Borgarráð
Ár 2020, fimmtudaginn 7. maí, var haldinn 5585. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:05. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Marta Guðjónsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Ívar Vincent Smárason og Sindri Freyr Ásgeirsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 27. og 28. apríl og 4. maí 2020. R20010018
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Skoðun fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar hefur hlotið ítarlega og faglega umfjöllun í nefndinni sem hefur farið yfir málið með ytri endurskoðendum á nokkrum fundum. Fundað hefur verið með fjármála- og áhættustýringarsviði sem ákvað í janúar að óska álits óháðra sérfræðinga í reikningsskilum. Niðurstaðan var enn og aftur sú að núverandi reikningsskilaaðferð Félagsbústaða væri heimil og í samræmi við reikningsskilastaðla. Fram kom að Félagsbústaðir hafi beitt gangvirðisaðferðinni frá árinu 2004. Þá kemur fram að atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið úrskurðaði þann 11. júlí 2013 eftirfarandi varðandi reikningsskil Félagsbústaða hf.: „Ráðuneytið staðfestir ákvörðun ársreikningaskrár frá 29. maí 2012 um að félaginu […] sé skylt til að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum, IFRS, við gerð ársreiknings síns fyrir árið 2011“. Þessi úrskurður er afdráttarlaus um að Félagsbústöðum er skylt að beita IFRS og hafa ekki val um annað. Vandséð er hvernig hefði átt að bregðast við með öðrum hætti en að hlíta afdráttarlausum úrskurði ráðuneytisins. Þá er þess að geta að þrjú hérlend endurskoðunarfyrirtæki, sem eru hluti alþjóðlegra endurskoðunarfyrirtækja, hafa endurskoðað ársreikninga Félagsbústaða frá árinu 2004 og hafa ekki gert fyrirvara varðandi beitingu gangvirðis í reikningsskilum félagsins.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar gegnir mikilvægu eftirlitshlutverki í borgarkerfinu. Ágreiningur hefur verið um framsetningu ársreiknings um árabil sem hefur leitt til þess að einn nefndarmanna, Einar Hálfdánarson, hefur sagt sig úr nefndinni. Þá hefur komið fram að ekki hafi verið löglega staðið að fundarboðum og enn er mikill ágreiningur um framsetningu samstæðureiknings Reykjavíkurborgar vegna Félagsbústaða.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Mikill ágreiningur er í endurskoðunarnefnd Reykjavíkur, sem leiddi til þess að einn nefndarmaður sagði sig úr nefndinni, og kemur fram í fundargerð frá 4. maí að efast er um lögmæti funda nefndarinnar. Í bókun kemur fram frá einum nefndarmanna að gerðar eru verulegar athugasemdir við minnisblað endurskoðunarnefndar til borgarráðs, dags. 28. apríl sl., um reikningsskil Félagsbústaða hf. og mat á leiguíbúðum félagsins. Segir í bókuninni: „Það er m.a. vísað til þeirrar endurskoðunarnefndar „sem nú situr“, sem er hugtak sem stenst enga skoðun, enda var bréfið ritað og tekið fyrir af hluta nefndarinnar á ólögmætum fundi og til þess vísar orðalagið.“ Upp er komin alvarleg staða í Reykjavíkurborg um uppgjörsreglur Félagsbústaða. Hef ég sent þessa deilu til reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitastjórnarráðuneytisins. Hef ég upplýst á borgarstjórnarfundi vanhæfi tveggja nefndarmanna sem sitja í nefndinni vegna starfa sinna fyrir Reykjavíkurborg. Hef ég einnig tilkynnt sveitarstjórnarráðuneytinu þessar staðreyndir.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er alveg ljóst að endurskoðandi segir sig ekki úr endurskoðunarnefnd borgarinnar nema af neyð. Hann gat ekki lifað með sjálfum sér í þeirri vinnu sem þarna fór fram. Flokki fólksins finnst eins og meirihlutanum þyki þetta bara léttvægt. Ágreiningur var um reikningsskilaaðferð Félagsbústaða hina svokölluðu gangvirðisaðferð sem sýnir félagið í 4.5 milljarða hagnaði sem er sama tala og heildartekjur þessa félagslegs úrræðis sem Félagsbústaðir eru. Skuldir hækka engu að síður jafnt og þétt um meira en fimm milljarða. Þetta má skoða allt í ársreikningi 2019. Brotthvarf endurskoðandans hefur rýrt trúnað endurskoðunarnefndarinnar og það er vond staða þegar svo er komið að endurskoðunarnefnd borgarinnar hafi ekki fullan trúverðugleika. Rökin með gangvirðisaðferðinni eins og endurskoðunarnefndin hefur birt er að „aðferðin gefi gleggri mynd og að það skipti máli hvernig myndin lítur út þegar félagið leitar leiða með fjármögnun og að framsetningin líti betur út gagnvart þeim aðilum sem félagið leitar til með fjármögnun“ o.s.frv.. Þetta að „láta líta vel út“ eru einfaldlega ekki trúverðug rök að mati fulltrúa Flokks fólksins.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 30. apríl 2020. R20010004
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í fundargerð innkauparáðs er lagt fram erindi skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, dags. 30. apríl 2020, þar sem lagt er til að samið verði við lægstbjóðanda Securitas hf., í EES útboði nr. 14667 Rammasamningur um öryggishnapp fyrir dagforeldra. Á fundi velferðarráðs þann 6.maí sl. var lagður fram listi yfir innkaup yfir milljón. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg sé með samning við Öryggismiðstöðina Engu að síður voru gerð innkaup við Securitas yfir milljón árið 2019 en kaupin voru vegna uppsetningu á öryggiskerfi í nýrri Þjónustumiðstöð Breiðholts og kostaði 28 milljónir. Fulltrúi Flokks fólksins finnst að þarna þurfi að koma til frekari skýringar. Öryggismál eru mjög mikilvæg og mjög kostnaðarsöm. Reykjavíkurborg ætti að geta gert einn góðan samning við eitt af tveimur aðal-fyrirtækjum sem er á markaði með þjónustu af þessu tagi.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Í þessari fundargerð er ekki verið að fjalla um samning velferðarsviðs
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins veit að ekki er verið að tala um fundargerð velferðarráðs eða samninga velferðarráðs. Fulltrúi Flokks fólksins notaði upplýsingar frá velferðarráði til að varpa ljósi á að borgin er með miðlægan samning við Öryggismiðstöðina en skiptir engu að síður við Securitas. Til hvers er að hafa miðlægan samning þegar síðan er skipt við annað fyrirtæki?
