Borgarráð - Fundur nr. 5563

Borgarráð

Ár 2019, föstudaginn 1. nóvember, var haldinn. 5563. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:10. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir og áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Halldóra Káradóttir, Hallur Símonarson, Guðlaug Sigurðardóttir, Erik Bjarnason, Óli Jón Hertervig, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2020 og frumvarpi að fimm ára áætlun 2020-2024. Kynnt er fjárfestingaáætlun Reykjavíkurborgar og starfs- og fjárhagsáætlanir eignasjóðs, umhverfis- og skipulagssviðs, SORPU bs., Orkuveitu Reykjavíkur, Faxaflóahafna og Malbikunarstöðvarinnar Höfða.

    Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, Ólöf Örvarsdóttir, Hreinn Ólafsson, Glóey Helgudóttir Finnsdóttir, Björn H. Halldórsson, Guðrún Eva Jóhannesdóttir, Ingvar Stefánsson, Bjarni Freyr Bjarnason, Gísli Gíslason, Skúli Helgason og Pawel Bartoszek taka sæti á fundinum undir þessum lið. R19010204

    -    Kl. 9:00 víkur Óli Jón Hertervig af fundinum.
    -    Kl. 9:50 víkja borgarstjóri og Pétur Ólafsson af fundinum og taka sæti að nýju kl. 10:35. 
    -    Kl. 11:10 víkur Líf Magneudóttir af fundi og Elín Oddný Sigurðardóttir tekur sæti. 

  2. Lagt fram að nýju frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020, ásamt greinargerð og starfsáætlunum sbr. 30. liður fundargerðar borgarráðs frá 31. október sl. Einnig er lagt fram bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs vegna trúnaðar á gögnum, dags. 30. október 2019. R19010204
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 30. október 2019.

  3. Lagt fram að nýju frumvarp að fimm ára áætlun Reykjavíkurborgar 2020-2024, ásamt greinargerð sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019.
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 30. október 2019. R19010204

  4. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2019, um álagningarhlutfall útsvars tekjuárið 2020 ásamt greinargerð sbr. 24. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019. R19100422
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 30. október 2019.

  5. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2019, um álagningarhlutfall fasteignaskatta og lóðarleigu vegna ársins 2020 ásamt greinargerð sbr. 25. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019.  R19100423
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 30. október 2019.

  6. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2019, um gjalddagaskiptingu fasteignagjalda fyrir árið 2020 ásamt greinargerð sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019.  R19100423
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 30. október 2019.

  7. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra dags. 28. október 2019, um viðmiðunartekjur til lækkunar fasteignaskatts og fráveitugjalds elli- og örorkulífeyris árið 2020 ásamt greinargerð sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019.  R19100423
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 30. október 2019.

  8. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2019, um gjaldskrár Reykjavíkurborgar fyrir árið 2020 ásamt greinargerð sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019.  R19010204
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 30. október 2019.

  9. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra, dags. 28. október 2019, um lántökur á árinu 2020 vegna áformaðra framkvæmda og fjárfestinga á árinu 2020 ásamt greinargerð sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. október 2019.  R19010204
    Vísað til borgarstjórnar.

    Gögn undir þessum lið eru bundin trúnaði þar til borgarstjóri hefur með formlegum hætti gert fjárhagsáætlun og fimm ára áætlun opinberar við framlagningu þeirra í borgarstjórn þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 12:00, sbr. bréf fjármála- og áhættustýringarsviðs dags. 30. október 2019.

Fundi slitið klukkan 11:55

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Hildur Björnsdóttir