Borgarráð
Ár 2020, fimmtudaginn 11. júní, var haldinn 5588. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:06. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Egill Þór Jónsson. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Þorsteinn Gunnarsson, Ebba Schram, Pétur Ólafsson, Ívar Vincent Smárason, Ólöf Magnúsdóttir og Sindri Freyr Ásgeirsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 4. júní 2020, sbr. samþykkt borgarstjórnar frá 2. júní 2020 á tillögu um heimildir til frávika frá skilyrðum sveitarstjórnarlaga vegna neyðarástands í sveitarfélagi, ásamt fylgiskjölum. R18060129
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 3. júní 2020 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 34 -36 við Borgartún, ásamt fylgiskjölum. R20060067
Samþykkt.Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur Ámundi V. Brynjólfsson sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2020, sbr. samþykkt skipulags og samgönguráðs frá 3. júní 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins R19120020Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja aðkomutengingar vegna Fossvogsbrúar sem er samstarfsverkefni Reykjavíkur, Kópavogs og Vegagerðarinnar. Brúin verður fyrir almenningssamgöngur, gangandi og hjólandi umferð. Það er liður í því að hvetja til virkra ferðamáta á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt svæðisskipulagi sveitarfélaganna á svæðinu til 2040 og aðalskipulagi Reykjavíkur til 2030. Við teljum það ekki koma til greina að opna Fossvogsbrú fyrir almennri bílaumferð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samgönguúrbætur eru mikilvægar í Reykjavík en þær þarf að vanda. Landhelgisgæslan hefur áréttað að áður en ákvarðanir um vegtengingu og borgarlínu á þessu svæði séu teknar verði tilhlýðilegt samráð við stofnunina. Þannig verði “hægt að tryggja að flugrekstur stofnunarinnar á svæðinu skerðist ekki, „eins og segir í umsögn gæslunnar. Það hefur ekki verið gert. Isavia er að vinna að mati á breyttu vindálagi og liggur niðurstaða ekki fyrir. Þá er forkastanlegt að borgin hafi ætlað sér að leggja veg í gegnum flugskýli sem hýsir kjarnastarsemi flugrekstrar. Og það bótalaust. Enn liggur ekki fyrir hvernig það mál verður leyst og hvernig veglagningu verður viðkomið. Ljóst er að farið var gegn samkomulagi ríkis og borgar frá 21. nóvember. 2019.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að færa öryggisgirðingu flugvallarins og því verið að minnka svæðið í kringum flugvöllinn sem nemur tæpum 4.500 fermetrum/tæpum hálfum hektara. Er þetta gert til að koma fyrir 270 metra langri og 15 metra breiðri brú sem áætlað er að eigi að kosta 2,4 milljarða og ekkert fjármagn fyrirliggjandi. Allt í sambandi við brúnna er í uppnámi vegna ólöglegs útboðs. Isavia varar við að helgunarsvæði aðflugsbúnaðar sé raskað og að ekki megi rjúfa hindrunarflöt flugvallarins. Þetta er gróf aðför að flugvellinum og öryggissjónarmiða er ekki gætt. Gert er ráð fyrir að brúin liggi frá flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar, vestan Nauthólsvíkur, yfir á norðausturhluta Kársnestáar en þar eru 340 metrar á milli bakka. Landfyllingar verða gerðar báðum megin við sitt hvorn brúarendann. Sífellt er verið að bútasauma Nauthólsvíkina og Skerjaförðinn með nýjum og nýjum landfyllingum og passað er upp á að þær séu ekki af þeim stærðarskala að þær falli undir lög um skyldu til umhverfismats. Þetta svæði hefur að geyma mjög viðkvæmt lífríki en það er að engu haft. Nýjasta útspilið sem boðið er uppá er að leggja veg í gegnum flugskýli Flugfélagsins Ernis í þeirri áráttu að koma flugvellinum í burtu. Þetta eru stórkostleg skemmdarverk sem ríkið verður að stoppa.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Nauthólsvík og Reykjavíkurflugvallar. Færa á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú. Fulltrúi Flokks fólksins vill aftur minna hér á skemmdir á fjörum sem allt þetta hefur í för með sér. Til að geta lagt umferðartengingu milli Nauthóls og Fossvogsbrúar þarf landfyllingu. Veitur gera athugasemd og segja að fyrirhuguð landfylling sem kynnt er í breytingunni á deiliskipulagi raski útrásarenda fyrir regnvatn vestan við Nauthólsvík. Er ekki hægt að skipuleggja þetta öðruvísi? Breytingartillagan ber með sér óvissuna sem felst í því hvort flugvöllurinn verður eða fer. Uppbygging með flugvöllinn á staðnum er allt önnur en uppbygging sem yrði, fari flugvöllurinn úr Vatnsmýrinni. Hér eru lagðar fram ábendingar frá Ísavia og íbúaráði Miðborgar og Hlíða, báðar afar mikilvægar. Sú síðari lýtur að aðgengismálum og að í öllu deiliskipulagi sé liður þar sem algild hönnun og aðgengi fyrir alla sé tekið fyrir eins og segir í athugasemdinni/ábendingunni. Það vantar alveg að gera grein fyrir aðgengismálum í tillögum að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur og Reykjavíkurflugvallar. Eftir því sem fulltrúa Flokks fólksins skilst á að bregðast við þessum athugasemdum, vonandi verður það gert með jákvæðum huga þannig að allir aðilar verði sáttir.
Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur Ámundi V. Brynjólfsson sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. júní 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 3. júní 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, ásamt fylgiskjölum.
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. R19120019Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að samþykkja færslu á girðingu við Reykjavíkurflugvöll vegna Fossvogsbrúar til móts við Nauthólsvík.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samgönguúrbætur eru mikilvægar í Reykjavík en þær þarf að vanda. Landhelgisgæslan hefur áréttað að áður en ákvarðanir um vegtengingu og borgarlínu á þessu svæði séu teknar verði tilhlýðilegt samráð við stofnunina. Þannig verði „hægt að tryggja að flugrekstur stofnunarinnar á svæðinu skerðist ekki,“ eins og segir í umsögn gæslunnar. Það hefur ekki verið gert. Isavia er að vinna að mati á breyttu vindálagi og liggur niðurstaða ekki fyrir. Þá er forkastanlegt að borgin hafi ætlað sér að leggja veg í gegnum flugskýli sem hýsir kjarnastarsemi flugrekstrar. Og það bótalaust. Enn liggur ekki fyrir hvernig það mál verður leyst og hvernig veglagningu verður viðkomið. Ljóst er að farið var gegn samkomulagi ríkis og borgar frá 21. nóvember. 2019.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þann 29. nóvember 2019 gerðu ríkið og Reykjavíkurborg samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni og á þeirri vinnu að vera lokið fyrir árslok 2024. Samkvæmt samkomulaginu á að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. Í samkomulaginu lýsir borgarstjóri yfir vilja sínum til þess að tryggja nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi til að tryggja flugvöllin í Vatnsmýrinni. Nú er ljóst að samningurinn og undirskrift borgarstjóra er ekki pappírsins virði. Einbeittur vilji borgarstjóra og meirihlutans birtist skýrt í fundargerð þar sem Flugfélaginu Erni eru settir afarkostir um að fjarlægja flugskýli í eigu félagsins bótalaust því borgin ætlaði sér að leggja veg í gegnum skýlið. Ég hef þegar tilkynnt stjórn umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis brot á samkomulaginu því löngu er kominn alvarlegur forsendubrestur á samningum. Þetta eru fordæmalaus vinnubrögð og sýnir glöggt hversu borgarstjóri og meirihlutinn er veruleikafirrtur, ósvífinn og óheiðarlegur og láta sig engu skipta öryggi landsmanna, framtíð flugs í landinu né þeirra öryggissjónarmiða um að flugvöllurinn er lífæð, ekki bara innanlands, heldur líka við útlönd. Minnt er á að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er varaflugvöllur alþjóðaflugs.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fresta ætti öllum byggingaráformum í nágrenni flugvallarins þar til hann fer úr Vatnsmýrinni, fari hann þ.e.a.s. enda verður þá allt annað umhverfi í boði. Fyrirspurn um þetta var lögð fram í skipulags- og samgönguráði en vísað frá með þeim rökum að verið sé að spyrja um pólitísku afstöðu kjörinna fulltrúa eins og segir í svari. Hér er ekki spurt um pólitíska afstöðu heldur um skipulagsmál enda er umhverfi flugvallarins skipulagsmál. Vissulega eru skipulagsmál oft pólitísk enda ákvörðuð á pólitískum vettvangi. Fimmtán ár í sögu Reykjavíkur eru brot af sögu borgarinnar og þessi 15 ár mega vel líða án framkvæmda. Fari flugvöllurinn opnast allt aðrir möguleikar á byggðaþróun. Þeim möguleika á ekki að spilla með því að byggja í sérhverjum útnára flugvallarins. Miklu máli skiptir hvort flugvöllur sé á svæðinu eða ekki þegar horft er til byggingaáforma. Skipulagsyfirvöld leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í Nauthólsvík og Reykjavíkurflugvallar. Færa á flugvallargirðingu til austurs til móts við Nauthólsvík vegna aðkomutengingar við Fossvogsbrú. Tillagan ber með sér að rými við flugvöllinn er ekki mikið. Fyrirhugaðar eru landfyllingar. Veitur gera athugasemd og segja að fyrirhuguð landfylling raski útrásarenda fyrir regnvatn vestan við Nauthólsvík. Ábendingar frá Ísavia og íbúaráði Miðborgar og Hlíða benda til að ýmsa þætti sem tengjast boðuðum framkvæmdum þyrfti að skoða nánar.
