Borgarráð
Ár 2020, fimmtudaginn 9. janúar, var haldinn 5569. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:08. Viðstödd voru: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 5. desember 2019. R19060011
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Flokkur fólksins vill nota tækifærið hér og minna aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks á að nú hafa ný umferðarlög tekið gildi. Meðal nýmæla er undantekning frá akstursbanni um göngugötur sem felur í sér að bílar merktir með stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða og bílar sem sinna akstursþjónustu fatlaðra mega nú nýta sér göngugötur og mega jafnframt leggja þar í merkt stæði. Flokkur fólksins spyr hvort borgin sé ekki að öllu leyti að virða þessi lög þegar vika er liðin síðan þau tóku gildi og hvort til standi að opna lokaðar göngugötur fyrir þeim bílum sem hafa nú heimild til að aka þar?
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 28. október, 11. nóvember og 9. desember 2019. R19010031
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 5. desember 2019. R19010035
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hatursorðræða birtist með margskonar hætti og beinist að ólíkum hópum. Hatursorðræða og fordómar birtast nú hvað helst með rafrænum leiðum á síðum undir fölskum prófílum. Einhverjir taka þátt og dreifa og þannig berst hatur og fordómar hratt út. Það sem gerir rafræna hatursorðræðu erfiðari er að ekki er oft vitað hver stendur á bak við hana. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af börnunum í þessu sambandi sem sjá og heyra hatursumræðu á netinu. Eitt af meginmarkmiðum ætti því að vera að stuðla að vitundarvakningu um hatursáróður og hatursorðræðu á netinu til að vara og vernda börn og ungmenni. Við þurfum að kenna þeim mikilvægi miðlalæsis og styðja þau í að verja mannréttindi á netinu og utan þess og auka almenna vitund gegn hatursáróðri á netinu. Hatursorðræða beinist einnig gagnvart hópum eins og öryrkjum (fólk með fötlun) og eldri borgurum sem og öðrum minnihlutahópum. Þegar rætt er um þessi mál er mikilvægt að hafa alla þessa hópa í huga.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Það sem til umfjöllunar var á þessum sameiginlega fundi mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs og fjölmenningarráðs var útfærsla á tillögu fjölmenningarráðs um átak gegn hatursorðræðu sem vísað var til mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs á sameiginlegum fundi borgarstjórnar og fjölmenningarráðs þann 30. apríl s.l. sem hefur verið samþykkt af mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði. Útfærslan snýst um að ráðast í átak gegn hatursorðræðu og fordómum í samvinnu við Intercultural Cities og vinna meðal annars gegn staðalímyndum hvort sem þær birtast í orðræðu á vefnum eða annarsstaðar. Átakið mun miða að því að vinna gegn öllum fordómum sama í garð hvaða minnihlutahóps þeir beinast.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 5. og 19. desember 2019. R19010016
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Árbæjar og Norðlingaholts frá 17. desember 2019. R19110155
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir íbúaráðs Breiðholts frá 2. og 19. desember 2019. R19110154
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 16. desember 2019. R19110156
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir íbúaráðs Grafarvogs frá 4. og 30. desember 2019. R19110157
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 11. og 30. desember 2019. R19110159
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 11. og 30. desember 2019. R19110153
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 9. desember 2019. R19110158
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða frá 18. desember 2019. R19110152
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 20. desember 2019. R19110160
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð ofbeldisvarnarnefndar frá 16. desember 2019. R19010037
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða á höfuðborgarsvæðinu frá 16. desember 2019. R19010027
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir skipulags- og samgönguráðs frá 11. og 18. desember 2019. R19010022
B-hluti fundargerðarinnar frá 11. desember er samþykktur.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 17. lið fundargerðarinnar frá 11. desember:
Það er augljóst á gagnbókun meirihlutans við þessum lið sem er afgreiðsla tillögu Flokks fólksins um umbætur á svæði Geirsgötu og Kalkofnsvegar móts við Hörpu að meirihlutinn leggur allt í sölurnar til að strípa miðbæinn af bílum og þar með því fólki sem kemur akandi á þetta svæði. Tillagan var felld. Segir í gagnbókun þeirra að til að skapa mannvæna borg verður að gera gangandi og hjólandi hátt undir höfði. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill nefna að það er engin bær ef ekki er þar fólk, nema þá bara draugabær. Gera þarf öllum jafn hátt undir höfði og sjá til þess að draga úr töfum allra sama hvaða ferðamáta þeir nota. Tryggja þarf einnig öryggi allra eins og hægt er án tillits til ferðamáta. Meirihlutinn og skipulagsyfirvöld hans virðast hins vegar gera í því að viðhalda umferðarteppu og gera akandi eins erfitt fyrir og mögulegt er til að halda þeim frá bænum. Halda mætti að það væri ásetningur meirihlutans að útiloka akandi fólk, fólk sem býr í efri byggðum, er utan af landi og verður að nota bíl sinn til að komast langar leiðir þar með til að sinna erindum eða vinnu í bænum. Þetta er upplifun borgarfulltrúa Flokks fólksins.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Til þess að skapa mannvæna borg og styrkja fjölbreytta ferðamáta er grundvallaratriði að gera gangandi og hjólandi hátt undir höfði. Tillögur Flokks fólksins miða flestar að því sama, að auka „flæði“ bílaumferðar á kostnað gangandi og hjólandi. Við erum ósammála þeirri hugmyndafræði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:
Borgarfulltrúa Flokks fólksins er knúinn til að segja það sama því meirihlutinn í borgarstjórn leitast stöðugt við að misskilja og snúa út úr skrifum flokka í minnihlutanum. Hér er vísað í bókun í borgarráði 9. janúar undir lið 16 þar sem meirihlutinn fullyrðir að tillögur Flokks fólksins í umferðarmálum miði að því að auka bílaumferð á kostnað gangandi og hjólandi. Þetta er ekki rétt. Fólk í Flokki fólksins gengur líka og hjólar og sumir eru hreyfihamlaðir og í hjólastól. Allir þurfa að komast leiðar sinnar og hver og einn ákveður sjálfur eftir þörfum og vilja hvernig hann ferðast um. Allar tillögur Flokks fólksins miðast að því að minnka tafir fyrir alla og vill að meirihlutinn sýnir öllu fólki sömu virðingu óháð því hvernig það velur að ferðast eða þarf að ferðast. Umferðartafir eru slæmar fyrir fjölmargar sakir, ekki bara vegna tafa heldur einnig vegna mengunar sem umferðarteppur valda. Allir líða fyrir stjórnleysi meirihlutans á umferðarmálum borgarinnar. Af hverju vill meirihlutinn ekki auka flæði umferðar t.d. með því að bæta ljósastýringar. Fjölmargt er hægt að gera og hefur Flokkur fólksins lagt fram margar hugmyndir en þeim er jafnhraðan fleygt.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 8. janúar 2020. R20010008
B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.
