Borgarráð - Fundur nr. 5547

Borgarráð

Ár 2019, fimmtudaginn 6. júní, var haldinn 5547. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:09. Viðstödd voru auk borgarstjóra; Líf Magneudóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pawel Bartoszek, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Baldur Borgþórsson og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Ebba Schram og Linda Sif Sigurðardóttir.

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 16. maí 2019. R19060011

    Fylgigögn

  2. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 16. og 22. maí 2019. R19010031

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 20. maí 2019. R19010035

    Fylgigögn

  4. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 16. 23. og 27. maí 2019. R19010016

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun undir 6. lið fundargerðarinnar frá 23. maí: 

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gera alvarlegar athugasemdir við yfirlit fyrsta ársfjórðungs þessa árs yfir innkaup umhverfis- og skipulagssviðs á sérfræðiþjónustu án útboðs. Um er að ræða 395 milljónir króna samanborið við 313 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2018. Það er ískyggilegt til þess að hugsa, eftir alla þá umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við innkaup Reykjavíkurborgar á síðasta ári, að nú birtist yfirlit sem sýnir innkaup með mun hærri tölu, sem ekki er boðin út, við kaup á sérfræðiþjónustu. Áréttað skal að frá árinu 2014 hafa ekki verið gerðir neinir rammasamningar um sérfræðiþjónustu hönnuða eða verkfræðinga né rammasamningur um þjónustu iðnaðarmanna og verkamanna. Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í innkauparáði hefur ítrekað gert athugasemdir við það, m.a. á síðasta kjörtímabili. Þá hefur innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar enn fremur gert alvarlegar athugasemdir við það að ekki séu í gildi neinir slíkir samningar. Innri endurskoðandi hefur bent á að Reykjavíkurborg geti sparað um 22,5% væru slíkir samningar í gildi. Ef við setjum þetta í samhengi við innkaup umhverfis- og skipulagssviðs upp á 395 milljónir króna án útboðs nú, gæti borgin mögulega sparað hátt í 90 milljónir króna. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að hér er um peninga skattgreiðanda að ræða.

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14. maí 2019. R19010027

    Fylgigögn

  6. Lagðar fram fundargerðir skipulags- og samgönguráðs frá 29. maí og 5. júní 2019. R19010022
    B-hluti fundargerðanna samþykktur.

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 8. apríl 2019. R19010026

    Fylgigögn

  8. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Strætó bs. frá 3. og 17. maí 2019. R19010028

    Fylgigögn

  9. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 29. apríl og 29. maí 2019. R19010024

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 20 mál. R19060010

    Fylgigögn

  11. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R1906002

    Fylgigögn

  12. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2018, dags. 4. júní 2019, ásamt fylgigögnum. R19010092
    Samþykkt að veita Golfklúbbi borgarstarfsmanna styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna heilsueflingar borgarstarfsmanna með golfiðkun.
    Samþykkt að veita Villiköttum, félagasamtökum, styrk að fjárhæð kr. 500.000 vegna dýraverndunarfélagsins Villikettir.
    Samþykkt að veita áhugasamtökunum Gróður fyrir fólk styrk að fjárhæð kr. 4.000.000 vegna starfsemi félagsins.
    Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 2.000.000 vegna starfsemi félagsins.
    Samþykkt að veita Hjólafærni á Íslandi styrk að fjárhæð kr. 400.000 vegna ráðstefnunnar Hjólum til framtíðar 2019.
    Samþykkt að veita Eigið fé ehf. styrk að fjárhæð kr. 2.000.000 vegna matarmarkaðar í Hörpu.
    Samþykkt að veita Borgarkórnum styrk að fjárhæð kr. 1.000.000 vegna starfsemi kórsins.
    Samþykkt að veita Snorrasjóði, sjálfseignarstofnun, styrk að fjárhæð kr. 650.000 vegna Snorraverkefnisins.
    Samþykkt að veita Portland ehf. styrk að fjárhæð 1.200.000 vegna verkefnisins #bestamyndiníbænum.
    Samþykkt að veita Reykjavík Tool Library ehf. styrk að fjárhæð 1.000.000 vegna reksturs safnsins.
    Samþykkt að veita Marín Rós Eyjólfsdóttur styrk að fjárhæð 1.500.000 vegna Jólamarkaðar á Hjartatorgi.
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði utan umsóknartíma, dags. í dag. R19010041
    Öllum styrkumsóknum hafnað.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 13. maí 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að ljúka hönnun og bjóða út framkvæmdir vegna verkefna hjólreiðaáætlunar 2019. Verkefnið er samstarfsverkefni með Vegagerðinni og er kostnaður áætlaður 530 m.kr. og þar af er hlutur Reykjavíkurborgar 450 m.kr. R15040074
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Meirihluti borgarráðs fagnar stækkun hjólastíganets borgarinnar um 2,4 km í ár. Nýju stígarnir verða við Eiðsgranda, Bústaðaveg, Háaleitisbraut, Stekkjarbakka, Elliðaárdal og Víðidal. Þá er gert ráð fyrir fleiri hjólateljurum og enn betri merkingum. Alls er boðið út fyrir 530 milljónir króna.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja áherslu á að verkefnið standist kostnaðaráætlun.

