Borgarráð - Fundur nr. 5568

Borgarráð

Ár 2019, fimmtudaginn 5. desember, var haldinn 5568. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:09. Viðstödd voru; Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Egill Þór Jónsson. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Ívar Vincent Smárason. 
Fundarritari var Helga Björk Laxdal. 

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 21. nóvember 2019. R19060011

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 28. nóvember 2019. R19010016

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar frá 25. nóvember 2019. R19110160

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019. R19010022
    B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 3. lið fundargerðarinnar:

    Fulltrúi Miðflokksins harmar að meirihlutinn beiti enn og aftur fyrir sig sýndarsamráði og virði að vettugi innsendar réttmætar vel unnar athugasemdir íbúa borgarinnar og hagsmunaaðila. Meirihluti S-C-P-V heldur áfram stríðsrekstri gegn íbúum, hagsmunaaðilum og náttúru borgarinnar. Þvert á yfirlýsingar og fyrirheit, er ráðist gegn hverjum græna blettinum á fætur öðrum. Allt í nafni ,,samráðs“. Þetta mál er í raun með ólíkindum, því samkvæmt úttekt borgarinnar sjálfrar er gróðurþekja Háteigshverfis of lítil nú þegar. Í stað þess að hlúa að þessu síðasta vígi hverfisins skal því eytt í nafni góðmennsku og fyrirheita um hagkvæmt húsnæði. Við nánari skoðun kemur í ljós eftirfarandi í lið 5.2. samnings um ,,hagkvæmt“ húsnæði: „Seljist íbúð ekki til framangreinds forgangshóps innan þriggja vikna frá auglýsingu í fjölmiðlum (þ.m.t. vefmiðlar) er heimilt að selja hana á almennum markaði.“ Þetta heitir á fagmáli að hafa frjálsar hendur. Við þekkjum þessi vinnubrögð frá RÚV-reit, þar eru nú auglýstar ,,hagkvæmar“ íbúðir upp á 27 fermetra á 30 milljónir, eða kr.1.111,000,- pr.fm. Því miður sannast hér orð sem féllu í öðru umdeildu máli: ,,Okkur er alveg sama hvað fólk vill, við ætlum að gera þetta.“

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 17. lið fundargerðarinnar:

    Hagatorg er ekki þekkt slysasvæði, síst af öllu gangandi vegfarendum. Engin slys hafa verið á fólki undanfarin 10 ár þrátt fyrir að gengið sé iðulega yfir torgið. Engu þarf því sérstaklega að breyta til að auka öryggi. Það að þrengja torgið í eina akrein, banna akstur að utanverðu, setja strætóstöðina alveg við innri hringinn og láta strætó stoppa í akstursleiðinni á vinstri akrein gerir ekkert annað en að auka hættu og auka tafir vegfarenda. Rétt er að stoppistöð hefur verið þarna til margra ára, en hún var utar og því hægt að aka fram hjá strætó sem stoppaði þá án þess að hefta allan annan akstur. Hér er lagt til að stoppistöðin verið við Birkimel og utan við hringtorgið.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 28. október 2019. R19010026

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Orkuveita Reykjavíkur er að stofna eitt félagið enn og í þetta sinn utan um rekstur CarbFix verkefnið. Sífellt er verið að færa ákvarðanatöku lengra frá kjörnum fulltrúum sem sitja í stjórn Orkuveitunnar og bera hina pólitísku ábyrgð. Ekki þarf að hafa mörg orð um kostnaðinn sem óumflýjanlega fylgir stofnun nýs félags. Er ekki fjármagni Orkuveitunnar betur varið en þetta eins og t.d. að lækka orkureikninga á gjaldsvæði félagsins?

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18. október og 22. nóvember 2019. R19010023

