Borgarráð
Ár 2020, fimmtudaginn 28. maí, var haldinn 5587. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:03. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram, Pétur Ólafsson, Ívar Vincent Smárason, Ólöf Magnúsdóttir og Sindri Freyr Ásgeirsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. maí 2020:
Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 2.610 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 2,99%, í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1 en það eru 2.471 m.kr. að markaðsvirði.
Trúnaðarmerkt greinargerð fylgir tillögunni. R20010079
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Ástæða er til að fagna hagstæðum kjörum í þessu mikilvæga skuldabréfaútboði eða 2,99% vextir, óverðtryggt. Það undirstrikar mat markaðarins á sterkri stöðu borgarinnar og ábyrgri fjármálastjórn. Þetta er mikilvægt í ljósi þeirra stóru verkefna sem framundan er í fjármálum borgarinnar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjóri er óspar á að senda frá sér fréttatilkynningar sem snúa að góðum rekstri borgarinnar og miklum rekstrarafgangi. Það skýtur því skökku við að skuldsetja eigi borgina enn meira. Skuldir A-hluta eru nú þegar yfir 100 milljarðar og samstæðunnar allrar rúmir 300 milljarðar. Augljóst er að rekstur borgarinnar er löngu orðinn óarðbær og svar meirihlutans er meiri skuldsetning í stað sparnaðar og hagræðingar. Enginn vilji er til þess að fara að tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins um að hagræða í rekstri og forgangsraða verkefnum í þá veru að skilgreina hver eru lögbundin verkefni og grunnþjónusta. Þess í stað er efst á forgangslista meirihlutans gæluverkefni sem drifin eru áfram með lánum.
Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2020, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að lánsfjáráætlun A-hluta Reykjavíkurborgar verði endurskoðuð og veitt verði heimild til að auka lántökur um allt að 4.000 m.kr. vegna aukinna fjárfestinga á árinu 2020. Tillagan tekur mið af áætlun um aðgerðir Reykjavíkurborgar um viðspyrnu til að bregðast við efnahagslegum áhrifum vegna COVID-19 sem samþykkt var í borgarráði 26. mars sl.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20010079
Vísað til borgarstjórnarBorgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg hefur brugðist á öflugan hátt við áskorunum sem leiða af kórónuveirufaraldrinum. Meðal þess er að auka fjárfestingar ársins. Það kallar á lántökur. Fyrir liggur tillaga um að hækka fjárfestingaráætlun ársins 2020 um 2.935 m.kr. Borgarráð þarf að hafa fjármál til stöðugrar skoðunar á árinu. Kynntar hafa verið sviðsmyndir um möguleg fjárhagsleg áhrif á rekstur borgarinnar, þar sem fram hefur komið að ætla má að tekjur af sölu byggingaréttar og gatnagerðargjöld dragist saman í samanburði við fjárhagsáætlun ársins, en þær tekjur eru fyrst og fremst hugsaðar til þess að mæta fjárfestingum. Af þessum ástæðum er ábyrgt að hafa lántökuáætlun heldur hærri en leiðir beint af fjárfestingaráætlun.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Rétt er að benda á að lántaka upp á fjóra milljarða er mun hærri heldur en fjárfestingunni nemur og er ekki nægjanlega rökstudd. Þá liggur ekki fyrir í hverju viðbótarfjárfestingin liggur. Í aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar vegna COVID- 19 er gert ráð fyrir tveimur og hálfum milljarði í framkvæmdir, viðhald og hönnun á vegum borgarinnar en hér er verið að óska eftir lántöku upp á fjóra milljarða. Hér munar því um 1.500 milljónum í aukna lántöku umfram fyrri samþykkt borgarstjórnar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjóri er óspar á að senda frá sér fréttatilkynningar sem snúa að góðum rekstri borgarinnar og miklum rekstrarafgangi. Það skýtur því skökku við að skuldsetja eigi borgina enn meira. Skuldir A-hluta eru nú þegar yfir 100 milljarðar og samstæðunnar allrar rúmir 300 milljarðar. Augljóst er að rekstur borgarinnar er löngu orðinn óarðbær og svar meirihlutans er meiri skuldsetning í stað sparnaðar og hagræðingar. Enginn vilji er til þess að fara að tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins um að hagræða í rekstri og forgangsraða verkefnum í þá veru að skilgreina hver eru lögbundin verkefni og grunnþjónusta. Þess í stað er efst á forgangslista meirihlutans gæluverkefni sem drifin eru áfram með lánum.
Halldóra Káradóttir og Helga Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur matsnefndar vegna veitingu stofnframlaga, dags. 22. maí 2020, um veitingu stofnframlaga frá Reykjavíkurborg.
Samþykkt að veita Andrastöðum hses. stofnframlag að upphæð kr. 29.912.160 vegna 7 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Arnrúnu íbúðafélagi hses. stofnframlag að upphæð kr. 10.207.181 vegna 18 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. stofnframlag að upphæð kr. 249.669.087 vegna 52 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. stofnframlag að upphæð kr. 268.018.657 vegba 69 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi hses. stofnframlag að upphæð kr. 178.308.999 vegna 45 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins stofnframlag að upphæð kr. 366.933.000 vegna 70 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Félagsbústöðum hf. stofnframlag að upphæð kr. 38.151.258 vegna 7 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Félagsbústöðum hf. stofnframlag að upphæð kr. 516.083.416 vegna 124 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Félagsbústöðum hf. stofnframlag að upphæð kr. 30.701.678 vegna 6 leiguíbúða.
Samþykkt að veita Grunnstoðum fyrir hönd Nauthólsvegar 87 hses. stofnframlag að upphæð kr. 490.755.851 vegna 166 leiguíbúða. R20030073
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málanna.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Fordæmalaus uppbygging íbúða á sér nú stað í Reykjavík. Þær eru af öllum stærðum og gerðum um alla borg, sumar byggðar af einkaaðilum en aðrar af óhagnaðardrifnum uppbyggingarfélögum. Íbúðirnar sem matsnefnd borgarinnar um stofnframlög er að leggja til hér í dag eru á vegum fjölda slíkra félaga. Þetta er áframhaldandi uppbygging Bjargs sem er íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar, Félagsbústaða sem eru að fjölga félagslegum íbúðum, þetta er nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða á Kjalarnesi, þá er hússjóður Öryrkjabandalagsins einnig meðal samþykktra umsókna og loks nýjar stúdentaíbúðir við Háskólann í Reykjavík.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Lóðaúthlutanir borgarinnar í stofnframlögum eru ógagnsæ og í einhverjum tilfellum er verið úthluta framlögum og gæðum borgarinnar án þess að endanlegt og samþykkt skipulag liggi fyrir. Þá er rétt að geta þess að borgin rukkar þessi verkefni fyrir byggingarrétt að heildarfjárhæð 962 milljónir króna. Þá er óljóst hvaða verkefni fái mótframlag ríkisins og því má ætla að þessi samþykkt skili sér ekki í framkvæmd.
Halldóra Káradóttir og Karl Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt taka Óli Jón Hertervig og Gunnsteinn R. Ómarsson sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 26. maí 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 vegna lífeyris- og rekstrarskuldbindinga.
Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að gera ráð fyrir 4 milljarða viðbótarskuldsetningu borgarinnar með lántöku. Er það 1.5 milljörðum umfram það sem borgarstjórn samþykkti vegna COVID-19. Engin tilraun er gerð til að lækka rekstrarkostnað en borgin hefur nýlega samþykkt gríðarlegar launahækkanir sem munu hækka rekstrarkostnað borgarinnar verulega.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Verið er að dæla út fjármagni í ýmis verkefni af liðnum ófyrirséð útgjöld. Samkvæmt fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 var sá liður 1 milljarður, hann er nú uppurinn og rekstrarárið er rétt hálfnað. Öll útgjöld héðan í frá verða tekin af eigin fé borgarsjóðs. Hagnaðurinn sem kynntur var fyrir skömmu verður því fljótur að brenna upp. Reykjavíkurborg stefnir í gríðarlegan halla á þessu ári sem ekki sér fyrir endann á. COVID-19 er kennt um en staðreyndin er óstjórn í rekstrinum. Borgarfulltrúi Miðflokksins varaði við að ástandið yrði ekki notað sem hvalreki, búhnykkur eða afsökun fyrir bæði skuldsetningu og slökum rekstri.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 25. maí 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 vegna kjarasamninga.
Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að gera ráð fyrir 4 milljarða viðbótarskuldsetningu borgarinnar með lántöku. Er það 1.5 milljörðum umfram það sem borgarstjórn samþykkti vegna COVID-19. Engin tilraun er gerð til að lækka rekstrarkostnað en borgin hefur nýlega samþykkt gríðarlegar launahækkanir sem munu hækka rekstrarkostnað borgarinnar verulega.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 26. maí 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 vegna COVID-19, ásamt fylgiskjölum.
Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að gera ráð fyrir 4 milljarða viðbótarskuldsetningu borgarinnar með lántöku. Er það 1.5 milljörðum umfram það sem borgarstjórn samþykkti vegna COVID-19. Engin tilraun er gerð til að lækka rekstrarkostnað en borgin hefur nýlega samþykkt gríðarlegar launahækkanir sem munu hækka rekstrarkostnað borgarinnar verulega.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarstjóri og meirihlutinn hafa rústað miðborginni með þrengingarstefnu sinni. Rekstaraðilar hafa flúið svæðið í hrönnum án þess að meirihlutinn láti það sig skipta og hafa stækkað göngugötusvæðið um 100% á milli ára. Nú kemur fram tillaga í þá veru að þegar sviðin jörð blasir við þá ætlar sama fólk að fara í rústabjörgun með kynningarátaki upp á 50 milljónir til að efla miðborgina sem sjálfstæðan áfangastað í sumar. Kynningarátakið á að laða Íslendinga að miðbænum því engir eru ferðamennirnir. Það er ekki hægt að skálda það upp hvað meirihutanum dettur í hug. Þessu fólki er ekki viðbjargandi.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 25. maí 2020, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 vegna fjárfestingaráætlun A-hluta vegna COVID-19, ásamt fylgiskjölum.
Greinargerðir fylgja tillögunum. R20010161
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að gera ráð fyrir 4 milljarða viðbótarskuldsetningu borgarinnar með lántöku. Er það 1.5 milljörðum umfram það sem borgarstjórn samþykkti vegna COVID-19. Engin tilraun er gerð til að lækka rekstrarkostnað en borgin hefur nýlega samþykkt gríðarlegar launahækkanir sem munu hækka rekstrarkostnað borgarinnar verulega.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt taka Óli Jón Hertervig og Ámundi V. Brynjólfsson sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 26. maí 2020, varðandi greiðslur til samgöngusáttmála, ásamt fylgiskjölum. R20020207
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er mikilvægt mál að flýta verkefnum samgöngusáttmálans: framkvæmdum við hjólreiðanet höfuðborgarsvæðisins, undirbúningi borgarlínu og öðrum verkefnum. Bókun Sjálfstæðisflokksins um kostnaðarauka byggir á misskilningi. Hér er verið að flytja fjárveitingar samkvæmt samgöngusáttmálanum sem áttu að falla til árið 2019 til ársins 2020 og bæta þeim ofan á fjárveitingar ársins. Heildarframlög borgarinnar til þessara brýnu verkefna eru því um milljarður á árinu. Vegagerðin og önnur sveitarfélög leggja einnig framlög til sáttmálans. Þar með ná verkefni samgöngusáttmálans fram að ganga af fullum krafti.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að leggja til tvöföldun á útgjöldum Reykjavíkurborgar vegna samgöngusáttmála á árinu 2020. Rétt er að minna á að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins greiddu atkvæði gegn afgreiðslu hans einmitt vegna óvissu um fjármögnun og kostnað. Nú aðeins 7 mánuðum eftir samþykkt meirihlutans er verið að auka útgjöld borgarinnar á yfirstandandi ári án þess að nokkur vissa sé fyrir fjármögnun eða endanlegum kostnaði. Rétt væri að ljúka fjárfestingaráætlun, rekstaráætlun og fjármögnun þessara framkvæmda áður en lengra er haldið.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta heitir að kunna ekki að lesa í aðstæður. Fjármálaráðuneytið áætlar að halli á ríkissjóði verði tæplega 500 milljarðar í ár og á næsta ári. Þessi uppsafnaði halli samsvarar 5,35 milljónum króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. A-hluti Reykjavíkur ber rúmlega 100 milljarða skuldir og samstæðan öll ber rúmlega 300 milljarða skuldir. Samgöngusáttmáli ríkissins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var undirritaður fyrir nokkrum misserum. Fjármálaráðherra var skýr í svörum sínum í fyrirspurnartíma á Alþingi – að framtíð sáttmálans er ákvörðuð á Alþingi. Það ber merki um dómgreindarbrest hjá borgarstjóra að ætla sér að keyra borgarlínuverkefnið áfram þegar ekki er búið að samþykkja frumvarp til laga um að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Hér eru tillögur um að Reykjavíkurborg auki framlög sín úr 430 milljónum í 995 milljónir inn í sáttmálann. Öll áhersla er lögð á borgarlínu og búið er að fjölga í „stýrihópi um borgarlínu.“ Það er mjög óábyrgt miðað við ástandið. Það sem segir í erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um borgarlínu er: „undirbúningur“ 600 milljónir og „áframhaldandi undirbúningur“ 180 milljónir eða samtals 780 milljónir í borgarlínu – þetta er galið. Á meðan mesta samgöngubótin sem er stýring umferðar með umferðarstýringu fær 68 milljónir, þrátt fyrir vilja formanns stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að ljósastýring yrði í forgangi.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að tala um háar fjárhæðir og verkefnið komið í ,,bs.” kerfi sem er fyrirkomulag þar sem „minnihlutar“ í sveitarfélögunum hafa enga aðkomu að auk þess að í þessu fyrirkomulagi, bs., er mikill lýðræðishalli. Þar sem sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins vilja ekki sameinast verður að finna leiðir til að draga úr lýðræðishalla í kerfi sem þessu. Ein leiðin er að fjölga fulltrúum í stjórn í hlutfalli við kjósendur og veita fulltrúa frá minnihluta aðkomu að stjórn og myndi hann hafa atkvæðisrétt.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. maí 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. maí 2020 á kynningu á tillögu að rammaskipulagi fyrir Austurheiðar, ásamt fylgiskjölum. R18030024
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er jákvætt að hugað sé að útivistarsvæðum í borgarlandinu í takt við aukinn áhuga á útivist og hreyfingu. Í borgarlandinu eru ýmsar dýrmætar náttúruperlur og jákvætt að hugað sé að útivistarsvæðum. Mikilvægt er að ekki verði gengið á þessar náttúruperlur. Austurheiðar er útivistarsvæði í jaðri borgarinnar en jafnframt er mikilvægt að hugað verði að þeim fáu útivistarsvæðum sem eftir eru í miðri borginni og ekki verði gengið frekar á þá fáu grænu bletti sem eftir eru þar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er að mikill metnaður er lagður í verkefnið. Fulltrúi Flokks fólksins leggur mikla áherslu á að hagsmunaaðilar verði hafðir með frá upphafi, haldnir hafa verið fundir en mikilvægt er að fundargerðir séu aðgengilegar til að hægt sé að hafa samráðið gegnsætt. Öllu máli skiptir að þetta sé unnið í sátt frá upphafi og að hagsmunaaðilar fái að koma að undirbúningsvinnuog upplýstir um í hvaða átt er stefnt en þeir ekki aðeins upplýstir um það eftir á og þá boðið að ákveða um einhver smærri atriði. Flestar lóðir við Langavatn eru eignarlóðir. Gott væri að fá yfirlit yfir stöðu annara lóða, er um eignarlóðir að ræða, erfðafestulóðir sem renna út á einhverjum tíma o.s.frv. Ræktun gamalla lóða verður vonandi nýtt í stórum stíl. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að, eins og svæðið er skipulagt, að nóg ætti að verða af bílastæðum við aðkomuleiðir.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. maí 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 7. maí 2020 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Eiðsgranda vegna lóðarinnar nr. 14 við Rekagranda, ásamt fylgiskjölum. R20050203
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að fjölga leikskólaplássum í Eiðsgranda upp í 91. Það er fagnaðarefni enda hefur íbúðum fjölgað í vesturbænum á undanförnum árum.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fram kemur í greinargerð með deiliskipulagsbreytingum að fækka á bílastæðum um fjögur. Skortur er á bílastæðum fyrir utan suma leikskóla í Reykjavík. Áhyggjur vakna vegna stefnu meirihlutans að fækka bílastæðum fyrir utan leikskóla þar sem erfitt er að lifa bíllausum lífstíl í Reykjavík. Foreldrar koma með börn sín á bíl nema þeir búi skammt frá og geta gengið með þau eða hjólað. Þegar komið er með börnin í leikskóla á álagstímum eru stundum engin stæði laus og þarf þá að bíða í götunni þar til stæði losnar, aðstæður sem geta skapað hættu. Í gögnum segir einnig að leggja á af snúningsreit eða snúningsás. Að leggja af snúningsás er ekki til bóta fyrir þá sem koma á bíl. Ef reglur um fjölda bílastæða í Reykjavík eru skoðaðar segir að gera eigi ráð fyrir 0,2 – 0,5 bílastæði á starf, og gera þarf ráð fyrir mun fleirum stæðum þ.m.t. sleppistæðum við leikskóla og lægri deildir grunnskóla þar sem meiri líkur eru á að börnum í neðri deildum er skutlað í skólann. Mælt er með því að helmingur stæða séu yfirbyggð. Fjöldi stæða skal vera 0,4 stæði/starfsmann og 20 stæði/100 nemendur. Við grunnskóla eiga að vera stæði fyrir starfsmenn plús sleppistæði allt að 60 á 100 nemendur samkv. reglum.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 14. maí 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 13. maí 2020 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1. við Rökkvatjörn, ásamt fylgiskjölum. R20050204
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 27. maí 2020, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisráðs frá 27. maí 2020 á tillögu um lengingu starfstíma 10. bekkinga hjá Vinnuskóla Reykjavíkur sumarið 2020, ásamt fylgiskjölum. R20050257
