Borgarráð
Ár 2020, fimmtudaginn 25. júní, var haldinn 5589. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram, Pétur Ólafsson, Ívar Vincent Smárason og Sindri Freyr Ásgeirsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 16. júní 2020, um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa og sjö til vara á fundi borgarstjórnar þann 16. júní 2020. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir var kjörin formaður borgarráðs. R18060082
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 16. júní 2020 á tillögu um að fella niður reglulega fundi borgarstjórnar í júlí og ágúst nk. og að borgarráð fari með heimildir borgarstjórnar á þeim tíma. R20060094
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. júní 2020, sbr. samþykkt skipulags og samgönguráðs frá 10. júní 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða - eystri vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi, ásamt fylgiskjölum. R20030066
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti borgarráðs mun halda áfram að leggja áherslu á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um ,,húsnæði fyrst” í þjónustu við heimilislaust fólk með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Öll vinna í málefnum heimilislausra þarf að byggja á gagnkvæmri virðingu þar sem sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins og umburðarlyndi eru í fyrirrúmi og það umburðarlyndi þarf að vera til staðar í öllu samfélaginu. Reykjavíkurborg mun halda áfram að fjölga íbúðum og húsum til leigu fyrir heimilislaust fólk sem hefur sótt um húsnæði til leigu og er tilbúið til að halda heimili með einstaklingsbundnum stuðningi, það er mikilvægt fyrir þá Reykvíkinga sem um ræðir, fjölskyldur þeirra og samfélagið allt. Það að koma upp smáhýsum í borginni er liður í þessu mikilvæga verkefni.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Val á staðsetningu fyrir smáhýsi hefur gengið mjög brösuglega. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja gríðarlega mikilvægt að kynna valkosti betur fyrir íbúum þeirra hverfa í Reykjavík þar sem fyrirhugað er að koma fyrir smáhýsum. Mikilvægt er að þessi úrræði séu í samráði og betri sátt við nærumhverfið og betur sé vandað til allrar vinnu þegar kemur að skipulagi og samvinnu við væntanlega nágranna. Þá er mikilvægt að úrræði sem þessi séu í samræmi við gildandi skipulag.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Reykjavík hafa verið til umræðu um skeið. Markmiðið með smáhýsunum er að veita einstaklingum og pörum með fjölþættan vanda öruggt húsnæði. Erfitt hefur reynst að finna þessum smáhýsum stað. Mikilvægt er að smáhýsin séu nálægt allri helstu þjónustu og almenningssamgöngum. Það eru ekki allir sáttir við að fá smáhýsin í nærumhverfið. Vel kann að vera að almennt þurfi að auka þekkingu á málefnum heimilislausra á Íslandi og veita betri innsýn. Stundum nægja upplýsingar og fræðsla um málaflokkinn til að róa þá sem bera kvíðboga fyrir að fá þetta nýja búsetuúrræði í hverfið sitt. Fyrir einhverja sem fá úthlutað smáhýsi er það e.t.v. fyrsta heimilið þeirra í langan tíma, staður þar sem þeir geta dvalið á í stað þess að vera stöðugt á ferðinni. Heimili er ekki einungis skjól fyrir kulda og vosbúð. Tengslin við heimilið er ekki síður háð því að viðkomandi finni að hann er velkominn á staðinn og í hverfið. Það getur komið fyrir alla að vera heimilislausir. Skylda samfélagsins er að sjá til þess að allir hafi þak yfir höfuð sitt, stað sem þeir geta kallað heimili sitt. Að búa í samfélagi kallar á samtryggingu.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. júní 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 10. júní 2020 á að falla frá breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarsundlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu, ásamt fylgiskjölum. R20030010
Afgreiðsla skipulags- og samgönguráðs er staðfest.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að skipulagsyfirvöld hafi séð að sér, séð að þetta hundagerði við Vesturbæjarlaug var illa hannað og skipulagt. Meðal galla var að hundagerðið var allt of lítið. Verst er að skipulagsyfirvöld skuli ekki hafa hlustað strax á hundaeigendur og varnaðarorð fjölmargra. Nú er búið að eyða tíma og fé borgarbúa í eitthvað sem var fyrirfram dæmt til að mistakast. Hönnun þessa hundagerðis var frá byrjun gölluð. Flokkur fólksins lagði fram margar bókanir og athugasemdir um hverju þyrfti að breyta til að gera gerðið fullnægjandi, bæði um stærð, lögun og girðingu, en ekki var hlustað þá. Mikilvægt er að hanna nýtt og gott hundagerði og gera það með hundaeigendum og íbúum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Ekki er tekið undir það að hundagerðið hafi verið illa hannað og illa skipulagt. Samráð var til fyrirmyndar og var tekið undir sjónarmið íbúa enda kom hugmyndin fram í gegnum hugmyndasöfnun meðal þeirra.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2020 þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir ársins 2020 vegna stækkunar Bryggjuhverfis, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 200 m.kr. R20060206
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna Græna netsins árið 2020, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 80 m.kr. R20060207
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 22. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurgerð mannvirkja á borgarlandi við Kambsveg, Norðurbrún og Kleppsveg, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 40 m.kr. R20060203
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2020, þar sem stöðuskýrsla starfshóps vegna uppbyggingar skóla, íþróttamannvirkja, menningarmiðstöðvar og sundlaugar í Úlfarsárdal er send borgarráði til kynningar. R19060117
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Íþróttamannvirkin eru í miðjum Úlfarsárdal og liggja vel við nærliggjandi byggð með góðum samgöngutengingum fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Íþróttamiðstöðin er austasti hluti bygginga við Úlfarsbraut sem þjóna hverfinu. Í vestari hluta bygginganna eru leik- og grunnskóli ásamt frístundamiðstöð, menningarmiðstöð og sundlaug sem nú eru ýmist fullbyggðar eða í uppbyggingu. Spennandi nýjung er rennibraut sem verður aðgengileg fötluðu fólki með lyftu. Að loknum framkvæmdum verður aðstaða í Úlfarsárdal til fyrirmyndar.
Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út verkefni vegna þéttingu byggðar árið 2020, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 85 m.kr. R20060208
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi V. Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að úthluta lóð í Álfsnesvík auk byggingarréttar, ásamt fylgiskjölum. R16060086
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er afar athyglisvert að Reykjavíkurborg fríi sig skaðabótaábyrð sinni í málinu og að stjórnendur Björgunar heiti því að beina málarekstri sínum að ríkisstofnunni Minjastofnun vegna yfirvofandi friðlýsingar í Álfsnesi. Á þessum slóðum er að finna afar merkar minjar um fyrsta útræði og verslun í Reykjavík og hefur meirihlutinn engan áhuga á að standa vörð um þær minjar. Í umsögn Minjastofnunar segir m.a. að staðsetning í Álfsnesvík muni hafa eyðileggjandi og óafturkræf áhrif á þá minjaheild sem bæjarstæði Glóru minjar um kaupstað við Þerneyjarsund og bæjarstæði Sundakots mynda á Álfsnesi vestanverðu. Fyrir liggur að þessi framkvæmd muni raska þeirri minjaheild sem finna má á vestanverðu Álfnesi og að áhrif á menningarminjar verði verulega neikvæð, bein og óafturkræf. Sundabraut á að koma austanmegin á Álfsnesi og hefur Minjastofnun ekki setti sig á móti henni því vegurinn og veghelgunin raskar ekki þessari minjaheild. Minjastofnun fullyrðir að uppbygging á hafnarmannvirkjum og iðnaði á þessu svæði raski minjaheildinni. Athygli vekur að fara á í stórkostlegar landfyllingar upp á 4,1 hektara, sem er rétt undir mörkum skyldu til umhverfismats. Borgarfulltrúi Miðflokksins gerir það að tillögu sinni að landfyllingin fari í umhverfismat vegna þeirra miklu umhverfis- og minjaraskana sem af hljótast vegna framkvæmdanna.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Með yfirlýsingunni er Björgun ehf. einungis að staðfesta að félaginu sé kunnugt um hugmyndir um friðlýsingu á því svæði sem lóðaúthlutunin tekur til. Komi til þess að ráðherra friðlýsi svæðið þá lýsir Björgun ehf. því yfir að félagið muni þá beina hugsanlegri bótakröfu að Minjastofnun Íslands, svo sem áskilið er samkvæmt 53. gr. laga nr. 80/2012 um menningarminjar. Reykjavíkurborg er því ekki að firra sig ætlaðri skaðabótaábyrgð, enda hvílir slík ábyrgð lögum samkvæmt á Minjastofnun Íslands teljist skilyrði hennar vera uppfyllt.
Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingu á kaupsamningi vegna Gufunesvegs 34 og aðilaskipti á Þengilsbás 1. R18010112
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða breytingu á gjalddaga frá janúar 2020 í desember 2020 í ljósi þess að byggingarréttur hefur ekki enn verið hagnýttur. Um er að ræða hefðbundinn gjörning á framtíðarsvæði kvikmyndagerðar og hinna skapandi greina í Gufunesi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er enn á ný verið að samþykkja frestun á greiðslum og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ekki fengið svör við spurningum um málefni Gufuness.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn er verið með loftfimleika hvað varðar greiðslur frá Loftkastalanum til Reykjavíkurborgar. Magnað hvað sumir aðilar njóta mikillar þolinmæði hjá borgarstjóra hvað varðar greiðslur og efndir á meðan aðrir aðilar eru sviptir lóðum sínum skilyrðislaust. Þetta er afleit stjórnsýsla og brot á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Nú er búið að framlengja þennan greiðslufrest um tvö og hálft ár og ekkert er vitað með greiðslur til borgarinnar - annað en það að Loftkastalinn virðist vera búinn að selja Þengilbás 1, ásamt byggingarétti til A 1-5 ehf. Hvað er eiginlega í gangi upp í Gufunesi?
Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 22. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samning vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðunum Súðarvogur 9 og 11 í Vogabyggð, svæði 2, og samkomulag um skipulag, uppbyggingu og þróun á lóðinni Súðarvogur 9 og hluta lóðarinnar Súðarvogur 11 í Vogabyggð, svæði 2, ásamt fylgiskjölum. R20060099
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna Urðarbrunnar 5. R20050224
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hef skyldusetu samkvæmt lögum. Þessi bókun á við marga dagskrárliði á þessum fundi. Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig, m.a. að hún hafi hlotið heilsutjón af, á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Það er með ólíkindum hvernig Vigdís Hauksdóttir, kjörinn fulltrúi í borgarstjórn Reykjavíkur, hegðar sér gagnvart starfsfólki borgarinnar sem sinnir vinnu sinni af samviskusemi og alúð. Orð hennar og hegðun dæma sig sjálf og með framferði hennar er augljóst hver áreitir hvern og leggur hvern í einelti. Hún ætti að líta sér nær, temja sér kurteisi í mannlegum samskiptum og láta af þeirri ofbeldishegðun sem hún hefur sýnt starfsfólki borgarinnar og kjörnum fulltrúum. Þetta er löngu komið gott.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Þegar kjörinn fulltrúi er sakaður um einelti eftir tvo fundi – svo mikið einelti að viðkomandi hafi hlotið heilsutjón af – þá situr borgarfulltrúi Miðflokksins ekki þegjandi yfir þeim ósannindum sem eru til þess fallin að rýra trúverðuleika viðkomandi. Þessi starfsmaður er skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra, það segir allt sem segja þarf. Ég afþakka uppeldisráð meirihlutans og bendi þeim á að beina þeim í rétta átt, þ.e. inn á skrifstofu borgarstjóra.
Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna Úlfarsbrautar 14. R20060011
Samþykkt.Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að auglýsa eftir húsnæði til leigu eða kaups fyrir starfsemi leikskóla. R20060198
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 21. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að auglýsa eftir húsnæði til leigu eða kaups fyrir Barnavernd Reykjavíkur. R20060199
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 13. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu á hluta lands Arnarholts vegna breikkunar hringvegar um Kjalarnes, ásamt fylgiskjölum. R20060145
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu á hluta lands Grundahverfis vegna breikkunar hringvegar um Kjalarnes, ásamt fylgiskjölum. R20060141
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu á hluta lands Hofslands vegna breikkunar hringvegar um Kjalarnes, ásamt fylgiskjölum. R20060140
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. júní, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu á hluta lands Kollagrundar 2 vegna breikkunar hringvegar um Kjalarnes, ásamt fylgiskjölum. R20060142
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu á hluta lands Smábýlis 7 vegna breikkunar hringvegar um Kjalarnes, ásamt fylgiskjölum. R20060144
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu á hluta lands Smábýlis 8 vegna breikkunar hringvegar um Kjalarnes, ásamt fylgiskjölum. R20060143
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 20. júní 2020, þar sem samkomulag milli Reykjavíkurborgar og Fjarskiptasjóðs um flýtingu uppbyggingar ljósleiðarakerfa í dreifbýli í Reykjavík er sent borgarráði til kynningar. R17090130
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það þurfti COVID-19 til – til að allir Reykvíkingar sætu við sama borð hvað varðar ljósleiðaravæðingu. Það var kominn tími til að borgarstjóri áttaði sig á hvað slík grunnþjónusta eykur lífsgæði allra Reykvíkinga en ljósleiðaravæðing dreifbýlis í Reykjavík hefur ekki verið sinnt til þessa. Árið er 2020.
Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 22. júní 2020, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 vegna fjárfestingaráætlunar A-hluta vegna COVID-19, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni. R20010161
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 22. júní 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 vegna Ás styrktarfélags og Þjóðarleikvangs, ásamt fylgiskjölum. Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 22. júní 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 vegna COVID-19, ásamt fylgiskjölum. Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 23. júní 2020, þar sem minnisblað um borgarvakt í velferðar- og atvinnumálum og fundargerð samráðsfundar velferðarráðs, skóla- og frístundaráðs og mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs með hagsmunaaðilum eru send borgarráði til kynningar.
Helga Björg Ragnarsdóttir, Svavar Jósefsson og Óli Páll Geirsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði. R20060197
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 23. júní 2020, þar sem uppfærð drög að nýrri ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025 eru send borgarráði til staðfestingar. R20060201
Frestað. -
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 23. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að gengið verði frá samningi við Íslandsstofu um að hún taki að sér framkvæmd verkefnisins Meet in Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R20050265
Frestað. -
Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 10. júní 2020, í máli nr. E-4242/2019. R19090045
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju minnisblað borgarlögmanns, dags. 25. maí 2020, sbr. 14. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. júní 2020 varðandi gildistíma og uppkaupsákvæði lóðarleigusamninga í Víðidal, ásamt fylgiskjölum, þar sem lagt er til að erindi Juris lögmannsstofu, f.h. Félags hesthúsaeigenda í Víðidal sem og erindi Hestamannafélagsins Fáks, dags. 10. janúar 2020, um breytingu á gildistíma og að bætt verði við uppkaupsákvæði í lóðarleigusamninga í Víðidal, verði hafnað. R16020258
Niðurstaða borgarlögmanns er samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í minnisblaði borgarlögmanns koma fram ástæður þess hvers vegna því er alfarið hafnað að verið sé að brjóta jafnræðisreglu. Lóðarleigusamningar eru í eðli sínu einkaréttarlegir samningar þar sem borgin er í hlutverki landeiganda. Borginni er því, líkt og öllum öðrum sveitarfélögum frjálst að ráðstafa lóðum á landi sínu svo framarlega sem þær ráðstafanir eru í samræmi við gildandi skipulag og meginreglur stjórnsýsluréttarins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér skortir á lausnamiðaða nálgun. Það er mikilvægt að tryggja framtíð þessa hesthúsasvæðis og auka jafnræði aðila á svæðinu. Það er miður að borgarstjórnarmeirihlutinn geti ekki nálgast þetta með viðeigandi lausn í huga og tryggt þetta mikilvæga græna svæði til framtíðar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tekið er undir sjónarmið hestamanna sem hafa aðstöðu í Víðidal að jafnræðis sé gætt og allir sitji við sama borð þegar kemur að lengd leigusamninga og skal sá tími miðast við 50 ár. Annað er brot á jafnræðisreglu stjórnsýsluréttar um að sambærilegir aðilar skulu hljóta sambærilega niðurstöðu stjórnvalds. Starfsemi hestamanna í Víðidal er öll til fyrirmyndar og er eftir henni tekið í öðrum sveitarfélögum. Minnt er á að eitt glæsilegasta Landsmót hestamanna var haldið í Víðidalnum fyrir um áratug og var það samdóma álit allra að aðstaðan væri sú besta á landinu vegna nálægðar við alla þjónustu, s.s. verslun og sundlaugina í Árbæ.
Fylgigögn
-
Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 22. júní 2020, varðandi afturköllun viljayfirlýsingar vegna Heklureitar og Suður-Mjóddar, ásamt fylgiskjölum. R16020062
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Viljayfirlýsingin sem hér er afturkölluð snerist um uppbyggingu á Heklureit og úthlutun lóðar undir bílaumboðið í Mjódd. Ekki hafa náðst samningar við stjórnendur Heklu vegna málsins og því er viljayfirlýsingin afturkölluð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið taka til baka viljayfirlýsingu sem gefin var út í aðdraganda borgarstjórnarkosninga án þess að fyrir liggi lausn í málinu.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta eru tíðindi. Hekla hf. hlýtur í ljósi þessarar riftunar að fara fram á endurgreiðslu 200 miða á tónleika Hrólfs Jónssonar, fyrrverandi skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar en hann hélt tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 12. október 2018. Eða voru þeir kannski gjöf Hrólfs til Heklu? Bílaumboðið Hekla hf keypti 200 miða á tónleika Hrólfs. Samkvæmt miðasölu Hörpu kostaði miðinn 8.000 krónur. Það samsvarar því að Hekla hafi keypt miða fyrir 1,6 milljónir króna. Áður en Hrólfur lét af störfum fyrir borgina stýrði hann samningaviðræðum við Heklu fyrir hönd Reykjavíkurborgar vegna lóðaúthlutunar til fyrirtækisins, án útboðs.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Hér leggst borgarfulltrúi Miðflokksins Vigdís Hauksdóttir enn og aftur lágt og í þetta sinn dylgjar hún um starfsfólk borgarinnar sem látið hefur af störfum og ýjar að því að fólk sé spillt eða þaðan af verra. Þessi málflutningur borgarfulltrúans er honum til minnkunnar og eru ærumeiðingar af verstu gerð.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. júní 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. júní 2020 á tillögu um beiðni um aukið framlag til Landakotsskóla, ásamt fylgiskjölum. R20060134
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 11. júní 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs á tillögu um aukið framlag til Vinagarðs, ásamt fylgiskjölum. R20060133
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. júní 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundasviðs á drögum að nýju rekstrarleyfi fyrir leikskólann Vinagarð, ásamt fylgiskjölum. R20060135
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 10. júní 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. júní 2020 á tillögu um breytingar á reglum um þjónustu félagsmiðstöðva, ásamt fylgiskjölum. R19040228
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. júní 2020, þar sem drög að erindisbréfi um undirbúning Græna plansins eru send borgarráði til kynningar. R20060016
