Borgarráð - Fundur nr. 5586

Borgarráð

Ár 2020, fimmtudaginn 14. maí, var haldinn 5586. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Ívar Vincent Smárason, Ólöf Magnúsdóttir Pétur Ólafsson og Sindri Freyr Ásgeirsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf menningar og ferðamálasviðs, dags. 12. maí 2020, ásamt uppfærðum drögum að nýrri ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar 2020-2025. R18100018

    -    Kl. 10:05 víkur borgarstjóri af fundinum. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúum Samtaka ferðaþjónustunnar og sviðsstjóra menningar og ferðamálasviðs er þakkað fyrir góða umræðu um næstu skref í ferðaþjónustu í Reykjavík. Það er ljóst að verkefnið framundan er umfangsmikið og krefjandi en með sameiginlegri viðspyrnu mun ferðaþjónustuiðnaðurinn snúa aftur enn öflugri en áður.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áætlað er að að minnsta kosti 150 milljónir fari í markaðsátak í Reykjavík fyrir innlenda og erlenda aðila. 20-30 milljónir eiga að fara í markaðsátakið innanlands til þess að auglýsa upp miðborgina. Þetta er algjör peningasóun. Ferðamálastefnan og þetta markaðsátak bætir ekki neikvæða ímynd sem borgarstjóri og meirihlutinn hafa skapað í kringum miðbæ Reykjavíkur. Fyrir nokkrum vikum birtist minnisblað frá Reykjavík þar sem fram kom að borgin hafi tekið á sig 6-9 milljarða halla árlega, árin 2015-2018 vegna ferðaþjónustunnar. Þessi framtíðarsýn og framsetning er fjarstæðukennd þegar kemur að áhrifum ferðaþjónustunnar á fjárhag Reykjavíkurborgar og ekki síður fráhrindandi fyrir bæði ferðamenn og landsmenn sem vilja sækja borgina heim. Engar tilraunir hafa verið gerðar til að draga þennan fáheyrða útreikning til baka og á meðan það er ekki gert er auðvelt að upplifa það að Reykjavík vilji ekki ferðamenn vegna kostnaðar við þá. Nú sem áður lítur meirihlutinn á að þeir stjórni ríki í ríkinu og ætlar í sitt eigið markaðsátak, með sinni eigin auglýsingastofu, og með sínu eigin starfsfólki í stað þess að renna fjármagninu inn í markaðsátak ríkissins sem stýrt er frá Íslandsstofu til að ná samlegðaráhrifum og betri nýtingu fjármuna.

    Arna Schram og Jóhannes Þór Skúlason taka sæti á fundinum undir þessum lið. Hjálmar Sveinsson, Gíslína Petra Þórarinsdóttir og Egill Þór Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  2. Lagður fram úrskurður héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 27. apríl 2020, í máli E-2188/2019. R19050143

    Ebba Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. maí 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 6. maí 2020, á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir færslu Hringbrautar vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi við Skógarhlíð, ásamt fylgiskjölum. R19110084
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna fagna uppbyggingu nýrra smáhýsa í borginni. Reykjavíkurborg hefur verið í forystu á Íslandi í þjónustu við heimilislausa og fjölgun íbúða til útleigu fyrir þennan hóp er gríðarlega mikilvæg. Verkefnið er undir eftirliti velferðarsviðs sem er með sérhæfða þjónustu og teymi fyrir þá einstaklinga sem þar munu búa.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi Flokks fólksins veit að það hefur verið mjög erfitt að finna smáhýsunum stað í borgarlandinu og er það áhyggjuefni. Hér er verið að búa til svæði fyrir smáhýsi á túni sem borgin á og er nú ekki notað í annað. Þetta virðist vera góð breyting á nýtingu og ekki er betur séð en að þetta sé góður staður fyrir smáhýsin. Svona smáhýsi má auðvitað fjarlægja með stuttum fyrirvara ef þess þarf nauðsynlega, t.d. ef Vegagerðin telur sig þurfa meiri rými fyrir vegaframkvæmdir. Sömuleiðis má fjarlægja fyrirhugaðar manir.

    Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. apríl 2020 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir Nesvík á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R20040125
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins vill benda á að þarna er verið að nema nýtt land og hvort borgarbúar vilji fórna þessu svæði undir hótel án umræðu. Borgin þarf að mynda sér almenna stefnu um hvernig framtíðarskipulag verður. Svona svæði eru takmörkuð auðlind. Sjávarlóðir sem snúa móti suðvestri eru ekki óendanlegar. Á öllum slíkum svæðum hefur einhvern tíma verið byggð og iðulega má þar rekja mannvistarþróun.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Reykjavíkurborg hefur myndað sér stefnu um framtíðarskipulag. Hún heitir Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.

    Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    -    Kl. 11:17 tekur borgarstjóri sæti á fundinum að nýju.

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 8. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki endurskoðaðar úthlutunarreglur styrktarsjóðs fyrir fjöleignarhús til uppsetningar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla. R19060195
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Bókun Flokks fólksins við endurskoðun á úthlutunarreglum styrktarsjóðs fyrir fjöleignarhús til uppsetningar á hleðslubúnaði fyrir rafbíla. Mikilvægt er að hlúa að rafvæðingu bílaflotans. En hér þarf gæta jafnræðis. Það er mat Flokks fólksins að í styrkveitingarkerfinu felist mismunun. Sumir fá allt að 67% af kostnaði en aðrir ekkert. Svo má auðvitað nefna í þessu tilfelli hið margumtalaða metan frá sorphaugunum sem er líka innlendur orkugjafi en alls ekki er ýtt undir notkun þess. Því er frekar brennt en að hvetja til það verði notað á bíla. En hvað varðar þessar úthlutunarreglur eru þær almennt óþarflega stífar en verst er að þær mismuna fólki.