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Sú tillaga sem samþykkt er hér í dag á eftir að hafa góð áhrif á borgarbraginn, veita öllum borgarbúum gleði og ánægju og hafa jákvæð áhrif á uppvöxt og þroska ungs fólks í Reykjavík og sér í lagi eftir þá tíma sem við öll höfum gengið í gengum undanfarið. Tillagan felur ekki bara í sér viðbrögð við COVID-19 heldur tekur hún vel utan um þau markmið meirihlutans að hlúa vel að félagslegum tengslum ungs fólks í Reykjavík samhliða því að fegra borgina og fylla hana af lífi.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að sambærileg tillaga og flokkurinn lagði til í borgarráði þann 16. apríl síðastliðinn sé lögð fyrir og afgreidd í borgarráði í dag. Þó má gagnrýna þessa tillögu sem gengur ekki nægilega langt en 8. og 9. bekkur grunnskólanna er skilinn eftir. Ungmenni hafa farið í gegnum langt tímabil vegna COVID-19 með skertu skóla-, íþrótta-, og tómstundastarfi og því mikilvægt að koma til móts við þau í sumar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins fagnar því að lengja eigi starfstíma 10. bekkinga hjá Vinnuskóla Reykjavíkur 2020. Tímabilið er lengt úr þremur vikum í fjórar sumarið 2020. Vonandi er þessi lenging komin til frambúðar enda rík þörf fyrir því. Huga þarf einnig að lengingu starfstíma fyrir 8.- 9. bekkinga sem virkilega þurfa einnig að fá lengri tíma í Vinnuskólanum. Börn eru að koma úr afar sérkennilegum aðstæðum eftir COVID-19 með skertu skóla-, íþrótt- og tómstundastarfi. Almennt má segja að starfstími Vinnuskólans hefur verið of stuttur. Í það minnsta ættu unglingar að eiga þess kost að vera lengur í Vinnuskólanum en venja hefur verið, óski þau þess.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur Guðmundur B. Friðriksson sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir á tjaldsvæðinu í Laugardal á árinu 2020, ásamt fylgiskjölum. R20050264
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur Ámundi V. Brynjólfsson sæti á fundunum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir á RÚV-reit á árinu 2020, ásamt fylgiskjölum. R20050262
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur Ámundi V. Brynjólfsson sæti á fundunum með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 26. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti hjálagðan samstarfssamning við Listahátíð í Reykjavík um umsjón Iðnó. R20050266
Samþykkt.Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 14. maí 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 12. maí 2020 á tillögu um aðgreiningu Háaleitisskóla í tvo grunnskóla, ásamt fylgiskjölum. R20050206
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Nú er komið á daginn að síendurtekin varnaðarorð fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í menntaráði Reykjavíkur áttu fullan rétt á sér þegar ákvörðun var tekin um sameiningar skóla í borginni árið 2011 þ.á.m. Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla. Sömuleiðis áttu vonbrigði foreldrafélags Hvassaleitisskóla fullan rétt á sér þegar kröfu þeirra um að fallið yrði frá sameiningu skólanna var hafnað. Í umsögnum skólaráða beggja skólanna var ekki mælt með sameiningu skólanna en engu að síður var hún keyrð í gegn þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, fagfólks og starfsmanna og lítinn fjárhagslegan ávinning. Það hefði farið betur að þeir flokkar sem skipa meirihlutann nú og voru við völd þegar þessi ákvörðun var tekin hefðu séð að sér fyrr en þannig hefðu sparast ómældir fjármunir vegna þessarar sameiningar og óþægindi fyrir nemendur, foreldra, kennara, starfsfólk og skólastjórnendur.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta mál lyktar af klúðri enda hætta á slíku þegar ráðist er í framkvæmdir án þess að hugsa þær til enda. Allt of mikið er af slíku hjá þessum og síðasta meirihluta í borgarstjórn. Í þessu máli var reynt á sínum tíma að hafa vit fyrir meirihlutanum en án árangurs. Í umsögnum skólaráða beggja skólanna þá var ekki mælt með sameiningu skólanna en engu að síður var hún keyrð í gegn þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra, fagfólks og starfsmanna. Ef þá hefði verið hlustað þá hefði mátt spara fjármuni og ómæld vonbrigði. Svo virðist sem meirihlutinn læri ekki af reynslunni og er það alvarlegast. Tekið hefur borgina 8 ár að horfast í augu við þessi mistök. Skemmst er að minnast aðgerða meirihutans í Staðahverfi en þar var ráðist í að sameina skóla í norðanverðum Grafarvogi í óþökk foreldra, íbúa og barna með margs konar neikvæðum afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2020, varðandi viðbótarframlag til sjálfstætt rekinna leikskóla og frístundaheimila vegna lækkaðrar gjaldtöku af völdum COVID-19. Greinargerð fylgir tillögunni. R20050275
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg hefur áður lýst því yfir að hún muni leiðrétta leikskóla- og frístundagjöld vegna skertrar þjónustu, sóttkvíar og annarra viðbragða vegna COVID-19. Með þessari aðgerð verður einnig komið til móts við foreldra barna í sjálfsætt reknum leikskólum og frístundaheimilum, sem geta nú fengið samskonar afslátt af vistunargjöldum, líkt og ef börn þeirra væru í borgarreknum leikskóla.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er fallist á tillögu Sjálfstæðisflokks um aukna niðurgreiðslu til foreldra barna í sjálfstætt starfandi leikskólum og frístund, vegna þjónustuskerðingar í samkomubanni. Tillaga Sjálfstæðisflokks var lögð fram í borgarráði 14. maí sl. Með niðurgreiðslunni er tryggt aukið jafnræði milli fjölskyldna í borginni, óháð því hvort börn þeirra sæki borgarrekna eða sjálfstætt starfandi leikskóla eða frístund. Þannig er öllum fjölskyldum tryggður samskonar afsláttur vegna þjónustuskerðingar á tímum COVID-19. Það vekur þó athygli að foreldrar barna í sjálfstætt starfandi leikskólum fá ekki sömu niðurgreiðslu vegna fæðisgjalds og foreldrar barna í borgarreknum leikskólum. Fram hefur komið að sjálfstætt starfandi leikskólar hafi náð fram hagræðingu í fæðisinnkaupum yfir samkomubannstíma, en borgarreknir leikskólar hafi ekki unnið að slíkri hagræðingu. Glöggt dæmi þess hve lítið aðhald er í opinberum rekstri borgarinnar. Mikilvægt er að huga að hagkvæmum rekstri allra skólaeininga og auknu aðhaldi í opinberum fjármálum. Sjálfstætt starfandi skólar hafa hvoru tveggja, tryggt agaðri rekstur í skólastarfi en jafnframt auðgað skólaflóruna í borginni. Mikilvægt er að styðja betur við sjálfstæðan skólarekstur svo tryggja megi foreldrum fleiri valkosti um ólíkar áherslur í uppeldi og menntun barna sinna. Meira frelsi og meira val.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Dregið var úr þjónustu leikskóla vegna COVID-19 eins og alþekkt er. Það tók að mati Flokks fólksins allt of langan tíma að fá svör um hvort gjöld yrðu leiðrétt vegna niðurfellingu eða skerðingar þjónustu sjálfstætt starfandi leik- og grunnskóla og frístundaheimila í COVID-19 aðstæðunum. Einhver sveitarfélög afgreiddu sambærilega tillögu fljótt, alla vega voru foreldrar og leikskólar upplýstir um leiðréttinguna. Í Reykjavík voru foreldrar hins vegar uggandi yfir hvað meirihlutinn í borginni myndi gera og skapaði það ákveðið óþarfa álag og misskilning. Það er mikilvægt að stjórnsýslan veiti ávallt skýrar upplýsingar og það fljótt. Bið og óvissa fer illa með fólk sérstaklega í erfiðum aðstæðum eins og COVID aðstæðunum.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 22. maí 2020, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 20. maí 2020 á tillögu um reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks, ásamt fylgiskjölum. R20020087
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Nýjar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks voru samþykktar í borgarráði 12. febrúar, en í ljósi þess að töluverðar breytingar eru gerðar frá fyrra fyrirkomulagi er nauðsynlegt að gera skýr skil á milli eldri regla og nýrra og því er hér formlega verið að fella úr gildi sérstakar reglur Reykjavíkurborgar samhliða gildistöku nýsamþykktra sameiginlegra reglna.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillaga meirihlutans er að sameiginlegar reglur um akstursþjónustu fatlaðs fólks sem hafa verið samþykktar gildi áfram en núverandi reglur falli úr gildi. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hvort búið sé að reyna allt til að mæta þeim ábendingum sem fram eru settar í minnisblaði starfshóps Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Enn má sjá að einhverjum atriðum er ólokið eða eru í bið. Í fyrri bókun Flokks fólksins um þessi mál var lögð áhersla á samráð og jafnræði. Það er fólkið sjálft sem segir til um hverjar þarfir þeirra eru og óskir. Það á eftir að finna lausn á akstri utan höfuðborgarsvæðis. Það er einnig áhyggjuefni að fólk sem orðið hefur fyrir slysum eða er í endurhæfingu fellur ekki endilega undir lög um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Hér er sagt „ekki endilega“ sem þýðir án efa að sveitarfélag getur ráðið þessu ef það vill. Huga þarf áfram að þessum og fleiri atriðum þegar reglurnar verða endurskoðaðar. Flokkur fólksins leggur áherslu á sveigjanleika í öllu tilliti og að ávallt sé hægt að finna leiðir til að leysa sérþarfir fólks. Þriggja mínútna biðin má t.d. aldrei vera þannig að hún stressi fólk eða valdi álagi.