    Fylgigögn

  7. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 40 mál. R19120012

    Fylgigögn

  8. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R19120013

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Hlemmur, ásamt fylgiskjölum. R19120015
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Nýja deiliskipulagið, sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði í dag, miðar að því að auka aðdráttarafl Hlemms. Þegar framkvæmdum lýkur mun hann laða til sín fólk og mannfögnuð og verður til mikillar prýði fyrir borgina. Þegar deiliskipulagið verður auglýst gefst íbúum kostur á því að koma með athugasemdir. Unnið hefur verið með verkefnið lengi og er þessi vinna afrakstur skipulagssamkeppni og mikillar samvinnu hönnuða og arkitekta í kjölfar hennar. Komið hefur fram að um 21.000 manns fari gangandi og hjólandi um torgið á degi hverjum eða um 70% af heildarumferð svæðisins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Miðflokksins leggur til að breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði endurskoðaðar í víðara samhengi. Mikil óánægja er meðal íbúa borgarinnar sem og rekstraraðila vegna fyrirhugaðra lokana Laugavegs frá Hlemm að Lækjargötu. Ekki verður við það unað að þær raddir séu virtar að vettugi. Hér er í raun gengið enn lengra og lokunin teygð allt að Katrínartúni. Kominn er tími á að hætta sýndarsamráði og taka upp alvöru samráð við íbúa borgarinnar. Rétt er á þessum tímapunkti að minnast fundar sem borgarstjóri bauð til í Ráðhúsi borgarinnar kvöldið fyrir sameiginlegan kosningafund allra framboða fyrir íbúa Miðborgar/Hlíða í aðdraganda síðustu kosninga. Til fundarins var boðið: Íbúum Miðborgar/Hlíða. Framsögumenn fundar voru aðeins tveir: Borgarstjóri og forstjóri Reita. Borgarstjóri fór víða í máli sínu og tók meðal annars fyrir hugmyndir sínar um Hlemmreit sem nú eru hér til afgreiðslu. Í lýsingum sínum um þann hluta götunnar sem liggur frá Hlemm upp að gömlu Mjólkursamsölu sagði borgarstjóri skælbrosandi: ,,Þetta er það sem við köllum oft fyrstu brekkuna upp í Breiðholt.“ Hvaða hug borgarstjóri ber til íbúa úthverfa borgarinnar ætla ég ekki að fullyrða um. Dæmi hver fyrir sig.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Málið hefur verið í vinnslu í tvö ár. Við deilum ekki þeim tilfinningum að allir nágrannar svæðisins vilji hafa frekar hafa fullt af bílum í kringum Hlemm heldur en fullt af fólki. Lýsing fyrir þetta deiliskipulag fór í opið auglýsingar og kynningarferli fyrr á árinu. Götutalningar sýna að 70% notenda svæðisins eru gangandi og hjólandi. Það er því tímabært að gefa stærsta notendahópnum meira pláss í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um að ræða deiliskipulag fyrir Hlemm, Snorrabraut og nærliggjandi umhverfi. Fokkur fólksins er alltaf með sömu áhyggjurnar þegar skipulagsyfirvöld borgarinnar eru að vinna að deiliskipulagi og senda án samráðs við fólk í auglýsingu. Hlemmur er okkar allra, eitt af þeim svæðum sem flestir borgarbúa þekkja. Eina aðgengið fyrir bíla að Hlemmtorgi virðist verða í gegnum Rauðarárstíginn þrönga og erfiða götu, sem er aðalæðin þarna að. Áhyggjur eru af aðgengi fyrir fatlaða. Flokki fólksins finnst að borgarbúar eigi að koma meira að hönnun og skipulagi á fyrstu stigum verkefnis sem þessa. Sagt er að það sé ekki venja. Athugasemdir koma eftir að búið er að auglýsa skipulagið en reynslan sýnir að ekki er tekið tillit til allra athugasemda og oft ekki þeirra sem skipta flesta máli. Í ljósi slæmrar reynslu af þessum málum sbr. ákvarðanir og framkvæmdir í miðbænum í óþökk fjölda fólks óttast Flokkur fólksins að sama kunni að gerast hér. Lögbundið deiliskipulag þyrfti að fela í sér að strax á frumstigi sé meira rætt við fólkið í borginni og hlustað á óskir og skoðanir þeirra og möguleg áhrif sem skipulagsbreytingarnar kunna að hafa á íbúa og rekstur á svæðinu og aðgengi að því. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit 1.240.0, Snorrabraut – Hlemmur, ásamt fylgiskjölum. R19120017
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Nýja deiliskipulagið, sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði í dag, miðar að því að auka aðdráttarafl Hlemms. Þegar framkvæmdum lýkur mun hann laða til sín fólk og mannfögnuð og verður til mikillar prýði fyrir borgina. Þegar deiliskipulagið verður auglýst gefst íbúum kostur á því að koma með athugasemdir. Unnið hefur verið með verkefnið lengi og er þessi vinna afrakstur skipulagssamkeppni og mikillar samvinnu hönnuða og arkitekta í kjölfar hennar. Komið hefur fram að um 21.000 manns fari gangandi og hjólandi um torgið á degi hverjum eða um 70% af heildarumferð svæðisins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Miðflokksins leggur til að breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði endurskoðaðar í víðara samhengi. Mikil óánægja er meðal íbúa borgarinnar sem og rekstraraðila vegna fyrirhugaðra lokana Laugavegs frá Hlemm að Lækjargötu. Ekki verður við það unað að þær raddir séu virtar að vettugi. Hér er í raun gengið enn lengra og lokunin teygð allt að Katrínartúni. Kominn er tími á að hætta sýndarsamráði og taka upp alvöru samráð við íbúa borgarinnar. Rétt er á þessum tímapunkti að minnast fundar sem borgarstjóri bauð til í Ráðhúsi borgarinnar kvöldið fyrir sameiginlegan kosningafund allra framboða fyrir íbúa Miðborgar/Hlíða í aðdraganda síðustu kosninga. Til fundarins var boðið: Íbúum Miðborgar/Hlíða. Framsögumenn fundar voru aðeins tveir: Borgarstjóri og forstjóri Reita. Borgarstjóri fór víða í máli sínu og tók meðal annars fyrir hugmyndir sínar um Hlemmreit sem nú eru hér til afgreiðslu. Í lýsingum sínum um þann hluta götunnar sem liggur frá Hlemm upp að gömlu Mjólkursamsölu sagði borgarstjóri skælbrosandi: ,,Þetta er það sem við köllum oft fyrstu brekkuna upp í Breiðholt.“ Hvaða hug borgarstjóri ber til íbúa úthverfa borgarinnar ætla ég ekki að fullyrða um. Dæmi hver fyrir sig.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Málið hefur verið í vinnslu í tvö ár. Við deilum ekki þeim tilfinningum að allir nágrannar svæðisins vilji hafa frekar hafa fullt af bílum í kringum Hlemm heldur en fullt af fólki. Lýsing fyrir þetta deiliskipulag fór í opið auglýsingar og kynningarferli fyrr á árinu. Götutalningar sýna að 70% notenda svæðisins eru gangandi og hjólandi. Það er því tímabært að gefa stærsta notendahópnum meira pláss í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um að ræða deiliskipulag fyrir Hlemm, Snorrabraut og nærliggjandi umhverfi. Fokkur fólksins er alltaf með sömu áhyggjurnar þegar skipulagsyfirvöld borgarinnar eru að vinna að deiliskipulagi og senda án samráðs við fólk í auglýsingu. Hlemmur er okkar allra, eitt af þeim svæðum sem flestir borgarbúa þekkja. Eina aðgengið fyrir bíla að Hlemmtorgi virðist verða í gegnum Rauðarárstíginn þrönga og erfiða götu, sem er aðalæðin þarna að. Áhyggjur eru af aðgengi fyrir fatlaða. Flokki fólksins finnst að borgarbúar eigi að koma meira að hönnun og skipulagi á fyrstu stigum verkefnis sem þessa. Sagt er að það sé ekki venja. Athugasemdir koma eftir að búið er að auglýsa skipulagið en reynslan sýnir að ekki er tekið tillit til allra athugasemda og oft ekki þeirra sem skipta flesta máli. Í ljósi slæmrar reynslu af þessum málum sbr. ákvarðanir og framkvæmdir í miðbænum í óþökk fjölda fólks óttast Flokkur fólksins að sama kunni að gerast hér. Lögbundið deiliskipulag þyrfti að fela í sér að strax á frumstigi sé meira rætt við fólkið í borginni og hlustað á óskir og skoðanir þeirra og möguleg áhrif sem skipulagsbreytingarnar kunna að hafa á íbúa og rekstur á svæðinu og aðgengi að því. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.240.2, Bankareitur, ásamt fylgiskjölum. R19120016