Björn Axelsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur Ámundi V. Brynjólfsson sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við gerð hjólastíga árið 2020, ásamt fylgiskjölum. R20060065
SamþykktBorgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fjármagn til lagningu nýrra hjólastíga hefur aldrei verið meira. Við bætist fjármagn úr samgöngusáttmála sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og ríkisins sem er mikið fagnaðarefni. Hjólainnviðir í Reykjavík styrkjast ár frá ári og hjólreiðafólki fjölgar samhliða betri aðstæðum til hjólreiða.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hjólreiðaáætlunin er metnaðarfull, enda mikil aukning ferða á reiðhjólum í borginni. Þetta er samþykkt með fyrirvara um að fjármögnun takist en fjármögnun fyrir framkvæmdum í svokölluðum samgöngusáttmála liggur ekki fyrir. Félag um þessi verkefni hefur enn ekki verið stofnað og fjármögnun þess óljós.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Athygli vekur að aukning er á slysum á gangandi og hjólandi vegfarendum. Það er mikið áhyggjuefni en sýnir vel þróunina. Gangandi og hjólandi eru algjörlega óvarðir og hjálmanotkun er ekki eins og skyldi – það er líka áhyggjuefni. Bent hefur verið á að ekki eru gerðar kröfur á hraðatakmarkanir hjólandi vegfarenda. Lögreglan hefur varað við að ekki eru notaðir hjálmar á rafhlaupahjólin sem eru mjög að ryðja sér til rúms í borgarlandinu en þau eiga eflaust eftir að skora hátt í slysatíðni, því miður því um skemmtilegan ferðamáta er að ræða á styttri leiðum. Enn á ný sannast að ekki má bíða lengur með að taka upp nýjan ljósastýringarbúnað í Reykjavík sem er forgangsmál í samgöngusáttmálanum. Snjalltæknin kemur til með að leysa mörg vandamál og fækka slysum. Meirihlutinn setur sig mjög á móti þeim hugmyndum og er það fullkomið ábyrgðarleysi.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2020 þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili að gengið verði að tilboði vegna parketshúss í Suður- Mjódd, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 1.398 m.kr. R20010256
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Útboð vegna framkvæmda á parkethúsi ÍR er hærri en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir. Ástæður þessa eru skvæmt minnisblaði umhverfis- og skipulagssviðs óvissa í efnahagslífinu vegna COVID-19 og veikingu krónunnar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Íþróttamannvirki ÍR í Mjódd. Íþróttahús (parkethús). Birtur er árangur af útboðum, en tilboð eru hærri en kostnaðaráætlun er. Í umsögn er sagt að skýring á að tilboð séu hærri en kostnaðaráætlun sé að krónan féll um 15% frá tíma kostnaðaráætlunar og tilboða. En nú hefur sú gengislækkun gengið að mestu til baka og ætti það þá ekki að hafa áhrif á tilboðin til lækkunar? Í þessari bókun má leggja til að þetta verði kannað með samatali við tilboðsgjafa.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á undir þessum lið fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 8. júní 2020, þar sem lagt er fram skilamat vegna framkvæmda við Klettaskóla, ásamt fylgiskjölum. R20060071
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er lögð fram hvítþvottaskýrsla sem er kallað skilamat. Ekki stendur steinn yfir steini í skýrslunni. Það er mjög ljótt að bera fyrir sig þá viðkvæmu starfsemi sem er í skólanum því hér er um hreina og klára framúrkeyrslu að ræða upp á 1.000 milljónir/1 milljarð. Búið var að eyða fleiri tugum milljóna í hönnun áður en farið var af stað í verkið. Í fjárhagsáætlunum 2013 -2019 voru 2.525 milljónir færðar á Klettaskóla. Fimm viðaukar voru lagðir fram á árunum 2015-2018 að upphæð 940 milljónir. Stærsti hluti viðaukaheimilda kom inn á árinu 2018 eða 770 milljónir sem er athyglisvert þar sem einungis 100 milljónir fóru inn á verkið í fjárhagsáætlun fyrir það ár. Samþykktar fjárheimildir eru 3.465 milljónir. Endalegur kostnaður varð hinsvegar 3.950 milljónir og vantar því samþykkt fyrir 485 milljónum í verkið. Þau rök borgarinnar að verkið hafi farið framúr kostnaðaráætlunum vegna þeirrar starfsemi sem í húsunum eru ósannindi enda hefur Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hafnað kröfu borgarinnar sem haldið hefur verið uppi. Viðbygging og breytingar á Klettaskóla fóru tæplega milljarð fram úr áætlun. Það er óhjákvæmilegt að fá óháða úttekt á verkinu öllu. Minnt er á að borgarfulltrúi Miðflokksins á inniliggjandi spurningar sem varpa muni ljósi á framúrkeyrsluna.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bókun við skilamat framkvæmda v. Klettaskóla. Flokkur fólksins fagnar að margt tókst vel í þessu verkefni sem var flókið og margslungið. Engu að síður má ætla að margt hafi verið fyrirsjáanlegt og hafi ekki þurft að koma á óvart. Allt of mikið var af töfum og aukaverkum. Ekki er hægt að líta fram hjá að einn milljarður var í framúrkeyrslu og er það óásættanlegt. Upplýst hefur verið að fimm viðaukar hafi verið lagðir fram á árunum 2015-2018 að upphæð 940 milljónir króna. Fyrir þá sem ekki þekkja málið er hér birt dæmi um nokkrar orsakir viðbótarkostnaðar. Grunnur reyndist heldur dýpri en gert var ráð fyrir, sökklar hærri og magnaukning verður í steypu og steypustyrktarjárni. Vegna hönnunar á tröppum við félagsmiðstöð varð að fleyga og fjarlægja töluvert meira af klöpp en áætlað hafði verið. Ásigkomulag gólfa í eldra húsnæði, tenging viðbyggingar við eldra hús olli töluverðum vandræðum við uppsetningu stálvirkis efri hæðar miðálmu. Nokkrar breytingar urðu á magntölum í stálvirki. Sumar til hækkunar en aðrar lækkunar og jarðvinna vegna lagna er almennt vanáætluð. Hér eru aðeins brot nefnd af framúrkeyrsluverkum sem tengist þessu verkefni.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út 1. áfanga framkvæmda við leikskólann Funaborg vegna Brúum bilið, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 80 m.kr. R20020164
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Brúum bilið verkefnið snýst um að taka inn yngri börn inn á leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessum áfanga í Funaborg í Grafarvogi til fjölgunar barna er fagnað.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar að loksins sé hreyfing við byggingu nýrra leikskóladeilda. Sagt er loksins því tímaáætlanir hafa engan vegin staðist. Vandræði hafa skapast þar sem bilið hafði ekki verið brúað þegar hurðinni var skellt á dagforeldra. Minnt er á að enn eru vandræði með að fá dagforeldra á vissum tíma árs. Flokkur fólksins hefur lagt til að borgin styrki dagforeldra, t.d. með því að greiða þeim sem samsvarar gæslu 5. barnsins nái þeir ekki að fylla öll pláss. Enn er talsverður tími þangað til bilið verður að fullu brúað og þess vegna verður að finna leiðir í samvinnu við dagforeldra til að styrkja dagforeldrastéttina og sporna við frekari flótta úr stéttinni á meðan verið er að „brúa bilið”. Foreldrar verða að geta verið öruggir með að fá pláss fyrir barn sitt hjá dagforeldri óháð því hvenær á árinu barnið fæddist og dagforeldrum verður að vera boðið viðunandi starfsöryggi.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8.júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða framkvæmdir við leikskólann Seljakot vegna Brúum bilið, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 210 m.kr. R20020164
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Brúum bilið verkefnið snýst um að taka inn yngri börn inn á leikskóla til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Þessum áfanga í Funaborg í Grafarvogi til fjölgunar barna er fagnað.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins fagnar að loksins sé hreyfing við byggingu nýrra leikskóladeilda. Sagt er loksins því tímaáætlanir hafa engan vegin staðist. Vandræði hafa skapast þar sem bilið hafði ekki verið brúað þegar hurðinni var skellt á dagforeldra. Minnt er á að enn eru vandræði með að fá dagforeldra á vissum tíma árs. Flokkur fólksins hefur lagt til að borgin styrki dagforeldra, t.d. með því að greiða þeim sem samsvarar gæslu 5. barnsins nái þeir ekki að fylla öll pláss. Enn er talsverður tími þangað til bilið verður að fullu brúað og þess vegna verður að finna leiðir í samvinnu við dagforeldra til að styrkja dagforeldrastéttina og sporna við frekari flótta úr stéttinni á meðan verið er að „brúa bilið”. Foreldrar verða að geta verið öruggir með að fá pláss fyrir barn sitt hjá dagforeldri óháð því hvenær á árinu barnið fæddist og dagforeldrum verður að vera boðið viðunandi starfsöryggi.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við samgöngubætur í Grafarvogi norður ásamt verkefnum umferðaröyggisáætlunar á sama svæði, ásamt fylgigögnum. Kostnaðaráætlun 2 er 90 m.kr. R20060070
