Borgarráð
Ár 2019, fimmtudaginn 10. október, var haldinn 5560. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Þorsteinn V. Einarsson, Skúli Helgason, Marta Guðjónsdóttir, Hildur Björnsdóttir og Egill Þór Jónsson. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 20. september 2019. R19010023
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 18 mál. R19090357
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um veitinga- og gististaði sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R19090360
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 25. september 2019 á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.1 Ártúnsholt, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Borgarráðfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna, hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við líkön af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Um tímamót er að ræða, þar sem verið er að auka gagnsæi í deiliskipulagi og heimildir borgarbúa til að breyta húsnæði sínu með betri og einfaldari hætti. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt samhljóða af borgarráði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 25. september 2019 á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.2 Árbær, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna, hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við líkön af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Um tímamót er að ræða, þar sem verið er að auka gagnsæi í deiliskipulagi og heimildir borgarbúa til að breyta húsnæði sínu með betri og einfaldari hætti. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt samhljóða af borgarráði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 25. september 2019 á tillögu að hverfisskipulagi Árbæjar, hverfi 7.3 Selás, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna, hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við líkön af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Um tímamót er að ræða, þar sem verið er að auka gagnsæi í deiliskipulagi og heimildir borgarbúa til að breyta húsnæði sínu með betri og einfaldari hætti. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt samhljóða af borgarráði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Ævar Harðarson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 25. október 2019 á leiðbeiningum vegna hverfisskipulags, ásamt fylgiskjölum. R19010131
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Í hverfisskipulagi birtist framtíðarsýn fyrir gróin hverfi og heimildir til breytinga og minniháttar uppbyggingar verða til. Allt miðast að því að hverfin verði sjálfbærari og grænni og að íbúar geti þekkt hverfin sín vel og þær heimildir sem þar er að finna, hvort heldur sem það er í verslunarkjörnum eða á einkalóðum. Aldrei hefur verið farið í eins viðamikið samráð við íbúa eins og við gerð hverfisskipulags og hafa þúsundir borgarbúa á öllum aldri komið að vinnunni, allt frá vinnu grunnskólabarna við líkön af hverfunum sínum til einstaklinga sem sitja í rýnihópum. Með hverfisskipulaginu fylgja leiðbeiningar til að auðvelda skilning á skipulagi og því hvað sjálfbært hverfi er. Um tímamót er að ræða, þar sem verið er að auka gagnsæi í deiliskipulagi og heimildir borgarbúa til að breyta húsnæði sínu með betri og einfaldari hætti. Gerð heildstæðs skipulags fyrir hverfi borgarinnar hefur verið lengi í vinnslu enda viðamikið verkefni. Það er því fagnaðarefni að leiðbeiningar og fyrsta hverfisskipulag borgarinnar hafi nú verið samþykkt samhljóða af borgarráði.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hverfisskipulag er til þess fallið að einfalda stjórnkerfið og auka gagnsæi fyrir íbúa um rétt þeirra í hverfunum. Að loknu ítarlegu samráðsferli hefur verið ákveðið að falla frá heimild til að reisa fjölbýlishús við Birtingarkvísl. Það er jákvætt að hér hafi verið komið til móts við þann vilja íbúana.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 9.45 tekur Heiða Björg Hilmisdóttir sæti á fundinum og Skúli Helgason víkur.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. október 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Snorrabraut 54, Heilsuverndarreits, ásamt fylgiskjölum. R19050113
Samþykkt.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir tvíbýlishús að Gefjunarbrunni 15. R19090025
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Gerðarbrunni 7. R19090044
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir parhús að Urðarbrunni 10-12. R19090043
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Urðarbrunni 21. R19090058
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Urðarbrunni 34. R19090075
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Urðarbrunni 46. R19090059
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 3. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir einbýlishús að Urðarbrunni 80. R19090060
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir raðhús að Jarpstjörn 6-14. R19090018
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki sölu viðbótarbyggingarréttar fyrir lóð að Stjörnugróf 11. R17020078
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð hafni að þessi sinni forkaupsrétti í fiskiskipið Guðný SU-31, ásamt fylgiskjölum. R19100069
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 6. október 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki leigusamning vegna hluta fasteignarinnar Þönglabakki 4 og tilfærslu fjárheimilda vegna aðlögunar húsnæðisins, ásamt fylgiskjölum. R19030076
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Marta Guðjóndóttir víkur af fundinum við afgreiðslu málsins.
Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. október 2019, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð feli skipulags- og samgönguráði að efna til hugmyndasamkeppni um nýtt skipulag á Umferðarmiðstöðvarreit (U-reit) með það markmið að þar rísi þétt, blönduð byggð sem feli meðal annars í sér nýja alhliða samgöngumiðstöð fyrir Reykjavík, höfuðborgarsvæðið og landið allt. Tillaga þessi er niðurstaða vinnu starfshóps um þróun samgöngumiðstöðvar og annarrar byggðar á U-reit. Lögð er fram áfangaskýrsla starfshópsins, drög að keppnislýsingu fyrir hugmyndasamkeppni um deiliskipulag á U-reit og áfangaskýrsla vegna umferðarhermunar í og við U-reit. Loks er lagt til að í samkeppninni skuli miðað við að núverandi mannvirki á reitnum séu víkjandi.
Greinargerð fylgir tillögunni. R13110197
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Það liggur fyrir að núverandi staðsetning samgöngumiðstöðvar er framúrskarandi og felur í sér mikil tækifæri til að efla almenningssamgöngur og auka aðgengi að ólíkum ferðamátum fyrir íbúa og ferðamenn. Umferðarmiðstöðvarreiturinn er miðsvæðis og liggur vel til að þjóna mörgum stærstu vinnustöðum höfuðborgarsvæðisins. Ókostir þess að hafa miðstöðina austar í borginni eru þeir að það myndi fjölga skiptingum í strætókerfinu sem væri mikill ókostur. Það má nefna að austar í borginni eru mikilvægar skiptistöðvar sem þjóna þeim svæðum. Áfram verða skiptistöðvar t.d. í Mjódd, Kringlu og annars staðar en ný samgöngumiðstöð er bæði aðkallandi og brýnt verkefni sem skilað getur miklu fyrir borgarþróun og samgöngukerfið. Mikilvægt er að nýta það tækifæri til fulls.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hefðu viljað sjá víðtækari greiningu á fýsileika staðsetningar fyrir samgöngumiðstöð í borginni en fleiri reitir hefðu mátt koma til skoðunar. Að auki er allskostar óvíst að nokkur þörf sé fyrir samgöngumiðstöð af þessari stærðargráðu í borginni en kostnaður gæti orðið gríðarlegur fyrir skattgreiðendur. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa áður lagt til uppbyggingu hagkvæms húsnæðis á reitnum og ítreka hér þá skoðun sína.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni hefur verið á dagskránni um langa hríð og engin uppbygging hefur átt sér stað enn. Árið 2005 var gefin út viðamikil skýrsla um miðstöð á þessum stað og skildi slík stöð þjóna bæði flugi, jafnt innanlands- sem utanlandsflugi, langferðabílum og ætti að vera með góðum tengingum við almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins. Ekkert hefur gerst á þessum tíma og spilar þar inní þráhyggja meirihlutans um að koma flugvellinum burtu úr Vatnsmýrinni. Það er sláandi að horfa upp á hvað verið er að þrengja að flugvellinum á alla kanta hans. Fyrir nokkrum dögum sannaði flugvöllurinn í Vatnsmýrinni mikilvægi sitt þegar hann tók við lendingu véla í millilandaflugi vegna veðurofsa í Keflavík. Það er mikil þröngsýni að ætla að fara núna í uppbyggingu aðal samgöngumiðstöðvar höfuðborgarsvæðisins á þessu svæði í stað þess að staðsetja hana miðsvæðis eins og t.d. í Mjóddinni. Verði samgöngumiðstöðin á þessum stað á hún einungis eftir að auka við umferðarþunga á þessu svæði og er hann nú nógur fyrir. Það er mikið ábyrgðarleysi að þrengja að þessu svæði og ég spyr hvers eiga íbúar vesturbæjarins og Seltjarnarness að gjalda. Það er verið að loka þá inni samgöngulega séð. Verkefnið er úrelt áður en það fer af stað.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni er nú í deiglunni, verkefni sem er, eins og annað af þessari stærðargráðu, umdeilt. Við kynningu er ljóst að rennt er blint í sjóinn með nánast allt en vel kann að vera að sú staða sé algeng í svona skipulagsferli. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur hvað mestar áhyggjur af því hversu þröngt verður á þessu svæði eftir að samgöngumiðstöðin rís sem þýðir að aðgengi verður slakt og umferðarþungi enn meiri. Umferðarþungi þarna er mikill núna og jafnvel þótt almenningssamgöngur lagist þá eru bílum einnig að fjölga. Hætta verður hreinlega á að fólk komist ekki þarna fram hjá, akandi nema með erfiðismunum og löngum töfum. Einnig er verið að þrengja að flugvellinum meir en góðu hófi gegnir. Borgarfulltrúi veltir því fyrir sér hvað íbúum á Seltjarnarnesi þykir um þetta enda reynir kannski mest á þá og auðvitað íbúa í vesturbæ.
