Borgarráð - Fundur nr. 5544

Borgarráð

Ár 2019, fimmtudaginn 2. maí, var haldinn 5544. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09:10. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Líf Magneudóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. Einnig sátu fundinn áheyrnarfulltrúarnir Sanna Magdalena Mörtudóttir, Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Ebba Schram og Bjarni Þóroddsson.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 25. og 27. febrúar 2019; 4., 11., 12. og 27. mars 2019 og 8., 10., og 24. apríl 2019. R19010031

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í fundargerð endurskoðunarnefndar frá 27. febrúar kemur fram það álit nefndarmanns að ekki eigi að endurverðmeta fasteignir Félagsbústaða eins og gert hefur verið. Segir í bókun við lið 4: „Það er álit Einars S. Hálfdánarsonar, sem hann hefur rökstutt ítarlega fyrir endurskoðunarnefnd, að Félagsbústöðum hf. beri ekki að sýna fasteignir félagsins sem fjárfestingareignir í ársreikningi félagsins og alls ekki í samstæðureikningi Reykjavíkurborgar. Að hans mati gefur það ekki glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins, hvað þá af samstæðu Reykjavíkurborgar og fær heldur alls ekki samrýmst ríkjandi sjónarmiðum um gagnsæi. Hann leggur til að stjórn Félagsbústaða hf. afli álits Stefáns Svavarssonar sem er helsti fræðimaður á Íslandi á sviði reikningsskila til að leysa úr þeirri óvissu sem ríkir um reikningsskil Félagsbústaða hf. að þessu leyti, enda gríðarlegir hagsmunir sem eru undir, færi svo að reikningsskilin teldust ekki gefa glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins.“

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi gagnbókun:

    Endurskoðendur Félagsbústaða hjá Grant Thornton telja að báðar aðferðir séu heimilar. Í endurskoðunarskýrslu vegna ársins 2018 segir um val á reikningsskilaaðferðum: „Við höfum átt viðræður við endurskoðunarnefnd um reikningsskilaaðferðir félagsins, þá sérstaklega beitingu IAS 40 á fasteignum félagsins í útleigu (fjárfestingareignir færðar á gangvirði í gegnum rekstrarreikning). Rætt hefur verið hvort reikningsskilaaðferðin sé óviðeigandi fyrir starfsemi sem þessa og færa ætti eignir í samræmi við IAS 16 (á kostnaðarverði eða endurmat yfir eigið fé). Við teljum óumdeilt að beiting aðferðarinnar sé heimil samkvæmt IFRS, félaginu er í raun valkvætt hvaða aðferð það beitir. Að því sögðu gæti félagið hæglega breytt um reikningsskilaaðferð kjósi það að gera svo.“

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins gagnrýnir að fundargerðir endurskoðunarnefndar skuli ekki berast með reglulegum hætti fyrir borgarráð, svo kjörnum fulltrúum sé gert kleift að rækja eftirlitsskyldu sína með fjármálum borgarinnar.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð fjölmenningarráðs frá 15. apríl 2019. R19010035

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 11. apríl 2019. R19010016

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 25. mars 2019. R19010026

    Fylgigögn

  5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 12. apríl 2019. R19010024

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Borgarfulltrúa finnst fundargerðir Sorpu frekar rýrar í samanburði við aðrar fundargerðir svo erfitt er að átta sig á innihaldi umræðunnar. Þetta er mikilvægt í ljósi þeirra upplýsinga um vandamál fyrirtækisins sem fjallað er um í ársreikningi Reykjavíkurborgar 2018 sem nú hefur verið opinberaður. Þar kemur m.a. fram að Sorpa hefur átt í dómsmálum. Nokkrir rammasamningshafar í akstursþjónustu fatlaðs fólks og fatlaðra skólabarna hafa kært Strætó bs. til kærunefndar. Niðurstaða er enn ekki komin í þetta mál. Það er því mikilvægt að minnihlutafulltrúar hafi ríkar upplýsingar um hvað fram fer á fundum Strætó bs. og þurfa því fundargerðir að vera mun ítarlegri. Strætó er eitt af B-hluta fyrirtækjum borgarinnar sem þrátt fyrir að vera byggðasamlag með þeim ókostum sem því fylgja má ekki gleyma hverjir eru aðaleigendur fyrirtækisins, en það eru að sjálfsögðu Reykvíkingar.

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. apríl 2019. R19010028

    Fylgigögn

  7. Lögð fram fundargerð skipulags- og samgönguráðs frá 17. apríl 2019. R19010022
    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun undir 21. gr. fundargerðarinnar:

    Á síðasta fundi skipulags- og samgönguráðs lagði Flokkur fólksins fram skýlausa kröfu um samráð við hagsmunaaðila og aðra vegna fyrirhugaðrar lokunar Laugavegarins og nærliggjandi gatna. Þetta samráð hefur ekki verið haft að heitið geti eins og staðfest hefur verið af mörgum, þar á meðal mörgum rekstraraðilum og öðrum hagsmunasamtökum. Meirihluti borgarinnar er með þessari ákvörðun sinni að valta yfir á þriðja hundrað rekstraraðila við Laugaveg sem hafa með undirskrift sinni mótmælt þessari ákvörðun og óttast um afkomu sína. Nú hefur borgarmeirihlutinn ákveðið að ganga enn lengra án þess að spyrja kóng eða prest. Til stendur að loka fyrir umferð bifreiða umhverfis Hlemm og fyrir umferð Rauðarárstígs og Snorrabrautar, sunnan við Hlemm sem og loka fyrir bílaumferð að Hlemmi úr austurátt, á kaflanum frá Fíladelfíu að Hlemmi. Borgarfulltrúi Flokks fólksins krefst þess að haft verði viðhlítandi samráð við þá sem lengi hafa reynt ná eyrum ráðandi afla í borginni. Ótti Flokks fólksins um að miðbærinn verði einungis fyrir túrista og vellauðuga einstaklinga virðist vera að sanngerast. Þar sem þessi hópar munu aldrei ná einir og sér að halda uppi mannlífi í borginni stefnir hratt í að miðbærinn verði að draugabæ.

    Fylgigögn

  8. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir embættisafgreiðslur sem borist hafa borgarráði, alls 31 mál. R19040187