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Nýja deiliskipulagið, sem samþykkt var til auglýsingar í borgarráði í dag, miðar að því að auka aðdráttarafl Hlemms. Þegar framkvæmdum lýkur mun hann laða til sín fólk og mannfögnuð og verður til mikillar prýði fyrir borgina. Þegar deiliskipulagið verður auglýst gefst íbúum kostur á því að koma með athugasemdir. Unnið hefur verið með verkefnið lengi og er þessi vinna afrakstur skipulagssamkeppni og mikillar samvinnu hönnuða og arkitekta í kjölfar hennar. Komið hefur fram að um 21.000 manns fari gangandi og hjólandi um torgið á degi hverjum eða um 70% af heildarumferð svæðisins.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Miðflokksins leggur til að breytingar á deiliskipulagi svæðisins verði endurskoðaðar í víðara samhengi. Mikil óánægja er meðal íbúa borgarinnar sem og rekstraraðila vegna fyrirhugaðra lokana Laugavegs frá Hlemm að Lækjargötu. Ekki verður við það unað að þær raddir séu virtar að vettugi. Hér er í raun gengið enn lengra og lokunin teygð allt að Katrínartúni. Kominn er tími á að hætta sýndarsamráði og taka upp alvöru samráð við íbúa borgarinnar. Rétt er á þessum tímapunkti að minnast fundar sem borgarstjóri bauð til í Ráðhúsi borgarinnar kvöldið fyrir sameiginlegan kosningafund allra framboða fyrir íbúa Miðborgar/Hlíða í aðdraganda síðustu kosninga. Til fundarins var boðið: Íbúum Miðborgar/Hlíða. Framsögumenn fundar voru aðeins tveir: Borgarstjóri og forstjóri Reita. Borgarstjóri fór víða í máli sínu og tók meðal annars fyrir hugmyndir sínar um Hlemmreit sem nú eru hér til afgreiðslu. Í lýsingum sínum um þann hluta götunnar sem liggur frá Hlemm upp að gömlu Mjólkursamsölu sagði borgarstjóri skælbrosandi: ,,Þetta er það sem við köllum oft fyrstu brekkuna upp í Breiðholt.“ Hvaða hug borgarstjóri ber til íbúa úthverfa borgarinnar ætla ég ekki að fullyrða um. Dæmi hver fyrir sig.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Málið hefur verið í vinnslu í tvö ár. Við deilum ekki þeim tilfinningum að allir nágrannar svæðisins vilji hafa frekar hafa fullt af bílum í kringum Hlemm heldur en fullt af fólki. Lýsing fyrir þetta deiliskipulag fór í opið auglýsingar og kynningarferli fyrr á árinu. Götutalningar sýna að 70% notenda svæðisins eru gangandi og hjólandi. Það er því tímabært að gefa stærsta notendahópnum meira pláss í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er um að ræða deiliskipulag fyrir Hlemm, Snorrabraut og nærliggjandi umhverfi. Fokkur fólksins er alltaf með sömu áhyggjurnar þegar skipulagsyfirvöld borgarinnar eru að vinna að deiliskipulagi og senda án samráðs við fólk í auglýsingu. Hlemmur er okkar allra, eitt af þeim svæðum sem flestir borgarbúa þekkja. Eina aðgengið fyrir bíla að Hlemmtorgi virðist verða í gegnum Rauðarárstíginn þrönga og erfiða götu, sem er aðalæðin þarna að. Áhyggjur eru af aðgengi fyrir fatlaða. Flokki fólksins finnst að borgarbúar eigi að koma meira að hönnun og skipulagi á fyrstu stigum verkefnis sem þessa. Sagt er að það sé ekki venja. Athugasemdir koma eftir að búið er að auglýsa skipulagið en reynslan sýnir að ekki er tekið tillit til allra athugasemda og oft ekki þeirra sem skipta flesta máli. Í ljósi slæmrar reynslu af þessum málum sbr. ákvarðanir og framkvæmdir í miðbænum í óþökk fjölda fólks óttast Flokkur fólksins að sama kunni að gerast hér. Lögbundið deiliskipulag þyrfti að fela í sér að strax á frumstigi sé meira rætt við fólkið í borginni og hlustað á óskir og skoðanir þeirra og möguleg áhrif sem skipulagsbreytingarnar kunna að hafa á íbúa og rekstur á svæðinu og aðgengi að því. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á breytingu á deiliskipulagi Stakkahlíðar vegna lóðar nr. 17 við Hamrahlíð, ásamt fylgiskjölum. R19080113
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Ingólfsstræti, ásamt fylgiskjölum. R19120021
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir reit sem afmarkast af Laugavegi til norðurs, Bolholti til austurs, Skipholti til suðurs og Laugavegi 175 og Skipholti 31 til vesturs, ásamt fylgiskjölum. R19120018
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna aðkomutengingar við fyrirhugaða Fossvogsbrú, ásamt fylgiskjölum. R19120020
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að auglýsa svo íbúar og aðrir aðilar geti komið á framfæri athugasemdum við þessa breytingu. Jafnframt er þetta auglýst í trausti þess að Reykjavíkurborg láti fara fram umhverfismat á fyrirhugaðri landfyllingu.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn öllum breytingum skipulags sem þrengja að svæði Reykjavíkurflugvallar. Slíkt er með öllu ótímabært, að ekki sé talað um að hér á að ráðast í skipulagsbreytingar gagngert vegna framkvæmdar við brú yfir Fossvog, en þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar fulltrúa Miðflokksins hefur það verk ekki enn verið arðsemismetið eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Vegagerðin kemur að þessari framkvæmd og fjármagnar stærstan hlut hennar. Nú er það svo, að um Vegagerðina gilda lög rétt eins og aðrar stofnanir og þar segir í II. kafla, grein 4.: „Vegagerðin tekur þátt í gerð samgönguáætlunar. Stofnunin mótar almenna stefnu og viðmið um byggingu, viðhald og þjónustu samgöngumannvirkja, annast forsendugreiningu og frumrannsóknir vegna þeirra, greinir og ber saman ólíka valkosti, gerir tillögu að forgangsröðun verkefna, frumhannar mannvirki og metur kostnað, arðsemi og umhverfisáhrif þeirra.“ Að ofangreindu er ljóst að arðsemismat er ekkert smámál, það er einn mikilvægasti liður frumstigs hverrar framkvæmdar, þar sem framkvæmdir með slakt arðsemismat eru vinsaðar úr á því stigi, áður en lagt er í frekari kostnað við hönnun o.s.frv. Tillaga þessi er því ekki hæf til afgreiðslu.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar, ásamt fylgiskjölum. R19120019
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins samþykkja að auglýsa svo íbúar, flugrekstraðilar og aðrir aðilar geti komið á framfæri athugasemdum við þessa breytingu. Tryggja skal að breytingin hafi hvorki áhrif á flugrekstarhæfi Reykjavíkurflugvallar né raski öryggissvæði flugbrautanna. 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Miðflokksins leggst alfarið gegn öllum breytingum skipulags sem þrengja að svæði Reykjavíkurflugvallar. Slíkt er með öllu ótímabært, að ekki sé talað um að hér á að ráðast í skipulagsbreytingar gagngert vegna framkvæmdar við brú yfir Fossvog, en þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar fulltrúa Miðflokksins hefur það verk ekki enn verið arðsemismetið eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Vegagerðin kemur að þessari framkvæmd og fjármagnar stærstan hlut hennar. Nú er það svo, að um Vegagerðina gilda lög rétt eins og aðrar stofnanir og þar segir í II. kafla, grein 4.: ,,Vegagerðin tekur þátt í gerð samgönguáætlunar. Stofnunin mótar almenna stefnu og viðmið um byggingu, viðhald og þjónustu samgöngumannvirkja, annast forsendugreiningu og frumrannsóknir vegna þeirra, greinir og ber saman ólíka valkosti, gerir tillögu að forgangsröðun verkefna, frumhannar mannvirki og metur kostnað, arðsemi og umhverfisáhrif þeirra.“ Að ofangreindu er ljóst að arðsemismat er ekkert smámál, það er einn mikilvægasti liður frumstigs hverrar framkvæmdar, þar sem framkvæmdir með slakt arðsemismat eru vinsaðar úr á því stigi, áður en lagt er í frekari kostnað við hönnun o.s.frv.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 4. desember 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 4. desember 2019 á tillögu um göngugötur á aðventunni 2019, ásamt fylgiskjölum. R19040106
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  18. Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs, dags. 3. desember 2019:

    Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi heildaryfirlit yfir verkefni, hlutverk og ábyrgð þriggja kjarnasviða, sem og yfirlit yfir verkefni umhverfis- og skipulagssviðs og miðlægrar stjórnsýslu á sviði fjárfestingar, verklegra framkvæmda, atvinnuþróunar o.fl. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19020019
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks lýsa yfir vonbrigðum að ekki sé farið í hagræðingu í rekstri samhliða skipulagsbreytingum. Ánægjulegt er þó að sjá aukna áherslu á áhættustýringu enda ekki vanþörf á.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og þróunar á Ártúnshöfða, að Bíldshöfða 9, ásamt fylgiskjölum. R19110006
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki lóðarvilyrði til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Bryggjuhverfi, ásamt fylgiskjölum. R19120008
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skuldskeytingu á veðskuldabréfi í fasteigninni Dugguvogur 42, áður Dugguvogur 2, ásamt fylgiskjölum. R19120010
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Sifjarbrunni 30. R19090049
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 2. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki þrjá leigusamninga vegna Völvufells 15 og 19-21, ásamt fylgiskjölum. R19120002
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 28. nóvember 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 20. nóvember 2019, á tillögu að breyttum reglum um styrkveitingar skóla- og frístundaráðs, ásamt fylgiskjölum. R19110412
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 3. desember 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð staðfesti umsögn skrifstofu borgarstjóra og borgarritara um drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna breytinga á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða nr. 129/1997, með síðari breytingum, ásamt fylgiskjölum. R19120007
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. desember 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð staðfesti hjálagt samkomulag um rannsóknir á möguleikum á byggingu nýs flugvallar í Hvassahrauni. Einnig er lögð fram til kynningar skýrsla stýrihóps um flugvallakosti á suðvesturhorni landsins. 