- Kl. 9.14 tekur borgarstjóri sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. nóvember 2019. R19010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 6. desember 2019. R19010024
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Níu mánaða uppgjör 2019 var kynnt af framkvæmdastjóra. Segir í fundargerð að „ niðurstaða rekstrar sé rúmlega 119 milljónir en verulegur samdráttur hefur orðið í tekjum. Jafnframt kynntur samanburður rekstrar og áætluna.“ Engin skjöl fylgja þessari fundargerð varðandi frávikin. Ítrekuð er ósk borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að fylgigögn liggi fyrir fundum borgarráðs.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Á vefsíðu Sorpu bs. má nálgast öll fylgiskjöl sem lögð eru fram á stjórnarfundum. Níu mánaða uppgjör byggðasamlagsins er hins vegar óendurskoðað af hálfu fyrirtækisins því venju samkvæmt er það lagt fram í samfloti við Reykjavíkurborg og fyrirkomulag þess og endurskoðun í takt við það. Hingað til hefur það því ekki verið birt sérstaklega á vef Sorpu en það er sjálfsagt að skoða framtíðar fyrirkomulag um birtingu þess þar eins og það birtist í níu mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar. Þá gera samþykktir borgarinnar ekki ráð fyrir því að fundargögn byggðasamlaga séu lögð fyrir borgarráð heldur aðeins fundargerðir.
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 20. september, 11. október, 28. október, 22. nóvember og 13. desember 2019. R19010028
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að leggja fram fundargerðir sem eru að verða hálfs árs gamlar en áður hefur verið ítrekað að þær komi fyrir borgarráð jafnóðum. Einungis er einn fulltrúi Reykjavíkurborgar í stjórn Strætó bs. Þá vantar fylgigögn með fundargerðunum. Vakin er athygli á því að hér er verið að fara í innkaup upp á hundruð milljóna.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Bent er á að fundargerðir Strætó eru birtar á heimasíðu Strætó jafnóðum https://www.straeto.is/is/um-straeto/fundagerdir og þar má einnig nálgast fylgiskjöl. Þá skal því haldið til haga að samþykktir borgarinnar gera ekki ráð fyrir því að fundargögn byggðasamlaga séu lögð fyrir borgarráð heldur aðeins fundargerðir.
Fylgigögn
- Fundargerð stjórnar Strætó bs. 20. september 2019
- Fundargerð stjórnar Strætó bs. 11. október 2019
- Fundargerð stjórnar Strætó bs. 28. október 2019
- Fundargerð stjórnar Strætó bs. 22. nóvember 2019
- Fundargerð stjórnar Strætó bs. 13. desember 2019
- Fylgiskjöl undir 6. lið fundargerðar stjórnar Strætó frá 13. desember 2019
- Fylgiskjöl undir 6. lið fundargerðar stjórnar Strætó frá 13. desember 2019
-
Lagðar fram fundargerðir verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 22. október og 26. nóvember 2019. R19010108
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ítrekaðar eru áður gerðar athugasemdir um að fundargerðir verkefnisstjórnar miðborgarmála verði gegnsærri.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 9. desember 2019. R19010036
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 29 mál. R19120129
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 25. lið yfirlitsins:
Vakin er athygli á erindi frá samtökum um Betri byggð. Óskað er eftir upplýsingum á því hvernig erindið verði meðhöndlað í framhaldinu m.t.t. annarra erinda sem berast borginni, s.s. eins og frá heiðursborgurum Reykjavíkurborgar og t.d. íþróttafélögum.
Fylgigögn
-
Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1020/2019. R20010093
- Kl. 9.30 tekur Pétur Ólafsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal borgarráðs fyrir árið 2020. R18080150
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 11. desember 2019 á tillögu að endurskoðaðri samþykkt um götu- og torgsölu í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R17120016
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 11. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Saltvíkur á Kjalarnesi, ásamt fylgiskjölum. R19120145
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Í gögnum með tillögunni stendur m.a. að: „Rökstuðningur fyrir því að reisa starfsmannahús er sú að hingað til lands kemur fjöldi starfsmanna í stuttar vinnutarnir, mismunandi fjöldi eftir árstíðum og erfiðlega hefur gengið að finna húsnæði fyrir. Með þessu móti þá getur fyrirtækið sinnt starfmönnum sínum vel, starfsmenn verða í einstaklingsherbergjum, einnig er nokkuð um að pör komi saman og er hugsað til þess.“ Þó að það sé almennt séð jákvætt að heyra um húsnæðisuppbyggingu þar sem skortur er á íbúðum þá getur það skapað valdaójafnvægi þegar starfsfólk er upp á atvinnurekendur komið með húsnæði. Slík dæmi höfum við því miður orðið ítrekað vitni að á íslenskum vinnumarkaði og með því að halda þessu aðgreindu má tryggja að einstaklingar verði pottþétt ekki heimilislausir skyldu þeir missa vinnu sína eða segja upp starfi sínu.
Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 11. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna lóðarinnar nr. 6-8 við Koparsléttu, ásamt fylgiskjölum. R19120146
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 23. október 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 5 við Tunguháls, ásamt fylgiskjölum. R19100426
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 3. janúar 2020, þar sem drög að erindisbréfi samningateymis Reykjavíkurborgar vegna Borgarlínu í Reykjavík er lagt fram til kynningar. R20010063
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er verið að leggja fram og skilgreina hlutverk samningateymis við lóðarhafa og landeigendur vegna Borgarlínu. Hlutverk teymisins er að semja við lóðarhafa og landeigendur um minnkun lóða eða tilfærslu lóðarmarka með það að markmiði að Borgarlínan komist leiðar sinnar óháð annarri umferð.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Samningsmarkmið Reykjavíkurborgar gera ráð fyrir því að aðilar sem t.d. eru í nýsköpun þurfi að borga innviðagjöld. Víða annars staðar reyna sveitarfélög að laða fyrirtæki til sín, sem Reykjavíkurborg hefur ekki gert, heldur þvert á móti misst fyrirtæki og stofnanir frá sér yfir til nágrannasveitarfélaganna. Sem dæmi má nefna t.d. Sýslumanninn á höfuðborgarsvæðinu, Tryggingastofnun ríkisins, Costco, IKEA, Íslandsbanka svo fátt eitt sé nefnt.