    Ólöf Örvarsdóttir og Guðmundur Benedikt Friðriksson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við samkomulag Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík um Menntasveigs 2, 4, 6 og 8 vegna byggingu borgarlínustöðvar við Háskólann í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R19120151
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er fagnaðarefni að við Háskólann í Reykjavík muni fyrsta innanhúss stoppistöð Borgarlínu rísa. Hryggjarstykkið í samgöngumiðuðu skipulagi eru auknar byggingarheimildir og er þessi viðauki liður í því.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur skyldusetu samkvæmt lögum. Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Skrifstofustjórum með mál fyrir borgarráði er skylt að fylgja málum sínum eftir sem hefur ekkert með borgarfulltrúa Miðflokksins að gera. Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg. Hefði verið betra að borgarfulltrúinn sinnti skyldu sinni og stæði vörð um hag Reykjavíkurborgar frekar en að vinna að því að grafa undan innviðum borgarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Sveitastjórnarlög ganga lengra en samþykktir Reykjavíkurborgar í lagatúlkun. Í 22. gr. laganna er kveðið á um að sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli. Skýrara verður það ekki, en formanni borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutanum er ómögulegt að skilja þessa lagagrein. Ég vísa ásökunum þeim sem finna má í gagnbókun meirihlutans á bug, sem er í senn upplýsandi og afhjúpandi fyrir það vinnuumhverfi sem mér er búið í Ráðhúsinu – sífellt áreiti og ásakanir til að grafa undan trúverðugleika mínum. Ég stend sterkari fyrir vikið.

    Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 12. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti vilyrði fyrir byggingarrétt á lóð 2 á svæði norðan Stekkjarbakka Þ73. R20040170
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa lagst alfarið gegn uppbyggingu atvinnuhúsnæðis og fjölbýlishúsa á Þ73 reit við Elliðaárdal. Deiliskipulag um byggingar á þessu svæði hafa valdið miklum deilum og 11.456 íbúar óskuðu skriflega eftir íbúakosningu um þetta mál. Því vorum við sammála enda er þetta langfjölmennasta áskorun um íbúakosningu frá því að núgildandi lög um íbúakosningu tóku gildi. Rétt hefði verið að láta þessa íbúakosningu fara fram, en því var hafnað af meirihluta S, V, P og C. Af þessum sökum er ekki hægt að styðja þetta lóðavilyrði til handa Félagsbústaða. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Um er að ræða lóðarvilyrði fyrir 15 íbúðum til Félagsbústaða. Samkvæmt húsnæðisstefnu skal borgin fjölga íbúðum Félagsbústaða og er þetta liður í því.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur skyldusetu samkvæmt lögum. Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Skrifstofustjórum með mál fyrir borgarráði er skylt að fylgja málum sínum eftir sem hefur ekkert með borgarfulltrúa Miðflokksins að gera. Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg. Hefði verið betra að borgarfulltrúinn sinnti skyldu sinni og stæði vörð um hag Reykjavíkurborgar frekar en að vinna að því að grafa undan innviðum borgarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Sveitastjórnarlög ganga lengra en samþykktir Reykjavíkurborgar í lagatúlkun. Í 22. gr. laganna er kveðið á um að sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli. Skýrara verður það ekki, en formanni borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutanum er ómögulegt að skilja þessa lagagrein. Ég vísa ásökunum þeim sem finna má í gagnbókun meirihlutans á bug, sem er í senn upplýsandi og afhjúpandi fyrir það vinnu umhverfi sem mér er búið í Ráðhúsinu – sífellt áreiti og ásakanir til að grafa undan trúverðugleika mínum. Ég stend sterkari fyrir vikið.

    Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. maí 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að meðfylgjandi tillaga sem samþykkt var á fundi skóla- og frístundaráðs þann 12. maí sl. um frávik frá reglu um að hvert leikskólabarn taki 20 virka daga í sumarleyfi sumarið 2020 vegna COVID-19, verði samþykkt. Heildarkostnaður við tillöguna er áætlaður 90 til 100 m.kr. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2020 í samræmi við tillöguna til framlagningar í borgarráði. R20050099

