Borgarráð
Ár 2019, fimmtudaginn 3. október, var haldinn 5559. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:33. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Skúli Þór Helgason, Diljá Ámundadóttir Zoëga, Eyþór Laxdal Arnalds, Valgerður Sigurðardóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Bjarni Þóroddsson.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 16. september 2019. R19010035
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 24. september 2019. R19010016
Fylgigögn
-
Lagðar fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 19. og 26. ágúst 2019. R19010026
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 27. september 2019. R19010024
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:
Stjórn Sorpu hefur tekið málið föstum tökum frá því það kom upp og hefur hún fengið Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar til að gera úttekt á fyrirtækinu. Meðal þess sem verður skoðað er áætlanagerð innan félagsins, fjárfestingar og innkaupamál, ákvarðanir vegna framkvæmda við nýja gas- og jarðgerðarstöð í Álfsnesi, ábyrgð verktaka, félagsform Sorpu bs. og rekstrarforsendur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar.
Þetta er enn eitt dæmið um framúrkeyrslu sem lendir á íbúum borgarinnar. Rétt er að benda á þá staðreynd að Reykjavík á eingöngu einn fulltrúa í stjórn Sorpu og hefur minnihlutinn því enga aðkomu að þessu máli enda greiddu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins atkvæði gegn ábyrgðinni. Vinnubrögð þessi bera þess ekki merki að vera dæmi um góða og vandaða stjórnsýslu.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 1. lið fundargerðarinnar:
Það vantar rúman a.m.k. 1,6 milljarð inn í rekstur SORPU bs. Ekkert kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2018 að staðan væri með þessum hætti. Í honum undirritar ytri endurskoðandi reikninginn með þessum orðum: „Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af fjárhagsstöðu félagsins 31. desember 2018 og afkomu þess og breytingu á handbæru fé á árinu 2018, í samræmi við lög um ársreikninga.“ Athygli vekur að skipt var um ytri endurskoðun SORPU bs. á milli endurskoðunarára eins og hjá Reykjavíkurborg. Búið er að lengja í lánum hjá Íslandsbanka úr 5 árum í 15 en það lán stendur í einum milljarði. Óskað var eftir nýrri lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga upp á milljarð. Þá á að framlengja 500 milljóna framkvæmdalán um 2 ár. Það er óhjákvæmilegt að stjórnendur fyrirtækisins hafi ekki vitað af þessari gríðarlegu framúrkeyrslu og er það grafalvarlegt mál að stjórn félagsins hafi ekki verið upplýst um málið fyrr en í júní á þessu ári. Hér á sér stað hylming sem kallar á viðamikla, utanaðkomandi rannsókn. Nú hefur verið ákveðið að fela innri endurskoðenda Reykjavíkur að rannsaka reksturinn. Velta má fyrir sér hvort félagið sé að verða ógjaldfært. Á ný er tekið undir bókun minnihluta bæjarráðs Kópavogs að komi til greina að skipa félaginu neyðarstjórn.
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 30. ágúst 2019. R19010028
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar miðborgarmála frá 24. september 2019. R19010108
Fylgigögn
-
Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 2. október 2019. R19010022
B-hluti fundargerðarinnar er samþykktur.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:
Þetta er stærsta og grænasta uppbyggingaráætlun í samgöngumálum í sögu borgarinnar. Samkomulagið markar algjör tímamót í samgöngum, í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en ekki síður í samstarfi sveitarfélaganna við ríkið. Þarna eru þessir stóru aðilar í sameiningu að boða nýja tíma í öllum tegundum samgangna með skýra framtíðarsýn að leiðarljósi. Þetta þýðir að borgarlína verður að veruleika, hágæðaalmenningssamgöngur sem fara í framkvæmd eftir tvö ár. Miklabraut fer í stokk og Sæbraut sömuleiðis. Hjólastígum verður stórfjölgað og risaskref verður tekið í þá átt að standa við loftslagsskuldbindingar Íslands. Allt þetta á 15 árum í stað 50.