Regína Ásvaldsdóttir og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 25. maí 2020, varðandi könnun á líðan starfsfólks í kjölfar COVID-19. R20050028
Lóa Birna Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur Harpa Hrund Berndsen sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram minnisblað mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 25. maí 2020, varðandi viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2020. R18030153
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lagðar eru fram niðurstöður viðhorfskönnunar. Fulltrúi Flokks fólksins fagnar jákvæðum niðurstöðum sem koma fram í könnun á líðan starfsfólks í kjölfar COVID-19. Af öðrum þáttum sem fram koma í viðhorfskönnun meðal starfsmanna má sjá í töflu 3 að lægri tölur eru hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði en hjá öðrum sviðum. Meðaltöl eru lægst á þessu sviði og eru 12 þættir af 19 undir 4.17 (sem er meðaltal) og allt niður í 3.51. Hér er verið að sýna að starfsfólki líður verst á þessu sviði í samanburði við önnur svið borgarinnar. Undir öðrum lið viðhorfskönnunarinnar var spurt hvort fólk hafi orðið fyrir áreitni og einelti frá samstarfsfólki. Prósentutalan „Einelti frá samstarfsfólki“ hefur hækkað, var 2,8% árið 2019 en 3,4% í ár. Hvorutveggja er áhyggjuefni. Flokkur fólksins væntir þess að athugað verði hver sé vandinn hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði og að borgarfulltrúar verði upplýstir um þær niðurstöður.
Lóa Birna Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Jafnframt tekur Harpa Hrund Berndsen sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.Fylgigögn
-
Lagður fram kjarasamningur Reykavíkurborgar við Sjúkraliðafélag Íslands 2019-2023, ódags. Einnig er lagt fram minnisblað samninganefndar Reykjavíkurborgar um orlofsuppbætur, dags. 28. maí 2020. R18120011
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Lóa Birna Birgisdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Harpa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 25. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skuldskeytingu á veðskuldabréfi vegna Dugguvogar 41, ásamt fylgiskjölum. R17040110
Samþykkt.Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf eignaskrifstofu Reykjavíkur, dags. 18. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti vegna Vesturgötu 7, ásamt fylgiskjölum. R20050216
Samþykkt.Helga Björg Ragnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2020, varðandi markaðssetningu á tækifærum og möguleika til uppbyggingar þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri. R20030002
Samþykkt.Óskar J. Sandholt, Helga Björg Ragnarsdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2020:
Lagt er til að lagður verði grunnur að aukinni sjálfvirkni í upplýsingakerfum borgarinnar. Innleitt verði miðlægt samþættingar- og vefþjónustulag sem tengi saman kerfi borgarinnar og geri það kleift að upplýsingar flæði sjálfvirkt á milli allra helstu kerfa. Verkefnið mun hraða og auðvelda mjög mörg önnur upplýsingatækniverkefni og stafræna umbreytingu ásamt því að draga úr kostnaði við slík verkefni í kjölfar innleiðingar. Áætlaður fjárfestingarkostnaður við verkefnið er 40 mkr. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2020 í samræmi við tillöguna til framlagningar í borgarráði. Lagt er til að verkefninu verði vísað til meðferðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs til nánari útfærslu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20030002
SamþykktBorgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Sjálfvirknivæðing kjarnakerfa og smíði vöruhúss gagna munu leggja grunn að upplýstari ákvarðanatöku byggða á gögnum og auka gagnsæi. Við getum þá, sem opinbert stjórnvald, sinnt okkar upplýsingaskyldu betur, ábyrgar og hraðar. Einnig mun þetta auðvelda okkur að rafvæða þjónustu hraðar og þar með auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar. Öll tölfræði- og gagnagreining verður aðgengilegri, fljótvirkari, traustari og ódýrari sem styður við gagnadrifinn rekstur og ákvarðanatöku. Um er að ræða stórt skref inn í framtíðina í rekstri borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að nú sé stigið ákveðið skref í sjálfvirknivæðingu og ekki síður varðandi vöruhús gagna. Þessi skref hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins talið löngu tímabær og lagt til að úr þessu væri bætt. Gögn borgarinnar eru ein verðmætasti og viðkvæmasti þáttur í rekstri borgarinnar. Hér er stigið löngu tímabært skref í nútímavæðingu borgarinnar og þjónustu hennar.
Óskar J. Sandholt, Helga Björg Ragnarsdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 26. maí 2020:
Lagt er til að borgin hraði fjárfestingu í smíði vöruhúss gagna (e. enterprise data warehouse) og sýndarþjónum (e. data virtualization technology). Vöruhús gagna og sýndarþjónustur eru mikilvægar sem grunnur að sterkum undirstöðum fyrir borgina til að byggja á fyrir stafræna framtíð. Verkefnið mun auðvelda alla umsýslu með gögn og gera notkun þeirra mun hagkvæmari og fljótvirkari en nú er. Áætlaður stofnkostnaður við verkefnið er 50 mkr. Árlegur rekstrarkostnaður er áætlaður 28 mkr. en annar kostnaður er tengist gagnaumsýslu mun lækka á móti. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2020 í samræmi við tillöguna til framlagningar í borgarráði. Lagt er til að verkefninu verði vísað til meðferðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs til nánari útfærslu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20030002
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Sjálfvirknivæðing kjarnakerfa og smíði vöruhúss gagna munu leggja grunn að upplýstari ákvarðanatöku byggða á gögnum og auka gagnsæi. Við getum þá, sem opinbert stjórnvald, sinnt okkar upplýsingaskyldu betur, ábyrgar og hraðar. Einnig mun þetta auðvelda okkur að rafvæða þjónustu hraðar og þar með auka aðgengi allra að þjónustu borgarinnar. Öll tölfræði- og gagnagreining verður aðgengilegri, fljótvirkari, traustari og ódýrari sem styður við gagnadrifinn rekstur og ákvarðanatöku. Um er að ræða stórt skref inn í framtíðina í rekstri borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins fagna því að nú sé stigið ákveðin skref í sjálfvirknivæðingu og ekki síður varðandi vöruhús gagna. Þessi skref hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins talið löngu tímabær og lagt til að úr þessu væri bætt. Gögn borgarinnar eru ein verðmætasti og viðkvæmasti þáttur í rekstri borgarinnar. Hér er stigið löngu tímabært skref í nútímavæðingu borgarinnar og þjónustu hennar.
