Borgarráð - Fundur nr. 5582

Borgarráð

Ár 2020, fimmtudaginn 2. apríl, var haldinn 5582. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:09. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Hildur Björnsdóttir. Eftirtaldir borgarfulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, skv. VI. bráðabirgðarákvæðis sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ívar Vincent Smárason og Ólöf Magnúsdóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð forsætisnefndar frá 17. mars 2020. R20010003

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. mars 2020. R20010005

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar: 

    Tillagan fjallaði um að gerðar yrðu viðeigandi breytingar á fyrirhuguðu deiliskipulagi við Laugaveg og nærliggjandi götur til að tryggja mannréttindi fatlaðs fólks þegar kemur að aðgengi. Tillögunni var vísað frá og ekki sögð vera á verksviði mannréttindaráðs. Enda þótt breyting á deiliskipulagi er ekki á verksviði mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs er það engin afsökun fyrir ráðið að líta fram hjá mögulegum mannréttindabrotum sem kunna að koma upp við gerð skipulags. Með því að hunsa þetta er sjálft mannréttindaráð ekki að axla ábyrgð. Öryrkjar og eldri borgarar hafa upp til hópa tjáð sig um erfitt aðgengi og þær hindranir sem þau mæta þegar kemur að miðborginni. Auka þarf möguleika bæði hreyfihamlaðra og eldri borgara á að njóta umræddra gatna og gera þeim kleift að sækja sér þá þjónustu sem þar er í boði án vandkvæða þegar lífið kemst í sinn vanagang eftir COVID-19. Ekkert bolar á að meirihlutinn virði ákvæði nýrra umferðarlaga sem tekið hafa gildi. Í þeim kveður á um að ökumenn P-merktra bíla geti ekið göngugötur og lagt á þeim. Til þess þarf að fjarlægja hindranir sem loka göngugötum fyrir umferð. Með áætlun meirihlutans að loka fyrir umferð ökutækja um Laugaveg, Skólavörðustíg og Vegamótastíg er verið að brjóta á réttindum fatlaðra.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Breyting á deiliskipulagi er ekki á verksviði mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs heldur á verksviði skipulags- og samgönguráðs samkvæmt skipulagslögum og samþykktum ráðanna. Því var tillögunni vísað frá. Bent er á að fulltrúi Flokks fólksins er með áheyrnarfulltrúa í því ráði og getur því lagt þar fram tillögur. Allir flokkar hafa fulltrúa í því ráði og því ber að beina málum sem falla undir þann málaflokk á þann vettvang.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020. R20010008

    B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 17. lið fundargerðarinnar: 

    Löngu er orðið tímabært að fara í mislæg gatnamót þar sem Bústaðavegur þverar Reykjanesbraut. Þetta eru ein slysamestu gatnamót höfuðborgarsvæðisins og skapa þar að auki miklar umferðarteppur. Eðlilegt umferðarflæði um borgina skerðist vegna þessa. Nú verður að hrinda í framkvæmd stórum mannaflsfrekum verkefnum. Þessi samgöngubót er vel til þess fallin. Þessi mislægu gatnamót áttu að vera komin fyrir löngu. Undrast er hversu mikið langlundargeð Vegagerðin sýnir meirihlutanum í Reykjavík vegna mótþróa á uppbyggingu og lagfæringa á vegakerfinu sem ríkisstofnunin ber ábyrgð á samkvæmt lögum. Í 8. gr. laga um Vegagerðina segir um samgönguöryggi: „Vegagerðin vinnur að auknu öryggi í samgöngum með því markmiði að fækka slysum og draga úr tjóni af völdum þeirra. Stofnunin skal m.a.: 1. vinna að bættu öryggi innviða samgöngukerfisins með öryggisstjórnun, greiningu á öryggisþáttum og slysum og aðgerðaáætlunum, 2. annast framkvæmd öryggisstjórnunar samgöngumannvirkja og samgöngukerfa, 3. annast ráðgjöf um umbætur sem stuðla að auknu samgönguöryggi.“ Nú verður að forgangsraða í þágu umferðaröryggis, uppbyggingar og viðspyrnu í samvinnu við ríkið.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 37. lið fundargerðarinnar: 

    Fulltrúi Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði óskaði eftir á fundi ráðsins 1. apríl að fyrirspurnir sem höfðu verið lagðar fram í framhaldi af bókun meirihlutans í borgarstjórn þann 3. mars við tillögu Flokks fólksins um að selja metan á kostnaðarverði yrðu dregnar til baka. Við því var ekki orðið. Ástæða beiðninnar er að á fundi ráðsins 11. mars breytti meirihlutinn í skipulags- og samgönguráði orðalagi þeirra í inngangi í trássi við fulltrúa Flokks fólksins þannig að efni fyrirspurnanna slitnaði úr samhengi. Hér hefur gróflega verið brotið á minnihlutafulltrúa í skipulags- og samgönguráði. Flokkur fólksins líður ekki vinnubrögð sem þessi eða framkomu gagnvart áheyrnarfulltrúa og telur að það stríði gegn samþykktum að fikta í eða breyta framlögðum málum án samþykkis þess sem leggur þau fram. Hér er freklega gengið fram með aðgerðum sem eru til þess fallnar að skerða tjáningarfrelsi minnihlutafulltrúa. Borgarfulltrúi Flokks fólksins í borgarráði sá þann eina kost að leggja fyrirspurnirnar aftur fram ásamt inngangi þeirra í borgarráði 12. mars og hefur þeim þannig verið vísað til stjórnar SORPU.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Framsetning þessara fyrirspurna í fundargerð skipulags- og samgönguráðs var í fullu samráði við áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins i ráðinu. Áheyrnarfulltrúinn lagði hvorki fram athugasemdir né bókun vegna málsins né er nokkuð að finna í fundargerðinni sem rennir stoðum undir fullyrðingar um skerðingu tjáningarfrelsis.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð skóla- og frístundaráðs frá 10. mars 2020. R20010007

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar: 

    Flokkur fólksins leggur áherslu á að auka þjónustu leikskólanna þannig að foreldrar hafi fullt val þegar kemur að leikskólavist barna þeirra á sumrin. Nú verða aðeins 6 leikskólar opnir í ákveðnar vikur í sumar á meðan allir aðrir loka. Einhver börn þurfa að færast á milli leikskóla. Sum börn eru viðkvæm fyrir slíku raski. Sumarlokanir leikskóla eru að verða barn síns tíma. Að loka leikskólum í ákveðnar vikur á sumrin samræmist ekki því þjónustustigi sem væntingar standa til í dag. Lokanir sem þessar koma illa við sumar fjölskyldur og kannski helst einstæða foreldra sem ekki allir fá frí frá vinnu sinni á sama tíma og leikskóli barns lokar. Það sumar sem nú gengur í garð verður án efa óvenjulegt vegna aðstæðna COVID-19 og einnig vegna nýafstaðinna verkfalla. Mikilvægt er að taka sérstaklega mið af ólíkum þörfum íbúa borgarinnar á komandi sumri. Flokkur fólksins leggur til að gerðar verði grundvallarbreytingar á þessu fyrirkomulagi fyrir sumarið 2020. Þá ætti markmiðið að vera að bjóða fjölskyldum borgarinnar upp á fulla þjónustu og sveigjanleika og að foreldrar hafi þá val um hvenær þeir taka sumarleyfi með börnum sínum. Samhliða verður mannekluvandi leikskólanna vissulega að vera leystur.

     

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir stjórnar SORPU bs. frá 13. og 23. mars 2020. R20010013

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Á vettvangi stjórnar SORPU bs. eru mörg mikilvæg mál til umræðu og ákvarðanatöku og eftir lestur fundargerða getur almennt verið erfitt að átta sig á umfangi umræðnanna. Til að tryggja aukið gagnsæi og aðgengi að þeim vettvangi telur fulltrúi sósíalista nauðsynlegt að fleiri komi að borðinu en einungis einn kjörinn fulltrúi frá hverju aðildarsveitarfélagi situr í stjórninni, auk framkvæmdastjóra. Þá þarf einnig að tryggja að raddir íbúa og starfsfólks fái að eiga greiða leið að framtíðar stefnumótun félaga í eigu sveitarfélaga. Fulltrúi Sósíalistaflokksins telur að byggðasamlög í þeirri mynd sem þau eru nú, ekki vera til þess fallinn að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að félögum í eigu sveitarfélaganna og telur því nauðsynlegt að endurskoða uppsetningu þeirra svo að raddir sem flestra móti framtíðarstefnu félagsins sem er í eigu svo margra. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Flokks fólksins spyr hvort þetta eigi að kallast fundargerðir og hvort enginn í stjórn hafi skoðanir á málum sem rædd eru á stjórnarfundum? Það vantar efni í fundargerðirnar annað en upptalningu á málum. Stjórnarmenn eru á launum og þess er vænst að þeir vinni fyrir launum sínum. Í lið 1 í fundargerð 23. mars er sagt frá því að Þröstur Guðmundsson hafi gefið álit sitt á stöðu verkefna í Álfsnesi og á móttökustöð. Hvert var sem dæmi álit Þrastar? Einnig kemur fram að farið er yfir tilllögur stjórnenda SORPU til hagræðingar og málið sé rætt. Borgarfulltrúi spyr hvaða tillögur eru það? Til hvers er að leggja fram fundargerðir þegar ekkert efnislegt kemur fram í þeim er spurning borgarfulltrúa Flokks fólksins?