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja einsýnt að komið sé á daginn að byrjað hafi verið á öfugum enda og fjölmörgum spurningum ósvarað og verkefnið borgarlína því raun á byrjunarreit. Mikil greiningarvinna er eftir þar sem ekkert umferðarmódel liggur fyrir eða nauðsynleg umferðargreining farið fram. Þá er greining vegna skiptistöðva fyrir borgarlínu eftir og nauðsynleg deiliskipulagsvinna. Enn fremur hefur umhverfismat ekki farið fram vegna Fossvogsbrúar. Síðast en ekki síst hefur ekki verið gert arðsemismat sem er grundvallarforsenda við ákvarðanatöku framkvæmda. Staðreyndin er sú að vinna við samgöngur undanfarin ár hefur einkennst af því að ráðamenn henda upp hugmyndum á hlaupum. Það er gert án þess að gera arðsemismat og forgangsraða. Ljóst er að 60 milljarðar verða innheimtir af íbúum höfuðborgarsvæðisins án þess að útfærsla gjaldtöku slíks höfuðborgarskatts liggi fyrir. Sú fjárhæð sem fyrirhugað er að taka úr vösum skattgreiðenda nemur sem samsvarar næstum því nýjum Landspítala. Mikilvægt er að komið verði í veg fyrir tvísköttun á íbúa, auknar álögur í formi veggjalda og að jafnræðis verði gætt í gjaldtöku meðal landsmanna.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 2. lið fundargerðarinnar:
Borgarfulltrúi Miðflokksins gerir alvarlegar athugasemdir við framkvæmd borgarlínu. Engin svör fengust á fundinum um þær spurningar sem brenna á kjörnum fulltrúum og almenningi. Verkefnið er allt í þoku, draumórum og óvissu. Fyrir það fyrsta er ekki hægt að binda hendur kjörinna fulltrúa í Reykjavík og fjárstjórnarvald þeirra næstu fjögur kjörtímabil með þeim fjárhagsskuldbindingum sem gert er ráð fyrir. Áður en samkomulagið er farið af stað þá er búið að búa til nýja stofnun – Verkefnastofu borgarlínu og nú þegar hafa verið ráðnir þrír einstaklingar til starfa. Í drögunum er fjallað um að stofna eigi nýtt félag á báðum stjórnsýslustigum, þ.e. ríkis og sveitarfélaganna. Það er fordæmalaust en er alveg sama uppskrift og ohf-un ríkisins og bs. félög sveitarfélaga, algjört svarthol sem tekur til sín mikið fjármagn sem enginn veit hvert fer. Aðkoma og eftirlitshlutverk kjörinna fulltrúa verður ekkert þar sem verið er að fara grísku leiðina. Þetta samkomulag er mjög vanhugsað og vantar allar útfærslur. Í stuttu máli þá er borgarlína fjárhagsleg martröð fyrir skattgreiðendur.
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gangbókun:
Borgarlína er afrakstur margra ára vinnu sérfræðinga, með aðkomu íbúafunda og kjörinna fulltrúa. Allar bæjarstjórnir í nágrenni Reykjavíkur eru einhuga um málið, enda um tímamótasamkomulag að ræða milli sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir langt samráðsferli. Öll gögn málsins draga fram þá staðreynd að Borgarlína sé besta leiðin til að draga úr tafatíma í umferðinni á höfuðborgarsvæðinu. Afkastamikið almenningssamgöngukerfi eða svokallað „Mass Transit System“ mun veita borgarbúum nýjan og góðan valkost þegar kemur að samgöngum, alveg óháð framtíð bílasamgangna. Borgir um allan heim eru að setja fjármagn í afkastamiklar hágæða almenningssamgöngur og það mun höfuðborgarsvæðið líka gera í samvinnu við ríkið.
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 26. lið fundargerðarinnar:
Áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins finnst það alveg óþarfi hjá þeim meirihlutaflokkum sem sitja í skipulags- og samgönguráði að gera sér sérstakt far um að snúa út úr fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins í skipulags- og samgönguráði. Áheyrnarfulltrúin er að spyrja um fyrirtæki á vegum borgarinnar að sjálfsögðu, deildir, svið eða starfstöðvar. Einnig er það þannig að þegar Reykjavíkurborg úthlutar lóðum er hægt að setja á úthlutunina ýmsar kvaðir meðal annars undir hvaða starfsemi er verið að byggja eða hvað á að vera í byggingunum hvort það eru íbúðir eða fyrirtæki. Sem dæmi um þetta hefur borgin sett ákveðinn kvóta á hótelbyggingar eða byggingar sem nota á undir hótelstarfsemi. Borgin getur þannig bæði handstýrt færslu sinna eigin fyrirtækja og handstýrt hvaða starfsemi komi í byggingar sem eiga eftir að rísa á ólíkum svæðum. Úthlutanir lóða bæði fyrirtæki hjá hinu opinbera og í einkaeigu eiga sér vissulega stað í borgarráði eins og fram kemur í umræddri bókun meirihlutans. Engu að síður hlýtur svo að vera að skipulags- og samgöngusvið hafi eitthvað komið að undirbúningi og aðdragandi þeirra ákvarðana eða sé borgarráði til leiðsagnar? Svo hér er ekki verið að opinbera neinn grundvallar misskilning hjá fulltrúa Flokks fólksins í skipulagsráði. Reykjavíkurborg vinnur eftir aðalskipulagi eins og meirihlutinn segir réttilega í bókun sinni en það er einnig Reykjavíkurborg sem býr til aðalskipulagið. Sé ekki svo er með þessu svari eins og borgarmeirihlutinn sé að opinbera að hægri höndin í borginni viti ekki hvað sú vinstri geri?