Óskar J. Sandholt, Helga Björg Ragnarsdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 26. maí 2020, varðandi aðgerðir Orkuveitu Reykjavíkur til viðspyrnu vegna COVID-19. R20030002
Helga Björg Ragnarsdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um Græna plan Reykjavíkurborgar. R20030002
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Grænt endurreisnarplan Reykjavíkurborgar er sett fram til að tryggja að við endurreisn efnahagslífsins verði dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, loftgæði verði betri og lífsgæði meiri.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Allt grænt er gott. Fulltrúa Flokks fólksins líst vel á Græna plan borgarinnar en finnst að sama skapi að meirihlutinn gæti gert betur til að flýta fyrir orkuskiptum svo draga megi hraðar úr losun gróðurhúsalofttegunda. Borgin á gnótt af grænum orkugjafa sem er metan og ef fólk gæti verið visst um að það fengi metanið á bíla sína á lágu verði næstu 10 árin myndu margir e.t.v. flykkjast til að kaupa sér metanbíl. Allir vagnar Strætó bs. gætu verið metanvagnar sem dæmi og þá sem viljja setja upp hleðslustöðvar hjá sér, á að styrkja. Svona hlutir skipta máli. Hvatning skiptir miklu máli. Nú er umferðarvandinn í algleymingi og er jafnvel meiri en fyrir COVID-19. Spáð er fjölgun bíla næstu árin. Það væri ljúft að hugsa til þess ef t.d. innan tíðar myndi meira en helmingur bílaflotans keyra á grænni orku. Allar ívilnanir s.s. frí stæði í 90 mín fyrir metan og rafmagnsbíla sem og tvískipta bíla er einnig heilmikil hvatning.
Helga Björg Ragnarsdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 25. maí 2020, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi drög að samstarfssamningi Höfða friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands fyrir árin 2020-2022. Reykjavíkurborg greiðir árlega á samningstímanum 10,8 m.kr. Framlög Reykjavíkurborgar vegna áranna 2021 og 2022 eru með fyrirvara um samþykkt fjárhagsáætlana. R17020079
Samþykkt.
Fylgigögn
-
Lagðar fram viljayfirlýsingar um rafvæðingu hafna með landtengingum, sbr. 11. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. maí 2020 sem færðar voru í trúnaðarbók borgarráðs fram yfir undirritun þeirra þann 15. maí sl. R19100362
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu þá fram svohljóðandi bókun:
Landtengingar farþega- og skemmtiferðaskipa er hluti af loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar að kolefnishlutleysi árið 2040. Til þessa hefur verið boðið upp á lágspennutengingar fyrir smærri báta og skip en stóru fréttirnar í þessu verkefni eru að á næsta ári verður hægt að tengja stór flutningaskip við háspennu. Þetta er mikið fagnaðarefni, ekki bara í ljósi loftslagsmála heldur til loftgæða í grennd við hafnirnar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði þá fram svohljóðandi bókun:
Nú liggur fyrir skýrsla starfshóps um rafvæðingu hafna og landtengingar í höfnum Faxaflóahafnar. Það er alveg ljóst að þetta er stórframkvæmd, sem mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið og líklega skila hagnaði eftir áraraðir. En nú fækkar ferðum skemmtiferðaskipa sem lengir þann tíma þar til framkvæmdin borgar sig. En flutningaskipum fækkar ekki og þau koma reglulega og því er skynsamlegt að leggja áherslu á þjónustu við þau.
- Kl. 12.55 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir tekur sæti.
- Kl. 13.00 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum.Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um niðurfellingu útsvars hjá 67 ára og eldri, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. apríl 2020. R20040013
Tillagan er felld með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er döpur niðurstaða að meirihlutinn treysti sér ekki í að samþykkja tillögu borgarfulltrúa Miðflokksins um niðurfellingu á útsvari hjá 67 ára og eldri sem eingöngu njóta greiðslna frá Tryggingastofnun. Þessi tillaga er mesta kjarabót fyrir eldri borgara í Reykjavík sem ekki hafa úr digrum sjóðum að spila og er alveg samkynja niðurfellingu fasteignagjalda á þennan sama hóp. Reykjavíkurborg leggur á hæsta mögulega útsvar eins og undanfarin ár, eða 14,52%. Tekjuskattslögin eru þannig uppbyggð að fyrstu tæplega 15% álagningarinnar fari til sveitarfélaganna og þegar því er náð fer fólk fyrst að borga tekjuskatt til ríkissins. Í lögum um tekjustofna sveitarfélaga segir í 25.gr. „Sveitarstjórn er heimilt að taka til greina umsókn manna um lækkun eða niðurfellingu álagðs útsvars þegar svo stendur á telji hún ástæðu til að veita frekari lækkun en ríkisskattstjóri veitti við afgreiðslu á umsókn um lækkun útsvarsstofns. Á sama hátt getur sveitarstjórn lækkað eða fellt niður álagt útsvar þeirra sem nutu bóta skv. III. kafla laga um almannatryggingar og lögum um slysatryggingar almannatrygginga.“ Það er því ekkert til fyrirstöðu að hrinda þessari tillögu í framkvæmd, því þar sem er vilji þar er vegur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins styðja skattalækkanir í Reykjavík, enda er borgin með hæsta lögleyfða útsvar og há fasteignagjöld. Minnt er á að rétt væri að lækka fasteignagjöld til lögaðila og auka afslætti til eldri borgara og öryrkja eins og við höfum ítrekað lagt til í borgarstjórn. Auk þess að almennar lækkanir á útsvari og gjalda létti byrðar fólks og fyrirtækja.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tillögu um skipan 20 hverfiskjörstjórna vegna forsetakosninga þann 27. júní nk. R20040070
Samþykkt.- Kl. 13.20 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks, dags. 12. maí 2020. R20010023
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 18. maí 2020. R20010020
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 14. maí 2020. R20010004
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 13. maí 2020. R20010024
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 18. maí 2020. R20010026
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 13. lið:
Fulltrúi Flokks fólksins vill með bókun styðja við fyrirspurn íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals þar sem fram kemur að “borið [hafi] á verulegu jarðvegsfoki um hverfið frá framkvæmdasvæði við Leirtjörn með tilheyrandi óþrifnaði og óþægindum fyrir íbúa”. Fulltrúi Flokks fólksins hefur margsinnis fengið sendar kvartanir og ábendingar frá íbúum þessa hverfis. 26. septembe 2019 lagði Flokkur fólksins fram fyrirspurnir um hvernig eftirliti og eftirfylgd er háttað með umhirðu verktaka Reykjavíkurborgar á vinnustað og hver viðurlögin eru séu reglur brotnar. Fyrirspurnum var vísað til umhverfis- og skipulagssviðs en fulltrúi Flokks fólksins minnist þess ekki að hafa fengið svör. Borgarfulltrúi hefur fengið sendar myndir af byggingarstöðum þar sem umhirðu er ábótavant. Þegar umhirðu er ábótavant eru meiri líkur á að slysahætta skapist. Borist hafa upplýsingar um að sums staðar ægir öllu saman, tæki, tólum og drasli. Þetta eru alla vega lýsingar sem borist hafa fulltrúa Flokks fólksins.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 11. maí 2020. R20010030
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 14. maí 2020. R20010029
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 2. lið:
Lagt var fram erindi íbúa á Kjalarnesi dags. 15. apríl 2020 og 27. apríl 2020 um umgengni um landið meðfram Leirvogsá að norðanverðu frá Esjumelum inn að Hrafnhólum og leiðir til úrbóta. Afgreiðslan var á þá leið að íbúaráð Kjalarness óskaði eftir því að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur tæki erindið fyrir og geri athugun á umgengni um landið meðfram Leirvogsá að norðanverðu frá Esjumelum inn að Hrafnhólum og geri tillögur að úrbótum. Þetta er svo dæmigert fyrir stjórnsýslu Reykjavíkur að þvæla málum fram og aftur í kerfinu til að þreyta fólk en þessi uppskrift er að verða algengari og algengari. Íbúaráðið ætti að skoða það fyrir alvöru að skoða hugmyndir um að ganga nú þegar til samninga við Skógræktarfélag Reykjavíkur sem hefur staðið sig mjög vel í varnaraðgerðum bæði í Heiðmörk og Esjuhlíðum. Það er skelfilegt ástand á þessu svæði og landið liggur undir varanlegum skemmdum og stöðva verður utanvegaakstur tafarlaust. Í sambandi við dagskrárlið 3 þá er það fagnaðarefni að búið er að ákveða að veita 30 milljónum í ljósleiðarverkefni í dreifbýli, sem er merkt flýtiverk samkvæmt gögnum borgarráðs.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 12. maí 2020. R20010007