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 6. maí 2020. R20010008
B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 14. og 15. lið fundargerðarinnar:
Tillögur Flokks fólksins um að skipulagsyfirvöld eigi alvöru viðræður og samstarf við rekstraraðila miðbæjarins til að ræða björgunaraðgerðir fyrir miðbæinn og tillögu um að borgarstjóri og skipulagsyfirvöld noti ekki núverandi ástand til að minnka aðgengi að miðbænum var báðum vísað frá á fundi skipulagsráðs þann 6. maí sl. Sjálfstæðisflokkur sat hjá við afgreiðsluna. Rök meirihlutans voru að umhverfi rekstraraðila í miðbænum sé að taka örum breytingum vegna COVID faraldursins og að unnið sé í góðu samráði við hagsmunaaðila. Segir í bókun skipulagsyfirvalda að hópur hagsmunaaðila, um 200 manns, hafi verið stofnaður í verkefnastjórn miðborgarmála. Flokkur fólksins bendir hins vegar á að það er annar hópur sem telur marga tugi manns sem hefur flúið þetta svæði þar sem verslun þeirra hrundi þegar lokað var fyrir umferð allt árið. Af hverju vilja skipulagsyfirvöld ekki hlusta á og ræða við þann hóp? Málið er einfalt að mati Flokks fólksins, opna þarf aftur fyrir umferð þótt ekki væri nema til að sjá hvort líf færist í bæinn. Nóg er samt þegar ferðamönum er ekki fyrir að fara vegna COVID. Taka þarf til í aksturstefnum sem eru meira og minna í einum hnút. COVID-19 var engum að kenna en að Íslendingar sem koma lengra frá séu hættir að koma í miðbæinn, það er á ábyrgð meirihlutans.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R20050009
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flutningsáform Björgunar úr Gufunesi eru í uppnámi þar sem Minjastofnun hefur ákveðið að leggja til við menntamálaráðherra að friðlýsa, vegna minja, landssvæðið sem fyrirtækið átti að flytja á í Álfsnesi og við Þerneyjarsund. Er ákvörðunin tekin á grunni þess að hagsmunir byggingariðnaðarins eru teknir fram fyrir hagsmuni almennings um varðveislu verslunarstaðar og búsetulandslags á þessu svæði. Telur stofnunin það andstætt tilgangi laga um menningarminjar sem kveða á um að stuðla skuli að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20050005
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins vill bóka við liðinn umsagnir um veitinga- og gististaði vegna umsóknar Ölgerðar Egils Skallagrímssonar ehf. Heilbrigðiseftirlit hefur samþykkt að gefa jákvæða umsögn sem og byggingarfulltrúi en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fellst ekki á að leyfi verði veitt. Um er að ræða tímabundið áfengisleyfi sem áður hefur verið veitt. Fulltrúi Flokks fólksins áttar sig ekki á því af hverju slökkviliðið fellst ekki á að leyfið verði veitt. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sem hann sjái ekki oft mál sem þetta, þar sem bæði heilbrigðiseftirlit og byggingarfulltrúi hafi veitt jákvæða umsögn en Slökkviliðið neikvæða. Þetta fyrirtæki er að sækja um framlengingu á tímabundnu áfengisleyfi sem heilbrigðiseftirlit og byggingarfulltrúi hefur þegar samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það er skylda rekstraraðila að uppfylla lögbundnar kröfur um brunavarnir. Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu ber að veita umsögn um brunavarnir þegar sótt er um rekstrarleyfi og er sú umsögn neikvæð þegar brunavarnir eru ekki í lagi. Umsagnir heilbrigðiseftirlits og byggingarfulltrúa fjalla ekki um brunavarnir og hafa eðli málsins samkvæmt engin áhrif á umsögn slökkviliðsins.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hvað sem allri skyldu líður um lögbundnar kröfur um brunavarnir er það engu að síður sérstakt þegar verið er að sækja um framlengingu á tímabundnu leyfi að slökkviliðið setur skyndilega fyrirvara og að byggingarfulltrúi og heilbrigðiseftirlit hafi veitt leyfi. Flokkur fólksins hefur lagt fram fyrirspurnir hvað það er sem hefur breyst milli umsóknar um áfengisleyfi sem veldur því að málið sé í þessari stöðu.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 5. maí 2020, varðandi kjörstaði í forsetakosningum 27. júní 2020 og umboð borgarstjórnar til borgarráðs. R20040070
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun ásamt áheyrnarfulltrúum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins:
Því er fagnað að unnt verði að bjóða borgarbúum upp á fleiri kjörstaði í hverfum borgarinnar við væntanlegar forsetakosningar og er tækifærið notað nú til að minna á bókanir Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og borgarráðs vegna staðsetningar atkvæðagreiðslu utan kjörfundar við síðustu sveitarstjórnarkosningar. Þá var lögð áhersla á að sveitarfélögin gætu ekki fallist á að einungis einn kjörstaður yrði í boði fyrir öll sveitarfélögin og var sýslumanni boðin afnot af húsnæði Reykjavíkurborgar. Reyndin varð sú að atkvæðagreiðsla utan kjörfundar fór einungis fram í Smáralind fyrir síðustu kosningar. Ítrekaðar eru óskir um að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi þarfir kjósenda í huga þannig að hægt verði að greiða atkvæði utan kjörfundar á fleiri stöðum og í Reykjavík. Boð Reykjavíkurborgar um aðstoð við að finna hentugt húsnæði fyrir sýslumann er jafnframt ítrekað.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. apríl 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur, reitur 1.216, vegna afmörkunar nýrrar lóðar fyrir smáhýsi, Guðrúnartún, ásamt fylgiskjölum. R19110083
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. apríl 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Bústaðavegar 151-153, ásamt fylgiskjölum. R20050019
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. apríl 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Frakkastíg - Skúlagata, varðandi fyrirhugaða nýbyggingu við Frakkastíg 1, ásamt fylgiskjölum. R20050017
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. apríl 2020 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 12 við Skógarsel, íþróttasvæði ÍR. R20050018
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. apríl 2020 á tillögu að göngugötum vegna Laugavegar frá Klapparstíg að Ingólfsstræti, Vegamótastíg frá Laugavegi að Grettisgötu og Skólavörðustíg frá Bergstaðastræði að Laugavegi, ásamt fylgiskjölum. R19040106
Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn þremur atkvæðum borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.
Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Vinnubrögð borgaryfirvalda hafa verið ámælisverð þar sem ekki hefur verið hlustað á sjónarmið hagsmunaaðila og mótmæli þeirra heldur var þeim boðið upp á eftirásamráð þegar búið var að taka ákvörðun um varanlega lokun Laugavegarins. Það er ekki það samráð sem meirihlutinn lofaði og borgarbúar óska, að haft yrði við þá í öllum lykilákvörðunum. Rekstur verslana í miðborginni hefur verið þungur undanfarið og tugir rekstaraðila hafa hætt rekstri og nú bætast við neikvæðar efnahagslegar afleiðingar COVID-19 faraldursins. Sú einstrengingslega ákvörðun að loka Laugaveginum fyrir allri bílaumferð allan ársins hring og sú hringavitleysa að breyta akstursstefnu hluta Laugavegarins hafa kallað á enn meiri flótta rekstraraðila. Nú er rétti tíminn til að vinna náið með rekstraraðilum í miðborginni en vinna ekki gegn þeim.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er öllum nóg boðið í lokunaráráttu borgarstjóra og meirihlutans. Allar tillögur um að hafa miðbæinn opinn fyrir bílaumferð er hafnað. Til að bíta hausinn af skömminni var akstursstefnu breytt á Laugaveginum. Mikið ákall er frá rekstraraðilum og íbúa að falla frá þeirri ákvörðun. Ekkert er hlustað. Meira að segja er ákall vegna COVID-19 um að aðgengið sé gott fyrir fjölskyldubílinn að þessu svæði. Borgarstjóri varð sér algjörlega til skammar þegar hann tók upp á því að fara að blanda sér í ákvarðanir sóttvarnalæknis og landlæknis sem sýnir firringuna sem sá maður er að kljást við. Glerhúsið sem borgarstjóri og meirihlutinn býr í er orðið mjög stórt og bergmálið þar inni algjört.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tímabært að hefja leiðangur með rekstraraðilum og fólkinu í borginni til að endurlífga miðbæinn. Flokkur fólksins lagði til að skipulagsyfirvöld eigi alvöru viðræður og samstarf við hagsmunaaðila til að ræða björgunaraðgerðir, s.s. hvernig markaðsátak hægt er að fara í fyrir miðborgina. Fara þarf í almennar aðgerðir sem nýtast öllum. Almennar aðgerðir þurfa m.a. að fela í sér samvinnu við Bílastæðasjóð og Strætó bs. sem gefa þurfa eftir í gjöldum til að laða að fólk. Tillögur Flokks fólksins þar að lútandi hefur verið hafnað, síðast í skipulagsráði þann 6. maí sl. Sjálfstæðismenn sátu þar hjá. Margt hefur verið reynt til að fá skipulagsyfirvöld til að hlusta á alla, rekstraraðila og borgarbúa sem búa nær og fjær miðbænum. Sagt er að verkefnahópur með um 200 manns sé nú að vinna með meirihlutanum að finna leiðir. Ekki er talað við tugi aðila sem hafa reynt í meira en ár að ná eyrum meirihlutans. Meirihlutinn lemur haus við stein og getur alls ekki vikið frá ákvörðun sem tekin var í upphafi kjörtímabils sem er að loka bænum fyrir umferð, meira og minna. Nú er lokunarhrina í miðbænum. Allt sem rekstraraðilar hafa sagt hefur ræst. Hér hafa verið gerð mistök sem meirihlutinn á einfaldlega mjög erfitt með að viðurkenna.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. apríl á samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur, ásamt fylgiskjölum. R19050178
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur er mikilvæg. Þær endurspegla meðalhóf þar sem rammi er settur utan um auglýsingar í borgarlandi.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Lögð er fram samþykkt um skilti í lögsögu Reykjavíkur. Hér er um mikilvægt mál að ræða. Ljósaskilti og auglýsingaskilti almennt hafa mikil áhrif á útlit borga. Áríðandi er að móta stefnu sem fyrst af hálfu borgarinnar, þar sem LED-lýsingar munu verða ríkjandi á næstu árum og þar með verða breytingar á skiltum. Með LED-tækninni opnast nýjir möguleikar og ef ekki verða settar skýrar og almennar reglur er hætta á að oflýsing/ofkeyrsla á upplýsingum verði á skiltum og ekki er víst að hógværð og listrænn smekkur ríki. Sem betur fer er sveigjanleiki LED-lýsinga mikill og með þeirri tækni er færi á að fegra umhverfið, en ekki spilla því. Þess vegna er þetta pólitískt borgarmál, en ekki mál sérhvers söluaðila, hagsmunasamtaka eða verslunareigenda.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út smíði og frágang á nýjum færanlegum kennslustofum 2020. R20050022
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða tvær nýjar leikskólastofur ásamt tengibyggingu sem áætlað er að komið verði fyrir við leikskólann Gullborg út á Granda sem hluta af Brúum bilið verkefninu. Stækkun er um 215 fermetrar og fjölgun verður um 27 börn í leikskólanum. Áætlað er að unnið verði að breytingum innanhúss í eldra húsi, s.s. aðstöðu starfsfólks o.fl.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út smíði og frágang á tveimur nýjum færanlegum leikskólastofum. R20020164
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á úttekt og tillögum Strategíu á stjórnskipulagi byggðasamlaga í samvinnu við Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. R20040182
