Borgarráð - Fundur nr. 5572

Borgarráð

Ár 2020, fimmtudaginn 30. janúar, var haldinn 5572. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Elín Oddný Sigurðardóttir, Eyþór Laxdal Arnalds og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Pétur Ólafsson og Ívar Vincent Smárason.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 20. janúar 2020. R20010020

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 17. janúar 2020. R20010030

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráðin eru komin í fulla virkni með sitt skilgreinda hlutverk. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hvort víkka megi út skilgreiningu ráðanna. Sjá má fyrir sér að íbúaráðin hafi það hlutverk að tengja saman íbúa hverfisins og stofnanir þess. Með aukinni samvinnu og samstarfi kynnast íbúar hverfisins, mynda nánari tengsl og geta börn og fullorðnir þá sameinast í auknum mæli í leik og starfi. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Nýr lýðræðisvettvangur hverfanna, íbúaráðin, fara vel af stað, sem er gleðiefni. Meðal verkefna íbúaráða sem samþykkt voru af borgarstjórn vorið 2019 eru ,,a. Samtal milli íbúa og stjórnsýslunnar“ sem felur í sér að ,,styrkja tengingu og stytta boðleiðir milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar, stuðla að aukinni upplýsingagjöf til íbúa og styrkja möguleika íbúa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri hvað varðar pólitíska ákvarðanatöku“ og ,,b. Samvinna innan hverfanna“ sem felur í sér að íbúaráðin skuli ,,leggja sig fram við að vera lifandi samstarfsvettvangur innan svæðisins í samstarfi við bakhóp sem skipaður er af fjölbreyttum hagsmunaaðilum hverfisins". Ekki er því talin þörf á að útvíkka skilgreiningu ráðanna til að koma til móts við þessi atriði þar sem að núverandi fyrirkomulag tekur vel á þeim.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 20. janúar 2020. R20010026

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráðin eru komin í fulla virkni með sitt skilgreinda hlutverk. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hvort víkka megi út skilgreiningu ráðanna. Sjá má fyrir sér að íbúaráðin hafi það hlutverk að tengja saman íbúa hverfisins og stofnanir þess. Með aukinni samvinnu og samstarfi kynnast íbúar hverfisins, mynda nánari tengsl og geta börn og fullorðnir þá sameinast í auknum mæli í leik og starfi. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Nýr lýðræðisvettvangur hverfanna, íbúaráðin, fara vel af stað, sem er gleðiefni. Meðal verkefna íbúaráða sem samþykkt voru af borgarstjórn vorið 2019 eru ,,a. Samtal milli íbúa og stjórnsýslunnar“ sem felur í sér að ,,styrkja tengingu og stytta boðleiðir milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar, stuðla að aukinni upplýsingagjöf til íbúa og styrkja möguleika íbúa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri hvað varðar pólitíska ákvarðanatöku“ og ,,b. Samvinna innan hverfanna“ sem felur í sér að íbúaráðin skuli ,,leggja sig fram við að vera lifandi samstarfsvettvangur innan svæðisins í samstarfi við bakhóp sem skipaður er af fjölbreyttum hagsmunaaðilum hverfisins“. Ekki er því talin þörf á að útvíkka skilgreiningu ráðanna til að koma til móts við þessi atriði þar sem að núverandi fyrirkomulag tekur vel á þeim.

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 22. janúar 2020. R20010032

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Íbúaráðin eru komin í fulla virkni með sitt skilgreinda hlutverk. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hvort víkka megi út skilgreiningu ráðanna. Sjá má fyrir sér að íbúaráðin hafi það hlutverk að tengja saman íbúa hverfisins og stofnanir þess. Með aukinni samvinnu og samstarfi kynnast íbúar hverfisins, mynda nánari tengsl og geta börn og fullorðnir þá sameinast í auknum mæli í leik og starfi. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Nýr lýðræðisvettvangur hverfanna, íbúaráðin, fara vel af stað, sem er gleðiefni. Meðal verkefna íbúaráða sem samþykkt voru af borgarstjórn vorið 2019 eru ,,a. Samtal milli íbúa og stjórnsýslunnar“ sem felur í sér að ,,styrkja tengingu og stytta boðleiðir milli íbúa og stjórnsýslu borgarinnar, stuðla að aukinni upplýsingagjöf til íbúa og styrkja möguleika íbúa til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri hvað varðar pólitíska ákvarðanatöku“ og ,,b. Samvinna innan hverfanna“ sem felur í sér að íbúaráðin skuli ,,leggja sig fram við að vera lifandi samstarfsvettvangur innan svæðisins í samstarfi við bakhóp sem skipaður er af fjölbreyttum hagsmunaaðilum hverfisins“. Ekki er því talin þörf á að útvíkka skilgreiningu ráðanna til að koma til móts við þessi atriði þar sem að núverandi fyrirkomulag tekur vel á þeim.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 22. janúar 2020. R20010013

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið: 

    Enn ein svört skýrsla innri endurskoðunar hefur birst á þessu kjörtímabili sem varla er hálfnað. Í skýrslunni koma fram ástæður framúrkeyrslu sem varð á áætluðum framkvæmdakostnaði vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi og móttökustöðvar í Gufunesi. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill ítreka þá tillögu sína að skipta um fólk í brúnni þar sem engum þeirra hefur dottið til hugar að fylgjast nógu grant með málum SORPU sem leitt hefur til þessarar stöðu sem nú er uppi. Engin í stjórn virðist heldur hafa haft nægjanlega þekkingu á rekstri fyrirtækis sem SORPA er, né hefur stjórn sýnt sjálfstæð vinnubrögð, t.d. frumkvæðið að kalla eftir gögnum með reglubundnum hætti. Það er einnig með ólíkindum að stjórnarformaðurinn sé að koma núna fram og spyrja um hluti og að hann sé að biðja um skýrslu nú fyrst.  Af hverju hefur stjórnin ekki fylgst betur með? Fyrir hvað eru stjórnarmenn að fá laun? Hvernig og hvenær komst stjórn að því að eitthvað var í ólagi? Hinn vandinn er sá að byggðasamlagskerfi er óhentugt borginni bæði fjárhagslega og ekki síður stjórnunarlega. Minnihlutinn í borginni hefur engan aðgang þarna að og fær aldrei tækifæri til að hafa nein áhrif.