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Samkvæmt almennum fundarsköpum eiga fundargerðir að vera lýsandi fyrir það sem gerist á fundum, hvaða ákvarðanir eru teknar, hvaða mál eru tekin fyrir, hverjir sitja fundinn og hvenær fundur hefst og er slitið svo eitthvað sé nefnt. Fundargerðir byggðasamlaganna uppfylla öll þessi skilyrði og kröfur um ritun fundargerða. Tilgangurinn með ritun fundargerðir er ekki sá að varðveita þá umræðu, sem á sér stað á fundum, eðli málsins samkvæmt. Það má halda því til haga og hrósa fyrir að öll birtingarhæf gögn fundar Sorpu bs. og Strætó bs. birtast samstundis á vef félaganna um leið og fundargerð er birt.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó frá 13. mars 2020. R20010017

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Á vettvangi stjórnar Strætó bs. eru mörg mikilvæg mál til umræðu og ákvarðanatöku og eftir lestur fundargerða getur almennt verið erfitt að átta sig á umfangi umræðunnar. Til að tryggja aukið gagnsæi og aðgengi að þeim vettvangi telur fulltrúi sósíalista nauðsynlegt að fleiri komi að borðinu en einungis einn kjörinn fulltrúi frá hverju aðildarsveitarfélagi sem situr í stjórninni, auk framkvæmdastjóra. Þá þarf einnig að tryggja lýðræðislega aðkomu íbúa að félögum í eigu Reykjavíkur og að raddir starfsfólksins móti einnig ákvarðanatöku innan félagsins en starfsfólkið hefur óneitanlega mikla þekkingu á því hvernig megi bæta hlutina. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Samkvæmt almennum fundarsköpum eiga fundargerðir að vera lýsandi fyrir það sem gerist á fundum, hvaða ákvarðanir eru teknar, hvaða mál eru tekin fyrir, hverjir sitja fundinn og hvenær fundur hefst og er slitið svo eitthvað sé nefnt. Fundargerðir byggðasamlaganna uppfylla öll þessi skilyrði og kröfur um ritun fundargerða. Tilgangurinn með ritun fundargerðir er ekki sá að varðveita þá umræðu, sem á sér stað á fundum, eðli málsins samkvæmt. Það má halda því til haga og hrósa fyrir að öll birtingarhæf gögn fundar Sorpu bs. og Strætó bs. birtast samstundis á vef félaganna um leið og fundargerð er birt.

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál. R20030261

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið yfirlitsins: 

    Varðandi lið eitt undir fundargerð 22. eigendafundar Strætó bs. þá er það skoðun sósíalista að áhersla sem var samþykkt á eigendafundi Strætó bs. til að bregðast við tekjufalli sé kolröng. Á tímum samkomubanns þar sem áhersla er lögð á það að halda að minnsta kosti tveggja metra fjarlægð á milli einstaklinga skiptir meira máli að fjölga ferðum en ekki fækka til þess að einstaklingar hafi tækifæri til að virða tilmæli sóttvarnaryfirvalda.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 10. og 11. lið yfirlitsins: 

    Hér er verið að vísa tveimur COVID-19 viðspyrnutillögum áfram til afgreiðslu. Nú reynir á að Félagsbústaðir geri það eina rétta sem er að fella niður leigu í t.d. 3 mánuði og frysta skuldir fólks. Það síðasta sem fólk þarf nú á að halda eru fjárhagsáhyggjur og leigjendur hjá Félagsbústöðum eru afar viðkvæmur hópur. Nú senda Félagsbústaðir allar skuldir í innheimtu hjá lögfræðingum. Flokkur fólksins hefur áður lagt til að Félagsbústaðir falli frá þessu og gefi fólki aftur tækifæri til að semja um skuldir sína á skrifstofunni. Sú ákvörðun að beina öllum ógreiddum leigugjöldum til innheimtufyrirtækis var vond og sársaukafull fyrir marga. Vitað er að þegar skuld er komin í innheimtu hjá lögfræðingum þá leggjast innheimtugjöld ofan á skuldina. Nú ríkir erfitt ástand hjá mörgum vegna COVID-19 og sýnt þykir að einhverjir missa vinnu sína eða mæta öðrum erfiðleikum sem veiruváin veldur fólki og samfélaginu. Margir leigjendur eru öryrkjar. Síðustu vikur hafa reynt á og það myndi hjálpa mikið að fella niður leigu í 2-3 mánuði. Mikilvægt er að fyrirtæki eins og Félagsbústaðir sýni sveigjanleika, lipurð og mannlegheit og umfram allt taki mið af þessum erfiðu aðstæðum sem nú ríkja.

    Fylgigögn

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan kjarasamning Reykjavíkurborgar við Eflingu stéttarfélag sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til og með 31. mars 2023. Kjarasamningurinn byggir á meginatriðum á grunni lífskjarasamnings sem samið var um á almenna markaðnum en er einnig í samræmi við megináherslur launastefnu Reykjavíkurborgar. Í samningnum endurspeglast áhersla á hækkun lægstu launa og í honum er sérstök áhersla á hækkun launa kvennastétta. Í þessum kjarasamningi er einnig stigið stórt skref í styttingu vinnuviku bæði hjá dagvinnu- og vaktavinnufólki með það að leiðarljósi að bæta vinnustaðamenningu en jafnframt að stuðla að bættum lífskjörum, jafnvægi milli starfs og einkalífs og skapa þannig fjölskylduvæn vinnuskilyrði. Samhliða samþykkt kjarasamningsins er lagt til að mannauðs- og starfsumhverfissviði verði falin umsjón með samræmdri innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar og nýju ákvæði um önnur laun sem felur í sér breytt fyrirkomulag fastlaunasamninga. Mikilvægt er að tryggja samræmda framkvæmd á þessari breytingu innan borgarinnar með útgáfu og innleiðingu samræmds verklags. Samhliða þeim breytingum á vinnutíma sem samið hefur verið um í kjarasamningi er lagt til að samþykkt verði að fella úr gildi samþykkt borgarráðs frá 4.október 2007 um málefni eldri starfsfólks sem kveður á um heimild til gerðar samkomulags um afslátt starfsmanna af vinnuskyldu án skerðingar á mánaðarlaunum. R18120011

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti borgarráðs fagnar kjarasamningi við Eflingu, sem skrifað var undir eftir sex vikna verkfall Eflingar og hefur verið samþykktur af 92% félagsmanna. Kjarasamningur tekur mið af grunni Lífskjarasamninganna, sem gerður var milli aðila vinnumarkaðarins með aðkomu ríkisins. Leiðarljós þess samnings var að hækka lægstu laun umfram önnur laun, stytta vikuna en á sama tíma að ná fram markmiðum um stöðugleika. Samningur við Eflingu endurspeglar áherslur meirihlutans í borgarstjórn um leiðréttingu lægstu launa, áherslu á kvennastörf og styttingu vinnuvikunnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins telja eðlilegt að starfsfólk fái kjarabætur í samræmi við lífskjarasamninginn. Enn er ósamið við önnur sveitarfélög gagnvart Eflingu og var frá upphafi talið að kröfur Eflingar færu framúr lífskjarasamningunum. Eftir að Reykjavíkurborg samdi við Eflingu hafa forsendur breyst til hins verra svo ekki verði dýpra í árina tekið. Forsendubrestur blasir við með tilheyrandi atvinnuleysi tugþúsunda launþega. Það er því ekki hægt að staðfesta þennan samning enda höfðum við enga aðkomu að gerð hans. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Kjarasamningar Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags sem og fleiri samningar eru hér lagðir fram til afgreiðslu. Eftir langan og strembinn leiðangur tókst að landa samningum. Mest um vert var að lægstlaunaði hópurinn og Efling stéttarfélag sem og hin stéttarfélögin voru sátt með samningana. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að þetta samningsferli hafi verið lengra en það þurfti að vera. Ekkert ferli sem þetta er svo sem auðvelt, en þarna var gengið óþarflega langt í að halda að sér höndum svo stundum virtist jaðra við stífni og ósveigjanleika af hálfu borgarinnar. Borgin var einfaldlega lengst af ekki að bjóða nógu vel. Um þetta hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins tjáð sig áður. Áhrif verkfallsins voru víðtæk og þeir sem fundu mest fyrir þeim voru án efa leikskólabörn og foreldrar en einnig margir fleiri. Árangri má fyrst og fremst þakka þrautseigu og heiðarleika stéttarfélagana eins og Eflingarfólks, sem aldrei kvikuðu frá sannfæringu sinni um að kröfur þeirra voru réttmætar og eðlilegar.