    Ólöf Örvarsdóttir, Ámundi Brynjólfsson og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. maí 2019 á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðinu 2040 varðandi breytt vaxtamörk á Álfsnesi. R17080085
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. maí 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 varðandi efnisvinnslusvæði í Álfsnesvík, ásamt fylgiskjölum. R11060102
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. maí 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. maí 2019 á auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði við Álfsnesvík, ásamt fylgiskjölum. R19060017
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. maí 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. maí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Álftamýri 1-5 og 7-9 vegna lóðarinnar nr. 7-9 við Álftamýri, ásamt fylgiskjölum. R19020140
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  19. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. maí 2019 á umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við tillögu að deiliskipulagi fyrir svæði sem afmarkast af Dunhaga 18-20, Hjarðarhaga 27-33 og Tómasarhaga 32-46, ásamt fylgiskjölum. R18120134
    Tillaga að deiliskipulagi og umsögn skipulagsfulltrúa samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 3. júní 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. maí 2019 á umsögn skipulagsfulltrúa vegna athugasemda við tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 4, 6, 8 og 10 við Mjölnisholt, ásamt fylgiskjölum. R19060022
    Samþykkt.

    Líf Magneudóttir víkur af fundinum við meðferð málsins. 
    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 31. maí 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 29. maí 2019 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir skíðasvæði í Skálafelli, ásamt fylgiskjölum. R19020213
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. maí 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 15. maí 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 25-27 við Sléttuveg og 4-10 við Skógarveg, ásamt fylgiskjölum. R19050177
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir og Haraldur Sigurðsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. maí 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að selja hluta lóðarinnar Drafnarstígur 4, ásamt fylgiskjölum. R19050201
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 27. maí 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar fyrir íbúðarhús við Hraunbæ 133, ásamt fylgiskjölum. R19030012
    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Hér er verið að úthluta fjölbýlishúsalóð til hæstbjóðanda, Fasteignaþróunarfélagsins Spildu ehf. Á lóðinni er heimilt að byggja 58 íbúðir og Félagsbústaðir eiga kauprétt á 6 íbúðum. Þó að það sé jákvætt að sjá húsnæðisuppbyggingu og að Félagsbústaðir geti keypt þar íbúðir hefði fulltrúi Sósíalistaflokksins viljað sjá frekari skref stigin í átt að aukinni félagsvæðingu húsnæðiskerfisins hjá Reykjavíkurborg með það að markmiði að auka aðgengi að fleiri íbúðakerfum sem hafa óhagnaðardrifni alltaf að leiðarljósi og sem yfirlýst markmið í húsnæðisuppbyggingu. Þar mætti t.d. skoða þann möguleika að borgin byggi sjálf fyrir þá sem eru í þörf fyrir húsnæði og fjarlægi þar með milliliði sem mögulega leitast við að græða á húsnæðisuppbyggingunni. Hér er þó rétt að taka fram að ekki er vitað hvort að hagnaðardrifin- eða óhagnaðardrifin sjónarmið verði höfð að leiðarljósi í þessari húsnæðisuppbyggingu Fasteignarþróunarfélagsins Spildu ehf.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. júní 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að veita Hönnunarmiðstöð Íslands viðbótarstuðning upp á 3,6 m.kr. á þessu ári, sem greiðist af kostnaðarstaðnum 09205, ófyrirséð, inn á kostnaðarstaðinn 03108, en fyrirliggjandi samningur Reykjavíkurborgar við Hönnunarmiðstöðina um leigu á Aðalstræti 2 rennur út í árslok 2019. Samhliða viðbótarstuðningi er mælst til þess að Hönnunarmiðstöð Íslands nýti árið 2019 til að ráða fram úr húsnæðismálum sínum. Viðauki vegna tillögunar verður lagður fram til staðfestingar í borgarstjórn. R19010151

    Samþykkt. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

    Arna Schram og Sif Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. júní 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að Hjallastefnunni Grunnskólum ehf. verði heimilað að hefja kennslu í 5. bekk við Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík frá og með skólaárinu 2019-2020. Þar sem þjónustusamningur Reykjavíkurborgar og skólans miðar við að heimilt sé að greiða framlag vegna 60 reykvískra nemenda umfram þann fjölda sem greitt var framlag vegna á yfirstandandi skólaári er lagt til að ekki verði gerðar breytingar á þjónustusamningi hvað varðar hámarksfjölda reykvískra nemenda við skólann sem heimilt er að greiða framlag vegna. Það er skilyrði að skólahúsnæðið uppfylli skilyrði 20. gr., sbr. 43. gr. d. laga um grunnskóla nr. 91/2008, sbr. einnig reglugerð nr. 657/2009, um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða, með síðari breytingum. Fyrirvari er gerður um að Menntamálastofnun staðfesti fjölgun árganga og þjónustusamning skólans við Reykjavíkurborg. R19050217

    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í borgarráði fagna því að Barnaskólinn í Reykjavík fái nú leyfi til skólastarfs á miðstigi. Sjálfstæðir skólar, og þar með taldir Hjallastefnuskólar, hafa verið litrík viðbót við skólaflóruna í Reykjavík. Leyfi til skólastarfs á miðstigi er því jákvætt skref í átt til aukinnar fjölbreytni og fleiri valkosta í borginni.