Óli Jón Hertervig, Ólafur Örn Eiríksson og Þorsteinn R. Hermannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. október 2019, ásamt fylgiskjölum:
Á fundi velferðarráðs þann 5. júní sl. var stefna í málefnum heimilislausra með flóknar þjónustuþarfir 2019-2025 ásamt aðgerðaáætlun samþykkt og send borgarráði til samþykktar. Lagt er til að borgarráð samþykki stefnuna ásamt aðgerðaáætlun og vísi til borgarstjórnar. Jafnframt samþykki borgarráð að vísa þeim liðum aðgerðaáætlunar sem ekki eru fjármagnaðir til gerðar fjárhagsáætlunar. R19050207
Samþykkt.
Vísað til borgarstjórnar.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Síðustu mánuði hefur staðið yfir viðamikil endurskoðun á stefnu Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir þar sem samráð hefur verið haft við notendur, fagfólk og hagsmunaaðila. Sameinast var um að leggja áherslu á skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um ,,húsnæði fyrst” og að vinna að því að um málaflokkinn verði þétt samstarf ríkis og sveitarfélaga. Öll vinna í málefnum heimilislausra þarf að byggja á gagnkvæmri virðingu þar sem sjálfsákvörðunarréttur einstaklingsins og umburðarlyndi eru í fyrirrúmi. Það er ánægjulegt að samþykkja þessa metnaðarfullu stefnu þar sem þessum sjónarmiðum er gert hátt undir höfði.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Sósíalistaflokksins styður heilshugar leiðarljós stefnunnar en þau snúa að því að sýna virðingu á öllum stigum þjónustunnar. Áhersla er á að efla og auka sjálfsvirðingu notandans, valdefla einstaklinginn og draga úr fordómum í samfélaginu þar sem öll þjónusta skal stuðla að framangreindum þáttum. Meginstoðir stefnunnar eru mikilvægir þættir sem nauðsynlegt er að byggja á. Ein meginstoðin er hugmyndafræðin um húsnæði fyrst (e. Housing first) sem fulltrúi Sósíalistaflokksins styður heilshugar. Hugmyndafræðin gengur út frá því að húsnæði sé grunnþörf og teljist til mannréttinda. Aðeins þegar þessari grunnþörf sé mætt, geti einstaklingurinn ráðið við aðrar áskoranir í lífi sínu. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vill taka fram að grundvallarforsenda þess að geta veitt þjónustu á grundvelli þeirrar hugmyndafræði byggir á því að húsnæði sé til staðar. Staðan hefur því miður ekki alltaf verið þannig þar sem skortur hefur verið á íbúðum á viðráðanlegu verði. Aðrir þættir geta líka mótað stöðu þeirra sem skilgreinast sem heimilislausir og þá er mikilvægt að viðeigandi húsnæði standi fólki alltaf til boða. Það þarf að tryggja að nægilegt húsnæði sé alltaf til staðar og með þeim stuðningi sem fólk þarf á að halda. Húsnæði er ein grunnforsenda velferðar og nauðsynlegt að allir hafi alltaf aðgengi að öruggi húsnæði.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Stefnan prýðir í raun allt sem góð stefna ætti að prýða og hefur borgarfulltrúi Flokks fólksins samþykkt hana á fyrri stigum enda átti hún sæti í stýrihópnum. Nú verður að leggja allt kapp á að innleiða hana og að allar áætlanir komist í framkvæmd, að hún verði ekki bara orð á blaði. Þar mun reyna á þennan meirihuta því minnihlutinn hefur hvorki vald né aðkomu að ákvörðunum. Marga hluti þarf að laga og færa til betri vegar. Enn er stór hópur sem stefnan fjallar um í húsnæðisvanda. Tafir hafa einnig verið á húsnæðisverkefnum fyrir heimilislausa t.d. smáhýsin sem til stóð að væru tilbúin. Æðstu valdhafar þurfa kannski að hugsa heildarmyndina, að þegar lagt er í vinnu við að gera metnaðarfulla stefnu þá þarf að kosta til svo hægt sé að framkvæma það sem boðað er í stefnunni. Tímamörk eiga að standast svona nokkurn veginn nema í sérstökum tilfellum. Ef ekki, þá hættir fólk að taka mark á svona pappír. Allt of mikið er af stefnum og áætlunum í borginni þar sem segir að verk ljúki á ákveðnum tíma en áætlun stenst síðan sjaldnast.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Reykjavíkurborg hefur verið í forystu á íslandi í þjónustu við heimilislausa og er nú þegar með 65 íbúðir til langtímaleigu og þjónustu og stuðningi, og mun fjölga um 28 á næstu mánuðum. Í Reykjavík eru 131 rými í áfangaheimilum og í dag samþykktum við að stuðla að því að þeim fjölgi um 30. Neyðarrými eru í dag allt að 42 og mun fjölga um 15 á næsta mánuði. Samtals ver Reykjavíkurborg 1.200 milljónum í þjónustu við þennan mikilvæga hóp fólks og er að gefa í, en mikilvægt er að horfa einnig til ábyrgðar ríkis og annarra sveitarfélaga.