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Lengi hefur verið rætt um að fara í endurbætur á stjórnskipulagi byggðasamlaga Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Nú er sú vinna hafin og sviðsmyndir liggja fyrir. Næstu skref eru að finna bestu leið sem tryggir markmið um rekstur byggðasamlaga til langs tíma, stuðla að því að efla og einfalda samkeppni og að markmiðum um skýra stjórnarhætti sé náð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt er að gera úttekt á rekstri byggðasamlaga sem Reykjavík kemur að, enda varðar rekstur þeirra mörgum milljörðum króna. Ýmislegt hefur farið aflaga í rekstri byggðasamlaga. Nýleg dæmi af SORPU eru skólabókadæmi um slíkt. Þá er rekstur byggðasamlaga í sumum tilvikum á samkeppnismarkaði og mörk rekstursins óljós. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á einföldun stjórnkerfisins og vara við því að kerfið sé flækt en réttast væri að einfalda kerfið, stytta boðleiðir og spara fjármuni. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er ekki stjórnsýslustig og þarf að gæta varúðar þegar farið er í valdaafsal sveitastjórna og kjörinna fulltrúa yfir til samtaka.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Sósíalistar vilja sjá meiri lýðræðisvæðingu innan fyrirtækjanna sem sinna sameiginlegum verkefnum sveitarfélaganna, að raddir íbúa og starfsfólksins þar fái meira vægi við ákvarðanatöku og að þannig verði unnið að auknu gagnsæi varðandi ákvarðanatöku og framtíðaruppbyggingu fyrirtækjanna.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Varað er við því að færa ábyrgð og vald kjörinna fulltrúa inn í ohf. félög á vegum sveitarfélaganna. Sífellt er verið að flækja stjórnsýslu opinberra aðila og segja má að búið sé að stofna þriðja stjórnsýslustigið á Íslandi með stofnun Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Um það gildir lagaeyða. Kerfið hefur sjálft tekið sér vald að tútna út og fjölga skrifborðum og stöðugildum og hrópar síðan sífellt á meiri peninga frá skatt- og útsvarsgreiðendum. Þetta fyrirkomulag er komið á algjöra endastöð í okkar fámenna samfélagi. Félagaform byggðasamlaga er ekki vandamálið sem verið er að reyna að ná tökum á heldur reksturinn sjálfur. Nú er boðað enn eitt stjórnsýslustigið án lagaumgjarðar um en það er opinbert hlutafélag sem ríkið er aðili að um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu. Í þessari vinnu allri er byrjað á röngum enda.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins þakkar Strategíu fyrir þá tvo fundi sem haldnir voru um afmarkaða þætti byggðasamlaga og kynningu á ólíkum sviðsmyndum. Hvað sem öllum sviðsmyndum líður er staðreyndin sú að byggðasamlagskerfið sjálft er ekki nógu lýðræðislegt? Niðurstaðan er skýr, verkefnið bs er ekki að virka, eigendur eru langt frá ákvörðunum og virkni eigenda því engin. Vald kjörinna fulltrúa er framselt til bs. Reynslan fyrir Reykjavík af byggðasamlögum er ekki góð og er SORPA skýrasta nýlega dæmið. Bs. hugmyndin sem slík er ólýðræðisleg. Ef þörf er á byggðasamlögum er miklu einfaldara að sameina sveitarfélögin. Byggðasamlög tefja þá þróun. Við þetta framsal ræður meirihlutinn í sveitarfélagi alfarið en minnihlutinn hefur litla aðkomu nema að tjá sig. Eitt er að fá að tjá sig en annað er að hafa bein áhrif. Tímabært er að huga að því hvernig hægt sé að losna við þetta kerfi, frekar en að reyna að bæta það. En þar sem sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins vilja ekki sameinast er spurning hvaða aðrar leiðir koma til greina til að draga úr lýðræðishalla í þessu bs. kerfi. Ein leiðin er að fjölga stjórnarmönnum frá stærsta sveitarfélaginu þannig að fjöldi fulltrúa sé í takt við fjölda kjósenda. Þá er mikilvægt að minnihluti sérhvers sveitarfélags eigi fulltrúa í stjórn.
Helga Hlín Hákonardóttir og Guðrún Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Páll Björgvin Guðmundsson og borgarfulltrúarnir Sabine Leskopf og Örn Þórðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að segja upp leigusamningi og heimili jafnframt að gefnir verði út lóðarleigusamningar í Fjárborg í Almannadal, ásamt fylgiskjölum. R18110247
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Friggjarbrunni 31-33. R20030287
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 28. apríl 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna lóðar að Gefjunarbrunni 11. R20040068
Samþykkt.Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 3. maí 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að auglýsa eftir áhugaverðum skapandi verkefnum í húsnæði borgarinnar sem er í dag ekki í notkun eða að losna. R20050002
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í Gufunesi, Skerjafirði og Bryggjuhverfi er húsnæði í eigu borgarinnar sem eru ekki í notkun. Um er að ræða nokkrar einingar sem hægt væri að nýta sem hluta af viðspyrnu vegna erfiðs efnahagsástands í ljósi heimsfaraldurs. Næstu skref verða að auglýsa eftir tímabundnum leigjendum á meðan viðkomandi svæði eru í skipulags- og uppbyggingarferli með sambærilegum hætti og var gert á tveimur þróunarreitum í Breiðholti nýverið. Við val á starfsemi inn í eignirnar verður sérstök áhersla lögð á skapandi greinar, byggja upp og efla nýjar atvinnugreinar og samfélagsleg verkefni.
Óli Jón Hertervig og Helga Björg Ragnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu skóla- og frístundasviðs, dags. 30. apríl 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundasviðs frá 28. apríl á tillögu að reglum um innritun og útskrift nemenda á táknmálssviði Hlíðaskóla, ásamt fylgiskjölum. R20050016
Vísað til borgarstjórnar.