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. júní 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að viðmið um hámarksfjölda reykvískra nemenda sem heimilt er að greiða framlag til grunnskólans Waldorfskólans Sólstafa verði breytt þannig að fjöldinn geti orðið 100 í stað 80 frá upphafi skólaárs 2019 – 2020. Sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs er falið að ganga frá samningi við skólann vegna þessa. Fyrirvari er gerður um að hið nýja skólahúsnæði uppfylli skilyrði 20. gr., sbr. 43. gr. d. laga um grunnskóla nr. 91/2008, sbr. einnig reglugerð nr. 657/2009, um gerð og búnað grunnskólahúsnæðis og skólalóða, með síðari breytingum. Jafnframt er gerður fyrirvari um að fyrir liggi umsögn skólaráðs skólans vegna fyrirhugaðrar stækkunar skólans, sbr. 8. gr. laga nr. 91/2008, um grunnskóla og að þjónustusamningur skólans við Reykjavíkurborg fái staðfestingu Menntamálastofnunar. R19050218

    Greinargerð fylgir tillögunni.
    Samþykkt. 

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 16. maí 2019, varðandi erindisbréf stýrihóps um framtíðarskipan tónlistarnáms í Reykjavík. R19050208

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  29. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 6. júní 2019, ásamt bréfi skóla- og frístundasviðs, dags. 24. maí 2019, um gjaldskrá Tungumálavers haustið 2019-2020:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagða tillögu að gjaldskrá Tungumálavers. R18020157

    Samþykkt. 

    Helgi Grímsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf endurskoðunarnefndar, dags. 6. maí 2019, varðandi álitsgerð um fjárhagsáætlanir sveitarfélaga og viðauka, ásamt fylgiskjölum. Einnig eru lögð fram viðbrögð fjármálaskrifstofu við álitsgerðinni, dags. 13. maí 2019, og minnisblað fjármálaskrifstofu, dags. 5. febrúar 2019. R19030231

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Minnisblað fyrrverandi fjármálastjóra Reykjavíkurborgar vegna álitsgerðar Trausta Fannars Valssonar, sem hann vann að beiðni endurskoðunarnefndar, staðfestir með skýrum hætti að verklag og reglur Reykjavíkurborgar um fjárhagsáætlanir og viðauka er í fullu samræmi við lög. Jafnframt er þar enn og aftur staðfest með skýrum hætti hvað áritun ársreiknings Reykjavíkurborgar felur í sér og hvað ekki. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkurborgar hefur sinnt fjölbreyttu hlutverki sínu gagnvart borgarráði og borgarstjórn með einstaklega góðum hætti, m.a. með ítarlegum skýrslum og frávikagreiningum, umfram þær skyldur sem lög og reglur gera í þeim efnum eins og þar er rakið.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er veikleikamerki að fjármálaskrifstofa skuli draga í efa niðurstöðu endurskoðunarnefndar og skýra niðurstöðu Trausta Fannars Valsonar, eins helsta sérfræðings landsins í sveitarstjórnarrétti. Þessir aðilar höfðu til umfjöllunar minnisblað fjármálaskrifstofu og eru fulllæsir á plaggið. Það upplegg að segja endurskoðunarnefnd borgarinnar ekki vera úrskurðaraðila gefur tilefni til þess að leitað verði álits reikningsskilanefndar sveitarfélaga. „Viðbrögð fjármálaskrifstofu“ er átta síðna plagg. Á síðustu blaðsíðunni er það staðfest að innri endurskoðandi telji að umrædd umframkeyrsla væri brot á sveitarstjórnarlögum. Það á að vera óumdeilt. Orðalag fjármálaskrifstofu í minnisblaði, dags. 5. febrúar, og verklagslýsing er skýrt, en þar segir orðrétt: „Verklag við fjármálastjórn Reykjavíkurborgar vegna meðhöndlunar á fjárheimildum er með þeim hætti að breytingar á fjárheimildum þarf að gera innan líðandi árs. Í því felst að ekki eru gerðar breytingar á fjárheimildum eftir að árið er liðið. Þegar ársreikningur er lagður fram og samþykktur í maímánuði fyrir næstliðið ár er borgarstjórn að samþykkja útgjöld og rekstur borgarinnar fyrir árið. Með þeim hætti hefur borgarstjórn þegar samþykkt öll fjárútlát sem féllu til á árinu 2017 vegna verkefnisins Nauthólsvegur 100. Það er því að mati fjármálaskrifstofu ekkert sem kallar á frekari samþykkt á fjárheimildum.“ Tilmæli endurskoðunarnefndar lúta ekki að því að fá útskýringar upp á margar síður heldur að verklagi sé breytt þannig að hafið sé yfir allan vafa að undirritun borgarfulltrúa feli ekki í sér samþykki á ólögmætum greiðslum.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Innri endurskoðun eru þökkuð afar fagleg vinnubrögð í ábendingum sínum sem hafa birst í skýrslum embættisins, þá einkum í skýrslunni um Nauthólsveg 100 – braggaskýrslan. Fjármálaskrifstofa Reykjavíkur hefur nú orðið tvísaga í túlkun sinni á hvernig fara eigi með útgreiðslur úr borgarsjóði án fenginna heimilda. Í minnisblaði sem barst borgarráði hinn 5. febrúar að beiðni borgarfulltrúa Miðflokksins kom fram sú túlkun fjármálaskrifstofu að: „Þegar ársreikningur er lagður fram og samþykktur í maímánuði fyrir næstliðið ár er borgarstjórn að samþykkja útgjöld og rekstur borgarinnar fyrir árið.“ Þessari túlkun hafnaði borgarfulltrúi Miðflokksins samdægurs. Mikil umræða varð í kjölfarið í stofnunum borgarinnar þar sem kjörnir fulltrúar eiga sæti um þessa túlkun allt fram yfir samþykkt ársreiknings fyrir árið 2018. Nú hefur borist ný túlkun fjármálaskrifstofu: „Til að taka af allan vafa lítur fjármálaskrifstofa svo á að ekki felist í afgreiðslu borgarstjórnar á ársreikningi afstaða til einstakra fjárhagslegra ráðstafana.“ Eftir stendur sú staðreynd að Reykjavíkurborg braut sveitarstjórnarlög með útgreiðslu án fjárheimilda í bragganum. Í stað þess að viðurkenna brotið er skotið í allar áttir og gert lítið úr ábendingum eftirlitsaðila með fjármálum borgarinnar og álit sérfróðs fræðimanns dregið í efa. Svona vinnubrögð eru Reykjavíkurborg ekki til sóma.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Því er hafnað að fjármálaskrifstofa hafi orðið tvísaga í umsögnum sínum, né heldur að álitsgerð Trausta Fannars Valssonar sé dregin í efa. Þvert á móti staðfestir það með skýrum hætti að verklag og reglur Reykjavíkurborgar um fjárhagsáætlanir og viðauka er í fullu samræmi við lög.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokkur fólksins fagnar því að þessi mál hafi skýrst með afdráttarlausum hætti en það gerðist ekki fyrr en með greinargerð eða minnisblaði utanaðkomandi stjórnsýslufræðings. Endurskoðunarnefndin vekur athygli á leiðbeinandi verklagsreglum vegna viðauka fjárhagsáætlunar frá reikningsskila- og upplýsinganefnd sveitarfélaga, grein 3.2 „Hvenær er ekki tilefni til gerðar viðauka?“ Greinin hljóðar svona: „Viðauka skal ekki gera til að leiðrétta fjárhagsáætlun, útgjöld eða fjárfestingu sem stofnað er til utan fjárheimildar. Mælst er til að útgjöld eða fjárfesting sem stofnað er til utan fjárheimildar og ekki að undangengnum viðauka, séu sett á dagskrá sveitarstjórnar og bókað sérstaklega“. Sveitarstjórn verður að hafa vitneskju um ástæður þess að tiltekin útgjöld eða fjárfesting séu umfram fjárhagsáætlun til að geta sinnt eftirlitshlutverki sínu gagnvart fjármálum borgarinnar. Flokkur fólksins styður því það sem segir í álitsgerð um fjárhagsáætlun sveitarfélaga og viðauka frá endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar að borgarráð beini því til fjármálaskrifstofunnar að bregðast við því sem fram kemur í álitsgerðinni.