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Síðustu vikur og mánuðir hafa verið mjög óvenjulegir í skóla- og frístundastarfi borgarinnar og reyndar um heimsbyggð alla. Slíkt ástand kallar á að beitt sé óvenjulegum leiðum til að mæta þörfum foreldra og annarra aðstandenda barna í viðkvæmri stöðu. Þessi tillaga felur í sér að vegna þeirrar röskunar sem COVID-19 hefur valdið verði foreldrum gefinn kostur á að sækja um styttingu á sumarorlofstíma barna sinna á leikskólum. Útfærslan verður með þeim hætti að nýtt verða þau tæplega 500 rými sem eru laus til ráðstöfunar á þeim sex leikskólum sem taka þátt í verkefninu um sumaropnun leikskóla. Tillagan er mikilvægur liður í því að bæta stöðu þeirra foreldra sem þurfa á auknum sveigjanleika að halda vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi sósíalista telur jákvætt að verið sé að koma til móts við foreldra/forsjáraðila sem hafa þurft að ganga á orlofsdaga vegna skerðingar á leikskólaþjónustu í samkomubanni vegna COVID-19. Umrædd tillaga felur í sér að foreldrar/forsjáraðilar sem af þeim sökum þurftu að ganga á orlofsdaga sína á tímabilinu 16. mars til 30. apríl og eiga þar af leiðandi innan við 20 daga í sumarorlof, gefist kostur á að sækja um fækkun sumarleyfisdaga leikskólabarns. Fulltrúi sósíalista minnir jafnframt á tilfelli þar sem foreldrar þurftu að ganga á orlofið sitt vegna verkfallsaðgerða sem hófust skömmu fyrir tíma samkomubannsins. Tímabilið sem er hér til umræðu 16. mars til 30. apríl, mætti því ná lengra aftur í tímann, til að koma til móts við foreldra/forsjáraðila sem hafa líka þurft að ganga á orlofið sitt út af verkföllunum sem borgaryfirvöld báru ábyrgð á. Líkt og fram kemur í greinargerð með tillögunni hefur þessi önn í leikskólum borgarinnar einkennst af fordæmalausum aðstæðum, fyrst vegna verkfalls Eflingar og síðan vegna takmarkanna á leikskólastarfi í kjölfar COVID-19. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur skyldusetu samkvæmt lögum. Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Skrifstofustjórum með mál fyrir borgarráði er skylt að fylgja málum sínum eftir sem hefur ekkert með borgarfulltrúa Miðflokksins að gera. Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg. Hefði verið betra að borgarfulltrúinn sinnti skyldu sinni og stæði vörð um hag Reykjavíkurborgar frekar en að vinna að því að grafa undan innviðum borgarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Sveitastjórnarlög ganga lengra en samþykktir Reykjavíkurborgar í lagatúlkun. Í 22. gr. laganna er kveðið á um að sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli. Skýrara verður það ekki, en formanni borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutanum er ómögulegt að skilja þessa lagagrein. Ég vísa ásökunum þeim sem finna má í gagnbókun meirihlutans á bug, sem er í senn upplýsandi og afhjúpandi fyrir það vinnu umhverfi sem mér er búið í Ráðhúsinu – sífellt áreiti og ásakanir til að grafa undan trúverðugleika mínum. Ég stend sterkari fyrir vikið.

    Helgi Grímsson, Helga Björg Ragnarsdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. maí 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að meðfylgjandi tillaga sem samþykkt var á fundi velferðarráðs þann 6. maí sl., um eingreiðslur og tilslakanir á reglum um fjárhagsaðstoð frá Reykjavíkurborg vegna COVID-19 faraldursins, verði samþykkt. Áætlaður kostnaður er á bilinu 20 m.kr. til 25 m.kr. miðað við gefnar forsendur í kostnaðarmati. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2020 í samræmi við tillöguna til framlagningar í borgarráði. R20050098

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Samfylkingarinnar Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna fagna þeim aðgerðum sem nú eru samþykktar til að bregðast við því ástandi sem hefur skapast vegna COVID-19. Eingreiðslur til foreldra á fjárhagsaðstoð með börn á framfæri upp á kr. 20.000 með hverju barni til að bregðast við auknum útgjöldum vegna aukinnar viðveru barna á heimilum, tímabundin innleiðing á frítekjumörkum vegna tekna fyrri mánaða upp að allt að kr. 300.000 og það að hverfa tímabundið frá þeirri kröfu að notendur sýni fram á virka atvinnuleit eru allt aðgerðir sem skipta miklu máli fyrir notendur fjárhagsaðstoðar við þessar fordæmalausu aðstæður. Þá er einnig tryggt að þeir sem eiga maka sem eru „fastir“ erlendis fái fulla fjárhagsaðstoð einstaklings (kr. 207.709) en ekki hálfan hjónakvarða (kr. 166.167) eins og nú er.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er gott að verið sé að skoða sérstaklega aðstæður þeirra sem þurfa stuðning núna. Fulltrúi sósíalista telur þó að almennt þurfi að hækka upphæð fjárhagsaðstoðar, sem er lág, til þess að byrja með og dugar ekki til að mæta helstu útgjöldum. Þó að tillagan feli í sér að verið sé að líta fram hjá tekjum fyrri mánaðar, þannig að allt að 300.000 kr. dragist ekki frá fjárhæð fjárhagsaðstoðar í fyrsta umsóknarmánuði, þá telur fulltrúi sósíalista að þau mörk hefðu þurft að vera hærri. Einstaklingar sem sækja um fjárhagsaðstoð vita það oftast ekki fyrirfram og fyrri tekjur því oft ekki eitthvað sem viðkomandi á eftir þegar greiðslur fjárhagsaðstoðar til framfærslu hefjast.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur skyldusetu samkvæmt lögum. Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Skrifstofustjórum með mál fyrir borgarráði er skylt að fylgja málum sínum eftir sem hefur ekkert með borgarfulltrúa Miðflokksins að gera. Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg. Hefði verið betra að borgarfulltrúinn sinnti skyldu sinni og stæði vörð um hag Reykjavíkurborgar frekar en að vinna að því að grafa undan innviðum borgarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Sveitastjórnarlög ganga lengra en samþykktir Reykjavíkurborgar í lagatúlkun. Í 22. gr. laganna er kveðið á um að sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli. Skýrara verður það ekki, en formanni borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutanum er ómögulegt að skilja þessa lagagrein. Ég vísa ásökunum þeim sem finna má í gagnbókun meirihlutans á bug, sem er í senn upplýsandi og afhjúpandi fyrir það vinnu umhverfi sem mér er búið í Ráðhúsinu – sífellt áreiti og ásakanir til að grafa undan trúverðugleika mínum. Ég stend sterkari fyrir vikið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Lagt er til að aukið verði við fjárhagsaðstoð og tilslakanir á skilyrðum hennar vegna COVID-19 og að forsjáraðili fái eingreiðslu með hverju barni sem nemur 20.000 kr tímabundið. Það er þó fullljóst að 20.000 króna eingreiðsla dugar skammt. Ef við eigum að koma til móts við fátækasta hóp borgarinnar dugir ekki að tjalda til einnar nætur. Flokkur fólksins vill sjá fjárhagsaðstoð Reykjavíkur hækka varanlega um 20.000 krónur. Ef það þykir ómögulegt þá þarf að minnsta kosti að framlengja eingreiðsluúrræðið þannig að fólk fái 20.000 króna viðbót við fjárhagsaðstoð í 3 mánuði. Staða þeirra verst settu hefur lengi verið slæm, löngu fyrir COVID-19. Nú skiptir máli að slaka einnig á stífum reglum og sýna lipurð og sveigjanleika. Hjálpa þarf öllum þeim sem eru neyð en ekki hunsa þá eða vísa annað. Falli viðkomandi umsækjandi ekki nákvæmlega innan ramma tilslakana þá þarf að finna aðra leið eða gera undantekningar eða endurskoða ramma og rýmka skilyrði. Velferðaryfirvöld þurfa að geta litið fram hjá fullt af hlutum í þessum aðstæðum enda er aldrei hægt að setja niðurnjörvaðar reglur og skilyrði þegar þróun aðstæðna eru eins óljósar og raun ber vitni.