    Fylgigögn

  9. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2019, varðandi erindi Skipulagsstofnunar, dags. 15. og 20. mars 2019, um lýsingu fyrir gerð landsskipulagsstefnu, ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 5. apríl 2019. R19040179
    Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Í framlagðri umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um landsskipulagsstefnu er ekki fjallað um orkuskipti í samgöngum sem er þó ein virkasta leið til að minnka mengun og losun gróðurhúsalofttegunda. Sá aðili sem er í bestum færum til að styðja við orkuskipti er Reykjavíkurborg, enda þéttbýlt og langstærsta sveitarfélagið. Auk þess á borgin Orkuveitu Reykjavíkur. Noregur hefur náð miklum árangri í að nýta vistvæna raforku í samgöngum. Rétt væri að borgin styddi betur við orkuskipti og sú stefnumörkun kæmi fram í umsögninni.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Orkuskipti í samgöngum er einn þáttur í því að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda eins og fram kemur í loftslagsstefnu borgarinnar. Þar eru verkefnin eftirfarandi: Standa fyrir uppsetningu hleðslustöðva í bílastæðahúsum borgarinnar. Setja upp hleðslustöðvar við valdar byggingar á vegum borgarinnar fyrir gesti og starfsfólk. Að borgin vinni með OR að hugmyndum um uppsetningu hleðslustöðva í hverfum. Sett verði fram áætlun um hvernig strætó og borgarlína geti alfarið gengið fyrir orkugjöfum sem ekki losa gróðurhúsalofttegundir. Regluverk Reykjavíkurborgar og fyrirtækja í eigu hennar verði rýnt með það að markmiði að ryðja úr vegi hindrunum fyrir rafvæðingu samgangna og auðvelda innleiðingu þeirra. Stærsta verkefnið í loftslagsstefnu borgarinnar er hinsvegar þétting byggðar og uppbygging Borgarlínu.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  10. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2019, varðandi bréf Kópavogsbæjar, dags. 6. mars 2019, þar sem óskað er eftir umsögn á skipulagslýsingu Kópavogsbæjar, dags. 14. febrúar 2019, vegna endurskoðunar aðalskipulags Kópavogs 2012-2024, ásamt umsögn deildarstjóra aðalskipulags, dags 5. apríl 2019. R19040180
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  11. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. apríl 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 17. apríl 2019 á verklýsingu vegna breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna Korpulínu, ásamt fylgiskjölum. R11060102
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  12. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. apríl 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 17. apríl 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðanna nr. 4-22 við Elliðabraut, ásamt fylgiskjölum. R19030257
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. apríl 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 17. apríl 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskóla Íslands austan Suðurgötu vegna lóðanna nr. 41-43 við Suðurgötu og 29 og 31 við Hringbraut, ásamt fylgiskjölum. R19040242
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. apríl 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 17. apríl 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Fossvogshverfis, reitur 1.863.2, vegna lóðarinnar nr. 26. við Kvistaland, ásamt fylgiskjölum. R19040241
    Samþykkt. 

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. apríl 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 17. apríl 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5, Laugavegs- og Skólavörðustígsreitur, vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg, ásamt fylgiskjölum. R19040243
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 23. apríl 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 17. apríl 2019 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Suðurhlíða vegna lóðar nr. 9 við Suðurhlíð, Klettaskóla, ásamt fylgiskjölum. R19040240
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 11. apríl 2019, sbr. samþykkt skipulags- og samgönguráðs frá 10. apríl 2019 á trúnaðarmerktri tillögu sviðsins að úthlutunum styrkja úr Húsverndarsjóði Reykjavíkur fyrir árið 2019, ásamt fylgiskjölum. R19010087
    Samþykkt.

    Úthlutun úr Húsverndarsjóði er háð trúnaði fram að afhendingu styrkjanna.

    Ólöf Örvarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  18. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 29. apríl 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili sviðinu að bjóða út framkvæmdir vegna breytinga á Nauthólsvegi og áframhaldandi framkvæmdir vegna uppbyggingar á Hlíðarendasvæði, ásamt fylgiskjölum. Kostnaðaráætlun 2 er 360 m.kr. R19040246
    Samþykkt.

    Ólöf Örvarsdóttir og Ámundi Brynjólfsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  19. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. apríl 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki afnotasamning um 15 fermetra borgarland við Fjárborg við Suðurlandsveg, ásamt fylgiskjölum. R19040119
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  20. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 29. apríl 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skrifstofunni að semja við Veitur ohf. um makaskipti á lóðum við Suðurlandsbraut, ásamt fylgiskjölum. R17100411
    Samþykkt. 

    Óli Jón Hertervig tekur sætir á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 17. apríl 2019, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili framsal og aðilaskipti að veðskuldabréfi vegna Súðarvogar 2, ásamt fylgiskjölum. R17040103
    Frestað.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. apríl 2019, þar sem erindi forstjóra Heklu, dags. 21. janúar 2019, og bréf frá Landslögum vegna sama erindis, dags. 4. apríl 2019, varðandi lóðir Heklu við Laugaveg og lóð í Suður-Mjódd eru send borgarráði til kynningar ásamt umsögn skrifstofu eigna og atvinnuþróunar og borgarlögmanns, dags. 5. apríl 2019. Einnig eru lögð fram til samþykktar drög að svarbréfi Reykjavíkurborgar. R16020062
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að uppbygging á Heklureit er í uppnámi. Samningsmarkmið og kröfur borgarinnar virðast valda því að uppbygging á þessum reit gangi ekki upp.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Grunnforsenda í sambærilegum samningum við uppbyggingaraðila er blöndun byggðar þar sem félagslegar íbúðir mynda hluta af heild allra nýrra íbúða. Ekki náðist samkomulag við Heklu í þetta sinn um þá uppbyggingu og að bílaumboðið myndi flytja starfsemi sína í Mjóddina. Að gefnu tilefni hefur ekki verið farið fram á aukið endurgjald frá því sem kemur fram í viljayfirlýsingu. Borgin hefur unnið til samræmis við húsnæðisáætlun borgarinnar og markmið aðalskipulags í verkefninu og er það miður að ekki náðist samkomulag við Heklu um metnaðarfulla uppbyggingu á þessum reit.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  23. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 28. apríl 2019, þar sem úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins varðandi úthlutanir á lóðum til trú- og lífsskoðunarfélaga frá 5. apríl 2019 er sendur borgarráði til kynningar, ásamt fylgiskjölum. R18070099

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Ljóst er að fara þarf í stefnumótunarvinnu varðandi reglur um úthlutun lóða til trúar- og lífskoðunarfélaga eða eins og fram kemur í úrskurði sveitarstjórnarráðuneytisins, að það sé hluti af sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags að ákveða hvort og þá hvernig það útfærir reglur í kringum slíkar undanþágur. Slíkar reglur þurfa að vera gegnsæjar og gæta verður jafnræðis milli trúfélaga þannig að ekki verði hægt að setja tímamörk á sum trúar- og lífskoðunarfélög en önnur ekki.

    Óli Jón Hertervig tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:28 víkur Eyþór Laxdal Arnalds af fundinum og Katrín Atladóttir tekur sæti.