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  31. Lögð fram tillaga borgarstjóra, dags. 4. júní 2019, að viðauka við fjárhagsáætlun 2019 vegna miðstigs í barnaskóla Hjallastefnunnar, aukningu í fjölda nemenda í Waldorfsskólanum Sólstöfum og vegna aukins framlags til Hönnunarmiðstöðvar Íslands. R19010200
    Vísað til borgarstjórnar. 

    Halldóra Káradóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  32. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. júní 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að hjálagðir lýðheilsuvísar verði gefnir út sem lýðheilsuvísar Reykjavíkurborgar 2019. Vísarnir í heild sinni verða gefnir út sem einblöðungur og munu einnig verða birtir á vefsíðu borgarinnar undir Reykjavík í tölum http://tolur.reykjavik.is/

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19060007
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Lýðheilsuvísar eru afar mikilvægt mælitæki sem gefa vísbendingar um heilsu og vellíðan íbúa borgarinnar eftir mörgum þáttum. Ekki er bara um að ræða líkamlega heilsu heldur líka andlega heilsu. Þá koma lýðheilsuvísar inn á það hvernig jöfnuður og efnahagur kemur inn á líðan fólks ásamt því hvor ungmenni glími við kvíðaeinkenni, umfang tölvuleikjanotkunnar, hlutfall reykinga og aðgengi íbúa að grænum svæðum svo eitthvað sé nefnt.

    Fylgigögn

  33. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. júní 2019, ásamt fylgiskjali:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að borgarstjóri undirriti, fyrir hönd Reykjavíkurborgar, hjálögð drög að samstarfssamningi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embætti landlæknis um heilsueflandi samfélag. R19060032

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. júní 2019:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að veita nýjum sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs, Halldóru Káradóttur, fullt umboð fyrir hönd Reykjavíkurborgar til að staðfesta og undirrita gerninga sem varða fjárstýringu Reykjavíkurborgar í samræmi við reglur um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg, samþykktir borgarráðs og eftir atvikum samþykktir borgarstjórnar. R19060012

    Samþykkt.

    -    Kl. 11:50 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum.

    -    Kl. 11:58 tekur Valgerður Sigurðardóttir sæti á fundinum.