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19110404
    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Samkomulagið byggir á grunni niðurstaðna skýrslu nefndar undir forystu Eyjólfs Árna Rafnssonar um greiningu valkosta um framtíðarskipan flugvallarmála á suðvesturhorni landsins. Kjarni samkomulagsins er eftirfarandi líkt og segir í 5 gr. þess: „Aðilar eru sammála um að stefnt skuli að því að flytja núverandi flugstarfsemi af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni, reynist það vænlegur kostur og fyrir liggi niðurstaða um fjármögnun.” Verkefninu framundan er skipt í tvo áfanga. Á fyrstu tveimur árum verður farið í veðurfarsrannsóknir, vatnsverndarmál verða könnuð o.fl. atriði. Í síðari áfanga verði unnið skipulag og umhverfismat og frumhönnun flugvallar í Hvassahrauni. Reykjavíkurborg mun fjármagna helming verkefnisins á móti samgönguráðuneytinu. Vakin er athygli borgarráðs á því að í samkomulaginu er gert ráð fyrir að Reykjavíkurborg breyti aðalskipulagi Reykjavíkur til að tryggja rekstraröryggi innanlandsflugs á meðan á undirbúningi og framkvæmdum við nýjan flugvöll stendur. Er gert ráð fyrir að breytingin verði hluti af heildstæðri tillögu um breytingu á aðalskipulagi sem er í undirbúningi á umhverfis- og skipulagssviði. Þá er tekið fram í samkomulaginu að það víki ekki til hliðar samkomulagi innanríkisráðherra og borgarstjóra frá 25. október 2013 um að ráðuneytið og Isavia ohf. hafi forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Misvísandi skilaboð samgönguráðherra og borgarstjóra vekja upp spurningar. Á meðan borgarstjóri túlkar samkomulagið þannig að flugvöllurinn sé á förum segir samgönguráðherra í gær 4. 12. 2019 í fjölmiðlum: „Það er akkúrat það sem þetta samkomulag gengur út á, að eyða þeirri óvissu hvort samkomulagið sem var skrifað undir haustið 2013 kalli fram möguleika á að loka Reykjavíkurflugvelli. Það verður ekki.“ Þetta misræmi kallar á skýringar. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Í samkomulaginu er gert ráð fyrir því að Reykjavíkurborg breyti aðalskipulagi til að tryggja rekstraröryggi innanlandsflugs á meðan undirbúningi og framkvæmdum við nýjan flugvöll stendur. Um leið eru aðilar sammála um að núverandi flugstarfsemi flytji af Reykjavíkurflugvelli yfir á nýjan flugvöll í Hvassahrauni - reynist það vænlegur kostur.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nýbúið er að loka fjárhagsáætlun fyrir árið 2020 án þess að minnst hafi verið á nýjasta útspil borgarstjóra í málefnum tengdum framtíð Reykjavíkurflugvallar. Nú er boðað að 50 milljónir af 100 greiðsluhlut borgarinnar komi til greiðslu á árinu 2020. Þessi ákvörðun borgarstjóra hefur farið órædd í gegnum allt borgarkerfið. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð. Sérstaklega er sorglegt að horfa enn og aftur á eftir fjármagni í þá hít sem þetta verkefni er og mun alltaf verða. Það þarf ekki fimm háskólagráður til að sjá að þessi skýjaborg í Hvassahrauni mun aldrei fara í framkvæmd, þegar fyrirliggjandi er að kostnaður hleypur á hundruðum milljarða króna. Fulltrúi Miðflokksins getur ekki dulið undrun sína á svona vinnubrögðum.

    -    Kl. 10.10 víkur Sanna Magdalena Mörtudóttir af fundinum og Daníel Örn Arnarsson tekur sæti.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags 3. desember 2019, að viðaukum við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019. Greinargerðir fylgja tillögunum. R19010200
    Vísað til borgarstjórnar.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  28. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 3. desember 2019, að breytingum á reglum um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg, ásamt fylgiskjölum. Greinargerð fylgir tillögunni. R19110251
    Samþykkt. 

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. desember 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við framkvæmdir við Hagatorg, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2019. R19110129

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúi Miðflokksins undrast þrákelkni meirihlutans varðandi biðstöð Strætó, Hagatorgi. Biðstöðin braut gegn lögum, skapaði hættu og var því lokað. Ekkert hefur breyst, enn gilda landslög, líka í Reykjavík. Nú er vitnað í 2. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, ekki er staf að finna um hringtorg þar. Í frétt Morgunblaðsins 14. nóvember síðastliðinn kemur eftirfarandi fram: „Þetta er merkt hringtorg og þarna má nú finna strætóstoppistöð, en sam¬kvæmt umferðarlögum er óheimilt að stöðva ökutæki á hringtorgi. Við höfum þegar komið okkar ábendingum á framfæri við Reykjavíkurborg og er boltinn hjá þeim.“ Þetta segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri í umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, og vísar í máli sínu til Hagatorgs í Vesturbæ Reykjavíkur.“ Enn fremur segir Árni: „Við munum fylgjast með þessu svæði sem öðrum. Lagagreinin er alveg skýr og engin undanþága heimil,“ segir hann og bætir við að þeir ökumenn sem lenda í því að þurfa að stoppa ökutæki sín vegna þess að strætó stoppar við strætóskýlið gætu einnig átt von á sekt.“ Hringtorg er hringtorg og biðlar fulltrúi Miðflokksins því til meirihlutans að vera ekki svona ferkantaður í málinu. Förum að lögum.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Tillagan um staðsetningu strætóstöðvarinnar er unnin í samráði við lögreglu. Hún er í samræmi við 2. mgr 81. greinar í gildandi umferðarlögum. Farið er að lögum í öllu tilliti og er biðstöðin merkt í samræmi við reglugerð. Allt er rétt gert í þessu máli og engin eru lögbrotin.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. desember 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um opið svæði við Vesturbæjarlaug, sbr. 33. lið fundargerðar borgarráðs frá 26. september 2019. R19090310

    Fylgigögn

  31. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 2. desember 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um samgöngustyrki, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2019. R19110130

    Fylgigögn

  32. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 29. nóvember 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um útboð Reykjavíkurborgar á stýribúnaði umferðarljósa, sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019. R19100452