Ólöf Örvarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að viðauka við samkomulag Reykjavíkurborgar og Háskólans í Reykjavík vegna Menntasveigs 2, 4, 6 og 8 og byggingu borgarlínustoppistöðvar við Háskólann í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R19120151
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 19. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að auglýsa lóðirnar Álfabakka 2A, 2B, og 2D til sölu á föstu verði, ásamt fylgiskjölum. R19030011
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 19. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að gjalddagi gatnagerðargjalda fyrir lóðirnar Bústaðavegur 151B, 151C og 151D verði 45 dögum eftir að lóðirnar hafa verið tilkynntar byggingarhæfar til lóðarhafa. R18040220
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að selja um 18,3 fermetra af óútvísuðu landi milli Hafnarstrætis 18 og Hafnarstrætis 20. R19120094
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning um viðbótarhúsnæði fyrir velferðarsvið vegna Hraunbæjar 119, ásamt fylgiskjölum. R19120003
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning um húsnæði fyrir Borgarbókasafnið Árbæ vegna Hraunbæjar 119, ásamt fylgiskjölum. R15020132
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð afturkalli úthlutun lóðanna og sölu byggingarréttar að Hraunbæ 133 og Hraunbæ 143. Samhliða er óskað eftir heimild borgarráðs til að bjóða lóðirnar út að nýju með hefðbundnum úthlutunar- og útboðsskilmálum R19030012
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við kaupsamning um kaup á lóðarréttindum og byggingarrétti á landi Gufuness, ásamt fylgiskjölum. R17120121
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Þau tímamót að íbúðauppbygging í Gufunesi muni nú fara af stað samhliða uppbyggingu atvinnu á sviði skapandi greina er gríðarlega spennandi og jákvæð fyrir borgina. Vandað var til alls undirbúnings stefnumörkunar og ráðstöfun fasteigna og lóða í Gufunesi og verður svo áfram. Ráðstöfun svæðisins í Gufunesi byggir á stefnumótun sem unnin var með aðkomu fulltrúa íbúa og hagsmunaaðila í Grafarvogi og full samstaða var um. Auglýst var eftir hugmyndum og var samstaða um að hugmyndir um kvikmyndaþorp og svæði skapandi greina væru áhugaverðastar. Við verðlagningu atvinnuhúsnæðis og byggingarréttar var unnið á grundvelli óháðs mats fasteignasala.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Úthlutun verðmæta borgarinnar og ekki hvað síst byggingarréttar á borgarlandi, verður að vera með þeim hætti að hafið sé yfir allan vafa um jafnræði aðila á markaði. Þessi lóðarréttindi voru ekki auglýst með almennum hætti og fóru ekki í gegnum útboðsferil. Sú aðferð að breyta byggingarmagni og gjalddögum eftir á gerir ferlið enn ógagnsærra. Þá hefur komið fram að borgin mun ekki njóta mögulegs ávinnings, sem lóðarhafinn GN studios ehf. kann að fá án þess að byggja. Rétt er að benda á að lokagreiðslan sem átti að greiðast á árinu 2020 verður ekki greidd á yfirstandandi ári.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir 130 íbúðir við Jöfursbás 11 í Gufunesi. R19050044
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða fyrstu lóðaúthlutun vegna verkefnisins Hagkvæmt húsnæði sem er umfangsmikið tilraunverkefni með því markmiði að fjölga valkostum ungs fólks til að eignast eða leigja þak yfir höfðið á viðráðanlegu verði. Verkefninu eru ætlaðar lóðir víða sem munu koma til úthlutunar á þessum ári á grundvelli ítarlegs undirbúnings sem staðið hefur frá upphafi árs 2018. Byggt var á auglýsingu og skýrum skilmálum þar sem hagsmunir væntanlegra kaupenda , ungs fólks og fyrstu kaupenda, var sett í fyrsta sætið en einnig sú stefna borgarinnar að koma til móts við sem flesta hópa á húsnæðismarkaði á markvissan hátt. Athygli vekur að söluverð íbúðanna verður frá undir 20 milljónum fyrir stúdíóíbúðir, rúmlega 25 milljónir fyrir tveggja herbergja íbúðir, rúmlega 30 milljónir fyrir þriggja herbergja íbúðir og rúmlega 35 milljónir fyrir fjögurra herbergja íbúðir. Spennandi verður að fylgjast með uppbyggingu og framhaldinu.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Söluverð íbúðanna er yfir 600 þúsund krónur á m2 fyrir stúdíóíbúðir og um 600 þúsund fyrir 2ja herbergja íbúðir. Verður það að teljast í hærri kantinum þegar fjallað er um „hagkvæmt húsnæði“.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Ástæða þess að þessu verkefni var hrint úr vör var að markaðurinn var ekki að bregðast við eftirspurn eftir minna húsnæði sem hentar ungu fólki og fyrstu kaupendum. Það að húsnæðið minnki í umfangi, án þess að það fækki herbergjum, lækkar verðin sem er fyrir mörgum forsenda þess að geta yfirleitt keypt sér húsnæði. Markmiðið var að hvetja til uppbyggingar vel skipulagðra minni fasteigna sem henta ungu fólki og fyrstu kaupendum á hagkvæman hátt þar sem gæði skipulagsins væru í fyrirrúmi, ekki endilega að fyrst og fremst lækka fermetraverð heldur frekar að lækka heildarkostnaðinn sem er það sem raunverulega sker úr um hvort fólk geti eða geti ekki orðið fasteignaeigendur.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 4. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning vegna Keilufells 5, ásamt fylgiskjölum. R19010414
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 5. janúar 2020, þar sem yfirlit yfir eignir sem eignasjóður er með á leigu vegna velferðarsviðs til framleigu fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd og kvótaflóttafólk er lagt fram til kynningar.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R20010078
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 26. nóvember 2019, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 20. nóvember 2019 á nýjum samningsdrögum um rekstur Reiðhallarinnar í Víðidal, ásamt fylgiskjölum. R19120009
Samþykkt.Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 11. desember 2019, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. desember 2019 á samningsdrögum við KFUM og KFUK, Skátasamband Reykjavíkur og Taflfélag Reykjavíkur um samskiptamál hvað varðar styrkveitingar, rekstur o.fl., ásamt fylgiskjölum. R19120184
Samþykkt.Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 17. desember 2019, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 16. desember 2019 á drögum að samstarfssamningi milli Reykjavíkurborgar og Íþróttabandalags Reykjavíkur f.h. íþróttafélaganna í borginni, ásamt fylgiskjölum. R19120185
Samþykkt.Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 11. desember 2019, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. desember 2019 á tillögum styrkjahóps ráðsins fyrir árið 2020 vegna íþrótta- og æskulýðsmála, ásamt fylgiskjölum.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R19120186
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 11. desember 2019, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. desember 2019 á tillögum styrkjahóps ráðsins.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R19120187
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 10. desember 2019, sbr. samþykkt menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. desember 2019 á tillögum um styrkjaúthlutun árið 2020 vegna viðhaldsverkefna.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R19120183
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 9. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki drög að samningi um tónleikahald í Laugardal í júní 2020. R18110156
Samþykkt.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Á fundi borgarráðs 5. september 2019 var samþykkt að tónleikar Secret Solstice verði haldnir í Laugardal dagana 26.-28. júní 2020 með sambærilegu sniði og 2019 ef samningar nást um tónleikahaldið eins og segir í framlagningu málsins. Borgarfulltrúi vill minna á ályktun íbúasamtaka Laugardals um að gerð verði viðhorfskönnun meðal íbúa um hvort halda eigi hátíðina aftur í dalnum. Eftir þeim niðurstöðum þarf að bíða og heyra þarf einnig í öllum foreldrafélögum á svæðinu. Allir voru sammála um að betur gekk 2019 en 2018 enda mun meiri fyrirbyggjandi vinna viðhöfð. Engu að síður komu upp 40 fíkniefnamál og umsögn barst frá Þrótti að tónleikahald á grassvæðinu undanfarin ár hafi skemmt völlinn og var sagt að svæðið væri í raun ekki hæft undir keppni í knattspyrnu í kjölfar hátíðarinnar. Flokkur Fólksins lagði til á fundi borgarráðs fyrir hátíðina í fyrra styttingu á vínveitingaleyfi um hálftíma, 23 í stað 23:30 en tillagan var felld af meirihlutanum. Borgarfulltrúi hefur ekki atkvæðisrétt í borgarráði en vill í þessari bókun viðra þá skoðun að betra væri að fundinn yrði hentugri staður fyrir tónleikahátíð af þessari stærðargráðu heldur enn inn í miðju íbúahverfa.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Viðhorfskönnun fór fram í nóvember sl. en verið að vinna úr niðurstöðum hennar. Samningsdrögin sem samþykkt voru á þessum fundi gera ráð fyrir umfangsmiklu samstarfi tónleikahaldara og borgarinnar. Þá er gert ráð fyrir sérstökum samráðshópi sem mun annast samskipti við borgina, Þrótt, Ármann, lögreglu, slökkvilið, miðbæjarathvarf, foreldrafélög grunnskóla í nágrenni Laugardals, Strætó, umhverfis- og skipulagssvið, menningar- og ferðamálasvið, samstarfshóp Reykjavíkurborgar um forvarnir og fleiri. Solstice hátíðin gekk afar vel á síðasta ári og mun ganga enn betur eftir því sem samtal, upplýsingagjöf og samstarf eykst.