    -    Kl. 9.05 tekur Dóra Björt Guðjónsdóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 20. janúar 2020. R20010021

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 20. janúar 2020. R20010022

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 6. lið: 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins fagnar skýrslu um heimilisofbeldi og aldraða og vill í því sambandi nota tækifærið og nefna vandamál sem oft er ekki í umræðunni og það er einelti meðal eldri borgara. Borgarfulltrúa hafa borist fregnir frá fólki sem segja að þegar þeir heimsóttu félagsmiðstöðvar í fyrsta skipti, hafi þeir misst löngun til að koma þangað aftur vegna reynslu sem þeir hafa orðið fyrir. Þeir tala um að þeim sé ekki alltaf vel tekið af öllum og eiga þeir þá við aðra gesti en ekki starfsfólk. Því miður er þetta nokkuð víða. Nauðsynlegt er að ákveðnar siðareglur gildi fyrir notendur félagsmiðstöðva, um framkomu, og að þær siðareglur gildi án undantekninga. Á þetta við um framkomu, og að baktal og rógur sé ekki liðinn. Siðareglur og viðeigandi viðbrögð í samræmi við stefnu og verklag borgarinnar sem samþykkt var í mars í fyrra þarf að vera á öllum stöðum þar sem fólk kemur saman. Þeir sem vinna með eldri borgurum eða umgangast þá frá degi til dags þurfa að vera meðvitaðir um að einelti er vandi sem getur skotið upp kollinum hvar sem er og hvenær sem er án tillits til t.d. aldurs. Verði vart við eineltishegðun þarf að grípa inn í fljótt og markvisst.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Stefna Reykjavíkurborgar gegn einelti, ofbeldi og áreitni á vinnustöðum er undirstefna mannauðsstefnu Reykjavíkurborgar og gildir um allt starfsfólk Reykjavíkurborgar en ekki almenna borgara. Almennar samskiptareglur gilda á félagsmiðstöðvum fyrir fullorðið fólk á velferðarsviði eins og annars staðar í samfélaginu og hingað til hefur ekki verið talin ástæða til að búa til sérstakar samræmdar reglur fyrir allar 17 félagsmiðstöðvar velferðarsviðs. Notendur á hverri félagsmiðstöð setja sér sínar samskiptareglur og nefna má að í Borgum, sem er stærsta félagsmiðstöðin með mesta virkni, er reglan „Öllum á að líða vel og að það sé gaman“. Þegar upp koma einstök ágreiningsmál er tekið á málinu með einstaklingsmiðaðri nálgun eða samtali.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Flokkur fólksins vill bregðast við þessari bókun meirihlutans. Borgarfulltrúi er ekki að nefna þessa hluti til að karpa um stefnur og verkferla heldur mikilvægi þess að á öllum stöðum sem fólk kemur saman á séu siða- og samskiptareglur og að þær séu lifandi reglur. Þá er átt við að rætt sé um góða samskiptahætti við þá sem koma til að njóta þjónustunnar og að rætt sé um að neikvæð hegðun og framkoma sé ekki liðin. Ekki á að gera lítið úr kvörtunum fólks og á hver og einn rétt á sinni upplifun. Engin ákveður upplifun annarra. Finnist einhverjum að hann hafi orðið fyrir ónotum eða dónaskap eða hvað eina þá þarf að vera farvegur fyrir það og slíkur farvegur þarf ekki aðeins að vera skilgreindur heldur einnig gagnsær. Ef fólk veit ekki um slíkan farveg/ferli gagnast hann vissulega ekki mikið.

    -    Kl. 9.06 tekur Hildur Björnsdóttir sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 29. janúar 2020. R20010008
    B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 9. lið: 

    Full ástæða er til að gera deiliskipulag fyrir heildarsvæðið en nú er einungis til rammaskipulag. Málið er mjög umdeilt og eðlilegt að skipuleggja það innan götureits í heild.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 22. og 23. lið: 

    Þeim sem þykir vænt um Elliðarárdalinn leita allra leiða til þess að forða því stórslysi sem virðist vera í uppsiglingu í útjaðri dalsins. Hér er lagt fram erindi úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála ásamt kæru þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka Þ73. Einnig er lögð fram umsögn skrifstofu sviðsstjóra, dags. 15. janúar 2020, sem smeygir sér ísmeygilega undan erindinu og gerir kæruna að engu. Sannast enn og aftur að meirihlutinn vinnur hvorki fyrir borgarbúa né framkvæmir vilja þeirra – heldur fyrir fjármagnseigendur. Í Elliðarárdalnum er fjölbreytt lífríki sem er að engu haft. Hér birtist einbeittur vilji meirihlutans að úthluta óskilgreindum aðilum gæðum í formi borgarlands á kostnað náttúrunnar og lífsgæða Reykvíkinga. Sem betur fer er að fara af stað undirskriftarsöfnun undir forystu Hollvinasamtaka Elliðaársdalsins til að knýja fram íbúakosningu um framtíð dalsins.

    Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 21. lið: 

    Það sætir ekki undrun að áhyggjur séu af því risa glermannvirki sem ætlað er að rísi við Stekkjarbakka. Nú hafa borist kærur þar sem kærð er samþykkt borgarstjórnar frá 19. nóvember 2019 á breytingu á deiliskipulagi fyrir Stekkjarbakka. Flokkur fólksins vill að unnið sé með borgarbúum en ekki gegn þeim í þessu máli sem og öðrum. Íbúakosning stendur fyrir dyrum en hún er aðeins leiðbeinandi. Sú bygging sem hér um ræðir er engin smásmíði. Hún er 9 metra há og 4.500 fm. að flatarmáli. Ekki er komin lausn á mögulegri ljósmengun sem varað hefur verið við af mannvirki sem þessu. Jafnframt kallar staðsetningin á aukin umferðarþunga sem gatnakerfið að svæðinu getur ekki tekið við.