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða mikilvægar samgöngubætur í Grafarvogi sem tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Tilefni verkefnisins eru m.a. áhyggjur foreldra vegna gönguleiða skólabarna í kjölfar sameiningar skóla í hverfinu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er fagnaðarefni að fara í eigi í samgöngubætur í norðanverðum Grafarvogi enda eru þær í samræmi við þær samgöngubætur sem fulltrúar Sjálfstæðisflokksins, íbúasamtök Grafarvogs og hverfaráðið hafa kallað eftir svo árum skiptir til að tryggja umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda. Það eru þó vonbrigði að ekki hafi verið komið til móts við óskir foreldra um það að koma undirgöngum eða göngubrú yfir Strandveg enda gríðarlega hættuleg leið fyrir börn og ekki í takt við það sem lofað var þegar ákveðið var að sameina og loka skóla í norðanverðum Grafarvogi. Lofað var brýnum samgöngubótum, gangbrautir í stað gönguþverana geta varla flokkast undir brýnar samgöngubætur.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bókun Flokks fólksins við Grafarvogur norður, samgöngubætur: Kynntar eru fyrirhugaðar samgöngubætur í norðurhluta Grafarvogshverfis. Þetta eru meðal atriða sem íbúum var lofað þegar ráðist var í að leggja af skólahald í einu húsi þverrt gegn vilja foreldra barna skólans. Þau óttuðust um öryggi barna sinna á leið í og úr skóla. Er hér búið að tryggja að fullu, eins og hægt er, trausta og örugga samgönguleið á milli Staðahverfis og Víkurhverfis? Fram kemur í kynningu að þetta hafi verið kynnt foreldrum en fulltrúi Flokks fólksins veit ekki hvort foreldrar séu sáttir upp til hópa og hvort þeir upplifi að börn þeirra séu örugg á leið úr og í skóla.
Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8.júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við 3. áfanga endurgerðar á útivistar- og torgsvæðum í Mjódd, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 80 m.kr. R20060068
Samþykkt.Ámundi V. Brynjólfsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili aðilaskipti að samkomulagi um fyrirhugaða uppbyggingu á lóðinni Skógarhlíð 22, ásamt fylgiskjölum. R18120048
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hef skyldusetu samkvæmt lögum. Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Skrifstofustjórum með mál fyrir borgarráði er skylt að fylgja málum sínum eftir og það hefur ekkert með borgarfulltrúa Miðflokksins að gera. Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg. Framkoma borgarfulltrúa er honum til minnkunar og betur færi á því að borgarfulltrúinn sinnti skyldu sinni og stæði vörð um hag Reykjavíkurborgar frekar en að vinna að því að grafa undan innviðum borgarinnar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Í gagnbókun meirihlutans koma fram aðdróttanir og alhæfingar, gripnar úr lausu lofti og máli þeirra til stuðnings vísa þau til fyrrum vinnustaðar míns – Alþingis, án þess að hafa nokkrar staðfestingar máli sínu til stuðnings. Með þessum málflutningi kvittar meirihlutinn upp á að taka þátt í eineltismenningu ráðhússins. Formaður borgarráðs sem stýrir fundinum gerir ekki athugasemdir við þessar árásir sem kjörinn fulltrúi situr undir, en á samt að vinna jafnt fyrir alla borgarfulltrúa og gæta jafnræðis og sanngirni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Í þá tíð sem Vigdís Hauksdóttir gegndi hlutverki formanns fjárlaganefndar Alþingis bárust ýmsar kvartanir um hegðun hennar gagnvart starfsfólki og embættismönnum. Formlegar kvartanir bárust m.a. fjármálaráðuneytinu og forseta Alþingis um staðhæfingar og orð sem hún hefur látið falla í viðtölum. Fólk hefur einnig kvartað yfir ókurteisi hennar á fundum sem hún stýrir, m.a. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og fleiri. Það þarf ekki að leita langt en um hegðun Vigdísar Hauksdóttur er fjallað í fjölmiðlum því fólki er nóg boðið vegna framkomu hennar og með einfaldri leit á netinu má t.d. finna þessa frétt: https://www.ruv.is/frett/latlaus-gagnryni-vigdisar-a-embaettismenn . Sambærilegar lýsingar á hegðun borgarfulltrúans má einnig heyra frá kjörnum fulltrúum, starfsfólki borgarinnar og embættismönnum.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Í samráði við lögmann verður vart hjá því komist lengur að ég leiti réttar míns til að hreinsa æru mína af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar af borgarfulltrúum meirihlutans í borgarstjórn. Sá eineltiskúltúr sem ríkir í ráðhúsinu og ríkt hefur lengi er óbærilegur og er farinn að taka á sig alvarlegar myndir. Hér hafa fulltrúar meirihlutans á þessum fundi gengið lengra en nokkru sinni fyrr og rótað upp rógburði fjölmiðla í fyrri störfum mínum. Fulltrúar meirihlutans bera ábyrgð á orðum sínum og ummæli og vinnubrögð þeirra dæma sig sjálf. Þessi hegðun meirihlutans er dæmigerð fyrir þá meðvirkni sem ríkir um eineltiskúltúr ráðhússins sem ríkt hefur þar um árabil.
Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Réttar, dags. 20. desember 2019, varðandi ósk um viðræður um réttarstöðu lóðarhafa Elliðavatnsbletts 3. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns og skrifstofustjóra borgarstjóra og borgarritara, dags. 8. júní 2020. R20010090
Óskum lóðarhafa er hafnað með vísan til umsagnar borgarlögmanns og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Dags B. Eggertssonar, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hef skyldusetu samkvæmt lögum. Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Skrifstofustjórum með mál fyrir borgarráði er skylt að fylgja málum sínum eftir og það hefur ekkert með borgarfulltrúa Miðflokksins að gera. Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg. Framkoma borgarfulltrúa er honum til minnkunar og betur færi á því að borgarfulltrúinn sinnti skyldu sinni og stæði vörð um hag Reykjavíkurborgar frekar en að vinna að því að grafa undan innviðum borgarinnar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Í gagnbókun meirihlutans koma fram aðdróttanir og alhæfingar, gripnar úr lausu lofti og máli þeirra til stuðnings vísa þau til fyrrum vinnustaðar míns – Alþingis, án þess að hafa nokkrar staðfestingar máli sínu til stuðnings. Með þessum málflutningi kvittar meirihlutinn upp á að taka þátt í eineltismenningu ráðhússins. Formaður borgarráðs sem stýrir fundinum gerir ekki athugasemdir við þessar árásir sem kjörinn fulltrúi situr undir, en á samt að vinna jafnt fyrir alla borgarfulltrúa og gæta jafnræðis og sanngirni.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Í þá tíð sem Vigdís Hauksdóttir gegndi hlutverki formanns fjárlaganefndar Alþingis bárust ýmsar kvartanir um hegðun hennar gagnvart starfsfólki og embættismönnum. Formlegar kvartanir bárust m.a. fjármálaráðuneytinu og forseta Alþingis um staðhæfingar og orð sem hún hefur látið falla í viðtölum. Fólk hefur einnig kvartað yfir ókurteisi hennar á fundum sem hún stýrir, m.a. Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans og fleiri. Það þarf ekki að leita langt en um hegðun Vigdísar Hauksdóttur er fjallað í fjölmiðlum því fólki er nóg boðið vegna framkomu hennar og með einfaldri leit á netinu má t.d. finna þessa frétt: https://www.ruv.is/frett/latlaus-gagnryni-vigdisar-a-embaettismenn Sambærilegar lýsingar á hegðun borgarfulltrúans má einnig heyra frá kjörnum fulltrúum, starfsfólki borgarinnar og embættismönnum.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Í samráði við lögmann verður vart hjá því komist lengur að ég leiti réttar míns til að hreinsa æru mína af þeim ávirðingum sem á mig eru bornar af borgarfulltrúum meirihlutans í borgarstjórn. Sá eineltiskúltúr sem ríkir í ráðhúsinu og ríkt hefur lengi er óbærilegur og er farinn að taka á sig alvarlegar myndir. Hér hafa fulltrúar meirihlutans á þessum fundi gengið lengra en nokkru sinni fyrr og rótað upp rógburði fjölmiðla í fyrri störfum mínum. Fulltrúar meirihlutans bera ábyrgð á orðum sínum og ummæli og vinnubrögð þeirra dæma sig sjálf. Þessi hegðun meirihlutans er dæmigerð fyrir þá meðvirkni sem ríkir um eineltiskúltúr ráðhússins sem ríkt hefur þar um árabil.
Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað borgarlögmanns, dags. 25. maí 2020, varðandi gildistíma og uppkaupsákvæði lóðarleigusamninga í Víðidal, ásamt fylgiskjölum. R16020258
Frestað. -
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 27. maí 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. maí 2020 á tillögu um viðmið um hámarksfjölda reykvískra grunnskólanemenda sem heimilt er að greiða framlag vegna til sjálfstætt rekinna grunnskóla utan Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum. R20050315
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Til að tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til þeirrar menntunar sem er í boði er það réttlætismál að tryggja að jöfn framlög fylgi með hverju barni hvort heldur þau gangi í borgarrekinn eða sjálfstætt starfandi skóla. Með því að fé fylgi barni ætti efnahagur foreldra ekki að koma í veg fyrir val á skóla. Auk þess myndi slíkt fyrirkomulag veita foreldrum fleiri valkosti í skólamálum og tækifæri til að velja milli ólíkra áherslna í menntun barna sinna. Enda eru það foreldrarnir sem bera ábyrgð á uppeldi og menntun barna sinna og greiða fyrir námið með sköttum sínum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja að allir nemendur eigi að hafa val um hvaða skóla þeir sæki, óháð rekstrarformi skóla eða sveitarfélagsmörkum. Af þeim sökum styðja þeir ekki tillögur sem byggja á fjöldatakmörkunum.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags. 8. júní 2020 þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki nýtt hönnunarkerfi sem mun ná yfir allar stafrænar lausnir borgarinnar. R20060063
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er ánægjulegt að nú skuli í fyrsta skipti vera orðið til hönnunarkerfi fyrir borgina en það mun auðvelda borginni að samræma heildarásýnd sína gagnvart þjónustunotendum. Innleiðing staðalsins flýtir einnig fyrir og sparar kostnað við stafræna þróun og styttir viðbragð borgarinnar á stafrænum miðlum. Hönnunarstaðallinn setur upplifun notenda í fyrsta sæti og verður mikilvægt tæki í þeirri viðleitni að einfalda og samræma þjónustuframboð borgarinnar. Aðalgildi hönnunarinnar miðlar þeim ásetningi að við viljum að Reykjavík sé vingjarnleg, litrík og traust á stafrænum miðlum.
Óskar J. Sandholt og Þröstur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 9. júní 2020, að viðauka við fjárhagsáætlun 2020. Greinargerð fylgir tillögunni. R20010161
Vísað til borgarstjórnar.Halldóra Káradóttir, Guðlaug Sigurðardóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt mánaðarlegt rekstaruppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-mars 2020, dags. 11. júní 2020. R20010095
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Afkoma borgarinnar er umtalsvert lakari en gert var ráð fyrir í áætlun. Munar hér heilum 2.228 milljónum. Taprekstur er staðreynd og skuldir vaxa hratt. Athygli vekur að þetta er þriggja mánaða uppgjör á þeim tíma sem áhrif COVID-19 voru ekki komin fram. Veltufé frá rekstri er hrunið í 2,9% sem er langt undir viðmiðunarmörkum borgarinnar sjálfrar sem er 9%. Reykjavíkurborg er ekki vel búin til að takast á við áföll enda var skuldasöfnun gífurleg í góðærinu. Skuldir hækka um fjóra milljarða á þremur mánuðum. Skuldahlutfall hækkar núna hratt. Meirihlutinn hefur núna starfað í tvö ár og hefur þverbrotið eigin sáttmála með því að borga ekki niður skuldir í góðærinu eins og meirihlutasáttmálin kvað skýrt á um. Viðreisn lofaði viðreisn í fjármálum Reykjavíkurborgar og lækkun skulda. Það klikkaði.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er reiðarslag að sjá þriggja mánaðaruppgjör A-hluta, janúar-mars 2020. Tekjur af staðgreiðslu dragast saman um tæpan 1,8 milljarð miðað við áætlanir og áætlanir um sölu byggingaréttar ganga ekki eftir sem nemur tæpum 900 milljónum. Ljóst er að áætlanir eru gróflega ofmetnar. Nú er að verða ljóst að tekjuáætlun á liðnum „sala byggingaréttar“ er sett inn í áætlanir sem froða til að ná tekjuáætlun upp. Engin innistæða hefur verið fyrir þeim tekjum um langa hríð. Sem dæmi má nefna voru tekjur af sölu byggingarréttar 3,8 ma.kr. lægri en áætlað hafði verið árið 2019 samkvæmt nýsamþykktum ársreikningi. Þessar áætlanir eru blekkingar og ber borgarstjóri, sem er framkvæmdastjóri sveitarfélagsins alla ábyrð á þessum vinnubrögðum, þegar staðreyndin er sú að ekki er verið að bjóða nýjar lóðir út. Þeim er úthlutað yfir borðið til óhagnaðardrifinna félaga og því ekki um tekjur að ræða. Skuldsetning hefur aukist gríðarlega á liðnum árum og ný lántaka á þessu þriggja mánaða tímabili tæplega 3,2 milljörðum og nýjar leiguskuldir nema tæpum milljarði. Skuldir borgarsjóðs þann 31. mars 2020 standa í 116 milljörðum. Rekstur borgarinnar er að verða ósjálfbær - enda skuldadrifinn. Þessar staðreyndir eru settar fram áður en farið var í kostnaðarsamar aðgerðir vegna COVID-19 og því erum við aðeins að sjá toppinn á ísjakanum.