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 16 mál. R19090357
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um veitinga- og gististaði. R19090360
Fylgigögn
-
Á fundi borgarráðs þann 12. september 2019 fór fram kynning á tillögu að sáttmála ríkis og sex sveitarfélaga um uppbyggingu fyrir fjölbreyttar samgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Eftirfarandi bókanir voru lagðar fram og færðar í trúnaðarbók: R16110082
Borgarráðsfulltrúa Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna lögðu fram svohljóðandi bókun:
Um er að ræða stærstu og grænastu uppbyggingaráætlun í samgöngumálum í sögu borgarinnar sem mun marka algjör tímamót í samgöngum, í samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu en ekki síður í samstarfi sveitarfélaganna við ríkið. Í sameiningu boðum við nýja tíma í öllum tegundum samgangna. Þetta þýðir að borgarlína verður að veruleika, hágæðaalmenningssamgöngur sem fara í framkvæmd eftir tvö ár. Miklabraut fer í stokk, hjólastígum verður stórfjölgað og risaskref er tekið í þá veru að standa við loftslagsskuldbindingar Íslands.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram svohljóðandi bókun:
Á höfuðborgarsvæðinu búa um 2/3 Íslendinga en svæðið hefur fengið lítið brot af heildarfjármagni til vegagerðar. Eingöngu 14% fjármagnsins síðustu 3 ár hefur skilað sér á höfuðborgarsvæðið. Svipaða sögu er að segja um gildandi samgönguáætlun til næsta fimm ára þar sem höfuðborgarsvæðið er með eingöngu 22% af samþykktu fjárframlagi. Þá vekur athygli að boðað samkomulag liggur ekki fyrir fundinum. Varast þarf að íbúar suðvestur hornsins sitji uppi með tvöfalda gjaldtöku. Mikilvægt er að gjaldtaka ríkisins í samgöngumálum sé þannig að gætt sé jafnræðis milli íbúa landsins líkt og á öðrum sviðum.
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. október 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.0, sem afmarkast af Laugavegi, Ingólfsstræti, Hverfisgötu og Smiðjustíg, ásamt fylgiskjölum. R19100089
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. október 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.1, sem afmarkast af Laugavegi, Smiðjustíg, Hverfisgötu og Klapparstíg, ásamt fylgiskjölum. R19100089
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. október 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.2, sem afmarkast af Skólavörðustíg, Bergstaðastræti, Hallveigarstíg, Ingólfsstræti og Bankastræti, ásamt fylgiskjölum. R19100089
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. október 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.3, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti og Skólavörðustíg, ásamt fylgiskjölum. R19100089
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. október 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.4, sem afmarkast af Laugavegi, Bergstaðastræti, Skólavörðustíg og Vegamótastíg, ásamt fylgiskjölum. R19100089
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. október 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 2. október 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir reit 1.171.5, sem afmarkast af Laugavegi, Klapparstíg, Grettisgötu og Vegamótastíg, ásamt fylgiskjölum. R19100089
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 25. september 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Borgartúnsreit 1.220.0, vegna lóðarinnar nr. 3-5 við Bríetartún, ásamt fylgiskjölum. R18110154
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 26. september 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 25. september 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Skeifuna-Fenin vegna lóðarinnar nr. 1 við Grensásveg, ásamt fylgiskjölum. R19090352
Samþykkt.Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins:
A) Eru einhverjar hömlur við því að Loftkastalinn ehf. geti selt byggingarrétt áður en hann hefur gert upp greiðslur gagnvart Reykjavíkurborg. B) Fær Reykjavíkurborg hlutdeild í hagnaði ef byggingarréttur er seldur án þess að íbúðirnar sem heimild er fyrir séu byggðar? R19100090
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Hverjar eru a) ástæðurnar fyrir því að verð er að fara út í nýtt greiðslukerfi? Og b) hverjar eru forsendurnar fyrir nýju kerfi? R19100092
