 2. bekkjar. Án þess að skilja eða meðtaka það sem lesið er, gagnast lestur lítið jafnvel þótt hægt sé að lesa hratt og fumlaust. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hvaða sérstöku aðferðir/mælingar hafa verið notaðar til að mæla lesskilning nemenda. R20100006

  41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Í ljósi versnandi árangurs barna í lestri sbr. lesskimun 2017, 2018 og 2019 óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir upplýsingum um hvað margir skólar nota gagnreynda lestrarkennsluaðferð. Miklar áhyggjur eru af hríðversnandi árangri barna í lestri í grunnskólum Reykjavíkur. Deilt hefur verið um tvær aðferðir við lestrarkennslu síðustu árin. Önnur (hljóðaaðferðin) er rótgróin aðferð, byggð á sannreyndum gögnum. Hin (byrjendalæsi) á rætur að rekja til ársins 2004 og hefur árangur hennar verið dregin í efa af ýmsum sérfræðingum Menntamálastofnunar. Engar ritrýndar, óháðar rannsóknir eru á bak við aðferðina. Skólastjórnendum er í sjálfsvald sett hvaða aðferð er notuð við kennsluna. Árið 2017 notaði helmingur skóla byrjendalæsi. Fulltrúa Flokks fólksins fýsir að vita hver staðan er nú. Reykjavíkurborg á ekki til gögn sem sýna samanburð á milli lesþróunar barna í skólum eftir námsaðferð. Nú liggur fyrir að ekki hefur tekist að kenna 33-39% barna að lesa sér til gagns eftir 2. bekk á tímabilinu 2002 til 2019, (67% gátu lesið sér til gagns 2002 og 61% árið 2019). R20100007

  42. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvað margir læsisfræðingar starfa í leik- og grunnskólum Reykjavíkur. Læsisfræðingar eru þeir sem hafa lokið meistaragráðu í læsisfræðum við innlendan eða erlenda háskóla og eru því sérfræðingar á sviði náms og kennslu í læsi. Hlutverk læsisfræðinga er fjölbreytt. Læsisfræðingar eru án efa góð viðbót við flóru starfsfólks skóla. Þeir þekkja vel til á sviði rannsókna og vita hvaða kennsluaðferðir eru raunprófaðar og hafa sýnt árangur. Störf þeirra geta snúið að beinni kennslu nemenda í læsi, greiningum á lestrarvanda, eftirfylgni barna, ráðgjöf og stuðningi við kennara og foreldra auk aðkomu að stefnumótun varðandi læsiskennslu. R20100008

  43. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Í lið 7 í fundargerð endurskoðunarnefndar segir að rætt hafi verið um reikninga Grant Thornton fyrir endurskoðunarþjónustu við Orkuveitu Reykjavíkur. Endurskoðunarnefnd lagði fram bókun um að samþykkja skuli að fela formanni að ganga frá þessum málum í samræmi við umræður á fundinum. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá að sjá þessa reikninga Grant Thornton fyrir endurskoðunarverk við OR og spyr hvar þá er hægt að finna. R20010018

    -    Kl. 10.00 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum.

Fundi slitið klukkan 10:10

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Marta Guðjónsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_0110_5601.pdf