    Harpa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Lóa Birna Birgisdóttir og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  9. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan kjarasamning Reykjavíkurborgar við Rafiðnaðarsamband Íslands sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til og með 31. mars 2023. Kjarasamningurinn byggir á meginatriðum á grunni lífskjarasamnings sem samið var um á almenna markaðnum en er einnig í samræmi við megináherslur launastefnu Reykjavíkurborgar. Í samningnum endurspeglast áhersla á hækkun lægstu launa. Í þessum kjarasamingi er einnig stigið stórt skref í styttingu vinnuviku bæði hjá dagvinnu- og vaktavinnufólki með það að leiðarljósi að bæta vinnustaðamenningu en jafnframt að stuðla að bættum lífskjörum, jafnvægi milli starfs og einkalífs og skapa þannig fjölskylduvæn vinnuskilyrði. Samhliða samþykkt kjarasamningsins er lagt til að mannauðs- og starfsumhverfissviði verði falin umsjón með samræmdri innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar og nýju ákvæði um önnur laun sem felur í sér breytt fyrirkomulag fastlaunasamninga. Mikilvægt er að tryggja samræmda framkvæmd á þessari breytingu innan borgarinnar með útgáfu og innleiðingu samræmds verklags. Samhliða þeim breytingum á vinnutíma sem samið hefur verið um í kjarasamningi er lagt til að samþykkt verði að fella úr gildi samþykkt borgarráðs frá 4.október 2007 um málefni eldri starfsfólks sem kveður á um heimild til gerðar samkomulags um afslátt starfsmanna af vinnuskyldu án skerðingar á mánaðarlaunum. R18120011

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti borgarráðs fagnar kjarasamningi við Rafiðnarsambandið. Kjarasamningurinn tekur mið af grunni Lífskjarasamninganna sem gerður var milli aðila vinnumarkaðarins með aðkomu ríkisins. Leiðarljós þess samnings var að hækka lægstu laun umfram önnur laun, stytta vinnuvikuna en á sama tíma, ná fram markmiðum um stöðugleika.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Kjarasamningar Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags sem og fleiri samningar eru hér lagðir fram til afgreiðslu. Eftir langan og strembinn leiðangur tókst að landa samningum. Mest um vert var að lægstlaunaði hópurinn og Efling stéttarfélag sem og hin stéttarfélögin voru sátt með samningana. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að þetta samningsferli hafi verið lengra en það þurfti að vera. Ekkert ferli sem þetta er svo sem auðvelt, en þarna var gengið óþarflega langt í að halda að sér höndum svo stundum virtist jaðra við stífni og ósveigjanleika af hálfu borgarinnar. Borgin var einfaldlega lengst af ekki að bjóða nógu vel. Um þetta hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins tjáð sig áður. Áhrif verkfallsins voru víðtæk og þeir sem fundu mest fyrir þeim voru án efa leikskólabörn og foreldrar en einnig margir fleiri. Árangri má fyrst og fremst þakka þrautseigu og heiðarleika stéttarfélagana, eins og Eflingarfólks, sem aldrei kvikuðu frá sannfæringu sinni um að kröfur þeirra voru réttmætar og eðlilegar.

    Harpa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Lóa Birna Birgisdóttir og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  10. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan kjarasamning Reykjavíkurborgar við Samband stjórnendafélaga sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til og með 31. mars 2023. Kjarasamningurinn byggir á meginatriðum á grunni lífskjarasamnings sem samið var um á almenna markaðnum en er einnig í samræmi við megináherslur launastefnu Reykjavíkurborgar. Í samningnum endurspeglast áhersla á hækkun lægstu launa. Í þessum kjarasamingi er einnig stigið stórt skref í styttingu vinnuviku bæði hjá dagvinnu- og vaktavinnufólki með það að leiðarljósi að bæta vinnustaðamenningu en jafnframt að stuðla að bættum lífskjörum, jafnvægi milli starfs og einkalífs og skapa þannig fjölskylduvæn vinnuskilyrði. Samhliða samþykkt kjarasamningsins er lagt til að mannauðs- og starfsumhverfissviði verði falin umsjón með samræmdri innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar og nýju ákvæði um önnur laun sem felur í sér breytt fyrirkomulag fastlaunasamninga. Mikilvægt er að tryggja samræmda framkvæmd á þessari breytingu innan borgarinnar með útgáfu og innleiðingu samræmds verklags. Samhliða þeim breytingum á vinnutíma sem samið hefur verið um í kjarasamningi er lagt til að samþykkt verði að fella úr gildi samþykkt borgarráðs frá 4.október 2007 um málefni eldri starfsfólks sem kveður á um heimild tilgerðar samkomulags um afslátt starfsmanna af vinnuskyldu án skerðingar á mánaðarlaunum. R18120011

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti borgarráðs fagnar kjarasamningi við Samband stjórnendafélaga. Kjarasamningurinn tekur mið af grunni Lífskjarasamninganna sem gerður var milli aðila vinnumarkaðarins með aðkomu ríkisins. Leiðarljós þess samnings var að hækka lægstu laun umfram önnur laun, stytta vinnuvikuna en á sama tíma, ná fram markmiðum um stöðugleika.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Kjarasamningar Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags sem og fleiri samningar eru hér lagðir fram til afgreiðslu. Eftir langan og strembinn leiðangur tókst að landa samningum. Mest um vert var að lægstlaunaði hópurinn og Efling stéttarfélag sem og hin stéttarfélögin voru sátt með samningana. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að þetta samningsferli hafi verið lengra en það þurfti að vera. Ekkert ferli sem þetta er svo sem auðvelt, en þarna var gengið óþarflega langt í að halda að sér höndum svo stundum virtist jaðra við stífni og ósveigjanleika af hálfu borgarinnar. Borgin var einfaldlega lengst af ekki að bjóða nógu vel. Um þetta hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins tjáð sig áður. Áhrif verkfallsins voru víðtæk og þeir sem fundu mest fyrir þeim voru án efa leikskólabörn og foreldrar en einnig margir fleiri. Árangri má fyrst og fremst þakka þrautseigu og heiðarleika stéttarfélagana, eins og Eflingarfólks, sem aldrei kvikuðu frá sannfæringu sinni um að kröfur þeirra voru réttmætar og eðlilegar.

    Harpa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Lóa Birna Birgisdóttir og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  11. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan kjarasamning Reykjavíkurborgar við Sameyki – stéttarfélag í almannaþjónustu sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til og með 31. mars 2023. Kjarasamningurinn byggir á meginatriðum á grunni lífskjarasamnings sem samið var um á almenna markaðnum en er einnig í samræmi við megináherslur launastefnu Reykjavíkurborgar. Í samningnum endurspeglast áhersla á hækkun lægstu launa og í honum er sérstök áhersla á hækkun launa kvennastétta. Í þessum kjarasamingi er einnig stigið stórt skref í styttingu vinnuviku bæði hjá dagvinnu- og vaktavinnufólki með það að leiðarljósi að bæta vinnustaðamenningu en jafnframt að stuðla að bættum lífskjörum, jafnvægi milli starfs og einkalífs og skapa þannig fjölskylduvæn vinnuskilyrði. Samhliða samþykkt kjarasamningsins er lagt til að mannauðs- og starfsumhverfissviði verði falin umsjón með samræmdri innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar og nýju ákvæði um önnur laun sem felur í sér breytt fyrirkomulag fastlaunasamninga. Mikilvægt er að tryggja samræmda framkvæmd á þessari breytingu innan borgarinnar með útgáfu og innleiðingu samræmds verklags. Samhliða þeim breytingum á vinnutíma sem samið hefur verið um í kjarasamningi er lagt til að samþykkt verði að fella úr gildi samþykkt borgarráðs frá 4.október 2007 um málefni eldri starfsfólks sem kveður á um heimild til gerðar samkomulags um afslátt starfsmanna af vinnuskyldu án skerðingar á mánaðarlaunum. R18120011

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti borgarráðs fagnar kjarasamningi við Sameyki, sem þegar hefur verið samþykktur af félagsmönnum Sameykis með 80,5% greiddra atkvæða. Kjarasamningurinn tekur mið af grunni Lífskjarasamninganna sem gerður var milli aðila vinnumarkaðarins með aðkomu ríkisins. Leiðarljós þess samnings var að hækka lægstu laun umfram önnur laun og  stytta vinnuvikuna, en á sama tíma, ná fram markmiðum um stöðugleika.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Kjarasamningar Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags sem og fleiri samningar eru hér lagðir fram til afgreiðslu. Eftir langan og strembinn leiðangur tókst að landa samningum. Mest um vert var að lægstlaunaði hópurinn og Efling stéttarfélag sem og hin stéttarfélögin voru sátt með samningana. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að þetta samningsferli hafi verið lengra en það þurfti að vera. Ekkert ferli sem þetta er svo sem auðvelt, en þarna var gengið óþarflega langt í að halda að sér höndum svo stundum virtist jaðra við stífni og ósveigjanleika af hálfu borgarinnar. Borgin var einfaldlega lengst af ekki að bjóða nógu vel. Um þetta hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins tjáð sig áður. Áhrif verkfallsins voru víðtæk og þeir sem fundu mest fyrir þeim voru án efa leikskólabörn og foreldrar en einnig margir fleiri. Árangri má fyrst og fremst þakka þrautseigu og heiðarleika stéttarfélagana, eins og Eflingarfólks, sem aldrei kvikuðu frá sannfæringu sinni um að kröfur þeirra voru réttmætar og eðlilegar.