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Gæna planið gerir ráð fyrir að borgin taki forystu í aðgerðum til að bregðast við efnshagssamdrætti og vaxandi atvinnuleysi eftir heimsfaraldur og tryggja að þær verði í samræmi við framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag og metnaðarfull loftslagsmarkmið borgarinnar. Hér er verið að samþykkja starfshóp sem siglir öllum hlutum Græna plansins í höfn á næstu misserum.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Græna planið; langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingar Reykjavíkurborgar, miðar að því að byggja á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarsamfélag í samræmi við loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar. Áætlunin mun vera unnin samhliða undirbúningi fjárhagsáætlunar vegna ársins 2021 og fimm ára áætlunar. Fulltrúi sósíalista undirstrikar mikilvægi þess að slík áætlun taki mið af stétt og efnahagslegum veruleika þeirra sem búa og starfa hér og vinni út frá markmiðum um að útrýma félagslegu óréttlæti. Við verðum að bregðast við loftslagsvánni og taka stór skref sem að ráðast á rót vandans. Sáttmáli um grænt og gott samfélag verður einnig að taka á þeim margþættu vandamálum sem bitna á mörgum í formi misskiptingar og því að aðgengi fólks að gæðum og þjónustu samfélagsins er misjafnt. Þegar unnið er að innleiðingu grænna markmiða þurfa áætlanir einnig alltaf að tryggja að grunnþörfum allra sé mætt, t.d. varðandi aðgengi að öruggu húsnæði, heilsusamlegum mat, heilbrigðisþjónustu og áreiðanlegum almenningssamgöngum. Þá er einnig nauðsynlegt að tryggja aðgengi að menntun og tekjuöryggi allra. Félagslegar áherslur eru nauðsynlegur þáttur í innleiðingu Græna plansins og mikilvægt er að við innleiðingu aðgerða komi þau sem eiga hlut að máli að útfærslu tillagna og breytinga til að tryggja sem bestu útfærsluna.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Nú á að búa til einn starfshópinn enn – tröllin þarf að fóðra því starfshópnum er heimilað að leita ráðgjafar innan og utan borgarkerfisins hjá aðilum sem hafa sérþekkingu á viðfangsefninu. Ergo: opinn tékki án útboðs til vina meirihlutans. Auðvitað ræður meirihlutinn ekki við að skilgreina þá froðu og samansafn af orðskrúði sem þau pökkuðu inn í grænar umbúðir með umhverfisvænni slaufu til að afvegaleiða umræðuna þegar Sorpuskandallinn var í hæstu hæðum. Upptalning á tæplega 100 atriðum sem gætu hugsanlega fallið undir eitthvað grænt. Ég hef aldrei séð jafn hallærislega og ómálefnalega greinargerð með nokkurri tillögu síðan ég settist í borgarstjórn.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í Græna planinu eru mörg fín hugtök. Nokkur lúta að orkuskiptum sem ekki er þó alltaf mikið á bak við. Nokkuð er talað um að nota rafmagn í samgöngum svo sem að styrkja uppbyggingu hleðslustöðva í hverfum, rafvæða hafnir og almenningssamgöngur. En ekkert er minnst á að nota metan sem er þó sá orkugjafi sem það mikið er til af að því verður að brenna á báli, engum til gagns. Það er græn innlend afurð sem breytt gæti orkumálum borgarinnar til hins betra ef vel er haldið á spilunum. Enginn skortur verður á metani næstu ár þegar gas- og jarðgerðastöðin, GAJA, hefur bæst við. Því er nú sóað metani í stórum stíl. Stefna mætti að því að setja metan á alla stóra bíla borgarinnar sem dæmi, t.d. Strætó bs, flutningsbíla, greiðabíla og ferlibíla sem eru á vegum borgarinnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar velferðarsviðs, ódags., við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvað borgarmeirihlutinn hyggst gera fyrir eldri borgara vegna neikvæðra COVID-19 áhrifa á samfélagið, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. apríl 2020. R20040100
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar frá 15. júní og 1. lið fundargerðarinnar frá 18. júní:
Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið við fyrirspurn um hvað borgarmeirihlutinn hyggst gera fyrir eldri borgara vegna neikvæðra COVID-19 áhrifa á samfélagið. Einnig eru öllum þeim sem lögðu hönd á plóg í vinnu sinni eða sem sjálfboðaliðar til að styðja og styrkja eldri borgara í COVID-19 aðstæðunum færðar þakkir. Ljóst er að mikið hefur verið gert og vonandi hefur náðst til allra sem þurftu aðstoð eða stuðning af einhverju tagi. Ástæða þess að fulltrúi Flokks fólksins fann sig knúinn til að leggja fram þessa fyrirspurn er að í ályktun Landssambands eldri borgara (LEB) frá 28. mars segir „að í öllum þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gert til að koma til móts við fyrirtæki og einstak-linga vegna þeirra áhrifa sem kórónuveiran hefur á þjóðfélagið sé hvergi minnst á aðgerðir sem snerta hagsmuni eldri borgara landsins“. Í sömu ályktun skorar stjórn LEB á sveitarfélögin að taka upp gjaldfrjálsa matarheimsendingu til þeirra eldri borgara sem þurfa að fá matarsendingar heim til sín. Þegar stjórn LEB hefur áhyggjur hefur Flokkur fólksins áhyggjur enda er Flokkur fólksins stofnaður með það að markmiði að halda utan um viðkvæmustu hópa samfélagsins. Varðandi matarheimsendingar þá eru þær ekki fríar. Vel kann að vera að gjaldskráin sé sanngjörn en fyrir þá sem eru fátækir þá er allur kostnaður erfiður.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 17. júní 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um fasteignamat, verðmæti og leigugreiðslur vegna Nauthólsvegar 100, sbr 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. maí 2020. R17080091
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í svari þessu birtist glöggt hroki embættismannakerfisins í garð kjörinna fulltrúa. Kannski hefur borgarstjóri sjálfur skrifað innganginn að þessu svari því það er í anda hans að tefla fram spilinu um að borgarfulltrúar séu „illa upplýstir“ þegar þrengir að sannleiksástinni. Í ársreikningum Reykjavíkur er bókfært verð braggans rúmar 408 milljónir en fasteignamat rúmar 163 milljónir sem telja má nærri lagi eftir uppgerð hans upp á tæpan hálfan milljarð. Þarna á milli munar 245 milljónum. Hér eru komnar nýjar 245 milljónir sem eru froða á eignahlið Reykjavíkurborgar. Um ódýra leigu til Háskólans í Reykjavík verður ekki fjallað í bókun þessari en þess í stað legg ég fram eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Hvaða leiguupphæðir er Reykjavíkurborg að fá af húsnæði í eigu borgarinnar árið 2019 sundurgreint eftir fasteignum? 2. Hverjir eru leigutakar Reykjavíkurborgar tæmandi talið sundurgreint eftir fasteignum? 3. Hvert er leiguverðið pr. fermeter sundurliðað eftir eignum?