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 24. apríl 2019, með tillögum stýrihóps um endurskipulagningu og framtíðarskipan fyrir hverfisráð. R18030194
    Vísað til borgarstjórnar.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Nú er liðið heilt ár frá því að hverfisráðin voru lögð niður og því lofað að þau yrðu endurvakin um áramótin 2018-2019, eins og kom fram í tillögu meirihlutans á fyrsta fundi borgarstjórnar. Hins vegar er ljóst að vinnan við endurskipulagningu og framtíðarsýn hverfisráðanna hefur gengið brösuglega þar sem þau hafa enn ekki tekið til starfa. Þetta hefur komið niður á ýmsum þáttum sem snúa að málefnum hverfanna og ekki síst lýðræðislegri þátttöku íbúanna í lykilákvörðunum er snúa að hverfunum. Ekki er ljóst hvenær hverfisráðin verða fullmönnuð. Þá er athyglisvert að skýrsla um framtíðarsýn fyrir hverfisráðin hefur verið í vinnslu frá síðasta kjörtímabili og þeirri vinnu er núna fyrst að ljúka. Þetta er eitt skýrasta dæmið, svo ekki verður um villst, um óskilvirka og seinvirka stjórnsýslu. Þessi seinagangur skrifast alfarið á reikning meirihlutaflokkanna sem stýrt hafa þessari vinnu.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Vinnan við endurskipulagningu og framtíðarskipan hverfisráða hefur gengið vel. Frumdrög voru kynnt fyrir áramót 2018-2019 eins og lofað var en vegna þess að stýrihópurinn var mjög metnaðarfullur hvað samráð varðar og valdi að hafa fjölmarga samráðsfundi með íbúum borgarinnar, umsagnarferli og samráðsfundi með embættisfólki hefur vinnan dregist. Gæði vinnunnar og gott samráð voru látin ganga fyrir því að uppfylla frestinn sem var settur áður en ákveðið var að ráðast í svo víðfeðmt samráðsferli. Þetta tímabil sem ráðin hafa ekki verið starfandi hefur sýnt fram á mikilvægi ráðanna. Skýrsla fyrir framtíðarsýn hverfisráða var tilbúin vorið 2018 og er því ekki í vinnslu, heldur byggði vinna þessa stýrihóps á þeirri skýrslu.

    Anna Kristinsdóttir, Gunnlaugur Bragi Björnsson og Daníel Örn Arnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  25. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl 2019 á tillögu að breytingu á reglum um leikskólaþjónustu, dags. 2. apríl 2019, ásamt fylgiskjölum. R19040227
    Samþykkt. 

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  26. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl 2019 á tillögu að breytingu á reglum um þjónustu félagsmiðstöðva, dags. 4. apríl 2019, ásamt fylgiskjölum. R19040228
    Frestað. 

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  27. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl 2019 á tillögu að breytingu á reglum um þjónustu frístundaheimila, dags. 4. apríl 2019, ásamt fylgiskjölum. R19040229
    Samþykkt. 

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 15. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl 2019 á tillögu að breytingu á reglum vegna systkinaafsláttar, eitt námsgjald á fjölskyldu, dags. 27. febrúar 2019, ásamt fylgiskjölum. R19040226
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Það er sérstakt metnaðarmál núverandi meirihluta Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna að búa vel að barnafólki með því að halda gjaldtöku í lágmarki fyrir þá þjónustu sem barnafólk þarf sérstaklega að sækja til borgarinnar. Þess vegna er mikilvægt skref stigið með því að hækka systkinaafslætti þvert á skólastig með því að foreldrar greiði einungis námsgjald fyrir eitt barn en gjaldið falli niður fyrir eldri systkini. Hér er mikið hagsmunamál á ferðinni fyrir fjölmargar barnafjölskyldur í borginni.

    Áheyrnarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Þó að sósíalistar telji að skólar eigi að vera gjaldfrjálsir þá er jákvætt að heyra að eitt námsgjald á fjölskyldu, fyrir þjónustu í borgarreknum leik- og grunnskóla hafi, óháð fjölda barna, tekið gildi í upphafi árs.

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl 2019 á tillögum starfshóps um markvisst verklag við útfærslu tillagna fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilning barna í skóla- og frístundastarfi, ásamt fylgiskjölum. R19040231
    Frestað.

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl 2019 á tillögu um stofnun stoðdeildar í Háaleitisskóla fyrir börn sem þurfa sértækan stuðning við að hefja nám í grunnskóla, ásamt fylgiskjölum. R19040223
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Sá hópur grunnskólanemenda sem sækir um alþjóðlega vernd er ekki einsleitur og það er afar mikilvægt að standa vel að því að taka á móti honum í skólakerfinu á forsendum hvers og eins. Undanfarin ár hefur hópurinn farið stækkandi og samhliða því er aukin þjónustuþörf fyrir þennan viðkvæma hóp. Það er ekki síður mikilvægt að hlúa að félagslegri stöðu hans eins og námslegri sama hversu lengi hann staldrar við á Íslandi. Stoðdeildin sem nú er verið að setja á laggirnar í Háaleitisskóla – Álftamýri er hugsuð sem tímabundið úrræði fyrir grunnskólabörn sem hafa sótt um alþjóðlega vernd á meðan unnið er að mati á námslegri stöðu þeirra og félagsfærni og líðan. Í stoðdeildinni verður lögð áhersla á að vinna og byggja upp heildrænan skóladag í góðu samstarfi við frístundamiðstöðina Kringlumýri og aðra aðila í hverfinu. Búseta nemenda er víðsvegar í Reykjavík og verða samgöngur tryggðar fyrir þau í og úr skóla meðan á dvölinni í stoðdeildinni stendur. Markmiðið með stoðdeildinni er að undirbúa nemendur síðar meir til að sækja nám og félagsstarf í sínu hverfi.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Út frá reynslu minni af vinnu með börnum hælisleitenda, sem sálfræðingur, sérfræðingur í klínískri sálfræði, sem og skólasálfræðingur til 10 ára og svo auðvitað sem borgarfulltrúi styð ég þessa tillögu. Í stoðdeild munu börnin sem hér um ræðir fá þá þjónustu sem þau þarfnast og fá hana á þeirra forsendum. Mikilvægt er að þetta sé hugsað ávallt sem tímabundið og um leið og þau eru tilbúin fari þau í heimaskóla. Að byrja skólagöngu hér með þessum hætti er mildari aðkoma að nýju tungumáli og nýrri menningu. Við komu til landsins eru mörg börn hrædd, kvíðin og óvissan alger. Þau þurfa sérstaka aðhlynningu, utanumhald, líka í skólanum. Með þessu fá þau meira svigrúm til að aðlagast, melta allt þetta nýja og læra tungumálið á þeim hraða sem hentar hverju barni fyrir sig. Mæta skal þörfum allra barna á þeirra forsendum! Þetta er hluti af því. Þetta er fjölbreyttur hópur, sum börn með litla skólagöngu, misbrotinn bakgrunn en eiga það sameiginlegt að allt hér er nýtt fyrir þeim. Börnin búa dreift og það er áhyggjuefni. Hvernig þau komast í og úr skóla er verkefni sem þarf að leysa.

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl á nýju rekstrarleyfi fyrir barnaheimilið Ós, ásamt fylgiskjölum. R19040225
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs á tillögu að breyttu framlagi til barnaheimilisins Óss vegna opnunar ungbarnadeildar, ásamt fylgiskjölum. R19040233
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu vilja ganga lengra og tryggja þeim börnum sem sækja þessa sjálfstæðu leikskóla sömu fjárframlög úr borgarsjóði og leikskólabörnum sem sækja borgarrekna leikskóla. Það er okkar skoðun að sama upphæð opinbers fjár skuli fylgja hverju leikskólabarni sem lögheimili á í Reykjavík, óháð rekstrarformi þess leikskóla sem þau sækja. Þannig væri hægt að lækka gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla og tryggja öllum börnum í borginni jöfn tækifæri til að sækja ólíka leikskóla borgarinnar, óháð efnahag foreldra.

