Borgarráð
Ár 2019, fimmtudaginn 19. september, var haldinn 5557. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:06. Viðstödd voru Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ari Karlsson og Ívar Vincent Smárason.
Fundarritari var Bjarni Þóroddsson.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks frá 5. september 2019. R19060011
- Kl. 9:09 taka borgarstjóri og Pétur Ólafsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R19090006
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um veitinga- og gististaði. R19090005
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. september 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 11. september 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á skilmálum deiliskipulags fyrir Hlemm, Hampiðjureit. R19090165
Samþykkt.Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Björn Axelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 12. september 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 11. september 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.140.5, Pósthússtrætisreits, vegna lóðarinnar nr. 8 við Lækjargötu, ásamt fylgiskjölum. R19020236
Samþykkt.Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:
Markmið tillögunnar er að bæta ásýnd og nýtingu á svæðinu bak við Lækjargötu 8. Skúr á baklóð og bygging við Lækjargötu 6 verða fjarlægð, en nýjar byggingar koma í stað þeirra. Einnig kemur tveggja hæða nýbygging með portbyggðu risi og kvistum ofan á innkeyrsluramp á baklóðinni. Það hefur verið tekið tillit til þeirra athugasemda sem bárust við útfærslu breytinganna og er það vel.
Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:
Fulltrúi Miðflokksins tekur undir innsendar athugasemdir og veltir fyrir sér hvers vegna verið er að leyfa þreföldun byggingarmagns á téðri lóð með tilheyrandi skerðingu gæða nágranna. Núgildandi deilskipulag er frá árinu 2008 og því ekki um eðlilega breytingu að ræða vegna breyttra tíma. Í málfutningi er talað um óverulegar breytingar, en raunin er þreföldun byggingamagns. Það eru ekki óverulegar breytingar. Í ljósi nýlegra úrskurða Úrskurðarnefndar umhverfis og auðlindamála telur fulltrúi Miðflokksins rétt að staldra hér við og að tekið verði tillit til innsendra athugasemda.
Glóey Helgudóttir Finnsdóttir og Björn Axelsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar bílastæðasjóðs, dags. 27. ágúst 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um leigu í bílastæðahúsum, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 18. júlí 2019. R19070153
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 16. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um jarðvinnu á lóð Austurhlíðar 10, ásamt fylgiskjölum. R18100342
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 16. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki aðilaskipti að lóð og byggingarrétti fyrir lóðirnar Bústaðavegur 151b og 151c. R18040220
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sölu á færanlegri kennslustofu H2B, ásamt fylgiskjölum. R19060104
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sölu á færanlegri kennslustofu K-71, ásamt fylgiskjölum. R19060104
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 13. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sölu á færanlegri kennslustofu K-86, ásamt fylgiskjölum. R19060104
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 15. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um uppbyggingu á Grensásvegi 1, ásamt fylgiskjölum. R19090115
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 16. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar vegna Kalkstéttu 1, ásamt fylgiskjölum. R19080091
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 16. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag um afslátt og uppgjör á kaupverði byggingarréttar Síðumúla 39, ásamt fylgiskjölum. R15110011
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 16. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir Stjörnugróf 11. R17020078
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara, dags. 11. september 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning um aðstöðu í Völvufelli 13, ásamt fylgiskjölum. R14040141
Samþykkt.Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 6. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um meðalstærð íbúða, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. ágúst 2019. R19080142
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:Flokkur fólksins þakkar svarið. Þetta er greinargóð lýsing á því hvernig unnið er og það er greinilega verið að gera heilmikið til að mynda fjölbreytta byggð. Það sem borgarfulltrúi hafði í huga með fyrirspurninni er að með því að setja fram kröfu um meðalstærð íbúða t.d. á einstökum byggingarreitum má ná fram því markmiði að byggðar verði misstórar íbúðir á einstökum svæðum. Kosturinn við þessa aðferð sem spurt er um hvort borgin hafi er að hönnuðir fá nokkuð frjálsar hendur við hönnunina með að skapa enn meiri fjölbreytni. Reglan er einföld, en getur leitt til þess að mjög mismunandi íbúðir verði til í einu og sama húsinu.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um vinnu trúnaðarmanns í dómnefnd um listaverk í Vogabyggð, sbr. 44. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júní 2019.