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 8. lið:
Meirihlutinn lagði fram breytingartillögu við tillögu Flokks fólksins um „Að kerfisbundið verði farið yfir viðbrögð grunnskóla gagnvart einelti“ sem er orðrétt eins nema örlítið stytt og gerði þar með tillöguna að sinni. Hér hefði verið lag til einingar og samvinnu og einfaldast að samþykkja tillögu Flokks fólksins. Vel hefði mátt skerpa á henni í framhaldinu. Í það minnsta hefði mátt bjóða Flokki fólksins að vera með í breytingartillögunni sem væri þá lögð fram í nafni allra. Í borgarráði lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að breyta verklagi á meðferð og afgreiðslu tillagna frá minnihluta til að koma í veg fyrir höfnun tillagna minnihlutans sem síðan eru lagðar fram í nafni meirihlutans eingöngu. Sú tillaga var felld. Vilji til að breyta þessu úrelta verklagi er lítill ef marka má þessa reynslu. Það eru sífelld vonbrigði að horfa á fjölda mála, hugmynda í formi tillagna, ýmist vísað frá eða felld án þess að fá nokkra skoðun en mestu furðu vekur þegar meirihlutinn tekur mál minnihlutans og gerir að sínum eftir að hafa fellt eða hafnað þeim hjá þeim flokki sem lagði þau fram upphaflega.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 20. maí 2020. R20010008
B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið:
Skipulagsyfirvöld hafa það mikið í hendi sér hvernig gengur að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda t.d. með því að leggja meiri áherslu á að hraða orkuskiptum. Bílaflota borgarbúa er að fjölga. Orkuskiptum má hraða enn meira t.d. með því að bjóða áhugasömum að fá metan á kostnaðarverði og að verðið haldist óbreytt, t.d. næstu 10 árin, þ.e. sem nemur líftíma bíls. Því fleiri metan- og rafmagnsbílar sem koma á götuna því minni losun. Því fleiri metan bílar því minni sóun á metani. Fram kemur í svari Samkeppniseftirlitsins við fyrirspurn Flokks fólksins að draga á úr sóun á metani sem frekast er unnt. Meirihlutinn hefur nánast ekkert gert til að gera það, sofið hefur verið á þessum verði út í hið óendanlega. Nú er umferðarvandinn í algleymingi og er jafnvel meiri en fyrir COVID-19. Spáð er fjölgun bíla næstu árin. Það skiptir öllu máli að þeir bílar sem koma á götuna aki á grænni orku. Allar ívilnanir, s.s. frí stæði fyrir metan og rafmagnsbíla, er hvatning og styrkja á þá sem setja upp hleðslustöðvar með myndarlegum hætti.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 30. apríl og 8. maí 2020. R20010017
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir lið 8d. í fundargerðinni frá 8. maí:
Flokkur fólksins vill bóka við þennan lið í fundargerð Strætó bs. en hér er lagt fram erindi frá Neytendasamtökunum varðandi þjónustu Strætó og er hér án efa verið að vísa í þjónustu Strætó bs. í COVID-19 aðstæðunum. Ein af viðspyrnutillögum Flokks fólksins laut að framlengingu gildistíma allra strætókorta á sama tíma og fækkun varð á ferðum vegna COVID-19. Tillögunni var vísað frá án nokkurar skoðunar eða umræðu og ekki kom til greina hjá meirihlutanum að vísa henni til stjórnar Strætó eins og Flokkur fólksins þrábað um að yrði gert. Það er alveg ljóst að þetta mál hefur einnig verið á borði Neytendasamtakanna. Það liggur í augum uppi að skerðist þjónustan frá því hún er keypt og þar til hún er veitt, eins og í dæmi tímabilskorta Strætó, ber að bæta neytanda það, t.d með endurgreiðslu, afslætti eða framlengingu tímabils. Þetta er það sem t.d. líkamsræktarstöðvar og fleiri gera núna. Strætó bs. þurfti ekki að fækka ferðum enda ekki gerð krafa um það hjá heilbrigðisyfirvöldum. Hafa skal í huga að engin sóttvarnarrök voru fyrir að fækka ferðum. Þvert á móti hefði þurft fleiri ferðir þegar takmarkanir voru á farþegafjölda í hverjum vagni vegna tveggja metra reglunnar.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 17 mál. R20050009
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks eru mótfallnir því og telja óeðlilegt að meirihluti stjórnar Faxaflóahafna samþykki arðgreiðslu upp á 431 milljónir króna til eigenda. Breyttar aðstæður í rekstri Faxaflóahafna kalla á varfærni í rekstri, fyrirséð er tekjutap og samdráttur á árinu 2020. Til að geta tekist á við þær aðstæður er óskynsamlegt að taka út úr félaginu 431 milljónir króna, slíkt hefur áhrif á fjárhagsstyrk á yfirstandandi ári. Ábyrgð hafnarstjórnar er að tryggja rekstur hafnarinnar. Eðlilegt væri í ljósi aðstæðna að breyta arðgreiðslustefnu Faxaflóahafna og taka þá ákvörðun á eigendavettvangi. Í því ljósi greiddu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík atkvæði gegn þessari tillögu í hafnarstjórn.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 7. lið yfirlitsins:
Fulltrúi Flokks fólksins er ósáttur við afgreiðslu skóla- og frístundarráðs á tillögu Flokks fólksins um „að kerfisbundið verði farið yfir viðbrögð grunnskóla gagnvart einelti“. Í stað þess að samþykkja tillöguna lagði meirihlutinn fram lítið breytta breytingartillögu og samþykkti hana sem sína tillögu. Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta vond aðferðarfræði sem leiðir til sundrungar milli meiri- og minnihluta. Stundum gerist það að meirihlutanum hugnast vel tillögur minnihlutans og vilja nýta þær, gera þær að veruleika enda í þágu borgarbúa og hér í þágu skólabarna. Í svona tilfelli er ekkert eðlilegra og sanngjarnara en að samþykkja tillöguna og telji meirihlutinn hann þurfa að gera einhverjar orðalagsbreytingar eða stytta hana má gera þær breytingar í framhaldinu. Í þessu tilfelli var tillagan tekin orðrétt og efnislega var henni ekki breytt. Önnur leið væri að spyrja þann sem leggur tillöguna fram hvort meirihlutinn megi vera með í tillögunni og þannig að leggja hana fram í nafni fleiri flokka. Fulltrúi Flokks fólksins er hér að vísa til skynsemi og heilbrigðrar samvinnu þar sem pólitísk valdabarátta er lögð til hliðar. Mál sem almennt lúta að hagsmunum barna eins og í þessu tilfelli, viðbrögð við einelti, ættu að vera hafin yfir allt valdabrölt þess meirihuta sem ríkir hverju sinni.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20050005
Fylgigögn
-
Lagðar fram tillögur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um að Reykjavíkurborg krefji ríkið um fjárframlag til sveitarfélagana frá 2. apríl 2020 og um viðbragðsáætlun vegna lokunar góðgerðarfélaga sem sjá um matarúthlutanir, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2020; tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um hækkun frístundakorts, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. apríl 2020 og tillögur áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vinnu í smærri hópum, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. apríl 2020; um greiðslur til dagforeldra, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. apríl 2020; um að innheimta gjalda vegna skóla- og frístundarvistar barna verði frestað vegna COVID-19, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. mars 2020; um að starfsfólk í skólum borgarinnar hugi sérstaklega að andlegri líðan barna vegna COVID-19, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars 2020 og um trygga og örugga símsvörun á þjónustumiðstöðvum borgarinnar vegna COVID-19, sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars 2020. R20050279
Lagt er til að tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um hækkun frístundakorts sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. apríl 2020 verði tekin út úr þessum lið og greidd atkvæði um hana sérstaklega.
Samþykkt með þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Lögð fram svohljóðandi málsmeðferðartillaga varðandi framlagðar tillögur:
Fyrirliggjandi tillögur áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins hafa verið lagðar fram í borgarráði á síðustu vikum og varða ýmsar aðgerðir Reykjavíkurborgar sem ætlaðar eru til að bregðast við áhrifum COVID-19. Tillögurnar spanna vítt svið og hafa allar verið til skoðunar í vinnu við aðgerðir Reykjavíkurborgar til að koma til móts við það ástand sem skapast hefur vegna faraldursins og samkomubanns í kjölfarið. Borgarráð samþykkir að meginstefnu þessar tillögur nú enda hafa flest atriði þeirra þegar ratað inn í samþykktar aðgerðir borgarstjórnar og vísar þeim atriðum sem enn þarfnast frekari útfærslu til vinnslu á viðeigandi stöðum innan borgarkerfisins.