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Í svari Strætó bs. vegna ábendinga sem berast strætó kemur fram að flestar snúi að aksturslagi, framkomu vagnstjóra og tímasetningum. Þá kemur fram að árið 2018 hafi ábendingarnar verið 2778. Er hægt að fá sundurgreint hversu margar ábendingar snéru að kvörtunum, hrósi, tillögum o.s.frv., þ.e.a.s. hvers eðlis ábendingarnar voru og hvort þær hafi allar snúið að því sem betur mætti fara eða ekki? R19100093
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Áður fyrr þá höfðu starfsmenn SVR (Strætisvagna Reykjavíkur) rétt á því að tilnefna áheyrnafulltrúa til setu á stjórnarfundum SVR. Afhverju á slíkt ekki við innan stjórnar Strætó bs.? R19100094
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Starfi vagnstjóra fylgir sennilega oft mikið álag sem snýr að því að vera kominn á stoppistöðvar á réttum tíma og keyra oft á tíðum innan um mikla umferð. Hvernig er matarpásum og kaffipásum vagnstjóra sem starfa hjá Strætó bs. háttað þegar aðstæður bjóða kannski ekki alltaf upp á rými fyrir slíkt? R19100096
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Í fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur fyrir tímabilið 2020-2025 kemur fram að Veitur undirbúi nú allsherjaruppfærslu á orkumælum fyrirtækisins. Verkefnið er stærsta einstaka fjárfestingarverkefnið á tímabilinu. Er búið að ákveða hvar þau muni kaupa nýjustu mælana? Eða verða þeir leigðir af einhverjum? Ef svo er hver er með umboð fyrir mælunum? Eða mun þetta verkefni fara í útboð? R19100102
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands:
Nú hafa staðið yfir samningaviðræður við fulltrúa vinnuaflsins og það er því gríðarlega mikilvægt að eiga samtal við þá. Er fyrirhugað að hitta fulltrúa vinnuaflsins með sama hætti og hefur verið fundað með fulltrúum atvinnulífsins? R19100105
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúar Miðflokksins:
Lagt er til að Reykjavíkurborg komi upp aðstöðu/matartorgi miðsvæðis í Reykjavík fyrir fyrirtæki sem eiga matvæli í lok dags og vilja koma þeim áfram ókeypis í neyslu til að minnka matarsóun.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19100109
Frestað.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:
Í fjárhagsspá Orkuveitu Reykjavíkur er rætt um snjallmælavæðingu en ekki kemur fram hvað þeir eiga að kosta marga milljarða eða hvers vegna þeir eru yfirleitt nauðsynlegir. 1. Hvað er áætlað að snjallmælavæðingin kosti þegar hún er komin til framkvæmda í heild sinni? 2. Hver eru rökin fyrir þessari miklu fjárfestingu? Einnig kemur fram að með nýjum snjallmælum munu skapast tækifæri til fjölbreyttari og betri þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins en Veitur þjóna um þremur af hverjum fjórum landsmönnum. 1. Hvernig verður þjónustan fjölbreyttari og betri? R19100112
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins óskar eftir upplýsingum hvort Reykjavíkurborg hyggst næstu árin setja á laggirnar stofnanir/deildir/svið eða annað form af starfsstöð á forræði borgarinnar í eitthvað af eftirfarandi hverfum: 101, 102, 103, 104 eða 108. Ef svo er, hverjar eru þær og hvert er hlutverk þeirra. Hvaða póstnúmer eru á áætlun fyrir nýjar starfsstöðvar? Eins og marg oft hefur komið fram eru umferðarmálin í miklum ólestri víða í þessum hverfum. Ætla má að ástandið versni með frekari þéttingu byggðar. Vagnar Strætó bs ganga hægt og nýtast því illa til almenningsamgangna amk henta ekki öllum. Vagnar sitja oft pikkfastir í umferð þótt þeir njóti forgangs að hluta. Þannig mun staðan verða næstu árin í það minnsta þar til borgarlína rís. Þess vegna er mikilvægt að ekki muni rísa mannmargar starfsstöðvar eða fyrirtæki á þessu svæði. Flokkur fólksins vill einnig spyrja hvort borgin, þegar úthlutað er lóðum, muni ekki með kvöðum reyna að handstýra hvaða starfsemi er verið að byggja undir? Með kvöðum er komið tækifæri til að handstýra hvaða starfsemi er rekin í þessum hverfum. Borgin hefur sett ákveðinn kvóta á hótelbyggingar eða byggingar sem nota á undir hótelstarfsemi. Borgin getur handstýrt færslu stofnanna á hennar vegum og að sama skapi handstýrt hvaða starfsemi komi í þær byggingar sem eiga eftir að rísa á ólíkum svæðum með því að setja kvaðir. R19100088
Fundi slitið klukkan 09:06
Líf Magneudóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Marta Guðjónsdóttir Skúli Helgason