Ómar Einarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundaviðs, dags. 12. desember 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 10. desember 2019 á tillögu um frestun gildistöku nýrra reglna um strætókort til nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. R19070010
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. nóvember 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 26. nóvember 2019 á tillögum starfshóps um snjalltækjanotkun og skjátíma í skóla- og frístundastarfi. R19110411
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fram kemur í bókun kennara og skólastjóra í framlögðum gögnum að í starfshópnum hafi ekki setið fulltrúar kennara í Reykjavík þótt þeir séu lykilaðilar þegar kemur að þessum þætti skólastarfs sem öðrum. Það er óskiljanlegt að lykilaðilum sé ekki boðið til samstarfs í hópi sem þessum. Hér er reyndar komin skýr staðfesting á því sem fram kemur í skýrslu innri endurskoðanda sem fram kom í júlí 2019 að ekki sé nægjanlega hlustað á skólastjórnendur og kennara. Af reglum í þessu sambandi vill borgarfulltrúi Flokks fólksins segja að leiðbeinandi reglur verði að sjálfsögðu að vera án miðstýringar. Það er einmitt það sem felst í því að vera „leiðbeinandi“ . Leiðbeinandi reglur eru ávallt af hinu góða.
Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 6. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki breytingar á gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins árið 2020, ásamt fylgiskjölum. R20010085
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér er um gjaldskrárhækkun að ræða sem er tvöfalt hærri en lífskjarasamningurinn kveður á um.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Líkt og fram kemur í erindi slökkviliðsstjóra er megintilgangur hækkunarinnar að gera slökkviliðsstjóra mögulegt að taka gjald skv. heimild í 3. mgr. 29. gr. laga um brunavarnir nr. 75/2000 þegar þarf að beita þvingunarúrræðum og/eða viðurlögum.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram trúnaðarmerkt bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 9. janúar 2020, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki tímaáætlun vegna skuldabréfaútboða á fyrsta ársfjórðungi 2020, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum. R20010079
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagður fram dómur héraðsdóms Reykjavíkur, dags. 19. desember 2019, í máli E-2374/2018. R18060204
Fylgigögn
-
Lagður fram dómur Landsréttar, dags. 20. desember 2019, í máli nr. 260/2019. R17120019
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 2 janúar 2020, sbr. samþykkt mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs frá 12. desember 2019 vegna úthlutunar styrkja ráðsins fyrir árið 2020, ásamt fylgiskjölum. R19120197
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 6. desember 2019, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 4. desember 2019 á tillögu um hækkun á grunnfjárhæð fjárhagsaðstoðar, ásamt fylgiskjölum. R19010221
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Sveitarfélagi er skylt að veita fjárhagsaðstoð til framfærslu einstaklinga og fjölskyldna sem ekki geta séð sér og sínum farborða án aðstoðar og hefur Reykjavíkurborg lagt á það áherslu að gera það vel og hefur nær undantekningarlaust boðið hæstu fjárhagsaðstoð á Íslandi. Um leið og unnið er að því að styðja fólk og fjölskyldur með ráðgjöf, stuðning og reglulegri eftirfylgni með snemmtæka íhlutun að leiðarljósi. Hér er um að ræða árlega hækkun á fjárhagsaðstoð sem byggir á úthlutun fjárhagsramma til velferðarsviðs. Geta má þess að reglur um fjárhagsaðstoð eru í endurskoðun og verða á dagskrá velferðarráðs á næstu vikum.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fjárhagsaðstoð til framfærslu er veitt þeim sem ekki geta séð sér farborða án aðstoðar. Eftir umræddar breytingar nemur grunnupphæð fjárhagsaðstoðarinnar allt að 207.709 kr. á mánuði fyrir einstakling sem rekur eigið heimili en grunnupphæðin er breytileg eftir húsnæðisaðstæðum viðkomandi og sambúðarstöðu. Lágar upphæðir fjárhagsaðstoðar eru ekki til þess fallnar að bæta viðkvæma stöðu þeirra sem framfleyta sér á henni. Það er mikilvægt að fjárhagsaðstoð hækki svo hún verði álíka lágmarkslaunum og að enginn í samfélaginu sé með minna en lágmarkslaun. Þeir sem þurfa að lifa á fjárhagsaðstoð gera slíkt ekki nema að þörf sé á og ætti upphæðin að duga fyrir helstu nauðsynjum út mánuðinn en erfitt er að sjá fyrir sér hvernig ætlast sé til þess að einstaklingur og fjölskyldur geti lifið sómasamlega á umræddri upphæð. Gert er ráð fyrir að vaxtabætur, húsnæðisbætur og sérstakur húsnæðisstuðningur hjálpi til við að greiða húsnæðiskostnað en það er stuðningur sem einstaklingar á lágmarkslaunum fá einnig en slíkt dugar samt sem áður oft ekki til að láta enda ná saman.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. janúar 2020, við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um heildarkostnað við blað um uppbyggingu íbúða í borginni, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 5. desember 2019. R18080190