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 14 mál. R19120129

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Secret Solstice tónlistahátíðin skuldaði Reykjavíkurborg 19 milljónir króna vegna tónlistarhátíðarinnar sem haldin var 2018. Meirihlutinn í Reykjavík ákvað að veita styrk að upphæð 8 milljónir króna og restin yrði greidd á umsömdum gjalddögum. Samkvæmt nýjum gögnum frá Reykjavíkurborg kemur í ljós að Secreet Solstice er rekin af a.m.k. þremur mismunandi félögum og virðist algjör hending ráða því hvaða félag er látið taka að sér hvaða skuldbindingu vegna rekstursins. Þá er fullyrt að aðstandendur hátíðarinnar hafi gefið Reykjavíkurborg rangar og misvísandi upplýsingar um eignarhald félaganna, aðkomu þeirra að hátíðinni og héldu því ranglega fram að félögin myndu greiða eða yfirtaka skuldir fyrri rekstraraðila. Fullyrt er að félögin stundi skattasniðgöngu og ýmis önnur lögbrot. Samt ætlar Reykjavík að leggja nýjar 8 milljónir inn í hátíðina 2020. Reykjavíkurborg þarf að endurskoða reglur sínar á þann hátt að ekki verði veittir styrkir til aðila sem standa í málaferlum, stundi skattasniðgöngu eða skuldi þriðja aðila. 

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Sjá má afgreiðslu tillagna Flokks fólksins í embættisafgreiðslum. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill mótmæla afgreiðslu Heilbrigðiseftirlits og umhverfisráðs á tillögum Flokks fólksins um gæludýr/hundamál í Reykjavík en allar hafa verið felldar eða vísað frá. Í a.m.k. tveimur málum hefur Heilbrigðiseftirlitið þó lagt til að þeim verði vísað til stýrihópsins sem skoða á þessi mál en það hefur umhverfis- og heilbrigðisráð látið sem vind um eyru þjóta og ýmist vísar þeim frá eða fellir þær. Hér er allt að því fornaldarhugsunarháttur þegar kemur að því að færa dýrahald borgarinnar til nútímans. Ýmist er vísað í að þurfi lagabreytingu, eða reglubreytingar, sem þó eiga að vera aðeins leiðbeinandi, og síðast en ekki síst er afsökunin að nú sé stýrihópur að störfum sem skoðar þessi mál. Það er alvarlegt að engin úr hagsmunasamtökum dýra og dýraeigenda sitja í hópnum. Enn og aftur eru samráð við borgarbúa og notendur þjónustu hundsað. Hér má einfaldlega helst engu breyta og reynt er að vinna þessi mál bak við tjöldin. Hvaða skýringar eru á því að Reykjavíkurborg getur ekki haft þessi mál eins og tíðkast í borgum sem við berum okkur saman við? Afturhaldssemi og þröngsýni gætir hjá þeim sem fara með völdin. Það hlýtur að vera skýringin.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma. R20010036
    Öllum styrkumsóknum er hafnað.

  11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20010093

    Fylgigögn

  12. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. janúar 2020, vegna tímabundins áfengisveitingaleyfis til kl. 04:00 aðfaranótt 3. febrúar nk. fyrir Enska barinn, Austurstræti 12, vegna beinnar sjónvarpsútsendingar á úrslitaleik Superbowl 2020 í Bandaríkjunum. R20010338
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Lögð fram umsögn skrifstofu borgarstjórnar, dags. 28. janúar 2020, um tækifærisleyfi til lengri opnunartíma til kl. 02:00, aðfaranótt 7. febrúar nk., vegna nemendamótsballs Verzlunarskóla Íslands í Origo höllinni, Hlíðarenda. R20010343
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  14. Fram fer kynning á stöðu kjarasamningsviðræðna Reykjavíkurborgar. R20010094

    Bókanir undir þessum lið eru færðar í trúnaðarbók borgarráðs.

    Harpa Ólafsdóttir, Lóa Birna Birgisdóttir, Regína Ásvaldsdóttir, Ómar Einarsson, Helgi Grímsson, Arna Schram, Ólöf Örvarsdóttir, Ásdís Ásbjörnsdóttir, Arna Guðmundsdóttir, Baldur Örn Arnarsson og Ragnheiður Stefánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 9.50 tekur Ebba Schram sæti á fundinum. 

  15. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags 26. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýsa fjórar lóðir á Esjumelum til sölu á föstu verði. R19060105
    Samþykkt.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 23. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að afturkalla lóðarvilyrði og tímabundið lóðarvilyrði fyrir lóð á Hólmsheiði. R17030163
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 27. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki nýjan lóðarhafa og eiganda byggingarréttar að lóðinni Reitur E í Úlfarsárdal. R19090004
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 20. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um leigu á einu herbergi í Safamýri 28, ásamt fylgiskjölum. R20010221
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 28. janúar 2020, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 27. janúar 2020 á samsstarfssamningum menningar- og ferðamálasviðs, ásamt fylgiskjölum. R20010347
    Samþykkt. 

    Arna Schram tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 27. janúar 2020, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 15. janúar 2020 á tillögu um tilfærslu fjármagns úr tilraunaverkefninu sveigjanleiki í þjónustu – frá barni til fullorðins yfir í NPA – notendastýrða persónulega aðstoð, ásamt fylgiskjölum. R17020044
    Samþykkt. 

    Regína Ásvaldsdóttir sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram minnisblað fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 27. janúar 2020, varðandi álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2020. R20010123

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Álagningarhlutfall fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði í Reykjavík er með allra lægsta móti á landsvísu. Sú staðreynd að um helmingur allra fasteignagjalda fyrirtækja renni í borgarsjóð endurspeglar að borgin er í sókn á öllum sviðum til að skapa skilyrði til blómlegrar uppbyggingar og reksturs atvinnuhúsnæðis sem endurspeglar umfram allt, áhuga fyrirtækja á að starfa og reka fyrirtæki í Reykjavík. Borgin hefur haft skýra sýn á það hvar ólíkur iðnaður og geirar staðsetji sig innan borgarinnar. Klasi þekkingariðnaðar og vísinda er að byggjast upp í Vatnsmýrinni, skapandi greinar í Gufunesi, Esjumelar eru fyrir grófari iðnað, Höfnin fyrir útgerð og inn- og útflutning. Þá er miðborgin miðpunktur verslana og viðskipta af öllu tagi og Grandinn undir hafnsækna starfsemi en líka hönnun og handverk. Á sama tíma hafa undanfarin ár verið þau allra stærstu í uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í sögu borgarinnar. Þá munu fasteignagjöld á atvinnuhúsnæði lækka úr 1,65% í 1,60 á kjörtímabilinu.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa ítrekað bent á hve fasteignaskattur í Reykjavíkur sé íþyngjandi, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Um helmingur fasteignaskatta á fyrirtæki á landsvísu rennur í borgarsjóð sem er gríðarlega hátt hlutfall.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram yfirlit fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 27. janúar 2020, yfir áætlaðar tímasetningar vegna mánaðar- og árshlutauppgjöra á árinu 2020.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R20010095

    Fylgigögn

  23. Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta Reykjavíkurborgar janúar-nóvember 2019.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R19010075

    -    Kl. 10.45 tekur Stefán Eiríksson sæti á fundinum. 