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 17. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokks og Flokks fólksins um greiðslur vegna starfsmannamála, sbr. 41. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júní 2019. R19010267
Fylgigögn
-
Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs, dags. 17. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúar Miðflokksins um bráðabirgðaverkferil vegna framgöngu kjörna fulltrúa, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 20. júní 2019. R19060174
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 17. september 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um lækkun framkvæmdagjalds við Lindargötu 57-66, sbr. 49. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. ágúst 2019. R19080152
Fylgigögn
-
Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, dags. 10. september 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um leigusamninga fyrir húsnæði, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 15. ágúst 2019. R19080088
Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska eftir skýringu á því hvers vegna sami aðili var ráðinn til þess að sjá um verkfræðihönnun (burðarþol, jarðtækni, raflagnir, loftræstingu o.s.frv) vegna íþrótta mannvirkja á ÍR svæðinu og síðan til að vera eftirlitsaðili með sömu framkvæmd. Hvenær hófst verkið og hversu lengi sá sami aðilinn um hönnun og hafði eftirlit með sjálfum sér? Hefur Reykjavíkurborg vinnureglur sem eiga að koma í veg fyrir að svona lagað geti gerst? Var verkfræðihönnun íþróttamannvirkja á ÍR svæðinu boðin út? Ef svo var ekki, hverjar eru þá skýringarnar á því? R19090202
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Í dag eru aðeins fjórar skólahljómsveitir í Reykjavík, í Austurbæ, í Árbæ og Breiðholti, í Vesturbæ og í Grafarvogi, en hverfi borgarinnar eru 10. Eftir stendur Grafarholt og Úlfarsárdalur, Háaleiti og Bústaðir, Laugardalur, Hlíðar og Miðborg. Á sjöunda hundrað nemenda stunda nám í þessum hljómsveitum. Nemendur í grunnskólum borgarinnar eru tæp 15 þúsund. Vel má því gera því skóna að mun fleiri nemendur hefðu áhuga á að sækja um aðild að skólahljómsveit. Eins og staðan er í dag er ekki boðið upp á tónlistarkennslu í öllum grunnskólum. Nám í einkareknum tónlistarskóla er dýrt og ekki á færi allra foreldra að greiða fyrir tónlistarmenntun barna sinna. Tónlistarskólinn á Klébergi, Kjalarnesi er eini tónlistarskólinn sem er alfarið rekinn af Reykjavíkurborg. Borgin er með þjónustusamninga við 17 einkarekna tónlistarskóla. Þeir njóta styrkja frá Reykjavíkurborg en setja sína eigin gjaldskrá. Á meðan grunnskólar bjóða ekki upp á tónlistarnám og ekki er á allra færi að stunda slíkt nám vegna mikils kostnaðar gæti þátttaka í skólahljómsveit verið góður valmöguleiki. Með því að hafa skólahljómsveit í öllum hverfum er tækifæri til tónlistarnáms flutt í nærumhverfi barnanna. Reykjavíkurborg tryggir með þessu að börnum sé ekki mismunað á grundvelli efnahags foreldra þegar kemur að tækifæri til að stunda tónlistarnám. R19090203
Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Tillaga um að Reykjavíkurborg fari í sérstakt átak við að auka þátttöku barna í hverfi 111 m.a. með notkun frístundakortsins til íþrótta- og tómstundanáms. Í yfirliti yfir þátttöku barna í skipulögðu starfi árið 2018 og notkun frístundakorta kemur í ljós að þátttakan er lökust í hverfi 111. Þátttaka stúlkna í þessu hverfi er 66% og þátttaka drengja er 69%. Til samanburðar má nefna að mest er skráning í frístundastarf í hverfi 112, drengir með 94% og stúlkur 85%. Ástæður fyrir þessu geta verið af ýmsum toga. Hverfi 111 er Fella- og Hólahverfi og þar er eitt mesta fjölmenningarsamfélagið í borginni. Flokkur fólksins hefur spurt um stöðu barna í Fella- og Hólaskóla. Þar býr hæsta hlutfall fólks sem er af erlendu bergi brotið. Af svari að dæma er stór hópur barna í hverfinu félagslega einangraður og þar búa margir sem glíma við fátækt. Ekki eru til upplýsingar hjá íþrótta- og tómstundasviði um hlutfall þátttöku barna af erlendu bergi brotnu. Möguleg skýring á minni þátttöku barna í hverfinu er að hér er um efnalitla og fátæka foreldra að ræða sem eiga e.t.v. ekki annan kost en að nota frístundakort barnanna til að greiða gjald frístundaheimilis svo foreldrarnir geti verið á vinnumarkaði. En það er auðvitað ekki markmiðið með frístundakortinu.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19090204
Vísað til menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs.Fylgigögn
-
Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:
Flokkur fólksins leggur til að Strætó bs setji sér þjónustustefnu með áherslu ekki einungis á notendavæna hönnun heldur einnig þjónustulund og auðmýkt gagnvart farþegum. Stofnanir og fyrirtæki í eigu borgarinnar eiga að starfa samkvæmt skýrri þjónustustefnu. Markmið þjónustustefnu er að stofnun uppfylli hlutverk sitt og veiti notendum góða þjónustu og sýni hlýtt viðmót. Þessi tillaga er lögð fram núna að gefnu tilefni. Í ljósi kvartanna vegna m.a. framkomu og aksturslags vagnstjóra sem borist hafa til Strætó bs. er afar brýnt að móta þjónustustefnu sem innleidd verði hið fyrsta. Í stefnu þeirri sem hér er lagt til að Strætó bs. setji sér, leggur borgarfulltrúi Flokks fólksins til að hún feli í sér ákvæði um að vagnstjórar/starfsmenn Strætó bs sýni auðmýkt og lítillæti í störfum sínum og séu ávallt tilbúnir að aðstoða fólk við inn- og útgöngu í vagnanna. Sýni farþegum jákvætt viðmót, virðingu og kurteislega framkomu og séu vingjarnlegir og hjálpfúsir gagnvart farþegum. Vagnstjórar/starfsmenn þurfa að þekkja sitt hlutverk og hafa velferð farþega ávallt að leiðarljósi. Vagnstjórar þurfa að gæta sérstaklega að börnum, öryrkjum, eldri borgurum og öðrum viðkvæmum hópum þegar stigið er inn og úr vagninum. Vagnstjórar þurfa auk þess að hafi færni og getu til að lesa og meta aðstæður.
Greinargerð fylgir tillögunni. R19090205
Vísað til meðferðar stjórnar Strætó bs.Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 09:49
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Dagur B. Eggertsson
Heiða Björg Hilmisdóttir Dóra Björt Guðjónsdóttir
Hildur Björnsdóttir