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs á tillögu að breyttu framlagi til leikskólans Sælukots vegna opnunar ungbarnadeildar, ásamt fylgiskjölum. R19040234
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu vilja ganga lengra og tryggja þeim börnum sem sækja þessa sjálfstæðu leikskóla sömu fjárframlög úr borgarsjóði og leikskólabörnum sem sækja borgarrekna leikskóla. Það er okkar skoðun að sama upphæð opinbers fjár skuli fylgja hverju leikskólabarni sem lögheimili á í Reykjavík, óháð rekstrarformi þess leikskóla sem þau sækja. Þannig væri hægt að lækka gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla og tryggja öllum börnum í borginni jöfn tækifæri til að sækja ólíka leikskóla borgarinnar, óháð efnahag foreldra.

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  34. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl á nýju rekstrarleyfi fyrir leikskólann Sælukot, ásamt fylgiskjölum. R19040224
    Samþykkt.

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  35. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 12. apríl 2019, sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 9. apríl 2019 á tillögu að breyttu framlagi til skóla Ísaks Jónssonar vegna reksturs leikskóladeildar fyrir fimm ára börn, ásamt fylgiskjölum. R19040232
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hefðu vilja ganga lengra og tryggja þeim börnum sem sækja þessa sjálfstæðu leikskóla sömu fjárframlög úr borgarsjóði og leikskólabörnum sem sækja borgarrekna leikskóla. Það er okkar skoðun að sama upphæð opinbers fjár skuli fylgja hverju leikskólabarni sem lögheimili á í Reykjavík, óháð rekstrarformi þess leikskóla sem þau sækja. Þannig væri hægt að lækka gjaldskrár sjálfstæðra leikskóla og tryggja öllum börnum í borginni jöfn tækifæri til að sækja ólíka leikskóla borgarinnar, óháð efnahag foreldra.

    Helgi Grímsson og Guðrún Sigtryggsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  36. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 18. mars 2019, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 13. mars 2019 á tillögu að nýjum reglum um félagslegt leiguhúsnæði í Reykjavík með áorðnum breytingum, ásamt fylgiskjölum. Einnig er lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu um tillöguna, dags. 28. apríl 2019. R19030189
    Samþykkt með þeirri breytingu að reglurnar taki gildi 1. júní nk.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Stefnuleysi núverandi og fyrrverandi meirihluta í borginni í þessum málaflokki önnur en að fjölga félagslegu leiguhúsnæði hefur ekki fækkað fólki á biðlista. Biðlistarnir hafa lengst ár frá ári. Ekki er gert ráð fyrir þeim möguleika að íbúar í félagslega kerfinu eigi möguleika á að eignast íbúðina hafi þeir tök á, þ.e. gera íbúðirnar að kaupleiguíbúðum. Marka þarf stefnu í að koma fólki út úr félagslega kerfinu og hjálpa fólki til sjálfshjálpar. Ekki er hægt að finna það í nýju reglunum um félagslegt leiguhúsnæði. Í núverandi húsnæðiskrísu eru eignar- og tekjumörk þessa kerfis fátæktargildra og hafa letjandi áhrif á einstaklinga sem eiga möguleika á að afla sér meiri tekna. Félagslega leigukerfið sé þannig uppbyggt að fólk festist í kerfinu og á lítinn möguleika á að komast út á almennan markað. En tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa að meðaltali flutt rúmlega 20 leigjendur úr kerfinu á ári. Aðrir annmarkar eru á nýju reglunum eins og t.d. reglur varðandi milliflutning en leigjandi getur aðeins sótt um milliflutning eftir þrjú ár. Athugasemd er gerð við framsal Reykjavíkurborgar á stjórnvaldsákvörðunum til Félagsbústaða. Enn fremur er einkennilegt að 75% örorkumat nægir eitt og sér ekki til þess að uppfylla skilyrði fyrir félagslegu húsnæði.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þær breytingar sem hafa verið gerðar eru góðar eins langt og þær ná. Flokkur fólksins hefði viljað ganga lengra sbr. tillögu um að fella á brott þá kvöð að viðkomandi hafi þurft að eiga lögheimili í Reykjavík. Sveitarfélagi ber að veita þá þjónustu sem viðkomandi þarfnast án skilyrða. Geti viðkomandi ekki einhverra hluta vegna kostað húsnæði yfir höfuð sitt ber borgarkerfinu að koma til hjálpar. 12 mánaða skilyrðið hefur fælingarmátt og veldur fólki í erfiðri stöðu sem þessari einungis meiri erfiðleikum og hugarangri. Almennt má einfalda þessar reglur enn meira eins og aðrar reglur sem snúa að umsókn sem þessari. Leiðarljósið á að vera að gera fólki þetta ferli eins auðvelt og átakalaust og hægt er, hafa sveigjanleika og afla einungis þeirra upplýsinga sem rétt nægja til afgreiða umsóknina.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun:

    Heildstæðar reglur um úthlutun á félagslegu húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar leysa af hólmi reglur um félagslegt leiguhúsnæði, þjónustuíbúðir aldraðra og verklag um úthlutun á sértæku húsnæði fyrir fatlað fólk og heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir. Með þessum reglum eru tekju- og eignaviðmið rýmkuð og félagslegt mat skýrt þannig að íbúar geti betur metið stöðu sína og settur er inn möguleiki á úthlutun á áfangahúsnæði. Staða umgengnisforeldra er nú metin, sem er gleðilegt þar sem mörg börn eiga tvö heimili.

    Regína Ásvaldsdóttir, Berglind Magnúsdóttir og Helga Jóna Benediktsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  37. Lagt fram bréf velferðarsviðs, dags. 29. apríl 2019, sbr. samþykkt velferðarráðs frá 24. apríl 2019 á samningi Reykjavíkurborgar og Útlendingastofnunar um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, ásamt fylgiskjölum. R19030140
    Samþykkt.

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna ásamt Hildi Björnsdóttur og Katrínu Atladóttur borgarráðsfulltrúum Sjálfstæðisflokksins og áheyrnarfulltrúum Sósíalistaflokks Íslands og Flokks fólksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Reykjavíkurborg hefur undirfarin ár gert samning við Útlendingastofnun um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem er mikilvægur þáttur í því hlutverki stjórnvalda að tryggja þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Reykjavík gerir nú samning um þjónustu við 220 einstaklinga í senn sem er fjölgun frá síðasta ári, hefur fjölgun verið árleg frá árinu 2015 þegar samningurinn gerði ráð fyrir 70 einstaklingum. Opið er á enn frekari fjölgun og er það í skoðun.

    Regína Ásvaldsdóttir og Sigþrúður Erla Arnardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  38. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 30. apríl 2019, varðandi fyrirhugaða þátttöku borgarstjóra og oddvita borgarstjórnarflokka í Norrænu höfuðborgarráðstefnunni 21.-24. maí 2019 í Osló í Noregi, ásamt fylgiskjölum. R18020059

    Fylgigögn

  39. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2019:

    Lagt er til að borgarráð samþykki að skipa Elínu Oddnýju Sigurðardóttur sem aðalmann í fulltrúaráð Hjúkrunarheimilisins Eirar í stað Sigurðar Björns Blöndal. Einnig er lagt til að borgarráð samþykki að skipa Berglindi Eyjólfsdóttir sem varamann í stað Evu Einarsdóttur. R19040238

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  40. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2019:

    Lagt er til að Helga Björk Laxdal skrifstofustjóri borgarstjórnar taki sæti í fulltrúaráði EBÍ og Halldóra Káradóttir verði varamaður hennar. Tilnefningin gildi til loka kjörtímabilsins. R19040137

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  41. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki hjálagt samkomulag Oddfellowreglunnar á Íslandi og Reykjavíkurborgar um minningarreit um Holdsveikraspítalann í Laugarnesi. R19040235

    Samþykkt.