    Elsa Guðrún Jóhannesdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir, Helga Björg Ragnarsdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 11. maí 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð styðji við hakkaþonið Hack the Crisis sem haldið verður rafrænt dagana 22.-25. maí næstkomandi um allt að 1,7 m.kr. Fjármála- og áhættustýringarsviði verði falið að útfæra viðauka við fjárhagsáætlun 2020 í samræmi við tillöguna til framlagningar í borgarráði. Lagt er til að verkefninu verði vísað til meðferðar þjónustu- og nýsköpunarsviðs til nánari útfærslu.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20030002
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráð samþykkti 26. mars sl. að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir aðgerðum til viðspyrnu vegna COVID-19, þ.m.t. aðgerðum á sviði skapandi greina og þekkingargreina. Hér er verið að samþykkja í þessu samhengi að taka þátt í verkefninu Krísuhakk eða Hack the Crisis – Iceland til þess að skapa vettvang til þess að virkja hugmyndaauðgi almennings í tengslum við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Reykjavíkurborg hefur áður haldið tvö hakkaþon undir heitinu Borgarhakk sem tókust vel og hefur einnig komið að því að styðja m.a. háskólahakkaþonið Reboot Hack og loftslagsmaraþon Climate-KIC. Í þessu Krísuhakki verða helstu áskoranir borgarinnar teknar saman og kallað eftir lausnum við þremur þeirra. Til að ýta undir aukna virðissköpun og samstarf milli vinningsteyma og starfsfólks Reykjavíkurborgar mun þjónustuhönnunarteymi þjónustu- og nýsköpunarsviðs leiða nýsköpunarhraðal til að byggja brýr milli borgarinnar og hagaðila. Þá fá vinningsteymin við áskorunum borgarinnar vinnuaðstöðu í setri skapandi greina á Hlemmi til 3. mánaða og námskeið í stofnun fyrirtækja hjá frumkvöðlar.is til þess að styðja þau til frekari vaxtar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Það er valdníðsla af formanni borgarráðs, Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, að hleypa skrifstofustjóra borgarstjóra, Helgu Björg Ragnarsdóttur inn á fundi þar sem ég, réttkjörin borgarfulltrúi Miðflokksins, hefur skyldusetu samkvæmt lögum. Í þrígang hefur friðhelgi mín á heimili mínu verið brotin að kvöldi til, þegar ábyrgðarpóstur barst mér með grófum ásökunum um einelti af minni hálfu gegn henni. Áreitið gegn mér heldur áfram með samþykki formanns borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutans með því að hleypa þessari konu á fundi þar sem ég er. Samkvæmt ásökunum sem bornar hafa verið á mig á þessi kona að forðast mig en ekki sækja í að vera þar sem ég er. Ég mótmæli setu hennar í hvert einasta sinn sem hún mætir á fundi til að verjast áreiti hennar en formaður borgarráðs hefur það að engu. Mitt eina úrræði er því að snúa baki við skrifstofustjóra Dags B. Eggertssonar borgarstjóra, til að forðast áframhaldandi áreiti hennar í minn garð.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Skrifstofustjórum með mál fyrir borgarráði er skylt að fylgja málum sínum eftir sem hefur ekkert með borgarfulltrúa Miðflokksins að gera. Áfram heldur borgarfulltrúinn árásum sínum á starfsfólk sem hann er orðinn þekktur fyrir bæði hjá ríki og borg. Hefði verið betra að borgarfulltrúinn sinnti skyldu sinni og stæði vörð um hag Reykjavíkurborgar frekar en að vinna að því að grafa undan innviðum borgarinnar.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Sveitastjórnarlög ganga lengra en samþykktir Reykjavíkurborgar í lagatúlkun. Í 22. gr. laganna er kveðið á um að sveitarstjórnarmanni ber skylda til að taka þátt í öllum sveitarstjórnarfundum og fundum í nefndum og ráðum sem hann hefur verið kjörinn til nema lögmæt forföll hamli. Skýrara verður það ekki, en formanni borgarráðs, borgarstjóra og meirihlutanum er ómögulegt að skilja þessa lagagrein. Ég vísa ásökunum þeim sem finna má í gagnbókun meirihlutans á bug, sem er í senn upplýsandi og afhjúpandi fyrir það vinnu umhverfi sem mér er búið í Ráðhúsinu – sífellt áreiti og ásakanir til að grafa undan trúverðugleika mínum. Ég stend sterkari fyrir vikið.