Agnes Sif Andrésdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 10. október 2019, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð heimili velferðarsviði að auglýsa eftir samstarfsaðilum um rekstur áfangaheimilis í Víðinesi á Kjalarnesi. Samstarf verði við innkaupaskrifstofu um framkvæmd. Um er að ræða húsnæði í eigu Reykjavíkurborgar þar sem er möguleiki á að bjóða upp á aðstöðu fyrir allt að 30 einstaklinga. Kostnaður vegna innri leigu er 63 m.kr. á ári og gert er ráð fyrir 25 m.kr. í endurbætur á húsnæðinu. Framlag Reykjavíkurborgar verði m.a. í formi niðurgreiðslu á leigu. R19090362
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Áfangaheimili styðja við þá skaðaminnkandi nálgun og hugmyndafræði um ,,húsnæði fyrst” sem stefna Reykjavíkurborgar í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir byggir á. Við sjáum það sem jákvæðan kost að vinna að slíku með þriðja geiranum og grasrót og því var valið að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að koma að rekstri á slíku heimili.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Það er gott að leita til þeirra félagasamtaka sem hafa reynslu og fagþekkingu á þeim málaflokki sem hér um ræðir. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vill þó ítreka mikilvægi þess að ábyrgðin liggur alltaf hjá Reykjavíkurborg, sem á að þjónusta fólkið sem hér um ræðir. Reynsla félagasamtaka byggir oft á því að þau fá alltof lítið fjármagn til að veita almennilega þjónustu og slíkt bitnar á fólkinu sem er í þörf fyrir góða þjónustu. Það er því mikilvægt að leggja áherslu á fjárhagslega ábyrgð Reykjavíkurborgar í þessu fyrirhuguðu samstarfi. Reyndin má ekki verða sú að samningur sé gerður við félagasamtök um rekstur Víðiness, sem byggir á því að samtökin fái ákveðið fjármagn til að halda uppi starfseminni, sem dugar síðan ekki til að sinna öllum þeim þáttum sem þarf að sinna. Reykjavíkurborg getur ekki samið ábyrgðina frá sér.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Víðines er afskekkt. Það er t.d. engar almenningssamgöngur að Víðinesi, gera þarf auk þess endurbætur á veginum sem liggur frá þjóðvegi að Víðinesi. Þetta er vegur sem búendur munu þurfa að ganga til að komast á stofnbraut og er um talsverða vegalengd að ræða. Engin kostnaðaráætlun er vegna vegarins. Hér er verið að horfa til einstaklinga með flóknar þjónustuþarfir og er mikilvægt að Reykjavík haldi góðri tengingu við leigjendur og rekstraraðila. Ábyrgðin og eftirlit verður alltaf að vera á forræði borgarinnar og þá er ekki verið að vísa í rekstur einvörðungu. Gert er ráð fyrir 25 m.kr. í endurbætur á húsnæðinu. Nú hefur borgarfulltrúi skoðað þetta húsnæði og er þessi upphæð til endurbóta bara dropi í hafið. Mun meira þarf að koma til næstu misseri. Húsakynni þarna eru að hluta til mjög illa farin. Hér þarf að gæta að því að vanáælta ekki og enda í einhverjum framúrkeyrslum. En vissulega er mikilvægt að finna út úr hvernig er hægt að nota þessi hús og staðsetningu. Ef vel tekst til styður borgarfulltrúi Flokks fólksins hugmyndina/verkefnið.
Agnes Sif Andrésdóttir, Kristjana Gunnarsdóttir og Óli Jón Hertervig taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 25. september 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 24. september 2019, á samningi Reykjavíkurborgar og Kjósarhrepps um skólaþjónustu, ásamt fylgiskjölum. R19090353
Samþykkt.Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á mánaðarlegu rekstraruppgjöri A-hluta Reykjavíkurborgar janúar - júlí 2019.
Halldóra Káradóttir, Helga Benediktsdóttir, Guðlaug S. Sigurðardóttir og Helgi Grímsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. R19010075
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra dags. 10. október 2019:
Lagt er til að borgarsjóður veiti sérstök hlutafjárframlög til uppbyggingar félagslegra leiguíbúða sem nemi 4% af stofnverði þeirra, sem komi til viðbótar 12% stofnframlagi borgarsjóðs og 22% (18%+6%) framlagi ríkisins í gegnum Íbúðalánasjóð. Þá er lagt til að við þær aðstæður að Íbúðalánasjóður samþykki umsókn um stofnframlög en lækki reiknað stofnverð t.d. ef íbúð fer yfir stærðarmörk og verð m.v. reglugerð komi sérstakt viðbótarhlutafjárframlag allt að 4% af stofnverði. Í þessum tilvikum geti sérstaka hlutafjárframlagið náð allt að 8%.
Greinargerð fylgir tillögunni. R18020215
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti borgarstjórnar er metnaðarfullur hvað varðar fjölgun félagslegra íbúða en í meirihlutasáttmála kemur fram markmið um að fjölga þeim um 500 á kjörtímabilinu sem er gríðarstórt verkefni. Það er okkar ósk að enginn þurfi að búa við óöruggar heimilisaðstæður og við viljum vinna með öllum ráðum gegn heimilisleysi. Vilji er til þess að halda áfram fjölgun félagslegra íbúða allra helst án þess að það leiði til mikillar hækkunar leigu. Af þessari ástæðu er verið að leggja til aukinn beinan stuðning við Félagsbústaði.
Halldóra Káradóttir, Helga Benediktsdóttir og Guðlaug S. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. október 2019, ásamt trúnaðarmerktum fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg veiti einfalda ábyrgð vegna skuldabréfaútgáfu Félagsbústaða á nýjum samfélagslegum skuldabréfaflokki (e. Social Bonds) sem skráð verða á Sustainable Bond Market, Nasdaq Iceland. Heimild til að veita einfalda ábyrgð til tryggingar á lánum stofnana og fyrirtækja sem sveitarfélagið á að öllu leyti er í 1. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 enda sinni þær lögákveðnu verkefni sveitarfélaga. Tekið skal fram að umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs sem fylgir beiðni um einfalda ábyrgð er trúnaðarmál og óheimilt að veita upplýsingar er fram koma í henni vegna markaðssjónarmiða og hagsmuna Félagsbústaða. Óskað er eftir að trúnaður haldist allt þar til sala skuldabréfa hefur farið fram. Ábyrgð á skuldabréfum fyrirtækja sem borgin á þarf að vera samþykkt af borgarstjórn og því þarf borgarráð að vísa tillögunni til næsta fundar borgarstjórnar sbr. 5. tölulið 1. mgr. 58. gr. sveitarstjórnarlaga. R19100128
Vísað til borgarstjórnar.
Halldóra Káradóttir, Helga Benediktsdóttir og Guðlaug S. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga staðgengils borgarstjóra, dags. 9. október 2019, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki meðfylgjandi tillögu stýrihóps um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun um breytingu á skipulagi vinnunnar. R18090217
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Markmiðið með innleiðingu kynjaðrar fjárhags- og starfsáætlunar (KFS) er að samþætta mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar og fjármálastefnu. Í ár er sérstök áhersla á uppruna fólks, félagslega stöðu og efnahag.
Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að markmiðið með innleiðingunni á kynjaðri fjárhags- og starfsáætlun (KFS) sé að samþætta mannréttindastefnu og fjármálastefnu borgarinnar. Reykjavíkurborg vinni eftir mannréttindastefnunni þegar komi að jafnréttismálum og taki KFS því mið af öllum þáttum stefnunnar, ekki bara jafnrétti kynja. Fulltrúi Sósíalistaflokksins vill undirstrika mikilvægi þess að taka inn í alla þá þætti er geta haft áhrif á stöðu fólks þegar unnið er út frá kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð, þar má nefna þætti líkt og stétt og uppruna og aðra félagslega stöðu sem nauðsynlegt er að hafa til hliðsjónar þegar slík áætlun er unnin.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Embættismannakerfinu er vorkunn að þurfa að fylgja eftir þeirri vitleysu sem kynjuð fjárhags- og starfáætlanagerð er, en vissulega er þetta atvinnuskapandi á kostnað borgarbúa. Þegar hef ég lagt fram fyrirspurn hvort verkefni taka breytingum eftir að þau hafa farið í gegnum „kynjaskönnun“. Ekki hefur borist svar við fyrirspurn minni en þau gögn sem ég hef séð í umhverfis- og heilbrigðisráði hafa ekki tekið neinum breytingum við kynjaskönnun. Þetta er gríðarleg sóun á fjármunum borgarinnar og einmitt dæmi um gæluverkefni.
Halldóra Káradóttir og Guðlaug S. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 7. október 2019, um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020, mál nr. 1/2019. R19090175
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðiflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Halldóra Káradóttir og Guðlaug S. Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 7. október 2019, að viðauka við fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2019. Greinargerð fylgir tillögunni. R19010200
Vísað til borgarstjórnar.Marta Guðjónsdóttir víkur af fundinum við afgreiðslu málsins.
Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn borgarlögmanns, dags. 8. október 2019, um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum, og sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. R19090347
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Mikilvægt réttlætismál er að Reykjavíkurborg hafi sömu tækifæri til framlaga úr Jöfnunarsjóði og önnur sveitarfélög. Því er mótmælt að mistök ríkisins við lagasetningu og þar með við úthlutun Jöfnunarsjóðs sé látin bitna á sveitarfélögum sem ekki tengjast málinu með neinum hætti. Eðlilegra væri að ríkið legði til það fjármagn.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 8. október 2019, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að umsögn Reykjavíkurborgar um reglur um fjárhagslegan stuðning Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til að greiða fyrir sameiningu sveitarfélaga. R19090015
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 20. september 2019, varðandi fyrirhugaða þátttöku borgarstjóra í ráðstefnu CityLab í Washington DC í Bandaríkjunum, dagana 27. til 29. október 2019, ásamt fylgiskjölum. R19090214
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 7. október 2019, ásamt fylgiskjölum:
Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að erindisbréfi málnefndar Reykjavíkurborgar. Hlutverk málnefndar er að fylgja eftir innleiðingu málstefnu í samvinnu við fagsvið Reykjavíkurborgar og útfæra innleiðingaráætlun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R16120051
Samþykkt.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf íþrótta og tómstundasviðs, dags. 30. september 2019, sbr. samþykkt menningar- íþrótta- og tómstundaráðs frá 9. september á tillögu um styrki vegna stofnun rafíþróttadeilda í Reykjavík, ásamt fylgiskjölum. R19040029
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Í dag eru sex mánuðir síðan lögð var fram tillaga að frumkvæði Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn um að Reykjavíkurborg styddi íþróttafélögin í Reykjavík við að koma á fót rafíþróttadeildum innan félaganna. Tillagan var samþykkt einróma í borgarstjórn og ljóst að vilji borgarfulltrúa stóð til þess að þetta verkefni yrði unnið sómasamlega, enda göfugt markmið að koma í veg fyrir félagslega einangrun og auka félagsfærni barna og ungmenna. Ljóst er að þátttaka barna og ungmenna í íþróttastarfi getur haft mjög jákvæð áhrif á félagsfærni barna, ekki síst til framtíðar litið. Rannsóknir hafa sýnt fram á þessi jákvæðu tengsl, en nauðsynlegt er að börn fái þjálfun í félagsfærni enda getur slík færni hjálpað þeim á öllum stigum lífsins, bæði í leik og starfi. Það vekur því furðu hversu lítið fjármagn meirihlutinn í menningar-, íþrótta- og tómstundaráði ætlar sér að setja í málaflokkinn þegar vilji borgarstjórnar stendur algjörlega kýrskýr. Í greinargerðinni kom að kostnaðurinn við hvert félag yrði u.þ.b. 10 milljónir. Eins og máltækið segir þá skal orðum fylgja efndir; raunverulegur vilji og fjármagn.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 8. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fyrirhugaðar starfsstöðvar í hverfi borgarinnar, sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. október 2019. R19100088
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins þakkar borgarstjóra fyrir ýmis konar vangaveltur í svari sínu við fyrirspurninni. Flokkur fólksins er að spyrja um starfsstöðvar á forræði borgarinnar og myndi gjarnan vilja fá svar við þeirri fyrirspurn. Ekki er gerð krafa um að borgarstjóri eða meirihlutinn viti hvað fyrirhugað er hjá öðrum sem ekki heyra undir stjórn borgarinnar eða varðar hana. Spurningin á einungis við um það sem er á forræði borgarinnar t.d. stofnanir, deildir, svið eða annað sem meirihlutinn hyggst setja á laggirnar. Spurningunni er því enn ósvarað.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Borgarfulltrúinn mun verða upplýstur um það ef einhverjir flutningar verða á starfsstöðum Reykjavíkurborgar. Ekki liggja fyrir áætlanir hvað þetta varðar sem borgarfulltrúinn hefur ekki verið upplýstur um nú þegar eins og fram kemur í framlögðu svari borgarstjóra.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um aðkomu að göngubrú yfir Breiðholtsbraut, sbr. 36. lið fundargerðar borgarráðs frá 29. ágúst 2019. R19080207
Lögð fram svohljóðandi bókun áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Um er að ræða göngubrú yfir Breiðholtsbraut. Í svari segir að aðgengi við norðurenda brúarinnar er talið vera í góðu lagi og er það aðgengi frá Arnarbakka. Fulltrúi Flokks fólksins sendi með þessari fyrirspurn myndir og var að vonast til að það skýrði hvað við væri átt. Komandi frá Mjódd virðist þessi gamli aflagði malarstígur eina leiðin upp á brúna. Flokkur fólksins telur að svona geti þetta ekki verið. Auðvitað verður að vera hægt að komast upp á brúna þegar gengið er beint upp eftir frá Mjódd.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um ákvörðun um staðsetningu varanlegs regnboga, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. júlí 2019. R19060051