    -    Kl. 12:20 víkur Dóra Björt Guðjónsdóttir af fundi og Alexandra Briem tekur sæti. 

    Fylgigögn

  42. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg sæki um aðild að European Healthy Cities Network hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (World Health Organization) en sjöundi fasi verkefnisins er nú að hefjast og opið fyrir umsóknir. Meðfram vinnu við umsóknarferli í WHO European Healthy Cities Network verði mótuð lýðheilsustefna fyrir Reykjavíkurborg byggð á þeim undirbúningi sem farið hefur fram í samstarfi við embætti landlæknis og fulltrúa úr háskólasamfélaginu. Birtir verði fyrirliggjandi lýðheilsuvísar sem safnað hefur verið saman í samvinnu við embætti landlæknis. Samhliða verkefninu verði þeir þróaðir áfram fyrir borgina, m.a. sem hluti af því að setja mælanleg markmið í lýðheilsumálum. Umsóknarferli, inntökuskilyrðum og skuldbindingum er lýst í meðfylgjandi greinargerð en ætla má að umsóknarferli taki um eitt ár. Árleg þátttökugjöld eru 6.000 bandarískir dollarar (USD) eða um 720.000 íslenskar krónur á núverandi gengi. Fasi VII er 5 ár, 2019-2023. Kostnaður vegna verkefnisins verður tekinn af kostnaðarstað 01100 á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18080168
    Samþykkt.

    Fylgigögn

  43. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2019, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögu hæfnisnefndar um síðari viðtöl um starf sviðsstjóra mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar. R19020230
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  44. Lögð fram trúnaðarmerkt tillaga borgarstjóra, dags. 29. apríl 2019, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki tillögu hæfnisnefndar um síðari viðtöl um starf sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs Reykjavíkurborgar. R19020229
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

  45. Lögð fram svohljóðandi tillaga formanns borgarráðs, dags. 28. apríl 2019, ásamt fylgiskjölum:

    Lagt er til að borgarráð samþykki eftirfarandi tillögur að skipulagi þriggja nýrra kjarnasviða, sem taka formlega til starfa 1. júní 2019.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19020019
    Samþykkt.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram svohljóðandi bókun:

    Það er mikilvægt að stjórnkerfisbreytingar feli í sér hagræðingu en borgarkerfið hefur blásið út síðustu kjörtímabil. Skipulag þriggja nýrra kjarnasviða virðist ekki fela í sér leiðir til hagræðingar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks telja miður að meirihluti borgarstjórnar hafi ekki nýtt tækifærið við nýlegar skipulagsbreytingar til að ná fram aukinni hagræðingu í borgarkerfinu. Þannig gefst svigrúm til að minnka yfirbygginguna, forgangsraða fjármunum og lækka álögur á íbúa.

    -    Kl. 12:35 víkur Heiða Björg Hilmisdóttir af fundinum og Skúli Helgason tekur sæti.

    Fylgigögn

  46. Lagður fram úrskurður samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins frá 15. mars 2019 í máli SRN17040840 vegna álagningu vatnsgjalds hjá Orkuveitu Reykjavíkur. R19010098

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Frá þeim tíma sem úrskurður ráðuneytisins nær til hefur vatnsgjald í Reykjavík tvisvar sinnum verið lækkað umtalsvert; um 11,2% í byrjun árs 2017 og aftur um 10% í byrjun árs 2018. Í framhaldi af úrskurðinum hefur Orkuveitan ítrekað óskað eftir leiðbeiningum frá ráðuneytinu um hvað leggja skuli til grundvallar við álagningu vatnsgjalds. Í lögum um vatnsveitur sveitarfélaga er sagt að nánar skuli kveðið á um þetta atriði í reglugerð. En slík reglugerð hefur ekki verið sett og hefur OR vísað til leiðbeiningarskyldu stjórnvalda í erindum sínum til ráðuneytisins. Orkuveitan og raunar sveitarfélög sem reka eigin veitur eru sammála um að mikilvægt sé að reglugerð verði samþykkt hið fyrsta. Jafnframt óskar borgarráð eftir að fá fulltrúa OR á fund borgarráðs til að fara yfir málið og kynna viðbrögð og næstu skref.

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins leggur fram svohljóðandi gagnbókun:

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins óskaði eftir því fyrir borgarráðsfund að fulltrúi/fulltrúar frá OR kæmu á fund borgarráðs. Nú er það boðað að slíkt verði gert á næsta borgarráðsfundi. Rök meirihlutans um að vatnsgjald hafi tvisvar sinnum verið lækkað eru ekki svar við úrskurði samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins og halda ekki vatni. Meirihlutinn og stjórn OR virðast ekki vita muninn á eðlismuni gjalda og skatta. OR innheimtir vatnsgjald en fer með það eins og skatt, þ.e. að gjaldinu er ráðstafað í útborgun arðs til eigenda sinna. Í stað þess að horfast í augu við lögbrotið er reynt að koma ábyrgðinni yfir á ráðuneyti sveitarstjórnarmála. Ráðuneytið bendir á að á undanförnum árum hafi OR haft umtalsverðan arð af starfsemi sinni og ljóst að svo verði áfram sbr. fjárhagsáætlun OR fyrir árin 2017-2021 og er það í andstöðu við 1. mgr. 10. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004. Hér upplýsist um eitt lögbrotið enn hjá Reykjavíkurborg og bætist þar við langan lista lögbrota og áfellisdóma yfir borginni. Engin lagastoð er fyrir því að tekinn sé arður af starfsemi vatnsveitu. Í bókun meirihlutans eru engar sönnur færðar fyrir því að lögbrot OR séu ekki enn viðhöfð.

    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:

    Fulltrúar Sjálfstæðisflokks leggja áherslu á að gjaldskrár dótturfélaga Orkuveitu Reykjavíkur séu í samræmi við lög og álögur ekki hærri en nauðsyn krefur. Við treystum því að Veitur bregðist við úrskurðinum af ábyrgð og gæti þess að gjaldskrár séu ekki hærri en sem nemur meðalkostnaði af því að veita þjónustuna. Við teljum óeðlilegt að borgin veiti grunnþjónustu á borð við veituþjónustu í hagnaðarskyni, enda fer starfsemin fram á einokunarmarkaði. Skerpa þarf á hlutverki Orkuveitunnar sem fyrirtækis í almannaeigu. Við leggjum áherslu á að dregið verði úr arðgreiðslukröfum Reykjavíkurborgar á Orkuveitusamstæðuna. Þess í stað verði álögur á íbúa lækkaðar og skuldir samstæðunnar greiddar niður.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þetta er hið mesta klúðursmál og spurning hvort hægt sé að leiðrétta þetta til baka í tíma. Af þessari oftöku verður að láta og tryggja að gerist aldrei aftur. Seilst hefur verið í vasa borgarbúa með grófum hætti. Þetta er ein staðfestingin enn á því hvernig sum þessara fyrirtækja sem kallast B-hluta fyrirtæki virka. Það hefur ekki gengið vel með mörg þeirra. Þar eru stórar ákvarðanir teknar án þessa að eigendur hafi nokkra aðkomu og varla er hægt að kalla það lýðræðislegt. Þetta fyrirtæki sem fleiri fyrirtæki undir svokölluðum B-hluta ættu einfaldlega að heyra beint undir borgarráð og vera þannig í nánari tengslum við borgarbúa. Hér er um fyrirtæki að ræða sem eru eins og ríki í ríkinu. B-hluta fyrirtæki eru orðin svo aftengd borginni að fólk gleymir að þau eru borgarfyrirtæki.