    Óskar Jörgen Sandholt, Helga Björg Ragnarsdóttir og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. maí 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðar trúnaðarmerktar viljayfirlýsingar um rafvæðingu hafna með landtengingum. Jafnframt er skýrsla starfshóps um rafvæðingu hafna og landtengingar í höfnum Faxaflóahafna, dags. apríl 2020, lögð fram til kynningar. R19100362

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Landtengingar farþega- og skemmtiferðaskipa er hluti af loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar sem miðar að kolefnishlutleysi árið 2040. Til þessa hefur verið boðið upp á lágspennutengingar fyrir smærri báta og skip en stóru fréttirnar í þessu verkefni eru að á næsta ári verður hægt að tengja stór flutningaskip við háspennu. Þetta er mikið fagnaðarefni, ekki bara í ljósi loftslagsmála heldur til loftgæða í grennd við hafnirnar.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nú liggur fyrir skýrsla starfshóps um rafvæðingu hafna og landtengingar í höfnum Faxaflóahafnar. Það er alveg ljóst að þetta er stórframkvæmd, sem mun hafa jákvæð áhrif á umhverfið og líklega skila hagnaði eftir áraraðir. En nú fækkar ferðum skemmtiferðaskipa sem lengir þann tíma þar til framkvæmdin borgar sig. En flutningaskipum fækkar ekki og þau koma reglulega og því er skynsamlegt að leggja áherslu á þjónustu við þau.

    Gísli Gíslason og Gunnar Tryggvason taka sæti á fundinum undir þessum lið. Skúli Þór Helgason, Fríða Rakel Linnet og Friðrik Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 12. maí 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki undirritun að nýrri samþykkt Svanna lánatryggingasjóðs kvenna um áframhaldandi rekstur sjóðsins sem stofnaður er af félagsmálaráðuneytinu, iðnaðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg þann 7. apríl 1997. Stofnaðilar samkvæmt hinni nýju samþykkt eru forsætisráðuneytið, atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið og Reykjavíkurborg. Lagt er til með nýrri samþykkt að sjóðurinn starfi áfram til næstu fjögurra ára frá 1. júní nk. til 1. júní 2024 og skal þá tekin ákvörðun um áframhaldandi starfsemi sjóðsins. Hlutverk lánatryggingasjóðsins er að styðja konur til nýsköpunar og þátttöku í atvinnulífinu með því að veita ábyrgðir á lánum samkvæmt samþykktum og lánareglum sjóðsins. Jafnframt er lagt til að borgarráð samþykki að tilnefna Dóru Björt Guðjónsdóttir í stjórn lánatryggingasjóðsins. R20050055

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Bókun Flokks fólksins við tillögu að nýrri samþykkt Svanna lántryggingasjóðs kvenna um áframhaldandi rekstur sjóðsins sem stofnaður er af ríki og borg. Meirihlutinn leggur til að sjóðurinn starfi áfram næstu fjögur ár. Þetta er sjóður sem ætlaður er til að styðja konur til nýsköpunar og þátttöku í atvinnulífinu með því að veita ábyrgðir á lánum. Þetta er hið besta mál en Flokkur fólksins vill undirstrika að hann vill að öllum þeim sé hjálpað sem hafa nýsköpunarhugmyndir og vilja koma henni í framkvæmd til að taka þátt í samfélaginu en hafa átt erfitt uppdráttar vegna þessara fordæmalausu aðstæðna í þjóðfélaginu. Allir eiga rétt á að geta tekið þátt í atvinnulífinu.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 7. maí 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðstoð Félagsbústaða við einstaklinga í vanda, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl 2020. R20040237

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Fram kemur m.a. að Félagsbústaðir sinna ekki félagsþjónustu en segjast þó veita leigjendum sínum umtalsvert meiri þjónustu og sveigjanleika við úrlausn hinna ýmsu mála en almennt þekkist hjá leigufélögum hérlendis. Flokkur fólksins vill byrja á að segja að leigjendur gera ekki alltaf skýran greinarmun á hvað er velferðarsviðs nákvæmlega og hvað er ábyrgð Félagsbústaða enda fá fæstir sérstaka fræðslu í þeim hlutverkamun. Leigjendur vita þó að komist þeir í skuld er glíman við Mótus í boði Félagsbústaða. Önnur leigufélög viðhafa ekki þennan háttinn á, að minnsta kosti ekki öll. Félagsbústaðir eru hluti af velferðarþjónustu borgarinnar og ef vel ætti að vera ættu Félagsbústaðir og velferðarsvið að vinna mun þéttar saman í þágu þjónustuþega. Helstu kvartanir sem fulltrúi Flokks fólksins fær eru fyrst og fremst vegna Félagsbústaða, nr. 1 að viðhaldi sé illa sinnt og ef því er sinnt þá er það seint og um síðir og þá oft af vanefnum og nr. 2. að allar skuldir smáar og stórar eru sendar í lögfræðinnheimtu. Þetta þykir fólki sárt. Athuga ber að Félagsbústaðir eru félagslegt úrræði en ekki fjárfestingafélag. Þessi myglu- og rakamál eru sífellt að koma upp og leigjendur sérstaklega viðkvæmir hópar, fólk með undirliggjandi sjúkdóma hefur orðið fárveikt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Samkvæmt könnun meðal leigjenda Félagsbústaða eru um 79% þeirra frekar eða mjög ánægðir með að leigja hjá félaginu og þá telja 78% svarenda að húsnæðið sem þeir leigja af Félagsbústöðum veiti þeim öruggt umhverfi. Það er því skrítin fullyrðing að halda því fram að íbúar viti ekki hver haldi utan um húsnæðið sem það leigir Félagsbústaðir gera árlega framkvæmdaáætlun varðandi viðhald fyrir komandi ár þar sem viðhaldi er forgangsraðað eins og kostur er og við kvörtunum er brugðist. Leigjendur sem hafa orðið fyrir atvinnumissi eða tekjufalli vegna áhrifa COVID-19 faraldursins geta sótt um greiðsludreifingu í allt að 12 mánuði vaxtalaust. Það er því ekki rétt að allar skuldir séu sendar í innheimtu eða að viðhaldi sé ekki sinnt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Það er mikilvægt þegar gerð er könnun eins og þessa að hún sé gerð af hlutlausum aðila. Meirihlutinn veit eins og aðrir að myglu- og rakavandi íbúða Félagsbústaða hefur verið stórt vandamál svo hér er ekki um neina fullyrðingar að ræða. Með svona tali meirihlutans er gert lítið úr kvörtunum leigjenda. Greiðsludreifing dugar skammt þeim sem eru nú án vinnu sem dæmi og vill Flokkur fólksins freista þess að reyna að fá meirihlutann til að skilja það.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram svar SORPU bs., dags. 8. maí 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kostnað við framleiðslu metans, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2020. R20030116