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að rjúfa samstöðu um tillögur ólíkra flokka um viðbrögð við COVID-19. Það er miður. Rétt er að benda á að ekki er verið að samþykkja endanlega afgreiðslu, útfærslu eða fjárhagsleg útgjöld með þessari samþykkt. Mikilvægt er að ítreka þá afstöðu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að borgin þurfi að létta byrðum af fólki og fyrirtækjum. Kröfugerð gagnvart ríkinu þarf að taka mið af því að létta byrðum og sköttum af fólki, fyrirtækjum og sveitarfélögum, enda er ríkissjóður nú þegar að glíma við mikil útgjöld vegna COVID-19. Borgin þarf að leggja sitt af mörkum og vinna með Sambandi íslenskra sveitarfélaga að skynsamlegum lausnum.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Samstaða um aðgerðaráætlun borgarinnar vegna COVID-19 hefur verið með ágætum. Ein tillaga var tekin til hliðar og henni vísað til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunargerðar.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Það er gott að hér sé verið að samþykkja tillögurnar að megindráttum og þeim vísað áfram til frekari vinnslu. Það eru þó um tveir og hálfur mánuðir síðan að ein tillaga sósíalista sem hér um ræðir var lögð fram og snýr að viðbragðsáætlun vegna lokunar hjálparsamtaka sem sjá um matarúthlutanir. Fulltrúi sósíalista ítrekar mikilvægi þess að afgreiða tillögur sem snúa að svo mikilvægum þáttum, með skjótum hætti. Það er mikilvægt að koma í veg fyrir að íbúar í viðkvæmri stöðu upplifi millibilsástand þar sem þeir geta ekki leitað í nein úrræði til að sjá sér fyrir mat út mánuðinn og viðbrögð stjórnvalda þurfa að taka mið af því, sérstaklega í veirufaraldri. Fulltrúi sósíalista fagnar því að tekið sé undir mikilvægi þess að krefja ríkið um fjárframlög til sveitarfélaganna í kjölfar kórónufaraldursins, vegna þeirra mikilvægrar grunnþjónustu sem þau halda utan um. Sósíalistar lögðu slíka tillögu fram í upphafi aprílmánaðar og umræða um slíkt hefur farið fram á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins lagði til eftirfarandi tillögur sem hafa nú verið samþykktar efnislega í megindráttum enda allar nauðsynlegar og eðlilegur partur í viðspyrnu og viðbrögðum borgarstjórnar við þeim fordæmalausu aðstæðum sem hér skullu á vegna COVID-19: 1. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að innheimta gjalda vegna skóla- og frístundavistar barna verði frestað vegna COVID-19. 2. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að starfsfólk í skólum borgarinnar hugi sérstaklega að andlegri líðan barna vegna COVID-19. 3. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um greiðslur til dagforeldra. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði til að dagforeldrar fái fulla niðurgreiðslu ef það hefur þurft að loka vegna sóttkvíar hvort sem er að völdum þeirra sjálfra, foreldra barnanna, barnanna eða annarra sem koma með og/eða sækja börnin hjá þeim. Við aðstæður sem þessar eiga dagforeldrar að fá óskert laun hafi komið upp tilvik af þessu tagi. 4. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um trygga og örugga símsvörun á þjónustumiðstöðvum borgarinnar vegna COVID-19. 5. Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að unnið verði með tillögur borgarráðsfulltrúa varðand COVID-19 í smærri hópum.
Fylgigögn
- Tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands
- Tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands
- Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins
- Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins
- Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins
- Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins
- Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um hækkun frístundakorts sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. apríl 2020. R18090016
Samþykkt vísa tillögunni til vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er mjög ánægjulegt að loksins hafi meirihlutinn hlustað á tillöguflutning borgarfulltrúa Miðflokksins á að hækka frístundakortið úr 50.000 kr. í 100.000 kr. á ári. Fyrir börn sem eiga lögheimili í Reykjavík, með því að vísa henni inn í fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2021. Þetta eru ný vinnubrögð hjá meirihlutanum og því ber að fagna. Þessi hækkun kæmi sér einstaklega vel fyrir foreldra sem eiga börn á aldrinum 6 – 18 ára, til að létta undir í heimilisrekstrinum. Hægt er að nýta frístundakortið á ýmsan hátt s.s. fyrir íþrótta-, lista og tómstundastarf. Borgarfulltrúi Miðflokksins er mjög bjartsýnn á að einhver hækkun verði á frístundakortinu í fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 vegna áhrifa COVID-19 á barnafjölskyldur í borginni.
Borgarráðsfulltrúar Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu þá fram svohljóðandi gagnbókun:
Þótt tillögunni sé vísað til vinnslu við gerð fjárhagsáætlunar er varasamt að skapa þær væntingar sem áheyrnarfulltrúinnn virðist vera að búa til um tvöföldun á á frístundastyrk borgarinnar - sem nú þegar er einn sá hæsti á landinu.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Í bókun fulltrúa meirihlutans í umhverfis- og heilbrigðisráði er skýrt tekið fram að jarðvegsbætirinn eða moltan sem framleidd verður af gas- og jarðgerðstöðinni, GAJA, verði fyrsta flokks. Auk þess er því haldið fram að ýmis landgræðslufélög hafi lýst áhuga sínum á að kaupa þennan jarðvegsbæti. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða landgræðslufélög er að ræða. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kvaðst forstjóri SORPU hafa fundið fyrir miklum áhuga á notkun á metangasi. Óskað er jafnframt upplýsinga um hvaða aðilar hafa sýnt því áhuga og í hvaða tilgangi? R20010010
Vísað til umsagnar stjórnar SORPU bs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir upplýsingum á eftirfarandi varðandi eignarhald, sölu, leigu og úthlutunum eigna Reykjavíkurborgar í Gufunesi frá þeim tíma að borgin keypti svæðið af Faxaflóahöfnum 17. júlí 2015: 1. Hvaða eignir á Reykjavíkurborg á þessu svæði. 2. Fá lista yfir þeir fasteignir sem hafa verið seldar á svæðinu, hverjir voru kaupendur, tímasetning kaupsamninga og samningsupphæð. 3. Hverjir eru skráðir eigendur þessara fasteigna í dag. 4. Hafa verið gerðir einhverjir viðaukar með breytingum á eignarhaldi og greiðslum frá 2015 og þá við hverja. 5. Hafa allar greiðslur verið inntar af hendi vegna þessara kaupa, hverjar eru eftirstöðvar og hvað er í vanskilum. 6. Hvaða fasteignir í eigu borgarinnar eru og hafa verið í útleigu á svæðinu, til hverra, hverjar eru leigutekjur og eru einhver vanskil á leigugreiðslum. 7. Hvaða lóðum hefur verið úthlutað á svæðinu, til hverra, á hvaða verði og hafa greiðslur borist skv. kaupsamningum. 8. Hverjir eru skráðir eigendur þessara lóða í dag. 9. Hvaða viðaukar, breytingar á eignarhaldi og breytingar á greiðslufyrirkomulagi hafa verið gerðar á tímabilinu. 10. Hvaða vilyrði hafa verið gefin af hálfu Reykjavíkurborgar fyrir lóðum eða öðrum eignum á svæðinu og til hverra? R20050317
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar verði falið að kostnaðarmeta tillögu um niðurfellingu útsvars hjá 67 ára og eldri sem var vísað frá þannig að niðurstöður liggi fyrir í tæka tíð fyrir fjárhagsáætlun. R20040013
Tillagan er felld með þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er illskiljanlegt af hverju meirihlutinn vill ekki kostnaðarmeta tillögu um að létta sköttum af tekjulágum.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Lagt er til að borgarráð fái álit/umsögn frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og almannavörnum höfuðborgarsvæðisins hvað varðar þá ákvörðun að loka Laugaveginum frá Frakkastíg að Lækjargötu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19040106