Borgarráð felur skóla- og frístundasviði jafnframt að kynna efni samþykktarinnar fyrir hagsmunaaðilum áður en það hlýtur fullnaðarafgreiðslu borgarstjórnar.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 30. apríl 2020, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 28. apríl á tillögu að samning við Söngskóla Sigurðar Demetz, ásamt fylgiskjölum. R20050015
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Aukin framlög til tónlistarskóla eru í anda nýsamþykktar skólastefnu og í takt við niðurstöður stýrihóps um tónlistarnám. Styðja ber við skapandi greinar og jafna framlög milli íbúahverfa í borginni svo tækifæri sem jöfnust.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 4. maí 2020, um forgangsröðun við uppbyggingu mannvirkja vegna stefnu í íþróttamálum Reykjavíkur til 2030, ásamt fylgiskjölum. R20040163
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Íþróttastefna til ársins 2030 er afrakstur langrar samvinnu Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur. Haldnir voru samráðsfundir, jafnt með kjörnum fulltrúum, aðilum úr stjórnkerfinu og fulltrúum íþróttafélaganna og stefnan sett í opið samráðsferli. Framtíðarsýn stefnunnar er að sem flestir Reykvíkingar stundi reglulega íþróttir, líkamsrækt eða aðra hreyfingu. Fimm megináherslur stefnunnar snúa að íþróttum á öllum æviskeiðum, barna- og unglingastarfi, afreksstarfi, aðstöðu og faglegri umgjörð íþróttastarfs. Sett eru mælanleg markmið um alla þætti og aðgerðir til að hrinda þeim í framkvæmd. Ráðist verður í endurskoðun samninga við íþróttafélög með stefnuna að leiðarljósi. Þá verður ráðist í að þróa nýja aðferð við forgangsröðun fjárfestinga í íþróttamannvirkjum til framtíðar. Við vonumst til að allar þessar aðgerðir leiði til þess að Reykjavík verði áfram sú borg sem litið er til þegar kemur að árangri í íþróttum og þætti þeirra í forvarnarmálum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þetta er metnaðarfull og skýr stefna í íþróttamálum og stýrihópurinn á hrós skilið fyrir sína vinnu. Hér er stefnt að eftirfylgni með mælanlegum markmiðum og er það til mikillar eftirbreytni. Allt of oft er farið í stefnumótun án mælanlegra markmiða og án markvissar eftirfylgni. Hér eru vinnubrögðin til fyrirmyndar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Meirihlutinn leggur til að stýrihópur um stefnu í íþróttamálum verði endurvakinn og honum falið að starfa áfram og fara yfir þau fjölmörgu erindi sem liggja fyrir um uppbyggingu íþróttamannvirkja og veiti umsögn um forgangsröðun þeirra til undirbúnings fjárfestingaráætlunar til næstu tíu ára með hliðsjón af þeim forgangsröðunarviðmiðum sem fram koma í íþróttastefnunni. Flokkur fólksins hefði talið að gott væri að fá nýtt fólk í hópinn og er með því ekki verið að gera lítið úr þeim sem þar eru nú. En oft er gott að skipta um fólk í brúnni. Um stefnuna sjálfa má segja að margt sé gott í henni og það er fagnaðarefni að endurskoða eigi reglur um frístundakort. Borgarfulltrúi Flokks fólksins gat ekki samþykkt þessa íþróttastefnu á meðan svo miklir annmarkar eru á reglum um frístundakort sem raun ber vitni. Þegar horft er á íþróttamál er að mörgu að huga smáu jafnt sem stóru og þær ábendingar sem fulltrúi Flokks fólksins hefur reynt að koma á framfæri náði aldrei eyrum þess hóps eða ráðs sem vann að stefnunni.
Fylgigögn
-
Á fundi borgarráðs þann 16. apríl 2020 var lagður fram trúnaðarmerktur ársreikningur A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar 2019. Einnig var lögð fram umsögn endurskoðunarnefndar, dags. 14. apríl 2020, um ársreikninginn, skýrsla fjármála- og áhættustýringarsviðs, greinargerð fagsviða og sjóða A-hluta og greinargerð B-hluta fyrirtækja, sbr. 9. liður fundargerð borgarráðs frá 16. apríl 2020. Eftirfarandi bókanir voru lagðar fram og færðar í trúnaðarbók. R19120193
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram svohljóðandi bókun:
Í ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2019 kemur fram verri fjárhagsleg staða borgarinnar en áætlanir gerðu ráð fyrir. Hreinar skuldir á móti tekjum eru að aukast um 10% í samstæðunni úr 251 milljarði 2018 í 276 milljarða 2019. Skuldir og skuldbindingar A-hluta standa í 112 milljörðum. Sala byggingaréttar voru áætlaðir tæpir 4 milljarðar en endaði í 26 milljónum eftir niðurfærslu krafna – hef ég óskað eftir sundurliðun á þeirri ráðstöfun. Samstæðan tók lán upp á rúman 31 milljarð og afborganir lána og leiguskulda nam 22 milljörðum. Tekjur Orkuveitunnar voru 1,5 milljörðum minni en áætlað var vegna álverðsafleiðusamninga sem lækkuðu um 3% ásamt gengisbreytingum. Eins og staðan er núna hefur álverð lækkað um 9% og fer enn lækkandi. Það verður stórt högg fyrir Orkuveituna og samstæðuna árið 2020. Það er hreint með ólíkindum að endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar skuli skrifa upp á ársreikning 2019, þegar fyrir liggur að einn nefndarmaður hefur sagt sig úr nefndinni vegna ágreinings um uppgjörsreglur Félagsbústaða. Með því að nota gangverðsregluna en ekki kostnaðarverðsregluna veldur því að árið 2019 koma Félagsbústaðir inn í samstæðuna með 4,8 milljarða umfram áætlun og 2,9 milljarða 2018. Þessari deilu hef ég nú verið vísað til reikningsskila- og upplýsinganefndar sveitastjórnarráðuneytisins til úrskurðar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:
Í þessari bókun er ekkert sem er trúnaður, ekki er minnst á innihald ársreiknings umfram það sem komið er fram í fjölmiðlum. Flokkur fólksins spyr undir þessum lið um uppgjörsaðferðir Félagsbústaða sem leiddi til þess að einn endurskoðandi hefur yfirgefið endurskoðunarnefndina. Fram kemur að IFRS stuðull sé skylda og um það hafi komið úrskurður. Um það standa engar deilur. En heimilt er að gera íbúðirnar upp bæði á gangverði eða afskrifuðu kostnaðarverði. Hér er á það bent að einn nefndarmaður hefur sagt sig frá nefndinni vegna þess að valið hefur verið að gera íbúðirnar upp á gangverði en ekki afskrifuðu kostnaðarverði. Endurskoðandinn sagði sig úr nefndinni vegna þess að gangverðarskilin standast ekki skoðun og íslensk lög að hans mati. Flokki fólksins finnst sem meirihlutinn og restin í endurskoðunarnefndinni gera lítið úr afsögn endurskoðandans úr nefndinni og er eins og búið sé að gleyma að Félagsbústaðir er óhagnaðardrifið félag. Við blasir að verið er að reyna að láta Félagsbústaði líta vel út á blaði. Félagsbústaðir glíma við ímyndarvanda og spurning er hvort margir beri traust til fyrirtækisins. Breyta ætti fyrirkomulaginu og gera tæpar 2000 íbúðir félagsins upp á afskrifuðu kostnaðarverði en ekki gangverði. Það að einn endurskoðandi hafi gengið úr nefndinni vegna þessa máls sem og að nefndin stakk braggaskýrslunni undir stól (haft eftir Einari Hálfdánarsyni) segir allt sem segja þarf að mati borgarfulltrúa Flokks fólksins.