    Harpa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Lóa Birna Birgisdóttir og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  12. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags 31. mars 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagðan kjarasamning Reykjavíkurborgar við Samiðn sem samninganefnd Reykjavíkurborgar hefur undirritað með fyrirvara um samþykki borgarráðs. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2019 til og með 31. mars 2023. Kjarasamningurinn byggir á meginatriðum á grunni lífskjarasamnings sem samið var um á almenna markaðnum en er einnig í samræmi með megináherslur launastefnu Reykjavíkurborgar. Í samningnum endurspeglast áhersla á hækkun lægstu launa. Í þessum kjarasamingi er einnig stigið stórt skref í styttingu vinnuviku bæði hjá dagvinnu- og vaktavinnufólki með það að leiðarljósi að bæta vinnustaðamenningu en jafnframt að stuðla að bættum lífskjörum, jafnvægi milli starfs og einkalífs og skapa þannig fjölskylduvæn vinnuskilyrði. Samhliða samþykkt kjarasamningsins er lagt til að mannauðs- og starfsumhverfissviði verði falin umsjón með samræmdri innleiðingu á styttingu vinnuvikunnar og nýju ákvæði um önnur laun sem felur í sér breytt fyrirkomulag fastlaunasamninga. Mikilvægt er að tryggja samræmda framkvæmd á þessari breytingu innan borgarinnar með útgáfu og innleiðingu samræmds verklags. Samhliða þeim breytingum á vinnutíma sem samið hefur verið um í kjarasamningi er lagt til að samþykkt verði að fella úr gildi samþykkt borgarráðs frá 4.október 2007 um málefni eldri starfsfólks sem kveður á um heimild til gerðar samkomulags um afslátt starfsmanna af vinnuskyldu án skerðingar á mánaðarlaunum. R18120011

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti borgarráðs fagnar kjarasamningi við Samiðn, sem þegar hefur verið samþykktur af félagsmönnum Samiðnar með 96,9% greiddra atkvæða. Kjarasamningurinn tekur mið af grunni Lífskjarasamninganna sem gerður var milli aðila vinnumarkaðarins með aðkomu ríkisins. Leiðarljós þess samnings var að hækka lægstu laun umfram önnur laun, stytta vinnuvikuna en á sama tíma, ná fram markmiðum um stöðugleika.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Kjarasamningar Reykjavíkurborgar og Eflingar stéttarfélags sem og fleiri samningar eru hér lagðir fram til afgreiðslu. Eftir langan og strembinn leiðangur tókst að landa samningum. Mest um vert var að lægstlaunaði hópurinn og Efling stéttarfélag sem og hin stéttarfélögin voru sátt með samningana. Það er mat borgarfulltrúa Flokks fólksins að þetta samningsferli hafi verið lengra en það þurfti að vera. Ekkert ferli sem þetta er svo sem auðvelt, en þarna var gengið óþarflega langt í að halda að sér höndum svo stundum virtist jaðra við stífni og ósveigjanleika af hálfu borgarinnar. Borgin var einfaldlega lengst af ekki að bjóða nógu vel. Um þetta hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins tjáð sig áður. Áhrif verkfallsins voru víðtæk og þeir sem fundu mest fyrir þeim voru án efa leikskólabörn og foreldrar en einnig margir fleiri. Árangri má fyrst og fremst þakka þrautseigu og heiðarleika stéttarfélagana, eins og Eflingarfólks, sem aldrei kvikuðu frá sannfæringu sinni um að kröfur þeirra voru réttmætar og eðlilegar.

    Harpa Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Lóa Birna Birgisdóttir og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á verk- og matslýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fyrstu lotu borgarlínu, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Hér er lögð fram verk- og matslýsing Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna fyrstu lotu borgarlínu, sem liggur á milli Ártúnshöfða í Reykjavík og Hamraborgar í Kópavogi. Næsta skref er að auglýsa aðalskipulagsbreytingu og loks deiliskipulagsbreytingu áður en útboð vegna framkvæmda getur hafist.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fjármögnun vegna borgarlínu liggur ekki fyrir og ekki liggur fyrir rekstraráætlun fyrir kerfið. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi um fjármögnun en horfið hefur verið frá hugmyndum um gjaldtöku sem fjármögnunarleið. Þá var nefnd sú leið að selja Íslandsbanka sem fjármögnun fyrir samgönguuppbygginu en ekkert verður af því við núverandi aðstæður. Þá hefur ekkert verið gert í því að skipuleggja Keldnalandið eða setja það í sérstakt félag eins og lagt var upp með í byrjun. Réttast væri að afgreiða breytingar á aðalskipulagi í gegnum borgarstjórn. Mikilvægt er að skipulagsmál og óvissa um fjármögnun tefji ekki samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Korpulínu, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2040 vegna breyttra vaxtamarka á Álfsnesi, ásamt fylgiskjölum. R17080085

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg, í samstarfi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hefur undanfarin ár unnið að því að finna nýjan stað fyrir efnivinnslu og hafnaraðstöðu Björgunar. Það er mikilvægt að áfram verði starfsskilyrði fyrir fyrirtæki eins og Björgun á höfuðborgarsvæðinu, til að þjóna uppbyggingu og mannvirkjagerð. Með því er stuðlað að hagkvæmari þróun byggðar og dregið verulega úr umhverfisáhrifum uppbyggingar. Með staðsetningu slíks fyrirtækis nálægt stærstu byggingarsvæðum landsins, er hægt að spara verulega í akstursvegalengdum og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutning efnisins. Á fyrri stigum vinnunnar var farið í ítarlegt mat á valkostum sem náði til alls höfuðborgarsvæðisins og var niðurstaða þess mats sú að ásættanlegasta staðsetningin væri á Álfsnesi við Þerneyjarsund. Það er hinsvegar ljóst að fyrirhugað athafnasvæði Björgunar er staðsett í grennd við mikilsverðar menningarminjar sem vert er að vernda og halda á lofti á komandi árum. Því er lagt til að hafin verði undirbúningur að því að skilgreina hverfisvernd fyrir þau þrjú minjasvæði sem finna má í grennd við fyrirhugað athafnasvæði Björgunar; Kauphöfn við Þerneyjarsund, Sundakot og Glóra. Ekki er lagt til að hverfisverndarsvæði verði fest í aðalskipulagi nema í tengslum við skipulag Sundabrautar og ákvörðun um endanlega legu brautarinnar þegar frumhönnun framkvæmdar liggur fyrir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í umsögn Minjastofnunar, vegna auglýstra skipulagstillagna í tengslum við breytingu vaxtamarka á Álfsnesi, segir m.a. að staðsetning í Álfsnesvík muni hafa eyðileggjandi og óafturkræf áhrif á þá minjaheild sem bæjarstæði Glóru minjar um kaupstað við Þerneyjarsund og bæjarstæði Sundakots mynda á Álfsnesi vestanverðu. Svo virðist vera að tekið hafi verið tillit til flestra ábendinga stofnunarinnar. Skipulagsstofnun bendir samt á að framkvæmdin muni raska þeirri minjaheild sem finna má á vestanverðu Álfnesi og að áhrif á menningarminjar verði verulega neikvæð, bein og óafturkræf. Sundabraut á að koma austanmegin á Álfsnesi og hefur Minjastofnun ekki sett sig á móti henni því vegurinn og veghelgunin raskar ekki þessari minjaheild. Sama má segja um uppbyggingu SORPU bs. á svæðinu – uppbygging hennar raskar ekki minjaheildinni. Minjastofnun fullyrðir að uppbygging á hafnarmannvirkjum og iðnaði á þessu svæði raski minjaheildinni þrátt fyrir þær breytingar og tilfærslur sem eru hér til umræðu. Á meðan pólitísk áform meirihlutans í Reykjavík um að tefja enn frekar uppbyggingu Sundabrautar liggur fyrir að vinnsla á þessu svæði mun auka til muna umferð vegna þungaflutninga um Mosfellsbæ sem nú þegar eru miklir með tilheyrandi mengun.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, ásamt fylgiskjölum. R11060102

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg, í samstarfi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hefur undanfarin ár unnið að því að finna nýjan stað fyrir efnisvinnslu og hafnaraðstöðu Björgunar. Það er mikilvægt að áfram verði starfsskilyrði fyrir fyrirtæki eins og Björgun á höfuðborgarsvæðinu, til að þjóna uppbyggingu og mannvirkjagerð. Með því er stuðlað að hagkvæmari þróun byggðar og dregið verulega úr umhverfisáhrifum uppbyggingar. Með staðsetningu slíks fyrirtækis nálægt stærstu byggingarsvæðum landsins, er hægt að spara verulega í akstursvegalengdum og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutning efnisins. Á fyrri stigum vinnunnar var farið í ítarlegt mat á valkostum sem náði til alls höfuðborgarsvæðisins og var niðurstaða þess mats sú að ásættanlegasta staðsetningin væri á Álfsnesi við Þerneyjarsund. Það er hinsvegar ljóst að fyrirhugað athafnasvæði Björgunar er staðsett í grennd við mikilsverðar menningarminjar sem vert er að vernda og halda á lofti á komandi árum. Því er lagt til að hafin verði undirbúningur að því að skilgreina hverfisvernd fyrir þau þrjú minjasvæði sem finna má í grennd við fyrirhugað athafnasvæði Björgunar; Kauphöfn við Þerneyjarsund, Sundakot og Glóra. Ekki er lagt til að hverfisverndarsvæði verði fest í aðalskipulagi nema í tengslum við skipulag Sundabrautar og ákvörðun um endanlega legu brautarinnar þegar frumhönnun framkvæmdar liggur fyrir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er hægt að bera saman umferð fólks sem ferðast á fjölskyldubílnum frá Vesturlandi á höfuðborgarsvæðið vegna vinnu og skóla. Í fyrri bókun minni var að sjálfsögðu verið að benda á aukna efnisflutninga með vörubílum, sem menga langtum meira en venjulegur fólksbíll. Þá er ótalin mengun sem hlýst af óvörðum efnisflutningum. Á meðan meirihlutinn hafnar Sundabraut með öllum þeim hagstæðu lausnum sem af henni hlýst leggst þessi aukni þungi umferðar á íbúa Mosfellsbæjar. Nú stendur að auki til að byggja upp tvær malbikunarstöðvar á Esjumelum með tilheyrandi mengun af öllu tagi og ekki síst sjónmengun hvað snýr að Esjunni. Meirihlutinn er að drekkja þessu fagra svæði sem líklega er fallegasta byggingarsvæði Reykjavíkur auk Kjalarness með þungaiðnaði, að ógleymdri SORPU bs. Nú má öllum vera ljóst hver tilgangurinn var hjá Reykjavík að sækjast eftir samruna við Kjalarnes fyrir rúmum tveimur áratugum með fögrum loforðum um Sundabraut sem er ekki enn komin og er ekki í sjónmáli fái meirihlutinn einhverju ráðið.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Álfsnesvík, ásamt fylgiskjölum. R19060017