  24. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra dags. 30. janúar ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum: 

    Lagt er til að borgarráð samþykki tilboð að nafnvirði 1.000 m.kr., á ávöxtunarkröfunni 4,00%, í óverðtryggðan skuldabréfaflokk borgarsjóðs RVKN 35 1. Ofangreind tillaga var tekin fyrir og samþykkt á fundi fjárstýringarhóps þann 29. janúar 2020. R20010079
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. janúar 2020, með tíma- og verkáætlun vegna undirbúnings og afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021-2025.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R20010203

    Fylgigögn

  26. Fram fer kynning vegna óvissustigs almannavarna vegna kórónaveiru 2019-nCoV og landriss á Reykjanesi. R20010188

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráð þakkar fyrir upplýsingagjöf um kórónaveiruna og jarðhræringar á Reykjanesi. Greinilegt er að viðbragðsaðilar eru vel undirbúnir fyrir þær sviðsmyndir sem upp kunna að koma þar sem öryggi íbúa verður alltaf í forgangi. Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins mun gegna lykilhlutverki hér eftir sem hingað til við undirbúning viðbragða við óvissustigi almannavarna.

    Jón Viðar Matthíasson og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 11.19 víkur Hildur Björnsdóttir af fundinum og Marta Guðjónsdóttir tekur sæti.

  27. Lögð fram svör Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 16. janúar 2020, við fyrirspurnum áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hundahald og hundaeftirlit, sbr. 75., 76., 77. og 78. lið fundargerðar borgarráðs frá 9. janúar 2020. R20010132

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borist hafa svör við fyrirspurnum  sem tengjast hundaeftirlitinu. Svörin vekja furðu og kalla á fleiri spurningar. Fyrstu viðbrögð Flokks fólksins snúa að svari Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur að innstimplanir starfsmanna í Vinnustund séu persónugreinanleg gögn og að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafi ekki heimild til að birta þær. Um þetta er efast. Spurt var um rafræn samskipti og áhrif þeirra á umfang verkefna eftirlitsins. Segir í svari Heilbrigðiseftirlitsins að  „kröfur um svörun og vandaða stjórnsýslu hafi aukist mikið gegnum árin og að fullyrðing  um að almenningur hafi tekið við mörgum verkefnum hundaeftirlits sé óskiljanleg og i besta falli misskilningur.“ Hér skal  áréttað af Flokki fólksins að Hundasamfélagið og Félag ábyrgra hundaeigenda hafa gert samanburð á tölfræði verkefna sem færst hafa frá hundaeftirlitinu til almennings. Á 4 árum fækkaði kvörtunum úr 273 í 79 á ári. Á 6 árum fækkaði lausum hundum úr 209 í 62 á ári. Á 8 árum fækkaði hundum í geymslu úr 89 í 8 á ári. Þegar þessi tölfræði er skoðuð má því spyrja hvernig getur það verið að rekstrarkostnaður hundaeftirlits eykst með hverju árinu? Síðan Hundasamfélagið var sett á laggirnar birtast að jafnaði 1200 færslur á ári, þar sem verið er að auglýsa týndan eða fundinn hund. Það er því alveg borðliggjandi að  almenningur hefur að mestu tekið við verkefnum hundaeftirlits.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að stjórn SORPU segi af sér vegna framkvæmdakostnaðar byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. janúar 2020. R20010309
    Tillögunni er vísað frá. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Lagt var til að stjórnarmaður Reykjavíkur í SORPU víki úr stjórn og að stjórn SORPU segði af sér vegna framúrkeyrslu framkvæmdakostnaðar byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar í Álfsnesi. Sú tillaga hugnast ekki meirihlutanum enda telur hann að sú staða sem nú er komin upp í SORPU komi stjórn lítið við og alls ekki stjórnarmanni borgarinnar í SORPU heldur sé vandinn öðrum að kenna og sá hefur verið sendur í leyfi.  Það er ótrúlegt að stjórn, sem fengið hefur greiðslur fyrir að sinna stjórnastörfum telur sig hafin yfir þennan skandal og að hún sé fullfær að vinna áfram. Hún telur sig hafa traust borgarbúa og bæjarfélaganna. Skýrsla innri endurskoðunar er afgerandi. Í skýrslunni koma fram  ástæður framúrkeyrslu sem varð á áætluðum framkvæmdakostnaði. Framkvæmdarstjórn, undir stjórn stjórnar SORPU hafði lagt til að tæpum 1,4 milljörðum króna yrði bætt við fjárhagsáætlun fyrirtækisins vegna næstu fjögurra ára.  Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði jafnframt úttekt á stjórnarháttum félagsins og fann þar margt athugavert og jafnvel ámælisvert. Það sem er ekki síst sláandi er að framkvæmdastjóri segir að hvorki  höfðu stjórnarformaður né aðrir stjórnarmenn frumkvæði að því að afla upp¬lýsinga um heildarkostnað á hverjum tíma til að gera viðeigandi samanburð við áætlanir. Engu að síður á að þráast við. Völdin skipta máli.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Tillögunni er vísað frá á grundvelli þess að borgarráð hefur eitt og sér ekki vald yfir þeim kjörnu fulltrúum annarra sveitarfélaga sem sitja í stjórn SORPU. Þá hefur stjórnin í heild sinni tekið á málinu af festu. Í kjölfarið þarf að taka markviss skref til að vinna tilbaka traust á fyrirtækinu, meðal annars með aðgerðaráætlun frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hinsvegar með umbótaáætlun frá stjórn SORPU byggða á tillögum sem finna má í skýrslu innri endurskoðunar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Reykjavíkurborg ber ábyrgð á mörgum sviðum í þessu máli enda er þetta í meirihlutaeigu borgarinnar. Í stjórnsýsluúttekt Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar segir að eigendahópur hafi reynst lítt virkur en þar er jafnframt bent á að „handahafar eigendavalds hafa ítarlegra hlutverki að gegna en í almennu hlutfélagaformi,“ eins og  segir á bls. 5 í úttektinni frá því í desember 2019. Þá segir á bls. 6 að „stýrihópur eigenda var með skilgreint hlutverk samkvæmt eigendasamkomulagi um að hafa umsjón með framkvæmd og framvindu þeirra ákvæða 1. greinar og skyldi vinna náið með SORPU ásamt hönnuðum og ráðgjöfum sem koma skyldu að framkvæmd verkefnanna. Aðeins voru haldnir þrír fundir þrátt fyrir fyrirætlanir um annað. Ekki verður séð að stýrihópur eigenda hafi rækt það hlutverk sitt að hafa umsjón með framkvæmd og framvindu ákvæða í eigendasamkomulagi er varða meðhöndlun úrgangs í Álfsnesi og gas- og jarðgerðarstöðvar.“