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Sveitarfélögin voru harðlega gagnrýnd á árunum eftir hrun fyrir að hafa ekki verið útbær á sjálfsagðar upplýsingar um stöðu uppbyggingarverkefna og umfang þeirra sem spilaði inn í offramboð íbúða á tímabilinu. Með útgáfu upplýsingaritsins er markmiðið að bæta úr því en ritið hefur verið gefið út á undanförnum árum. Líkt og fram kemur í svari við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúans eru húsnæðismál ein stærsta áskorun samtímans. Það á við á landsvísu og á sveitastjórnarstiginu. Uppbygging fasteigna í Reykjavík er umfangsmikið verkefni sem veltir tugum milljarða á ári enda um mikilvæga hagsmuni íbúa að ræða. Til þess að uppbygging gangi sem skyldi þarf bæði markaðurinn en ekki síður uppbyggingaraðilar á húsnæðismarkaði að hafa góðan aðgang að upplýsingum um þarfir á markaði, fyrirhugaða uppbyggingu og stöðu uppbyggingaverkefna. Þetta gefur þeim færi á að tryggja að þeirra verkefni séu á réttum stað, á réttri stundu og fyrir réttan kaupendahóp.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Svarið er áhugavert fyrir margar sakir en mest vegna þess að í því segir að allar þessar upplýsingar séu einfaldlega að finna á netinu. Flokkur fólksins spyr því, til hvers var þessi bæklingur gefin út ef allar upplýsingar í honum er að finna á netinu? Segir einnig að „viðbótin -flokkunin- sem er í bæklingnum hefði einnig mátt fara á netið“ . Í svarinu segir því að 9 milljóna bæklingur var óþarfur. Flokkur fólksins veltir fyrir sér hvað varð um yfirlýst sjónarmið meirihlutans um að draga úr sóun og óþarfa eyðslu, gæta að kolefnissporum o.s.frv. Með útgáfu þessa bæklings virðist sem þau sjónarmið hafi gleymst. Þessi bæklingur er ekkert annað en „montblað“ borgarstjóra sem vill sýna með þessu að loksins er nú farið að byggja eftir margra ára lognmollu. Vandinn er hins vegar sá, alla vega enn sem komið er, að allt of mikið er af rándýru húsnæði sem ekki selst. Þess vegna þarf borgarstjóri og meirihlutinn að bregða sér í hlutverk fasteignasala og gefa út bækling sem þennan. En borgarfulltrúi Flokks fólksins vill þakka þeim sem svaraði og gerir sér grein fyrir að það hlýtur að vera erfitt að vera starfsmaður borgarinnar og þurfa að verja svona lagað.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Strætó bs., dags. 28. ágúst 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort Strætó muni hugsanlega nota metan sem orkugjafa, sbr. 57. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júlí 2019. R19070162
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi þakkar svarið sem er frekar rýrt. Að vera aðeins með tvo metanvagna í umferð er sérstakt, þegar umfram metani er brennt í stórum stíl, engum til gagns. En eins og framkvæmdarstjóri veit þurfa þessi tvö fyrirtæki borgarinnar Strætó og SORPA að fara að tala meira saman og vonandi er það í farvatninu og það fljótt. Vandinn með allar framkvæmdir liggur í rekstrarformi fyrirtækis eins og Strætó bs. sem er þetta byggðarsamlagsform. Reykjavík ræður náttúrulega litlu ef tekið er mið af því að sveitarfélagið Reykjavík er langstærsti eigandinn. En það er ekki við framkvæmdarstjórann að sakast í þeim efnum heldur núverandi og fyrrverandi meirihluta sem ekki hafa treyst sér að skoða breytingar. Ef Reykjavík á að geta áorkað einhverju í byggðasamlögum sem borgin er aðili að og stærsti eigandi þarf að tryggja ákvarðana- og stjórnunarvægi borgarinnar í samræmi við íbúatölu og tryggja að minnihlutum í sveitarstjórnum sé boðið að borðinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Strætó bs., dags. 12. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rafmagnsstrætisvagna, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. ágúst 2019. R19080205
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Rafmagnsstrætisvagnar eru nú 14 talsins í dag. Athyglisvert er að í svari segir að fyrstu vagnarnir komu 2018 og einnig þeir síðustu. Þýðir þetta að ekki komi fleiri slíkir vagnar? Ef svarið er já og það þýði að í framhaldinu komi aðeins vagnar í flotann sem verða metanvagnar þá er það gott. Setning í svarinu: „áfram verður haldið við að gera flotann umhverfisvænan eins og fjárveiting leyfir“ er afar óljós. Hvað er verið að segja hér? Það er nefnilega hægt að vera umhverfisvænn með ýmsum hætti og hægt er að vera mis- umhverfisvænn. Vonandi velur Strætó umhverfisvænstu og hagkvæmustu leiðina til að gera flotann eins umhverfisvænan og kostur er. Ekki veitir af til að bæta upp fyrir slaka nýtingu á almenningsvögnum og á þeim vanda hafa ekki enn fundist lausnir.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar SORPU bs., dags. 13. desember 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vindvél sem aðskilur plast frá öðru sorpi, sbr. 42. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember 2019. R19110392
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Enn og aftur kemur í ljós hversu undarlegt og erfitt þetta „byggðarsamlagsform“ er. Það er alltaf að taka á sig sérkennilegri myndir. Nú virðist, ef svarið er skilið rétt, að það sé í alvöru þannig að sérhvert sveitarfélag geti komið með ,,séróskir“. Vindvélin er keypt jafnvel þótt vitað er að tvö sveitarfélög vilja hana ekki en öll sveitarfélög þurfa samt að borga. Þetta virkar eins og sveitarfélag þótt stærst sé, sé haldið í gíslingu meirihluta byggðarsamlagsins sem samanstendur af litlu sveitarfélögunum. Stærsta sveitarfélagið segir nei en verður engu að síður að borga hlutfallslega mest. Flokkur fólksins hefur margrætt ókosti byggðarsamlagakerfis í borgarstjórn. Heyrast raddir minnihluta í borgarstjórn einhvern tíma í Sorpu? Ef allt væri rétt og eðlilegt í þessu máli þá ættu þau sveitarfélög sem vildu þessa vél að greiða hana sjálf en ekki hin sem ekki vildu hana. Skemmst er að minnast 1.6 milljarða bakreiknings vegna mistaka hjá Sorpu sem Reykjavík þurfti að bera hitann og þungann af. Reykjavík greiddi það möglunarlaust eins og ekkert væri eðlilegra. Flokkur fólksins vill minna á hvaðan peningarnir koma þ.e. úr vasa borgarbúa.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Ekki er rétt með farið hjá áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins. Blásarinn var greiddur af rekstrarfé Sorpu bs. án lántöku. Gert var ráð fyrir að þær tekjur sem Sorpa bs. hefur af úrvinnslugjaldi myndu greiða fyrir búnaðinn. Tækið er hannað til að meðhöndla úrgang sem kemur frá þeim sveitarfélögum sem nýta sér blásarann og miðast hönnunarstærðin við það magn sem þaðan kemur. Þau sveitarfélög sem ekki nýta sér búnaðinn voru því ekki rukkuð fyrir hann.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Faxaflóahafna, dags. 5. desember 2019, við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins varðandi landfyllingu í Laugarnesi, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2019. R19100358