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg, í samstarfi við nágrannasveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, hefur undanfarin ár unnið að því að finna nýjan stað fyrir efnivinnslu og hafnaraðstöðu Björgunar. Það er mikilvægt að áfram verði starfsskilyrði fyrir fyrirtæki eins og Björgun á höfuðborgarsvæðinu, til að þjóna uppbyggingu og mannvirkjagerð. Með því er stuðlað að hagkvæmari þróun byggðar og dregið verulega úr umhverfisáhrifum uppbyggingar. Með staðsetningu slíks fyrirtækis nálægt stærstu byggingarsvæðum landsins, er hægt að spara verulega í akstursvegalengdum og þar með draga úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna flutning efnisins. Á fyrri stigum vinnunnar var farið í ítarlegt mat á valkostum sem náði til alls höfuðborgarsvæðisins og var niðurstaða þess mats sú að ásættanlegasta staðsetningin væri á Álfsnesi við Þerneyjarsund. Það er hinsvegar ljóst að fyrirhugað athafnasvæði Björgunar er staðsett í grennd við mikilsverðar menningarminjar sem vert er að vernda og halda á lofti á komandi árum. Því er lagt til að hafin verði undirbúningur að því að skilgreina hverfisvernd fyrir þau þrjú minjasvæði sem finna má í grennd við fyrirhugað athafnasvæði Björgunar; Kauphöfn við Þerneyjarsund, Sundakot og Glóra. Ekki er lagt til að hverfisverndarsvæði verði fest í aðalskipulagi nema í tengslum við skipulag Sundabrautar og ákvörðun um endanlega legu brautarinnar þegar frumhönnun framkvæmdar liggur fyrir.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Ekki er hægt að bera saman umferð fólks sem ferðast á fjölskyldubílnum frá Vesturlandi á höfuðborgarsvæðið vegna vinnu og skóla. Í fyrri bókun minni var að sjálfsögðu verið að benda á aukna efnisflutninga með vörubílum, sem menga langtum meira en venjulegur fólksbíll. Þá er ótalin mengun sem hlýst af óvörðum efnisflutningum. Á meðan meirihlutinn hafnar Sundabraut með öllum þeim hagstæðu lausnum sem af henni hlýst leggst þessi aukni þungi umferðar á íbúa Mosfellsbæjar. Nú stendur að auki til að byggja upp tvær malbikunarstöðvar á Esjumelum með tilheyrandi mengun af öllu tagi og ekki síst sjónmengun hvað snýr að Esjunni. Meirihlutinn er að drekkja þessu fagra svæði sem líklega er fallegasta byggingarsvæði Reykjavíkur auk Kjalarness með þungaiðnaði að ógleymdri SORPU bs. Nú má öllum vera ljóst hver tilgangurinn var hjá Reykjavík að sækjast eftir samruna við Kjalarnes fyrir rúmum tveimur áratugum með fögrum loforðum um Sundabraut sem er ekki enn komin og er ekki í sjónmáli fái meirihlutinn einhverju ráðið.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. synjun skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á breytingu á deiliskipulagi Breiðholts 1, ásamt fylgiskjölum. R20030283

    Synjun skipulags- og samgönguráðs er staðfest.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fram kemur í gögnum málsins að í ljósi athugasemda sem komu fram við auglýstri tillögu þá sé lagt til að skipulagstillagan um færslu á núverandi grenndarstöð verði felld niður. Þessu ber sannarlega að fagna enda var hugmyndin slök og olli fólki í hverfinu miklu uppnámi, svo miklu að 60 manns skrifuðu undir í mótmælaskyni. Kannski hjálpaði umsögn íbúaráðsins til hér en þar kemur fram að tillagan hafi verið illa unnin og í henni hafi verið rangar upplýsingar varðandi staðhætti og þær breytingar á deiliskipulagi sem voru fyrirhugaðar. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á breytingu á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna lóðanna nr. 33, 33A, 33B, 35 og 37 við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg, ásamt fylgiskjölum. R20030286

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Deiliskipulagsbreytingin felur í sér að heimildir eldra skipulags til að rífa nokkur gömul hús við Laugaveg er felld úr gildi. Það er fagnaðaefni. Samkvæmt tillögunni verður húsið við Laugaveg 33 og viðbygging við hana gert upp í samræmi við upphaflega gerð. Sama gildir um Laugaveg 33B. Húsin við Laugaveg 35 verða einnig gerð upp og hækkuð um eina hæð. Kveðið er á um að endurgerð húsanna skuli unnin í samráði við Minjastofnun. Enginn vafi er á að húsaröðin verður til prýði á Laugaveginum. Aukið byggingarmagn sem eldra deiliskipulag heimilaði verður ekki aftur tekið án skaðabóta. Það verður fært á Vatnsstíg og baklóðir. Tillagan gerir ráð fyrir að Vatnsstígur 4, sem skemmdist illa af eldi fyrir nokkrum árum, og Laugavegur 33A verði rifin að fengnu leyfi Minjastofnunar. Gert er ráð fyrir að á reitnum verði almennar íbúðir og gististarfsemi en verslanir og veitingastaðir á jarðhæðum.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalista leggur áherslu á að ekki eigi að heimila fleiri hótel sérstaklega í því ástandi og óvissu sem við búum við núna. Allt púður ætti að vera sett í að tryggja öllum gott húsnæði á viðráðanlegu verði.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um stóra aðgerð að ræða, breyting á deiliskipulagi reits 1.172.1, Frakkastígsreits, vegna nokkra lóða við Laugaveg og 4 við Vatnsstíg. Mikil röskun myndi fylgja þessari aðgerð. Spurningin er hvort íbúðir standi undir þessu, þetta eru jú bara venjulegar íbúðir. Í ljósi COVID-19 má einnig spyrja hvort fólk vilji fara út í að byggja íbúðahótel. Staðan er viðkvæm og ekki ætti að veita framkvæmdarleyfi fyrr en ljóst er að framkvæmdin er fjármögnuð að fullu. Flokkur fólksins hefur lengi haft áhyggjur af miðbænum eins og hann stefndi í áður en COVID-19 skall á. Eftir COVID-19 er ekki gott að sjá hver þróunin verður, hvernig verslun sem dæmi eigi eftir að þróast. Tugir verslunareigenda höfðu þá þegar flúið miðbæinn áður en faraldurinn skall á. Íbúasamtök miðborgarinnar vara jafnframt við fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi svæðisins. Stefna borgarinnar er aukið íbúalýðræði og því hvetur Flokkur fólksins skipulagsyfirvöld til að vanda sig í samskiptum við fólk og minnir á að í meirihlutasáttmála stendur að vinna á með fólkinu í borginni en ekki á móti því.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1-3 við Grjótháls, ásamt fylgiskjölum. R20030284

    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á trúnaðarmerktri tillögu að úthlutun styrkja úr Húsverndarsjóði árið 2020, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R20030285

    Samþykkt. 

    Trúnaður er um efni tillögunnar þar til afhending styrkjanna fer fram. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 1. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á breytingu á deiliskipulagi Esjumela á Kjalarnesi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu, ásamt fylgiskjölum. R19120146

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Við lestur á athugasemdum húsfélagsins telur fulltrúi Flokks fólksins að hér sé um að ræða réttmæta gagnrýni íbúanna. Um er að ræða að nýta Koparsléttu 6-8, Reykjavík, undir malbikunarstöð. Húsfélagið Koparslétta 10 er hins vegar ekki skilgreint sem atvinnuhúsnæði en eigendur að húsnæðinu eru fjölskyldufólk sem notar eignina sem geymslu fyrir húsbifreiðar, fellihýsi og sambærilegt, bifreiðar og fleiri muni. Hér er um málefnalega gagnrýni að ræða sem hlusta þarf á. Íbúum þykja mótvægisaðgerðir ófullnægjandi og illa skilgreindar. Hér telur Flokks fólksins mikilvægt að staldra við og hlusta á íbúanna. Flokkur fólksins hefur oft tjáð sig í bókunum um að viðleitni Reykjavíkurborgar til að veita hagsmunaaðilum andmælarétt sé stundum meira í orði en á borði.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. apríl 2020, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 1. apríl 2020 á kynningu á skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Kringlusvæðisins, ásamt fylgiskjölum. R20040001

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að efna til opinnar hönnunar- og framkvæmdasamkeppni um miðborgarleikskóla og fjölskyldumiðstöð við Njálsgötu 89, ásamt fylgiskjölum. R20030267

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir við endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum á árinu 2020, ásamt fylgiskjölum. R18040062

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út malbikunarframkvæmdir á árinu 2020, ásamt fylgiskjölum. R20030266

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir í nýbyggingahverfum á árinu 2020, ásamt fylgiskjölum. R19040104

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 30. mars 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir á svæði Stúdenta- og Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýri ásamt framkvæmdum við Eggertsgötu og Sturlugötu, ásamt fylgiskjölum. R20030273

    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram trúnaðarmerkt minnisblað sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 27. mars 2020, um oftekna dráttarvexti af fasteignagjöldum í greiðsluskjóli, ásamt fylgiskjölum.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið og Ebba Schram tekur sæti með fjarfundabúnaði. R18030137