Halldóra Káradóttir, Guðlaug Sigurðardóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lagt fram bréf innri endurskoðunar, dags. 8. júní 2020 þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki áætlun um útfærslu að skipulagi nýrrar starfseiningar ásamt tillögu að erindisbréfi, ásamt fylgiskjölum. R20020232
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að leggja til áætlun um sameinaða eftirlitseiningu með það að markmiði að einfalda og um leið styrkja starfsemi og skipulag þeirra aðila sem sinna eftirliti með starfsemi og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og þar með eftirlitsumhverfi borgarinnar. Til grundvallar þessari áætlun var unnin ítarleg greiningarvinna þar sem fram kom að mikil samlegð felist í sameiningunni sem birtist með margvíslegum hætti. Áætlað er að styðja við aukið réttaröryggi borgarbúa með því að einfalda úrvinnslu kvartana og auka yfirsýn með því að öllum kvörtunum sé beint í samræmdan rafrænan farveg þar sem hægt er að greina þær út frá efni og eðli, vinna tölfræði, fylgja þeim betur eftir og hafa samvinnu innan stjórnsýslunnar um meðferð þeirra auk þess að sinna markvissu fræðslustarfi sem tekur mið af þörfinni. Með þessu er betur hægt að ná fram skilvirkni og koma í veg fyrir of mikið flækjustig og tvíverknað í verklagi. Samhliða sameiningunni skal innleiða nýja og betri uppljóstrunargátt sem uppfyllir skilyrði um fyllsta gagnageymsluöryggi til þess að tryggja þá nafnleynd uppljóstrara sem ný lög um vernd uppljóstrara kveða á um.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hlutverk innri endurskoðunar er mikilvægt og er hér verið að styrkja stöðu hennar. Tryggja verður sjálfstæði embættisins hér eftir sem hingað til. Embætti umboðsmanns borgarbúa hefur ekki staðið undir væntingum, en hér er von borgarfulltrúa að íbúar hafi greiðan aðgang að úrlausnum mála sinna eftir þessar breytingar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Sífelldar breytingar á stjórnkerfi Reykjavíkur eiga sér stað til að rugla eftirför mikilla fjárútláta. Nú er verið að sameina Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, starfsemi umboðsmanns borgarbúa og starf persónuverndarfulltrúa borgarinnar í því ljósi að sameina á einum stað starfsemi eftirlitseininga borgarinnar. Borgarfulltrúi Miðflokksins hefur kallað eftir hagræðingu og sparnaði á öllum sviðum borgarinnar og fengið þær ávítur að verið væri að vega að starfsfólki borgarinnar með duldri hótun um uppsagnir. Því er vísað á bug – en það er kaldhæðnislegt svo ekki sé meira sagt að meirihlutinn hefur í tillögum þessum lagt niður embætti umboðsmanns borgarbúa – sem var eina gáttin fyrir Reykvíkinga að koma á framfæri kvörtunum vegna þess sem miður fer hjá borginni. Umboðsmaður borgarbúa hefur verið mjög gagnrýninn á störf borgarstjóra og meirihlutans og þá er hann lagður niður. Þetta er þöggun og einræði. Kjörnir fulltrúar geta ekki borið traust til þessarar eftirlitseiningar, traustið fór í braggamálinu þegar numið var staðar við rannsóknina, þar sem lögbrotin byrjuðu. Borgarfulltrúar er svo heppnir að eftirlitsstofnanir ríkissins eru margar og héðan í frá vísar borgarfulltrúi Miðflokksins öllum álitaefnum og rannsóknarefnum til ríkissins, til æðra stjórnsýslustigs. Að leita til eftirlitsaðila Reykjavíkurborgar er fullreynt. Traustið er farið.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar að mörgu leyti tillögu um sameinaða starfsemi innri endurskoðunar, persónuverndarfulltrúa og embætti umboðsmanns borgarbúa. Sagt er að þetta leiði til sparnaðar og vonandi gerir það það en hvort það verði reyndin á eftir að koma í ljós. Svarti blettur þessara breytinga er að umboðsmaður borgarbúa hættir og fer þar með hans sérhæfða hlutverk. Það embætti var það eina sem borgarbúar gátu í raun treyst á að myndi ganga erindi þeirra. Þetta voru þeir sem töldu sig hafa orðið fyrir misbeitingu, órétti eða öðrum meintum brotum af hálfu borgarinnar gagnvart borgarbúum. Hverjir munu sinna þessum borgurum og málum þeirra núna með jafnhlutlausum hætti og embætti umboðsmanns borgarbúa gerði? Og hvernig mun í þessu nýja sameinaða kerfi ganga að svara erindum borgarfulltrúa en sú staða kemur stundum upp að borgarfulltrúar telja ástæðu til að láta skoða mál, svið eða deildir.
Hallur Símonarson og Inga Björg Hjaltadóttur taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 4. júní 2020, til félagsmálaráðuneytis varðandi stofnframlög og þörf á auknu fjármagni. R20050233
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á drögum að gjaldskrárstefnu Strætó bs. R20060047
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hætta er á að breytingar á gjaldskrá Strætó valdi verulegri hækkun á einstaka hópa. Má hér nefna aldraða og ungmenni.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Kynnt eru drög að gjaldskrárstefnu Strætó bs. Einhver einföldun hefur orðið en ganga hefði mátt lengra. Hér vill fulltrúi Flokks fólksins nefna tillögu um að lækka einstaklingsmiða í strætó sem er nú tæpar 500 krónur til að laða fleiri að almenningssamgöngum. Einnig var lagt til að hafa ótakmarkaðan gildistíma á strætókortum. Þessi tillaga fékk ekki að fara fyrir stjórn Strætó bs. til umræðu heldur var vísað strax frá í borgarráði sem er miður. Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að það sé afar mikilvægt að auka sveigjanleika strætókorta, t.d. að hafa ótakmarkaðan gildistíma. Fyrir þann sem tekur vagninn sjaldan getur hann ekki keypt 10 miða kort því gildistíminn er stuttur. Einnig er of lítill munur á miðaverði sé keyptur einn miði eða sé miðin hluti af stærtókorti. Þótt keypt sé 20 miða kort er einstaka miði aðeins um 15 krónum ódýrari. Væri gjaldið að minnsta kosti 100 krónum lægra og 150 krónum lægra ef keypt er 20 miða kort með ótakmarkaðan gildistíma er það hvatning að nota meira strætó. Hér er verið að hugsa til hóps fólks sem öllu jafnan notar einkabílinn en þarf að stöku sinnum nýta sér aðrar ferðaleiðir. Þessi staða kemur stundum upp hjá fjölskyldum sem eiga einn heimilisbíl.
Hjálmar Sveinsson og Markús Vilhjálmsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. júní 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um akstur handhafa P-korta á göngugötum, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. ágúst 2019. R19080143
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Viðhorf skipulagsyfirvalda til 1. mgr. 10. gr. umferðarlaga er alveg skýrt. Reyna á að fá löggjafann til að breyta þessu ákvæði, taka út ofangreinda heimild og tryggja þar með að akstursþjónusta fatlaðra og handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða geti ekki ekið göngugötur og lagt þar í merkt stæði eins og kveðið er á um í lagagreininni. Skipulagsyfirvöld óttast að stór hluti handhafa stæðiskorta muni fjölmenna á göngugötur en þeir eru um 8000 í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem hér sé ekki verið að setja fólk og þarfir þess í fyrsta sæti. Auðvitað munu ekki margir handhafar stæðiskorta vera á göngugötu á sama tíma. Hins vegar getur vel verið að þessi heimild hvetji einn og einn handhafa að koma inn á göngugötu.
Í borg þar sem borgarbúa hafa mismunandi þarfir er mikilvægt að sýna skilning og sveigjanleika. Borgin er fyrir fólkið en ekki öfugt. Ýmsar leiðir hafa verið fundnar í borgum erlendis en þar er víðast almenningssamgöngukerfi sem þjónustar fólkið vel. Að mörgu leyti eru aðrar borgir því ekki sambærilegar og Reykjavík. Þver- og hliðargötur í erlendum borgum eru auk þess með afar gott aðgengi og séð er til þess að þar geti fólk lagt bíl sínum stutt frá áfangastað. Þvergötur við Laugaveg bjóða ekki upp á þann möguleika.Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. júní 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um heimild handhafa P-korta til að keyra á göngugötum, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. ágúst 2019. R19070069
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Viðhorf skipulagsyfirvalda til 1. mgr. 10. gr. umferðarlaga er alveg skýrt. Reyna á að fá löggjafann til að breyta þessu ákvæði, taka út ofangreinda heimild og tryggja þar með að akstursþjónusta fatlaðra og handhafar stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða geti ekki ekið göngugötur og lagt þar í merkt stæði eins og kveðið er á um í lagagreininni. Skipulagsyfirvöld óttast að stór hluti handhafa stæðiskorta muni fjölmenna á göngugötur en þeir eru um 8000 í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins finnst sem hér sé ekki verið að setja fólk og þarfir þess í fyrsta sæti. Auðvitað munu ekki margir handhafar stæðiskorta vera á göngugötu á sama tíma. Hins vegar getur vel verið að þessi heimild hvetji einn og einn handhafa að koma inn á göngugötu.