    Fylgigögn

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 3. júní 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að greiða kostnað vegna stofnunar nýs póstnúmers í Vatnsmýrinni að upphæð kr. 2.320.000 auk virðisaukaskatts. Kostnaðurinn verði tekin af kostnaðarstað 09205, ófyrirséð.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R15090119
    Samþykkt með fjórum atkvæðum borgarráðsfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mörtu Guðjónsdóttur. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Valgerður Sigurðardóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins. 
    Málið fer til endanlegrar afgreiðslu borgarstjórnar með vísan til ákvæða 1. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Um 18 ár eru síðan hugmyndin um 102 Reykjavík fæddist í aðdraganda íbúakosninganna um Reykjavíkurflugvöll árið 2001. Í kjölfar skipulagssamkeppni var gefin út vegleg bók um deiliskipulagið í Vatnsmýri undir heitinu 102 Reykjavík. 102 Reykjavík er eitt mesta uppbyggingarsvæðið í núverandi vaxtarskeiði borgarinnar. Nú þegar póstnúmerið er orðið að veruleika tekur 102 Reykjavík við af 101 Reykjavík sem það póstnúmer þar sem mesta uppbygging landsins á sér stað. Innan póstnúmersins eru Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Stúdentagarðar Háskóla Íslands, háskólagarðar HR og Vísindagarðasvæðið allt rúmast innan póstnúmersins ásamt gömlu og nýju byggðinni í Skerjafirði, nýju byggðinni á Hlíðarenda og útivistarperlunni Nauthólsvík.

    Marta Guðjónsdóttir, borgarráðsfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarráð hefur kallað eftir sjónarmiðum íbúa en það er marklaust ef ekkert tillit er tekið til athugasemda. Hægðarleikur hefði verið að koma til móts við alla aðila með því að breyta póstnúmerinu í 102 á Hlíðarenda og leyfa póstnúmerinu í Skerjafirði og vestan Njarðargötu að halda sér meðan flugvöllurinn er enn í Vatnsmýrinni. Íbúar í Skerjafirði hafa margítrekað komið þeim sjónarmiðum sínum á framfæri við borgaryfirvöld að óeðlilegt sé að breyta póstnúmeri hverfisins úr 101 í 102 til samræmis við Hlíðarendasvæðið. Íbúar telja að á meðan flugvöllurinn er enn í Vatnsmýrinni sé ekki tímabært að breyta póstnúmerinu enda þá um tvö aðskilin hverfi að ræða sem sækja alla sína þjónustu á sitt hvoru svæðinu og eiga lítið sameiginlegt. Þá benda íbúar í Skerjafirði réttilega á að þeir sæki sína þjónustu í Vesturbæinn sem tilheyrir póstnúmerinu 107. Með breytingu á póstnúmeri Skerjafjarðar er farið þvert gegn vilja íbúa og sannar eina ferðina enn að allt tal meirihlutaflokkanna í borgarstjórn um íbúalýðræði er innantómt orðagjálfur á tyllidögum. Ljóst er að eingöngu er komið til móts við vilja uppbyggingaraðila á Hlíðarendasvæðinu en ekki vilja íbúa í gömlu rótgrónu hverfi og engin rök styðja að ekki hafi verið hægt að koma til móts við vilja beggja aðila.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Flokki fólksins finnst nær að nota þessar þrjár milljónir sem fara í að skipta um póstnúmer í Vatnsmýrinni til að greiða t.d. niður gjald skólamáltíða. Flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni næstu árin eða þar til annar betri staður finnst sem borgarbúar geta sætt sig við. Á meðan mætti þetta sama póstnúmer vera áfram í Vatnsmýrinni Flokki fólksins að meinalausu og nota peningana í að styrkja grunnþjónustu frekar.

    Fylgigögn

  36. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 4. júní 2019, ásamt fylgiskjali:

    Lagt er til að borgarráð staðfesti hjálagða tillögu kjaramálaráðs um sameiginlega kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga. Tillaga kjaramálaráðs var samþykkt á fundi Jónsmessunefndar, samstarfsnefndar ríkis og sveitarfélaga, þann 21. febrúar 2019. Í stefnunni er sett fram framtíðarsýn og sameiginleg markmið opinberra vinnuveitenda sem miða öll að því að tryggja opinbera þjónustu með hagkvæmum hætti fyrir almenning og stuðla að heilbrigðum vinnustöðum. Tillaga kjaramálaráðs um sameignlega kjarastefnu var samþykkt á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 15. mars 2019. R19030178

    Samþykkt.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun:

    Það er nauðsynlegt að sameiginleg kjarastefna ríkis og sveitarfélaga endurspegli þau markmið að öllu starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun fyrir störf sín. Fulltrúi Sósíalistaflokksins hefði vilja sjá skýrt kveðið á um það í markmiðum sameiginlegrar kjarastefnu ríkis og sveitarfélaga. 

    Halldóra Káradóttir og Harpa Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  37. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að borgin greiði helming sumargjalds í Laugadal, sbr. 34. lið fundargerðar borgarráðs fra 9. maí 2019. Einnig er lögð fram umsögn íþrótta- og tómstundasviðs, dags. 4. júní 2019. R18080042
    Tillagan er felld.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 30. apríl 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvort börn hafi þurft að hætta á frístundaheimili vegna fjárhagsvanda, sbr. 40. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. mars 2019. R18110255