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Nú hefur komið í ljós að þetta útboð var gallað og hefur þegar verið kært til kærunefndar útboðsmála. Ætla má að sú kæra eigi eftir að draga dilk á eftir sér því ekki verður betur séð af gögnum að útboðið hafi verið sniðið að einum seljanda. Það er stórfurðulegt að Reykjavíkurborg hafi ráðist í þetta útboð degi áður en samgöngusáttmáli ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu var undirritaður. Í honum er kveðið á um að ljósastýring á svæðinu öllu væri í algjörum forgangi og ætti að vera samhæfð. Í svarinu kemur fram að rammasamningurinn feli ekki í sér skuldbindingu um tiltekið magn viðskipta af hálfu Reykjavíkurborgar en vissulega eru væntingar um slíkt þar sem kostnaðaráætlunin hljóðar upp á tæpar 600 milljónir. Borgarstjóri sagði á borgarstjórnarfundi fyrr í haust þegar hann var spurður út í þessi mál að „einungis væri verið að kaupa nokkra ljósahausa á ljósastaura“. Annað er nú komið á daginn. Þetta mál er allt einn stór blekkingarleikur, en hið sanna á eftir að koma í ljós. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Það er óheppilegt að fulltrúar Miðflokksins halda áfram að reyna að tengja samgöngusáttmálann við hefðbundið útboð á umferðarljósakössum. Það kemur fram í lið 2 og lið 4 í svarinu að útboðið komi ekki samgöngusáttmálanum við. Útboðið er óháð Samgöngusáttmála. Væntanleg kaup skv. þessu útboði eru ætluð til að skipta út umferðarljósum sem geta ekki tengst miðlægri stýritölvu í dag og þeim umferðarljósum sem eru tengd miðlægri stýritölvu en þarf að skipta út í heild sinni þar sem þau eru komin á tíma.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram svar Félagsbústaða, dags. 29. nóvember 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um viðhaldskostnað húsnæðis í eigu Félagsbústaða, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. nóvember 2019. R19110060

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Félagsbústaðir hafa lagt til tæpa 4 milljarða í viðhald á eignasafni sínu á 5 árum. Vitað er að mikil viðhaldsþörf er undirliggjandi í eignasafninu og segir þetta því ekki alla söguna. Þetta er enginn smá kostnaður. Fram kemur að ekki hefur verið gerð formleg úttekt á því hvort hagstæðara gæti reynst fyrir Félagsbústaði að leigja eignir til útleigu frekar en eiga þær. Það er skrýtin áhersla svo ekki sé meira sagt sér í lagi þegar harmsaga Félagsbústaða er skoðuð. Án veðs í framtíðar útsvari Reykvíkinga er félagið ekki gjaldfært. Á meðan þessi meirihluti situr við stjórn í Reykjavík verður lítilla tíðinda að vænta að fara í þetta mat, því uppgjörsreglur Félagsbústaða fegra bókhald Reykjavíkurborgar. Það er löngu tímabært að skoða fyrir alvöru hvort ekki komi betur út fjárhagslega fyrir Reykjavík að selja drjúgan hluta af þessu eignasafni og losna við í leiðinni óbærilegan fjármagnskostnað, ábyrgðir og viðhaldskostnað. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Hlutverk Félagsbústaða er að tryggja og reka félagslegt leiguhúsnæði í borginni til þess að mæta húsnæðisþörf þeirra sem ekki geta séð sér og sínum fyrir húsnæði vegna lágra tekna eða félagslegra aðstæðna. Félagsbústaðir gera Reykjavíkurborg kleift að bjóða þeim sem þurfa mest, langtímaleiguhúsnæði með um 30 - 40 % lægri leigu en gengur og gerist á almennum markaði. Ekki er ljóst hvort Miðflokkur sér fyrir sér að segja upp leigusamningum við leigjendur Félagsbústaða eða hækka leigu þeirra en hvorugur kosturinn hugnast meirihluta borgarráðs sem hefur lagt áherslu á að fjölga íbúðum og halda leigu í lágmarki. Það er ekkert óbærilegt við það að fjárfesta í félagslegu leiguhúsnæði. Þvert á móti er það hlutverk sem við tökum alvarlega og vonir okkar standa til þess að fleiri sveitarfélög gefa í hvað varðar framboð á félagslegu leiguhúsnæði.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun: 

    Fulltrúa Miðflokksins er umhugað að leigjendur hjá Félagsbústöðum fái bestu mögulegu þjónustu og vísar því á bug aðdróttunum fulltrúa Samfylkingarinnar um annað. Skýrt kemur fram í bókun fulltrúa Miðflokksins að skoða eigi þá leið að leigja húsnæði til endurútleigu, þar sem slíkt fyrirkomulag gæti komið betur út, en það sem nú er notast við. Raunar má ætla að slíkt fyrirkomulag hljóti að koma betur út miðað við vægast sagt slæma forsögu núverandi fyrirkomulags. Fulltrúi Miðflokksins vill benda á þær fjárhagslegu skelfingar sem Félagsbústaðir hentu sér í vegna viðhaldsverkefni á eign sinni við Írabakka 2-16, en þær framkvæmdir fóru eins og kunnugt nær hálfum milljarði yfir áætlun. Því á spurningin, hvort betra væri að selja eignir Félagsbústaða og leigja framvegis húsnæði og framleigja til skjólstæðinga, fullan rétt á sér. Fulltrúa Miðflokksins er umhugað um að leigjendur hjá Félagsbústöðum fái bestu mögulegu þjónustu. Í því ljósi er spurningin sett fram. 

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Félagsbústaðir eru sterkt félag sem stendur vel, með því að leigja húsnæði mundi leiga hækka um 30-40 % eins og fram kemur í framlögðu svari og það hugnast okkur engan veginn.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram svar menningar- og ferðamálasviðs, dags. 2. desember 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um yfirlit yfir skipulagða menningarstarfsemi sem nær gjaldfrjálst til barna og ungmenna, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. nóvember 2019. R19110063

    Fylgigögn

  35. Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. desember 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um heildarkostnað við torg við Óðinsgötu, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. nóvember 2019. R19110057

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú er kominn 5. desember en verkinu átti að vera lokið 1. nóvember. Það er því útséð með að torgið muni ekki nýtast fyrir jól eins og fyrirhugað var. Þá vekur athygli að ekki er lagður fram kostnaður við verkið eins og hann er, heldur vísað í upphaflega áætlun.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 20. nóvember 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um bækling um húsnæðisuppbyggingu, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2019 og fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um heildarkostnað við blað um uppbyggingu íbúða í borginni, sbr 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. nóvember 2019. R18080190