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Flokks fólksins þakkar svarið. Í því kemur fram að ákvörðun um þetta var einungis í höndum umhverfis- og skipulagssviðs sem falið var að koma með tillögu að staðsetningu regnbogans og leggja tillöguna fyrir skipulagsráð. Borgarfulltrúi hefur ekkert á móti slíku ferli og því síður regnbogahugmyndinni en finnst þetta ekki vera einkamál umhverfis- og skipulagssviðs eða skipulags- og samgönguráðs. Þetta er sameiginlegt málefni borgarbúa og ekki er rétt að ráð og svið borgarinnar liggi á svona ákvörðun eins og ormur á gulli og telji þetta sitt einkamál. Flokkur fólksins mælist til þess að meirihlutinn tali almennt séð meira við borgarbúa og leyfi þeim að taka þátt í framkvæmdum og ákvörðunum sem og hinum ýmsu skreytingum í borginni. Þetta ferli hefði átt að vera opnara. Spyrja á fólkið hvað því finnst og ekki síst þá sem búa við þær götur sem koma til álita.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Eftirfarandi tillaga var samþykkt af borgarstjórn 4. júní s.l. með öllum greiddum atkvæðum, þar á meðal atkvæði Flokks fólksins: ,,Lagt er til við borgarstjórn að málaður verði varanlegur regnbogi, til dæmis á gangbraut eða annars konar gönguþverun, göngustíg, vegg eða öðrum áberandi stað í miðborg Reykjavíkur. Umhverfis- og skipulagssviði verði falið að gera tillögu að staðsetningu og nánari útfærslu og leggja fyrir skipulags- og samgönguráð með það fyrir augum að framkvæmd geti átt sér stað sumarið 2019." Hefði borgarfulltrúinn viljað sjá annað ferli hefði verið uppbyggilegast að leggja það til sem breytingartillögu á þessum fundi eða koma með athugasemd þegar tillagan var kynnt í skipulags- og samgönguráði. Alltaf er lagt kapp á að hafa sem mest samráð við borgarbúa þegar því verður við komið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um borgarlínu, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. júlí 2019. R19070046
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi Flokks fólksins þakkar síðbúin svör. Margt er enn óljóst eins og fram kemur í þessum svörum, allt of margt er háð hinum og þessum aðstæðunum. Nokkuð virðist sem ákvarðanir um fyrirkomulag verði teknar svona „á leiðinni“, eftir því sem fram vindur. Borgarfulltrúinn veltir því upp hvort ekki sé gert ráð fyrir að línunni megi breyta í járnbraut í framtíðinni? Heldur er ekki vitað hvoru megin á götunni borgarlínan á að aka, miðjunni eða með hægri kanti? Þetta myndi þýða að það þyrftu að vera hurðir báðum megin á vögnunum. Eru slíkir vagnar til? Nú, ef þeir eru í miðjunni, hvernig eiga þá farþegarnir að komast yfir umferð bíla sem er þá að utanverðu? Eru aðrar þjóðir með svona stóra liðvagna með rafmagni? Stórir vagnar hljóta að vera dýrir og þá má spyrja hvort hleðslan nægi til að aka heila vakt, nema með mjög flóknum og dýrum hleðslubúnaði á leiðum vagnanna. Í nágrannalöndum eru víst mikið um vagna sítengda í rafmagni. Verður það þannig hér, verða vagnar ekki sítengdir við rafmagnslínu? Almennt eru þetta veikbyggð svör sem kalla á fleiri spurningar sem engin virðist vita svör við. Allt er í skoðun, hönnun og útfærslu. Engin rekstraráætlun liggur fyrir. Er vitað út í hvað er verið að fara hér?
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þetta er „ekki svar“. Borgarlínuverkefnið er ekki lengur tugi milljarða óvissuferð í boði borgarstjóra og meirihlutans - verkefnið er að verða hundruð milljarða martröð sem leggst á skattgreiðendur landsins. Ekki stendur steinn yfir steini og kerfið veit ekkert í hvaða átt á að halda. Þekkingarleysið á verkefninu er algjört og enginn veit hvernig eigi að leysa úr kosningaloforðum Samfylkingarinnar um borgarlínu. Borgarlínuverkefnið er á sama stað og áður – einungis lína á blaði.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Eins og fram kemur í umsögn þarf, í Borgarlínuverkefninu eins og öðrum stórum innviðaverkefnum, að fara í gegnum forhönnunar- og skipulagsferli til að hægt sé að leggja mat á mismunandi útfærslur og taka ákvarðanir. Það er fullkomlega eðlilegt og skynsamlegt að taka ákvarðanir um nánari útfærslu flókinna mála í undirbúnings- og hönnunarferli með hliðsjón af þeirri þekkingu sem skapast en ekki fyrirfram og einangrað eins og áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins virðist vera að kalla eftir.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um fjölda bílastæða á Hafnartorgi, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júlí 2019. R19070154
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Þakka svarið. Sannarlega eru þetta mörg bílastæði. Upplýsingar vantar um rekstur bílastæðanna og kostnað. Þetta er greinilega eitthvað samkrull borgar og einkageirans sem ekki kemur fram í svari hvernig er háttað. Þúsund stæði eru fyrir almenning, en borgin á 200 af þeim. Verður t.d rukkað að næturlagi og um helgar, eða verður þetta nær því sem nú er gert á bílastæðum á götum? Flokkur fólksins vill vita meira hvað er verið að plana varðandi þetta. Í máli eins og þessu er mikilvægt að hafa allt ferli opið og gegnsætt og upplýsa um gang mála á vef borgarinnar.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Samningar vegna uppbyggingar í miðborginni hafa allir verið lagðir fyrir borgarráð.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kynningar vegna varanlegrar lokunar Laugavegar, sbr. 59. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júlí 2019. R19070164
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða svar við fyrirspurn Flokks fólksins um kynningar vegna varanlegrar lokunar Laugavegar. Flokkur fólksins hefur áður spurt um þessa hluti og fær sífellt sama svarið frá borgarmeirihlutanum, að kynning hafi farið fram.
Spurt var nánar tiltekið hvort kynningin sem hér um ræðir og var flutt sumarið 2019 hafi verið kynnt hagsmunaaðilum öllum og óskað eftir viðbrögðum þeirra. Það er sagt í svari að það hafi verið gert og viðbrögð fengin. Flokkur fólksins spyr þá, hver voru viðbrögð hagsmunaaðila og hafa þau verið tekin til greina? Til að fá þetta staðfest þá hafði borgarfulltrúi samband við hagsmunaaðila og spurði hvort þeir hafi fengið kynningu og ef svo var hvort þeim hafi verið boðið að koma með viðbrögð. Orðrétt svar sem barst frá forsvarsaðila Miðbæjarfélagsins var eftirfarandi:„Samkvæmt könnun sem Miðbæjarfélagið gerði kannast engin rekstraraðili á þeim bænum við nokkra raunverulega kynningu. Ekki vott af samráði heldur yfirgang, frekju og skilningsleysi af hálfu borgaryfirvalda.“ Borgarfulltrúi spyr, hvernig má þetta vera?Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Í meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna kemur fram eftirfarandi: „Við ætlum að gera Laugaveginn að göngugötu allt árið og fjölga göngusvæðum í Kvosinni“. Í septembermánuði árið 2018 samþykkti borgarstjórn með 21 atkvæði að fela umhverfis- og skipulagssviði að útfæra Laugaveg og Bankastræti sem göngugötur allt árið, ásamt þeim götum í Kvosinni sem koma til greina sem göngugötur. Samráð hefur verið með margvíslegum hætti eins og oft hefur komið fram. Tillaga að deiliskipulagi er hluti af lögformlegu samráðsferli sem hófst með verklýsingu um deiliskipulagið sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði 4. september sl. Á síðasta fundi borgarstjórnar var samþykkt að auglýsa deiliskipulag um Laugaveg sem göngugötu. Öllum gefst færi á að koma með athugasemd þegar deiliskipulag fer í formlegt auglýsingarferli og allar athugasemdir og ábendingar teknar til greina. Þá er því haldið til haga að almannarýmið er fyrir okkur öll og nýtist landsmönnum öllum þegar þeir heimsækja miðborgina. Það er ábyrgðarhlutverk að gera Laugaveginn aðgengilegan sem flestum og er göngugatan stærsta skrefið í átt að því. Aldrei áður hefur verið unnið jafn stíft að því að bæta aðgengi allra að miðborginni en við útfærslu er algild hönnun með aðgengi fyrir alla höfð að leiðarljósi í samráði við notendur og fjölmörg hagsmunasamtök fatlaðs fólks.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um mögulega endurheimt votlendis á höfuðborgarsvæðinu, sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. september 2019. R19090137