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Afar erfitt er að áætla þann fjölda foreldra sem sannarlega tekur börn sín úr frístund vegna fjárhagsvanda eins og fram kemur í svari skóla- og frístundasviðs. Tilraun sviðsins til að svara fyrirspurn fulltrúans er virðingarverð en erfitt getur reynst að fullyrða um raunverulegar ástæður þess að viðkomandi börn hætti á frístundaheimilum án þess að spyrja foreldrana sjálfa. Verklagsreglur til að koma í veg fyrir að það komi niður á börnum þegar foreldrar standa í fjárhagsvanda voru samþykktar 2013 og þeim er fylgt. Einfalt er að leita lausna í samstarfi við þjónustumiðstöðvar til að koma í veg fyrir að börn missi plássin sín vegna fjárhagslegara ástæðna.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Spurt var hversu mörg börn hafa hætt á frístundaheimili vegna þess að foreldri hefur ekkert aðhafst að semja um vangreidda vistunarskuld sína við borgina. Um er að ræða 26 börn á tveimur árum. Sundurliðun er eftir mánuðum og er dreifing allt frá 0 og upp í 7 börn. Í febrúar og maí 2018 voru 14 börnum sagt upp vistun og í apríl það sama ár 4. Sama tíma árinu áður er engu barni sagt upp. Þetta er nokkuð sérstakt og væri forvitnilegt að vita hvað þarna liggur að baki. Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur þá skoðun að engu barni eigi að segja upp vegna vangoldinna skulda foreldra. Enda þótt foreldrar hafi leiðir til að semja um skuldina þá geta verið ólíkar orsakir þess að það er ekki gert og slíkt á aldrei að bitna á barninu. Dvöl á frístundaheimili er flestum börnum afar mikilvæg og þjónar fleiri en einum tilgangi. Í ljósi þess að hér er ekki um stærri hóp að ræða á borgin skilyrðislaust að una þessu börnum þess að fá að vera þar, þrátt fyrir að foreldrar greiði ekki skuldina. Ekki þarf að minna á að á Íslandi gildir Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Það stríðir klárlega gegn honum að henda barni úr frístund vegna þess að foreldrar hafi ekki greitt vistundargjaldið

    Fylgigögn

  39. Lagt fram svar Strætó bs., dags. 22. maí 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um hvað það muni kosta að grunnskólanemar í Reykjavík fái frítt í strætó, sbr. 56. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. maí 2019. R19050010

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Almennt er ekki talið að það fjölgi farþegum að hafa ókeypis í almenningssamgöngur. Þetta sýna rannsóknir víða um heim. Betri leið til að fjölga farþegum er að hafa framúrskrandi þjónustu, háa tíðni og mikinn forgang vagnanna. Þá kosta árskort fyrir börn á aldrinum 6-11 ára 8.900 krónur og árskort fyrir ungmenni á aldrinum 12-17 ára 22.600 krónur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Fram kemur í svari við fyrirspurn Flokks fólksins um hvað það muni kosta ef grunnskólanemar fái frítt í Strætó. Það eru um 200 milljónir og segir í svari að það gæti verið erfitt miðað við núverandi greiðslufyrirkomulag að gera greinarmun á því hvort barn/ungmenni ætti rétt á að ferðast frítt eða ekki. Borgarfulltrúa finnst sýnt að hægt væri að láta þá sem eiga rétt á að ferðast frítt fá kort sem þau sýna við komu í vagninn. Svo málið er nú ekki flóknara en það. Gera má því skóna að væri frítt í strætó fyrir grunnskólanema í Reykjavík myndi notkun aukast. Í það minnsta væri vel þess virði að prófa þetta í tilraunaskyni í hálft til eitt ár. Þetta mundi auk þess muna miklu fjárhagslega fyrir fjölskyldur t.d. þar sem fleiri en eitt barn er á grunnskólaaldri.

    Fylgigögn

  40. Lagt fram svar Strætó bs., dags. 22. maí 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó bs. frá notendum þjónustunnar ásamt fylgiskjölum, sbr. 57. lið fundargerðar borgarráðs frá 2. maí 2019. R19050011

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fjöldi ábendinga berst Strætó bs. í gegnum ábendingakerfi þeirra. Það er metnaðarmál hjá fyrirtækinu að svara öllum fyrirspurnum og að sú þjónusta sem er ábótavant, sé bætt. Viðskiptavinir sem senda inn ábendingar fá alla jafna svör við sínum fyrirspurnum innan tveggja vikna. Starfsemi Strætó er afar umfangsmikil og mikilvægt að viðskiptavinir fyrirtækisins finni að ábendingum þeirra sé svarað og tillit sé tekið til þeirra eftir því sem við á. Vert er að nefna að ábendingum til borgarinnar hefur fjölgað í kjölfar þess að aðgengi að því að skila ábendingum var bætt. Fjöldi ábendinga segir því mjög takmarkaða sögu aðra en um það að fólk hafi metnað fyrir starfsemi strætó og áhuga á að bæta þjónustuna sem er vel.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Í svari við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó bs. frá notendum þjónustunnar kemur fram að fjöldi ábendinga eru eftirfarandi: 2016 - 3654 ábendingar, 2017 - 2536 ábendingar 2018 - 2778 ábendingar. Flestar ábendingar sem berast Strætó snúa að aksturslagi, framkomu vagnstjóra og tímasetningum. Borgarfulltrúa Flokks fólksins sýnist á svari að gæðakerfið sé gott og gengið er strax í málin en fjöldi ábendinga er óheyrilegur. Borgarfulltrúi átti kannski von á 100 til 200 ábendingum en ekki á þriðja þúsund og yfir. Fjölgun er milli ára 2017 til 2018 og munar þar um ca. 200 ábendingum. Fækkun sem er frá 2016 til 2017 heldur ekki áfram árið 2018 heldur fjölgar þá aftur ábendingum. Þetta er afar sérstakt. Flokkur fólksins spyr hvort kafað hafi verið ofan í þessu mál og unnið að því að fækka ábendingum verulega. Áhugavert væri að fá nánari flokkun á þessu t.d. eru flestar kannski kvartanir vegna tímasetningar? Niðurstaðan í huga borgarfulltrúa Flokks fólksins þegar hann hefur séð þetta svar er að það er eitthvað mikið að í þessu fyrirtæki þegar kemur að þjónustu við farþega. Slíkur fjöldi ábendinga er ekki eðlilegur.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Ábendingakerfið er hluti af gæðakerfi Strætó og er mikilvægur í þáttur í umbótastarfi félagins og hluti ábendinga koma til meðal annars í gegnum gæðaúttekt eftirlitsmanna. Allar ábendingar sem upp koma jákvæðar eða neikvæðar eru skráðar og fjöldi ábendinga merki um virkt gæðakerfi.