    Fylgigögn

  47. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 15. apríl 2019, við framhaldsfyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um vinnuslys á leik- og grunnskólum borgarinnar sbr. 46. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. mars 2019. R19020109

    Fylgigögn

  48. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 15. apríl 2019, við fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Sósíalistaflokks Íslands um gjaldfrjálsar félagsmiðstöðvar sbr. 31. lið fundargerðar borgarráðs frá 4. apríl 2019. R18100036

    Fylgigögn

  49. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 1. apríl 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um fasteignagjöld á eldri borgara, sbr. 52. lið fundargerðar borgarráðs frá 31. janúar 2019. R19010429

    Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna leggja fram svohljóðandi bókun: 

    Alls nutu rúmlega fimm þúsund elli- og örorkulífeyrisþegar lækkunar fasteignaskatta og fráveitugjalda á íbúðarhúsnæði á árinu 2018 og heildarfjárhæð afsláttar nam tæpum 387 m.kr. Aðgerðin hefur því haft afar góðar afleiðingar fyrir þá hópa eldri borgara og öryrkja sem mest þurftu á afslætti af fasteignagjöldum að halda. Sum þeirra fengu gjöldin felld niður vegna lágra tekna en önnur tekjubil fengu ríflega afslætti.

    Fylgigögn

  50. Lagt fram svar fjármálaskrifstofu, dags. 8. mars 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um rekstrarkostnað hverfisráða, sbr. 39. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. febrúar 2019. R19020197

    Fylgigögn

  51. Lagt fram svar skóla- og frístundasviðs, dags. 10. apríl 2019, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um notkun húsnæðis Korpuskóla, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. maí 2019. R19030161

    Fylgigögn

  52. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um að gripið verði til sértækra aðgerða til að létta undir með fátækum barnafjölskyldum, sbr. 47. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2019. R19040143
    Vísað til meðferðar velferðarráðs. 
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Borgarfulltrúi Flokks fólksins er sáttur við að vísa málinu til velferðarráðs enda átti hann von á því. Að gefnu tilefni vill borgarfulltrúi minna á rétt sinn að leggja öll þau mál fram í borgarráði sem hann kýs að leggja þar fram. Það er von og ósk að vel verði tekið á móti þessari tillögu í velferðarráði enda full ástæða til. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill nota tækifærið til að höfða til þeirra flokka í meirihlutasamstarfinu sem hafa gefið sig út fyrir að vera jafnaðarflokkar. Til að hægt sé að stuðla að jöfnun þarf að beita sértækum aðgerðum þar með tekjutengingaraðferðum til að rétta hlut þeirra verst settu. Það verður aldrei neinn jöfnuður að heitið geti ef hækkanir ganga upp allan skalann án tillits til efnahags og aðstæðna fólks. Hópur efnaminna fólks og fátækra hefur orðið útundan í Reykjavík síðustu ár. Hátt leiguverð og gríðarlega erfiður húsnæðismarkaður étur upp meira og minna allt sem fólk nær að þéna á mánuði. Borgarafulltrúi vill benda á skýrsluna Lífskjör og fátækt barna á Íslandi 2004-2016 sem unnin var fyrir Velferðarvaktina í þessu sambandi.

    Fylgigögn

  53. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um frekari einföldun á reglum um fjárhagsaðstoð, sbr. 51. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2019. R19040146
    Tillögunni er vísað frá.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun: 

    Meirihlutinn hefur vísað tillögunni frá og er það miður í ljósi þess að mörgum þykir flækjustigið heilmikið í borgarkerfinu og ef einhverju er breytt þá er það eitthvað agnarlítið auk þess sem langur tími líður á milli breytinga. Horfa þarf á þessi mál út frá sjónarhorni notandans, hvernig þessir hlutir eru að virka fyrir notendur þjónustunnar. Borgarfulltrúi Flokks fólksins spyr hvort yfir höfuð sé nokkuð rætt við notendur þjónustunnar um hvað þeim finnst um reglurnar. Hvað finnst notendum eðlilegt ferli þegar sótt er um fjárhagsaðstoð sem dæmi? Nú státar borgarmeirihlutinn sig af því að hafa notendasamráð að leiðarljósi og þá hlýtur að vera hægt að krefjast þess að það sé ekki bara í orði heldur einnig á borði?

    Fylgigögn

  54. Lögð fram að nýju tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um rýmkun á reglum um frístundakort til að heimila notkun fyrir styttri verkefni, sbr. 50. lið fundargerðar borgarráðs frá 11. apríl 2019. R19040147
    Tillagan er felld.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi málsmeðferðartillögu:

    Lagt er til að tillögunni verði vísað inn í stefnumótun íþrótta- og tómstundaráðs.

    Í ljósi þess að tillagan hefur verið felld kemur málsmeðferðartillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins ekki til afgreiðslu.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Tillagan hefur verið felld. Það var ósk borgarfulltrúa Flokks fólksins og eins fulltrúa Sjálfstæðisflokksins að þessari tillögu verði vísað inn í stefnumótunarvinnu íþrótta- og tómstundaráðs. Borgarfulltrúi Flokks fólksins lagði fram breytingatillögu þess efnis en þar sem tillaga meirihlutans gekk lengra voru greidd atkvæði um hana og þar með var tillaga Flokks fólksins felld. Svo virðist sem engin leið sé fyrir borgarfulltrúa Flokks fólksins að fá meirihlutann til að skoða þessar reglur með það að leiðarljósi að rýmka þær til að fleiri börn geti nýtt sér frístundakortin. Ein af þessum stífu reglum er að skilyrða kortið við 10 vikna námskeið í það minnsta. Þetta nær engri átt. Fleiri skilyrði eru afar þröng og algerlega óþörf. Það ætti að vera borgarmeirihlutanum ljúft og skylt að létta á þessum skilyrðum og gefa þannig fleiri börnum rýmra tækifæri að nýta kortið svo nýtingin verði sómasamleg í öllum hverfum.