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 17. júní 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um leigukostnað og leigusala borgarinnar. R20050320
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er um gríðarlegan rekstrarkostnað að ræða en hugsanlegt er að eitthvað vanti inn á listann, þar sem kostnaður vegna Vinnustofu Kjarvals er ekki listanum.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg greiðir rúman 1,6 milljarð í leigu á árinu 2019 þrátt fyrir að eiga mikið húsnæði. Tæplega 700 milljónir kostar útsvarsgreiðendur í Reykjavík að leigja Borgartún 10-12 á árinu 2019. Það sýnir okkur að margsinnis hafi borgað sig að byggja nýtt stjórnsýsluhús fyrir Reykjavík þegar ákvörðun var tekin að ganga inn í þann 25 ára leigusamning. Þessar upphæðir eru rosalegar. Minnt er á að Reykjavíkurborg á ráðhúsið og borgar þar af leiðandi ekki leigu þar. Í aðdraganda þess að ráðhúsið var tekið í notkun 1992 sagði þáverandi borgarstjóri að borgin þyrfti að eiga hús sem hýsti stjórnsýslu Reykjavíkur. Nú 18 árum síðan sést hvað stjórnsýsla Reykjavíkur hefur þanist út og kostnaður upp á 700 milljónir, bara í húsnæðiskostnað sendur til Reykvíkinga. Einnig vekur athygli sú háa leigugreiðsla til RÚV ohf. upp á 66.546.823 kr. Þar er rekin þjónustumiðstöð fyrir borgina sem er á „bíllausum“ byggingareit. Þeir sem sækja þurfa þjónustumiðstöðvar heim er okkar viðkvæmastu hópar sem þurfa að vera á bíl vegna t.d. fötlunar. Fer þessi fjárhæð til frádráttar ríkisfjárframlagi til RÚV? Nú hef ég lagt inn fyrirspurn um hvaða leigutekjur Reykjavíkurborg fær af húsnæði sínu árið 2019 sundurgreint eftir fasteignum til að átta sig á hlutverki leigusala og leigutaka.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 15. júní 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um skuldir Reykjavíkurborgar, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. maí 2020. R20010079
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er ekki verið að gefa réttar upplýsingar. Eftir síðustu lántöku Reykjavíkurborgar eru skuldir og skuldbindingar A-hluta/borgarssjóðs 116 milljarðar og skuldir samstæðunnar 340 milljarðar. Hvers vegna er verið að gefa upp rangar upplýsingar í svari til kjörinna fulltrúa þegar þeir eru að sinna lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. Skuldir A-hluta Reykjavíkur á hverja fjögurra manna fjölskyldu eru tæpar 3,5 milljónir og samstæðunnar allrar eru tæpar 10,4 milljónir. Þessar staðreyndir eru skuggalegar í samanburði við ríkið. Í byrjun júní þá áætlaði fjármálaráðuneytið að halli á ríkissjóði verði tæplega 500 milljarðar í ár og á næsta ári. Þessi uppsafnaði halli samsvarar 5,35 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þótti sumum nóg um. Það eru þó smáaurar í samhengi skulda Reykjavíkurborgar. Í raun má segja að borgin sé gjaldþrota.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Traustur rekstur borgarinnar er staðreynd. Það er nóg að fletta upp í ársreikningum undanfarinna ára. Það er því fjarstæðukennt að lýsa borgina gjaldþrota líkt og áheyrnarfulltrúinn gerir hér í bókun.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 19. júní 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um viðauka við samkomulag Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík um aukið byggingarmagn og borgarlínustöð, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. maí 2020. R19120151
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bragginn hefur kostað útsvarsgreiðendur tæpan hálfan milljarð. Það er stórmerkilegt að kostnaði við áframhaldandi breytingar falli á annan aðila en eiganda braggans. Koma þessir peningar af himnum ofan úr því að framkvæmdirnar eru ekki hluti af samningnum við Háskólann í Reykjavík? Lögbrotum vegna braggans hefur verið vísað til héraðssaksóknara og Lögreglunnar í Reykjavík. Athygli vekur hversu lága leigu Háskólinn í Reykjavík greiðir til borgarinnar fyrir braggan – eða einungis 8.236.492 kr. á árinu 2019.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í þriðja lið kemur fram að borgin líti svo á að kostnaður við stoppistöðvar sé hluti af samkomulagi við ríkið og séu því hluti af innviðafjárfestingum vegna Borgarlínu. Ekki er ljóst hvað fellur til rekstar Borgarlínu enda liggur rekstraráætlun ekki fyrir.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um frestun árlegs hundaeftirlitsgjalds, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. mars 2020. Einnig er lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 19. júní 2020. R20010132
Tillagan er felld.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Flokks fólksins sem var um að fresta skuli árlegu hundaeftirlitsgjaldi þar til stýrihópur sem endurskoðar reglur um dýrahald hefur lokið störfum hefur verið felld. Þetta er ofureðlileg tillaga þar sem ekki er ljóst hvaða niðurstöðum hópurinn skilar af sér. Reglur um dýrahald og þjónusta við t.d. hunda og hundaeigendur er málaflokkur sem ekki hefur fengið að þróast með sambærilegum hætti og í borgum sem við berum okkur saman við. Stutt er síðan hundahald var leyft en áður voru hundar, slyppu þeir frá eigendum sínum, skotnir á færi í borginni. Í umsögn með tillögunni eru engin rök heldur vísað í eldri svör og á heimasíðu þar sem hagsmunasamtökum hundaeigenda er ætlað að finna allan sannleika. Hundaeigendur eru ekki tilbúnir að láta valta yfir sig með yfirgangi embættismanna og kalla á réttlæti og kalla einnig á að þeir sem starfi í þessum geira hafi ekki gildishlaðin viðhorf til dýranna og eigenda þeirra. Þöggun ríkir um vinnuskýrslur sem sýna verkefni eftirlitsins, en tölur sýna svo ekki verði um villst að verkefni þess eru orðin sárafá. Árið 2016 voru lausagöngumál aðeins 62 og og reikna má að þeim hafi fækkað enn frekar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Hér bókar áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins og talar um yfirgang embættismanna í tengslum við innheimtu árlegra hundaleyfisgjalda. Gjöldum fyrir hundaleyfi er samkvæmt samþykktum Reykjavíkurborgar um hundahald nr. 478 og er ætlað að standa undir kostnaði borgarinnar af hundahaldinu. Starfsfólk borgarinnar sinnir bara því sem því er gert að gera og ámælisvert að tala um yfirgang þess við þau störf. Engin