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. janúar 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um fjárheimildir fagsviða og miðlægrar stjórnsýslu árið 2019 vegna samgöngusamninga, sbr. 38. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. nóvember 2019. R19110211
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 6. janúar 2020, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins um greiðslur úr miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar til Miðborgarinnar okkar, sbr. 21. lið fundargerðar borgarráðs frá 17. október 2019. R19100355
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Bókun Flokks fólksins við svari um greiðslur úr Miðborgarsjóði Reykjavíkurborgar til samtakanna Miðborgarinnar okkar. Þessi samtök hafa fengið 50 milljónir sl. 3 ár. Þetta eru háir styrkir. Flokkur fólksins vill fá að sjá umsóknir sem liggja að baki þessum styrkveitingum til að sjá hvaða forsendur liggja að baki því að veita þessum samtökum 11 milljónir þetta ár og 50 milljónir s.l. 3 ár. Óskað er eftir að sjá umsóknir til að hægt sé að átta sig á hvaða skilyrði þessi samtök uppfylla umfram aðra sem mögulega sóttu um í þessum sjóði. Hér er verið að greiða úr sameiginlegu sjóðum borgarinnar. Bara Miðborgin okkar eru að fá 11 milljónir sem er kannski helmingur af öllum sjóðnum? Óskað er eftir að fá að vita hverjir fengu styrki sl. 3 ár, sundurliðun og ástæður fyrir þessum styrkveitingum. Óskir þessar eru settar fram í formlegri fyrirspurn.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Strætó bs., dags. 31. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins varðandi nýtt leiðanet Strætó, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júlí 2019. R19070149
Fylgigögn
-
Lagt fram svar Strætó bs., dags. 28. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um rétt starfsmanna Strætó bs. til að tilnefna áheyrnarfulltrúa til setu á stjórnarfundum, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. október 2019. R19100094
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Áður fyrr þá höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR og gátu þar með komið sínum sjónarmiðum á framfæri beint inn á stjórnarfundi. Slíkt á ekki við innan um stjórn Strætó bs. Í svari við fyrirspurn um þetta málefni stendur að í stofnsamningi Strætó komi fram hverjir hafa rétt til setu í stjórn Strætó. Þar komi fram að stjórn Strætó sé skipuð einum fulltrúa frá hverju aðildarsveitarfélagi, sem séu pólitísk kjörnir fulltrúar og uppfylli hæfiskröfur sveitarstjórnarlaga. Erfiðlega hefur gengið að finna stofnsamninginn sem vísað er í en Strætó er byggðasamlag um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu sem starfar á grundvelli stofnsamnings frá 7. maí 2001. Það er m.a. fjallað um stofnsamninginn í ýmsum nýlegri rafrænum skjölum sem tengjast strætó. Þá hefur einnig verið rætt um endurskoðun á stofnsamningnum á ýmsum stöðum. Æskilegt væri að stofnsamningurinn væri aðgengilegur á rafrænu formi til glöggvunar ef hann er það ekki nú þegar en svo virðist ekki vera.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að upplýsingar um atkvæðaskiptingu fylgi fréttatilkynningum um afgreiðslur úr borgarráði og borgarstjórn, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 27. júní 2019. Einnig er lögð fram umsögn upplýsingastjóra, dags. 6. janúar 2020. R19060226
Tillögunni er vísað frá.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Það kemur ekki á óvart að meirihlutinn hafi vísað tillögunni frá þar sem kappsmál er lagt á að sem oftast haldi borgarbúar að allir séu sammála og að vel fari á með meiri- og minnihluta borgarstjórnar. Flokkur fólksins er í raun ekki að leggja annað til en að það að upplýsa borgarbúa með sem nákvæmasta hætti og í þessu tilfelli að þeir fái að vita hvernig atkvæðagreiðsla skiptist í hverju máli. Flokki fólksins finnst alltaf sérstakt þegar stjórnvald spyrnir fótum við að veita nákvæmar upplýsingar og vill frekar leggja það á almenning að þurfa sérstaklega að hafa fyrir því að fá sem mestar og bestar upplýsingarnar. Upplýsingar sem eru í óhag meirihlutans vill hann ekki að sé flíkað. Upplýsingar sem henta og eru í hag meirihlutans eru hins vegar kyrfilega auglýstar og kynntar af upplýsingafulltrúa borgarstjóra.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Upplýsingar um það sem gerist á fundum kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg liggja fyrir í opinberum fundargerðum ásamt því hvernig atkvæði falla um einstaka mál. Þetta er í samræmi við upplýsingastefnu borgarinnar en þar kemur fram að ferlar við ákvarðanatöku eigi að vera ,,gagnsæir og rekjanlegir“. Hver sem er getur kynnt sér þær upplýsingar.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Fyrirspurn vegna Jöfursbás 11 - hagkvæmt húsnæði - úthlutun lóðar og sala byggingarréttar. Verður „sérstakur vatnastrætó“ með reglubundnar ferðir sem tengir hverfið beint við miðborgina? Mun 15 fermetra grænmetisgarður og möguleiki til hænsnahalds fylgja hverri íbúð? Hvaða hverfi nákvæmlega er miðað við í gr. 4 skilmálanna sem vísað er til hjá Þjóðskrá? Er að mati borgarlögmanns hætta á hagsmunaárekstrum milli Félagsbústaða og verkefnisins? R19050044
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarstjórn samþykkti samhljóða tillögu Sjálfstæðisflokksins um rafíþróttir en í greinargerðinni er gert ráð fyrir 10.000.000 kr. kostnaði við stofnun deildanna. Ekki er gert ráð fyrir neinum framlögum til þeirra íþróttafélaga sem nú þegar hafa stofnað rafíþróttadeildir hjá sér. Gerðar eru verulegar athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Hyggst borgin endurskoða úthlutun vegna þessara deilda? R19040029
Vísað til umsagnar íþrótta- og tómstundasviðs.
- Kl. 12.50 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum.
-
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Undir 6. lið fundargerðar stjórnar strætó frá því 13. desember 2019 kemur fram að: Strætó bauð út akstursamninga 2014 og tóku þeir gildi í ágúst 2016. Heimilt er að framlengja um 2 x 2 ár. Samþykkt að framlengja um 2 ár eða frá ágúst 2020 til ágúst 2022, enda uppfylltu akstursverktakar öll viðmið um framlengingu. Hvaða akstursamninga er um að ræða? Þ.e.a.s. hvaða vagna eða leiðir? R19010028
Vísað til umsagnar Strætó bs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Félag leikskólakennara hefur kvartað yfir starfsaðstæðum leikskólakennara. Borgarfulltrúi Flokks fólksins óskar upplýsinga um hver sé stefna borgarinnar í kjaramálum leikskólakennara og hvernig kjarasamninganefnd borgarinnar hefur útfært stefnuna í samningaviðræðum hvað varðar eftirfarandi þætti: 1. Skilgreina kjarasamning leikskólakennara starfs- og vinnutíma og samræma að fullu við grunnskólann. 2. Skilgreina og búa til betri ramma um kennsluskyldu leikskólakennara og ramma inn tíma fyrir faglegt starf fyrri part dags í kjarasamningi. 3. Útfæra vinnutímaskipulag leikskólakennara í kjarasamning með sama hætti og grunnskólakennara þannig að á skólaári leikskóla séu leikskólakennarar búnir að vinna sér inn rétt á sömu fríum og í grunnskólum. Sárlega skortir betri ramma um faglegt starf í leikskólum. R20010127
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Leið til læsis er stuðningskerfi sem er unnið af sérfræðingum á sviði læsis. Eins og sjá má á niðurstöðum úr nýrri PISA-könnun þá fer íslenskum börnum enn aftur hvað varðar lestur og lesskilning. Slök lestrarkunnátta og lesskilningur hefur áhrif á árangur í öðrum greinum og því er grundvallaratriði að bæta lesskilning meðal íslenskra barna. Óskað er eftir upplýsingum frá skóla- og frístundasviði um hvað margir skólar í Reykjavík nýta sér Leið til læsis, úrræðin í handbókinni og skimunarprófin sem námsefninu fylgja, sér í lagi þegar grípa þarf til snemmtækrar íhlutunar vegna sýnilegs vanda barns með lestur og lesskilning? Leið til læsis, handbókin og skimunarprófin er gagnreynt námsefni. Rannsóknir sýna að með réttum aðferðum er hægt að draga úr eða jafnvel koma í veg fyrir námsörðugleika. Námsefnið er úrræði fyrir nemendur sem eru í áhættu í málskilningi, orðaforða, hljóðkerfisvitund, hljóðvitund og stafaþekkingu. Leið til læsis er í eigu Menntamálastofnunar sem setti prófið inn sem hluta af Lesferli sem er samheiti yfir próf sem stofnunin hefur gefið út. Með þetta gagnreynda verkfæri er hægt að bæta lestur og lesskilning íslenskra barna fái kennarar stuðning og svigrúm til að nýta það í kennslustofunni í samvinnu við fullnægjandi sérfræðiþjónustu og teymisvinnu. R20010129
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Leið til læsis er stuðningskerfi sem er unnið af sérfræðingum á sviði læsis. Eins og sjá má á niðurstöðum úr nýrri PISA-könnun þá fer íslenskum börnum enn aftur hvað varðar lestur og lesskilning. Slök lestrarkunnátta og lesskilningur hefur áhrif á árangur í öðrum greinum og því er grundvallaratriði að bæta lesskilning meðal íslenskra barna. Óskað er eftir upplýsingum frá skóla- og frístundasviði um hvað margir skólar í Reykjavík nýta sér Leið til læsis, úrræðin í handbókinni og skimunarprófin sem námsefninu fylgja, sér í lagi þegar grípa þarf til snemmtækrar íhlutunar vegna sýnilegs vanda barns með lestur og lesskilning? Leið til læsis, handbókin og skimunarprófin er gagnreynt námsefni. Rannsóknir sýna að með réttum aðferðum er hægt að draga úr eða jafnvel koma í veg fyrir námsörðugleika. Námsefnið er úrræði fyrir nemendur sem eru í áhættu í málskilningi, orðaforða, hljóðkerfisvitund, hljóðvitund og stafaþekkingu. Leið til læsis er í eigu Menntamálastofnunar sem setti prófið inn sem hluta af Lesferli sem er samheiti yfir próf sem stofnunin hefur gefið út. Með þetta gagnreynda verkfæri er hægt að bæta lestur og lesskilning íslenskra barna fái kennarar stuðning og svigrúm til að nýta það í kennslustofunni í samvinnu við fullnægjandi sérfræðiþjónustu og teymisvinnu. R20010129
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurnir um samstarf við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins í tilfellum barna sem skimast með vísbendingar um lesvanda. Öll börn fara í skoðun á heilsugæslu um fjögurra ára aldur þar sem fyrir þau eru lagðir þroskamatslistarnir Brigance og spurningalistinn PEDS. Í niðurstöðum kemur í ljós hvaða börn eru líkleg til að eiga í vanda með lestur og lesskilning. Hægt er að hefja íhlutun með þessi börn strax á þessu tímaskeiði. Á Íslandi er til gagnreynt námsefni s.s. Leið til læsis, ásamt handbók og skimunarprófum. Til að hægt sé að setja íhlutun í gang þurfa upplýsingar úr skimun heilsugæslu að berast skóla og skólinn að grípa til viðeigandi aðgerða/íhlutunar. Fyrirspurnir: 1. Eru skólar í Reykjavík í formlegu samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þegar og ef í ljós kemur í þroskamati vísbendingar um að barn komi til með að glíma við les- og lesskilningsvanda? 2. Ef svo er, hvernig er því samstarfi háttað hvað þetta atriði varðar nákvæmlega? 3. Hvernig er stuðningur og eftirfylgni við þessa nemendur tryggður í skólum Reykjavíkur? R20010131
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að hundagjald hundaeiganda sem eru öryrkjar og/eða eldri borgarar verði fellt niður og að þessir hópar þurfi ekki að greiða slíkt gjald. Ekki fást upplýsingar frá borginni um hvað margir eru eldri borgarar sem eru skráðir hundaeigendur í Reykjavík. Sagt var að tölvukerfið byði ekki upp á að greina hundeigendur eftir aldri eða stöðu þeirra í samfélaginu. Þessi tillaga hefur það markmið að auðvelda öryrkjum og eldri borgurum sem þess óska að halda hund og á sama tíma hvetja þá sem gælt hafa við möguleikann að eiga hund til að fá sér hund. Árlegt eftirlitsgjald er 19.850 kr. Afsláttur er veittur hafi eigandi sótt hundahlýðninámskeið og er upphæðin þá 9.925 kr. Skráning eftir að frestur er útrunninn er 31.700 kr. Skráningargjald er 20.800. Þetta eru umtalsverðar upphæðir þegar annar kostnaður við að halda hund er talinn með, fóður, dýralæknisgjöld o.fl. Flokkur fólksins leggur til að hundaeigendur sem eru eldri borgarar og hundaeigendur sem eru öryrkjar verði leystir undan því að greiða árlegt hundagjald vegna hundsins síns. Það er sérstakt að á Íslandi þurfi fólk að greiða árlegt hundaleyfisgjald og þekkist það ekki annars staðar. Þetta er eitt af óþarfa skilyrðum og reglum sem borgin leggur á borgarbúa að mati Flokks fólksins.