Í borg þar sem borgarbúa hafa mismunandi þarfir er mikilvægt að sýna skilning og sveigjanleika. Borgin er fyrir fólkið en ekki öfugt. Ýmsar leiðir hafa verið fundnar í borgum erlendis en þar er víðast almenningssamgöngukerfi sem þjónustar fólkið vel. Að mörgu leyti eru aðrar borgir því ekki sambærilegar og Reykjavík. Þver- og hliðargötur í erlendum borgum eru auk þess með afar gott aðgengi og séð er til þess að þar geti fólk lagt bíl sínum stutt frá áfangastað. Þvergötur við Laugaveg bjóða ekki upp á þann möguleikaBorgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Farið er í framkvæmd göngugatna þrátt fyrir mikla andstöðu rekstraraðila og meirihluta íbúa Reykjavíkur. Þá er einnig gerð athugasemd við samráðsleysi við útfærslu göngugatna. Í umsögnum rekstraraðila er ljóst að margt er aðfinnsluvert varðandi aðkomu og aðgengi. Rekstrarumhverfi í miðborginni hefur versnað mikið og þarf borgin frekar að létta undir með rekstaraðilum og vinna í góðri samvinnu. Áralöng barátta fatlaðs fólks fyrir því að geta keyrt P-merkta bíla skilaði loks árangri þegar nýju umferðarlögin tóku gildi. Þar segir: „Umferð vélknúinna ökutækja um göngugötu er óheimil. Þó er umferð vélknúinna ökutækja akstursþjónustu fatlaðra, handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða heimil“. Á fundi skipulags- og samgönguráðs þann 3. júní 2020 var hins vegar lagt fram minnisblað Reykjavíkurborgar vegna umferðarlaganna þar sem Reykjavíkurborg óskar eftir því að það verði í höndum sveitarfélagsins hvort undanþágur verði veittar frá banni við að aka vélknúnum ökutækjum á göngugötu. Verði Alþingi að óskum Reykjavíkurborgar er um að ræða afturför áralangra baráttu fatlaðs fólks. Verði öllum áformum um göngugötur að veruleika verður vegarkaflinn frá Hlemmi niður á Lækjartorgi lokaður, ein lengsta göngugata í Evrópu. Því er hætta á að aðgengi hreyfihamlaðra verði verulega skert í miðborg Reykjavíkur.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 29. maí 2020, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fyrirtækið Strategíu og kostnað vegna tillagna fyrirtækisins um stjórnskipulag byggðasamlaga, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. maí 2020. R20040182
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Sambærileg fyrirspurn liggur inni frá borgarfulltrúa Miðflokksins sem er ítarlegri og snýr einnig að því hvað A-hluti borgarinnar hefur keypt þjónustu af Strategíu fyrir háar upphæðir auk B-hluta. Furðu sætir að þessum spurningum hafi ekki verið svarað á sama tíma. Það er farið að vekja mikla athygli hversu seint fyrirspurnum er varða fjármál A-hluta/borgarsjóðs er svarað. Skorað er á formann borgarráðs að gera eitthvað róttækt til að vekja kerfið.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bókun Flokks fólksins við svari spurninga um hvernig var fyrirtækið Strategía fyrir valinu að koma með tillögur á stjórnskipulagi byggðarsamlaga? Fór þetta verkefni í útboð? Hver er kostnaðurinn við verkefnið og hver greiðir? Fram kemur að í starfs- og fjárhagsáætlun Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2020 er áætlað að fyrsti hluti verkefnisins verði um 7. millj. kr. og að Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu stendur straum af verkefninu kostnaðarlega og heldur utan um verkefnið. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta há upphæð og er hér aðeins um fyrsta hluta. Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er haldið uppi að fólkinu í sveitarfélaginu. Nýlega var verið að samþykkja viðauka við fjárhagsáætlun, tillögu um að fjárheimildir borgarstjórnar verði hækkaðar um 4.609 þ.kr vegna hækkunar á félagsgjöldum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hækkaði um 50% eða um ríflega 4,6 milljónir. Félagsgjöld eins og annað koma úr vasa borgarbúa.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðveru starfsmanns tæknideildar á meðan á fundum ráðsins stendur, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn þjónustu- og nýsköpunarsviðs, dags.14. janúar 2020. R19060224
Tillögunni er vísað frá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bókun Flokks fólksins við svari vegna tillögu Flokks fólksins um viðveru starfsmanns tæknideildar á meðan á fundum borgarstjórnar stendur. Tillögunni var vísað frá. Tillagan var um að tölvumaður verði ávallt til staðar í Ráðhúsinu þegar fundir eru í gangi. Sýnt hefur að það getur skapast ófremdarástand ef tæknivandamál koma upp á miðjum fundi og ekki er hægt að ná í tölvumann. Slíkt ástand getur leitt til þess að viðkomandi borgarfulltrúi getur ekki komið frá sér málum sínum og bókunum þar sem ekki er hægt að gera það eftir að fundi er slitið. Í svari segir að atvik eins og tillagan vísar til geta komið upp, en eru afar sjaldgæf. Skrifstofunni þykir miður að tæknimaður hafi verið fjarverandi á umræddum fundi. Óviðráðanlegar aðstæður gerðu það að verkum að ekki reyndist unnt að fylla í skarð hans þennan umrædda dag. Upplýsingatækniþjónstu Reykjavíkurborgar mun nú sem áður einblína á að veita borgarráði og borgarstjórn fyrirtaks tækniþjónustu á fundum ráðsins. Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið sem er hreinskilið.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Upplýsingatækniþjónusta Reykjavíkurborgar hefur um árabil sinnt tækniþjónustu við fundi borgarráðs og ekki stendur til að falla frá því fyrirkomulagi né gera breytingu á þjónustustigi því er málinu vísað frá.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um að leitað verði til reikningsskilaráðs varðandi notkun á IAS40-staðli, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl 2020. Einnig lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 8. júní 2020. R20040235
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er ótrúlegt að meirihlutinn skuli fella þessa tillögu því uppgjörsaðferðir Félagsbústaða eru mjög umdeildar og eru til úrskurðar hjá samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytinu. Með því að fella þessa tillögu er meirihlutinn að vinna á móti fagráði á æðra stjórnsýslustigi til að leiða hið rétta í ljós. Reikningsskilaráð er skipað í samræmi við ákvæði 63. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Hlutverk reikningsskilaráðs er að taka ákvarðanir um innleiðingu reikningsskilastaðla og álitaefni sem þá varða og eru þær ákvarðanir endanlegar og að veita umsögn um önnur atriði sem hafa þýðingu. Sífellt verður borgarstjóri og meirihlutinn sér til skammar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það liggur fyrir úrskurður ráðuneytis um skyldu Félagsbústaða til að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum (IFRS), því verður ekki séð að þörf sé á frekari yfirferð sérfræðinga um notkun reikningsskilastaðla hjá Félagsbústöðum þess vegna er tillagan felld.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Félagsbústaðir eru óhagnaðardrifið leigufélag. Af þeim sökum er í hæsta máta óeðlilegt að félagið sé gert upp á gangvirði í samstæðureikningi borgarinnar enda er það augljóslega gert í þeim tilgangi að fegra ársreikining samstæðu borgarinnar. Ef Félagsbústaðir væru færðir inn á kostnaðarverði, eins og annars staðar í Evrópu, yrði eigið fé borgarinnar, samkvæmt útreikningum fjármálaskrifstofu, 57 milljörðum lægra í uppgjöri samstæðureikningsins. Þetta er séríslensk aðferð í reikningsskilum óhagnaðardrifinna félaga og viðgengst hvergi í þeim löndum sem við viljum svo gjarnan bera okkur saman við.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kjörskrá vegna forsetakosninga þann 27. júní nk., ásamt fylgiskjölum. R20040070
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 8. júní 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tillögu um skipan undirkjörstjórna vegna forsetakosninga þann 27. júní nk. Jafnframt er óskað eftir að borgarráð samþykki tillögu að breytingu á skipan hverfiskjörstjórna, ásamt fylgiskjölum. R20040070
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkaupa- og framkvæmdaráðs frá 28. maí og 4. júní 2020. R20060037
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 25. maí 2020. R20010027
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Háaleitis og Bústaða frá 28. maí 2020. R20010028
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 25. maí 2020. R20010031