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tekið er undir þau sjónarmið sem fram koma í tillögunni og þá sérstaklega það sem snýr að fulltrúa Reykjavíkur í stjórn SORPU. Framúrkeyrsla upp á 1,5 milljarð er algjört hneyksli. Stjórnarsetu fylgir mikil ábyrgð. Augljóst er að stjórnin hefur talið stjórnarsetu sína léttvæga. Þau sjónarmið hafa komið fram að framúrkeyrslan sé réttlætanleg á þeim grunni að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru að byggja sorpsstöð í fyrsta sinn. Þvílík rök – þess heldur hefði átt að hafa verkefnið í gjörgæslu frá upphafi. Þetta mál er hneyksli frá upphafi til enda.

    Fylgigögn

  29. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:

    Lagt er til að borgarstjórn hætti að varpa frá sér pólitískri ábyrgð á kjarasamningsgerð og mæti samninganefnd Eflingar stéttarfélags eins og þau hafa krafist. Kjörnir fulltrúar geta ekki varpað ábyrgðinni yfir á samninganefnd Reykjavíkurborgar. Í ljósi þess að meirihluti borgarstarfsfólks í Eflingu hefur nú samþykkt verkfall, sem er gríðarleg stuðningsyfirlýsing við samninganefnd Eflingar, er eðlilegt að borgarstjórn bregðist við kröfum þeirra og mæti þeim á þeim vettvangi sem þau kjósa.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R20010346
    Tillögunni er vísað frá. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Tillaga Sósíalistaflokksins fól í sér að borgarstjórn myndi hætta að varpa frá sér pólitískri ábyrgð á kjarasamningsgerð og myndi mæti samninganefnd Eflingar stéttarfélags eins og þau hafa krafist. Kjörnir fulltrúar geta ekki einungis varpað ábyrgðinni yfir á samninganefnd Reykjavíkurborgar og það er eðlilegt að borgarstjórn komi með virkari hætti að gera kjarasamninga þar sem fulltrúarnir koma að stjórn borgarinnar. Yfirgnæfandi meirihluti kjósanda í atkvæðagreiðslu Eflingar um verkfallsaðgerðir gegn Reykjavíkurborg samþykkti verkfallsboðun. Það er því greinilegt að aðferð Reykjavíkurborgar hefur ekki verið að virka og þörf er á breytingum. Það er nauðsynlegt að greiða starfsfólki borgarinnar sem sinnir gríðarlega mikilvægum störfum, mannsæmandi kjör og hlusta á raddir þeirra. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Umboð samninganefndar Reykjavíkur er ótvírætt. Ekkert kallar á breytingu á því að samið sé um kaup og kjör annarstaðar en við samningaborðið. Staðan er augljóslega viðkvæm en mikilvægt er að sú samstaða haldi sem lífskjarasamningarnir staðfestu síðasta vor. Samningarnir voru undirritaðir af allri verkalýðshreyfingunni og Samtökum atvinnulífsins. Auk þess var í lífskjarasamningnum sérstök yfirlýsing ríkisstjórnarinnar um tekjuskatt, fæðingarorlof, barnabætur, húsnæðismál, lífeyrismál, félagsleg undirboð, hagstjórn, verðlag og verðtryggingu ásamt einföldun regluverks og eftirlits. Þá hefur lífskjarasamningurinn þau skýru ákvæði að lægstu laun hækki umfram önnur laun. Tilboð borgarinnar í öllum viðræðum hafa endurspeglað áherslur lífskjarasamningana enda hafa öll verkalýðsfélög landsins sem lokið hafa samningum, samið á grunni þeirra, bæði við undirritun og í þeirri samningalotu sem nú stendur yfir.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf Stefáns Eiríkssonar, dags. 29. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð veiti honum lausn frá störfum borgarritara frá og með 29. febrúar 2020. R20010361
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Stefáni Eiríkssyni er þakkað fyrir vel unnin störf sín fyrir borgina. Fyrst um sinn sem sviðsstjóri velferðarsviðs og síðar sem borgarritari. Stefán hefur sinnt störfum sínum af alúð, vandvirkni, virðingu og festu. Stefáni er óskað velfarnaðar í nýju og mikilvægu embætti.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins óska Stefáni Eiríkssyni velfarnaðar í nýju og vandasömu starfi.

    Stefán Eiríksson víkur af fundinum undir þessum lið.

  31. Fram fer kynning á skýrslu innri endurskoðunar á framkvæmdum við gas- og jarðgerðarstöð SORPU bs. á Álfsnesi. R20010342

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Innri endurskoðun er þakkað fyrir skýrsluna um framkvæmdir við gas- og jarðgerðarstöð. Fulltrúar í stjórn SORPU hafa lagt fram og rætt skýrsluna í nær öllum bæjarráðum og borgarráði þeirra sveitarfélaga sem eiga byggðasamlagið SORPU. Mikilvægt er að næstu skref einkennist af metnaði fyrir byggðasamlagið með því að ljúka framkvæmdum og hefja rekstur gas- og jarðgerðarstöðvarinnar til þess að geta flokkað lífrænan úrgang af miklu umfangi á sem umhverfisvænastan hátt. Jafnframt þarf að taka markviss skref til að vinna til baka traust á fyrirtækinu, meðal annars með aðgerðaráætlun frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og hinsvegar með umbótaáætlun frá stjórn SORPU byggða á tillögum sem finna má í skýrslu innri endurskoðunar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Nú er staðfest að ekki var farið eftir samþykktum ferlum SORPU. Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi SORPU og ber höfuðábyrgð á dótturfélagi sínu; bæði stjórnsýslulega og fjárhagslega. Borgarstjóri hefur beina aðkomu þar sem hann situr sjálfur í eigendahópi f.h. langstærsta eigandans; Reykjavíkurborg. Þá vekur athygli að fulltrúi Reykjavíkurborgar virðist ekki hafa vitað af setu sinni í stýrihópi eigenda vegna gas- og jarðgerðarstöðvarinnar. Ljóst er að aðkoma kjörinna fulltrúa hefur verið í algeru skötulíki þar sem eigendavettvangur SORPU með borgarstjóra innanborðs ákvað að stýrihópur eigenda „skyldi hafa umsjón með framkvæmd” eins og segir meðal annars á bls 4 og 6 skýrslu innri endurskoðunar.  Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa margsinnis bent á að minnihluti hafi enga aðkomu að málefnum SORPU, hvorki fulltrúa í stjórn, rýnihópi eða stýrihópi eigenda. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu til þessa úttekt í september og greiddu atkvæði gegn því að borgin gengist í ábyrgð fyrir nýjum lánum. 