    Fylgigögn

  55. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltraúa Flokks fólksins:

    Grunnskólinn er samkvæmt lögum gjaldfrjáls og þarf það að gilda um allt sem tengist skólanum. Engu að síður hefur fregnast að börnin þurfi að greiða ýmis konar gjöld sem börn hafa þurft að greiða vegna ferða og viðburða. Flokkur fólksins óskar eftir að fá upplýsingar frá skólum borgarinnar um gjöld vegna skólaferðalaga, árshátíðar og annarra viðburða síðastliðið ár sem börn hafa þurft að greiða til að fá að taka þátt. Það er mikilvægt að fá þessar upplýsingar til að sjá hvernig þessum málum er háttað. Vitað er að það eiga ekki allir foreldrar aukakrónur til að standa straum af kostnaði sem þessum. Börn efnalítilla og fátækra foreldra þurfa þess vegna stundum einfaldlega að sitja heima og það er sárt. Það má aldrei vera þannig að barn geti ekki tekið þátt í skólatengdum viðburðum vegna þess að foreldri getur ekki greitt uppsett gjald. Að mismuna börnum vegna fjárhagsstöðu foreldra samræmist ekki Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Börn fátækra foreldra fá t.d. ekki sömu tækifæri til tómstunda. Skólatengdir félagslegir viðburðir og verkefni eru stundum eina tómstund þessara barna. R19050009

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

  56. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um kostnað við að það verði reiknað út eða áætlað í ljósi notkunar, hvað það kostar að grunnskólanemendur í Reykjavík fái frítt í strætó. R19050010

    Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.

  57. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins óskar eftir upplýsingum um allar kvartanir sem kunna að hafa borist Strætó bs. frá notendum þjónustunnar og sem varða þjónustuna síðastliðin þrjú ár. Óskað er eftir upplýsingum um hvernig Strætó bs. hafi afgreitt kvartanir sem kunna að hafa borist. Óskað er upplýsinga um hversu langur tími að meðaltali hefur liðið frá því að kvörtun berst og þar til sá sem kvartar fær svar/afgreiðslu á máli sínu. R19050011

    Vísað til umsagnar stjórnar Strætó bs.

  58. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að borgin beiti sér fyrir að vinnutími þeirra sem starfa í miðborginni verði enn breytilegri en nú er í þeim tilgangi að létta á umferðarteppu í og úr miðbænum á ákveðnum tíma árdegis og síðdegis. Í sama tilgangi er lagt til að borgin beiti sér í ríkari mæli en nú er gert í að atvinnufyrirtæki rísi í úthverfum frekar en í miðborginni. Hér er átt við fyrirtæki/stofnanir sem fólk þarf að koma í eigin persónu til að sækja þjónustuna. Loks er lagt til að skoðað verði gaumgæfilega hvaða fyrirtæki sem nú eru í miðbænum mætti hugsanlega færa í úthverfin hvorutveggja í þeim tilgangi að létta á umferð í og úr miðborginni. R19050012

    Tillögunni er vísað frá.
    Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.

    Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi bókun:

    Meirihlutinn í borgarráði hefur vísað fyrirspurn Flokks fólksins frá og er það í fyrsta skipti sem tekið er upp á því að vísa frá nýlögðum fyrirspurnum. Óskað var eftir skriflegum rökstuðningi en því var hafnað. Ástæðan fyrir frávísuninni er því óljós. Tillagan var svona: Lagt er til að borgin beiti sér fyrir að vinnutími þeirra sem starfa í miðborginni verði enn breytilegri en nú er í þeim tilgangi að létta á umferðarteppu í og úr miðbænum á ákveðnum tíma árdegis og síðdegis. Í sama tilgangi er lagt er til að borgin beiti sér í ríkari mæli en nú er gert í að atvinnufyrirtæki rísi í úthverfum frekar en í miðborginni. Hér er átt við fyrirtæki/stofnanir sem vegna þjónustunnar sem veitt er þurfi fólk að leita þangað í eigin persónu. Loks er lagt til að skoðað verði gaumgæfilega hvaða fyrirtæki sem nú eru í miðbænum mætti hugsanlega færa í úthverfin hvorutveggja í þeim tilgangi að létta á umferð í og úr miðborginni.

  59. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins: 

    Lagt er til að Reykjavíkurborg/Sorpa taki upp þriggja tunnu kerfi í Reykjavík. Þetta hefði átt að vera löngu búið að gera og í raun hefði Reykjavík átt að vera leiðandi með slíkt kerfi sem stærsta sveitarfélag landsins. Nú hafa mörg sveitarfélög tekið þetta upp og má segja að Reykjavík sé að verða allt að því „gamaldags“ þegar kemur að flokkun sorps. Við hvert hús ættu að standa þrjár tunnur, græn, brún og grá. Þriggja flokka sorpflokkunarkerfi er nú þegar við lýði í tólf bæjarfélögum á landinu, þ.e.; Stykkishólmi, Nónhæð í Kópavogi, Hveragerði, Flóahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, Skaftárhreppi, Fljótsdalshéraði (Egilsstöðum), Fljótsdalshreppi, Langanesbyggð, Fjallabyggð, Hvalfjarðarsveit og Fjarðabyggð. Kópavogur er að byrja með þetta kerfi hjá sér. Önnur fimm bæjarfélög nota tveggja tunnu kerfi, þ.e. gráu tunnuna og grænu tunnuna, þ.e.; Arnarneshreppur, Fjarðarbyggð, Akranes, Borgarbyggð og Skorradalshreppur.

    Greinargerð fylgir tillögunni. R19050013
    Vísað til meðferðar stjórnar Sorpu.

  60. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Lagt er til að Reykjavíkurborg láti greina stöðu fatlaðra barna með innflytjenda-bakgrunn til að varpa ljósi á á stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Skoða þarf hverjar eru aðstæður þessara barna og þarfir, hvernig er þjónustu við þau háttað og hvað má gera til að tryggja að hún komi sem best til móts við þarfir barnanna? R19050022

    Vísað til meðferðar velferðarráðs.

  61. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Óskað er eftir upplýsingum um hve mörg börn undanfarin fimm ár hafa lent á milli skips og bryggju í skólamálum með þeim afleiðingum að barn fær ekki skólavist vegna þess að það glímir við djúpstæðan hegðunarvanda tengd röskun af einhverju tagi. Til að tengja þessa fyrirspurn raunveruleikanum er rifjuð upp nýleg frétt þar sem barn fékk ekki skólavist sem rekja má til þarfar þess fyrir umtalsverða sérþjónustu og sértækrar aðstoðar. Það er alvarlegt þegar borgaryfirvöld sem segjast reka stefnu „Skóli án aðgreiningar“ geta ekki sinnt börnum með sérþarfir en samt segir í stefnunni að skólinn eigi að vera fyrir alla. Þetta verður að skoða í víðara samhengi. Það hefur lengi verið vitað að það er ákveðinn hópur barna sem líður illa í skólanum vegna þess að þau fá ekki þjónustu við hæfi. Hér er það staðfest enn og aftur að þessi metnaðarfulla ímynd um skóla er ekki að virka fyrir öll börn og ekki nóg með það heldur er barni sem glímir við mikla erfiðleika tengda veikindum sínum hreinlega vísað úr skólakerfinu. Þetta er lögbrot. Flokkur fólksins vill fá að vita hve mörg börn hafa verið sett í ólíðandi aðstæður sem þessar. R19050014

    Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.