  30. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. apríl 2020, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu að tímabundnum breytingum á innheimtureglum Reykjavíkurborgar, merktar FMS-STE-XXX Tímabundnar innheimtureglur Reykjavíkurborgar vegna Covid19, sem ætlað er að taki gildi þann 2. apríl nk. Reglurnar eru til samræmis við þær aðgerðir sem borgarráð setti fram þann 26. mars sl. Markmið reglnanna er að tryggja að jafnræði og að góðri stjórnsýslu verði gætt og að mið sé tekið af gildandi lögum. Markmiðið er að auka sveigjanleika í ljósi núverandi ástands, að innheimta verði sanngjörn og dráttarvextir og kostnaður í lágmarki um leið og jafnræðis og hagsmuna borgarinnar verði gætt. R20030260

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Breytingar á innheimtureglum Reykjavíkurborgar er liður í fyrstu aðgerðum Reykjavíkurborgar til viðspyrnu vegna COVID-19, sem borgarráð samþykkti einróma á síðasta fundi sínum. Með þessum breytingum eru tekin stór skref til að auka sveigjanleika á greiðslufrestum fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Þannig er Reykjavíkurborg að styðja borgarbúa og atvinnulíf í borginni til að takast á við alvarlegar efnahagslegar afleiðingar faraldursins, sem ekki sér fyrir endann á. Jafnt heimili og fyrirtæki geta óskað eftir að fresta eindögum þriggja krafna í hverjum gjaldaflokki vegna þjónustu um tvo mánuði. Til að uppsafnaðar frestaðar greiðslur verði ekki að vanda verður hægt að óska eftir að dreifa greiðslu á frestuðum greiðslum til 6 mánaða. Fyrirtæki sem hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli og uppfylla önnur skilyrði, geta óskað eftir að fresta þremur gjalddögum fasteignaskatta- og gjalda til janúar 2021. Létt verður á mánaðarlegri greiðslubyrði bæði heimila og fyrirtækja með því að fjölga gjalddögum fasteignaskatta- og gjalda um tvo. Leigutakar í húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar, sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli, munu geta óskað eftir frestun á leigugreiðslum á gjalddaga mars-júní 2020. Áfram verður fylgst náið með þróun aðstæðna hjá einstaklingum, fjölskyldum og atvinnulífi næstu misseri.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins þakkar kynninguna og vill bæta við mikilvægi þess að komið verði á móts við alla, heimilin og fyrirtæki. Flokkur fólksins sér fyrir sér að bæði þurfi almennar- og sértækar reglur/aðgerðir. Þróun mála er ekki ljós á öllum sviðum, rennt er blint í sjóinn með sumt. Borgarfulltrúi telur að sumar tilslakanir megi vera afturvirkar um mánuð enda er Covid ekki að byrja núna. Sértækar reglur eru í gildi inn á sviðum. Það er ásættanlegt. Flokkur fólksins fagnar því að innheimta eigi ekki gjöld fyrir skóla- eða frístundavist eða nokkuð annað sem börn hafa ekki getað mætt í að fullu vegna komu Covdi-19. Þetta var ein af Covid-tillögum Flokks fólksins. Að öðru leyti hljóma breytingarnar vel sem fjármálaskrifstofan hefur kynnt. Þegar litið er til borgarstjórnar leggur borgarfulltrúi Flokks fólksins áherslu á að allir fái að vera með í þeirri vinnu sem framundan er og þegar rætt er við sviðin þá sé rætt líka við fulltrúa minnihlutans. Markmið borgarstjórnar ætti ávallt að vera að ná sem breiðustu sátt til að mæta þörfum fólksins í þessum sem öðrum aðstæðum. Allir borgarfulltrúar eiga að fá að vera með enda erum við öll saman í þessu og kosin til að sinna þessu hlutverki sem og öðru í þágu borgarbúa.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Helga Benediktsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  31. Lagðar fram tillögur borgarstjóra, dags. 31. mars 2020, að viðauka við fjárhagsáætlun 2020. Greinargerðir fylgja tillögunni. R20010161

    Samþykkt. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2020, að viðauka við fjárhagsáætlun 2020 vegna COVID-19. Greinargerð fylgir tillögunni. R20010161

    Samþykkt. 

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 1. apríl 2020:

    Lagt er til að bæta við tveimur gjalddögum við gjalddagskiptingu fasteignagjalda, þ.e. fasteignaskatta, lóðaleigu, sorphirðugjalda og endurvinnslugjalds fyrir árið 2020. Þetta er gert til þess að hægt verði að dreifa ógjaldfelldum fasteignagjöldum ársins, frá gjalddögum maí til október, á fleiri gjalddaga eða frá maí til desember. Með fjárhagsáætlun ársins voru eftirfarandi gjalddagar fasteignagjalda samþykktir: 1. febrúar, 2. mars, 4. apríl, 3. maí, 1. júní, 5. júlí, 2. ágúst, 1. september, 3. október. Nú er lagt til að bæta við gjalddögunum 1. nóvember og 5. desember.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20040010

    Samþykkt. 

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsvið, dags. 30. mars 2020, um húsnæði að Grandagarði 1b sem eignaskrifstofa hefur tekið á leigu vegna COVID-19, ásamt fylgiskjölum.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R20030256

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 31. mars 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Laugavegur 176. R16090064

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 31. mars 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að fara í markaðskönnun vegna uppbyggingar á bílastæðahúsi í Skerjafirði, ásamt fylgiskjölum. R19090174

    Frestað.

  37. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 26. mars 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að gera samning við Farfugla ses. vegna langtímastæða tjaldstæðisins í Laugardal. R18080042

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú hefur fulltrúi Flokks fólksins ekki fengið upplýsingar lengi um hvernig þetta hefur gengið í Laugardalnum með stæði fyrir húsbíla og hvernig fólkinu þar líður. En fram kemur að þetta hafi gengið vel. Nú er lagt til að haldið verður áfram með sama fyrirkomulag. Þetta er skammtímalausn. Best væri að finna aðstöðu fyrir húsbíla í langtímastæði sem fyrst og hefur verið bent á ýmsa staði í borginni. Þetta þarf að vinnast vel með þessum hópi og í breiðri og góðri sátt. Vissulega kostar meira að setja upp nýtt svæði. Í því ástandi sem nú ríkir er ekki að vænta að Laugardalurinn verður mikið nýttur enda engir ferðamenn. Í því ljósi er e.t.v. ekki skynsamlegt að byrja á að byggja eitthvað nýtt.

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 30. mars 2020, þar sem tilkynnt er að fyrirhuguðum tónleikum í Laugardal 26.-28. júní 2020 hefur verið aflýst og að tónleikahaldarar óski eftir viðræðum við borgaryfirvöld um tónleika 2021. R18110156

    Borgarráð felur sviðsstjóra íþrótta- og tómstundasviðs að taka upp viðræður við tónleikahaldara vegna sumarsins 2021.

    Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið í fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  39. Lagt fram bréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 23. mars 2020, um tillögur að fyrirkomulagi afslátta af þjónustugjöldum leik- og grunnskóla og frístundaheimila. R20030263

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúi sósíalista leggur áherslu á að skólar ættu að vera gjaldfrjálsir. Það er mikilvægt að koma í veg fyrir stéttskiptingu innan skóla og innan samfélagsins í heild sinni. Öll börn sem vilja ættu t.a.m. að geta borðað í skólanum án þess að hafa áhyggjur af fjárhagnum að baki slíku.

    Fylgigögn

  40. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 31. mars 2020, um undirskriftarsöfnun Hollvinasamtaka Elliðaárdalsins vegna deiliskipulags við Stekkjarbakka Þ73, ásamt fylgiskjölum. R19010136

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks benda á að þetta er langfjölmennasta áskorun um íbúakosningu frá því að nýju sveitarstjórnarlögin frá árinu 2011 tóku gildi, en fjöldi þeirra reykvísku kjósenda sem óskuðu eftir því að kosið yrðu um deiliskipulagið við Stekkjarbakka Þ73 voru 11.456 skv. tölum Þjóðskrár Íslands. Til að setja þetta í eitthvað samhengi þá greiddu alls 60.417 Reykvíkingar atkvæði í síðustu borgarstjórnarkosningum. Þannig óskuðu 18,96% þeirra sem tóku þátt í síðustu borgarstjórnarkosningum 2018 eftir því að málið yrði sett í íbúakosningu. Til samanburðar þá fengu Viðreisn, Píratar og Vinstrihreyfingin – grænt framboð 12.068 atkvæði samanlagt í þeim kosningum. Það er litlu meira en fjöldi þeirra sem tók þátt í undirskriftasöfnuninni en sá fjöldi sem fór fram á íbúakosningu um málið samsvarar þeim fjölda sem þarf til að koma fimm borgarfulltrúum að í borgarstjórn. Fjöldi þátttakenda ætti þannig að gefa fullt tilefni til að málið verði sent í það samráðsferli sem íbúakosningu er ætlað að vera.

    Fylgigögn

  41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 31. mars 2020:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að fram fari jafnréttismat á samþykktum tillögum um viðspyrnu vegna COVID-19 sem unnið verði í samráði við stýrihóp um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20030221

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þvílík steypa og peningaeyðsla. Það er neyðarástand og þá á að fara að velta sér upp úr svona vitleysu. 

    Fylgigögn

  42. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 30. mars 2020, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar við Jöfursbás 11, sbr. 67. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. janúar 2020.  R19050044

    Fylgigögn

  43. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. mars 2020, þar sem fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um samningsmarkmið Reykjavíkurborgar er send borgarráði til meðferðar. Einnig eru lögð fram samningsmarkmið Reykjavíkurborgar á uppbyggingarsvæðum, dags. 21. janúar 2020. R20030146

    Frestað.