Tillögunni er vísað frá með þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í annað sinn er þessari öryggis- og almannavarnartillögu vísað frá af meirihlutanum, nú í borgarráði. Öryggissjónarmið á stóru svæði sem gera á að göngugötum er að engu höfð. Það er grafalvarleg staðreynd. Margbúið er að vara borgaryfirvöld við aðgengisleysi þessara aðila í lokunarþráhyggju meirihlutans. Ekki er hlustað á þær raddir en rétt er að geta þess að Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er formaður stjórnar Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og þar með sjálfkrafa formaður almannavarna höfuðborgarsvæðisins og því kannski lítils stuðnings að vænta úr þeirri átt. Ljóst er að aðgengi sjúkrabíla, slökkviliðsbíla og lögreglu verður mjög skert því fjölga á mjög útisvæðum fyrir utan veitingastaði á þann hátt að hægt verði að koma fyrir stólum, borðum, blómakerjum og bekkjum á göngugötunni sem til verður. Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum þegar vá ber að, s.s. bruni, heilsufall, vopnuð rán á opnunartíma verslana- og veitingahúsa og líkamsárásir.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Göngugötur eru ávallt unnar í samráði við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Núna sem endranær.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hver er umboðsmaður Aikan AS á Íslandi? 2. Hver voru voru umboðslaun hans þegar þessi búnaður var keyptur til SORPU? 3. Voru kaup á búnaðinum boðin út? 4. Komi það í ljós að búnaðurinn uppfylli ekki gæðakröfur getur SORPA þá höfðað skaðabótamál? 5. Venjubundið er að greiða 25% eftir lokaúttekt á búnaði til seljanda. Er búið að greiða allar greiðslur fyrir búnaðinn til Aikan AS? 6. Ef svo er hvers vegna var ekki beðið eftir lokaúttekt á búnaðinum? 7. Skoða þarf útboðsgögnin og ef Aikan uppfyllir ekki gæðakröfur þá skaðabótamál. Vonandi ekki búið að borga þeim alla upphæðina. Venjulega 25% greitt eftir lokaúttekt. 8. Vissi stjórn SORPU af stöðinni í Elverum í Noregi, sem var byggđ af Aikan AS og var lokađ vegna margvíslegra vandamála? 9. Hver verður árlegur rekstrarkostnaður stöðvarinnar? 10. Hverjir eru væntanlegir kaupendur á moltunni sem til verður í SORPU, sem meirihlutinn bókaði á fundi sínum þann 27. maí sl.? 11. Hverjir eru væntanlegir kaupendur af metaninu sem til verður í SORPU, sem forstjórinn talaði um í fréttum Stöðvar 2 þann 27. maí sl.? 12. Er uppgerđ fjárhagsáætlun SORPU tilbúin? R20050319
Vísað til umsagnar stjórnar SORPU bs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hvert er fasteignamat Braggans í Nauthólsvík? 2. Hvert er verðmæti braggans/hvað er hann færður hátt í ársreikningum Reykjavíkurborgar 2019? 3. Hvað greiddi Háskólinn í Reykjavík í leigu vegna braggans 2019? R17080091
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hvað greiddi Reykjavíkurborg í leigu af húsnæði sem það leigir árið 2019 sundurgreint eftir fasteignum? 2. Hverjir eru leigusalar Reykjavíkurborgar tæmandi talið sundurgreint eftir fasteignum? R20050320
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Fyrirspurn um skuldir Reykjavíkur sem byggð er á skuldaviðmiði. 1. Hverjar eru skuldir Reykjavíkurborgar á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík eftir lántökuna sem farið var í 28. maí, vegna A-hluta Reykjavíkur? 2. Hverjar eru skuldir Reykjavíkurborgar á hverja fjögurra manna fjölskyldu í Reykjavík miðað við 28. maí vegna samstæðunnar allrar? R20010079
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að minnihlutafulltrúar fái aðstoð fjármálaskrifstofu við að kostnaðarmeta tillögur eftir því sem þeir telja nauðsynlegt áður en tillaga er lögð fram. Stundum nægir gróft kostnaðarmat. Að hafa hugmynd um kostnað getur stutt málið og skipt sköpum við atkvæðagreiðslu þ.e. dregið úr líkum þess að tillögu verði vísað samstundis frá af meirihlutanum eða felld. Fulltrúi Flokks fólksins leggur þess vegna til, að til að tryggja að fulltrúi minnihlutans fái upplýsingar sem þessar, verði starfshlutfall starfsmanns á fjármálasviði eyrnamerkt til að sinna beiðni af þessu tagi. Vel kann að vera að starfsmenn fjármálasviðs telji það ekki skyldu sína að svara eða aðstoða fulltrúa minnihlutans almennt séð en eftir því sem fulltrúi Flokks fólksins kemst næst eru starfsmenn og embættismenn borgarinnar ekki síður til að aðstoða minnihlutann en meirihlutann. R20050311
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til sem tilraunaverkefni að rekstraraðilar við þær götur sem nú hafa verið gerðar að göngugötum varanlega eða tímabundið fá að ráða sjálfir hvort götu sé lokað fyrir umferð eða ekki. Skiptar skoðanir eru á þessum lokunum og fjöldinn allur er alfarið á móti þeim. Það hafa kannanir sýnt svo ekki verði um villst. Til að ná lendingu til bráðabirgða í það minnsta, væri hægt að prófa leið eins og þessa. Á sólardegi geta rekstraraðilar ákveðið að hafa opið að hluta til eða allan daginn og á öðrum dögum geta bílar ekið göturnar. Ákvörðun um þetta verði í höndum viðkomandi rekstraraðila. R19040106
Tillögunni er vísað frá með þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Tillaga Flokks fólksins um tilraunaverkefni að rekstraraðilar taki sjálfir ákvörðun um hvort hafa eigi opnar eða lokaðar göngugötur sem meirihlutinn hefur ákveðið að séu varanlegar göngugötur eða tímabundnar hefur verið vísað frá í borgarráði. Hér er um góða málamiðlunartillögu að ræða sem væri vel þess virði að láta reyna á tímabundið. Þessi götulokunarmál hafa verið sérlega erfið og finnst mörgum sem meirihlutinn hafi beitt mikilli valdníðslu því í ljós hefur komið að meirihluti fólks þ.m.t. rekstraraðilar vilja þetta ekki og hafa í kjölfar lokunar flutt verslun sína í burtu af svæðinu. Fulltrúi Flokks fólksins finnst þetta kaldar kveðjur frá skipulagsyfirvöldum til rekstraraðila. Treystir meirihlutinn þeim ekki til að stýra því sjálfir hvort sú gata sem þeir reka verslun við sé opin fyrir umferð eða ekki. Á góðviðrisdegi kann að vera sniðugt að loka götu fyrir umferð og gera hana að göngugötu en á köldum dögum að hafa þær opnar fyrir umferð. Það er vel þess virði að láta reyna á hvernig fyrirkomulag sem þetta myndi reynast. Þess utan á eftir að gera hlutlausar mælingar á hvort mannlíf og verslun hafi aukist með fleiri göngugötum eins og haldið er fram af meirihlutanum svo hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Skemmst er að minnast aðgerða meirihutans í Staðahverfi en þar var ráðist í að sameina skóla í norðanverðum Grafarvogi í óþökk foreldra, íbúa og barna með margs konar neikvæðum afleiðingum sem ekki sér fyrir endann á. Fulltrúi Flokks fólksins óskar efir að leggja fram eftirfarandi fyrirspurnir: 1. Er ekki eðlilegt að vegna stöðu mála, vegna COVID 19, að seinka sameiningu skóla a.m.k. um eitt ár? Er búið að útfæra samgöngubætur milli Staðahverfis og Engjahverfis annars vegar og Staðahverfis og Víkurhverfis hins vegar? 3. Verða slíkar samgöngubætur tilbúnar þegar skólarnir sameinast? 4. Hvenær er von á frekari upplýsingum um hverjir verða kennarar á hverjum stað? 5. Ef Hjallastefnan er áhugasöm um að opna skóla í húsnæði Korpuskóla mun skóla- og frístundaráð styðja frekari athugun á slíku fyrirkomulagi? 6. Hvað þarf að gerast til þess að Hjallastefnan geti opnað skóla í hverfinu? 7. Er búið að ráðstafa húsnæði skólans nú þegar? R20050314
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurn um framkvæmdir í SORPU um hver er staðan í sölumálum moltunnar sem verður til í GAJA? Í blaðaviðtali við stjórnanda væntanlegrar Gas og jarðgerðarstöðvar Sorpu - Gaja fer hann með rangt mál og fullyrðir að mest allt metan hafi verið selt og að Strætó ætli að kaupa megnið af aukinni metansöfnun. Metan hefur ekki selst vel samkvæmt framkvæmdarstjóra Sorpu, sem upplýsti að brennt hefði verið um 1,6 milljónum rúmmetrum af metani 2019. Rangt er að Strætó ætli að fara yfir í metanbíla. Rangt er að reikna með að verulegar tekjur verði af metansölu á næstunni. Margt bendir til að væntanleg molta verði ekki söluvara. Plast og málma verður að hreinsa úr hráefninu. Sorpa ætlar ekki að leggja áherslu á flokkun við heimili og fyrirtæki heldur treysta á hreinsunartækni í jarðgerðarstöðinni. Samkvæmt þeim upplýsingum sem til eru um þá tækni sem á að nota í Gaja bendir margt til að þessi væntanlega verkun verði ekki nægjanlega góð og moltan því verðlaus. Innihald moltunnar verður í samræmi við það lífræna efni sem inn kemur og þar ræðst verðmæti hennar. Fosfór er verðmætasta efnið í moltunni. Nýting moltunnar sem jarðvegsbætir ræðst að miklu af innihaldi þess. Plastagnir mega ekki vera í moltunni. R20050316
Vísað til umsagnar stjórnar SORPU bs.
Fundi slitið klukkan 14:28
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_2805.pdf