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 20. maí 2020. R20010032
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir skipulags- og samgönguráðs frá 3. og 10. júní 2020. R20010008
B-hlutar fundargerðanna eru samþykktir.Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun umdir 13. lið fundargerðarinnar frá 10. júní:
Fulltrúi Sósíalista vill koma því á framfæri að: Sósíalistaflokkur Íslands mótmælir fyrirhuguðum vegatollum og öllum frekari hugmyndum um að koma á gjaldsvæðum innan höfuðborgarsvæðisins með tilheyrandi gjöldum. Ekki geta allir nýtt sér almenningssamgöngur af ýmsum ástæðum. Slík gjöld og tollar væru til þess fallin að binda ákveðna samfélagshópa átthagafjötrum en hluti láglaunafólks, fatlaðra, langveikra, atvinnulausra og annarra slíkra lágtekjuhópa (fátækra) eiga bifreiðar og þurfa að komast reglubundið á milli staða innan höfuðborgarsvæðisins sem yrði þeim ókleyft við slíka gjaldtöku. Mörgum er einnig nauðsynlegt að komast út fyrir borgarmörkin stöku sinnum, til að heimsækja ættingja eða njóta landsins gæða, sem yrði þeim erfitt.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun umdir 20. lið fundargerðarinnar frá 10. júní:
Gatnamót Þorragötu og Suðurgötu eru langt frá háskólasvæðinu sem notuð eru sem rök í svarinu. Það er fáránlegt að bera því við. Auðvitað var verið að telja bíla inn og út úr Skerjafirði. Best er að viðurkenna það strax. Það er niðurlægjandi bæði fyrir þá sem eru taldir og talningaraðila að telja handvirkt þegar er til tæknibúnaður til talningar bíla. Að fara í talningu á þeim tíma sem verkfall Eflingar stóð yfir er merki um mikinn ósveigjanleika kerfisins. Eða helgaði tilgangurinn meðalið að blekkja bílaumferð um þetta svæði? Allir vita nú hvaða framkvæmdir á að fara í – í Skerjafirði. Að bæta við a.m.k. 1.200 nýjar íbúðum. Allar líkur benda til að umferð þungaflutninga muni þurfa að fara í gegnum Einarsnes þegar ljóst er að vegalagning í gegnum flugskýli Flugfélagsins Ernis eru í uppnámi. Því er ljóst að þessar talningar á þessu svæði á þessum tíma eru vita tilgangslausar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Umsögn Reykjavíkurborgar um frumvarp til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir liður 13. Veggjöld í Reykjavík gætu falið í sér tugþúsunda kostnaðarauka á mánuði vegna ferða borgarbúa. Vegtollar eru aðför að borgurunum að mati fulltrúa Flokks fólksins. Nú vilja skipulagsyfirvöld leggja sérstaka áherslu á að rukka þá sem aka um á ákveðnum tímum, á álagstímum, á þeim tíma sem þeim er ætlað að mæta í vinnu. Það er vissulega fagnaðarefni að bæta eigi samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Ekki hefur verið brugðist við fólksfjölgun og auknum umferðarþunga. Gert er ráð fyrir að vegtollar á notendur fjölskyldubíla standi undir helmingi kostnaðar. Vegtollahugmyndirnar hafa verið gagnrýndar harkalega. Félag íslenskra bifreiðaeiganda hefur bent á að setja þyrfti upp myndavélar á 160 gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu til að innheimta vegtolla á helstu stofnbrautum. Vegtollar eru mjög dýr leið til að hafa tekjur af umferðinni. Kostnaður við vegtolla felst m.a. í dýrum tækjabúnaði, hugbúnaði, tengingum, innheimtukostnaði, viðhaldi, endurnýjun og almennum rekstri. Að auki greiða vegfarendum 11% virðisaukaskatt af veggjöldum. Veggjöld leggjast með mestum þunga á lágtekjufólk sem þarf að nota bíl til að sækja vinnu og koma börnum á leikskóla og í frístundastarfsemi. Láglaunafólk sem flytur í úthverfi til að komast í ódýrara húsnæði tapar þeim ávinningi komi til innheimtu veggjalda. Veggjöld eru flöt krónutala og mun hærra hlutfall launa láglaunafólks samanborið við laun hálaunafólks.Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 24, febrúar, 9., 12. og 23. mars og 8. og 27. apríl 2020. R20010015
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Á vettvangi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur eru mörg mikilvæg mál til umræðu og ákvarðanatöku og eftir lestur fundargerða getur oft verið erfitt að átta sig á umfangi umræðnanna. Til að tryggja aukið gagnsæi og aðgengi að þeim vettvangi telur fulltrúi sósíalista nauðsynlegt að fleiri komi að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar innan stjórnar. Þá þarf einnig að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að fyrirtækjum í eigu Reykjavíkur og að raddir starfsfólksins móti einnig ákvarðanatöku innan fyrirtækisins en starfsfólkið hefur óneitanlega mikla þekkingu á því hvernig megi bæta hlutina.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér eru sex fundargerðir Orkuveitunnar lagðar fram á einu bretti, sú elsta frá því í febrúar. Þetta er frekar óþægilegt og óskar fulltrúi Flokks fólksins eftir að fundargerðir komi jafnhraðan enda ærin vinna að fylgjast með málum þegar svo margar fundargerðir koma inn á einu bretti og sumar allt að fjögurra mánaða gamlar.
Fylgigögn
- Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 24. febrúar 2020
- Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 9. mars 2020
- Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 12. mars 2020
- Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 23. mars 2020
- Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 8. apríl 2020
- Fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur 27. apríl 2020
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 18. maí 2020. R20010013
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið fundargerðarinnar:
Gas og jarðgerðarstöðin, verður vígð í næstu viku og er framtíðarlausn á meðhöndlun lífræns sorps. Minna verður urðað sem er gott en dýrmætar afurðir sem verða til við vinnsluna virðast ekki ætla að nýtast. Engir samningar eru í höfn um sölu á metani og moltuna á að gefa, þ.e.a.s. ef einhver vill hana. Ef enginn vill hana þarf að urða hana.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 29. maí 2020. R20010017
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 15 mál. R20060038
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið yfirlitsins:
Einn liður embættisafgreiðslna er afgreiðsla tillögu Flokks fólksins um íslenskunámskeið fyrir erlenda leikskólastarfsmenn sem vísað var frá á fundi skóla- og frístundaráðs þann 26. maí sl. Tillagan gengur út á að allir verðandi starfsmenn leikskóla sem ekki tala íslensku sæki eitt íslenskunámskeið áður eða um það leyti sem þeir hefja störf þar sem það er mjög erfitt að byrja á vinnustað ef erfiðleikar eru með að skilja það sem sagt er eða tjá sig. Í svari kemur fram „að í dag standi öllum erlendum starfsmönnum í leikskólum til boða íslenskukennsla og að það sé einstaklingsbundið hvenær hentar bæði fyrir starfsmanninn og vinnustaðinn“. Það er mat fulltrúa Flokks fólksins að hér eigi ekki að vera um val að ræða enda vilja flestir erlendir starfsmenn læra málið sem fyrst til að geta tekið strax fullan þátt og liðið vel í vinnunni. Á leikskólum eru börn auk þess sjálf að læra sitt eigið tungumál svo hér er um allra hag að ræða. Eðlilegt væri að íslenskunámskeið væri hluti af ráðningarferli í þeim tilvikum sem það á við.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20050332
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hver er tilgangurinn með uppsetningu á grjóthrúgum við Eiðsgranda? R20060105
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er upplýsinga um hver fól lögmönnum borgarinnar að kalla á forstjóra Flugfélagsins Ernis til að tilkynna honum að flugskýli og viðhaldsstöð félagsins yrði rifið, bótalaust. R20060107
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hvernig er staðið að því að uppfylla heilbrigðiskröfur þess húsnæðis sem borgin býður listamönnum til leigu? Hefur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur skoðað þessar aðstæður? Boðið var upp á skoðunarferð miðvikudaginn 10. júní í Gufunesi, en þá kom í ljós mygla og mikið magn af sorpi í óupphituðu húsnæði sem greinilega var heilsuspillandi og með margvíslega slysahættu. https://sim.is/reykjavikurborg-skapandi-verkefni-i-husnaedi-borgarinnar/ https://www.ruv.is/frett/2020/05/25/gufunes-verdi-thorp-lista-og-skapandi-greina. R20060109
- Kl. 13.15 víkja Eyþór Laxdal Arnalds og Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.