  62. Lögð fram svohljóðandi tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins:

    Eftirfarandi tillaga Flokks fólksins snýr að nemendum sem eru með ýmiskonar geðraskanir en eins og vitað er er mjög erfitt fyrir þessi börn að fá aðstoð í „venjulegum skóla“. 1. Lagt er til fyrst og síðast að farið sé að lögum. Það er lögbrot að reka börn úr skólaskyldu vegna frávika. Það verður að setja meira fjármagn með hverju barni til að ráða faglegan stuðningsfulltrúa, t.d. iðjuþjálfa eða sálfræðing sem hefur eitthvað vægi inn í skólastofunni. 2. Lagt er til að fjármagn sé merkt barni en ekki skóla þannig að það fylgi barninu skipti það um skóla. 3. Lagt er til að unnið verði markvisst að því að fækka nemendum í bekkjum. 4. Lagt er til að í miðjum tíma fái börn tækifæri til að standa upp og fá hreyfingu. 5. Lagt er til að láta af því að afsérþarfavæða börnin til að þau aðlagist kerfinu, hinum svokallaða „skóla án aðgreiningar“. Skóla- og frístundarráð hefur gengið allt of langt að reyna að þagga niður vanda barna til að láta þau passa inn í skólakerfi sem er ekki útbúið til að taka á þörfum allra barna. Erlendis má sjá að í stað þess að reyna sífellt að slökkva elda er börnum leyft að nota stóra bolta í stað stóla, heyrnartól með tónlist til að þau geti haldið athyglinni og þeim leyft að nýta öll þau verkfæri sem virka til að vinna og efla kosti barnanna. Sveigjanleiki og margbreytileiki þarf að koma sterkar inn í hugmyndafræði skólastefnunnar. 6. Lagt er til að skóla- og frístundaráð auki vægi tækni- og listaverkefna í grunnskólanum. Eins og vitað er eru styrkleikar barna alls konar. 7. Lagt er til að skóla- og frístundaráð fari nú að alvöru að eyða endalausum biðlistum í þjónustu s.s. greiningar. Borgarstjóri hefur nýlega sagt á opinberum vettvangi að verið sé að setja meira fjármagn í skólana. Hvernig væri að sýna að hér eru ekki einungis orðin tóm? 8. Lagt er til að aðgengi barna að sálfræðingum og iðjuþjálfum verði stórbætt og að foreldrar hafi ávallt gott aðgengi að þessum sérfræðingum. R19050015

    Vísað til meðferðar skóla- og frístundaráðs.

  63. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    Hversu háa upphæð er Reykjavíkurborg að fá greidda í fasteignagjöld af Hafnartorgi? Voru innviðagjöld innt að hendi til borgarinnar af þessum reit? R19050016

    Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

  64. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    1. Hver var upphafleg kostnaðaráætlun vegna Klettaskóla samtals? 2. Hver var endalegur kostnaður samtals? 3. Hver var kostnaðaráætlun og endanlegur kostnaður við eldra húsnæði Klettaskóla og hver var kostnaður pr m2 fyrir hverja einingu fyrir sig? a. Skólalóð? b. Kennslurými? c. Húnæði frístundaheimils og félagsmiðstöðvar? d. Starfsmannaaðstaða? e. Verkgreinastofur? 4. Hver var kostnaðaráætlun og endanlegur kostnaður við nýja uppbyggingu í Klettaskóla og hver var kostnaður pr m2 fyrir hverja einingu fyrir sig? a . Sundlaug? b. Íþróttahús? c. Dagþjónustu? d. Hjálpartækja- og geymslurými? e. Hvíldar- og slökunarrými? f. Önnur rými, s.s. rými fyrir blinda og sjónskerta, rými fyrir talþjálfun og rými fyrir tjáskiptatækni? 5. Hver var kostnaðaráætlun og endanlegur kostnaður við aðra sérhæfingu í Klettaskóla og hver var kostnaður pr m2 fyrir hverja einingu fyrir sig? a. Matsal í nýbyggingu? b. Lyftubúnað? c. Hljóðvist og lýsingu? d. Hurðir og annað öryggi? 6. Hver er kostnaðarhlutdeild ríkisins í verkinu öllu sundurgreint eftir verkefnum? 7. Var verkið boðið út í heild eða hluta? 8. Ef mikið misræmi er á milli kostnaðaráætlunar og endalegs kostnaðar hver er þá ástæðan? 9. Hver var eftirlits- og ábyrgðaraðili með verkinu? 10. Hefur Reykjavíkurborg greitt allar greiðslur sem undir verkið falla? R19050018

    Vísað til umsagnar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar.

  65. Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóðandi tillögu:

    Flokkur fólksins leggur til að settar verði hjólareiðahraðareglur í borginni þar sem þess þarf og það er eflaust víða. Nú með hækkandi sól eykst umferð hjólandi, gangandi og hlaupandi. Fjölmörg dæmi eru um að hjólreiðamenn hjóli alltof hratt þegar þeir fara fram úr öðrum hjólreiðamönnum og gangandi vegfarendum. Margir gangandi og einnig hjólreiðamenn eru með hundinn sinn sér við hlið. Dæmi eru um að hjólreiðamenn hafi þotið fram hjá á ca 60 km+. Hvað gerist t.d. ef 80 kg hjólreiðamaður lendir á fólki eða dýrum á 60 km hraða? Ástandið er þannig víða að það er ekki spurning um hvort verður slys heldur hvenær. Nefna má staði eins og Víðidal. Að sunnanverðu er víða mjög blint vegna trjáa. Engu að síður hjóla sumir á ógnarhraða og taka hiklaust fram úr öðrum hjólandi og gangandi stundum á ógnarhraða. Ástandið í Víðidal er alvarlegt hvað þetta varðar og án efa er það víðar í borginni. Hér verður að grípa til aðgerða með því að setja hámarkshraða, hraðahindranir þar sem það á við og að aðskilja keppnishjólreiðar og gangandi vegfarendur þar sem það er nauðsynlegt. R19050019

    Vísað til meðferðar skipulags- og samgönguráðs.

  66. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Mörtu Guðjónsdóttur, og áheyrnarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins:

    Óskað er upplýsinga um hvernig tekið er á málum starfsmanna Reykjavíkurborgar ef þeir verða uppvísir að því að vera með ósiðlega umræðu á opinberum vettvangi. Jafnframt er óskað upplýsinga um hvort starfsmenn sem hafa orðið uppvísir að slíku framferði hafi fengið athugasemdir eða áminningu frá sínum yfirmönnum og stjórnendum þ.e. skrifstofustjóra á skrifstofu borgarstjórnar, borgarritara eða borgarstjóra. R19050020

    Vísað til umsagnar skrifstofu borgarstjórnar og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  67. Lögð fram svohljóðandi ítrekun á fyrirspurn áheyrnarfulltrúa Miðflokksins:

    Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins gagnrýnir að enn hafi ekki borist svar við fyrirspurn hvað varðar starfslokasamninga starfsmanna Reykjavíkurborgar. Var fyrirspurnin lögð fram í lok ágúst 2018. Krafist er skýrra svara hvers vegna þessari fyrirspurn hafi ekki verið svarað og er það hér ítrekað að svarið berist borgarráði. R18080131

    Vísað til meðferðar mannauðsdeildar.

    -    Kl. 13:40 víkur Alexandra Briem af fundinum.

Fundi slitið klukkan 13:45

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Líf Magneudóttir

Skúli Helgason Hildur Björnsdóttir

Marta Guðjónsdóttir