Fylgigögn
-
Á fundi borgarráðs þann 16. apríl 2020 var lagt fram trúnaðarmerkt bréf mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 16. apríl 2020, með tillögu hæfnisnefndar að næstu skrefum í ráðningu borgarritara, sbr. 19. lið fundargerð borgarráðs frá 16. apríl 2020. Eftirfarandi bókun var lögð fram og færð í trúnaðarbók. R20020016
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins hefur ítrekað beiðni um samtal við þá sem koma til greina í starf borgarritari og vill að þeir sem koma til greina komi inn á fund borgarráðs og gefi fulltrúum tækifæri til að eiga samtal og spyrja umsækjendur spurningar. Fulltrúa Flokks fólksins finnst brýnt að kjörnir fulltrúar fái að taka einhvern þátt í vali á nýjum borgarritara. Fulltrúa Flokks fólksins finnst ekki duga að fá upplýsingar um þá sem koma til greina í starfið með skriflegum hætti. Minna skal á að borgarritari er embættismaður minnihlutafulltrúa jafnt og meirihlutafulltrúa. Fulltrúa Flokks fólksins finnst mikilvægt að fá tækifæri með beinum hætti til að m.a. fullvissa sig um að viðkomandi hafi hvergi borið niður fæti opinberlega í stjórnmálum eða verið tengdur stjórnmálaflokkum og að hann/hún sé eins hlutlaus og manneskja getur mögulega verið. Aðeins þannig mun viðkomandi geta starfað fyrir og með öllum borgarfulltrúum jafnt. Athuga skal að borgarfulltrúar minnihlutans höfðu enga aðkomu að gerð reglna um ráðningarferil sem fylgt er í þessu sambandi. Þær reglur voru samdar og ákveðnar einhliða í það minnsta ekki með neinni aðkomu minnihlutafulltrúa. Hér skiptir máli að læra af reynslu, vanda sig og gæta þess að allir fái tækifæri til að mynda sér alvöru skoðun.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. febrúar 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ástand Fossvogsskóla og heilsu skólabarna, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. febrúar 2020. R20020201
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:
Fyrirspurn um ástand skólahúsnæðis er svarað af starfsmanni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur sem fer mikinn í svörum sínum, sakar borgarfulltrúann um að fara með dylgjur í fyrirspurnum sínum þegar einfaldlega er spurt um stöðu húsnæðismála í Fossvogsskóla þar sem veikindi hafa ítrekað komið upp. Áhyggjuefni er þegar embættismenn fara fram með slíku offorsi í svörum sínum þegar verið er að ganga erinda borgarbúa. Eitthvað í fyrirspurnunum hefur snert viðkvæma strengi þótt aðeins sé verið að fylgja eftir fyrirspurnum foreldra. Fram kom t.d. þann 1. maí í Fréttablaðinu að foreldrar eru ekki sannfærðir um að búið sé að uppræta mygluna og óska eftir svörum við fyrirspurn frá 21. febrúar. Myglu- og rakavandi í skólum er enn vandamál og verður sennilega næstu ár þar sem viðhald hefur verið vanrækt árum saman. Í Fossvogsskóla kom upp veikindi aftur eftir stórtækar viðgerðir. Vonandi hefur tekist að lagfæra það með varanlegum hætti. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins vill árétta að fyrirspurnir hans endurspegla líðan, hugsanir og tilfinningar borgarbúa í þeim málum sem um ræðir hverju sinni og eru byggðar á erindi fólks til áheyrnarfulltrúans. Skortur á viðhaldi skólahúsnæðis með tilheyrandi mygluskemmdum hefur haft djúpstæð áhrif á börn, foreldra og starfsfólk, líkamlega og andlega. Margir hafa veikst og sumir ekki náð sér að fullu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 28. febrúar 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um meðferð tillagna áheyrnarfulltrúans um hundahald, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 13. febrúar 2020. R20010132
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram svohljóðandi bókun:
Ekki virðist vera hægt að fá yfirlit yfir verkefni hundaeftirlitsmanna og því ekki hægt að fá að sjá hvernig ákvörðun um eftirlitsgjaldið er tekin. Fyrirspurn frá Flokki fólksins var svarað af embættismanni Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur með útúrsnúningi með því að telja upp atriði sem alls ekki var spurt um. Gjöld á að leggja á samkvæmt kostnaði ef ekki er um skattlagningu að ræða. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur virðist ekki getað rökstutt upphæð gjaldsins en kýs að svara fyrirspurn Flokks fólksins með skætingi í staðinn. Varnartilburðir embættismanns benda til að málið sé viðkvæmt og þoli ekki nána skoðun. Á fundi borgarstjórnar þann 5. maí sl. kom í ljós að meirihlutinn er í sömu vörn og embættismaður Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur. Það er leitt að ekki sé hægt að svara fyrirspurnum kjörinna fulltrúa af kurteisi og virðingu. Borgarfulltrúar eru að vinna fyrir fólkið í borginni. Ekki var verið að biðja um vinnustundir eða veikindadaga eins og embættismaður vildi vera láta heldur hvað verkefni aðilar sinna þar sem eftirlitsgjald hefur ekki lækkað þótt verkefnum þeirra hafi snarfækkað. Það er stór hópur hundaeigenda sem er ósáttur við þetta gjald eða skatt eins og margir telja þetta vera. Flokkur fólksins hefur óskað eftir að innri endurskoðun geri úttekt á hundaeftirlitinu en hefur ekki fengið viðbrögð enn.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 27. apríl 2020, við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um greiðslur Reykjavíkurborgar til EFLA verkfræðistofu, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. janúar 2020. R19110212
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram svohljóðandi bókun:
Það er hreint með ólíkindum að fjármála- og áhættustýringarsvið Reykjavíkurborgar geti ekki svarað þessari einföldu fyrirspurn. Tæpir 4 milljarðar á 12 árum til einnar verkfræðistofu og ekki kemur fram á reikningi við skráningu reikninga í bókhaldskerfi borgarinnar hvers konar samningar liggja að baki, „þrátt fyrir vandaða skráningu.“ Er það ekki stórfurðulegt að skráningargögn bókhalds bjóða ekki upp á sundurgreiningu á kostnaði eftir því hvernig staðið er að viðskiptum eða við hvaða samninga reikningarnir eiga? Einnig er það sláandi að ekki sé hægt að upplýsa um hversu háar upphæðir voru greiddar til fyrirtækisins án útboðs.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Skráning reikninga er með þeim hætti að ekki er hægt að sjá hvaða samningar liggja að baki. Að þessum sökum er skráningin ekki gagnsæ eins og ætla mætti. Til að mynda er ekki hægt að fylgjast hvort verkefnið hafi farið í útboð eða ekki.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. apríl 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um óþrifnað eftir áramótabrennur, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2020. R20030121
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins lagði fram svohljóðandi bókun:
Loksins var tekið til og þrifið eftir áramótapartíið og gerðist það ekki fyrr en á vordögum. Má þá líklega vænta þess að vorþrifin færist fram á haustið, þ.e. vatnsþvottur gatna og almenn hirðing í borgarlandinu miðað við þennan hraða.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar innkaupaskrifstofu, dags. 24. apríl 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um útboð Reykjavíkurborgar og kæru vegna útboðs Reykjavíkurborgar á stýribúnaði umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. janúar 2020. R19100452
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Útboðsmál vegna ljósastýringarmála hafa verið í ólestri frá upphafi eins og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins benti á í innkauparáði.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. apríl 2020, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðiflokksins um Spor í sandinn vegna lóðarvilyrðis að Stekkjarbakka Þ73, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. febrúar 2020. R19010136
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um framlengingu gildistíma strætókorta vegna COVID-19, sbr. 53. lið fundargerðar borgarráðs frá 30. apríl 2020. R20040242
Tillögunni er vísað frá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Tillögu Flokks fólksins um að að Strætó bs. framlengi gildistíma allra strætókorta um sama tíma og fækkun varð á ferðum vegna COVID-19 hefur verið vísað frá. Flokkur fólksins finnst það liggja í augum uppi að fólki ber ekki að greiða fyrir þjónustu sem ekki er veitt. Skerðist þjónustan frá því hún er keypt og þar til hún er veitt, eins og í dæmi tímabilskorta Strætó, ber að bæta neytenda það, t.d með endurgreiðslu, afslætti eða framlengingu tímabils. Þetta má eflaust fá staðfest hjá Neytendasamtökunum. Aðgengi að góðum almenningssamgöngum eru afar mikilvægar og á meðan þess er ekki beinlínis krafist af heilbrigðisyfirvöldum er óþarfi að fækka þeim. Flokkur fólksins vill að þessi tillaga verði send til stjórnar Strætó en því er hafnað. Ef ekki á að taka á þessu máli þá má jafnvel halda að að nota eigi farsóttina sem skálkaskjól til að spara, því ekki hníga nein sóttvarnarrök að því að fækka þurfi ferðum. Þvert á móti þarf fleiri ferðir þegar takmarkanir eru á farþegafjölda í hverjum vagni. Flokkur fólksins hvetur notendur Strætó bs. að fjölmenna til Neytendasamtakanna og kvarta hástöfum yfir þeirri meðferð sem notendur fá í borgarráði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja að í stað þess að vísa tillögunni frá hefði átt að vísa henni til stjórnar Strætó bs. til umfjöllunar. Ekki síst í ljósi þess að minnihlutinn á engan fulltrúa þar í stjórn og getur því ekki tekið upp málefni fyrirtækisins á stjórnarvettvangi.
Fylgigögn
-
Lagt fram að nýju bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. mars 2020, þar sem fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er send borgarráði til meðferðar, sbr. 43. lið borgarráðs frá 2. apríl 2020. Einnig eru lögð fram samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á uppbyggingarsvæðum, dags. 21. janúar 2020. R20030146
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta skjal er nokkuð merkilegur lestur. Í c. lið er ákvæði um innviðagjöld sem nú er verið að taka fyrir hjá dómstólum til að úrskurða um lögmæti þeirra. Einnig kemur fram að greiðslur þessar geti verið mismunandi eftir staðsetningu og svæðum. Slík íþyngjandi gjaldtaka, sem sterkar líkur eru á að sé ólögleg, má ekki vera matskennd eins og kemur fram í þessum samningsmarkmiðum.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hversu mörg börn og ungmenni á aldrinum 14-25 ára hafa sótt um sumarvinnu hjá Reykjavíkurborg í vinnuskólanum og í sumarstörf. Hversu mörg börn og ungmenni hafa verið ráðinn í sumarstörf hjá Reykjavíkurborg? R20050057
Vísað til umsagnar mannauðs- og starfsumhverfissviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að beina því til stjórnar Strætó bs. að leið 16 verði opnuð á ný í leiðakerfið sem allra fyrst en leiðin var lögð niður vegna COVID-19. Þrátt fyrir að heimildir séu orðnar rýmri núna er varðar farþegafjölda hefur leiðin ekki verið tekin í gagnið á ný. Þessi þjónustuskerðing kemur m.a. niður á ungmennum sem búsettir eru í Ártúnsholtinu sem geta ekki tekið strætó í unglingadeildina í Árbæjarskóla eða í íþróttastarf hjá Fylki og sundlaugina. Sömuleiðis er þetta skerðing fyrir íbúa hverfisins, sem nota strætó til vinnu, þar sem þessi leið er eina leiðin frá hverfinu sem fer Sæbrautina en á því svæði eru margir stórir vinnustaðir. R20050062
Vísað til meðferðar stjórnar Strætó bs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hvaða leiðir í leiðakerfi strætó hafa verið lagðar niður vegna COVID-19 og er fyrirhugað að taka þær leiðir upp að nýju? R20050062
Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hvernig var fyrirtækið Strategía fyrir valinu að koma með tillögur á stjórnskipulagi byggðarsamlaga? Fór þetta verkefni í útboð? Hver er kostnaðurinn við verkefnið og hver greiðir? R20040182
Vísað til umsagnar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Er borginni stætt á að úthluta lóð eða lóðum við Stekkjarbakka Þ73 án þess að það sé auglýst og fleiri aðilum sé gefin kostur á að bjóða í? Óskað er eftir áliti borgarlögmanns. R19010136
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Í máli formanns skipulags- og samgönguráðs í viðtali á RÚV kom fram að Reykjavíkurborg er búin að fjárfesta í stólum fyrir veitingamenn í borginni. 1. Eru þetta réttar upplýsingar? 2. Hvað eru stólarnir margir? 3. Hvað kostuðu stólarnir? 4. Var farið í verðfyrirspurn eða útboð áður en stólarnir voru keyptir? 5. Af hvaða fyrirtæki/fyrirtækjum voru stólarnir keyptir? 6. Er líka búið að kaupa borð? 7. Ef svo er hvað eru þau mörg og hvað kostuðu þau? R20050058
Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Framhaldsfyrirspurn um útboð Reykjavíkurborgar um stýribúnað umferðarljósa og framkvæmd ljósastýringar frá 1979. 1. Hver er niðurstaðan í kærumálunum í útboði nr. 14356 sem auðkennt er rammasamningur um stýribúnað umferðarljósa? 2. Hvaða fyrirtæki hefur þjónustað Reykjavíkurborg í ljósastýringu/tæknibúnað frá árinu 1979? 3. Geta borgarfulltrúar fengið að sjá og fengið kynningu á miðlægri stýritölvu (MSU) sem staðsett er í Borgartúni? 4. Óskað er efir að fá kerfislýsingu á ljósaprógramminu sem starfsfólk Reykjavíkurborgar og ráðgjafar hafa hannað, sjá IV. kafla greinargerðarinnar. 5. Hvaða greiningar er hægt að fá varðandi umferð og notkun umferðarljósanna undanfarin ár skv. V. kafla b. í greinargerð. 6. Er hægt að sjá umferðarflæði á öllum ásum ljósanna sem tengd eru við kerfið undanfarin ár. 7. Á gönguljósum í miðbænum hafa verið teknir upp austur-þýskir karlar. Hvað kostaði að breyta þessum gönguljósum í þessa veru? 8. Hver tók ákvörðun um að breyta ljósunum? 9. Standast þessar breytingar ný umferðarlög? R19100452
Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
1. Hvenær er skilagrein um framkvæmdir og viðgerðir á Klettaskóla að vænta sem boðað var að bærist borgarráði fyrir lok apríl? 2. Óskað er eftir því að borgarráð fái senda alla reikninga sem undir verkefnið falla. 3. Einnig er óskað eftir því að fyrirspurn um innri leigu Klettaskóla sem lögð var fram þann 26. mars sl. verði svarað á næsta borgarráðsfundi. R19050018
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Allar hrakspár hafa ræst. Vatnsrennsli í Tjörnina í Reykjavík er orðið mjög lítið vegna mikilla byggingaframkvæmda í Vatnsmýrinni. Ef vatn hættir að renna í Tjörnina hefur það mikil áhrif á lífríki hennar. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um fuglalíf við Tjörnina. Talað er um endanlegan dauðadóm yfir lífríkinu og fuglalífinu á þessu svæði. Hvað ætlar Reykjavíkurborg að gera til að tryggja vatnsbúskap Tjarnarinnar til framtíðar? R20050059
Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Reykjavíkurborg er með miðlægan samning við Öryggismiðstöðina um öryggisvörslu almennt. Óskað er upplýsinga af hverju Reykjavíkurborg hefur ákveðið að kaupa þjónustu af Securitas þegar borgin er með miðlægan samning við Öryggismiðstöðina? Hvernig stendur á því að skóla- og frístundasvið skiptir við Securitas, sem lægst bjóðanda í verk en velferðarráð við Öryggismiðstöðina? R20050060
Vísað til umsagnar innkaupaskrifstofu.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins veltir fyrir sér af hverju Slökkvilið höfuðborgarsvæðis neitar Ölgerðinni um áfengisleyfi þegar heilbrigðiseftirlit og byggingarfulltrúi veita það. Um er að ræða framlengingu á leyfi? Segir að umbeðin gögn hafa ekki borist. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sem hann sjái ekki oft mál sem þetta, þar sem bæði heilbrigðiseftirlit og byggingarfulltrúi hafi veitt jákvæða umsögn en Slökkviliðið neikvæða. Þetta fyrirtæki er að sækja um framlengingu á tímabundnu áfengisleyfi. Hverjar eru mögulegar athugasemdir slökkviliðsins og af hverju vega þær svo þung að ekki er hægt að framlengja leyfið þegar byggingarfulltrúi og heilbrigðiseftirlit hafa veitt leyfi? Óskað er skýringa. R20050005
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að aukin áhersla verði lögð á götuþvott að vori samhliða almennri götusópun með það að markmiði að draga úr svifryksmengun og bæta loftgæði í borginni. Bleyta þarf götur áður en þær eru sópaðar á þurrviðrisdögum og að götusópun lokinni þarf að þvo götur eins fljótt og auðið er. Á ári hverju safnast ógrynni af ryki, möl, drullu og rusli á vegum borgarinnar. Á vorin hefjast þrif á götum borgarinnar. Í áætlunum um hreinsun gatna í Reykjavík má sjá að þegar húsagötur eru sópaðar þá er samhliða, eða skömmu eftir, þvegið göturnar. Þegar hinsvegar stofnæðir borgarinnar eru þrifnar þá líður langur tími á milli sópunar og þvotts. Samkvæmt verkáætlun lauk hreinsun stofngatna 26. apríl sl. en þær verða ekki þvegnar með vatni þar til 25. maí. Þegar vélsópar hreinsa vegkanta þá skilja þeir ávallt eftir hluta af fínasta rykinu. Því er mikilvægt að götur séu spúlaðar skömmu eftir. Ellegar myndast lag af hárfínu ryki á vegum. Á háhraða götum þyrlast þetta ryk upp og myndar töluvert af svifryki í andrúmsloftinu. Þetta sjáum við vel þegar við ferðumst á stofnæðum borgarinnar. Það er bráðnauðsynlegt að draga úr svifryki. Svifryk er afar heilsuspillandi og þá sérstaklega fyrir fólk með öndunarsjúkdóma.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20050061
Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 12:45
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir
Marta Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_0705.pdf