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Kostnaður við þennan bækling er tæpar níu milljónir króna. Ljóst er að útgáfa þessa bæklings er hugsuð til þess að bæta fyrir slakt orðspor borgarinnar í húsnæðismálum. Ef hugmyndin er sú að örva sölu hjá einstökum verktökum væri nær að þeir greiddu fyrir fasteignaauglýsingar sínar sjálfir. Þá vekur sérstaka athygli að Reykjavíkurborg dreifir bæklingnum í önnur sveitarfélög og þannig getur þetta ekki flokkast sem almenn upplýsingamiðlun til íbúa sveitarfélagins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Sambærilegur kynningarbæklingur hefur verið gefin út árin 2017 og 2018 og honum dreift á öllu höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélög voru gagnrýnd harðlega eftir hrun að hafa haldið spilunum of þétt að sér þegar kom að áformum og framkvæmdum við nýjar íbúðir sem endaði með offramboði á fasteignamarkaði. Það er mikilvægt að íbúar, fyrirtæki og opinberir aðilar viti af áformum og stöðu framkvæmda á íbúðamarkaði í Reykjavík svo markaðurinn geti einmitt brugðist við þeim upplýsingum.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Upplýsingabæklingur um uppbyggingu íbúðarhúsnæðisins sem hér er spurt um kostaði tæpar níu milljónir. Þessi bæklingur vakti athygli fyrir margar sakir kannski helst vegna þess að svo leit út fyrir sem meirihlutinn væri kominn í hlutverk fasteignasala. Borgarstjóra er greinilega mikið í mun að borgarbúar viti af öllum byggingarframkvæmdunum í borginni sem loksins var hrint af stað eftir nokkra ára dvala. Og nú eru byggingarframkvæmdir sagðar fordæmalausar. En því ber að fagna að loksins var hafist handa. Um eitt þúsund umsóknir voru komnar á biðlista eftir félagslegu húsnæði og annar eins fjöldi fjölskyldna á sífelldum þvælingi frá einu hverfi til annars með börn sín ár eftir ár. Loksins hófst úthlutun lóða eftir áralanga stöðnun sem ekki er alfarið hægt að kenna hruninu um. Annað sem vekur athygli er að þessi bæklingur er gefinn út til að auka þekkingu uppbyggingaraðila. Hvert er markmiðið með því nákvæmlega og af hverju er ekki hægt að upplýsa uppbyggingaraðila með ódýrari hætti?

    Fylgigögn

  37. Lagt fram svar verkefnastofu Borgarlínu, dags. 23. nóvember 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um starfshóp til að ákvarða framtíðar orkugjafa borgarlínu, sbr 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019. R19100453

    Fylgigögn

  38. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um skipun neyðarstjórnar yfir skóla- og frístundasviði vegna framúrkeyrslu borgarinnar, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 28. nóvember 2019. R19110399
    Tillagan er felld. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er ekkert sem kallar á slíkar aðgerðir innan skóla- og frístundasviðs. Fjármál skóla- og frístundasviðs eru í öruggum höndum líkt og tillögurnar í viðaukanum bera með sér. Nú þegar á ser stað þverfagleg vinna milli sviða borgarinnar í þeim tilgangi að greina næstu skref.

    Fylgigögn

  39. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um mánaðarlegt minnisblað í borgarráði um málaferli borgarinnar, sbr. 20. lið fundargerðar borgarráðs frá 10. október 2019. Einnig lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 4. nóvember 2019.

    Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga borgarráðs: 

    Lagt er til að borgarlögmaður komi ársfjórðungslega á fund borgarráðs með minnisblað um þau málaferli sem borgin á aðild að fyrir dómstólum. R19100258

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðiflokksins: 

    Borgarráð samþykkir stefnubreytingu á dýrahaldi í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Garðurinn standi undir nafni og haldi þannig eingöngu húsdýr sem unnt er að bjóða lífvænleg skilyrði. Ekki verði lengur haldin villt spendýr, fuglar, skriðdýr og önnur dýr sem þrífast best í villtri náttúru. Unnið verði í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands eða aðra viðeigandi aðila að bestu skilyrðum fyrir þau dýr sem þegar má finna í Húsdýragarðinum, þ.e. hvort þeim sé unnt að sleppa eða hvort þau fái að ljúka lífdögum í garðinum. Þannig verði ekki tekið á móti fleiri dýrum í garðinum, öðrum en íslenskum húsdýrum sem bjóða má lífvænleg skilyrði. Áfram verði þó unnið að verkefninu “Villt dýr í hremmingum” sem unnið er í samstarfi við Náttúrufræðistofnun og miðar að því að koma villtum dýrum sem lent hafa í hremmingum til heilsu á ný. Þeim verði svo sleppt aftur til sinna heimkynna ef aðhlynningin ber árangur. R19120048

    Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

  41. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Flokkur fólksins leggur til að sú stoppistöð sem nú er á Hagatorgi verði færð yfir á Birkimel og þar með utan við hringtorgið. Hagatorg er torg, stórt torg og þar aka bílar í hring, hringinn í kringum torgið. Hagatorg og svæðið í kringum það hefur ávallt verið öruggt svæði. Í það minnsta eru ekki sögur um slys þar undanfarin ár. Með því fyrirkomulagi sem nú er þ.e. að stoppistöð strætó sé nú komin á þann stað sem hún er, hefur hins vegar skapast slysahætta. Að þrengja torgið í eina akrein, banna akstur að utanverðu, setja strætóstöðina alveg við innri hringinn og láta strætó stoppa í akstursleiðinni á vinstri akrein skapar hættu og auka tafir vegfarenda. Rétt er að stoppistöð hefur verið þarna til margra ára en ekki nákvæmlega þarna. Þá var hægt að aka fram hjá strætó sem stoppaði án þess að hefta annan akstur. Flokkur fólksins leggur til að strætóstoppistöðin verði færð yfir á Birkimel þar sem betur fer um hana og þar sem skapast hvorki slysahætta né tafir þegar vagninn stoppar við stöðina til að hleypa fólki í og úr vagninum. R19120043

    Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

  42. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Tillaga Flokks fólksins um að heimilt verði að halda katta- og hundasýningar í íþróttamannvirkjum. Lagt er til að heilbrigðisnefnd heimili að farið sé með dýr inn í íþróttamannvirki Reykjavíkurborgar eftir nánari fyrirmælum. 4. tölul. 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti. Í reglugerð um hollustuhætti er kveðið á um að heilbrigðisnefndir sveitarfélaga geti heimilað að farið sé með dýr inn í íþróttamannvirki þar sem aðstaða er til íþróttaiðkunar. Heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hefur ekki gefið út slík leyfi þrátt fyrir heimild í reglugerð. Það yrði mikil bót fyrir áhugamenn um dýrarækt að geta haldið sýningar innandyra. Í dag eru slíkar sýningar annaðhvort úti eða haldnar í hesthúsum. Það er vel hægt að takmarka alla áhættu, sem fylgir því að halda slíkar sýningar innandyra í íþróttamannvirkjum, án þess að mikið þurfi að hafa fyrir því og yrði það mikil bót fyrir dýravini að geta haldið sýningar í íþróttamannvirkjum. R19120045

    Vísað til meðferðar umhverfis- og heilbrigðisráðs.

  43. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Lagt er til að eldri borgarar fái að leggja frítt í bílastæðahúsum borgarinnar um helgar, n.t.t. frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 00:00 aðfararnótt mánudags. Mikilvægt er að tryggja eldri borgurum betra aðgengi að miðbænum. Menningarstarfsemi borgarinnar er að mestu leiti í miðbænum. Þar má finna menningarstofnanir þjóðarinnar, sögufrægar byggingar, helstu söfn og Þjóðleikhúsið. Á undanförnum árum hefur aðgengi að miðbænum verið takmarkað með ýmsum hætti. Ítrekaðar framkvæmdir valda töfum og lokunum. Þá er sífellt verið að breyta akstursstefnum og gatnamótum á götum sem hafa staðið óbreyttar í áratugi og þeim vinsælustu jafnvel breytt í göngugötur. Þá hefur bílastæðum utandyra fækkað verulega í miðbænum og borgin hefur tekið í notkun meingallaðar gjaldstöðvar. Öll þessi atriði gera fólki erfiðara fyrri vilji það halda niður í miðbæ og njóta þess sem hann hefur uppá að bjóða. Sérstaklega bitnar þetta á eldri borgurum sem eiga erfiðara með að ganga langar leiðir frá bílastæðum, venjast breyttum akstursleiðum og læra á óþarflega flókna gjaldmæla. Lagt er til að borgin gefi út sérstakt bílastæðakort sem allir eldri borgarar eigi rétt á. Það kort veiti þeim aðgang að bílastæðahúsum borgarinnar án endurgjalds um helgar, n.t.t. frá kl. 17:00 á föstudegi til kl. 00:00 aðfararnótt mánudags. Þannig mætti auðvelda aðgengi eldri borgara að miðbænum og menningu hans. R19120046

    Tillagan er felld. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Ekkert bendir til þess að gjaldskylda í stöðumæla hindri för eldri borgara um miðborgina. Þvert á móti eru eldri borgarar mjög duglegir að sækja menningarstofnanir borgarinnar, verslanir hennar og veitingastaði. Eldri borgarar fá einnig ríflega afslætti af Menningarkortinu en sá sala á slíkum kortum hefur gengið ljómandi vel.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þessi tillaga í þágu eldri borgara hefur verið felld. Hér er um að ræða hóp eldri borgara sem koma akandi í bæinn en ekki þá sem koma í skipulögðum rútuferðum til að sækja menningarviðburði. Margir hafa gefist upp á bænum og vill Flokkur fólksins reyna að laða þennan hóp í bæinn aftur. Eldri borgurum þykja stæðismál erfið en þeim stæðum sem eru utandyra hefur fækkað í miðbænum. Borgin hefur tekið í notkun flóknar gjaldstöðvar. Iðulega sést fólk standa í öngum sínum fyrir framan þær og ekki vita til hvers er ætlast. Næg stæði eru án efa í bílastæðahúsum en eldri borgarar eru margir ekki hrifnir af þeim og finnst sláa og greiðslufyrirkomulagið ógnandi. Með því að bjóða þeim frítt stæði þar og helst leiðsögn á staðnum er líklegt að hægt sé að fá þennan hóp oftar í bæinn og leggja bíl sínum í stæðishúsin. Flokki fólksins finnst þessi borgarmeirihluti ekki vilja gera mikið fyrir eldri borgara. Hér áður streymdi þessi hópur t.d. í Kolaportið en nú hefur það snarbreyst. Í samtali við sölumenn í Kolaportinu eru þeir sammála um að eldir borgara hafa minnkað komur sínar. Það ætti að vera sameiginlegt markmið okkar að gera miðbæinn aðlaðandi fyrir Íslendinga en ekki einungis ferðamennina.

  44. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Fyrirspurn í framhaldi á svari við kostnað upplýsingabæklings. Fram kemur í svari við fyrirspurn um kostnað á upplýsingabæklingi að markmiðið með honum var að auka þekkingu uppbyggingaraðila. Borgarfulltrúi Flokks fólksins spyr af hverju auka þarf þekkingu uppbyggingaraðila með þessum hætti? Væru rafrænar upplýsingar ekki betri og ódýrari leið til þess? Að greiða á 9. milljón til að auka þekkingu uppbyggingaraðila er fyrir ofan skilning borgarfulltrúa Flokks fólksins. Er ekki hægt að auka þekkingu byggingaraðila með öðrum ódýrari hætti t.d. með því að setja upplýsingarnar á netið? R18080190

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

Fundi slitið klukkan 11:20

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Líf Magneudóttir

Hildur Björnsdóttir