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svari frá framkvæmdastjóra SORPU segir að árið 2019 fóru 1,694 milljón rúmmetrar metans á bálið. Þetta svarar til tæplegra 1,9 milljón lítra af almennu bensíni. Fyrir það má aka fjölskyldubílnum ríflega 31 milljón kílómetra. En nú er fyrirhugað að fjárfesta í stærri brennara og tvöfalda bálið. Það styttist í að brennt verði eldsneyti sem dygði í 60-80 milljón kílómetra akstur. 
    Fáir efast um að stefnt sé að því að koma þessu á markað enda annað vart í boði en það hefur bara staðið á sinnuleysi stjórnar SORPU. Öllum fyrirspurnum frá Flokki fólksins hefur verið svarað með útúrsnúningum eða hamrað á einhverjum ómöguleika, samkeppnishamlandi aðgerðum, samráðsleysi svo sem við Strætó sem gæti nýtt metan sem orkugjafa. Stjórnin hefur sýnt áberandi vanhæfni á þessu sviði. Í bókum frá fulltrúa meirihluta borgarstjórnar stóð að kostnaður væri við yfirbyggingu við að safna metani, geyma það og flytja metangas frá söfnunarstað að brennslustað. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vildi vita hver sá kostnaður væri. Einnig var spurt um samkeppnisþáttinn og hvort þau mál hefðu verið könnuð. Þessu er ekki svarað, nema að unnið sé að málinu. Er hér eitthvað vanhugsað? En borgarfulltrúi Flokks fólksins fékk á örskömmum tíma svar við þessu frá Samkeppniseftirlitinu.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Fyrirspurnum Flokks fólksins hefur verið svarað samviskusamlega og vandlega af framkvæmdastjórn SORPU bs. Það er af og frá að núverandi stjórn SORPU bs. sé sinnulaus enda hefur hún tekið rekstur og starfsemi félagsins föstum tökum og komið ýmsum langþráðum málum í skýran og fastan farveg. Á engan hátt hefur öðru verið haldið fram um samkeppnisstöðu SORPU bs. á eldsneytismarkaði en það sem samræmist samkeppnislögum og tilmælum Samkeppniseftirlitsins. Allt sem hefur verið sagt og gert er því í samræmi við það og leitt ef áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins velji að misskilja það. Því skal haldið til haga að á meðan gas- og jarðgerðarstöðin er ekki komin í notkun er mikilvægt að brenna metan sem ekki er hægt að nýta. Starfsleyfi SORPU bs. er nefnilega háð þeim skilyrðum að brenna umfram gas sem verður til því lofttegundin er slæm gróðurhúsalofttegund og 21 sinni áhrifameiri en koltvísýringur. Best væri auðvitað að geta nýtt allt það metan sem verður til og hefur verið unnið að því sleitulaust með uppbyggingu gas- og jarðgerðarstöðvar og nú markvissri vinnu við það að nýta það sem allra best sem víðast.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Flokkur fólksins fagnar því að aðrir, almenningur og fleiri eru nú farnir að sjá hvernig hægt er að nota metan og gera sér grein fyrir þeirri óráðsíu sem er í stjórn SORPU að hafa ekki getað tekið skref í átt að því að nota metanið fyrir löngu. Betra er að selja metan á kostnaðarverði en að brenna því á báli. Af hverju finnst þessum meirihluta betra að sóa innlendum orkugjafa en að leyfa fólki að nota hann? 
    Stjórn verður að hafa frumkvæði að því að laga hluti sem þarf að laga til að hægt sé að gera það sem þarf að gera. Svör eru allt og oft á þá leið að stjórn SORPU geti bara ekkert gert í málinu þar sem starfsleyfi er háð skilyrðum o.s.frv. Flokkur fólksins hvetur stjórn til að drífa sig í að svara fyrirspurnum Flokks fólksins sem legið hafa óhreyfðar á borði stjórnar í margar vikur.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjórnar, dags. 12. maí 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um ósvaraðar fyrirspurnir sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl 2020. R20040236