    Áheyrnarfulltrúa Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þetta mál er algjör martröð fyrir útsvarsgreiðendur í Reykjavík. Atkvæðavægi og fjárhagsleg ábyrgð er í samræmi við íbúafjölda sveitarfélaganna. Reykjavíkurborg er meirihlutaeigandi í SORPU en hefur einungis einn stjórnarmann og situr uppi með stærsta bakreikninginn. Ekki vantaði eftirlitsaðilana í verkefninu og rekstrinum en þeir eru: rýnihópur fjámálastjóra, stýrihópur eiganda vegna gas- og jarðgerðarstöðvar, rýnihópur SORPU, verkefnisstjóri SORPU, Mannvit, Ístak, Batterí og Verkís. SORPA er byggð þannig upp að fyrst koma sveitastjórnirnar, þá eigendavettvangur SORPU sem í sitja borgarstjóri og bæjarstjórar á höfuðborgarsvæðinu og síðan stjórn SORPU sem í situr einn kjörinn fulltrúi frá meirihluta í hverju sveitarfélagi. Yfir þessu öllu svífa síðan Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Hér er nákvæmt dæmi um verkefni sem hefur of mörg „millistykki“ og úthýsingu valds kjörinna fulltrúa. Hvernig í ósköpunum var hægt að koma verkefninu 1,5 milljarða framúr áætlunum? Það er augljóslega eitthvað mikið að í samskiptum í þessu félagi.

    Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Enn ein skýrslan hefur verið birt sem sýnir að víða er pottur brotinn í borgarkerfinu. Nú eru það málefni SORPU og þá staðreynd að 1,4 milljarð vantar inn í fjárfestingaráætlun fyrirtækisins, en kostnaður  vegna byggingar gas- og jarðgerðarstöðvar og tækjakaup fór sem því nemur fram yfir kostnaðaráætlanir. Þetta er ekki fyrsta skýrslan sem sýnir vandamál af þessu tagi í borginni. Búið er að senda framkvæmdarstjórann heim en það er eins og stjórn ætli að hvítþvo sig af því að hún bað um skýrsluna. Það er mat Flokks fólksins að stjórnin öll eigi að axla ábyrgð en ekki setja alla sök á einn aðila, en um hann vill stjórn að umræðan snúist aðallega. Þegar svona stór skandall kemur upp á stjórn einfaldlega að víkja og gildir einu hvort akkúrat þessi stjórn var við völd þegar skandallinn átti sér stað. Borgarfulltrúa finnst eins og þessi meirihluti í borgarstjórn eigi erfitt með að lesa umhverfið með siðferðisgleraugum. Það er eins og ekkert bíti á sama hversu alvarlegir hlutirnir eru. Skýrsla innri endurskoðunar er kýrskýr og er stjórn og hennar vinnubrögð ekki síður gagnrýnd. Borgarfulltrúi Flokks fólksins ítrekar mikilvægi þess að stjórnin öll stígi til hliðar.

    Líf Magneudóttir, Birkir Jón Jónsson, Anna Margrét Jóhannesdóttir, Jenný Stefanía Jensdóttir, Sigrún Jóhannesdóttir og Þórunn Þórðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 13.20 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.

    Fylgigögn

  32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir upplýsingum um það hvenær vinna við jafnfréttismat á breyttum opnunartíma leikskólana byrjar og hvenær verður henni lokið? Þá er óskað eftir upplýsingum um hverjir koma að gerð matsins og hvaða mælikvarðar verða notaðir við gerð þess. R20010252
    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks kalla eftir rýmingar- og almannavarnaráætlun út úr höfuðborgarsvæðinu. R19050103

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi svar: 

    Á fundi borgarráðs 16. maí sl. fór fram kynning á drögum að rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins, sbr. 23. lið fundargerðarinnar og er borgarráðsfulltrúum aðgengileg með gögnum þess fundar.

  34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Kallað er eftir niðurstöðum þeirra starfshópa sem unnið hafa að endurskoðun innri leigu á yfirstandandi kjörtímabili og því síðasta. R20010389
    Visað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  35. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir að starfsreglur stjórnar SORPU frá 14. október 2016 verði lagðar fram á næsta fundi borgarráðs. R20010342

  36. Lögð fram svohljóðandi ítrekun áheyrnarfulltrúa Miðflokksins á tillögu um að innri endurskoðun framkvæmi úttekt vegna kaupa og riftana samninga vegna Grensásvegar 12, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 16. janúar 2020 

    Borgarfulltrúi Miðflokksins leggur til að innri endurskoðandi Reykjavíkur framkvæmi úttekt á öllum ákvörðunum og gjörningum sem gerðar voru vegna kaupa og riftana samninga vegna Grensásvegar 12. R17090010
    Frestað.