    Fylgigögn

  41. Lagt fram svar velferðarsviðs, dags. 22. maí 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um stöðu biðlista fyrir heimaþjónustu og hjúkrunarrými, sbr. 43. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2019. R19040141

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Eins og fram kemur í svari velferðarsviðs fengu alls 3.608 einstaklingar heimaþjónustu þar sem allt það fólk sem mest þarf á heimaþjónustu að halda fær hana. Sá fjöldi sem er á biðlista eftir þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir er ekki mikill en eins og fram kemur í svarinu er bið eftir hjúkrunarrýmum enn töluverð en það er þjónusta sem ríkið veitir. Þó hefur samstarf við ríkið gengið vel undanfarin ár um uppbyggingaráætlun hjúkrunarrýma sem nú er að verða afar umfangsmikil.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Mannekla í þessum störfum er fyrst og fremst vegna lágra launa. Hér gæti borgin beitt sér ef vilji væri fyrir hendi. Mannekla er ekkert lögmál, ekki nema það sé orðið það hjá þessum meirihluta. Það er klárlega í hendi borgarmeirihlutans að leysa þennan vanda og hefði verið hægt að gera það fyrir lifandis löngu þ.e. ef fólk og grunnþjónusta við það hefði einhvern tímann verið sett í forgang. Varðandi þjónustu borgarinnar, félagslega heimaþjónustu og heimahjúkrun þá eru flestir sjúkraliðar sem vinna við heimahjúkrun. Vegna manneklu er aðeins hægt að sinna þeim sem eru veikastir. Það sem er hvað mest sláandi í þessu svari er að alls 273 einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu eru á biðlista eftir varanlegri vistun, af þeim eru 158 með lögheimili í Reykjavík. Sviðið hefur ekki yfirsýn yfir það hvar þeir eru sem eru að bíða eftir innlögn á hjúkrunarheimili, þ.e. hversu margir eru á Landspítala og hversu margir heima. Margir vilja segja að Landspítalinn sé orðinn stærsta og dýrasta hjúkrunarheimili í borginni.

    Fylgigögn

  42. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 1. maí 2019, við fyrispurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins um lóðir við Blesugróf, sbr. 32. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. apríl 2019. R19040060

    Fylgigögn

  43. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Lagt er til að fengið verði álit reikningsskilanefndar sveitarfélaga á minnisblaði fjármálaskrifstofu, dags 5. febrúar 2019. Þá er lagt til að beiðni oddvita Sjálfstæðisflokksins, Eyþórs Arnalds, annars vegar og álit Trausta Fannars Valssonar hins vegar verði sent með til hliðsjónar.  R19030231

    Frestað.

  44. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins: 

    Í ljósi ákvörðunar dómsmálaráðuneytisins um að vísa kæru vegna borgarstjórnarkosninganna til efnislegrar meðferðar hjá sýslumanni óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir að fá öll gögn er málinu tengjast inn á fundi borgarráðs, sem og önnur gögn sem lögð verða fyrir í málinu, þannig að borgarráðsfulltrúar geti fylgst með framvindu mála. R17090251

    Frestað.

  45. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Flokkur fólksins leggur til að Reykjavíkurborg rýmki aftur reglur um hvaða bílar teljist vistvænir og þeir sem það teljast geti lagt frítt í gjaldskyld bílastæði í allt að 90 mín. Meirihlutinn í borginni hefur gefið sig út fyrir að vilja vistvæna borg. Sérstaklega hefur verið horft til bíla í því sambandi. Það kom því á óvart þegar Reykjavíkurborg um áramót 2011 herti reglur um hvaða bílar teljast visthæfir og hverjir ekki. Frá 2011 hafa visthæfir bílar getað lagt frítt í gjaldskyld bílastæði borgarinnar í allt að níutíu mínútur. Með hertum reglum féllu fjöldi bifreiða úr visthæfa flokknum með breytingunum og gátu eigendur ekki lengur nýtt sér þennan valkost. Áður töldust bílar visthæfir ef þeir losuðu minna en 120 grömm af koltvísýringi á hvern kílómetra í blönduðum akstri en þetta mark hefur nú verið lækkað niður í hundrað grömm. Bifreiðar sem ganga fyrir vetni, rafmagni og metani falla einnig í flokk visthæfra ökutækja. Bílarnir mega í mesta falli vera 1.800 kílógrömm að þyngd og mega ekki vera á negldum vetrardekkjum.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19060057
    Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