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Um 20 spurningar liggja inn í kerfinu frá borgarfulltrúa Miðflokksins sem eru ósvaraðar. Þar af eru 8 fyrirspurnir orðnar mjög gamlar eða frá árinu 2019. Það er greinilegt að einhver málin eru viðkvæm. Meðal annars eru fyrirspurnir um verkefnastofu borgarlínu, oftekið vatnsgjald Orkuveitu Reykjavíkur, framkvæmdir við Fossvogsskóla, um nauðsyn og snjallmælavæðingu Orkuveitu Reykjavíkur, hækkun hitaveitugjalds til gróðrastöðvarinnar Lambhaga, um biðskýli Strætó bs., um kostnað við gróðurhvelfingu í Elliðarárdal, um hvers vegna tekin var ákvörðun um að minnka götulýsingu í Reykjavík, um útsvarstekjur og fasteignatekjur Reykjavíkur í póstnúmerum á Kjalarnesi, um kostnað við endurgerð Tjarnarbíós, um innri leigu Klettaskóla og fl. Einnig á eftir að skila inn skilagrein vegna endurbóta við Klettaskóla sem átti að skila inn fyrir apríllok. Þetta er afleit stjórnsýsla því samkvæmt venju er miðað við að svara á fyrirspurnum innan þriggja vikna.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Breiðholts frá 7 maí 2020. R20010025

    Fylgigögn

  17. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarvogs frá 6. maí 2020. R20010027

    Fylgigögn

  18. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 13. maí 2020. R20010008
    B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það að loka nokkur hundruð metra löngum kafla fyrir bílum ætti ekki að þarfnast meiri umræðu. Það eru flestir rekstraraðilar sammála um sumargötur, langflestir íbúar borgarinnar sömuleiðis - og samkvæmt könnunum, þá eru þeir gestir sem fara oftast á Laugaveginn langmest fylgjandi því að loka honum fyrir bílum. Á góðum degi skipta gestir Laugavegsins tugum þúsunda þar sem verslun og viðskipti blómstra og engin þörf á því að bílar keyri niður götuna. Bílastæðin eru fjölmörg og auðvelt og aðgengilegt að komast leiðar sinnar. Í ljósi heimsfaraldursins þá munu veitingamenn nú fá leyfi til að dreifa betur úr sér í og við götu ásamt því að verslanir geti komið með vörur og varning út stétt. Þá er ekki lengur pláss fyrir bílana.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Verið er að smygla nýju hringtorgi á Bústaðastaðavegi rétt ofan núverandi gatnamóta við Reykjanesbraut. Reykjavíkurborg er að brjóta samgöngusáttmálann enn einu sinni. Er það gert til að hindra og tefja að mislæg gatnamót komi á mótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar en það eru önnur slysamestu gatnamót landsins. Ekki er hægt að upplýsa á fundinum hvað fyrirhugað hringtorg muni kosta en Bústaðavegur austan Kringlumýrarbrautar er á ábyrgð Reykjavíkurborgar. Sífellt er klifað á því af meirihlutanum að sækja eigi allt fjármagn til ríkisins í gegnum samgöngusáttmálann. Þar er stór forsendubrestur fyrst af hálfu borgarinnar vegna brots á samningnum m.a. vegna ljósastýringarútboðs sem að vísu var dæmt ólöglegt og svo af hendi ríkisins sem ekki getur selt Íslandsbanka og Keldnalandið í þessum aðstæðum sem var forsenda samgöngusáttmálans.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Miðbæjarmálin voru á dagskrá fundar skipulags- og samgönguráðs og ekki í fyrsta sinn á þessu kjörtímabili. Ákveðið var að fresta tillögu meirihlutans um eina viku en hún var á þá leið að stækka ætti göngugötusvæðið enn meira. Þetta mál er í raun einstakt fyrir nokkrar sakir. Fulltrúa Flokks fólksins fannst þetta vera prófmál þessa meirihluta á kosningaloforð þeirra sem var m.a. að virða lýðræði, gegnsæi og hlusta á borgarbúa. Á þessu prófi er meirihlutinn nú þegar kolfallinn. Ráðist hefur verið í breytingar sem fljótlega komu í ljós að voru ekki í þágu fjölda fólks og þ.m.t. fólks sem hefur persónulegra og fjárhagslegra hagsmuna að gæta. Margt hefur verið reynt til að ná eyrum meirihlutans, undirskriftalistar, hróp, skrif, umræður og viðtöl. Allt hunsað og keyrt áfram af hörku. Þegar viðskipti minnkuðu flúðu tugir eigendur verslana svæðið. En það breytti engu fyrir þennan meirihluta, áfram skyldi haldið með það sem „var ákveðið og allir áttu að vita að hafi verið ákveðið fyrir löngu” eins og þau segja í meirihlutanum þegar þau eru krafin um rök fyrir framgöngu sinni. En framkoma eins og þessi við borgarbúa sýnir vanvirðingu. Flestir sjá að vel er hægt að bíða og endurmeta stöðuna. Það skaðar ekki.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R20050009

    Fylgigögn

  20. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20050005

    -    Kl. 12:50 víkur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir af fundi.
    -    Kl. 12:58 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundi.