Greinargerð fylgir tillögunni. R20010132
Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að lagfæringar verði gerðar á hundsvæðinu í Geirsnefi við Elliðaárvog og sá peningur sem innheimtur er með hundaskatti verði nýttur til þess. Hér er um að ræða útileikvang sem hundaeigendum er ætlaður í Reykjavík. Geirsnefið er til skammar fyrir borgina vegna hirðuleysis. Það er ekkert gert til að betrumbæta þetta svæði. Þarna er vaðandi drulla og engin aðstaða fyrir fólk sem er að viðra hundana sína, svo sem bekkir og annað, til að tilla sér á, og göngustígar sem í rigningatíð eru eitt forarsvað. Hundaeigendur eru upp til hópa mjög ósáttir við að vera rukkaðir um tæp 19 þúsund á ári, fé sem rennur beint í borgarsjóð. Innheimta þessa gjalds er einsdæmi og þekkist ekki í nágrannalöndum. Það er því lágmark að gjaldið sé notað í þágu dýranna og notað m.a. til að betrumbæta aðstöðu hundaeigenda. Gjaldið er notað að stóru leyti í yfirbyggingu og rekstur hundaeftireftirlitsins. Fjölmargir telja að árlegt hundaleyfisgjald sé barn síns tíma og það eigi að fella niður með öllu. Sagt er að gjaldið sé notað til að þjónusta alla borgarbúa en engu að síður eru hundaeigendur aðeins rukkaðir. Í þessu er engin sanngirni. Reykjavík er ekki hundavinsamleg borg og tímabært að færa dýrahald borgarinnar til nútímans og í þeim efnum taka þá mið af hvernig málum er háttað í nágrannalöndum okkar. R20010132
Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurnir Flokks fólksins um hundaeftirlitið og störf hundaeftirlitsmanna. Hundaeftirlit er eitt af þeim verkefnum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ber ábyrgð á og felst það í framfylgd ákvæða hundsamþykktarinnar. Óskað er upplýsinga um umfang, fjölda einstakra verkefna sem hundaeftirlitið sinnti árið 2018 og 2019. Óskað er eftirfarandi upplýsinga um hundaeftirlitið, hundaeftirlitsmann og verkefni hans: Beðið er um að fá tímaskýrslur hundaeftirlitsmanna fyrir árið 2018 og 2019. Spurt er hvort aukin rafræn samskipti hafi dregið úr og breytt umfangi starfs hundaeftirlitsmanns. Ef svo er hvernig þá, með hvaða hætti og í hvað miklum mæli? Ástæða spurningarinnar er sú að með tilkomu netsins hefur almenningur tekið við mörgum verkefnum eins og að koma týndum/fundnum hundum til síns heima. Hefur verið gerð óháð úttekt á fjármálum hundaeftirlitsins t.d. af innri endurskoðanda? Hvar er hundaeftirlitið til húsa, hver á húsnæðið og hver er leigan? Í ljósi þess að kvartað hefur verið yfir hundaleyfisgjaldi Reykjavíkurborgar og það jafnvel talið vera hærra en nemi þeim kostnaði sem borgin hefur af hundahaldi er spurt um hér í hvað hundaeftirlitsgjöldin fara. Óskað er eftir sundurliðun fyrir árið 2018 og 2019. hundaeftirlitið hefur fræðsluskyldu. Hvernig er þeirri fræðslu háttað til hundaeigenda? R20010132
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Hundaeftirlit er eitt af þeim verkefnum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ber ábyrgð á og felst það í framfylgd ákvæða hundsamþykktarinnar. Óskað er upplýsinga um umfang, fjölda einstakra verkefna sem hundaeftirlitið sinnti árið 2018 og 2019. Með hvaða hætti hefur hundaeftirlitið beitt sér til að fækka óskráðum hundum í borginni? Hversu oft hefur hundaeftirlitinu verið tilkynnt um lausagöngu hunda sl. 2 ár? Hversu oft og hversu margir hundar sl. 2 ár verið færðir í geymslu vegna óþæginda sem þeir valda, vegna óþrifnaðar eða vegna þess að þeir hafa raskað ró manna? Komið hefur fram að það taki mörg ár að leysa sum mál sem koma inn á borð hundaeftirlitsins. Hvernig mál eru það sem tekur fleiri ár að leiða til lykta? Ef hundaeftirlitið er með hund í geymslu getur eigandinn leyst út hund sinn og fengið reikninginn í heimabanka? Ef ekki, hverjar eru ástæðurnar? Hversu margir af þeim hundum sem hundaeftirlitið hefur haft afskipti af með einhverjum hætti eru ekki skráðir? Hversu margir af þeim hundum sem hundaeftirlitið hefur haft afskipti af með einhverjum hætti eru skráðir en hafa farið á hundanámskeið? R20010132
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Hundaeftirlit er eitt af þeim verkefnum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ber ábyrgð á og felst það í framfylgd ákvæða hundsamþykktarinnar. Óskað er upplýsinga um umfang, fjölda einstakra verkefna sem hundaeftirlitið sinnti árið 2018 og 2019. Óskað er upplýsinga um önnur verkefni hundaeftirlits svo sem: Hver er kostnaðurinn við að framleiða og senda ártalsmerki út á hverju ári til allra skráðra hundaeigenda og hver er raunverulegur tilgangurinn með þeim? Hver er fjöldi innkominna erinda, þ.m.t. kvartanir, á ári hverju sl. 2 ár? Hvernig eru verklagsreglur hundaeftirlitsins við vinnslu kvartana? Hver er fjöldi símtala varðandi hundamál í gegnum þjónustuver? Hver er fjöldi símtala í farsíma hundaeftirlitsmanna? Hvers vegna auglýsir hundaeftirlitið ekki fundna hunda á netinu? Hvernig er eftirlitsferðum háttað? Samkvæmt ársskýrslu heilbrigðiseftirlitsins voru kvartanir 79 árið 2018 og fer fækkandi samkvæmt skýrslunni og 84 árið 2019. Það kemur því á óvart að í fjárhagsáætlun sem lögð var fram í desember 2019 má sjá að árið 2019 var fjöldi kvartana 1300 og reiknað er með að árið 2020 verði þær 1400. Óskað er útskýringar á þessu. R20010132
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Fyrirspurnir Flokks fólksins um hundaeftirlitið og störf hundaeftirlitsmanna. Hundaeftirlit er eitt af þeim verkefnum sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur ber ábyrgð á og felst það í framfylgd ákvæða hundsamþykktarinnar. Óskað er upplýsinga um umfang, fjölda einstakra verkefna sem hundaeftirlitið sinnti árið 2018 og 2019. Fyrirspurnir er varða hundaeigendur: Hversu margir eiga fleiri en einn hund? Hvernig er aldursdreifing hundaeigenda og hversu margir eru í hópi eldri borgara?Svar frá hundaeftirlitinu í janúar 2020: Tölvukerfið býður ekki upp á að greina hundeigendur eftir aldri. Flokkur fólksins er ekki tilbúinn að sætta sig við að ekki sé hægt að greina hundaeigendur eftir aldri og spyr því aftur um aldursdreifingu? Hversu margir eigendur hafa farið á hundahlýðninámskeið með hund sinn og fá þ.a.l. helmings afslátt af árlegu hundaeftirlitsgjaldi? Samkvæmt gildandi gjaldskrá og hundaeftirlitssamþykkt miðar afslátturinn við hvort leyfishafi hafi sótt hundahlýðninámskeið. Þess vegna er spurt af hverju þarf eigandi að fara á námskeið með hvern hund til að fá afslátt vegna þeirra allra? Eru heimilisföng og skráningar hundaeigenda með hundaleyfi uppfærðar reglulega? Ef svo er hversu tíð er sú uppfærsla? R20010132
Vísað til umsagnar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Fundi slitið klukkan 13:19
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir
Hildur Björnsdóttir