    Fylgigögn

  46. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Hvað ætlar borgarmeirihlutinn að gera til að leysa dagforeldraskortinn næsta vetur? Foreldrar eru jafnvel nýbúnir að uppgötva að þau eigi von á barni þegar kapphlaupið hefst um að tryggja barninu pláss hjá dagforeldri eða á ungbarnaleikskóla til þess að foreldrar eigi þess kost að komast aftur út á vinnumarkað. Eftirspurn eftir dagforeldrum í Reykjavík er langt umfram framboð. Dagforeldri tekur yfirleitt við barni frá 9 mánaða aldri en börn komast venjulega ekki inn á leikskóla fyrr en um 18 mánaða aldur og mörg þeirra ekki fyrr en um tveggja ára aldur. Margir foreldrar velja síðan að vera lengur en 9 mánuði heima með barni sínu. Það verður þess vegna að tryggja barninu pláss um leið og það fæðist og byrja að greiða fyrir það þegar barnið er 9 mánaða án tillits til þess hvort barnið notar plássið þá eða nokkrum mánuðum síðar. Það er ljóst að langt er í að bilið milli ungbarnaleikskóla og leikskóla verði brúað. Hvað ætla borgaryfirvöld að gera á meðan til að leysa þennan vanda? R19060056

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

  47. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Fyrir nokkrum árum var hér í gangi tilraunaverkefni með vetnisstrætó. Óskað er upplýsinga um kostnað Reykjavíkur við það verkefni. Ástæða fyrir fyrirspurninni er sú að upp úr árinu 2000 var sett á laggirnar verkefni þar sem vetni átti að reyna sem eldsneyti á strætisvagna Strætó. Vetni fellur ekki til sem afgangsafurð í iðnaði hér á landi og er þá eina framleiðsluaðferðin að framleiða vetni með rafgreiningu sem er dýr aðferð. Árangurinn af verkefninu varð lítill. Vagnarnir entust aðeins í örfá ár. Sú bjartsýni sem birtist í byrjun tilraunarinnar gufaði upp. Sjá t.d. orð iðnaðarráðherra: ,, Það er stefna stjórnvalda að stuðla að aukinni nýtingu endurnýjanlegrar orku í umhverfisskyni. Þess vegna yrði framleiðsla og notkun vetnis, ef slíkt reynist fjárhagslega hagkvæmt, í samræmi við stefnu stjórnvalda." Og orð forsætisráðherra: „Takist þessi tilraun verða sigurlaunin mikil. Verulegur efnahagslegur ávinningur virðist þá blasa við ". Varla hefur verið minnst á vetnisvagna þar til nú þegar Strætó bs. hefur gert tilboð í slíkan vagn sem vekur furðu m.a. í ljósi sögunnar. R19060058

    Vísað til umsagnar fjármála- og áhættustýringarsviðs.

  48. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins óskar eftir að fá upplýsingar um hver sé kostnaður við að halda úti stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra. Hér er ekki aðeins verið að spyrja um laun heldur einnig annan kostnað sem fylgir þessu starfi svo sem ferða- og dagpeningakostnað. Óskað er upplýsinga fyrir árin 2017 og 2018. R19060059

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  49. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Flokkur fólksins leggur til að borgin reki skutlu sem aki Laugaveginn, Skólavörðustíginn, Lækjartorg og upp Hverfisgötu. Spurning er að prófa þetta í tilraunaskyni, tímabundið. Skutla taki hring um kjarna miðborgarinnar t.d. 4-5 sinnum á klukkutíma. Markmiðið er að mæta þeim sem eiga erfitt með gang, eru hreyfihamlaðir eða tímabundnir svo eitthvað sé nefnt nú þegar aðgengi hefur verið takmarkað að svæðinu bæði vegna lokunar gatna en einnig vegna framkvæmda. Lokanir gatna fyrir bílaumferð hefur valdið mögum þeim sem eru ekki á hjóli og eiga erfitt um gang ama. Ekki hefur verið haft viðhlítandi samráð við fólkið í borginni, hagsmunaaðila og öryrkja hvort þeim yfirleitt hugnast þessar lokanir hvað þá varanlegar lokanir. Þetta er ein tillaga sem gæti komið til móts við þá sem treysta sér ekki til að ganga mikið en langar e.t.v. engu að síður að koma inn á þetta svæði og fara um það á skömmum tíma. R19060060

    Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

  50. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Í framhaldi af svari Strætó bs. um fjölda kvartana óskar borgarfulltrúi eftir að fá nánari sundurliðun á þessum ábendingum til þriggja ára og upplýsingar um hvort farið hefur verið ofan í saumana á þeim með það að markmiði að fækka þeim. Um þetta er spurt vegna þess að ábendingum fjölgar aftur árið 2018 frá árinu 2017. Það er sérkennilegt í ljósi þess að í svari frá Strætó kemur fram að unnið sé markvisst með ábendingar og er ábyrgðaraðili settur á hverja ábendingu sem tryggir að úrvinnsla hennar eigi sér stað? Loks er óskað upplýsinga um hve margar af þessum ábendingum leiði til verulegra úrbóta. R19050011

    Vísað til umsagnar hjá stjórn Strætó bs.

Fundi slitið klukkan 12:45

Líf Magneudóttir Heiða Björg Hilmisdóttir

Dóra Björt Guðjónsdóttir Pawel Bartoszek

Hildur Björnsdóttir Marta Guðjónsdóttir