    Fylgigögn

  21. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Borgarráð samþykkir að tryggja foreldrum barna á sjálfstætt starfandi leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum þau úrræði sem borgarráð samþykkti á fundi sínum 26. mars 2020. Vísað er til liðar 1(a) í aðgerðarpakka borgarráðs í efnahagsmálum vegna COVID-19, þar sem samþykkt var að lækka, fella niður eða leiðrétta gjöld til heimilanna vegna skerðingar þjónustu yfir samkomubann. Þannig verði tryggt að Reykjavíkurborg mæti foreldrum barna í öllum leikskólum, grunnskólum og frístundamiðstöðvum borgarinnar, með sama hætti vegna skertrar þjónustu yfir samkomubann, óháð því hvort börnin sæki borgarreknar eða sjálfstætt starfandi einingar. Borgarráð gæti þannig að jafnræði milli heimilanna í borginni hvað úrræðið varðar. R20050160

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  22. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Upplýsingar liggja fyrir um það að strætó, lögregla og slökkvilið njóti forgangs í umferðinni. 1. Hvaða kerfi er notað? 2. Var farið í útboð þegar forgangskerfið var keypt? 3. Hver var kostnaðurinn við kerfið tæmandi talið? 4. Hvert er einingaverðið pr. hvern vagn, pr. hvern bíl? 5. Var þetta forgangskerfi keypt í samráði við starfshóp sem vinnur að borgarlínu? R20050165

    Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

  23. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    1. Hver borgar fyrir breytingar á náðhúsinu að Nauthólsvegi 100 eftir samþykkt byggingafulltrúa Reykjavíkur um breytinga á áður útgefnum aðaluppdráttum sem samþykkt voru árið 2018? 2. Er þessi gjörningur hluti af þessu samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík um aukið byggingarmagn og borgarlínustoppistöð sem kynnt er á fundi borgarráðs þann 14. maí s.l? 3. Hver ber kostnaðinn af borgarlínustoppistöð, Reykjavíkurborg, Háskólinn í Reykjavík eða ríkið? 4. Hvenær er áætlað að fara í framkvæmdir við borgarlínustoppistöð við Háskólann í Reykjavík? 5. Hvað er áætlað að hún kosti? R19120151

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  24. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að niðurgreiðsla vegna dagforeldra miðist við afmælismánuð barns en ekki afmælisdag. Það er, niðurgreiðslan miðist við mánuðinn sem barn er níu mánaða, sex mánaða hjá einstæðu foreldri, en ekki afmælisdag barnsins. Fordæmi eru fyrir þessu í öðrum sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur sem miða niðurgreiðslu vegna dagforeldris við fæðingarmánuð barns en ekki fæðingardag. Að miða niðurgreiðslu við fæðingardag er ósanngjarnt. Foreldrar þeirra barna sem fædd er seint og jafnvel síðastu daga mánaðar sitja ekki við sama borð og foreldrar barna sem eru fæddir fyrr í mánuðinum. Samkvæmt þessari tillögu skulu framlög hefjast í þeim mánuði sem barn er 9 mánaða en ekki skal miða við afmælisdag barns. Ástæða er sú að ef barn er fætt seint í mánuðinum fá foreldrar enga niðurgreiðslu á þeim mánuði. Um þetta munar hjá langflestum foreldrum. R20050146

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  25. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Fulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um hvort Reykjavík hafi nú þegar leiðrétt gjöld vegna niðurfellingu eða skerðingar þjónustu leik- og grunnskóla og frístundaheimilis í COVID-19 aðstæðunum. Flokkur fólksins lagði til í upphafi faraldursins 26. mars að í þeim tilvikum sem börn geta ekki nýtt sér þjónustuna vegna sóttkvíar eða veikinda verða gjöld leiðrétt hlutfallslega. Vitað er að önnur sveitarfélög hafa nú þegar gert þessar leiðréttingar, en spurt er hvernig það gengur hjá Reykjavík? Er þessi ákvörðun komin í fulla framkvæmt? Ástæða spurningarinnar er að einhverjir foreldrar hafa sagt að þau hafi ekki fengið leiðréttinguna. Það á einnig við um sjálfstætt starfandi leikskóla sem hafa ekki allir fengið skýr svör. R20050149

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Flokkur fólksins leggur til að verklagi verði breytt í nefndum og ráðum sem varðar meðferð og afgreiðslu tillagna frá minnihluta með það að markmiði að koma í veg fyrir höfnun tillagna minnihlutans til málamynda svo að meirihlutinn geti lagt sambærilegar tillögur fram í eigin nafni. Hér er dæmi til skýringar: Á fundi skóla- og frístundaráðs var lögð fram tillaga Flokks fólksins um „að farið verði kerfisbundið yfir ferla grunnskóla Reykjavíkur gagnvart einelti með það að markmiði að kanna hvernig skólar sinna forvörnum og hver viðbrögð skólanna eru, komi kvörtun um einelti. Markmiðið er að tryggja samræmt verklag svo allir skólar standi nokkurn veginn jafnfætis gagnvart forvörnum, viðbragðsáætlun og úrvinnslu. Lagt er til að athugað verði hvort skólar í Reykjavík hafi þau verkfæri og aðferðir til að geta tekið á móti og unnið með eineltismál með faglegum og skilvirkum hætti.“ Á fundinum var lögð fram breytingatillaga meirihlutans, nákvæmlega eins tillaga og Flokks fólksins en breytingartillagan var samþykkt. Það hefði verið eðlilegt að samþykkja tillögu Flokks fólksins og ef meirihlutinn vildi gera smávægilegar breytingar hefði mátt útfæra það í framhaldinu. Það eru óskiljanleg vinnubrögð að hafna tillögu minnihlutaflokks en koma með nákvæmlega eins breytingartillögu frá meirihlutanum og samþykkja hana. Ekki er hægt að sjá hvaða rök liggja að baki, önnur en pólitískir hagsmunir meirihlutans.  

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20050161
    Tillagan er felld. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    -    Kl. 13:04 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

Fundi slitið klukkan 13:15

Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_1405.pdf