    Fylgigögn

  44. Lagt fram svar mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 27. mars 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um sundurliðun á skyndistyrkjum, sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. mars 2020. R20030115

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er ekki hægt annað að segja en að þarna birtist áhugaverðar upplýsingar. Ekki bara hvaða verkefni fá styrk og hverjir eru í forsvari – heldur langtum heldur þær upphæðir sem um ræðir. Þetta sýnir svo ekki verði um villst að styrkveitingar inn í ráðum er tóm steypa og þá þarf að afleggja. Styrkveitingarnar mega ekki vera „áskriftarstyrkir“. Skyndistyrkirnir eru svo sér kapituli út af fyrir sig. Engin trygging er fyrir því að gætt sé jafnræðis, gagnsæis eða sanngirni þegar styrkveitingar eru með þessum hætti og þar að auki er stórkostleg hætta á pólitískri misnotkun til vildarvina frá meirihlutanum, hver sem hann er hverju sinni. Burt með þetta fyrirkomulag.

    Fylgigögn

  45. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að fundargerðir verði birtar eigi síðar en sólarhring eftir að fundi er slitið, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. mars 2020. Einnig lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. 30. mars 2020. R20030245

    Tillögunni er vísað frá. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins lagði til að fundargerðir nefnda og ráða borgarinnar verði komnar á vefi borgarinnar eigi síðar en sólarhring eftir að fundi er slitið. Það er mikilvægt að koma fundargerð í hendur borgarfulltrúa sem fyrst eftir fund hvernig svo sem það verði gert og fyrir borgarbúa er sjálfsagður réttur þeirra að geta lesið fundargerðir á vef borgarinnar sem fyrst eftir að fundi lýkur. Tillagan er lögð fram að gefnu tilefni þar sem borgarfulltrúi hefur a.m.k. í tvígang kallað eftir fundargerð tæpri viku eftir fund. Tölfræðin sem birt er í svari segir að langflestar fundargerðir séu birtar samdægurs eða næsta dag eftir að fundargerð berst skrifstofunni. En hvenær berast þá fundargerðir skrifstofunni? Sú tölfræði er ekki birt i svari. Það er alveg ljóst að tafir hafa verið í að senda fundargerðir til skrifstofunnar. Borgarfulltrúi skal ekki taka óþarfa tíma starfsmanna í að safna saman þeirri tölfræði. Staðreyndin er sú að það hefur verið einhver losaragangur á þessu t.d. hjá mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði. Verði tafir á að senda út fundargerð af einhverjum orsökum væri gott að fá að vita það. Sé ekki hægt að fullklára fundargerðina væri líka í lagi að fá send drög í netpósti.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tímasetningar á birtingu tæplega 230 fundargerða ráða og nefnda Reykjavíkurborgar frá 1. október 2019 til 30. mars 2020 hafa verið skoðaðar. Þær voru allar birtar samdægurs eða næsta dag. Af tæplega 230 fundargerðum voru minniháttar tafir á afhendingu til birtingar í tæplega 7% tilfella. Með vísan til meðfylgjandi umsagnar er tillögunni vísað frá. Tillagan bætir engu við það verklag sem nú gildir og verður ekki séð að samþykkt hennar geti komið í veg fyrir það að mannleg mistök muni einstaka sinnum eiga sér stað. Skrifstofa borgarstjórnar og allt starfsfólk nefnda og ráða Reykjavíkurborgar mun að sjálfsögðu beita sér fyrir því áfram að lágmarka slíkt.

    Fylgigögn

  46. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um að Laugavegurinn og Skólavörðustígur verði opnaður fyrir bílum og fallið verði frá einstefnu, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars 2020. R19070069

    Tillögunni er vísað frá. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillögu minni um að opna Laugaveginn og Skólavörðustíg fyrir bílum og að Laugavegurinn yrði á ný einstefnugata var vísað frá í borgarráði. Nú er afar lítið er af gangandi fólki á Laugavegi, Bankastræti og Skólavörðustíg og fjölda verslana og veitingastaða hafa nú þegar lokað vegna stefnu meirihlutans og einnig COVID-19. Til að bjarga rekstri á þessu svæði verður tafarlaust að opna fyrir bílaumferð til að reyna að lífga svæðið. Þeir sem eru í áhættuhópum vegna COVID-19 verða að nota fjölskyldubílinn til að athafna sig við innkaup og forðast margmenni. Einnig lagði ég til að í lok sumars gerð yrði könnun meðal verslunar- og veitingahúsaeigenda við þessar götur svo og íbúa hvernig tekist hafi til með opnun þessara gatna. Viðbrögð Reykjavíkur við COVID-19 var m.a. frestun greiðslna á fasteignasköttum. Verslanir, veitingastaðir og þjónustuaðilar hafa lent í tekjufalli undanfarnar fjórar vikur en nú um mánaðarmótin bárust greiðsluseðlar sem eru gjaldfallnir núna. Það er sérlega ósvífið af borginni að senda greiðsluseðla í ljósi ástandsins. Það er blaut tuska í andlit þessara aðila sem ætla að reyna að standa áfallið af sér. Meirihlutinn hefur auglýst jarðarför miðbæjarins, slökkt ljósin og hent lyklunum.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Tillögunni er vísað frá á grundvelli þess að í sáttmála flokkanna sem mynda meirihlutann í Reykjavík kemur fram að: „Við ætlum að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið og fjölga göngusvæðum í Kvosinni. Við endurhönnun gatna og annars borgarrýmis verða gangandi og hjólandi vegfarendur settir í forgang.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Í ljósi þess ástands sem þjóðin er nú að fara í gegnum er allt breytt þ.m.t. aðstæður á Laugavegi og Skólavörðustíg. Spurning er hvernig þróunin verður og má ætla að langt verði þar til sjá má til lands hvað verður um þessar gömlu, grónu götur. Það sem lifir nú helst í hugum fólks er hversu harkalega var gengið gegn óskum og vilja rekstraraðila sem þrábáðu um að haft yrði samráð við sig. Það var hunsað. Staðreyndin er sú að við lokun þessara gatna fyrir umferð allt árið um kring hrundi verslun hjá stórum hluta verslunareiganda. Aðeins þær sem höfða til ferðamanna lifðu. Nú eru ekki ferðamenn lengur og verða sennilega ekki meira þetta árið. Umræðan um lokun gatna hefur því tekið á sig aðra mynd enda hvorki gangandi né akandi fólk lengur á ferð, alla vega ekki um sinn. Hreyfihamlaðir hafa einnig látið í sér heyra. Þeim hefur ekki bara fundist erfitt að komast að búðarhurð heldur að komast í bæinn og finna sér stæði nálægt þeim stað sem þeir eiga erindi. Kolaportið var einn þeirra staða sem barðist orðið í bökkum, markaður sem áður var fullur af fólki og lífi. Með því að þverkallast með þessu hætti við að hlusta á borgarbúa var staðan orðin slæma áður en veiruváin skall á.

    Fylgigögn

  47. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kaup Strætó bs. á metanvögnum, sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. mars 2020. R20030168

    Tillögunni er vísað frá. 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það sætir undrun að þessari tillögu er vísað frá í borgarráði. Einungis eru tveir vagnar hjá Strætó knúnir með metani. Á meðan puðrast metan út úr framleiðslukerfi SORPU sem enginn notar. Stjórn Strætó er beinlínis að vinna á móti sinni eigin stefnu með því að kaupa ekki metanvagna í stað þess að stuðla að því að 100% nýting verði á því metani sem SORPA framleiðir. Eigendur félagana verða að hugsa málið heildstætt og tryggja að bæði félögin, SORPA bs. og Strætó bs. hámarki virði sitt, útsvarsgreiðendum til hagsbóta. Kjörnir fulltrúar höfuðborgarsvæðisins sitja í stjórn beggja félaganna og því er það algjör fyrirsláttur og blinda að stjórnirnar ráði sínum málum sjálfar eins og kemur fram í bókun meirihlutans. Það er allt annað sem liggur að baki í þessu máli. Hef ég nú þegar lagt fram skriflegar fyrirspurnir til stjórnar Strætó sem hljóða m.a. svona: „Vitað er að Strætó hefur keypt rafmagnsvagna af kínverska framleiðandanum Yotong. Hver/hverjir eru umboðsmenn þessa framleiðanda á Íslandi og eða norðurlöndunum? Kynnt var á stjórnarfundi Strætó fyrir skömmu að fara ætti í nýtt útboð á rafmagnsvögnum, hvers vegna er það gert?“ Við bíðum svara. broskall

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í svari framkvæmdastjóra Strætó bs. dags. 28. ágúst 2019 við fyrirspurn Flokks fólksins um það hvort metan sé meðal orkugjafa sem byggðasamlagið er að skoða sem framtíðareldsneyti kemur fram að nú þegar séu tveir metanvagnar í umferð og að framhaldið fari eftir ákvörðun stjórnar hverju sinni og uppbyggingu innviða fyrir dreifingu og áfyllingu metans. Það er stjórnar Strætó bs. að meta hvaða orkugjafar henta best.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillaga um kaup Stætó á metanvögnum er vísað frá. Hér er við hæfi að rekja tilraunir Flokks fólksins að benda á vanhugsun meirihlutans og SORPU að koma ekki metani í notkun og velja frekar að sóa því. Flokkur fólksins hefur lagt fram tillögur, fyrirspurnir og fjölda bókana í þessu sambandi. Hinn 18. juní 2019 lagði Flokkur fólksins til að SORPA hætti brennslu á metani og það yrði nýtt sem eldsneyti á metanvagna Strætó bs. Viðbrögð meirihlutans voru að „stjórn Strætó meti hvaða leiðir eru hagkvæmastar til að nýta vistvæna orkugjafa”. Í júlí 2019 lagði Flokkur fólksins fram fyrirspurn um hvort Strætó hyggðist skoða metan sem orkugjafa í vagnanna. Í svari segir að „til stæði að fá ráðgjafa til að greina mismunandi orkugjafa”. Í september 2019 lagði Flokkur fólkisns fram fyrirspurn um hvað eigi að gera við metan þegar offramboð verði með nýrri stöð í Álfsnesi. Í svari segir „að SORPA hafi innt sveitarfélögin eftir áætlunum um nýtingu á metani.” Á fundi 3. mars lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að selja ætti metan á kostnaðarverði. Í bókun meirihlutans var sagt að „tillagan væri vanhugsuð og myndi setja samkeppni í uppnám”. Hinn 12. mars var lögð fram fyrirspurn um hvort ekki eigi að kaupa fleiri metanvagna til að nýta allt það metan sem Sorpa framleiðir.