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi þakkar svarið. Það votlendi sem nefnt er, er vísað í sem svona hugsanlegt votlendi í svarinu sem mögulega ætti að kanna. Tal um endurheimt votlendis á borgarsvæðinu er greinilega ekki á stórum skala enda ekki mikið til að endurheimta. Miðað við möguleika annars staðar á landinu er hér lítið að sækja. Í það minnsta er hér ekki um stórmál að ræða. Borgarfulltrúi Flokks fólksins telur að borgarmeirihlutinn ætti frekar að snúa sér að því að varðveita fjörur en t.d. að auka votlendi í Viðey eins og nefnt er í svari.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Mikilvægt er að vinna að fjölbreyttum loftslagsaðgerðum til að mæta hamfarahlýnuninni af festu. Það er rökvilla að halda því fram að ein aðgerð í umhverfis- og loftslagsmálum útiloki aðra. Endurheimt votlendis skiptir hér miklu máli enda er þetta ein af þeim aðgerðum sem IPCC viðurkennir sem gilda aðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. 2/3 af losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi má rekja til framræsts votlendis. Meirihluti Reykjavíkur leggur gríðaráherslu á loftslagsmálin og lætur sitt ekki eftir liggja hér en hvetur jafnframt önnur sveitarfélög til að stuðla að aukinni endurheimt votlendis.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Gröfum ofan í skurði í úthverfum og höldum áfram að grafa upp eina stærstu mýri landsins, Vatnsmýrina. Tvískinnungurinn er algjör hjá meirihlutanum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu framkvæmda sem nú er í gangi, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. mars 2019. R19030230
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Óskað var upplýsinga um stöðu framkvæmda hvað varðar kostnaðaráætlanir, innkaup, samninga, eftirlit og aukaverk. Í svari er það sagt beint út að vegna fjölda verkefna sviðsins og að ekki sé haldið utan um upplýsingar sem óskað er eftir getur umhverfis- og skipulagssvið ekki svarað. Flokkur fólksins óttast að yfirsýn meirihlutans, sviðsins og eftirlitsaðila á verkum sé ekki góð og fleiri bakreikningar eiga jafnvel eftir að koma beint í andlit borgarbúa. Reykjavík er ekki stórborg og skyldi maður ætla að hægt væri að hafa þessa yfirsýn. Ef ekki er yfirsýn eða heildaryfirlit yfir verk er enn meiri hætta á að mistök endurtaki sig, eitthvað fari úrskeiðis bæði hvað varðar áætlanir og eftirlit. Í ljósi opinberunar á framkvæmdum sem hafa verið vanáætlaðar, farið því fram úr áætlun og jafnvel án heimildar verður meirihlutinn að skilja áhyggjur fólks af því hvort frekari opinberun verði á skandal eins og bragganum, Mathöllinni og fleiru. Borgarbúar vita almennt lítið hvað gerist bak við tjöldin enda fátt í rekstri og stjórnun borgarinnar hvað þessa þætti varða sem er gegnsætt.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Það kemur fram að ekki er haldið utan um upplýsingar um verkefnin í einu kerfi en það þýðir ekki að ekki sé haldið utan um verkefnin eins og borgarfulltrúinn heldur ranglega fram. Hverju verkefni er framfylgt og með stjórnsýslubreytingunum sem standa yfir og skerpingu á hinum ýmsu verkferlum er verið að auka enn frekar yfirsýn og eftirlit með framkvæmdum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um viðbótarverkefni í tengslum við Klettaskóla, sbr. 35. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. september 2019. R19090133
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Spurt var um viðbótarverkefni í tengslum við Klettaskóla og hver og hvernig skekkjumörkin eru ákveðin og hverjar eru forsendurnar? Í svari er hins vegar aðeins birtur kafli úr reglugerðum: kostnaðaráætlun I og II, allt eitthvað sem borgarfulltrúi hefur sjálfur lesið. Spurt er um forsendurnar og ekki er birt nein svör við þeirri spurningu og er spurningin því enn meira knýjandi en áður. Borgarfulltrúi veltir fyrir sér hvort það sé þá alltaf þannig að gert er ráð fyrir 10-15% framúrkeyrslu? Borgarfulltrúi Flokks fólksins er ekki alveg sáttur við öll þessi viðbótarverk og finnst líka eins og það sé jafnvel talið eðlilegt að þau komi til. Viðbótarverk ættu að vera undantekning. Þau eru til komin oft vegna skorts á framsýni og ekki hefur tekist að sjá fyrir það sem e.t.v. blasir við eins og t.d. að laga þurfi lóð eða endurnýja gamlar mublur. Vissulega getur eitthvað óvænt komið upp á en það ætti að vera eins og framan greinir undantekning.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Í fyrirspurn borgarfulltrúans stendur eftirfarandi orðrétt eftir inngang borgarfulltrúans með vangaveltum um viðbótarverk: ,,Spurt er: Hver og hvernig eru skekkjumörkin ákveðin og hverjar eru forsendurnar?" - Þessari spurningu er svarað. Ef borgarfulltrúinn vill fá svar við vangaveltum er lagt til að vangavelturnar séu settar fram sem spurningar.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Í fjárhagsáætlun 2013 var ráðstafað í viðfangsefnið viðbygging og breytingar í Klettaskóla 350 milljónum. Árið 2014 var ráðstafað 150 milljónum. Árið 2015 voru settar 325 milljónir. 2016 fóru 600 milljónir í verkið. 2017 var ráðstafað 900 milljónum. 2018 fóru 100 milljónir í verkið og í fjárhagsáætlun 2019 er gert ráð fyrir 100 milljónum. Upplýst var á fundinum að fimm viðaukar hafi verið lagðir fram á árunum 2015 – 2018 að upphæð 940 milljónir. Stærsti hluti viðaukaheimilda kom inn á árinu 2018 eða 770 milljónir sem er athyglisvert þar sem einungis 100 milljónir fóru inn á verkið í fjárhagsáætlun fyrir það ár. Samþykktar fjárheimildir eru því 3.465 milljónir. Endalegur kostnaður varð hinsvegar 3.950 milljónir og vantar því samþykkt fyrir 485 milljónir í verkið. Allar mótbárur borgarinnar um að verkið hafi farið framúr kostnaðaráætlunum vegna þeirrar starfsemi sem í húsunum er meirihlutanum ekki til framdráttar. Enda ef svo væri myndi ríkið koma að þeim kostnaði en svo hefur ekki verið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir borgarinnar þar um. Viðbygging og breytingar á Klettaskóla fóru tæplega milljarð fram úr áætlun. Það er óhjákvæmilegt annað en að vísa því til innri endurskoðenda Reykjavíkur að rannsaka verkið, eða þá hitt að fá óháða úttekt frá þar til bærum aðilum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 27. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um þátttökugjöld grunnskólabarna, sbr. 55. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. maí 2019. R19050009
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Borgarfulltrúi lagði fram fyrirspurn um þátttökugjöld í grunnskólum og hverjir væru að greiða þau, foreldrar eða skóli. Sviðið leitaði eftir svörum frá 36 skólum. Niðurstöður eru að skólar greiða yfirleitt kostnað vegna ferðalaga og viðburði. Foreldrar standa hins einir straum af ferðum nemenda í 5 skólum og í 10 skólum stand þeir straum að aðgengi á árshátíð og í þremur tilfellum greiða foreldrar sumarhátíð. Samkvæmt þessu eru börn ekki að njóta jafnræðis. Foreldrar með lítið milli handanna getur kannski ekki greitt aðgang að árshátíð, ferðir eða sumarhátíð.