þöggun á sér stað um störf hundaeftirlitsins enda má finna allar upplýsingar á vef borgarinnar eins og ítrekað hefur verið bent á í svörum við fyrirspurnum borgarfulltrúa Flokks fólksins. Nú er verið að leggja lokahönd á stefnu um dýraþjónustu í borginni og vænta má breytinga og betrumbóta fyrir dýraeigendur í borginni. Það verður hins vegar ekki borgarfulltrúa Flokks fólksins að þakka sem virðist hafa það eina á dagskrá sinni að níða skóinn af starfsfólki borgarinnar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Fulltrúi Flokks fólksins er knúinn til að nefna með hvaða hætti svör frá heilbrigðiseftirlitinu eru lituð af neikvæðni í garð hundaeigenda sem kvarta yfir hundaeftirlitsgjaldinu og þess kjörins fulltrúa sem hefur sent inn fyrirspurnir og tillögur í máli er varða hundaeftirlitsgjaldið. Svörin við fyrirspurnum hafa einkennst af pirringi í málum er varðar þetta umrædda gjald sem hundaeigendur eru rukkaðir um. Það er mikilvægt að embættismenn láti ekki tilfinningar sínar lita afgreiðslu mála heldur gæti ávallt að fagmennsku. Í borginni eru ýmsir hagsmunaaðilar og hundaeigendum finnst á sér brotið í þessu máli. Flokkur fólksins er eini flokkurinn í borgarstjórn sem hefur barist fyrir þessum málaflokki og mun gera það áfram. Þess er vænst að meirihlutinn og embættismenn reyni að halda fagmennsku hvort heldur í þessu máli eða öðru. Á Íslandi er skoðana- og tjáningarfrelsi. Þess er einnig vænst að eitthvað bitastætt komi út úr vinnu stýrihóps um dýraþjónustu borgarinnar enda löngu tímabært og hópurinn verið lengi að störfum. Fulltrúi Flokks fólksins hefur það hlutverk að standa með fólkinu í borginni sem finnst á sér brotið og mótmælir ef starfsmenn eða embættismenn reyna að níða skóinn af kjörnum fulltrúum þótt þeim líki ekki málareksturinn.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 24. júní 2020, varðandi breytingar á kjörskrárstofni vegna forsetakosninga þann 27. júní nk. R20040070
Samþykkt. -
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 9. júní 2020. R20010023
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:
Lögin eru skýr. Handhafar stæðiskorta mega aka um göngugötu. Ef það eru stæði á göngugötu til að leggja þá ber borginni að merkja þau. Margir fatlaðir óttast engu að síður að aka göngugötu þrátt fyrir skýra lagaheimild. Þau óttast skipulagsyfirvöld sem fundið hafa þessari heimild allt til foráttu. Reynt er allt til að fæla fatlaða frá því að nýta sér heimildina. Sem dæmi er búið að stilla upp keilum við inngöngu göngugatna sem auðvitað eru fátt annað en skilaboð um að handhafar stæðiskorta haldi sig frá göngugötum. Beðið er viðbragða þingsins við minnisblaði skipulagsyfirvalda borgarinnar sem sent var 3. apríl sl. til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins. Skipulagsyfirvöld borgarinnar reyna að fá orðalag laganna breytt til að geta afmáð heimildina. Hér er um áralanga baráttu handhafa stæðiskorta að ræða sem loksins skilaði árangri og þetta vill borgarmeirihlutinn eyðilegga fyrir þeim. Þegar um er að ræða Menningarnótt eða aðra ámóta stórviðburði segir það sig sjálft að vélknúið ökutæki ekur ekki göngugötu nema í neyðartilvikum. Á göngugötu má aldrei aka hraðar en 10 km á klst.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Göngugötur snúast um að auka aðgengi allra. Með auknu rými, römpum inn í verslanir, leiðilínum í götum og fleiri P-merktum stæðum er verið að opna miðbæinn öllum sem þangað vilja koma.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 10., 15. og 18. júní 2020. R20010018
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar frá 15. júní og 1. lið fundargerðarinnar frá 18. júní:
Bókun við fundargerð endurskoðunarnefndar 15. júní liður 1: Áætlun innri endurskoðunar um sameiningu á hlutverkum umboðsmanns borgarbúa, persónuverndarfulltrúa og innri endurskoðunar. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að mörgu leyti tillögu um sameinaða starfsemi innri endurskoðunar, persónuverndarfulltrúa og embætti umboðsmanns borgarbúa sem vonandi leiðir til hagræðingar. Gæta þarf þó þess að sérhæfing og sértæk reynsla tapist ekki með sameiningu þessari. Áfram þurfa borgarbúar að geta treyst á að mál þeirra fái faglega og hlutlausa meðferð og afgreiðslu þegar þeir leita með málefni sín til embættisins. Oft er um að ræða viðkvæm málefni þar sem borgarbúi telur að á sér hafi verið brotið eða hann beittur misrétti. Bókun við lið 1 í fundargerð endurskoðunarnefndar 18. júní og varðar reikningsskil Félagsbústaða: Lögð er fram fyrirspurn Ríkisskattsjóra dags. 6. mars um að gera grein fyrir hvernig tryggt verður að innihald og framsetning skýrslu stjórnar Félagsbústaða hf. sé viðeigandi og uppfylli ákvæði VI. kafla laga um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Fulltrúi Flokks fólksins setti einmitt þetta atriði sem einn af tveimur fyrirvörum við undirskrift ársreiknings 2019. Hér leikur vafi á um hvort reiknisskil Félagsbústaða hf. séu viðeigandi.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 8. júní 2020. R20010020
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 11. og 18. júní 2020. R20060037
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 9. og 12. júní 2020. R20010024
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir íbúaráðs Breiðholts frá 10. og 12. júní 2020. R20010025
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 15. júní 2020. R20010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 16. júní 2020. R20010028
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. júní 2020. R20010029
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 8. júní 2020. R20010030
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 18. júní 2020. R20010032
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 8. júní 2020. R20010021
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 2. júní 2020. R20010013
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þrátt fyrir ítrekuð loforð hefur rekstraráætlun fyrir gas- og jarðgerðastöðina, GAJU, og SORPU bs. í heild ekki enn verið kynnt en því var lofað að hún yrði kynnt í maí, síðan í fyrrihluta í júní og síðan fyrir lok júní. Enn hefur ekki verið orðið af þessari kynningu fyrir bæjarráð sveitarfélaganna á höfuðborgasvæðinu.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Áform eru um að kynna fjárhagslega endurskipulagningu SORPU bs. á fundum borgar- og bæjarráða í næstu viku.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Dregist hefur um langa hríð að kynna fyrir kjörnum fulltrúum fjárhagsstöðu SORPU bs. þrátt fyrir sífellda umfjöllun í fjölmiðlum. Lofað var að fjárhagsskipulagning yrði búin í lok maí. Í dag er 25. júní og borgarráði lofað kynningu á næsta fundi borgarráðs að viku liðinni. Þetta eru afleit vinnubrögð þar sem Reykjavíkurborg á lang stærsta hlutinn í Sorpu eða rúm 60%. Stjórnin heldur spilunum þétt að sér og vísar allri ábyrgð á stöðunni til fráfarandi framkvæmdastjóra. Stjórn SORPU bs. ber ábyrgð á rekstrinum og enginn annar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Stjórn SORPU hefur borið og axlað ábyrgð á rekstri fyrirtækisins frá upphafi og heldur áfram að gera það. Hún hefur aldrei skorast undan og hefur unnið dag og nótt að því að endurreisa SORPU sem það umhverfis- og þekkingarfyrirtæki sem því ber að vera. Aðfinnslum og ósanngjarnri gagnrýni er alfarið vísað á bug og sé slíkt viðhaft ber það vott um að borgarfulltrúar átti sig ekki á þeirri umfangsmiklu vinnu sem stjórnarmenn SORPU og starfsfólk þurfti að ráðast í.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R20060038
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun undir 10. lið:
Jafnréttismat á mögulegri breytingu á opnunartíma leikskóla er vel unnið og mun styðja vel við að stýrihópurinn sem fer með málið geti lagt mat á áhrif breytinga á þjónustunni á jafnrétti mismunandi hópa og komið með tillögu sem miðar að því.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 10. lið:
Í jafnréttismati vegna tillögu um breyttan opnunartíma leikskóla kemur fram að mæður fara oftar með börnin og sækja oftar en feður á leikskólann. Af þeim sem eru að kaupa dvalartíma eftir 16:30 telja 62% að það verði erfitt eða mjög erfitt að bregðast við styttum opnunartíma. Niðurstaða foreldrakönnunarinnar er að þessi breyting kemur sér illa fyrir stóran hluta þeirra sem nú þegar kaupa tíma eftir kl. 16:30. Tillagan mun hafa neikvæð áhrif á jafnrétti kynjanna og koma einna verst niður á suma foreldra af erlendum uppruna. Um níuhundruð börn voru með dvalartíma eftir klukkan 16:30 á leikskólum Reykjavíkur á þeim tíma sem jafnréttismatið var framkvæmt eða um 17% allra barna í leikskólum borgarinnar. Hluti af leikskólum borgarinnar lokuðu þá þegar klukkan 16:30 svo hluti foreldra hafði ekki val um að kaupa dvöl lengur. Margir foreldrar tala um að lenda nú þegar í vandræðum með að ná fullum vinnudegi m.a. vegna ferðatíma í og úr vinnu. Einhverjir foreldrar eru að vinna á kvöldin og um helgar til að ná að sinna vinnuskyldu sinni en í þónokkrum svörum kom fram ótti um starfsöryggi og fyrirfram séð tekjutap ef opnunartími leikskólanna verði styttur til 16:30.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20050332
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma. R20010036
Öllum styrkumsóknum er hafnað.Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað ADVEL lögmanna og Mannvits, dags. 19. júní 2020, varðandi mat á tilboðum útboðs Strætó bs. nr. 14799. Einnig lögð fram útboðslýsing Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar, dags. mars 2020, ásamt fylgiskjölum. R20060205
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hagsmunir Strætó bs., og sveitarfélaganna sem að baki akstursþjónustunni standa sem þjónustukaupa snúa að því að fleiri gild tilboð en færri séu send inn, og leitt að sjá hve fá tilboð voru að lokum metin gild. Af hálfu borgarráðs er fyrir öllu að þjónustan sé traust og áreiðanleg, og að ekki verði rof á henni, þetta samkomulag mun vonandi tryggja áframhaldandi góða þjónustu við íbúa borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ámælisvert að draga svona lengi að svara þeim tilboðum sem bárust vegna sameiginlegrar akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Akstur á að hefjast 1. júlí og augljóst er að erfitt verður að standast þær kröfur með nær engum fyrirvara. Eins er dapurlegt að ekki er tekið einu af hagstæðustu tilboðunum sem bárust og voru mun hagkvæmari. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hefðu sparað sér umtalsverðar upphæðir eða um einn og hálfan milljarð á fimm ára tímabili ef tekið hefði verið hagstæðara tilboði. Það er viðbúið að kærur munu berast vegna útboðsins og því hætta á skaðabótum.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er skoðun sósíalista að svo mikilvæg grunnþjónusta eins og akstursþjónusta fatlaðs fólks eigi ekki að vera í höndum verktaka. Útboð getur opnað á allskyns flækjur, m.a. lagalegar, og það er mikilvægt að tryggja samfellu í þeirri þjónustu sem um er að ræða.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta útboð er hneyksli en því miður alveg í takti við vinnubrögð Strætó bs. Nú þegar hefur Strætó greitt hátt í einn milljarð vegna gallaðra útboða, málaferla og skaðabóta sem af þeim hefur hlotist. Enn er hoggið í sama knérunn. Nú þegar hafa tveir bjóðendur kært útboðið til kærunefndar útboðsmála og er málinu því hvergi nærri lokið. Jöfnunarsjóði sveitarfélaga blæðir við þessa ákvörðun stjórnar Strætó upp á tæpan 1,3 milljarð sem nemur lægsta tilboði og því tilboði sem var tekið. Það er ljóst að þeim ákvæðum um að gengið skuli að lægsta tilboði í útboði hefur ekki verið fylgt og er það lýsandi fyrir hugarfarið sem ríkir innan Strætó bs. að ríkissjóður sé ótæmandi hít sem ber að mjólka.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er bagalegt hvað þetta ferli allt tók langan tíma. Margir voru orðnir órólegir þar sem lítið hafði frést. Sennilega voru gildar ástæður fyrir því og vonandi var það líka vegna þess að reynt var að vanda til verka og tryggja að aksturinn færi til aðila sem gæti uppfyllt allar útboðskröfur og veitt rétta þjónustu. Alls bárust 6 tilboð og var næsthæsta tilboðinu tekið þar sem lægri tilboð voru ógild. Hópbílar taka við akstrinum, þeir hafa mikla reynslu af honum fyrir, og fá svigrúm til að uppfylla ítrustu kröfur. Vonandi verður það til þess að tryggja góða samfellu og lágmarka hættuna á því að sambærileg mál komi upp og í kjölfar þjónustuyfirfærslunnar vorið 2015.
Eyþóra Kristín Geirsdóttir og Erlendur Pálsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Hvað er að frétta af pálmatrjánum í Vogabyggð? 1. Hvenær er áætlað að pálmatrjánum verði plantað í Vogabyggð? 2. Hvað tefur framkvæmdina? R19010428
Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálasviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Fram kemur í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Miðflokksins sem lagt var fram á fundi borgarráðs þann 25. júní sl. að Reykjavíkurborg greiði Brim hf. Grandagarði 20, 29.443.155 kr. í leigu. Samkvæmt upplýsingasíðunni já.is eru fjórir rekstraraðilar með starfsaðstöðu í húsinu. 1. Hvað eru þessir fjórir rekstraraðilar að greiða til Reykjavíkurborgar í endurleigu á árinu 2019 sundurliðað eftir fyrirtækjum tæmandi talið? 2. Hvernig voru þessir rekstraraðilar valdir inn í húsið? 3. Hvers vegna er Reykjavíkurborg millistykki milli Brims hf. og rekstraraðila? R20050320
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Hvaða starfsemi borgarinnar er að Vatnagörðum 28 sem borgin leigir af XCO ehf. að upphæð 28 16.392.476 kr. á árinu 2019? R20050320
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hvaða leiguupphæðir er Reykjavíkurborg að fá af húsnæði í eigu borgarinnar árið 2019 sundurgreint eftir fasteignum? 2. Hverjir eru leigutakar Reykjavíkurborgar tæmandi talið sundurgreint eftir fasteignum? 3. Hvert er leiguverðið pr. fermeter sundurliðað eftir eignum? R20050320
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Fram kemur í fundargerð SORPU bs. frá 2. júní sl. að Kolbeinn Marteinsson frá Athygli hafi mætt á fundinn. 1. Hefur verið ráðið almannatengslafyrirtæki til SORPU bs.? 2. Hvernig var fyrirtækið valið? 3. Hvað er áætlaður kostnaður við að bjarga orðspori SORPU bs.? R20010013
Vísað til umsagnar stjórnar SORPU bs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Tillaga Flokks fólksins að afnema hundaeftirlitsgjaldið sem innheimt er af hundaeigendum borgarinnar. Flokkur fólksins hefur áður verið með allmargar fyrirspurnir og tillögur um umrætt gjald sem er að engu leiti notað í þágu dýranna og eigenda þeirra. Innheimta hundaeftirlitsgjalds er ósanngjörn innheimta, fétaka og ekki er alveg ljóst í hvað það fé er notað þar sem umfang verkefna borgarinnar er varða hunda hefur minnkað svo um munar. Bæði tölur frá borginni og frá félögum hundaeigenda sýna mikla fækkun verkefna. Sem dæmi voru fjöldi hunda í hundageymslum árið 2010, 89 og 209 í lausagöngu en árið 2016 voru 11 í geymslu og 62 í lausagöngu. Í fyrra, 2019, voru þessar tölur enn lægri. Í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2021-2025 kom fram að lækkun verður almennt á eftirlitsgjaldi vegna minna eftirlits í fyrirtæki sem veita þjónustu. Þar er ekki minnst á hundaeftirlitsgjaldið. Nú er yfirvöldum í borginni ekki lengur stætt á þessu gjaldi. Engin sanngirni er í því að halda áfram að innheimta gjaldið lengur þar sem ekki er sama þörf fyrir þjónustuna og verkefnin sárafá.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20010132
Tillagan er felld.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga Flokks fólksins að afnema hundaeftirlitsgjaldið sem innheimt er af hundaeigendum borgarinnar hefur verið felld á sama fundi og hún er lögð fram. Það á greinilega að halda áfram að innheimta sérstakt hundaeftirlitsgjald af hundaeigendum, gjald sem engan vegin er ljóst í hvað verið er að nota. Það er alla vega ekki verið að nota það í þágu hunda svo mikið er víst, hvað þá hundaeigenda. Ákveðið hefur verið að lækka almennt eftirlitsgjald vegna minna eftirlits í fyrirtækinu. Þetta var staðfest í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árin 2021-2025. Viðhorf og menning borgarinnar til hundahalds er fornaldarlegt og má skynja neikvæðni einstaka embættismanna í svörum við fyrirspurnum Flokks fólksins til heilbrigðiseftirlitsins. Þetta er upplifun fulltrúa Flokks fólksins. Svör og umsagnir hafa verið litaðar af pirringi og skilningsleysi embættiskerfisins og meirihlutans á að borgarfulltrúi er kjörinn til að gæta hagsmuna borgara og í þessu máli er verið að brjóta á rétti hundaeigenda.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Á fundi borgarráðs 7. febrúar 2019 lagði fulltrúi Flokks fólksins fram fyrirspurn um raunhæfismat á útilistaverki í Vogabyggð en þá hafði borgarstjórn samþykkt að verkefnið Pálmatré fari í raunhæfismat. Engar fregnir hafa borist af því raunhæfismati og því er óskað eftir upplýsingum um hvernig því framvindur. Einnig hverjir komi að matinu. Hvert er ferlið við framkvæmd raunhæfismats og hvar er borgin stödd í því ferli? Hver annast framkvæmd raunhæfismatsins? Hvað veldur þeim töfum sem orðið hafa á framkvæmd raunhæfismatsins nú þegar meira en ár er liðið frá því ákvörðun um það var tekin í málinu? Hver er áætlaður kostnaður við framkvæmd raunhæfismatsins? R19010428
Vísað til umsagnar menningar- og ferðamálasviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Á fundi borgarráðs 25. júní var lagt fram minnisblað ADVEL lögmanna og Mannvits, dags. 19. júní 2020, varðandi mat á tilboðum útboðs Strætó bs. nr. 14799. Samkvæmt framlögðum gögnum fór Strætó bs. þess á leit við ADVEL lögmenn að veitt yrði sérfræðileg ráðgjöf við mat á yfirferð tilboða í útboði Strætó bs. nr. 14779 um sameiginlega akstursþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Aðkoma ADVEL og Mannvits fólst í ráðgjöf gagnvart kaupanda í matsferlinu svo og sérfræðilegu mati á innsendum tilboðum á grundvelli útboðsgagna til samræmis við ákvæði laga um opinber innkaup nr. 120/2016. Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hver kostnaður var við þessa sérfræðilegu ráðgjöf ADVEL og hvort verkefnið var boðið út? R20060205
Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Hvernig bætir jarðhitagarður á Hellisheiði Græna planið? Hvað er Græn þjónusta borgarinnar - grænn rekstur - græn skref borgarinnar? Hér þarf að fylgja nánari útskýringar til þess að hinn almenni borgarbúi átti sig á hvað liggur að baki. Hvað er aukið aðgengi að hollum mat? Er ekki aðgengi að hollum mat gott nú? Er það kannski verðið á hinum „holla“ mat sem er takmarkandi frekar en aðgengið? Á að gera átak í flokkun og endurnýtingu fyrirtækjasorps? Talsmenn SORPU bs. hafa sagt að hreinsunin í gas- og jarðgerðastöðinni, GAJU, muni koma í stað flokkunar á upprunastað. R20060016
Vísað til umsagnar stýrihóps um Græna planið.
- Kl. 12.30 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 12:35
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Líf Magneudóttir Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_2506.pdf