    Fylgigögn

  48. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands: 

    Eru einhverjir núna með lokað á þjónustu frá Reykjavíkurborg eða fyrirtækja í eigu hennar vegna vanskila? Ef svo er, hversu margir borgarbúar eru það og/eða heimili í Reykjavík? Hér er t.d. verið að tala um þjónustu frá Veitum sem koma rafmagni og hita til viðskiptavina, en ef reikningar hafa ekki verið greiddir í ákveðið langan tíma getur verið lokað á hita og rafmagn. Það er mikilvægt að ganga úr skugga um að enginn í borginni sé án nauðsynlegrar þjónustu og sérstaklega á tímum sem þessum. Fulltrúi sósíalista er meðvituð um verklagsreglur borgarinnar sem miða að því að tryggja að börn verði ekki af nauðsynlegri grunnþjónustu á skóla- og frístundasviði vegna erfiðrar fjárhagsstöðu eða skuldavanda foreldra en eru einhver börn sem geta ekki fengið samþykkta þjónustu vegna skuldavanda foreldra sem á eftir að greiða úr? Hér er þetta nefnt sem dæmi. Fulltrúi sósíalista vill undirstrika mikilvægi þess að enginn verði án mikilvægrar grunnþjónustu vegna vanskila sem hafa komið til áður en COVID-19 faraldurinn skall á. R20040015

  49. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    Miðflokkurinn leggur til að frístundakortið hækki úr 50.000 kr. í 100.000 kr. Á fundi borgarráðs þann 26. mars 2020 var samþykkt tillaga borgarstjóra, dags. 25. mars 2020, að fyrstu aðgerðum Reykjavíkurborgar til viðspyrnu vegna COVID-19. Kallað var eftir fleiri tillögum sem miða að því að koma til móts við borgarana og leggur því borgarfulltrúi Miðflokksins hér fram á ný tillögu sína um hækkun á frístundakorti úr 50.000 kr. í 100.000 kr. Íþróttafélögin horfa upp á mikla erfiðleika og viðbúið er að þau þurfa að endurgreiða æfingagjöld og lenda í ýmsum öðrum kostnaði. Þessi tillaga er samt fyrst og fremst lögð fram til að létta undir með foreldrum á þessum fordæmalausu tímum. R18090016

    Frestað.

  50. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    Miðflokkurinn leggur til lækkun útsvars á eldri borgara. Á fundi borgarráðs þann 26. mars 2020 var samþykkt tillaga borgarstjóra, dags. 25. mars 2020, að fyrstu aðgerðum Reykjavíkurborgar til viðspyrnu vegna COVID-19. Kallað var eftir fleiri tillögum sem miða að því að koma til móts við borgarana og leggur því borgarfulltrúi Miðflokksins hér fram á ný tillögu sína um niðurfellingu á útsvari 67 ára og eldri sem eingöngu njóta greiðslna frá Tryggingastofnun. Borgarstjórn samþykkir að fella niður útsvar hjá þeim Reykvíkingum 67 ára og eldri sem njóta eingöngu greiðslna frá Tryggingastofnun og hafa ekki greiðslur úr skyldubundnum atvinnutengdum lífeyrissjóðum.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20040013

    Frestað.

    Fylgigögn

  51. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins: 

    1. Hvað hefur ráðgjafafyrirtækið Strategía fengið mörg verkefni frá Reykjavíkurborg og B-hluta félögum frá upphafi kjörtímabilsins og til dagsins í dag? 2. Hvaða verkefni eru það? 3. Var þetta fyrirtæki með verkefni fyrir þessa sömu aðila á síðasta kjörtímabili? Ef svarið er já – hvað fékk fyrirtækið greitt samtals á árunum 2014 – 2018? 4. Er félagið að vinna verkefni fyrir Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu? Ef svarið er já – hvaða verkefni eru það og hver er áætlaður kostnaður við þau? 5. Hvað eru þetta mörg verkefni samtals og hvað hefur verið borgað fyrir hvert verkefni fyrir sig tæmandi talið? Hér er líka átt við verkefni sem er ólokið. 6. Var gerð verðkönnun eða var farið í útboð áður en verkefnin fóru af stað? 7. Hvers vegna var þetta fyrirtæki valið fram yfir önnur sambærileg fyrirtæki? R20040011

  52. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins og Miðflokksins: 

    Flokkur fólksins og Miðflokkurinn leggja til að ekki verði reiknaðir dráttarvextir eða annar aukalegur innheimtukostnaður vegna greiðslufalls fasteignagjalda mars með eindaga 1. apríl. Ljóst er að margir rekstraraðilar, sérstaklega í miðbænum, þar sem meðal annars er mikið af veitingastöðum, kaffihúsum og gististöðum, hafa orðið illa úti í því samgöngubanni og fækkun ferðamanna vegna COVID-19 veirunnar. Auk þess hefur greiðslukeðjan rofnað þar sem greiðslur til rekstraraðila hafa ekki borist frá greiðslumiðlunarfyrirtækjum. Þess vegna er því beint til borgaryfirvalda að reikna ekki dráttarvexti eða annan innheimtukostnað vegna greiðslufalls fasteigngjalda mars 2020 með eindaga 1. apríl. Nú hefur samgöngubannið verið framlengt og víst að margir munu berjast í bökkum meira en nokkru sinni. Flestir rekstraraðilar eiga i vandræðum núna. Þeir leita eftir þeim lausnum sem ríkisstjórnin hefur boðið upp á í samstarfi við sinn viðskiptabanka. Úrræði Reykjavíkurborgar um að létta af rekstraraðilum fasteignagjöldum frá og með gjalddaga í apríl nýtist ekki eins vel og halda mætti því greiðslufallið er staðreynd. Flokkur fólksins og Miðflokkurinn beina því til Reykjavíkurborgar að ekki verði reiknaðir dráttarvextir eða innheimtukostnaður vegna fasteignagjalda er gjaldfalla frá og með gjalddaga mars 2020 með eindaga 1. apríl 2020. R20040012

    Frestað.

  53. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Tillaga Flokks fólksins um öðruvísi upplegg en það sem kynnt hefur verið til að vinna úr þeim COVID-19 viðspyrnutillögum sem lagðar hafa verið fram af borgarfulltrúum/flokkum. Borgarfulltrúi leggur til að það upplegg sem notað verður til að vinna úr tillögum verði með þeim hætti að unnið verði í smærri hópum sem dregið verði í og að dregið verður einnig hvaða tillögur hóparnir vinna með. Með þessum hætti verður hægt að tryggja aðkomu minnihlutans að málum og möguleikum þeirra að hafa eitthvað um þau að segja og yfir höfuð hafa einhver áhrif á viðspyrnuna og mótvægisaðgerðir. Markmiðið er að ná sem breiðustu sátt til að mæta þörfum fólksins í þessum aðstæðum. Hér er tækifæri til að leggja völd og allt valdabrölt til hliðar og prófa nýjar leiðir, leiðir það sem unnið er saman og aðra leið en að minnihlutinn leggi fram tillögur sínar sem flestum er síðan vísað frá eða þær felldar. Við svoleiðis aðstæður er ekki von á að borgarfulltrúar minnihlutans upplifi að þeir séu að taka alvöru þátt í vinnunni. R20040014

    Frestað.

  54. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að dagforeldrar fái fulla niðurgreiðslu ef það þarf að loka vegna sóttkvíar hvort sem er að völdum þeirra sjálfra, foreldra barnanna, barnanna eða annarra sem koma með og/eða sækja börnin hjá þeim. Við aðstæður sem þessar þarf að tryggja dagforeldrum óskert laun. Dagforeldrar starfa nú sem framlínustarfsmenn en ennþá hefur ekkert verið rætt um úrræði ef upp kemur smit á heimili barns í gæslu sem kallar á sóttkví og þ.a.l. lokun daggæslu. Dagforeldrar eru því óvissir um sína stöðu og óöruggir um starfsöryggi sitt. Dagforeldra er farið að lengja eftir að fá upplýsingar frá borgaryfirvöldum um hvernig málum skuli háttað, hvort borgin greiði ekki örugglega tekjutapið og hvernig verður með endurgreiðslur til foreldra ef dagforeldrið verður veikt og/eða verður að loka daggæslunni vegna sóttkvíar. Hver verður launatrygging dagforeldra? Margir dagforeldrar sem starfa tveir saman eru hjón. Ef fjölskylda eins barns er smitað eða grunur leikur á að sé mögulega smitað verða allir að fara í sóttkví. Það hefur eðli málsins samkvæmt áhrif á alla, dagforeldra, foreldra barnanna og börnin. R20040019

    Frestað.

Fundi slitið klukkan 13:30

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Hildur Björnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_0204.pdf