Þessa þætti þarf að samræma til að auka möguleika barna á jöfnum tækifærum eins og kveður á um í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Ef um systkini er að ræða getur verið óvinnandi vegur fyrir foreldra að greiða sem eru e.t.v. að fá innan við 100 þús. krónur í vasann til að lifa á mánuði eftir leigu. Talað er um í svari að leitast er við að tryggja að allir nemendur sem áhuga hafa á að taka þátt í viðburðum hafi tök á því, án tillits til efnahags foreldra. Hvað er átt við hér, hvað er meint með að „leitast er við“? Borgarfulltrúi hefur eftir lesturs svarsins enn meiri áhyggjur því þetta að „leitast við“ er ekki nógu sannfærandi og tryggir í raun engar betrumbætur.Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:
Grunnskólar ættu að vera að öllu leyti gjaldfrjálsir þannig að enginn kostnaður lendi á börnum og fjölskyldum þeirra. Það getur valdið miklu álagi, sérstaklega fyrir foreldra og börn þeirra sem búa við fátækt að þurfa að hafa áhyggjur af því að útvega pening til að taka þátt í félagslegum viðburðum skólans.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 8. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um fjölda heimilislausra, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júlí 2019. R19070148
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um kostnað við fyrirhugaðar breytingar á Laugaveginum, sbr. 54. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júlí 2019. R19070159
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Hvernig væri það að meirihlutinn myndi sjá til þess að kjörnir fulltrúar fái svör við spurningum sínum. Er sá leikur leikinn að leika sér að því að misskilja fyrirspurnir til að svörin verði röng eða í það minnsta mjög villandi? Borgarfulltrúi Miðflokksins situr í umhverfis- og heilbrigðisráði og hefur þegar séð kynningu þess efnis að fyrirhugaðar breytingar á Laugaveginum komi til með að kosta um 600 milljónir. Hvernig eiga kjörnir fulltrúar að treysta því að þeir fái réttar og sannar upplýsingar frá kerfinu þegar uppvíst verður um slík klækjabrögð? Þegar spurt er um tölur/fjárhæðir – þá er óskað eftir tölulegum upplýsingum.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 24. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um verkefnastofu borgarlínu, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júlí 2019. R19070150
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Samgönguráðherra og ríkið er búið að láta fífla sig upp úr skónum. Búið er að stofna enn eina stofnunina sem veit lítið hvert hlutverk hennar er og reikningur upp á 1.600 milljónir sendar skattgreiðendum næstu tvö árin. Þarna leikur fólk lausum hala og handvelur sér samstarfaðila án útboðs og komið hefur fram að nú þegar njóti hin nýja stofnun þjónustu almannatengslafyrirtækis, auk erlendra aðila sem handvaldir eru á sama hátt. Ætla sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu auk ríkissins virkilega að taka þátt í marg fordæmdum vinnubrögðum Reykjavíkurborgar í verkefnum sínum? Sýnir það ekki gríðarlegt ábyrgðarleysi í eyðslu opinbers fjármagns á meðan lögbundin verkefni svelta? Boðaðar eru stórfelldar framkvæmdir á stærð við Kárahnjúkavirkjun þess tíma án kostnaðaráætlunar. Þetta er fullkomið ábyrgðarleysi.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 7. október 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um sölu byggingarréttar Loftkastalans ehf., sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 3. október 2019, ásamt fylgiskjölum. R19100090
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Hér staðfestist að engar hömlur eru á möguleikum Loftkastalans ehf. til sölu á byggingarétti þrátt fyrir að félagið hafi ekki gert upp greiðslur til Reykjavíkurborgar fyrir réttinn. Hér má segja að afhentur hafi verið ókeypis valréttur. Þá er enn fremur staðfest að borgin á enga hagnaðarvon ef byggingarréttur er seldur án þess að húsin verði að endingu byggð.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:
Þess ber að geta að lóðarleigusamningur er ekki gefinn út fyrr en byggingarréttur hefur verið greiddur að fullu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. október 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um verkfræðihönnun og eftirlit með mannvirkjum ÍR, sbr. 23. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. september 2019. R19090202
Fylgigögn
-
Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 8. október 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um allsherjaruppfærslu Veitna á orkumælum fyrirtækisins, sbr. 24. lið fundargerðar frá 3. október 2019, ásamt fylgiskjölum. R19100102
- Kl. 13.00 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Lagt er til að borgarlögmaður komi mánaðarlega á fund borgarráðs með minnisblað um þau málaferli sem borgin á aðild að fyrir dómstólum. R19100258
Vísað til umsagnar borgarlögmanns.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Óskað er eftir upplýsingum um þau innviðagjöld sem samið hefur verið um síðustu 15 árin. Þá er óskað eftir upplýsingum um þá fjárhagslegu hagsmuni sem eru undirliggjandi í yfirstandandi málaferlum um lögmæti innviðagjalds. R19100260
Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hver er staða lóðarleigusamninga í hesthúsahverfinu í Víðidal? Hefur Reykjavíkurborg í hyggju að endurnýja lóðarleigusamningana? R16020258
Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Boðað er að Orkuveita Reykjavíkur óski eftir að stofna nýtt opinbert hlutafélag (OHF) sem taki við hluta af starfsemi Orku náttúrunnar. Hver er áætlaður rekstrarkostnaður við félagið? Hvað er áætlað að margir sitji í stjórn félagsins? Hvað er áætlað að margir starfsmenn vinni hjá félaginu? Hvar er áætlað að félagið hafi starfsstöð? R19100269
Vísað til umsagnar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Hvert geta heimilislausir einstaklingar leitað ef Gistiskýlið og Konukot er fullt? R19100272
Vísað til umsagnar velferðarsviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að biðsalur Strætó bs í Mjódd verði opinn lengur en til klukkan 18 á kvöldin. Eðlilegt er að biðsalurinn sé opinn eins lengi og vagnar Strætó ganga. Í salnum þarf að vera viðunandi aðstaða, næg sæti og aðgengileg salernisaðstaða. Nefnt hefur verið að þarna þyrfti að vera læst hjólageymsla. Það myndi nýtast t.d. farþegum sem koma lengra að þ.m.t. frá nágrannasveitarfélögum. Það sætir nokkurri undrun að ekki er betur búið að biðsalnum í Mjódd og að hann sé ekki hafður opinn lengur en raun ber vitni í allri þeirri umræðu borgarmeirihlutans að gera almenningssamgöngur að fýsilegri kosti. Að fólk skuli þurfa að bíða úti eftir strætó í Mjódd eftir kl. 18 og að aðstaðan skuli ekki vera betri en nú, er sérkennilegt hjá fyrirtæki með eins langa reynslu og Strætó bs. Fyrir fjölmarga er það ekki einu sinni val að nota almenningssamgöngur heldur eini möguleikinn sem fólk hefur. Það hafa ekki allir efni á að kaupa bíl. Þetta er slæmt í Mjóddinni sem er tengistöð margra leiða. Strætó ætti að hafa biðsalinn opinn eins lengi og vagnarnir ganga og bæta aðstöðuna þar fyrir farþega strætó. R19100231
Vísað til meðferðar stjórnar Strætó bs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að farið verði í sérstakt átak til að tryggja starfsöryggi dagforeldra og beiti til þess öllum þeim úrræðum sem borgin hefur upp á að bjóða. Byrja þarf á að skilgreina nánar þann stofnstyrk sem nýjum dagforeldrum hefur verið lofað, hvernig hann er útfærður og hvenær hann verður greiddur út. Nefndur hefur einnig verið aðstöðustyrkur til að hjálpa þeim dagforeldrum sem að ekki hafa náð að fylla í plássin sín. Lagt er til að skoðað verði að fleiri styrkir verði veittir til dagforeldra þegar verst árar. Skoða mætti t.d. leigustyrk til þeirra sem að leigja dýra gæsluvelli á vegum borgarinnar eins og nefnt hefur verið. Skoða þarf hvort hægt sé að bjóða dagforeldrum sem að ekki eru með 4-5 börn viðbótarniðurgreiðslu til áramóta. Þetta er brot af hugmyndum sem nefndar hafa verið til að tryggja starfsöryggi dagforelda á meðan verið er að brúa bilið. Þetta haust hefur verið einstaklega slæmt. Ekki hafa fengist börn í vistun sem þýðir að einhverjir dagforeldrar hætta störfum. Í vor mun hins vegar verða vöntun á dagforeldrum. Hvernig á að bregðast við þeim aðstæðum sem þá myndast, þegar stór hópur af börnum fær ekki vistun og foreldrar komast ekki til vinnu?