  37. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins 

    1. Í skýrslu Ríkisendurskoðanda til Alþingis kemur fram að í janúar 2015 gerðu RÚV og Reykjavíkurborg með sér samkomulag um skipulagssamkeppni á lóð RÚV í Efstaleiti, nánar tiltekið um lóðarréttindi og byggingarétt. Samkvæmt samkomulaginu fékk Reykjavíkurborg í sinn hlut 20% af samþykktu byggingarmagni. Af hverju gerði Reykjavíkurborg ekki kröfu um að RÚV tæki þátt í stofnkostnaði innviða til að gera lóðina byggingarhæfa? 2. Heildarsöluverðmæti byggingaréttar nam 1.966 m.kr og var kostnaður RÚV við að gera lóðina söluhæfa 495 m.kr. Hvað er átt við með því að gera lóðina söluhæfa þar sem borgin var þegar búin að taka á sig allan stofnkostnað innviða til að gera lóðina byggingarhæfa? 3. Hvers vegna var ekki fært til útgjalda hjá Reykjavíkurborg að framselja til RÚV þau verðmæti sem fólust í sölu á byggingarétti á lóð sem borgin hefði getað gengið eftir að yrði skilað? 4. Hvers vegna véfengdi Reykjavíkurborg ekki þann gjörning þegar lóðinni við Efstaleiti var skipt upp við stofnun RÚV þar sem ekki var leitað eftir samþykki borgarinnar? 5. Hvenær var tekin ákvörðun um að Reykjavíkurborg opnaði þjónustumiðstöð í útvarpshúsinu? 6. Hvenær var hún opnuð? 7. Hvað hefur Reykjavíkurborg greitt til RÚV frá upphafi leigusamnings til 1. febrúar 2020? 8. Hvað er húsnæðið stórt sem Reykjavíkurborg leigir af RÚV? 9. Hvernig var leigan ákvörðuð og hvert er leiguverð pr. fermeter? 10. Er ekki óeðlilegt að RÚV sem rekur stærstu fréttastofu landsins sé fjárhagslega háð Reykjavíkurborg með leigugreiðslum? R20010380
    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  38. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins 

    Hvað kostaði tæmandi talið að endurgera Tjarnarbíó á verðlagi dagsins í dag? R20010390
    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  39. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins

    Hvenær er áætlað að borgarráð fái afhent skilamat fyrir framúrkeyrslu upp á fleiri hundruð milljónir króna vegna viðhalds og viðbyggingar Klettaskóla? R19050018
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  40. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins

    Hver er staðan á útisalernum í Reykjavík eftir að samstarfssamningur um þau rann út um áramót? R20010387
    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  41. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins

    Hvers vegna voru starfstöðvar garðyrkjudeilda á Klambratúni og á Njarðargötu sameinaðar í einni stöð á Granda? Ef sameiningin er á grunni hagræðingar hver er þá sparnaðurinn áætlaður á ársgrundvelli? R20010385

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  42. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins

    Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar veitir árlega almenna styrki til félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga til starfsemi og þjónustu 1. Hvað voru styrkir sem mannréttinda- , nýsköpunar- og lýðræðisráðs veitti á árunum 2019, 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012, 2011 og 2010 háir? 2. Hvað voru skyndistyrkir sem eru að jafnaði afgreiddir jafnóðum á fundum mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð veitti á árunum 2019, 2018, 2017, 2016, 2015, 2014, 2013, 2012, 2011 og 2010 háir? Sömu upplýsinga er óskað frá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. R20010384 

    Vísað til umsagnar mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs og menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.

  43. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að sálfræðingar í skólum og sálfræðiþjónustan færist undir skóla- og frístundasvið. Í dag er hún undir velferðarsviði. Það er mat borgarfulltrúa að með því að færa sálfræðinga skóla undir skóla- og frístundasvið komist þeir í betri tengingu við skólana, börnin og kennara. Skólasálfræðingar heyra undir þjónustumiðstöðvar borgarinnar þar sem þeir hafa aðsetur. Í skýrslu innri endurskoðunar sem kom út í júlí 2019, kom fram skýrt ákall skólastjórnenda að sálfræðingar kæmu meira inn í skólanna. Nærvera þeirra myndi létta álagi á kennara. Það hefur lengi legið fyrir að of mikil fjarlægð er milli barna/kennara og fagfólks. Þessi tillaga miðar af því að styrkja formlegar stoðir og innviði skólakerfisins til að hægt sé að sinna börnum og kennurum betur og ekki síst til að eiga betri möguleika á að minnka biðlista. Í raun má segja að það sé engin haldbær rök fyrir því að skólaþjónusta tilheyri ekki því sviði sem rekur skólanna. Með þessari breytingu aukast líkur á meiri skilvirkni, skipulagi og framkvæmd á stuðningi við börn og ungmenni í skólastarfi enda allt utanumhald þá undir sama þaki ef svo má segja. Með því að sálfræðingar heyri undir skóla- og frístundasvið yrði hlutverk skólaþjónustu gagnvart skólum og starfsfólki þeirra eflt. R20010379

    Frestað.

  44. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fyrirspurn um afgreiðslu á tillögu Flokks fólksins um rýmri reglur fyrir gæludýr í strætisvögnum, einnig um tillögu um aðgengi hunda og aðstöðu hundaeigenda sem og tillögu um að innheimta hundagjald fari í uppbyggingu á hundasvæði á Geirsnefi. Afgreiðsla þessara þriggja tillagna er óljós eða öllu heldur skorti haldbær rök. Flokkur fólksins spyr: Af hverju tillaga um rýmri reglur var ekki send til umsagnar hjá stjórn Strætó bs? Spurt er af hverju tillögunum um a) aðgengi hunda og aðstöðu hundaeigenda sem og b) tillögu um að eftirlitsgjald sé notað í uppbyggingu á hundasvæði á Geirsnefi var ekki vísað til skoðunar hjá starfshópi um endurskoðun þjónustu við gæludýraeigendur eins og Heilbrigðiseftirlitið leggur til í sinni umsögn? Hver eru rökin fyrir því að umhverfis- og heilbrigðisráð leyfir sér að hundsa tillögu Heilbrigðiseftirlits um að þessar þrjár tillögur fari til skoðunar hjá umræddum stýrihópi? R20010132

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi svar: 

    Borgarráð vísaði tillögum Flokks fólksins til fullnaðarafgreiðslu umhverfis- og heilbrigðisráðs sem hefur nú afgreitt þær á fundi sínum. Ekki er fallist á að afgreiðslurnar hafi verið óljósar né að rök hafi skort fyrir afgreiðslu ráðsins. Málunum er því lokið og fyrirspurnin verður ekki send til frekari vinnslu.

  45. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Tillaga Flokks fólksins að íbúaráðin hlutist til um að stofnanir í hverfinu tengist meira en nú er raunin og að íbúar hverfisins eigi þá mögulega ríkari samskipti. Flokkur fólksins leggur til að eitt af hlutverkum íbúaráða sé að finna leiðir til að auka og dýpka bæði fagleg og persónuleg tengsl íbúa hverfa í gegnum stofnanir borgarinnar í hverfinu. Sjá má íbúaráðin sem eins konar lím milli skóla, leikskóla, félagsmiðstöðva og menningarstaða hverfisins. Með aukinni samvinnu tengjast einstaklingar meira og börn og fullorðnir hverfisins geta sameinast í auknum mæli í leik og starfi. Flokkur fólksins leggur til að þessi tillaga verði send til íbúaráðanna til skoðunar. Hér er sett fram hugmynd sem gæti verið hluti af hugmyndafræði íbúaráða sem borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að mætti útfæra nánar í íbúaráðunum. R20010381

    Vísað til frekari skoðunar í stýrihóp um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð.

  46. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Borgarráð hefur samþykkt deiliskipulag fyrir grenndarstöðvar við Arnarbakka í Breiðholti. Grenndarstöð sem er núna á stór bílastæði við Arnarbakka til móts við Maríubakka verður færð til og verður framvegis staðsett á núverandi snúningshaus við Leirubakka. Flokkur fólksins óskar að vita hvers vegna er verið að flytja gámana? Þar sem fyrirhugað er að setja gámana fýkur ruslið yfir blokkirnar í sunnan og suðaustan átt. Þarna er mikill strengur. Þeir sem leggja þetta til þekkja ekki til veðurs á þessu svæði. Skárri kostur væri að setja gámana í suðausturhorn bílastæðis við Leikskólann Arnarborg. Þar er skjól og það er miðsvæðis. Flokkur fólksins telur að þessi stæði séu ekki nýtt. R20010382

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  47. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Í svari frá Heilbrigðiseftirlitinu segir að hundeigendum beri að sinna skyldu sinni að finna sinn hund hafi hann týnst skv ákvæðum dýraverndunarlöggjafar og samþykkt um hundahald á hverjum stað. Þá er spurt ef sveitarfélögum er skylt að hafa athvarf, hvers vegna borga ekki allir útsvarsgreiðendur fyrir það eins og aðrar skyldur sveitarfélaga? Eins og staðan er núna, borga hundaeigendur sem skrá hundana sína, fyrir athvarf sem geymir óskráða hunda. Því það eru jú langoftast óskráðir hundar sem þurfa að gista yfir nótt, hinir skráðu komast til síns heima samdægurs. Flokkur fólksins vill að innri endurskoðun gerir úttekt á fjármálum hundaeftirlits enda velta margir því fyrir sér í hvað hundagjöld eru notuð þegar staðfest hefur verið að öllum verkefnum hundaeftirlitsins hefur snarfækkað. Hundaeftirlitið sér ekki ástæðu til þess að innri endurskoðun taki út reksturinn og segir að allt standist skoðun. Um þetta eru hundaeigendur einfaldlega ekki sammála. Á heimasíðu Reykjavíkur um opin fjármál kemur fram að laun og launatengd gjöld árið 2018 hafi verið 15.762.638 kr. Inni á heimasíðu Hundaeftirlits Reykjavíkur kemur fram að laun árið 2018 hafi verið 27.774.463 kr. Hver er ástæðan fyrir þessum mismun upp á 12.011.825 kr.? R20010132

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  48. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fram kemur í svari frá Heilbrigðiseftirlitinu að öll starfsemi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur er staðsett í Borgartúni 12 eins og fram kemur á heimasíðu, á bréfsefnum og í undirskriftum starfsmanna. Þá er spurt: Er Hundaeftirlitið að borga leigu fyrir aðstöðu fyrir hundageymslur? Ef svo er, hver er sú upphæð á ári? Í svari frá Heilbrigðiseftirlitinu segir að „innri leiga er greidd til eignasjóðs Reykjavíkurborgar sem er reiknuð eftir sömu reglum og aðrar einingar Heilbrigðiseftirlitsins hjá umhverfis- og skipulagssviði greiða og miðast við fjölda starfsmanna hverrar einingar. Tveir starfsmenn gera 1% af starfsmönnum sviðsins í húsinu og er leigan um 3,7 milljónir á ári.“ Spurt er þá hvort þetta þýði þá að umhverfis- og skipulagssvið sé að greiða 30 milljónir á mánuði í húsaleigu, fyrir 200 starfsmenn? Kvartað hefur verið undan að hundaleyfisgjald sé jafnvel talið hærra en nemi kostnaði sem borgin hefur af hundahaldi, spurt er í hvað hundagjöldin fara. Heilbrigðiseftirlitið kannast ekki við slíkar kvartanir enda sé „reksturinn gagnsær. Í þessu sambandi vill Flokkur fólksins spyrja hvort kvörtun Hundarræktarfélag Íslands til Umboðsmanns Alþingis árið 1994 sé gleymd? https://www.umbodsmadur.is/alit-og-bref/mal/nr/180/skoda/reifun Því miður krafðist Umboðsmaður Alþingis ekki rannsóknar á fjármálum eftirlitsins á þeim tíma. R20010132

    Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.

  49. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Borgaritari er að kveðja Ráðhúsið. Í skúffu borgarstjóra liggur óafgreidd kvörtun frá borgarfulltrúa Flokks fólksins vegna meiðandi umæla borgarritara um borgarfulltrúa minnihlutans. Borgarfulltrúi spyr hvort ekki eigi að hnýta lausa enda áður en borgarritari hverfur á braut frá borginni og afgreiða kvörtunina? Kvörtunin er dags. tíunda apríl 2019 og móttekin af mannauðsdeild tólfta apríl 2019. Eftir þó nokkrar vangaveltur mannauðsdeildar sem einkenndust að mestu af spurningum hvað gera ætti við kvörtun af þessu tagi stóð til boða að vísa henni til borgarstjóra með þeim orðum að ekki væri hægt að vinna hana samkvæmt þeim verkferlum, ekki heldur bráðbirgðaverkferil sem meirihlutinn hefur samþykkt. Skrif borgarritara var fyrst sett inn á sameiginlegt vinnusvæði starfsmanna. Um 80 starfsmenn þ.m.t. yfirmenn tóku þátt í illu umtali um borgarfulltrúa minnihlutans. Spurt er hvort ekki eigi að ljúka að afgreiða kvörtunina sem hér um ræðir með formlegum hætti áður en sá sem kvartað er yfir, borgarritari, hverfur til annarra starfa? Ekki er vænlegt að skilja eftir ókláruð mál af þessu tagi. Hér er laus endi sem þarf að hnýta. R20010392

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Fundi slitið klukkan 14:00

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dagur B. Eggertsson Marta Guðjónsdóttir