- Kl. 13.20 víkur borgarstjóri af fundinum. -
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hvað kostar vinna við og innleiðing „hönnunarkerfi fyrir stafrænar vörur“ sem kynnt var á fundi borgarráðs þann 11. júní sl. tæmandi talið? 2. Var verkið boðið út? 3. Ef ekki, hvernig voru hönnuðir og aðrir sem að verkinu komu valdir? 4. Hverju í ósköpunum á þetta gæluverkefni að skila sem á engan hátt er hægt að koma fyrir undir lögbundinni eða grunnþjónustu? R20060110
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Um síðustu mánaðamót birtist dæmalaus frétt í Fréttablaðinu þar sem fram kom að embættismenn/starfsmenn á skrifstofu Reykjavíkurborgar hafi ellefu aðgangskort að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll og er kostnaður við kortin um 1,6 milljón króna. Í ljósi þess að Reykjavíkurborg er stór leigutaki á markaði og á þar að auki mikið húsnæði þá kem ég til með að leggja þessar fyrirspurnir fram í borgarráði til skriflegs svars. 1. Er virkilega ekkert húsnæði sem borgin ræður yfir sem getur sinnt þessum þörfum? 2. Er það virkilega svo að vinnuaðstaða starfsfólks í „efsta lagi“ stjórnsýslunnar er svo slæm að grípa þurfti í þetta úrræði? 3. Hvers vegna þarf „efsta lag“ stjórnsýslunnar fundaraðstöðu utan stjórnsýslubygginga borgarinnar? 4. Hvaða embættismenn hafa yfirráð yfir þessum kortum tæmandi talið? 5. Hefur borgarstjóri kort/aðgang að vinnustofunni? 6. Hefur formaður borgarráðs kort/aðgang að vinnustofunni? 7. Hefur forseti borgarstjórnar kort/aðgang að vinnustofunni? 8. Hafa aðrir kjörnir fulltrúar kort/aðgang að vinnustofunni s.s. oddviti Pírata og Vinstri grænna eða einhverjir aðrir? 9. Hafa einhverjir kjörnir fulltrúar kort/aðgang að vinnustofunni og ef svo er hverjir eru það? 10. Handhafi korts virðist hafa aðgang að vinnustofunni og veitingaaðstöðu alla daga og til lokunar á kvöldin – er áfengi þar með talið? 11. Í frétt Fréttablaðisins kemur fram að vinnustofan er sérstaklega vel til þess fallin að taka á móti erlendum og innlendum viðskiptamönnum, hitta samstarfsfólk vegna vinnu eða utan hennar, rækta tengsl við aðra og sinna störfum sínum í næði frá dagsins önn. Er það hlutverk útsvarsgreiðenda í Reykjavík að standa undir þessum sérþörfum sem eiga heima á almenna markaðnum en ekki hjá sveitarfélagi? 12. Hvaða erlendu og innlendu viðskiptamenn hafa notið veitinga á kostnað Reykjavíkurborgar og með hvaða embættismönnum/starfsmönnum borgarinnar fengu þeir aðgang, tæmandi talið? 13. Handhafar kortanna eru í forgangi á viðburði í vinnustofunni, hafa handhafar kortanna notfært sér þann forgang? Ef svo er hverjir sóttu hvaða viðburð tæmandi talið? 14. Hefur kortið/aðgangurinn dugað til neyslu veitinga eða hafa komið reikningar til borgarinnar vegna framúrkeyrslu veitinga/þjónustu? 15. Ef svo er – hvað nemur neyslan/þjónustan háum upphæðum tæmandi talið? R20060111
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Tillaga Flokks fólksins að unnið verði markvisst að fækkun nemenda í bekkjum þar sem þess er þörf. Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að unnið verði markvisst að fækkun nemenda í bekkjum þar sem þess er þörf. Það hefur sýnt sig í rannsóknum að bekkjastærð skiptir miklu máli fyrir flesta nemendur. Nemendur í of stórum bekkjum ná ekki sama námsárangri og aðrir nemendur. Þá hefur bekkjastærð einnig mikil áhrif á kennara. Álagið sem fylgir því að vera með 20-30 börn í „krefjandi“ bekk er slíkt að það stuðlar að kulnun og brottfalli úr starfi. Í tilfellum þar sem ekki er ráðið við að fækka nemendum í bekk þar sem þess er þörf skiptir sköpum að kennari hafi aðstoðarmann. Með slíku fyrirkomulagi er einnig spornað að einhverju leyti við vandamálinu sem fylgir því að börn með dulda námsörðugleika og vanlíðan fari í gegnum skólakerfið án eftirtektar. Þegar rekstur grunnskóla var færður yfir til sveitarfélaganna árið 1996 var ákveðið að veita sveitarfélögum ákveðið svigrúm í að útfæra rekstur þeirra. Allt frá árinu 1996 hafa því ekki verið í gildi reglur um stærð bekkja á vegum menntamálaráðuneytisins. Það er því hlutverk Reykjavíkurborgar að tryggja að bekkjastærðir séu innan skynsamlegra marka og bitni ekki á velferð nemenda og kennara. R20060108
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Tillaga um frekari námsstuðning við börn með einkenni ADHD og fyrirbyggjandi ráðgjöf fyrir foreldra þeirra á meðan biðtíma eftir greiningu og sálfræðiaðstoð stendur. Í febrúar sl. voru 674 börn á biðlista eftir ADHD greiningu, þar af 429 að bíða eftir fyrstu þjónustu og 245 börn eftir frekari þjónustu. Þessi langi biðlisti er með öllu ólíðandi. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur sem lúta að styttingu biðlista, m.a. að sálfræðingum verði fjölgað og að samstarf við Þroska- og hegðunarstöð verði formgert. Til að koma til móts við þessi börn og foreldra þeirra leggur Flokkur fólksins til við skóla- og frístundaráð að börnin á biðlistanum fái frekari aðstoð en nú er veitt og sérstaklega við „heimanám“. Flokkur fólksins leggur jafnframt til að foreldrar barna á biðlistanum fái sérstaka fræðslu um ADHD ásamt ráðgjöf á meðan biðtímanum stendur. Í „snemmtækri íhlutun“ verður að felast fleiri og markvissari úrræði til að létta undir með foreldrum og börnum á meðan bið eftir aðstoð fagaðila stendur. Hvert barn skiptir máli og hvert ár á þessum mikilvægu mótunarárum getur haft áhrif á sálarlíf þess áratugum saman. Það hlýtur að vera vilji borgarstjórnar að tryggja börnum með ADHD betri farveg í grunnskólakerfinu og vonar Flokkur fólksins að nú verði vandinn viðurkenndur og lausnir settar í farveg. R20060106
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að í stærri bekkjum séu ávallt tveir, kennari og aðstoðarmaður. Styðja þarf kennara enn frekar en gert er nú. Mikið álag er á marga kennara sem kenna stórum bekkjum þar sem margir nemendur þurfa e.t.v. sértæka aðstoð. Í slíkum bekk er auðvelt fyrir barn sem hefur sig ekki í frammi að týnast og erfiðara er að uppgötva mögulega námserfiðleika og kortleggja aðstoðina sem börnin kunna að þarfnast. Einkenni eru oft falin. Kennari sem er undir miklu álagi og hefur í mörg horn að líta getur ekki tekið eftir öllu í skólastofunni. Að hafa tvo inn í bekk, kennara og annan honum til aðstoðar er mikill kostur og léttir á álagi. Betur sjá augu en auga, auðveldara er að fylgjast með líðan og hegðun nemenda og þeir fá meiri athygli og aðstoð á einstaklingsgrunni. R20060103
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Í bréfi stýrihóps um innleiðingu íbúaráða, dags. 18. febrúar kemur fram að tillögu Flokks fólksins um að íbúaráðin finni leiðir til að auka samvinnu við stofnanir í hverfum þeirra hefur verið sent til allra íbúaráða. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því og óskar á sama tíma eftir að fá senda afstöðu íbúaráðanna til tillögunnar eftir að um hana hefur verið fjallað á fundum ráðanna. R20010381
Vísað til meðferðar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurnir í tengslum við liðinn um hönnunarkerfi fyrir stafrænar vörur. Kynnt er hönnunarkerfi fyrir stafrænar vörur. Talað er um formheim, teikningar, raddtónn. Fulltrúi Flokks fólksins skilur ekki alveg hvernig þetta kerfi virkar, notagildi, tilgangur, skemmtanagildi? Hér koma nokkrar spurningar sem vonandi varpa frekara ljósi á þetta. Talað er um samræmingu, að verið sé að samræma upplýsingar? Hvað er átt við og óskað er eftir dæmum í máli og myndum. Hvað fá borgarbúar út úr þessu? Myndi þetta teljast til forgangsverkefna og ef svo er, að hvaða leyti? Hver er kostnaður við þessa hönnun? R20060063
Vísað til umsagnar þjónustu- og nýsköpunarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um mál sem nefnd eru í fundargerð Strætó bs. 29. maí. Á þessum fundi voru rædd mál og veittar upplýsingar m.a. um aðgerðarlista vegna starfsánægjukönnunar og almenn umræðu var einnig um eigendastefnu Strætó bs.. Borgarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir að fá samantekt á þessari umræðu og helstu niðurstöður. R20010017
Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurn um hjólastíga. Óskað er eftir að borgarráð heimili að framkvæmd við hjólastíga verði boðið út. Verkefnin eru samkvæmt. hjólreiðaáætlun Reykjavíkur og vegna samgöngusáttmála. Kostnaðaráætlun 2 er 960 mkr og þar af hluti er kostnaðaráætlun vegna undirbúnings og forhönnunar. Er hægt að vinna kostnaðaráætlun áður en það er gert ? Eru þær kostnaðaráætlanir sem hér er birtar marktækar þar sem ekki er búið að forhanna? Það væri gott að fá nákvæmar upplýsingar um þetta í ljósi þess að allt of oft virðist sem áætlanir standist ekki. R20060065
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
Fundi slitið klukkan 14:26
Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_1106.pdf