Greinargerð fylgir tillögunni. R19100234
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að skóla- og frístundasvið gangi í það að færa unglingadeildina aftur til baka í Kelduskóla þar sem hún á heima. Unglingadeildin var flutt úr skólanum fyrir nokkrum árum þegar mygla kom upp en var aldrei færð aftur til baka eins og var lofað. Nú er ekkert því til fyrirstöðu að börnin stundi nám í sínu hverfi. Flokkur fólksins var einn af þeim minnihlutaflokkum sem lagði til á síðasta borgarstjórnarfundi að grunnskóli verði rekinn í Staðahverfi til frambúðar í samræmi við gildandi skipulag. Tillögunni var mætt með útúrsnúningum af hálfu skóla- og frístundasviðs og meirihlutans. Þetta mál hefur ratað í óþarfa ógöngur þótt við blasi einföld lausn. Sú ógn hefur vofað yfir að loka eigi kannski skólanum þar sem fá börn stundi þar nám. Vissulega er kostnaðarsamt að reka litla skólaeiningu en þegar öll börnin í hverfinu eru talin er ekki um litla skólaeiningu að ræða. Börnin sem eiga lögheimili í hverfinu eru um 130. Skólinn þar rúmar um 170. Sé það vilji að börnin haldi áfram námi þar sem þau eru núna eiga þau að hafa val um það. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill að skóla- og frístundasvið leysi þetta mál á þann hátt sem eðlilegast og skynsamlegast er. Börnin heim. R19100238Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að átak verði gert í að tryggja öryggi gangandi og hjólandi vegfarenda á gönguþverunum og gangbrautum í Úlfarsárdal. Víða í Úlfarsárdal eru gangbrautir ekki merktar eins og á að gera (sebrabrautir). Einnig vantar aðrar merkingar svo sem gangbrautarmerki sem nota skal við gangbraut og vera beggja megin akbrautar. Ef eyja er á akbraut á merkið einnig vera þar. Það vantar einnig víða viðvörunarmerki sem á að vera áður en komið er að gangbraut. Gangbrautarmerkið ætti ekki að vera lengra en 0,5 m frá gangbraut. Þetta er sérkennilegt því meirihlutinn í borginni hefur svo oft talað um að réttindi gangandi og hjólandi í umferðinni skuli koma fyrst. Allar gangbrautir eiga að vera merktar eins og lög og reglugerðir kveða á um. Segir í þeim að „gangbrautir verði merktar með sebrabrautum og skiltum til að auka umferðaröryggi. Í reglugerð 289/1995 er kveðið á um að gangbraut skuli merkt með umferðarmerki báðum megin akbrautar sem og á miðeyju þar sem hún er. Þá skal merkja gangbraut með yfirborðsmerkingum, hvítum línum þversum yfir akbraut (sebrabrautir)“. R19100240
Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að skóla- og frístundaráð setjist niður með skólastjórnendum og matráðum skóla í því skyni að finna leiðir til að draga úr matarsóun. Í ljós hefur komið í rannsóknum að mun meiri matarsóun er í íslenskum grunnskólum en í nágrannalöndunum. Ný rannsókn á vinsælustu og óvinsælustu fæðutegundum skólabarna í Svíþjóð, Finnlandi, Íslandi og Noregi var kynnt á menntakviku Háskóla Íslands í síðustu viku. Þá var matarsóun sérstaklega skoðuð en þar á Ísland langt í land. Daglega eru yfirfullir stampar af mat í skólunum sem börnin hafa fleygt. Þá er matur barnanna einsleitari hér. Samt vill meirihlutinn draga úr dýraafurðum. Það eru ekki ný tíðindi að börn vilja ekki mikið af grófmeti sem dæmi. Sé börnum skammtað mikið af mat sem þau vilja ekki fer hann í ruslið. Flokkur fólksins lagði fram tillögu í borgarstjórn 2018 að borgin myndi beita sér m.a. fjárhagslega fyrir því að allir skóla í Reykjavík yrðu grænfánaskólar og hvernig stemma megi stigu við matarsóun. Mikilvægt er að börn skammti sér sjálf og viti og skrái síðan það sem þau leifa. Það dregur úr matarsóun eins og rannsóknir hafa sýnt. Einnig þarf maturinn að vera fjölbreyttur.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19100242
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Í framhaldi af svari umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn Flokks fólksins vegna aðkomu að göngubrú yfir Breiðholtsbraut sem lagt var fram á fundi borgarráðs 10. október 2019 er óskað eftir nánari upplýsingum um aðkomu gangandi vegfaranda frá Mjódd að göngubrúnni. Er gert ráð fyrir óbreyttri aðkomu í framtíðinni, það er að ekki verði hægt að komast upp á göngubrúna frá Mjóddinni, heldur verði að taka sveigju til vinstri inn í Arnarbakka til að fara inn á brúna frá Arnarbakka? R19080207Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Í framhaldi af svari umhverfis- og skipulagssviðs við fyrirspurn Flokks fólksins um fjölda bílastæða á Hafnartorgi sem lagt var fram á fundi borgarráðs 10. október 2019 er óskað eftir nánari upplýsingum um rekstur bílastæðanna og kostnað. Þetta er greinilega eitthvað samkrull sem ekki kemur fram í svari hvernig er háttað. Þúsund stæði eru fyrir almenning, en borgin á 200 af þeim, samvinna borgar og einkageirans? Hvernig á það samkrull að vera? Verður t.d rukkað að næturlagi og um helgar, eða verður þetta nær því sem nú er gert á bílastæðum á götum? R19070154
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
- Kl. 13.05 víkur Kolbrún Baldursdóttir af fundinum.
Fundi slitið klukkan 13:20
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Heiða Björg Hilmisdóttir
Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir