Borgarráð
Ár 2020, mánudaginn 9. mars, var haldinn aukafundur borgarráðs nr. 5578. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:02. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Líf Magneudóttir, Pawel Bartoszek, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ólöf Örvarsdóttir, Helgi Grímsson, Regína Ásvaldsdóttir, Árný Sigurðardóttir, Jón Viðar Matthíasson, Ómar Einarsson, Óskar Jörgen Sandholt, Óskar Ísfeld Sigurðsson, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á neyðarstigi almannavarna vegna kórónaveiru COVID-19 og viðbragðsáætlun Reykjavíkurborgar.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill þakka neyðarstjórn og öllum sem vinna að forvörnum, rannsóknum, fræðslu og upplýsingagjöf til almennings um COVID-19. Ljóst er að allir eru að leggjast á eitt í baráttunni við vágestinn COVID-19. En það eru einnig önnur brýn mál sem kalla á úrlausnir sem borgarstjóri ber ábyrgð á og getur ekki skotið sér undan. Ganga þarf til samninga við Eflingu. Starfsmenn Eflingar berjast nú fyrir að fá langþráða kjarabót enda verma botn láglaunastefnu borgarinnar. Með því að þráast við að semja við Eflingu er verið að valda borgarbúum vandræðum og setja þá viðkvæmustu í hættu. Nú þegar hefur skortur á samningsvilja borgarinnar raskað daglegu lífi fjölda manns, foreldra og barna. Lausn deilunnar er í höndum borgarstjóra og skorar borgarfulltrúi Flokks fólksins á hann að enda það ófremdarástand sem ríkir í borginni á samningafundi sem áætlaður er í dag 9. mars.
- Kl. 9.35 víkur áheyrnarfulltrúi Miðflokksins af fundinum.
- Kl. 9.40 víkur áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins af fundinum. R20030002
Fundi slitið klukkan 09:56
Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Pawel Bartoszek Dóra Björt Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
borgarrad_0903.pdf